| 14:45 | Kæra úrskurðinn til Landsréttar Embætti héraðssaksóknara hefur kært til Landsréttar úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að hafna gæsluvarðhaldskröfu yfir manninum sem er ákærður fyrir að hafa nauðgað dreng í Hafnarfirði síðasta haust. | |
| 14:42 | „Við veljum Danmörku“ „Eitt verða allir að skilja: Grænland vill ekki vera í eigu Bandaríkjanna. Grænland verður ekki stjórnað af Bandaríkjunum.“ | |
| 14:40 | Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Nýskipaður óperustjóri segir nýja þjóðaróperu vera vettvang þar sem listamenn munu fá tækifæri til að vaxa í faginu og þar sem ópera, sem fag, verður byggð upp. Þjóðaróperan markar tímamót í faginu en óperustjóri segir nýjan kafla í íslenskri óperusögu að hefjast. | |
| 14:34 | 2 milljónir norskra króna fundust í ruslapoka Lögreglan í Sandnes í Noregi er enn að reyna að rekja uppruna og eiganda tveggja milljóna norskra króna sem fundust í svörtum ruslapoka þar í borg í síðustu viku. Gröfumaður fann ruslapokann og lét lögreglu vita. Hvorki erfðaefni né fingraför hafa fundist á seðlunum en búið er að útiloka að um sé að ræða ráðsfeng úr Nokas-ráninu árið 2004. Komið hefur til tals að greiða gröfumanninum fundarlaun. Seðlarnir gagnast þó engum í dag þar sem þeir urðu ógildir á árunum 2018 til 2020.Sandnes í Noregi.Wikimedia commons / Alexey Topolyanskiy | |
| 14:30 | Mætti með látlaust barmmerki á rauða dregilinn – Sagðist ekki geta þagað lengur og kallaði Trump barnaníðing og varaforsetann lygara Bandaríski leikarinn Mark Ruffalo mætti eins og flestar stjörnur Hollywood á Golden Globe verðlaunahátíðina á sunnudag. Ruffalo var með lítið barmmerki, hvítt sem á stóð „BE GOOD“. Blaðamaður USA Today kallaði til Ruffalo og spurði hann út í barmmerkið. „Þetta er fyrir Renee Nicole Good, sem var myrt,“ sagði leikarinn. Good var 37 ára gömul Lesa meira | |
| 14:30 | Er hægt að telja Trump hughvarf varðandi yfirtöku Grænlands? Undanfarnar vikur hefur vart liðið sá dagur að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi ekki ítrekað beinar og óbeinar hótanir sínar um yfirtöku Grænlands með hervaldi, verði Grænlendingar og Danir ekki við kröfu hans um að afhenda Bandaríkjunum full yfirráð yfir þessum næsta nágranna okkar Íslendinga, með manni og mús og öllum þeim auðlindum öðrum sem þar er að finna. Sunnudagurinn var engin undantekning þar á. Í þetta skipti, aðspurður um möguleg viðbrögð annarra NATO-ríkja, sagði hann að það yrði bara að hafa það, ef slík aðgerð hefði einhverjar afleiðingar NATO, Grænland skyldi hann samt taka með einum eða öðrum hætti, "hvort sem þeim líkar það betur eða verr." FREDERIKSEN ÓMYRK Í MÁLI EN RUTTE LOÐINN Í SVÖRUM Þessar margendurteknu og nú nánast linnulausu hótanir Bandaríkjaforseta fara i | |
| 14:30 | Forsetinn fái dauðadóm Saksóknarar í Suður-Kóreu kröfðust þess í dag að Yoon Suk Yeol, fyrrverandi forseti, yrði dæmdur til dauða fyrir að lýsa yfir herlögum í desember 2024, sem steyptu landinu í glundroða. Yoon olli pólitískri kreppu þegar hann tilkynnti endalok borgaralegrar stjórnar í desember 2024 og sendi hermenn á þingið til að framfylgja því. Tilraun hans mistókst hins vegar og hann varð... | |
| 14:30 | Gjald fyrir þinglýsingar hækkar um 40,7% Gjald fyrir þinglýsingar hækkaði um 1.100 krónur um nýliðin áramót, fór úr 2.700 kr. í 3.800 kr. á hvert skjal, sem er 40,7% hækkun. | |
| 14:21 | Losun eykst á ný eftir samdrátt Losun gróðurhúsalofttegunda jókst um 2,4% í Bandaríkjunum á síðasta ári eftir tveggja ára samdrátt. Ástæðan er stóraukin orkunotkun vegna vetrarkulda og gervigreindar. Þetta sýna bráðabirgðaniðurstöður í skýrslu hugveitunnar Rhodium Group. Orkunotkun vegna veðurs og húshitunar er breytileg milli ára en eftirspurn hefur aukist mikið eftir orku fyrir gagnaver, rafmyntagröft og aðra stórnotendur. Verð á gasi hækkaði og þar með jókst eftirspurn eftir kolum, sem er sá orkugjafi sem mengar mest og hefur mikil áhrif á losun gróðurhúsalofttegunda. Hlutfall kola í raforkuframleiðslu var 13% hærra á síðasta ári en árið áður. NOTKUN SÓLARORKU EYKST Á hinn bóginn jókst notkun sólarorku um 34%. Þar með hækkaði hlutfall notkunar á orkugjafa með enga losun gróðurhúsalofttegunda. Útblástur bíla, sem er | |
| 14:19 | „Það verður að vera alvöru hætta“ „Þetta er mjög mikil áskorun en ég er ótrúlega glöð að Þjóðleikhúsið hafi verið til í þetta,“ segir Elín Hansdóttir sem hannaði leikmyndina að Óresteiu sem sýnd er í Kassanum í Þjóðleikhúsinu. Leikstjórn er í höndum Benedict Andrews og leikurinn hjá kröftugum fimm manna leikhópi sem fer með öll hlutverkin.Lóa Björk Björnsdóttir ræddi við Elínu í Lestinni á Rás 1 um leikmyndina sem vakið hefur mikla athygli. Leikmyndin er þess eðlis að ekki er hægt að keyra aðrar sýningar í rýminu á sama tíma. Hún er níðþung, henni er rústað og hún svo sett aftur saman fyrir hverja sýningu. ALGJÖRT ÞREKVIRKI LEIKARANNA AÐ BREYTA LEIKMYNDINNI Í fyrstu virðist leikmyndin nokkuð einföld þar sem stórt kassalaga ljós trónir yfir steinhellum sem er snyrtilega upp raðað. Í gegnum verkið tekur hún þó töluverðum | |
