| 09:41 | Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Sprengisandur er á sínum stað á Bylgjunni í dag en þar fær Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi til sín góða gesti og ræðir við þá samfélagsmálin sem brenna á þjóðinni. | |
| 09:41 | Mikilvæg skilaboð til Íslendinga frá Venesúelabúa á Íslandi Fyrir íslenska vini mína og vini mína, sem eru ekki frá Venesúela, eru þessi skilaboð til ykkar – frá Venesúelabúa sem hefur verið flóttamaður í meira en tíu ár. Ég var neyddur til að yfirgefa heimili mitt, hef ferðast til ýmissa landa og hef sífellt þurft að aðlagast upp á nýtt, aftur og aftur. Ekki […] Greinin Mikilvæg skilaboð til Íslendinga frá Venesúelabúa á Íslandi birtist fyrst á Nútíminn. | |
| 09:26 | Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Lögreglu hefur tekist að bera kennsl á lík sextán til viðbótar sem létust í eldsvoða á skemmtistað á skíðasvæðinu Crans-Montana á gamlárskvöld. Fjórtán ára svissnesk stúlka er meðal látinna. | |
| 09:23 | Snjókoma í kortunum Hægviðri verður á landinu í dag og á morgun, en þó þykknar upp á sunnudeginum og búast má við snjókomu eða éljum um norðanvert land á mánudag, einkum norðaustanlands.Frost verður á biliu eitt til tíu stig, kaldast inn til landsins, en dregur heldur úr frosti með deginum og hlánar sums staðar við norður- og vesturströndina.Seint á þriðjudag nálgast lægðardrag landið og þar með hverfur það hæðasvæði sem ríkt hefur yfir landinu síðustu daga á brott og við fáum yfir landið heldur kaldara loft en við höfum verið í.Á miðvikudag ganga skil inn á sunnanvert landið og útlit er fyrir hvassa vindstrengi og snjókomu þar. Annars hægari vindur og dálítil él eða snjókoma í öðrum landshlutum, einkum á Austurlandi. | |
| 09:18 | Erum óhræddir við klisjuna Danska konan heitir ný sjónvarpssería þeirra Benedikts Erlingssonar og Ólafs Egils Ólafssonar. Þar segir af danskri konu sem kemur eins og stormsveipur inn í íslenskt samfélag og af stað fer ótrúleg atburðarás. Trine Dyrholm fer á kostum sem danska konan. | |
| 09:02 | Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Óhætt er að fullyrða að enginn einn atburður í sögunni hafi gert garð Íslands eins og frægan og eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010. Öskugosið í toppgígnum ógnaði sveitabyggðinni við rætur fjallsins og raskaði flugumferð í Evrópu vikum saman. En gosið var jafnframt mikið sjónarspil, eins og sést á meðfylgjandi myndum sem teknar voru af Vilhelm Gunnarssyni, ljósmyndara Vísis, nokkrum dögum eftir að sprengigos hófst undir jökli í Eyjafjallajökli sjálfum. | |
| 09:02 | Meiri tekjur en minni hagnaður hjá bílaverkstæðum Öll stærstu bílaverkstæði landsins voru rekin með hagnaði á síðasta ári. | |
| 08:55 | Rauði krossinn hlúði að íbúum vegna eldsvoða í húsi í Breiðholti Eldur kviknaði í einbýlishúsi á Brúnastekk í Reykjavík um klukkan þrjú í nótt. Allar stöðvar slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins voru virkjaðar og slökkvistarfi var lokið eftir um tvær klukkustundir. Eldurinn einskorðaðist við eitt rými í húsinu en nokkrar reykskemmdir urðu á húsinu.Lárus Björnsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir engan hafa sakað. Ekkert liggi fyrir um eldsupptök.„Þegar tilkynningin kemur þá sendum við alla dælubíla á staðinn og alla lausa sjúkrabíla á vettvang til þess að hlúa að fólki. Einhverjir voru komnir inn hjá nágrönnum og svo endaði það þannig að Rauði krossinn tók við þeim einstaklingum sem voru í húsinu því húsið er óíbúðarhæft á eftir.“ | |
| 08:35 | Dregur heldur úr frosti í dag Í dag er gert ráð fyrir vestlægri eða breytilegri átt, 3-10 m/s, en 8-13 við norðvesturströndina. Þykknar víða upp og dálítil él á víð og dreif seinnipartinn, en yfirleitt bjart sunnan heiða. | |
| 08:34 | Oddvitaslagur milli Heiðu Bjargar og Péturs Oddvitaslagur Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor verður á milli Heiðu Bjargar Hilmisdóttur borgarstjóra og Péturs Marteinssonar, rekstrarstjóra og fyrrverandi knattspyrnumanns.Framboðsfrestur í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík rann út í gær. 17 gefa kost á sér á lista flokksins.Fjögur gefa kost á sér í 2. sæti, þau Bjarnveig Birta Bjarnadóttir, viðskiptafræðingur og stjórnandi hjá íslenska framleiðslufyrirtækinu Tulipop, Skúli Helgason borgarfulltrúi, Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, ráðgjafi hjá samskiptafyrirtækinu Aton og Magnea Marinósdóttir stjórnmálafræðingur.Fimm sækjast eftir 3. sæti, þar á meðal Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi, sem sagði skilið við Pírata í desember og gekk til liðs við Samfylkinguna. Hver verða í framboði í prófk | |
| 08:27 | Þykknar upp og snjóar Vestlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s, en 8-13 við norðvesturströndina. Þykknar víða upp og dálítil él á víð og dreif seinni partinn, en yfirleitt bjart sunnan heiða. | |
