| 16:40 | Hækka verðmatið um fjórðung og mæla núna með kaupum í Högum Virðismat á Haga hefur verið hækkað umtalsvert eftir sterkt uppgjör smásölurisans, meðal annars vegnar lækkunar á áhættuálagi og væntinga um betri afkomu, samkvæmt nýrri greiningu. | |
| 16:35 | Tæknivæðing gróðurhúsa heldur áfram: 118 milljónum úthlutað Loftslags- og orkusjóður hefur úthlutað rúmlega 118 milljónum króna í styrki til orkusparandi verkefna í gróðurhúsum. Styrkirnir renna til 11 ylræktenda og miða að því að draga úr raforkunotkun, bæta orkunýtni og styðja við áframhaldandi tæknivæðingu íslenskra gróðurhúsa. Verkefnin snúa fyrst og fremst að innleiðingu LED-lýsingar og annars orkusparandi búnaðar, sem getur dregið úr raforkunotkun í […] The post Tæknivæðing gróðurhúsa heldur áfram: 118 milljónum úthlutað appeared first on Fréttatíminn. | |
| 16:35 | Minnst 11 látnir og áfram spáð miklum kulda Að minnsta kosti 11 manns hafa látið lífið í öflugum vetrarstormi sem hefur valdið tjóni á svæði sem nær frá Texas til New England eða svipað svæði og frá Íslandi til Spánar. | |
| 16:34 | Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Tilnefningarnefnd Íslandsbanka hefur auglýst eftir frambjóðendum til stjórnar bankans, aðeins einni viku eftir að ný stjórn bankans var kjörin á hluthafafundi. Ný stjórn verður kjörin á aðalfundi bankans þann 19. mars, sléttum tveimur mánuðum eftir að núverandi stjórn var kjörin. | |
| 16:19 | Mark Rutte: „Evrópa getur ekki varið sig án Bandaríkjanna“ „Ef einhver hér heldur að Evrópusambandið, eða Evrópa í heild sinni, geti varið sig án Bandaríkjanna, getið þið látið ykkur dreyma. Það er ekki hægt,“ sagði Mark Rutte framkvæmdastjóri NATO þegar hann ávarpaði Evrópuþingið í dag.Rutte sagði að til þess þyrftu Evrópuþjóðir að setja allt að 10% af landsframleiðslu í varnarmál. Þá þyrftu þær að verða sér úti um eigin kjarnorkuvopn og fjárfesta fyrir milljarða evra. Hann sagði jafnframt að Evrópa þyrfti á Bandaríkjunum að halda og á sama hátt þyrftu Bandaríkin á NATO að halda.Mark Rutte þegar hann ávarpaði Evrópuþingið í dag.EPA / Olivier Matthys | |
| 16:18 | Óvíst hvort Heiða þiggur 2. sætið og uppstillingarnefnd heldur fund Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri hefur ekki gefið út hvort hún þiggi annað sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar eftir að hún laut í lægra haldi gegn Pétri Marteinssyni í prófkjöri flokksins um helgina.Yrði einhver breyting á myndi ákvörðun þess efnis berast uppstillingarnefnd flokksins. Björk Vilhelmsdóttir, formaður nefndarinnar segir engar upplýsingar um slíkt hafa borist, en nefndin kemur saman í kvöld þar sem meðal annars verða rædd viðbrögð, taki Heiða ekki sætið.Róbert Marshall, aðstoðarmaður Heiðu Bjargar, sagði hana ekki hafa tekið ákvörðun og að hún myndi engin viðtöl veita að sinni.Fari svo, að Heiða þiggi ekki sæti á lista Samfylkingarinnar, færast þau sem eru í 3. - 6. sæti upp. 16 gáfu kost í sér í prófkjörinu en kosnin | |
| 16:18 | Jöklarnir rýrna aftur jafn hratt og um aldamótin Árið 2024-2025 reyndist íslenskum öklum þungt í skauti en þeir rýrnuðu um 15 milljarða tonna. | |
| 16:16 | Hafa borið kennsl á jarðneskar leifar Gvili Ísraelsher greindi frá því í dag að búið væri að bera kennsl á jarðneskar leifar Ran Gvili, síðasta gíslsins sem haldið var á Gasa, og flytja þær til Ísraels til greftrunar. | |
| 16:15 | Fékk áfall þegar hann sá fréttirnar: „Hann lét mér líða eins vel og mögulegt var“ Þegar Sonny Fouts sat heima hjá sér um helgina og horfði á fréttirnar í sjónvarpinu sá hann kunnuglegu andliti bregða fyrir. Fréttin var um ungan mann sem hafði verið skotinn til bana af fulltrúum bandaríska tolla- og innflytjendaeftirlitinu, ICE, í Minneapolis. Sonny, sem er fyrrverandi flughermaður, var fljótur að kveikja á perunni hvaðan hann þekkti Lesa meira | |
| 16:10 | Vélfagsmálið og þvingunaraðgerðir gegn Rússlandi: Ráðuneytið fylgist með útflutningi Utanríkisráðueytið segist fylgjast með því að íslensk fyrirtæki flytji ekki út vörur til Rússlands sem þau mega ekki flytja út vegna viðskiptaþvingana sem eru í gildi vegna stríðsins í Úkraínu. Ráðuneytið segist ekki hafa haft spurnir að því að íslensk fyrirtæki hafi flutt út vörur fyrir hergagnaiðnað í Rússlandi eða að útflutningsbönn hafi verið brotin með öðrum hætti. > Frá því að innrásarstríðið í Úkraínu hófst hefur ráðuneytið reglulega kallað eftir upplýsingum frá tollgæslusviði Skattsins varðandi útflutning á hátæknivörum og útflutningi til ríkja sem Rússar hafa nýtt til þess að sniðganga útflutningsbönn. Þetta kemur fram í svörum frá ráðuneytinu við spurningum um Vélfagsmálið svokallaða og þvingunaraðgerðir gegn Rússlandi. Vélfagsmálið er nú rannsakað sem sakamál eftir lögregluaðg | |
| 16:01 | Amaroq hækkað um 135% á fimm mánuðum Gengi Sjóvár, sem er meðal stærstu hluthafa Amaroq, hækkaði um 3% í dag. | |
