00:07 | Breyta háskólakerfinu svo fleiri innflytjendur nái fótfestu Rannsóknir sýna að ungt fólk af erlendum uppruna er síður líklegt til að hefja nám í háskóla og færri ljúka því. Þeir sem flytja til Íslands eftir grunnskólagöngu standa frammi fyrir fjölmörgum áskorunum í íslenska skólakerfinu.Á haustmisseri 2023 hófu Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Hólum og Landbúnaðarháskóli Íslands sameiginlegt verkefni um inngildingu innflytjenda í háskólanám.Markmið þess er að fjölga innflytjendum í háskólanámi og draga úr brotthvarfi með því að þróa ný úrræði og veita ráðgjöf og þjónustu. Þá verður mótuð sérstök inngildingarstefna og mótttökuáætlun, auk þess sem lögð verður áhersla á fræðslu og þjálfun starfsfólks háskólanna. ÞARF AÐ BREYTA DNA HÁSKÓLASAMFÉLAGSINS Joanna Marcinkowska, verkefnastýra inngildingarverkefnisins við Háskóla Íslands, | |
23:52 | Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá syðri og Skálm sem hófst í dag heldur áfram. Vegfarendum er ráðlagt dvelja ekki að óþörfu við árfarvegi, þar sem gasmengun gæti verið á svæðinu. | |
23:50 | Drengurinn fannst heill á húfi 17 ára drengurinn sem lögreglan á Norðurlandi vestra lýsti eftir fyrr í kvöld er fundinn heill á húfi. | |
23:40 | Handtekinn og sætir nú einangrun Yoon Suk Yeol, fyrrverandi forseti Suður-Kóreu, hefur verið handtekinn og færður í einangrun. | |
23:28 | Myndband af ótrúlegu björgunarafreki þegar maður bjargar 4 börnum úr eldsvoða Fousseynou Cissé, íbúi í París, verður heiðraður með orðu fyrir einstakt hugrekki eftir að hafa bjargað börnum úr brennandi fjölbýlishúsi í norðurhluta borgarinnar. Eldurinn braust út síðasta laugardag og náði í efstu hæðir hússins, þar sem tvær fjölskyldur voru innikróaðar og höfðu leitað skjóls í íbúð á efstu hæð. Í stað þess að flýja með […] Greinin Myndband af ótrúlegu björgunarafreki þegar maður bjargar 4 börnum úr eldsvoða birtist fyrst á Nútíminn. | |
23:15 | Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Fyrirtæki sem sérhæfa sig í malbikun fara nú mikinn í sjónvarpsauglýsingum. Markaðssérfræðingur segir fyrirtækin græða ýmislegt á því jafnvel þó að stór fyrirtæki og hið opinbera séu þeirra helstu viðskiptavinir. | |
23:15 | Íbúðum í byggingu fækkar um land allt Samdráttar á heildarfjölda íbúða í byggingu hefur gætt síðan síðasta haust hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, en hann dreifist nokkuð jafnt og þétt á milli landshluta og sveitarfélaga. Óvíst er hvort fækkunin muni koma til með að auka húsnæðisskort | |
23:10 | Hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hrósaði forseta Líberíu á fyrir enskukunnáttu hans fyrr í dag jafnvel þó svo að enska sé opinbert tungumál ríkisins. | |
23:01 | Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands bindur vonir við að Emmanuel Macron Frakklandsforseti samþykki tillögu hans að aðgerðaráætlun milli ríkjanna í innflytjendamálum. Áætlunin snýr einkum að innflytjendum sem sigla milli landanna á litlum bátum. | |
22:55 | Náðu heildaruppskeru síðasta sumars í fyrsta slætti Græni liturinn er allsráðandi í Svarfaðardal þetta sumarið. Því fagna bændur eftir uppskerubrest síðasta sumar. Miklar skemmdir urðu þá á túnum á Norðurlandi eystra vegna kals, einkum í Hörgársveit, Svarfaðardal og á Áskógssandi.Karl Ingi Atlason, bóndi á Hóli í Svarfaðardal, segir uppskeru eftir fyrsta slátt sumarsins vera á pari við allt sumarið í fyrra. Þá hafi sláttur farið mun fyrr af stað í ár.Bændur í Svarfaðardal segja góðviðri í maí bjarga uppskeru frá sumarhreti. Miklar kalskemmdir urðu á túnum þar í fyrra en því er öfugt farið í ár. Strax í fyrsta slætti hefur heildaruppskeru í fyrra verið náð.„Þetta eru núna um 743 rúllur en í fyrra, eftir allan heyskapinn, vorum við komin með 740 rúllur,“ segir Karl.Hann þakkar hlýindum í maí að ekki fór verr í kuldatíð í byrjun sumars. Það sé | |
22:47 | Metfjöldi fóstureyðinga í Englandi og Wales Nýjar tölur frá bresku hagstofunni (Office for National Statistics, ONS) sýna að metfjöldi fóstureyðinga átti sér stað í Englandi og Wales árið 2022. Hlutfall þungana sem enduðu með fóstureyðingu var 29,7 prósent, sem er hæsta hlutfall sem mælst hefur frá upphafi skráninga. Þetta er aukning frá 26,5% árið áður og 20,8% árið 2012. Lengri biðlistar […] Greinin Metfjöldi fóstureyðinga í Englandi og Wales birtist fyrst á Nútíminn. | |
22:40 | Á tólf hnúta hraða og allt samkvæmt áætlun Ferð varðskipsins Freyju að Dettifoss gengur vel og samkvæmt áætlun. Ráðgert er að hægt verði að tengja milli skipanna annað kvöld. Þetta segir Ásgrímur Ásgrímsson hjá Landhelgisgæslunni í samtali við mbl.is. | |
22:20 | Fá skaðabætur vegna músagangs Fallist var á í Héraðsdómi fyrr í dag að seljendum fasteignar í Reykjavík bæri að greiða þremur kaupendum eignarinnar skaðabætur vegna galla, sem fólst í umtalsverðum músagangi. | |
