| 23:34 | Vilja Íslendingar að innflytjendur læri íslensku? Innflytjendur á Íslandi hafa vilja og áhuga til að læra íslensku en framboð er ónægilegt og skortur er á umgjörð um málaflokkinn. Þetta segir Aleksandra Leonardsdóttir, sérfræðingur fræðslu og inngildingar hjá Alþýðusambandi Íslands.Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segir okkur hafa staðið okkur hræðilega illa hvað varðar framboð á íslenskukennslu fyrir aðflutta. Ríkisstjórnin sé ákveðin í að ráðast í úrbætur á stöðunni.Innflytjendur voru hátt í 70 þúsund um síðustu áramót eða rúm 18% landsmanna. Atvinnuþátttaka innflytjenda á Íslandi er sú mesta innan OECD-ríkjanna en þó eru innflytjendur hvergi ólíklegri til að tala heimamálið en á Íslandi.Aleksandra var gestur í Kastljósi í kvöld ásamt Roberto Luigi Pagani, aðjúnkt í íslensku fyrir erlenda nemendur við Háskóla Íslands. Þau ræd | |
| 23:30 | Minnast ekki orði á það sem enn vantar Menntamálayfirvöld á Íslandi hafa látið hjá líða að setja sér mælanleg markmið, þegar kemur að því að stemma stigu við versnandi grunnfærni grunnskólabarna. | |
| 23:24 | Öryggisráð SÞ samþykkti friðaráætlun Trumps Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti nú í kvöld tillögu Bandaríkjanna um að styrkja friðaráætlun Donalds Trumps á Gasa. | |
| 23:12 | Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra telur af og frá að fyrirhugaðar skattahækkanir á leigutekjur hafi í för með sér hækkun á leiguverði. Í frumvarpi þar sem mælt er fyrir um hækkanirnar segir þó berum orðum að líklegt sé að leiguverð hækki sökum þeirra. | |
| 23:05 | Faðir barns á Múlaborg: Ekki enn hringt til baka „Það er bara eins og það sé ekkert verið að berjast fyrir okkur. Það er eins og það sé ekki verið að berjast fyrir barnið okkar.“ | |
| 23:01 | Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Samtök iðnaðarins segja óásættanlegt að íslenskir kísilframleiðendur þurfi að fylgja íþyngjandi regluverki Evrópusambandsins en loka eigi á aðgang þeirra að Evrópumarkaði. Verði af verndarráðstöfunum þurfi íslensk stjórnvöld að íhuga framtíð EES-samningsins | |
| 22:55 | Segir ekkert benda til hækkunar á leiguverði Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, segist ekki geta séð að aðgerðir í húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar muni leiða til hækkunar á leiguverði. | |
| 22:50 | Betlurum gert að láta af háttsemi sinni Lögreglu á lögreglustöð 3, sem sinnir verkefnum í Kópavogi og Breiðholti, var tilkynnt um tvo menn að betla fyrir utan verslanir í dag. | |
| 22:40 | Fimm í alvarlegri bílveltu og aðeins þrír í belti Aðeins þrír voru í belti er bíllinn valt og var einn fastur undir bílnum er viðbragðslið bar að. | |
| 22:37 | Öryggisráð SÞ samþykkti ályktun um frið á Gaza Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í kvöld ályktun um friðaráætlun Donalds Trump Bandaríkjaforseta fyrir Gaza. Þar er lagt til að stofnað verði sérstakt friðarráð sem eigi að fara með stjórn Gaza til loka ársins 2027. Þá verði einnig stofnað alþjóðlegt öryggislið til að tryggja stöðugleika á Gaza.13 ríki studdu ályktunina en Rússar og Kínverjar sátu hjá.Ólíkt fyrri ályktunum er minnst á framtíðarríki Palestínumanna sem ísraelskir ráðherrar hafa lýst mikilli andstöðu við. Þjóðaröryggisráðgjafi Ísraels sagði til að mynda í dag að ef ályktunin yrði samþykkt ætti Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels að láta handtaka Mahmoud Abbas forseta Palestínustjórnarinnar.Hamas-samtökin sendu frá sér yfirlýsingu eftir atkvæðagreiðsluna og höfnuðu stofnun alþjóðlegs öryggisliðs á Gaza. Þau sögð | |
| 22:20 | Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Upptökum á úrslitaþætti Den Store Bagedyst er lokið og er læknaneminn Margrét Sól Torfadóttir því ein fárra sem vita hver stendur uppi sem sigurvegari dönsku bakstursþáttanna þetta árið. | |
| 22:00 | Röng beygja hrinti af stað einni stærstu leitar- og björgunaraðgerð sögunnar Árið 2006 lögðu Kati Kim og eiginmaður hennar, James, upp í bílferð með dætrum sínum Penelope, fjögurra ára, og Sabine, sjö mánaða. Kati, þá 30 ára, og James, 35 ára, höfðu varið Þakkargjörðarhátíðinni með fjölskyldu sinni í Seattle og hófu ferð sína aftur heim til sín í San Francisco kvöldið 25. nóvember. Þau höfðu fyrirfram Lesa meira | |
| 21:45 | Innköllun vegna aðskotahluts í hrásalati Matvælastofnun varar við notkun á einni lotu af hrásalati frá Þykkvabæjar ehf. eftir að aðskotahlutur fannst í einu boxi. Þykkvabæjar hefur innkallað framleiðslulotuna í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands.Innköllunin nær til hrásalats í 400 gramma boxi með síðasta neysludag 21. og 22. nóvember. Nánari upplýsingar má sjá á vef Matvælastofnunar. | |
| 21:38 | Öryggisráðið greiðir atkvæði um friðartillögu Trumps Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna greiðir í kvöld atkvæði um ályktun til stuðnings við áætlun Bandaríkjaforseta um frið milli Ísraela og Hamas. Ólíkt fyrri ályktunum er minnst á framtíðarríki Palestínumanna í drögunum.Samkvæmt dagskrá öryggisráðsins átti atkvæðagreiðsla að hefjast klukkan 22:00 að íslenskum tíma.Ráðherrar úr ísraelsku ríkisstjórninni hafa lýst andstöðu við stofnun palestínsks ríkis. Itamar Ben Gvir þjóðaröryggisráðgjafi Ísraels sagði í dag að ef ályktunin yrði samþykkt ætti Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels að láta handtaka Mahmoud Abbas forseta Palestínustjórnarinnar.Mahmoud Abbas er forseti Palestínustjórnarinnar.EPA / CHRISTOPHE PETIT TESSON / POOL | |