| 16:00 | Verkalýðsfélag með stórtæk áform í miðbæ Hafnarfjarðar – Kaupa tvö hús, eina lóð og leysa úr erfiðum hnút Bæjarráð Hafnarfjarðar hefur samþykkt kauptilboð verkalýðsfélagsins Hlífar í tvö hús og eina lóð sem staðsettar eru í miðbæ bæjarins. Greiðir félagið 450 milljónir króna fyrir eignirnar. Í greinargerð með tilboðinu er lýst áformum um fjölbreytta starfsemi í eignunum en hluti þeirra verður gerður að íbúðum sem félagið ætlar sér síðan að selja en á lóðinni Lesa meira | |
| 15:48 | Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona Í dag eru 41 einstaklingar 100 ára og eldri og tveir þeirra eiga maka á lífi. Elsti núlifandi einstaklingurinn búsettur á Íslandi er kona fædd árið 1920 og er því 105 ára. Hún er búsett á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í samantekt Þjóðskrár um elstu Íslendingana. | |
| 15:46 | Fasteignagjöld hækkuðu víða umfram verðbólgu Mest hækkuðu fasteignagjöld á Reyðarfirði (Fjallabyggð), um 17,3%. Einungis á Selfossi lækkuðu gjöldin milli ára. | |
| 15:43 | Verjandi dregur vitnisburð dómara í efa í óvenjulegu dómsmáli Réttarhöld yfir Margréti Friðriksdóttur tóku á ný á sig óvænta mynd þegar verjandi hennar skrifaði grein á Vísi í dag þar sem hann leggur út af vitnisburði tveggja dómara við aðalmeðferðina yfir Margréti. Annar dómaranna kærði ummæli Margrétar um sig til lögreglu. Sú kæra varð til þess að Margrét var ákærð fyrir ærumeiðingar og aðdróttanir í garð dómarans.Áður höfðu réttarhöldin tekið óvænta stefnu þegar Barbara Björnsdóttir, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, sagði við aðalmeðferðina, að Margrét hefði lagt út af orðrómi um sig. Þann orðróm rakti hún til bréfs sem hún sagði meðdómara sinn hafa ritað, Barbara sagði að sá meðdómari hefði lagt sig í einelti í mestalla öldina.Uppákoman í aðalmeðferðinni var mjög óvenjuleg og það sama má segja um grein verjandans sem birtist í dag. SKOÐAR VITN | |
| 15:40 | „Margt óráðið í minni framtíð“ Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og áður Pírata, segir margt óráðið um sína framtíð eftir að niðurstöður prófkjörs Samfylkingarinnar í Reykjavík lágu fyrir um helgina. Dóra sóttist eftir 3.-4. sæti á lista en hafði ekki erindi sem erfiði. Hvort sem hún fái tækifæri til að taka sæti á lista eða ekki segist Dóra ætla að leggja hönd á plóg í kosningabaráttu Samfylkingarinnar í vor og segist styðja nýjan oddvita flokksins. | |
| 15:30 | Stofnaði stuðningshóp eftir að dóttir hennar lokaði á hana Laura Wellington er fjögurra barna móðir árið 1998 greindist eiginmaður hennar með krabbamein og lést nokkrum árum seinna. Wellington þurfti því að ala upp börn sín ein, en hún telur að hún hafi staðið sig ágætlega. Vissulega hafi hún gert mistök eins og allir foreldrar, en hún segist ekki veigra sér við að horfast í Lesa meira | |
| 15:29 | Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sextán manns leituðu aðstoðar Rauða krossins í Reykjanesbæ í gærkvöldi vegna eldsvoðans í fjölbýlishúsi við Vatnsholt í bænum í nótt. Ein fjölskylda var aðstoðuð með gistingu vegna brunans. | |
| 15:26 | Íbúðalán bankanna skruppu verulega saman og ekki verið minni um langt árabil Aukin samkeppni frá lífeyrissjóðunum á fasteignalánamarkaði og þrengri skilyrði fyrir verðtryggðum lánum átti meðal annars þátt í því að hrein ný íbúðalán viðskiptabankanna drógust saman um tugi prósenta í fyrra og hafa ekki verið minni að umfangi í meira en áratug. | |
| 15:20 | Horfa fremur til slots en evrunnar Stjórnvöld í Póllandi virðast ekki vera á hraðferð í átt að upptöku evru, enda efnahagur landsins sterkur og gjaldmiðillinn slot sagður eiga stóran þátt í þeirri stöðu. | |
| 15:19 | Jarðefnaeldsneyti á Space Völvö Rokksveitin Space Völvö (borið fram Volvo) á plötu vikunnar á Rás, hún heitir Fossil Fuel. Sveitin varð til upp úr vináttu, húmor og þörf strákanna fyrir að spila saman án pressu.Hugmyndin kviknaði í kaffihléi í vinnunni þegar hljómsveitarnafnið Space Völvö kom upp sem grín um pabba-stoner hljómsveit sem varð síðan að alvöru bandi. Hljómsveitin byggir tónlist sína á gömlum riffum og er fyrst og fremst saumaklúbbur til að fá útrás fyrir rokkið.Hljómsveitin er skipuð Þórhalli Ævari Birgissyni söngvara og gítarleikara, Eugéne Jean Philippe Pilard gítarleikara og söngvara, Hrafni Ingasyni gítarleikara, Eyvindi Þorsteinssyni bassaleikara og söngvarara og trommaranum Brynjari Ólafssyni.Space Völvö kom í hljóðstofu til Atla Más Steinarssonar og ræddi sitt fyrsta verk, Fossil Fuel. | |
| 15:15 | Mál Kaufmanns beint upp í Hæstarétt Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál Ivan Kaufmanns, eiganda Vélfags, gegn íslenska ríkinu. | |
| 15:13 | Segir áhrif styttingar bótatímabils á sveitarfélög óljós Frumvarp félags- og húsnæðismálaráðherra um breytingu á lögum um atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir fer að óbreyttu í fyrstu umræðu á þingi á morgun. Skiptar skoðanir eru um frumvarpið og í Þetta helst í dag er sjónum beint að þeim þáttum sem mest hefur verið deilt um, annars vegar að breyttum lágmarksskilyrðum fyrir rétti til atvinnuleysistrygginga og hins vegar styttingu bótatímabilsins, úr 30 mánuðum í 18.Frumvarp um breytingu á lögum um atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir fer að óbreyttu í fyrstu umræðu á þingi á morgun. Framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Austurlandi segir ekki búið að meta áhrif breytinganna á sveitarfélögin.Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að almenn þátttaka á vinnumarkaði sé talin ein þýðingarmesta leiðin til að koma í veg fyr | |
