18:07 | Húsnæðisskorti mótmælt í 40 borgum Spánverjar gengu fylktu liði í fjörutíu borgum til þess að mótmæla háu húsnæðisverði sem er að sliga fjölskyldur í landinu. Bæði leigu- og kaupverð hefur hækkað verulega í borgum landsins. Rík hefð er fyrir því að fjölskyldur eigi þak yfir höfuðið á Spáni frekar en að leigja það, og yfirleitt fáar íbúðir til leigu.Mótmælin í dag eiga rætur sínar að rekja til mótmæla á Kanarí-eyjum í fyrra. Þar lýstu íbúar óánægju sinni með fjölda íbúða í skammtímaleigu fyrir ferðamenn sem væri að gera heimamönnum erfitt fyrir að eignast þak yfir höfuðið. Leigusamtök Tenerife sögðu húsnæði orðið munaðarvöru sem einungis fáar fjölskyldur hefðu efni á.Mikil þörf er á húsnæðisuppbyggingu á Spáni. Spænsk stjórnvöld telja þörf á minnst 600 þúsund nýjum íbúðum til þess að ná tökum á ástandinu. | |
18:03 | Vill ekki útiloka olíuleit Framsóknarflokkurinn telur að orkuskipti eigi að vera forgangsverkefni en útilokar þó ekki að hefja olíuleit að nýju. | |
17:42 | Leik lokið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Valskonur eru komnar í 2-0 í einvíginu gegn Þór Akureyri í 8-liða úrslitum Bónus-deildar kvenna. Valur vann öruggan sigur að Hlíðarenda í dag. | |
17:42 | Leik lokið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Þórsarar með bakið upp við vegg Valskonur eru komnar í 2-0 í einvíginu gegn Þór Akureyri í 8-liða úrslitum Bónus-deildar kvenna. Valur vann öruggan sigur að Hlíðarenda í dag. | |
17:35 | Trump og Musk mótmælt fyrir utan sendiráðið Hópur fólks kom saman fyrir utan bandaríska sendiráðið síðdegis í dag til að mótmæla Donald Trump Bandaríkjaforseta og Elon Musk, auðkýfingi og samstarfsmanni Trumps. | |
17:33 | Leik lokið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Afturelding er komið í 1-0 í einvígi liðsins gegn ÍBV í 8-liða úrslitum Olís-deildarinnar. Liðin mætast í Vestmannaeyjum í leik númer tvö. | |
17:21 | „Við höfum verið heimsk og hjálparlaus“ Donald Trump Bandaríkjaforseti varaði landsmenn sína við að erfiðir tímar væru í vændum sem myndu þó skila sér í „sögulegum fjárfestingum“ og aukinni hagsæld til lengri tíma. | |
17:15 | Í beinni: Stjarnan - Njarðvík | Njarðvíkingar geta komist í 2-0 Njarðvík kemst í 2-0 í einvíginu gegn Stjörnunni í átta liða úrslitum Bónus deildar kvenna í körfubolta með sigri í Umhyggjuhöllinni í Garðabænum í kvöld. | |
17:08 | Taflborðs-morðinginn játar 11 morð til viðbótar Rússneski raðmorðinginn Alexander Pitsjúskin segist reiðubúinn að játa á sig 11 morð til viðbótar við þau 48 sem hann hefur verið dæmdur fyrir. Hann hlaut lífstíðardóm árið 2007.Pitsjúskin við réttarhöldin 2007.EPA / Yuri KochetkovFórnarlömb Pitsjúskins voru flest heimilislaus, áfengissjúklingar og eldri borgarar í kringum Bitsevsky-garð í sunnanverðri Moskvu. Morðin framdi hann frá árinu 1992 til ársins 2006. Pitsjúskin hlaut viðurnefnið taflborðs-morðinginn, því hann vonaðist til þess að fylla alla 64 reiti taflborðs með smámynt fyrir hvert fórnarlamba sinna.Hann kvaðst sjálfur hafa orðið 63 að bana þegar réttað var yfir honum, en saksóknarar ákærðu hann fyrir 48 morð og þrjár morðtilraunir. | |
17:07 | „Við erum alltaf að reka okkur á hindranir“ Foreldrar barna með skarð í vör og/eða tanngarði hafa miklar áhyggjur af því að þjónusta við börn þeirra skerðist verulega þegar eini læknirinn sem sérhæfir sig í mikilvægri kjálkaskurðaðgerð hættir að framkvæma þær. Þau vilja að heilbrigðisráðuneytið setji á fót þverfaglegt teymi til að tryggja að þjónusta skerðist ekki. EINI LÆKNIRINN AÐ HÆTTA Aðgerðin er svokölluð kjálkatilfærsla sem mikilvægt er að börn með skarð í vör og/eða tanngarði undirgangist á unglingsárunum. Sif Huld Albertsdóttir, formaður Breiðra brosa, félags foreldra barna með skarð í vör og/eða tanngarði, segir aðgerðina nú vera í bið og óvíst hvað taki við.„Nú er komin upp sú staða að kjálkaskurðlæknir, sem hefur verið að sinna þessum börnum hérna á Íslandi, er að hætta að sinna þessum sérhæfðu aðgerðum. Þar af leiðand | |
17:01 | Flippað út á frívaktinni Týr hefur áhyggjur af neysluvenjum Ólafs Arnarsonar og bræði Gauta B. Eggertssonar. | |
16:53 | Staðfesta tengsl skjánotkunar við svefnleysi Rannsókn hefur leitt í ljós að fólk sem eyðir meiri tíma fyrir framan skjá í rúminu er líklegra til að fá minni svefn og þróa með sér svefnleysi. | |
16:41 | Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Jaguar Land Rover ætlar að gera hlé á bílasendingum til Bandaríkjanna í apríl eftir 25 prósenta tollahækkun Bandaríkjastjórnar á innflutning allra erlendra bíla. Almenn tíu prósent tollahækkun á innflutning breskra vara til Bandaríkjanna tók gildi í dag. | |
