| 10:01 | Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, móðgaðist mjög þegar Viðskiptablaðið sagði hana hundleiðinlega og húmorslausa. Enda er hún að grínast allan daginn! Höllu finnst alræði A-fólksins í þjóðfélaginu nokkuð ýkt. | |
| 09:56 | Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Egill Einarsson, fjölmiðlamaður og einkaþjálfari, kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna, líkt og greint var frá í slúðurdálki Mannlífs í gær. | |
| 09:40 | Tryggvi Þór segir Trump á villigötum Tryggvi Þór Herbertsson, stjórnarformaður Qair Iceland H2, segir fullyrðingar Donalds J. Trumps Bandaríkjaforseta um vindorku ekki eiga við rök að styðjast. | |
| 09:39 | Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Tólf ára drengur er látinn eftir að hafa verið bitinn af hákarli í sjónum við Sidney í Ástralíu. Fjórir urðu fyrir hákarlaárás á stuttum tíma í vikunni. | |
| 09:32 | „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ „Það voru alltaf einhver veikindi, ólík veikindi. Og ég var bara ung, hraust stelpa áður, ég var íþróttastelpa, aldrei veik og ekkert vesen. Það er bara ótrúlega sárt að horfa til baka og vita ekki að brjóstin á mér voru að gera mig svona veika,“ segir Ásta Erla Jónasdóttir, ein af þeim fjölmörgu íslensku konum sem á sínum tíma fengu sér PIP brjóstapúða, með afdrifaríkum afleiðingum. | |
| 09:32 | Enn með stútfulla eitla af iðnaðarsílíkoni „Það voru alltaf einhver veikindi, ólík veikindi. Og ég var bara ung, hraust stelpa áður, ég var íþróttastelpa, aldrei veik og ekkert vesen. Það er bara ótrúlega sárt að horfa til baka og vita ekki að brjóstin á mér voru að gera mig svona veika,“ segir Ásta Erla Jónasdóttir, ein af þeim fjölmörgu íslensku konum sem á sínum tíma fengu sér PIP brjóstapúða, með afdrifaríkum afleiðingum. | |
| 09:23 | Háskóli Íslands reynir að koma í veg fyrir peningaþvott í spilakössum sem skólinn rekur Rekstraraðilar spilakassa á Íslandi virðast hafa gripið til sýnilegra aðgerða til að sporna við peningaþvætti eftir ítrekaðar ábendingar um að spilakassakerfið hafi verið misnotað. Á spilastöðum hafa nú verið sett upp ný skilti þar sem varað er við peningaþvætti og tekið fram að allur grunur um slíka starfsemi verði tilkynntur til lögreglu. Jafnframt kemur fram […] Greinin Háskóli Íslands reynir að koma í veg fyrir peningaþvott í spilakössum sem skólinn rekur birtist fyrst á Nútíminn. | |
| 09:21 | Velta Bílabúðar Benna jókst um 78% Velta Bílabúðar Benna var síðast meiri árið 2018. | |
| 09:08 | 12 ára drengur lést eftir hákarlaárás Tólf ára drengur sem var bitinn af hákarli í höfn Sidney-borgar í Ástralíu hefur látist af sárum sínum. | |
| 09:02 | Hvasst syðst á landinu Víðáttumikið hæðarsvæði norðan við landið, sem teygir sig frá Grænlandi yfir til Skandinavíu, gerir það að verkum að lægðir komast ekki hina algengu leið til norðurs. Þar af leiðandi þrýsta lægðirnar sunnanlands á móti hæðinni. Því má búast við allhvössum eða hvössum vindi allra syðst á landinu en mun hægari vindi annars staðar. | |
| 09:00 | Neitað um dvalarleyfi þrátt fyrir að eiga íslenskan föður – Ljósmyndir og skjáskot dugðu ekki til Mexíkóskum ríkisborgara hefur verið synjað um dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli sérstakra tengsla við landið. Segir hann föður sinn vera íslenskan og lagði meðal annars fram ljósmyndir og skjáskot af samskiptum á samfélagsmiðlum til að sanna að hann hefði regluleg samskipti við föðurfjölskyldu sína. Hafi hann einnig búið áður tímabundið á Íslandi. Útlendingastofnun og kærunefnd Lesa meira | |
| 08:53 | Er hlutlaus eignastýring að valda bólumyndun á hlutabréfamarkaði? Það þýðir ekki að hlutleysinu fylgi skaðleysi að mati gagnrýnenda sem styðja þá skoðun með góðum og gildum rökum. Markaðir þjóna mikilvægu samfélagslegu hlutverki. Þeim er ætlað að beina fjármagninu þangað sem það er hagnýtt með sem skilvirkasta hætti, eitthvað sem hlutlausa fjármagnið hefur ekki skoðun á. | |
| 08:36 | „Þetta er eiginlega súrrealískt“ Fyrir tíu árum sáu fáir það fyrir að Grænland ætti eftir að verða miðpunktur heimsfréttanna. Það er kennt í skólum að Grænland sé stærsta eyja heims, en jafnframt strjálbýlasta land heims enda eru tæplega 86% af landinu þakin jökli. Landið heyri undir Danmörku og þar búi mest Inúítar. En það hefur alltaf verið vitað að Grænland, rétt eins og Ísland, er á mikilvægum stað í veröldinni - milli Evrópu og Ameríku og því gríðarlega mikilvægt fyrir báðar álfur. Og eftir að Donald Trump tók við embætti Bandaríkjaforseta fyrir ári er það orðið svo mikilvægt að hann vill ná yfirráðum í landinu - hvort sem Grænlendingum líkar betur eða verr.Áður en við förum frekar í þá sálma er rétt að taka stutta söguskoðun.Eiríkur Rauði nam Grænland í lok 10. aldar, en skömmu áður er talið að Inúítar hafi komið þa | |
| 08:33 | Hvað starfa margir upplýsingafulltrúar í ráðuneytunum? Einn upplýsingafulltrúi starfar í hverju ráðuneyti á Íslandi. Mismunandi er eftir ráðuneytum hversu margar undirstofnanir eru þar undir og hversu umfangsmiklar þær eru.Þetta kemur fram í svörum ráðherra ráðuneytanna við fyrirspurnum Diljár Mistar Einarsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Svör við fyrirspurnunum bárust frá lokum nóvember fram í miðjan janúar, það síðasta frá mennta- og barnamálaráðherra barst 19. janúar.Hér fyrir neðan er yfirferð yfir það helsta sem fram kom í svörum ráðuneytanna.Forsætisráðuneytið:Í forsætisráðuneytinu er einn upplýsingafulltrúi. Hjá Hagstofu Íslands starfar yfirmaður deildar samskipta og samstarfs. Hjá Seðlabanka Íslands starfa samskiptastjóri, ritstjóri og upplýsingafulltrúi og þeir starfsmenn sinna fleiri verkefnum en upplýsingamiðlun, samskiptamál | |