22:20 | Bærinn fullur af fólki og þannig á það að vera Sigurjón Sigurbjörnsson, hafnarvörður á Húsavík, segir bæinn fullan af fólki og þannig eigi það að vera, en fjölmörg skemmtiferðaskip stoppa við Húsavíkurhöfn og einhver jafnvel með fleiri farþega en íbúar Húsavíkur telja. | |
22:15 | Dæmt í stærsta kókaínmáli Svíþjóðar Átta manns hlutu í morgun fangelsisdóma á bilinu eitt og hálft ár til sextán ára og tíu mánaða fyrir héraðsdómstól í Svíþjóð fyrir mismunandi aðkomu sína að innflutningi á 1,3 tonnum af kókaíni sem fundust í vörugámi í apríl í fyrra. | |
22:10 | Keyrði framhjá vettvangi rétt eftir slysið hjá Diogo Jota – Lofar fólki því að þeir keyrðu ekki of hratt Jose Azevedo vörubílstjóri frá Portúgal segir það af og frá að Diogo Jota hafi verið að keyra of hratt þegar hann og bróðir hans létust í bílslysi í síðustu viku. Lögreglan hefur tjáð sig með þeim hætti að líklega hafi bíllinn keyrt of hratt þegar Jota og bróðir hans Andre létu lífið. „Ég tók þetta Lesa meira | |
22:09 | Segir forsætisráðherra hafa slitið viðræðum um þinglok Þingfundur stendur enn yfir á Alþingi. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir það gríðarleg vonbrigði að ekki skuli hafa náðst lengra í samtali formanna stjórnmálaflokka um þinglok sem var innan seilingar í dag. Framsóknarflokkurinn hyggst leggja fram breytingartillögu um veiðigjald til að liðka fyrir samningaviðræðum um þinglok.„Aðilar voru bara einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt sem er mjög miður, ég held að það hefði verið mjög auðvelt að mætast á miðri leið,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson í samtali við Magnús Geir Eyjólfsson á Alþingi í kvöldfréttum.Sigurður Ingi segir Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra hafa slitið samningaviðræðum um þinglok. Það sé nú í höndum meirihlutans að semja um þinglok. Kristrún hefur fullyrt að veiðigjaldafrumvarpi | |
22:04 | Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að leggja 50 prósenta tolla á vörur framleiddar í Brasilíu, meðal annars vegna „nornaveiða“ á fyrrverandi forseta Brasilíu. | |
22:00 | Hringdi á neyðarlínuna eftir að 6 ára systir hennar fann lík foreldra þeirra – Rannsókn leiddi í ljós fjölskylduharmleik Hin 17 ára gamla Sarah Grace Patrick hringdi í neyðarlínuna í febrúar til að tilkynna um andlát móður sinnar og stjúpföður, eftir að sex ára gömul systir hennar fann líkin. Þriðjudaginn 8. júlí urðu síðan vendingar í málinu þegar lögregluembætti Carroll-sýslu á tilkynnti á blaðamannafundi að Patrick hefði sjálfviljug gefið sig fram í tengslum við Lesa meira | |
21:50 | Hefur synt 400 mílur við Íslandsstrendur Sundkappinn Ross Edgley, sem hyggst synda í kringum Ísland hefur nú synt til Grímseyjar. Sundferðin hófst 17. maí á Reykjavíkurhöfn en hann hefur nú synt um 400 mílur. | |
21:40 | Hamas-samtökin samþykkja að sleppa 10 gíslum Hamas-samtökin hafa samþykkt að sleppa tíu gíslum úr haldi. Ákvörðunin kemur í kjölfar vopnahlésviðræðna samtakanna við Ísrael í Katar. Í yfirlýsingu samtakanna segir að þau ætli að sleppa gíslunum til að sýna fram á nauðsynlegan sveigjanleika í samningaviðræðunum.Hamas tóku 251 í gíslingu eftir að samtökin réðust inn í Ísrael 7. október 2023. Af þeim eru 49 enn í haldi og Ísraelsher telur 27 þeirra látna.Í yfirlýsingu samtakanna segir að enn sé verið að ræða mikilvægustu málin, sem þyki mesta hindrunin í samningaviðræðunum. Það eru aðgengi að hjálpargögnum, að Ísraelsher yfirgefi Gaza og að varanlegt vopnahlé verði tryggt. Þrátt fyrir erfiðleika í samningaviðræðum vegna „þrjósku Ísraels“ haldi samtökin áfram að vinna að vopnahléi.Óbeinar viðræður samtakanna og Ísraels hafa staðið yfir í f | |
21:40 | Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Fyrrverandi framkvæmdastjóri fasteignasölu þarf að endurgreiða þrotabúi félagsins greiðslur upp á samtals 1,1 milljón króna sem hann millifærði á sjálfan sig á tveggja vikna tímabili skömmu áður en félagið var tekið til gjaldþrotaskipta. | |
21:30 | Anna eltir drauminn til Mongólíu Einn helsti draumur bóndans á Eyjardalsá í Bárðardal, Önnu Guðnýjar Baldursdóttur, kemur til með að rætast í byrjun ágúst þegar hún tekur þátt í lengstu og erfiðustu kappreið í heimi, Mongol Derby í Mongólíu. Að ýmsu er að huga fyrir keppnina sem Anna gerir ráð fyrir að verði mikil þolraun en hún hefur nú opnað söfnunarsíðu vegna þátttöku sinnar. | |
21:29 | Nýjar íslenskar á leið í búðir Kartöflubændur eru farnir að taka upp úr ökrum sínum og nýjar íslenskar kartöflur eru væntanlegar í búðir á morgun. Þær eru bestar með smjöri og salti, segir bóndi.Bræðurnir Birkir og Helgi Ármannssynir kartöflubændur í Vesturholtum í Þykkvabæ rækta aðallega tegundirnar gullauga, rauðar og helgu og undanfarið hefur uppskeran verið á bilinu 1.000 til 1.300 tonn á ári.„Þetta er svona í fyrra fallinu. En þær hafa verið teknar upp í byrjun júlí, það hefur komið oft. En það tafði okkur aðeins, grösin frusu í byrjun júní og það seinkaði þessu aðeins,“ segir Birkir. „En þetta lítur bara vel út. Ég held þetta sé með betri árum. Eins og best verður á kosið.“Helgi bróðir hans tekur undir þetta: „Uppskeran er ágæt,“ segir hann.Tvö tonn voru tekin upp í dag og verða komin í búðirnar á morgun. Og til a | |