| 14:18 | Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Að minnsta kosti þrjú þúsund manns hafa látið lífið í mótmælunum í Íran. Þetta á bæði við mótmælendur og meðlimi öryggissveita, samkvæmt embættismönnum, sem kenna hryðjuverkamönnum um öll dauðsföllin. | |
| 14:18 | Álverð ekki hærra síðan í apríl 2022 Álverð hefur hækkað umtalsvert á síðustu mánuðum og fór upp í 3.199 dali á tonnið í gær. | |
| 14:16 | Íranskur embættismaður segir 2.000 hafa látist í mótmælunum Um 2.000 hafa látist í mótmælunum í Íran, þar með taldir liðsmenn öryggislögreglu landsins, að því er Reuters hefur eftir írönskum embættismanni. Þetta er í fyrsta sinn sem upplýsingar um dauðsföll frá hinu opinbera frá upphafi mótmælaöldunnar sem ekki sér fyrir endann á. Mannréttindasamtökin Iran Human Rights hafa áhyggjur af því að talsvert fleiri mótmælendur hafi verið drepnir.Mótmælin eru álitin ein stærsta áskorun klerkastjórnarinnar síðan hún rændi völdum 1979. Kanslari Þýskalands sagði í morgun að síðustu dagar stjórnvalda í Íran væru að renna upp.„Gerðu okkur öllum greiða: Skammastu þín!“ voru viðbrögð Abbas Araghchi, utanríkisráðherra Írans, við orðum kanslarans. Frá því greinir BBC. EVRÓPUSAMBANDIÐ BOÐAR REFSIAÐGERÐIR Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segir | |
| 14:14 | Ræðir við forsætisráðherra Norðurlandanna um Grænland „Við munum taka símtal okkar á milli þar sem við förum aðeins yfir stöðuna,“ segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra um viðræður við aðra forsætisráðherra Norðurlandanna í dag um málefni Grænlands.Bæði auðvitað þróun síðustu daga og vikna og kannski líka hvernig þau sjá morgundaginn fara fram, segir Kristrún sem vísar til fundar Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, og Vivian Motzfeldt, utanríkisráðherra Grænlands, með Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og J.D. Vance, varaforseta Bandaríkjanna, í Washington á morgun.„Partur af þessum fundi er auðvitað þetta nána samstarf sem þessi hópur hefur haft. Við höfum lýst yfir eindregnum stuðningi þegar það kemur að framtíð Grænlands, að hún ráðist í Nuuk og það verða skilaboðin mín inn á þennan fund,“ segir Kristrún.Do | |
| 14:13 | Vilja þverpólitískan starfshóp um vanda barna og ungmenna Þingflokkur Framsóknar óskar eftir því að stofnaður verði þverpólitískur starfshópur um málefni barna og ungmenna. Þetta tilkynnti Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður flokksins, á blaðamannafundi í Alþingi í dag ásamt Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknar.Hópnum yrði falið að móta grunn að fjármagnaðri aðgerðaáætlun í málefnum barna og hann skipaður fulltrúum allra þingflokka og helstu fagstofnana líkt og Kennarasambands Íslands, Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu, Barna og fjölskyldustofu, ríkislögreglustjóra og öðrum viðeigandi sérfræðingum.„Það er ansi margt sem þarf að gera hvort sem það tengist skólaumhverfinu, kennurunum, starfsumhverfi, menntun barna, börnunum sjálfum eða heimilunum,“ segir Ingibjörg.„Hins vegar er það þannig að það hefur gerst of hægt og við finnum til | |
| 14:11 | Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Ósk Sigurðardóttur, deildarstjóra höfuðborgardeildar Rauða krossins, og Sigríði Ellu Jónsdóttur, teymisstjóra skaðaminnkunar hjá Rauða krossinum, var brugðið vegna ummæla Guðmundar Fylkissonar lögreglumanns í hlaðvarpinu Ein pæling um helgina um skaðaminnkandi úrræði Rauða krossins og að hann hafi átt í útistöðum við starfsfólk úrræðanna. Þetta segja þær í aðsendri grein á Vísi í dag. | |
| 14:08 | Nýir eigendur að Ferðasýn Nýverið tóku hjónin Ingveldur Ýr Jónsdóttir og Ársæll Hafsteinsson og Þórunn Helgadóttir og Samuel Lusiru Gona við rekstri ferðaskrifstofunnar Ferðasýn. Með áralanga reynslu og innsýn inn í kenískt samfélag og góða staðkunnáttu vilja þau bjóða upp á fjölbreyttar sérsniðnar ferðir til Kenía og kynna landið fyrir sem flestum Íslendingum, eins og segir í tilkynningu. Þórunn Lesa meira | |
| 14:01 | Spjallið með Frosta Logasyni | Viljum ekki flytja íslam til Íslands, við erum að flýja það Spjallið með Frosta Logasyni Samira Hosseini er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Hún er Íranskur ríkisborgari með stöðu flóttamanns á Íslandi. Hún segist hafa upplýsingar um að klerkastjórnin í Íran sé búin að drepa um 12 þúsund mótmælendur á síðustu dögum og hún hefur miklar áhyggjur af því að stjórninni takist að kveða niður […] Greinin Spjallið með Frosta Logasyni | Viljum ekki flytja íslam til Íslands, við erum að flýja það birtist fyrst á Nútíminn. | |
| 14:00 | Skóli við rætur Vatnajökuls Svanhvít Jóhannsdóttir og Íris Ragnarsdóttir Pedersen, ásamt fleirum, stofnuðu fjallaskóla í Öræfum undir Vatnajökli. Þar gefst nemendum kostur á að læra leiðsögn og margt fleira spennandi sem allt tengist því að starfa úti í náttúru landsins. Ísland í dag kíkti á þær Svanhvíti og Írisi við Svínafellsjökul þar sem þær sögðu frá öllu um námið og fleira. | |
| 14:00 | Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Slökkvilið hefur áhyggjur af öryggi þeirra sem leigja rými í húsum þar sem herbergjum hefur verið fjölgað í trássi við reglur og aðgengi að flóttaleiðum er takmarkað. Grunur er um íkveikju í slíku húsi sem slökkviliðinu hafði borist ábendingar um. | |
