04:03 | Fangelsaður mótmælaleiðtogi missti af fæðingu sonar síns Mahmoud Khalil, einn af leiðtogum stúdentamótmælanna gegn Gazastríðinu í Columbia-háskóla í New York, missti af fæðingu sonar síns í gær eftir að bandarísk stjórnvöld neituðu að veita honum tímabundna lausn til að vera með eiginkonu sinni. „Þetta var vísvitandi ákvörðun ICE til að kvelja mig, Mahmoud og son okkar,“ sagði Noor Abdalla, eiginkona Khalils, í yfirlýsingu. Hún og nýfæddur sonur þeirra Khalils eru bandarískir ríkisborgarar. „Við sonur minn ættum ekki að vera að fóta okkur í gegnum fyrstu daga hans á jörðu án Mahmouds. ICE og stjórn Trumps hafa stolið dýrmætum stundum af fjölskyldu okkar til að þagga niður í stuðningi Mahmouds við frjálsa Palestínu.“Khalil var handtekinn þann 8. mars af innflytjendalögreglu (ICE) þrátt fyrir að vera með grænt kort, sem tryggir venjulega búsetuley | |
03:15 | Sæðisrugl – Eignuðust 25-75 börn vegna skorts á reglum Fjöldi hollenskra sæðisgjafa hefur eignast mun fleiri börn en heimilt er samkvæmt löggjöfinni þar í landi. Þeir hafa hver og einn „eignast“ að minnsta kosti 25 börn og sumir 75. Sem betur fer eru margir tilbúnir til að rétta fram hjálparhönd og gerast sæðisgjafar til að hjálpa pörum sem geta ekki eignast börn sjálf. Þessu Lesa meira | |
03:11 | Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu Breski hjúkrunarfræðingurinn Lucy Letby afplánar nú 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum. Var hún fundin sek um að hafa myrt börnin þegar hún var á vakt á vökudeildinni þar sem þau voru. Letby hefur alltaf neitað sök og sífellt fleiri sérfræðingar efast um að hún hafi myrt börnin. Í júní 2024 bar Ravi Jayaram, barnalæknir, vitni í máli Letby þegar Manchester Crown Court var með málið til meðferðar. Lesa meira | |
02:27 | Harvard fer í mál við Trump Harvard-háskóli, einn virtasti háskóli Bandaríkjanna, höfðaði í gær mál gegn ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Forsetinn og háskólinn hafa eldað grátt silfur saman að undanförnu eftir að háskólinn neitaði að fara að kröfum Trumps um víðtækar breytingar á stjórnarháttum, ráðningum og inntökuferli skólans. Stjórnin segir breytingarnar nauðsynlegar til að sporna við Gyðingahatri í háskólasamfélaginu.Trump frysti fjárveitingar til Harvard eftir að stjórn háskólans neitaði að verða við kröfum hans. Trump hefur einnig hótað að svipta Harvard skattfrelsi ef skólinn hlýðir honum ekki.„Þetta mál snýst um tilraunir ríkisstjórnarinnar til að beita afturköllun alríkisstyrkja sem skiptimynt til að ná stjórn á fræðilegri ákvarðanatöku við Harvard,“ sagði háskólinn í kærunni sem afhent var alr | |
00:25 | Prestar í þjóðkirkjunni lýsa yfir stuðningi við Oscar Hópur þrjátíu presta íslensku þjóðkirkjunnar gaf í kvöld frá sér samstöðuyfirlýsingu þar sem þeir lýstu yfir stuðningi við fósturfjölskyldu Oscar Anders Florez Bocanegra, kólumbísks drengs sem til stendur að vísa burt frá Íslandi. Í tilkynningunni sögðu prestarnir það samræmast boðskap beggja testamenta Biblíunnar að veita drengnum landvistarleyfi hér á landi.Yfirlýsinguna má lesa í held sinni hér að neðan. > Til þar til bærra stjórnvalda á Íslandi. > Við undirrituð, vígðir prestar í íslensku þjóðkirkjunni, lýsum yfir samstöðu með þeirri fjölskyldu sem nú fer fram á dvalarleyfi fyrir Oscar Anders Florez Bocanegra. > Forsaga málsins er skv. lýsingu fjölskyldunnar sú að: > Oscar Anders Florez Bocanegra, 17 ára drengur frá Kólumbíu, stendur nú frammi fyrir því að vera vísað úr landi í ann | |