16:36 | Enginn læknir tiltækur „Þetta eru langveik börn. Þannig að okkur þykir ótrúlega miður ef að hvert og eitt foreldri þurfi að leita að því hvert eigi að fara næst með barnið sitt,“ segir Sif Huld Albertsdóttir, formaður breiðra Brosa. | |
16:34 | Veita skotleyfi á turtildúfur Evrópusambandið hefur heimilað veiðar a turtildúfum að nýju eftir að veiðar voru bannaðar árið 2021. Stofninn hefur hefur vaxið um 40% frá því veiðar voru gerðar óheimilar. Þrátt fyrir að stofninn hafi tekið við sér eru náttúruverndarsamtök ósátt við að veiðarnar hafi verið heimilar að nýju | |
16:31 | Fiskikóngnum gróflega misboðið – „Er ekki allt í lagi með ykkur ??“ Kristján Berg Ásgeirsson, einnig þekktur sem Fiskikóngurinn, er ekki sammála fullyrðingu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) um að hækkun veiðigjalda þýði að Ísland ætli að færa sjávarútveginn í átt til þess sem tíðkast í Noregi þar sem ríkissjóður þarf að halda fiskvinnslunni uppi með styrkjum. Sjálfur hafi hann rekið fiskvinnslu í 35 ár og aldrei Lesa meira | |
16:17 | Davíð Snær með dramatískt sigurmark Davíð Snær Jóhannsson var hetja liðs Álasunds í dag þegar liðið mætti Sogndal á útivelli í norsku B-deildinni í knattspyrnu. Brynjar Ingi Bjarnason var í liði HamKam sem mætti meisturum Bodö Glimt. | |
16:14 | Fiskeldið blæs lífi í Vestfirði Fiskeldisfyrirtækið Háafell, sem er að fullu í eigu Hraðfrystihússins-Gunnvarar, hefur staðið að mikilli uppbyggingu í laxeldi á undanförnum árum. | |
16:09 | Enginn gosbeygur í Baltó „Hvað, er þetta ekki ellefta gosið?“ spyr Sigurður Hallfreðsson smiður, sem starfar hjá verktakafyrirtækinu Verkási, en starfsmenn þess hafa haft veg og vanda af viðhaldi grindverks við skóla í Grindavík og varð ekki messufall þrátt fyrir síðasta gos. | |
16:00 | Uppspretta hönnunar um allan bæ Hönnunarmars er hafinn í sautjánda sinn og nú undir yfirskriftinni Uppspretta. Kastljós stökk á milli nokkurra sýningarstaða hátíðarinnar sem stendur alla helgina.Dagskrá hátíðarinnar má kynna sér á heimasíðu hennar. | |
16:00 | Ætlar þú að fá þér hvolp? Þetta þarftu þá að hafa klárt Dreymir þig um að fá þér hvolp? Ef svo er, þá er snjallt að undirbúa sig svolítið undir það, því hvolpar þurfa eitt og annað og þeir setja svo sannarlega mark sitt á heimilishaldið. Meðal þess sem þú þarft að fá þér að sögn hundasérfræðingsins Ben McFarlane er: Bæli – Hann segir að það sé ekki nóg Lesa meira | |
15:57 | Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar vegna hryðjuverkamálsins svokallaða. | |
15:51 | Ríkissaksóknari vill áfrýja hryðjuverkamáli til Hæstaréttar Ríkissaksóknari óskaði eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar vegna því sem kallað er hryðjuverkamálið. Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Sindra Snæs Birgissonar, annars mannanna sem var dreginn fyrir dóm í málinu, staðfestir þetta við fréttastofu. Þeir Sindri Snær og Ísidór Nathansson hafa verið sýknaðir bæði í Héraðsdómi Reykjavíkur og Landsrétti fyrir undirbúning hryðjuverks. Þeir hlutu hins vegar dóm fyrir vopnalagabrot.Verjendur hafa tvær vikur til þess að skila umsögn til Hæstaréttar. Þegar þeim hefur verið skilað líður venjulega um mánuður þar til dómarar Hæstaréttar taka ákvörðun um hvort málið verður tekið fyrir. Það ætti því að koma í ljós seinni hluta maí-mánaðar. | |
15:33 | Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Bayer Leverkusen minnkaði í dag forskot Bayern München á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í sex stig en liðið var þó nálægt því að tapa stigum í leiknum. | |
15:30 | Þessi störf auka hármissi Að vinna of mikið er slæmt fyrir taugarnar og andlegu hliðina og svo virðist sem það sé einnig slæmt fyrir hárið. Í nýrri rannsókn, sem var gerð af Elithair, kom fram að sífellt fleiri missa hárið af völdum stress. Sum störf valda meira stressi en önnur og þar með meiri hármissi. Vinnan okkar getur því í Lesa meira | |
15:30 | Verri spá fyrir ferðaþjónustuna Arion banki hefur gefið út nýja hagspá fyrir árin 2025-2027 undir yfirskriftinni: Með vindinn í fangið. Þar kemur fram að hagvöxtur í ár verði svipaður og áður var talið, þrátt fyrir versnandi horfur í útflutningi. | |
15:29 | „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Bandaríski leikarinn Bill Murray hvessti sig við aðdáanda sem gekk aftan á hann í bíóhúsi í Manhattan. Murray sakaði manninn um líkamsárás og hótaði að svara í sömu mynt. | |
15:16 | Í beinni: Afturelding - ÍBV | Mosfellingar stefna aftur í úrslit Afturelding komst alla leið í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn á síðasta tímabili og stefnir á að endurtaka leikinn í vor. Mosfellingar mæta Eyjamönnum á Varmá í fyrsta leik einvígis liðanna. | |