| 15:12 | Verð á gulli yfir 5.000 dollara á únsu í fyrsta skiptið Verðið á gullúnsu fór í 5.111 dollara á mörkuðum í Asíu í morgun. Únsa jafngildir 28,3 grömmum. Þar með er únsan í fyrsta sinn komin yfir 5.000 dollara. Óvissa um stöðuna í Bandaríkjunum er talin helsta ástæða hækkunarinnar síðustu vikur.Susannah Streeter, fjárfestingasérfræðingur hjá ráðgjafafyrirtækinu Wealth Club í Bretlandi, segir í samtali við AFP-fréttastofuna að gullverðið hafi hækkað afar hratt og stefni í að hækka enn meira. Ástæðan sé spenna í viðskiptum sem sé upprunnin í Bandaríkjunum og hafi vakið óróa með fjárfestum. „Fall Bandaríkjadollars spilar líka inn í. Hann hefur fengið annað högg þar sem áhyggjur fara vaxandi af áhrifum tolla, háum ríkisútgjöldum og verðbólgu á bandarískan efnahag. Það kallar á að fjárfestar endurskoði stöðu sína í Bandaríkjunum,“ segir Streeter.Grein | |
| 15:09 | Nýr vefur bætir upplýsingar um úrgangsmagn og flokkun Terra umhverfisþjónusta hefur sett í loftið nýjan þjónustuvef. Valgerður Sigrúnar Vigfúsardóttir, forstöðumaður viðskiptadeildar hjá Terra umhverfisþjónustu, segir að með nýja vefnum sé ætlunin að bæta upplifun viðskiptavina og gera þeim kleift að nálgast upplýsingar þegar þeim hentar. „Nýi þjónustuvefurinn gerir viðskiptavinum kleift að panta losun á ílátum óháð opnunartíma þjónustuvers og sýnir allar helstu upplýsingar Lesa meira | |
| 15:08 | Mikið viðbragð: Slökkviliðsmenn heyrðu öskur Íbúðin sem eldur kviknaði í seint í gærkvöldi í Vatnsholti í Reykjanesbæ er gjörónýt. Íbúinn sem tilkynnti eldinn var fastur inni í íbúðinni er slökkviliðið bar að garði. | |
| 15:06 | Stefán Einar um „landskjálftan mikla“ um helgina – „Annað eins hefur ekki sést í háa herrans tíð“ Fjölmiðlamaðurinn Stefán Einar Stefánsson segir að landskjálfti hafi farið um borgarpólitíkina um helgina og að annað eins hafi ekki sést í háa herrans tíð. Þar hafi borgarstjóranum sjálfum verið hafnað í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri laut í lægra haldi í prófkjörinu fyrir nýkratanum Pétri Marteinssyni sem vann oddvitaslaginn með sannfærandi sigri Lesa meira | |
| 14:59 | „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Rithöfundurinn Andri Snær Magnason og Hollywood-leikarinn David Duchovny tóku mynd af sér saman á Sundance-hátíðinni. Þeim hefur lengi verið líkt saman og voru valdir tvífarar í Fókus-blaði DV um aldamótin. | |
| 14:59 | Týndu tvífararnir sameinaðir á ný Rithöfundurinn Andri Snær Magnason og Hollywood-leikarinn David Duchovny tóku mynd af sér saman á Sundance-hátíðinni. Þeim hefur lengi verið líkt saman og voru valdir tvífarar í Fókus-blaði DV um aldamótin. | |
| 14:57 | Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Fasteignaskattprósenta lækkaði hjá meirihluta sveitarfélaga milli áranna 2025 og 2026. Hjá rúmlega þriðjungi sveitarfélaga er fasteignaskattasprósenta óbreytt milli ára en ekkert sveitarfélag hækkar. Þrátt fyrir það hækka fasteignagjöldin í langflestum tilvikum í krónum talið vegna hærra fasteignamats. | |
| 14:57 | Mamma Viggós: „Hann fann einhverja smugu" Ásgerður Halldórsdóttir, móðir Viggós Kristjánssonar, landsliðsmanns í handbolta, er að vonum stolt af syni sínum eftir að hann skoraði 11 mörk gegn Svíum í jafnmörgum skotum í gær og var valinn maður leiksins. | |
| 14:49 | Ryanair gerir ráð fyrir 8-9% verðhækkunum Um 37 milljarða króna sekt ítalska samkeppniseftirlitsins litaði uppgjör írska flugfélagsins. | |
| 14:49 | Sigurður Helgi kjörinn varaforseti Sigurður Helgi Pálmason, þingmaður Flokks fólksins, hefur verið kjörinn varaforseti Evrópuráðsþingsins. „Það er mikill heiður fyrir mig að fá að takast á við þetta verkefni. Ég geri það með auðmýkt og virðingu fyrir þessari merku stofnun,“ segir hann. | |
| 14:41 | Rekstrarstjórinn í Bláfjöllum heldur í bjartsýnina Skíðasvæðið í Bláfjöllum hefur búið við snjó- og frostleysi í vetur.Einar Bjarnason, rekstrarstjóri skíðasvæðisins, segist ekki muna eftir því að hafa áður fengið rigningu í þrjár vikur í desember.Hann segir umhleypingar í veðrinu undanfarna tvo mánuði vera óvenjulegar en vonast til þess að geta opnað svæðið sem fyrst.Hvorki hafa verið aðstæður til snjóframleiðslu, vegna hlýinda, og snjókoma hefur verið nánast engin. VORU TILBÚNIR Í OPNUN ÞEGAR HLÝINDIN BYRJUÐU Einar segir að skíðaveturinn hafi áður byrjað illa, áður hafi verið snjólaust í janúar en síðan hafi tekið við afbragðs skíðavetur þegar loksins fór að snjóa.Hann segir að í tvígang hafi starfsmenn svæðisins verið nánast klárir í fulla opnun en þá hafi hlýnað og snjórinn, sem var búið að framleiða, bráðnað.„Við vorum klárir í opn | |
