05:12 | Jón Nordal látinn Jón Nordal tónskáld og fyrrverandi skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík lést í gær á 99. aldursári. Jón var meðal ástsælustu tónskálda þjóðarinnar og helstu forystumanna í uppbyggingu tónlistarlífs á Íslandi á síðastliðinni öld.Jón var afkastamikið tónskáld og lagði mikið af mörkum til að stuðla að nýsköpun í tónlist. Mörg laga hans eiga sérstakan sess hjá þjóðinni, til að mynda „Hvert örstutt spor“ úr Silfurtungli Halldórs Laxness. Þar að auki samdi hann „Smávinir fagrir“ við Hulduljóð Jónasar Hallgrímssonar aðeins fjórtán ára gamall.Jón var sæmdur stórriddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu og riddarakrossi Dannebrogsorðunnar. Jón hlaut einnig heiðursnafnbót Íslensku tónlistarverðlaunanna 2010 auk fleiri viðurkenninga á löngum og farsælum ferli.Jón var skólastjóri Tónlistarskólans í | |
05:00 | Talaði frænka Pútíns af sér? Það má velta fyrir sér hvort Anna Tsivylova, sem er aðstoðarvarnarmálaráðherra Rússlands og frænka Vladímír Pútíns, hafi talað af sér þegar hún ræddi málefni Úkraínu í þinginu þann 26. nóvember. Kyiv Independent segir að hún hafi þá sagt að ráðuneytinu hafi borist 48.000 umsóknir um DNA-rannsóknir frá aðstandendum sem leita að hermönnum sem er saknað í Úkraínu. Hún sagði að Lesa meira | |
04:39 | Segir að Filippus drottningarmaður hafi haldið framhjá Elísabetu „allt sitt líf“ Í 73 ár voru Elísabet II, Bretadrottning, og Filippus prins hjón. Þau hittust fyrst þegar Elísabet var 13 ára en ástarsamband þeirra hófst nokkrum árum síðar. Þau gengu síðan í hjónaband og varði það þar til prinsinn lést 99 ára að aldri. Michael Sheen, sem lék Andrés prins (son þeirra hjóna) í „A Very Royal Scandal“, sem er aðgengilegt á Lesa meira | |
04:16 | Grunur um íkveikju í bænahúsi í Melbourne Yfirvöld í Ástralíu segjast gruna að mikill eldur sem kom upp í bænahúsi gyðinga í Ripponlea í Melbourne snemma í morgun hafi verið kveiktur af ásettu ráði. Lögreglan sagði einn hafa slasast á hendi og að tjón sé töluvert.Eldurinn kom upp fyrir sólarupprás meðan nokkrir voru inni í byggingunni en að sögn ástralskra miðla tókst fólkinu að koma sér út í tæka tíð. Sextíu slökkviliðsmenn voru kallaðir til um klukkan fjögur í nótt að staðartíma og tókst að ráða niðurlögum eldsins.Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við málið að svo stöddu. GRÍMUKLÆDDIR MENN SÁUST Í BÆNAHÚSINU Lögreglan sagði sjónarvott hafa tekið eftir tveimur grímuklæddum einstaklingum í bænahúsinu. Þeir hefðu flúið vettvang eftir að gestur bænahússins hefði komið að þeim. Farið yrði yfir upptökur úr eftirlitsmyndavélu | |
03:32 | Rússar beiti öllum ráðum til að forðast ósigur Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands segir notkun Rússa á hljóðfrárri eldflaug í árás á Úkraínu hafa miðast að því að koma Vesturlöndum í skilning um að þeir séu reiðubúnir að beita öllum ráðum til að forðast ósigur. Ummælin lét hann falla í viðtali við bandaríska sjónvarpsmanninn Tucker Carlson.Lavrov sagði ummælin beinast að þeim ríkjum sem hefðu gefið Úkraínumönnum leyfi til að nota langdrægar eldflaugar til að hæfa skotmörk innan landamæra Rússlands. Hann sagði þau ríki berjast fyrir forystu yfir heiminum öllum en Rússar berðust fyrir eigin lögmætu öryggishagsmunum.Sergei Lavrov er utanríkisráðherra Rússlands.AP/Russian Foreign Ministry Press Service / Uncredited | |
02:46 | Leiðtogi stjórnarflokksins vill að Yeol víki af valdastóli Leiðtogi stjórnarflokksins í Suður-Kóreu segir öruggar heimildir benda til þess að forseti landsins, Yoon Suk Yeol, hafi fyrirskipað handtöku hátt settra stjórnmálamanna sama kvöld og hann lýsti yfir herlögum í landinu. Hann hét í gær að verja forsetann frammi fyrir kæru til embættismissis en kvað í dag við nýjan tón.Yeol lýsti yfir herlögum í sjónvarpsávarpi á þriðjudag en dró ákvörðunina til baka sex klukkustundum síðar eftir að þingmenn brutu sér leið inn í hervarið þinghúsið til að greiða atkvæði gegn tillögunni. ÖFGAFULLAR AÐGERÐIR HÆTTULEGAR ÞJÓÐINNI Han Dong Hoon leiðtogi stjórnarflokksins sagði í gær að flokkurinn myndi verja forsetann frammi fyrir kæru til embættismissis sem stjórnarandstæðingar hafa lagt fram.Í morgun hafði afstaða hans þó breyst. Han sagði í sjónvarpsávarpi a | |
02:04 | Macron leitar að nýjum forsætisráðherra Emmanuel Macron, forseti Frakklands, leitar að nýjum forsætisráðherra eftir að ríkisstjórn Michel Barnier var steypt af stóli í sögulegri atkvæðagreiðslu um vantraust á þingi. | |
