18:21 | Ráðherra framlengir ekki strandveiðar með viðbótarkvóta Auglýsing um stöðvun strandveiða mun birtast í stjórnartíðiundum síðar í dag þar sem fram kemur að strandveiðar eru bannaðar frá og með 17. júlí. Þetta segir í tilkynningu frá Fiskistofu. | |
18:21 | Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Þrír voru drepnir og þrjátíu og fjórir særðir í árás Ísraels á Sýrland í dag. | |
18:13 | Rekstur kísilvers PCC á Bakka stöðvast á sunnudag Tollastríð, erfiðleikar á alþjóðamörkuðum og innflutningur á ódýrum kísilmálmi, eru sagðar helstu ástæður þess að rekstur kísilverksmiðju PCC er stöðvaður. „FRAMLEIÐSLAN MUN STÖÐVAST Í KRINGUM 20. JÚLÍ“ „Framleiðslan mun stöðvast í kringum tuttugasta júlí, á sunnudag. Það er dagsetningin sem við erum að vinna út frá í dag,“ segir Kári Marís Guðmundsson, forstjóri PCC Bakki Silicon.Hann segir mörg viðhalds- og umbótaverkefni framundan svo verksmiðjan verði tilbúin í rekstur á ný. Áfram verði svo rætt við fjölda samstarfsaðila PCC. „Ekki síst Húsavík og nærsamfélagið. En líka þessa stóru hlutaðeigandi aðila eins og Landsvirkjun, Landsnet og stjórnvöld þá líka sem eru að vinna fyrir okkur að hinum ýmsu málum.“ STARFSMENN SEM HAFI VERIÐ HVE LENGST VILJI BÚA ÁFRAM Á HÚSAVÍK Ríflega 40 man | |
18:03 | Ingibjörg bendir á kaldhæðni örlaganna varðandi eldgosið Ingibjörg Isaksen, formaður þingflokks Framsóknar, furðar sig á því að fyrirhuguð heimsókn forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hafi verið sett í uppnám út af eldgosinu sem hófst í nótt. Sérstaklega í ljósi tilgangs heimsóknarinnar. Ingibjörg skrifar á Facebook: „Ok, pínu fyndið þegar von der Leyen ætlar að koma til Íslands og kynna sér starfsemi almannavarna og áfallaþol Lesa meira | |
18:01 | Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Enn gýs úr tveimur sprungum við Sundhnúksgígaröðina þar sem eldgos hófst um klukkan fjögur í nótt eftir mikla skjálftavirkni. Töluverður kraftur er í gosinu sem þykir fallegt að sjá. Í kvöldfréttum Sýnar verðum við í beinni útsendingu frá gosstöðvum og sjáum magnaðar myndir. | |
18:01 | Boða sameiningu HMS og Skipulagsstofnunar Hjá HMS starfa um 160 manns og hjá Skipulagsstofnun starfa um 25 manns. | |
17:58 | Gossprungan lengist til norðurs Nýjustu mælingar Veðurstofu Íslands benda til þess að gossprungan við Sundhnúkagígaröðina hafi lengst og nái lengra til norðurs en fyrri gossprungur frá því að gjósa tók í desember 2023. | |
17:42 | Telur ólíklegt að hætt verði við gerð göngustígsins Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og fulltrúi í umhverfis- og skipulagsráði telur ólíklegt að hætt verði við áform um að leggja göngustíg við Árskóga 1-3 þrátt fyrir að það sé gert í óþökk íbúa í nærliggjandi fjölbýlishúsi. | |
17:41 | Götubitahátíðin er stærsti matarviðburður á Íslandi Götubitahátíðin 2025: European Street Food Awards fer fram helgina 18.-20. júlí. Á hátíðinni verða hátt í 40 söluaðilar í matarvögnum og sölubásum, bjórvagninn, náttúruvínbar frá Berjamó og Allsber kokteill-vagninn. Einnig verða hoppukastalar og leiktæki fyrir yngri kynslóðina. Samhliða hátíðinni fer fram keppni um Besti Götubiti Íslands 2025 en það er einvalalið dómnefndar sem sker úr Lesa meira | |
17:36 | Alvarleg líkamsárás: Sleginn í andlitið með hamri Einn var handtekinn í Reykjavík í dag fyrir alvarlega líkamsárás, eftir að hafa slegið mann í andlitið með hamri. Var viðkomandi vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn málsins. | |
17:29 | Fjárlög upp á næstum 2000 milljarða evra Næstu fjárlög Evrópusambandsins sem gilda eiga frá 2028 til 2032, verða upp á hátt í tvö þúsund milljarða evra. Þetta kemur fram í tillögu framkvæmdastjórnarinnar sem lögð var fram í Brussel í dag, eftir samningaviðræður sem staðið hafa undanfarnar vikur og mánuði.Tvö ár eru hinsvegar þar til endanlega verður gengið frá fjárlögunum, sem þurfa að fá samþykki aðildarríkjanna og Evrópuþingsins og á þeim tíma má búast við fjörugum samningaviðræðum um þá miklu hagsmuni sem í húfi eru.Heildarupphæð nýju fjárlaganna er 1.816 þúsund milljarðar evra, sem jafngildir 263.000 milljörðum króna; til samanburðar má geta þess að fjárlög íslenska ríkisins á þessu ári eru um 1.500 milljarðar.Fjárlög ESB fyrir núverandi tímabil hljóða upp á 1.200 milljarða evra, og jafngilda 1,1 prósenti af vergri þjóðarfram | |