15:16 | Í beinni: Valur - Þór Ak. | Valsarar geta hleypt öllu í háaloft Valur gerði sér lítið fyrir og vann Þór Ak. fyrir norðan í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Bónus deildar kvenna í körfubolta. Þau mætast aftur á Hlíðarenda í dag. | |
15:16 | Gikkskjálftar á meðan svæðið jafnar sig „Við erum enn þá að sjá þessa gikkskjálfta og það er alveg viðbúið að það haldi áfram á meðan svæðið er að jafna sig,“ segir Kristín Elísa Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur Veðurstofunnar, um skjálftavirkni á Reykjanesskaganum. | |
15:06 | Standa undir fimmtungi starfa á Patreksfirði Framkvæmdastjóri kallar eftir því að stjórnvöld endurskoði hækkun veiðigjalda gagnvart litlum og meðalstórum fyrirtækjum. | |
15:02 | Netanjahú heimsækir Hvíta húsið á mánudag Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, mun funda með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu á mánudag. | |
15:00 | HönnunarMars: Uppspretta hugarflugsins Tómas Þórsson er lærður húsgagnasmiður og einn þeirra sem sýna verk sín á HönnunarMars, hátíð hönnunar og arkitektúrs, sem er haldinn í 17. sinn dagana 2. til 6. apríl. „Áður en ég ákvað að fara að læra húsgagnasmíði stóð ég á miklum krossgötum en á þeim tíma hafði ég enga hugmynd um hvaða vettvang ég gæti tileinkað mér til starfa. Einn daginn við uppvask flaug... | |
15:00 | Vilja beint flug til Indlands R. Ravindra, sendiherra Indlands á Íslandi, bindur vonir við að beint flug milli Íslands og Indlands verði að veruleika á ný í náinni framtíð. Það gæti haft töluverða þýðingu fyrir íslenska ferðaþjónustu, en sendiherrann segir ört vaxandi millistétt á Indlandi geta skapað gríðarleg tækifæri. | |
14:41 | Óróinn dottinn niður Aukinn órói fór að mælast um hádegi á Torfajökulssvæðinu og kom fram í bylgjum. Óróinn varði í um klukkustund en hefur síðan dáið niður. | |
14:40 | Michael Moore fjallar um glæpina sem gerðu Ísland gjaldþrota MYNDBAND: Where to Invade Next með Michael Moore – Fjallað um glæpina sem ollu hruninu Stórmerkilegur þáttur var sýndur nýverið hjá Ríkisútvarpinu en af einhverri ástæðu er hann ekki aðgengilegur þar lengur. Um er að ræða heimildarmyndina Where to Invade Next, með Michael Moore. Hvar á að gera innrás næst? Í íslenskri þýðingu. Þáttinn er […] The post Michael Moore fjallar um glæpina sem gerðu Ísland gjaldþrota appeared first on Fréttatíminn. | |
14:38 | Hin „dæmalausa“ formúla Trumps útskýrð Jón Bjarki Bentsson segir „dæmalausa“ formúlu Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, sem notuð var til að ákvarða tollprósentu á þjóðir heims, fá menn til að klóra sér í höfðinu því hún eigi ekkert skylt við almenna tollaútreikninga. | |
14:34 | Myndband virðist koma upp um lygar Ísraelshers Myndband sem New York Times birtir virðist koma upp um lygar ísraelskra hermanna um dráp þeirra á starfsmönnum Rauða hálfmánans í Palestínu. Talsmaður hersins sagði fyrir nokkru að hermenn hafi orðið varir við grunsamleg farartæki. Þau hafi verið ljóslaus, engin blikkljós og þeir sem voru í bílunum hafi ekki verið klæddir eins og viðbragðsaðilar. Hermenn hafi því verið varir um sig.Myndbandið á New York Times er tekið af farþega í einum bíla viðbragðsaðila. Þar sést glögglega að ljósin eru kveikt á bílnum, eins og á bílunum fyrir framan, og blikkljós í gangi. Viðbragðsaðilar sem sjást fyrir utan bílana eru í endurskinsmerktum fötum starfsmanna.Fullyrðingar Ísraelshers um að bílar Rauða hálfmánans í Palestínu hafi verið ljóslausir og starfsmenn ómerktir virðast algjörlega upplognar. Myndban | |
14:33 | Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Skúli S. Ólafsson, sóknarprestur í Neskirkju í Vesturbæ Reykjavíkur, hefur óskað þess við Samgöngustofu og Isavia að flugvélum og þyrlum verði beint frá loftrými kirkjunnar síðdegis á morgun á meðan haldnir verða tónleikar í kirkjunni. Skúli segir þurfa að fara fram samtal í samfélaginu um flugumferð og hljóðmengun hennar vegna. | |
14:32 | Sósíalistar bregðast við deilum innan flokksins með því að takmarka málfrelsi – „Svona lítur ógnarstjórn og þöggun út, svo allir athugi“ Allt er á suðupunkti innan Sósíalistaflokks Íslands eftir að Karl Héðinn Kristjánsson, forseti ungra sósíalista, sagði sig úr kosningastjórn í mars. Þetta gerði Karl Héðinn til að mótmæla meintu ofríki Gunnars Smára Egilssonar, formanni framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins. Síðan þá hafa tvær stríðandi fylkingar tekist á inni á umræðuhóp flokksins, Rauða þræðinum, á Facebook. Þar tilkynnti Gunnar Lesa meira | |
14:30 | Þessi ísskápsmistök gera margir Ísskápurinn á heimilinu er nánast lífsnauðsynlegur en margir gera ákveðin mistök þegar kemur að notkun hans. Þessi mistök geta haft áhrif á endingartíma matvæla og orkunotkunina. Meðal þessara mistaka eru: Of mikið er sett í hann – Ef ísskápurinn er stútfullur, þá lokast fyrir hringrás lofts í honum en það getur valdið ójafnri kælingu og Lesa meira | |
