| 12:19 | Leikurinn á nýjum risaskjá í Smáralind Eflaust eru margir spenntir fyrir leik Íslands og Króatíu á Evrópumótinu í handbolta sem fram fer klukkan hálf þrjú í dag. Í tilefni af því hyggst Smárabíó bjóða gestum og gangandi að horfa á leikinn á stærsta inni-ledskjá landsins. | |
| 12:05 | Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Tinna Hrafnsdóttir, leikkona og leikstjóri, og Sveinn Geirsson, leikari og tónlistarmaður, hafa sett íbúð sína að Laugarásvegi 47 á sölu. Íbúðin er 102 fermetrar og ásett verð hennar er 99,8 milljónir króna. | |
| 12:03 | Taívanskt félag kaupir FlyOver fyrir um tíu milljarða Taívanskt félag hefur gengið frá samkomulagi um að kaupa FlyOver Attractions, meðal annars reksturinn hér á Íslandi, fyrir samtals jafnvirði um tíu milljarða króna. | |
| 12:02 | Söluverð Saxo lækkar eftir háa sekt Danska fjármálaeftirlitið sektar Saxo Bank um 6 milljarða íslenskra króna. | |
| 11:57 | Fyrirtæki kynna sig og kynnast nemendum á Framadögum Ekki er laust við að það hafi ríkt talsverð samkeppni í Háskólanum í Reykjavík í gær. Þar sem ungmenni fengu tækifæri til að bæði æfa sig í atvinnuviðtölum og koma sér á framfæri.„Ég er að leita að sumarstarfi sem hentar betur náminu, prófa eitthvað annað,“ segir Ásthildur Elva Þórisdóttir, ein þeirra sem mætti á framadagana.Þá voru sextíu fyrirtæki úr hinum ýmsu atvinnugreinum með bása um allt hús til að kynna sig og kynnast nemendum. Og hægt að fínpússa ferilskrána með glænýrri mynd. | |
| 11:55 | Vikan þegar Evrópa lét (loksins) til sín taka „Við höfðum fjögur sjónarmið að leiðarljósi,“ sagði Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, eftir leiðtogafundinn í gærkvöld, þegar talið barst að samskiptum við Bandaríkjastjórn. „Við stóðum föst fyrir, vorum tilbúin að ræða málið, við vorum reiðubúin og við vorum sameinuð. Þetta skilaði árangri og þannig höldum við áfram.“En í ummælum Von der Leyen og þjóðarleiðtoga sem mættu á þennan aukafund leiðtogaráðsins sem boðað var til í skyndi um helgina, mátti líka heyra annan og öllu alvarlegri tón um samskiptin við stjórnvöld í Hvíta húsinu.Jafnvel þótt Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi ákveðið að bakka með hótanir um refsitolla á átta Evrópuríki - og bakkað með óljósar hótanir um að beita hervaldi til að sölsa undir sig Grænland, þá hafa þessar hótanir orðið til | |
| 11:52 | Járnfrúin í Japan slítur þingi og boðar til kosninga Þingi var slitið í Japan í dag og boðað til kosninga 8. febrúar. Sanae Takaichi, forsætisráðherra Japans, tók þessa ákvörðun og freistar þess að styrkja stöðu ríkisstjórnar sinnar.Takaichi, sem er leiðtogi Frjálslynda lýðræðisflokksins, var kjörin forsætisráðherra í atkvæðagreiðslu í neðri deild japanska þingsins í október.Ríkisstjórn hennar er með nauman meirihluta í neðri deild þingsins en Takaichi er vinsæl ef marka má skoðanakannanir. Um 60-70 prósent þjóðarinnar segjast ánægð með hennar störf.Þessi ákvörðun er þó áhættusöm því flokkur hennar mælist ekkert sérstaklega vinsæll.Með því að boða til kosninga segist hún vilja leyfa almenningi að kjósa um Takaichi-stjórnina, sjálf tók hún við embætti eftir að Shigeru Ishiba sagði af sér. Það gerði hann sökum þess að ríkisstjórn hans missti m | |
| 11:42 | „Urðum fyrir hreinu áfalli“ Bifreið með hvolpi eigendanna var stolið frá Solsiden í Þrándheimi í Noregi í gærkvöldi á meðan eigandinn, Sondre Oppebøen, brá sér ásamt sambýliskonu sinni inn í læknamiðstöðina Aleris sem þar er til smávægilegrar rannsóknar. | |
| 11:36 | Örtröð í Samfylkinguna: „Það hrönnuðust inn skráningar“ Talsverður fjöldi nýskráninga hefur verið í Samfylkinguna síðustu daga í aðdraganda prófkjörs flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Síðasta tækifæri til að skrá sig í flokkinn og fá atkvæðarétt í prófkjörinu var á miðnætti. Svo mikil eftirspurn var eftir því að komast á kjörskrá að kerfið bognaði undan álagi, en brotnaði þó ekki, að því er Rakel Pálsdóttir, framkvæmdastjóri flokksins, segir. „Það... | |