21:20 | Skotvopnabrotum fjölgar mikið milli ára Fjöldi brota þar sem skotvopnum og skotfærum er ekki nægilega vel gætt hefur nær þrefaldast frá sama tíma í fyrra. Á fyrri hluta árs 2024 voru skráð 22 slík brot en nú hafa 62 slík brot verið skráð það sem af er ári. | |
21:13 | Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Eiginkona varaformanns í stjórn Íslandsbanka keypti að sögn óvart hlut í bankanum í gegnum einkabankaþjónustu Arion banka, sem upplýsti hana ekki um viðskiptin fyrr en nýlega. Varaformaðurinn segir viðskiptin vera „leið mistök“ en heildarverð þeirra nam um 3 milljónum króna. | |
21:10 | Kabarett og kannabis á Vagninum Skemmti- og veitingastaðurinn Vagninn er einn af máttarstólpum skemmtanalífsins á Vestfjörðum. Þar er þétt dagskrá tónleika og uppákoma á sumrin. Mikil uppsveifla hefur verið á Flateyri undanfarin tíu ár. | |
21:01 | Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Köttur sem heldur til í verslun á Skólavörðustíg sló óvænt í gegn á samfélagsmiðlinum TikTok á dögunum. Eigandinn segir kisan vera ekkert annað en stjörnu enda um leikara og fyrirsætu að ræða. | |
20:49 | Getur drepið 30 moskítóflugur á einni sekúndu Kínverskur uppfinningarmaður hefur hannað tæki sem drepur moskítóflugur með leysigeisla. | |
20:43 | Oddviti segir nærsamfélagið jákvætt í garð vindaflsvirkjunar í Garpsdal Framkvæmdaaðilar hafa átt í góðu samtali við nærsamfélagið í skipulagsferli vindaflsvirkjunarinnar sem EM Orka hyggst reisa í Garpsdal. Jóhanna Ösp Einarsdóttir, oddviti í Reykhólahrepp, segir að fjölgun starfa geti hjálpað til við uppbyggingu í Króksfjarðarnesi.„Í gegnum allt skipulagsferlið sem sveitarfélagið fór í gegnum varðandi vindorkuver í Skarpsdal hafa viðbrögð verið frekar jákvæð,“ segir Jóhanna Ösp Einarsdóttir, oddviti í Reykhólahrepp.Orkumálaráðherra tilkynnti að hann hygðist leggja til að Garpsdalur færi í nýtingarflokk þrátt fyrir að rammaáætlun hafi lagt til biðflokk. Að mati ráðherra ríkir meiri sátt um Garpsdal en aðra vindorkukosti. SAMFÉLAGSSJÓÐUR STYRKIR SAMFÉLAGSMIÐSTÖÐ EM orka er í eigu írska félagsins EMPower og hyggst starfrækja samfélagssjóð að írskri fyrirmynd | |
20:41 | Lögreglan leitar að 17 ára dreng Lögreglan á Norðurlandi vestra lýsir eftir Arnari Hauki Sævarssyni. Arnar er 17 ára gamall, 1,88 m á hæð, grannur og í nýjum hvítum Nike Air-skóm. | |
20:37 | Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Lögreglan á Norðurlandi vestra lýsir eftir hinum 17 ára Arnari Hauki Sævarssyni. | |
20:30 | Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Hafnarfjarðarkaupstað til að greiða fyrrverandi starfsmanni samtals 89.899 krónur í vangoldnar persónuuppbætur vegna starfa hans í tímavinnu hjá sveitarfélaginu á árunum 2020–2024. Förin fyrir dóm var dýr því að auki var Hafnarfjarðarkaupstað gert að greiða manninum 900.000 krónur í málskostnað. Greint á um ákvæði kjarasamnings Ágreiningur málsins laut í einfölduðu máli Lesa meira | |
20:22 | Lögreglan lýsti eftir 17 ára dreng Lögreglan á Norðurlandi vestra lýsti eftir Arnari Hauki Sævarssyni, 17 ára. Hann er nú fundinn. Uppfært kl. 22:52: Drengurinn er fundinn og því hefur fyrirsögn fréttarinnar verið breytt. Mynd var auk þess fjarlægð úr fréttinni að beiðni lögreglu. | |
20:21 | Ekki lengur krafa að fara úr skónum á flugvöllum Ferðalangar á bandarískum flugvöllum þurfa ekki lengur að fara úr skóm sínum til að fara í gegnum öryggiseftirlit samkvæmt nýrri stefnu sem kynnt var í gær, tuttugu árum eftir að þessi krafa var sett á. | |
20:19 | „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Nauðsynlegt er að styðja betur við skólasamfélagið í málefnum erlendra barna segir forstjóri miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Tölfræði um aukið ofbeldi sé skýr vísbending um að gera þurfi betur í málaflokknum. | |
20:14 | Lögreglan lýsir eftir 17 ára pilti Lögreglan á Norðurlandi vestra lýsir eftir Arnari Hauki Sævarssyni, 17 ára. Arnar er 1.88 m á hæð, grannur og í nýjum hvítum Nike air skóm. Hann er að öllum líkindum í íþróttafötum líkt og á meðfylgjandi mynd. Talið er að Arnar sé í svörtum jakka. Arnar er búsettur í Reykjavík en síðast er vitað um Lesa meira | |
20:05 | Kjarnorkukafbáturinn USS Newport News lagðist að bryggju á Grundartanga Kafbáturinn USS Newport News lagðist að bryggju á Grundartanga í morgun. Kafbáturinn er sá áttundi sem kemur í þjónustuheimsókn til Íslands frá því í apríl 2023 þegar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þáverandi utanríkisráðherra, veitti leyfi fyrir slíkum heimsóknum, en sá fyrsti sem leggst að bryggju.USS Newport News var tekinn í notkun 1989 og er þriðja skipið til að bera það nafn. Hann er árásarkafbátur, hugsaður til að kljást við önnur sjávarför. Hann ber ekki kjarnorkuvopn. | |