14:26 | 55 milljóna starfslokasamningi hafnað og launum í fjögur ár Lagt til að fjármálastjórinn léti af störfum og skyldi Eflinga greiða henni laun í 4 ár, eða samtals 55 milljónir. – Eigið fé Eflingar nemur um 17 milljörðum króna Grundvallar-ástæða þess að gamla hirðin innan Eflingar fékk mig og Viðar Þorsteinsson félaga minn á heilann, var yfirburðasigur B-listans í kosningu um forystu Eflingar árið 2018. […] The post 55 milljóna starfslokasamningi hafnað og launum í fjögur ár appeared first on Fréttatíminn. | |
14:18 | Órói mældist við Torfajökul Órói mældist nærri Torfajökli frá hádegi í dag. Samkvæmt Veðurstofunni tengist óróinn líklega einhverjum breytingum í jarðhitakerfinu þar. Óróinn var alveg dottinn niður fyrir klukkan 14. Aðsent / LandhelgisgæslanTorfajökull er ekki eins og önnur eldfjöll á Íslandi. Hann gýs svo til eingöngu ríólíti segir á Vísindavefnum og í þeim verða stórgos með löngu millibili, tugþúsunda til hundruðþúsunda ára millibili. Síðast gaus í Torfajökli fyrir um 70 þúsund árum. | |
14:16 | Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Matthildur Guðrún Hlín Leósdóttir, átta ára Heiðabúi, hlaut hetjudáðamerki Bandalags íslenskra skáta í gær fyrir að veita móður sinni lífsbjörg þegar kransæð rofnaði hjá henni. | |
14:09 | 916 milljóna tap Íveru Leigutekjur Íveru, áður Heimstaden á Íslandi, námu 4,3 milljörðum króna á síðasta ári og jukust um 2,8% milli ára. | |
14:03 | Minni fjárfestar flýja óvissu og um 600 milljarða markaðsvirði þurrkast út Þegar litið er til helstu hlutabréfamarkaða beggja vegna Atlantshafsins þá hefur aðeins Nasdaq-vísitalan í Bandaríkjunum, sem inniheldur stærstu tæknifyrirtækin, lækkað meira í virði fá áramótum en íslenska Úrvalsvísitalan. Markaðir hafa verið í frjálsi falli vegna óvissunnar eftir Trump boðaði umfangsmikla tolla á viðskiptaþjóðir Bandaríkjanna og á þessu ári hafa liðlega sex hundrað milljarðar af markaðsvirði félaga á Aðallista Kauphallarinnar þurrkast út, en verðlækkun síðustu daga er meðal annars drifin áfram af veðköllum og sölu smærri fjárfesta. | |
14:00 | Women in Power: “The Barriers are Breaking Down” Women form the majority of the cabinet, with six ministerial positions out of eleven. And of the six parties represented in Alþingi, Iceland’s Parliament, four of them are led by women, including the three government coalition parties. For the first time ever, the chairman of the Independence Party is a woman. Only two male chairmen of political parties represented in... | |
13:55 | Jaguar Land Rover stöðvar sendingar til Bandaríkjanna Breski bílaframleiðandinn Jaguar Land Rover ætlar að „gera hlé“ á bílasendingum til Bandaríkjanna í apríl vegna tollahækkana Bandaríkjastjórnar. | |
13:43 | Óskað eftir áfrýjunarleyfi í hryðjuverkamálinu Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar vegna hryðjuverkamálsins svokallaða. | |
13:37 | Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins hefur ákveðið að takmarka virkni meðlima í Rauða þræðinum við eina færslu á dag og ein ummæli á klukkustund. Forysta flokksins hefur verið sökuð um ólýðræðisleg vinnubrögð en Gunnar Smári segir ákveðinn hóp stefna að Maóískri menningarbyltingu innan flokksins. | |
13:32 | Dæmi um að börn geti ekki sinnt daglegum athöfnum vegna langvinnra eftirkasta COVID-19 Dæmi eru um börn hér á landi sem eru það veik af eftirköstum covid að þau geta ekki sinnt daglegum athöfnum. Þetta segir barnasmitsjúkdómalæknir. Hann segir þörf á endurhæfingardeild fyrir börn. TÖLFRÆÐI YFIR BÖRN MEÐ LONG COVID EKKI TIL Áætlað er að rúmlega 3000 manns hér á landi þjáist af langvinnum eftirköstum covid, eða long covid, samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu. Ekki er haldið utan um hversu mörg börn og ungmenni glíma við kvillann. Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir hjá Barnaspítala Hringsins, segir greininguna erfiða.„Það eru ekki einföld greiningarskilmerki. Það er ekki að maður taki eitthvað próf og þá ertu með eða ekki með kvillann eða sjúkdóminn. Þannig að nákvæm tölfræði er ekki til, en af þessum hóp eru vafalaust líka börn.“Valtýr segir að skilgr | |
13:30 | Sigmundur Ernir skrifar: Alþjóðaviðskipti ráða mestu um hag fólks Það er engum vafa undirorpið að frjáls verslun og öflug alþjóðaviðskipti hafa stuðlað að þeim góðu lífskjörum sem Íslendingar búa við. Og þar er undirstaða allra framfara þeirra komin. Opið hagkerfi – og afneitun einangrunar og nesjamennsku – hefur gert Ísland að einu ríkasta landi heims. Þessi sannindi skipta sköpum í tilviki smárra hagkerfa, þar Lesa meira | |