| 11:35 | „Getum ekki byggt gott umhverfi fyrir fólk, ef við vitum ekki hvers konar umhverfi er gott“ Páll Jakob Líndal umhverfissálfræðingur verður með áhugaverðan fyrirlestur á Borgarbókasafninu Spönginni mánudaginn 26. janúar undir yfirskriftinni 70 götumyndir og fleira. Í fyrirlestri sínum ætlar Páll að fjalla um hvaða umhverfisþættir það eru sem skipta máli í hinu byggða umhverfi ef byggja á manneskjulegt og uppbyggilegt umhverfi. „Á höfuðborgarsvæðinu og víðar um land er nú að Lesa meira | |
| 11:33 | Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Í hádegisfréttum verður rætt við verkefnastjóra hjá Ríkislögreglustjóra sem segir að heimilisofbeldismál sem rata inn á borð lögreglu séu alvarlegri en áður. | |
| 11:32 | Evrópskur vopnaframleiðandi fær mestu fjármögnun frá upphafi í geiranum Tékkneski vopnaframleiðandinn CSG var skráður á hlutabréfamarkaðinn í Amsterdam í dag og safnaði 3,8 milljörðum, eða 555 milljörðum íslenskra króna, í stærsta frumútboði (IPO) í varnarmálageiranum í heiminum. Skráningin metur fyrirtækið, sem er lykilbirgir skotfæra og vopna til NATO-ríkja og Úkraínu, á 25 milljarða evra, samkvæmt yfirlýsingu frá markaðnum í Amsterdam. Á sama tíma hafa norrænir lífeyrissjóðir minnkað fjárfestingu í... | |
| 11:31 | Pallborðið: Síðasta einvígið Klukkan 13 mætast Heiða Björg Hilmisdóttir og Pétur Marteinsson, sem bæði sækjast eftir oddvitasæti Samfylkingarinnar í borginni, í Pallborðinu á Vísi. Þetta er í síðasta sinn sem oddvitaframbjóðendurnir mætast fyrir prófkjörið sem fer fram á morgun. | |
| 11:30 | Urðar yfir fyrrum eiginmann sinn – Segir það honum að kenna að hún er skítblönk í dag Leikkonan Helen Flanagan hefur látið hart í ljós andmæli sín í garð fyrrverandi unnusta síns, knattspyrnumannsins Scott Sinclair, og segir hann hafa skilið sig eftir í verulegum fjárhagserfiðleikum. Flanagan, sem er 35 ára gömul og þekktust fyrir hlutverk sitt í Coronation Street, segir sambandsslit þeirra hafa haft alvarleg áhrif á líf sitt. Helen og Scott Lesa meira | |
| 11:30 | Auknir erfiðleikar hjá miðaldra konum Mikil fjölgun hefur orðið á samtölum hjá Hjálparsíma Rauða krossins vegna sjálfsvígshugsana. Á síðasta ári voru þau samtöl 1.728 talsins, 67% fleiri en árið 2024. Símtölin eru sömuleiðis alvarlegri en verið hefur | |
| 11:28 | Olía 400-500 milljónum kr. ódýrara en rafmagn Vinnslustöðin segir að ekki sé hægt að greiða þrefalt orkuverð á grundvelli hugsjóna við rekstur fiskmjölsverksmiðjunnar | |
| 11:27 | Mikið uppnám eftir að barn var handtekið Demókratar og embættismenn í Minneapolis lýstu yfir mikilli reiði í gær í tengslum við það að fimm ára drengur var handtekinn í umfangsmiklum aðgerðum bandarískra innflytjendayfirvalda. | |
| 11:23 | Tíðindi af hluthafafundi Hrafnarnir fagna því að loksins sé eitthvað að frétta af hluthafafundi í skráðu fyrirtæki. | |
| 11:20 | „Engar teljandi tafir“ orðið í samrunaviðræðum Skaga og Íslandsbanka Þrátt fyrir vendingar innan stjórnar Íslandsbanka, sem er núna undir forystu fjárfestisins Heiðars Guðjónssonar, þá segir forstjóri Skaga að „engar teljandi tafir“ hafi orðið í samrunaviðræðum félaganna að undanförnu og samrunatilkynning til að skila inn á borð Samkeppniseftirlitsins sé langt komin. Sumir hluthafar Íslandsbanka hafa gagnrýnt það sem þeim finnst vera óhagstæð verðlagning á bankanum í fyrirhuguðum viðskiptum og á nýafstöðnum hluthafafundi svaraði bankastjórinn því til að ný stjórn hefði „tæki og tól“ til að endurmeta samninginn. | |
| 11:07 | Danir voru tilbúnir í bardaga við Bandaríkjamenn Danir voru tilbúnir í hernaðarlegan bardaga ef Bandaríkin hefðu tekið ákvörðun um að ráðast á Grænland. | |
| 11:04 | Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Rússneskur dómstóll hefur dæmt yfirmann í úkraínska hernum fyrir að hafa sökkt beitiskipinu Moskvu, flaggskipi Rússa á Svartahafi, árið 2022. Í úrskurði herdómstóls í borginni Moskvu, sem birtur var á síðu dómstólsins en síðan fjarlægður, var í fyrsta sinn viðurkennt að Úkraínumenn hefðu sökkt skipinu með stýriflaug. | |