19:53 | Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Heimilislæknir og sérfræðilæknir í offitu segir mörg dæmi um sjúklinga sem hiki við að fara á þyngdarstjórnunarlyf, bæði vegna dómhörku frá samfélaginu og vegna tíðra frétta um ýmsar aukaverkanir sem kunna að fylgja slíkum lyfjum. | |
19:47 | Forstjóri X segir upp störfum Linda Yaccarino, forstjóri X, samfélagsmiðils í eigu Elons Musk, hefur sagt upp störfum. Musk réði hana sem forstjóra X, sem þá hét Twitter, í maí 2023.Musk keypti Twitter í október 2022 og gerði sjálfan sig að forstjóra samfélagsmiðilsins. Forstjóratíð Musk var kaótísk en hann rak um 80 prósent af starfsfólki miðilsins.Yaccarino var áður auglýsingastjóri NBC Universal, þar sem hún hafði mannaforða upp á um það bil 2.000 starfsmenn, og tók þátt í að koma á laggirnar streymisveitu fyrirtækisins.Þegar hún tók við sem forstjóri Twitter höfðu margir auglýsendur sagt skilið við miðilinn en útlit er fyrir að auglýsingatekjur X muni vaxa í ár, í fyrsta skipti í fjögur ár. Starfslok hennar þykja því nokkuð óvænt. ÞAKKLÁT FYRIR TRAUSTIÐ Yaccarino þakkar fyrir sig í færslu á X og segist hún óenda | |
19:40 | 500 manns á biðlista og 200 að auki í biðrýmum Sá vandi sem kemur skýrast fram á bráðamóttökunni er staðreyndin að á hverjum tíma eru 80-100 manns á Landspítala sem hafa lokið þar meðferð og bíða eftir plássi á hjúkrunarheimili. | |
19:30 | Réðst á ræðismann við störf á Íslandi – „Ég ætla að drepa ykkur öll“ Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás og hótanir gegn erlendum ræðismanni sem var við störf í Hafnarfirði. Árásin átti sér stað þann 22. október árið 2022 en dómur féll ekki í málinu fyrr en nú 11. júní á þessu ári. Maðurinn, Dragos-Emanuel Grigorescu, veittist að ræðismanninum í húsnæði í Lesa meira | |
19:11 | „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Hæstiréttur staðfesti í dag ógildingu virkjunarleyfis fyrir Hvammsvirkjun. Undirbúningsframkvæmdir vegna virkjunarinnar eru nú þegar komnar vel á veg en ljóst þykir að niðurstaðan muni fresta virkjuninni enn frekar. | |
19:09 | Tveir nýir sæstrengir komnir á land í Eyjum Búið er að leggja tvo nýja rafstrengi frá Landeyjarhöfn til Vestmannaeyja. Norska fyrirtækið Seaworks sá um að leggja sæstrengina en nú tekur við tengivinna í landi. Upplýsingafulltrúi Landsnets segir að við þetta aukist afhendingaröryggi til muna og veruleg tækifæri myndist við atvinnuuppbyggingu. STRENGIRNIR SAMTALS 26 KÍLÓMETRAR Norska fyrirtækið Seaworks, sem sérhæfir sig í lagningu neðansjávarrafstrengja, vann að lagningu á Vestmannaeyjastrengjum 4 og 5 til Eyja síðastliðna viku. Innlendir verktakar og kafarar tóku þátt í verkefninu sem hefur verið lengi í undirbúningi. Hvor strengur er 13 kílómetrar en 38 kílómetrar voru á keflinu öllu. Viðbótarefnið verður notað í lagningu á Mjólkárlínu 2 og sem varaefni.Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir það hafa verið | |
18:52 | Beiting kjarnorkuákvæðisins yrði „algjört stílbrot“ Árni Helgason, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, varar við því að beita 71. grein þingskapalaga – svonefndu kjarnorkuákvæði – til að binda enda á umræðu um frumvarp um veiðigjöld. Hann segir slíkt skref bæði óskynsamlegt og slæmt fordæmi. | |
18:39 | Einkabanki konunnar tók þátt henni óafvitandi Einkabankaþjónusta eiginkonu varaformanns stjórnar Íslandsbanka tók þátt í hlutafjárútboðinu í maí. | |
18:32 | Frakkar sýndu styrk sinn Frakkland vann öruggan og nokkuð þægilegan 4-1 sigur á Wales í kvöld á Evrópumóti kvenna en franska liðið var einfaldlega einu til tveimur númerum of stórt fyrir Wales. | |
18:32 | Í beinni: Frakkland - Wales | Búnar að jafna sig á rútuslysinu? Leikmenn Wales vonast til að hafa jafnað sig á sjokki gærdagsins þegar liðsrúta þess lenti í árekstri er það mætir sterkum Frökkum í D-riðli EM kvenna í fótbolta klukkan 19:00. | |
18:30 | Diljá Mist segir sig og nágranna sína upplifa sig afskipta – „Höfum misgóða reynslu af áhuga og umhyggju stjórnmálamanna fyrir hverfinu okkar“ Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, veltir fyrir sér fyrirhugaðri staðsetningu nýrrar líkbrennslu á höfuðborgarsvæðinu. Eins og fram hefur komið í fréttum undirrituðu dómsmálaráðherra og Kirkjugarðar Reykjavíkur nýlega viljayfirlýsingu um uppbyggingu nýrrar líkbrennslu í Gufuneskirkjugarði í Grafarvogi. Íbúar í nágrenni við Fossvogskirkjugarð hafa í nokkurn tíma kvartað undan ólykt og ösku frá Bálstofunni í Fossvogi, sem Lesa meira | |
18:13 | Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Björgunaraðgerðir standa yfir í Rauðahafinu eftir að hersveitir Húta í Jemen gerðu handsprengjuárás á fraktskip í gær. Minnst þrír voru drepnir í árásinni og sextán er enn saknað. | |
