| 03:22 | Segir brotthvarf Bandaríkjanna úr WHO draga úr öryggi heimsins Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, harmar í færslu á X að Bandaríkin hafi slitið á tengslin við hana. Hann segir ákvörðunina draga úr öryggi Bandaríkjanna og heimsbyggðarinnar allrar auk þess sem réttlæting forsetans fyrir brotthvarfinu standist ekki skoðun.Tilskipun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta frá því í janúar á seinasta ári um að slíta á tengsl við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina gekk í gildi 20. janúar.Hann rökstuddi brotthvarfið frá stofnuninni meðal annars með því að hún hefði gert hrapaleg mistök í kórónuveirufaraldrinum. Auk þess hefði viðbragðsáætlun hennar byggt á pólitísku skrifræði, runnu undan rifjum ríkja fjandsamlegum bandarískum hagsmunum.Tedros segir að sem sérhæfð stofnun innan Sameinuðu þjóðanna sé WHO algerlega hlutlaus og þj | |
| 02:30 | Írönskum innflytjendum vísað úr landi Bandaríska ríkisstjórnin ráðgerir að senda 40 íranska innflytjendur úr landi á sunnudaginn, þrátt fyrir ótryggt öryggisástand í Íran eftir fjöldamótmæli síðustu vikur. Írönsk-amerísk félagasamtök, NIAC, gagnrýna þessar áætlanir stjórnvalda.Forseti samtakanna, Jamal Abdi, segir það skjóta skökku við að þessi sömu stjórnvöld lýsi yfir að aðstoð sé á leiðinni en ætli á sama tíma að senda Írani aftur til heimalandsins í hættulegar aðstæður.Ef af verður verða þetta fyrstu brottflutningarnir til Írans frá því að fjöldamótmælin hófust. Meðal þeirra sem á að senda úr landi eru tveir samkynhneigðir menn sem óttast um öryggi sitt og örlög í Íran. Samkynhneigð er refsiverð með dauðarefsingu í Íran. | |
| 01:57 | Leiðtogi Demókrata segir stjórnleysi ríkja Hakeem Jeffries, leiðtogi Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, segir í yfirlýsingu forsetann og ráðuneyti heimavarna hegða sér með gersamlega stjórnlausum hætti. „Stjórnlausir grímuklæddir fantar í gervi löggæslumanna myrtu að ósekju enn einn bandarískan ríkisborgara á götum Minneapolis í dag,“ segir í yfirlýsingu Jeffries. „Morðið á hjúkrunarfræðingnum Alex Jeffrey Pretti er hryllilegur harmleikur sem hefði verið hægt að forðast,“ segir Jeffrie. Hann bergmálar orð Tim Walz, ríkisstjóra Minnesota, og segir Bandaríkjamenn verðskulda nákvæma og ítarlega rannsókn án afskipta eða hindrana heimavarnaráðuneytisins. „Ráðuneytið misnotar skattfé til að misþyrma bandarískum ríkisborgurum og löghlýðnum innflytjendendum,“ segir Jeffries. „Yfirlýsingar alríkisstjórnarinnar um dauða Alex Pretti e | |
| 00:44 | Dóra Björt ekki meðal sjö efstu í flokksvali Samfylkingarinnar Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi er ekki meðal sex efstu í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík. Hún hafði nýlega vistaskipti frá Pírötum til Samfylkingarinnar og sóttist eftir fjórða til sjötta sætinu. Þórhallur Valur Benónýsson, formaður kjörstjórnar, sagði í samtali við fréttastofu mikinn mun á atkvæðum í 6. og 7. sæti. Hann staðfesti jafnframt að Dóra Björt væri ekki í 7. sæti, heldur Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu.Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri kveðst ætla að ráðfæra sig við sitt fólk og íhuga hvort hún vilji skipa annað sætið í kosningunum í vor eftir að Pétur Marteinsson, rekstrarstjóri og fyrrverandi knattspyrnumaður, varð efstur í flokksvalinu. Hann leiðir því flokkinn í kosningum í vor. Niðurstöður fyrir sex efstu sætin eru bindandi fyrir uppstillin | |
| 00:15 | Næsti þríhliðafundur 1. febrúar í Abu Dhabi Samninganefndir Bandaríkjanna, Rússlands og Úkraínu á þríhliða fundinum sem haldinn var í Abu Dhabi í gær.EPA / UAE Presidential Court /HANDOUT HANDOUTNæsti fundur í þríhliða friðarviðræðum milli Rússa, Úkraínumanna og Bandaríkjamanna verður í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum 1. febrúar. Sendinefndir ríkjanna hittust í fyrsta sinn á fundi í Abu Dhabi í gær.Ónafngreindur bandarískur heimildarmaður sagði við AFP að það væri gott merki að búið væri að boða til annars fundar og nú þegar hefði miklum árangri verið náð.Volodomyr Zelensky Úkraínuforseti sagði að megináherslur fundarins hefðu verið að ræða helstu ágreiningsatriði. Þetta var í fyrsta sinn sem sendinefndir Rússa og Úkraínumanna hittust formlega síðan Rússar réðust inn í Úkraínu fyrir hartnær fjórum árum síðan. | |
| 23:55 | Páfi: Koma þarf í veg fyrir að fólk tengist gervigreind of tilfinningalegum böndum Leó páfi XIV segir fólk þurfa að vara sig á því að spjallmenni sem knúin eru af gervigreind geti orðið meira en vinir. Hætta sé á því að fólk nýti spjallmennin sem eins konar tilfinningalega hækju. Regluverk þurfi að vera komið á til þess að hindra það að fólk tengist spjallmennum of tilfinningalegum böndum.Þetta segir páfi í skriflegu erindi sem hann birtir í tengslum við alþjóðlegan dag félagslegra samskipta. Leó segir gervigreindarkerfi geta endurspeglað heimsmynd þeirra sem skapa þau og þannig haft áhrif skoðanir fólks og sýn þeirra á hlutina.„Verkefnið sem við stöndum frammi fyrir er að verja mennskuna og raunveruleg sambönd,“ segir Leó. GERVIGREINDARMYND AF FORVERA LEÓS NÁÐI MIKILLI ÚTBREIÐSLU Gervigreindartól hafa tekið miklum framförum á síðustu misserum og hægt er að endurgera, | |