| 08:32 | Árásir næturinnar hafa áhrif á viðræðurnar Stjórnvöld í Kænugarði gagnrýndu Rússa harðlega fyrir mannskæðar árásir í nótt á öðrum degi friðarviðræðna ríkjanna, auk Bandaríkjanna, í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. | |
| 08:18 | Unglingur tekinn með rafmagnsvopn Nóg var að um að vera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Meðal þess sem kom til kasta hennar var unglingur með rafmagnsvopn í unglingapartýi. Í dagbók lögreglunnar kemur fram að meðal helstu verkefna á lögreglustöð 1, sem sér um löggæslu í vesturbæ, miðbæ og austurbæ Reykjavíkur auk Seltjarnarness hafi verið eldur í Lesa meira | |
| 08:15 | Daði slaufar Hagstofunni Stjórnvöld ætla að styðjast við þjóðhagsspár Seðlabankans. | |
| 08:15 | Tveir bæjarfulltrúar hætta Mikil endurnýjun verður á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Tveir bæjarfulltrúar gefa ekki kost á sér og aðeins einn varabæjarfulltrúi verður í framboði í prófkjöri flokksins sem haldið verður 7. febrúar næstkomandi. | |
| 08:11 | Ólympíufari breyttist í fíkniefnabarón – handjárnaður eftir áratug á flótta Myndband hefur nú birst af fyrrum kanadíska ólympíufaranum Ryan Wedding, sem var leiddur í handjárnum út úr flugvél eftir að hafa komið til Bandaríkjanna í kjölfar handtöku í Mexíkóborg. Wedding keppti fyrir Kanada á Vetrarólympíuleikunum 2002 í snjóbretti, en er nú sakaður um að hafa stýrt gríðarstóru fíkniefnaneti og tengst alvarlegum ofbeldisbrotum. Var á lista […] Greinin Ólympíufari breyttist í fíkniefnabarón – handjárnaður eftir áratug á flótta birtist fyrst á Nútíminn. | |
| 08:04 | Varasamur vindur á Suðurlandi Búast má við allhvössum eða hvössum vindi alla syst á landinu í dag en mun hægari annars staðar. Í athugasemd veðurfræðings á Veður.is segir að hvassir vindstrengir verði til dæmis í Mýrdal og í Öræfum. Veðrið gæti verið varasamt ökumönnum á bílum sem taka á sig mikinn vind.Það má búast við skúrum eða éljum á stangli suðaustan- og austanlands. Minni háttar él verða á annesjum norðan heiða og á norðanverðum Vestfjörðum en yfirleitt þurrt og bjart í öðrum landshlutum, einkum við Faxaflóa og Breiðafjörð.Hiti verður á bilinu 0 til 7 stig, en kringum frostmark á Norður- og Austurlandi. Búast má við lækkandi hitastigi á næstu dögum.Færð á vegum er víðast hvar með ágætum. Á Holtavörðuheiði og í Bröttubrekku eru hálkublettir. Á Vestfjörðum má finna hálku á Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum en h | |
| 08:00 | „Ef ég hneigi mig stolt þá er það eina sem skiptir máli“ Leikkonan Berglind Alda Ástþórsdóttir segist hafa byrjað árið af hörku með æfingum fyrir Galdrakarlinn í Oz sem verður frumsýndur á stóra sviði Borgarleikhússins í dag. „Það er bara fulla ferð áfram, alveg eins og ég vil hafa það. Janúar getur verið svo leiðinlegur en ekki þegar maður er að gera eitthvað svona skemmtilegt, eins og að vinna í leikhúsi.“Fyrir áramót fór hún með hlutverk hinnar ódauðlegu Ófelíu í einu umtalaðasta leikhúsverki fyrri ára, uppsetningu Kolfinnu Nikulásdóttur á Hamlet. Hún kom sjálfri sér á óvart því henni þótti frábært að fá umræðuna. „Hamlet er óður til leikhússins og leikhúsið á, finnst mér, að hreyfa við og fá fólk til að tala saman og mynda sínar eigin skoðanir.“ ÓMETANLEGT AÐ FÁ AÐ GERA ÞAÐ SEM MAÐUR ELSKAR Þegar nýtt ár gengur í garð líta margir til baka | |
| 08:00 | Hvar er Flóttamannavegurinn? Svokallaður Flóttamannavegur er vegur sem liggur í gegnum Hafnarfjörð, Garðabæ og Kópavog og er notaður í síauknum mæli af þeim sem ferðast milli þessara bæjarfélaga. Með mjög vaxandi umferðarþunga á höfuðborgarsvæðinu hefur vegurinn reynst afar mikilvægur. | |
| 07:56 | Með rafmagnsvopn í unglingapartíi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í gærkvöld eða nótt afskipti af unglingapartíi þar sem ungmenni var með rafmagnsvopn. | |
| 07:56 | „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í gærkvöld eða nótt afskipti af unglingapartíi þar sem ungmenni var með rafmagnsvopn. | |
| 07:42 | Repúblikanar léku eftir veisluna í Grjótaþorpinu Þeir vissu eflaust ekkert um það, þingmenn repúblikana í samkvæmi sínu á miðvikudagskvöld, að þeir lékju þar eftir aðra veislu sem haldin var í Grjótaþorpinu í Reykjavík heilli öld fyrr. | |
| 07:29 | Ungmenni mætti með rafvopn í unglingasamkvæmi Ungmenni var flutt á lögreglustöð úr unglingasamkvæmi í vesturhluta Reykjavíkur þegar á daginn kom að það hafði rafmagnsvopn í fórum sínum. Lögreglukonur að störfum í miðborg Reykjavíkur. Mynd úr safni.RÚVÍ morgunskeyti lögreglu segir að skýrsla hafi verið tekin í samvinnu við forráðamenn og barnaverndaryfirvöld. Maður var kærður fyrir að reykspóla á bíl sínum í vesturborginni og fyrir að hafa skráningarmerki hans ógreinileg. Annar fékk sekt fyrir að búa ekki tryggilega um barn í bíl sínum. Útlendingur var handtekinn grunaður um að dvelja ólöglega í landinu, hann neitaði að framvísa skilríkjum. Einn var handtekinn fyrir að hafa uppi ofbeldistilburði á almannafæri og brjóta þannig gegn lögreglusamþykkt. | |