17:28 | Myndskeið: Þrumur og eldingar fyrir vestan Þrumur og eldingar gengu yfir Súðavík og Ísafjörð um hádegisbil. Íbúi á Ísafirði lýsir veðurfyrirbærinu sem sjónarspili. | |
17:15 | Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í dag tilkynnt um alvarlega líkamsárás þar sem maður var sleginn í andlit með „einhverskonar áhaldi“, en rannsókn leiddi í ljós að áhaldið væri hamar. | |
17:00 | Brá við að finna tannstöngul í hurðinni – „Djöfull er þetta vel úthugsað hjá þessum skröttum“ Íbúum í Mosfellsbæ brá við að finna tannstöngul í dyrakarminum á útidyrahurðinni á heimili sínu fyrir skemmstu. Hafi þjófur skilið hann eftir til þess að athuga hvort hurðin verði hreyfð. Sonur íbúanna greinir frá þessu í Facebookgrúbbu Mosfellsbæjar og hafa um málið skapast miklar umræður. Segir hann að foreldrar sínir hafi lent í því um Lesa meira | |
16:55 | Netanjahú missir meirihluta í ísraelska þinginu Shas-flokkurinn, flokkur strangtrúaðra gyðinga á ísraelska þinginu, hefur ákveðið að ganga út úr ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú. Ríkisstjórnin heldur þar með einungis 50 af þeim 61 sæti sem þarf til þess að mynda meirihluta í Knessetinu. | |
16:54 | Óvíst hvort vopnahlé hafi náðst Sýrlensk stjórnvöld segja að vopnahléi hafi verið náð á Sweida-svæðinu í suðurhluta Sýrlands, að því er óþekktur heimildarmaður tjáir ríkismiðli Sýrlands. Einn af leiðtogum Drúsa í Sýrlandi, Yousef Jarbou, hefur einnig kynnt skilmála vopnahlésins á arabískum miðlum. | |
16:45 | „Það hefur bæst rosalega í þessa hátíð“ Stærsti matarviðburður á Íslandi fer fram núna um helgina 18. - 20. júlí í Hljómskálagarðinum í Reykjavík. | |
16:32 | Kolviður fær leyfi til að rækta skóg í Lundarreykjadal Kolviður fékk í dag leyfi til að rækta skóg á 144,8 hektörum lands við Iðunnarstaði í Lundarreykjadal í Borgarfirði. Yfirlýst markmið skógræktarinnar er að binda kolefni í gróðri og hindra jarðvegseyðingu. Á skógræktarsvæðinu er gert ráð fyrir að gróðursetja tæplega 370 þúsund trjáplöntur næstu fimm árin. Stærstur hluti þeirra eða rúmlega 240.000 plöntur verða stafafura. Innan hins ræktaða skógar verða göngu- og reiðleiðir. Í umsókn um framkvæmdaleyfi kemur fram að „Samkvæmt gróðurkortlagningu Náttúrufræðistofnunar Íslands er svæðið mólendi og votlendi.“ Einkennandi gróður er mosaþemba og lyngmói. | |
16:30 | Erlendir ferðamenn og rútubílstjórar stoppa við Reykjavíkurveginn – Lögreglan biðlar til fólks að hætta þessu Mikið af fólki, ekki síst erlendir ferðamenn, stoppa gjarnan bíla sína við Reykjanesbrautina til þess að bera eldgosið augum. Hafa heilu rúturnar stoppað við þröngan veginn til að hleypa ferðamönnum að skoða. Eftir að eldgosið við Grindavík hófst í nótt hafa margir, sér í lagi erlendir ferðamenn, reynt að bera það augum. Talsvert er um Lesa meira | |
16:20 | Skipstjórinn ekki í haldi Rannsókn á máli skipstjórans sem var handtekinn við Reykjarvíkurhöfn í gær er enn til rannsóknar. | |
16:15 | Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir Dineout hefur í samstarfi við Fasteignafélagið Heimar innleitt nýja greiðslulausn á Hafnartorgi Gallery. Lausnin gerir gestum kleift að panta mat frá fleiri en einum veitingastað í einni og sömu pöntun, með einni greiðslu. Gestir skanna einfaldlega QR kóða sem staðsettir eru á öllum borðum og fá þá upp úrval allra veitingastaðanna, ásamt myndum og upplýsingum. Lesa meira | |
16:14 | Óvíst hvort niðurstöðu dómara verði áfrýjað Ekki liggur fyrir hvort ákæruvaldið muni áfrýja niðurstöðu Hérðasdóms Suðurlands í hinu svokallaða Kiðjabergsmáli. | |
16:02 | Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur sýknað karlmann af ákæru um nauðgun. Manninum var gefið að sök að nauðga konu í febrúar í fyrra, í sumarbústað þar sem konan var að halda upp á afmæli sitt. | |
15:58 | Trump hjólar í eigin stuðningsmenn Donald Trump Bandaríkjaforseti gagnrýnir svokallaða „fyrrverandi stuðningsmenn“ sína harðlega fyrir að gefa Jeffrey Epstein-málinu of mikla athygli. | |
15:56 | Bréf Arion og Íslandsbanka hækka Sýn var hástökkvari dagsins í Kauphöllinni en hlutabréf Alvotech lækkuðu mest af félögum Kauphallarinnar. | |
