| 19:29 | Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Stefnt er að því að boða þjóðaröryggisráð til fundar á næstu dögum. Forsætisráðuneytið segir unnið að starfsáætlun vegna ársins 2026. | |
| 19:22 | Marseille - Liverpool | Salah er í byrjunarliðinu Það er Meistaradeildarkvöld í Frakklandi þar sem Marseille tekur á móti Liverpool sem gert hefur fjögur jafntefli í röð í ensku úrvalsdeildinni. Þrjú stig skilja liðin að í Meistaradeildinni, í 11. og 16. sæti. | |
| 19:10 | Una Björk Kjerúlf hlýtur Ljóðstaf Jóns úr Vör 2026 Ljóðið Framlag mitt í minningabanka nærri útdauðra ljóða eftir Unu Björk Kjerúlf hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör sem afhentur var við hátíðlega athöfn í Kópavogi í kvöld. Bæjarstjóri Kópavogsbæjar, Ásdís Kristjánsdóttir, afhenti Unu Björk ljóðstafinn.Ljóðstafur Jóns úr Vör er veittur af Menningar- og mannlífsnefnd Kópavogsbæjar. Fyrst var efnt til samkeppninnar árið 2002 í minningu skáldsins Jóns úr Vör. Alls bárust 305 ljóð í keppnina að þessu sinni en ljóðin mega ekki hafa birst áður og skulu send inn undir dulnefni.Sigrún Björnsdóttir hlaut önnur verðlaun fyrir ljóðið Vængur brýtur sér leið og þriðju verðlaun hlaut Jón Knútur Ámundason fyrir ljóðið Hamfarahlaup. Að auki hlutu fjögur ljóð sérstaka viðurkenningu dómnefndar: Sigrún Björnsdóttir fyrir ljóðið Alltaf í blaðinu, Bjargey Ólafsdóttir | |
| 19:10 | Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ „Ég held að það sem að fólk hafi aðallega verið að ræða um eftir þessa ræðu er þessi ruglingur með Ísland og Grænland. Og hvort hann sé að meina Grænland þegar hann segir Ísland eða hvort að Ísland þurfi að hafa áhyggjur af því sem hann er að segja. Ég held að það sé ekki alveg á hreinu.“ | |
| 19:10 | Neyðarbæklingur kynntur í Grænlandi Grænlenska landsstjórnin kynnti í dag svokallaðan neyðarbækling sem inniheldur leiðbeiningar um hvernig skuli bregðast við mögulegu neyðarástandi í landinu. | |
| 19:04 | Skoða að flytja ráðstefnuna frá Davos Forstjóri BlackRock vill sjá heimsviðskiptaráðstefnuna fara fram í borgum á borð við Detroit, Dublin, Jakarta og Búenos Aíres. | |
| 19:01 | Umfangsmiklar aðgerðir vegna rannsóknar á brotum Vélfags á þvingunaraðgerðum Héraðssaksóknari gerði húsleit í dag í höfuðstöðvum Vélfags á Akureyri og handtók starfsmenn fyrirtækisins. Rannsóknin beinist að brotum Vélfags á viðskiptaþvingunum sem það var beitt vegna meintra tengsla við Rússa. Í aðgerðum héraðssaksóknara í dag var gerð húsleit á allavega sex stöðum og fimm voru handteknir, ýmist starfsmenn eða stjórnarmenn Vélfags.Fjármunir fyrirtækisins voru frystir síðasta sumar vegna tengsla þess við Rússland.Héraðssaksóknari segir ekki unnt að veita frekari upplýsingar um málavöxtu að svo stöddu. Aðgerðir standa enn yfir. | |
| 19:00 | Vilja að Friðfinnur verði úrskurðaður látinn – Hvarf fyrir meira en þremur árum Fyrir dómi liggur mál sem varðar hvarf Friðfinns Freys Kristinssonar, sem hvarf þann 10. nóvember árið 2022. Liggur undir krafa um að hann verði úrskurðaður látinn. Friðfinnur var 42 ára gamall er hann hvarf. Hann hafði á yngri árum verið keppnismaður í sundi. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að hann hafði stungið sér til sunds Lesa meira | |
| 18:51 | Hafi ákveðið að tvöfalda framlagið vegna prófkjörs Meirihlutinn í borgarstjórn ákvað í gær að styrkja Félagsbústaði um 2,4 milljarða króna. Það er tvöfalt hærri upphæð en sú lágmarksupphæð sem starfshópur um fjárhagsstöðuna leggur til í nýrri skýrslu. Borgarfulltrúi og stjórnarmaður Félagsbústaða gagnrýnir að skýrslunni hafi verið haldið leyndri fyrir minnihlutanum. Málið lykti af prófkjörsbaráttu Samfylkingarinnar. | |
| 18:49 | Þjóðaröryggisráð kallað saman Stefnt er að því að boða þjóðaröryggisráð til fundar á næstu dögum er fram kemur í tilkynningu frá Forsætisráðuneytinu. | |
| 18:32 | Njarðvík - Keflavík | Bætist sjötta liðið í titilslaginn? Fimm lið eru jöfn að stigum á toppi Bónus-deildar kvenna í körfubolta og er Njarðvík í þeim hópi. Keflavík er svo aðeins fjórum stigum á eftir og því mikið í húfi í grannaslagnum í Reykjanesbæ í kvöld. | |
| 18:27 | Hyggjast ekki kæra Reykjavík þrátt fyrir lögbrot Birgir Finnsson, starfandi slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að Reykjavíkurborg verði ekki dregin til ábyrgðar þrátt fyrir að borgin, sem eigandi skemmu sem brann í Gufunesi, hafi reynt að semja sig frá því að sinna brunavörnum í húsinu í leigusamningi. | |
| 18:16 | Líklega rætt um Ísland í Hvíta húsinu nýlega Hernaðarsagnfræðingur telur að umræður um Ísland hafi átt sér stað í Hvíta húsinu nýlega. Það útskýri af hverju Trump minnist ítrekað á Ísland. | |
| 18:02 | Lars Løkke: Jákvætt að Trump beiti ekki hernum Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, segir það væru „jákvæð“ teikn að Donald Trump Bandaríkjaforsti hafi sagst vilja forðast hernaðaraðgerðir á Grænlandi í ræðu sinni á Alþjóðaefnahagsráðstefnunni í Davos fyrr í dag. | |
| 18:01 | Varnaruppbygging í formi stafræns fullveldis Framkvæmdastjóri íslenska skýjafyrirtækisins Atlas segir að 80% íslenskra stofnana hýsi mikilvæga þjónustu erlendis. | |
