Um Blaðbera

Blaðberi les alla helstu fréttamiðla á hverri mínútu og birtir nýjar fréttir um leið og þær berast.

Blaðberi er hannaður fyrir snjallsíma, spjaldtölvur og tölvuskjái. Á kvöldin er þægilegt að lesa Blaðbera í dökku þema, sem er stillanlegt uppi í hægra horninu. Bæði iOS og Android stýrikerfi bjóða upp á að vista Blaðbera á heimaskjáinn.

Tilgangur Blaðbera er bæta upplifun þeirra sem lesa fréttir. Blaðberi birtir ekki auglýsingar, ljósmyndir eða umfjallanir um dægurmál sem dreifa athygli lesandans frá innihaldi frétta.

Vefþjónusta

Blaðberi býður upp á REST vefþjónustu fyrir aðgang að íslenskum fréttum frá öllum helstu fréttamiðlum landsins. Vefþjónustan veitir aðgang að nýjustu fréttum, leitarmöguleika og vinsælustu fréttum með samantekt fyrir hverja frétt. Sjá skjölun.

Hafa samband

Höfundur Blaðbera er Björn Brynjúlfur Björnsson. Þú getur haft samband á netfanginu bjorn@bladberi.is

Um Blaðbera·Vefþjónusta