| 14:00 | Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Laufey Lín súperstjarna mætti með sinn heittelskaða Charlie Christie á Golden Globe hátíðina í fyrradag. Hjúin, sem hafa nú verið saman í tvö ár, virtust ástfangin upp fyrir haus saman á rauða dreglinum og nutu sín í botn á þessu einstaka stefnumóti. | |
| 14:00 | Saka mann ársins um þekkingarleysi og rangfærslur Guðmundur Fylkisson lögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er fyrir löngu orðinn landsþekktur fyrir störf sín en hann sérhæfir sig í að leita að týndum börnum. Meira var að gera hjá Guðmundi á nýliðnu ári en árin þar á undan og hann er óhræddur við að gagnrýna stöðu mála þegur kemur að meðferðarúrræðum fyrir börn með Lesa meira | |
| 14:00 | Myndir: Allt til skoðunar varðandi eldsupptök Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór upp úr klukkan eitt í dag í fyrsta sinn inn í skemmuna sem brann í Gufunesi til að hefja rannsókn á vettvangi. Fram að því var ekki talið öruggt að fara inn í húsið. | |
| 13:59 | Ók viljandi inn í hlið bíls sama dag og honum var synjað um ökuréttindi Karlmaður á sextugsaldri var í síðustu viku dæmdur til 60 daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar. Hann ók vísvitandi utan í hlið jeppa með þeim afleiðingum að sá lenti utan vegar. Bílstjóranum tókst þó að ná stjórn á jeppanum og koma honum aftur upp á veg án þess að nokkur meiddist.Atvikið átti sér stað á Hellisheiði í janúar 2024. Mennirnir voru á leið austur yfir heiðina. Annar þeirra tók fram úr öðrum bíl og varð þess þá var að ákærði kom upp að honum og byrjaði að flauta. Þegar maðurinn gat skipt yfir á hægri akrein nokkru síðar ók ákærði upp að hlið hans, keyrði utan í bílinn og ók síðan á brott.Við ákeyrsluna fór jeppinn út af veginum en bílstjóranum tókst að koma honum aftur inn á veginn. Hann tilkynnti atvikið til lögreglu sem hafði samband við bíleigandann sem reyndist ekki hafa v | |
| 13:58 | Framlengja varðhald vegna andlátsins um fjórar vikur Gæsluvarðhald yfir manni á þrítugsaldri, sem sat í varðhaldi vegna rannsóknar lögreglu á andláti karlmanns á fertugsaldri í Kópavogi, hefur verið framlengt um fjórar vikur á grundvelli rannsóknarhagsmuna. | |
| 13:56 | Íslenska ríkið hafi brugðist þolendum Drífa Snædal talskona Stígamóta segir samfélagið þurfa að ákveða hvort réttarkerfið eigi að virka fyrir þolendur kynferðislegs og kynbundins ofbeldis. Niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu í dag sýni að íslenska ríkið sé að bregðast þolendum.Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í dag í málum fimm kvenna gegn íslenska ríkinu á grundvelli óréttlátrar málsmeðferðar. Ríkið var dæmt brotlegt í einu máli en sýknað í hinum fjórum.Níu konur kærðu íslenska ríkið með aðstoð Stígamóta fyrir nokkrum árum fyrir að hafa brotið á rétti þeirra til réttlátrar málsmeðferðar. Þær höfðu allar kært nauðgun, heimilisofbeldi eða kynferðislega áreitni til lögreglu en málin voru felld niður af ákæruvaldinu.„Það má segja að niðurstaðan í dag sé sú að enn og aftur er íslenska ríkið dæmt brotlegt gegn brotaþolum k | |
| 13:52 | Framlengja gæsluvarðhald yfir manni í tengslum við mannslát í Kársnesi Gæsluvarðhald yfir grískum manni, sem var handtekinn í tengslum við mannslát í Kópavogi í nóvember, hefur verið framlengt um fjórar vikur á grundvelli rannsóknarhagsmuna.Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Lögreglu barst tilkynning í nóvember um meðvitundarlausan mann í íbúð á Kársnesi. Maðurinn, sem var Portúgali um fertugt, var látinn þegar lögregla kom á staðinn.Maðurinn var með nokkra stunguáverka og lögreglan virtist í fyrstu telja líklegt að hann hefði veitt sér áverkana sjálfur. Síðar var grískur félagi hans handtekinn í tengslum við andlátið. | |
| 13:50 | „Upplifum að það sé ekki skilningur á aðstæðunum“ Dagmar Ýr Stefánsdóttir, sveitarstjóri Múlaþings, segir að lokun hringvegarins í Fagradal í gær sé það ástand sem varað hafi verið við að skapist oft á Austurlandi. | |
| 13:49 | Verðbólga áfram 2,7% í Bandaríkjunum Desembermælingin var í samræmi við spár hagfræðinga. | |
| 13:49 | Mannslátið á Skjólbraut: Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Karlmaður um þrítugt hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að dauða karlmanns í fjölbýlishúsi við Skjólbraut í Kópavogi í lok nóvember. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Gæsluvarðhald yfir manninum, sem er frá Grikklandi, átti að renna út í dag en það hefur nú verið framlengt um fjórar vikur. Hinn Lesa meira | |
| 13:44 | Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Gæsluvarðhald yfir grískum karlmanni, sem grunaður er um að hafa ráðið portúgölskum manni bana á Skjólbraut í Kópavogi í nóvember, hefur verið framlengt um fjórar vikur. | |
| 13:40 | Beint: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, boðar til málþings um aðlögun að loftslagsbreytingum í Norræna húsinu í dag klukkan 14. | |
| 13:33 | Veiða grálúðu innan um hafís: Séð stóra borgarísjaka Norðaustanátt heldur hafísnum fjarri landi næstu daga en borgarís getur verið óútreiknanlegri. Frystitogarinn Guðmundur í Nesi er við veiðar í jaðar ísbreiðunnar. | |