15:43 | Íslenskri konu hafnað um ríkisborgararétti eftir 20 ár – á meðan fá mótmælendur vegabréf Árið 2019 sótti kona frá Balkanskaganum um íslenskan ríkisborgararétt. Hún var gift íslenskum manni og átti barn með honum sem fæddist á Íslandi. Hún stundaði vinnu, var reglusöm og tók þátt í samfélagi íslendinga með öllum hætti. Borgaði skatta og skyldur. Hún talaði góða íslensku, las og skrifaði einnig málið mjög vel. Eftir að hafa […] Greinin Íslenskri konu hafnað um ríkisborgararétti eftir 20 ár – á meðan fá mótmælendur vegabréf birtist fyrst á Nútíminn. | |
15:43 | Birta og Króli eiga von á dreng Sviðslistaparið Birta Ásmundsdóttir og Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, eiga von á dreng. | |
15:39 | Árshækkun leiguverðs á niðurleið „Raunverðshækkun vísitölu leiguverðs á ársgrundvelli er á niðurleið og nam 1,5 prósent í júní.“ | |
15:39 | Flýttu sér og skildu eftir muni á tjaldsvæðinu Þórir Þorsteinsson aðalvarðstjóri segir rýmingu í Grindavík og Svartsengi í nótt hafa gengið vel. | |
15:33 | Gaf notendum ítarlegar leiðbeiningar um innbrot og morð Svör spjallmennisins Grok, sem er í eigu gervigreindarfyrirtækis Elons Musks, við fyrirspurnum notenda vöktu furðu og jafnvel hrylling almennings vegna þess hversu yfirgengileg svör þess voru. Guðmundur Jóhannsson, samskiptafulltrúi Símans, segir í samtali við mbl.is að Grok sé ekki einsdæmi, og að það sé nú í höndum mannkyns að ákveða hvernig við viljum tækla áskoranir gervigreindar. | |
15:30 | Sigurjón gagnrýnir Heiðrúnu Lind harðlega – „Setur á sig geislabaug og er nánast heilagri en páfinn“ Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins, sakar Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra SFS, um að setja á sig geislabaug og reyna að færa umræðuna frá vafasamri milliverðlagningu útvegsfyrirtækja í samþættri vinnslu og veiðum. „Framkvæmdastjóri SFS setur á sig geislabaug og er nánast heilagri en páfinn í grein þar sem hún mælir gegn því að rýmka til fyrir Lesa meira | |
15:30 | Rafmagnslínurnar reyndust óskemmdar Þrjár rafmagnslínur sem slógu út vegna eldinga á Norðvesturlandi hafa verið skoðaðar af starfsmönnum Landsnets og ekki er talið að þær séu skemmdar. | |
15:19 | Loftgæði ýmist mikil eða mjög mikil Loftgæði á Reykjanesskaga eru með besta móti en loftgæði er nú alls staðar á skaganum ýmist talin mikil eða mjög mikil. | |
15:17 | Varað við fölsuðum OxyContin töflum Falsaðar töflur sem líkjast mjög OxyContin töflur eru í umferð hér á Íslandi og varar Lyfjastofnun Íslands við þeim í tilkynningu. | |
15:13 | Iceland skoðar næstu skref í „Iceland“-deilunni Breska verslunarkeðjan Iceland Foods Ltd. íhugar nú stöðu sína eftir að almennur dómstóll Evrópusambandsins staðfesti að verslunarkeðjan gæti ekki haft einkarétt á orðmerkinu „ICELAND“ sem vörumerki innan Evrópusambandsins. | |
15:12 | Ísrael gerir árás á höfuðstöðvar sýrlenska hersins Loftárásir Ísraela hafa hæft byggingu varnarmálaráðuneytis Sýrlands, en sprengjuregn Ísraelshers yfir Sýrlandi er til þess gert að þvinga ríkisstjórn landsins til þess að kalla aftur sýrlenskar hersveitir úr bæjum nálægt landamærum landanna, að því er fram kemur í umfjöllun The Telegraph. | |
15:11 | Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Lyfjastofnun varar við fölsuðum OxyContin-töflum sem eru í umferð. Við efnagreiningu kom í ljós að töflurnar innihéldu ekkert oxýkódón, sem er virka efnið í Oxycontin, heldur blöndu annarra efna. | |
15:00 | Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki? Athygli vakti í gær að Halla Hrund Logadóttir, þingmaður Framsóknar, birti færslu á Facebook í gær og sór af sér þátttöku í málþófi stjórnarandstöðunnar gegn veiðigjaldafrumvarpinu. Orðið á götunni er að Halla Hrund hafi að sönnu haldið sig til hlés í samanburði við marga félaga sína í stjórnarandstöðunni en engu að síður virðist hún hafa Lesa meira | |
14:53 | Veiting ríkisborgaréttar á Alþingi „tilviljanakennd“ og „misnotuð í þágu sérhagsmuna“ Þingmaður Miðflokksins undrast að kona af íslenskum ættum, búsett á Íslandi, hafi ekki hlotið náð fyrir augum allsherjarnefndar Alþingis og verið meðal þeirra fimmtíu sem fengu ríkisborgararétt á mánudag. Það sé mikilvægt að endurskoða framkvæmdina. FJÖLDI UMSÆKJENDA Á HVERJU ÁRI Í kvöldfréttum sjónvarps í gær var rætt við konu á sjötugsaldri, Jónínu Shipp, sem er fædd hér á landi af íslenskri móður en á bandarískan föður. Hún hefur búið á Íslandi nær alla ævi en er með bandarískan ríkisborgararétt. Hún sótti um íslenskan ríkisborgararétt til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis í febrúar en var ekki meðal þeirra 50 sem fengu hann á mánudag.Sigríður Andersen, þingmaður Miðflokksins, er undrandi á þessu.„Miðað við frétt ykkar finnst mér einboðið að hún eigi að geta fengið ríkisborga | |
