00:32 | Sprenging við norska sendiherrabústaðinn í Ísrael Handsprengju var kastað inn í garðinn við aðsetur sendiherra Noregs til Ísraels í Herzliya við Tel Avív í dag. „Ég talaði fyrir skömmu við sendiherra Noregs í Ísrael, Per Egil Selvaag, sem varð fyrir því að kúlusprengju var kastað inn í garðinn hans í kvöld,“ skrifaði Gideon Saar, utanríkisráðherra Ísraels, í færslu á samfélagsmiðlinum X (áður Twitter) eftir atvikið. „Ég fordæmi alfarið þennan alvarlega og hættulega glæp.“Tuva Bogsnes, upplýsingafulltrúi norska utanríkisráðuneytisins, greindi norska ríkisfjölmiðlinum NRK frá því í tölvupósti að sprenging hefði heyrst fyrir utan sendiherrabústaðinn í Tel Avív. Enginn hafi særst í sprengingunni og ísraelsku lögreglunni hafi verið gert viðvart.„Öryggi starfsfólks okkar er í forgangi hjá okkur,“ skrifaði Bogsnes í tölvupóstinum.Norska sendiráð | |
23:55 | Geimflaug SpaceX sprakk í Texas Geimskip sprakk á skotpalli í Texas í Bandaríkjunum í gær. Svokallað stjörnuskip (Starship) úr smiðju SpaceX, fyrirtækis Elon Musk eyðilagðist við óvænta sprengingu en engan sakaði. | |
23:55 | Trump tekur ákvörðun á næstu tveimur vikum Bandaríkjaforseti segir það koma í ljós á næstu tveimur vikum hvort Bandaríkin geri árás á Íran. | |
23:39 | Sigurvegari í árlegri dorgveiðikeppni veiddi sex fiska Aflinn var mismikill meðal þátttakenda í árlegri dorgveiðikeppni Hafnarfjarðar á Flensborgarbryggju í dag. Sumir veiddu alls ekki neitt en Nikulás Högni Hákonarson, sem bar sigur úr býtum, veiddi sex fiska. | |
23:37 | Kalli Snæ biðst afsökunar Guðmundur Karl Snæbjörnsson, eða Kalli Snæ, hefur beðist afsökunar á að hafa haldið því fram að embætti landlæknis hafi svipt hann læknaleyfinu vegna gagnrýni hans á heilbrigðisyfirvöld og sóttvarnaraðgerðir. | |
23:06 | Veiðigjaldsfrumvarp í brennidepli á hitafundi í Edinborgarhúsinu Forsætisráðherra sat fyrir svörum á sannkölluðum hitafundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í kvöld. Fundurinn var vel sóttur og veiðigjaldsfrumvarp atvinnuvegaráðherra var í brennidepli.Samfylkingin boðaði til fundarins með bæði Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra og Örnu Láru Jónasdóttur, þingmanni flokksins í Norðvesturkjördæmi. Í auglýsingu sagði: opið samtal, beint og milliliðalaust, kaffi og kruðerí.Fólk krafði forsætisráðherra um svör varðandi útreikninga á hækkun veiðigjalds og möguleg áhrif á samfélagið. Kristrún benti á að mikil vinna hefði verið lögð í gerð frumvarpsins. Breytingartillögur hafi verið gerðar sem komi minni og meðalstórum sjávarútvegsfyrirtækjum vel.„Ég held að það liggi alveg fyrir að það mun reyna á okkur á þessu kjörtímabili að sýna að við erum traustsins verð | |
22:58 | Bílstjóri ráðherra lagði ríkið Maður sem starfaði sem bílstjóri ráðherra fær greidda rúma milljón króna vegna vangoldinna orlofsgreiðslna sem íslenska ríkinu bar að greiða honum á tæplega tveggja ára tímabili. | |
22:41 | Tilfinning hægri manna um að fréttir RÚV séu óháðar fer dvínandi Aðeins þriðjungur hægri manna upplifir fréttaflutning Ríkisútvarpsins sem óháðan en árið 2022 var helmingur hægri manna þeirrar skoðunar. Sérfræðingur hjá Fjölmiðlanefnd segir merki um að Íslendingar séu í auknum mæli að velja sér fjölmiðla eftir pólitískum skoðunum. | |
22:41 | Sakborningur í Þorlákshafnarmálinu dæmdur fyrir líkamsárás í öðru máli Landsréttur hefur staðfest dóm yfir karlmanni um tvítugt sem ákærður var fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás árið 2021. Sami maður er ákærður fyrir manndráp í tengslum við annað mál; hið svokallaða Þorlákshafnarmál.Maðurinn var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa höfuðkúpubrotið mann fyrir framan veitingastað í Reykjavík í nóvember 2021. Hann áfrýjaði á grundvelli þess að dómari í héraði hafi orðið vanhæfur til að fara með málið.Dómarinn hafi ítrekað reynt að fá hann til að breyta framburði sínum með því að þráspyrja hvort hann þekkti mann sem sást með honum á upptöku sem spiluð var við aðalmeðferð.Í úrskurði Landsréttar segir að dómara hafi verið heimilt að leggja spurningar fyrir bæði ákærða og vitni, og rétt að leita nánari skýringa frá skýrslugjafa. Ekki verði | |
22:30 | Hefur sjálfur séð eyðileggingu af völdum botnvörpuveiða Forstjóri Hafrannsóknarstofnunar segir mikilvægt að þróa botnvörpuveiðar til að minnka umhverfisáhrif þeirra. Það eigi líka við um aðrar veiðiaðferðir. Hafsvæði sem hafa orðið fyrir tjóni vegna veiða hafi verið lokuð fyrir þeim. Maður sem hefur kvikmyndað botnvörpuveiðar segir þær valda alltof miklu tjóni. | |
22:23 | Felld tillaga reyndist samþykkt Tillaga sem sögð var felld í fundargerð bæjarráðs Hveragerðis í dag reyndist við nánari skoðun vera samþykkt. Bæjarstjórinn segir fulltrúa meirihlutans sáttan við samþykkt tillögunnar. | |
22:13 | Gengur hringinn til styrktar vannærðum börnum Einar Sindri Ásgeirsson er nýfluttur heim eftir margra ára dvöl í Hollandi og það fyrsta sem hann ætlar að gera er að ganga hringinn í kringum landið. Á meðan ferðinni stendur safnar hann pening fyrir vannærð börn í Afríku en hann leggur af stað í fyrramálið. Ferðalagið muni taka hann um sex vikur með hvíldardögum . | |