| 18:00 | Nauðgaði 13 ára stúlku, faldi hana í tjaldi fyrir barnavernd og gaf henni fíkniefni Héraðssaksóknari hefur ákært mann fyrir margvísleg brot gagnvart 13-14 ára stúlku árið 2024. Maðurinn er í fyrsta lagi ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot gagnvart barninu með því að hafa í fjölda skipta haft samræði og önnur kynferðismök við hana og nýtt sér þar yfirburði sína sökum aldurs og þroskamunar, sem og þess að stúlkan var Lesa meira | |
| 18:00 | Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Bandaríkjaforseti segist ekki ætla að taka Grænland með hervaldi. Hins vegar krefst hann viðræðna um eignarhald á eyjunni. Utanríkisráðherra Danmerkur hafnar öllum viðræðum. | |
| 17:56 | Hættu við lendingu í miðju aðflugi Flugvél Icelandair þurfti að hætta við lendingu í miðju aðflugi í Keflavík og fara í svokallað fráhvarfsflug. Vélin hafði flogið frá Arlanda í Stokkhólmi og kom til lendingar í Keflavík um þrjúleytið í dag. | |
| 17:53 | Fimm ára afmæli Ólátagarðs Þann 18. janúar 2021 klukkan ellefu á mánudagskvöldi hljómaði fyrsti þáttur Ólátagarðs í víðtækjum landsins. Í tilefni þess að fimm ár séu nú liðin var hinum upprunalegu ólátabelgjum smalað saman á ný og rifjað upp hvernig þátturinn kom til, hvað Andrés væri eiginlega að segja í upphafsstefinu og uppáhalds augnablik úr þáttagerðinni. Viðmælendur þáttarins voru Snæbjörn Helgi Arnarson Jack, Bjarni Daníel Þorvaldsson, Andrés Þór Þorvarðarson, Katrín Helga Ólafsdóttir og Örlygur Steinar Arnalds. | |
| 17:45 | Svíar í loftrýmisgæslu við Ísland í fyrsta sinn Um 110 liðsmenn sænska flughersins eru væntanlegir til landsins í næsta mánuði og munu sjá um loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins á Íslandi. Þetta er fyrsta loftrýmisgæsla Svía hér á landi. FYRSTA LOFTRÝMISGÆSLA SVÍA VIÐ ÍSLANDSSTRENDUR Flugsveit sænska flughersins er væntanleg til landsins í byrjun febrúar en þá hefst loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins á Íslandi. Þetta er fyrsta loftrýmisgæsla Svíþjóðar á Íslandi. Flugsveitin samanstendur af um 110 liðsmönnum og sex JAS Gripen orrustuþotum.Framkvæmd verkefnisins verður með sama fyrirkomulagi og undanfarin ár og í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun Atlantshafsbandalagsins fyrir Ísland. FLUGSVEITIR AÐILDARÍKJA NATO SINNA KAFBÁTAEFTIRLITI Flugsveitin tekur þátt í verkefninu ásamt starfsmönnum stjórnstöðva Atlantshafsbandalagsins í | |
| 17:43 | Mestu verðmætin í hugverkaréttindum Carbfix Ákvörðun var tekin um sölu Carbfix hf., dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, til þess að afla fjármagns og fá inn bæði þekkingu og viðskiptatengsl. Þetta segir Gylfi Magnússon, stjórnarformaður Orkuveitunnar, í samtali við fréttastofu. Viðskiptablaðið greindi frá því í gær að þrjú lokatilboð í dótturfélagið séu nú til skoðunar. Fyrirtækið hóf leit að fjárfestum fyrir um þremur árum.„Það er rétt að halda því til haga að það er líka til fyrirtæki sem heitir Carbfix ohf. sem heldur utan um hugverk og slíka þætti sem eru, að ég myndi segja, verðmætustu eignir fyrirtækisins á þessu stigi. Það verður áfram í eigu Orkuveitunnar að uppistöðu til,“ segir Gylfi. „VARLA RÉTTLÆTANLEGT“ AÐ ORKUVEITAN STANDI EIN AÐ FJÁRMÖGNUN Gylfi segir starfsemi Carbfix hf. felast frekar í því sem kalla megi daglega | |
| 17:34 | Fimm þúsund börn á fjögurra ára biðlista Um 70% sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga eru óánægðir með kjör sín og um 40% þeirra sem starfa á samningi við Sjúkratryggingar Íslands íhuga að hætta störfum. | |
| 17:34 | Enginn íslenskur fulltrúi í Davos Enginn fulltrúi á vegum íslenskra stjórnvalda, hvorki forsætisráðuneytisins né utanríkisráðuneytisins, sækir Alþjóðaefnahagsráðstefnuna í Davos að þessu sinni, samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytunum. | |
| 17:22 | Lýsir andrúmsloftinu í Davos eftir ræðu Trumps Ingibjörg Þórðardóttir, fyrrverandi fréttstjóri hjá BBC og CNN, er á alþjóðaefnahagsráðstefnunni í Davos. Þar er hún að vinna að málefnum hafsins, sem er ein megináhersla ráðstefnunnar í ár.Hún ræddi við fréttastofu um andrúmsloftið eftir ræðu Bandaríkjaforseta þar í dag. Þar vöktu orð Trumps um Ísland athygli, og spurningar, hvort hann hafi verið að meina Grænland.„Fólk er að segja bíddu, áttar hann sig á því að þetta eru tvö mismunandi lönd? Skilur hann hvað hann er að gera, eða er möguleiki á því að hann sé að tala um Ísland þegar við höldum að hann sé að tala um Grænland? Ég held að flestir haldi að þetta sé ruglingur,“ segir Ingibjörg.Hún lýsir því að þegar hún ræddi við fólk eftir ræðuna, og sagðist vera frá Íslandi, hafi viðbrögðin verið mismunandi.„Sumir fara að hlæja og segja: „Jæ | |
| 17:10 | Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Karlmaður hefur verið dæmdur til fjögurra mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir kynferðisbrot gagnvart fyrrverandi kærustu sinni. Hann gekkst við því að hafa birt nektarmyndir af henni á netinu eftir að hótað að gera það. Hann bar fyrir sig að hann hefði ýmist tekið myndirnar eða hún sent honum þær og því hefði hann mátt birta þær opinberlega. Dómari féllst ekki á þann málatilbúnað en sýknaði manninn hins vegar af broti í nánu sambandi, þar sem samband þeirra var ekki talið slíkt. | |