14:53 | Segist ekki skilja áhuga fólks á Epstein-málinu Donald Trump Bandaríkjaforseti telur að Pam Bondi, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, eigi að birta þau gögn sem „hún telur trúverðug“ um kynferðisbrotamanninn Jeffrey Epstein. Þá segist hann einnig ekki skilja áhuga fólks á málinu.Þetta kemur í kjölfar þess að Bondi hefur sætt harðri gagnrýni undanfarna daga eftir að bandaríska dómsmálaráðuneytið og alríkislögreglan FBI tilkynntu fyrir rúmri viku að kaupsýslumaðurinn og kynferðisafbrotamaðurinn Jeffrey Epstein hefði ekki haldið sérstakan lista yfir viðskiptavini sína og að hann hefði fallið fyrir eigin hendi.Samkvæmt tveggja blaðsíðna minnisblaði þeirra fannst enginn kúnnalisti við úttekt á máli hans og engin gögn sem bentu til þess að Epstein hefði fjárkúgað neina kunna einstaklinga.Þetta stangast á við fyrri yfirlýsingar hennar og annarra | |
14:52 | Falsaðar OxyContin-töflur innihalda ekkert oxýkódon heldur blöndu annarra efna Lyfjastofnun varar við fölsuðum OxyContin töflum í umferð sem ekki innihalda oxýkódon heldur blöndu annarra efna.Í tilkynningu frá Lyfjastofnun segir að rannsóknarstofu lyfja- og eiturefnafræði hjá Háskóla Íslands hafi nýlega borist til greiningar töflur sem líktust mjög lyfinu OxyContin 80 mg töflum í útliti.Við efnagreiningu hafi komið í ljós að töflurnar innihéldu ekkert oxýkódon, sem er virka efnið í OxyContin, heldur parasetamól, koffín, kódein, klónazepam, bíperíden og ketórólak.„Efnin sem greind hafa verið í fölsuðu töflunum eru sum hver notuð í lyfjum sem gefin eru við miklum verkjum, önnur við Parkinsonsveiki, enn önnur við flogaveiki. Ekki er ljóst hver samverkan efnanna í fölsuðu töflunum gæti orðið, áhrifin gætu orðið ófyrirsjáanleg og valdið alvarlegum heilsufarsáhrifum,“ segi | |
14:52 | A4 hagnast um 95 milljónir Velta félagsins jókst um 2,7% milli ára og nam 3.680 milljónum króna í fyrra. | |
14:51 | Falsaðar OxyContin töflur í umferð Lyfjastofnun varar við töflum sem líkjast OxyContin en innihalda önnur varasöm efni. Í frétt á vef stofnunarinnar segir að rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði við Háskóla Íslands hafi nýlega borist til greiningar töflur sem líktust lyfinu OxyContin 80 mg töflum í útliti. „Að efnagreiningu lokinni er ljóst að þær innihalda ekki oxýkódon, sem er virka efnið í OxyContin,“ segir í... | |
14:41 | Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Tveir erlendir ferðamenn gengu upp að gosstöðvunum, til baka og síðan inn í bæinn án þess að vera stöðvaðir af lögreglu. Fréttamaður á svæðinu hefur hitt fleiri ferðamenn í Grindavík í dag sem voru ekki stöðvaðir á lögreglu á leið inn í bæinn. | |
14:39 | Innviðir ekki í hættu Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri eldvirkni, jarðskjálfta og jarðhnika, segir að miðað við ganginn í eldgosinu núna sé stærðin á því undir meðallagi.Hraun renni til sitthvorrar áttar frá sprungunum en það renni aðallega í átt að Fagradalsfjalli til austurs og því fjarri innviðum. Ekkert sé því í hættu á þessum slóðum.„Það getur auðvitað alltaf breyst en gangurinn hefur verið þannig að lengingin hefur verið helst til norðurs og við erum að tala um eitthvað nokkuð hundruð metra, við höfum ekki séð neinar stórar breytingar í hraunflæðinu - þannig það kæmi mjög á óvart ef að það yrðu einhverjar stærri breytingar,“ sagði Kristín í hádegisfréttum útvarps.Hún segir að miðað við líkönin sem hafi verið keyrð sé ólíklegt að þetta gos hafi áhrif á innviði eins og staðan sé núna og næstu daga.Hún segi | |
14:30 | Gufunesmálið: Starfsmaður bílaþvottastöðvar fann tennur Hjörleifs heitins í Teslunni Upptökur úr myndavél Teslu-bifreiðar eru hluti af sönnunargögnum í Gufunesmálinu svokallaða. Þar eru þrír ungir menn ákærðir fyrir að hafa orðið Hjörleifi Hauki Guðmundssyni, 65 ára manni frá Þorlákshöfn, að bana með því að misþyrma honum illilega í bíl og skilja hann eftir bjargarlausan á víðavangi í Gufunesi í Reykjavík. Í Tesla-bíl sem hinir ákærðu Lesa meira | |
14:28 | Gosið fangar athygli heimspressunnar Eins og alþjóð veit þá hófst eldgos í nótt á Sundhnúkagígaröðinni. Það er þó ekki bara íslenska þjóðin sem veit af gosinu heldur líka fjöldi útlendinga enda hefur heimspressan einnig fjallað um gosið. Einn þekktur fréttamiðill segir að Bláa lónið sé í Reykjanesbæ. | |