22:10 | Fleiri sérnámstækifæri fyrir lækna Gríðarleg fjölgun hefur orðið á læknum sem stunda sérnám á Íslandi á undanförnum árum samhliða auknu sérnámsframboði á Íslandi. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðuneytisins við fyrirspurn Morgunblaðsins. | |
22:10 | Sér golfvöll í bakgarðinum Hafliði Kristjánsson, íbúi í Kópavogi, telur kjörið að gera golfvöll á landinu fyrir ofan Austurkór. Hefur hann lagt á sig talsverða vinnu til að afla hugmyndinni fylgis. | |
22:06 | „Við verðum að borða sand“ Það er bæði erfitt og hættulegt fyrir sveltandi íbúa Gaza að verða sér úti um mat. Örvæntingarfullur ungur drengur sem greip í tómt þegar hann reyndi sækja neyðaraðstoð í dag segist þurfa að borða sand í stað brauðs.„Við verðum að borða sand. Við höfum engan mat, engan mat. Okkur vantar hveiti, okkur vantar hveiti! Skammist ykkar! Við höfum engan mat og borðum sand í staðinn fyrir brauð,“ segir drengur sem ætlaði að sækja hveiti, en sneri aftur tómhentur.Örvæntingarfullur ungur drengur sem greip í tómt þegar hann reyndi sækja neyðaraðstoð á Gaza og segist þurfa að borða sand í stað brauðs. Það er bæði erfitt og hættulegt fyrir sveltandi íbúa Gaza að verða sér úti um mat.Alltof lítil neyðaraðstoð berst til sveltandi íbúa Gaza. Og það er bæði erfitt og hættulegt að nálgast hana frá því að ba | |
22:00 | Dóttirin ein á leikskólalóðinni þegar hún var sótt, leikskólinn harðlæstur og enginn starfsmaður – „Við erum að vinna með lítið fólk ekki dauða hluti“ Móðir nokkur segist í öngum sínum eftir að dóttir hennar var sótt í leikskólann. Dóttirin var ein á leikskólalóðinni, leikskólinn harðlæstur og enginn starfsmaður sjáanlegur. „Þegar barnsfaðir minn er að sækja dóttur okkar í leikskólanum í dag að þá er enginn kennari með henni og allt læst! Hvert tilkynni ég svona? Er svo reið að Lesa meira | |
22:00 | Uppgjörið: Afturelding 0 - 1 Fram | Fram síðasta liðið áfram í undanúrslit Fram varð síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta. Leikurinn fór fram á Malbikstöðinni að Varmá og sigruðu gestirnir 1-0. | |
21:55 | Sérstakur hefur skilað ráðherra gögnum Dómsmálaráðherra hefur fengið upplýsingar frá fyrrum sérstökum saksóknara um hvernig farið var með gögn í tíð embættisins. Hún segir gagnaþjófnað sem þennan árás á alla, almenning og kerfið í heild.Dómsmálaráðherra segir gagnastuld vera árás á almenning og kerfið. Sendir gögn frá áður sérstökum saksóknara til eftirlits- og stjórnskipunarnefndar.Í Kastljósi í gær kom fram að viðkvæm trúnaðargögn um starfsmenn Glitnis hefðu verið í fórum njósnafyrirtækisins PPP. Í fréttum okkar í vor kom fram að starfsmenn fyrirtækisins hefðu selt gögn um fólk og fyrirtæki frá embætti sérstaks saksóknara þar sem þeir störfuðu áður.Í kjölfarið fór Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra fram á skýringar frá Ólafi Þór Haukssyni héraðssaksóknara sem áður gegndi starfi sérstaks saksóknara og hefur fen | |
21:37 | „Léttari“ léttvín til bjargar evrópskum vínframleiðendum Markaðssetning á léttara léttvíni frá evrópskum framleiðendum verður gerð auðveldari samkvæmt tillögum sem ráðherraráð Evrópusambandsins samþykkti í dag.Ein af tillögum ráðsins er að framleiðendur geti merkt og markaðssett léttvín með minni vínanda - léttari léttvín, ef svo má segja sem fengju þá sérstakan „low-alcohol“ stimpil.Um sextíu prósent af öllu léttvíni sem framleitt er í heiminum kemur frá meginlandi Evrópu, en sala á léttvíni hefur hins vegar verið að dragast saman á undanförnum árum, meðal annars vegna minnkandi áfengisneyslu yngri kynslóða Evrópubúa.Tillögur ráðherraráðsins miða einnig að því að aðstoða vínframleiðendur vegna áhrifa af loftslagsbreytingum og hjálpa þeim að auglýsa ferðaþjónustu sem tengist víni. Tillögurnar fara núna í meðferð hjá Evrópuþinginu, áður en þær ta | |
21:06 | Svæfði forstjórann í Lundarreykjadal Þingmaðurinn Bergþór Ólason var leiðsögumaður við Grímsá í tvo áratugi og á þeim gerðist margt skemmtilegt. | |
21:06 | „Getur ekki leyft tilfinningunum að þvælast fyrir“ Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi yfirlögregluþjónn, segir að lögreglumál er snúa að börnum hafi reynst honum erfiðust að eiga við andlega þegar hann starfaði við löggæslu. Átti það bæði við þegar um var að ræða heimilisofbeldi og þegar börn dóu. | |
21:00 | Segir Einar og Sigurð Inga þurfa að viðurkenna eigin vanmátt – „Hversu lengi ætlar flokkurinn að sökkva án þess að grípa í neyðarhemilinn?“ Sigurjón Magnús Egilsson ritstjóri Miðjunnar segir að Einar Þorsteinsson ætti að hætta sem borgarfulltrúi Framsóknar. Eins ætti Sigurður Ingi Jóhannsson að hætta sem formaður flokksins. „Það kann að verða sárt fyrir þá að viðurkenna eigin vanmátt. Einkum þó fyrir Sigurð Inga,“ segir Sigurjón í leiðara Miðjunnar. Segir hann Framsókn þá skell enn og aftur, nú Lesa meira | |
20:57 | Býst við fundum Alþingis út næstu viku Óformleg samtöl eru hafin milli formanna flokka á Alþingi um afgreiðslu mála þótt ekkert samkomulag sé enn í höfn. Forseti Alþingis gerir ráð fyrir þingfundum út næstu viku og er bjartsýn á að skynsamleg niðurstaða náist um frestun funda. STJÓRNARANDSTAÐAN VILL VÍSA VEIÐIGJALDI FRÁ Önnur umræða um veiðigjaldsfrumvarp ríkisstjórnarinnar var framhaldið eftir hádegi í dag.Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins í atvinnuveganefnd hafa skilað nefndarálitum og vilja að frumvarpinu verði vísað frá. Áheyrnarfulltrúi Framsóknar í nefndinni styður það. Veiðigjaldið er eitt stærsta málið sem ríkisstjórnin vill klára núna. DELLUKENND UMRÆÐA Jón Gnarr þingmaður Viðreisnar sagði á Alþingi í dag að umræðan væri orðin dellukennd og það væri ekki nokkur markaður fyrir henni eins og hann komst | |
