| 01:29 | Ræddu uppbygging að loknu stríði og öryggistryggingar Efnahagsaðstoð, uppbygging Úkraínu og öryggistryggingar að innrásarstríðinu loknu voru meðal þess sem Rustem Umerov, aðalsamningamaður Úkraínu, ræddi við Steve Witkoff og Jared Kushner, erindreka Bandaríkjastjórnar á efnahagsráðstefnunninni í Davos í kvöld. Umerov kveðst hafa greint tvímenningunum frá afleiðingum þungra árása Rússlandshers á borgaralega innviði Úkraínu síðustu daga. Hann hafi lagt sérstaka áherslu á erfiðar aðstæður íbúa höfuðborgarinnar Kyiv. Þúsundir hafa verið án hita og rafmagns dögum saman. Auk þessa segist Umerov hafa rætt við fulltrúa bandaríska fjárfestingarbankans BlackRock sem ætlað er að taka þátt í uppbyggingu Úkraínu. | |
| 00:44 | Sveitarstjóri í Kujalleq segir verðmæt jarðefni alls ekki til sölu Verðmæt efni í grænlenskum jarðvegi eru ekki til sölu og verða ekki sótt nema í fullu samræmi við lög og af virðingu við landsmenn, segir Malene Vahl Rasmussen sveitarstjóri í Kujalleq, syðst í landinu. Þar í jörð liggur megnið af verðmætum málmum á Grænlandi sem hún segir ekki vera til sölu hvað sem þrýstingi, niðrandi orðræðu eða virðingarleysi líður. Þetta kemur fram í opnu bréfi til Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem Rasmussen sendi frá sér í kvöld. Orla Joelsen birti bréfið á X, en hann var einn aðalskipuleggjandi fjölmennra mótmæla gegn ásælni Bandaríkjanna síðasta sumar, þegar varaforsetinn JD Vance heimsótti Grænland. Rasmussen segist þurfa að tala hreint út og segir ásælni Bandaríkjanna fylgja skuldbindingar, ekki aðeins lagalegar heldur einnig pólitískar og siðferðilegar. Trump | |
| 00:12 | Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Drög að samkomulagi Bandaríkjastjórnar við Atlantshafsbandalagið veitir Bandaríkjunum og bandalagsþjóðum í Evrópu aðgang að réttindum til jarðefnavinnslu í Grænlandi. Þá munu ríki vinna saman að þróun svokallaðrar Gullhvelfingar sem er viðurnefni á nýju loftvarnarkerfi sem Trump vill að spanni hnöttinn og notist við gervihnetti sem geti skotið niður eldflaugar. | |
| 00:02 | Ekki lengur hægt að treysta á að alþjóðalög séu virt Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, segir eðlilegt að Íslendingar séu áhyggjufullir á tímum þar sem leiðtogi Bandaríkjanna sýni að hann sé tilbúinn að brjóta alþjóðalög. Trump hefur undanfarið gengið á eftir því að hefja viðræður um að fá yfirráð yfir Grænlandi, þrátt fyrir skýr skilaboð frá Dönum og Grænlendingum um að það komi ekki til greina.„Trump til dæmis lýsti því yfir, í þessari ræðu sem hann hélt í dag í Davos, að það hafi verið mistök hjá Bandaríkjunum að skila Grænlandi eftir síðari heimsstyrjöld,“ segir Guðmundur.Hann bendir á að Bandaríkjaher hafi einnig verið með viðveru á Íslandi í síðari heimsstyrjöld.„Ef það voru mistök að skila Grænlandi 1945 og þess vegna sé Bandaríkjunum leyfilegt að taka Grænland aftur, þá þurfum við kannski að íhuga okka | |
| 23:30 | Vance-hjónin eiga von á fjórða barninu Usha Vance, eiginkona J.D. Vance, varaforseta Bandaríkjanna, er ólétt af sínu fjórða barni. | |
| 23:26 | Bandaríkin sögð fá parta af Grænlandi Bandaríski fréttamiðillinn New York Times hefur eftir nafnlausum heimildum innan NATO að til umræðu sé að Bandaríkin fái litlar landspildur af Grænlandi. Donald Trump Bandaríkjaforseti venti kvæði sínu í kross í dag þegar hann sagðist ekki ætla að ráðast á Grænland og bakkaði með fyrirætlanir um að leggja 10% og 25% tolla á Evrópuríki sem hafa stutt fullveldi og sjálfsákvörðunarrétt... | |
| 23:16 | Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð „Þeir hafa aldrei beðist afsökunar með neinum sérstökum formlegum hætti og breskir embættismenn og stjórnmálamenn segja það fullum fetum í mín eyru að þetta hafi verið efnahagsleg hernaðaraðgerð sem breska ríkið beitti Ísland.“ | |
| 23:09 | Vilja fækka borgarfulltrúum Stemning er fyrir því í hópi oddvitaframbjóðenda Viðreisnar að borgarfulltrúum verði fækkað að nýju en þeim var fjölgað úr 15 í 23 í kjölfar lagasetningar árið 2022. | |
| 23:04 | Bandaríkjaforseti hættir við Grænlandstolla Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fallið frá áformum sínum um að setja tolla á Danmörku og sjö önnur Evrópuríki vegna Grænlands. Trump fundaði með Mark Rutte, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, eftir ræðu sína á alþjóðaefnahagsráðstefnunni í Davos í dag og hafa þeir lagt grunninn að framtíðarsamkomulagi á norðurslóðum.Trump tilkynnti í síðustu viku að hann hygðist setja 10% tolla á Danmörku, Svíþjóð, Noreg, Frakkland, Þýskaland, Holland, Finnland og Bretland. Tollarnir áttu að taka gildi 1. febrúar, hækka upp í 25% þann 1. júní og vera í gildi þar til gengið hefði verið frá kaupum Bandaríkjanna á Grænlandi.Enn sem komið er er lítið vitað um hvað felst í drögum samkomulags þeirra Trumps og Ruttes. Trump hefur þó sagt jarðefnaréttindi og Gullhvelfinguna hluta af samkomulaginu. Þega | |
| 23:04 | Stuðlarnir Heiðu í hag Stuðlarnir hjá veðbankanum Epicbet í prófkjöri Samfylkingar eru Heiðu Björg Hilmisdóttur borgarstjóra í hag. | |