01:35 | Breivik neitað um skilorð en fékk landslagsmyndir og naggrísi Norsk fangelsismálayfirvöld hafa bætt aðstöðu í fangaklefa hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik, sem hefur ítrekað kvartað yfir aðbúnaði. Dómstóll hafnaði beiðni hans um skilorð í vikunni.Breivik var dæmdur í 21 árs fangelsi eftir að hafa orðið 77 manns að bana og sært 42 í Osló og Útey árið 2011. Að afplánun lokinni er hægt að framlengja fangelsisvist hans svo lengi sem hætta er talin stafa af honum.Dómstóll hafnaði beiðni hans um skilorð í fyrradag. Lögmaður Breiviks bað um að hann yrði leystur úr haldi og settur á skilorð með ströngum skilyrðum, að því er fram kemur á vef norska ríkisútvarpsins NRK. Hann sagði í málflutningi sínum í lok nóvember að dómur Breiviks miðaðist ekki að endurhæfingu. ALVARLEGASTI GLÆPUR Í NOREGI Saksóknari bað dómstólinn um að hafna beiðninni. Hún sag | |
00:00 | Landsréttur sneri sýknu í hópnauðgunarmáli í þriggja ára dóm Landsréttur sneri í dag við sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir tveimur mönnum og dæmdi þá í þriggja ára fangelsi fyrir að hópnauðga 18 ára stúlku árið 2020. Mennirnir tveir, Ásbjörn Þórarinn Sigurðsson og Bessi Karlsson, eru um tíu árum eldri en stúlkan. SKIPTUST Á AÐ ÞVINGA HANA TIL AÐ HAFA VIÐ ÞÁ MUNNMÖK Í dómnum kemur fram að þeir hafi nauðgað stúlkunni á heimili Ásbjörns aðfararnótt 8. mars 2020. Annar þeirra hafi haldið höndum hennar föstum, rifið í hár hennar, tekið hana hálstaki og slegið nokkrum sinnum í andlitið.Þeir hafi báðir skipst á að setja fingur og getnaðarlimi sína inn í munn hennar og þvingað hana til að hafa við þá munnmök. Á meðan á því stóð hafi þeir báðir þuklað á brjóstum hennar innanklæða og kynfærum utanklæða og þvingað hana til að taka kókaín. Stúlkan hlaut | |
23:56 | Betur fór en á horfðist Tæplega fimm milljónir manns á vesturströnd Bandaríkjanna fengu flóðbylgjuviðvörun þegar jarðskjálfti af stærðinni sjö mældist um 80 km suðvestur af borginni Eureka í Kaliforníuríki. | |
23:53 | „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Æðsti hernaðarleiðtogi Bretlands segir heiminn hafa breyst og að hann sé flóknari. Þá segir hann að þriðja kjarnorkuöldin sé að hefjast og að hún yrði mun flóknari en þær fyrri. | |
23:53 | Fasteignaskattur lækkaður í Garðabæ Gert er ráð fyrir því í fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2025 að lækka fasteignaskatt á íbúðarhúsnæði. | |
23:40 | Herinn rannsakar sjaldgæfan árekstur á Kattegat Árekstur tveggja flutningaskipa varð á Kattegat-sundinu, við eyjuna Anholt, miðja vegu milli Jótlands og Svíþjóðar, um klukkan 22.30 í gærkvöldi að skandinavískum tíma og rannsakar danski herinn nú tildrög slyssins þar sem atvikið átti sér stað á dönsku hafsvæði. | |
23:15 | Þriggja ára fangelsi fyrir hópnauðgun Landsréttur hefur dæmt þá Ásbjörn Þórarinn Sigurðsson og Bessa Karlsson í þriggja ára fangelsi fyrir að hópnauðga 18 ára gamalli stúlku í mars 2020. | |
22:59 | Heitir því að klára kjörtímabilið og skammast út í þingmenn Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segist ekki ætla að segja af sér og heitir því að sitja út kjörtímabil sitt til ársins 2027. Þá segist hann ætla að tilnefna nýjan forsætisráðherra á næstu dögum. | |
22:53 | Flugstöð og flughlað vígð á afmæli Akureyrarflugvallar Ný flugstöð og nýtt flughlað voru vígð við hátíðlega athöfn á Akureyrarflugvelli síðdegis. Samtímis var fagnað sjötíu ára afmæli flugvallarins. | |
22:53 | Völin og kvölin hjá Þorgerði Katrínu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hefur valið um það hvort hún starfar til vinstri eða hægri, segir Bergþór Ólason í Miðflokknum, en hún hljóti að staðnæmast við það hvort vinstribeygja komi flokknum vel. | |
22:37 | SVEIT hafnar ásökunum Eflingar Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) hafna ásökunum Eflingar um að verið sé að brjóta á lögbundnum rétti starfsfólks með kjarasamningi stéttarfélagsins Virðingar við starfsfólk í veitingageiranum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SVEIT.Í tilkynningunni segir að SVEIT hafi haft það að markmiði að gera kjarasamning við Eflingu, allt frá stofnun samtakanna. Óskum SVEIT um kjaraviðræðu hafi hins vegar verið hafnað. „Ef vilji Eflingar er sá að eiga samningaviðræður standa dyr SVEIT sannarlega opnar,“ segir í tilkynningunni.SVEIT og Virðing stéttarfélag hafa skrifað undir kjarasamning vegna starfa í veitingageiranum. Samningurinn tók gildi 1. nóvember og gildir í fjögur ár. EFLING SEGIR VIRÐINGU VERA GERVISTÉTTARFÉLAG Efling hefur varað félagsmenn sína við að ganga í Virðingu sem Efl | |
22:30 | Hiti og kuldi skiptu nóvember í tvennt Tíðarfar í nýliðnum nóvember var mjög tvískipt. Þetta kemur fram í yfirliti Veðurstofunnar. Óvenjuleg hlýindi voru á öllu landinu fyrri hluta mánaðarins. Á mörgum veðurstöðvum hefur meðalhiti þessara fyrstu 14 nóvemberdaga aldrei mælst eins hár. | |
22:20 | Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga Njarðvík tók á móti Grindavík í IceMar-höllinni í Njarðvík þegar níunda umferð Bónus deild karla hóf göngu sína í kvöld. Bæði lið eru í harðri baráttu um að halda í við topp deildarinnar. Það fór svo að Njarðvík hafði betur í spennandi leik, 94-87. | |