| 07:26 | Hitastig fer lækkandi | |
| 07:16 | Andófshópur tengdur Kúrdum hefur ógnað ráðherrum — Kúrdi segir hópinn skaða málstað þeirra Sænska lögreglan handtók í gær karlmann á fimmtugsaldri sem grunaður er um ógnandi hegðun í garð ráðherra. Upphaflega var hann talinn hafa ógnað tveimur ráðherrum. Maðurinn neitar allri sök að sögn lögmanns hans. SVT fjallar um málið. Hvorki saksóknari né leyniþjónusta hafa viljað tjá sig frekar um sakarefnin en maðurinn hefur síðustu ár verið áberandi í Rojava-nefndinni svokölluðu, litlum hópi andófsmanna sem styður Frelsishreyfingu Kúrda. Maðurinn er einnig sagður hafa átt aðild að mörgum vinstrisinnuðum hreyfingum og barist fyrir frelsi Palestínu. Hann hefur ekki verið dæmdur fyrir alvarlega glæpi. Rojava birti nýlega ljósmynd á samfélagsmiðlum af dúkku í líki hryðjuverkamanns með höfuð konu í hendinni, sem skilin var eftir við heimili Benjamins Dousa, ráðherra þróunarmála. Önnur mynd s | |
| 07:15 | Ungmenni með rafmagnsvopn í partýi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af unglingapartýi þar sem eitt ungmennið reyndist hafa rafmagnsvopn í sínum fórum. | |
| 07:05 | Ekki eru allir á einu máli Þingmenn og ráðherrar Flokks fólksins styðja að tillaga um framhald viðræðna um aðild að Evrópusambandinu fari í þjóðaratkvæðagreiðslu, enda er kveðið á um það í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna | |
| 07:02 | Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi | |
| 07:02 | Halldór 24.01.2026 Mynd dagsins eftir Halldór Baldursson. | |
| 07:00 | Borgin sem við byggjum er borgin þín Eitt það skemmtilegasta við kosningar er að þær kalla fram grundvallarspurningar um stefnu, hugmyndafræði, skipulag og stjórnun samfélaga. Þó sum okkar láti sjónarmið í þrengri málaflokkum ráða atkvæðinu, er það samt örugglega oftast þannig að við kjósum eftir grundvallarskoðunum okkar. | |
| 07:00 | Hrakfallasaga Kársnesskóla: Kostnaður kominn í tæpa 8 milljarða Kostnaður vegna framkvæmda við Kársnesskóla frá árinu 2021 er kominn upp í 7,8 milljarða króna að núvirði með tilliti til verðbólgu samkvæmt opnu bókhaldi bæjarins. Fyrirséð er að kostnaður mun hækka þar sem uppgjöri á öllum verkþáttum er ekki lokið. Upphaflega útboðið miðaði við að kostnaður vegna uppbyggingar skólans yrði rétt um 3,6 milljarðar og átti að ljúka árið 2023.... | |
| 06:47 | Kona handtekin fyrir að kveikja í framhlið dómkirkjunnar í Osló Lögregla hefur konu í haldi sem talin er hafa ætlað að kveikja í dómkirkjunni í miðborg Oslóar í nótt. Norskur lögreglubíll. Mynd úr safni.NRK/OLE EDVIN TANGEN / TANGEN PHOTONorska ríkisútvarpið hefur eftir lögreglu að tvö hafi verið handtekin við kirkjuna þar sem framhlið hennar stóð í ljósum logum. Ljóst var að bensíni hafði verið skvett á kirkjuna og allt umhverfis hana voru bensínpollar. Skamma stund tók að slökkva eldinn. Öðru hinna handteknu var sleppt fljótlega enda ekki talið viðriðið íkveikjuna. Lögreglan girti af svæði umhverfis kirkjuna um tíma. | |
| 06:30 | Líta til íslenska sjávarútvegsins Fjölmörg tækifæri bíða íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja á Indlandi, ef marka má orð R. Ravindra, sendiherra Indlands á Íslandi. Fríverslunarsamningur Indlands og EFTA sem tók gildi í október opni á nýja möguleika. | |
| 06:00 | Hafnarstræti verður gert að vistgötu að hluta til Bæjarstjórn Akureyrar hefur samþykkt þá tillögu skipulagsráðs að Hafnarstræti, frá Kaupvangsstræti suður að Drottningarbraut, verði gert að vistgötu. Strætið verði endurhannað þannig að óvarðir vegfarendur séu í forgangi fyrir bílaumferð.Hámarksökuhraði á vistgötum er 15 kílómetrar á klukkustund. Akureyri.net segir stefnt að lokum framkvæmda við syðsta hluta götunnar fyrir fyrsta maí. Þann dag stendur til að opna Skáld hótel við suðurendann, að því er segir í minnisblaði með tillögunni.Frágangur torgs fyrir framan Skáld hótelið þurfi þá að vera tilbúinn auk þess sem nokkurs konar torg verður fyrir neðan Sigurhæðir, hús Matthíasar Jochumsen skálds. Í minnisblaðinu segir einnig að mikil áhersla sé lögð á að Hafnarstrætið verði fallegt, gróðursælt og búið húsgögnum.Hótelrýmum eigi eftir að fj | |
| 05:27 | Þau sem grófust undir skriðu á tjaldsvæði talin af Sex eru talin eftir að þau grófust undir skriðu sem féll á tjaldsvæði við kulnað eldfjall norðanvert á Nýja Sjálandi á fimmtudag. Enginn er lengur talinn lífs undir jarðveginum.AP/Pool New Zealand Herald / Corey FlemingTveggja kvenna um sjötugt er saknað, fimmtugrar konu, tveggja 15 ára stúlkna og tvítugs Svía. Fjöldi fólks hefur leitað í leðjunni stanslaust síðan skriðan féll en lögregluyfirvöld segjast nú hætt að leita að lifandi fólki. Lögreglustjórinn Tim Anderson kveðst afar sorgmæddur yfir örlögum fólksins og býst við að marga daga taki að finna líkin. Tveir fórust á fimmtudag þegar skriða féll í nágrannahéraðinu Papamoa. Forsætisráðherrann Christopher Luxon hefur vottað ættingjum fólksins samúð og heitir fullum stuðningi. | |