| 23:03 | Eins og flugvöllur án fríhafnar Aðstaða til að taka á móti skipafarþegum á Skarfabakka gjörbreytist með nýrri farþegamiðstöð. Hún er 5.500 fermetrar og fjöldi starfsmanna verður breytilegur eftir fjölda skipa en að öllu jöfnu um og yfir 100.Tekið verður á móti fyrstu farþegunum í miðstöðinni í vor.Búist er við um 300 þúsund farþegum í miðstöðina í ár, um helmingur verða svokallaðir skiptifarþegar sem ýmist hefja eða enda ferð sína á skipinu og fljúga til eða frá landinu.„Þessir farþegar skilja mun meira eftir í samfélaginu en hinir,“ segir Inga Rut Hjaltadóttir sviðsstjóri framkvæmdasviðs Faxaflóahafna. Þeir dvelji gjarnan hér á landi í nokkra daga, versli, fari á veitingastaði og í ýmsa afþreyingu og ferðir.Nýtt hús þarf nýtt nafn og Faxaflóahafnir halda nafnasamkeppni þar sem almenningi gefst kostur á að skila inn till | |
| 22:59 | Húnabyggð fagnar ákvörðun Landsnets Byggðarráð Húnabyggðar, þ.e. Blönduós og nágrannasveitir, fagnar ákvörðun Landsnets um að fara svonefnda byggðaleið með nýja Holtavörðuheiðarlínu 3. Þessi leið hafi verið baráttumál Húnabyggðar síðustu árin. | |
| 22:42 | Stólpagrín gert að ummælum Trumps um Ísland Donald Trump Bandaríkjaforseti nefndi Ísland nokkrum sinnum í ávarpi sínu á Alþjóðaefnahagsráðstefnunni í Davos fyrr í dag. | |
| 22:22 | Ungir menn teknir með tugi kílóa af fíkniefnum Tveir ungir menn voru í vikunni sakfelldir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa staðið að innflutninga á tæpum 30 kílóum af maríhúana ætluðu til söludreifingar hér á landi. | |
| 22:19 | Ber að vakta orðræðu Trumps gagnvart Íslandi Davíð Stefánsson, formaður Varðbergs, samtaka um vestræna samvinnu og alþjóðamál, segir Ísland eiga að hafa varann á gagnvart orðræðu Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á Alþjóðaefnahagsráðstefnunni Davos. | |
| 22:06 | Loðnuvertíðin hækkar kaupið og eykur framkvæmdagleði Fyrsti loðnufarmurinn kom með skipinu Polar Amaroq til Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Loðnan flæðir inn á færiböndin og fer strax í stærðarflokkara. Kvenfiskurinn er bústnari enda eru verðmæt hrogn farin að myndast. Loðnan er heilfryst og verðmætið eykst eftir því lengra líður á hrygningargönguna og hrognasekkurinn stækkar.Starfsfólkið í vinnslunni munar mjög um loðnuvertíð. Þá fæst hörkukaup; vinnslubónus og vaktaálag. Það þekkir Anna sem kom frá Póllandi og hefur unnið hjá Síldarvinnslunni í 20 ár.„Loðnan kom í gær. Fólk bíður mikið eftir því hvenær kemur loðna. Núna er fólk að brosa. Meiri peningar og meiri bónus. Og allt er flott núna,“ segir Anna Danuta, starfsmaður í uppsjávarvinnslu Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. LOÐNAN AUKI FRAMKVÆMDAGLEÐI „Að fá loðnu inn í húsið; því fylgj | |
| 22:03 | NATO: Samningaviðræður halda áfram Talsmaður Atlantshafsbandalagsins segir að tryggja þurfi öryggi á norðurslóðum með samstarfi bandalagsþjóða. | |
| 22:02 | Ræða Donald Trump í Davos í dag | |
| 22:00 | „Deadpool-morðinginn“ myrti tvær konur – Lýsti hrottalegum morðunum í símtali við föður sinn Í júní 2024 var Wade Wilson fundinn sekur um að hafa myrt tvær konur með nokkurra klukkustunda millibili í Cape Coral í Flórída árið 2019. Wilson, sem hefur verið kallaður „Deadpool-morðinginn“ vegna sameiginlegs nafns hans og aðalsöguhetju kvikmyndinna um Deadpool, hafði þegar komist nokkrum sinnum í kast við lögin. Athæfi hans stigmagnaðist í morð 7. Lesa meira | |
| 22:00 | Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Liverpool vann sannfærandi 3-0 sigur á Marseille á útivelli í Meistaradeildinni í fótbolta í kvöld. | |
| 21:47 | Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Njarðvíkurkonur mættu vængbrotnar til leiks en unnu engu að síður sannfærandi sigur á nágrönnum sínum í Keflavík. Njarðvík vann á endanum með ellefu stiga mun, 88-77. | |
| 21:44 | Spænskir lestarstjórar í verkfall Spænskir lestarstjórar munu fara í þriggja daga verkfall í febrúar til að krefjast aðgerða sem tryggja öryggi járnbrauta eftir tvö banvæn slys sem áttu sér stað með nokkurra daga millibili, að sögn verkalýðsfélags þeirra fyrr í dag. | |
| 21:37 | Segir „afstigmögnun“ Trumps jákvæða Formaður utanríkismálanefndar segir það jákvætt að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi hætt við fyrirhugaða refsitolla gegn Evrópuríkjum. | |
| 21:36 | Algjörlega óásættanleg staða „Það kemur mér auðvitað pínulítið á óvart ef kjósendur vilja frekar kjósa einhvern veginn afsprengi Framsóknarflokksins heldur en Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður þess síðarnefnda. Hún lýsir Miðflokknum sem afturhaldssömum þjóðernisflokki. | |
| 21:31 | Svaraði ekki hvort Bandaríkin fengju eignarhald Donald Trump Bandaríkjaforseti vildi ekki svara því almennilega hvað rammi að framtíðarsamkomulagi um Grænland fæli í sér þegar blaðamenn spurðu hann á alþjóðaefnahagsráðstefnunni Davos. | |