| 23:24 | Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, sem hafnaði í þriðja sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í kvöld, var einungis fimmtán atkvæðum frá því að lenda sæti ofar en Heiða Björg Hilmisdóttir sitjandi borgarstjóri. | |
| 22:51 | Sniðganga bandarískar vörur með smáforriti Smáforrit sem hjálpa neytendum að bera kennsl á uppruna vara og þannig sniðganga bandarísk vörumerki hafa rokið upp vinsældalista í Danmörku. Smáforritið UdenUSA trónir efst á lista yfir ókeypis iPhone-forrit | |
| 22:44 | Sakar yfirvöld um að ýta undir uppreisn Donald Trump Bandaríkjaforseti sakar yfirvöld í Minnesota um að ýta undir uppreisn með orðræðu sinni. | |
| 22:39 | Trump lofsamar breska hermenn eftir gagnrýni Donald Trump Bandaríkjaforseti lofsamaði breska hermenn í færslu á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, í dag. Er það í kjölfar harðra viðbragða kollega hans Keirs Starmers, forsætisráðherra Bretlands, við ummælum Trumps um Atlantshafsbandalagið.„Hinir FRÁBÆRU og mjög svo HUGRÖKKU hermenn breska konungsveldisins munu ávallt vera með Bandaríkjunum!“ skrifar forsetinn.Trump sagði í viðtali við sjónvarpsstöðina FOX á fimmtudag að varnarbandalagið hefði aldrei gert neitt fyrir Bandaríkin. NATO hafi vissulega sent herlið til Afganistan á sínum tíma en þeir hermenn haldið sig frá vígalínunni.457 breskir hermenn féllu í Afganistan. Starmer sagði í gær að það kæmi sér ekki á óvart að ummæli Trumps hafi sært ástvini þeirra sem féllu eða særðust í Afganistan, og í raun bresku þjóðina í heild sinni.„M | |
| 22:36 | Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Skýrari mynd er að teiknast upp af af atburðarásinni þegar karlmaður var skotinn til bana af fulltrúum Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna, ICE, í Minneapolis í dag. Þó er enn margt á huldu í tengslum við aðdraganda árásarinnar. | |
| 22:14 | Drápu aftur og ásaka hinn látna um hryðjuverk Innflytjendalögregla Bandaríkjanna (ICE) sem Donald Trump forseti hefur byggt upp og reynir nú að stækka verulega, drap í dag aðra manneskju í borginni Minneapolis, sem er undir stjórn Demókrata. Myndband sýnir að maðurinn reynir að koma á milli þegar fulltrúar ICE ganga hart fram gagnvart konu, en hann er barinn áður en hann er skotinn níu sinnum liggjandi í jörðinni.... | |
| 22:08 | Þýsk yfirvöld handtóku Hamas-liða Þýska lögreglan hefur handtekið líbanskan ríkisborgara sem er grunaður um að hafa skipulagt árásir í Evrópu. | |
| 22:05 | Munaði aðeins 15 atkvæðum í annað sæti Aðeins munaði 15 atkvæðum á því að Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, hefði haft annað sætið af Heiðu Björg Hilmisdóttir, sitjandi borgarstjóra, í flokksvali Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningar í vor, sem fór fram í dag. | |
| 22:00 | Hvað varð um Hillside-kyrkjarana? – Myrtu 10 ungar konur og ollu miklum ótta í Englaborginni Það eru liðin næstum 50 ár síðan Hillside kyrkjararnir (e. Hillside Stranglers) ollu miklum ótta í Los Angeles í Bandaríkjunum, en þeir voru sakaðir um að hafa kyrkt tíu ungar konur til bana á fimm mánaða tímabili seint á áttunda áratugnum. Raðmorðingjarnir, sem síðar kom í ljós að voru frændurnir Kenneth Bianchi og Angelo Buono, Lesa meira | |
| 21:59 | Röð allra í prófkjöri Samfylkingarinnar | |
| 21:37 | Borgarstjóri galt algjört afhroð Dóra Björt Guðjónsdóttir lenti í 9. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar sem fór fram í dag. | |
| 21:34 | Líf mitt er líf kameljóns Listakonan Eirdís Ragnarsdóttir er íslensk í aðra ættina og kínversk í hina. Í gegnum ævina hefur hún flakkað á milli Peking, Tókýó, New York og Reykjavíkur. Hún er þessa stundina með einkasýningu í Japan. | |
| 21:30 | „Eftir að mér var bjargað, þegar ég kom aftur heim, þá vildi ég ekki ræða það sem gerðist við nokkurn mann“ Árið 2002 var hin 14 ára gamla Elizabeth Smart numin á brott úr svefnherbergi sínu í Utah um miðja nótt. Ræningi hennar var Brian Mitchell, heimilislaus farandpredikari sem taldi sig útvalinn fulltrúa guðs. Hann þvingaði Elizabeth til að ganga kílómetrunum saman í myrkrinu. Þegar þau komu á áfangastað, tjaldbúðir þar sem Brian bjó ásamt eiginkonu Lesa meira | |
| 21:30 | Vonbrigðin mikil og óvíst með annað sætið „Þetta eru gríðarleg vonbrigði auðvitað, ég var að sækjast eftir fyrsta sæti, en ég fann mikinn meðbyr og er full þakklætis til míns stuðningsfólks. Allavega til þeirra sem kusu mig og hvöttu áfram,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, sitjandi borgarstjóri, innt fyrstu viðbragða við niðurstöðum flokksvals Samfylkingarinnar í Reykjavík. | |