18:07 | Langt í land með að ná 90 samningum á 90 dögum Þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti nýja tollastefnu sína í byrjun apríl lýsti hann yfir 90 daga fresti þar sem ekkert ríki myndi sæta nýjum tollum, gegn því að samið yrði um betri kjör. | |
18:05 | Súlunesmálið: Undantekning gerð í ljósi rannsóknarhagsmuna Kona sem grunuð er um aðild að andláti föður síns í Súlunesi á Arnarnesi í apríl hefur sætt gæsluvarðhaldi í rúmar 12 vikur án ákæru. | |
18:04 | Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa Hæstiréttur staðfesti í dag ógildingu virkjunarleyfis fyrir Hvammsvirkjun. Undirbúningur er nú þegar kominn vel á veg en ljóst þykir að niðurstaðan muni fresta virkjun enn frekar. | |
18:01 | Atvinnuleysistölur í Lesótó leiða til neyðarástands Ríkisstjórn Lesótó lýsir yfir neyðarástandi vegna atvinnuleysis og óvissu um tollastefnu Trumps. | |
17:57 | Skóli án viðurkenningar fékk milljónir frá ríkinu Þegar Kvikmyndaskóli Íslands var að verða gjaldþrota á vormánuðum vaknaði spurning hjá embættismanni í menntamálaráðuneytinu um hvað ætti að gera við nemendurna? Væri endilega gott að þeir héldu áfram námi sínu undir merkjum Kvikmyndaskóla Íslands? Hvers konar prófgráðu væru þeir að útskrifast með? Hvers virði væri hún og hvað stæði á námskírteininu? GÖGN SEM FYLLA LÍKLEGA HEILA BÓK Spegillinn óskaði fyrir nokkru eftir öllum gögnum um mál Kvikmyndaskóla Íslands hjá háskólaráðuneytinu og menntamálaráðuneytinu. Þetta eru minnisblöð og ógrynni af tölvupóstum sem fylla eflaust heila bók.Kvikmyndaskólinn var stofnaður fyrir rúmum þrjátíu árum og stofnendur hans gengu lengi með þann draum að hann yrði Kvikmyndaháskóli. Í fyrstu var leitað eftir samstarfi við aðra íslenska háskóla - Háskóli Ís | |
17:53 | Segir lóðaskort valda fækkun íbúða í byggingu Bæjarstjóri Kópavogs segir vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins höfuðástæðu þess að lóðaskortur ríki og mögulega ástæðu þess að íbúðum í byggingu muni fækka á komandi ári samkvæmt nýrri könnun á vegum Samtaka iðnaðarins. Bæjarstjóri Garðabæjar segir Garðabæ hins vegar ekki finna til lóðaskorts, heldur hafi uppbygging verið jöfn og þétt þar í bæ. | |
17:50 | Veitti sjálfum sér lán úr eigin félagi Gandra Bergmann Skúlasyni, framkvæmdastjóra og stofnanda Procura fasteignafélags ehf., nú þrotabúsins PF145 ehf., hefur verið gert að greiða þrotabúinu 1.115.000 krónur fyrir að hafa veitt sjálfum sér lán með millifærslum af reikningum félagsins sem fer gegn lögum um einkahlutafélög. | |
17:47 | „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps segir augljóst að leyfi fyrir Hvammsvirkjun fáist þegar sótt verður um það aftur. Hæstiréttur hafnaði Hvammsvirkjun í dag en dómurinn byggði á lögum sem nú hefur verið breytt. | |
17:42 | Mikið úrval raunveruleikaþáttaraða á leið til landsins Áskrifendur Símans munu í sumar fá aðgang að völdu efni frá streymisveitunni Hayu, sem býður upp á fjölbreytt úrval raunveruleikaþátta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Símanum. | |
17:34 | Um hvað snýst þetta Hvammsvirkjunarmál? Hæstiréttur staðfesti fyrr í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að fella úr gildi virkjunarleyfi Landsvirkjunar vegna Hvammsvirkjunar. Málið á sér langan aðdraganda en hugmyndir um virkjunina komu fyrst upp í lok liðinnar aldar. Margir spyrja sig eflaust um hvað málið snúist og um hvað sé deilt. | |
17:30 | Svona býr Áslaug Arna í New York – „Indæla Upper West Side er nýja heimilið mitt“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrum ráðherra, tók sér níu mánaða leyfi frá þingstörfum og er nú búin að koma sér fyrir í New York. Áslaug Arna mun í vetur leggja stund á meistaranám í stjórnsýslu og alþjóðlegri leiðtogahæfni (e. MPA – Master in Public Administration in Global Leadership) við Columbia háskóla og sagðist Lesa meira | |
17:27 | Yfir 170 manns saknað fimm dögum eftir flóð í Texas Leitar- og björgunarsveitir eru enn að leita að fólki sem saknað er eftir að flóðbylgja fór yfir miðhluta Texas á föstudag. Að minnsta kosti 170 manns er saknað.Flóðin hófust vegna úrhellisrigningar í síðustu viku sem leiddi til þess að Guadalupe-fljótið flæddi yfir bakka sína. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í nokkrum sýslum í Texas, en ástandið er einna verst í Kerr-sýslu.Að minnsta kosti 109 eru látin, þar á meðal 27 stúlkur og umsjónarmenn kristilegra sumarbúða. Flóðin eru þau mannskæðustu sem orðið hafa inni í landi í Bandaríkjunum í hartnær hálfa öld.Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, heitir því að leit verði ekki hætt fyrr en búið er að bera kennsl á alla sem er saknað. 13 þyrlur og fjöldi dróna taka þátt í leitaraðgerðunum, auk fjölda sjálfboðaliða.„Ég hef tekið þátt í leit eftir | |
17:17 | Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn Lögreglunni barst í dag tilkynning um buxnalausan mann í miðbænum í dag. | |