| 21:23 | Eiga von á fjórða barninu í sumar Usha Vance, eiginkona JD Vance varaforseta Bandaríkjanna, er ólétt af fjórða barni þeirra hjóna.Í færslu á samfélagsmiðlinum X kemur fram að von sé á dreng í lok júlí.„Usha og barninu líður vel,“ stendur í færslunni, og er hún undirrituð af eiginmanni hennar, JD Vance.Fyrir eiga þau hjónin þrjú ung börn: Ewan, Vivek og Mirabel.Usha Vance verður fyrsta varaforsetafrúin til að eignast barn á meðan eiginmaður hennar situr í embætti, en dæmi eru um að forsetafrúr hafi eignast barn á meðan eiginmenn þeirra sátu í embætti.JD Vance hefur verið ómyrkur í máli þegar kemur að fólksfjölgun í Bandaríkjunum og kallað eftir hærri fæðingartíðni.„Leyfið mér að segja það á mjög einfaldan hátt: Ég vil fleiri börn í Bandaríkjunum,“ lét Vance hafa eftir sér í fyrra. | |
| 21:22 | Dæmi um að fólk tjaldi yfir rúm sín til að halda á sér hita Um milljón íbúar Kyiv eru án hita eftir árásir Rússlandshers á orkuinnviði aðfaranótt þriðjudags. Frost er í borginni og fólk leitar skjóls í upphituðum tjöldum og neyðraskýlum sem reist hafa verið víða. Íslendingur sem búsettur er í borginni segir allt að 80% án hita og rafmagns hverju sinni. Fólk sé að bugast. HUNDRUÐIR DRÓNA Á STÆRÐ VIÐ LÍTINN SENDIFERÐABÍL Zelensky forseti landsins greindi frá því á samfélagsmiðlum í vikunni að búist væri við enn frekari árásum Rússa á orkuinnviði á næstu dögum.Óskar Hallgrímsson, blaðamaður og ljósmyndari, sem búsettur er í borginni segir stórar árásir ekki daglegt brauð. Þær komi á nokkurra daga fresti.„Stundum eru það tveir dagar, stundum fimm dagar, stundum vika. Því lengur sem líður á milli þessara stóru bylgja, því stærri eru þær í umsvifum. Þ | |
| 21:17 | Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Miklar framkvæmdir eiga sér nú stað í Vík í Mýrdal enda mikið byggt á staðnum samhliða mikilli fjölgun íbúa. Eftir nokkrar vikur mun Penninn Eymundsson meðal annars opna risaverslun í þorpinu og þá er ný íbúðablokk í byggingu svo eitthvað sé nefnt. | |
| 21:13 | Ósátt við fylgið: Hvatning til að gera betur Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, kveðst ósátt með fylgi flokksins. Hún segir flokkinn þurfa skýra málflutning sinn og leggja áherslu á mál sem brenni á almenningi eins og efnahagsmál, útlendingamál og öryggi borgaranna. | |
| 21:04 | Forseti Venesúela heimsækir Bandaríkin Delcy Rodriguez, skipaður forseti Venesúela, mun heimsækja Bandaríkin á næstunni. Þetta hefur AFP-fréttaveitan eftir heimildamanni en nákvæm tímasetning liggur ekki fyrir. | |
| 21:00 | Fær bætur eftir örlagaríka ferð úr hádegisverði Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á kröfu starfsmanns Reykjavíkurborgar um að hann eigi að fá bætur frá tryggingafélaginu Verði úr ábyrgðartryggingu bifreiðar sem borgin var með á leigu. Hlaut starfsmaðurinn meðal annars tognun á baki í kjölfar slyss sem hann varð fyrir á meðan hann og vinnufélagar hans voru á leið úr hádegisverði. Slysið átti sér Lesa meira | |
| 20:43 | Segir Trump ekki hafa mismælt sig um Ísland Karoline Leavitt, fjölmiðlafulltrúi Hvíta Hússins, segir Donald Trump Bandaríkjaforseta ekki hafa ruglað Grænlandi og Íslandi saman í ávarpi sínu á Alþjóðaefnahagsráðstefnunni í Davos fyrr í dag. | |
| 20:36 | Markaðir bregðast vel við tíðindunum Hlutabréfamarkaðir tóku kipp upp á við í kjölfar þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti að rammi að samkomulagi um Grænland hefði náðst. | |
| 20:35 | Trump segir samning í höfn um Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist hafa náð lendingu með kröfur sínar í Grænlandsmálinu. Hann lýsti því yfir rétt í þessu að hann hefði fengið allt sem hann vildi, eftir fund með Mark Rutte, framkvæmdastjóra NATO. Hann sagði síðar við fréttamenn á Alþjóðaefnahagsmálaráðstefnunni í Davos í Sviss að samningurinn „gæfi okkur allt sem við vildum“ og yrði í gildi „að eilífu“.... | |
| 20:18 | Sterk viðbrögð á Wall Street Helstu hlutabréfavísitölur á Wall Street tóku kipp eftir að Trump tilkynnti að tollar yrðu ekki hækkaði. | |
| 20:07 | Seinni umferð Gettu Betur heldur áfram í kvöld Seinni umferð Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, heldur áfram í kvöld með síðustu fjórum viðureignum. Sigurvegarar kvöldsins fara áfram í sjónvarpskeppni þann 26. febrúar. Keppnirnar má sjá hér á vefnum. Þá er hægt að hlusta á keppnina á Rás 2.Í kvöld mætast: * 19:30 Menntaskólinn að Laugarvatni mætir Menntaskólanum við Sund * 20:10 Borgarholtsskóli mætir Fjölbrautaskóla Norðurlands Vestra * 20:50 Verzlunarskóli Íslands mætir Flensborgarskólanum í Hafnarfirði * 21:30 Menntaskólinn í Reykjavík mætir Kvennaskólanum í Reykjavík Um leið og síðasta viðureign kvöldsins klárast verður dregið um hverjir mætast í sjónvarpssal.Seinni umferð Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, heldur áfram í kvöld með síðustu fjórum viðureignum. Sigurvegarar kvöldsins fara áfram í keppni | |
| 20:05 | Dregur áætlanir um refsitolla til baka Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hættur við að leggja refsitolla á Evrópu vegna Grænlands. Tilkynnir Trump þetta í færslu á samfélagsmiðli sínum Truthsocial. Trump tilkynnti áður um að Bandaríkin myndu leggja tíu prósent auk toll á allan innflutning frá átta Evrópuríkjum. Það hefði svo hækkað um fimmtán prósentustig til viðbótar hefðu Bandaríkin ekki innlimað Grænland fyrir Lesa meira | |