| 13:33 | Hafís fjær landi en vart við borgarís Norðaustanátt heldur hafísnum fjarri landi næstu daga en borgarís getur verið óútreiknanlegri. Frystitogarinn Guðmundur í Nesi er við veiðar í jaðar ísbreiðunnar. | |
| 13:31 | Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Yfirvöld í Bretlandi eru sögð undirbúa það að senda sérsveitir um borð í olíuflutningaskip og önnur skip sem tilheyra svokölluðum „skuggaflota“ Rússa. Ráðamenn munu hafa fundið lög sem hægt sé að nota til að leggja hald á skipin, sem ríki eins og Rússland, Íran og Venesúela hafa notað til að komast hjá viðskiptaþvingunum. | |
| 13:30 | ICE-fulltrúinn er skyndilega orðinn milljónamæringur Rétt tæplega 600 þúsund dollarar, um 75 milljónir króna, hafa safnast fyrir Ice-fulltrúann Jonathan Ross. Jonathan komst í heimsfréttirnar í síðustu viku þegar hann skaut hina 37 ára gömlu Renee Nicole Good til bana í Minneapolis. Jonathan er starfsmaður Útlendinga- og tollgæslu Bandaríkjanna (ICE), en hann varð Renee, þriggja barna móður, að bana þegar hann Lesa meira | |
| 13:26 | Stefnt að opnun vegar um Hornafjarðarfljót í vor Tafir á opnun nýs vegar um Hornafjarðarfljót stafa af því að ekki náðist að leggja seinna lag klæðningar á allan vegkaflann meðan veður leyfði. Fram kemur í nýrri færslu á vef Vegagerðarinnar að vonir hafi staðið til að opna fyrr fyrir umferð. Fram kemur að eftir eigi að leggja seinna lag klæðingar á frekan stuttan The post Stefnt að opnun vegar um Hornafjarðarfljót í vor appeared first on 24 stundir. | |
| 13:25 | Hulda ráðin til Basalt arkitekta Hulda Hallgrímsdóttir hefur verið ráðin í nýja stöðu stefnu- og viðskiptaþróunarstjóra hjá Basalt arkitektum. | |
| 13:23 | Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Árshátíð borgarstjórnar Reykjavíkur var haldin með pompi og prakt í Höfða um helgina. Um er ræða fyrstu árshátíð Heiðu Bjargar Hilmisdóttur sem borgarstjóra en það styttist óðfluga í næstu kosningar. | |
| 13:19 | Fjöldi Dana með 200 milljóna fjáreignir tvöfaldast Hagfræðingur segir þróunina markverða í ljósi þess að Danmörk hafi lengi lagt áherslu á jafnræði. | |
| 13:10 | Bylting sem breyttist í andhverfu sína Mótmælin sem skekið hafa Íran undanfarnar tvær vikur hafa sett meiri pressu á klerkastjórnina í Íran en talið var að þau myndu gera þegar verslunareigendur og kaupmenn í miðborg Teheran lögðu niður störf sín vegna bágborins efnahagsástands. Má telja víst að klerkastjórnin muni standa veikari eftir jafnvel þótt klerkarnir nái að halda völdum. | |
| 13:08 | Slepptu tveimur mönnum sem voru handteknir í aðgerð sérsveitar á Selfossi Tveimur mönnum sem voru handteknir í sérsveitaraðgerðum lögreglu á sunnudag hefur verið sleppt úr haldi lögreglu. Þetta staðfestir Þorsteinn M. Kristinsson, aðalvarðstjóri á Suðurlandi.Mennirnir voru í haldi lögreglu þar til þeim var sleppt í gær en ekki var talið tilefni til að óska eftir gæsluvarðhaldi yfir þeim. Þorsteinn segir lögreglu halda áfram að rannsaka, en vill að öðru leyti ekki veita frekari upplýsingar um málið.Lögreglan á Suðurlandi óskaði eftir aðstoð sérsveitar ríkislögreglustjóra vegna tilkynningar sem barst úr íbúðahverfi á Selfossi. Lögregla taldi ástæðu til að kalla eftir aðstoð sérsveitar ríkislögreglustjóra til að tryggja öryggi. | |
| 13:07 | Fjarskiptasamband og rafmagn mikilvægara en loftvarnarbyrgi Bættur útbúnaður björgunarsveita, betra farsímasamband og Hvalárvirkjun myndi efla áfallaþol á Vestfjörðum. Formaður Vestfjarðastofu segir nýja skýrslu um varnarmál tilraun til að setja óvissu í alþjóðamálum í vestfirskt samhengi.Þar er mögulegum verkefnum í uppbyggingu innviða gefin einkunn eftir því hversu hár kostnaðurinn er, hversu mikið hún efli áfallaþol og hversu auðveld hún er í framkvæmd. EINFALDAST OG ÓDÝRAST AÐ STYÐJA BJÖRGUNARSVEITIRNAR „Bættur búnaður björgunarsveita fær flest stig vegna þess að við teljum að það sé bæði borgaralegt og varnarlegt mikilvægi,“ segir Gylfi Ólafsson, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga. „Þá er kostnaður frekar lágur og björgunarsveitir gegna gríðarlega miklu hlutverki í að tryggja áfallaþol okkar.“Vestfjarðastofa birti í gær skýrslu um varn | |
| 13:07 | Ragnheiður Steindórsdóttir liggur á sjúkrahúsi í Málaga Ragnheiður Steindórsdóttir leikkona fékk heilablóðfall í gönguferð um spænska sveit um jólin. Frá þessu greina börn hennar á Facebook og segja frá því að móður þeirra hafi á ótrúlegan hátt náð að bjarga sér, vekja athygli fólks á svæðinu og fá hjálp þess. | |
| 13:00 | Svarar til saka – Stofnaði barni í lífshættu með því að skilja hlaupbangsa eftir á glámbekk Einstaklingur hefur verið ákærður fyrir hegningarlagabrot, fíkniefnalagabrot og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa árið 2023 stofnað lífi og heilsu barns í hættu með því að skilja eftir hlaupbangsa með kannabis sem barnið komst í. Barnið var flutt með forgangsakstri sjúkrabifreiðar á Landspítalann og lagt inn á gjörgæslu með eitrun. Í nafnhreinsaðri ákæru sem Lesa meira | |
| 13:00 | „Ég gat ekki farið neitt“ Fimmtíu ár eru í dag liðin frá því er jarðskjálfti, sem talinn er hafa verið 6,3 stig á kvarðanum sem kenndur er við bandaríska jarðskjálftafræðinginn Charles F. Richter, olli stórtjóni á Kópaskeri þriðjudaginn 13. janúar 1976. | |
| 12:51 | Fyrsti kolmunnafarmur ársins | |