13:30 | Órói við Torfajökul Aukinn órói fór að mælast um hádegi á Torfajökulssvæðinu og kemur hann í bylgjum, að sögn Elísabetar Pálmadóttur, náttúruvársérfræðings Veðurstofunnar. | |
13:27 | Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í níu stig þegar félagið heimsótti Bítlaborgina í dag. Everton og Arsenal gerðu þá 1-1 jafntefli í síðasta leik félaganna á Goodison Park. | |
13:26 | Bandarískir tollar á lyf gætu lagst þungt á íslensk fyrirtæki Tollar á innflutning lyfja og lækningavara til Bandaríkjanna gætu lagst þungt á íslensk útflutningsfyrirtæki, segir Heiðar Guðjónsson fjárfestir. Þessar vörur voru undanþegnar þeim tollum sem tilkynntir voru af Donald Trump fyrr í vikunni og tóku gildi í dag.Trump hefur lengi sagt að hann vilji leggja tolla á þessar vörur til þess að framleiðsla þeirra flytjist aftur til Bandaríkjanna. Lyfjaframleiðendur eiga von á því að tollar verði kynntir á næstunni. Trump hefur sagt þá geta orðið 25% eða jafnvel enn hærri.Þetta getur haft mikil áhrif hér á landi að mati Heiðars: „Þar er okkar stærsti útflutningsmarkaður, það er Bandaríkin. Við getum talað um Kerecis og Össur og Alvotech sem dæmi um fyrirtæki sem eru mjög háð þessum markaði.“Heiðar segir ástæðuna fyrir því að tollar á lyf hafi ekki ver | |
13:19 | Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Mykhailo Viktorovych Polyakov, bandarískur ferðamaður, var í vikunni handtekinn fyrir að fara upp á strönd eyjunnar North Sentinel í Indlandshafi. Það gerði hann til að hitta Sentinelese-ættbálkinn sem hefur búið þar um þúsundir ára án samskipta við annað fólk. Talið er að ættbálkurinn telji um 150 manns. | |
13:19 | Búum til fleiri frumkvöðla – frumkvöðlamenntun og brimbrettabrun „Eins og brimbrettakappar þurfa núverandi og komandi kynslóðir bæði að geta riðið ölduna og synt í briminu.“ | |
13:10 | Bjargaði móður sinni 8 ára gömul Skátaþing var sett við hátíðlega athöfn í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði í dag. Við setningu þingsins var átta ára stúlku veitt hetjudáðamerki fyrir að veita móður sinni lífsbjörg. | |
13:00 | Konur til valda: „Allar hömlur eru að bresta“ Konur mynda meirihluta ríkisstjórnarinnar, með sex ráðherrastóla af ellefu. Og af sex flokkum sem eiga fulltrúa á Alþingi eru fjórir þeirra leiddir af konum, þeirra á meðal ríkisstjórnarflokkarnir þrír. Meira að segja formaður Sjálfstæðisflokksins er kona. Eftir standa aðeins tveir karlkyns formenn stjórnmálaflokka sem eiga fulltrúa á Alþingi. Á vettvangi borgarinnar blasir sama mynd við. Þar voru konur oddvitar allra... | |
12:47 | Vilja vera jákvæður vettvangur frekar en að slátra bókum Lestrarklefinn er menningarvefur sem heldur úti öflugri bókmenntaumfjöllun í bæði skriflegu og töluðu máli. Lestrarklefinn fékk nýverið heiðursverðlaun á Íslensku hljóðbókarverðlaununum fyrir að stuðla að fjölbreyttri og lifandi umræðu um bókmenntir.„Þetta var ótrúlega skemmtilegt því við erum svolítið lítill grasrótarvettvangur. Við vinnum svolítið mikið í sjálfboðastarfi, eiginlega mest bara,“ segir Rebekka Sif Stefánsdóttir ritstjóri vefsins í Kiljunni á RÚV. Þau hafi fengið fremur lítið af styrkjum í gegnum tíðina. „En þetta er bara ástríðustarf.“„Það er ósköp dýrmætt að fá svona viðurkenningu, og viðurkenningu á því að okkar starf skipti máli,“ bætir Katrín Lilja Jónsdóttir stofnandi Lestrarklefans. STÆKKAÐI MJÖG HRATT Katrín segir Lestrarklefann hafa byrjað sem áhugamál þegar hún | |
12:45 | Segir Íslendinga verða af milljörðum á hverju ári – „Þetta er til háborinnar skammar“ Gunnar Örlygsson, fyrrum þingmaður Frjálslynda flokksins og Sjálfstæðisflokks, segir þjóðina verða af milljörðum á hverju ári og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og forystufólk í stjórnmálum beri ábyrgðina. Gunnar skrifar um þetta á Facebook þar sem hann birtir mynd af þorsk og segir: „Þorskurinn á myndinni skilar 40-50% meiri verðmætum í þjóðarbúið ef við flökum hann Lesa meira | |
12:42 | Segir máttlaus viðbrögð Bandaríkjanna vonbrigði Volodimír Selenskí Úkraínuforseti gagnrýnir viðbrögð bandaríska sendiráðsins í Kænugarði við loftárás Rússa í gær þar sem 18 manns, þar af níu börn, voru drepin. Segir hann starfsmenn sendiráðsins hrædda við að nota orðið „rússneskur“ í sömu andrá og barnamorð er rætt. | |
12:15 | Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Það er mikið um að vera í Neskaupstað í dag því þar fer fram Tæknidagur fjölskyldunnar tíunda árið í röð á vegum Verkmenntaskóla Austurlands. Fjölmörg fyrirtæki á svæðinu munu kynna starfsemi sína, auk þess, sem skólinn kynnir námið sitt og Vísindasmiðjur Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri verða á staðnum svo eitthvað sé nefnt. | |