| 08:18 | Segjast bæði hafa tekið við völdum Hæstiréttur Venesúela hefur skipað Delcy Rodríguez, varaforseta ríkisins, að taka við embætti forseta meðan Nicolás Maduro er í haldi Bandaríkjamanna. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í gær að Venesúela yrði undir stjórn Bandaríkjamanna þar til valdaskipti gætu orðið með öruggum hætti. | |
| 08:02 | Morð, nauðgun, kraftaverk, hjónaskilnaðir og Forrest Gump Þegar viðtölin eru tekin í Áskorun á Vísi er oft hlegið en líka grátið. Jafnvel hvoru tveggja í senn. | |
| 08:00 | „Ég gerði alveg í því að taka mér krókaleiðir í átt að kaffivélinni bara til að hitta sem flesta“ „Það sem hefur komið mér mest á óvart tengist kannski náminu sjálfu heldur bara að búa í útlöndum,“ segir sviðshöfundurinn Magnús Thorlacius sem hóf meistaranám í leikstjórn við LAMDA í London í haust. Hann segist aldrei hafa upplifað sig sem jafn mikinn Íslending áður.„Ég hef aldrei talað með jafn miklum íslenskum hreim eða jafn mikið um Ísland. Þegar ég er farinn að útskýra einhverja orðabrandara eða málfræðireglur á íslensku þá veit ég að ég er kominn aðeins of langt og þarf að stoppa mig af. Áramótaheitin mín eru kannski að reyna að tala minna um Ísland þarna úti.“Ásamt að flytja til Englands og byrja í nýju námi ákvað Magnús að gefa út leikverk sitt Skeljar, sem hann setti upp í Ásmundarsal í febrúar 2025, út á prenti. Bókin kom út á Þorláksmessu og því má segja að hann hafi rétt svo | |
| 08:00 | Ólst upp við listamannslíf og laus við kassahugsun Þórdís Hólm Filipsdóttir er barn listamanna. Móðir hennar er Vigdís Grímsdóttir rithöfundur og faðir hennar er Filip Woolford, myndlistarmaður og skipasmiður. Hún á albróður sem er fimm árum eldri. Og hálfbróður í gegnum föður. Þórdís var þriggja ára þegar fjölskyldan flutti til Danmerkur þar sem móðir hennar þreif Den Danske Bank á daginn og skrifaði á nóttunni og faðir hennar... | |
| 07:51 | Grunaður um ólöglega dvöl og ók farþegum án leyfa Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í nótt erlendan karlmann fyrir að stunda farþegaflutninga í atvinnuskyni án tilskilinna leyfa og fyrir brot á reglum um aukin ökuréttindi. | |
| 07:48 | Skór og forvörn ársins Huginn og Muninn gera upp árið sem var að renna sitt skeið. | |
| 07:30 | Kvartaði yfir mismunun og stjórnarskrárbrotum í heilbrigðiskerfinu Umboðsmaður Alþingis hefur lokið meðferð sinni á kvörtun sem ónefndur einstaklingur lagði fram til embættisins. Vildi viðkomandi meina að sá verðmunur sem væri á verði á myndgreiningu hjá opinberum stofnunum í heilbrigðiskerfinu og einkastofum, sem væru ekki með samning við ríkið um þjónustuna, bryti í bága við stjórnarskrá Íslands. Vildi kvartandinn meina að þessi ólögmæta Lesa meira | |
| 07:30 | Þess vegna hrjáir þetta afar hvimleiða vandamál frekar konur en karla Iðraólga (e. Irritable Bowel Syndrome) er samansafn mjög hvimleiðra og krónískra einkenna í meltingarvegi sem lýsa sér einkum í krömpum, vindgangi, uppþemdum kvið, hægðatregðu eða niðurgangi og óþægindum eftir máltíðir. Konur eru mun líklegri til að þjást af iðraólgu en karlar og ný rannsókn bendir til að eina helstu ástæðu þess sé einkum að finna Lesa meira | |
| 07:30 | Háar upphæðir í endurgreiðslur Mörg hundruð milljónir króna voru greiddar úr ríkissjóði á nýliðnu ári vegna sjónvarpsefnis sem sýnt er í Ríkissjónvarpinu. RÚV hefur á síðustu árum í auknum mæli keypt efni af sjálfstæðum framleiðendum sem eiga kost á að fá hluta framleiðslukostnaðarins endurgreiddan | |
| 07:28 | Eldur kviknaði í íbúðarhúsi í Breiðholti Eldur kviknaði í íbúðarhúsi við Brúnastekk í Breiðholti í nótt, en slökkviliðinu barst tilkynning um eldinn um klukkan hálf þrjú. | |
| 07:27 | Lögregla lokaði áfengissölustað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lokaði útsölustað áfengis í nótt vegna brots á reglugerð um smásölu og veitingar áfengis. | |
| 07:23 | Haldið er til hafs í stærsta straumi „Veðurspáin er góð og tunglið er fullt. Í hafi er stærsti straumur sem oft veit á góða veiði. Þegar aðstæður eru svona er frábært að fara á sjóinn,“ segir Björgvin Örn Jóhannsson skipstjóri á Snæfelli EA 210 | |
| 07:22 | Hæstiréttur skipar varaforseta að taka við völdum Hæstiréttur Venesúela hefur fyrirskipað að Delcy Rodriguez, varaforseti landsins, taki við völdum eftir að Bandaríkjamenn handsömuðu forseta landsins og fluttu úr landi, á sama tíma og árásir voru gerðar á höfuðborgina Caracas í fyrrinótt. | |
| 07:07 | Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins Þrjár nýjar göngubrýr verða lagðar yfir Elliðaár neðst í Elliðaárdal á árinu til að endurheimta eldri gönguleið sem fylgdi gamla hitaveitustokknum yfir árnar. Brúnum fylgir 250 metra langur göngustígur sem liggja mun þvert yfir árkvíslar skammt ofan við veiðihús Elliðaánna en neðan við Toppstöðina. | |