| 12:50 | Hulda til Basalt arkitekta Basalt arkitektar hafa ráðið Huldu Hallgrímsdóttur í nýja stöðu stefnu- og viðskiptaþróunarstjóra. | |
| 12:46 | „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Stjórnarformaður Truenorth segir forsvarsmenn fyrirtækisins ekki sérstaklega hafa haft til skoðunar ástand skemmunnar í Gufunesi sem brann í gær og hýsti meðal annars gamla leikmuni fyrirtækisins. Ekki sé búið að verðmeta tjónið enn en það sé í raun óbætanlegt. | |
| 12:33 | Diddy selur svörtu einkaþotuna Tónlistar- og athafnamaðurinn Sean „Diddy“ Combs hefur selt mattsvarta Gulfstream G550-einkaþotu sína. Þotan var framleidd árið 2015 og hefur verið í leiguflugi á meðan Combs hefur setið í fangelsi. | |
| 12:32 | Æft með varðskipinu Thetis | |
| 12:31 | Borgin bar enga ábyrgð á skemmunni Slökkvilið var að störfum fram undir hádegi í leikmunageymslunni í Gufunesi sem brann í gær, en eldur kviknaði þar ítrekað. Lögregla rannsakar eldsupptök. Reykjavíkurborg átti skemmuna og firrti sig ábyrgð í leigusamningi.Eldur kom ítrekað upp aftur í leikmunageymslunni í Gufunesi sem brann í gærkvöld, en slökkvilið telur sig hafa slökkt endanlega og hefur afhent lögreglu vettvanginn. Skemman var í eigu Reykjavíkurborgar, sem segist enga ábyrgð bera á ástandi hússins.Kvikmyndafyrirtækið TrueNorth leigði skemmuna, sem stóð við Gufunesveg, af Reykjavíkurborg í mars 2024. Í leigusamningnum segir meðal annars að borgin leggi ekki til fé til endurbóta eða viðhalds og beri ekki ábyrgð á tjóni sem kunni að verða á eignum TrueNorth vegna óhapps á borð við eldsvoða.Altjón varð í eldsvoða í skemmunn | |
| 12:30 | Hræðsluáróður notaður í loftslagsmálum Höfundur bókarinnar Hitamál segist ekki lengur treysta vísindunum þegar kemur að umræðum um loftslagsmál. „Þetta er orðinn áróður,“ fullyrðir Frosti Sigurjónsson. | |
| 12:25 | Stórtjón: „Held að það sé enginn sökudólgur“ Stjórnarformaður True North segir að við fyrstu sýn allt það vera ónýtt sem var inni í skemmunni sem brann í Gufunesi í gær. | |
| 12:18 | Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Lögregla telur sig vera komna með skýra mynd á atburði í heimahúsi að Skjólbraut í Kópavogi í nóvember, þar sem portúgalskur maður lést. Gæsluvarðhald yfir Grikkja sem grunaður er um að hafa ráðið manninum bana rennur út í dag. Ekki hefur verið ákveðið hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum. | |
| 12:12 | Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Nýliðið ár reyndist eitt það besta í sögu olíuleitar á norska landgrunninu í seinni tíð. Miðað við undanfarinn áratug var aðeins árið 2021 betra í magni nýrra olíu- og gasfunda. Þörf er hins vegar á frekari olíu- og gasleit ef draga á úr yfirvofandi framleiðslulækkun. | |
| 12:07 | Standa af heilum hug með Powell Seðlabankastjórar Bretlands, Sviss, Danmerkur og Svíþjóðar eru meðal þeirra sem undirrita stuðningsyfirlýsingu við Powell. | |
| 12:05 | Vance og Rubio taka á móti Dönum Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, sagði í dag að hann og grænlenski starfsbróðir hans myndu funda með J.D. Vance, varaforseta Bandaríkjanna, og Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Hvíta húsinu í Washington á morgun. | |
| 12:04 | Íkveikja á Hjarðarhaga: Sá grunaði lést Rannsókn lögreglu á eldsvoða í íbúð á Hjarðarhaga í maí á síðasta ári þar sem tveir létust er lokið. | |
| 12:02 | Hulda ráðin til Basalt arkitekta Basalt arkitektar hafa ráðið Huldu Hallgrímsdóttur í nýja stöðu stefnu- og viðskiptaþróunarstjóra. | |
| 12:00 | Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Þingstörf hefjast á ný á morgun og forseti Alþingis býst við því að málum á þingmálaskrá verði fjölgað. Þingflokkur Framsóknar hefur sent erindi á formenn allra flokka þar sem kallað er eftir þverpólitískri samstöðu í málefnum barna og ungmenna. | |
| 12:00 | Telja gjöldin ólögmæt: Virðast byggja á gróðavon Neytendasamtökin og Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) telja að vangreiðslugjöld sem innheimt eru af einkareknum bílastæðafyrirtækjum standist að öllum líkindum ekki lög. | |
| 11:55 | Utanríkisráðherrar Danmerkur og Grænlands á leið á spennufund í Washington J.D. Vance, varaforseti Bandaríkjanna, tekur þátt í fundi þeirra Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, og Vivian Motzfeldt, utanríkisráðherra Grænlands, með Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Washington á morgun. Sá síðastnefndi boðaði til fundarins.Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað lýst því yfir að hann vilji ná yfirráðum yfir Grænlandi. Embættismenn innan Atlantshafsbandalagsins ræða mögulegar aðgerðir til að auka viðveru bandalagsins á norðurslóðum vegna orða forsetans. GRÆNLENDINGAR MÓTFALLNIR YFIRTÖKU Motzfeldt hefur sagst ætla að koma því afdráttarlaust til skila á fundinum að Grænland sé ekki til sölu. Grænlenska landstjórnin sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hún sagðist á engan hátt geta fallist á yfirtöku Bandaríkjanna yfir landinu.Ras | |
| 11:53 | Aukið atvinnuleysi og dvínandi eftirspurn eftir starfsfólki Atvinnuleysi tók stökk í haust og hefur ekki verið hærra í þrjú og hálft ár | |