| 21:36 | Ungir menn birta myndir af sér dansandi ofan á bílum – Flagga því sem virðast vera hríðskotabyssur og skammbyssur Myndir og myndbönd af ungum mönnum með það sem virðast vera byssur birtust í Facebook hópnum Ísland – Þvert á Flokka. Myndböndin voru birt á TikTok aðganginum Abuhamsa255 en búið er að klippa út partinn þar sem byssurnar birtast þar en að sögn nokkurra aðila leyfir TikTok ekki birtingu skotvopna á miðlinum. Myndbandið á TikTok […] Greinin Ungir menn birta myndir af sér dansandi ofan á bílum – Flagga því sem virðast vera hríðskotabyssur og skammbyssur birtist fyrst á Nútíminn. | |
| 21:32 | Innkalla pastaskeiðar úr plasti Matvælastofnun varar við notkun á pastaskeiðum úr plasti vegna þess að flæði PAA-efna (e. Primary Aromatic Amines) úr plastinu er yfir mörkum. Ásbjörn Ólafsson ehf., að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað pastaskeiðarnar frá neytendum. | |
| 21:30 | „Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“ Hin ráðagóða Abby hefur svarað lesendum bandarískra fjölmiðla síðan á sjötta áratug síðustu aldar. Hún hefur verið svo vinsæl að eftir að hin upprunalega Abby, Pauline Esther Phillips, lést árið 2013 tók dóttir hennar, Jeanne Phillips, við keflinu. Abby tekst á við ýmislegt sem brennur á lesendum hennar og endurspegla svör hennar stundum breytingar í Lesa meira | |
| 21:21 | Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Fylgismenn Fjarðarheiðarganga hafa náð að safna fleiri undirskriftum en fylgismenn Fjarðaganga í ákafri keppni í söfnun undirskrifta sem stendur núna yfir á Austurlandi. Þar takast á stuðningshópar tveggja mismunandi jarðgangakosta í fjórðungnum. | |
| 21:14 | Ók með lausan gám á palli bifreiðarinnar Ökumaður vörubifreiðar er grunaður um brot á umferðarlögum með því að hafa ekið með gám á palli bifreiðarinnar án þess að festa gáminn með farmlásum. | |
| 21:06 | Innkalla pastaskeiðar vegna PAA-efna Matvælastofnun varar við notkun á pastaskeiðum úr plasti vegna þess að flæði svokallaðra PAA-efna úr plastinu er yfir mörkum. | |
| 21:03 | Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað náðunarnefnd til þriggja ára. Meðal verkefna nefndarinnar verður að taka fyrir mál Mohamad Th. Jóhannessonar, áður Kourani, sem sótt hefur um náðun af heilbrigðisástæðum. | |
| 20:45 | „Mikilvægt að við reynum að skilja áhrif náttúruhamfara á börn og ungmenni“ „Við þurfum að afla frekari upplýsinga um reynslu, viðhorf og líðan barna sem bjuggu í Grindavík og fluttu vegna þessara stórkostlegu náttúruhamfara,“ segir Kolbrún Þ. Pálsdóttir, prófessor og forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar gefa til kynna að börn sem neyddust til að flytja frá Grindavík vegna eldsumbrota meti lífsánægju sína minni en jafnaldrar þeirra.Í ár var sjónum sérstaklega beint að líðan barna frá Grindavík, en þau voru í vor skráð í 68 grunnskóla víðs vegar um landið. Á meðal niðurstaðna er að grindvísk börn upplifðu ekki aðeins veikari tengsl í skólanum heldur fundu þau líka fyrir meiri sállíkamlegum einkennum á borð við depurð, kvíða og höfuð- og magaverki.„Mat þeirra á lífsánægju sinni er marktækt minni heldur en jafnaldra | |
| 20:38 | Fer frá dómsmálaráðuneytinu til Brussel Haukur Guðmundsson hefur vikið úr embætti ráðuneytisstjóra í dómsmálaráðuneytinu og flyst til Brussel. Þar mun hann stíga í nýtt hlutverk sem sérfræðingur ráðuneytisins í málefnum áfallaþols á vegum Atlantshafsbandalagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Haukur var skipaður ráðuneytisstjóri árið 2017.Í tilkynningunni segir að ráðherra hafi sett Bryndísi Helgadóttur í embætti ráðuneytisstjóra og að embættið verði auglýst á næstunni. Bryndís er skrifstofustjóri á skrifstofu réttarfars í ráðuneytinu og staðgengill ráðuneytisstjóra. | |
| 20:25 | Tvö áður óþekkt tónverk eftir Bach komu í leitirnar Tvö nýuppgötvuð tónverk eftir tónskáldið Johann Sebastian Bach voru frumflutt í Tómasarkirkjunni í Leipzig í Þýskalandi í dag, en þar var Bach kontor. Það tók Peter Wollny, forstöðumann Bach-safnsins í Leipzig, þrjátíu ár af rannsóknarvinnu að eigna tónskáldinu verkin. Hvorugt þeirra er merkt Bach, né með hans rithönd eða dagsett. Verkin fundust í konunglega bókasafninu í Belgíu.Menningarráðherra Þýskalands sagði það ótrúlega heppni að verkin hefðu uppgötvast. „Þetta er heimsfrétt, frumflutningur fyrir okkur öll á verki eftir 320 ára gleymsku og jafnvel lengur. Þetta á eftir að gleðja marga tónlistarunnendur um allan heim.“ | |
| 20:20 | Segir ráðherra hafa „legið yfir“ markmiðunum „Plaggið er fullt af íslenskum orðum, ágætum orðum, hrært saman í einhvers konar orðasalat og hefði átt erindi í þeim efnum á þeim degi,“ sagði Sigríður er hún ræddi um atvinnustefnu stjórnvalda. | |
| 20:15 | Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ Mennta- og barnamálaráðherra vill hækka aldurstakmark á samfélagsmiðlum á Íslandi. Þetta kom fram í sérstakri umræðu á Alþingi í dag um áhrif samfélagsmiðla á börn og ungmenni. | |