| 06:28 | Eldur kviknaði í einbýlishúsi Slökkviliðsmenn að slökkva eldinn í húsinu.AðsentEldur kviknaði í einbýlishúsi á Brúnastekk í Reykjavík í kringum klukkan þrjú í nótt. Allar stöðvar slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins voru virkjaðar og slökkvistörfunum var lokið eftir um tvær klukkustundir. Nokkrar reykskemmdir urðu á húsinu og íbúarnir urðu að finna sér annan næturstað. Eldurinn einskorðaðist við eitt rými í húsinu. Ekkert liggur fyrir um eldsupptök. | |
| 04:39 | Flokkur hersins með afgerandi forystu í Mjanmar Samstöðu- og þróunarflokkurinn (USDP), stjórnmálaflokkur sem nýtur stuðnings mjanmarska hersins, er með afgerandi forystu í fyrstu opinberu tölum sem birtar hafa verið í fyrsta áfanga þingkosninga í Mjanmar. Flokkurinn hefur unnið 90 prósent þingsætanna sem búið er að úthluta.Þingkosningar fóru síðast fram í Mjanmar árið 2020, en þá vann Lýðræðisfylkingin (NLD), flokkur Nóbelsverðlaunahafans Aung San Suu Kyi, afgerandi sigur á móti Samstöðu- og þróunarflokknum. Herinn neitaði hins vegar að viðurkenna niðurstöðu kosninganna og lét fangelsa Aung San Suu Kyi, sem hafði farið með völd í Mjanmar frá árinu 2016. Herforingjastjórn hefur síðan þá farið með stjórn í landinu og hefur átt í vök að verjast vegna uppreisnarhreyfinga sem hafa lagt undir sig stóra hluta Mjanmar. Herinn hefur snúið vörn í | |
| 03:31 | Hæstiréttur Venesúela skipar varaforsetanum að taka við völdum Hæstiréttur Venesúela skipaði varaforseta landsins, Delcy Rodríguez, á laugardagskvöld að taka við völdum um stundarsakir á meðan Nicolás Maduro forseti er fjarverandi. Bandarískir hermenn námu Maduro á brott ásamt eiginkonu hans fyrr um daginn eftir að hafa gert sprengjuárásir víðs vegar um landið. Hann hefur verið fluttur til New York, þar sem Bandaríkjamenn hyggjast rétta yfir honum fyrir „eiturlyfjahryðjuverk“.Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að Rodríguez yrði „taka að sér og fara með, til bráðabirgða, alla eiginleika, skyldur og völd sem felast í forsetaembættinu [...] til að tryggja samfellu í stjórnsýslunni og yfirgripsmikla vörn þjóðarinnar“. Hæstirétturinn lýsti því þó ekki yfir að Maduro væri varanlega horfinn úr forsetaembættinu. Ef forseti verður ófær um að gegna embætti | |
| 02:13 | Khamenei segir að hart verði tekið á „óeirðaseggjum“ Ali Khamenei æðstiklerkur Írans lét þau orð falla á laugardag að harkalega yrði tekið á „óeirðaseggjum“ í landinu.Að minnsta kosti tíu manns hafa þegar verið drepnir í fjöldamótmælum gegn írönskum stjórnvöldum síðustu vikuna. Khamenei tjáði sig í fyrsta sinn um mótmælin í ávarpi til áheyrendahóps í Teheran sem sýnt var í ríkissjónvarpinu á laugardag.Í ávarpinu gerði Khamenei greinarmun á fólki sem hefði fjölmennt út á götur til að mótmæla hruni íranska ríalsins og á „óeirðaseggjum“. „Við tölum við mótmælendur, embættismenn verða að tala við þá. En það er enginn tilgangur í að tala við óeirðaseggi. Óeirðaseggi verður að knésetja.“Khamenei fullyrti jafnframt, án þess að færa fram sérstök gögn því til stuðnings, að erlendir andstæðingar Írans ættu þátt í að egna til mótmælanna. „Fjöldi fólks | |
| 23:38 | Sara Björg vill 3. sætið í Reykjavík Sara Björg Sigurðardóttir, fyrsti varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í borgarstjórn Reykjavíkur, sækist eftir umboði Samfylkingarfólks í 3. sæti listans í flokksvali í Reykjavík 24. janúar. | |
| 23:33 | Segir hernaðarviðveru Breta og Frakka nauðsynlega fyrir friðarsamkomulag Volodymyr Zelenskyj Úkraínuforseti segir nauðsynlega forsendu friðarsamkomulags í stríðinu við Rússland vera að erlendir hermenn fái að hafa viðveru á úkraínskri grundu. „Hernaðarviðvera skiptir okkur tvídæmalaust miklu máli,“ sagði Zelenskyj. „Og vafalaust eru ekki allir tilbúnir í þetta [...] En viðveran er einn mikilvægasti liðurinn og jafnvel tilvist bandalags hinna viljugu veltur á því hvort þeir eru reiðubúnir til að auka viðveru sína.“Eftir fund með ráðgjöfum vestrænna leiðtoga í Kænugarði vísaði Zelenskyj sérstaklega til Bretlands og Frakklands í þessu samhengi. Ekki væri unnt að fallast á öryggistryggingar í friðarsamkomulagi án þeirra.„Bretland og Frakkland eru formenn bandalagsins,“ sagði Zelenskyj. „Hernaðarviðvera þeirra er skilyrði,“Zelenskyj benti á að aðeins kæmi fyllilega | |
| 23:25 | Maduro lentur í New York Nicolas Maduro, forseti Venesúela og Cilia eiginkona hans lentu um tíuleytið í kvöld á Stewart-flugstöð bandaríska þjóðvarðliðsins í New York. | |
| 23:20 | Valdamenn á Kúbu og Kólumbíu ættu að hafa áhyggjur Íbúar Kúbu hafa þurft að þjást í mörg ár að sögn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta sem segir að samtal muni eiga sér stað um landið. | |
| 22:45 | Skilur eftir fleiri spurningar en svör Mikil óvissa ríkir um stöðuna í Venesúela eftir ummæli Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á blaðamannafundi í Mar-a-logo í Flórída í dag. | |
