01:10 | Vaka vann kosningar til stúdentaráðs RÚV / Ragnar VisageKosningum til stúdentaráðs meðal nemenda Háskóla Íslands lauk í dag. Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, jók við meirihluta sinn og vann tíu filltrúa í stúdentaráði. Röskva, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, missti einn fulltrúa og hlaut sjö.„Við erum afar þakklát að hafa fengið áframhaldandi umboð til að leiða Stúdentaráð Háskóla Íslands.“ skrifaði Sæþór Már Hinriksson, formaður Vöku í tilkynningu til fjölmiðla. „Þessi sigur staðfestir það góða starf sem við höfum unnið síðastliðið ár. Það er augljóst að stúdentar treysti Vöku, við sjáum það í þeirri fylgisaukningu sem birtist nú.“Heildarkjörsókn í kosningunum var 40.25%. | |
00:33 | Vill að sveitarstjórinn segi af sér formennsku Veiðifélags Þjórsár Á fundi sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps á miðvikudaginn lagði Axel Á Njarðvík, nefndarmaður í stjórninni, fram bókun þar sem hann skoraði á oddvita og sveitarstjóra hreppsins, Harald Þór Jónsson, að segja af sér formennsku í Veiðifélagi Þjórsár.Forsaga málsins er sú að Haraldur hlaut nýverið kjör sem formaður veiðifélagsins á aðalfundi þess en einhverjum, þar á meðal Axel, kann að þykja hann leika tveimur skjöldum enda liggur fyrir að Veiðifélag Þjórsár hefur ítrekað lýst yfir áhyggjum sínum af uppbyggingu Hvammsvirkjunar. FRÁFARANDI FORMAÐUR FÉLAGSINS ÍTREKAÐ LÝST ÁHYGGJUM SÍNUM Þjórsársvæðið er mesta virkjunarsvæði á Íslandi og yrði Hvammsvirkjun í Þjórsá fyrsta stóra virkjun Landsvirkjunar með jökullóni í miðri byggð og er virkjunin vægast sagt umdeild. Til að laxastofninn | |
23:58 | Íslensk stjórnvöld hringi í Trump „Þetta er náttúrulega bara enn ein ástæðan til að gleðjast yfir því að fara ekki að álpast inn í Evrópusambandið,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins í samtali við mbl.is um tollahækkanir Donalds Trumps Bandaríkjaforseta sem skella nú á Evrópu af fullum þunga eins og forsetinn nýkjörni hefur boðað í ræðu og riti frá því í janúar. | |
23:38 | Undirbúa aðgerðir gagnvart Bandaríkjunum Evrópusambandið undirbýr aðgerðir í tollamálum til þess að svara þeim 20% tolli sem ríkisstjórn Donalds Trumps hefur ákveðið að setja a innfluttar vörur frá löndum sambandsins. | |
23:35 | Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps hefur verið kjörinn nýr formaður Veiðifélags Þjórsár. Hann hefur reynt að greiða götu virkjanaframkvæmda í ánni og mætt þar andstöðu veiðifélagsins. Hann boðar stefnubreytingu og segir nýja stjórn félagsins ætla að vinna með Landsvirkjun. | |
23:05 | Stór skjálfti fannst víða á höfuðborgarsvæðinu Öflugur skjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu rétt í þessu. Steinunn Helgadóttir náttúruvársérfræðingur segir stærð skjálftans ekki liggja fyrir að svo stöddu en að fyrstu tölur gefi til kynna að hann hafi verið um 4 á stærð.Hún gerir ráð fyrir að skjálftinn sé af svipuðum slóðum og skjálftahrina sem reið yfir austur af Trölladyngju fyrr í dag. Líklegast sé um gikkskjálfta að ræða enda sé mikil spennulosun eftir gosið á þriðjudaginn.Fréttastofu hafa borist ábendingar um að skjálftann hafi mátt greina í Vesturbæ, Hafnarfirði og Mosfellsbæ þar sem miklar drunur hafi einnig heyrst. Jarðskjálftakort Veðurstofu Íslands.Veðurstofa Íslands | |
23:03 | Enn skjálftahrina við Trölladyngju Enn er í gangi skjálftahrina við Trölladyngju. Snarpur skjálfti fannst víða á höfuðborgarsvæðinu nú rétt fyrir klukkan 23 og mældist um 3,9. Upptök skjálftans voru á milli Sveifluháls og Trölladyngju. | |
23:03 | Greina leka úr lofti með hitamyndavélum „Þetta er aðeins hluti af því sem við erum að gera og ætlum að bæta okkur enn frekar í – að sinna fyrirbyggjandi viðhaldi og koma í veg fyrir stór tjón og bilanir,“ segir Brynja Ragnarsdóttir, forstöðukona þjónustu hjá Veitum. | |
23:01 | Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu rétt fyrir klukkan 23:00 í kvöld. Mbl.is greinir frá því að samkvæmt fyrstu tölum Veðurstofunnar var skjálftinn rétt um fjórir að stærð og var á sama stað og skjálfti fyrr í kvöld, á milli Trölladyngju og Kleifarvatns. Fyrr í kvöld sendi Veðurstofa Íslands frá sér tilkynningu um skjálftahrinu austur Lesa meira | |
22:58 | Jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Jarðskjálfti fannst greinilega á höfuðborgarsvæðinu rétt fyrir klukkan 23 í kvöld. Mælingar gefa til kynna að hann hafi verið enn öflugri sá sem sem mældist fyrr í dag upp á 3,6 stig. | |
22:53 | Skanna bílnúmer á gjaldsvæðum Bílastæðasjóður Reykjavíkur hefur innleitt hjá sér rafrænt eftirlit. Bíll með myndavélabúnaði er nú ekinn um á gjaldskyldum svæðum og getur hann skannað númeraplötur þeirra sem hafa lagt í stæði borgarinnar. | |
22:41 | Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Helena Hafþórsdóttir O´Connor var í kvöld krýnd Ungfrú Ísland. Helena var Ungfrú Viðey og hlaut einnig titilinn Marc Inbane stúlkan og Mac stúlkan. Helena er tuttugu ára gömul og vinnur sem vaktstjóri á Te og kaffi auk þess að stunda sálfræði í háskóla. Helena mun keppa fyrir Íslands hönd í Miss Universe sem fram fer í Taílandi við lok árs. | |