22:10 | Þriðji stóri heimasigur Bournemouth á tímabilinu Bournemouth lyfti sér upp fyrir Tottenham og í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sigri í leik liðanna í kvöld. Lokatölur á Vitality leikvanginum, 1-0. | |
22:00 | Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd Haukar eru komnir á blað. Já þið lásuð rétt, Haukar eru komnir á blað í Bónus deild karla. Haukar lögðu Valsmenn á útivelli 97-104 í 9. umferði deildarinnar og eru komnir með fyrstu stigin sín þennan veturinn. | |
21:42 | Önnur kæra á hendur Eldi – Sakaður um að segja rangt til um búsetu Eldur Smári Kristinsson sem var oddviti Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi í nýafstöðnum alþingiskosningum var kærður fyrr á þessu ári fyrir ummæli sem hann lét falla í garð Samtakanna ´78. Nokkuð hefur verið fjallað um þá kæru í fréttum. Minna hefur þó farið fyrir umfjöllun um aðra kæru á hendur honum en Eldur var kærður til Úrskurðarnefndar Lesa meira | |
21:33 | Breivik fer ekki spönn frá rassi Fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik hlaut ekki meðbyr fyrir Héraðsdómi Ringerike, Asker og Bærum í gær eftir að hafa sóst eftir því öðru sinni að verða látinn laus til reynslu. Var það einróma álit fjölskipaðs dóms að synja fjöldamorðingjanum um reynslulausn. | |
21:30 | Sumar ítalskar tómatvörur eru ekki allar þar sem þær eru séðar Rannsókn sem breska ríkisútvarpið BBC gerði leiddi í ljós að kínverskir tómatar eru notaðir í vörur sem eru seldar sem „ítalskar“. Stærsti hlutinn af kínversku tómatauppskerunni kemur frá Xinjiang-héraðinu en mörg vestræn samtök telja að starfsfólkið í tómataræktuninni þar búi við afar slæman aðbúnað og kjör. Sameinuðu þjóðirnar telja sig einnig hafa fundið sannanir fyrir að yfirvöld pynti Lesa meira | |
21:26 | Tónlistarflytjendurnir sem fá listamannalaun 2025 Í dag var tilkynnt hvaða listamenn fá úthlutað listamannalaunum árið 2025. Sjá einnig: Þessi fá listamannalaun árið 2025 – Mánaðarlaunin 560 þúsund Listamannalaun árið 2025 verða 560.000 kr. á mánuði. Um verktakagreiðslur er að ræða. Launasjóður tónlistarflytjenda úthlutaði 186 mánuðum. Í flokki tónlistarflytjenda fá 37 rithöfundar úthlutað listamannalaunum í 3 mánuði (átján), 6 mánuði (fjórtán), Lesa meira | |
21:26 | Setja stefnuna á tunglið í apríl 2026 Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa lýst því yfir að annað geimskot Artemis-áætlunarinnar eigi að fara fram í apríl árið 2026. Þá á að skjóta fjórum geimförum til tunglsins í fyrsta sinn í marga áratugi. Ekki stendur þó til að lenda geimförunum á tunglinu að þessu sinni. | |
21:21 | Gunnar Smári hefur ekki trú á að stjórnarmyndunin takist – „Ég býst við að Samfylkingarfólk sé að vakna upp við þessa stöðu núna“ Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Samstöðvarinnar og frambjóðandi Sósíalistaflokksins, hefur ekki trú á því að stjórnarmyndun Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins takist. Telur hann að kröfur Flokks fólksins kalli á skattahækkanir sem Viðreisn geti ekki sætt sig við. Hann telur stjórnarmyndunina núna vera hálfgildings sýndarmennsku: „Til að svara kröfum Flokks fólksins þarf að hækka skatta á Lesa meira | |
21:15 | Páfinn í Róm kominn á rafbíl Frans páfi fékk í gær afhentan nýjan Mercedes Benz G-Class rafbíl, byggðan á G 580 jeppanum. | |
21:12 | Íslendingum kennt um áður óséða ofbeldishrinu í Færeyjum 40 manna hópi af íslenskum vinnumönnum sem voru að byggja … | |
21:06 | Uppgjörið: KR - ÍR 95-97 | Þriðji sigurinn í röð eftir dramatík ÍR vann sinn þriðja sigur í röð í Bónus-deildinni í körfuknattleik þegar þeir lögðu KR 97-95 í miklum spennuleik í Vesturbænum. | |
21:05 | Vígðu bleikan bekk við skólann til minningar um Bryndísi Klöru Bleikur bekkur til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur sem lést eftir stunguáras á menningarnótt var vígður við Salaskóla síðdegis í dag. | |
21:05 | Leik lokið: Afturelding - Valur 29-25 | Mosfellingar unnu stórleikinn Afturelding bar sigurorð af Val, 29-25, í stórleiknum í Olís-deild karla í kvöld. | |
21:02 | Brian Thompson: Drífandi leiðtogi sem var myrtur Brian Thompson, forstjóri stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, sem var skotinn til bana í New York í gær, var metnaðarfullur en þægilegur leiðtogi sem á rætur sínar að rekja til smábæjar í Iowa. | |
20:58 | Leik lokið: Þór Þ. - Höttur 106-84 | Þórsarar aftur á sigurbraut og Höttur með þriðja tapið í röð Þór Þorlákshöfn tekur á móti Hetti í fyrsta leik sínum eftir að tilkynnt var um endurkomu Nikolas Tomsick í Þorlákshöfn. | |