| 22:41 | Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Nicolás Maduro forseti Venesúela og Cilia Maduro eiginkona hans eru komin til New York-borgar. Bandarísk herþota með forsetahjónin hlekkjuð um borð er lent á Stewart-flugherstöðinni. | |
| 22:20 | Tilbúin að verja Venesúela Delcy Rodriguez, varaforseti Venesúela, segir stjórnvöld reiðubúin að verja landið eftir aðgerð Bandaríkjahers í nótt. | |
| 21:59 | „Tími frelsisins“ runninn upp í Venesúela Nóbelsverðlaunahafinn, María Corina Machado, lýsir því yfir að „tími frelsisins“ sé runninn upp í Venesúela. | |
| 21:55 | „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna fordæmir árás Bandaríkjanna á Venesúela og segir hana afdráttarlaust brot á alþjóðalögum. Hún segir viðbrögð Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra til skammar. | |
| 21:52 | Kerecis aðstoðar fórnarlömb brunans Íslenski heilsuvöruframleiðandinn Kerecis mun auka framleiðslu sína til að aðstoða fórnarlömb sem brunnu í miklum eldsvoða í Sviss á dögunum. | |
| 21:35 | Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík Í dag leið framboðsfrestur í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík. Þannig er orðið ljóst að einhverjir eftirfarandi einstaklinga verða á listum Samfylkingarinnar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara í vor. | |
| 21:30 | Táningsdrengur var myrtur árið 1984 og kærustu hans nauðgað – málið nú loks upplýst Árið 1984 var ráðist á ungt par í Kaliforníu. Hinn 18 ára gamli Terry Arndt var skotinn til bana og kærustu hans var nauðgað. Það var svo loksins í desember, rúmlega 40 árum eftir martröðina, sem hinn seki var loksins dreginn til ábyrgðar. Roger Neil Schmidt játaði sök í málinu þann 1. desember á síðasta Lesa meira | |
| 21:20 | „Mér finnst gott að hann sé farinn“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir ekki óvænt að Bandaríkjamenn hafi náð í Nicolas Maduro forseta Venesúela.Hún segir Íslendinga innan mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna ítrekað gagnrýnt Venesúela og síðast þegar efast var um lögmæti kosninga Maduro á síðasta ári.„Mér finnst gott að hann sé farinn.“Hún undirstrikar það sem kollegar hennar þvert yfir Evrópu segja: að það verði að virða alþjóðalög og fara að þjóðarrétti.Hún segir Maduro hafi stjórnað Venesúela svipað og Hugo Chávez gerði með einræðisatburðum og brotið á mannréttindum og borgaralegum réttindum.Þorgerður vonar að næsti tími hjá Venesúela verði tími lýðræðislegra umbreytinga, þannig að það verði hugsað um mannréttindi, frelsi og fyrst og síðast um lýðræði sem skortir á.„Við erum öll á svipuðum nótum, við er | |
| 21:20 | Leik lokið: Tindastóll-Valur 99-108 | Valssigur í framlengingu Valsmenn héldu sigurgöngu áfram þegar þeir sóttu sigur í Síkið á Sauðárkróki í kvöld í fyrstu umferð Bónusdeildar karla í körfubolta á nýju ári. Valur vann níu stiga sigur á heimamönnum í Tindastól, 108-99, en úrslitin réðust í framlengingu. | |
| 20:49 | Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Þór Þorlákshöfn vann afar öruggan 30 stiga sigur er liðið tók á móti ÍA í 12. umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í kvöld, 105-75. | |
| 20:35 | Stein Olav vill fjórða sætið Stein Olav Romslo hefur ákveðið að bjóða sig fram og sækjast eftir fjórða sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fram fer þann 24. janúar. | |
| 20:33 | Grunuð um manndráp af gáleysi í tengslum við brunann í Sviss Sakamálarannsókn er hafin á frönskum hjónum sem reka Le Constellation-barinn, í Crans-Montana í Sviss, þar sem 40 létust og 119 slösuðust í eldsvoða á nýársnótt. Svissnesk yfirvöld greindu frá þessu í dag.Jacques og Jessica Moretti eiga og reka Le Constellation. Þau eru grunuð um manndráp af gáleysi, íkveikju af gáleysi og að valda líkamstjóni af gáleysi, að sögn saksóknara í Sviss.Þeir lögðu áherslu á að þau væru álitin saklaus nema sekt yrði sönnuð fyrir dómi.Yfirvöld í Sviss sögðu í gær að upptök eldsins mætti rekja til áramótablysa sem haldið hefði verið of nálægt viðarlofti inni á staðnum. Mikið hefur verið rætt um hvort aðstæður inni á Le Constellation hafi verið í samræmi við öryggiskröfur.Saksóknarar segja það vera meðal þess sem er til rannsóknar. Jacques Moretti hélt því fram við | |
| 20:27 | Drekanum lokað í Þorlákshöfn Stigahúsið upp í rennibrautina, sem nefnist Drekinn, er tólf metra hátt og kostnaður við hana nam um hundrað og fimmtíu milljónum. Rennibrautin var opnuð 20. desember.Í Facebook-hópi íbúa Þorlákshafnar og í Ölfusi hafa skapast umræður vegna fjölda slysa sem hafa orðið í rennibrautinni. Íbúar lýsa meðal annars meiðslum í baki og mögulegum heilahristingi.Í rennibrautinni taka sundgestir nokkrar beygjur áður en þeir koma inn í keilu þar sem farið er í nokkra hringi áður en ferðinni lýkur með því að sturtast niður um endaop. Keilan er hallandi svo að gestir fái meiri upplifun af hringsnúningnum inni í henni.Rennibrautinni hefur verið lokað og hollenskir framleiðendur hennar skoða mögulegar ástæður slysanna. | |