22:32 | Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Karlmaður var sakfelldur í Landsrétti í dag fyrir að hafa áreitt stúlku í verslun 10-11 í miðbænum og fyrir að bera kynfæri sín í tvígang, annars vegar á Háskólatorgi og hins vegar í Mini market. Maðurinn var dæmdur til tólf mánaða fangelsis og til að greiða börnunum miskabætur. Maðurinn er 34 ára gamall og á að baki dóma fyrir svipuð brot samkvæmt dómi. | |
22:26 | Biðlisti eftir íbúðum á Frakkastíg Margir hafa sett sig í samband við félagið sem er að byggja íbúðir á Frakkastíg 1 en gert er ráð fyrir að íbúar verði fluttir inn í febrúar nk. | |
22:01 | „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Forstjóri Össurar segir nýjan tíu prósenta toll á allan útflutning til Bandaríkjanna vera mikil vonbrigði, um sé að ræða mikilvægasta markað fyrirtækisins. Nýir lágmarkstollar á allan innflutning til Bandaríkjanna taka gildi á laugardaginn. | |
21:55 | Sement fauk yfir báta og bíla á Reyðarfirði Talsvert af sementi gaus upp úr sementstönkum á Reyðarfirði í gær og féll á bíla og báta í smábátahöfninni. Tilkynning um atvikið var ekki send út og bíleigandi sem fékk efnið yfir bílinn undrast að hafa ekki verið látinn vita. Sement getur skemmt lakk á bílum. STRÓKURINN STÓÐ YFIR SMÁBÁTAHÖFNINA Reyðfirðingar ráku upp stór augu og börnin í skólanum héldu að kviknað væri í þegar byrjaði að rjúka upp úr sementssílóunum við höfnina síðdegis í gær. Verið var að landa sementi og sjónarvottur telur að sementsgosið hafi staðið yfir í tíu mínútur. Smábátahöfnin fékk strókinn yfir sig og bátar voru útbíaðir í dag. Bátaeigendur voru sumir mættir til að skola af bátunum eftir hádegi og leist ekkert á að láta sementið liggja á. Aðrir vissu ekki af því sem gerst hafði. Við hittum á Guðmund Darra s | |
21:53 | „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Borche Ilievski þjálfari ÍR kallaði eftir framlagi frá fleiri leikmönnum í sínu liði í kvöld og talaði sérstaklega um hugarfar eins leikmanns í sínu liði. Hann sagði að ÍR-inga hefði vantað að taka lokaskrefið þegar liðið náði ágætu áhlaupi í þriðja leikhluta. | |
21:51 | Fjárfesting meiri en sem nemur hagnaði Gunnþór Ingvason forstjóri Síldarvinnslunnar telur umræðu um ofurhagnað sjávarútvegsfyrirtækja á misskilningi byggða. Ekki sé hægt að skoða hagnaðartölur án þess að setja þær í samhengi við undirliggjandi fjárfestingu. | |
21:33 | Leit hætt við Ægisíðu Leit sem fram fór við Ægisíðu fyrr í kvöld hefur verið hætt. Viðbragðsaðilar sem tóku þátt í leitinni voru frá lögreglu, slökkviliði og björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út en hún afturkölluð áður en hún kom á svæðið til leitar. | |
21:31 | Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Borgarstjóra verður falið að finna einkaflugi og þyrluflugi annan stað en á Reykjavíkurflugvelli. Oddviti Viðreisnar segir fæsta gera sér grein fyrir þeirri aukningu sem hafi orðið á einkaflugi en forseta Flugmálafélagsins finnst framganga borgarinnar alger vonbrigði. | |
21:30 | Einar Kárason deilir átakanlegri frásögn um ekkju sem þurfti að losa sig við besta vin sinn og huggara – „Hann hafði engar röksemdir“ Inga Sæland, félags- og húsnæðisráðherra, mælti þann 31. mars fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um fjöleignarhús. Frumvarpið felur í sér að ekki lengur verður gerð krafa um samþykki annarra eigenda íbúða í fjölbýlishúsum fyrir gæludýrahaldi, jafnvel þótt íbúðir deili sameiginlegum stigagangi. Skiptar skoðanir eru á frumvarpinu en til dæmis er félag ofnæmis- Lesa meira | |
21:30 | Líkir aðför ríkisstjórnarinnar að sægreifum við ofsóknir nasista gegn gyðingum – „Vondu mennirnir sem þarf að klófesta peningana frá“ Lestin á Rás 1 hefur undanfarið fjallað um svokallaða konungssinna í Kísildal Bandaríkjanna, stóra aðila innan tæknigeirans sem telja að lýðræðið sé komið á endastöð og að taka þurfi aftur upp einveldi. Í þættinum í dag var rætt við Hannes Hólmstein Gissurarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði, um Trump, frjálshyggju og hægristefnuna. Ein ummæli Hannesar vöktu Lesa meira | |
21:30 | Viðbúnaður í Vesturbæ – Leita að einstaklingi meðfram Ægissíðu Allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út í kvöld og virðist leit vera í gangi við Ægisíðu. Þar eru sjúkra- og lögreglubílar á ferð og minnst þrír björgunarbátar. Visir greinir frá því að leitað sé að einstaklingi meðfram suðurströnd Vesturbæjar og að grunur leiki á að einstaklingurinn hafi farið í sjóinn. Mbl.is greinir frá því Lesa meira | |
21:20 | Umræðum frestað: Gögnum ábótavant Umræðu um fj ármálaáætlun hefur verið frestað fram í næstu viku á Alþingi vegna nýs verklags við fjármálaáætlun sem engum var kynnt. Ljóst er að ekki liggur fyrir hvernig ríkisstjórnin hyggst ráðast í boðaða hagræðingu, að sögn þingflokksformanns Framsóknar. | |
21:20 | Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Stjarnan er komin í 1-0 í einvígi liðsins gegn ÍR í 8-liða úrslitum Bónus-deildar karla eftir öruggan sigur í Garðabænum í kvöld. Liðin mætast á nýjan leik í Breiðholtinu á mánudag. | |
21:19 | Sólrún fundin á Spáni Búið er að finna Sólrúnu Petru Halldórsdóttur sem hafði verið týnd í um þrjá sólarhringa á Spáni heila á húfi. Það staðfestir faðir hennar, Halldór Ágústsson, í samtali við Vísi. | |