20:47 | Þingmenn hneykslast á mótmælum við hátíðarathöfnina Á meðan árleg hátíðarstund fór fram á Austurvelli á þjóðhátíðardaginn stóð hópur fólks með stóra Palestínufána og skilti sem á stóð „samsek þvert á flokka“ meðal hóps fólks sem veifaði íslenska fánanum í tilefni dagsins. Þingmaður og varaþingmaður hneykslast á ákvörðuninni. | |
20:46 | Ætla að bera bækurnar úr turninum Liðssafnaðar er nú leitað í Skálholt þar sem til stendur um næstu helgi að flytja stórt bókasafn úr turni dómkirkjunnar þar yfir í nálæga byggingu. | |
20:29 | Milljón manns fengu margfaldar bætur Ein milljón norskra bóta- og eftirlaunaþega í viðskiptum við DNB-bankann þarlenda vaknaði upp við góðan – en skammvinnan – draum í morgun þegar vinnumálastofnunin NAV greiddi út bætur sínar. | |
20:26 | Netanjahú: „Ísraelar eru að breyta ásýnd heimsins“ Forsætisráðherra Ísraels segir árásir Ísraelshers á Íran geta breytt ásýnd heimsins. Sameinuðu þjóðirnar vara við stigmögnun átaka og skelfilegum afleiðingum fyrir almenna borgara í báðum ríkjum.Bandaríkjaforseti segist taka endanlega ákvörðun um beina hernaðaríhlutun á næstu tveimur vikum.Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels sagði í ísraelsku ríkissjónvarpi í dag að Ísraelar hefðu eyðilagt rúmlega helming allra eldflaugaskotpalla Írans í árásum síðastliðna viku. Hann sagði líka að Ísrael væri að breyta ásýnd heimsins með árásunum.„Ég sagði að við værum að breyta ásýnd Miðausturlanda og nú segi ég að við séum að breyta ásýnd heimsins,“ sagði Netanjahú í viðtali við sjónvarpsstöðina Kan. Ísraelsher væri fær um að hæfa alla kjarnorkuinnviði Írans en að öll hjálp yrði vel þegin. TRUM | |
20:12 | Gerðu sumarfríið að heitasta ástarævintýri ársins Í amstri hversdagsins situr nánd og kynlíf oft á hakanum, sérstaklega þegar börn eru á heimilinu. Nú þegar margir eru komnir í sumarfrí er fullkomið tækifæri til að hlúa að sambandinu, tendra neistann og fara í stutt ferðalag – bara þið tvö. Hvort sem það er í sumarbústað, á hóteli hér heima eða erlendis. | |
20:06 | Fagnar friðlýsingu Hólavallagarðs: „Hér er eiginlega upphafið af öllu“ Umhverfisráðherra, Jóhann Páll Jóhannsson, friðlýsti kirkjugarðinn Hólavallagarð við Suðurgötu í Reykjavík í morgun. Hún byggir á tillögu frá Minjastofnun og tekur til garðsins og veggja umhverfis hann – þriggja hektara alls.Byrjað var að jarða í garðinum árið 1838, en núorðið er aðeins grafið í frátekna staði eða duftker í eldri grafir. Heimir Björn Janusarson, umsjónarmaður, segir garðinn meðal merkustu kirkjugarða landsins.„Það má segja að á þessu litla svæði sé sögu 19. aldar í Reykjavík pakkað saman á einn stað. Hér eru helstu nöfnin, hér eru helstu má segja straumar og stefnur í myndlist. Þær birtast hér. Gróðursetning í Reykjavík byrjar hér. Hér er eiginlega upphafið af öllu.“ | |
19:48 | Ein bílferð jafngildi tuttugu þúsund mótorhjólaferðum Mótorhjólafólk mætti til samstöðufundar í kvöld vegna frumvarps fjármálaráðherra um kílómetragjald. Talsmaður bifhjólasamtakanna Sniglanna segist ekki skilja hvers vegna ráðherra hlusti ekki á málflutning samtakanna. | |
19:45 | Hvar er „kynþokkafyllsti fanginn“ í dag? Líf Jeremy Meeks breytist á einum degi árið 2014 eftir að fangamynd af honum fór eins og eldur í sinu um netheima. Er hvar er kauði í dag og hvað hefur hann verið að gera síðustu ár? Þann 18. júní 2014 var Meeks, þá þrítugur, handtekinn, grunaður um að vera glæpamaður með skotvopn í fórum Lesa meira | |
19:42 | Forstjóri stórfyrirtækis sakaður um grimman stjórnunarstíl Forstjóri DSV, næst stærsta fyrirtæki Danmerkur, er sagður eiga það til að öskra á og smána starfsfólk, og slá í borð og veggi. | |
19:31 | Skipulögð fíkniefnaframleiðsla staðfest í húsleitum Húsleitir lögreglu á nokkrum stöðum á landinu í gær leiddu í ljós fíkniefnaframleiðslu. Lögreglan hefur í marga mánuði haft grun um að menn í skipulagðri brotastarfsemi framleiddu fíkniefni víða um land.Fjörtíu lögreglumenn og sérfræðingar frá Lögreglunni á Vesturlandi, höfuðborgarsvæðinu, sérsveit ríkislögreglustjóra undir forystu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra tóku þátt í aðgerðum.Raufarhafnarbúum brá í brún í gærmorgun þegar lögreglumenn á nokkrum lögreglu- og sendibílum ruddust inn í rautt hús við Aðalbraut í bænum. Þar hefur búið einn karlmaður að undanförnu sem látið hefur lítið fyrir sér fara.„Aðgerðir beinast að því að við höfum grun um að aðilar í skipulagðri brotastarfsemi hafi verið að koma sér upp fíkniefnaframleiðslu á nokkrum stöðum á landinu,“ segir Skarphéðinn Aðalsteins | |
19:30 | Lindakirkju barst dularfullt bréf – „Olli þó smá vangaveltum“ Sagt er frá því á Facebook-síðu Lindakirkju í Kópavogi að þangað hafi borist bréf sem valdið hafi nokkrum heilabrotum því það hafi ekki verið stílað á kirkjuna sjálfa eða presta og aðra starfsmenn hennar. Komið hafi þó í ljós að bréfið hafi ekki átt að berast kirkjunni heldur tíðum gestum hennar, bræðrunum í dúettinum VÆB. Lesa meira | |