12:13 | Óttast samdrátt í komu bandarískra ferðamanna til Íslands Pétur Óskarsson formaður Samtaka ferðaþjónustunnar óttast samdrátt í komu bandarískra ferðamanna til Íslands út af tollastefnu Trumps. Hækkandi vöruverð í Bandaríkjunum leiði til minnkandi kaupmáttar.„Það er erfitt að segja til um það hversu mikil áhrif þetta mun hafa. En ef það dregur úr kaupmætti hjá almenningi í Bandaríkjunum þá mun það fyrr eða síðar hitta fyrir okkar markhópa sem eru þó í efri tekjuhópunum þar. Ef það dregur úr eftirspurn í Bandaríkjunum þá hefur það mikil áhrif á íslenska ferðaþjónustu. Um 38 prósent af okkur tekjum á síðasta ári komu frá bandarískum ferðamönnum þannig að það mun hafa gríðarleg áhrif hér innanlands ef það verður mikill samdráttur á þessu svæði,“ segir Pétur.Í spá Ferðamálastofu er gert ráð fyrir samdrætti í komu ferðamanna til Íslands á þessu ári. Pé | |
12:09 | 10% tollar Trumps tóku gildi í dag 10% tollar á innflutning frá fjölmörgum ríkjum, þar á meðal Íslandi, til Bandaríkjanna tóku gildi í morgun. Tilkynningin um tollana hefur þegar valdið umtalsverðum glundroða bæði í stjórnmálum og viðskiptum.Tollarnir sem tóku gildi klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma eru 10% tollar á allan innflutning fjölmargra landa, Íslands meðal annars. Áður hafa tekið gildi 25% tollar á innflutta bíla og stál og sérstakir tollar á innflutning frá Kanada og Mexíkó. Á þriðjudag taka svo gildi frekari tollar á tæplega sextíu önnur viðskiptalönd- og svæði Bandaríkjanna. Það eru til dæmis 20% tollar á Evrópusambandið og 34% á Kína. Yfirvöld í Kína svöruðu Bandaríkjunum í sömu mynt í gær og tilkynntu á sama tíma um málshöfðun á hendur Bandaríkjunum fyrir Alþjóðaviðskiptastofuninni, ásamt því sem útflutn | |
12:05 | Fyrrum kærasta Andrew Tate segir hann hafa beitt sig ofbeldi Brianna Stern, fyrrverandi kærasta Andrew Tate, hefur nýlega stigið fram með alvarlegar ásakanir um ofbeldi í sambandi þeirra. Í mars 2025 lagði hún inn kæru á Andrew, í Los Angeles, þar sem hún sakar hann um kynferðislegt ofbeldi og líkamsárás. Brianna lýsir 10 mánaða sambandi þeirra sem stormasömu sambandi þar sem Andrew var mjög ástúðlegur […] Greinin Fyrrum kærasta Andrew Tate segir hann hafa beitt sig ofbeldi birtist fyrst á Nútíminn. | |
12:03 | Nýr vettvangur starfsauglýsinga Hugbúnaðarlausnin Winn var nýlega stofnuð og virkar sem vettvangur fyrir birtingu starfsauglýsinga. | |
12:02 | Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Formaður MATVÍS félags iðnaðarmanna í matvæla- og veitingageiranum furðar sig á því að því að faglærður þjóni hafi verið sagt upp einum þjóna á hóteli í Reykjavík. Það sé ekki sparnaður að segja upp menntuðu fólki. | |
12:01 | Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Formaður Trans Íslands segir niðurstöður könnunar sem benda til þess að rúmlega fimmtungi ungra drengja sé í nöp við trans fólk mikið áhyggjuefni. Samfélagsmiðlar spili þar lykilhlutverk en mikilvægt sé að sporna gegn hatursorðræðu. | |
12:00 | Daði Már vill hæft fólk í stjórnir – Inga skipaði bara sitt fólk Inga Sæland, félags- og húsnæðisráðherra, hefur skipað nýja stjórn yfir Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS). Af þeim fimm sem taka nú sæti í stjórn koma fjórir úr röðum Flokks fólksins, en sá fimmti er skipaður samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fjármálaráðherra, Daði Már Kristófersson, setti í febrúar nýjar reglur um skipan vannefnda til að velja fólk Lesa meira | |
12:00 | Skynsemin sigri að lokum Stefán Friðriksson forstjóri Ísfélagsins er gagnrýninn á þá umræðu sem hefur farið fram um sjávarútveginn á stjórnmálavettvangi og í fjölmiðlum. Hann segir að skorti á málefnalegri umræðu og að sumir, m.a.s. ráðherrar, fullyrði hluti sem standist ekki skoðun. | |
11:50 | Milljón ferkílómetra flóðasvæði Ofsaleg úrkoma undanfarnar tvær vikur hefur valdið verulega umfangsmiklum flóðum í Queensland-fylki í norðvestanverðri Ástralíu. Flóðasvæðið nær yfir um milljón ferkílómetra, eða nærri tífalt flatarmál Íslands.Úrkomumet hafa verið slegin víða í Queensland og Nýju Suður-Wales í mars. Á sunnan- og suðvestanverðu Queensland féll meðaltals-ársúrkoma á aðeins fjórum dögum. Það hefur stytt upp en það tekur vatnið talsverðan tíma að renna af víðfeðmum sléttum fylkisins. Mikið tjón hefur orðið á húsnæði og bændur hafa misst mikinn búfénað. | |
11:46 | Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Formaður MATVÍS furðar sig á að eina menntaða þjóninum á hóteli í Reykjavík hafi verið sagt upp störfum á dögunum. Það sé ekki sparnaður að segja upp menntuðu fólki. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf. | |