21:03 | Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Chelsea komst í kvöld upp í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir sigur á Tottenham í nágrannaslag á Brúnni. | |
21:01 | Grunnskólabörn í útigangi og sækja ekki skóla Þau mál sem barnaverndarþjónustur fá inn á borð til sín varða sífellt yngri börn, með þyngri vanda, sem sýna alvarlega áhættuhegðun. Ef ekki tekst að vinna á vandanum með fyrsta inngripi, sem felur í sér stuðning í nærumhverfinu, eru í raun ekki næg úrræði fyrir þessi börn eins og staðan er í dag. | |
20:57 | Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út í kvöld, sem og þyrla Landhelgisgæslunnar til að leita að einstaklingi meðfram suðurströnd Vesturbæjar. Grunur leikur á að einstaklingurinn hafi farið í sjóinn. | |
20:50 | Mikill viðbúnaður á Ægisíðu: Leitinni lokið Mikill viðbúnaður var við Ægisíðu í kvöld vegna leitaraðgerða lögreglu. Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar staðfesti við fréttastofu að lögregla hefði óskað eftir aðstoð við leitarstörf og að þyrlusveit hefði verið kölluð út laust eftir klukkan 20 í kvöld. Hún hafi þó verið kölluð til baka núna fyrir skemmstu.Björgunarsveitaraðilar tóku einnig þátt í aðgerðunum að sögn Jóns Þórs Víglundssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Hann staðfestir að leitinni hafi lokið á tíunda tímanum.RÚV / Ragnar Visage | |
20:50 | Leik lokið: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið ÍR-konur felldu Gróttuliðið eftir 31-26 sigur í lokaumferð Olís deildar kvenna í handbolta í kvöld. ÍR vann nokkuð þægilegan sigur að lokum eftir að staðan var jöfn í hálfleik. Grótta er fallin en ÍR mun mæta Selfossi í úrslitakeppninni. | |
20:47 | Viðbragðsaðilar við Ægisíðu Sjúkra- og lögreglubílar eru við Ægisíðu. Minnst þrír björgunarbátar eru á vettvangi og svo virðist sem leit sé í gangi. Engar frekari upplýsingar liggja fyrir að svo stöddu en frekari upplýsingar verða veittar þegar þær berast. | |
20:40 | Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Tímamót urðu í sögu Icelandair þegar félagið fékk afhenta sína fyrstu Airbus-þotu. Aldrei fyrr hafði það gerst í sögu þessa stærsta flugfélags Íslendinga að það keypti nýja farþegaþotu frá öðrum framleiðanda en Boeing. | |
20:33 | Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Bílastæðasjóður hefur tekið í notkun bíl útbúinn myndavélum sem skanna bílnúmer og þannig veita upplýsingar um hvort fólk hafi greitt í stæði eða ekki. Útgefnum sektum hefur ekki fjölgað þrátt fyrir þessi nýjung. Stöðuvörður segir starfið vera orðið mun fjölbreyttara. | |
20:33 | UBS metur Alvotech langt yfir markaðsvirði Greinandi UBS færir niður verðmat sitt á Alvotech sem er þó áfram talsvert yfir markaðsgengi félagsins. | |
20:23 | Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Íslenski landsliðsmaðurinn Janus Daði Smárason er kominn í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar í handbolta með liði sínu. | |
20:22 | Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Fyrri umræðu um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2025-2030 hefur verið frestað og málið tekið af dagskrá í kjölfar fundar þingflokksformanna með forseta Alþingis þar sem athugasemdir voru gerðar við fyrirkomulag fjármálaáætlunarinnar. Gert er ráð fyrir að áætlunin verði aftur tekin til umræðu í næstu viku. | |
20:21 | Sjóðheitar söngkonur og ofurbílarnir þeirra Margar af frægustu söngkonum heims eru með mikla bíladellu. | |
20:20 | Meistaravellir munu gjörbreytast Miklar framkvæmdir standa nú yfir á svæði KR við Meistaravelli í Vesturbænum, einhverjar þær mestu í sögu þessa gamalgróna stórveldis í íþróttum. | |
20:18 | Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Alls sóttu 22 um embætti skrifstofustjóra Alþingis en meðal þeirra eru Unnur Brá Konráðsdóttir fyrrverandi þingmaður, Kristrún Heimisdóttir lektor, Kristján Andri Stefánsson sendiherra í Brussel, og Hörður Ágústsson sem var áður hjá Macland og Hopp. Sex sviðsstjórar sækja einnig um. | |
20:18 | Áreitti ungar stúlkur og beraði kynfæri sín Landsréttur staðfesti í dag fangelsisdóm yfir erlendum manni á fertugsaldri fyrir kynferðisbrot gegn tveimur 13 og 14 ára stúlkum og fyrir að hafa í tvígang berað kynfæri sín á almannafæri. | |
20:13 | Mikil aflögun á Reykjanesskaga Stysta eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni er lokið og stóð það í rúmar sex klukkustundir. Óvissa er um framhaldið - því mikil smáskjálftavirkni er við norðurenda kvikugangsins um fjóra kílómetra norður af Keili. Vísindamönnum þykir æ ólíklegra að fari að gjósa þar samkvæmt samantekt á vef Veðurstofu Íslands. Sigdalur hefur myndast á hinum 20 kílómetra langa kvikugangi á milli Keilis og Litla-Skógfells. Þar er kvika á eins og hálfs kílómetra dýpi. Landsig er hætt í Svartsengi. Það nam 25 sentimetrum. Á gervitunglamyndinni sjást sprungur á Reykjanestá þar sem skjálfti af stærðinni 5,3 varð í fyrradag. | |