| 17:09 | Þurftu frá að hverfa í lendingu Hætta þurfti við lendingu í miðju aðflugi og beita svokölluðu fráhvarfsflugi þegar vél Icelandair frá Arlanda í Stokkhólmi kom til lendingar í Keflavík um þrjúleytið í dag. | |
| 17:03 | Ákærður fyrir húsbrot og tilraun til manndráps Ríkisborgari frá Kólumbíu hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps og húsbrot með því að hafa farið í heimildarleysi inn á heimili manns í Reykjavík og stungið hann ítrekað þar sem hann lá sofandi í rúmi sínu. Ákærða er gert að greiða þolanda fimm milljónir í miskabætur og greiðslu alls sakarkostnaðar. BRAUST INN OG STAKK SOFANDI MANN Héraðssaksóknari hefur ákært ríkisborgara frá Kólumbíu fyrir tilraun til manndráps og húsbrot, auk vopnalagabrots, sem framin voru í október í fyrra. Maðurinn er sakaður um að hafa farið í heimildarleysi inn á heimili manns í kjallaraíbúð í Reykjavík og inn í svefnherbergi hans þar sem hann lá sofandi, veist að honum og stungið hann endurtekið með hníf í höfuð og líkama.Í ákærunni segir að þolandi árásarinnar hafi vaknað og náð að standa upp en þá h | |
| 16:58 | Stöðva innleiðingu viðskiptasamnings við Bandaríkin Evrópuþingið bregst við hótunum Trumps um aukna tolla á nokkur Evrópuríki. | |
| 16:53 | X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Heimurinn fylgdist með ræðu Donalds Trump Bandaríkjaforseta á World Economic Forum í Davos í dag, þar sem hann ruglaði ítrekað saman Íslandi og Grænlandi. Háðfuglar á X voru fljótir að grípa gæsina. | |
| 16:50 | Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Helgi Magnús Gunnarsson, fyrrverandi vararíkissaksóknari, segist hafa leitað til miðilsins Önnu Birtu Lionaraki sem hann segir að hafi séð fyrir að hann þyrfti að leita til læknis. Tveimur mánuðum eftir miðilsheimsóknina hafi hann greinst með lífshættulega kransæðastíflu. | |
| 16:48 | Rökréttast að Trump hafi ruglast á Grænlandi og Íslandi Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar og þingmaður Viðreisnar, segir líklegt út frá samhengi ræðunnar að Bandaríkjaforseti hafi átt við Grænland þegar hann minntist ítrekað á Ísland á Alþjóðaefnahagsráðstefnunni í Davos í dag. | |
| 16:46 | Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Óskýrar útlínur mannshandar sem á vegg hellis í Indónesíu telja fornleifafræðingar vera elsta listaverk sögunnar. Þeir hafa aldursgreint verkið og álíta það vera að minnsta kosti 67.800 ára gamalt. | |
| 16:46 | Kallar forsætisráðherra vanþakklátan „Ég horfði á forsætisráðherrann ykkar, þar var ekki miklu þakklæti fyrir að fara,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti á efnahagsráðstefnunni og vísaði þar til erindis Marks Carney forsætisráðherra Kanada í gær. | |
| 16:45 | Al-Hol fangabúðirnar komnar undir sýrlenska stjórn Sýrlenski herinn fór inn í Al-Hol fangabúðirnar í morgun. Þar eru vistaðir ættingjar manna sem grunaðir eru um að hafa verið liðsmenn hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki. Kúrdískar sveitir hörfuðu þaðan í gær til þess að verja borgir í norðurhluta Sýrlands fyrir sýrlenska hernum. Það var áður en vopnahléi var lýst milli þeirra. Fréttamaður AFP á staðnum segir að fjöldi sýrlenskra hermanna hafi opnað járnhlið búðanna og farið inn á meðan aðrir stóðu vörð við innganginn. YFIR 6000 ERLENDAR KONUR OG BÖRN Al-Hol búðirnar eru í eyðimörk í Hasakeh héraði. Þar eru um 25 þúsund manns vistaðir, þar af fimmtán þúsund Sýrlendingar og um 6.300 erlendar konur og börn af 42 þjóðernum. Þetta eru stærstu fangabúðirnar sem vista grunaða hryðjuverkamenn. Kúrdískar hersveitir leiddu bará | |
| 16:33 | Samþykktu að setja 2,4 milljarða í Félagsbústaði Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn mótmæltu tillögunni á borgarstjórnarfundi í gær. | |
| 16:30 | Neglurnar eftir æfingu eru 10 sinnum óhreinni en klósettseta Það er gott fyrir heilsuna að mæta í ræktina og lyfta lóðum, á sama tíma er hætta á að smitast þar og dreifa sýklum. Ný rannsókn leiddi í ljós að bakteríur leynast undir nöglunum löngu eftir að æfingu lýkur. Sýni af fjórum einstaklingum sem höfðu lokið klukkustundar langri líkamsrækt sýndu bakteríumagn allt að tífalt meira Lesa meira | |
| 16:20 | Klístraður sesamkjúklingur Nýtt bókaár er hafið og með fyrstu bókum ársins frá Forlaginu er Létt og loftsteikt í Air Fryer Hollir réttir á hálftíma eftir Nathan Anthony. Þýðandi er Nanna Rögnvaldardóttir Hér heldur metsöluhöfundurinn og samfélagsmiðlastjarnan, Nathan Anthony, áfram að kenna heimiliskokkum að nota lofsteikingarpottinn til að reiða fram girnilegan heimilismat án fyrirhafnar og á örskömmum tíma, Lesa meira | |
| 16:16 | Starfsmönnum af fjórum skrifstofum sagt upp Sex starfsmönnum á fjórum skrifstofum mennta- og barnamálaráðuneytisins hefur verið sagt upp en á móti verða tvær nýjar skrifstofustjórastöður auglýstar. Stöðugildum ráðuneytisins fækkar því um fjögur. | |