| 20:08 | Þriggja milljóna tap hjá Kaffi Vest Tekjur Kaffihúss Vesturbæjar jukust um 2,7% milli ára og námu 256 milljónum. | |
| 20:06 | Færri leita í neyðarskýli borgarinnar Færri leita húsaskjóls í neyðarskýlum Reykjavíkurborgar en áður og gistnóttum hefur einnig fækkað. Um fjórðungur er með lögheimili utan Reykjavíkur.Reykjavíkurborg rekur gistiskýli og búsetuúrræði fyrir heimilislausa á nokkrum stöðum í borginni. Margir þeirra sem þurfa á þjónustu að halda glíma við fíkn og geðrænan vanda. Karlmenn eru í miklum meirihluta.„Heimilisleysi kvenna hefur annars konar birtingarmynd. Við þurfum að vera meðvituð um það. Konur fá frekar gistingu hjá öðrum heldur en karlar og dvelja þar í ótryggum aðstæðum. En það eru mun fleiri karlmenn en konur sem sækja í neyðarskýli hjá okkur,“ segir Soffía Hjördís Ólafsdóttir deildarstjóri í málefnum hemilislausra hjá Reykjavíkurborg.Stefna í málefnum heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir var samþykkt í borgarráði | |
| 20:00 | Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Það var margt um manninn í breska sendiráðinu um helgina þegar sendiráðið bauð til móttöku til heiðurs breskra rithöfunda sem voru staddir á Íslandi í tilefni Iceland Noir hátíðarinnar. Stórstjörnur úr bókasenunni létu sig ekki vanta. | |
| 20:00 | „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Tíu til fimmtán prósent eiga það til að sleppa bílbelti og hefur bílbeltanotkun sérstaklega dregist saman meðal ungra karlmanna á síðustu árum. Samskiptastjóri hjá Samgöngustofu segir þróunina óskiljanlega og það sé beinlínis heimskulegt að sleppa beltinu. | |
| 19:52 | Íslenskum þolanda létt eftir handtöku liðsmanns 764 Bandaríska alríkislögreglan hefur handtekið tvítugan Bandaríkjamann sem grunaður er um að hafa verið áhrifamikill í glæpahópnum 764. Maðurinn situr meðal annars á myndefni af íslenskri unglingsstúlku sem var föst í klóm hópsins í þrjú ár.Stúlkan og móðir hennar sögðu frá kynnum sínum af 764 í Kastljósi fyrir mánuði. Stúlkan var þvinguð til sjálfsskaða í beinu netstreymi og varð vitni að grófu ofbeldi gegn öðrum ungmennum. TUGIR LIÐSMANNA 764 HANDTEKNIR Samkvæmt upplýsingum frá Europol hafa að minnsta kosti 20 verið handteknir í tengslum við 764 í Evrópu. Ekki liggur fyrir hve margir hafa verið handteknir á heimsvísu en þeir eru margfalt fleiri. Þó nokkrir hafa fengið þunga fangelsisdóma, þar með taldir einstaklingar sem stúlkan segir hafa brotið á sér.Stúlkan segir manninn sem alríkislö | |
| 19:24 | Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Sendiferðabíll á vegum byggingaverktakans BYGG lenti í Reykjavíkurtjörn síðdegis í dag. Bifreiðin var mannlaus þegar atvikið átti sér stað og er grunur um aftanákeyrslu. | |
| 19:22 | Stjórnvöld í Bretlandi kynna herta stefnu í málefnum umsækjenda um vernd Shabana Mahmoud, innanríkisráðherra Bretlands, kynnti síðdegis nýja og herta stefnu í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd. Þó gæti reynst erfitt að fá hana samþykkta í þinginu vegna andstöðu innan stjórnarflokksins.Mahmoud segir þetta yfirgripsmiklar breytingar í málefnum umsækjenda um vernd. Stefnan byggir á innflytjendastefnu Danmerkur sem er ein sú harðasta í Evrópu.Mahmoud segir að með þessu verði lögum og reglu komið á landamærin að nýju. Aldrei hafa fleiri sótt um vernd á Bretlandseyjum, í júní voru umsóknirnar orðnar 111 þúsund og markmiðið er að fækka þeim umtalsvert.Stjórnvöld í Bretlandi kynntu herta stefnu í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd í dag. Þau sem fá vernd gætu þurft að bíða í 20 ár eftir varanlegri búsetu verði hún samþykkt í þinginu.Meðal breytinga er að í s | |
| 19:17 | Svona fer peningaþvætti fram Fjármögnun á lúxuslífstíl, kaup á gjaldeyri og fasteignum, lánagerningar og svokallaðar sýndareignir eru meðal algengustu leiða skipulagðra brotahópa til peningaþvættis. Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra um skipulagða brotastarfsemi á Íslandi. | |
| 19:16 | Skipt um ráðuneytisstjóra Haukur Guðmundsson hefur lokið störfum sínum sem ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytisins, eftir að hafa gegnt starfinu frá árinu 2017. Bryndís Helgadóttir hefur verið sett tímabundið í embættið. | |
| 19:07 | Snákurinn reyndist dauður Vegfarandi í Reykjavík sá snák í vegkanti í dag og óskaði eftir aðstoð lögreglu. | |
| 19:05 | Erling með nokkra reynslubolta að sjá um fjármálin Dagens Næringsliv nafngreinir fimm ráðgjafa sem aðstoða Haaland að halda utan um fjármál sín. | |
| 19:01 | Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Óvenju margir sem glímdu við fíknivanda hafa látist í mánuðinum og á einungis tíu daga tímabili létust fjórir karlmenn. Varastjórnarformaður Samtaka aðstandenda og fíknisjúkra segir nóg komið. | |
| 19:00 | Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið Nóvember er stærsti netverslunarmánuður ársins og jafnframt sá tími þegar netsvikarar láta einna mest að sér kveða. Á heimasíðu Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu er að finna sérstök hollráð fyrir almenning gegn netsvikum og þar er jafnframt að vinna sérstakt netsvikapróf sem lesendur geta spreytt sig á. Prófið inniheldur 16 spurningar til dæmis þessa: Ef þú færð tölvupóst Lesa meira | |