20:03 | Búið að kortleggja sprungur – viðgerðir ófjármagnaðar Sjö sprungubelti í Grindavík hafa verið kortlögð. Sprunguviðgerðum samkvæmt fyrri aðgerðaáætlun er lokið en sú síðari er ósamþykkt og ófjármögnuð. Enn koma ný holrými í ljós.Yfirborðið í Grindavík tekur sífelldum breytingum. Búið er að kortleggja nýjar en smáar sprungur flestar í austurhluta bæjarins sem gliðnuðu þegar gaus 1. apríl.Forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar býr við gömlu kirkjuna syðst í bænum. Þar er enn lokað svæði með appelsínugulum flöggum því þar á eftir að rannsaka sprungu betur. Annars staðar er búið að rannsaka en ekki búið að taka niður flögg eða minnka bannsvæði.„Það er bara líka mikilvægt að vera með niðurstöður skýrslunnar að í rauninni fjarlægja þessi flögg þar sem búið er að laga og kvitta út þessi svæði. Þannig að við viljum bara líka jákvæða ásýnd fyrir bæinn, | |
20:03 | „Ég vissi ég væri að ekki fara að skila honum“ Ofurhlaupakonan Mari Järsk og Njörður Lúðvíksson og er verkefnastjóri hjá Össuri, kynntust fyrir tilviljun á Paradísareyjunni Tenerife. Örlögin gripu í taumana og segir Mari að Njörður sé það besta sem hafi komið fyrir hana. | |
20:01 | „Við erum komin inn í nýtt umhverfi hvað alþjóðaviðskipti varðar“ Forstjóri Össurar segir tollana slæmar fréttir og almennur tíu prósenta tollur sé kominn til að vera í alþjóðaviðskiptum. Þar á bæ sé enn reynt að átta sig á áhrifunum.„Ég held að það sé óhætt að segja að þessi sviðsmynd sem birtist okkur í gær er í svartari endanum ef svo má segja og alveg deginum ljósara að við erum komin inn í nýtt umhverfi hvað alþjóðaviðskipti varðar,“ segir Sveinn Sölvason forstjóri Össurar.Bandaríkin eru stærsti markaður stoðtækjafyrirtækisins Össurar, 45% sölu þess er þar, og breytingarnar munu því hafa áhrif á fyrirtækið. Össur er með framleiðslu víða í heiminum og starfar alls staðar þar sem einhvers konar heilbrigðiskerfi eru. MÖRGUM SPURNINGUM ÓSVARAÐ Nokkuð er síðan Bandaríkjaforseti boðaði tollahækkanir og Sveinn segir mikla vinnu hafa staðið yfir mánuðum | |
20:00 | Heldur lóupartí árlega Þegar fréttir berast af komu lóunnar til landsins efnir Elín til lóupartís. Gestir koma klæddir í lóulitunum, svörtu, hvítu, drapplituðu, gulu, brúnu, og best ef það er einhvers konar jakkaskyrta eða jakkamussa sem er yrjótt eins og vængir og hetta lóunnar. Elín bakar einnig lóuköku sem mikil spenna ríkir um. Elín gat ekki haldið lóupart í um liðna helgi þar sem hún var á kóramóti en stefnir á að halda það um helgina.Elín kom í Poppland til Margrétar Erlu og valdi tvö vorlög, Back on the 74 með Jungle og Vikivaka í flutningi Diddúar. | |
20:00 | Sparnaðarráðum rignir inn til Reykjavíkurborgar – „Mjög illa farið með opinbert fé að hluti þess fari í að greiða fjármagnseigendum arð“ Sala malbikunarstöðvarinnar Höfða, stöðvun styrkja til Golfklúbbs Reykjavíkur og fækkun borgarfulltrúa er á meðal þeirra tillagna sem almenningur hefur sent inn til borgarstjórnar. Reykjavíkurborg leitar eftir tillögum frá fólk um hvernig sé hægt að spara og nýta fé betur í sveitarfélaginu. Fækka fulltrúum og lækka laun „Ég legg til að borgarfulltrúum verði fækkað í 15,“ Lesa meira | |
20:00 | Viðsnúningur í rekstri þjóðkirkjunnar Eftir viðvarandi hallarekstur þjóðkirkjunnar undanfarin ár batnaði reksturinn árið 2023 og ársreikningurinn fyrir árið 2024 staðfestir algjöran viðsnúning. | |
19:50 | ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Íbúðalánasjóður var í dag sýknaður í níu dómsmálum í Landsrétti. Öll málin höfðuðu einstaklingar gegn sjóðnum og vildu meina að uppgreiðsluþóknun sjóðsins væri ólögmæt. | |
19:44 | ÍL-sjóður hafði betur gegn lántökum fyrir Landsrétti Landsréttur hefur staðfest niðurstöðu héraðsdóms um að ÍL-sjóður hafi mátt innheimta uppgreiðslugjald þegar fólk greiddi upp lán sem tekin voru hjá Íbúðalánasjóði, forvera sjóðsins.Þetta er niðurstaðan í níu dómum sem kveðnir voru upp fyrir Landsrétti í dag. Dæmt var í tólf málum fyrir héraðsdómi í fyrra en svo virðist sem aðeins níu hafi áfrýjað til Landsréttar.Nokkrum árum fyrir hrun var lánaskilmálum Íbúðalánasjóðs breytt þannig að fólk gat tekið lán á lægri vöxtum en ella gegn því að þurfa að borga uppgreiðslugjald ef það vildi borga lánið upp fyrr en til stóð.Í málunum tólf sem dæmt var um í héraðsdómi höfðu nýir skuldarar yfirtekið gömul lán frá Íbúðalánasjóði og töldu nýja lagasetningu koma í veg fyrir að rukka mætti uppgreiðslugjald af þeim.Því hafnaði Héraðsdómur Reykjavíkur og sa | |
19:43 | Guðmundur Fertram fjárfestir í Founders Ventures Guðmundur Fertram tekur sæti í fjárfestingaráði Founders Ventures, sprotasjóði sem Bala Kamallakharan stýrir. | |
19:30 | „Mjög mikil óþægindi“ – Feneyjabúar ekki sammála um hvort brúðkaup Jeff Bezos eigi að fara fram í borginni Þegar George og Amal Clooney gengu í hjónaband í Feneyjum 2014, var samfélagið nánast lamað. Stærstu skurðirnir voru lokaðir og þröngar göturnar voru fullar af frægu fólki og ljósmyndurum. Feneyjarbúar voru almennt sáttir við þetta og stoltir af því að geta enn einu sinni sýnt fegurð og rómantík borgarinnar. En fréttum um að milljarðamæringurinn Jeff Bezos, stofnandi Amazon, og Lauren Sánchez, fyrrum fréttakona, ætli Lesa meira | |
19:30 | Hef áhyggjur af öryggi vina minna Ég er með ADHD og einhverfu og ég er trans. Ég valdi nafnið mitt af því að ég kann vel við nafnið Veronika. Gælunafnið mitt er Ronja, þegar ég var lítil las mamma Ronju ræningjadóttur fyrir mig og mér fannst það fyndið og skemmtilegt, þar sem mamma mín heitir Rán, að heita Ronja Ránardóttir. Ég ólst upp í Bandaríkjunum, Washington-ríki,... | |