| 14:30 | Segir bæjarstjóra víkja sér undan því að svara fyrir hrakningasögu Barnaskóla Kársness Jónas Már Torfason, frambjóðandi í oddvitasæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Kópavogi, segir að saga endurbyggingar Kársnesskóla sé hrakfallasaga sem bæjarstjóri víki sér undan því að svara fyrir. Þetta kemur fram í pistli á Facebook-síðu Jónasar: „Málefni endurbyggingar Kársnesskóla við Skólagerði, sem síðar fékk nafnið Barnaskóli Kársness, er hrakfallasaga frá upphafi. Hún er afleiðing vanrækslu á Lesa meira | |
| 14:30 | Segir íslensk yfirvöld hafa tekið að sér hlutverk skúrksins í máli rússnesku tvíburanna – „Er þetta það sem við viljum“ Valur Gunnarsson, rithöfundur og sérfræðingur í sögu Rússlands, segir að það hefði ekki kostað Ísland mikið að skrifa fallegan endi á hrakningasögu rússneskrar fjölskyldu. Íslensk yfirvöld hafi hins vegar valið hlutverk skúrksins í málinu. Vísir greindi frá því á sunnudag að rússneski andófsmaðurinn Gadzhi Gadzhiev væri fastur inni í lokaðri móttökustöð fyrir hælisleitendur í Króatíu. Lesa meira | |
| 14:30 | Myndskeið: Ítölsk hús á barmi hengiflugs Fleiri en þúsund manns hafa verið fluttir á brott á Sikiley eftir að fjögurra kílómetra langur klettur hrundi í óveðri og skildi hús eftir á barmi hengiflugs. | |
| 14:24 | Hlutabréf hækka í sjávarútvegsfélögum | |
| 14:22 | Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Ísraelski herinn segist hafa endurheimt líkamsleifar síðasta gíslsins sem enn var saknað á Gasa eftir hryðjuverkaárás og gíslatökur Hamas í október 2023. Nokkuð umfangsmikil leit hafði staðið yfir að Ran Gvili, sem var sá síðasti sem enn var saknað eftir að samkomulag um vopnahlé milli Ísraela og Hamas tók gildi í október síðastliðnum. | |
| 14:22 | Jarðneskar leifar allra gísla Hamas á Gaza fundnar Ísraelski herinn hefur tilkynnt að búið sé að bera kennsl á líkamsleifar Ran Gvili sem var gísl Hamas á Gaza. Fjölskylda hans hafi fengið þær afhentar til að búa undir greftrun. Líkamsleifarnar voru sóttar í sérstakri aðgerð hersins í gær.Þar með er búið að afhenda líkamsleifar allra látinna gísla. Síðustu gíslarnir sem voru á lífi voru afhentir eftir að samið var um vopnahlé í október. Þar með verður hægt að fara á annað stig friðaráætlunarinnar, sem felur meðal annars í sér afvopnun Hamas og annarra palestínskra hópa. Ísraelsmenn höfðu jafnframt boðað opnun landamærastöðvarinnar í Rafah fyrir hjálpargögn.Minningarreitur um árás Hamas á Ísrael.EPA / ABIR SULTAN | |
| 14:13 | Traust félög í mótvindi eftir áratug af ávöxtun „Að greiða of mikið fyrir hlutabréf getur gert jafnvel frábært félag að áhættusamri fjárfestingu.“ | |
| 14:10 | Tveir Norðmenn ákærðir fyrir mútugreiðslur í Kongó Tveir norskir ríkisborgarar hafa verið ákærðir fyrir stórfellda spillingu og alvarleg bókhaldsbrot fyrir mútugreiðslur í Lýðveldinu Kongó frá árinu 2016. | |
| 14:09 | „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ „Þetta eru áhugaverðar fréttir,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir um þau tíðindi morgunsins að Bjarni Benediktsson sé nú orðinn framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann mun þá væntanlega leiða kjaraviðræður fyrir hönd SA og hitta þar fyrir, ásamt öðrum, Sólveigu Önnu sem hefur gagnrýnt Bjarna harðlega. | |
| 14:01 | Keppast við að undirbúa loðnuvertíð Mikil spenna er að skapast fyrir loðnuvertíð og útgerðinar eru að undirbúa skip sín. Tvö skip halda á miðin í kvöld. | |
| 14:00 | Ætlaði sér að eyða eftirlaunaárunum á Wikipedia Fimmtudaginn 15. janúar varð frjálsa alfræðiritið Wikipedia 25 ára. Ólíkt öðrum alfræðiritum byggir Wikipedia á vinnuframlagi sjálfboðaliða sem hjálpast að við að skrifa greinar um allt milli himins og jarðar. Salvör Gissurardóttir, fyrrverandi lektor í upplýsingatækni, frá Vinum Wikipedia hefur skrifað á íslensku útgáfu Wikipedia í 20 ár.„Við þurfum að fjölga greinum,“ segir Salvör um stöðu Wikipedia á íslensku í samtali við Jóhannes Bjarka Bjarkason í Lestinni á Rás 1. Hún segir þó að stuttar, íslenskar greinar séu oft verðmætar vegna þess að þær tengi yfir í annað tungumál. „Wikipedia er líka máltækniverkfæri,“ bætir hún við um notagildi vefsíðunnar.Með tilkomu gervigreindar fækkar heimsóknum á ensku Wikipedia. Þó að áskorunin sem blasi við gervigreind sé ekki víðfeðm á íslensku máli he | |
| 14:00 | Auga fyrir auga og handleggur fyrir handlegg Skrattinn hittir ömmu sína þegar Ditte Jensen lendir í átökum við skipulagða glæpastarfsemi á Íslandi í Dönsku konunni. | |
| 14:00 | Sigurður Helgi kjörinn varaforseti Evrópuráðsþingsins Sigurður Helgi Pálmason, þingmaður Flokks fólksins, var í dag kjörinn varaforseti Evrópuráðsþingsins. Hann greinir frá þessu í færslu á Facebook-síðu sinni og segir það mikinn heiður að fá að takast á við þetta verkefni. „Ég geri það með auðmýkt og virðingu fyrir þessari merku stofnun.“Hann segir það hafa tekið sig tíma í upphafi að átta sig á hvernig hann gæti nýtt starf sitt sem þingmaður á alþjóðlegu verkefni. „En á þessu rúma ári hef ég komist að því að þrátt fyrir allt flækjustigið er Evrópuráðsþingið nákvæmlega staðurinn þar sem við eigum að vera.“Færsla Sigurðar Helga á Facebook.Facebook / Sigurður Helgi Pálmason | |