| 04:45 | Könnun: Rúmur helmingur álítur Bandaríkjaforseta óvinveittan Evrópu Yfir helmingur íbúa sjö Evrópusambandsríkja sér Donald Trump sem „óvin Evrópu“ ef marka má niðurstöður könnunar sem birt var í gær. Könnunin var gerð dagana 13. til 19. janúar í Frakklandi, Belgíu, Þýskalandi, Ítalíu, Spáni, Póllandi og Danmörku, með þátttöku yfir þúsund íbúa hvers lands.AFP-fréttaveitan greinir frá. Þá hafði Bandaríkjaforseti hótað því að yfirtaka Grænland, jafnvel með hervaldi þætti honum þurfa. Um það bil 51 prósent svarenda sögðu Trump fjandmann Evrópu, 39 af hundraði álitu hann hvorki vin né óvin og átta prósent sögðust telja hann vinveittan álfunni.Danir eru sérstaklega á því að Trump sé lítt vinveittur Evrópu þar sem 58 af hverjum hundrað svöruðu þannig.Alls sögðu 44 prósent svarenda í löndunum sjö Trump hegða sér eins og einræðisherra og jafnhátt hlutfall sagði han | |
| 04:13 | Neyðarástandi lýst yfir í mörgum ríkjum vegna snjókomu og fimbulkulda Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í minnst fjórtán ríkjum Bandaríkjanna vegna snjókomu og fimbulkulda alla helgina. Veðurfræðingar vara við mikilli hálku, lélegu skyggni og að tré kunni að falla undan snjóþunganum. Óttast er að straumrof geti varað marga daga. Þegar er tekið að snjóa í Texas, Oklahóma og Kansas en búist er við að ástandið verði verst í Louisiana, Mississippi og Tennessee. Í gær mældist 45 gráðu frost í Suður- og Norður-Dakóta og Minnesota. YFIR 200 MILLJÓNIR FINNA FYRIR VEÐRINU Yfir tvö hundruð milljónir búa á illlviðrissvæðinu sem teygir sig frá Klettafjöllum sunnanverðum, yfir Miðvesturríkin að strönd Atlantshafsins. Donald Trump forseti kveðst upplýstur um ástandið og segir ríkisstjórnina skipuleggja viðbrögð ásamt yfirvöldum einstakra ríkja. Almannavarnir séu jafn | |
| 03:15 | Robbie Williams stingur Bítlana af Breska poppstjarnan Robbie Williams varð í vikunni sá listamaður sem átt hefur flestar plötur á toppi breska vinsældalistans og tekur fram úr Bítlunum. Rúm vika er síðan Robbie Willams gaf út plötuna Britpop sem rauk beint á topp listans og varð sú sextánda úr hans ranni til að gera það.Britpop er fyrsta plata tónlistarmannsins í sjö ár. Williams gerði garðinn frægan með strákasveitinni Take That, snemma á tíunda áratugnum og hefur því verið í bransanum í 35 ár. Honum hefur vegnað þeirra best en sveitin kom saman að nýju fyrir nokkrum árum.Robbie Williams hefur selt yfir 20 milljón eintök af eigin efni síðan fyrsta platan Life Thru a Lens kom út árið 1997 og 80 milljónir á heimsvísu.Fimmtán af plötum Bítlanna vermdu toppsætið en þeir störfuðu aðeins í tíu ár. Rolling Stones og Taylor Swift | |
| 02:30 | Öllum atlögum verður tekið sem stríðsyfirlýsingu Írönsk stjórnvöld segja allar atlögur að landinu jafngilda stríðsyfirlýsingu í ljósi þess að bandarískur herskipafloti stefnir í átt að Persaflóa. Klerkastjórnin hefur sett allt í viðbragðsstöðu og býr sig undir það versta samkvæmt umfjöllun Reuters.Donald Trump greindi í gær frá því að fjöldi bandarískra herskipa stefndi í átt að Íran. Samkvæmt upplýsingum bandarískra embættismanna er flugmóðurskipið Abraham Lincoln eitt þeirra.„Við sjáum hvað setur“ sagði Trump um borð í forsetaþotunni í gær og bætti við að hann vonaðist til að þurfa ekki að grípa til hernaðaraðgerða. Áfram yrði fylgst grannt með framvindu mála í Íran.Hann dró í seinustu viku til baka yfirlýsingar um að mögulega yrði gripið til hernaðar gegn Íran vegna harðra og mannskæðra aðgerða klerkastjórnarinnar gegn mótmælendum í l | |
| 01:30 | Kanadamenn hafa opnað ræðismannsskrifstofu í Nuuk Kanada hefur opnað ræðismannsskrifstofu í grænlenska höfuðstaðnum Nuuk. Hún deilir húsnæði með þeirri íslensku í Nýlenduhöfn, elsta hverfi Nuuk þar sem finna má sögulegar byggingar, söfn og veitingastaði.KNR greinir frá þessu og segir að til hafi staðið að opna skrifstofuna formlega í nóvember en því hafi verið frestað þar sem kanadíski utanríkisráðherrann Anita Anand komst ekki til Grænlands vegna veðurs.Hún ætlaði að vera viðstödd ásamt utanríkisráðherrum Grænlands og Danmerkur, þeim Vivian Motzfeldt og Lars Løkke Rasmussen. Anand sagði þá að Kanada væri mikið í mun að sinna hlutverki sínu sem mikilvægt norðurslóðaríki á tímum óstöðugleika á alþjóðasviðinu.Svo fór að Virginia Mearns, sendiherra Kanada á Norðurslóðum, tilkynnti um opnun skrifstofunnar á fiskveiðiráðstefnu í Iqaluit, höfuð | |
| 01:10 | Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Eigendur veitingastaðarins BK Kjúklings og verslunarinnar Istanbul Market eiga í harðvítugum deilum um bílastæði en fyrirtækin eru staðsett sitt hvorum megin við Grensásveg í Reykjavík. Leitað hefur verið til lögfræðinga og saka eigendurnir hvern annan ýmist um að reyna að keyra á sig eða fara ófögrum orðum um fjölskyldumeðlimi. Þá greinir þá á um hvernig deilurnar hófust | |
| 00:30 | Íbúar Kyiv beðnir að halda sig í skjóli vegna umfangsmikilla loftárása Íbúar úkraínsku höfuðborgarinnar Kyiv eru beðnir að halda sig í loftvarnarbyrgjum vegna umfangsmikilla loftárása Rússlandshers. Roskin kona með sár í andliti horfir út um brotinn glugga híbýla sinna sem skemmdus tí drónaárás Rússlandshers.AP / Efrem LukatskyBorgarstjórinn Vitali Klitschko tilkynnti þetta á samfélagsmiðlinum Telegram í kvöld. Hann segir elda loga víða um borgina, meðal annars í skrifstofubyggingum, og björgunarlið á fleygiferð til aðstoðar. Engar tilkynningar hafa borist um manntjón eða meiðsli á fólki. Þríhliða viðræður Rússa, Úkraínumanna og Bandaríkjamanna um frið í Úkraínu eru hafnar í Abu Dhabi. Væntingum um árangur er stillt í hóf, enda ítrekuðu Rússar kröfur sínar um að Úkraínumenn hörfi frá Donbas-svæðinu. | |