| 11:04 | Staðfestir sýknudóm vegna þakleka í Hörpu Landsréttur hefur staðfest sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Hörpu tónlistarhúss gegn Íslenskum aðalverktökum hf. | |
| 11:00 | Færri morð í Noregi en áður Óvenjufá morðmál komu til kasta lögreglunnar í Noregi í fyrra. Í frétt NRK, norska ríkisútvarpsins, segir að 18 morðmál með 19 fórnarlömbum hafi verið til rannsóknar, samanborið við 28 mál að meðaltali árin 1990 til 2025. Forstöðumaður ofbeldisglæpadeildar norsku rannsóknarlögreglunnar, Kripos, sagði að þrátt fyrir verulegan samdrátt í fjölda mála sé enn of snemmt að segja til um hvort þetta sé til merkis um langtímaþróun. Fjórir af fimm gerendum í morðmálum eru karlmenn, og 58% fórnarlamba voru konur. 70 prósent gerenda höfðu áður hlotið dóma.NTB SCANPIX / EPA-EFE | |
| 11:00 | Spursmál: Harðir slagir framundan Vegna spennandi leiks Íslands og Króatíu í handknattleik karla, sem fram fer í Malmö klukkan 14:30 í dag hefur útsendingartími Spursmála verið fluttur til klukkan 12:00 í dag. | |
| 10:54 | Danski herinn var í viðbragðsstöðu fyrir árás Bandaríkjanna á Grænland Hersveitum sem dönsk yfirvöld sendu til Grænlands var skipað að vera í viðbragðsstöðu fyrir mögulega árás Bandaríkjanna, að því er danska ríkisútvarpið (DR) greindi frá í dag. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, dró í bili til baka hótanir um að ná Grænlandi með valdi eftir fund með Mark Rutte, framkvæmdastjóra NATO, á miðvikudag og sagðist hafa náð „rammasamkomulagi“ um eyjuna á... | |
| 10:54 | Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er byrjuð á TikTok til að miðla þar efni um störf lögreglunnar. Fyrsta myndbandið á aðganginum fjallar um piparúða og voru útvarpsmennirnir Egill Ploder Ottósson og Ríkharður Óskar Guðnason úðaðir. | |
| 10:50 | Hrafnhildur til Pipar\TBWA Hrafnhildur Rafnsdóttir hefur verið ráðin sérfræðingur í stafrænni miðlun hjá auglýsingastofunni Pipar\TBWA. | |
| 10:46 | Spursmál í loftið klukkan 12:00 Vegna spennandi leiks Íslands og Króatíu í handknattleik karla, sem fram fer í Malmö klukkan 14:30 í dag hefur útsendingartími Spursmála verið fluttur til klukkan 12:00 í dag. | |
| 10:39 | Davíð Þorláksson ráðinn framkvæmdastjóri Almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins Davíð Þorláksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins. Hann hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra Betri samgangna frá janúar 2021.Almenningssamgöngur höfuðborgarsvæðisins voru stofnaðar 1. september og félagið tekur við rekstri almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Markmið félagsins er að bæta þjónustu, auka sveigjanleika, tryggja skýrari ábyrgð og eftirlit með gæðum. Ríkið á 33 prósenta eignarhlut í félaginu á móti 67 prósenta hlut sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu.Framkvæmdastjóri Strætó sagði í fréttum fyrr í vikunni að aksturshlutinn verði áfram hjá Strætó næstu þrjú árin. Meira fjármagn komi með þessum breytingum. „Þannig að ég er sannfærður um að þetta á bara eftir að bæta gott kerfi enn betur.“Í tilkynningu er haft eftir Erni Guðmundssyn | |
| 10:38 | 350 milljónir í starfslokasamninga á síðustu fimm árum Á síðustu átta árum hafa tveir starfslokasamningar verið gerðir innan dómsmálaráðuneytisins og 27 hjá undirstofnunum ráðuneytisins. Kostnaðurinn við þessa samninga nemur rétt tæpum 400 milljónum. Þar af hefur kostnaður upp á 356 milljónir fallið til á síðustu fimm árum.Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Karls Gauta Hjaltasonar, þingmanns Miðflokksins. Af 40 undirstofnunum ráðuneytisins hafa tólf gert starfslokasamninga á síðustu átta árum. Samkvæmt tölunum sem birtar eru í svarinu má gera ráð fyrir að meðalkostnaður við hvern starfslokasamning geti numið á fjórtándu milljón. Þar er þó tekið fram að kostnaður við starfslokasamning falli ekki í öllum tilvikum til á því ári sem slíkur samningur er gerður. MESTUR KOSTNAÐUR HJÁ ÞREMUR LÖGREGLUEMBÆTTUM Þrjár undirstofnan | |