| 16:15 | Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Leikna ævintýramyndin Mjallhvítar og hamfaramyndin War of the Worlds hlutu flestar tilnefningar til Razzie-verðlaunanna fyrir síðasta ár. Fjöldi Óskarsverðlaunahafa eru tilnefndir, þar á meðal Natalie Portman, Jared Leto og Robert DeNiro. | |
| 16:08 | Veiðifélög vara við að laxeldisfrumvarp gæti bakað ríkinu skaðabótaskyldu Landssamband veiðifélaga varar við því að nýtt frumvarp til laga um lagareldi festi sjókvíaeldi í opnum kvíum í sessi til framtíðar með tilheyrandi áhættu fyrir villta fiskistofna. Sambandið telur að orðalag í lögunum gæti bakað ríkinu skaðabótaskyldu ef eldi í opnum kvíum yrði takmarkað eða bannað.Landssamband veiðifélaga lýsir yfir miklum vonbrigðum með nýtt frumvarp til laga um lagareldi sem er í samráðsgátt. Formenn og félagar í veiðifélögum innan landssambandsins vilja stöðva stækkun sjókvíaeldis og fá tímasetta áætlun um hvenær hætt verði að ala frjóan fisk í opnum kvíum og fiskeldi fært í lokuð kerfi með ófrjóum fiski. Þetta kemur fram í ályktun fundar landssambandsins um helgina.Fundurinn vill jafnframt lögfesta friðunarsvæði og fella brott undanþáguheimildir sem gætu opnað á eldi | |
| 15:55 | Oculis hækkað um 29% í ár og aldrei verið hærra Hlutabréfaverð Oculis hækkað um 5,4% í dag. | |
| 15:52 | Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Donald Trump Bandaríkjaforseti fór um víðan völl í ræðu sinni í Davos í dag. Hann ítrekaði enn og aftur að Bandaríkin „verði“ að eignast Grænland og að hann kalli eftir „tafarlausum viðræðum“ um kaup Bandaríkjanna á Grænlandi. Hann hyggist þó ekki beita til þess valdi. Alla veganna í tvígang virðist sem Trump hafi ruglast á nöfnum Íslands og Grænlands. | |
| 15:45 | Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Lykilstjórnendur hjá Vélfagi hafa unnið að því að halda starfsemi gangandi í nýju félagi með því að kaupa búnað þess ódýrt. Þá hafa þeir fjarlægt tölvur úr húsnæði fyrirtækisins sem innihalda teikningar að vélum. Nokkrir starfs- og stjórnarmenn Vélfags voru handteknir í aðgerðum saksóknara í dag. | |
| 15:45 | „Hvað í fjáranum kom fyrir?“ Donald Trump Bandaríkjaforseti dró Emmanuel Macron forseta Frakklands sundur í logandi háðinu fyrir uppgerðarharðnaglastæla á efnahagsráðstefnunni í Davos í dag vegna sólgleraugna sem sá franski hefur haft á nefinu innan- sem utandyra. | |
| 15:42 | Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Áhöfnin á varðskipinu Þór var kölluð út í gær til að kanna aðstæður í fjörunni við Illdranga í Ísafjarðardjúpi en þar hafði dauðan búrhval rekið á land. | |
| 15:40 | Meirihluti Kænugarðs án rafmagns Um 4.000 byggingar í Kænugarði eru án hita og stór hluti borgarinnar er rafmagnslaus eftir umfangsmiklar árásir Rússa á orkuinnviði höfuðborgarinnar. | |
| 15:36 | Ákærður fyrir að nauðga táningsstúlku ítrekað Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir að nauðga stúlku ítrekað þegar hún var þrettán og fjórtán ára. Maðurinn er sakaður um að hafa stuðlað að því að stúlkan kæmi sér undan umsjá Barnaverndar og fyrir að hafa látið hana hafa fíkniefni.Maðurinn er ákærður fyrir brot gegn stúlkunni frá því í janúar fram í maí 2024. Þau framdi hann meðal annars heima hjá sér, í verslunarmiðstöð, utandyra og í tjaldi, samkvæmt ákæru. Hann er sagður hafa beitt hana ólögmætri nauðung og nýtt sér eigin yfirburði sökum aldurs- og þroskamunar og þess að stúlkan var háð fíkniefnum og lyfjum.Í ákæru segir að maðurinn hafi þrisvar fengið stúlkuna til að koma sér undan valdi og umsjá Barnaverndar Reykjavíkur auk þess sem hann hafi einu sinni gefið henni Oxycontin og hvatt hana til fíkniefnaneyslu.Saksóknari krefs | |
| 15:30 | Svarthöfði skrifar: Gamlir fóstbræður bregðast ei vondum málstað – átta sig ekki á því að þeirra heimur er horfinn Svarthöfða fannst það skemmtileg tilbreyting að fá fyrrverandi forseta lýðveldisins, Ólaf Ragnar Grímsson í Silfrið á mánudag að tjá sig um heimsmál og stöðu Íslands. Ansans ári hvað hann lítur vel út, það er eins og maðurinn eldist hreint ekki. Hárið reyndar orðið hvítt en að öðru leyti var ekki að sjá að á skjánum Lesa meira | |
| 15:30 | Áhyggjur af sjónmengun vegna tuga vindmylla sem til stendur að reisa skammt frá Þórshöfn Umfangsmiklar framkvæmdir við vindorkuver á Brekknaheiði og Sauðaneshálsi skammt austur af þorpinu á Þórshöfn á Langanesi eru nú í undirbúningi. Ætlunin er að orkuverið samanstandi af allt að 74 vindmyllum sem verði hátt í 210 metrar á hæð. Vindmyllurnar eiga að skila alls 532,8 megavöttum af orku. Skipulags- og umhverfisnefnd Langanesbyggðar telur að í mati Lesa meira | |
| 15:27 | Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda er einn þeirra sem tjáir sig um ræðu Donalds Trump Bandaríkjaforseta á ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) en þar voru margir þjóðarleiðtogar heims staddir – í Davos í Sviss. Óhætt er að segja að viðbrögðin séu blendin; fólk veit eiginlega ekki hvaðan á sig stendur veðrið. | |