19:30 | Fjarlægðin gerir fjöllin blá „Það gaf mér nýja sýn á lífið þegar ég flutti í fyrsta skiptið erlendis. Það var mjög áhugavert að þurfa að standa við öll stóru orðin – sem getur verið svolítið erfitt þegar maður er 21 árs. Manni fannst maður vera stór fiskur í lítilli tjörn og svo gerir maður sér grein fyrir því að það var kannski ekki alveg... | |
19:27 | Starfslok Helga Magnúsar metin á 200 milljónir Í fyrrasumar óskaði Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari eftir að Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari yrði leystur frá störfum vegna ummæla hans um innflytjendur og samkynhneigða.Þáverandi dómsmálaráðherra, Guðrún Hafsteinsdóttir taldi ekki tilefni til þess. Í vor bauð núverandi dómsmálaráðherra honum flutning í embætti aðstoðarríkislögreglustjóra - sem hann þáði ekki - baðst lausnar frá embætti og fer því á eftirlaun níu árum fyrr en venjan er um embættismenn.Starfslok fráfarandi vararíkissaksóknara kosta um 200 milljónir, um helming þess sem fyrrverandi dómsmálaráðherra heldur fram. Dómsmálaráðherra segir forvera sinn hafa flækt málið.Dómsmálaráðherra telur málið hafa leyst farsællega. Málið hafi ekki hjálpað til við að auka trú almennings á dómskerfinu. „Ég á von á að nú s | |
19:23 | Konan ekki ein á ferð: Búið að ræða við vitni Rannsókn á banaslysi í Brúará stendur enn yfir. Kona sem fannst látin í Brúará fyrr í mánuðinum var á ferðalagi með samferðamanni sínum þegar slysið varð. Rætt hefur verið við vitni. | |
19:16 | Leik lokið: Afturelding 0 - 1 Fram | Fram síðasta liðið áfram í undanúrslit Afturelding tók á móti Fram í kvöld í síðasta leik 8-liða úrslitanna. Freyr Sigurðsson skoraði eina mark leiksins á 68. mínútu leiksins. Fram fer því áfram í undanúrslit þar sem þeir geta mætt Vestra, Val eða Stjörnunni. | |
19:10 | Dæmdur fyrir líkamsárás á meðan hann er grunaður um morð Sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdómur Lúkasar Geirs Ingvarssonar fyrir að hafa höfuðkúpubrotið mann á Hafnarstræti var staðfestur af Landsrétti í dag. Hann hefur einnig verið ákærður fyrir manndráp í Gufunesmálinu svokallaða. | |
19:10 | Tilfinning lögreglu að fylgst sé með póstsendingum Lögreglan telur líkur á því að netglæpamenn fylgist með póstsendingum sem fólk á von á eftir að hafa pantað sér varning á netinu. Reyna glæpamennirnir svo að innheimta lágt gjald í nafni sendingarfyrirtækis og bjóða t.a.m. heimsendingu. | |
19:04 | Stöðugleiki markaða gæti horfið á svipstundu „Fjárfestar líta á ástandið með nokkuð raunsæjum augum og spyrja sjálfa sig þriggja lykilspurninga.“ | |
19:01 | Nýjasti meðlimur Hyundai-fjölskyldunnar Nýjasti meðlimur Hyunda-fjölskyldunnar er borgarrafbílinn Inster sem nú er mættur til landsins í Kauptún. | |
18:57 | Táknmálstúlkaðar fréttir í beinni útsendingu Táknmálstúlkun með kvöldfréttum sjónvarpsins er send út á vefnum vegna útsendingar frá leik ÍBV og Vals í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta. Táknmálstúlkaðar fréttir verða sendar út á RÚV 2 klukkan 19:25. (Nema leikurinn fari í framlengingu. Þá verða fréttirnar sýndar eftir seinni leik kvöldsins, sem klárast klukkan 21:50.) | |
18:57 | Segja Íran geta framleitt kjarnorkuvopn á næstu vikum Samkvæmt bandaríkjum stjórnvöldum gæti Íran gæti framleitt kjanorkusprengju innan við nokkurra vikna. | |
18:52 | Svanapar hreiðrar um sig fyrir utan brúðarsvítu Líf og fjör er á bökkum Rangár þessa dagana í nágrenni við Hótel Rangá – og ekki bara meðal gesta. Svanahreiður blasir við út um gluggann í brúðarsvítu hótelsins. „Áður en svanaparið fann sér hentugan stað sáum við þau kjaga marga hringi í kringum hótelið, aðallega að nóttu til,“ segir Friðrik Pálsson, eigandi og hótelstjóri Hótel Rangá.„Eftir að þau ákváðu að búa sér hreiður í hólmanum í tjörninni fóru þau að safna grasi sem þau slíta upp og draga saman með gogginum. Nú er þar kominn stór haugur. Það hefur verið ótrúlegt að fylgjast með þeim athafna sig við hreiðurgerðina.“ MÖGULEGA AFKOMENDUR GAMALLA FASTAGESTA Óvenjulegt er að svanir verpi svo nálægt mannabústöðum, en að sögn fuglafræðinga sem Friðrik hefur ráðfært sig við er líklegt að parið sé afkomendur svanapars sem hefur árlega | |
18:47 | Ekki í forgangi að bæta fallvarnir þrátt fyrir banaslys Ekki stendur til að ráðast í neinar fallvarnir við Holtsnúp undir Eyjafjöllum, þar sem banaslys varð í mars eftir að grjót hrundi úr fjallinu.Þetta kemur fram í svari innviðaráðherra við fyrirspurn Ingveldar Önnu Sigurðardóttur, varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins.Kona lést þegar grjót hrundi á bíl sem hún ók á þjóðvegnum við Holtsnúp í Steinafjalli, hún klemmdist inni og var úrskurðuð látin á vettvangi. Ekki hefur verið ráðist í neinar framkvæmdir á slysstað síðan og það stendur ekki til.Í svarinu segir að Vegagerðin forgangsraði fjármunum árlega í svokallaðar „minni öryggisaðgerðir“ og sem stendur séu aðgerðir við Holtsnúp, þar sem slysið varð, ekki á áætlun.„Þetta er mjög upplýsandi um hvernig fjármunum er forgangsraðað,“ segir Ingveldur í samtali við fréttastofu. „Ég bjóst við að fólk m | |
18:46 | Segir Rússland vera á barmi kreppu Maxim Reshetnikov efnahagsráðherra Rússlands segir efnahag landsins vera á niðurleið. | |
