| 18:11 | Draugar fasismans rísa úr gröfinni Ítalsk-íslenska viðskiptaráðið stóð fyrir umræðufundi í gær um sögulegar rætur fasismans ásamt helstu áhrifum hans á lýðræði, efnahagsmál og stjórnmál. | |
| 18:03 | Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Viðbúnaður hefur verið aukinn á Grænlandi og rætt er um gjörbreyttar aðstæður í öryggis- og varnarmálum á norðurslóðum. Utanríkisráðherra fundaði í dag með fulltrúa bandaríska sendiráðsins hér á landi. Við ræðum við utanríkisráðherra í beinni í kvöldfréttum. | |
| 18:01 | Ýktu veikindi sjúklinga til að fá hærri greiðslur frá ríkinu Kaiser Permanente hefur samþykkt að greiða 556 milljónir dala í sátt í svikamáli til bandarísku ríkisstjórnarinnar. | |
| 17:45 | Glímdi við mikla fjárhagserfiðleika og þunglyndi eftir ER – Endurkoma sem tók 15 ár og hefur slegið í gegn Bandaríski leikarinn Noah Wyle, sem hefur slegið í sem aðalleikari sjónvarpsþáttanna The Pitt, hefur opnað sig um þá hörðu rússíbanareið sem varð til þess að hann landaði hlutverkinu og endurkomu hans á topp sjónvarpslistans, meira en 15 árum eftir að fyrstu stóra þáttaröð hans, ER, lauk. Wyle, sem er 54 ára, er nú orðinn ein Lesa meira | |
| 17:40 | Munaði sex sekúndum Örfáum sekúndum munaði að fjögur snjóruðningstæki ækju í veg fyrir fraktflugvél í flugtaki á Keflavíkurflugvelli 2. desember 2024. | |
| 17:30 | NRK hættir að senda út lottó Norska ríkisútvarpið hættir sjónvarpsútsendingum frá lottó-útdrætti Norsk Tipping í apríl. Fólk fylgist með útdrætti á netinu en ekki í línulegri dagskrá. Norsk Tipping er veðmálafyrirtæki í eigu norska ríkisins. Það býður upp á fjölbreytt úrval af lottó- og íþróttaspilum þar sem hagnaðurinn rennur til norska íþrótta- og menningargeirans segir á vef NRK.Norska ríkisútvarpið og Norsk Tipping tóku ákvörðunina í samningaviðræðum og lýsa ákvörðuninni um að slíta samstarfinu sem eðlilegu skrefi í fjölmiðlaumhverfi sem hefur breyst verulega.Jan Egil Ådland, sjónvarpsstjóri NRK, segir þetta réttan tíma til að grípa til ráðstafana því fjölmiðlavenjur áhorfenda hafi breyst og þau vilji forgangsraða öðru efni.Frá árinu 1986 hafa lottóútdrættir Norsk Tipping verið fastur vikulegur þáttur á NRK.Roger | |
| 17:30 | Síminn ekki sá eini sem hafði áhuga Mörg fyrirtæki sýndu OK áhuga áður en Síminn gerði tilboð. | |
| 17:22 | Spretthópur ráðherra reyndist ósammála um árangurinn Spretthópur menntamálaráðuneytisins um skólaþróunarverkefnið kveikjum neistann hefur skilað tillögum sínum til ráðuneytisins. Almennt er hópurinn jákvæður í garð verkefnisins en bendir á að skortur sé á gögnum til að leggja faglegt og vísindalegt mat á verkefnið. | |
| 17:21 | Ósáttur við gagnrýnina á innlimunargrín sendiherraefnis Bandaríkjanna Snorri Másson, varaformaður Miðflokksins, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann lýsir óánægju með að Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, hafi gagnrýnt sendiherraefni Bandaríkjanna á Íslandi fyrir að grínast með að innlima Ísland í Bandaríkin og gerast ríkisstjóri. Sendiherraefnið, Billy Long, hefur staðfest að hafa gantast með að verða ríkisstjóri Íslands í kjölfar innlimunar, í samhengi við einkasamtal um að... | |
| 17:17 | ÍR - ÍBV | Geta tyllt sér á toppinn ÍR og ÍBV, liðin í 3. og 2. sæti, mætast í Breiðholti í kvöld í Olís-deild kvenna í handbolta. Eyjakonur hafa verið sjóðheitar undanfarið og unnið sex leiki í röð, svo sigur í kvöld kæmi þeim upp fyrir Val á topp deildarinnar. | |
| 17:07 | Vond niðurstaða ef bræðslan í Eyjum notar olíu frekar en nýju sæstrengina Úrbætur í flutningskerfi raforku geta hækkað flutningsgjöld til fiskimjölsverksmiðja og gert mengandi olíu ódýrari orkukost. Engir verðflokkar eru til hjá Landsneti fyrir millistóra notendur eða þá sem annars brenna mikilli olíu. HITAVEITAN, HERJÓLFUR OG BRÆÐSLAN ÞURFA AÐ BORGA MEIRA Landsnet lagði tvo nýja sæstrengi til Vestmannaeyja og fá Eyjar nú forgangsorku. Það þýðir að sumir fá ekki lengur afslátt vegna skerðanlegs flutnings og þurfa að borga meira. Þetta á við um hitaveituna, rafmagnshleðsluna fyrir Herjólf og bræðsluna.Herjólfur tilkynnti að hann myndi hætta að hlaða í Eyjum vegna kostnaðaraukans og sigla frá Eyjum á olíu. Í Landeyjahöfn er hins vegar enn skerðanleg orka með afslætti af flutningi.Bæjarstjóri Vestmannaeyja tilkynnti svo á facebook í gær að í framhaldi af samtali | |
| 17:07 | EM í handbolta hafið – Íslendingar stýra för í fyrsta leik Blásið hefur verið til leiks í fyrsta leik Evrópumótsins í handbolta í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Um er að ræða leik Spánar og Serbíu í A-riðli mótsins en hann hófst í Herning í Danmörku klukkan 17 að íslenskum tíma og er leikurinn í beinni útsendingu á RÚV. Íslenska dómaraparið Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson Lesa meira | |
| 17:04 | Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Fulltrúi bandaríska sendiráðsins á Íslandi hefur verið kallaður á teppið í utanríkisráðuneytinu í dag þar sem hann verður krafinn skýringa um meint ummæli mögulegs sendiherraefnis Bandaríkjanna gagnvart Íslandi. Skorað hefur verið á Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra að bregðast við vegna brandara Billy Long um að gera ætti Ísland að 52. ríki Bandaríkjanna. | |