| 15:26 | Fimm sem tengjast starfsemi Vélfags handteknir Fimm hafa verið handteknir í tengslum við rannsókn Héraðssaksóknara á starfsemi fyrirtækisins Vélfags. Einn þeirra er stjórnarformaður fyrirtækisins, Alfreð Tulinius. Hinir fjórir tengjast starfsemi fyrirtækisins á einn eða annan hátt.Aðgerðirnar standa enn yfir og litlar upplýsingar er að fá. Ekki hafa fengist svör um það að hverju rannsókn embættisins beinist.Heimildir fréttastofu herma að gerð hafi verið húsleit í morgun, meðal annars í höfuðstöðvum fyrirtækisins á Akureyri.Vélfag er eina íslenska fyrirtækið sem sætt hefur viðskiptaþvingunum vegna meintra tengsla við skuggaflota Rússlands.Fréttin hefur verið uppfærð. | |
| 15:20 | Framkvæmdaár í uppsiglingu „Það er mikið framkvæmdaár í uppsiglingu ef marka má þær upplýsingar sem komu fram á útboðsþinginu,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í kjölfar útboðsþings samtakanna sem var haldið í gær. | |
| 15:19 | Settu taugar í sporð hvals sem rak á land Hval rak á land í fjörunni við Illdranga í Ísafjarðardjúpi í gær. Var áhöfn varðskipsins Þórs kölluð út í kjölfarið. | |
| 15:15 | Stór hluti þjóðarinnar sá Ísland vinna Ungverjaland Ekki liggja fyrir endanlegar tölur hvað varðar áhorf á leik Íslands og Ungverjalands á Evrópumóti karla í handknattleik í gærkvöld þar sem Íslendingar höfðu betur í háspennuleik. | |
| 15:14 | Segir Breta hafa beitt Íslendinga hernaðaraðgerð í hruninu Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að Íslendingar hafi orðið fyrir efnahagslegri hernaðaraðgerð af hálfu Breta á tímum efnahagshrunsins 2008.Þetta fjallar hann um í nýrri grein sem birtist í bókinni Crisis in Context og snýr rannsókn Eiríks að því hvernig Bretar beittu sér í Icesave-deilunni á bak við tjöldin þegar þeir ákváðu að beita hryðjuverkalögum gegn Íslandi til þess að frysta eignir íslenskra banka.Hægt er að lesa grein Eiríks hérna. Hún er á ensku.„Rannsóknin gengur út á að skoða hvernig krísan feykir í burtu hinu alþjóðlega stofnanaumhverfi þar sem ríki geta beitt sér án þess lagaramma sem þau fylgja vanalega,“ segir Eiríkur sem segir að þetta hafi opnað tækifæri fyrir stærri aðila til að beita sér af hörku gegn minni aðilum, sem hafi verið raunin í tilfelli Ísl | |
| 15:05 | Myndskeið: „Hversu heimsk vorum við?“ Donald Trump Bandaríkjaforseti krefst tafarlausra samningaviðræðna um yfirráð á Grænlandi. Aðeins Bandaríkin geti tryggt öryggi Grænlands og Danir séu vanþakklátir fyrir aðstoð Bandaríkjanna í seinni heimsstyrjöldinni. | |
| 15:00 | Fleiri starfsmenn Vélfags handteknir Fjórir starfsmenn Vélfags hafa verið handteknir í tengslum við rannsókn héraðssaksóknara á starfsemi fyrirtækisins. | |
| 14:57 | „Ísland hefur þegar kostað okkur mikla peninga“ Donald Trump Bandaríkjaforseti minntist nokkrum sinnum á Ísland í ræðu sinni á alþjóðaefnahagsráðstefnunni í Davos í dag. Hann kenndi Íslandi um dýfu á bandarísku hlutabréfamörkuðum í gær og sagði Ísland hafa kostað Bandaríkin of mikinn pening. Óvíst er hvort hann hafi verið að meina Grænland þegar hann sagði Ísland. VIRÐIST RUGLAST Á GRÆNLANDI OG ÍSLANDI Trump fór yfir víðan völl í ræðu sinni sem beðið var með mikilli eftirvæntingu. Óljóst er hvort hann hafi ruglast á Grænlandi og Íslandi því hann virtist óvart nefna Ísland í stað Grænlands. Eftir að hafa farið yfir það hve miklu hann teldi Bandaríkin hafa áorkað í alþjóðamálum og hve margir hermenn Rússlands og Úkraínu hafi dáið sagði Trump að Bandaríkin væru að hjálpa NATO og Evrópu.„Þar til síðustu daga þegar ég sagði þeim frá Íslan | |
| 14:56 | Vill tafarlausar viðræður um Grænland Bandaríkjaforseti segist ekki ætla að beita hervaldi til að tryggja yfirráð yfir Grænland. | |
| 14:40 | „Ég hefði kannski bara lagst á gólfið og farið að gráta ef ég hefði vitað hvað hefði beðið mín“ Sváfnir Sigurðarson skrifaði og myndlýsti Brandarabílinn og ætlar að skrifa fleiri bækur í bókaflokknum Ævintýri í Bjarkarey. Hann ræddi hugmyndina, ferlið og framhaldið í Hvað ertu að lesa? á Rás 1. FÉKK INNBLÁSTUR FRÁ CHITTY CHITTY BANG BANG Sváfnir ætlaði að skrifa aðra barnabók en hún varð of mikilfengleg. Hann sneri sér þá að hugmyndinni um bíl sem gengur fyrir bröndurum. Hugmyndin kviknaði fyrir löngu síðan og lét hann aldrei almennilega í friði.Fyrir allmörgum árum las hann um ævintýrabílinn Chitty Chitty Bang Bang og fannst spennandi pæling að skrifa um ævintýrabíl. ÞRJÓSKAÐIST TIL AÐ MYNDLÝSA BÓKINA Eftir að hafa fengið útgáfusamning hjá Sölku ákvað Sváfnir að myndlýsa bókina líka. > Það var svona ákveðið skref af því ég hef alltaf haft gaman að því að teikna og myndskreyta | |
| 14:38 | Harmageddon | Hreðjatak öfgafemínismans Harmageddon Mál Guðbrandar Einarssonar í Viðreisn sýnir okkur að hverslag tak öfgafemínisminn hefur enn á íslenskri umræðu. Enginn þorir að koma manni til varnar sem er tjargaður, fiðraður og smánaður opinberlega fyrir það eitt að hafa hugsað um vændiskaup fyrir 14 árum síðan. Þá ræðum við einnig ásælni Trumps í Grænland og breytta skipan alþjóðamála. […] Greinin Harmageddon | Hreðjatak öfgafemínismans birtist fyrst á Nútíminn. | |