| 10:32 | Gagnrýnir 850% hækkun gjalda hjá borginni „Með hækkuninni eru rekstrarforsendur fyrir uppbyggingu ljósleiðara í eldri hverfum borgarinnar hreinlega brostnar.“ | |
| 10:30 | Stefnir í lokun Sjávarsetursins í Sandgerði – Eigandinn ósáttur „Það er ekki leyndarmál að rekstur Sjávarsetursins sé á lokametrum ef kraftaverk eigi sér ekki stað fyrir 10. febrúar klukkan 10:00 en þá fer nauðungarsala á húsinu í gegn. Tilfinningarnar eru yfirþyrmandi og hef ég og mun áfram leita allra leiða til að bjarga rekstrinum eða fjórða barninu mínu,“ skrifar Anna Björk Unnsteinsdóttir, eigandi veistingastaðarins Lesa meira | |
| 10:22 | Davíð ráðinn úr hópi 23 umsækjenda Davíð Þorláksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins ohf. Hann var valinn úr hópi 23 umsækjenda. | |
| 10:20 | Margir veikindadagar án veikinda Um þriðjungur svarenda í könnun Maskínu á liðnum ársfjórðungi gekkst við því að hafa tilkynnt veikindi til vinnuveitanda að tilefnislausu. Mikill munur er þó á fólki eftir aldri í þeim efnum. Meira en helmingur yngstu aldurshópanna virðist ekki telja það tiltökumál, en í elsta hópnum má það heita undantekning. | |
| 10:17 | Hnotasteinn færist úr biðflokki í nýtingarflokk Sveitarstjórn Norðurþings hefur samþykkt tillögu þess efnis að óskað verði eftir því við verkefnastjórn rammaáætlunar að vindorkukostur á Hólaheiði/Hnotasteinn verði endurmetinn og færður úr biðflokki í nýtingarflokk. | |
| 10:13 | Frá Betri samgöngum í nýtt samgöngufélag Davíð Þorláksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins ohf. | |
| 10:13 | Tollar, steinn í götu í vindorku, og vanrækt samband við granna Vöruútflutningur til Bandaríkjanna ber merki tollanna sem Bandaríkjastjórn lagði á innfluttar vörur frá Íslandi og öðrum ríkjum á síðasta ári. Ef frá er talinn ú | |
| 10:13 | Hafrannsóknarskipin leituðu skjóls Rannsóknarskipin tvö, Þórunn Þórðardóttir og Árni Friðriksson, sigldu af loðnuleitarleiðinni um hádegisbilið í gær og inn til lands vegna brælu. | |
| 10:10 | Samdráttur í viðskiptum við BNA á breiðum grunni þótt Alvotech þrýsti útflutningstölunum upp Vöruútflutningur til Bandaríkjanna ber merki tollanna sem Bandaríkjastjórn lagði á innfluttar vörur frá Íslandi og öðrum ríkjum á síðasta ári. Ef frá er talinn ú | |
| 10:10 | Fyrri umbætur falla í skugga nýrra kvaða, segja orkufélög Hagsmunasamtök sem tengjast orkugeiranum og fyrirtæki sem vinna að uppbyggingu vindorkuvera eru á einu máli um að áform um lagabreytingar sem snúa að vindorku séu til þess fallin að hægja á uppbyggingunni, | |
| 10:10 | Ólafur Ragnar beinir kastljósinu að vanræktu sambandi við grannþjóð Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrum forseti, sagði í Silfrinu á RÚV í byrjun vikunnar að Íslendingar þyrftu að rækta samband við Grænlendinga og sýna þeim öflugan stuðning í verki. | |
| 10:10 | Kröfur um sjálfbært eldsneyti setji þrýsting á viðskiptajöfnuð Stighækkandi kröfur um notkun á dýru og sjálfbæru þotueldsneyti (SAF) skapa aukið gjaldeyrisútstreymi og gerir Ísland enn útsettara fyrir alþjóðlegum verðsveiflum en það er í | |
| 10:07 | LSR bætti lítillega við stöðuna í ríkisbréfum BNA en segir erfitt að spá fyrir um framvinduna Fréttir um að norrænir lífeyrissjóðir hefðu misst lystina á bandarískum ríkisskuldabréfum fóru eins og eldur um sinu í erlendum viðskiptamiðlum en kveikjan var sú á | |
| 10:07 | Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Elon Musk, auðugasti maður heims, er að snúa sér aftur að stjórnmálum í Bandaríkjunum eftir að hann lappaði upp á samband sitt við Donald Trump, forseta. Auðjöfurinn ætlar sér að opna veski sitt á nýjan leik fyrir þingkosningarnar í nóvember en háttsettir Repúblikanar eru sagðir hafa leitað á náðir Musks og beðið hann um aðstoð. | |
| 10:06 | Hver smábátaútgerðin á eftir annarri selur kvóta Eftir lögfestingu á hækkun veiðigjalda í fyrra er ekkert lát á sölu aflaheimilda í krókakerfinu svonefnda, sem nær utan um smábátaú | |
| 10:01 | Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Íslendingar vonast eftir hefndarstund í Malmö á EM í dag þegar þeir mæta Króatíu, undir stjórn Dags Sigurðssonar, ári eftir tapið sára á HM. | |