| 17:04 | Hundrað börn drepin í vopnahléi Sérstakur erindreki Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum, segir að annað þrep í áætlun Bandaríkjastjórnar um frið á Gaza hafi tekið gildi. Samkvæmt því eiga Hamas-samtökin að láta af völdum og ný bráðabirgðastjórn tekur við.Hver sú stjórn verður er eitt af því sem enn er óljóst. Samkvæmt samkomulaginu verður það 15 manna nefnd, skipuð palestínskum teknókrötum, sem starfar undir annarri nefnd, svokallaðri friðarnefnd, sem Bandaríkjaforseti sjálfur stýrir.Hamas-samtökin styðja þetta fyrirkomulag, miðað við yfirlýsingu í dag og viðræður um framhaldið eru þegar hafnar í Kaíró í Egyptalandi.Steve Witkoff, sérstakur erindreki Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum, tilkynnti í gær að annað þrep friðaráætlunar væri hafið og Bandaríkin byggjust við því að Hamas stæði við skuldbindingar sínar að fullu.Samein | |
| 17:04 | Hækka verð um 15% vegna kílómetragjalds Pósturinn hækkar verð á bréfsendingum og ber fyrir sig hækkandi launavísitölu og kílómetragjaldi. | |
| 16:50 | Snorri gagnrýnir Sigmar: Enga „uppgerðarviðkvæmni“ Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, gagnrýnir ummæli sem Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, lét falla í pontu Alþingis í dag í tengslum við Billy Long. Snorri hvatti til þess að hagsmunagæsla Íslands einkenndist af yfirvegun og stillingu en ekki af „uppgerðarviðkvæmni og hugmyndafræðilegum ofsa“. | |
| 16:35 | Nova í samstarf við DRM-LND Fjarskiptafyrirtækið Nova og lífstílsmerkið DRM-LND hafa hafið samstarf sem felur í sér að á næstu misserum munu vörur frá DRM-LND verða fáanlegar í völdum verslunum Nova og í kjölfarið á nova.is. Um er að ræða vörur sem gefa fólki tækifæri til að sérsníða, persónugera og skreyta hluti eins símahulstur, heyrnartól, tölvur og tölvuhulstur. Nova og Lesa meira | |
| 16:34 | Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Yfirvöld í Bandaríkjunum setja sífellt meiri þrýsting á ráðamenn í Mexíkó svo þeir hleypi bandarískum hermönnum inn í landið. Þar vilja Bandaríkjamenn nota þá í áhlaup gegn fíkniefnasamtökum sem framleiða og flytja mikið magn fíkniefna til Bandaríkjanna. | |
| 16:30 | 17 ára stúlka grunuð um morð í Þýskalandi Sautján ára stúlka er í haldi lögreglu grunuð um að hafa banað 17 ára kærasta sínum í bænum Castrop-Rauxel í Ruhr-héraðinu í Þýskalandi á miðvikudagskvöld. Um kvöldmatarleytið gekk vegfarandi fram á unga manninn sem var að blæða út á gangstétt í bænum, og hafði samband við viðbragðsaðila sem komu fljótt á vettvang. Ungi maðurinn lést Lesa meira | |
| 16:23 | Stofna Haga Miðla „Með Hagar Miðlar verður til nýr tekjustraumur byggður á vannýttum innviðum Haga.“ | |
| 16:15 | „Alltaf að færast nær og nær endalokunum“ „Mín ágiskun er sú að ef það verður gos þá verður þetta sennilega síðasta gosið. Það er bara mín ágiskun,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur um mögulegt eldgos á Sundhnúkagígaröðinni. | |
| 16:07 | Biðst afsökunar á gríni um að Ísland verði hluti af Bandaríkjunum Sendiherraefni Bandaríkjanna, sem grínaðist við bandaríska þingmenn um að Ísland yrði 52. ríki Bandaríkjanna, hefur beðist afsökunar á ummælunum. Fjölmiðillinn Politico greindi frá orðum Long í gær og vakti það óhug margra, einkum í ljósi fundar Danmerkur, Grænlands og Bandaríkjanna um ásælni Bandaríkjanna í Grænlandi í gær.Utanríkisráðuneytið hafði samband við bandaríska sendiráðið til að kanna sanngildi ummælanna í kjölfarið. Long baðst afsökunar á ummælunum í samtali við vefmiðilinn Arctic Today og staðfesti þar með að hann hefði látið þau falla. GRÍNIÐ VÍSAÐI TIL SENDIFULLTRÚA BANDARÍKJANNA Á GRÆNLANDI Hann kvaðst ekki hafa verið meðvitaður um viðbrögðin á Íslandi við ummælunum en skilji þau vel í ljósi stöðu mála á Grænlandi. Hann ítreki því að þau hafi verið sögð í gamni og kveðst | |
| 16:05 | Stígur til hliðar sem forstjóri Deloitte eftir ákæru um kynferðisbrot Þorsteinn Pétur Guðjónsson, forstjóri Deloitte á Íslandi, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot. Honum er gefið að sök að hafa áreitt unga konu á hóteli á Suðurlandi vorið 2023.Vísir greinir frá.Í yfirlýsingu segist Þorsteinn Pétur stíga til hliðar sem forstjóri Deloitte á meðan málið er leitt til lykta, en neitar ásökunum. LÉT EKKI AF HÁTTSEMI SINNI FYRR EN VINKONA KONUNNAR STÖÐVAÐI HANN Í frétt Vísis af ákærunni, sem verður tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjaness 20. janúar, segir að Þorsteini Pétri sé gefið að sök að hafa kysst brotaþola gegn hennar vilja. Hann hafi hlaupið að henni, ýtt henni upp við vegg, sett tunguna í munn hennar og káfað á kynfærum hennar innanklæða.Þorsteinn Pétur er sagður hafa haldið háttsemi sinni áfram þar til vinkona brotaþola kom að þeim, reif í jakka hans | |