| 14:38 | Segist ekki ætla að beita hervaldi til að taka Grænland „Ef þið segið já munum við kunna að meta það. Ef þið segið nei þá munum við ekki gleyma því,“ sagði Donald Trump í ræðu sinni á heimsviðskiptaráðstefnunni í Davos, og vísaði þar til krafna hans um að Bandaríkin eignist Grænland. Hann sagði Bandaríkin hafa gert ótrúlega mikið fyrir Evrópu en ekki fengið neitt í Lesa meira | |
| 14:36 | Hluthafaspjallið | Skattagleði stjórnvalda mjög íþyngjandi fyrir hótelrekstur á Íslandi Hluthafaspjallið Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri Center-hótelkeðjunnar og formaður fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu, er hér í stórfínu viðtali í Hluthafaspjalli ritstjóranna. Kristófer hefur rekið hótel í Reykjavík í ríflega þrjá áratugi og þekkir þær miklu breytingar og áskoranir sem fylgja rekstrinum. Hann sá tækifæri í að byggja upp miðbæjarhótel í Reykjavík þar sem hann rekur núna […] Greinin Hluthafaspjallið | Skattagleði stjórnvalda mjög íþyngjandi fyrir hótelrekstur á Íslandi birtist fyrst á Nútíminn. | |
| 14:35 | Telur borgarstjóra hafa flýtt fjármögnun Félagsbústaða vegna prófkjörsbaráttu Meirihlutinnn í borgarstjórn hefur ákveðið að veita rúmum tveimur milljörðum til Félagsbústaða á næstu fimm árum. Borgarstjóra er falið að hafa milligöngu um málið. Borgarfulltrúi Framsóknarflokksins segir tillöguna hafa verið þvingaða fram. Ákveðið hafi verið að hunsa nýja skýrslu starfshóps í málinu. | |
| 14:35 | Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Meirihlutinnn í borgarstjórn hefur ákveðið að veita um 2,4 milljörðum til Félagsbústaða á næstu fimm árum. Borgarstjóra er falið að hafa milligöngu um málið. Borgarfulltrúi Framsóknarflokksins segir tillöguna hafa verið þvingaða fram. Ákveðið hafi verið að hunsa nýja skýrslu starfshóps í málinu. | |
| 14:35 | Trump slær saman Íslandi og Grænlandi „Hlutabréfamarkaðurinn okkar tók fyrstu dýfuna í gær vegna Íslands,“ sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í ræðu sinni á alþjóðaefnahagsráðstefnunni í Davos. Var það í miðri ræðu um af hverju Bandaríkin ættu að fá að kaupa Grænland. Sjá einnig Trump ætlar sér að ná Grænlandi: „Við erum stórveldi“ Virtist hann þarna slá saman Íslandi og Grænlandi, sem hann hefur lagt mikla... | |
| 14:35 | Myndskeið: Trump minntist ítrekað á Ísland Donald Trump Bandaríkjaforseti minntist að minnsta kosti fjórum sinnum á Ísland í ávarpi sínu á Alþjóðaefnahagsráðstefnunni í Davos, þar sem hann talar enn þegar þetta er ritað. | |
| 14:34 | Líkir Trump við eineltissegg á róló: „Allir þurfa að stappa niður fæti“ „Evrópuþjóðirnar gera alveg rétt í því að standa upp í hárinu á eineltisseggnum. Þetta er það sem við glímum við: Efnahagslegt einelti,“ segir ástrálski stjórnmálafræðingurinn Page Louise Wilson og vísar til Donalds Trumps og hótana hans um Grænlands. Hún segir að skýringarnar fyrir hótunum Trumps liggi í stjórnmálastöðunni í Bandaríkjunum en ekki í rökum sem snúast um varnar- eða utanríkismál bandaríska ríkisins.Page, sem starfar í Háskóla Íslands og sérfræðingur í málefnum Norðurslóða, heldur áfram: „Allir hlustendur þínir sem hafa reynslu af því að eiga við eineltissegg á róló vita hvernig maður á að eiga við svoleiðis: Allir þurfa að stappa niður fæti og standa saman sem einn. Þetta er það Evrópuþjóðirnar eru að gera,“ segir Page.Fjallað er um ásælni Donalds Trumps í Grænland og mat Pa | |
| 14:33 | Trump: Ísland ástæðan fyrir lækkunum á Wall Street Bandaríkjaforseti ruglaðist ítrekað á Íslandi og Grænlandi í ræðu sinni á Davos. | |
| 14:30 | Læknarnir Lára og Valgerður lýsa áhyggjum sínum – „Alls staðar rekst maður á áfengi“ „Líklega hefur aldrei verið jafn auðvelt að nálgast áfengi og nú,“ segja þær Lára G. Sigurðardóttir og Valgerður Rúnarsdóttir, læknar hjá SÁÁ, í aðsendri grein á Vísi. Þar viðra þær áhyggjur sínar af auðveldu aðgengi að áfengi hér á landi og telja tímabært að ræða málið af hreinskilni. Í grein sinni benda þær á að Lesa meira | |
| 14:29 | Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Mannanafnanefnd kom saman á fundi í gær og samþykkti sex ný nöfn á mannanafnaskrá. Þeirra á meðal eru karlmannsnafnið Friðálv og millinafnið Gletting. | |
| 14:22 | Átelur seðlabankastjóra fyrir vexti Scott Bessent fjármálaráðherra Bandaríkjanna sakar seðlabankastjóra sinn og landa, Jerome Powell, um að stjórnmálavæða Seðlabankann í skugga þrýstings ríkisstjórnar Donalds Trumps forseta á lækkun vaxta. | |
| 14:20 | Trump ætlar sér að ná Grænlandi: „Við erum stórveldi“ „Við erum stórveldi. Miklu meira stórveldi en fólk áttar sig á,“ sagði Donald Trump í ræðu sinni í Davos. Hann segist ekki ætla að beita hervaldi til að ná yfirráðum yfir Grænlandi, því hann þurfi þess ekki. „Það er sennilega stærsta yfirlýsingin, því fólk hélt að ég myndi beita valdi. Ég þarf ekki að beita valdi. Ég vil ekki beita... | |
| 14:10 | Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Síðastliðið mánudagskvöld var tilkynnt um innbrot á Akureyri. Skotvopnaskápur hafði verið brotinn upp í læstri geymslu í sameign og sex skotvopnum stolið þaðan. | |