| 20:10 | Bandaríkin farið á svig við alþjóðalög Aðgerðir Bandaríkjamanna í Caracas, höfuðborg Venesúela, í nótt fóru á svig við þjóðarrétt og alþjóðalög að sögn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. | |
| 20:05 | Birkir Ingibjartsson gefur kost á sér Birkir Ingibjartsson, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík, hyggst bjóða sig fram í flokksvali flokksins sem fram fer 24. janúar næstkomandi. | |
| 20:00 | Stal hverjum einasta eyri frá afa og mömmu svo þau urðu að leita til hjálparstofnana 33 ára gamall breskur maður í Plymouth á Englandi, Ashley Partingon, hefur verið dæmdur í 30 mánaða fangelsi fyrir fjársvik, auk þess sem hann hefur verið úrskurðaður í nálgunarbann gagnvart afa sínum og ömmu, hjónum um áttrætt. Réttarhöld yfir manninum í Plymouth fyrir nokkrum dögum leiddu í ljós að hann hefði ógnað afa sínum og Lesa meira | |
| 19:49 | „Forræðishyggja og miðstýring er of mikil í kerfinu“ Skuldabréfamarkaður hér á landi er stærri en hlutabréfamarkaður. Að auki hefur ávöxtun fyrirtækjaskuldabréfa verið almennt hærri en hlutabréfamarkaðar. Því hefur frekar borgað sig að lána fyrirtæki en að slást í eigendahópinn.Snorri Jakobsson, hagfræðingur og greinandi hjá Jakobsson Capital, segir Ísland of háð skammtímafjármögnun. Skortur á innviðauppbyggingu og ónæg fjárfesting í nýsköpun sé því ekki tilviljun.„60% fjármögnunar í íslenskum krónum er til skamms tíma. Það hefur afleiðingar. Það þýðir það að 60% af skuldum í íslenskum krónum er á gjalddaga á næstu 12 mánuðum. Það hefur afleiðingar vegna þess að við reiðum okkur mikið á bankafjármögnun. Bankafjármögnun hentar til dæmis mjög illa fyrir nýsköpun. Þetta er ekki gott og ekki í samræmi við það sem við hefðum átt að læra af bankah | |
| 19:42 | Einn heppinn miðahafi Miðinn var keyptur á lotto.is. | |
| 19:25 | Gætu þurft að grípa aftur til svipaðra aðgerða Einhverjar líkur eru á því að Bandaríkjamenn muni þurfa að grípa til aðgerða líkt og þeirra sem gripið var til í Venesúela í nótt á nýjan leik að sögn Dans Caines, æðsta herforingja Bandaríkjanna. | |
| 19:24 | Declan Rice var hetjan þegar Arsenal náði sex stiga forskoti Arsenal sótti þrjú stig á suðurströndina í ensku úrvalsdeildinni í dag þrátt fyrir martraðarbyrjun á móti Bournemouth. | |
| 19:23 | „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra vonar að árás Bandaríkjanna á Karakas, höfuðborg Venesúela, og handtaka þeirra á forseta landsins Nicolás Maduro, verði til þess að einræðisstjórn Maduro víki fyrir lýðræðislegum umbreytingum. Hún sagði árásina hafa verið vel heppnaða, þaulhugsaða og vel æfða og vildi ekki fordæma hana. Hún sé í samskiptum við norræn starfsystkin sín. | |
| 19:15 | Borgar sig ekki að leika sér að eldinum Nicolas Maduro forseti Venesúela hafði fullt af tækifærum til að sleppa undan árásum Bandaríkjamanna að sögn Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna. | |
| 19:00 | Nágrannaerjur um skolplögn sem fór beint niður um mitt loft í íbúð á jarðhæðinni Þó að það sé gott að eiga góða granna er ekki þar með sagt að það sé alltaf gott að eiga granna. Þetta ætti kærunefnd húsamála að þekkja vel enda tekur hún gjarnan fyrir deilur eigenda íbúða í fjölbýlishúsum. Á dögunum birti nefndin úrskurð sem hún felldi í desember og kennir þar ýmissa grasa. Eitt Lesa meira | |
| 18:31 | Þór Þ. - ÍA | Barist við botninn Þór tekur á móti ÍA í Þorlákshöfn í botnbaráttuslag í Bónus-deild karla í körfubolta. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og er sýndur beint á Sýn Sport Ísland 5. | |
| 18:31 | Ármann - Álftanes | Mikilvægur leikur fyrir bæði lið Ármann mætir Álftanesi í Laugardalshöll í Bónus-deild karla í körfubolta. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og er sýndur beint á Sýn Sport Ísland 4. | |
| 18:31 | Stjarnan - KR | Hörku viðureign í Garðabæ Stjarnan tekur á móti KR í Bónus deild karla í körfubolta. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og er sýndur beint á Sýn Sport Ísland 3. | |
| 18:31 | Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Stjarnan tekur á móti KR í Bónus deild karla í körfubolta. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og er sýndur beint á Sýn Sport Ísland 3. | |
| 18:31 | Tindastóll - Valur | Stórleikur á Sauðárkróki Tindastóll tekur á móti Val á Sauðárkróki í Bónus-deild karla í körfubolta. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og er sýndur beint á Sýn Sport Ísland 2. | |