18:41 | Ólíkar nálganir evrópskra seðlabanka Óvænt vaxtalækkun í Noregi og neikvæðir vextir í Sviss. Seðlabankastjóri og varaseðlabankastjóri ósammála í Englandi. | |
18:40 | Hvað er að gerast í átökum Írans og Ísrael? Árásir hafa gengið á víxl milli Ísrael og Írans síðan á föstudag, þegar Ísraelar skutu fyrstu flugskeytunum á Íran. Þetta er sjöundi sólarhringurinn sem íbúar í báðum löndum hafa þurft að þola árásirnar. SAMÞYKKTI ÁÆTLUN UM ÁRÁS GEGN ÍRAN EN EKKI ENDANLEGA BÚINN AÐ GERA UPP HUG SINN Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur samþykkt áætlun um árás gegn Íran en á eftir að gera upp hug sinn um hvort, og þá hvenær, sú árás verði gerð. The Wall Street Journal segir hann hafa sagt þetta við æðstu varnarmálaráðgjafa sína.Blandi Bandaríkin sér í átökin með beinni hætti en núna yrði það mikil stigmögnun. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í tilkynningu í gær að slík stigmögnun yrði gífurleg ógn við frið og öryggi á alþjóðavísu. Hætta yrði á allsherjarstríði.Heimildarmenn in | |
18:30 | Guðmundur var sviptur lækningaleyfi en segist einfaldlega hafa tilkynnt símaþjónustu til landlæknis -„Þeir eiga að kunna lögin“ Guðmundur Karl Snæbjörnsson sem var sviptur lækningaleyfi 5. júní, hefur sakað embætti landlæknis um að svipta hann leyfinu vegna gagnrýni hans á heilbrigðisyfirvöld og sóttvarnaraðgerðir. Ástæðan var sögð óeðlileg meðhöndlun. Guðmundur Karl hefur vakið athygli fyrir baráttu sína fyrir veipi og gegn bólusetningum við COVID-19. Sjá einnig: Guðmundur Karl Snæbjörnsson sviptur lækningaleyfi Guðmundur Karl segir Lesa meira | |
18:23 | Féll í hálku í sundi og fær bætur Landsréttur hefur viðurkennt bótaskyldu á hendur Reykjavíkurborg og Sjóvá eftir að kona rann til í hálku í Árbæjarlaug veturinn 2022 og hlaut líkamstjón svo alvarlegt að hún þurfti að gangast undir aðgerð. | |
18:20 | Ekið á barn í Breiðholti Ekið var á barn í Breiðholti rétt fyrir klukkan fjögur í dag. | |
18:07 | Hátt spennustig, ruslið sem ekki er hægt að endurvinna og kvennavaka Þrettán Íslendingar eru staddir í Íran og Ísrael og eru í sambandi við utanríkisráðuneytið. Þar af eru níu í Íran þaðan sem ekki eru skipulagðir brottflutningar. Ekkert lát er á árásum á milli ríkjanna tveggja og hafa Ísraelar heitið frekari hefndum en enn er óvíst um þátttöku Bandaríkjanna í hernaðinum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Sýnar. | |
18:04 | Ísfélagið leggur stærsta hluthafa Kaldvíkur til 4 milljarða „Fjárfestingin er liður í stefnu Ísfélags að breikka tekjustofna þess og styðja við frekari uppbyggingu Kaldvik AS.“ | |
18:01 | Bláfugl dæmdur vegna ólöglegra uppsagna Flugfélagið Bláfugl var í dag dæmt til að greiða tíu fyrrverandi flugmönnum sínum samanlagt 56 milljónir í bætur vegna ólöglegra uppsagna.Í lok árs 2020 sagði félagið upp öllum fastráðnum flugmönnum sínum sem fengu greitt samkvæmt kjarasamningi Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Aðrir flugmenn voru ráðnir í þeirra stað sem verktakar.Félagsdómur kvað upp þann dóm 2021 að uppsagnirnar væru ólöglegar. Flugmennirnir kröfðust bóta af Bláfugli og lögðu félagið bæði í Héraðsdómi Reykjavíkur og í Landsrétti. Héraðsdómur dæmdi Bláfugl til að greiða flugmönnunum 30 milljónir króna en Landsréttur nær tvöfaldaði upphæðina.Flugvél Bláfugls. Félagið skilaði inn íslensku flugrekstrarleyfi í fyrra og er skráð í Litháen.aðsend mynd | |
17:56 | Ótrúlegar myndir af krefjandi lendingu án nefhjóls Jón Svavarsson, einnig þekktur sem Nonni ljósmyndari, var snar í snúningum þegar hann heyrði á útvarpsrás flugturnsins að nefhjólslaus flugvél væri að lenda á Reykjavíkurflugvelli. Hann tók þessar myndir sem sýna stórvirkið sem flugmanninum tókst að vinna með því að lenda vélinni án tjón á vél eða fólki. | |
17:47 | Bráðaaðgerðir í undirbúningi Fulltrúar lögreglu, sveitarfélags Bláskógarbyggðar, Ferðamálastofu, Landsbjargar, Safe Travel, Náttúruverndarstofnunar, Markaðsstofu Suðurlands og landeigenda funduðu til að ræða öryggismál við Brúará í dag. | |
17:45 | Waymo vill snúa aftur til New York Bandaríska sjálfkeyrandi leigubílafyrirtækið Waymo stefnir á starfsemi í New York, Miami og Washington DC. | |
17:30 | Saka FOX-fréttastofuna um áróður og vara við alvarlegum afleiðingum blandi Bandaríkin sér í átök Ísrael og Írans Hörðustu stuðningsmenn Donald Trump Bandaríkjaforseta, MAGA-hreyfingin svokallaða, er klofin í afstöðu sinni til átakanna á milli Ísrael og Íran. Til dæmis er Fox-fréttastofan sjóðheit fyrir því að Bandaríkin taki beinan þátt í átökunum, og þá til að aðstoða Ísrael við að tortíma kjarnorkurannsóknarstöðinni í Fordo í Íran. Rannsóknarstöðin er grafin djúpt í jörðu og er Lesa meira | |
17:27 | Írar yfirheyra 35 á Íslandi vegna hvarfs Jóns Þrastar Írskir lögreglumenn eru væntanlegir til landsins í næstu viku til að taka skýrslur af 35 manns vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar.Jón Þröstur hvarf í Dyflinni á Írlandi snemma árs 2019. Ítarlega var fjallað um hvarf hans í hlaðvarpsþáttunum Hvar er Jón? sem framleiddir voru í samvinnu RÚV og írska ríkisútvarpinu RTÉ.Íslensk yfirvöld hafa samþykkt réttarbeiðni sem gerir írsku lögreglunni kleift að rannsaka málið hérlendis. Sá hluti rannsóknarinnar felst í því að taka skýrslur af fólki, alls 35 manns.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu liðsinnir írsku lögreglunni. Í tilkynningu lögreglunnar er tekið fram að skýrslutökurnar verði á forræði og undir stjórn íslensku lögreglunnar.Fulltrúar íslensku og írsku lögreglunnar hittu Europol á fundi í Haag í Hollandi í byrjun maí. Þar var ákveðið að íslensk | |