23:50 | Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Þrjátíu prestar í íslensku þjóðkirkjunni fordæma brottvísun hins sautján ára Oscars Anders Florez Bocanegra og taka undir þá kröfu að honum verði veitt dvalarleyfi. | |
23:43 | Segir frelsun gíslanna ekki mikilvægasta markmiðið Bezalel Smotrich, fjármálaráðherra Ísraels, vakti reiði og hneykslan landa sinna í dag eftir að hann staðhæfði að lausn gíslanna í haldi Hamas væri ekki mikilvægasta markmið Ísraelsstjórnar með stríðinu á Gaza.Smotrich er formaður Þjóðernistrúarflokksins–Trúarlegs zíonisma (Miflaga Datit Leumit – HaTzionut HaDatit), sem er einn nokkurra fjarhægriflokka sem eiga aðild að samsteypustjórn Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra.Í viðtali á útvarpsstöðinni Galay Israel sagði Smotrich að með brottför Joe Biden úr Hvíta húsinu og kjöri Donalds Trump til Bandaríkjaforseta hefði Ísrael öðlast gullið tækifæri til að leysa „Gazavandamálið“ í eitt skipti fyrir öll.„Við verðum að segja sannleikann, að endurheimt gíslanna er ekki það mikilvægasta,“ sagði Smotrich. „Það er auðvitað mjög mikilvægt markmið, | |
23:26 | Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Skiptar skoðanir eru um ákvörðun Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, að tala um Frans páfa sem Pope Francis. Meirihluti þeirra sem tjá sig virðist líta á enskunotkunina sem óboðlega. Aðrir telja fjaðrafokið til marks um hneykslunargirni ákveðins hóps. | |
23:25 | Myrti mann í dagsleyfinu Einn hinn þekktasti ræningjanna ellefu, sem frömdu NOKAS-ránið í Stavanger klukkan átta að morgni mánudagsins 5. apríl 2004 undir stjórn David Toska, Metkel Betew, fannst skotinn til bana að kvöldi skírdags í Godliaskogen í Oppsal-hverfinu í Ósló. | |
23:05 | Landris heldur áfram: 80-150 skjálftar á dag Jarðskjálftavirknin við Sundhnúkagígaröðina hefur farið minnkandi undanfarnar vikur en þó haldist nokkuð stöðug. Hægst hefur á landrisi frekar hratt. | |
23:00 | Prestar standa með Oscari Vígðir prestar í íslensku þjóðkirkjunni standa með fjölskyldunni sem nú fer fram á dvalarleyfi fyrir Oscar Anders Florez Bocanegra. Alls rita 30 prestar undir yfirlýsinguna. | |
22:20 | Sjaldgæfur hvalreki í Njarðvík Svo virðist vera sem að norðsnjáldri hafi rekið á land í Njarðvík við Borgarfjörð eystri um helgina. | |
22:08 | Sonja drottning lögð inn á spítala Sonja Noregsdrottning var í kvöld lögð inn á sjúkrahús. Var hún flutt með sjúkraflugi á Ríkisspítalann í Ósló, en Sonja og Haraldur Noregskonungur eyddu páskunum í sumarbústað sínum í Sikkilsdal. | |
22:00 | Fékk 68 milljónir í vasapeninga á mánuði frá tengdamömmu sinni – Vildi meira Í byrjun maí 2014 voru Hélène Pastor og Mohamed Darouich, þjónn hennar, skotin með afsagaðri haglabyssu þar sem þau sátu í bíl í Nice í Frakklandi. Darouich lést fjórum dögum síðar en Hélène Pastor lést 15 dögum síðar, þann 21. maí, skömmu eftir að hafa lofað lögreglunni meiri upplýsingum um hver skaut þau. Málið vakti Lesa meira | |
21:50 | Tillögur Trumps: Engin NATO-aðild fyrir Úkraínu Ríkisstjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta hefur lagt fram tillögur til að stilla til friðar á milli Rússlands og Úkraínu sem fela meðal annars í sér að Úkraína fái ekki aðild að Atlantshafsbandalaginu (NATO). | |
21:30 | Myndbirting á Facebook varð til þess að 50 ára gamalt morðmál leystist Myndbirting á Facebook varð til þess að 50 ára gamalt morðmál leystist og morðinginn fékk makleg málagjöld. Það var árið 1968 sem Paul Booth, 19 mánaða, var myrtur en morðingi hans hélt um ökkla hans og sveiflaði honum og barði höfði hans utan í arinn á heimili Booth í Haverton Hill í Stockton á Englandi. Lesa meira | |