| 18:50 | Fluttur á sjúkrahús eftir vinnuslys Vinnuslys varð í Reykjavík í dag er karlmaður slasaðist eftir fall. Hann var fluttur með sjúkrabifreið til aðhlynningar. | |
| 18:41 | Hættir sem ráðuneytisstjóri Haukur Guðmundsson, ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytisins, hefur lokið störfum sem ráðuneytisstjóri og flyst í annað starf innan ráðuneytisins. Bryndís Helgadóttir var sett í starf ráðuneytisstjóra í dag. | |
| 18:37 | Segir baráttuna hafa ruggað bátnum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir hagsmunagæslu Íslendinga og Normanna hafa ruggað bátnum hressilega atkvæðagreiðslu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um verndaraðgerðir vegna kísiljárns og hvort Ísland og Noregur verði undanskilin þeim. | |
| 18:21 | Vill að aldurstakmark á samfélagsmiðla verði hækkað Skúli Bragi Geirdal varaþingmaður Framsóknarflokksins, mun mæla fyrir þingsályktunartillögu á næstunni þar sem lagt er til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum á Íslandi verði hækkað. Miðað er við 13 ára aldur í dag.Skúli Bragi opnaði umræðuna í dag með því að nefna að í lögum mætti finna ýmis ákvæði um vernd barna gegn skaðlegu efni, til dæmis í fjölmiðlalögum.„Á meðan er svo til frítt spil gefið á samfélagsmiðlum. Meirihluti stúlkna á unglingastigi í grunnskóla hefur séð leiðir til að grenna sig verulega með lystarstoli og búlemíu. Þriðjungur barna á unglingastigi hefur séð umræður um leiðir til þess að skaða sig líkamlega,“ sagði Skúli Bragi á Alþingi„Ég gæti haldið langa ræðu um tölfræði yfir hatursskilaboð, neteinelti og versnandi geðheilsu og líðan ungmenna síðustu ár.“Hann benti á að | |
| 18:16 | Rýming hafði djúpstæð áhrif á líðan grindvískra barna Börnum sem neyddust til að flytja frá Grindavík vegna eldsumbrota líður verr en jafnöldrum. Börnin meta lífsánægju sína og félagsleg tengsl verri en börn á sama aldri á landsvísu. Þetta gefa niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar til kynna.Líf Grindvíkinga breyttist á svipstundu þegar rýma þurfti bæinn vegna jarðhræringa fyrir tveimur árum. Fyrir tveimur árum bjuggu þar um 3800 manns en nú eru íbúar um 400 til 450.Rúmlega 200 börn sem þurftu að yfirgefa heimili sín 10. nóvember 2023 tóku þátt í Íslensku æskulýðsrannsókninni. Börn frá Grindavík voru skráð í að minnsta kosti 68 grunnskóla víðs vegar um landið í vor.Menntavísindasvið Háskóla Íslands annast Íslensku æskulýðsrannsóknina og ákvað í á að beina sérstaklega sjónum að líðan barna frá Grindavík. Rannsóknin nær til barna í 6. ti | |
| 18:10 | Móður drengsins krossbrá: „Það stórsá á barninu“ Móðir 14 ára drengs, sem sagður er hafa orðið fyrir líkamsárás af hálfu starfsmanns á meðferðarheimilinu Stuðlum í lok júní, segist ekki hafa áttað sig á alvarleika málsins fyrr en hún sá áverkana á hálsi sonar síns. | |
| 18:02 | Hafa áhyggjur af vegferð Evrópusambandsins „Við höfum áhyggjur af þessari vegferð,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og nefndarmaður í utanríkismálanefnd Alþingis. | |
| 18:01 | Nýjar umbúðir væntanlegar á næsta ári Domino‘s í Bandaríkjunum hefur tilkynnt sína fyrstu vörumerkjaendurnýjun í 13 ár og munu breytingarnar væntanlega ná til Íslands á næsta ári. | |
| 18:00 | Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Óvenju margir sem glímdu við fíknivanda hafa látist í mánuðinum og á einungis tíu daga tímabili létust fjórir karlmenn. Í kvöldfréttum Sýnar verður rætt við stjórnarformann Samtaka aðstendenda og fíknisjúkra sem segir nóg komið. | |
| 18:00 | „Laða til sín heilar kynslóðir fíkla“ Lokkandi, einnota rafrettur og nikótínpúðar með sælgætisbragði eru meðal nýrra vara sem beint er að ungu fólki og ýta undir nýja bylgju tóbaks- og nikótínfíknar, varaði Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) við í dag. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, sagði við opnun alþjóðlegrar ráðstefnu um tóbaksvarnir að hann harmaði að sífellt fleiri börn laðist að nýju vörunum. „Skólar eru nýja víglínan í stríðinu... | |
| 18:00 | Logi vanhæfur til að skipa óperustjóra Logi Einarsson, menningar, nýsköpunar og háskólaráðherra, hefur óskað atbeina forsætisráðuneytis um að fá staðgengil vegna fyrirliggjandi vinnu við skipun í embætti óperustjóra. | |
| 17:59 | Leggur til að MAST, Fiskistofa og Verðlagsstofa skiptaverðs verði sameinaðar Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherraRÚVHanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra ætlar að leggja fram frumvarp um að Matvælastofnun, Fiskistofa og Verðlagsstofa skiptaverðs verði sameinaðar í eina stofnun.Í greiningu kom fram að stofnanirnar þrjár sinni allar opinberu eftirliti á sviði matvæla, viðfangsefnin séu lík og starfstöðvar reknar á svipuðum stöðum á landinu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.Breytingarnar hafa verið kynntar starfsmönnum viðkomandi stofnanna og settar í samráðsgátt. Gert er ráð fyrir að ný sameinuð stofnun taki til starfa í janúar 2027. | |