| 16:02 | Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kallar eftir svörum frá innviðaráðherra um strætisvagna á Íslandi frá kínverska framleiðandanum Yutong. Fyrirspurnina leggur Þórdís fyrir ráðherrann á Alþingi, í framhaldi af fréttum frá Norðurlöndum þar sem bent hefur verið á möguleika þess að framleiðandinn kínverski gæti haft áhrif á virkni vagnanna með rafrænum hætti. Þórdís vill vita hversu margir vagnar frá framleiðendanum eru í umferð hjá hinu opinbera og hvort stjórnvöld hér á landi hafi með einhverjum hætti brugðist við. | |
| 16:00 | Mörkin milli manneskju og vélar mást út í ár Gunnar Zoëga forstjóri OK, eða Opinna kerfa, rýndi í kristalskúlu sína. | |
| 15:57 | Gengi útgerðarfélaganna tekur stökk Hlutabréfaverð Ísfélagsins og Síldarvinnslunnar hækkaði um meira en 4% í dag. | |
| 15:53 | Yfirlýsing frá Þorsteini: „Uppspuni frá rótum“ Þorsteinn Pétur Guðjónsson, forstjóri Deloitte á Íslandi hefur sent frá sér tilkynningu vegna ásakana um kynferðisbrot. Hann segir ákæru í málinu mikið áfall og að ásakanir eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. | |
| 15:52 | Þorsteinn svarar ásökun á hendur sér og stígur til hliðar – „Mér mikið áfall“ Eins og greint hefur verið frá í fréttum í dag hefur forstjóri Deloitte á Íslandi, Þorsteinn Pétur Guðjónsson, verið ákærður fyrir kynferðisbrot. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness þann 20. janúar. Sjá einnig: Forstjóri Deloitte á Íslandi ákærður fyrir kynferðislega áreitni Lögmaður Þorsteins, Ólafur Eiríksson hrl., sendi fjölmiðlum yfirlýsingu frá Þorsteini. Í henni segir Lesa meira | |
| 15:49 | Íslensku bókahönnunarverðlaunin afhent í fyrsta sinn Íslensku bókahönnunarverðlaunin verða afhent í fyrsta sinn á morgun, föstudaginn 16. janúar, í Hönnunarsafni Íslands. Sama dag opnar í safninu sýningin Fallegustu bækur í heimi, með bókum sem unnið hafa alþjóðlegu verðlaunin Best Book Design from all over the World sem Stiftung Buchkunst hefur staðið fyrir í rúm 50 ár, auk tilnefndra bóka til Íslensku bókahönnunarverðlaunanna í ár.Að verðlaununum standa Félag íslenskra bókaútgefenda og Félag íslenskra teiknara. Veitt verða verðlaun fyrir framúrskarandi bókahönnun í tveimur flokkum, annars vegar fyrir bestu bókarkápuna og hins vegar bestu bókarhönnunina. Allar tilnefndar bækur verða lagðar fram til verðlauna Stiftung Buchkunst fyrir Íslands hönd. Grafík verðlaunanna eru í höndum Hólmfríðar Benediktsdóttur og Lóu Yonu.Alls voru sex bækur til | |
| 15:47 | Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Þorsteinn Pétur Guðjónsson, forstjóri Deloitte, segir það hafa verið honum mikið áfall á ákært hafi verið vegna ásakana á hendur honum um kynferðisbrot. Ásakanirnar eigi sér enga stoð í raunveruleikanum og hann hafi kært brotaþola fyrir rangar sakargiftir. | |
| 15:43 | Gríðarleg sprenging í Utrecht Mikil sprenging varð í borginni Utrecht í Hollandi í dag og í kjölfarið braust út mikill eldur. | |
| 15:40 | Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Minnstu mátti muna að hópur snjóruðningstækja æki í veg fyrir fraktflugvél í flugtaki á Keflavíkurflugvelli fyrir rúmu ári. Flugumferðarstjóri hleypti tækjunum inn á flugbrautina því hann hafði gleymt flugvélinni. | |
| 15:35 | Martröð fjölskyldu á Tenerife – Læstu sig inn í herbergi á meðan innbrotsþjófur athafnaði sig Maður hefur verið handtekinn á Tenerife vegna innbrots á heimili fjölskyldu í Los Christanos í nóvember. Canarian Weekly greinir frá. Maðurinn braust inn í íbúð á fjórðu hæð í fjölbýlishúsi á meðan fjölskyldan var heima, par og tvær ungar dætur þeirra. Hann komst inn í íbúðina með því að klifra niður af þaki hússins með Lesa meira | |
| 15:31 | Vill að stjórnvöld taki ákvörðun um bætur til þeirra sem voru vistuð á vöggustofum Ný skýrsla um starfsemi Vöggustofu Thorvaldsenfélagsins var kynnt í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Hún tekur til áranna 1974 til 1979.Fyrri skýrsla um starfsemi tveggja vöggustofa frá 1949 til 1973 leiddi í ljós að börn sættu illri meðferð á viðkvæmasta þroskaskeiði.Þann 11. janúar 2024 samþykkti borgarráð að setja á stofn nefnd þriggja óháðra sérfræðinga til að gera heildstæða athugun á starfsemi Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins árin 1974-1979.Nefndina skipuðu Trausti Fannar Valsson dósent, formaður, Urður Njarðvík, prófessor í barnasálfræði og Ellý Þorsteinsdóttir, félagsráðgjafi. BÖRNIN SÆTTU EKKI ILLRI MEÐFERÐ, Í LAGALEGUM SKILNINGI Niðurstöður nefndarinnar voru kynntar á blaðamannafundi í dag. Þar segir að ekki sé unnt að slá því föstu að börn, sem voru vistuð þar, hafi sætt illri meðf | |
| 15:30 | Heldur því fram að kerfisbundið kynferðisofbeldi gegn öldruðum konum viðgangist í Svíþjóð Sænskur rithöfundur, blaðamður og samfélagsrýnir heldur því fram að eitt alvarlegasta hneyksli sem upp hefur komið í sænsku velferðarkerfi sé að raungerast innan opinberrar öldrunarþjónustu. Í grein sinni fer hún yfir hún fjölda mála þar sem aldraðar konur hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu starfsfólks sem átti að annast þær, án þess að kerfið hafi […] Greinin Heldur því fram að kerfisbundið kynferðisofbeldi gegn öldruðum konum viðgangist í Svíþjóð birtist fyrst á Nútíminn. | |