11:45 | Ekki að kjósa enn eina konuna „Fólk sem vann fyrir mig í rektorsframboði mínu heyrði daglega: Ég ætla ekki að kjósa enn eina konuna. Það að ég er kona var ekki að vinna með mér hjá öllum,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir sem nýlega var kjörin rektor Háskóla Íslands, en hún er í ítarlegu viðtali í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. | |
11:36 | Myndir: Gengið um gleðinnar dyr Glaumur og gleði einkenndi fas nemenda á peysufatadaginn sem haldinn var samkvæmt hefð hjá Kvennaskóla Reykjavíkur í gær. | |
11:30 | Sólveig gerir upp Eflingar-dramað – Segir starfsmann hafa heimtað fjögurra ára starfslokasamning upp á 55 milljónir Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar fagnar rekstrarniðurstöðu Eflingar fyrir árið 2024, en reksturinn var jákvæður upp á tæpan 1,3 milljarða og eigið fé nam tæpum 17 milljörðum. Sólveig segist þakklát fyrir þær áskoranir sem hafa fylgt formennsku Eflingar og rifjar sérstaklega upp innanbúðarátök innan félagsins þar sem Sólveig og félagar hennar tókust á við „gömlu Lesa meira | |
11:30 | Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Svala Jóhannesdóttir, formaður Matthildarsamtakanna, samtaka um skaðaminnkun, hefur miklar áhyggjur af því að tollurinn hafi lagt hald á töflur sem innihalda nitazene. Hún óttast að efnið gæti þegar verið komið í dreifingu eða að það styttist í það. Nitazene er gerviópíóíði sem er margfalt sterkara en aðrir ópíóíðar. | |
11:29 | Heldur áfram að draga úr jarðskjálftavirkni Áfram dregur úr jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga. Rúmlega 300 skjálftar hafa mælst þar síðasta sólahringinn. Enn mælast smáskjálftar við kvikuganginn á um fjögurra til sex kílómetra dýpi, flestir undir tveimur að stærð. Gikkskjálftar vegna spennubreytinga í kjölfar myndunar kvikugangsins fyrsta apríl halda einnig áfram við Reykjanestá og norðvestan við Kleifarvatn. Að sögn náttúruvár Veðurstofu Íslands má búast við áframhaldandi jarðskjálftum sem geta fundist í byggð á meðan svæðið er að jafna sig.Vísbendingar eru um að landris og kvikusöfnun undir Svartsengi sé hafið á ný. Frekari mælingar næstu daga þarf til að meta hraða landrissins.Um 20 kílómetra langur kvikugangur myndaðist norðan Grindavíkur þann 1. apríl.RÚV / Ragnar Visage | |
11:22 | Starfsmannamál Faxaflóahafna á borði Sameykis „Það eina sem ég get staðfest er að það hafa mál frá félagsfólki sem starfar hjá Faxaflóahöfnum komið hingað inn og eru á borðinu í kjaradeildinni hjá Sameyki, en ég get ekki tjáð mig efnislega um málin eða efni þeirra,“ segir Kári Sigurðsson, formaður Sameykis, stéttarfélags í almannaþjónustu, í samtali við Morgunblaðið. | |
11:01 | Þóttist vera sofandi í bílnum sínum þegar lögreglan hafði afskipti af honum í Reykjavík Það var mikið að gera hjá lögreglunni í nótt og fangageymslur á Hverfisgötu eru fullar. Tilkynnt var um mann að selja fíkniefni í hverfinu. Þegar lögregla kom á vettvang þóttist maðurinn vera sofandi í bifreið sinni. Maðurinn var ósáttur við að lögregla væri að gramsa í hans einkamálum en var handtekinn og vistaður í þágu […] Greinin Þóttist vera sofandi í bílnum sínum þegar lögreglan hafði afskipti af honum í Reykjavík birtist fyrst á Nútíminn. | |
11:01 | Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Arsenal mætir í síðasta sinn á Goodison Park í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Everton tapaði fyrir Liverpool í síðustu umferð en stefnir á sigur í dag. | |
10:54 | „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Breski grínistinn Russell Brand hefur svarað nauðgunarásökunum og segist hafa verið hálfviti, eiturlyfja- og kynlífsfíkill en aldrei nauðgari. Hann sé þakklátur að geta fengið að verja sig í réttarhöldum. | |
10:54 | Bregst við ásökunum og segist hafa verið margt en aldrei nauðgari Breski grínistinn Russell Brand hefur svarað nauðgunarásökunum og segist hafa verið hálfviti, eiturlyfja- og kynlífsfíkill en aldrei nauðgari. Hann sé þakklátur að geta fengið að verja sig í réttarhöldum. | |
10:51 | Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Áfram dregur úr jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga og hafa rúmlega 300 skjálftar mælst síðasta sólahringinn. Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands kemur fram að enn mælist smáskjálftar við kvikuganginn á um fjögurra til sex kílómetra dýpi. | |
10:45 | Búast má við að skjálftar finnist í byggð Fleiri en 300 jarðskjálftar hafa mælst á Reykjanesskaga síðasta sólahringinn og heldur áfram að draga úr skjálftavirkni. | |
10:30 | Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Ekki viss um að seðlabankar geti horft fram hjá verðhækkunum af völdum tolla Tollar hafa tvenns konar áhrif. Annars vegar valda þeir hækkun á framleiðslukostnaði sem leiðir til verðbólgu. Hins vegar draga þeir úr eftirspurn sem ætti að draga úr framleiðslu og mögulega valda samdrætti. Það er svo misjafnt hvor áhrifin eru sterkari. Þetta setur seðlabanka í snúna stöðu. Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka, er gestur Lesa meira | |