20:57 | Macron situr áfram og útnefnir nýjan forsætisráðherra Emmanuel Macron, forseti Frakklands, ætlar að útnefna nýjan forsætisráðherra landsins á næstu dögum. Hann er staðráðinn í að sitja sem forseti út kjörtímabilið.Þetta kom fram í ávarpi Macrons til frönsku þjóðarinnar nú í kvöld eftir að Michel Barnier baðst lausnar sem forsætisráðherra landsins í morgun.Erfitt hefur reynst að mynda ríkisstjórn eftir kosningar í Frakklandi í sumar og hart sótt að Macron að axla ábyrgð á stöðunni. Hann ætlar að útnefna nýjan forsætisráðherra á næstu dögum.„Forsætisráðherrann þarf að ráða ráðum sínum og mynda stjórn fyrir þjóðina. Forgangsmálið verða fjárlögin. Sérlög verða lögð fyrir þingið fyrir miðjan mánuðinn og þessi bráðabirgðalög heimila, eins og kveðið er á um í stjórnarskrá, áframhald á almannaþjónustu og daglegt líf í landinu. Þau gilda 2024 og 2025. | |
20:57 | Þyngri refsing fyrir hnífstungu fæli ekki endilega frá Margrét Valdimarsdóttir dósent í félags- og afbrotafræði við HÍ segir fjögurra ára fangelsisdóm Daníels Arnar Unnarssonar í samræmi við önnur sambærileg mál þar sem dæmt var fyrir tilraun til manndráps. Þá segir hún þyngri refsingar ekki endilega hafa meiri fælingarmátt. | |
20:51 | Glitraðu um jólin Gerðu hátíðarnar enn glæsilegri með glæsilegum og vönduðum flíkum. | |
20:46 | Mikið áfall fyrir Vinstri græna Líf Magneudóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna segir alþingiskosningarnar hafa verið mikið áfall fyrir Vinstri græna. Flokkurinn sé hins vegar síður en svo úr sögunni, en það muni vissulega reyna á flokksmenn og kjörna fulltrúa hans í sveitarstjórnum. | |
20:35 | Ætlaði að refsa 11 ára drengjum fyrir snjóboltakast en endaði fyrir dómi Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur síðastliðinn mánudag yfir manni sem var ákærður fyrir líkamsárás, nytjastuld og brot gegn barnaverndarlögum. Rígfullorðinn maður var þar ákærður fyrir að veitast að tveimur 11 ára drengjum. Hann ýtti öðrum þeirra upp að vegg en sparkaði í reiðhjól sem var í eigu hins drengsins, stakk hjólinu inn í Lesa meira | |
20:25 | Viðbrögð við ásökunum um þjóðarmorð berast víða að Amnesty sakar Ísraelsmenn um að fara með Palestínumenn á Gaza eins og skepnur sem eigi mannréttindi ekki skilið. Í skýrslu samtakanna sem kom út í dag eru Ísraelsmenn sakaðir um þjóðarmorð á Gaza. Þessu hafna stjórnvöld í Ísrael og í sama streng taka stjórnvöld í Bandaríkjunum sem segja ásakanir um þjóðarmorð ekki á rökum reistar.Ítarlega umfjöllun um skýrsluna og viðbrögð við henni má sjá í spilaranum hér að ofan. | |
20:20 | Trump: Verði ykkur að góðu Virði bitcoin rauk nýlega yfir 100.000 dali og markaði þar með sögulegt afrek rafmyntarinnar. Donald Trump eignaði sér heiðurinn á miðlinum Truth Social þar sem hann skrifaði: “CONGRATULATIONS BITCOINERS!!! $100.000!!! YOU’RE WELCOME!!! Together, we will Make America Great Again!" | |
20:19 | Olli þriggja bíla árekstri og flúði Þriggja bíla árekstur varð á gatnamótum Miklubrautar og Háaleitisbrautar um klukkan 19 í kvöld. Sá sem olli árekstrinum hljóp af vettvangi. | |
20:14 | Meðferðargangur veitir skjól og bata á Litla-Hrauni Pláss er fyrir níu einstaklinga á ganginum en honum fylgir rúmgóð setustofa og eldhús og útisvæði. > Mönnum er bara sýnt meira traust sem eru hér. „Þetta er bara svona hefðbundin áfengis- og vímuefnameðferð. Hún er valkvæð, það er að segja strákarnir sem koma hér inn á ganginn sækja bara um að koma, segir Jón Þór Kvaran áfengis- og vímuefnaráðgjafi á Litla-Hrauni.Fjórir eru þegar fluttir inn en úrræðið hefur verið lokað í hálft ár vegna framkvæmda við fangelsið. Kröfurnar eru að vera allsgáður og taka þátt í allri meðferðarvinnu. Kynning var á staðnum í dag.Strákarnir búa allir í eins herbergum og það er rýmri opnunartími á meðferðarganginum en í restinni af fangelsinu. „Mönnum er bara sýnt meira traust sem eru hér“ segir Jón.Meðferðargangur var opnaður á Litla-Hrauni í dag. Fangar geta | |
20:05 | Arnar Birkir áfram heitur í öðrum sigri Amo í röð Nokkrir Íslendingar komu við sögu í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. | |
20:03 | Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Þakkarorða íslenskrar tónlistar var afhent þann 1. desember á Degi íslenskrar tónlistar á sérstökum hátíðartónleikum til heiðurs tónlistarmanninum Magnúsi Eiríkssyni. Tónleikarnir fóru fram fyrir fullum Eldborgarsal í Hörpu og var þjóðinni boðið að sækja sér miða sem ruku út á nokkrum mínútum. Tónleikarnir voru einnig teknir upp og verða sýndir á RÚV 26. desember. | |
20:02 | Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Fyrirkomulagið við úthlutun listamannalauna snýst ekki lengur um pólitíska bitlunga líkt og áður var og er nú allt á réttri leið. Þetta segir Edda Björgvinsdóttir leikkona sem er ein þeirra tvö hundruð og fimmtíu listamanna sem fá listamannalaun á næsta ári. Hún kveðst þakklát fyrir það framlag sem hún fær sem geri henni kleift að gefa enn meira af sér til baka til samfélagsins og íslenskrar menningar en ella. | |
20:00 | Átta ára martröð íbúa fjölbýlishúss loks á enda Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjaness sem gert hafði ónefndri konu að flytja úr fjölbýlishúsi og selja íbúð sína í því. Í dómnum kemur fram að í alls 8 ár hafi nágrannar konunnar mátt þola ónæði frá henni, ofbeldi, skemmdarverk, afar slæma umgengni auk fíkniefnasölu og ógnandi framkomu af hálfu hennar og fólks sem tengdist Lesa meira | |