| 15:27 | Vörur DRM-LND fáanlegar hjá Nova Fellur vel að því sem Nova vill bjóða viðskiptavinum sínum. | |
| 15:20 | Sendiherraefnið biðst afsökunar Billy Long, mögulegur sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, hefur beðist afsökunar á ummælum sínum um að gera Ísland að 52. ríki Bandaríkjanna. Einungis um grín hafi verið að ræða. | |
| 15:20 | Billy Long biðst afsökunar Billy Long, mögulegur sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, hefur beðist afsökunar á ummælum sínum um að gera Ísland að 52. ríki Bandaríkjanna. Einungis um grín hafi verið að ræða. | |
| 15:14 | Biðst afsökunar á ummælunum um Ísland Billy Long, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt sem sendiherra á Íslandi, í samtali við Arctic Today að hann biðjist afsökunar á ummælum sem hann lét falla í vikunni um að gera Ísland að 52. ríki Bandaríkjanna, þar sem hann sjálfur verði ríkisstjóri. | |
| 15:10 | Líkamsárás á Höfða var hefnd fyrir kynferðisbrot gegn dreng Líkamsárás á Höfða síðastliðið föstudagskvöld var samkvæmt heimildum DV hefnd vegna meints kynferðisbrots árásarþola gegn dreng. Tveir karlmenn eru í gæsluvarðhaldi vegna árásarinnar, annar þeirra er á þrítugsaldri en hinn fimmtugsaldri. Árásarþolinn er á fertugsaldri og mun vera á batavegi. Áverkar hans voru hins vegar mjög alvarlegir, meðal annars beinbrot í andliti. Brotaþoli hefur hlotið Lesa meira | |
| 15:02 | Forstjóri Deloitte stígur til hliðar eftir ákæru Forstjóri Deloitte sver af sér alla óviðeigandi hegðun. | |
| 15:02 | Stefna ríkinu vegna framkvæmda á hjúkrunarheimili Flóki Ásgeirsson lögmaður fer fyrir hópi aðstandenda íbúa á hjúkrunarheimilinu Sóltúni sem hyggjast stefna íslenska ríkinu vegna framkvæmda þar á þeim forsendum að mannréttindi heimilisfólks séu fyrir borð borin. | |
| 15:02 | Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness á þriðjudaginn. | |
| 15:00 | Tvö sækjast eftir oddvitasæti hjá Sjálfstæðisflokknum Oddvitaslagur er í uppsiglingu hjá Sjálfstæðismönnum á Akureyri. Berglind Ósk Guðmundsdóttir, fyrrverandi þingmaður flokksins í Norðausturkjördæmi, lýsti því yfir í dag að hún vill verða oddviti flokks. Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnar sem er oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn, tilkynnti í nóvember að hann sækist eftir endurkjöri.Sjálfstæðisflokkurinn er í meirihluta í bæjarstjórn ásamt L-listanum - bæjarlista Akureyrar og Miðflokknum.Berglind Ósk setti málefni fjölskyldunnar efst á blað í framboðstilkynningu sinni og sagði að sveitarfélagið þyrfti að styðja við fjölskyldur á öllum æviskeiðum. Hún sagði að sterkt atvinnulíf væri forsenda velferðar og kvaðst leggja áherslu á góð skilyrði fyrir fyrirtæki og frumkvöðla og samvinnu við atvinnulífið um áframhaldandi uppbyggingu | |
| 14:59 | „Við höfum ekkert að fela“ Mennta- og barnamálaráðherra segir ráðuneytið ekkert hafa að fela hvað varði niðurstöður einstakra grunnskóla í samræmdum prófum. Nemendur í grunnskóla taka samræmd próf í fyrsta skipti í fimm ár í vor. | |
| 14:49 | Billy Long biðst afsökunar: „Það var engin alvara í þessu“ Billy Long, sendiherraefni Donalds Trump fyrir Ísland og fyrrverandi þingmaður í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, hefur beðist afsökunar á ummælum sínum um að gera Ísland að 52. ríki Bandaríkjanna þar sem hann yrði ríkisstjóri. „Það var engin alvara í þessu. Ég var með fólki sem ég hafði ekki hitt í þrjú ár og þau voru að grínast með að gera Jeff Landry... | |
| 14:45 | 168 létu lífið í stórbrunanum Endanlegur fjöldi látinna í brunanum mannskæða í íbúðahverfi í Hong Kong í nóvember er 168, sjö fleiri en áður hafði verið greint frá. Frá þessu greindi öryggismálastjóri borgarinnar í dag. | |
| 14:36 | Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Forstjóri og einn eigenda Deloitte á Íslandi, Þorsteinn Pétur Guðjónsson, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot. Hann er sakaður um að hafa veist að ungri konu á Hótel Rangá vorið 2023. | |
| 14:30 | Spjallið með Frosta Logasyni | Glímdi við lífshættulegt þunglyndi áður en hann fann tilgang sinn Spjallið með Frosta Logasyni Skákmaðurinn Vignir Vatnar Stefánsson er 22 ára og er bæði yngsti og nýjasti stórmeistari landsins. Hann hefur verið sigursæll á helstu mótum og unnið Íslandsmeistaratitla í flestum skákformum. En líf Vignis hefur ekki alltaf verið dans á rósum. Hann var sjö ára gamall þegar hann missti bróður sinn og sjálfur reyndi […] Greinin Spjallið með Frosta Logasyni | Glímdi við lífshættulegt þunglyndi áður en hann fann tilgang sinn birtist fyrst á Nútíminn. | |