| 13:59 | Samfylkingin fer ekki eftir eigin trúarbrögðum Prófkjör Samfylkingarinnar fór fram um helgina. Heiðu Björgu Hilmisdóttur var hafnað, afgerandi. Undrun má sæta ef hún tekur sæti á listanum eftir þessa útreið. Menn vilja ekki starfskrafta hennar- skýr skilaboð. Ef Heiða Björg Hilmisdóttir tekur ekki sæti verða hrókeringar. VEGNA KYNJAKVÓTA. Tvíkynjahyggjan ræður. Það verða að vera þrjár KONUR og þrír KARLMENN í sex […] Greinin Samfylkingin fer ekki eftir eigin trúarbrögðum birtist fyrst á Nútíminn. | |
| 13:53 | Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fjöldi fríðra gesta var viðstaddur frumsýningu Galdrakarlsins í Oz í Borgarleikhúsinu um helgina. Forsætisráðherra, áhrifavaldur og aragrúi leikara var meðal viðstaddra. | |
| 13:46 | Eru bjartsýnir og búa skipið undir nótaveiðar Loðnuleit er lokið og fannst greinileg loðnuganga sem þétti sig bæði fyrir norðan og austan land. Það skýrist þó ekki fyrr en síðar í vikunni hvort nægjanleg loðna fannst til að hægt verði að auka kvótann.Mikið er í húfi því aukinn kvóti getur skilað milljörðum í þjóðarbúið. Nú þegar hefur verið gefinn út rúmlega 40 þúsund tonna kvóti en það skýrist ekki almennilega fyrr en loðnan þéttir sig og hefur hrygningargönguna umhverfis landið hve stór hrygningarstofninn er og hve mikið er óhætt að veiða. LOÐNAN ÞÉTTUST AUSTAN VIÐ LAND OG ÚTI FYRIR HÚNAFLÓA Fimm skip hófu leit fyrir viku og sigldu eftir ákveðnu leitarmynstri, bæði fyrir norðan og austan land. Tvö rannsóknarskip og þrjú veiðiskip útbúin bergmálsmælum fundu greinilega loðnugöngu sem þétti sig bæði austan við land og fyrir norðan; | |
| 13:45 | Frestun talningar myndi draga úr stemmningunni Ólafur Adolfsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur að skoða megi ýmislegt þegar kemur að talningu atkvæða í þingkosningum en bendir á að það að fresta henni fram á næsta dag myndi draga allverulega úr stemmningu tengdum þeim. | |
| 13:39 | Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Þau Eivydas Laskauskas, Kamile Radzeviciute og Egidijus Dambraukskas, sem öll eru frá Litáen, hafa þriggja ára og sex mánaða fangelsisdóma fyrir innflutning á miklu magni kókaíns, sem komið hafði verið fyrir inni í BMW-bíl. | |
| 13:36 | Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem leið? Spreyttu þig á Fréttatíunni til þess að komast að því. Sem fyrr er aðeins montréttur að launum fyrir góða frammistöðu. | |
| 13:33 | Hilmar sækist eftir 3. sæti í Hafnarfirði Hilmar Ingimundarson hefur gefið kost á sér í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði sem fram fer 7. febrúar næstkomandi. | |
| 13:30 | Nýjar upplýsingar um heilsu Michaels Schumacher koma fram Rúm tólf ár eru nú liðin frá því að Michael Schumacher, einn sigursælasti ökumaður í sögu Formúlu 1, slasaðist alvarlega í skíðaslysi í frönsku Ölpunum. Síðan þá hefur fátt verið gert opinbert um heilsufar hans, að ósk eiginkonu Schumachers, Corinnu, sem hefur staðið vörð um friðhelgi eiginmanns síns allt frá þessum örlagaríka degi í lok Lesa meira | |
| 13:30 | Kynjamisrétti innan Samfylkingarinnar Samfylkingin – jafnaðarflokkur Íslands segir hlutverk stjórnvalda vera að koma fram við almenning af virðingu og gæta jafnræðis í samfélagi þar sem allir einstaklingar geta notið hæfileika sinna á eigin forsendum. | |
| 13:29 | Ríkið fjárfestir í bandarísku námufyrirtæki Viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna semur um 1,6 milljarða dala fjármögnun USA Rare Earth. | |
| 13:14 | Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Vínbúð ÁTVR í Smáralind verður lokað fyrir sumarið. Þorgerður Kristín Þráinsdóttir forstjóri segir sölu hafa verið undir væntingum og því verði versluninni lokað. Starfsmönnum verður boðin vinna í öðrum vínbúðum og því verður engum sagt upp. | |
| 13:13 | ESB rannsakar X vegna kynferðislegra djúpfalsana Evrópusambandið hefur hafið rannsókn á samfélagsmiðlinum X, sem er í eigu Elons Musk, eftir að gervigreindarspjallmennið Grok bjó til kynferðislegar djúpfalsanir af konum og börnum. | |
| 13:11 | „ Við teljum okkur hafa staðið rétt að málinu stjórnsýslulega“ Nágrannar nýrrar sumarhúsabyggðar sem nú rís við Skaftafell segja að illa hafi verið staðið að kynningu á breytingum á skipulaginu og ekkert samráð haft við íbúa þegar fjöldi húsa var tvöfaldaður og húsin hækkuð.Þeir hafa kært sveitarfélagið Hornafjörð vegna framkvæmdanna.Sveitastjóri Hornafjarðar segir miður að íbúar upplifi sig ekki nægilega vel upplýsta um framkvæmdirnar.Sveitarfélagið hefur svarað kæru íbúa. TELUR AÐ STAÐIÐ HAFI VERIÐ RÉTT AÐ MÁLINU Sigurjón Andrésson er sveitarstjóri á Hornafirði. Hann segir að það sé nú í höndum úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála að kanna hvort að ferlið í kringum byggingu sumarhúsanna við Skaftafell hafi verið í samræmi við lög.„ Við teljum okkur hafa staðið rétt að málinu stjórnsýslulega.“Samkvæmt deiliskipulagi frá 2022 var heimilt að | |