20:00 | „Ég er búin að gera þetta á massífri þrjósku, endalausri trú og það virkaði“ „Þessi viðurkenning, að hafa unnið þessi verðlaun, mun halda mér lengur í þessu en ef ég hefði ekki fengið þetta,“ segir Helga Lilja Magnúsdóttir sem hlaut hönnunarverðlaun Íslands í ár í flokknum vara ársins fyrir ullarpeysuna James Cook. Peysan er hluti af stærri vörulínu sem Helga hannar undir nafninu BAHNS. „Ég var orðin rosa þreytt og leið en ég er það ekki lengur.“Kolbrún Vaka Helgadóttir ræddi við Helgu í Víðsjá á Rás 1 um sköpunarferlið, hæga tísku og umhverfi fatahönnuða á Íslandi. ÞAKKLÁT FYRIR HVATNINGUNA SEM VERÐLAUNIN ERU „Ég bjóst alls ekki við því að þetta verkefni yrði valið og ég er alveg ótrúlega glöð,“ segir Helga. „Ótrúlega þakklát og virkilega glöð.“Sem fyrr segir hlaut ullarpeysan James Cook hönnunarverðlaun Íslands í ár í flokknum vara ársins. Í umsögn dómnefndar | |
19:51 | Ekki viðkvæmur fyrir því að fólki sé illa við mig „Að flytja til útlanda breytti því hvernig ég lít á lífið. Að vera mörg ár í burtu kenndi mér að meta Ísland miklu betur og allt sem við höfum: Vatnið, loftið, fólkið og náttúruna. Pabbi minn er írsk-amerískur. Ég er fæddur á Íslandi en bjó svo í Portúgal í smátíma og í Danmörku í fjöldamörg ár. Ég er smá heimsborgari... | |
19:50 | Borgarráð friðlýsir Hólavallagarð Borgarráð samþykkti í dag að friðlýsa Hólavallargarð, gamla kirkjugarðinn við Suðurgötu í Reykjavík. Í garðinum eru meðal annars margar verðmætar menningarminjar.Friðlýsingin tekur til garðins og veggja umhverfis hann, alls þriggja hektara. Garðurinn er sagður endurspegla á einstakan hátt skipulagssögu og uppbyggingu kirkjugarða á 19. og 20. öld.Byrjað var að grafa þar árið 1838. Þar má finna einstök minningarmörk, lágmyndir eftir þekkta listamenn, járnkrossa og girðingar sem þykja fágæt sýnihorn handverks í Evrópu.Þar er einnig sjaldgæfur gróður og sumt af honum er á Evrópuválista yfir plöntur í útrýmingarhættu og sveppategundir sem finnast hvergi annars staðar en í þessum garði.Yfir fimm þúsund minningarmörk eru skráð í garðinum, sem eru legsteinar eða grafhýsi, krossar og girðingar sem | |
19:47 | Í beinni: Bournemouth - Tottenham | Komast Spurs á beinu brautina? Tottenham hefur átt misjöfnu gengi að fagna í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta en liðið sækir Bournemouth heim í kvöld. | |
19:45 | Ekki pólitísk ákvörðun að framfylgja lögum Bjarni Benediktsson, starfandi matvælaráðherra, segir að það sé ekki pólitísk ákvörðun að gefa út hvalveiðileyfi til næstu fimm ára. Um leyfisveitinguna gildi lög og reglur sem hafi verið fylgt.Bjarni segir málið hafa fengið eðlilega og lögbundna meðferð, þar með talið farið til umsagnar eins og lög kveða á um. Nú hafi verið kominn tími til að taka ákvörðun, jafnvel þótt ríkisstjórnin eigi sennilega stutt eftir.Leyfið sem var veitt í dag er til fimm ára. Leyfilegur fjöldi veiddra dýra byggir á veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Stofnunin leggur til að ekki verði veiddar fleiri en 209 langreyðar á ári, og 217 hrefnur á ári.Bjarni bendir á að umboðsmaður Alþingis hafi gert athugasemd við málsmeðferð ráðherra Vinstri grænna, sem bannaði hvalveiðar með sólarhrings fyrirvara í fyrrasumar.Aðspu | |
19:45 | Jarðskjálfti af stærðinni 7 reið yfir norðurhluta Kaliforníu Jarðskjálfti af stærðinni 7 reið yfir norðurhluta Kaliforníu-ríkis í Bandaríkjunum í kvöld. Veðurstofa Bandaríkjanna gaf út flóðbylgjuviðvörun í kjölfarið sem var síðar afturkölluð.Jarðvísindastofnun Bandaríkjanna hafði upphaflega sagt jarðskjálftann vera 6,6 að stærð en hækkaði síðan upp í 7 að stærð. Eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið.Jarðskjálftinn varð úti fyrir ströndu Humboldt-sýslu í Kaliforníu og flóðbylgjuviðvörunin náði til fimm milljón manns allt frá Davenport í Kaliforníu til Douglas/Lane Line í Oregon.Slökkviliðsstjórinn í San Francisco sagði engar fregnir af skemmdum á innviðum hafa borist. Borgarstjórinn í Eureka sagði heldur engar fregnir af skemmdum hafa borist enn sem komið er.Jarðvísindastofnun áætlar að um 1,3 milljón manns hafi getað fundið fyrir skjálftanum.Fréttin og | |
19:45 | Flóðbylgjuviðvörun gefin út eftir jarðskjálfta í Kaliforníu Veðurstofa Bandaríkjanna hefur gefið út flóðbylgjuviðvörun í kjölfar jarðskjálfta af stærðinni 7 sem reið yfir í norðurhluta Kaliforníuríkis í Bandaríkjunum. Jarðvísindastofnun Bandaríkjanna hafði upphaflega sagt jarðskjálftann vera 6,6 að stærð en hækkaði síðan upp í 7 að stærð. Eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið.Jarðskjálftinn varð úti fyrir ströndu Humboldt-sýslu í Kaliforníu og flóðbylgjuviðvörunin nær til fimm milljón manns allt frá Davenport í Kaliforníu til Douglas/Lane Line í Oregon.Slökkviliðsstjórinn í San Francisco segir engar fregnir af skemmdum á innviðum hafa borist.Jarðvísindastofnun áætlar að um 1,3 milljón manns hafi getað fundið fyrir skjálftanum. | |