| 21:30 | Blómin hluti af Vínartónleikunum Ragnhildur Fjeldsted, flugfreyja hjá Icelandair, hefur unnið við blómaskreytingar í áratugi og þar á meðal fyrir Vínartónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í 17 ár. | |
| 21:00 | Ellen hefur landað stórum verkefnum Ellen Elma Ástrós Eggertsdóttir hefur á skömmum tíma getið sér gott orð í kvikmyndaheiminum og hannað búninga í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Hún útskrifaðist með BA-próf í Costume frá Arts University í Bournemouth árið 2024 og hefur síðan haft nóg að gera | |
| 20:50 | Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Pétur Marteinsson nýkjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík segir stærsta verkefni flokksins í komandi kosningum að vinna traust borgarbúa til baka. Hann segir gott gengi í prófkjörinu til marks um að fólk vilji breytingar í borginni. | |
| 20:48 | Heiða ætlar að íhuga annað sætið Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri segir niðurstöður prófkjörs Samfylkingarinnar hafa verið óvæntar. Pétur Marteinsson verður oddviti flokksins í borginni eftir að hafa fengið rúmlega 3.000 atkvæði í fyrsta sætið. Heiða Björg fékk 1.668 atkvæði í fyrsta til annað sæti.„Já, ég fann fyrir miklum meðbyr og stuðningi við mitt framboð, þannig að já, auðvitað eru þetta vonbrigði. En ég óska Pétri til hamingju með þennan afgerandi sigur og ég held áfram að vinna að mínum málum,“ segir Heiða Björg.Hún kveðst ætla að ráðfæra sig við sitt fólk og íhuga hvort hún vilji skipa annað sæti Samfylkingarinnar í kosningunum í vor.„Ég var að bjóða mig fram í fyrsta sæti, ég hef ekki íhugað önnur sæti. Nú bara tekur það við. [...] Ég er aldrei að bjóða mig fram fyrir mig, ég er að bjóða mig fram fyrir fólk | |
| 20:35 | Pétur: „Skýrt ákall til breytinga“ Pétur H. Marteinsson, nýr oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, segir niðurstöðu prófkjörs Samfylkingarinnar í Reykjavík vera skýrt ákall um breytingar. | |
| 20:34 | Þriðja skotárásin á stuttum tíma: Alríkisfulltrúi skaut 37 ára mann til bana í Minneapolis – eftir ICE-morðið á Renee Good Alríkisfulltrúi skaut og banaði 37 ára bandarískum ríkisborgara í Minneapolis á laugardagsmorgun, í atviki sem náðist á upptöku. Samkvæmt bandaríska innanríkisöryggisráðuneytinu (DHS) var maðurinn vopnaður og hafi skotvopn síðar fundist og verið tekið í vörslu yfirvalda. Skotárásin átti sér stað skömmu eftir klukkan níu að morgni, nálægt Glam Doll Donuts við 26th Street og Nicollet […] Greinin Þriðja skotárásin á stuttum tíma: Alríkisfulltrúi skaut 37 ára mann til bana í Minneapolis – eftir ICE-morðið á Renee Good birtist fyrst á Nútíminn. | |
| 20:30 | Svona skiptust atkvæðin Heiða Björg Hilmisdóttir, sitjandi borgarstjóri, hlaut 1.424 atkvæði í fyrsta sæti, en mótframbjóðandi hennar Pétur H. Marteinsson hlaut 3.063 atkvæði, og vann því afgerandi sigur. | |
| 20:30 | Ben litli hvarf sporlaust fyrir 35 árum – Óvænt bréf til móður hans gæti leyst ráðgátuna Móðir bresks smábarns sem hvarf sporlaust á grískri paradísareyju fyrir 35 árum segir að bréf sem barst frá ókunnugum aðila hafi vakið upp von um að sonur hennar sé enn á lífi. Ben Needham var aðeins 21 mánaða gamall þegar hann hvarf á eyjunni Kos þann 24. júlí 1991, eftir að hafa verið að leika Lesa meira | |
| 20:30 | Biðu endanlegan ósigur fyrir ríkislögreglustjóra Hæstiréttur hefur hafnað því að taka fyrir áfrýjun Sjóvá-Almennra trygginga hf. á máli embættis ríkislögreglustjóra gegn félaginu en bæði héraðsdómur og Landsréttur höfðu dæmt embættinu í vil. Snerist málið um bætur úr ábyrgðartryggingu bifreiðar, sem lögreglan veitti eftirför en lögreglubíl var ekið á bifreiðina til að stöðva hana en umræddri bifreið hafði verið stolið. Fram Lesa meira | |
| 20:26 | Fiðrildi í maganum rétt áður en stigið var á svið Það var líf og fjör – og spennuþrungið andrúmsloft í Borgarleikhúsinu þegar um hálftími var í sýningu í dag – eftir langan og strangan undirbúning. Fjórtán börn leika í sýningunni sem er stjörnum prýdd. Við fylgdumst með baksviðs rétt áður en sýningin hófst og töluðum við nokkra leikara og leikstjórann. | |
| 20:15 | SVFR hvetur félagsmenn til að standa vörð um villta laxinn og íslenska náttúru Við hvetjum félagsmenn okkar og alla sem vilja standa vörð um villta laxinn og íslenska náttúru til að nýta umsagnarrétt sinn vegna nýs lagareldisfrumvarps. Umsagnarfrestur rennur út 26. janúar. Að senda inn umsögn í samráðsgátt tekur aðeins örfáar mínútur, en skiptir máli. Umsagnir almennings eru lesnar og skráðar og hafa raunverulegt vægi í lagasetningarferlinu. Á þessari síðu getur […] The post SVFR hvetur félagsmenn til að standa vörð um villta laxinn og íslenska náttúru appeared first on Fréttatíminn. | |