| 13:02 | Sólveig Anna sjálfkörin sem áframhaldandi formaður Ný stjórn Eflingar mun taka við á aðalfundi þann 26. mars næstkomandi. | |
| 13:01 | Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Í síðasta þætti af Gott kvöld vakti eitt atriði sérstaka athygli og var það þegar Sveppi fór með besta vini sínum, Eiði Smára Guðjohnsen, á hárgreiðslustofu. | |
| 13:00 | Bubbi ósáttur við þáttaröð á RÚV – „Enginn talaði við mig“ Í gærkvöldi sýndi RÚV síðasta þáttinn af fjórum í þáttaröðinni Hljóðriti í hálfa öld. Um er að er heimildarþætti um sögu hljóðversins Hljóðrita í Hafnarfirði sem var stofnað árið 1975 og þar tóku margir af helstu tónlistarmönnum þjóðarinnar upp plötur sem fyrir löngu eru orðnar sígildar. Einn af þeim er Bubbi Morthens en hann gerir Lesa meira | |
| 13:00 | Strákar eru líka fólk og verðskulda virðingu Í nýlegum pistli á Eyjunni fjallar Jón Gnarr fjallar um umræðu sem reglulega blossar upp um stöðu drengja í samfélaginu og segir hana oft einkennast af alhæfingum, niðrandi orðræðu og skorti á skilningi. Hann varar við því að strákar séu afmennskaðir í umræðunni og gerðir að vandamáli fremur en fólki. Umræða sem aftengir fólk Jón […] Greinin Strákar eru líka fólk og verðskulda virðingu birtist fyrst á Nútíminn. | |
| 13:00 | Keyptu á annað þúsund bíla í fyrra Bílaleigan Blue Car Rental í Reykjanesbæ, ein af fjórum stærstu bílaleigum landsins, fór í mikla endurmörkun á síðasta ári og vinnu með vörumerkið. Það skilaði sér í tilnefningu sem besta vörumerki vinnustaðar með 50 starfsmenn eða fleiri hjá vörumerkjastofunni Brandr | |
| 13:00 | Trúði því varla þegar þau sungu „ole ole“ Sonja Steinarsdóttir úr Sérsveitinni, stuðningsmannaliði íslenska landsliðsins í handbolta, segist varla vera búin að jafna sig eftir stórsigur strákanna okkar á Svíum í Malmö í gær. | |
| 12:55 | Sólveig Anna sjálfkjörin sem formaður Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir verður áfram formaður Eflingar næstu tvö árin en listi uppstillingarnefndar og trúnaðarráðs Eflingar stéttarfélags til stjórnar félagsins fyrir kjörtímabilið 2026 til 2028 telst sjálfkjörinn. | |
| 12:50 | Margir undir áhrifum við stýrið um helgina Tuttugu og þrír ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og/eða fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. | |
| 12:47 | Sólveig Anna sjálfkjörin til áframhaldandi formennsku Framboðslisti sem uppstillingarnefnd og trúnaðarmannaráð Eflingar lagði fram til stjórnar er sjálfkjörinn þar sem ekkert annað framboð barst áður en frestur til þess rann út í hádeginu.Sólveig Anna Jónsdóttir verður áfram formaður stéttarfélagsins líkt og hún hefur verið með stuttu hléi frá 2018. Michael Bragi Whalley verður gjaldkeri. Auk þeirra voru sex kosin sem meðstjórnendur og tveir skoðunarmenn reikninga og einn varamaður að auki.Stjórnarkjör fer fram með þeim hætti að kosið er til helmings embætta á hverju ári. Því situr hálf stjórnin áfram. | |
| 12:45 | Suella Braverman gengur til liðs við Umbótaflokk Nigels Farage Suella Braverman, fyrrverandi þingmaður og utanríksiráðherra breska Íhaldsflokksins, hefur gengið til liðs við Umbótaflokk Bretlands (Reform UK).Nigel Farage, leiðtogi flokksins, tilkynnti þetta á kosningafundi í London í dag.Braverman sagði stuðningsmönnum sem voru á fundinum að henni liði eins og hún væri komin heim.Braverman er þriðji þingmaður Íhaldsflokksins í þessum mánuði sem gengur í raðir Umbótaflokksins. Áður höfðu Robert Jenrick og Andrew Rosindell boðað flokksskipti. TVISVAR REKIN ÚR EMBÆTTI INNANRÍKISRÁÐHERRA Braverman var innanríkisráðherra í ríkisstjórn Rishis Sunak, fyrrverandi forsætisráðherra. Hún var þó sett af eftir að hún skrifaði blaðagrein þar sem hún sakaði lögreglu um að draga taum vinstrisinnaðra mótmælenda gegn stríðinu á Gaza.Hún sagði lögreglu taka harðar á | |
| 12:42 | Einar sjálfkjörinn oddviti Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík, er sjálfkjörinn oddviti á lista flokksins til framboðs í sveitarstjórnarkosningunum í vor. | |
| 12:41 | Var í samskiptum við neyðarlínu föst inni í brennandi íbúðinni Kona liggur þungt haldin á gjörgæsludeild eftir að eldur kviknaði í íbúð hennar í fjölbýlishúsi við Vatnsholt í Reykjanesbæ í gær. Henni er haldið sofandi. Sjö hundar drápust í eldsvoðanum, einn lifði af og einn er enn ófundinn. Slökkvilið fékk tilkynningu um eldinn rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöld. Konan var þá föst í íbúðinni og var í samskiptum við neyðarlínuna.„Við fáum strax í fjarskiptin hvar viðkomandi sé og upplýsingar um að hún komist ekki út. Svo var það bara rétt um það leyti sem við erum að lenda á vettvangi að þá rofnar samtalið við neyðarlínuna og við fáum tilkynningu um það í fjarskiptin,“ segir Eyþór Rúnar Þórarinsson slökkviliðsstjóri á Suðurnesjum. KONA ÞUNGT HALDIN OG SJÖ HVOLPAR DRÁPUST Eyþór segir að gríðarlega mikill eldur hafi mætt slökkviliðsmönnum þegar þeir | |
| 12:40 | Halda væntanlega á loðnuveiðar í kvöld | |