19:40 | Gífurlega kröftugur jarðskjálfti undan ströndum Kaliforníu Gefin hefur verið út flóðbylgjuviðvörun í Kaliforníu eftir að gífurlega kröftugur jarðskjálfti mældist undan ströndum ríkisins. Jarðskjálftinn var af stærðinni 7,0 samkvæmt bandarískum jarðfræðingum og var uppruni hans undan ströndum norðanverðs ríkisins, nærri landamærum Oregon. | |
19:39 | S01E02 | Ekki svigrúm fyrir loforð Ingu Sæland Hluthafaspjallið Ekki er svigrúm fyrir loforð Ingu Sælands í yfirstandi viðræðrum um stjórnarmyndun, að mati Jóns G. og Sigurðar Más í Hluthafaspjallinu. Fram kemur að stofnandi Viðreisnar, Benedikt Jóhannsson, skrifar athyglisverða grein á Facebook, nánast undir fyrirsögninni Peningunum er kastað. „Fjárlög næsta árs eru með 70 milljarða króna halla. Útgjöld hafa verið aukin og ríkið […] Greinin S01E02 | Ekki svigrúm fyrir loforð Ingu Sæland birtist fyrst á Nútíminn. | |
19:30 | Ágúst Borgþór skrifar: Meiri starfslaun, takk! Það fara erfiðir dagar í hönd hjá listamönnum þjóðarinnar þegar kunngert er um úthlutanir starfslauna. Stór hluti þeirra fyllist vonbrigðum og áhyggjum, það eru þau sem fá höfnun og sjá fram á að geta ekki unnið að listrænu verkefni sínu nema í hjáverkum á næstu misserum. Þau sem eru svo lánsöm að hljóta starfslaun þurfa Lesa meira | |
19:28 | Stór jarðskjálfti við vesturströnd Bandaríkjanna Jarðskjálfti af stærðinni sjö skak vesturströnd Bandaríkjanna fyrir skömmu. Skjálftinn átti upptök sín á norðvesturhluta Kaliforníuríkis skammt frá bænum Petrolia. | |
19:23 | FSu fer ekki aftur í verkfall Stjórnir og samninganefndir Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum hafa ákveðið að verkföll hefjist ekki aftur í Fjölbrautaskóla Suðurlands, verði enn ósamið í kjaradeilunni þann 1. febrúar næstkomandi.Kennarar í FSU fóru í verkfall 29. október. Verkfallið stóð í fjórar og hálfa viku. Öllum verkföllum kennara var frestað í síðustu viku og samþykktu kennarar þá að verkföll myndu ekki hefjast að nýju fyrr en í fyrsta lagi 1. febrúar á nýju ári.Soffía Sveinsdóttir, skólameistari, greinir frá þessu í pósti til nemenda og forráðamanna þeirra í dag að kennarar í FSu fari þó ekki aftur í verkfall.RÚV / Bjarni Rúnars | |
19:22 | Þriggja ára dómur fyrir að hópnauðga 18 ára stúlku Landsréttur sneri í dag við ákvörðun héraðsdóms og dæmdi tvo karlmenn, Ásbjörn Þórarinn Sigurðsson og Bessa Karlsson, til þriggja ára fangelsis fyrir að nauðga 18 ára stúlku. Mennirnir eru báðir um tíu árum eldri en stúlkan. Nauðgunin átti sér stað á heimili Ásbjörns. | |
19:21 | Finnur að Kóreubúar eru skelkaðir Ringulreið ríkti í Suður-Kóreu á þriðjudagskvöld, þegar forseti Yoon Suk Yeol, forseti landsins, setti á herlög. Það var langt liðið á kvöldið en Lilja Rut Jónsdóttir, nemi við Korea University í Seúl, var vakandi. Hún og vinir hennar byrjuðu að senda skilaboð sín á milli til þess að reyna að átta sig á stöðunni.„Fyrir mig þá var þetta svolítið skrítið,“ segir Lilja Rut, „því ég veit ekkert hvað þetta þýðir. Maður hefur heyrt að það eru bara sett á herlög ef það er stríð í gangi eða eitthvað að fara að gerast.“Lilja segir að í fyrstu hafi óvissan valdið því að ástandið virkaði kannski alvarlegra og meira en það var. „En eins og staðan er núna finnur maður að fólkið er svolítið skelkað yfir þessu.“ VINAHÓPURINN SKIPTIST Í TVENNT Hún segir að vinahópurinn hennar í Suður-Kóreu hafi skipst | |
19:15 | 900 milljónir í ferðamannainnviði á árinu Landsáætlun um uppbyggingu innviða úthlutar um 899 milljónum króna til uppbyggingu innviða á þessu ári en gert er ráð fyrir 2,7 milljarða króna framlagi á næstu þremur árum. | |
19:09 | Ný flugstöð formlega tekin í notkun á Akureyrarflugvelli 1.100 fermetra viðbygging við flugstöðina er tilbúin auk þess sem miklar endurbætur voru gerðar á flugstöðinni sjálfri. Nýtt flughlað er 33.000 fermetrar að stærð og nú er hægt að taka á móti allt að 14 flugvélum á Akureyrarflugvelli í einu. FLUGSTÖÐIN GETI ANNAÐ UM 500 ÞÚSUND FARÞEGUM ÁRLEGA Fjöldi gesta var við vígslu þessara mannvirkja í dag. Þau koma að góðum notum næstu árin, ekki síst við aukið millilandaflug um Akureyri. Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla, segir ánægjulegt að geta valið afmælisdag vallarins til þess að vígja þessa kærkomnu viðbót.Og miklar breytingar fylgi þessum mannvirkjum. Flugstöðin geti nú annað um 500 þúsund farþegum, en farþegar um Akureyrarflugvöll séu um 200 þúsund árlega. Þar af séu um 32 þúsund farþegar í millilandaf | |
19:01 | Innnes langstærsta heildverslun landsins Heildartekjur 10 stærstu heildverslana landsins námu 56 milljörðum króna í fyrra og jukust um 18% frá fyrra ári. | |