| 11:52 | Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Þúsundir grunnskólabarna í Helsinki fá áskrift að vikublaði um teiknimyndapersónuna Andrés Önd ókeypis á næstunni. Tilgangurinn er að kanna hvort aðgangur að lesefni hafi áhrif á áhuga barna á lestri sem fer dvínandi í Finnlandi eins og víðar annars staðar. | |
| 11:51 | Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Drífa Snædal, talskona Stígamóta, segir nýjan dóm Mannréttindadómstólsins staðfesta, enn og aftur, að brotið hafi verið á rétti brotaþola til réttlátrar málsmeðferðar. Játning hafi legið fyrir í málinu en samt sé litið til ásetnings frekar en samþykkis. | |
| 11:49 | Segja fjölgun nema í uppnámi vegna aðhaldskröfu og vanfjármögnunar Áform Háskóla Íslands um að fjölga nemendum í heilbrigðisgreinum eru í uppnámi vegna niðurskurðar og áralangrar fjármögnunar segja stjórnendur níu deilda við skólann. Þeir segja að samfara þessu verði uppnám í sjálfbærni íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar.Þetta segja höfundarnir í aðsendri grein á Vísi. Þeir segja að framlög til háskólamála hafi verið lægri hér en í nágrannalöndunum þrátt fyrir yfirlýsta stefnu stjórnvalda um fjölgun nemenda í heilbrigðisgreinum. Ofan á þetta bætist eins prósents aðhaldskrafa á Háskóla Íslands í fjárlögum næsta árs samhliða auknum útgjöldum vegna húsnæðis og launahækkana. Greinarhöfundar * Unnur Anna Valdimarsdóttir, forseti Heilbrigðisvísindasviðs * Arna Hauksdóttir, forstöðumaður Miðstöðvar í lýðheilsuvísindum * Berglind Eva Benediktsdóttir, for | |
| 11:40 | Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Í hádegisfréttum fjöllum við um brunann sem varð í Gufunesi í gærkvöldi. Ljóst er að tjónið er mikið en í leigusamningi sem Truenorth gerði við Reykjavíkurborg er allri ábyrgð á ástandi hússins vísað á leigutaka. | |
| 11:38 | Ungmenni í Labubu-verksmiðju misnotuð í gróðaskyni Vísbendingar eru um að starfsfólk sem ekki er komið á fullorðinsaldur sé misnotað í gróðaskyni í verksmiðju sem framleiðir Labubu-dúkkur. Þetta er niðurstaða rannsóknar China Labor Watch (CLW), bandarískra samtaka sem rannsaka aðstæður verkafólks í Kína.Samtökin sendu rannsakendur til leikfangaverksmiðju í Kína sem sinnir framleiðslu fyrir Pop Mart, fyrirtækis sem hefur hagnast ævintýralega á sölu Labubu-skrímslanna. Um 4.500 manns vinna í verksmiðjunni. Þar voru tekin viðtöl við fleiri en 50 starfsmenn sem unnu einungis við gerð Labubu-dúkka.Þessar dúkkur hafa notið gífurlegra vinsælda um heim allan á síðustu misserum, sérstaklega á meðal ungs fólks. Dúkkurnar líkjast púka eða skrímslum og eru til í ýmsum stærðum og gerðum. Gert er ráð fyrir að vinsældir dúkkanna eigi einungis eftir að au | |
| 11:38 | Íslenska ríkið sakfellt: „Enn einn áfellisdómurinn“ Mannréttindadómstóll Evrópu hefur dæmt íslenska ríkið brotlegt gagnvart ungri konu sem kærði nauðgun til lögreglu sem felldi málið niður á sínum tíma. Talskona Stígamóta segir játningu geranda hafa legið fyrir í málinu og veltir því fyrir sér hvort íslenska réttarkerfið sé vanhæft til að taka á slíkum málum. | |
| 11:36 | Loftmyndir sýna umfang skemmdanna í Gufunesi Bersýnlegt er að allt sem var inni í skemmunni í Gufunesi sem brann í gær, leikmunir framleiðslufyrirtækisins True North, hefur orðið eldinum að bráð. Brynjar Friðriksson hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu sagði í frétt í morgun að þarna hafi orðið altjón. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur í dag rannsókn á eldsupptökum. Eldurinn kviknaði um fimmleytið í gær og slökkvistarfi lauk á áttunda tímanum í gærkvöld. | |
| 11:35 | Engin fleiri mislingatilfelli greinst Engin ný tilfelli af mislingum hafa greinst frá því að barn greindist með smitsjúkdóminn fyrr í mánuðinum. Fjöldi hefur bólusettur vegna smitsins. | |
| 11:34 | Gaf grænt ljós á alla samruna í fyrra eftir uppstokkun á stjórn eftirlitsins Samkeppniseftirlitið í Bretlandi samþykkti alla samruna sem komu til skoðunar á liðnu ári, sem er í fyrsta sinn sem slíkt gerist í árabil, en eftirlitið hefur verið undir pólitískum þrýstingi að vinna í samræmi við stefnu stjórnvalda um að ýta undir hagvöxt og aukna samkeppnishæfni atvinnulífsins. | |
| 11:34 | Hafa búið í Kenía í 20 ár og bjóða nú fólk velkomið „Kenía er fallegt land með mikla menningu, milt loftslag og dásamlegt og gestrisið fólk. Ferðir okkar þangað eru mikil upplifun og við viljum gefa sem flestum Íslendingum kost á að heimsækja Kenía á einstakan og sérsniðinn hátt,“ segir Ingveldur Ýr Jónsdóttir einn af eigendum Ferðasýnar, ferðaskrifstofu sem skipuleggur ferðir til Kenía. | |
| 11:31 | Myndir: Gæslan æfði viðbrögð með Dönum Um helgina fór fram sameiginleg æfing áhafna á varðskipinu Freyju og danska varðskipinu Thetis. | |
| 11:31 | Búið að slökkva í brunahreiðrum Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu telur sig vera búið að slökkva í brunahreiðrum í skemmunni í Gufunesi þar sem eldur kviknaði í gær. | |
| 11:30 | Búið að leggja fram frumvarp um innlimun Grænlands í Bandaríkin Frumvarp, eða réttara sagt þingsályktunartillaga, hefur verið lagt fram í fulltrúadeild Bandaríkjaþings um að Grænland verði gert að 51. ríki Bandaríkjanna. Það er Randy Fine, sem er þingmaður Repúblikana í 6. kjördæmi Flórída, sem leggur tillöguna fram en hann var kjörinn þingmaður í apríl á síðasta ári í aukakosningum sem efnt var til eftir að Lesa meira | |