| 20:13 | Gistihúsin við Skaftafell: „Óvirðing við þetta svæði“ Nágrannar nýrrar sumarhúsabyggðar sem nú rís við Skaftafell segja að illa hafi verið staðið að kynningu á breytingum á skipulaginu og ekkert samráð haft við íbúa þegar fjöldi húsa var tvöfaldaður og húsin hækkuð. Þeir hafa kært sveitarfélagið Hornafjörð vegna framkvæmdanna.„Þessir kassar geta bara ekki fallið að þessu landslagi og okkur finnst þetta bara óvirðing við þetta svæði,“ segir Regína Hreinsdóttir, íbúi í Svínafelli í Öræfum og einn kærenda. „Við erum hérna í jaðri þjóðgarðs og við bara getum ekki samþykkt þetta.“Íbúar við Skaftafell hafa kært sveitarfélagið Hornafjörð vegna nýrrar sumarhúsabyggðar sem verið er að byggja við mörk Vatnajökulsþjóðgarðs. „Okkur finnst þetta bara óvirðing við þetta svæði,“ segir einn þeirra.Framkvæmdirnar eru á vegum Arctic Circle Hotels, sem er í eig | |
| 20:08 | Pétur leiðir Samfylkinguna í borginni Pétur Marteinsson leiðir Samfylkinguna í borgarstjórnarkosningum í vor í kjölfar stórsigurs í prófkjöri flokksins. Pétur fékk rúmlega 3.000 atkvæði í fyrsta sætið og Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri fékk rúmlega 1.600 atkvæði. Hún íhugar hvort hún vilji skipa annað sæti á lista flokksins í Reykjavík í vor.„Í vor eru kosningar þar sem við þurfum að sanna okkur aðeins upp á nýtt,“ segir Pétur Marteinsson. Ákall um breytingar hafi verið skýrt og hann kveðst treysta sér til að öðlast traust borgarbúa.Pétur Marteinsson leiðir Samfylkinguna í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum eftir að hafa sigrað í prófkjöri flokksins. Hann segir kosningarnar vera mjög mikilvægar og að ákall um breytingar hafi verið skýrt.„Við þurfum að viðurkenna að við höfum kannski aðeins farið út af sporinu. | |
| 20:03 | Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst „Þetta eru bara gríðarleg vonbrigði, vissulega. En líka þakklæti fyrir mikinn stuðning. Í rauninni er ég stolt af mínum baráttumálum og minni vinnu. Þetta er tvíbent, en auðvitað eru vonbrigði að vera ekki treyst fyrir fyrsta sætinu. Ég hélt að Samfylkingin væri komin á þann stað.“ | |
| 19:43 | Ávísun á skatta fram á við Orri Hauksson, stjórnarformaður First Water, segir sögu hagvaxtar á Íslandi sýna að erlend fjárfesting og aukin alþjóðaviðskipti hafi verið lykilforsenda vaxtarskeiða síðustu aldar. Orri flutti erindi á árlegum Skattadegi Deloitte, Viðskiptaráðs og SA í síðustu viku | |
| 19:40 | Einn heppinn var með allar tölur réttar Einn heppinn miðahafi var með allar tölur réttar í lottóútdrætti kvöldsins og fékk fékk 10,7 milljónir króna í sinn hlut. | |
| 19:38 | Tvennum sögum fer af drápi ICE í Minneapolis – Lá í jörðinni Ástandið í Minneapolis í Bandaríkjunum er sagt vera orðið afar eldfimt í kjölfar þess að í annað sinn á skömmum tíma hafa útsendarar Útlendingaeftirlitsins (ICE) orðið bandarískum ríkisborgara að bana. Tvennum sögum fer af aðdraganda þess að viðkomandi var skotinn en myndband sýnir að hann lá í jörðinni þegar hann var skotinn Aðgerðum ICE hefur Lesa meira | |
| 19:35 | Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Liverpool tapaði sínum fyrsta deildarleik síðan í nóvember þegar liðið heimsótti Bournemouth á suðurströndina í ensku úrvalsdeildinni í dag. | |
| 19:29 | Pétur fékk yfir 3.000 atkvæði en Heiða aðeins 1668 atkvæði Pétur fékk yfir 3.000 atkvæði Pétur fékk 3.063 atkvæði í fyrsta sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar. Heiða Björg var í öðru sæti með 1.668 atkvæði í fyrsta til annað sæti. 6.955 voru á kjörskrá og kjörsókn var 69,7%. Tengt efni: Heiða Björg í leynihópi – „rústum þessum gaurum“ The post Pétur fékk yfir 3.000 atkvæði en Heiða aðeins 1668 atkvæði appeared first on Fréttatíminn. | |
| 19:13 | Pétur lagði Heiðu Pétur Hafliði Marteinsson er borgarstjóraefni Samfylkingarinnar. | |
| 19:12 | Sýna Íslendingum nýjan heim Nýir eigendur hafa tekið yfir rekstur Ferðasýnar en ferðaskrifstofan sérhæfir sig nú í sérsniðnum ferðum til Keníu. | |
| 19:11 | Pétur lagði Heiðu Úrslit eru ljós í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Pétur Marteinsson lagði Heiðu Björg Hilmisdóttur í baráttunni um fyrsta sætið en Heiða Björg varð í öðru sæti. Fréttin verður uppfærð. | |
| 19:10 | Pétur nýr leiðtogi Samfylkingarinnar í Reykjavík Pétur Hafliði Marteinsson er nýr leiðtogi Samfylkingarinnar í borginni. Hann sigraði Heiðu Björgu Hilmisdóttur borgarstjóra í flokksvali Samfylkingarinnar sem fór fram í dag. Heiða hafnaði í öðru sæti en hún fékk 1668 atkvæði í fyrsta og annað sæti. Pétur og Heiða voru þau einu sem buðu sig fram til að leiða listann. Heiða var önnur á lista flokksins fyrir síðaustu... | |
| 19:09 | Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Pétur Marteinsson hefur veirð kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík í borgarstjórnarkosningunum í maí. Úrslit leiðtogarprófkjörsins voru kunngjörð rétt í þessu. | |
| 19:01 | Pétur H. Marteinsson hafði betur í oddvitaslagnum | |
| 18:51 | Púsluspilið gekk vel í veðurblíðunni Vinna við að raða herbergjaeiningum utan um lyftu- og stigahúsið á hótelturninum við Skúlagötu 26 er langt komin. Þannig var verið að hífa upp einingar á 15. hæðinni síðdegis á þriðjudag, eins og myndin hér fyrir ofan sýnir, en um er að ræða stáleiningar með fullbúnum hótelherbergjum. | |