| 14:30 | Almenn gleði um afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, mælti í morgun fyrir afnámi jafnlaunavottunar.Það var Þorsteinn Víglundsson, félagsmálaráðherra Viðreisnar, sem mælti fyrir frumvarpi um jafnlaunavottun árið 2017. Aðstoðarmaður hans á þeim tíma var Þorbjörg Sigríður, sem nú mælir fyrir afnámi þessa sama kerfis.Í framsöguræðu sinni sagði ráðherra að verið sé að bregðast við gagnrýni atvinnulífsins á kerfið. Mikill kostnaður falli á fyrirtæki og stofnnanir sem þurfa að fá utanaðkomandi vottunaraðila til að hljóta vottun. Þess í stað verður fyrirtækjum og stofnunum gert að skila gögnum til Jafnréttisstofu sem sýna fram á að launakerfi þeirra tryggi jöfn laun fyrir sömu eða jafn verðmæt störf.Ekki var að heyra á umræðunum að breytingarnar mæti mikilli mótstöðu. Þvert á móti sagði Diljá Mist | |
| 14:30 | Forstjóri Deloitte á Íslandi ákærður fyrir kynferðislega áreitni Forstjóri Deloitte á Íslandi, Þorsteinn Pétur Guðjónsson, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot. Frá þessu greinir Vísir. Þorsteini er gefið að sök að hafa veist að ungri konu á Hótel Rangá í maí árið 2023. Samkvæmt heimildum Vísis reyndi Þorsteinn að kyssa konuna gegn hennar vilja og káfa á kynfærum hennar innanklæða. Hafi hann ekki látið Lesa meira | |
| 14:29 | Pétur: Laun hluti af 69 milljóna arðgreiðslunni „Því er arður minn af verkefninu öllu lægri og fjármagnstekjuskattur er greiddur af þeirri upphæð.“ | |
| 14:27 | Erfiður fundur sem breytti engu Albert Jónsson, sérfræðingur í öryggis- og utanríkismálum og fyrrverandi sendiherra, segir að afstaða Bandaríkjastjórnar til yfirtöku Grænlands sé óbreytt eftir fund utanríkisráðherra Danmerkur, Grænlands og Bandaríkjanna og varaforseta Bandaríkjanna í gær.„Eftir fundinn kom einfaldlega skýrt fram að málið væri í grundvallaratriðum óbreytt og jafnframt hefur enn engin breyting orðið á afstöðu Trumps forseta sem auðvitað rekur þetta mál áfram augljóslega og þá í þá veru að Bandaríkin eigi að og ætli að taka yfir Grænland,“ sagði Albert í hádegisfréttum RÚV.„Hann færir fram sömu rök og áður sem fá ekki staðist og margbúið er að hafna: sem sagt að ógn steðji að Grænlandi frá Kínverjum og Rússum sem birtist í miklum umsvifum herskipa þeirra við Grænland. Það eru einfaldlega staðlausir stafir. | |
| 14:18 | Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Þorsteinn Pétur Guðjónsson, forstjóri Deloitte á Íslandi, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot. Honum er gefið að sök að hafa veist að ungri konu á hóteli á Suðurlandi vorið 2023. Brotið getur varðað allt að tveggja ára fangelsi. | |
| 14:18 | Hótar að beita uppreisnarlögum Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að beita lögum sem leyfa það að senda herlið á vettvang innanlands vegna mótmælanna sem hafa staðið yfir í ríkinu Minnesota eftir að starfsmaður Útlendinga- og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE) skaut konu til bana í síðustu viku. | |
| 14:12 | Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Geimferja með hluta af áhöfn Alþjóðlegu geimstöðvarinnar lenti í Kyrrahafi utan við strendur Kaliforníu í nótt. Heimferð áhafnarinnar var flýtt vegna veikinda eins geimfaranna fjögurra. | |
| 14:05 | Tóku enn eitt skipið Bandarískir landgönguliðar og sjóliðar í Strandgæslu Bandaríkjanna gerðu í morgun áhlaup um borð í olíuflutningaskip. Þetta er í sjötta skipti sem vitað er til þess að Bandaríkjamenn taki yfir stjórn olíuflutningaskips sem bendlað hefur verið við Venesúela. | |
| 14:05 | Arðurinn minni en féð sem fékkst fyrir hlutinn í Skerjafjarðarlóðinni Pétur Marteinsson, sem býður sig fram til oddvita Samfylkingar í borginni, segir að greiðsla sem hann fékk fyrir sinn hlut í félagi sem fékk lóð úthlutað í Skerjafirði hafi að hluta farið í laun sem hann hafði reiknað sér á fimm árum en ekki fengið greitt. Lóðin var úthlutuð félagi sem nefnist Hoos 1.Pétur skrifar færslu á Facebook-síðu sína í dag um fjárhagslega hlið uppbyggingarverkefnisins sem hann hugðist ráðast í ásamt samstarfsmönnum sínum. Í Morgunblaðinu í dag kom fram að Pétur hefði fengið 69 milljónir fyrir sinn hlut í félaginu.Pétur segir að 69 milljónirnar sem hann fékk fyrir hlutabréfin hafi ekki verið hreinn hagnaður. Sú upphæð hafi líka dekkað laun sín fyrir vinnu við verkefnið og annan kostnað. Hann hafi verið með reiknuð laun upp á 25 milljónir vegna þessarar vinnu 2018 ti | |
| 14:03 | „Ég gat einhvern veginn ekki látið þetta frá mér.“ Vinkonurnar Anna Bergljót og Andrea Ösp hafa skapað ýmislegt saman svo sem leiksýningar, jóladagatöl og nú síðast bókina Skjóða: fyrir jólin. Þær sögðu frá ferlinu í Hvað ertu að lesa? á Rás 1. „HÚN ER BARA SVO GÓÐ VINKONA OKKAR.“ Anna og Andrea hafa kynnst ótal persónum í störfum sínum, til dæmis með Leikhópnum Lottu. Skjóða hefur þó fylgt þeim lengur en flestar aðrar. Hún er systir jólasveinanna og næstyngst allra í Grýluhelli. > Það er svo skemmtilegt með þessar persónur sem búa í Grýluhelli að við eigum þær náttúrulega öll svolítið,“ segir Anna Bergljót, rithöfundur bókarinnar. Fyrir um það bil fimmtán árum vakti Skjóða athygli þeirra. Anna Bergljót skrifaði leikrit um hana og Andrea Ösp hefur leikið hana síðan þá. Persónan hefur margar hliðar, er stundum kölluð leiðindaskjóða, fr | |