17:25 | Nýjar rannsóknir á dómgreind (og hvað gerist ef við glötum henni) Ég hef, eins og margir aðrir, vaxandi áhyggjur af hnignandi umræðuhefð á Facebook og öðrum samfélagsmiðlum. Á fyrstu árum þessara miðla voru vissulega til „tröll“ sem eitruðu umræðuna en þau minntu mest á „vitlausa frændann“ sem skaut upp kolli í öllum fermingarveislum þegar maður var barn og fimbulfambaði um útlendinga og alþjóðleg samsæri. Þessi tröll hafa nú fundið sér samstað... | |
17:23 | Neyslurými ekki bara fyrir eiturlyf í æð lengur Lög um neyslurými til skaðaminnkunar hafa nú verið rýmkuð. | |
17:16 | Hvarf Jóns Þrastar Jónssonar: Írskir lögreglumenn munu taka skýrslur af 35 manns hérlendis Írskir lögreglumenn koma til Íslands í næstu viku í tengslum við rannsókn þeirra á hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar, en síðast er vitað um ferðir hans í Dyflinni á Írlandi í febrúar 2019. Í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að fyrir liggi samþykkt réttarbeiðni og til stendur að taka skýrslur af um 35 manns Lesa meira | |
17:06 | Bláfugl greiði 55 milljónir í skaðabætur Landsréttur hefur dæmt Bláfugl ehf. til að greiða 10 fyrrverandi flugmönnum félagins samtals 55,5 milljónir króna í skaðabætur vegna ólögmætra uppsagna. | |
17:03 | Írskir lögreglumenn til Íslands vegna máls Jóns Þrastar Írskir lögreglumenn koma til Íslands í næstu viku í tengslum við rannsókn þeirra á hvarfi Jóns ÞRastar Jónssonar, en síðast er vitað um ferðir hans í Dyflinni á ÍRlandi í febrúar 2019. | |
17:02 | Írskir lögreglumenn á leið til landsins Lögreglumenn frá Írlandi eru væntanlegir til Íslands í næstu viku í tengslum við rannsókn þeirra á hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar, en síðast er vitað um ferðir hans í Dyflinni á Írlandi í febrúar 2019. | |
17:00 | Pétur sár út í Kristrúnu: Segir þúsundum Íslendinga hafa runnið kalt vatn milli skinns og hörunds við þessi orð hennar „Ummælin voru með þeim hætti að þeim þúsundum Íslendinga sem eiga allt sitt undir ferðaþjónustunni rann kalt vatn milli skinns og hörunds,“ segir Pétur Óskarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, í aðsendri grein á Vísi í dag. Hann segir að Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hafi sent íslenskri ferðaþjónustu heldur kaldar kveðjur í viðtali sem hún veitti mbl.is eftir Lesa meira | |
16:55 | Meirihlutinn hafi óvart samþykkt lækkun fasteignagjalda Oddviti D-listans í Hveragerði telur að meirihluti bæjarráðs hafi óvart samþykkt lækkun álagningarhlutfalls fasteignagjalda með hjásetu. | |
16:50 | Frestar aftur TikTok-banni Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur frestað aftur banni samfélagsmiðilsins TikTok í Bandaríkjunum í níutíu daga. TikTok bannið átti fyrst að taka gildi í janúar. | |
16:50 | Tekjur af erlendum ferðamönnum jukust um 4,5% Tekjur af erlendum ferðamönnum á fyrsta ársfjórðungi 2025 námu 108,5 milljörðum króna. | |
16:48 | Kortavelta Íslendinga erlendis jókst um 21% Greiðslukortavelta Íslendinga var 6,8% meiri í nýliðnum maí miðað við sama tíma í fyrra. | |
16:48 | Útilokað að sex bílastæði dugi Harðar athugasemdir hafa borist Reykjavíkurborg vegna fyrirhugaðrar breytingar á deiliskipulagi lóðarinnar við Birkimel 1. Um er að ræða lóð þar sem nú er bensínstöð, en nú liggja fyrir áform um að reisa þar 4-5 hæða fjölbýlishús með 42 íbúðum. | |
16:39 | Segir samning Kvikmyndaskólans við ráðuneytið í augsýn Nám við Kvikmyndaskóla Íslands heldur áfram í haust. Mennta- og barnamálaráðuneytið hafi lýst yfir vilja til að veita skólanum fjármagn. Þá hefur Menntasjóður námsmanna einnig staðfest lánshæfi skólans.Mikil óvissa skapaðist um framtíð skólans við gjaldþrot hans í mars en Rafmennt keypti í kjölfarið allar eigur þrotabúsins og hélt kennslu áfram. 21 nemandi útskrifaðist frá skólanum í byrjun júní.Skólastjóri Kvikmyndaskóla Íslands, Þór Pálsson, staðfesti við fréttastofu að Rafmennt og ráðuneytið hefðu átt í góðum viðræðum um áframhald kvikmyndanáms á Íslandi. Í ljósi þess hafi verið opnað fyrir skráningu nýnema og nemenda sem vilja halda áfram í haust.„Þeir hafa gefið það út að þeir vilji semja við okkur um framhaldið á náminu og við erum alveg í góðu samtali við þá að mega byrja að auglýsa | |
16:31 | Bréfið rímar ekki við fullyrðingar Kalla Snæ Ásakanir Kalla Snæ eru hvergi að sjá í tilkynningu landlæknis um sviptingu lækningaleyfi hans. Hann hefur sakað embætti landlæknis um að svipta hann leyfinu vegna gagnrýni hans á heilbrigðisyfirvöld og sóttvarnaraðgerðir. | |
16:30 | Læknar ósáttir við áform Ölmu – „Mjög alvarlegt mál“ Læknafélag Íslands (LÍ) gerir margvíslegar athugasemdir, sumar hverjar alvarlegar, við frumvarp Ölmu Möller heilbrigðisráðherra til breytinga á lögum um sjúkratryggingar sem nú er til meðferðar á Alþingi. Athugasemdirnar snúa þó einkum að því að ekki sé neitt í frumvarpinu um rétt sjúklinga til að leita sér lækninga hjá einkaaðilum hér á landi sé biðin eftir Lesa meira | |