| 12:39 | Hrund kemur ný inn í stjórn Dranga Á nýafstöðnum hluthafafundi Dranga, nýtt félag á smásölumarkaði og er eigandi Orkunni, Samkaupum og Lyfjaval, var Hrund Rudolfsdóttir kjörin í stjórn en hún var áður forstjóri Veritas og er stjórnarmaður í nokkrum skráðum fyrirtækjum. | |
| 12:37 | Ein í framboði og áfram formaður Sólveig Anna Jónsdóttir verður áfram formaður Eflingar stéttarfélags næstu tvö árin. Þá telst listi uppstillingarnefndar og trúnaðarráðs sjálfkjörinn. Þetta varð ljóst í hádeginu eftir að engir aðrir framboðslistar bárust. Ný stjórn tekur við á aðalfundi 26. mars. | |
| 12:37 | Sólveig Anna endurkjörinn formaður Sólveig Anna Jónsdóttir verður áfram formaður Eflingar stéttarfélags næstu tvö árin. Þá telst listi uppstillingarnefndar og trúnaðarráðs sjálfkjörinn. Þetta varð ljóst í hádeginu eftir að engir aðrir framboðslistar bárust. Ný stjórn tekur við á aðalfundi 26. mars. | |
| 12:32 | Segir nýja skattþrepið pólitík „af verstu gerð“ Hið nýja svokallaða „ofurskattþrep“ mun ná til 6.300 Dana en óvíst er hversu miklu það muni skila. | |
| 12:30 | Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Krambúðin býður nú lægra verð á 200 vörum í öllum búðum. Valdar hafa verið 200 vörur sem skipta heimilin í landinu máli og þær nú boðnar á sama verði og í Prís. | |
| 12:30 | Forstjóri tæknifyrirtækis handtekinn eftir að eiginkona hans fannst látin Forstjóri tæknifyrirtækisins Magmotor Technologies, Gordon Abas Goodarzi, var handtekinn á föstudaginn eftir að krufning leiddi í ljós að eiginkona hans, Aryan Papoli, var myrt. Papoli fannst látin í nóvember neðan við 23 metra háa vegfyllingu í Kaliforníu. Líkið var illa farið og reyndist erfitt að bera kennsl á það. Lögregla birti teikningu af því hvernig Lesa meira | |
| 12:26 | Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík, verður sjálfkjörinn á lista flokksins í Reykjavík til framboðs í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Magnea Gná Jóhannsdóttir borgarfulltrúi verður einnig sjálfkjörin í annað sætið. Aðrir fulltrúar verða kynntir á kjördæmisþingi Framsóknar þann 7 febrúar. | |
| 12:24 | Einar áfram oddviti Framsóknar í Reykjavík Línur skýrast ein af annarri fyrir borgarstjórnarkosningarnar 16. maí. Framsókn í Reykjavík auglýsti eftir framboðum, frestur rann út fyrir helgi og enginn bauð sig fram á móti Einari Þorsteinssyni oddvita sem þá er sjálfkjörinn. Magnea Gná Jóhannsdóttir borgarfulltrúi er sjálfkjörin í annað sætið. Aðrir fulltrúar verða kynntir á kjördæmisþingi 7. febrúar.„Ég er mjög þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt og samstöðu innan Framsóknar um hvernig við ætlum að halda inn í sveitarstjórnarkosningarnar í vor,“ segir Einar.Staða Framsóknar er gjörbreytt frá síðustu borgarstjórnarkosningum. Þá bætti flokkurinn verulega við sig, fékk fjóra fulltrúa kjörna undir forystu Einars en var ekki með neinn fulltrúa áður. Flokkurinn myndaði síðan meirihluta með Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn. Dagur B. | |
| 12:24 | Einar leiðir Framsókn áfram Línur skýrast ein af annarri fyrir borgarstjórnarkosningarnar 16. maí. Framsókn í Reykjavík auglýsti eftir framboðum, frestur rann út fyrir helgi og enginn bauð sig fram á móti Einari Þorsteinssyni oddvita sem þá er sjálfkjörinn. Þá er Magnea Gná Jóhannsdóttir borgarfulltrúi sjálfkjörin í annað sætið. Aðrir fulltrúar verða kynntir á kjördæmisþingi Framsóknar 7. febrúar.„Ég er mjög þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt og samstöðu innan Framsóknar um hvernig við ætlum að halda inn í sveitarstjórnarkosningarnar í vor,“ segir Einar.Staða Framsóknar er gjörbreytt frá síðustu borgarstjórnarkosningum. Þá bætti flokkurinn verulega við sig, fékk fjóra fulltrúa kjörna undir forystu Einars en var með engan áður. Flokkurinn myndaði síðan meirihluta með Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn. Dagur B. | |
| 12:20 | Sturla borinn til grafar Útför Sturlu Böðvarssonar, fv. bæjarstjóra Stykkishólms og fv. ráðherra, fór fram í Stykkishólmskirkju á laugardaginn. Mikið fjölmenni var við útförina. Sr. Gísli Gunnarsson, vígslubiskup á Hólum, jarðsöng og kór Stykkishólmskirkju söng við athöfnina og einsöngvari var Benedikt Kristjánsson. | |
| 12:18 | Hyggjast loka verslun í Smáralind ÁTVR hyggst loka áfengisverslun sinni í Smáralind innan nokkurra mánaða. Þorgerður Kristín Þráinsdóttir forstjóri stofnunarinnar segir ástæðuna vera þá að reksturinn hafi verið undir væntingum. | |
| 12:15 | Tim Walz: „Þetta eru vatnaskil“ Áfram var mótmælt í Minneapolis í Bandaríkjunum í gærkvöld en nú snerust mótmælin ekki aðeins um að lýsa andstöðu við aðgerðir innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna, ICE heldur var líka verið að heiðra minningu Alex Prettis, 37 ára gamals gjörgæsluhjúkrunarfræðings sem ICE-liðar skutu til bana um helgina.Mótmælendur báru skilti með áletrunum á borð við „hættið að drepa okkur,“ og, „nú er nóg komið. Út með ICE.“ Þá kröfðust þeir réttlætis fyrir drápið á Alex.Donald Trump kennir Demókrötum um að ICE-liðar skutu mann til bana í Minneapolis en segir að málið verði rannsakað. Ríkisstjóri Minnesota segir að nú séu vatnaskil og hvetur Trump til að kalla ICE-liða frá borginni.Undir þetta tók Tim Walz ríkisstjóri Minnesota á blaðamannafundi sem hann hélt í gærkvöld. „Þetta eru vatnaskil, Ba | |