| 23:37 | Fréttir vikunnar með Gísla og Felix Gísli Marteinn fór að venju yfir helstu fréttir vikunnar í Vikunni með Gísla Marteini í kvöld. Hann fór meðal annars yfir vendingar í alþjóðamálum, ræðu Bandaríkjaforseta þar sem hann vísaði ítrekað til Íslands og hárígræðsluferðir Íslendinga til Istanbúl.Þjóðargersemin Felix Bergsson kíkti til Gísla en honum var brugðið þegar hann komst að því hvaða mál hann væri kominn til að fara yfir.„Bíddu, ég hélt að ég væri kominn hingað til að tala um bókina mína sem ég var að gefa út hérna fyrir jólin?“ | |
| 23:25 | Heiða biðst afsökunar á skilaboðunum Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri hefur beðist afsökunar á skilaboðum sem hún sendi í vikunni þar sem hún sagði mótframbjóðanda sinn, Pétur Marteinsson, frægan karl með enga reynslu. | |
| 22:57 | Heiða biður Pétur afsökunar vegna umdeildra skilaboða Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri gengst við því að hafa sent skilaboð í vikunni þar sem hún sagði Pétur Marteinsson, andstæðing sinn í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík, frægan karl með enga reynslu.„Eftir allmikla leit verð ég að gangast við að hafa sent þennan póst fyrr í vikunni. Ég hef það eitt mér til afsökunar að á undanförnum 3 vikum hafa líklega þúsundir skilaboða farið frá mér til félaga í flokknum, auk vina og kunningja,“ skrifar Heiða á Facebook-síðu sinni.Hún segist ekki hafa kannast við að hafa sent umrædd skilaboð þegar hún var fyrst spurð um málið og að hún hafi ekki séð til hvers þau voru send. Nú hafi hún fundið skilaboðin, sem séu hluti af lengra samtali milli hennar og þeirrar sem fékk póstinn.Sú hafi ávallt deilt skoðunum Heiðu á jafnréttismálum og Heiða sjál | |
| 22:55 | Hörð deila um bílastæði á Grensásvegi Eigandi veitingastaðarins BK kjúklings segir eiganda matvöruverslunarinnar Istanbul Market hafa áreitt sig um margra mánaða skeið. | |
| 22:38 | Heiða gengst við að hafa sent skilaboðin og biður Pétur afsökunar – „Hef einsett mér að gera betur“ Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri gengst við því að hafa sent skilaboð þar sem hún kallaði mótframbjóðanda sinn, Pétur Marteinsson, frægan karl með enga reynslu. Skilaboðin hafa verið til umfjöllunar í fjölmiðlum í dag en þar var viðtakandi hvattur til að skrá sig í Samfylkinguna til að taka þátt í prófkjöri flokksins. Heiða sagðist í Pallborðinu Lesa meira | |
| 22:36 | Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri og oddvitaefni Samfylkingarinnar í Reykjavík, gengst við því að hafa sent skilaboð á kjósanda þar sem hún sagði mótframbjóðanda sinn frægan karl með enga reynslu. Hún biður Pétur Marteinsson afsökunar en fyrr í dag sagðist hún ekki muna eftir að hafa sent umrædda orðsendingu. | |
| 22:34 | Karlmannlegustu stundir Íslandssögunnar Berglind Festival fór yfir karlmannlegustu stundir Íslandssögunnar í Vikunni með Gísla Marteini í tilefni bóndadagsins. Til að kryfja topp 10 augnablik íslenskrar karlmennsku naut hún aðstoðar Adams Karls Helgasonar, en hann er einmitt karlmaður.Vitanlega var af nógu að taka en þó komust aðeins tíu augnablik að. Í innslaginu er meðal annars rætt við Sólveigu Ólafsdóttur um það þegar Egill Skallagrímsson ældi upp í annan mann.„Ég er eiginlega sannfærð um að þetta sé stundað ennþá, allavega í svona lokuðum karlaklúbbum,“ segir Sólveig. Berglind spurði Adam hvort hann hefði tekið upp á þessu athæfi sem hann segist reglulega gera.Þá rifja Berglind og Adam upp eftirminnilega viðureign þeirra Jóns Páls og Gísla á Uppsölum, ásamt fjölda annarra skemmtilegra augnablika. | |
| 22:30 | Eins árs tvíburasystra saknað eftir sjóslys Eins árs tvíburasystur enduðu í hafinu og hafa ekki fundist eftir að flóttamannabátur þeirra lenti í óveðri á leið frá Túnis til Ítalíu. Alþjóðalegu hjálparsamtökin Barnaheill greina frá þessu. | |
| 22:00 | Slátrari sökuð um að hafa myrt kærustu sína, hlutað niður lík hennar og svo grafið það í bakgarðinum Hin pólska Izabela Zablocka hvarf árið 2010, skömmu eftir að hún fluttist frá heimalandi sínu til Bretlands. Hennar var saknað í 15 ár áður en örlög hennar urðu ljós. Nú svarar fyrrum kærasta hennar, Anna Podedworna, til saka í málinu. Ákæruvaldið heldur því fram að Anna, sem er fyrrum slátrari, hafi myrt Iszabela, aflimað hana Lesa meira | |
| 22:00 | Norskur stjórnmálamaður gripinn í barnaníðsmáli Stjórnmálamaður, lagerstarfsmaður og bókari eru í hópi 20 manns á aldrinum átján til 60 ára sem handteknir hafa verið í samræmdri stóraðgerð lögreglunnar í Noregi gegn kynferðislegum níðingsskap gegn börnum á lýðnetinu. | |
| 21:52 | Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Allt að þriðjungur vinnutíma heimilislækna fer í útgáfu ýmis konar vottorða. Formaður félags íslenskra heimilislækna gagnrýnir stjórnvöld fyrir skort á samráði í málinu. | |
| 21:50 | Robbie Williams slær met Bítlanna Söngvarinn Robbie Williams hefur tekið fram úr Bítlunum sem sá listamaður sem hefur átt flestar plötur á toppi breska vinsældalistans. | |