16:28 | Kynnti sér mögulegar árásir: „Að klára verkið þýðir að rústa Fordo“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er þeirrar skoðunar að þörf sé á því að gera kjarnorkurannsóknarstöð Írana í Fordo óvirka. Það þurfi til að koma í veg fyrir að klerkastjórnin í Íran komi sér upp kjarnorkuvopnum. | |
16:27 | Hyggjast ekki greina frá nöfnum hinna látnu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hyggst ekki greina frá nöfnum Bandaríkjamanns og Ungverja, sem létust í eldsvoða að Hjarðarhaga í Reykjavík. | |
16:27 | Krefur Útlendingastofnun svara Umboðsmaður Alþingis metur nú hvort hann hyggist taka til skoðunar málsmeðferðartíma Útlendingastofnunar í málum vegna afgreiðslu umsókna um íslenskan ríkisborgararétt og hefur af þessu tilefni ritað stofnuninni bréf. | |
16:26 | Þurfa rými fyrir aldraðar og sjúkar systur Stefnt er að því að hefja framkvæmdir við stækkun Karmelklaustursins í Hafnarfirði í haust og verður verkið boðið út fljótlega. Nunnurnar hófu söfnun heima og erlendis fyrir um fjórum árum og gerðu kynningarmyndband, sem er á Youtube, til að vekja… | |
16:24 | Segir margborga sig að fjárfesta í vegum Víða um land hafa ¡Hola!-skilti skotið upp kollinum við holur í vegum. Sökudólgurinn er Nicolas, sem hefur það markmið að merkja allar holur á Íslandi í samstarfi við Colas Ísland ehf. „Með þessu vonumst við til að vekja athygli á ástandi vega hringinn í kringum landið og hvetja fólk um leið að tilkynna holur sem verða á vegi þeirra,“ segir Sigþór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Colas. | |
16:22 | Andlát bar ekki að með saknæmum hætti Andlát manns á sjötugsaldri sem lést í byrjun júní bar ekki að með saknæmum hætti. Þetta er niðurstaða krufningar.Greint var frá því 31. maí að maður væri þungt haldinn eftir stórfellda líkamsárás í Samtúni. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítala viku síðar.Elín Agnes Eide Kristínardóttir, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar, segir í samtali við fréttastofu að við nánari rannsókn málsins að ekkert saknæmt hafi átt sér stað.„Það er stundum þannig að við frekari rannsókn að atburðarrás var öðruvísi en talið var í fyrstu,“ segir Elín Agnes.Einn var handtekinn í tengslum við árásina en var sleppt úr haldi og ekki var farið fram á gæsluvarðhald yfir honum. | |
16:21 | Bjarg íbúðafélag reisir þrjátíu íbúðir í Reykjanesbæ Fyrsta skóflustunga hefur verið tekin að nýju verkefni Bjargs íbúðafélags sem hyggst reisa 30 íbúðir við Trölladal 1-11 í Reykjanesbæ. Verkefnið nýtur stuðnings í formi stofnframlaga frá ríki og sveitarfélagi sem samþykkt var í annarri úthlutun ársins 2023. | |
16:16 | Undruðust hve stór aldan var á Norrænu þar til þeir sáu hval framan á henni „Þegar skipið var að koma inn þá vakti það athygli hvað braut mikið á því. Það var óvenjustór aldan framan á skipinu. Þegar það seig nær tókum við eftir því að það var hvalur fastur á stefninu,“ segir Rúnar Gunnarsson yfirhafnarvörður í viðtali við Rúnar Snæ Reynisson fréttamann.Hvalshræ uppgötvaðist á stefni Norrænu þegar hún kom til hafnar á Seyðisfirði í morgun. Talið er að skipið hafi siglt á hvalinn um klukkan sjö í morgun.Grípa þurfti til ýmissa ráða til að losa hnúfubak af stefni ferjunnar Norrænu þegar hún kom til Seyðisfjarðar í morgun.Rúnar segir að það hafi verið bras að losa hvalinn af stefninu. Hjólagrafa var fengin til verksins en það gekk ekki betur en svo að stroffan slitnaði. „Það endaði með því að þeir settu landfestartóg úr skipinu og notuðu landfestarspilin í skipinu, s | |
16:15 | Tekjur af ferðamönnum aukast en starfsfólki fækkar Tekjur af erlendum ferðamönnum á fyrsta ársfjórðungi 2025 námu 108,5 milljörðum króna, samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands. | |
16:04 | Fjölkjarna samfélög flókin í rekstri Forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar harmar að Þingeyringar upplifi að ekki sé hlustað á þá innan stjórnsýslu sveitarfélagsins. Hún telur vilja og svigrúm til að gera betur fyrir hendi. | |
16:00 | Fækkun starfa óhjákvæmileg Í viðskiptahluta Dagmála þessa vikuna var rætt um markaðinn, bankasamruna og fleira. Gestur þáttarins að þessu sinni var Helgi Frímannsson fjárfestingaráðgjafi hjá New Iceland Advisors. | |
15:59 | Vilja sameinast þvert á landshlutasamtök sveitarfélaga Sveitarstjórnir Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafa átt í óformlegu samtali um sameiningu síðan í fyrrasumar. Nú hefur tillaga um formlegar viðræður verið samþykkt eftir tvær umræður í sveitarstjórnum beggja sveitarfélaga. VILJA STYRKJA SVEITARFÉLÖGIN TIL AÐ GETA VEITT BETRI ÞJÓNUSTU „Það var skipuð sameiningarnefnd sem tekur til starfa bráðlega. Nú þurfum við að kafa dýpra í hvort þessi sameining sé vænleg eða ekki,“ segir Ingibjörg Þóranna Steinudóttir, oddviti Dalabyggðar.Hún segir að sveitarfélögin eigi margt sameiginlegt. Bæði séu þau sauðfjárræktarhéruð og stjórnsýsla þeirra ákaflega lík. Fjárhagsstaða kalli ekki á sameiningu, sveitarfélögin séu vel rekin og standi vel.Íbúar í sameinuðu sveitarfélagi yrðu um 1.870. Það búa um 1.200 í Húnaþingi vestra og 670 í Dalabyggð. „Við erum | |
15:54 | Alvotech lækkað um 26% í júní Hlutabréfaverð Alvotech féll um 4,9% í dag. | |