| 17:41 | Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Brotist var inn á heilbrigðisstofnun í Ármúla og lyfjum stolið þaðan. Lögregla rannsakar nú málið og mögulegt tjón á tækjum. Innbrotið uppgötvaðist í morgun en var líklega framið um helgina. | |
| 17:39 | Atvinnuleitendur fá desemberuppbót Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur undirritað reglugerð um greiðslu desemberuppbótar til atvinnuleitenda. Rétt á fullri desemberuppbót eiga þau sem staðfesta atvinnuleit á tímabilinu 20. nóvember til 3. desember 2025 og hafa verið að fullu tryggð innan atvinnuleysistryggingakerfisins í samtals tíu mánuði eða lengur árið 2025. Greiðsla desemberuppbótar til þeirra sem eiga ekki fullan bótarétt innan […] The post Atvinnuleitendur fá desemberuppbót appeared first on Fréttatíminn. | |
| 17:32 | Vísbendingar um að foreldrar misskilji leiðbeiningar á sýklalyfjum Það kemur fyrir að foreldrar þynni út sýklalyfjamixtúrur með vatni. Mixtúrurnar hafa þegar verið blandaðar fyrir afhendingu úr apóteki. Þetta getur haft áhrif á virkni lyfjanna aukið sýklalyfjaónæmi. Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir, lyfjafræðingur og starfandi formaður Lyfjafræðingafélags Íslands, segir félagið hafa fengið ábendingar um þetta frá lyfsölum. Ástæðan sé einfaldur misskilningur.„Í þessu tiltekna atriði sem var verið að upplýsa okkur um þá hafði foreldri farið heim með sýklalyfjamixtúru og blandað hana líka - eða bætti við hana sjálfur vatni,“ segir Sigurbjörg sem tekur fram að allar sýklalyfjamixtúrur sem fara út úr apóteki á Íslandi séu þegar blandaðar. Þegar foreldrar bæti við vatni séu þeir í raun búnir að þynna út mixtúruna. UPPLÝSINGAR ÆTLAÐAR LYFJAFRÆÐINGUM Þetta geri | |
| 17:30 | Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri Á meðan við Íslendingar eigum erlendar eignir umfram erlendar skuldir upp á 40% af landsframleiðslu er staðan í Bandaríkjunum sú að þau skulda næstum heila landsframleiðslu umfram það sem þau eiga. Þetta er ein ástæða fyrir því að Trump fór af stað með tollastríð sitt gegn öðrum þjóðum. Aðrar aðferðir hefðu hins vegar verið betri. Lesa meira | |
| 17:23 | Vill slátra „skrifræðisskrímsli“ Evrópusambandsins Friedrich Merz, kanslari Þýskalands, kallaði í dag eftir „sjálfstæðari“ Evrópu og róttækum umbótum á innri markaði Evrópusambandsins, sem hann sagði hafa orðið að „skrifræðislegu skrímsli“. „Við verðum að verða fullvalda, sjálfstæðari á ýmsum pólitískum og efnahagslegum sviðum,“ sagði hann á málþingi á vegum dagblaðsins Süddeutsche Zeitung. „Við getum ekki lengur reitt okkur á að Ameríka verji okkur, að Kína útvegi... | |
| 17:15 | Strætó ók á rútu við Fjörð Árekstur varð milli strætisvagns frá Strætó, sem var að aka leið nr. 1 milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur, og rútu Hópbíla sem ekur strætóleið nr. 55, á milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins, við Fjörð í Hafnarfirði fyrr í dag. Nokkrar skemmdir urðu á á báðum ökutækjum en slysið var ekki tilkynnt til lögreglunnar og því virðast ekki Lesa meira | |
| 17:01 | Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Listneminn, leikkonan og fyrirsætan Ísadóra Bjarkardóttir Barney skín skært í London og náði athygli tískurisans Vogue sem setti hana á lista yfir svölustu stelpurnar í Bretlandi um þessar mundir. | |
| 17:01 | Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Forstjóri gæða- og eftirlitsstofnunar velferðamála (GEV) segir það alkosta rangt hjá Barna- og fjölskyldustofu að mál sem kom upp í júní sé þess eðlis að ekki beri að tilkynna það. Það hljóti að vera misskilningur hjá stofnuninni. | |
| 16:57 | Kaldalón kaupir Austurhraun 7 af Marel Fasteignin var auglýst á 1,5 milljarða króna á dögunum. | |
| 16:54 | Atvinnulausir fá desemberuppbót Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherraRÚV / SkjáskotInga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur undirritað reglugerð um greiðslu desemberuppbótar til atvinnuleitenda sem verður greidd fyrir 15. desember.Þau sem staðfesta atvinnuleit á tímabilinu 20. nóvember til 30. desember og hafa verið tryggð að fullu innan atvinnuleysistryggingakerfisins í samtals tíu mánuði eða lengur eiga rétt á fullri desemberuppbót. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.Hjá þeim sem eiga ekki fullan bótarétt reiknast greiðslan í hlutfalli við rétt til atvinnuleysisbóta á árinu og fjölda mánaða sem viðkomandi hefur fengið atvinnuleysisbætur. | |
| 16:47 | „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Listaparið Óli Gunnar Gunnarsson og Eydís Elfa Örnólfsdóttir gáfu syni sínum nafn við fallega athöfn um helgina. Drengurinn fékk nafnið Hróbjartur Örn. Parið greinir frá gleðitíðindunum í færslu á samfélagsmiðlum. | |
| 16:44 | Stuðmenn snertu strengi í Eldborg Fyrsta plata Stuðmanna, Sumar á Sýrlandi, kom út 17. júní árið 1975 og er 50 ára í ár.Af því tilefni var hún flutt í heild sinni á tónleikum í Eldborg í Hörpu á laugardaginn - tvisvar!Tónleikarnir voru kynntir sem Stuðmannaveisla og Stuðmenn voru þarna flestir, en líka ýmsar Stuð-stjörnur aðrar sem sungu lög Stuðmanna; Bríet, Friðrik Dór, Mugison, Magni og Salka Sól.Þarna voru Stuðmennirnir Jakob Frímann, Ásgeir og Þórður.Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla sungu allir á tónleikunum en þeir þrír höfðu ekki komið fram saman á Stuðmannasviði síðan 1976.Jakob Smári spilaði á bassa, Guðmundur Pétursson á gítar og Þórir Úlfarsson á píanó, en hann var líka hljómsveitarstjóri.Rokkland var á svæðinu og hitti Stuðmenn og söngvarana Magna, Mugison, Bríeti og Friðrik Dór eftir fyrri tónleikana. | |