19:27 | Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sendiherra Kína á Íslandi segist harma fullyrðingar yfirmanns öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra um njósnir Kínverja hér á landi. Hann hafnar þeim með öllum og segist vona að löndin haldi áfram giftusamlegu samstarfi. | |
19:23 | Signal-hópspjallið verður rannsakað Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna ætlar að rannsaka notkun Pete Hegseth varnarmálaráðherra á samskiptaforritinu Signal til að ræða í hópspjalli um loftárásir á Jemen. Þetta kom fram í minnisblaði ráðuneytisins í dag.Ætlunin er að rannsaka hvort varnarmálaráðherrann og annað starfsfólk ráðuneytisins hafi farið að reglum um notkun samskiptaforrita í þessu tilviki.Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjastjórnar, Mike Waltz, sem bætti blaðamanni í spjallið í misgáningi, hefur sagst taka fulla ábyrgð á því. Athygli hefur vakið að fulltrúar Bandaríkjastjórnar ræði málefni sem árásir á erlend ríki í hópspjalli sem þessu. Meðal annarra sem tóku þátt í samræðunum voru varaforseti Bandaríkjanna J. D. Vance og utanríkisráðherrann, Marco Rubio.Árásin sem rætt var um í hópspjallinu var gerð 15. mars á Húta í | |
19:21 | Hæstiréttur hafnaði áfrýjunarbeiðni Kourani Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Mohamads Thors Jóhannessonar, áður þekktum sem Mohamad Kourani, um að áfrýja dómi Landsréttar frá 6. febrúar á þessu ári.Hann var dæmdur í átta ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í júlí 2024 fyrir tilraun til manndráps auk annarra brota og stendur sá dómur. SEGIR DÓMENDUR HAFA HRÆÐST SIG Málskotsbeiðni Mohamad byggði á því að málið hefði verulega þýðingu fyrir hann og að niðurstaða Landsréttar væri röng að efni og formi.Vísar hann til þess að við þinghald í Landsrétti hafi fimm lögreglumenn gætt hans í salnum hverja stund sem leitt hafi til þess að dómendur hafi hræðst hann og telur hann það leiða til þess að þeir hafi verið vanhæfir til að dæma í málinu. Þá segir hann að einsýnt sé að fangelsisdvöl muni ýta undir andleg veikindi hans, sé honum veruleg | |
19:14 | Efnin á meðal þeirra hættulegustu og komu á ógnarhraða til Íslands Fíkniefnasendingin sem lögregla lagði hald á í síðustu viku er ein sú stærsta sem sést hefur hér á landi. Efnin eru meðal þeirra hættulegustu sem til eru og brotabrot af þeim getur hæglega drepið manneskju. Þeirra varð fyrst vart í Evrópu í febrúar.Sendingin taldi tuttugu þúsund töflur, líkt og greint var frá í sjónvarpsfréttum í gær. Rannsókn leiddi í ljós að þær voru falsaðar Oxykontin 80 töflur, sem innihalda ekkert Oxýkódon, heldur svokallað Nitazene.„Bara brot af töflu getur drepið manneskju. Það er staðan,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur hjá lögreglunni á Suðurnesjum.Sendingin er ein sú stærsta sem lögregla hefur lagt hald á.„Við höfum ekki einu sinni á ári haldlagt þetta magn af töflum.“ BÁRUST TIL ÍSLANDS Á ÓGNARHRAÐA Fyrst varð vart við töflurnar í Sviss í feb | |
19:11 | Macron biður franska auðmenn að standa í lappirnar gegn Trump – „Við erum engir kjánar og við munum verja okkur“ Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, vill að fyrirtæki innan Evrópusambandsins hætti að fjárfesta í Bandaríkjunum til að mótmæla tollastríðinu sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hóf í gær. „Það er mikilvægt að bíða með framtíðarfjárfestingar, sem og þær fjárfestingar sem voru tilkynntar síðustu vikur, þar til við höfum fengið á hreint hvar við stöndum gagnvart Bandaríkjunum,“ sagði Macron Lesa meira | |
19:08 | Kanadamenn svara með 25% tolli Kanadamenn hafa ákveðið að setja 25% toll á bær bandarísku bílategundir sem ekki eru tilgreindar í CUSMA, fríverslunarsamningi á milli þjóðanna. | |
19:02 | Erfiður ársfjórðungur fyrir Mercedes-Benz Sala á Mercedes-Benz bílum dróst saman í Evrópu og Kína en hélst stöðug í Bandaríkjunum. | |
18:47 | Í beinni: ÍR - Grótta | Komið að kveðjustund? ÍR tekur á móti Gróttu sem að allt bendir til að þurfi að kveðja Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld, þegar lokaumferðin fer fram. | |
18:47 | Í beinni: Stjarnan - ÍR | Rifjast upp gamall rígur? Stjarnan og ÍR hafa mæst í grimmum og hörðum rimmum á árum áður og mætast nú að nýju í úrslitakeppni, í fyrstu umferð 8-liða úrslita Bónus-deildar karla í körfubolta. | |
18:47 | Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Alls bárust 28 umsóknir um stöðu dagskrárstjóra hjá RÚV. Fjórir drógu umsókn sína til baka eftir að óskað var eftir nafnalista. Meðal umsækjenda er Margrét Jónasdóttir starfandi dagskrárstjóri og Eva Georgs Ásudóttir fyrrverandi sjónvarpsstjóri Stöðvar 2. | |
18:30 | Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Chelsea tekur á móti Tottenham í baráttu sinni um sæti í Meistaradeild Evrópu í fótbolta á næstu leiktíð. Gestirnir eru aðeins í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. | |
18:30 | Logi Einarsson: Ég vil að fólk geti helgað sig námi í 3-5 ár – Menntasjóður þarf að vera félagslegur jöfnunarsjóður Heildarendurskoðun verður að gera á Menntasjóði námsmanna vegna þess að reynslan hefur sýnt að hann stendur ekki undir því að vera félagslegur jöfnunarsjóður, eins og stefnt var að. Háir vextir undanfarin ár hafa gert það að verkum að styrkirnir sem áttu að vera ávinningur frá gamla kerfinu eru það í raun ekki. Gamla kerfið hefði Lesa meira | |