10:30 | Tollar Trumps – Samningatækni eða hagfræðileg lausn? ” Fyrir þann sem kynnir sér hugmyndafræði helstu ráðgjafa Donalds Trumps má fljótt sjá að tollar eru að miklu leyti notaðir sem samningatól. | |
10:30 | Segist notuð sem leppur í Vorstjörnunni, sem lúti sjóræningjastjórn „Ég lít bara á það í dag að ég sé leppur. Þetta félag er bara í vasanum á framkvæmdastjórn Sósíalistaflokks Íslands. Við erum þarna tvær skráðar fyrir Vorstjörnunni, við höfum ekki hugmynd um hvað er að gerast þarna og það er enginn sem vill losa okkur undan þessu með formlegum hætti.“ Þetta segir Sigrún E. Unnsteinsdóttir, meðlimur í kosningastjórn Sósíalistaflokks... | |
10:18 | Fyrrum Tesluliðar auka framleiðni Fyrrverandi fjármálastjóri Tesla leiddi fjármögnunarlotu sprotafyrirtækis sem hefur þróað lausn sem hjálpar fyrirtækjum að bæta framleiðni starfsmanna með umbunarkerfum. | |
10:17 | Brot 175 ökumanna mynduð Brot 67 ökumanna voru mynduð á Sæbraut í Reykjavík. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Sæbraut í suðurátt, á móts við Kleppsveg 60. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 763 ökutæki þessa akstursleið og því óku allnokkrir ökumenn, eða 9%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 73 km/klst en þarna er […] The post Brot 175 ökumanna mynduð appeared first on Fréttatíminn. | |
10:16 | Stofnun stuðlar að niðurgreiðslum Byggðastofnun hefur með aðferðafræði sinni við ákvörðun gjaldskrár Íslandspósts fest niðurgreiðslur til handa Póstinum í sessi. Með því og fleiri yfirsjónum hefur Byggðastofnun vanrækt lögbundið eftirlitshlutverk sitt með starfsemi Póstsins. | |
10:15 | Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Formúlu 1 heimsmeistarinn Max Verstappen minnti heldur betur á sig í tímatökunni fyrir Japanskappaksturinn í nótt. | |
10:15 | Orkubú Vestfjarða sækir um virkjunarleyfi fyrir Kvíslartunguvirkjun í Steingrímsfirði Stjórn Orkubús Vestfjarða hefur ákveðið að sækja um virkjunarleyfi fyrir Kvíslartunguvirkjun í Steingrímsfirði.„Hún er í Selárdal sem er innst í Steingrímsfirði í grennd við Hólmavík,“ útskýrir Elías Jónatansson, orkubússtjóri hjá Orkubúi Vestfjarða. Virkjunin verður 9,5 Megawött í fyrstu en gæti orðið allt að 9,9 MW seinna meir. Framleiðslan verður um 60 gígawattstundir á ári sem Elías segir að komi til með að tryggja afhendingaröryggi á austanverðum Vestfjörðum.„Þarna er hámarksnotkun í dag í kringum svona 5 MW þannig að virkjunin er næstum því tvöfalt stærri. Það þýðir að virkjunin getur haldið uppi raforkukerfinu á þessu svæði þó að Vesturlína detti út og verði straumlaus,“ segir Elías.Afhendingaröryggið á þá að verða svipað og gerist víða annars staðar á landinu.Áður en framkvæmdir ge | |
10:10 | Rak varaforsetann fyrir ferð til Suðurskautslandsins Masoud Pezeshkian, forseti Íran, rak varaforseta landsins sem hefur umsjón með málefnum þingsins vegna dýrrar ferðar til Suðurskautslandsins. Íran glímir við óðaverðbólgu. | |
10:08 | Tollahækkanir Trumps tóku gildi á miðnætti 10 prósenta lágmarkstollar á flestallar innfluttar vörur til Bandaríkjanna tóku gildi á miðnætti. | |
10:04 | Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Daglegar ferðir svartrar þyrlu, sem breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe á, til og frá Egilsstöðum vöktu athygli Héraðsbúa í síðust viku. Á daginn kom að þyrlan hafði verið að ferja vistir fyrir Ratcliffe og félaga í fjallaferð á Austurlandi. | |
10:02 | Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Guðrún Auður Böðvarsdóttir, markaðsstjóri S.Helgason steinsmiðju og framkvæmdastjóri SÓL restaurant, finnst hún flottust þegar hún vaknar klukkan fimm og nær að gera fullt af hlutum áður en hún vekur krakkana í skólann. Oftar en ekki endar hún þó á að snúsa og fer í sín morgunverk eftir að krakkarnir eru vöknuð. | |
09:58 | Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu-félags fanga, vill að erlendir fangar eigi frekar að afplána sína dóma fyrir brot á Íslandi í fangelsi í sínu heimalandi af mannúðarsjónarmiðum. Félagið vill sömuleiðis að Íslendingar fái að afplána sín brot erlendis á Íslandi. | |
09:21 | Afnema gengismun og lágmarkskaup í sjóðum Stefnir hefur afnumið gengismun á kaupum og sölu í sjóðum sínum í gegnum netbanka og app. | |
09:11 | Myndir: Hverfa á braut eftir meira en hálfa öld á vaktinni Vaktaskipti urðu í Brauðhúsinu í Grímsbæ í vikunni þegar bræðurnir Guðmundur og Sigfús Guðfinnssynir hurfu á braut en bakaríið hefur verið í eigu fjölskyldunnar í meira en hálfa öld; faðir þeirra, Guðfinnur Sigfússon, stofnaði það 1973 |