| 14:00 | Einkaaðilar hafa enga heimild til að leggja sektir á fólk – Hvetur fólk til að láta reyna á lögmæti sekta Þórður Magnússon bendir á í færslu á samfélagsmiðlum að víða hér á landi hafi fyrirtæki og aðrir einkaaðilar tekið upp þá háttsemi að leggja svokallaðar sektir á fólk, þrátt fyrir að slíkt sé að hans mati greinilega óheimilt samkvæmt íslenskum lögum. Hann segir Áramótaskaupið hafa varpað ljósi á þessa þróun og telur tilefni til að […] Greinin Einkaaðilar hafa enga heimild til að leggja sektir á fólk – Hvetur fólk til að láta reyna á lögmæti sekta birtist fyrst á Nútíminn. | |
| 14:00 | Húsnæðismarkaðurinn dregur Ísland niður Ísland heldur áfram að skipa 6. sæti á heimsvísu á vísitölu félagslegra framfara (Social Progress Index) og er um tveimur stigum á eftir Noregi, sem situr í efsta sæti. Líkt og hjá flestum ríkjum hafa niðurstöður lítið breyst frá síðasta ári. | |
| 14:00 | Mikill verðmunur á bjór og hvítvíni Neytendur geta sparað sér umtalsverða fjármuni með því að kynna sér verð í áfengisverslunum á Íslandi áður en verslað er. Dæmi eru um að talsverður verðmunur sé á ÁTVR og ýmsum netverslunum. Þetta sýnir könnun Morgunblaðsins á verði í sex verslunum hér á landi. | |
| 13:56 | Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Íslenska krónan stendur í vegi fyrir að hægt sé að ráðast í stórar innviðaframkvæmdir að mati þingmanns Viðreisnar. | |
| 13:55 | Alþjóðleg reiði vegna falsmynda af börnum Breska fjölmiðlaeftirlitið, Ofcom, hóf á mánudag formlega rannsókn á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter, vegna gervigreindarforritsins og spjallmennisins Grok. Forritið hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að gera notendum kleift að búa til kynferðislegar ljósmyndir, svokallaðar djúpfalsanir, af fólki, þar á meðal börnum. | |
| 13:42 | Stefna ríkinu út af Sóltúni: „Við viljum að fólkið okkar fái að lifa í friði, deyja í friði“ Hópur aðstandenda á Sóltúni ætlar að stefna íslenska ríkinu út af byggingarframkvæmdum við hjúkrunarheimilið. Aðstandendurnir telja að með framkvæmdunum sé verið að brjóta gegn mannréttindum heimilisfólksins. Þetta segir Einar Stefánsson augnlæknir. Eiginkona Einars, Bryndís Þórðardóttir, er með Alzheimer og hefur búið á Sóltúni í þrjú ár. Starfsemi Sóltúns byggir á samningi við íslenska ríkið í gegnum Sjúkratryggingar Íslands en reksturinn er í eigu einkaaðila.Framkvæmdirnar á Sóltúni eiga að taka tvö ár. Eiginkona Einars býr á efstu hæð Sóltúns. Hluti framkvæmdanna snýst um að byggja heila, nýja hæð ofan á hjúkrunarheimilið. Heimilisfólkið á Sóltúni á að búa í húsnæðinu á meðan. „Við viljum að fólkið okkar fái að lifa í friði, deyja í friði, og við viljum ekki að fólkið okkar lifi og dey | |
| 13:36 | „Það væru endalok heimsins eins og við þekkjum hann“ Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, varar við því að innri átök innan NATO um Grænland gætu leitt til hörmunga fyrir hinn vestræna heim. Tusk sagði á blaðamannafundi í dag að Pólverjar ætli ekki að senda hermenn til Grænlands líkt og nokkur Evrópuríki, þar á meðal Frakklandi og Þýskalandi, hafa þegar gert. Þá bætti hann við að Lesa meira | |
| 13:34 | Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að ef ráðamenn í Minnesota, sem hann kallar spillta, fylgi ekki lögum og stöðvi mótmæli gegn útsendurum Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE), muni hann taka yfir stjórn þjóðvarðliðs ríkisins eða mögulega senda þangað hermenn. | |
| 13:30 | Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur Gatnanafnanefnd hefur samþykkt að breyta nafni Fífilsgötu í Túnfífilsgötu. Nefndin hafði áður ákveðið að breyta nafninu götunnar í Hlíðarfótur því nafnið væri of líkt nafni annarrar götu, Vífilsgötu, í Norðurmýri. | |
| 13:30 | Blaðamaður sem hatar Trump og er á lista yfir mögulega meðlimi Antifa sótti um hjá ICE en óraði ekki fyrir því sem átti eftir að gerast „Planið var aldrei að verða Ice-fulltrúi,“ segir blaðamaðurinn Laura Jedeed sem skrifar fyrir Slate. Þrátt fyrir að vera uppgjafahermaður er hún gallhörð vinstrikona og hefur skrifað harðorðar greinar gegn ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem og aðgerðum útlendingaeftirlitsins ICE. Trump hefur lagt mikla áherslu á innflytjendamál og lofað þjóð sinni að ICE muni brottvísa milljónum ólöglegra Lesa meira | |
| 13:30 | Vilja bæta aðstöðu í sundlaugunum Menningar- og íþróttaráð Reykjavíkur hefur samþykkt að skipa starfshóp sem vinni sóknaráætlun um endurbætur og bætta aðstöðu í sundlaugum borgarinnar. | |
| 13:27 | Maersk fer aftur um Súez-skurðinn Hlutabréfaverð danska skiparisans hefur lækkað um 5% í dag. | |
| 13:27 | Hafnaraðstaða í Snæfellsbæ bætt Á síðustu misserum hefur verið unnið að margvíslegum framkvæmdum við hafnirnar í Snæfellsbæ. | |
| 13:26 | „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Það er mat talskonu Stígamóta að dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hafi með dómi sínum ákveðið að leggja hagsmuni barnanna til hliðar þegar hann ákvað að skilorðsbinda fimm ára fangelsisdóm sem kveðinn var upp yfir manni á fertugsaldri vegna alvarlegra og ítrekaðra ofbeldisbrota hans gegn sambýliskonu. | |