15:52 | Segir markmið Ísraels tvíþætt Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, heitir því að eyða kjarnorku- og flugskeytaógn Írans í garð Ísraels. | |
15:48 | Styður veiðigjaldafrumvarpið heilshugar Víðir Reynisson, þingmaður Samfylkingarinnar, segist styðja veiðigjaldafrumvarpið heilshugar eins og það liggur fyrir í þinginu núna. Hann segir að það sé búið að mæta hans helstu áhyggjum. | |
15:44 | Eftirrétturinn sem Espresso Martini-aðdáendur elska Einn vinsælasti kokteill allra tíma er hinn klassíski Espresso Martini. Hér er á ferðinni ómótstæðilegur eftirréttur sem fangar alla þá dásamlegu bragðblöndu sem Espresso Martini býður upp á. Botninn er úr mjúkri og ríkri brownieköku með léttri og silkimjúkri kaffimús með sterku kaffibragði og smá sætu. | |
15:42 | Ráðgátan um horfna fiðluleikarann úr Sinfó Vinir Sean Bradley á Íslandi segja margt dularfullt við hvarf hans og kalla eftir frekari svörum um örlög hans. Fjallað er um málið í nýrri þáttaröð Þetta helst á Rás 1 sem nefnist Ráðgátan um horfna fiðluleikarann.Sean kom til Íslands á níunda áratugnum eftir að hafa verið boðin staða annarrar fiðlu í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hann fluttist til landsins ásamt þáverandi eiginkonu sinni, víóluleikaranum Önnu Maguire, sem einnig var ráðin til sveitarinnar. ÁTTI GLÆSTAN FERIL AÐ BAKI Hæfileikar Sean Bradley og næmni fyrir tónlist duldust engum sem heyrðu hann spila. Hann hafði fengið stíft tónlistaruppeldi í æsku og móðir hans hafði háleita drauma um framtíð hans sem fiðluleikara. Hann menntaði sig við konunglegu tónlistarakademíuna í London sem síðar opnaði fyrir hann ýmsar dyr. Á löngu | |
15:42 | Leitin að horfna fiðluleikaranum Sean Bradley: „Systir mín er kónguló“ Vinir Sean Bradley á Íslandi segja margt dularfullt við hvarf hans og kalla eftir frekari svörum um örlög hans. Fjallað er um málið í nýrri þáttaröð Þetta helst á Rás 1 sem nefnist Ráðgátan um horfna fiðluleikarann.Sean kom til Íslands á níunda áratugnum eftir að hafa verið boðin staða annarrar fiðlu í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hann fluttist til landsins ásamt þáverandi eiginkonu sinni, víóluleikaranum Önnu Maguire, sem einnig var ráðin til sveitarinnar. ÁTTI GLÆSTAN FERIL AÐ BAKI Hæfileikar Sean Bradley og næmni fyrir tónlist duldust engum sem heyrðu hann spila. Hann hafði fengið stíft tónlistaruppeldi í æsku og móðir hans hafði háleita drauma um framtíð hans sem fiðluleikara. Hann menntaði sig við konunglegu tónlistarakademíuna í London sem síðar opnaði fyrir hann ýmsar dyr. Á löngu | |
15:40 | Endóbiðlistar lengjast hjá Klíníkinni Jón Ívar Einarsson, sérfræðingur í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum, segir biðlista eftir aðgerð við endómetríósu hjá Klíníkinni sílengjast. Um helmingur þeirra sem greindir eru með sjúkdóminn endi á því að þurfa aðgerð. | |
15:39 | Mikil fækkun í komum hælisleitenda hjá Læknavaktinni Hælisleitendur komu 88 sinnum á Læknavaktina á síðasta ári samkvæmt svari Ölmu Möller heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Nönnu Margrétar Gunnlaugsdóttur, þingmanns Miðflokksins, á Alþingi. Árið 2022 komu 258 hælisleitendur, eða umsækjendur um alþjóðlega vernd, á Læknavaktina og 343 árið 2023. Fjöldi þeirra árið 2024 var því aðeins um fjórðungur miðað við árið áður. Umsóknum um vernd fækkaði um meira en helming... | |
15:36 | Stóð úti á palli þegar lögreglubílar komu aðvífandi „Ég stóð bara hérna úti á palli þegar þeir komu aðvífandi, fimm lögreglubílar,“ segir Reynir Þorsteinsson, eigandi Gunnubúðar á Raufarhöfn, en búðin hans er um 20 metra frá húsi þar sem lögregluaðgerðir í tengslum við fíkniefnaframleiðslu fóru fram í gær. | |
15:30 | Enn eru fornmenn á ferð Þess er minnst um land allt í dag, 19. júní, að 110 ár eru síðan karlar, af stórmennsku sinni, féllust á að veita konum kosningarétt. Að vísu var í upphafi um takmarkaðan rétt að ræða – bundinn við að kona mætti kjósa væri hún fullra 40 ára. Ég held að ekki með nokkru móti sé Lesa meira | |
15:30 | Nágrannaerjur í Vesturbænum – Borgin setur fram kröfur í málinu en ætlar ekki að fylgja þeim eftir Húseigendur í vesturbæ Reykjavíkur hafi kært til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þá ákvörðun byggingarfulltrúa borgarinnar að grípa ekki til þvingunarúrræða gegn eigendum hússins við hliðina en þeir settu upp girðingu á lóðamörkum húsanna án samþykkis kærendanna. Hefur byggingarfulltrúinn samt sem áður krafist þess að girðingin verði fjarl ægð en ekki virðist standa til að fylgja kröfunum Lesa meira | |
15:24 | Nicolas ætlar áfram að taka myndir af holum og birta á samfélagsmiðlum – Holukort sýnir allar tilkynntar holur Að undanförnu hefur fólk orðið vart við náunga á samfélagsmiðlum sem kallar sig Nicolas. Nicolas fer um landið, tekur myndir af holum og birtir. Hann hefur líka farið og merkt holur með því að setja upp skilti sem á stendur ¡Hola! – og af nógu er að taka. Sjá einnig: Slær í gegn á samfélagsmiðlum þar sem Lesa meira | |
15:22 | Skúringabúnaðurinn laus af segulómtækinu en ástand þess óljóst Tekist hefur að losa skúringatæki sem legið hefur pikkfast utan á segulómtæki á Landspítalanum við Hringbraut. Ræstingarmaður fór fyrir mistök inn í segulómherbergið með skúringatækið sem gert er úr málmi og flaug þar af leiðandi ansi skyndilega utan á tækið. |