| 18:38 | Funduðu með Pútín í fjóra tíma Bandarísku sendifulltrúarnir Jared Kushner og Steve Witkoff ræddu við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í fjórar klukkustundir í Moskvu á fimmtudag, fyrir þríhliða friðarviðræður við Úkraínu. | |
| 18:37 | Heiða aðeins fimmtán atkvæðum frá þriðja sæti | |
| 18:37 | Pétur Marteinsson sigraði í oddvitaslagnum | |
| 18:37 | Úrslit ráðast hjá Samfylkingunni í Reykjavík | |
| 18:33 | Álagning í janúar sögð hærri en meðalálagning síðasta árs „Það sem af er janúar hefur álagning olíufélaganna á bensín og dísilolíu aukist. Álagningin á hvern bensínlítra er um 10 krónum hærri en meðalálagningin var á síðasta ári. Álagningin á hvern dísillítra er einnig hærri, eða um fjórar krónur umfram meðalálag 2025. Eina fyrirtækið sem heldur í við verðþróun á heimsmarkaði er Costco sem breytt […] The post Álagning í janúar sögð hærri en meðalálagning síðasta árs appeared first on Fréttatíminn. | |
| 18:33 | 70% kjörsókn hjá Samfylkingunni Tæplega 70% skráðra flokksfélaga í Samfylkingunni kusu í prófkjöri flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. | |
| 18:30 | Dregur í land með hluta móðgana sinna Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur vakið mikla reiði og særindi í ýmsum NATO-ríkjum með ummælum í garð framlags hermanna frá þessum ríkjum til hinna áralöngu hernaðaraðgerða í Afganistan. Hefur hann meðal annars sagt að hermenn frá öðrum ríkjum en Bandaríkjunum hafi haldið sig til hlés í átökum og passað sig að fara ekki of nærri víglínunni. Lesa meira | |
| 18:22 | Sagður hafa verið vopnaður skammbyssu Maðurinn sem var skotinn til bana af fulltrúum Tolla- og innflytjendaeftirlitsins (ICE) í Minnesota í Bandaríkjunum var vopnaður skammbyssu að sögn heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna. | |
| 18:16 | Fýlustjórnun, þagnarbindindi og hunsun eru gereyðingarvop Ragga nagli er sálfræðingur með áherslu á heilsuvenjur og einkaþjálfari. Hún skrifar mjög oft áhugaverða pistla um mál tengd heilsu, hreyfingu, samskiptum ofl. Hér að neðan er einn þeirra sem við mælum með: Fýlustjórnun, þagnarbindindi og hunsun eru gereyðingarvopnin sem er beitt hjá þeim sem kunna ekki uppbyggileg samskipti, og er ætlað að innræta hjá […] The post Fýlustjórnun, þagnarbindindi og hunsun eru gereyðingarvop appeared first on Fréttatíminn. | |
| 18:16 | Ráðherra heimavarna staðhæfir að maðurinn hafi verið skotinn í sjálfsvörn | |
| 18:16 | Ríkisstjóri Minnesota: „Alríkisstjórninni er ekki treystandi til að leiða þessa rannsókn“ | |
| 18:16 | Alríkisfulltrúi skaut bandarískan ríkisborgara til bana | |
| 18:15 | Gestir fá að fylgjast með hreinsun veggmyndar Leonardos da Vinci í miklu návígi Gestum Mílanó-borgar gefst brátt kostur á að skoða viðgerðir á veggmynd eftir Leonardo da Vinci í Sforza-kastala í návígi. Þar verður þeim boðið að setja upp vinnuhjálma og klifra upp stillansa til að fylgjast með starfi forvarða sem vinna að viðgerð verksins.Þetta er sjaldgæft tækifæri sem verður í boði frá 7. febrúar til 14. mars. Að þeim tíma liðnum verður verkið aftur stúkað af. Búist er við því að viðgerðum ljúki eftir um eitt og hálft ár. Borgaryfirvöld eiga von á talsverðum fjölda gesta á næstu vikum því Vetrarólympíuleikarnir sem hefjast í næsta mánuði eru haldnir í Mílanó og Cortina.Leonardo og listamenn á verkstæði hans hófust handa við gerð verksins 1498 eftir að Ludovico Sforza, hertoginn af Mílanó, réð hann til verksins. Listamennirnir skreyttu veggi og loft salarins með grein | |
| 18:11 | Ryksuga sem fer upp tröppur Ryksuga sem fer upp tröppur og tæki sem getur greint ofnæmisvaka í matvælum vöktu athygli á tæknisýningunni í Las Vegas. | |
| 17:53 | Orrustan um framtíðina Það er tæknibylting fram undan, með tilkomu gervigreindar, sem mun hafa sívaxandi áhrif á líf okkar. Það kæmi mér ekki á óvart ef streymisveita eins og Netflix myndi byrja að sýna mynd sem væri nær algjörlega gerð með gervigreind. Mér finnst reyndar færeyska orðið „vitlíki“ þjálla og skemmtilegra orð. Það er mikill óstöðugleiki í heiminum sem snýst að miklu leyti um aðgengi og eignarhald á auðlindum. Orkuþörf... | |
| 17:30 | Ástand kjörkassa bágborið víða um land – Varað við rifum í einu kjördæmi Landskjörstjórn greinir frá því í skýrslu um framkvæmd alþingiskosninganna sem fram fóru á síðasta ári að ástand kjörkassa víða um land sé orðið bágborið. Borist hafi eftir kosningarnar ábendingar úr einu kjördæmi um að rifur hafi myndast á kjörkössum og gert þannig mögulegt að setja eitthvað í þá. Segir í skýrslunni um kjörkassa að þeir Lesa meira | |
| 17:22 | Á skallanum með hjálm og hnéhlífar Læknir segir að fólk eigi ekki að fá sér í glas án þess að vera með hjálm á höfðinu. | |