| 21:30 | Birti ógnvekjandi myndband af afskiptum ICE – „Við munum koma aftur og ná allri fjölskyldunni þinni“ Útlendingaeftirlit Bandaríkjanna, ICE, veldur nú hverju fjaðrafokinu á eftir öðru. Fulltrúar eftirlitsins hafa nú tekið upp á því að ryðjast inn til fólks án dómsúrskurðar en þetta hefur vakið mikinn ugg. Cristian Vaca er innflytjandi frá Ekvador og segir farir sínar ekki sléttar. Hann náði því á myndband þegar ICE mætti að heimili hans í Lesa meira | |
| 21:25 | Myndir: Mette fékk hlýjar móttökur í Nuuk Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, fékk hlýjar móttökur er hún heimsótti Nuuk, höfuðborg Grænlands, í dag. | |
| 21:08 | Huppert snýr kannski aftur til að leika í íslenskri kvikmynd Franski stórleikarinn Isabelle Huppert er stödd á Íslandi en hún fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Ríkasta konan í heimi (f. La femme la plus riche du monde), sem frumsýnd var í kvöld á Frönsku kvikmyndahátíðinni í Bíó Paradís.„Þetta er fallegur gluggi inn í franska kvikmyndagerð. Ég hef ekki séð allar myndirnar en þær sem ég hef séð eru áhugaverð dæmi um fjölbreytileika franskra kvikmynda,“ segir Huppert um hátíðina. Hún sat fyrir svörum sýningargesta eftir frumsýninguna í kvöld.Rætt var við Huppert í sjónvarpsfréttum.Isabelle Huppert segir menningarlíf á Íslandi með ágætum. Hún var viðstödd frumsýningu nýjustu kvikmyndar sinnar, Ríkustu konu í heimi, á Frönsku kvikmyndahátíðinni í Bíó Paradís í kvöld. ÍMYNDUNARAFLIÐ FÉKK LAUSAN TAUMINN Kvikmyndin Ríkasta kona í heimi er lauslega b | |
| 21:05 | Oddvitinn heldur áfram og knattspyrnuhetja í öðru Þorbjörg Þorvaldsdóttir, oddviti Garðabæjarlistans, mun áfram vera oddviti listans í komandi bæjarstjórnarkosningum í Garðabæ. | |
| 21:02 | Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík KR burstaði Grindavík þegar liðin áttust við í 15. umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í kvöld á Meistaravöllum í Vesturbænum í kvöld. KR varð þar sem annað liðið til þess að leggja Grindavík að velli í deildinni á þessu keppnistímabili. | |
| 21:00 | Hvað er með höndina á Trump? Á myndum frá Davos mátti sjá sýnilega marbletti og bólgu á vinstri hönd Bandaríkjaforseta. | |
| 21:00 | Leikur allt á reiðiskjálfi í Vesturbænum Íbúar margir hverjir í gamla Vesturbænum máttu þola tíðar sprengingar í dag og heima hjá mörgum lék allt á reiðiskjálfi. Verið er að sprengja fyrir grunni að nýbyggingu við Hlésgötu í grennd við slippinn í Reykjavík. | |
| 20:45 | Konur gleðja bændur með gjöfum Það hefur verið annasamt í verslunum í aðdraganda bóndadagsins og augljóst að margar nýttu sér netverslanir til að finna bóndadagsgjöfina.Í fyrstu prentuðu heimildum um bóndadaginn, sem eru í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar frá 1864, segir að menn hafi átt að fara fyrstir á fætur þann morgun sem þorri gekk í garð.Áttu þeir að fara ofan og á skyrtunni einni, vera bæði berlæraðir og berfættir, en fara í aðra skálmina og láta hina lafa og draga hana á eftir sér á öðrum fæti, ganga svo til dyra, ljúka upp bæjarhurðinni, hoppa á öðrum fæti í kringum bæinn, draga eftir sér brókina á hinum og bjóða þorra velkominn í garð eða til húsa. | |
| 20:39 | Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum Tindastóll vann afar öruggan og sannfærandi 21 stigs sigur á varnarlitlum Njarðvíkingum, 113-92, í Bónusdeild karla í körfubolta í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld. | |
| 20:30 | Reiði yfir því að bareigandinn gangi laus Annar eigandi svissnesks bars sem brann til grunna á nýársnótt hefur verið sleppt úr haldi lögreglu gegn tryggingu upp á 200.000 svissneska franka, eða um 31,5 milljónir íslenskra króna. | |
| 20:30 | Manndrápsmál til lykta leitt eftir 26 ár Hæstiréttur Noregs dæmdi Jan Helge Andersen í morgun til tveggja ára refsingar með svokölluðu „forvaring“-fyrirkomulagi sem táknar að tæknilega séð gæti hann setið inni það sem hann á eftir ólifað. | |
| 20:06 | Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir íbúa horfa björtum augum til framtíðar enda sé nóg að gera í kringum höfnina og þá séu ný fyrirtæki að opna í bæjarfélaginu. Um 900 manns eru með lögheimili í Grindavík í dag en ekki nema um 400 manns, sem eru með fasta búsetu þar. | |
| 20:03 | Bretum gróflega misboðið vegna ummæla Trump og krefjast afsökunarbeiðni Donald Trump Bandaríkjaforseti sármóðgaði Breta í dag þegar hann fullyrti að breskir hermenn hefðu haldið sig frá fremstu víglínu í Afganistan. Missti þrjá útlimi Harry Bretaprins hefur sent frá sér yfirlýsingu og sagði að Bretarnir sem börðust og létu lífið í Afganistan eigi skilið virðingu og að farið sé með rétt mál um fórnir þeirra. Lesa meira | |
| 20:02 | „Það átti að taka mig í karphúsið“ Íbúi í Breiðholti er orðinn langþreyttur á bílastæðaskorti fyrir utan eigið heimili. Hann hefur orðið fyrir hótunum þeirra sem sækja bílastæðin og segir íbúa ráðþrota. | |
| 20:02 | Þorbjörg leiðir Garðabæjarlistann aftur Þorbjörg Þorvaldsdóttir skipar 1. sæti Garðabæjarlistans í sveitarstjórnarkosningum í vor. Þorbjörg, sem er samskipta- og kynningarstjóri Samtakanna '78, var einnig oddviti Garðabæjarlistans í sveitarstjórnarkosningunum 2022. Annað sæti listans skipar Guðjón Pétur Lýðsson.Þetta kemur fram á Facebook-síðu Garðabæjarlistans í dag.„Garðabær er fyrir okkur öll. Við bjóðum fram óháð flokkum í landspólitík og listinn verður kynntur í heild sinni í febrúar,“ segir í tilkynningunni.Garðabæjarlistinn á í dag tvo bæjarfulltrúa í Garðabæ, Þorbjörgu og Ingvar.Þorbjörg Þorvaldsdóttir.Aðsend / Heiðrún Fivelstad | |