| 20:04 | Huga verði að niðurföllum til að forðast vatnstjón Vegna þeirra hitabreytinga og úrkomu sem spáð er á næstunni getur fylgt aukin hætta á grjóthruni og yfirborðshreyfingum samkvæmt Veðurstofu Íslands. | |
| 20:03 | Blint stefnumót heppnaðist vel Menningarvitar landsins komu saman í Ásmundarsal síðastliðna helgi og skáluðu fyrir glæsilegri opnun samsýningarinnar Blint stefnumót eða Blind date. Þar mætast listamennirnir Kristín Karólína Helgadóttir og Sigurður Guðmundsson á skemmtilegan máta. | |
| 20:02 | Spyrnir Evrópa við fótum? Hafsteinn Hauksson segir greinilegt að farið sé að reyna verulega á þolinmæði evrópskra leiðtoga. | |
| 19:50 | Trump er hættur við tollana Bandaríkjaforseti segist hafa náð samningi við framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins um Grænland. | |
| 19:47 | „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Donald Trump Bandaríkjaforstei er hættur við að leggja refsitolla á Evrópu vegna Grænlands. Hann segist hafa átt góðan fund með Mark Rutte framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins og þar hafi þeir náð saman um „ramma framtíðarsamkomulags varðandi Grænland og raunar alls heimsskautsins.“ | |
| 19:44 | Skilur áhyggjur almennings vegna Grænlands Ráðherranefnd um öryggis- og varnarmál hefur haldið fimm fundi í janúar um stöðu alþjóðamála. Settur ríkislögreglustjóri segir skiljanlegt að almenningur sé hugsi yfir þessu. Ástandið er grannt vaktað hjá embættinu.Átakalínur í alþjóðamálum eru mun nærri Íslandi en áður. Gaza og Úkraína eru langt í burtu. Grænland er má segja í bakgarðinum. Stysta vegalengdin milli Íslands og Grænlands er innan við 300 kílómetrar.Frá Straumnesi á norðanverðum Vestfjörðum á milli Rekavíkur og Aðalvíkur eru um 285 kílómetrar að austurströnd Grænlands. Það er rúmlega 400 kílómetrum styttra en til næsta lands, Færeyja. Stysta loftlínan þangað frá Íslandi er um 693 kílómetrar.Embætti ríkislögreglustjóra vaktar stöðugt vendingar í alþjóðamálum vegna Grænlands og hugsanlegt áhrif innanlands sökum nálægðarinnar vi | |
| 19:37 | Rammi að samkomulagi um Grænland: „Allt sem við vildum“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að rammi að framtíðarsamkomulagi hafi náðst um Grænland. | |
| 19:29 | Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Stefnt er að því að boða þjóðaröryggisráð til fundar á næstu dögum. Forsætisráðuneytið segir unnið að starfsáætlun vegna ársins 2026. | |
| 19:22 | Marseille - Liverpool | Salah er í byrjunarliðinu Það er Meistaradeildarkvöld í Frakklandi þar sem Marseille tekur á móti Liverpool sem gert hefur fjögur jafntefli í röð í ensku úrvalsdeildinni. Þrjú stig skilja liðin að í Meistaradeildinni, í 11. og 16. sæti. | |
| 19:10 | Una Björk Kjerúlf hlýtur Ljóðstaf Jóns úr Vör 2026 Ljóðið Framlag mitt í minningabanka nærri útdauðra ljóða eftir Unu Björk Kjerúlf hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör sem afhentur var við hátíðlega athöfn í Kópavogi í kvöld. Bæjarstjóri Kópavogsbæjar, Ásdís Kristjánsdóttir, afhenti Unu Björk ljóðstafinn.Ljóðstafur Jóns úr Vör er veittur af Menningar- og mannlífsnefnd Kópavogsbæjar. Fyrst var efnt til samkeppninnar árið 2002 í minningu skáldsins Jóns úr Vör. Alls bárust 305 ljóð í keppnina að þessu sinni en ljóðin mega ekki hafa birst áður og skulu send inn undir dulnefni.Sigrún Björnsdóttir hlaut önnur verðlaun fyrir ljóðið Vængur brýtur sér leið og þriðju verðlaun hlaut Jón Knútur Ámundason fyrir ljóðið Hamfarahlaup. Að auki hlutu fjögur ljóð sérstaka viðurkenningu dómnefndar: Sigrún Björnsdóttir fyrir ljóðið Alltaf í blaðinu, Bjargey Ólafsdóttir | |
| 19:10 | Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ „Ég held að það sem að fólk hafi aðallega verið að ræða um eftir þessa ræðu er þessi ruglingur með Ísland og Grænland. Og hvort hann sé að meina Grænland þegar hann segir Ísland eða hvort að Ísland þurfi að hafa áhyggjur af því sem hann er að segja. Ég held að það sé ekki alveg á hreinu.“ | |
| 19:10 | Neyðarbæklingur kynntur í Grænlandi Grænlenska landsstjórnin kynnti í dag svokallaðan neyðarbækling sem inniheldur leiðbeiningar um hvernig skuli bregðast við mögulegu neyðarástandi í landinu. | |
| 19:04 | Skoða að flytja ráðstefnuna frá Davos Forstjóri BlackRock vill sjá heimsviðskiptaráðstefnuna fara fram í borgum á borð við Detroit, Dublin, Jakarta og Búenos Aíres. | |
| 19:01 | Umfangsmiklar aðgerðir vegna rannsóknar á brotum Vélfags á þvingunaraðgerðum Héraðssaksóknari gerði húsleit í dag í höfuðstöðvum Vélfags á Akureyri og handtók starfsmenn fyrirtækisins. Rannsóknin beinist að brotum Vélfags á viðskiptaþvingunum sem það var beitt vegna meintra tengsla við Rússa. Í aðgerðum héraðssaksóknara í dag var gerð húsleit á allavega sex stöðum og fimm voru handteknir, ýmist starfsmenn eða stjórnarmenn Vélfags.Fjármunir fyrirtækisins voru frystir síðasta sumar vegna tengsla þess við Rússland.Héraðssaksóknari segir ekki unnt að veita frekari upplýsingar um málavöxtu að svo stöddu. Aðgerðir standa enn yfir. | |