| 11:23 | Kerfin úrelt og málið hið vandræðalegasta Kerfisbilun sem varð í tengslum við flugumferðarstjórn í Grikklandi þykir vera hið vandræðalegasta fyrir grísk yfirvöld. | |
| 11:14 | Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Lars Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra Danmerkur og Vivian Motzfeldt utanríkisráðherra Grænlands funda með Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna á morgun í Washington D.C og hefur J.D. Vance varaforseti einnig óskað þess að sitja fundinn. | |
| 11:11 | Forsetadraumar Marine Le Pen í húfi Pólitísk örlög Marine Le Pen, leiðtoga frönsku Þjóðfylkingarinnar, ráðast frammi fyrir áfrýjunardómstól sem tók til starfa í París dag. Takist Le Pen ekki að snúa þar við dómi um misferli sem féll í fyrra, verður henni óheimilt að bjóða sig fram í opinbert embætti næstu fimm árin.Marine Le Pen fer fyrir stærsta stjórnmálaflokknum í Frakklandi, og hún er einn af vinsælustu leiðtogum landsins, allavega þegar litið er á nýlegar skoðanakannanir þar sem spurt er um mögulega frambjóðendur í næstu forsetakosningum, sem verða í apríl á næsta ári.Le Pen hefur tvisvar boðið sig fram, fyrst 2017, þegar hún tapaði með miklum mun gegn Emmanuel Macron sitjandi forseta. Hún tapaði svo aftur gegn Macron 2022, reyndar þá með talsvert minni mun.Embættistíð Macron lýkur á næsta ári, en draumur Le Pen um fram | |
| 11:10 | Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Samkvæmt leigusamningu Reykjavíkurborgar og True North um skemmuna í Gufunesi, sem brann í gær, ber borgin enga ábyrgð á tjóni á eignum True north vegna brunans. Forsvarsmenn félagsins hafa sagt ómetanlega sögulega muni hafa verið í skemmunni þegar hún brann en hún var notuð undir gamla leikmuni. | |
| 11:04 | Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Forsætisnefnd Alþingis mun taka fyrir tilkynningar um EKKO-mál af hálfu ríkisendurskoðanda til forsætisnefndar. Sérstakt verklag hefur verið útbúið fyrir meðferð tilkynninganna. Forseti Alþingis segir verklagið í samræmi við opinbert verklag. Ekki liggur fyrir hversu margar kvartanir hafa borist. | |
| 11:04 | Styggir Trump Kína með tollum á viðskiptaþjóðir Írans? Trump hótar 25% tollum á viðskiptaþjóðir Írans. Kína er stærsti kaupandi olíu frá Íran. | |
| 11:02 | Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni „Satt best að segja finnst mér hvert ár bara alltaf verða betra og betra,“ segir tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, jafnan þekkt sem GDRN, en hún fagnaði þrítugsafmæli um helgina en ætlar að fagna áfanganum betur þegar hún klárar meðgönguna. Sömuleiðis var hún að gefa út plötu og heldur sér alltaf á tánum. | |
| 10:55 | Gekk á milli verslana og blekkti starfsfólk Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skjalafals, þjófnað og umferðarlagabrot. Maðurinn villti m.a. á sér heimildir sem starfsmaður Reykjavíkurborgar og blekkti þar með starfsfólk fyrirtækja til að afhenda sér vörur. | |
| 10:50 | Sameinuðu þjóðirnar vilja sjálfstæða rannsókn á drápi ICE Sameinuðu þjóðirnar krefjast þess að fram fari skjót og óháð rannsókn eftir að alríkislögreglumaður innflytjendalögreglunnar ICE skaut mótmælanda til bana í bandarísku borginni Minneapolis í síðustu viku. „Samkvæmt alþjóðlegum mannréttindalögum er vísvitandi beiting banvæns valds aðeins heimil sem neyðarúrræði gegn einstaklingi sem ógnar lífi annarra,“ sagði Jeremy Laurence, talsmaður mannréttindaskrifstofu SÞ, við fréttamenn í Genf og lagði „áherslu á þörfina... | |
| 10:50 | Fundu amfetamínverksmiðju á sveitabæ Lögregla austurumdæmisins í Noregi telur að minnst 74 kílógrömm af amfetamíni hafi verið framleidd í amfetamínverksmiðju á afskekktum sveitabæ í Modum í Buskerud-fylki vestan Óslóar. | |
| 10:42 | Landað úr Gullveri og Jóhönnu Gísladóttur „Það var gott veður framan af en síðan byrjaði að blása hressilega á sunnudagskvöld og þá var ekki um annað að ræða fyrir okkur en að halda til hafnar.“ | |
| 10:39 | Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Bandaríkjaforseti hefur vopnvætt ásakanir um fjársvik til að refsa ríkjum þar sem Demókratar halda í valdtaumana, sem gjarnan eru kölluð blá ríki. Með því að halda því fram að fjárveitingar sem ætlaðar eru til styrkjamála séu misnotaðar hefur forsetinn fundið átyllu til að halda aftur af fjárveitingunum. | |
| 10:38 | Huga þurfi betur að öryggi innviða – „Við þurfum að vera miklu stórtækari“ Huga þarf betur að því að verja innviði hér á landi og huga að viðbrögðum við mögulegum fjölþáttaógnum, segir Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Veitna og stjórnarformaður Samorku. Ísland sé í sérstakri stöðu þar sem leggja þurfi áherslu á bæði náttúruöflin og spennu í alþjóðamálum þegar hugað sé að vörnum landsins.„Við getum sagt að við séum í ákveðnu stríði í Evrópu, sem felst í því að það eru hernaðarleg átök sums staðar í Evrópu en annars staðar eru markvissar árásir sem felast í þessum fjölþátta árásum,“ segir Sólrún á Morgunvaktinni á Rás 1.Sólrún skrifaði grein á vef Veitna þar sem hún fjallaði um öryggi innviða.„Það sem við höfum verið að sjá, sérstaklega frá árinu 2022, hefur markvisst verið aukning í að því sem við getum kallað ómissandi innviði, orku- og veituinnviðum, ann | |