| 13:25 | Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga Ekki er hægt að slá því föstu að börn sem dvöldu á Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins í Reykjavík árin 1974 til 1979 hafi sætti illri meðferð. Þetta eru niðurstöður rannsóknarnefndar sem hafði starfsemi vöggustofunnar til rannnsóknar. | |
| 13:23 | „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Pétur Marteinsson, sem vill leiða lista Samfylkingar í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum, segir að markmið hans hafi aldrei verið að kaupa lóðir til þess að selja síðar með hagnaði. Fram hefur komið að hann hafi fengið 69 milljónir króna í sinn hlut eftir sölu á lóð í Skerjafirði fyrir tveimur árum. Hann segir undirbúning byggingu ódýrra íbúða á lóðinni hafa verið aðalstarf hans í fimm ár. Fyrir það hafi hann verið með reiknuð laun upp á 25 milljónir króna, sem gerir 417 þúsund krónur á mánuði. | |
| 13:20 | Svarar fyrir sig vegna lóðarréttinda Pétur Marteinsson, oddvitaefni Samfylkingarinnar, svarar fyrir sig vegna umræðu um lóðarréttindi sem hann hélt á ásamt viðskiptafélögum sínum í Skerjafirði til ársins 2022. | |
| 13:03 | „Tekin ákvörðun um að leggja öryggi barna að veði“ Maður sem er ákærður fyrir sérlega gróf kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni fékk fimm ára dóm fyrir gróf brot gegn móður hennar fyrir tveimur árum. Hann sat aldrei inni því konan baðst þá vægðar fyrir hann. Drífa Snædal talskona Stígamóta segir réttarkerfið hafa brugðist börnunum á heimilinu og konunni. Niðurstaðan útsetji þolendur til framtíðar fyrir hótunum. > Ef við erum með réttarfar þar sem brotaþolar í ofbeldisbrotum geta beðist vægðar fyrir hönd gerenda, þá erum við að útsetja brotaþola til framtíðar fyrir hótunum og ógnunum um að fara þá leið.“ BRAUT GEGN MÓÐURINNI SEM BAÐST VÆGÐAR FYRIR HANN Maðurinn er ákærður fyrir ítrekuð gróf kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni, þegar hún var sex til níu ára, á heimili fjölskyldunnar. Maðurinn á tvö yngri börn með móður stúlkunnar. Í feb | |
| 13:03 | Ekki hægt að fullyrða að börn hafi sætt illri meðferð Nefnd um heildstæða athugun á starfsemi Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins 1974–1979 telur ekki unnt að slá því föstu að börn sem dvöldu á vöggustofunni á tímabilinu hafi sætt illri meðferð. | |
| 13:02 | Ráðuneytið bregst við Billy Long Utanríkisráðuneytið hefur haft samband við sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi vegna ummæla Billy Long, sem Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. | |
| 13:01 | „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Jakob Birgisson, grínisti og aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, tók sinn síðasta nikótínpúða fyrir tveimur dögum síðan en hann hefur verið háður þeim síðan í menntaskóla. Jakob tilkynnti ákvörðunina með sérstöku TikTok-myndbandi og fór síðan yfir bindindið í morgunútvarpi Rásar tvö í morgun. | |
| 13:00 | Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Nú er EM 2026 að hefjast og spenningurinn auðvitað mikill. Við hjá Arion banka höfum verið einn helsti bakhjarl karlalandsliðsins í handbolta frá árinu 2004, eða í heil tuttugu og tvö ár. | |
| 13:00 | Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Eigandi lúxushótelsins Deplar Farm Chad R. Pike hefur sett einbýlishús sitt að Smiðjustíg í miðbæ Reykjavíkur á sölu. Húsið hefur verið bækistöð ferðaþjónustufyrirtækis hans Eleven Experience en uppsett verð er 275 milljónir króna. | |
| 12:55 | Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Ný skýrsla um rannsókn á starfsemi Vöggustofu Thorvaldsenfélagsins árin 1974 til 1979 verður kynnt í dag í beinni útsendingu. Sérstök nefnd var skipuð til að rannsaka starfsemina. | |
| 12:53 | Óvenjulegt mál sem fjallar um heiður fólks Stjórnarformaður Háskólans á Bifröst segir málið sem kom upp í skólanum þar sem þrír starfsmenn voru kærðir til siðanefndar og í kjölfarið var samþykkt vantrauststillaga á hendur rektor skólans og tveimur öðrum stjórnendum, vera afar óvenjulegt. | |
| 12:50 | Sundabrautin á næsta stig Fjölmargar athugasemdir bárust í kjölfar kynningar á fyrirhugaðri Sundabraut sem fram fór í skipulagsgáttinni seinni hluta síðasta árs. | |
| 12:38 | Ræddi við Ingu: Kennarar vilja verja kerfið og stéttina Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segist bjartsýnn á að sambandið muni eiga farsælt samstarf við Ingu Sæland, nýjan mennta- og barnamálaráðherra. | |
| 12:33 | Alor lýkur 100 milljón króna fjármögnun Fjármagnið m.a. nýtt til þess að hraða innleiðingu stærri sólarorkuverkefna á Íslandi og efla vöruþróun orkugeymslna úr notuðum rafbílarafhlöðum. | |