21:28 | Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök Frans páfa, sem lést í morgun 88 ára að aldri, hefur verið kunngjörð en hann fékk heilablóðfall sem leiddi til þess að hann fór í hjartastopp. | |
21:25 | Skotárás á fjölbýlishús Fjölda byssuskota var skotið á aðalinngang fjölbýlishúss í Barkarby í norðurhluta sænsku höfuðborgarinnar Stokkhólms á fjórða tímanum í nótt að sænskum tíma og var tæknideildarfólk lögreglu við rannsóknir sínar á vettvangi langt fram á morgun. | |
21:23 | Bandaríkjastjórn kemur Pete Hegseth til varnar Hvíta Húsið hefur komið Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, til varnar í kjölfar fregna um að hann hafi deilt viðkvæmum upplýsingum um hernaðarárás á Hútí-uppreisnarmenn í Jemen í mars 2025 í einkaspjalli á Signal og Newsweek greinir frá. Anna Kelly, aðstoðarblaðafulltrúi Hvíta Hússins, sagði: „Sama hversu oft gamalgrónir fjölmiðlar (e. Lecacy media) reyna að endurvekja sömu […] Greinin Bandaríkjastjórn kemur Pete Hegseth til varnar birtist fyrst á Nútíminn. | |
21:13 | Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Sannkallað páskakraftaverk varð á dögunum þegar páfagaukurinn Búbbi fannst heill á húfi eftir að hafa fokið alla leið úr Hlíðarendahverfi og yfir á Kársnes í Kópavogi þar sem hann varð næstum ketti að bráð. Ellefu ára eigandi andar léttar. | |
21:00 | Hvað með að prófa annað en Tenerife og Spán? Hjólreiðaferðir til útlanda bjóða upp á öðruvísi upplifun og sameina hreyfingu, útivist og náttúrufegurð. | |
20:47 | Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri „Nágranni minn var að smala kindum og ég ætlaði að kíkja hvort ég gæti eitthvað hjálpað honum þegar við gengum fram á þetta í fjörunni,“ segir Sigurður Jakobsson um hval sem rak nýlega á land í Njarðvík við Borgarfjörð eystri. | |
20:45 | Fékk lífstíðardóm fyrir fjöldamorðin Patrick Crusius sem skaut 23 manns til bana í El Paso í Texas árið 2019 var fyrr í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi. Hann á ekki möguleika á reynslulausn í framtíðinni. | |
20:30 | Trump og Melania fara í útför páfa Bandarísku forsetahjónin ætla að mæta í jarðarför Frans páfa. | |
20:29 | Norðsnjáldra rak á land í Njarðvík Norðsnjáldra rak á land í Njarðvík við Borgarfjörð eystra. Jakob Sigurðsson, bóndi í Njarðvík, gekk fram á hræið á laugardag. Hann segir það vera hátt í 6 metra á lengd.Jakob er fæddur og uppalinn í Njarðvík og kveðst ekki muna eftir því að þar hafi hval rekið á land áður. Hann segist ekki hafa þekkt tegundina en að hann hafi flett upp í bókinni Íslensk spendýr og komist að því að þarna væri líklega norðsnjáldri. TÍUNDI HVALREKI NORÐSNJÁLDRA VIÐ ÍSLANDSSTRENDUR Norðsnjáldri er af ætt svínhvala en ef marka má upplýsingar frá Náttúruminjasafni Íslands síðan síðasti skráði hvalreki norðsnjáldra fyrir fjórum árum hefur norðsnjáldra aðeins rekið á land níu sinnum síðan talningar hófust. | |
20:17 | „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Halldór Jón Sigurðsson, eða Donni eins og hann er jafnan kallaður, þjálfari Tindastóls, segir það svo sannarlega svíða að liðið fari tómhent heim á Sauðárkrók eftir 2-1 tap gegn Þór/KA. | |
20:06 | Dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir fjöldamorð sem beindist gegn innflytjendum Patrick Crusius hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir fjöldamorð í verslunarmiðstöð í Texas árið 2019. Árásin var ein sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna en í henni létust 23.Crusius játaði sök fyrir dómi og viðurkenndi að atlagan hefði beinst sérstaklega að fólki af mexíkóskum uppruna, en árásina framdi hann í bænum El Paso sem er skammt frá landamærunum að Mexíkó.Crusius ók rúma þúsund kílómetra frá Allen nærri Dallas í Texas til El Paso til að fremja árásina. Í skjali sem hann hafði birt á netinu fyrir árásina sagðist hann vera að vernda Texas og Bandaríkin fyrir innrás fólks frá rómönsku Ameríku.Fjöldamorðið var framið í fyrri forsetatíð Donalds Trump og í kjölfar þess skapaðist umræða um hvaða áhrif orðræða forsetans gegn innflytjendum hefði á fylgjendur hans. | |