| 10:34 | Ljóst að kveikt var í á Hjarðarhaga en ekki hægt að sækja neinn til saka Rannsókn á bruna í íbúð á Hjarðarhaga síðasta sumar er lokið. Rannsóknin leiddi í ljós að eldsvoðinn hafi orsakast af íkveikju. Þetta staðfestir E. Agnes Eide Kristínardóttir, yfirlögregluþjónn rannsóknarsviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Hún segir aftur á móti engan til að sækja til saka í ljósi þess að sá sem er grunaður um verknaðinn hafi sjálfur farist í brunanum. Málið sé þó á leið til ákærusviðs samkvæmt hefðbundnu verklagi. Lögregla fann bensínbrúsa á víð og dreif í íbúðinni og leiddi efnarannsókn í ljós að í þeim hafði verið eldhvetjandi vökvi.Þrír menn voru í íbúðinni en tveir þeirra létust í eldsvoðanum.Sá sem komst lífs af, Sári Morg Gergó, braut rúðu til að komast út úr brennandi íbúðinni. Í viðtali við fréttastofu í fyrra sagðist hann gruna meðleigjanda sinn frá Bandaríkj | |
| 10:30 | Nafngreina fyrirtæki sem leggja á vanskilagjöld – Óþarft, ósanngjarnt og á mjög gráu svæði „Við skorum á ofangreind fyrirtæki að hætta tafarlaust að leggja á vanskilagjöld! Jafnframt skorum við á eigendur bílastæða að skipta aðeins við fyrirtæki sem ekki leggja á vangreiðslugjöld!“ Þetta segja þeir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, og Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, í aðsendri grein á Vísi. Þar kalla þeir eftir því að fyrirtæki sem innheimta gjöld Lesa meira | |
| 10:25 | Stefnir í þurrustu ársbyrjun í 90 ár Úrkoma í Reykjavík það sem af er janúar er nánast engin, aðeins 0,5 mm, segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur, um óvenju þurra ársbyrjun á suðvesturhorni landsins. Fyrri hluti janúar gæti orðið sá þurrasti í borginni frá árinu 1936, í 90 ár.Einar skrifar um þurra tíð á Facebook-síðu sinni.„Þurraþræsingurinn frá áramótum hefur ekki farið fram hjá neinum suðvestanlands,“ segir Einar og tekur fram að alla jafna sé janúar úrkomusamur í heildina. „Þó kemur það fyrir að það komi um 2ja vikna kaflar sem eru nánast alþurrir, en sjaldnast standa þeir lengur en það. 2001 var þannig nánast þurrt fyrstu 12 dagana, en síðan ekki söguna meir.“Þessa dagana stefnir í að fyrri helmingur janúar verði sá þurrasti frá 1936.„Þarna fyrir 90 árum blésu vindar á milli norðurs og austurs allan liðlangan mánuði | |
| 10:19 | Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Fótboltamaðurinn Guðmundur Þórarinsson, betur þekktur undir listamannsnafninu Gummi Tóta, og unnusta hans, rekstrarverkfræðingurinn Guðbjörg Ósk Einarsdóttir, eiga von á öðru barni sínu. | |
| 10:13 | Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að því að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt vegna þess að aðeins var litið til ásetnings en ekki samþykkis við rannsókn kynferðisbrotamáls árið 2017. Þolandi var 17 ára þegar brotið átti sér stað. Málið er eitt af níu sem dómstóllinn er að taka til skoðunar. Málin voru öll felld niður við rannsókn hjá lögreglunni. Ríkið þarf að greiða stúlkunni 7.500 evrur í bætur, sem samsvarar um einni milljón íslenskra króna. | |
| 10:13 | Erlendir aðilar keyptu fyrir 6 milljarða í desember Erlendir aðilar átt um 7% af útgefnum ríkisbréfum í lok árs. | |
| 10:10 | Margar breytingar á Happdrætti Háskóla Íslands „Breytingin er fyrst og fremst gerð til að viðhalda raunvirði miðaverðs og þar með getu okkar til að styðja við starfsemi Háskóla Íslands. Þetta er því verðlagsuppfærsla en ekki viðbragð við samkeppni,“ segir Hjördís María Ólafsdóttir, markaðsstjóri Happdrættis Háskóla Íslands. | |
| 10:05 | Krankleiki hrjáir borgarstarfsmenn Starfsfólk Reykjavíkurborgar er mun heilsutæpara en starfsfólk ríkisins og Kópavogsbæjar. Þetta sýna tölur sem fram koma í svari Mannauðs- og starfsumhverfissviðs Reykjavíkurborgar við fyrirspurn endurskoðunarnefndar borgarinnar um veikindahlutföll borgarstarfsmanna. | |
| 10:04 | Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Leikkonan Ragnheiður Steindórsdóttir fékk heilablóðfall á Spáni milli jóla og nýárs og hefur legið á spítala í Málaga síðan. Hún kemur heim til Íslands í læknisfylgd í dag og hefur í kjölfarið endurhæfingu. | |
| 09:59 | Ríkið sakfellt í einu dómsmáli en sýknað í fjórum Ein kona lagði íslenska ríkið að velli fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í morgun þegar ríkið var dæmt brotlegt gagnvart henni. Dómurinn snéri að brotum gegn áttundu grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um friðhelgi einkalífs og fjölskyldu.Dómur var kveðinn upp í máli fimm kvenna í dag og var ríkið sýknað í málum fjögurra. Öll málin sneru að kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi.Níu konur kærðu íslenska ríkið með aðstoð Stígamóta fyrir nokkrum árum fyrir að hafa brotið á rétti þeirra til réttlátrar málsmeðferðar. Þær höfðu allar kært nauðgun, heimilisofbeldi eða kynferðislega áreitni til lögreglu en málin voru felld niður af ákæruvaldinu.Konurnar voru á aldrinum 17 til 42 ára þegar þær kærðu brotin sem voru frá árunum 2012 til 2019. Af þeim sem fengu niðurstöðu í dag voru þrjár undir |