18:30 | Kínverskir eftirlitsaðilar koma í veg fyrir söluna CK Hutchisons Holdings hefur ákveðið að fresta sölu tveggja hafna við Panamaskurðinn vegna áframhaldandi rannsóknar kínverska samkeppniseftirlitsins. | |
18:25 | Gin- og klaufaveikifaraldur kominn upp í Mið-Evrópu Gin- og klaufaveiki hefur greinst í Ungverjalandi í fyrsta sinn í um hálfa öld. Hermenn voru kallaðir til í gær til að reyna að hefta útbreiðslu sjúkdómsins sem greindist í héraði sem liggur að nágrannalöndunum Austurríki og Slóvakíu.Í síðari hluta mars greindist veikin í Slóvakíu. Þarlend stjórnvöld hafa lýst yfir neyðarástandi.Reuters greinir frá því að austurrísk stjórnvöld ætli að grípa til þess ráðs að loka tveimur landamærastöðvum sínum inn í Slóvakíu og 21 stöð inn í Ungverjaland vegna útbreiðslu veikinnar.Gin- og klaufaveiki hefur, eins og nafnið bendir til, helst áhrif á nautgripi og önnur klaufdýr, líkt og svín, sauðfé og geitur. Sýking veldur gjarnan hita og blöðrum í kringum kjaft dýra. Gin- og klaufaveikifaraldur leiðir oft til þess að hömlur eru settar á viðskipti. Þá þarf of | |
18:23 | Dæmdur fyrir vændiskaup og samræði með 14 ára stúlku Landsréttur þyngdi dóm yfir héraðsdóms yfir 23 ára karlmanni, Kristjáni Helga Ingasyni sem dæmdur var fyrir ítrekað samræði með 14 ára stúlku, fyrst þegar hann var hann tæplega tvítugur og greitt fyrir samræðið. Kristján neitaði sök og sagðist ekki hafa átt í kynferðislegum samskiptum við stúlkuna. | |
18:21 | Dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn ungum stúlkum Landsréttur staðfesti í dag tvo dóma yfir karlmanni og skal hann sæta tólf mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur ungum stúlkum og fyrir að hafa í tvígang berað og handleikið kynfæri sín á almannafæri.Ríkissaksóknari skaut tveimur málum er varða manninn til Landsréttar og hafa þau verið sameinuð og flutt í einu lagi þar.Í fyrri ákærunni var maðurinn ákærður fyrir brot gegn þremur stúlkum á aldrinum 13-14 ára. Var hann sakfelldur fyrir tvö brotanna fyrir héraðsdómi og dæmdur í átta ára fangelsi. Var honum gert að greiða öðrum brotaþolanum 700 þúsund krónur í miskabætur.Í seinni ákæru héraðssaksóknara var hann dæmdur fyrir að hafa í tvígang berað og handleikið kynfæri sín og sært blygðunarsemi þeirra sem urðu vitni af atvikunum. Var hann dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi og gert að | |
18:18 | Aldrei fleiri úlfar í Danmörku Úlfastofninn í Danmörku hefur ekki verið sterkari í seinni tíð þar sem vísindamenn Háskólans í Árósum telja 42 úlfa.Úlfar eru svotil nýfarnir að koma sér fyrir í Danmörku eftir langa fjarveru, en fyrsti úlfurinn í næstum 200 ár fannst þar í landi árið 2012, að því er fram kemur hjá fréttaveitunni NTB.Síðan þá hefur þeim fjölgað nokkuð. Bæði hafa fleiri úlfar komið norður yfir landamærin frá Þýskalandi og eins eru þeir farnir að fjölga sér innanlands, en þeir halda sig á Jótlandi.Dönsk stjórnvöld hafa um nokkra hríð velt fyrir sér hvernig mætti halda fjölda dýranna í skefjum.Fjallað var um danska úlfa í Speglinum ekki alls fyrir löngu. Umfjöllunina má sjá hér að neðan. | |
18:18 | Steinþór nýr sviðsstjóri Steinþór Einarsson hefur verið ráðinn sviðsstjóri menningar- og íþróttasviðs Reykjavíkurborgar. Hann hefur gegnt stöðu skrifstofustjóra stjórnsýslu á menningar- og íþróttasviði frá árinu 2023 ásamt því að vera staðgengill sviðsstjóra, en hann hefur verið starfandi sviðsstjóri frá nóvember 2024. | |
18:16 | Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Karlalið Njarðvíkur spilar í fyrsta sinn í úrslitakeppni í IceMar-höllinni í Stapaskóla í kvöld þegar liðið tekur á móti Álftanesi í 8-liða úrslitum Bónus-deildarinnar. | |
18:11 | Jarðskjálftar fundust vel á höfuðborgarsvæðinu Öflugirr skjálftar fundust vel á höfuðborgarsvæðinu um sexleytið. Nákvæmt mat á stærð þeirra liggur ekki fyrir en gróft mat á þeim stærsta er 3,7, segir náttúruvársérfræðingur áKleifarvatnRUVVeðurstofunni. Upptökin voru austur af Trölladyngju, á milli Kleifarvatns og Trölladyngju. Skjálftarnir urðu ekki á kvikuganginum en eru líklega gikkskjálftar af völdum kvikugangsins. Mikið álag er á mælakerfi Veðurstofunnar. | |
18:08 | Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu rétt um klukkan 18. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er verið að skoða upptök hans og hversu stór hann var. | |
18:08 | Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu rétt um klukkan 18. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni mældist hann um 3,7 og eru upptök hans við Trölladyngju þar sem nú á sér stað gikkskjálftahrina. | |
18:06 | Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sett tolla á innflutning flestra erlendra ríkja og segir að um svokallaða gagnkvæma tolla sér að ræða (e. reciprocal tariffs). Um sé að ræða viðbrögð við tollum og viðskiptaþvingunum sem önnur lönd beita gegn innflutningi frá Bandaríkjunum. Sérfræðingar voru þó fljótir að benda á það að Trump fór ekki með rétt Lesa meira | |