| 19:00 | Vilja að Friðfinnur verði úrskurðaður látinn – Hvarf fyrir meira en þremur árum Fyrir dómi liggur mál sem varðar hvarf Friðfinns Freys Kristinssonar, sem hvarf þann 10. nóvember árið 2022. Liggur undir krafa um að hann verði úrskurðaður látinn. Friðfinnur var 42 ára gamall er hann hvarf. Hann hafði á yngri árum verið keppnismaður í sundi. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að hann hafði stungið sér til sunds Lesa meira | |
| 18:51 | Hafi ákveðið að tvöfalda framlagið vegna prófkjörs Meirihlutinn í borgarstjórn ákvað í gær að styrkja Félagsbústaði um 2,4 milljarða króna. Það er tvöfalt hærri upphæð en sú lágmarksupphæð sem starfshópur um fjárhagsstöðuna leggur til í nýrri skýrslu. Borgarfulltrúi og stjórnarmaður Félagsbústaða gagnrýnir að skýrslunni hafi verið haldið leyndri fyrir minnihlutanum. Málið lykti af prófkjörsbaráttu Samfylkingarinnar. | |
| 18:51 | Skýrsla félagsbústaða kolsvört Meirihlutinn í borgarstjórn ákvað í gær að styrkja Félagsbústaði um 2,4 milljarða króna. Það er tvöfalt hærri upphæð en sú lágmarksupphæð sem starfshópur um fjárhagsstöðuna leggur til í nýrri skýrslu. Borgarfulltrúi og stjórnarmaður Félagsbústaða gagnrýnir að skýrslunni hafi verið haldið leyndri fyrir minnihlutanum. Málið lykti af prófkjörsbaráttu Samfylkingarinnar. | |
| 18:49 | Þjóðaröryggisráð kallað saman Stefnt er að því að boða þjóðaröryggisráð til fundar á næstu dögum er fram kemur í tilkynningu frá Forsætisráðuneytinu. | |
| 18:32 | Njarðvík - Keflavík | Bætist sjötta liðið í titilslaginn? Fimm lið eru jöfn að stigum á toppi Bónus-deildar kvenna í körfubolta og er Njarðvík í þeim hópi. Keflavík er svo aðeins fjórum stigum á eftir og því mikið í húfi í grannaslagnum í Reykjanesbæ í kvöld. | |
| 18:27 | Hyggjast ekki kæra Reykjavík þrátt fyrir lögbrot Birgir Finnsson, starfandi slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að Reykjavíkurborg verði ekki dregin til ábyrgðar þrátt fyrir að borgin, sem eigandi skemmu sem brann í Gufunesi, hafi reynt að semja sig frá því að sinna brunavörnum í húsinu í leigusamningi. | |
| 18:16 | Líklega rætt um Ísland í Hvíta húsinu nýlega Hernaðarsagnfræðingur telur að umræður um Ísland hafi átt sér stað í Hvíta húsinu nýlega. Það útskýri af hverju Trump minnist ítrekað á Ísland. | |
| 18:02 | Lars Løkke: Jákvætt að Trump beiti ekki hernum Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, segir það væru „jákvæð“ teikn að Donald Trump Bandaríkjaforsti hafi sagst vilja forðast hernaðaraðgerðir á Grænlandi í ræðu sinni á Alþjóðaefnahagsráðstefnunni í Davos fyrr í dag. | |
| 18:01 | Varnaruppbygging í formi stafræns fullveldis Framkvæmdastjóri íslenska skýjafyrirtækisins Atlas segir að 80% íslenskra stofnana hýsi mikilvæga þjónustu erlendis. | |
| 18:00 | Nauðgaði 13 ára stúlku, faldi hana í tjaldi fyrir barnavernd og gaf henni fíkniefni Héraðssaksóknari hefur ákært mann fyrir margvísleg brot gagnvart 13-14 ára stúlku árið 2024. Maðurinn er í fyrsta lagi ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot gagnvart barninu með því að hafa í fjölda skipta haft samræði og önnur kynferðismök við hana og nýtt sér þar yfirburði sína sökum aldurs og þroskamunar, sem og þess að stúlkan var Lesa meira | |
| 18:00 | Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Bandaríkjaforseti segist ekki ætla að taka Grænland með hervaldi. Hins vegar krefst hann viðræðna um eignarhald á eyjunni. Utanríkisráðherra Danmerkur hafnar öllum viðræðum. | |
| 17:56 | Hættu við lendingu í miðju aðflugi Flugvél Icelandair þurfti að hætta við lendingu í miðju aðflugi í Keflavík og fara í svokallað fráhvarfsflug. Vélin hafði flogið frá Arlanda í Stokkhólmi og kom til lendingar í Keflavík um þrjúleytið í dag. | |
| 17:53 | Fimm ára afmæli Ólátagarðs Þann 18. janúar 2021 klukkan ellefu á mánudagskvöldi hljómaði fyrsti þáttur Ólátagarðs í víðtækjum landsins. Í tilefni þess að fimm ár séu nú liðin var hinum upprunalegu ólátabelgjum smalað saman á ný og rifjað upp hvernig þátturinn kom til, hvað Andrés væri eiginlega að segja í upphafsstefinu og uppáhalds augnablik úr þáttagerðinni. Viðmælendur þáttarins voru Snæbjörn Helgi Arnarson Jack, Bjarni Daníel Þorvaldsson, Andrés Þór Þorvarðarson, Katrín Helga Ólafsdóttir og Örlygur Steinar Arnalds. | |
| 17:45 | Svíar í loftrýmisgæslu við Ísland í fyrsta sinn Um 110 liðsmenn sænska flughersins eru væntanlegir til landsins í næsta mánuði og munu sjá um loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins á Íslandi. Þetta er fyrsta loftrýmisgæsla Svía hér á landi. FYRSTA LOFTRÝMISGÆSLA SVÍA VIÐ ÍSLANDSSTRENDUR Flugsveit sænska flughersins er væntanleg til landsins í byrjun febrúar en þá hefst loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins á Íslandi. Þetta er fyrsta loftrýmisgæsla Svíþjóðar á Íslandi. Flugsveitin samanstendur af um 110 liðsmönnum og sex JAS Gripen orrustuþotum.Framkvæmd verkefnisins verður með sama fyrirkomulagi og undanfarin ár og í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun Atlantshafsbandalagsins fyrir Ísland. FLUGSVEITIR AÐILDARÍKJA NATO SINNA KAFBÁTAEFTIRLITI Flugsveitin tekur þátt í verkefninu ásamt starfsmönnum stjórnstöðva Atlantshafsbandalagsins í | |