20:05 | Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Forsætisráðherra leggur áherslu að framkvæmdir við nýtt fangelsi á Stóra Hrauni á Eyrarbakka hefjist sem fyrst enda byggingarnar í fangelsinu á Litla Hrauni orðnar mjög lélegar og verða þær meira og minna jafnaðar við jörðu með tilkomu nýja fangelsisins. | |
20:04 | Gæti stækkað hópinn sem kýs að auglýsa í sjónvarpi „Það verða breytingar á vöruframboði og markaðssetningu, það verður hreyfing á hlutunum en við sjáum líka ákveðin tækifæri í því,“ segir María Björk Einarsdóttir, forstjóri Símans, um brottfall enska boltans í haust. | |
20:00 | Deilurnar um Berlín 1948–1949 Þegar síðari heimsstyrjöldinni lauk skiptu sigurvegararnir; Bandaríkin, Bretland og Sovétríkin, Þýskalandi á milli sín og skiptu upp í hernumin svæði þar sem hvert ríki fór með stjórnina. Berlín var langt inni á yfirráðasvæði Sovétríkjanna í austurhluta Þýskalands og var borginni skipt á milli ríkjanna. Bandaríkin, Bretland og Frakkland fóru með stjórn vesturhluta borgarinnar en Sovétríkin Lesa meira | |
19:35 | Páfi sem þorði en hefði mátt ganga lengra Frans páfi færði Kaþólsku kirkjuna meira inn í nútímann, þó hann hefði mátt ganga lengra. Hann var kjarkmikill og horfði á heiminn með augum þeirra sem minnst mega sín í samfélaginu. | |
19:15 | Arctica Finance jók hagnað og veltu Hagnaður félagsins nam 392 milljónum króna á síðasta ári og rekstrartekjur 1,3 milljörðum. | |
19:15 | Dánarorsök Frans páfa gerð kunn Dánarorsök Frans páfa, sem lést í morgun 88 ára að aldri, hefur verið kunngjörð. Frans páfi lést í kjölfar heilablóðfalls. | |
19:00 | Manstu ekkert eftir þér sem smábarn? – Þetta er ástæðan Manstu ekkert eftir þér sem smábarn? Sama hvað þú reynir? Það er ekki skrýtið þar sem fólk hefur ekki aðgang að þessum minningum. Þetta sýnir ný rannsókn. Í nýrri bandarískri og kanadískri rannsókn sem birt var í tímaritinu Science kemur fram að minningar í barnæsku lokast af á fullorðinsárum. Rannsökuð voru 26 smábörn. Helmingurinn á Lesa meira | |
19:00 | „Til hamingju hálfvitar“ Börkur Gunnarsson, fyrrverandi rektor Kvikmyndaskólans, gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega fyrir „að leggja menntastofnun í rúst“ og „ráðast gegn þekkingu og menntun“. | |
19:00 | Veski ráðherrans stolið: 400 þúsund í reiðufé Veski Kristi Noem, heimavarnarráðherra Bandaríkjanna, var stolið á veitingastað um helgina í Washington D.C. Í veskinu var hún með hátt í 400 þúsund krónur í reiðufé. | |
18:55 | Eiríkur um skrif Höllu: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, segir vont og í raun óboðlegt og óskiljanlegt að Halla Tómasdóttir forseti Íslands hafi vísað til Frans páfa með enskri gerð af nafni hans og embættisheiti. | |
18:50 | Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Svikahrappar geta verið ósvífnir og þolinmóðir til þess að fá sem mest upp úr krafsinu. Þetta segir sérfræðingur sem minnir á mikilvægi þess að vera alltaf á varðbergi gagnvart netsvindli. | |
18:47 | Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Hörkueinvígi hefst Stjarnan tekur á móti Grindavík í undanúrslitaeinvígi sem búast má við að verði afar spenanndi, í Bónus-deild karla í körfubolta. | |