| 16:30 | Grunsamleg mannréttindasamtök kaupa líklega þjónustu af skúffufyrirtæki í miðbænum Samtökin Al-Majd Europe, sem hafa staðið fyrir flugferðum Gaza-búa til Suður-Afríku, eru til rannsóknar hjá yfirvöldum þar. Samtökin ferja fólk til Suður-Afríku án tilskilinna landvistarleyfa.Í umfjöllun Al Jazeera sagði að vefsíða þeirra væri skráð hjá fyrirtæki sem er með íslenskt heimilisfang og er bendlað við fjársvik, kúgun og auðkennisþjófnað. Nánari athugun fréttastofu leiddi í ljós að íslenska heimilisfangið er Kalkofnsvegur 2 í Reykjavík.Fréttastofa fjallaði um fyrirtækið Witheld for privacy á síðasta ári en það er skráð til húsa við sama heimilisfang. Steinarr Kr. Ómarsson lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir afar líklegt að Samtökin nýti sér þjónustu fyrirtækisins sem sé í eigu bandarísks fyrirtækis að nafni Namecheap.„Þau eru örugglega ekki hér til húsa | |
| 16:25 | Ætlar að sækja að glæpahópum úr öllum áttum Sótt verður að skipulagðri brotastarfsemi úr öllum áttum. Í aðgerðapakka sem er nú í undirbúningi í dómsmálaráðuneytinu er unnið að því að löggæsla verði efld, bæði með mönnun og úrræðum, en einnig er verið að skoða lagaumgjörð lögreglulaga, sakamálalaga og hegningarlaga. | |
| 16:20 | Japönsk hlutabréf taka pólitíska dýfu Gengi japanskra fyrirtækja í smásölu og ferðaþjónustu lækkaði í dag vegna deilna milli Kína og Japans um Taívan. | |
| 16:18 | Bridget Jones gerð ódauðleg á Leicester-torgi Óskarsverðlaunaleikkonan Renée Zellweger og Helen Fielding rithöfundur voru á meðal viðstaddra þegar stytta af Bridget Jones var afhjúpuð í London í dag.„Mér finnst ég heppin, maður býst ekki við að taka þátt í einhverju sem verður að þessu. Mér finnst þetta einstakt á einhvern hátt,“ segir Renée Zellweger sem hefur leikið Jones í fjórum kvikmyndum.Helen Fielding, sem skapaði Jones, segir Zellweger eiga stóran þátt í velgengninni. „Hún líkist henni á vissan hátt. Hún er ljúf og fyndin en í raun mjög klár, sterk og góð manneskja. Hún skilur hana betur en ég. Ég hef engar áhyggjur af Bridget í hennar höndum.“Leikstjórinn Michale Morris tekur í sama streng. „Renée er svo hlý, orkumikil og góðhjörtuð og ég held að það skíni í gegnum skjáinn og þess vegna urðum við ástafangin af henni Bridget.“ | |
| 16:16 | Prófkjör í Hafnarfirði í janúar Prófkjör um efstu tvö sæti lista Viðreisnar í Hafnarfirði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar fer fram laugardaginn 17. janúar. | |
| 16:05 | Töluvert um veikindi vegna inflúensu Veikindi vegna inflúensu eru nokkuð útbreidd í samfélaginu segir Ingibjörg Rós Kjartansdóttir, fagstjóri hjúkrunar á upplýsingamiðstöð Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hún segir smitum fjölga með hverjum deginum. „Við finnum það á símtölum sem eru að koma inn til okkar að það er greinileg aukning, þar sem að þau eru að aukast verulega.“Ingibjörg segir þetta viðbúið á þessum tíma árs og þótt mikið sé um veikindi séu ekki vísbendingar um að þau séu skæðari en fyrri ár.„Okkar tilfinning er að hún sé svipuð og hefur verið. Það er í rauninni bara þolinmæði sem við þurfum að sýna veikindunum. Gefa þessu alveg eina til tvær vikur til þess að ganga yfir,“ segir Ingibjörg. Þátttaka í bólusetningu gegn inflúensu þetta haustið hefur verið góð - og enn er hægt að leita á heilsugæslu til að fá bóluset | |
| 16:03 | Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Tónlistarmaðurinn Sverrir Bergmann og lögfræðingurinn Kristín Eva Geirsdóttir eiga von á sínu þriðja barni í apríl á næsta ári. Hjónin tilkynntu í færslu á Instagram að von sé á þriðju stúlkunni. | |
| 16:00 | Sameinar þrjár stofnanir Atvinnuvegaráðherra leggur til að Fiskistofa og Verðlagsstofa skiptaverðs sameinist Matvælastofnun. | |
| 16:00 | Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans Í Sturlungu er að finna Þorgils sögu og Hafliða, þar sem segir frá goðorðsmanninum Hafliða Mássyni, frá Breiðabólsstað í Vesturhópi og deilum hans við Þorgils Oddason. Lenti þeim saman og meiddist Hafliði á hendi. Spruttu af því málaferli á Alþingi og vildi Hafliði bætur fyrir sem skyldu verða þessar: „Átta tigu hundraða þriggja álna aura Lesa meira | |
| 16:00 | Pækill sem aukaafurð í ferskvatnsframleiðslu VSV | |
| 15:59 | Reynir aftur við Endurupptökudóm Tveir sækjast eftir því að verða dómandi og varadómandi við Endurupptökudóm. Skipað verður í embættin frá 1. febrúar næstkomandi en dómsmálaráðuneytið auglýsti embættin laus til umsóknar í október. | |