| 17:19 | Myndir: Bandaríkjamenn undirbúa sig fyrir óveður Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í 17 ríkjum í Bandaríkjunum vegna stormviðris sem gengur yfir austurströndina og miðvesturríki Bandaríkjanna. | |
| 17:11 | Meintur kannabisframleiðandi handtekinn í heimahúsi Lögreglan getur ekki veitt upplýsingar um hve margar kannabisplöntur hún lagði hald á meðan á rannsókn stendur.EPALögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók einn í dag vegna rannsóknar á fíkniefnaframleiðslu. Í upplýsingapósti kemur fram að maðurinn hafi einnig verið eftirlýstur vegna annars máls.Ásmundur Rúnar Gylfason aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að þarna hafi verið um kannabisræktun í heimahúsi að ræða. Lögregla lagði hald á kannabisplöntur og tæki og tól sem notuð eru við fíkniefnaframleiðslu.Maðurinn var handtekinn á starfssvæði lögreglustöðvar 4 sem nær yfir austasta hluta Reykjavíkur, Mosfellsbæ, Kjósarhrepp og Kjalarnes. Ásmundur segir að ekki sé hægt að veita upplýsingar um nánari staðsetningu né fyrir hvað maðurinn var eftirlýstur að svo stöddu. | |
| 17:08 | Sofnaði í leigubíl og verður kærður fyrir fjársvik Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti í dag að aðstoða leigubílstjóra vegna farþega sem var sofandi í bíl hans og átti eftir að greiða fyrir farið. | |
| 17:00 | Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Manchester City vann þægilegan 2-0 sigur gegn Wolverhampton Wanderers í 23. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Omar Marmoush og Antoine Semenyo settu mörkin. | |
| 16:58 | Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Niðurstöður flokksvals Samfylkingarinnar í Reykjavík verða kynntar í kvöld. Valið fyrir borgarstjóraefni flokksins er á milli Heiðu Bjargar Hilmisdóttur og Pétri Marteinssyni. | |
| 16:45 | Annar maður skotinn til bana af ICE Annar maður hefur var skotinn til bana af fulltrúum Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna, ICE, í Minnesota. Nokkrar vikur eru síðan fulltrúi ICE skaut konu til bana. | |
| 16:43 | Kaupir landskika á Kjalarnesi Reykjavíkurborg hefur samþykkt að selja Vegagerðinni þrjár landspildur á Kjalarnesi í tengslum við breikkun Vesturlandsvegar. | |
| 16:38 | Alríkisfulltrúi skaut mann til bana í Minneapolis Fulltrúar bandarískra alríkisyfirvalda skutu mann til bana í Minneapolis í Minnesota í dag. Frá þessu greina fjölmiðlar vestanhafs. Minnesota Star Tribune segir lögreglustjóra hafa staðfest þetta.Þar segir að fulltrúar alríkisins hafi reynt að skipa lögreglumönnum borgarinnar að yfirgefa vettvang. Lögreglustjórinn hafi hins vegar sagt sínum mönnum að tryggja vettvang.Sjónarvottar herma að maðurinn hafi verið skotinn nokkrum sinnum í bringuna.Ekki liggur fyrir hver maðurinn var. Fréttastofa AP hermir að hann sé 51 árs. Talsmaður heimavarnarráðuneytisins segir að hann hafi nálgast liðsmenn ICE með skammbyssu.Mótmælendur hafa safnast saman við vettvang.Þetta er í þriðja sinn sem alríkisfulltrúar skjóta á almenna borgara á rúmlega tveimur vikum. Renée Good var skotin til bana 7. janúar og um v | |
| 16:36 | Alríkisfulltrúi skaut mann til bana í Minnesota Karlmaður var skotinn til bana af alríkisfulltrúa í borginni Minneapolis í Minnesota-ríki í dag. | |
| 16:35 | Viðræður geti haldið áfram í næstu viku Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að margt hafi verið rætt í „uppbyggilegum“ viðræðum við Rússa í gær um endalok innrásarstríðsins, sem Bandaríkin höfðu milligöngu um. Telur hann að næsta lota geti farið fram í næstu viku. | |
| 16:34 | ICE flutti tveggja ára barn milli ríkja þvert á dómsúrskurð Tveggja ára stúlku var komið aftur í faðm móður sinnar í Minneapolis í gær eftir að bandarísk innflytjendayfirvöld fluttu hana og föður hennar frá Minnesota til Texas á fimmtudag. Stúlkan var flutt milli ríkjanna þvert á úrskurð dómara.Faðir stúlkunnar er í haldi innflytjendayfirvalda í Minnesota. Hann er frá Ekvador og hefur sótt um hæli í Bandaríkjunum. Stúlkan hefur búið í Bandaríkjunum frá því að hún var kornabarn, að sögn lögmanns fjölskyldunnar, Irinu Vaynerman.Hún segir að fulltrúar ICE hafi handtekið manninn við heimili fjölskyldunnar eftir hádegi á fimmtudag án þess að framvísa heimild. Móðir stúlkunnar hafi ekki þorað að yfirgefa heimilið þegar ICE-fulltrúarnir nálguðust það.Maðurinn og barnið hafi verið í bíl fyrir utan húsið og ICE hafi ekki leyft honum að afhenda móðurinni bar | |
| 16:26 | Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar „Þetta er mjög spennandi barátta og óvanaleg um margt. Hér er kominn áskorandi utan frá,“ segir Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor við Bifröst, um oddvitaslag Heiðu Bjargar Hilmisdóttur sitjandi borgarstjóra og Péturs Marteinssonar. | |
| 16:14 | Á fólk að hafa val um ferðamáta? „En er til of mikils mælst, að fólk hafi val um hvernig það kemst leiðar sinnar?“ | |