| 14:04 | Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Fulltrúar fjárlaganefndar Alþingis eru staddir í París þar sem þeir heimsækja í vikunni nokkrar stofnanir til að kynna sér verklag við fjárlagagerð innan OECD og verkefni fjárlaganefndar Frakklands. Formaður nefndarinnar segir ferðina hafa verið mjög gagnlega til þessa. Aðeins einn fulltrúi stjórnarandstöðunnar er með í för en um tíma var útlit fyrir að enginn fulltrúi stjórnarandstöðunnar færi með. | |
| 14:02 | Tryggingafélögin búast við mörgum slysatilkynningum vegna hálkunnar Tryggingafyrirtæki búast við fjölgun slysa- og tjónatilkynninga á næstunni vegna hálkunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Tugir árekstra urðu í fljúgandi hálku á höfuðborgarsvæðinu í gær og álagið á bráðamóttöku Landspítalans var mjög mikið.Hrefna Kristín Jónsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Verði, segir fyrirspurnum hafa fjölgað og mikið að gera í símsvörun. Hjá VÍS bárust ekki fleiri tilkynningar í tengslum við hálkuna. Talið er líklegt að tilkynningar gætu borist næstu daga.Guðríður Harpa Ásgeirsdóttir, forstöðumaður hjá TM tryggingum, segir að í heimatryggingu sé slysatrygging fyrir hálkuslys. Almennt leiti fólk í eigin tryggingar ef það rennur í borgarlandi. Telji fólk að brotið hafi verið á því með lélegum hálkuvörnum breytist bótaábyrgðin.„Þá blasa við önnur og strangari skilyrði fyrir bót | |
| 13:53 | Nóbelsverðlaunahafar æstir í almyrkvahátíð á Hellissandi „Þetta er búið að vera mjög skrýtið. Við fáum reglulega: Hey, ég er með Nóbelsverðlaun í þessu. Má ég koma og vera með?“ sagði Jón Bjarni Steinsson í Morgunútvarpinu á Rás 2.Jón Bjarni sagði frá menningarhátíðinni Iceland Eclipse, sem fer fram á Hellissandi í ágúst og er að hans sögn dýrasti og flóknasti menningarviðburður Íslandssögunnar. Þann 12. ágúst 2026 verður almyrkvi á sólu sjáanlegur frá Íslandi í fyrsta sinn síðan 1954 og hátíðin er skipulögð í kringum hann.Hlustaðu á áhugavert viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.Spurður hvaðan hugmyndin er komin segir Jón Bjarni að þeim hafi ekki dottið þetta í hug. „Það var haft samband við okkur erlendis frá, frá Ameríkönum sem hafa haldið svona viðburði í kringum almyrkva áður. Við erum ráðin í vinnu af þessum útlendingum,“ sagði hann. | |
| 13:52 | Fengu upplýsingar um breytingarnar í fjölmiðlum Nefndarmenn allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis voru ekki upplýstir um skipulagsbreytingar og uppsagnir í mennta- og barnamálaráðuneytinu. | |
| 13:52 | Brutu upp skotvopnaskáp og stálu sex vopnum Brotist var inn í læsta geymslu í sameign húss á Akureyri og sex skotvopnum stolið þaðan. Þau voru í skotvopnaskáp sem var brotinn upp við innbrotið.Lögreglu var tilkynnt um innbrotið á mánudagskvöld og um nóttina voru þrír handteknir og ráðist í húsleit á tveimur stöðum. Lögregla fann eitt skotvopnanna strax í upphafi og hin fimm í gærkvöld. Búið er að yfirheyra þá sem voru handteknir og var þeim sleppt úr haldi að því loknu. Lögregla heldur áfram rannsókn innbrotsins.Lögreglan hefur staðið í ströngu á Akureyri undanfarið. Ellefu voru handteknir í tveimur stórum aðgerðum um helgina. Handtökurnar aðfaranótt þriðjudags bættust svo við. | |
| 13:49 | Guðrún og Sigríður ráðnar til Expectus Finance Expectus Finance hefur ráðið til sín tvo nýja ráðgjafa, Guðrúnu Valgerði Bjarnadóttur og Sigríði Dögg Sigmarsdóttir. | |
| 13:48 | Sex byssum stolið í innbroti Sex skotvopnum var stolið í innbroti á Akureyri á mánudag. Skotvopnaskápur í læstri geymslu í sameign var brotinn upp og sex skotvopn tekin úr honum. | |
| 13:42 | Gekk út á meðan Lutnick gagnrýndi Evrópu Forseti Seðlabanka Evrópu labbaði út á meðan viðskiptaráðherra Bandaríkjanna gagnrýndi versnandi samkeppnishæfni álfunnar. | |
| 13:42 | Tveir í fangelsi fyrir fíkniefnasmygl Tveir karlmenn voru á mánudag dæmdir í tíu mánaða fangelsi hvor fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot. Þeir reyndu að smygla 29 kílóum af marijúana til landsins þegar þeir komu frá Toronto í Kanada. Mennirnir voru handteknir við komuna til Keflavíkurflugvallar. Báðir játuðu sök og fóru fram á vægustu leyfilegu refsingu. Þeir tóku að sér að smygla efnunum hingað gegn greiðslu en áttu þau ekki sjálfir.Héraðsdómur Reykjaness.RÚV / Ragnar Visage | |
| 13:37 | Nýtt félag tekur yfir leiðarkerfi Strætós og þjónustu við viðskiptavini Sameiginlegt félag ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu tekur við hluta af rekstri Strætó á þessu ári. Leiðakerfi og samskipti við viðskiptavini flytjast til nýja félagsins en aksturshlutinn verður áfram hjá Strætó.Í uppfærðum samgöngusáttmála er kveðið á um að stofnað verði sameiginlegt félag ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um rekstur almenningssamgangna. Stýrihópur hefur mótað félagið, sem hefur ekki enn fengið nafn, og skipað stjórn. Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir að hlutverk Strætó breytist samhliða þessu.„Hluti verkefnanna sem hafa verið unnin hjá Strætó færast yfir í nýtt félag á þessu ári, líklega um mitt ár. Og það sem eftir er hjá Strætó er sá hluti sem hefur sinnt akstri en í kerfinu í dag eru þrír akstursaðilar, tveir verktakar og sí | |