| 15:59 | Snorri Helgason í Borgartúni Snorri Helgason hefur starfað við tónlist í drjúgan tíma og varð þekktur með Sprengjuhöllinni sem var stofnuð 2005 og gaf út tvær plötur. Snorri er þekktur á sínum sólóferli fyrir þjóðlagaskotið indie popp með áherslu á sögur, karaktera og persónulegt sjónarhorn.Sólóferill Snorra byrjar árið 2009 með plötunni I'm Gonna Put My Name On Your Door, og svo komu þær koll af kolli Winter Sun, Autumn Skies, Vittu til, Margt býr í þokunni, Víðihlíð og loks sjöunda sólóplatan Borgartún í ár.Að sögn Snorra er nýja platan Borgartún myndlíking fyrir lífið á milli drauma og veruleika og byggir á raunpersónum úr reykvískum samtíma. Borgartún inniheldur níu frumsamin lög og er spiluð af hljómsveit hans Snákunum.Snorri Helgason hitti Atla Má Steinarsson og þeir ræddu feril hans og nýju plötuna Borgartún. | |
| 15:57 | Pólsk stjórnvöld telja öruggt að lestarteinar hafi verið sprengdir Stjórnvöld í Póllandi telja öruggt að skemmdarverk hafi verið unnið á lestarteinum á leið sem er mikilvæg fyrir flutning gagna til Úkraínu. Annað tilvik er til rannsóknar og afar líklegt að það hafi einnig verið skemmdarverk.Þetta kom fram á blaðamannafundi í Varsjá sem ríkisstjórn Póllands boðaði til í dag. Tilkynnt var um fyrra atvikið í gærmorgun, skemmdir á lestarteinum vegna sprengingar.Pólsk stjórnvöld telja öruggt að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi, á leið sem er mikilvæg fyrir flutning til Úkraínu. Annað tilvik er til rannsóknar þar sem er grunur um skemmdarverk.Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, segir engan vafa á því að þetta sé skemmdarverk. Hann telur að ætlunin hafi verið að sprengja lest í loft upp.Teinarnir tengja höfuðborgina Varsjá við borgina Lublin og lei | |
| 15:50 | 11 handteknir eftir andlát fjölskyldunnar Ellefu manns hafa verið handteknir í tengslum við andlát tyrknesk-þýskrar ferðakonu og tveggja barna hennar í Istanbúl. Talið er að eiturefni hafi orðið fjölskyldunni að bana. | |
| 15:49 | Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Ýmsir þekktir vísindamenn voru á meðal þeirra sem áttu í trúnaðarsamskiptum við Jeffrey Epstein, bandaríska kynferðisbrotamanninn og auðkýfinginn. Einn áhrifamesti málvísindamaður heims hélt samskiptum sínum við Epstein áfram jafnvel eftir að hann hlaut dóm fyrir kynferðisbrot. | |
| 15:48 | Gengi Eimskips síðast lægra í janúar 2021 Hlutabréfaverð Eimskips hefur lækkað um tæp 13% frá birtingu uppgjörs í síðustu viku. | |
| 15:47 | Atvinnuleitendur fá desemberuppbót Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur undirritað reglugerð um greiðslu desemberuppbótar til atvinnuleitenda. | |
| 15:42 | Orkuveitan fær nýtt 15 milljarða lán Fjárfestingarbanki Evrópu (EIB), loftslagsbanki Evrópusambandsins og Orkuveitan hafa undirritað lánasamning að fjárhæð 100 milljónir evra, eða um 15 milljarðar króna. Lánið er ádráttarbært til næstu tveggja ára. | |
| 15:35 | Rekinn úr herraklúbbnum Vandræðin halda áfram að hrannast upp hjá Andrew Mountbatten-Windsor, sem þar til fyrir skemmstu gekk undir nafninu Andrés prins. | |
| 15:31 | Ný markaðsherferð Samherja: „Það er kominn nýr fógeti í bæinn“ „Ég hugsa að það gætu bara verið góðar ástæður fyrir því og að það sé bara búið að hugsa það í gegn. Af því að þeir hafa verið svolítið í eldlínunni. Að þarna séu þeir að nota þessa vöru og fara á neytendamarkað með vöru sem auðvitað er hágæðavara, þetta er besti fiskur í heimi, og fara þannig á neytendamarkað með vörumerki sitt einmitt til að vinna í ímyndinni sinni. Og vera með svona jákvæð verkefni til að byggja upp ímynd Samherja,“ segir Lóa Báru Magnúsdóttur um nýja markaðsherferð útgerðarrisans Samherja með þorskhnakka í neytendaumbúðum. Lóa er sérfræðingur í markaðsmálum og vörumerkjastjórnun og hefur unnið hjá innlendum og erlendum fyrirtækjum.Auglýsingar Samherja um þorkshnakkana, sem bera yfirskriftina Besti bitinn, hafa verið birtar á samfélagsmiðlum síðustu vikur. Viðtökurnar v | |
| 15:31 | Flugumferðarstjórar samþykktu nýjar aðgerðir Félag íslenskra flugumferðarstjóra, FÍF, samþykkti í atkvæðagreiðslu sem kláraðist á laugardaginn vinnustöðvunaraðgerðir. Ekki hefur þó enn verið boðað til þeirra. | |
| 15:23 | Verðlagsstofa, Fiskistofa og Matvælastofnun í eitt „Horft er til þess að til verði öflug eftirlitsstofnun á sviði matvælaframleiðslu og fiskveiða þar sem starfsstöðvar verði staðsettar um allt land.“ | |
| 15:23 | Ætlar að sameina þrjár stofnanir í eina Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra ætlar að sameina Matvælastofnun, Fiskistofu og Verðlagsstofu skipaverðs í eina stofnun. | |
| 15:15 | Leikkerfið virkar ekki: Kallar á hressilega lækkun „Ég held að það hljóti að blasa við að Seðlabankinn lækki hér stýrivexti og það helst allhressilega,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS. | |
| 15:14 | Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Athafnamaðurinn Sverrir Einar Eiríksson hefur verið ákærður fyrir meiri háttar skattalagabrot með því að hafa, sem stjórnandi fjögurra félaga, ekki staðið skil á alls 59,7 milljónum króna í opinber gjöld. Þess er krafist að hann verði dæmdur til refsingar og í atvinnurekstrarbann. Hann hefur kært Ríkisskattstjóra og Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu vegna aðgerða á starfstöðvum félaga hans í apríl í fyrra. | |