17:14 | Fyrrum kjörræðismaður Íslands í Belarús beittur refsiaðgerðum í Póllandi Pólsk stjórnvöld samþykktu refsiaðgerðir gegn Alexander Moshensky, auðmanni frá Belarús, sem þar til fyrir tveimur mánuðum var kjörræðismaður Íslands. Hann er með náin tengsl við Alexander Lukasjenko, forseta landsins.Þetta kemur fram í frétt pólsku sjónvarpsstöðvarinnar Tvn24.pl. Þar segir enn fremur að árum saman hafi Moshensky ferðast reglulega milli Minsk og Varsjár, þar sem hann rak fyrirtæki, þrátt fyrir náin tengsl við stjórnvöld í Belarús.Málið komst í kastljósið eftir sýningu heimildarmyndar blaðamannsins Bertolds Kittels, Człowiek Łukaszenki w Warszawie, sem á íslensku myndi kallast Maður Lukasjenko í Varsjá.Heimildir Tvn24.pl herma að eftir rannsókn skattyfirvalda á viðskiptum Moshenskys í Póllandi hafi þau formlega óskað eftir því að hann yrði settur á lista innanríkisráðuneyt | |
17:05 | Tekur gagnrýni Sveit alvarlega Tómas G. Gíslason, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur þykir miður að veitingamenn skuli lýsa yfir óánægju með starfsemi eftirlitsins, en í nýrri könnun sem Samtök fyrirtækja í veitingaþjónustu framkvæmdu lýstu veitingamenn yfir mikill ónægju vegna viðmóts eftirlitsins í þeirra garð. | |
17:03 | Vilja ræða Hvammsvirkjun og jafnvel skoða sérlög Stjórnarandstaðan kallar eftir fundi hjá Umhverfis- og samgöngunefnd þar sem farið verði yfir nýfallinn dóm Hæstaréttar, sem staðfesti dóm héraðsdóms þess efnis að fella úr gildi virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar. Guðbrandur Einarsson, formaður nefndarinnar, segir að sækja þurfi um bráðabirgðakleyfi. | |
17:03 | Pitsuofni stolið í Kópavogi Tilkynnt var um þjófnað á pitsuofni í Kópavogi í dag og var lögregla kölluð til. | |
17:01 | Bílastæðaþjónusta án aukagjalda Kvasir lausnir telur að ökumenn eigi aðeins að þurfa að greiða fyrir notkun bílastæða og segir bílastæðafyrirtækið að það muni aldrei senda frá sér vangreiðsluinnheimtun. | |
17:00 | 150 íbúða hverfi við Flensborgarhöfn í uppnámi – Nágrannar höfðu betur gegn Hafnarfjarðarbæ Nýtt skipulag við höfnina í Hafnarfirði er í uppnámi eftir að Úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála ógilti breytingu á deiliskipulagi. Kærendur, sem voru íbúar í nálægu húsi, sögðu óviðunandi að aðilar með sérhagsmuni geti sífellt náð fram auknu byggingarmagni og að búið hafi verið að hrúga allt of mikilli íbúðabyggð og starfsemi á reitinn. Úrskurðurinn var felldur fimmtudaginn Lesa meira | |
16:57 | Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Íbúðaverð á Íslandi hefur hækkað langtum meira en laun og almennt verðlag frá aldamótum. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur um það bil áttfaldast á sama tíma og laun hafa tæplega sexfaldast. | |
16:45 | Sýn upp um 7%, Play niður um 12% Hlutabréfaverð Play fellur um 12% í litlum viðskiptum í dag. | |
16:41 | Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá syðri og Skálm Rafleiðni og vatnshæð hafa hækkað í Leirá Syðri undanfarna daga, samkvæmt mælingum nýlegs vöktunarmælis framan við Sandfellsjökul. Einnig er hægt að sjá hækkaða rafleiðni og vatnshæð í mælingum við brúna á Þjóðvegi 1 yfir Skálm. | |
16:40 | Bandarískar hafnir háðar kínverskum krönum Bandarískir hafnarstjórar segja að tollahækkun Trump á kínverskum krönum gæti hækkað viðhaldskostnað um tugi milljóna dala. | |
16:33 | Baráttan um kjör eldra fólks Á árum áður helguðu margar konur líf sitt heimilisstörfum og uppeldi barna sinna af alúð og ástríðu, unnu kannski hluta úr degi utan heimilisins eða voru ekki á almennum vinnumarkaði yfir höfuð. Þegar þessar konur eru komnar á efri ár njóta þær lítilla sem engra lífeyrisréttinda. Samfélagið ætti hins vegar að umbuna þeim fyrir störf þeirra inni á heimilunum og tryggja efnahagslegt öryggi þeirra á efri árum. Raunveruleikinn hefur því miður verið allt annar. Margar þessara kvenna búa við fátækt. | |
16:32 | „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur segir tafir á útgáfu starfsleyfa veitingastaða ekki stranda hjá stofnuninni. Slíkar tafir megi rekja til skorts á gögnum frá rekstraraðilum eða til ákvörðunar byggingarfulltrúa. Hann vísar á bug þeim ásökunum að heilbrigðiseftirlitið setji fólk á svartan lista fyrir að tjá sig. | |
16:29 | Davíð hafi lagt Golíat Náttúruverndarsamtök fagna niðurstöðu Hæstaréttar sem staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms og felldi endanlega úr gildi virkjanaleyfi fyrir Hvammsvirkjun, í máli sem landeigendur við Þjórsá höfðuðu gegn ríkinu og Landsvirkjun. Þau segja Davíð hafa lagt Golíat. | |
16:24 | Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Íslenskur slökkviliðsmaður gengur nú 465 kílómetra frá Goðafossi að Gróttuvita til að vekja athygli á andlegri heilsu og sjálfsvígsforvörnum. Hann er kominn á þriðja dag af tólf, hefur lokið 87 kílómetrum en áttar sig nú á því að hann klári þetta ekki einn síns liðs. | |