| 16:07 | Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Donald Trump Bandaríkjaforesti hefur hótað að setja hundrað prósenta toll á vörur frá Kanada ef að forsætisráðherra Kanada undirritar viðskiptasamning við Kína. | |
| 15:51 | Trump hótar tollum: „Kína mun éta Kanada lifandi“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hótaði Kanadamönnum því fyrr í dag að ef Kanada gerði viðskiptasamning við Kína myndi hann leggja 100 prósenta toll á allar vörur sem kæmu yfir landamærin. | |
| 15:29 | Rúv tekur vinsæla þætti úr birtingu Ríkisútvarpið hefur tekið þættina Húsó úr birtingu á spilara sínum en þeir áttu að vera aðgengilegir þangað til í nóvember. | |
| 15:13 | Hótar 100% innflutningstolli á vörur frá Kanada Donald Trump Bandaríkjaforseti varaði kanadísk stjórnvöld við því að gera viðskiptasamning við Kína. Ef af samningnum verður þá segist Trump ætla að skella 100% innflutningstoll á allan vöruinnflutning frá Kanada.Trump ritar á samfélagsmiðil sinn Truth Social að ef Mark Carney, forsætisráðherra Kanada, haldi að hann geti gert Kanada að „skiptistöð“ (e. „drop-off port“) fyrir sendingar á kínverskum vörum inn til Bandaríkjanna, þá hafi hann verulega rangt fyrir sér.„Ef Kanada semur við Kína, þá verður 100% innflutningstollur umsvifalaust lagður á allar kanadískar vörur sem fluttar eru til Bandaríkjanna,“ ritar Trump.Carney fór í opinbera heimsókn til Kína fyrr í mánuðinum. Markmið heimsóknarinnar var meðal annars að móta nýjan samstarfssamning milli ríkjanna tveggja þar sem áhersla er lögð á | |
| 15:07 | Íbúum fjölgað um 50% á fimm árum Íbúum í Vogum hefur fjölgað um 50% á síðustu fimm árum. Bæjarstjórinn finnur fyrir miklum áhuga íbúa á nýju atvinnusvæði á Keilisnesi. | |
| 15:06 | Bæjarfulltrúi segir af sér Bjarni Páll Tryggvason, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Reykjanesbæ, hefur ákveðið að stíga til hliðar sem bæjarfulltrúi og segja sig frá öðrum pólitískum verkefnum. | |
| 15:00 | Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda er ekki einn þeirra sem hrópar fyrirvaralaust húrra vegna boðaðs afnáms jafnlaunavottunar. Hann segir afnámið gullhúðað. | |
| 15:00 | Húsó fjarlægðir af Rúv eftir ágreining um kreditlista Sjónvarpsserían Húsó hefur verið fjarlægð fyrr en áætlað var af vefsíðu Ríkisútvarpsins. Dóra Jóhannsdóttir, einn handritshöfunda þáttanna, segir að þættirnir verði settir inn aftur þegar framleiðandi afhendir réttan kreditlista. Hún sjálf berst fyrir því að nafn hennar sé sett á kreditlistann. | |
| 15:00 | Húsó fjarlægðir af Rúv Sjónvarpsserían Húsó hefur verið fjarlægð fyrr en áætlað var af vefsíðu Ríkisútvarpsins. Dóra Jóhannsdóttir, einn handritshöfunda þáttanna, segir að þættirnir verði settir inn aftur þegar framleiðandi afhendir réttan kreditlista. Hún sjálf berst fyrir því að nafn hennar sé sett á kreditlistann. | |
| 15:00 | Þrautagöngu læknis í dómskerfinu lokið með ósigri Heimilislæknir sem varð fyrir líkamsárás við störf sín á heilsugæslustöð krafðist bóta frá íslenska ríkinu. Því var hafnað af ríkinu en Hæstiréttur hefur hafnað því að taka áfrýjun læknisins fyrir en kröfum hans var hafnað á neðri dómsstigum. Ríkið var sýknað af bótakröfu læknisins í bæði Héraðsdómi Reykjavíkur og Landsrétti. Atvikið átti sér stað árið Lesa meira | |
| 14:52 | Eins og enginn vildi segja þessa sögu „Ég fór snemma að kynna mér sögu brunavarna á Íslandi og kom lengi að kennslu, þannig að ég var ágætlega að mér um þessi mál en eftir að ég lét af störfum og hafði ekkert annað að gera fór ég að viða að mér frekari gögnum og halda sögunni markvisst til haga. Mér rann blóðið til skyldunnar enda engu líkara en að enginn vildi segja þessa sögu.“ | |
| 14:41 | Vilja flýta reynslulausn og brottvísun erlendra fanga Dómsmálaráðherra vill veita erlendum föngum með lítil eða engin tengsl við landið reynslulausn fyrr en nú er gert ráð fyrir til að hægt verði að koma þeim af landi brott. Áform um lagabreytingu um fullnustu refsinga er til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda.Í umsögn um áformin segir að sífellt fleiri dómar fyrnist því margir komist ekki að til að hefja afplánun refsingar. Þörf sé á því að létta á fangelsum landsins.Ætlunin er að úrræðið verði nýtt í sérstökum tilvikum þar sem fyrir liggur að fólki verði brottvísað í kjölfar afplánunar. Þetta verði gert samhliða því að bæta við afplánunarrýmumGrundvallarmarkmiðið er að þeir sem eru dæmdir til að afplána refsingu geri það.„Langir boðunarlistar og fjöldi fyrndra refsinga hefur þau áhrif að mikið dregur úr varnaðaráhrifum refsinga. Markmiðið e | |