| 18:30 | Pútín niðurlægður eftir að Úkraína sveik úr honum fé með því að sviðsetja andlát herforingja The Daily Beast greinir frá því að úkraínskur herforingi hafi heldur betur niðurlægt andstæðinga sína í Rússlandi er hann sviðsetti sitt eigið andlát til að sækja fé sem rússnesk stjórnvöld höfðu lagt til höfuðs honum. Að sögn Daily Beast var um að ræða rúmlega 64 milljónir. Frá þessu greindu stjórnvöld Úkraínu í vikunni. Um er Lesa meira | |
| 18:19 | Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Konan sem lést eftir að hafa orðið fyrir vörubifreið á bílaplani Sláturfélags Suðurlands á Hvolsvelli þann 30. desember síðastliðinn hét Ragnheiður Hrund Ársælsdóttir. Ragnheiður Hrund var 34 ára gömul og búsett á Hvolsvelli. Mbl greinir frá. Sjá einnig: Lét lífið í slysi á Hvolsvelli Bæna-og minningarstund verður haldin í Oddakirkju á morgun klukkan 16. „Þar Lesa meira | |
| 18:16 | „Hvað er besta leiðin til að breyta þessari stöðu?“ Dylan Herrera alþjóðastjórnmálafræðingur og doktorsnemi segir Venezuelabúa vilja frið og alvöru lýðræði. Bandaríkjaher gerði loftárásir á Venesúela í morgun og handsamaði forseta landsins, Nicolas Maduro og eiginkonu hans, og flutti þau úr landi.„Ég held að Venezúelabúar vilji vera í friði. Það er ekki til með þessa ríkis[stjórn]. Það er ekki til með Bandaríkin og innrásina. Ég held að nú sé tími til að hugsa - hvað er besta leiðin til að breyta þessari stöðu?“ segir Dylan.„Ég held að við þurfum að spyrja okkur núna að hvert er markmiðið með þessari ógn, hvað er markmiðið fyrir Bandaríkin? Vilja Bandaríkin taka Maduro og senda hann í fangelsi fyrir fíkniefnamál?“ spyr Dylan og veltir því upp hvort tilgangurinn geti verið raunverulega að Bandaríkjastjórn vilji hafa áhrif á nýja stjórn í Ven | |
| 18:15 | „Hreinn kjarkur, þrautseigja og dýrð“ „Bandaríkin eru mætt aftur,“ að sögn Petes Hegseth, stríðsmálaráðherra Bandaríkjanna. Hann segir engan forseta hafa sýnt eins mikið hugrekki og Donald Trump. | |
| 18:06 | Banaslys á Biskupstungnabraut Einn lést í umferðarslysi sem varð á Biskupstungnabraut skammt frá Þrastarlundi í dag. | |
| 18:04 | Banaslys á Biskupstungnabraut Einn er látinn eftir alvarlegt umferðarslys á Biskupstungnabraut þar sem tveir bílar lentu saman í dag. Hinn látni var ökumaður annarrar bifreiðarinnar. Alls voru þrír einstaklingar í bifreiðunum og voru tveir fluttir til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi: „Upp úr klukkan hálf tvö í dag barst tilkynning Lesa meira | |
| 18:03 | Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Konan sem lést eftir að hafa orðið fyrir vörubíl á bílaplani Sláturfélags Suðurlands á Hvolsvelli að kvöldi 30. desember hét Ragnheiður Hrund Ársælsdóttir. | |
| 17:56 | Senda stærstu olíufélög heims til Venesúela Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að Bandarikin muni sjá um að stjórna Venesúela nú þegar Nicolas Maduro hefur verið steypt af stóli. | |
| 17:54 | Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Konan sem lést eftir að hafa orðið fyrir vörubifreið á bílaplani Sláturfélags Suðurlands á Hvolsvelli 30. desember hét Ragnheiður Hrund Ársælsdóttir. | |
| 17:47 | Banaslys á Biskupstungnabraut Einn er látinn eftir umferðarslys sem varð á Biskupstungnabraut skammt frá Þrastarlundi í dag. Tveir til viðbótar voru fluttir til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. | |
| 17:41 | „Of spennandi áskorun til að sleppa því“ Vilhjálmur Árnason, þingmaður og ritari Sjálfstæðisflokksins, segir þá áskorun að bjóða fram krafta sína í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ hafa verið of spennandi til að sleppa henni. | |
| 17:39 | Einn látinn skammt frá Þrastarlundi Einn er látinn eftir alvarlegt umferðarslys á Biskuptstungnabraut, sunnan við Þrastarlund, upp úr klukkan hálf tvö í dag. Um er að ræða fyrsta banaslysið í umferðinni í ár. Jafnframt var Rannsóknarnefnd samgönguslysa boðuð. Um var að ræða árekstur tveggja bifreiða og þrír einstaklingar voru í bifreiðunum. Tveir voru fluttir til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands en ökumaður annarrar bifreiðarinnar var úrskurðaður... | |
| 17:37 | Banaslys á Biskupstungnabraut Einn er látinn eftir banaslys sem varð á Biskupstungnabraut, skammt sunnan við Þrastarlund, upp úr klukkan hálf tvö í dag.Tveir til viðbótar voru fluttir til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Upplýsingar um líðan þeirra liggja ekki fyrir.Að sögn Lögreglunnar á Suðurlandi rákust tveir bílar saman. Sá sem lést var ökumaður sem var einn í bíl. Hann var úrskurðaður látinn á vettvangi. | |
| 17:10 | Grunuð um manndráp af gáleysi Yifrirvöld í Sviss hafa hafið sakamálarannsókn á rekstraraðilum skemmtistaðarins Le Constellation Bar í skíðabænum Crans-Montana þar sem eldur braust út á nýársnótt. | |