19:00 | Segir Sjálfstæðisflokkinn þurfa naflaskoðun og harmar stuðning við borgarlínu – „Fólki finnst þetta vera dýrt draumórarugl“ Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir kosningarúrslitin vera slæm fyrir Sjálfstæðisflokkinn um leið og hann þakkar sjálfboðaliðum flokksins þá staðreynd að fylgistap hans varð ekki enn meira en raun ber vitni. Kjartan birtir grein um stöðu flokksins í Morgunblaðinu í dag og segir: „Eðlilegt er að margir velti fyrir sér stöðu og framtíð Sjálfstæðisflokksins eftir kosningarn ar Lesa meira | |
18:59 | Macland hverfur úr Kringlunni: „Hellings púsluspil“ Macland mun ekki snúa aftur í Kringluna eftir eldsvoðann sem varð þar í sumar. Fyrirtækið var þar með bæði verslun og verkstæði, sem var sérvottað af Apple. | |
18:55 | Matvöruverslun á Bauhaus-reit? Eigendur byggingar við Lambhagaveg, sem hýsir byggingarvöruverslun Bauhaus, hafa undanfarin þrjú ár reynt að fá Reykjavíkurborg til að heimila rekstur matvöruverslunar á lóðinni. Þeir hafa ekki haft erindi sem erfiði fram til þessa. | |
18:54 | Fimm atkvæðum yfir útstrikunarmarki Dagur B. Eggertsson segist taka fjölda útstrikana með æðruleysi. Einungis fimm atkvæðum munaði á því hvort hann færðist niður um sæti á lista eða ekki. | |
18:49 | Önnur borg í höndum uppreisnarmanna Uppreisnar- og vígamenn hafa rekið stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og aðrar sveitir hliðhollar forsetanum frá borginni Hama. Það er ein af stærri borgum landsins en einungis tveir dagar eru síðan uppreisnarmennirnir hófu sóknina að borginni og var það í kjölfar óvæntrar skyndisóknar gegn Aleppo, í norðvesturhluta landsins. | |
18:46 | Í beinni: Afturelding - Valur | Stórleikur í Mosó Afturelding og Valur sitja í 2. og 3. sæti Olís-deildar karla í handbolta og mætast í 13. umferð, í Mosfellsbæ í kvöld. | |
18:45 | DÍS kvartar til umboðsmanns Alþingis Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) hefur ákveðið að beina kvörtun til umboðsmanns Alþingis vegna ákvörðunar matvælaráðherra að leyfa veiðar á langreyðum og hrefnum til fimm ára. | |
18:37 | Langoftast strikað yfir Dag Öll kjördæmi nema Suðvesturkjördæmi hafa skilað landskjörstjórn niðurstöðum talninga. Í skýrslum yfirkjörstjórna kemur fram hversu oft var strikað yfir hvern frambjóðanda eða þeir færðir niður um sæti.Langoftast var strikað yfir Dag B. Eggertsson. Næstur á eftir honum er raunar Þórður Snær Júlíusson, næsti maður á eftir honum á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Reykjavíkurkjördæmi norður VIÐREISN: * Hanna Katrín Friðriksson - 14 * Pawel Bartoszek - 110 * Grímur Grímsson - 31 SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR: * Guðlaugur Þór Þórðarson - 209 * Diljá Mist Einarsdóttir - 57 * Brynjar Níelsson - 64 FLOKKUR FÓLKSINS: * Ragnar Þór Ingólfsson - 12 MIÐFLOKKUR: * Sigríður Andersen - 41 * Jakob Frímann Magnússon - 262 SAMFYLKINGIN: * Kristrún Frostadóttir - 49 * Dagur | |
18:37 | Magnús nýr framkvæmdastjóri N1 Magnús Hafliðason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri N1 og mun taka sæti í framkvæmdastjórn Festi hf. á næsta ári. | |
18:31 | Í beinni: Njarðvík - Grindavík | Fagna gestirnir aftur í Reykjanesbæ? Grindvíkingar eru mættir aftur í Reykjanesbæ eftir að hafa unnið Keflavík í síðustu umferð en mæta nú Njarðvík, í Bónus-deild karla í körfubolta. | |
18:31 | Í beinni: Valur - Haukar | Fyrsti leikur eftir brottrekstur Maté Botnlið Hauka sækir Val heim í fyrsta leik sínum eftir að Maté Dalmay var látinn víkja sem þjálfari Hauka, í Bónus-deild karla í körfubolta. | |
18:31 | Í beinni: KR - ÍR | Ná gestirnir þriðja sigri í röð? ÍR-ingar eru komnir með tvo sigra í Bónus-deild karla í körfubolta en mæta í kvöld KR í Vesturbænum. | |
18:31 | Í beinni: Þór Þ. - Höttur | Hvað gera heimamenn eftir gleðifréttirnar? Þór Þorlákshöfn tekur á móti Hetti í fyrsta leik sínum eftir að tilkynnt var um endurkomu Nikolas Tomsick í Þorlákshöfn. | |
18:16 | Keyrt á tvær verslanir á höfuðborgarsvæðinu Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust tvær tilkynningar í dag þess efnis að bifreið hefði verið keyrt á verslun. | |
18:03 | Hvalveiðar, málamiðlunarflokkur og „útför“ listamanns Bjarni Benediktsson starfandi matvælaráðherra hefur veitt Hval hf. leyfi til veiða á langreyðum til næstu fimm ára. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við Bjarna og formann Landverndar sem gagnrýnir ákvörðunina harðlega. | |
18:01 | Opec+ fresta framleiðsluaukningu um þrjá mánuði Hráolíuverð hefur haldist stöðugt í þrátt fyrir fregnir um að Opec+ ríkin séu að fresta framleiðsluaukningu. | |
18:00 | Orðið á götunni: Valdalaus Bjarni Ben veitir leyfi til hvaladráps næstu fimm árin – Ný ríkisstjórn hlýtur að ógilda leyfið Margir höfðu spáð því að Bjarni Benediktsson, settur matvælaráðherra, í valdalausri starfsstjórn, myndi leyfa sér að gefa út leyfi til hvaladráps eftir að ríkisstjórn hans er fallin og hann situr valdalaus í starfsstjórn enn um sinn. Þessi ákvörðun er svo sem ekki óheimil en hún er augljóst brot á öllum hefðum, venjum og góðum strjórnarháttum Lesa meira | |