| 13:35 | Brú yfir Helluvatn lokað tímabundið Brúnni yfir Helluvatn hefur verið lokað fyrir akandi umferð vegna nauðsynlegs viðhalds. Brúin er í tveimur hlutum og er staðsett þar sem Helluvatn mætir Elliðavatni, nærri Elliðavatnsbænum. | |
| 13:30 | Hörmulegar fréttir af unga piltinum sem var bitinn af hákarli Tólf ára pilti sem slasaðist alvarlega í hákarlaárás í Nielsen Park í Sydney á sunnudag er ekki hugað líf. Pilturinn, Nico Antic, missti mikið blóð þegar hann var bitinn illa í báða fætur. Mail Online greinir frá því að grunur leiki á að svokallaður nautháfur (e. bull shark) hafi ráðist á Antic þegar hann var Lesa meira | |
| 13:30 | Tæp 4.000 skemmtiferðaskip til Noregs 2025 Tæplega 4.000 skemmtiferðaskip fluttu um 1,6 milljónir farþega til norskra hafna árið 2025 sem er metár í slíkum komum samkvæmt tölum norsku siglingamálastofnunarinnar Kystverket. Voru einna flestar heimsóknanna til Ålesund. | |
| 13:30 | Sérstaklega óskynsamlegt fyrir Evrópu Háttsettur yfirmaður hjá Meta segir að það væri ekki í þágu Evrópu að bregðast við hótunum Donalds Trump Bandaríkjaforseta um tolla á lönd sem eru andvíg yfirtöku Bandaríkjanna á Grænlandi með því að beina spjótum sínum að bandaríska tæknigeiranum. | |
| 13:25 | Beint: Trump heldur ræðu í Davos Donald Trump Bandaríkjaforseti er lentur í Sviss eftir flug yfir Atlantshafið í morgun. | |
| 13:24 | Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt tvo karlmenn í tíu mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla samtals um 29 kílóum af marijúana til landsins. Þeir komu til landsins með flugi frá Toronto í Kanada í byrjun desember síðastliðnum. | |
| 13:22 | Borgin leitar að samstarfsaðilum Reykjavíkurborg leitar að samstarfsaðilum við uppbyggingu nýs íbúðarhverfis í Höllum í Úlfarsárdal. | |
| 13:12 | Mercosur-samningur ESB í klemmu Þingmenn á Evrópuþinginu í Strassborg samþykktu í morgun að vísa nýgerðum fríverslunarsamningi Evrópusambandsins við Mercosur-ríkin í Suður-Ameríku til Evrópudómstólsins, sem á að fara yfir lögmæti samningsins.Naumur meirihluti samþykkti þessa tillögu, 334 þingmenn gegn 224. Samningurinn, sem á að nema úr gildi 90% allra tolla milli verslunarsvæðanna, hefur verið mjög umdeildur í Evrópu. Aðeins nokkrir dagar eru síðan leiðtogar ESB skrifuðu undir við hátíðlega athöfn í Paragvæ.Talsmaður framkvæmdastjórnarinnar lýsir yfir vonbrigðum með þessa ákvörðun, á tímum þar sem Evrópusambandsríkin þurfi nauðsynlega aðgengi að nýjum mörkuðum.Frá undirritun samningsins á dögunum.EPA / JUAN PABLO PINO | |
| 13:05 | Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Brúnni yfir Helluvatn verður lokað fyrir akandi umferð frá og með deginum í dag vegna nauðsynlegs viðhalds. Áætlað er að framkvæmdir standi í fimm vikur. | |
| 13:04 | Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Anna Birta Lionraki er eftirsóttur miðill, bæði hér heima og erlendis. Hún uppgötvaði miðilshæfileikana á unglingsaldri og reyndi fyrst um sinn að afneita þessum eiginleika. Í dag lifir hún í sátt við sína tilveru, starfar sem miðill og lifir á því. | |
| 13:00 | Bandarísk yfirvöld hyggjast ákæra Don Lemon með svokölluðum Ku Klux Klan lögum eftir að hann réðst inn í kirkju í Minnesota Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur staðfest að verið sé að undirbúa ákærur gegn fjölmiðlamanninum og fyrrverandi fréttamanni CNN, Don Lemon, í tengslum við mótmæli sem trufluðu guðsþjónustu í kirkju í Minnesota um helgina. Samkvæmt yfirlýsingum stjórnvalda verður málsóknin meðal annars byggt á svonefndum Ku Klux Klan lögum frá árinu 1871. Sagður hafa tekið þátt í skipulögðum aðgerðum […] Greinin Bandarísk yfirvöld hyggjast ákæra Don Lemon með svokölluðum Ku Klux Klan lögum eftir að hann réðst inn í kirkju í Minnesota birtist fyrst á Nútíminn. | |
| 13:00 | Hættuleg líkamsárás í Grindavík Héraðssaksóknari hefur ákært þrjá menn fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem var framin aðfaranótt laugardagsins 3. júní 2023, bak við Hafnargötu 9 í Grindavík. Mennirnir þrír eru sakaðir um að hafa í félagi veist með ofbeldi að manni með því að hrinda honum þannig að hann féll í jörðina, og sparka og stappa ítrekað í höfuð Lesa meira | |
| 13:00 | Óli á Stað GK fiskar vel | |
| 12:59 | Gera athugasemdir við skilti í gluggum Ekki hefur verið ákveðið hvort Reykjavíkurborg heldur áfram í baráttu sinni gegn auglýsingaskiltum í gluggum bygginga. Morgunblaðið greindi frá því í desember síðastliðnum að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefði vísað frá erindi borgarinnar sem vildi að nefndin skæri úr um hvort uppsetning auglýsingaskilta innanhúss í gluggum bygginga væri háð byggingarleyfi. | |
| 12:44 | Stjórnarformaður Vélfags handtekinn Alfreð Tulinius, stjórnarformaður Vélfags, hefur verið handtekinn og fer með stöðu sakbornings. | |
| 12:35 | Kvartar til útvarpsstjóra yfir fréttaflutningi RÚV Lögmaður Þorsteins Más kvartaði sendi útvarpsstjóra bréf vegna nýlegs fréttaflutnings um Namibíumálið. |