14:28 | Flúði Grindavík á sokkaleistunum „Ég vaknaði í tjaldinu við hljóð í sírenum,“ segir Gino Naumann, þýskur ferðamaður sem var staddur með vini sínum á tjaldsvæðinu í Grindavík, þegar eldgos hófst í nótt. | |
14:24 | Slær Noregur 55 ára hitamet? Norska veðurstofan Meteorologisk institutt gerir því allt eins skóna að 55 ára gamla Noregshitametið 35,6 gráður, sem sett var í Nesbyen í Buskerud 20. júní 1970, falli í Þrændalögum í dag þar sem því er spáð að hiti geti jafnvel náð 36 gráðum áður en dagur er að kveldi kominn. | |
14:13 | Man ekki eftir öðru eins veðri: Hestarnir hlupu í hringi „Ég skildi ekki hvaða malarvinna væri eiginlega í gangi, ég fór tvisvar út og þá fékk ég þessa flottu eldingasýningu,“ segir Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir, skrifstofustjóri Reykhólahrepps, við þeim miklu eldingum sem áttu sér stað í morgun. | |
14:11 | Strandveiðum lokið nema ráðherra bæti við kvóta „Stjórnarandstaðan á þetta alveg hundrað prósent. Þau kæfðu þetta í málþófi og ef að þeim hefur tekist ætlunarverk sitt þá verður þeim aldrei fyrirgefið,“ segir formaður Strandveiðifélags Íslands sem býður nú ákvörðunar atvinnuvegaráðherra um mögulegt framhald strandveiða. | |
14:03 | Dýrmæt niðurstaða fyrir íslenskt viðskiptalíf Lilja D. Alfreðsdóttir fagnar niðurstöðu í „Iceland“-deilunni en hún hóf málareksturinn sem utanríkisráðherra. | |
14:02 | Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Hrausti heilsukokkurinn Jana kann svo sannarlega að framreiða girnileg salöt en nýverið deildi hún gríðarlega girnilegri uppskrift á dásamlegu sumarsalati. | |
14:00 | Gerður í Blush biðst afsökunar á Instagram-færslum – „Var líklega heldur hvöss og byggð á persónulegri skoðun minni“ Gerður Arinbjarnardóttir, oft kennd við verslunina Blush, biðst afsökunar á samfélagsmiðlafærslum sínum þar sem hún talaði um vörur fyrirtækisins Happy Hydrate. Það sem vekur athygli við færslur Gerðar er að hún situr í stjórn Ölgerðarinnar sem er í beinni samkeppni við Happy Hydrate. „Ég er hreinskilin með það sem mér líkar og það sem mér Lesa meira | |
13:58 | Vaka stýrir Collab Vaka Njálsdóttir hefur verið ráðin til starfa hjá Ölgerðinni sem vörumerkjastjóri orkudrykksins Collab. | |
13:55 | Börn send heim vegna nornahára og mengunar Börn í vinnuskóla Reykjanesbæjar voru send heim vegna gasmengunar og nornahára sem mældust í miklu magni í bænum í dag. | |
13:49 | Eldglæringar á himni við Bjarkalund Mikið þrumuveður var á Vestfjörðum í morgun og nokkrar rafmagnslínur Landsnets dutu út. Orkukerfi Vestfjarða var keyrt á varaafli svo rafmagnsnotendur ættu ekki að verða fyrir neinum áhrifum. Starfsfólk Landsnets var á leiðinni á staðinn til að meta aðstæður og næstu viðbrögð. Samkvæmt vef Veðurstofunnar mældust meira en 450 eldingar yfir norðvesturhluta landsins í morgun.Fréttastofa fékk meðfylgjandi myndskeið frá Laurutis Kipras sem var staddur í nágrenni við Hótel Bjarkalund í Reykhólasveit. | |
13:47 | Margir segja söngröddina vera þjóðarhljóðfæri Íslendinga Fyrir liggur að fyrsta íslenska þjóðaróperan verður að veruleika eftir að frumvarp um breytingu á sviðslistalögum varð að lögum um helgina. Landsmenn eru þó engir nýgræðingar í listgreininni og meira en 70 ár eru liðin frá því fyrstu óperusýningarnar voru settar upp á Íslandi. Aðdragandi stofnunarinnar hefur því verið nokkuð langur.Þórunn Sigurðardóttir, formaður undirbúningsnefndar um óperuna, sagði frá fyrirkomulaginu í Tengivagninum á Rás 1. Hún var bjartsýn á að samkomulag myndi nást þrátt fyrir strembið vor og hátt flækjustig og telur Alþingi hafa virkað vel í þessu tilfelli. „Minnihlutaflokkarnir gerðu líka sitt því það þurfti að hleypa þessu í gegn. Þó að það séu ekki allir að greiða þessu atkvæði þá þurfti samt ákveðið samkomulag og við erum mjög þakklát fyrir að það tókst.“Auk Þór | |
13:46 | Gosstöðvarnar í 360 gráðum Ljósmyndarinn Hörður Kristleifsson var á ferðinni við gosstöðvarnar í nótt og í morgun. Hann hefur nú sett saman svokallaða 360 gráðu mynd þar sem hægt er að virða fyrir sér eldstöðvarnar úr dróna í 360 gráður. | |