| 17:43 | Mestu verðmætin í hugverkaréttindum Carbfix Ákvörðun var tekin um sölu Carbfix hf., dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, til þess að afla fjármagns og fá inn bæði þekkingu og viðskiptatengsl. Þetta segir Gylfi Magnússon, stjórnarformaður Orkuveitunnar, í samtali við fréttastofu. Viðskiptablaðið greindi frá því í gær að þrjú lokatilboð í dótturfélagið séu nú til skoðunar. Fyrirtækið hóf leit að fjárfestum fyrir um þremur árum.„Það er rétt að halda því til haga að það er líka til fyrirtæki sem heitir Carbfix ohf. sem heldur utan um hugverk og slíka þætti sem eru, að ég myndi segja, verðmætustu eignir fyrirtækisins á þessu stigi. Það verður áfram í eigu Orkuveitunnar að uppistöðu til,“ segir Gylfi. „VARLA RÉTTLÆTANLEGT“ AÐ ORKUVEITAN STANDI EIN AÐ FJÁRMÖGNUN Gylfi segir starfsemi Carbfix hf. felast frekar í því sem kalla megi daglega | |
| 17:34 | Fimm þúsund börn á fjögurra ára biðlista Um 70% sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga eru óánægðir með kjör sín og um 40% þeirra sem starfa á samningi við Sjúkratryggingar Íslands íhuga að hætta störfum. | |
| 17:34 | Enginn íslenskur fulltrúi í Davos Enginn fulltrúi á vegum íslenskra stjórnvalda, hvorki forsætisráðuneytisins né utanríkisráðuneytisins, sækir Alþjóðaefnahagsráðstefnuna í Davos að þessu sinni, samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytunum. | |
| 17:22 | Lýsir andrúmsloftinu í Davos eftir ræðu Trumps Ingibjörg Þórðardóttir, fyrrverandi fréttstjóri hjá BBC og CNN, er á alþjóðaefnahagsráðstefnunni í Davos. Þar er hún að vinna að málefnum hafsins, sem er ein megináhersla ráðstefnunnar í ár.Hún ræddi við fréttastofu um andrúmsloftið eftir ræðu Bandaríkjaforseta þar í dag. Þar vöktu orð Trumps um Ísland athygli, og spurningar, hvort hann hafi verið að meina Grænland.„Fólk er að segja bíddu, áttar hann sig á því að þetta eru tvö mismunandi lönd? Skilur hann hvað hann er að gera, eða er möguleiki á því að hann sé að tala um Ísland þegar við höldum að hann sé að tala um Grænland? Ég held að flestir haldi að þetta sé ruglingur,“ segir Ingibjörg.Hún lýsir því að þegar hún ræddi við fólk eftir ræðuna, og sagðist vera frá Íslandi, hafi viðbrögðin verið mismunandi.„Sumir fara að hlæja og segja: „Jæ | |
| 17:10 | Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Karlmaður hefur verið dæmdur til fjögurra mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir kynferðisbrot gagnvart fyrrverandi kærustu sinni. Hann gekkst við því að hafa birt nektarmyndir af henni á netinu eftir að hótað að gera það. Hann bar fyrir sig að hann hefði ýmist tekið myndirnar eða hún sent honum þær og því hefði hann mátt birta þær opinberlega. Dómari féllst ekki á þann málatilbúnað en sýknaði manninn hins vegar af broti í nánu sambandi, þar sem samband þeirra var ekki talið slíkt. | |
| 17:09 | Þurftu frá að hverfa í lendingu Hætta þurfti við lendingu í miðju aðflugi og beita svokölluðu fráhvarfsflugi þegar vél Icelandair frá Arlanda í Stokkhólmi kom til lendingar í Keflavík um þrjúleytið í dag. | |
| 17:03 | Ákærður fyrir húsbrot og tilraun til manndráps Ríkisborgari frá Kólumbíu hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps og húsbrot með því að hafa farið í heimildarleysi inn á heimili manns í Reykjavík og stungið hann ítrekað þar sem hann lá sofandi í rúmi sínu. Ákærða er gert að greiða þolanda fimm milljónir í miskabætur og greiðslu alls sakarkostnaðar. BRAUST INN OG STAKK SOFANDI MANN Héraðssaksóknari hefur ákært ríkisborgara frá Kólumbíu fyrir tilraun til manndráps og húsbrot, auk vopnalagabrots, sem framin voru í október í fyrra. Maðurinn er sakaður um að hafa farið í heimildarleysi inn á heimili manns í kjallaraíbúð í Reykjavík og inn í svefnherbergi hans þar sem hann lá sofandi, veist að honum og stungið hann endurtekið með hníf í höfuð og líkama.Í ákærunni segir að þolandi árásarinnar hafi vaknað og náð að standa upp en þá h | |
| 16:58 | Stöðva innleiðingu viðskiptasamnings við Bandaríkin Evrópuþingið bregst við hótunum Trumps um aukna tolla á nokkur Evrópuríki. | |
| 16:53 | X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Heimurinn fylgdist með ræðu Donalds Trump Bandaríkjaforseta á World Economic Forum í Davos í dag, þar sem hann ruglaði ítrekað saman Íslandi og Grænlandi. Háðfuglar á X voru fljótir að grípa gæsina. | |
| 16:50 | Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Helgi Magnús Gunnarsson, fyrrverandi vararíkissaksóknari, segist hafa leitað til miðilsins Önnu Birtu Lionaraki sem hann segir að hafi séð fyrir að hann þyrfti að leita til læknis. Tveimur mánuðum eftir miðilsheimsóknina hafi hann greinst með lífshættulega kransæðastíflu. | |