| 14:36 | Úkraínuforseti segir friðarviðræður í Abu Dhabi hafa verið uppbyggilegar Þríhliða friðarviðræðum um endalok innrásarstríðs Rússa í Úkraínu er lokið. Talskona aðalsamningamanns Úkraínu staðfestir það í samtali við AFP. Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, segir margt hafa verið rætt á meðan á viðræðum stóð. Þær hafi verið uppbyggilegar.Væntingar til viðræðna ríkjanna, sem Bandaríkin eiga einnig aðild að, voru hófstilltar þegar þær hófust í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í gær. Búist var við því að þær stæðu í tvo daga.Þetta eru fyrstu opinberu samningaviðræður um vopnahléstillögur Bandaríkjanna til að binda enda á stríðið sem hefur staðið í nærri fjögur ár. Zelensky sagði fyrr í vikunni samkomulag nánast tilbúið og að þeir Donald Trump Bandaríkjaforseti hefðu náð saman um öryggistryggingar að stríði loknu.Viðræðum verður framhaldið í næstu viku. Þe | |
| 14:35 | Fleiri kosið en fyrir fjórum árum Prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík er í fullum gangi en klukkan tvö í dag höfðu þegar fleiri kosið en kusu í prófkjöri flokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningar árið 2022. | |
| 14:34 | Helmingur hefur greitt atkvæði hjá Samfylkingunni í Reykjavík Tæplega helmingur þeirra sem eru á kjörskrá í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor hafa greitt atkvæði.Samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórn höfðu 3.429 greitt atkvæði klukkan 14, en það eru 49,4% þeirra sem eru á kjörskrá. Atkvæðagreiðslan hófst á miðnætti, hún er rafræn og lýkur klukkan 18 og áformað er að kynna úrslit um klukkan 19.Til samanburðar kusu 3.036 í síðasta flokksvali Samfylkingarinnar í borginni fyrir fjórum árum, sem þá var um helmingur kjörskrár.16 gefa kost á sér og kosning er bindandi í sex efstu sætin.Mesta spennan er fyrir því hver verði oddviti og leiði þar með lista flokksins í sveitarstjórnarkosningunum 16. maí - tvö eru í framboði þau Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri og núverandi oddviti flokksins og Pétur H. Marteinsso | |
| 14:34 | Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Tvöfalt fleiri eldri borgarar leituðu til Bjarkarhlíðar vegna ofbeldis í fyrra en árið áður. Algengast er að uppkomin börn beiti foreldra sína ofbeldi og teymisstýra segir fólk gjarnan óttast að kæra. Í Bjarkarhlíð sé þó hægt að gera aðrar ráðstafanir til að tryggja öryggi fólks. | |
| 14:33 | Í beinni: Manchester City - Wolves | Þurfa sigur eftir dræmt gengi Hér fer fram bein textalýsing frá leik Manchester City og Wolves í 22. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Fyrir leik situr City í 2.sæti deildarinnar með 43 stig en hefur gengið erfiðlega að landa sigrum upp á síðkastið, Wolves vermir neðsta sæti deildarinnar með átta stig. | |
| 14:30 | Trump birtir nýja en stórskrítna Grænlandsmynd – „Hver er þá tilgangurinn hérna?“ Í aðdraganda hótana Donald Trump Bandaríkjaforseta um að taka Grænland með hervaldi var hann duglegur að birta á samfélagsmiðlum myndir sem sýna áttu vilja hans til að landið yrði hluti af Bandaríkjunum. Hann hefur ekki birt slíkar myndir síðan að hann sagðist ekki ætla að beita bandaríska hernum til að ná yfirráðum yfir Grænlandi og Lesa meira | |
| 14:30 | Grágæs í janúar vekur athygli Grágæs hefur að undanförnu verið í þúsundatali á Rangárvöllum, sem þykir óvenjulegt á þessum tíma árs. Fuglinn er mikið á breiðunum vestan við Gunnarsholt, nærri austurbökkum Ytri-Rangár, og sveimar þar um dagana langa. Taka ber fram að þarna hefur gæsin eitthvað í gogginn; enda eru þarna stórir akrar sem slegnir voru í haust. | |
| 14:10 | Bingósalurinn í Vinabæ brátt tilbúinn í viðburði Tónabíó í Skipholti skipaði stóran sess í bíóflóru höfuðborgarbúa frá því á sjöunda áratug síðustu aldar þar sem að Tónlistarfélagið í Reykjavík hélt úti bíósalnum sem fjáröflunarleið og fjölmargir eiga þaðan ríkar minningar. Enn aðrir tengjast húsinu í gegnum bingó en þá voru húsakynnin kölluð Vinabær og fjölmargir sem sóttu bingókvöldin þar í áratugi.Síðustu 4 ár hefur Reykjavík bruggfélag komið sér fyrir í húsinu og staðið fyrir fjölbreyttri starfsemi í formi tónleika og annarra viðburða. En gamli bíó- og bingósalurinn hefur ekki enn verið starfræktur en nú styttist í að salurinn verði vígður.Síðdegisútvarpið heimsótti Tónabíó og hitti Sigurð Snorrason, einn af vertunum þar og sagði hann frá starfseminni og hvað við ættum í vændum. | |
| 14:10 | Hefja útboð á Ísafjarðarflugi Vegagerðin hefur hafið útboð á áætlunarflugi á milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. | |
| 14:04 | Lánalína óbreytt en fjármögnun tryggð umfram 2026 Lánalínan átti einungis að tryggja reksturinn til loka árs en sú staða hefur nú breyst, samkvæmt svörum OR. | |
| 14:00 | Tímamótakosningar í Ísrael Það er nánast óðs manns æði að reyna að spá fyrir um framvindu mála í Mið-Austurlöndum. Það eina sem mun ekki koma á óvart á árinu 2026 er að stjórnmál þessa svæðis munu koma á óvart. Íbúar og stjórnmálamenn Mið-Austurlanda eru sífellt að finna nýjar leiðir til að koma málefnum svæðisins á forsíður fjölmiðla. En þó svo að þetta svæði... | |
| 13:48 | Biður Dóru Björt afsökunar Fyrrverandi verkstjóri vetrarþjónustu hjá Reykjavíkurborg hefur beðið Dóru Björt Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, afsökunar í kjölfar ummæla sem hann lét falla á þriðjudaginn. |