13:44 | Hiti gæti hafa valdið því að gangstétt lyftist í Reykjavík Íbúar við Sólheima í Reykjavík klóruðu sér í kollinum yfir aðstæðum þegar gangstétt tók að lyftast eftir hádegi á mánudag.Starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa skoðað aðstæður og munu tryggja öryggi á staðnum og lagfæra stéttina.Óljóst er hvers vegna stéttin lyftist á þennan hátt en samkvæmt svörum frá Reykjavíkurborg gæti verið að hitinn síðustu daga hafi myndað þrýsting undir þeim.Starfsfólk borgarinnar gerir ráð fyrir að hægt verði að klára lagfæringu í dag.Gangstétt sem lyftist skyndilega við SólheimaGréta Sigríður Einarsdóttir | |
13:43 | Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Sakborningar í Gufunesmálinu fóru með bíl sinn á bílaþvottastöð eftir að hafa skilið fórnarlamb sitt eftir í dauðateygjunum í Gufunesi. Starfsmenn bílaþvottastöðvarinnar fundu tennur í aftursætinu. | |
13:40 | Vilja að evrópskir skólar fái evrópsk matvæli ESB vill að skólar innan sambandsins bjóði einungis upp á ávexti, grænmeti og mjólk sem framleidd er í Evrópu. | |
13:33 | Skoða hvort eldingarnar hafi valdið tjóni á línunum Eldingar sem slógu niður á Norðvesturlandi í morgun slógu út þrjár rafmagnslínur. | |
13:30 | Fór á lista yfir vinsælustu hlaðvörp Svíþjóðar Spurðu Lou heldur úti fasteignahlaðvarpi og býr til 80-90 hlaðvarpsþætti á ári. | |
13:27 | Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Þrátt fyrir að rauðglóandi hraun renni við Stóra-Skógfell er margt um manninn á Grindavíkurhöfn og nóg að gera. Fréttamaður náði tali af framkvæmdastjóra löndunarþjónustunnar Klafa sem var í óðaönn við að landa. | |
13:26 | Landris við gosstöðvarnar merkilegt Merkilegt er að landris sé enn í gangi við eldgosið á Sundhnúkagígaröð, vegna þess að það tekur vanalega kipp niður á við á sama tíma og gos hefst. | |
13:25 | Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur segir svekkjandi að þurfa að aflýsa fyrsta degi Meistaramóts klúbbsins sem átti að átti að hefjast í dag. Grindvíkingar séu þó allir vanir og stefni á að hefja leik á morgun. | |
13:21 | Létu þvo bílinn eftir ódæðið: Tennur fundust í aftursæti Upptökur úr myndavél Teslu-bifreiðar eru hluti af sönnunargögnum í Þorlákshafnarmálinu svokallaða.Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara. Hann segir upptökurnar ekki sýna sjálfar barsmíðarnar sem sakborningarnir í málinu létu dynja á Hjörleifi Hauki Guðmundssyni, en segir upptökurnar engu að síður veita skýrari mynd af atburðum.Sakborningarnir fengu Hjörleif, sem var 65 ára, til að yfirgefa heimili sitt og óku víða með hann og beittu hann hrottafengnu ofbeldi í fimm klukkustundir sem leiddi til andláts hans. Hann var að lokum skilinn eftir klæðalítill á göngustíg í Gufunesi í Reykjavík.Teslur eru útbúnar með upptökubúnaði sem getur bæði tekið upp þegar bílarnir eru á ferð og þegar þeir liggja kyrrir. FÓRU MEÐ TESLUNA Á BÍLAÞVOTTASTÖÐ EFTIR ÓVERKNAÐINN He | |
13:11 | Quest Portal með 160 þúsund notendur og tekjurnar vaxa hratt Íslenska sprotafyrirtækið Quest Portal, sem hefur þróað lausn fyrir svokölluð spunaspil, er farið að skila umtalsverðum tekjum einungis einu og hálfu ári frá því að lausnin var sett | |
13:05 | Fékk ekki veður af gosinu fyrr en í morgun Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, fékk fyrst fregnir af eldgosinu við Sundhnúkagíga í símtali í morgun, eftir að fjölmiðlar höfðu þegar greint frá því. Hann segir þó að hann geri ekki mál úr því og sýni því fullan skilning. | |
13:01 | Eykur samstarf við ESB um sjávarútvegsmál Ráðuneytið segir viljayfirlýsinguna vera grunn að auknu samstarfi sem byggi á „sameiginlegum gildum og sameiginlegum hagsmunum“. | |
13:00 | Ótrúlegt myndband af mýgeri í íslenskri sveit – „Bara gleðiefni að fá þetta“ Veðrið hefur leikið við landann undanfarna daga og náttúran bregst einnig við. Í Mývatnssveit er gríðarlegt magn flugu þessa dagana. Myndband sem Egill Freysteinsson, bóndi í Vagnbrekku við vestanvert Mývatn, birti af þykku skýi mýflugna hefur vakið mikla eftirtekt á samfélagsmiðlum. Líkist skýið á jörðinni hans helst engisprettufaraldri en þessar pöddur gera hins vegar ekkert Lesa meira | |
12:45 | Ísland eflir samstarf við ESB um sjávarútvegsmál Ísland undirritaði viljayfirlýsingu við Evrópusambandið (ESB) um aukið samstarf í málefnum hafsins og sjávarútvegi. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra skrifaði undir yfirlýsinguna fyrir Íslands hönd og Costas Kadis sjávarútvegsstjóri ESB skrifaði undir fyrir hönd sambandsins. | |