| 12:31 | Skortur á einhleypum konum á Tálknafirði „Það eru mjög fáar einhleypar konur hérna en það er nóg af mönnum,“ sagði Ragnar Þór Marinósson í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun.Ragnar Þór er rekstrarstjóri og einn eigenda Tungusilungs á Tálknafirði. Hann birti myndband á samfélagsmiðlum á dögunum þar sem hann auglýsir eftir einhleypum konum til að flytja á sunnanverða vestfirði, þar sem nóg sé af einhleypum snillingum á góðum launum.Hlustaðu á viðtalið við Ragnar í Morgunútvarpinu á Rás 2.„Menn sem koma í vinnu hérna, þeir fíla staðinn og eru ánægðir með vinnuna en það er erfitt að vera hérna einhleypur mánuðum eða jafnvel árum saman. Þá eru góðir menn að fara. Það vantar bara stelpur til að fjölga mannkyninu,“ sagði Ragnar. | |
| 12:31 | Ratcliffe lækkar verðmiðann á Nice Jim Ratcliffe hefur neyðst til að lækka verðmiðann á franska knattspyrnufélaginu umtalsvert. | |
| 12:30 | Ný vöggustofuskýrsla: Ekki farið illa með börnin en margt sem mátti betur fara | |
| 12:30 | Ný skýrsla um rekstur Vöggustofu Thorvaldsenfélagsins | |
| 12:22 | Vilja svör frá bandaríska sendiráðinu vegna meintra ummæla Longs um Ísland Utanríkisráðuneytið hefur haft samband við bandaríska sendiráðið í kjölfar meintra ummæla sendiherraefnis um að Ísland ætti að tilheyra Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í skriflegu svari ráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu.Bandaríski miðillinn Politico greindi frá því að Billy Long, sem Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, hefði grínast við bandaríska þingmenn um að Ísland yrði 52. ríki Bandaríkjanna og hann ríkisstjóri þess.Ráðuneytið vill að komast að því hvort hann hafi látið ummælin falla eða ekki.„Utanríkisráðuneytið hefur haft samband við bandaríska sendiráðið á Íslandi til að kanna með sannleiksgildi hinna meintu ummæla,“ segir í skriflegu svari ráðuneytisins.Hvorki Bandaríkjastjórn né Long hafa staðfest eða hafnað því að þessi ummæli hafi ver | |
| 12:21 | Fjórir skattsvikarar fá háar sektir en sleppa við atvinnurekstrarbann Hæstiréttur Íslands hefur synjað Lútheri Ólasyni um áfrýjunarleyfi vegna dóms sem féll gegn honum í Landsrétti undir lok síðasta árs. Þar hlaut Lúther dæmdur í skilorðsbundið fangelsi og greiðslu hárrar sektar fyrir meiriháttar skattalagabrot í rekstri byggingafélaga ásamt þremur samverkamönnum sínum, þeim Hermanni Ragnarssyni, Armando Luis Rodriguez og Theódór Heiðari Þorleifssyni. Sluppu við atvinnurekstrarbann Athygli Lesa meira | |
| 12:20 | Bandaríkjamenn ósammála um mikilvægi Grænlands 78 prósent Bandaríkjamanna hefur heyrt annað hvort mjög lítið eða lítið um tilraunir Bandaríkjanna til að eignast Grænland samkvæmt skoðunarkönnum sem Ipsos-skoðanakönnunarfyrirtækið í samvinnu við Reuters-fréttastofunar lét framkvæma. | |
| 12:18 | Jakob Birgis segir skilið við nikótínpúðana „Ég myndi aldrei mæla með þessu fyrir einhvern sem er að hlusta og er að hugsa um að byrja,“ segir Jakob Birgisson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra og grínisti.Jakob vísar þarna í notkun nikótínpúða en hann hefur nú lagt dolluna á hilluna. Hann hefur notað nikótín með einhverjum hætti í tæplega tíu ár og byrjaði eins og margir í menntaskóla. Jakob sagði frá baráttunni við nikótínið í Morgunútvarpinu og dró ekkert undan. Hlustaði á stórskemmtilegt viðtal við Jakob í spilaranum hér fyrir ofan.„Það er ekkert eðlilegt að vera alltaf með púða uppi í sér. Þetta er svo auðvelt. Ég er ekkert að fá mér fjóra á dag, þetta er heil dolla á dag. Það er svo mikið nikótín í þessu, nikotínmagnið er svo rosalegt,“ sagði Jakob.Morgunútvarpið er á Rás 2 milli klukkan 7 og 9 alla virka morgna. | |
| 12:15 | Nvidia fær grænt ljós fyrir sölu í Kína Nvidia hefur fengið leyfi frá bandarískum stjórnvöldum til að selja H200-örgjörva sína í Kína. | |
| 12:15 | Sigmar: „Ekkert sérstaklega fyndið grín“ Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, segir að ummæli sem Billy Long, sem Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt sem sendiherra á Íslandi, lét falla í gær séu alvarleg. | |
| 12:00 | ICE útsendarinn sem skaut Renee Good sagður hafa hlotið innvortis blæðingar eftir atvikið ICE útsendarinn Jonathan Ross, sem skaut Renee Good til bana í Minneapolis í síðustu viku, hlaut innvortis blæðingu í kjölfar atviksins, samkvæmt upplýsingum sem CBS News hefur eftir bandarískum embættismönnum. Óljóst er hversu alvarleg blæðingin var. Heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna hefur staðfest að Ross hafi slasast, en ekki veitt nánari upplýsingar um eðli eða alvarleika meiðslanna. Myndskeið […] Greinin ICE útsendarinn sem skaut Renee Good sagður hafa hlotið innvortis blæðingar eftir atvikið birtist fyrst á Nútíminn. | |
| 12:00 | Íbúðir rísa á fornfrægu tjaldstæði Akureyrarbær hefur ákveðið að bjóða út byggingarrétt á svokölluðum Tjaldsvæðisreit. Reitnum hefur verið skipt í þrjár lóðir fyrir íbúðarhús. Um er að ræða hið fornfræga tjaldsvæði við Þórunnarstræti sem lokað var fyrir nokkrum árum. | |
| 12:00 | Akureyrarbær býður út byggingarréttinn á 295 m.kr. Akureyrarbær hefur ákveðið að bjóða út byggingarrétt á svokölluðum Tjaldsvæðisreit. Reitnum hefur verið skipt í þrjár lóðir fyrir íbúðarhús. Um er að ræða hið fornfræga tjaldsvæði við Þórunnarstræti sem lokað var fyrir nokkrum árum. |