| 17:05 | Vill bæta rekstur Reykjanesbæjar og draga úr álögum Vilhjálmur Árnason þingmaður tilkynnti í morgun að hann vilji leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ.„Margir sem höfðu trú á verkefninu sögðu að það væri hægt að ná hér góðum árangri með mér í brúnni þannig þetta var áskorun og tækifæri sem ég vildi ekki láta fram hjá mér fara,“ segir Vilhjálmur.Hann segist vilja ábyrgari rekstur sveitarfélagsins. „Það eru mikil tækifæri í rekstrinum sem er hægt að nýta til frekari uppbyggingar í bænum og til að draga úr álögum eins og fasteignagjöldum og háum æfingagjöldum og öðru slíku,“ segir hann.Nú ert þú starfandi þingmaður, ætlaru að hætta á þingi?„Ég mun bara taka ákvörðun um það að loknum sveitastjórnarkosningunum.“Áður hafa Ásgeir Elvar Garðarsson, framkvæmdastjóri bílaleigunnar Geysis, lýst yfir vilja til að leiða lista Sjálfstæðisflokks | |
| 17:02 | Bournemouth - Arsenal | Skytturnar á suðurströndinni Bournemouth tekur á móti Arsenal á Vitality-vellinum í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn hefst klukkan 17:30 og er sýndur beint á Sýn Sport. | |
| 17:02 | Lífeyrismál, vextir og óvissa „Umræða sem hefur sprottið upp um sölu, kostnað og misskilning tengdan erlendum lífeyristryggingum sýnir hve brýnt er að fjalla um þessi mál af þekkingu og á mannamáli.“ | |
| 16:54 | Trump segir að Bandaríkin muni fara með völdin í Venesúela þar til nýr leiðtogi finnst Bandaríkjaher mun hafa viðveru í Venesúela þar til stjórnarskipti hafa farið fram og munu tryggja að við taki stjórnvöld sem eru vinveitt Bandaríkjunum. Þetta kom fram rétt í þessu að blaðamannafundi Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem var haldinn á heimili hans, Mar-a-Lago í Flórída. Hann segir að hernum hafi tekist að handsama Nicolás Maduro og hann Lesa meira | |
| 16:51 | Birkir sá fjórði sem sækist eftir 3.-4. sæti hjá Samfylkingunni Birkir Ingibjartsson arkitekt og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar sækist eftir 3. til 4. sæti Samfylkingarinnar í prófkjöri flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Birkir Ingibjartsson, arkitekt og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar.AðsendHann er fjórði frambjóðandinn sem sækist eftir 4. sæti á lista flokksins. Stein Olav Romslo grunnskólakennari býður sig sömuleiðis fram í 4. sæti og Magnea Marinósdóttir stjórnmálafræðingur sækist eftir 2.-4. sæti.Þá hefur Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi boðið sig fram í 3.-4. sæti, en hún sagði sig úr Pírötum í desember og gekk til liðs við Samfylkinguna.Flokksval Samfylkingarinnar í Reykjavík fer fram þann 24. janúar næstkomandi. | |
| 16:48 | Maduro hvorki sér né heyrir um borð í herskipinu Donald Trump Bandaríkjaforseti birti rétt í þessu mynd af Nicolas Maduro í haldi bandarískra hermanna um boð í herskipinu USS Iwo Jima. | |
| 16:43 | Bandaríkin ætla að stýra Venesúela og nota olíuna „Við ætlum að stýra landinu,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti rétt í þessu í ávarpi til þjóðar sinnar eftir árás á Venesúela og handtöku á forsetanum Niculas Maduro, undir því yfirskini að hann hafi átt aðild að fíkniefnasmygli. Trump talaði opinskátt um að bandarísk olíufélag muni koma inn í landið og nýta olíuforða landsins, sem eru þær mestu í heiminum. Trump... | |
| 16:42 | Maduro í handjárnum um borð í bandarísku herskipi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, birti rétt í þessu mynd á samfélagsmiðli sínum Truth Social þar sem hann fullyrðir að forseti Venesúela, Nicolás Maduro, sé um borð í bandaríska herskipinu USS Iwo Jima. Með myndinni fylgdu orðin: „Nicolas Maduro on board the USS Iwo Jima. JUST IN: 🇺🇸🇻🇪 President Trump shares image of Venezuelan President Nicolas […] Greinin Maduro í handjárnum um borð í bandarísku herskipi birtist fyrst á Nútíminn. | |
| 16:24 | Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Í bænum Wannfried í miðju Þýskalandi hefur hundurinn Nala gengið fimm grísum í móðurstað. Grísirnir fundust móðurlausir í skógi nálægt bænum. | |
| 16:24 | Beint: Donald Trump ávarpar þjóð sína Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst ávarpa þjóð sína á blaðamannafundi nú á næstu mínútum vegna aðgerða Bandaríkjahers í Venesúela. | |
| 16:23 | Þjóðir bregðast við árás Trumps á Venesúela Hernaðaraðgerð Bandaríkjahers sem leiddi til handtöku Nicolas Maduro, forseta Venesúela, í morgun olli miklum óróa í alþjóðasamfélaginu og lýstu bæði bandamenn og andstæðingar Bandaríkjanna og Venesúela yfir áhyggjum sínum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði að Nicolas Maduro og eiginkona hans yrðu flutt til New York til að svara til saka fyrir alríkisdómstóli eftir hernaðarárásir og aðgerð sem hann lýsti sem... | |
| 16:17 | Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Saksóknari í Sviss hefur tilkynnt að sakamálarannsókn á hendur rekstrarstjórum skemmtistaðarins Le Constellation, þar sem fjörutíu ungmenni létust í eldsvoða á gamlárskvöld, sé hafin. | |