| 16:48 | Rökréttast að Trump hafi ruglast á Grænlandi og Íslandi Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar og þingmaður Viðreisnar, segir líklegt út frá samhengi ræðunnar að Bandaríkjaforseti hafi átt við Grænland þegar hann minntist ítrekað á Ísland á Alþjóðaefnahagsráðstefnunni í Davos í dag. | |
| 16:46 | Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Óskýrar útlínur mannshandar sem á vegg hellis í Indónesíu telja fornleifafræðingar vera elsta listaverk sögunnar. Þeir hafa aldursgreint verkið og álíta það vera að minnsta kosti 67.800 ára gamalt. | |
| 16:46 | Kallar forsætisráðherra vanþakklátan „Ég horfði á forsætisráðherrann ykkar, þar var ekki miklu þakklæti fyrir að fara,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti á efnahagsráðstefnunni og vísaði þar til erindis Marks Carney forsætisráðherra Kanada í gær. | |
| 16:45 | Al-Hol fangabúðirnar komnar undir sýrlenska stjórn Sýrlenski herinn fór inn í Al-Hol fangabúðirnar í morgun. Þar eru vistaðir ættingjar manna sem grunaðir eru um að hafa verið liðsmenn hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki. Kúrdískar sveitir hörfuðu þaðan í gær til þess að verja borgir í norðurhluta Sýrlands fyrir sýrlenska hernum. Það var áður en vopnahléi var lýst milli þeirra. Fréttamaður AFP á staðnum segir að fjöldi sýrlenskra hermanna hafi opnað járnhlið búðanna og farið inn á meðan aðrir stóðu vörð við innganginn. YFIR 6000 ERLENDAR KONUR OG BÖRN Al-Hol búðirnar eru í eyðimörk í Hasakeh héraði. Þar eru um 25 þúsund manns vistaðir, þar af fimmtán þúsund Sýrlendingar og um 6.300 erlendar konur og börn af 42 þjóðernum. Þetta eru stærstu fangabúðirnar sem vista grunaða hryðjuverkamenn. Kúrdískar hersveitir leiddu bará | |
| 16:33 | Samþykktu að setja 2,4 milljarða í Félagsbústaði Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn mótmæltu tillögunni á borgarstjórnarfundi í gær. | |
| 16:30 | Neglurnar eftir æfingu eru 10 sinnum óhreinni en klósettseta Það er gott fyrir heilsuna að mæta í ræktina og lyfta lóðum, á sama tíma er hætta á að smitast þar og dreifa sýklum. Ný rannsókn leiddi í ljós að bakteríur leynast undir nöglunum löngu eftir að æfingu lýkur. Sýni af fjórum einstaklingum sem höfðu lokið klukkustundar langri líkamsrækt sýndu bakteríumagn allt að tífalt meira Lesa meira | |
| 16:20 | Klístraður sesamkjúklingur Nýtt bókaár er hafið og með fyrstu bókum ársins frá Forlaginu er Létt og loftsteikt í Air Fryer Hollir réttir á hálftíma eftir Nathan Anthony. Þýðandi er Nanna Rögnvaldardóttir Hér heldur metsöluhöfundurinn og samfélagsmiðlastjarnan, Nathan Anthony, áfram að kenna heimiliskokkum að nota lofsteikingarpottinn til að reiða fram girnilegan heimilismat án fyrirhafnar og á örskömmum tíma, Lesa meira | |
| 16:16 | Starfsmönnum af fjórum skrifstofum sagt upp Sex starfsmönnum á fjórum skrifstofum mennta- og barnamálaráðuneytisins hefur verið sagt upp en á móti verða tvær nýjar skrifstofustjórastöður auglýstar. Stöðugildum ráðuneytisins fækkar því um fjögur. | |
| 16:15 | Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Leikna ævintýramyndin Mjallhvítar og hamfaramyndin War of the Worlds hlutu flestar tilnefningar til Razzie-verðlaunanna fyrir síðasta ár. Fjöldi Óskarsverðlaunahafa eru tilnefndir, þar á meðal Natalie Portman, Jared Leto og Robert DeNiro. | |
| 16:08 | Veiðifélög vara við að laxeldisfrumvarp gæti bakað ríkinu skaðabótaskyldu Landssamband veiðifélaga varar við því að nýtt frumvarp til laga um lagareldi festi sjókvíaeldi í opnum kvíum í sessi til framtíðar með tilheyrandi áhættu fyrir villta fiskistofna. Sambandið telur að orðalag í lögunum gæti bakað ríkinu skaðabótaskyldu ef eldi í opnum kvíum yrði takmarkað eða bannað.Landssamband veiðifélaga lýsir yfir miklum vonbrigðum með nýtt frumvarp til laga um lagareldi sem er í samráðsgátt. Formenn og félagar í veiðifélögum innan landssambandsins vilja stöðva stækkun sjókvíaeldis og fá tímasetta áætlun um hvenær hætt verði að ala frjóan fisk í opnum kvíum og fiskeldi fært í lokuð kerfi með ófrjóum fiski. Þetta kemur fram í ályktun fundar landssambandsins um helgina.Fundurinn vill jafnframt lögfesta friðunarsvæði og fella brott undanþáguheimildir sem gætu opnað á eldi | |
| 15:55 | Oculis hækkað um 29% í ár og aldrei verið hærra Hlutabréfaverð Oculis hækkað um 5,4% í dag. | |
| 15:52 | Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Donald Trump Bandaríkjaforseti fór um víðan völl í ræðu sinni í Davos í dag. Hann ítrekaði enn og aftur að Bandaríkin „verði“ að eignast Grænland og að hann kalli eftir „tafarlausum viðræðum“ um kaup Bandaríkjanna á Grænlandi. Hann hyggist þó ekki beita til þess valdi. Alla veganna í tvígang virðist sem Trump hafi ruglast á nöfnum Íslands og Grænlands. | |
| 15:45 | Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Lykilstjórnendur hjá Vélfagi hafa unnið að því að halda starfsemi gangandi í nýju félagi með því að kaupa búnað þess ódýrt. Þá hafa þeir fjarlægt tölvur úr húsnæði fyrirtækisins sem innihalda teikningar að vélum. Nokkrir starfs- og stjórnarmenn Vélfags voru handteknir í aðgerðum saksóknara í dag. | |