18:47 | Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Eftir fall úr ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu á síðustu leiktí ð þá stoppuðu Burnley og Leeds United stutt við í B-deildinni. Þegar tvær umferðir eru eftir eru bæði lið búin að tryggja sér sæti í úrvalsdeildinni á nýjan leik. | |
18:40 | Kastrup-flugvöllur aldargamall Hinn ástkæri flugvöllur Kaupmannahafnarbúa, Kastrup, átti 100 ára afmæli um páskana, en í gær, 20. apríl, var öld liðin síðan flugstöðvarbygging úr tré á Amager opnaði dyr sínar og Kaupmannahafnarbúar mættu spariklæddir af lotningu yfir að danska höfuðborgin ætti orðið eigin flugvöll. | |
18:38 | Funda með nemendum og kennurum Kvikmyndaskólans á morgun Kvikmyndaskólinn fór í gjaldþrot fyrir mánuði og síðan þá hafa nemendur og starfsmenn einnig verið í óvissu um framhaldið. Rafmennt, fræðslusetur rafiðnaðarins, keypti þrotabúið og vill halda kennslu áfram. Til stendur að halda fund með nemendum Kvikmyndaskólans í fyrramálið.„Við ætlum fyrst og fremst að hvetja þau áfram til þess að klára það sem þau hafa verið að gera og vonumst til þess að þau taki fullan þátt í því og klári sín verkefni þannig þau sem eiga að útskrifast útskrifast og hin ættu þá að vera klár í næstu önn,“ segir Þór Pálsson skólameistari Rafmenntar.Nú lýstu nemendur því yfir á sínum tíma að þau hefðu ekki áhuga á að fara inn í Tækniskólann eins og var verið að skoða, ertu bjartsýnn á að þau séu jákvæðari í ykkar garð?„Þau hafa verið það og kannski fyrst og fremst vegna þ | |
18:31 | Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað Tottenham hefur að litlu að keppa í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta en liðið tekur á móti Nottingham Forest sem er í baráttu um sæti í Meistaradeild Evrópu. | |
18:27 | Þegar líf fólks er smættað í lagalega skilgreiningu Á frekar hversdagslegum miðvikudegi í miðri dymbilviku á heimilinu mínu í Bretlandi opnaði ég fréttasíðu BBC. Þar blasti við mér forsíðufrétt að dómstólar þar í landi hafi ákveðið að ég falli ekki lengur undir sama lagaákvæði og aðrar konur innan jafnréttislaga þar í landi. Með dómnum var kveðið á um að ég geti ekki lengur orðið fyrir kvenhatri á vinnustað... | |
18:24 | Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Leikkonan Elizabeth Hurley og kántrísöngvarinn Billy Ray Cyrus eru að slá sér upp ef marka má mynd sem þau deildu af sér saman á páskadag. | |
18:24 | Fólk sýnilega slegið yfir andláti páfa Ingólfur Níels Árnason, íbúi í Róm, segir fregnir af andláti páfa hafa komið mörgum að óvörum þrátt fyrir að páfinn hafi verið við slæma heilsu frá því í febrúar.Fólk hafi eflaust bundið vonir við að hann myndi ná bata eftir að hann kom fram opinberlega á svölum Péturskirkju á páskadag í gær.„Ég var nú bara í Péturskirkjunni í dag og það var bara einhver svona dofi yfir öllu,“ segir Ingólfur.Talið er að dánarorsök hans hafi verið heilablóðfall en hann hafði verið við slæma heilsu eftir að hafa lagst á sjúkrahús með lungnabólgu í febrúar. Tæpum sólarhring eftir að páfi hafði birst í páskamessu og hitt varaforseta Bandaríkjanna, lést hann í íbúð sinni í Vatíkaninu. VILDI VERA JARÐAÐUR EINS OG HVER ANNAR MAÐUR Ingólfur segir fólk sjáanlega slegið enda sé kaþólska kirkjan veigamikill hluti | |
18:23 | SÞ segja ástandið á Haíti nálgast algjöran glundroða Sameinuðu þjóðirnar segja ástandið á Haíti nálgast algjöran glundroða og ef stjórnvöld nái ekki tökum á ofbeldi glæpagengja fljótlega verði ekki aftur snúið.Hálfgert stjórnleysi hefur ríkt á Haíti undanfarna mánuði vegna yfirgangs glæpagengja. Í fyrra létust 5.600 í átökum glæpagengja og hundruð þ úsunda hafa þurft að flýja heimili sín vegna átakanna.Maria Isabel Salvador, erindreki málefna Haíti hjá Sameinuðu þjóðunum, segir landið nauðsynlega þurfa alþjóðlega mannúðaraðstoð. | |