| 12:14 | Halda til loðnuveiða í kvöld Reiknað er með því að tvö skip haldi til loðnuveiða frá Neskaupstað í kvöld, Barði NK frá Síldarvinnslunni og grænlenska skipið Polar Amaroq. Polar Amaroq kom með fyrstu loðnu vertíðarinnar til Neskaupstaðar síðastliðinn þriðjudag. | |
| 12:10 | Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Teymisstýra hjá Bjarkarhlíð segir dæmi um konur sem hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur sólarhringum. Vændi sé ekkert annað en kynferðislegt ofbeldi og þolendur séu í gríðarlega viðkvæmri stöðu. | |
| 12:10 | Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Leikkonan Natasha Lyonne opnaði sig upp á gátt á samfélagsmiðlum á dögunum þar sem hún segir frá því að hún hafi fallið eftir tæplega tuttugu ára edrúmennsku. Lyonne, sem fór í meðferð við heróínfíkn árið 2006, segir vonina alltaf vera til staðar. | |
| 12:09 | Kaldbakur og KEA koma á fót nýjum framtakssjóði Norðlensku fjárfestingafélögin Kaldbakur og KEA hafa gert með sér samkomulag um stofnun nýs framtakssjóðs sem á að fjárfesta í innlendum nýsköpunar- og vaxtarfyrirtækjum. | |
| 12:00 | Fyrsta íslenska grænmetissamyrkjubúið í Hlíðunum Danska konan Ditte Jensen vill að blokkin hennar verði leiðandi í sjálfbærni og komi upp fyrsta íslenska grænmetissamyrkjubúinu. | |
| 11:56 | Talningin ekki þannig geimvísindi Sigríður Á. Anderssen, þingflokksformaður Miðflokksins, sér í fljótu bragði ekki ríkar ástæður fyrir því að fresta talningu atkvæða í kosningum fram á næsta dag. Hún segir að menn megi ekki mikla talninguna fyrir sér og að ykilatriði sé að manna kjörstaði með reynslumiklu fólki. | |
| 11:55 | Jarðskjálfti á Reykjaneshrygg Jarðskjálfti 2,9 að stærð varð rúmlega fjóra kílómetra suðsuðvestur af Geirfugladranga á Reykjaneshrygg klukkan 11:31. Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir jarðskjálfta oft verða á þessu svæði. Þessi skjálfti sé ekki hluti af hrynu en sé sá stærsti sem hefur mælst það sem af er degi. | |
| 11:54 | Ákall um breytingar og mikilvægt að hlusta á grasrótina Frambjóðendur til formanns Framsóknarflokksins segja báðar að breytinga sé þörf. Ingibjörg Isaksen segir núverandi forystu hafa haft tækifæri til að reisa flokkinn við en ákall sé eftir samhentri forystu sem vinni með grasrótinni. Lilja Dögg Alfreðsdóttir segir Framsóknarflokk undir hennar forystu verða ólíkan Framsóknarflokki Sigurðar Inga. Þær voru gestir í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun.Nýr formaður Framsóknarflokksins verður kjörinn á flokksþingi flokksins 14. til 15. febrúar. BRÝNT AÐ FRAMSÓKNARFLOKKURINN NÁI EYRUM FÓLKSINS AFTUR Lilja er varaformaður flokksins en komst ekki inn á þing í síðustu alþingiskosningum.„Ég tel að það sé mjög brýnt fyrir efnahag þjóðarinnar og utanríkismál þjóðarinnar að Framsóknarflokkurinn nái aftur eyrum fólksins í landinu og við komumst aftur inn á | |
| 11:51 | Afkomuviðvörun frá Kaldvík og gengið sígur Hlutabréfaverð Kaldvíkur hefur lækkað um 7% í dag. | |
| 11:41 | Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Victoria Hart, 33 ára gömul þriggja barna móðir frá Bretlandi, var stungin til bana á heimili sínu á Spáni um helgina. Börn hennar voru heima þegar móður þeirra var ráðinn bani, en elsti sonur hennar sem er ellefu ára, mun hafa kallað eftir aðstoð. Sex ára tvíburadætur Hart voru einnig í húsinu en meintur árásarmaður er sagður hafa sjálfur gefið sig fram við lögreglu. | |
| 11:37 | Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Í hádegisfréttum fjöllum við um eldsvoðann sem varð í Reykjanesbæ í gærkvöldi. | |
| 11:37 | Eldsvoði í Reykjanesbæ og Bjarni til SA Í hádegisfréttum fjöllum við um eldsvoðann sem varð í Reykjanesbæ í gærkvöldi. | |
| 11:37 | Ísilagt Ljósavatn í vetrarstillu Vetrarstilla, frost, falleg sólsetur og vetrarkyrrð hafa einkennt fyrstu daga ársins á meðan veðurviðvaranir hafa látið minna fyrir sér fara. Enn sem komið er. Kristófer Óli Birkisson, tökumaður RÚV á Norðurlandi, tók þessar myndir af ísilögðu Ljósavatni í Þingeyjarsveit í fallegri vetrarbirtu. | |
| 11:35 | Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Félagið Eyjagöng ehf., sem undirbýr gerð jarðganga á milli lands og Eyja, hefur tryggt sér stóran hluta af 200 milljóna króna fjármögnunarmarkmiði sínu. Meðal þeirra sem þegar hafa greitt fyrir hlutafé eru Íslandsbanki, Ísfélagið og Vinnslustöðin. | |
| 11:35 | Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Benediktsson segir áhyggjuefni að það sé bakslag í baráttunni við verðbólguna og það sé krefjandi fyrir atvinnulífið að búa við hátt vaxtastig og hærri laun. Hann telur sína fortíð sína í pólitík ekki aftra sér í nýju hlutverki og telur að hann muni geta átt í góðum samskiptum við aðra leiðtoga innan atvinnulífsins, eins og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar. |