| 15:13 | Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Hljóðfæraleikarinn Ásta Kristín Pjetursdóttir lenti óvænt í kröppum dansi á Schiphol-flugvelli í Amsterdam þar sem hún var á leið heim með víóluna sína. Starfsmaður vísaði til breyttra reglna um hljóðfærið og hótaði því að kalla á öryggisverði. Ásta segir hljóðfæraleikara langþreytta á óskýrum reglum og hvetur Icelandair til að bregðast við. | |
| 15:13 | Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir, ráðgjafi í vinnusálfræði og fyrrum ungfrú Ísland, og Hjörtur Bergstað, formaður hestamannafélagsins Fáks og stjórnarformaður Málningar, hafa verið að hittast undanfarna mánuði. | |
| 15:00 | Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi Ólafur Margeirsson hagfræðingur sem starfar í Sviss og er sérfræðingur í fasteignamarkaðsmálum segir í mjög athyglisverðum pistli á Facebook að besta leiðin til að ná niður vaxtastiginu á Íslandi sé að hætta að verðtryggja lán enda dragi verðtryggingin úr áhrifum vaxtastefnu Seðlabankans. Álag á ríkisskuldabréfavexti sé ekkert hærra hér en í öðrum löndum og það Lesa meira | |
| 14:50 | Húsvörður í 42 ára fangelsi fyrir þrefalt morð Bosnískur húsvörður í menntaskóla sem skaut þrjá samstarfsmenn til bana á síðasta ári hefur verið dæmdur í 42 ára fangelsi. | |
| 14:49 | Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Böðvar Tandri Reynisson, næringarfræðingur og þjálfari, segir að sýn hans á lífið hafi breyst eftir að hann greindist óvænt með heilaæxli í kjölfar undarlegrar hegðunar í trampólíngarði. | |
| 14:47 | Virði Walmart fjórfaldast í forstjóratíð McMillion Hlutabréf Walmart hafa hækkað um 312% undir stjórn Dougs McMillon, sem steig nýlega til hliðar eftir 11 ára starf. | |
| 14:39 | Kaupa hundrað orrustuþotur af Frökkum Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Volodimír Selenskí Úkraínuforseti hafa undirritað viljayfirlýsingu um að úkraínsk stjórnvöld kaupi af þeim allt að hundrað orrustuþotur og önnur vopn, þar á meðal dróna, til að nota í stríðinu gegn Rússum. | |
| 14:37 | Arctic Adventures og Kynnisferðir sameinast Stjórnir Arctic Adventures og Kynnisferða (Icelandia) hafa undirritað samkomulag vegna áforma um sameiningu félaganna. Samkomulagið er gert með fyrirvara um áreiðanleikakönnun á báðum félögum, samþykki Samkeppniseftirlitsins og samþykki á hluthafafundi félaganna.Gert er ráð fyrir því að kaupsamningsgerð ljúki fyrir áramót ásamt áreiðanleikakönnun.Fyrirtækið Arctic Adventures hefur starfað frá árinu 1983 og rekur vinsæla áfangastaði á borð við Into the Glacier, Raufarhólshelli og Hvalasafnið.Kynnisferðir var stofnað árið 1968 og rekur vörumerki á borð við Reykjavik Excursions, Flybus, og Activity Iceland.Aðsend | |
| 14:31 | Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Meirihluti í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar vill að minnismerki um rithöfundinn Gunnar Gunnarsson og konu hans Franziscu verði sett upp í Viðey en ekki í svokallaðri Gunnarsbrekku fyrir neðan Gunnarshús í Laugardal. | |
| 14:28 | Umbætur í verkefnastjórnsýslu og opinberum fjárfestingum Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur skrifað undir samkomulag við Háskólann í Reykjavík og Verkfræðingafélag Íslands um nýjan samráðsvettvang um verkefnastjórnsýslu og opinberar fjárfestingar. Tilgangurinn er að efla samstarf milli ráðuneytisins, HR og Verkfræðingafélagsins á þessu sviði, stuðla að þróun bestu starfsvenja í stjórnsýslu, tengja saman þekkingu og draga fram bestu aðferðir. Fimm fulltrúar […] The post Umbætur í verkefnastjórnsýslu og opinberum fjárfestingum appeared first on Fréttatíminn. | |
| 14:09 | Skrifar í hettupeysu með þungarokk í eyrunum „Það halda margir að við sitjum rosalega rómantísk saman og erum að skrifa. Það er ekki þannig,“ sagði Katrín Júlíusdóttir í Vikunni með Gísla Marteini.Katrín vísaði þar í að hún og Bjarni Bjarnason, eiginmaður hennar, séu afar ólíkir rithöfundar. Hún var gestur í þættinum ásamt Helgu Braga Jónsdóttur og Jóhanni Alfreð Kristinssyni. Horfðu á brot úr þættinum hér fyrir ofan.„Hann er dannaður rithöfundur, sem skrifar á daginn og gerir þetta jafnt og þétt. Ofsalega agaður í þessu,“ sagði hún. „Ég tek bara tryllinginn og skrifa á nóttunni með heyrnartól og þungarokk í hettupeysu með kókdósina og Bingókúlur. Þannig að það er ekkert rómantískt við það að við séum bæði að skrifa.“Horfðu á Vikuna með Gísla Marteini í Spilara RÚV. | |
| 14:05 | Fjögur íslensk fyrirtæki urðu fyrir barðinu á netsvikurum Fjársvikamenn byrjuðu í síðasta mánuði að opna heimasíður sem litu út eins og heimasíður íslenskra fyrirtækja en voru það ekki. Lögreglan segir að búið sé að loka þessum síðum. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi verið blekktur enn.Steinarr Kristján Ómarsson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir alla vega fjögur íslensk fyrirtæki hafa orðið fyrir barðinu á svikurunum.„Við fórum að taka eftir þessu um miðjan október að þá var verið að skrá lén á þekkt íslensk fyrirtækjaheiti, með þeim breytingum að fyrir aftan fyrirtækjanafnið kom -ehf.is til þess að byrja með. Og af því að því var síðan lokað af Isnic þá hafa brotamennirnir breytt um taktík og skrá lénin í dag sem .com“ SVÍKJA ÚT VÖRUR OG SENDA REIKNINGINN Á ÍSLAND Hann kveðst ekki geta upplýst hvaða fyrirtæki |