| 15:45 | „Hvað í fjáranum kom fyrir?“ Donald Trump Bandaríkjaforseti dró Emmanuel Macron forseta Frakklands sundur í logandi háðinu fyrir uppgerðarharðnaglastæla á efnahagsráðstefnunni í Davos í dag vegna sólgleraugna sem sá franski hefur haft á nefinu innan- sem utandyra. | |
| 15:42 | Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Áhöfnin á varðskipinu Þór var kölluð út í gær til að kanna aðstæður í fjörunni við Illdranga í Ísafjarðardjúpi en þar hafði dauðan búrhval rekið á land. | |
| 15:40 | Meirihluti Kænugarðs án rafmagns Um 4.000 byggingar í Kænugarði eru án hita og stór hluti borgarinnar er rafmagnslaus eftir umfangsmiklar árásir Rússa á orkuinnviði höfuðborgarinnar. | |
| 15:36 | Ákærður fyrir að nauðga táningsstúlku ítrekað Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir að nauðga stúlku ítrekað þegar hún var þrettán og fjórtán ára. Maðurinn er sakaður um að hafa stuðlað að því að stúlkan kæmi sér undan umsjá Barnaverndar og fyrir að hafa látið hana hafa fíkniefni.Maðurinn er ákærður fyrir brot gegn stúlkunni frá því í janúar fram í maí 2024. Þau framdi hann meðal annars heima hjá sér, í verslunarmiðstöð, utandyra og í tjaldi, samkvæmt ákæru. Hann er sagður hafa beitt hana ólögmætri nauðung og nýtt sér eigin yfirburði sökum aldurs- og þroskamunar og þess að stúlkan var háð fíkniefnum og lyfjum.Í ákæru segir að maðurinn hafi þrisvar fengið stúlkuna til að koma sér undan valdi og umsjá Barnaverndar Reykjavíkur auk þess sem hann hafi einu sinni gefið henni Oxycontin og hvatt hana til fíkniefnaneyslu.Saksóknari krefs | |
| 15:30 | Svarthöfði skrifar: Gamlir fóstbræður bregðast ei vondum málstað – átta sig ekki á því að þeirra heimur er horfinn Svarthöfða fannst það skemmtileg tilbreyting að fá fyrrverandi forseta lýðveldisins, Ólaf Ragnar Grímsson í Silfrið á mánudag að tjá sig um heimsmál og stöðu Íslands. Ansans ári hvað hann lítur vel út, það er eins og maðurinn eldist hreint ekki. Hárið reyndar orðið hvítt en að öðru leyti var ekki að sjá að á skjánum Lesa meira | |
| 15:30 | Áhyggjur af sjónmengun vegna tuga vindmylla sem til stendur að reisa skammt frá Þórshöfn Umfangsmiklar framkvæmdir við vindorkuver á Brekknaheiði og Sauðaneshálsi skammt austur af þorpinu á Þórshöfn á Langanesi eru nú í undirbúningi. Ætlunin er að orkuverið samanstandi af allt að 74 vindmyllum sem verði hátt í 210 metrar á hæð. Vindmyllurnar eiga að skila alls 532,8 megavöttum af orku. Skipulags- og umhverfisnefnd Langanesbyggðar telur að í mati Lesa meira | |
| 15:27 | Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda er einn þeirra sem tjáir sig um ræðu Donalds Trump Bandaríkjaforseta á ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) en þar voru margir þjóðarleiðtogar heims staddir – í Davos í Sviss. Óhætt er að segja að viðbrögðin séu blendin; fólk veit eiginlega ekki hvaðan á sig stendur veðrið. | |
| 15:26 | Fimm sem tengjast starfsemi Vélfags handteknir Fimm hafa verið handteknir í tengslum við rannsókn Héraðssaksóknara á starfsemi fyrirtækisins Vélfags. Einn þeirra er stjórnarformaður fyrirtækisins, Alfreð Tulinius. Hinir fjórir tengjast starfsemi fyrirtækisins á einn eða annan hátt.Aðgerðirnar standa enn yfir og litlar upplýsingar er að fá. Ekki hafa fengist svör um það að hverju rannsókn embættisins beinist.Heimildir fréttastofu herma að gerð hafi verið húsleit í morgun, meðal annars í höfuðstöðvum fyrirtækisins á Akureyri.Vélfag er eina íslenska fyrirtækið sem sætt hefur viðskiptaþvingunum vegna meintra tengsla við skuggaflota Rússlands.Fréttin hefur verið uppfærð. | |
| 15:20 | Framkvæmdaár í uppsiglingu „Það er mikið framkvæmdaár í uppsiglingu ef marka má þær upplýsingar sem komu fram á útboðsþinginu,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í kjölfar útboðsþings samtakanna sem var haldið í gær. | |
| 15:19 | Settu taugar í sporð hvals sem rak á land Hval rak á land í fjörunni við Illdranga í Ísafjarðardjúpi í gær. Var áhöfn varðskipsins Þórs kölluð út í kjölfarið. | |
| 15:15 | Stór hluti þjóðarinnar sá Ísland vinna Ungverjaland Ekki liggja fyrir endanlegar tölur hvað varðar áhorf á leik Íslands og Ungverjalands á Evrópumóti karla í handknattleik í gærkvöld þar sem Íslendingar höfðu betur í háspennuleik. | |
| 15:14 | Segir Breta hafa beitt Íslendinga hernaðaraðgerð í hruninu Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að Íslendingar hafi orðið fyrir efnahagslegri hernaðaraðgerð af hálfu Breta á tímum efnahagshrunsins 2008.Þetta fjallar hann um í nýrri grein sem birtist í bókinni Crisis in Context og snýr rannsókn Eiríks að því hvernig Bretar beittu sér í Icesave-deilunni á bak við tjöldin þegar þeir ákváðu að beita hryðjuverkalögum gegn Íslandi til þess að frysta eignir íslenskra banka.Hægt er að lesa grein Eiríks hérna. Hún er á ensku.„Rannsóknin gengur út á að skoða hvernig krísan feykir í burtu hinu alþjóðlega stofnanaumhverfi þar sem ríki geta beitt sér án þess lagaramma sem þau fylgja vanalega,“ segir Eiríkur sem segir að þetta hafi opnað tækifæri fyrir stærri aðila til að beita sér af hörku gegn minni aðilum, sem hafi verið raunin í tilfelli Ísl |