16:21 | Kallaður á fund í kjölfar fréttarinnar Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri Sveit, Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, fundaði í dag með fulltrúum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. | |
16:18 | Formenn flokka funda um þinglok Formenn flokka á Alþingi sitja nú á fundi og ræða möguleg þinglok. Gert ráð fyrir að þingflokksformenn fundi eftir það. Samkvæmt heimildum fréttastofu snúast umræðurnar fyrst og fremst um veiðigjaldið. Það ber enn nokkuð á milli en stjórn og stjórnarandstaða hafa þó nálgast hvort annað og meiri bjartsýni er um samkomulag en í gær. | |
16:18 | Meiri bjartsýni um þinglok Formenn flokka á Alþingi sitja nú á fundi og ræða möguleg þinglok. Gert ráð fyrir að þingflokksformenn fundi eftir það. Samkvæmt heimildum fréttastofu snúast umræðurnar fyrst og fremst um veiðigjaldið. Það ber enn nokkuð á milli en stjórn og stjórnarandstaða hafa þó nálgast hvort annað og meiri bjartsýni er um samkomulag en í gær. | |
16:18 | Lítið fer fyrir sleggju Kristrúnar Verðbólga hefur hækkað og vaxtalækkunarferlið er sagt vera í hættu af greinendum. Nú er spáð samdrætti í húsnæðisuppbyggingu næstu 12 mánuði og formaður Sjálfstæðisflokksins spyr sig hvar sleggja forsætisráðherra sé, sem sagðist ætla að berja niður vextina með sleggju fyrir kosningar. | |
16:11 | Yfir sex hundruð laxar í Elliðaárnar á tveimur dögum „Uppgangur Elliðaánna síðustu ár hefur verið með ólíkindum því fyrir fáeinum árum var útlitið dökkt. Fiskgengd og veiði höfðu dregist saman og áhuginn á veiðileyfum minnkað.“ | |
16:05 | Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Lítið hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli í Leirá syðri og Skálm. Vatnshæð og rafleiðni fer þó enn smátt vaxandi. | |
15:56 | Lítið hlaup hafið úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm Lítið jökulhlaup er hafið úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm.Í tilkynningu frá Veðurstofunni kemur fram að undanfarna daga hafa rafleiðni og vatnshæð hækkað í Leirá Syðri skv. mælingum nýlegs vöktunarmælis framan við Sandfellsjökul.Hækkuð rafleiðni og vatnshæð sjást einnig í mælingum við brúna á þjóðvegi 1 yfir Skálm, en Leirá Syðri rennur í Skálm ofan vegarins. Að svo stöddu er um lítið hlaup að ræða en á þessum tímapunkti fer vatnshæð og rafleiðni enn þá smátt vaxandi.Tilkynningar um brennisteinslykt hafa borist Veðurstofunni, sem biður fólk um að sýna aðgát við upptök árinnar þar sem gasmengun gæti verið á svæðinu.Hlaup eins og þessi frá jarðhitasvæðum við jökulbotn eru þekkt í ýmsum ám í kringum Mýrdalsjökul, svo sem í Múlakvísl og Fremri-Emstruá. Í lok júlí í fyrra kom einnig líti | |
15:46 | Landvernd kallar eftir því að niðurstaða dómstóla vegna Hvammsvirkjunar verði virt Umhverfisverndarsamtökin Landvernd fagna niðurstöðu Hæstaréttar í máli Hvammsvirkjunar. Hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdóms í málinu sem felldi úr gildi virkjunarleyfið.Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, kallar eftir því að niðurstaða dómsins verði virt. Umhverfisráðherra segir að búið sé að eyða óvissu í lögum um stjórn vatnamála með nýjum lögum og að Hvammsvirkjun verði að veruleika.Þorgerður segir ekki sjálfgefið að virkjunarleyfi fáist þrátt fyrir að lögin hafi verið uppfærð og að dómurinn hafi ekki tekið afstöðu til allra álitamála.„Það eru alls konar hlutir sem svona framkvæmdir þurfa að uppfylla samkvæmt lögunum og líka nýju lögunum og nú mun bara koma í ljós hvernig fer með það,“ segir Þorgerður.Hún gagnrýnir framkomu hins opinbera í málinu.„Allt tal um að þar | |
15:46 | Biðla til stangveiðimanna að takmarka laxadráp Fyrstu vikur stangveiðitímabilsins gefa til kynna að laxgengdin verði undir meðallagi og af því hefur Landssamband veiðifélaga nokkrar áhyggjur. Þó beri að taka fram að slíkt geti breyst snögglega og eru fordæmi fyrir því að smálax skili sér seint, en í talsverðu magni. BANNI VEIÐIAÐFERÐIR OG BÚNAÐ SEM HINDRAR AÐ HÆGT SÉ AÐ SLEPPA LAXI LV telur þó að veiðifélög ættu að sýna varkárni við nýtingu laxastofna næstu daga og vikur, eða þar til ljóst verður hvernig laxgengdin þróast. Því er skorað á veiðifélög og veiðimenn að takmarka eins og unnt er dráp á laxi. Og takmarka eða banna veiðiaðferðir og búnað sem hindrar að hægt sé að sleppa laxi. Í LJÓSI VAXANDI AFLEIÐINGA SJÓKVÍAELDIS ÆTTI ALLTAF AÐ GANGA VEL UM LAXASTOFNA „Hafa ber í huga að íslenskir laxastofnar eiga almennt undir högg að | |
15:45 | Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Raunverð á íbúðum, miðað við vísitölu íbúðaverðs án húsnæðis, hefur um það bil þrefaldast frá aldamótum. | |
15:43 | Bráðabirgðabrú hífð á Ölfusá með stærsta krana landsins Bráðabirgðabrú yfir Ölfusá var hífð á stöpla sína föstudaginn 4. júlí. Brúin tengir varnargarð austan megin árinnar við steyptan sökkul á eyjunni. Hún mun þjóna vinnuumferð út í eyjuna en þar þarf að reisa undirstöður fyrir 60 metra háan turn Ölfusárbrúar. Dágóður tími fór í undirbúning en sjálf hífingin gekk snurðulaust og hratt fyrir sig. […] The post Bráðabirgðabrú hífð á Ölfusá með stærsta krana landsins appeared first on Fréttatíminn. | |