18:04 | Skjálfti á suðvesturhorninu: Yfir fjórum að stærð Jarðskjálfta varð vart á suðvesturhorni landsins kl. 18.03. Skjálftinn fannst meðal annars á höfuðborgarsvæðinu. Nokkrir eftirskjálftar hafa orðið í kjölfarið og þeir einnig fundist víða. | |
18:04 | Skjálftar frá Kleifarvatni hrella suðvesturhornið Jarðskjálfta varð vart á suðvesturhorni landsins kl. 18.03. Skjálftinn fannst meðal annars á höfuðborgarsvæðinu. Nokkrir eftirskjálftar hafa orðið í kjölfarið og þeir einnig fundist víða. | |
18:00 | Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Tíu prósenta innflutningstollar sem Bandaríkjaforseti hyggst leggja á íslenskar innflutningsvörur. Forstjóri Össurar segir um mikil vonbrigði að ræða, enda séu Bandaríkin mikilvægasti markaður félagsins. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2, og ræðum um framhaldið við sérfræðing í myndveri. | |
17:56 | Afnema samsköttun: Segir fjölskyldum refsað Ríkisstjórnin hefur lagt til í fjármálaáætlun að afnema samsköttun hjóna og sambýlisfólks milli skattþrepa. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að þetta verði skattahækkun sem muni hafa djúpstæð áhrif á fjölskyldur um allt land. | |
17:49 | Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra Alþingis Margir þekktir einstaklingar úr stjórnsýslunni eru á meðal umsækjenda um embætti skrifstofustjóra Alþingis. | |
17:38 | Óvíst hversu mikil áhrif tollar hafa á íslensk fyrirtæki Birni Steinari Jónssyni, framkvæmdastjóra Saltverks, líst ekki vel á tilkynningu Bandaríkjaforseta um tolla, „ekki frekar held ég heldur en flest öllum öðrum sem stunda alþjóðviðskipti. Enda er þetta kannski ekki alveg í þá átt sem heimurinn hefur verið að stefna með alþjóðaviðskiptum undanfarna áratugi.“Bandaríkin eru stærsti markaður Saltverks, sem flytur út salt unnið með jarðhita við Ísafjarðardjúp. Hann bendir þó á að Ísland fái lægri tolla en margar aðrar þjóðir. Þá megi helst gera sér í hugarlund að tollar leiði til verðhækkana á vörum í Bandaríkjunum frekar en að kostnaðurinn fari inn í reksturinn.Tollunum er ætlað að elfa iðnað í Bandaríkjunum og jafnvel að fá fyrirtæki til að flytja starfsemi sína þangað.„Í okkar tilfelli erum við svo sem að nota jarðhita á Íslandi til þess að, t | |
17:30 | Hætti við ferðina vegna áreitis en fær ekki endurgreitt Erlend kona sem var á ferðalagi hér á landi síðasta vor fær ekki endurgreitt fyrir ferð sem hún afbókaði með skömmum fyrirvara. Sagðist konan hafa orðið fyrir áreiti og viljað hætta við ferðina og halda sem fyrst af landi brott. Hún hafi fengið þær upplýsingar að hún gæti fengið endurgreitt en það hafi verið dregið Lesa meira | |
17:28 | Alvotech undanskilið 10% tollum Trumps Íslensk lyf fá undanþágu. Alvotech, sem á mikið undir vestanhafs, fékk þetta staðfest frá bandarískum stjórnvöldum. | |
17:21 | 22 vilja verða skrifstofustjóri Alþingis Alls bárust 22 umsóknir um embætti skrifstofustjóra Alþingis. Starfið var auglýst 15. mars síðastliðinn en umsóknarfrestur rann út 31. mars.Meðal þeirra sem sóttu um stöðuna eru Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi þingmaður, Kristján Andri Stefánsson, sendiherra Íslands í Brussel, og Kristrún Heimisdóttir, lektor.Í hópi umsækjenda eru líka tveir skrifstofustjórar. Þær Guðrún Þorleifsdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu fjármálamarkaðar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, og Halla Sigurðardóttir skrifstofustjóri í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu.Ragna Árnadóttir lætur af embætti skrifstofustjóra Alþingis síðar á þessu ári. Hún hefur verið ráðin forstjóri Landsnets. Þar hefur hún störf 1. ágúst. Ragna hefur verið skrifstofustjóri Alþingis frá 1. september 2019.Eftirfarandi sóttu | |
17:18 | Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Karlmaður á 23. aldursári hefur verið sakfelldur í Landsrétti fyrir að hafa samræði og önnur kynferðismök við stúlku í bíl sínum þegar hún var fjórtán og fimmtán ára gömul og sömuleiðis að hafa um leið greitt fyrir vændi barns. Maðurinn fékk tveggja ára dóm í héraði en Landsréttur þyngdi dóminn sem nemur hálfu ári. | |
17:03 | Sitja uppi með uppgreiðslugjaldið Landsréttur hefur staðfest niðurstöðu héraðsdóms um að ÍL-sjóði hafi verið heimilt að krefja lántakendur um uppgreiðslugjald á lánum sem þeir höfðu hjá sjóðnum. | |
17:02 | Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið „Ég er að verða sextugur og mig langaði að fara aðeins óhefðbundna leið og ekki vera með svona hefðbundið afmælishald og ræður,“ segir Skúli Helgason borgarfulltrúi sem vill engar gjafir en biður fólk um að koma í afmælið sitt og láta gott af sér leiða. Sindri Sindrason hitti Skúla í Íslandi í dag í vikunni. | |
17:00 | Óhugnanlegt kynferðisbrot: Tveir menn sagðir hafa tekið nauðgun upp á myndband – Níddust á ólögráða stúlku Héraðssaksóknari hefur ákært tvo menn fyrir kynferðisbrot framin í félagi að nóttu einhvern tíma á síðasta ári. Mennirnir eru sakaðir um að hafa haft samræði við stúlku undir lögaldri án hennar samþykkis og að hafa þar nýtt sér ölvunarástand hennar svo hún gat ekki spornað við verknaðinum. Brotið var framið í herbergi á þáverandi dvalarstað Lesa meira | |