12:32 | Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Yfirvöld í Bandaríkjunum segjast hafa flutt fimm stórhættulega glæpamenn úr landi til þriðja ríkis, eftir að heimaríki mannanna neituðu að taka við þeim. | |
12:30 | Tekist á um eitt trjálausasta svæði höfuðborgarsvæðisins – „Tré til að byrgja fyrir útsýni? Nei takk“ Vellirnir í Hafnarfirði eru á meðal nýrri hverfa höfuðborgarsvæðisins. Eru þeir því ekki mjög grónir trjám og öðrum gróðri. Umræða hefur skapast í hverfinu um hvort það vanti ekki trjágróður en ekki eru allir sammála því. Upphafsmaður umræðunnar í íbúagrúbbu hverfisins segist nýfluttur þangað og það fyrsta sem hann hafi tekið eftir hafi verið hversu lítill trjágróður Lesa meira | |
12:29 | Hótelið fullt í kvöld en óljóst hvort það megi opna Friðrik Einarsson, eigandi Northern Light Inn í Svartsengi, segist vonast til að fá að opna hótelið á ný í dag en eins og aðrir á svæðinu og í Grindavík þurfti Friðrik að rýma það í nótt. | |
12:17 | Segir eldgosið „furðulega líkt“ fyrri eldgosum Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur, segir nýhafið eldgos furðulega líkt þeim sem áður hafi komið, en að taka þurfi þeirri óvissu sem ríkir um eldsumbrot alvarlegar en áður hafi verið gert þegar kemur að því að spá fyrir um framhaldið. Hann segir gosið hafa komið sér eins lítið á óvart og hægt sé. | |
12:16 | Vaka stýrir COLLAB Vaka Njálsdóttir hefur verið ráðin til starfa hjá Ölgerðinni sem vörumerkjastjóri COLLAB. Vaka starfaði áður hjá Nova í markaðsdeild og vöruþróun, þar sem hún vann að fjölbreyttum verkefnum tengdum markaðssetningu, stafrænni þróun og vöruframboði. Þar áður var hún hjá Sony Music í Danmörku, þar sem hún sinnti ráðgjöf við útgáfu og markaðssetningu á tónlist. Vaka Lesa meira | |
12:15 | Sjómenn kalla eftir skýringum á mun á makrílverði milli Íslands og Færeyja Frá 75 krónum upp í 115 fást fyrir kílóið af makríl sem landað er hér á landi, sagði Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, í viðtali í Morgunglugganum í morgun. Í Færeyjum fást hins vegar 230-240 krónur fyrir kílóið.„Þetta er bara allt of mikill munur sko hjá okkur, okkur er í óhag,“ segir Valmundur. Sjómenn hafi lengi kallað eftir skýringum á verðmuninum milli Íslands og Færeyja. Hann segir ólíklegt að verðmunurinn eigi rætur í því að Færeyingar hafi aðgang að Rússlandsmarkaði enda sé það ekki best borgandi markaðurinn. Hann bendir á að helsti munurinn felist í því að í Færeyjum séu þetta viðskipti milli ótengdra aðila en hér leggi skipin upp hjá eigendum sínum.Samkvæmt kjarasamningum fá sjómenn í sinn hlut um þriðjung þess sem kemur inn fyrir aflann þegar búið er að v | |
12:12 | Sýknaður af ákæru um nauðgun – ekki hægt að sanna ásetning Maður var sýknaður af ákæru um nauðgun í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dómi sem féll 11. júlí síðastliðinn. Þrátt fyrir trúverðugan framburð brotaþola og mikla áverka þótti ekki hægt að sanna að sá ákærði hefði haft þann ásetning að nauðga henni. Atvik málsins má rekja til sumarbústaðarferðar sem brotaþoli fór í ásamt vinum sínum til að fagna afmæli sínu í... | |
12:08 | Önnur sprunga opnast Önnur sprunga hefur opnast á Sundhnúkagígaröðinni og er hún 500 metra löng. Fyrri sprungan, sem byrjaði að gjósa úr um klukkan 4 í nótt er orðin 2,4 kílómetrar að lengd. Þetta kom fram í könnunarflugi Landhelgisgæslunnar og Veðurstofunnar fyrir skömmu. | |
12:03 | Sjóðstreymið hjá HSÍ „bersýnilega kolvitlaust“ „Þetta er einnig nokkuð áhugavert í ljósi þess að handbært fé HSÍ í árslok 2024 var 43 þúsund krónur.“ | |
12:00 | Moska í Barcelona brennur rétt fyrir vígslu – Grunur um íkveikju Aðfaranótt laugardags barst lögreglu tilkynning um að eldur væri laus í mosku sem staðsett er í Piera í Barcelona. Enginn var inni í byggingunni þegar eldurinn braust út og því eru engin staðfest slys á fólki en ekki var enn búið að vígja moskuna sem hafði verið nokkur ár í byggingu. Engu að síður hefur […] Greinin Moska í Barcelona brennur rétt fyrir vígslu – Grunur um íkveikju birtist fyrst á Nútíminn. | |
12:00 | Fjölskylda Ghislaine Maxwell sakar bandarísk yfirvöld um rangláta málsmeðferð og hylmingu í Epstein-málinu Fjölskylda Ghislaine Maxwell hefur stigið fram opinberlega og heldur því fram að hún hafi verið fórnarlamb ranglátrar málsmeðferðar og að yfirvöld í Bandaríkjunum hafi lagt sig fram um að gera hana að blóraböggli í stað Jeffreys Epstein eftir að hann lést í fangelsi árið 2019. Maxwell afplánar nú 20 ára fangelsisdóm fyrir mansal og tengsl Lesa meira | |