15:42 | Forstjóri X hættir óvænt Linda Yaccarino mun óvænt stíga niður sem forstjóri samfélagsmiðilsins X, sem hét reyndar Twitter þegar auðkýfingurinn Elon Musk réð hana inn árið 2023 svo hann gæti sjálfur lagt frekari áherslu á rekstur Tesla. | |
15:38 | Engan bilbug að finna á neyslugleði heimila samhliða sterku gengi krónunnar Innflutningur á varanlegum neysluvörum, eins og til dæmis heimilistækjum, hefur aukist verulega á fyrri helmingi ársins sem endurspeglar mikinn kraft í eftirspurn heimilanna, nokkuð sem peningastefnunefnd mun hafa áhyggjur af. Þá vekur það eftirtekt að vöruinnflutningur frá Bandaríkjunum hefur aldrei verið eins mikill og í maímánuði, sem kann að helgast af lækkun á gengi Bandaríkjadals vegna óvissu um tollastefnu Bandaríkjaforseta, en á sama tíma var útflutningur vestur um haf með minnsta móti. | |
15:34 | Banaslys á Miklubrautinni Fimmtugur karlmaður lést í morgun þegar hann ók bifhjóli vestur Miklubraut og varð fyrir alvarlegu umferðarslysi á móts við Skeifuna í Reykjavík. Tilkynning barst rétt eftir klukkan átta og voru viðbragðsaðilar fljótir á vettvang. Rannsókn hafin á tildrögum slyssins Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Rannsóknarnefnd samgönguslysa vinna n ú að því að upplýsa nánar um aðdraganda slyssins. […] Greinin Banaslys á Miklubrautinni birtist fyrst á Nútíminn. | |
15:31 | Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur England og Holland eigast við í annarri umferð D-riðils á EM kvenna í fótbolta. England verður að vinna til að halda vonum um sæti í 8-liða úrslitum á lífi. | |
15:30 | Veiðigjöldin: SFS neitar að birta upplýsingar – heimtar gegnsæi hjá öðrum Eyjan hefur ítrekað beðið um afrit af fundargerðum stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi en engin svör fengið frá samtökunum, hvorki jákvæð né neikvæð. Þann 19. júní sl. sendi Eyjan tölvupóst á Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra SFS. með beiðni um af fá afrit af öllum fundargerðum stjórnar samtakanna frá 1. júlí 2024 fram til þess dags Lesa meira | |
15:30 | Benda á 11 rangfærslur Trump á blaðamannafundi í gær Donald Trump Bandaríkjaforseti og ríkisstjórn hans ræddu við blaðamenn á sérstökum fundi í gær þar sem farið var um víðan völl. CNN rekur að þar hafi Trump þó ítrekað hallað réttu máli og hefur nú birt frétt þar sem farið er yfir ellefu rangfærslur. Engin verðbólga Donald Trump sagði: „Hér er engin verðbólga“. CNN rekur Lesa meira | |
15:29 | Fimmtugur karlmaður lést í mótorhjólaslysinu Fimmtugur karlmaður lést í umferðarslysinu á Miklubraut í Reykjavík morgun. Eins og fram hefur komið ók hann mótorhjóli vestur Miklubraut þegar slysið varð, á móts við Skeifuna. | |
15:28 | „Grátbroslegt“ að málvitund þingmanna felldu Hvammsvirkjun Mistök í orðalagi í lögum Alþingis árið 2011 um vatnatilskipun hefur gert það að verkum að allar mannvirkjaframkvæmdir sem hrófla við vatnshloti hafa verið tæknilega ólöglegar í um þrettán ár. Þetta á þá við um brýr, hafnarmannvirki og nú síðast fyrirhugaðar virkjunarframkvæmdir við Hvammsvirkjun, sem Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag að væru óheimilar út af mistökum Alþingis sem rekja má... | |
15:23 | Fimmtugur maður lést í mótorhjólaslysi á Miklubraut Fimmtugur karlmaður lést í umferðarslysinu á Miklubraut í Reykjavík í morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningunni segir að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaki tildrög slyssins.Lögreglan óskar eftir vitnum að slysinu sem varð í morgun en maðurinn virðist hafa misst stjórn á mótorhjóli sínu á móti Skeifunni og hafnað á vegriði. Brautinni var lokað til vesturs um nokkurt skeið vegna slyssins en hefur verið opnuð á ný. Lögregla biður þau sem urðu vitni að slysinu um að hafa samband við lögregluna í síma 444 1000, en einnig má senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is. | |
15:22 | Banaslys á Miklubraut Fimmtugur karlmaður lést í umferðarslysinu á Miklubraut í Reykjavík í morgun, en eins og fram hefur komið ók hann bifhjóli vestur Miklubraut þegar slysið varð, á móts við Skeifuna. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins. Sjá einnig: Alvarlegt umferðarslys á Miklubraut | |
15:21 | Banaslys á Miklubraut í Reykjavík Fimmtugur karlmaður lést í umferðarslysinu á Miklubraut i Reykjavík morgun, en eins og fram hefur komið ók hann bifhjóli vestur Miklubraut þegar slysið varð, á móts við Skeifuna. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins. Umferðarslys á Miklubraut – vitni óskast Alvarlegt umferðarslys á Miklubraut The post Banaslys á Miklubraut í Reykjavík appeared first on Fréttatíminn. | |
15:19 | Ökumaður bifhjólsins látinn Bifhjólamaðurinn sem lenti í slysi á Miklubrautinni klukkan hálfníu í morgun er látinn. |