17:52 | Síðasta skip Hitlers Forleikur á Grænlandssundi Að kvöldi 23. maí 1941 renndi splunkunýtt þýskt beitiskip sér inn á Grænlandssund að norðan og brunaði svo sundið á fullri ferð með vestfirsku fjöllin í sjónmáli á bakborða. Það hét Prinz Eugen, mjög vel vopnum búið 17.000 tonna skip og var í fylgd enn öflugra skips, orrustuskipsins Bismarcks. Sem betur fór voru engin íslensk skip eða... | |
17:52 | Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Maðurinn sem skaut forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna til bana á götum New York í gær, er sagður hafa skilið eftir skilaboð á patrónum, eða skothylkjum, skota sem hann skaut Brian Thompson með. Þá hafa verið birtar nýjar myndir af manninum, þær fyrstu þar sem andlit hans sést, en maðurinn gengur enn laus. | |
17:47 | „Riddari sérhagsmuna“ Andrés Ingi Jónsson, fráfarandi þingmaður Pírata, segir Bjarna Benediktsson starfandi matvælaráðherra vera riddara sérhagsmuna. | |
17:46 | Bjarni græjar leyfi til hvalveiða sem matvælaráðherra í starfstjórn Bjarni Benediktsson, starfandi matvælaráðherra, hefur gefið út leyfi til hvalveiða til næstu fimm ára. RÚV greinir frá þessu og bendir á tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Leyfin eru veitt til veiða á langreyðum og til veiða á hrefnum en um er að ræða tvö fyrirtæki sem skipta þessu á milli sín. Það eru fyrirtækin Hvalur hf. […] Greinin Bjarni græjar leyfi til hvalveiða sem matvælaráðherra í starfstjórn birtist fyrst á Nútíminn. | |
17:46 | Fagnar ákvörðun Bjarna Bæjarráð Akraness fagnar ákvörðun Bjarna Benediktssonar, starfandi matvælaráðherra, um að gefa út leyfi fyrir hvalveiðum. | |
17:45 | Margir áhyggjufullir því rútínan fer í vaskinn Ákveðin tímamót eru nú að eiga sér stað í Vesturbæjarlauginni því í dag var hafist handa við að rífa sánuklefana sem hafa gegnt mikilvægu hlutverki í lífi margra sundgesta frá því þeir voru settir upp í núverandi mynd, seint á áttunda áratug síðustu aldar. | |
17:40 | Bindi á vinnustað komin aftur í tísku Bindi eru farin að vera vinsæl á ný meðal ungs fólks á vinnustöðum í Bandaríkjunum. | |
17:28 | Ásbjörn og Bessi sakfelldir fyrir nauðgun á 18 ára stúlku – Landsréttur sneri við dómi Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjaness og sakfelldi þá Ásbörn Þórarinn Sigurðsson og Bessa Karlsson fyrir nauðgun á 18 ára st úlku árið 2020. Atvikið átti sér á heimili Ásbjörns í Hafnarfirði. Hinir ákærðu voru báðir um tíu árum eldri en stúlkan. Tvær aðrar ungar stúlkur voru í samkvæminu en þær fóru burtu í Lesa meira | |
17:25 | Engin ástæða til að bíða eftir því að annar ráðherra veiti leyfi á sama grundvelli Bjarni Benediktsson forsætis- og matvælaráðherra segir ákvörðun um útgáfu hvalveiðileyfa ekkert annað en afgreiðslu í matvælaráðuneytinu. Verið sé að fylgja lögum. Engin ástæða sé til að bíða eftir því að annar ráðherra veiti leyfi á grundvelli sömu laga. | |
17:25 | Guðrún nýr bæjarstjóri Sveitarfélagið Vogar hefur ráðið Guðrúnu P. Ólafsdóttur sem bæjarstjóra. Ákvörðun þess efnis var tekin á fundi bæjarráðs í gær og tekur gildi eftir fund bæjarstjórnar í næstu viku. | |
17:21 | Birta myndir af hinum grunaða Lögreglan í New York hefur birt myndir af manni sem grunaður er um að hafa orðið auðkýfingnum Brian Thompson að bana í gær. | |
17:05 | Rafmagnaður G-Class kynntur til leiks G-Class frá Mercedes-Benz frumsýndur hjá Öskju um síðustu helgi. | |
16:54 | Þetta hefur þjóðin að segja um ákvörðun Bjarna – „Húrra, húrra“ – „Síðasti séns fyrir Bjarna að senda fokkmerki til þjóðarinnar“ Tilkynnt var fyrr í dag að Bjarni Benediktsson sem gegnir embætti matvælaráðherra í þeirri starfsstjórn situr nú við völd á Íslandi hafi gefið út leyfi til veiða á langreyðum og hrefnum til næstu fimm ára. Hvalur hf. sem er í eigu Kristjáns Loftssonar fær leyfi til að veiða langreyðar og fyrirtækið Tjaldtangi til að veiða Lesa meira | |
16:52 | Landskjörstjórn frestar úthlutun þingsæta Landskjörstjórn hefur frestað fundi um úthlutun þingsæta sem átti að halda á morgun. | |
16:36 | Verkfallsaðgerðir munu beinast gegn öðrum skólum Fjölbrautaskóli Suðurlands (FSu) fer ekki í verkfall 1. febrúar á næsta ári verði enn ósamið í kjaradeilum kennara. | |
16:36 | Barnier segir af sér: Starfsstjórn skipuð Michel Barnier baðst lausnar sem forsætisráðherra Frakklands í dag eftir að þingið lýsti yfir hann vantrausti í gær. Frakklandsforseti hefur orðið við beiðninni en beðið hann um að sitja áfram í starfsstjórn þar til að ný ríkisstjórn tekur við. | |
16:34 | Forstjóri Dominos til N1 Magnús Hafliðason, sem hefur verið forstjóri Dominos á Íslandi undanfarin ár hefur verið ráðinn forstjóri N1. | |
16:34 | Nefndin hættir störfum vegna fjárskorts Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur lokið störfum á þessu ári en fjármagnið til nefndarinnar í ár er uppurið. |