12:00 | Skjálftavirkni og gosórói hafa minnkað Dregið hefur úr eldvirkni á sumum stöðum á gossprungunni á Sundhnúkagígaröðinni og sömuleiðis hefur skjálftavirkni og gosórói minnkað. | |
11:59 | 21 ferðamaður flúði á Hótel Voga Rúmlega 20 ferðamenn sem höfðu dvalist á hótelinu Northern Lights inn flúðu yfir á Hótel Voga við Vatnsleysuströnd í nótt í kjölfar þess að eldgos hófst við Sundhnúkagíga. | |
11:52 | Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Mikið eldingaveður hefur verið á Norðurlandi vestra í morgun. Miklar þrumur og eldingar hófust skömmu fyrir klukkan átta í morgun við Húsafell. Þær hafa síðan breiðst út til Sælingsdals, Hrútafjarðar, hluta Strandasýslu og að Önundarfirði. | |
11:44 | Emma Watson svipt ökuleyfinu Leikkonan Emma Watson hefur verið svipt ökuleyfinu í sex mánuði eftir að hún fór yfir leyfilegan hámarkshraða í Oxford í júlí á síðasta ári. | |
11:43 | Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn á ný gýs á Reykjanesi og það vekur alltaf mikla athygli utan landsteinanna. Flestar þjóðir heimsins eru ekki jafnvanar því og við að jörðin brotni, skelfi og rjúki með tilheyrandi sjónarspili. | |
11:42 | Segist hafa gert samning við Indónesíu Donald Trump segist hafa náð fullum aðgangi fyrir bandarísk fyrirtæki í Indónesíu í skiptum fyrir tollalækkun. | |
11:41 | Óeirðir á Spáni eftir árás á eldri mann Það er vika síðan þrír menn um tvítugt réðust með höggum og spörkum á eldri mann í þorpinu Torre Pacheco í suðurhluta Spánar. Maðurinn mun ná sér að fullu en honum var eðlilega brugðið við tilefnislausa árásina þegar hann var á morgungöngu. Árásarmennirnir þrír sitja allir í gæsluvarðhaldi. Þeir eru fæddir og uppaldir á Spáni en foreldrar þeirra eru frá Marokkó.„Og nú er svo komið að þetta mál er í öllum fjölmiðlum landsins. Þetta er fyrsta og efsta frétt í öllum fjölmiðlum dag eftir dag,“ segir Jóhann Hlíðar Harðarson, fréttamaður. Hann er búsettur á Spáni og ræddi ástandið í Síðdegisútvarpinu í gær.Á annan tug hafa verið handteknir í óeirðum á Suður-Spáni undanfarna daga. Ofbeldi þriggja ungra manna á eldri borgara hefur hrundið af stað öldu útlendingahaturs í landinu.Það hefur allt loga | |
11:39 | Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Í hádegisfréttum verður fókusinn á Grindavík enda hófst enn eitt eldgosið á Sunhnúksgígaröðinni í nótt. | |
11:33 | Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Frakki úr íslenska leðurtískumerkinu Nanna Lín birtist í annað sinn í breska tískutímaritinu Vogue nú á dögunum. Er um að ræða samstarfsverkefni á milli Sigrúnar Bjarkar Ólafsdóttir og Nanna Lín teymisins sem virðist vekja athygli víða um tískuheiminn. | |
11:31 | Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að eldgosið í nótt hafi ekki komið á óvart þar sem mælingar á landrisi hafi sýnt að gos gæti hafist um þetta leyti. Hann spáir því að verulega muni draga úr eldgosinu á næstu klukkstundum og telur að það geti orðið það síðasta á Sundhnúkareininni. | |
11:30 | Vestfirðir á varaafli vegna eldingaveðurs Nokkrar línur hafa dottið út sökum eldinga á Vestfjörðum er fram kemur á Facebook-síðu Landsnets. | |
11:27 | Afmælisveislan breyttist í martröð – Sakaður um grófa nauðgun í endaþarm en sýknaður Þann 11. júlí síðastliðinn var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Norðurlands eystra yfir manni sem var ákærður fyrir nauðgun. Samkvæmt ákæru var hann sakaður um að hafa að morgni sunnudagsins 4. febrúar 2024 beitt konu ofbeldi í sumarhúsi í kjölfar afmælisveislu hennar. Var hann sagður hafa haldið konunni fastri, klætt hana úr pilsi og nærbuxum, Lesa meira | |
11:25 | Hvað er nornahár? Íbúar í Reykjanesbæjar hafa orðið varir við svokallað nornahár frá eldgosinu. Hvað er nornahár? | |
11:25 | Vaka nýr vörumerkjastjóri Collab Vaka Njálsdóttir hefur verið ráðin til starfa hjá Ölgerðinni. Hún mun starfa þar sem vörumerkjastjóri Collab. | |
11:13 | Öllum gestum komið fyrir á öðrum hótelum Við rýmingu á Retreat- og Silica-hótelunum Bláa lónsins í Svartsengi í nótt útvegaði fyrirtækið rútur fyrir þá gesti sem ekki voru sjálfir á bílum. Þá var öllum gestum komið fyrir á öðrum hótelum. | |
11:07 | Yfir 400 eldingar í morgun Yfir 400 eldingar hafa mælst í morgun á Norðvesturlandi. |