16:50 | „Kolaportið virðist ekki vera að fara neitt“ Hrafn Varmdal ætlar að halda rekstri Kolaportsins áfram þar til Reykjavíkurborg hefur gert samning við varanlegan rekstraraðila. Þetta staðfestir hann í samtali við fréttastofu.Framtíð Kolaportsins hefur verið í ólestri síðan leigusamningur borgarinnar við ríkið vegna leigu á húsnæðinu í Tollhúsinu við Tryggvagötu rann út um svipað leyti og rekstraraðili þess varð gjaldþrota.Hrafn, sem hefur rekið Bolabankann í Kolaportinu um árabil, hefur gert skammtímasamninga við borgina vegna rekstursins síðan. Borgarráð samþykkti 13. mars að auglýsa eftir varanlegum rekstraraðila fyrir Kolaportið.„Kolaportið virðist ekki vera að fara neitt,“ segir Hrafn. | |
16:41 | Þessi sóttu um starf dagskrárstjóra RÚV Mikill áhugi var á starfi dagskrárstjóra Ríkissjónvarpsins sem auglýst var laust til umsóknar á dögunum. Alls bárust 28 umsóknir en fimm umsækjendur drógu umsókn sína til baka. | |
16:40 | Skoskir viskíframleiðendur uggandi yfir tollunum Skoskir viskíframleiðendur hafa lýst yfir vonbrigðum með nýjustu 10% tolla Donalds Trumps. | |
16:40 | Støre endurkjörinn formaður Verkamannaflokksins Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, var í dag endurkjörinn formaður Verkamannaflokksins til næstu tveggja ára.Fréttaveitan NTB segir frá þessu.Størevar einn í kjöri, en nokkur styr stóð um hann í vetur og flokkurinn stóð á tímabili höllum fæti í skoðanakönnunum.Støre sagði í viðtali við NRK að staða hans hafi verið nokkuð krefjandi og fyrir þremur mánuðum síðan hafi hann ekki séð fram á þessa niðurstöðu. Hins vegar hafi hann fundið mikinn stuðning frá flokkssystkynum sínum.Flokknum hefur vaxið ásmegin eftir að Miðflokkurinn gekk úr ríkisstjórnarsamstarfinu og Jens Stoltenberg sneri aftur í stjórnmálin sem fjármálaráðherra.Verkamannaflokkurinn mælist nú aftur stærsti flokkur landsins með vel yfir 30 prósenta fylgi. | |
16:39 | Segja þrefaldan Vestfjarðaskatt í fjármálaáætlun Í fjármálaáætlun fyrir 2026-2030 sem ríkisstjórnin kynnti í vikunni eru þrjár skattkerfisbreytingar sem Fjórðungssambandið telur koma hlutfallslega mjög illa niður á Vestfjörðum.Gylfi Ólafsson, formaður Fjórðungssambands Vestfjarða, segir þar fyrsta að nefna breytingar á veiðigjaldi sem komi illa við smáar útgerðir sem margar hafi barist í bökkum.„Númer tvö er hækkun á laxeldisgjaldi umfram það sem ákveðið hafði verið,“ segir Gylfi. „Það á að hækka það upp í 5% af alþjóðlegum markaði.“Sú þriðja er innviðagjald á skemmtiferðaskip sem tók gildi um áramót. Nýlega var tilkynnt að hún yrði ekki endurskoðuð. FJÓRÐUNGSÞING VILL AÐ RÍKIÐ ENDURSKOÐI ÁFORMIN Fjórðungsþing Vestfirðinga samþykkti í gær ályktun um að lýsa miklum áhyggjum af þessum breytingum á gjaldtöku. Í ályktuninni segir jafnfram | |
16:36 | Styttri atvinnuleysisbótaréttur á að spara fjóra milljarða Ríkisstjórnin ætlar að spara nærri fjóra milljarða króna á ári með því að stytta þann tíma sem fólk á rétt á atvinnuleysisbótum og auka eftirlit með greiðslum úr sjóðnum til að draga úr bótasvikum.Í nýrri fjármálaáætlun, sem var kynnt á mánudag, kemur fram að útgjöldin eigi að dragast lítillega saman næstu ár og verði árið 2029 nærri fjórum milljörðum lægri en áður hafði verið gert ráð fyrir.Útfærsla breytinganna hefur ekki verið kynnt, en samkvæmt heimildum fréttastofu á meðal annars að stytta bótarétt úr 30 mánuðum í 18 mánuði. Þá verða einnig gerðar auknar kröfur til umsækjenda, til dæmis um að þeir endurnýi umsóknina á staðnum, en ekki í gegnum tölvu.Útgjöld til atvinnuleysisbóta og annarra vinnumarkaðsaðgerða eru tæpir 44 milljarðar, samkvæmt fjárlagafrumvarpi þessa árs. ÓTTAST AÐ K | |
16:35 | Þessi sóttu um stöðu dagskrárstjóra sjónvarps 28 umsóknir bárust um starf dagskrárstjóra sjónvarps en fjórir umsækjendur drógu umsókn sína til baka eftir að óskað var eftir nafnalista.Dagskrárstjóri leiðir starf dagskrársviðs sjónvarps og tryggir að innkaup og framleiðsla á innlendu og erlendu dagskrárefni séu í samræmi við stefnu RÚV. SETTUR DAGSKRÁRSTJÓRI OG FYRRVERANDI SJÓNVARPSSTJÓRI MEÐAL UMSÆKJENDA Margrét Jónasdóttir settur dagskrárstjóri RÚV hefur sótt um starfið en meðal umsækjenda eru einnig Eva Georgs Ásudóttir fyrrverandi sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 og Gísli Einarsson ritstjóri og sjónvarpsmaður RÚV.Þá sóttu Guðmundur Ingi Þorvaldsson, listamaður, leikari og framleiðandi, og Snærós Sindradóttir, fjölmiðlakona og listfræðingur, einnig um stöðuna. Það gerði Björn Sigurðsson dagskrár- og sölustjóri einnig sem og framleiðendu | |
16:31 | Öll félög lækkuðu nema þrjú Dagurinn var eldrauður í kauphöllinni hér á landi, líkt og víðast hvar annars staðar, eftir að tollar Donalds Trump tóku gildi í gærkvöldi. Gengi aðeins þriggja félaga lækkaði ekki. | |
16:30 | Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“ Móðir ein í Lincoln á Englandi viðurkennir að hún hafi fengið vægt áfall þegar hún kom að eins árs syni sínum og sá hvað hann var að gera. Sá stutti hafði komist í duftker sem innihélt ösku látins afa hans og var hann að leika sér með hana þegar móðir hans, Natasha Emery, kom að honum. Natasha reif upp Lesa meira | |
16:30 | Íslenski hlutabréfamarkaðurinn skelfur | |
16:24 | Úrvalsvístalan féll um tæp 4% Úrvalsvísitalan hefur nú lækkað um rúm 12% það sem af er ári. |