| 10:00 | Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Davíð Þorláksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins ohf. úr hópi 23 umsækjenda. Hann mun hefja störf á næstu dögum. | |
| 10:00 | Það er raunveruleg eftirspurn eftir því að menn segi bara hlutina eins og þeir eru Brynjar Níelsson segir að Snorri Másson fái nú sömu viðbrögð og hann sjálfur hafi áður fengið, einfaldlega vegna þess að hann segi hlutina beint út. Byrnjar sagði þetta í hlaðvarpsþættinum Ein pæling, þar sem Brynjar og Þórarinn Hjartarson ræða pólitít, viðbrögð við skoðunum og vaxandi óþol í samfélaginu. „Hann segir þetta bara eins og þetta […] Greinin Það er raunveruleg eftirspurn eftir því að menn segi bara hlutina eins og þeir eru birtist fyrst á Nútíminn. | |
| 09:56 | Játaði meira og meira eftir því sem á leið Framburður manns sem ákærður er fyrir kynferðisbrot gegn barni sem hann mun hafa framið meðan hann starfaði á leikskólanum Múlaborg í Reykjavík þótti að mati lögreglu samræmast frásögn barnsins af meintum brotum hans. Maðurinn játaði í skýrslutökum hjá lögreglu að hafa brotið tvívegis á barninu. | |
| 09:55 | Engir talmeinafræðingar en 143 ný leikskólapláss Borgarstjórnarmeirihlutinn sem var myndaður eftir að Framsókn sprengdi meirihlutann sem flokkurinn leiddi í febrúar í fyrra er nú að verða ársgamall. Þá tóku Samfylkingin, Píratar, Sósíalistaflokkur Íslands, Vinstri græn og Flokkur fólksins höndum saman og mynduðu nýjan meirihluta í borgarstjórn og kynntu nýjan málefnasamning. Meðal markmiða var að hraða húsnæðisuppbyggingu, fjölga leikskólaplássum og bæta aðgengi að sérfræðingum, til dæmis talmeinafræðingum.... | |
| 09:54 | Hjörvar endurheimtir bóndadaginn „Bóndadagurinn er elstur af þessum dögum. Hann er miklu eldri en konudagurinn og miklu eldri en Valentínusardagurinn,“ sagði Hjörvar Hafliðason í Morgunútvarpinu á Rás 2.Hjörvar hefur verið duglegur að minna á bóndadaginn í hlaðvarpi sínu Dr. Football og í sjónvarpsþættinum Doc Zone á Sýn. Hann rifjar upp þegar þorrablótið í Kópavogi var alltaf haldið á þessum degi en að það sé blessunarlega ekki þannig lengur og Hjörvar hefur endurheimt bóndadaginn.„Það [var] svolítið búið að taka hann af okkur. Í mörg ár voru þorrablót á þessum degi. Þá voru stelpurnar búnar að taka þennan dag af mér. Ég hugsaði: Þetta er ekki rétt, þetta er dagurinn minn.“ sagði Hjörvar laufléttur.Hlustaðu á spjallið í spilaranum hér fyrir ofan.Morgunútvarpið er á Rás 2 milli klukkan 7 og 9 alla virka daga. | |
| 09:44 | Netverslun jókst um rúmlega 13 prósent í nóvember miðað við árið áður Netverslun jókst um rúm þrettán prósent í nóvember í fyrra miðað við sama mánuð 2024 og erlend netverslun í nóvember nam rúmlega þremur komma sex milljörðum króna. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Rannsóknaseturs verslunarinnar. Fatnaður er sem fyrr stærsti einstaki liður erlendrar netverslunar og nemur rúmlega einum og hálfum milljarði. Á sama tíma dróst innlend fataverslun saman um tæplega þrjú prósent á fyrstu tíu mánuðum 2025. | |
| 09:44 | Aðalsteinn með mestan stuðning í oddvitasætið Um 52% svarenda telja Aðalstein besta kostinn í oddvitasætið hjá Viðreisn í Reykjavík. | |
| 09:41 | Hrafnhildur til Pipar\TBWA Hrafnhildur Rafnsdóttir, sérfræðingur í stafrænni miðlun, hefur verið ráðin til starfa hjá FEED, samskipta- og almannatengslateymi auglýsingastofunnar Pipar\TBWA. | |
| 09:40 | Aðalsteinn vinsælastur Viðreisnarfólks en flestir óákveðnir Aðalsteinn Leifsson nýtur mests stuðnings þeirra Reykvíkinga sem tóku afstöðu í könnun Maskínu um hver sé best til þess fallinn að leiða lista Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Samkvæmt niðurstöðum telja 52 prósent Aðalstein bestan kost, en 35,9 prósent nefna Björgu Magnúsdóttur og 12,1 prósent Róbert Ragnarsson. Könnunin var gerð af Maskínu fyrir Aðalstein sjálfan, sem er einn frambjóðenda... | |