| 20:01 | „Sjáum viðskiptavini okkar sem meðlimi“ Teya á Íslandi undirritaði nýlega samstarfssamning við Götubitann og mun þjónusta alla söluaðila hátíðarinnar í sumar. | |
| 19:46 | Man ekki eftir skilaboðunum en finnst Pétur vera „reynslulítill og frægur“ Prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík er á morgun og baráttan á lokametrunum. Oddvitaframbjóðendurnir tveir segja baráttuna snarpa og skemmtilega en ýmislegt er sagt krauma undir.Prófkjörsbaráttan hefur verið nokkuð friðsamleg, en samkvæmt samtölum fréttastofu við fjölda Samfylkingarfólks krauma þar undir átök á milli þess sem sumir vilja kalla gömlu og nýju Samfylkinguna.Heiða sé þá fulltrúi þeirrar gömlu sem er lengra til vinstri og Pétur þeirrar nýju sem er þá meira til hægri og í meira í takt við flokkinn eins og hann hefur þróast undir formennsku Kristrúnar Frostadóttur.Skilaboð sem sögð eru frá Heiðu þar sem Pétur er sagður reynslulítill og frægur hafa verið í dreifingu. Heiða kannast ekki við að hafa sent skilaboðin.„Ég man ekki eftir að hafa sent þau,“ segir Heiða. „Ef ég hef gert | |
| 19:45 | Ekki færri tekið námslán í 45 ár Áratugir eru síðan svo fáir nemendur í háskóla tóku námslán hjá Menntasjóði námsmanna en fjöldi þeirra sem var á námslánum á síðasta ári var 3.766 nemendur og er það undir þriðjungi af þeim fjölda sem tók námslán þegar mest lét. | |
| 19:30 | Útivistarfyrirtæki stefnir dragdrottningu Bandaríska útivistarfyrirtækið Patagonia hefur höfðað mál draglistamanninum Wyn Wiley sem kemur fram undir nafninu Pattie Gonia. Eins og glöggir lesendur átta sig eflaust á er það nafnið sem forsvarsmenn fyrirtækisins eru ósáttir með og telja þeir að það líkist um of nafni fyrirtækisins. Telja forsvarsmenn Patagonia Wyn hafi skaðað ímynd fyrirtækisins og nýtt sér vörumerki Lesa meira | |
| 19:30 | Fordæma „miskunnarlaust“ ofbeldi stjórnvalda „Við teljum að þessu ofbeldi verði að linna og að því verði að linna strax,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sem í dag sat aukafund mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna vegna ástandsins í Íran. | |
| 19:24 | Gillz birtir yfirlýsingu vegna fréttar um að hann sé genginn í Samfylkinguna og biður um tilfinningalegt svigrúm Fjölmiðlamaðurinn og einkaþjálfarinn Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillz, frétti það í dag að hann væri genginn í Samfylkinguna. Þetta las hann í slúðurfrétt sem birtist hjá Mannlífi þar sem hann er sagður genginn í Samfylkinguna ásamt fleiri þekktum nöfnum. Egill var staddur á Tenerife þegar hann fékk tíðindin og hefur birt yfirlýsingu á Instagram Lesa meira | |
| 19:23 | Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Tónlistarmaðurinn Aron Can Gultekin og kærasta hans Erna María Björnsdóttir, flugfreyja hjá Icelandair, hafa sett íbúð sína í Grafarvogi í Reykjavík á sölu. | |
| 19:09 | „Ó hangikjöt og rófustappa, grænar baunir og súrhvalur“ Börnin á leikskólanum Hlíðarenda í Hafnarfirði mættu í lopapeysum í dag. Þau hafa æft þorralög undanfarnar vikur og sungu þau í dag, með nýju víkingahattana sína. | |
| 19:02 | Tímamótaviðræður í Abú Dabí Utanríkisráðherra bindur vonir við að tímamótaviðræður sendinefnda Úkraínu, Bandaríkjanna og Rússlands í Abú Dabí skili árangri. Mikilvægt sé þó að fullveldi Úkraínu verði virt og friðurinn verði raunverulegur og ekki á forsendum Rússa. | |
| 19:02 | Selenskí undir miklum þrýstingi Utanríkisráðherra bindur vonir við að tímamótaviðræður sendinefnda Úkraínu, Bandaríkjanna og Rússlands í Abú Dabí skili árangri. Mikilvægt sé þó að fullveldi Úkraínu verði virt og friðurinn verði raunverulegur og ekki á forsendum Rússa. | |
| 19:02 | Launapakki Jamie Dimon birtur Heildarlaun forstjóra stærsta banka Bandaríkjanna hækkuðu um 10% í fyrra. | |
| 19:01 | Framlengdu starfsemi rannsóknarnefndar með mannréttindum í Íran Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag ályktun um að fordæma viðbrögð stjórnvalda í Íran við mótmælum þar í landi. Þúsundir hafa beðið bana í mótmælum gegn írönskum stjórnvöldum síðan í lok desember.Mannréttindaráðið lýsir þungum áhyggjum af því hvernig írönsk stjórnvöld hefðu tekið á friðsælum mótmælum í landinu, með óhóflegri valdbeitingu, handtökum og lokun á internetaðgangi.Ályktunin var samþykkt með 25 atkvæðum gegn sjö og kveður á um að framlengja heimild rannsóknarnefndar um stöðu mannréttinda í Íran.„Þetta er mjög afgerandi stuðningur og ég er mjög stolt sem Íslendingur að við, lítil þjóð, séum að beita okkar rödd með þessum hætti. Við sjáum að þar sem við getum beitt okkur þá er hægt að fá fleiri til liðs við okkur,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðher | |
| 18:50 | Segir VR fara villur vegar í málinu Forstöðumaður vinnumarkaðssviðs Samtaka atvinnulífsins er ekki sammála VR um að SA hafi reiknað launataxta sína samkvæmt kjarasamningi SA og VR með röngum hætti. | |
| 18:46 | KR - Grindavík | Toppliðið í Vesturbæ Grindvíkingar hafa aðeins tapað einum leik til þessa í Bónus-deild karla í körfubolta. Þeir sækja KR-inga heim í kvöld. | |