| 16:14 | Ferðamenn forðist langferðir vegna kílómetragjalds – „Þetta hefur áhrif á allan markaðinn“ Samtök ferðaþjónustunnar óttast að kílómetragjaldið verði til þess að tekjur af ferðaþjónustu dreifist síður meðal byggða víða um landið. Ferðamenn séu líklegri til að aka skemmri vegalengdir þegar þeir þurfa að greiða fyrir hvern kílómetra.„Ferðamaður sem ákveður að keyra bara á Höfn en ekki alla leið á Egilsstaði vegna þess að það kostar aðeins meira þá þýðir það einfaldlega að verðmætin sem hann skilur eftir verða þá bara á Suðurlandi en ekki á Austurlandi,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, í Vikulokunum á Rás 1.Sameiginlegt markmið hins opinbera og þeirra sem starfa innan greinarinnar hafi verið að draga úr árstíðasveiflum í ferðaþjónustu og dreifa verðmætum víðar í samfélaginu. Markaðssetning síðustu ár hafi miðast að því að auka áhuga ferðafólk | |
| 16:00 | Sannkallað kraftaverkabarn – Utanlegsfóstur reyndist falið í kýli Bandarísk kona á fimmtugsaldri eignaðist barn við mjög óvenjulegar aðstæður. Það sem læknar töldu vera kýli eða æxli við legið reyndist vera utanlegsfóstur sem fyrir kraftaverk varð að litlum dreng. Drengurinn Ryu hefur verið kallaður kraftaverkabarn vegna þessara óvenjulegu og ákaflega sjaldgæfu aðstæðna sem hann varð til, fyrr á þessu ári eins og Huffington Post greinir frá. Móðirin heitir Suze Lopez, 41 árs gömul Lesa meira | |
| 16:00 | Þessir stjórnmálamenn hafa komið oftast í Vikuna Nýlega tók Heimildin saman hvaða gestir hefðu oftast komið fram í skemmtiþættinum Vikunni með Gísla Marteini. Þættirnir hafa verið á dagskrá í áratug og eru þættirnir orðnir vel á þriðja hundrað. Á þeim tíma hefur Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, komið oftast eða 16 sinnum. Þar af 14 sinnum á meðan hún tók virkan þátt í stjórnmálum.... | |
| 15:58 | Björn Roth er látinn Myndlistamaðurinn Björn Roth er látinn 64 ára að aldri, hann var fæddur árið 1961 og var sonur listamannsins Dieter Roth. | |
| 15:55 | Sjálfstæðisflokkurinn á stórsiglingu Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki mælst með meira fylgi í borginni en nú allt frá bankahruni. | |
| 15:49 | Vinnuþjarkurinn ódrepandi Níunda kynslóð Toyota Hilux sem kemur á markað á næsta ári mun marka tímamót í sögu þessa vinsæla og harðsnúna pallbíls því hann verður rafdrifinn í fyrsta skipti | |
| 15:30 | Trump mun bara færast í aukana eftir atburði dagsins og Ísland þurfi að bregðast við Rithöfundurinn Illugi Jökulsson segir að þó að fáir muni sakna Nicolás Maduro sé það engu að síður hrollvekjandi að Bandaríkjastjórn hafi leyft sér að senda hersveit til Venesúela til að hrekja forsetann frá völdum með valdi. Ljóst sé að Trump sé þeirrar skoðunar að þjóð hans sé fullkomlega heimilt að fjarlægja með valdi stjórnvöld þeirra Lesa meira | |
| 15:28 | Alvarlegt umferðarslys á Biskupstungnabraut Lögreglu barst upp úr klukkan hálf tvö í dag tilkynning um alvarlegt umferðarslys á Biskupstungnabraut, skammt sunnan við Þrastarlund. Um var að ræða árekstur tveggja bifreiða. Biskupstungnabraut er nú lokuð milli Suðurlandsvegar og Grafningsvegar neðri á meðan vinna stendur yfir á vettvangi. Frá þessu greinir lögreglan á Suðurlandi. | |
| 15:28 | Segir Maduro á skipi á leið til New York Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Nicolas Maduro, forseta Venesúela, nú vera á skipi á leið til New York, þar sem hann verði dreginn fyrir dóm. | |
| 15:21 | Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Leikstjórar Áramótaskaupsins virðast litlar áhyggjur hafa af gagnrýni á opnunaratriði skaupsins og segja mikilvægt að áhorfendur hafi eitthvað til að kjamsa á, á nýársdag. Þeir segjast hafa verið búnir undir mun harðari gagnrýni en barst. | |
| 15:06 | Kílómetragjaldið er stjórntæki, frelsisskerðing og kerfisbundin kúgun almennings Kílómetragjaldið er nú staðreynd. Með því hefur verið stigið stórt og hættulegt skref í átt að auknum yfirráðum og fullkominni stjórn yfir almenningi á Íslandi. Þetta snýst ekki lengur um samgöngur, umhverfi eða sanngirni. Þetta snýst um vald. Um hvernig fólk er smám saman sett í kerfi þar sem hreyfanleiki, sjálfstæði og frelsi eru verðlögð, […] The post Kílómetragjaldið er stjórntæki, frelsisskerðing og kerfisbundin kúgun almennings appeared first on Fréttatíminn. | |
| 15:05 | Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys á Biskupstungnabraut Alvarlegt umferðarslys varð á Biskupstungnabraut, skammt sunnan við Þrastarlund, upp úr klukkan hálf tvö í dag. Þrír voru fluttir á sjúkrahús, að sögn Lögreglunnar á Suðurlandi. Upplýsingar um líðan þeirra liggja ekki fyrir.Lögreglan á Suðurlandi segir í færslu á Facebook að hún sé enn að störfum á vettvangi.Þar segir að tveir bílar hafi rekist saman.Biskupstungnabraut er lokuð milli Suðurlandsvegar og Grafningsvegar syðri meðan viðbragðsaðilar eru að störfum á vettvangi.Fréttin verður uppfærð. |