| 09:40 | Loka búðinni: Altjón eftir bruna ekki bætt Fataversluninni Joe Boxer í Kringlunni verður lokað um næstu mánaðamót eftir 20 ára starfsemi. | |
| 09:37 | Rutte og Frederiksen funduðu í Brussel Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), segist hafa átt góðan fund með Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur í Brussel í morgun. | |
| 09:32 | Skyndibitamarkaður mældur í fyrsta sinn Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar fyrir árið 2025 voru kynntar síðdegi í gær, 22. janúar. Er þetta tuttugasta og sjöunda árið sem ánægja viðskiptavina íslenskra fyrirtækja er mæld með þessum hætti. Í tilkynningu Stjórnvísi kemur fram að Íslenska ánægjuvogin verðlauni þau fyrirtæki sem skari fram úr í ánægju viðskiptavina á sínum markaði. Nýsköpun og stafræn upplifun „Niðurstöður The post Skyndibitamarkaður mældur í fyrsta sinn appeared first on 24 stundir. | |
| 09:31 | Höfðar mál gegn JPMorgan og fer fram á 5 milljarða dala Bandaríkjaforseti höfðar mál gegn stærsta banka Bandaríkjanna og bankastjóranum Jamie Dimon. | |
| 09:30 | LRH er komin á TikTok – Fara yfir piparúða í fyrsta myndbandinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er komin á TikTok. Í færslu LRH er sagt að þar verði efni af ýmsum toga miðlað. Og í fyrsta myndbandinu er farið yfir hvað piparúði er og hvernig hann virkar, en aðeins lögreglan hefur heimild til að nota hann. „Þar ætlum við að miðla efni af ýmsum toga og byrjuðum á Lesa meira | |
| 09:02 | Fiskeldishúsin í Laxalóni verða rifin Skrifstofa framkvæmda og fasteignaþjónustu í umboði Eignasjóðs Reykjavíkurborgar hefur sótt um niðurrif á fiskeldishúsum og eldiskerjum í Laxalóni í Grafarholti þar sem eldi á regnbogasilungi hófst árið 1951. Byggingarfulltrúi Reykjavíkur hefur samþykkt umsóknina. | |
| 09:00 | Margir Íslendingar viðurkenna að tilkynna sig veika án þess að vera veikir Röng veikindaskráning á íslenskum vinnumarkaði virðist vera nokkuð algeng ef marka má niðurstöður könnunar sem Maskína gerði fyrir Samtök atvinnulífsins um veikindafjarvistir á vinnustöðum. Fjallað er um niðurstöðurnar í Morgunblaðinu í dag. Þær gefa til kynna að um þriðjungur svarenda í könnuninni hafi gengist við því á liðnum ársfjórðungi að hafa tilkynnt veikindi til vinnuveitanda Lesa meira | |
| 09:00 | Tvær loðnunætur og allt klárt | |
| 08:28 | „Dæmið mig af verkum mínum, ekki af einhverju sem ég kom hvergi nærri“ Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi, er ekki sátt við frétt DV sem birt var í gær og einnig á Mbl.is um vetrarþjónustu borgarinnar. Segist hún vilja vera dæmd af eigin verkum, ekki ákvarðanatökum sem hún kom hvergi nærri. Frétt DV með yfirskriftinni Segir klúður í vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar hafa valdið fjölda fólks líkamstjóni fjallaði um síðasta þriðjudag Lesa meira | |
| 08:13 | Rússar og Úkraínumenn funda í fyrsta sinn saman um stríðslok Embættismenn frá Úkraínu, Bandaríkjunum og Rússlandi munu halda öryggisviðræður í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í dag, að sögn rússneskra stjórnvalda, í kjölfar fundar helstu samningamanna Bandaríkjanna með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í Moskvu um áætlun sem Bandaríkin hafa lagt fram til að binda enda á stríðið í Úkraínu. Diplómatískar tilraunir til að binda enda á mannskæðustu átök Evrópu frá síðari heimsstyrjöld... | |
| 08:13 | Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Valnefnd hefur ákveðið fimmtán tilnefningar til UT-verðlauna Ský, sem verða veitt á UTmessunni í Hörpu hinn 6. febrúar næstkomandi, en um hundrað tilnefningar bárust. | |
| 08:11 | Ferðakostnaður þingmanna lækkaði til muna Nær fimm milljónum króna munaði á mesta og minnsta ferðakostnaði þingmanns innanlands á síðasta ári, samkvæmt yfirliti á vef Alþingis.Heildarkostnaður við ferðalög Þorgríms Sigmundssonar, þingmanns Miðflokksins í Norðausturkjördæmi, nam rúmum 4,9 milljónum króna í fyrra. Ferðakostnaður Rósu Guðbjartsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, innanlands var enginn.Þó þessi munur endurspegli að vissu leyti muninn á ferðakostnaði þingmanna á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni er rétt að taka fram að Rósa er eini þingmaðurinn sem er ekki skráður fyrir neinum ferðakostnaði á síðasta ári, ef undan er skilin Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Sjálfstæðisflokki, sem var utan þings stóran hluta árs. Hvers vegna borgar Alþingi ferðakostnað þingmanna? Þingmenn eiga rétt á endurgreiðslu ferðakostnaðar eða | |