| 18:37 | Dóri hermir eftir afa sínum nóbelsskáldinu Dóri DNA segir eftirhermur ekki sína sérgrein. Hann hermir þó gjarnan eftir afa sínum og nafna en þó helst þegar hann hringir í móður sína til þess að hrekkja hana. | |
| 18:20 | Sakaður um að byrla konu sinni og nauðga Breskur karlmaður á fimmtugsaldri, sem er sakaður um að hafa byrlað fyrrverandi eiginkonu sinni ólyfjan og brotið á henni kynferðislega yfir þrettán ára tímabil, mun mæta fyrir dóm í dag ásamt fimm öðrum karlmönnum sem einnig eru grunaðir um að hafa brotið gegn konunni. | |
| 18:17 | Tindastóll - Njarðvík | Grænir á Króknum Tindastóll tekur á móti Njarðvík í slag liða á ólíkum slóðum í Bónus-deild karla í körfubolta. Stólarnir eru í 2. sæti en Njarðvík að berjast um að komast inn í úrslitakeppnina. | |
| 18:12 | Þjófar létu greipar sópa á silfursafni – stálu einstakri sinnepskrús Þjófar létu greipar sópa og stálu öllum silfurmunum úr safni í Doesburg í Hollandi í vikunni. Sérfræðingar safnsins segja gripina skipa mikilvægan sess í menningarsögu þjóðarinnar.Það var um klukkan hálf fimm að morgni miðvikudags sem tveir menn brutust inn í safnið. Myndefni úr öryggismyndavélum sýnir þá nota kúbein við innbrotið. Þeir brutu svo hvern sýningarskápinn á fætur öðrum og höfðu á brott með sér yfir 300 muni, þar á meðal fjölmargar sinnepskrúsir sem stofnandi safnsins hafði safnað saman. Virði silfursins er metið á tugi þúsunda evra, eða einhverjar milljónir króna.Ernst Boesveld, stjórnarformaður safnsins, segir í samtali við The Art Newspaper að þetta snúist um meira en virði silfursins. „Þetta snýst um sögu og menningararfleifð. Við erum gífurlega vonsvikin og reið,“ segir Bo | |
| 18:11 | Skipulögðu veiðarnar í kringum handboltaleikinn Skipverjar á Björgúlfi EA stilltu veiðarnar af svo hægt væri að horfa á handboltaleikinn í dag. | |
| 18:10 | Heathrow hækkar vökvaheimildina í tvo lítra Heathrow hefur ákveðið að leyfa farþegum að ferðast með allt að tvo lítra af vökva í handfarangri. | |
| 18:07 | Handboltinn „stjórnar lífinu, stjórnar lífinu bara“ Í þjónustumiðstöð Hrafnistu á Sléttuvegi koma íbúar saman og horfa á leiki karlalandsliðsins í handbolta á EM. Ísland tapaði sínum fyrsta leik í dag en stemningin á Hrafnistu var góð sem endranær.Fyrst er góður hádegismatur, sem alltaf er. Síðan er helgistund, svo er farið á barinn og svo horft á leikinn. Það er alveg sérstök stemning sem næst hérna, segir Þráinn Þorvaldsson.Hvað finnst þér handboltinn gera fyrir andann í janúar?„Hann bara stjórnar lífinu, stjórnar lífinu,“ segir Hjálmar Fornason. „Þetta bjargar janúarmánuði algerlega, fullkomlega,“ segir Inga Þyrí Kjartansdóttir.„Það sem er líka svo mikils virði, þegar allur þessi órói er í þjóðfélaginu, þá geta allir sameinast um eitthvað sem er jákvætt. Það ætti bara að vera meiri handbolti, helst á hverjum degi,“ segir Þráinn. | |
| 18:05 | Grípa til aðgerða gegn BK kjúklingi Matvöruverslunin Istanbul Market hyggst grípa til lögfræðilegra aðgerða gegn kjúklingastaðnum BK Kjúklingi. | |
| 18:03 | Trump ruglast ítrekað á Grænlandi og Íslandi – Internetið svarar með hverju “meme“-inu á fætur öðru um Ísland Ummæli Donalds Trump á ráðstefnu í Davos hafa vakið mikla kátínu á samfélagsmiðlum eftir að hann virtist ítrekað rugla saman Íslandi og Grænlandi. Klippur úr ræðu hans urðu kveikjan að bylgju svokallaðra memes þar sem landið okkar er dregið inn í alþjóðlega umræðu á kostnað forsetans. „Markaðurinn féll vegna Íslands“ Í ræðunni vísaði Trump til […] Greinin Trump ruglast ítrekað á Grænlandi og Íslandi – Internetið svarar með hverju “meme“-inu á fætur öðru um Ísland birtist fyrst á Nútíminn. | |
| 18:01 | Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Tímamótaviðræður um frið milli Rússlands og Úkraínu hófust í dag. Við ræðum við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra um viðræðurnar í kvöldfréttum klukkan 18:30 sem segir mikilvægt að virða fullveldi Úkraínu. | |
| 18:01 | Heimar endurnýja stuðning til frumkvöðla Heimar og Gróska hafa endurnýjað samstarfssamning sinn við KLAK - Icelandic Startups. | |
| 18:00 | Birta myndband af því þegar lögreglumenn ruddust inn og handtóku Lucy Letby Áður óbirt myndskeið af því þegar lögreglumenn ruddust inn á heimili hinnar bresku Lucy Letby og handtóku hana verður sýnt í nýrri Netflix-heimildarmynd um þetta óhugnanlega mál. Letby var handtekin þann 3. júlí 2018 í tengslum við rannsókn bresku lögreglunnar á óútskýrðum dauðsföllum og alvarlegum veikindum nýbura á vökudeild Chester-sjúkrahússins á Englandi á árunum 2015 Lesa meira | |
| 17:55 | Harðorð ályktun samþykkt á fundi mannréttindaráðs Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag harðorða ályktun um ástand mannréttindamála í Íran á sérstökum aukafundi ráðsins. | |
| 17:50 | Spyr hvort stjórnvöld séu reiðubúin að spyrja þjóðina um verðtrygginguna Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, er sammála stjórnvöldum hvað varðar þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda skuli aðildarviðræðum við Evrópusambandið áfram. Hann spyr þó hvort stjórnvöld séu tilbúin að treysta þjóðinni í fleiri stórum málum. Vilhjálmur skrifar á Facebook í dag: „Stjórnvöld segja nú að mikilvægt sé að treysta þjóðinni og leyfa henni að kjósa um hvort hefja Lesa meira |