18:21 | Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Frans páfa var minnst víða um heim í dag. Hann var á páfastóli í tólf ár og er minnst sem framsæknum, hógværum talsmanni þeirra sem minna mega sín. Banameinið er sagt vera heilablóðfall. | |
18:03 | Friðarviðræðum verður fram haldið í London Úkraínsk sendinefnd fer til Bretlands á miðvikudag til fundar um frið. Á fundinum verða fulltrúar Bretlands, Frakklands og Bandaríkjanna.Þetta tilkynnti Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti á samfélagsmiðlinum X eftir símafund með Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands. Zelensky segir Úkraínu reiðubúna að halda viðræðum áfram með það að markmiði að ná skilyrðislausu vopnahléi og koma á varanlegum friði í Úkraínu.Vladimír Pútín Rússlandsforseti lofaði 30 klukkustunda vopnahléi yfir páskahátíðina. Þrátt fyrir það gerði Rússlandsher árásir á Úkraínu. Zelensky sagði loforð Pútíns fyrir páska enn aðra tilraun hans til að leika sér að mannslífum.Í síðustu viku fundaði utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Marco Rubio, með Emmanuel Macron Frakklandsforseta í París um frið í Úkraínu. Eftir fundinn gaf h | |
18:02 | Alltaf gott veður í Flatey Einar Stefánsson mælir með Flatey – „Þetta er yndislegur staður“ | |
18:00 | Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn Niðurstöður ar rannsóknar benda til að martraðir geti verið fyrstu merkin um að fólk þjáist af Parkinsonssjúkdómnum. Niðurstöður rannsóknarinnar eru að eldri karlmenn séu tvisvar sinnum líklegri til að greinast með Parkinsonssjúkdóminn eftir að þeir byrja að fá martraðir. The Sun hefur eftir Dr Abidemi Otaiku, aðalhöfundi rannsóknarinnar og vísindamanni við Birmingham háskóla, að þótt það geti verið mjög gott að greina Lesa meira | |
18:00 | Tóku við 147.000 tonnum í fyrra Heildarmagn úrgangs sem Sorpa tók við á síðasta ári var minna en árið 2023. Alls tók Sorpa á móti 147 þúsund tonnum af úrgangi í fyrra en 156 þúsund tonnum árið 2023. | |
17:38 | Forseti Íslands setur Stóra plokkdaginn á sunnudaginn Forseti Íslands frú Halla Tómasdóttir mun setja Stóra Plokkdagurinn sem verður haldinn um allt land á sunnudaginn kemur 27. apríl. Setning Stóra Plokkdagsins verður við Sorpu í Breiðholti og eru öll hvött til að koma og taka þátt í opnunarviðburðinum og sérstaklega íbúam í Breiðholti. Forseti Íslands og forseti Rótarý hreyfingarinnar Jón Karl Ólafsson setja Lesa meira | |
17:10 | Talinn hafa fengið heilablóðfall Þrátt fyrir mikil veikindi síðustu vikur vegna lungnabólgu þá hafa ítalskir miðlar eftir heimildarmönnum að Frans páfi hafi dáið vegna heilablóðfalls. | |
17:00 | Þarf alltaf að vera vín? Undanfarna áratugi hafa áfengisframleiðendur í auknum mæli beint sjónum sínum og markaðsherferðum að ungu fólki og konum. Ástæðan er sú að fram að þessu hefur áfengisneysla verið minnst í þessum hópum og markaðssérfræðingar fyrirtækjanna sjá þarna tækifæri til að auka söluna. Viðleitni þeirra hefur hins vegar orðið til þess að áfengisdrykkja eykst og þykir ekki Lesa meira | |
16:46 | Sæðisrugl – Eignuðust 25-75 börn vegna skorts á reglum | |
16:41 | Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Frans páfi lést í morgun en ítalskir miðlar greina frá að hann hafi fengið banvænt heilablóðfall. Páfinn var lengi heilsuveill vegna alvarlegra veikinda í lungum. | |
16:30 |