| 08:03 | Slagurinn við Powell og seðlabankann Aðalhagfræðingur Kviku banka segir engin fordæmi fyrir því að bandarísk stjórnvöld vopnvæði bandarískt réttarfar til þess að þrýsta á seðlabankann. | |
| 08:00 | Kvartaði yfir sekt fyrir að leggja í bílastæði fyrir fatlaða Ónefndur eintsaklingur hafði ekki erindi sem erfiði vegna kvörtunar sem viðkomandi lagði fram til umboðsmanns Alþingis en kvartandinn hafði lagt bíl sínum í bílastæði sem er sérstaklega ætlað fötluðum og öðrum með stæðiskort fyrir hreyfihamlaða. Sagðist kærandinn hafa verið tilneyddur til að leggja í stæðið þar sem hann hefði verið að flytja hluti inn í Lesa meira | |
| 07:53 | Hvassir vindstrengir á Suðurlandi Veðurstofa Íslands varar við hvössum vindstrengjum syðst á landinu, einkum undir Eyjafjöllum og í Öræfum. | |
| 07:47 | Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Forsætisráðherra Japans, Sanae Tkaichi, tók þá ákvörðun í morgun að leysa upp þingið í landinu og boða til kosninga í skyndi. | |
| 07:45 | Sjálfstæðismenn bjóða fram í Hörgársveit í fyrsta sinn Í sveitarstjórnarkosningum í vor verður í fyrsta sinn boðið fram undir merkjum Sjálfstæðisflokksins í Hörgársveit. Félagar í Sjálfstæðisfélaginu Dranga samþykktu í fyrrakvöld að bjóða fram undir merkjum Sjálfstæðisflokksins og óháðra. Nokkrir lýstu yfir áhuga á að gefa kost á sér á framboðslistanum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Dranga. Þeir eru meðal annarra Árni Rúnar Örvarsson, framkvæmdastjóri og æðarbóndi, Aðalsteinn H. Hreinsson, bóndi á Auðnum, og Jónas Þór Jónasson, sem á sæti í sveitarstjórn fyrir H-lista Hörgársveitar. Sjálfstæðismenn í Hörgársveit á fundi á Möðruvöllum.Aðsend | |
| 07:45 | Borgarlínan í 136 milljarða króna Uppfærður áætlaður kostnaður vegagerðar vegna borgarlínu nemur nú tæpum 136 milljörðum króna, að því er fram kemur í árshelmingsskýrslu Betri samgangna sem kynnt var í borgarráði í síðustu viku. | |
| 07:38 | Lilja vill verða formaður Framsóknarflokksins Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns flokksins, en þetta tilkynnti hún í gærkvöldi. Lilja hefur verið varaformaður frá árinu 2016 en hún og Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður flokksins, hafa tilkynnt framboð. Flokksþing Framsóknarflokksins fer fram þann 14. febrúar næstkomandi þar sem nýr formaður verður kjörinn í stað Sigurðar Inga Jóhannssonar Lesa meira | |
| 07:36 | Carney ekki lengur boðið að taka þátt Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur afturkallað boð til Kanada um sæti í friðarráðinu hans. | |
| 07:30 | Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Sex særðust, þar af tveir alvarlega, í hnífaárás á mótmælum í Antwerpen í Belgíu í gærkvöldi. Lögregla handtók tvo einstaklinga í tengslum við árásina en segir ekki um hryðjuverk að ræða. | |
| 07:21 | Rússar og Úkraínumenn funda í fyrsta sinn við sama borð Fulltrúar Rússlands, Úkraínu og Bandaríkjanna eru nú sagðir ætla að halda samningafund í Sameinuðu arabísku furstadæmunum um stríðið í Úkraínu og mögulegt vopnahlé. Fundurinn fer fram í dag og er um að ræða fyrstu viðræðurnar frá innrás Rússa fyrir hartnær fjórum árum þar sem Rússar og Úkraínumenn sitja við sama borð. | |
| 07:15 | Innbrotsþjófur sofnaði í miðjum klíðum Húseigandi í vesturhluta Reykjavíkur kom að sofandi manni í híbýlum sínum sem hafði brotist þar inn. Lögregla handtók manninn sem reyndist undir verulegum áhrifum fíkniefna.Lögreglumenn að störfum í miðborg Reykjavíkur.RÚV / Vignir Már EiðssonFjórir gistu fangageymslur í morgun. Nokkrar tilkynningar bárust úr úthverfi vegna ungmenna sem voru að vesenast með flugelda, eins og það er orðað í morgunskeyti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Auk þessa voru skráningarmerki fjarlægð af þremur bílum sem voru ýmist ótryggðir eða óskoðaðir ásamt því sem afskipti voru höfð af ökumönnum í margs konar ástandi. Nóttin var einnig heldur róleg hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, að sögn varðstjóra. | |
| 07:12 | J.R.R. Tolkien neitað um fálkaorðuna Breski rithöfundurinn og málvísindamaðurinn J.R.R. Tolkien, sem m.a. skrifaði Hringadróttinssögu, fékk ekki íslensku fálkaorðuna eins og þeir dr. Sigurður Nordal og dr. Alexander Jóhannesson lögðu til árið 1934 | |
| 07:10 | Kólnandi veður og víða bjart Veðurstofan gerir ráð fyrir strekkings austanátt með skúrum eða éljum suðaustan- og austanlands næstu daga, en bjart veður víða annars staðar. | |
| 07:10 | Laugarásbíó með samning til 2040 Sjómannadagsráð og DAS íbúðir áforma uppbyggingu þjónustukjarna á reit Laugarásbíós eftir að minnsta kosti 15 ár. Rekstraraðilar Laugarásbíós eru með samning við Sjómannadagsráð um afnot af húsnæðinu til ársins 2040. | |
| 07:04 | Yngra fólkið kærulausara um veikindarétt Um þriðjungur fólks á vinnumarkaði hefur tilkynnt veikindi til vinnuveitanda án þess að vera í raun veikt. Augljós munur er á afstöðu fólks til veikindaréttarins eftir aldri. | |
| 07:02 | Sögðu dönskum hermönnum að búa sig undir átök á Grænlandi | |
| 07:02 | Skipulögðu hópferð forsætisráðherra til stuðnings Grænlendingum og Dönum | |
| 07:02 | Þokast í friðarátt í Úkraínu? | |
| 07:02 | Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Það eru eðlileg og mannleg viðbrögð hjá okkur að bregða svolítið þegar tilkynnt er um enn einar breytingarnar í vinnunni. Til dæmis að einhver sé að hætta eða byrja, að nú eigi að færa til þennan eða hinn eða færa til verkefni eða ábyrgð. | |
| 07:01 | Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Fjölskyldufaðir sem missir vinnuna hjá pappírsfyrirtæki eftir áratuga starfsferil grípur til blóðugra örþrifaráða. Ungur drengur lendir í félagsskap satanísks gengis sem ráfar um uppvakningahrjáð England. Mennirnir tveir glíma við ólíka djöfla en lenda báðir í kröppum dansi. | |
| 07:00 | Trump og fjölskylda hans hafa auðgaðst um stjarnfræðilegar upphæðir síðasta árið Veldi Donalds Trump og fjölskyldu hans hefur vaxið gríðarlega frá því hann hóf annað kjörtímabil sitt sem forseti Bandaríkjanna. Samkvæmt úttekt ritstjórnar The New York Times, sem byggir á gögnum frá meðal annars Reuters og öðrum alþjóðlegum fjölmiðlum, hefur Trump nýtt forsetaembættið til að afla sér tekna upp á minnsta kosti 1,4 milljarða dala. Í Lesa meira | |
| 07:00 | „Var bent á að ef ég ætlaði að ná mér í kærustu yrði ég að fara í ljós“ Leikarinn og metsöluhöfundurinn Ævar Þór Benediktsson, sem einnig er þekktur sem Ævar vísindamaður, fær mikið af hugmyndum og hann hrindir þeim í framkvæmd. Á síðasta ári lék hann í sýningunni Kafteinn frábær í Tjarnarbíó og á Akureyri um þar sem hann sýndi helgina og fékk frábærar viðtökur. Hann sendi einnig frá sér fjórar bækur og var ein þeirra, Skólastjórinn, næstmestselda bók landsins árið 2025. Óðinn Svan Óðinsson í Kastljósi hitti Ævar á Akureyri þegar hann var að búa sig undir lokasýningu Kafteins frábærs. BARNA- OG UNGMENNABÆKUR ERU ALVÖRU BÓKMENNTIR Ævar skrifar fyrir börn og unglinga og hefur verið spurður hvort hann ætli að fara að skrifa eitthvað alvöru. Það þykir honum fráleit spurning. „Nákvæmlega út af þessu ætla ég að halda áfram að skrifa fyrir börn og unglinga. En það | |
| 07:00 | Sósíalistaflokkurinn hjólar í fyrri forystu vegna meints fjármálamisferlis – Vísar í nýja umfjöllun fjölmiðla um fjármál flokksins Framkvæmdastjórn Sósíalistaflokks Íslands fagnar því að fjölmiðlar fjalli nú um þau atriði sem ný forysta flokksins hefur ítrekað bent á varðandi fjármál og innri starfsemi flokksins á árum áður. Þetta kemur fram í tilkynningu sem framkvæmdastjórnin sendi frá sér. Þar er því haldið fram að í tíð fyrrverandi forystu, undir stjórn Gunnars Smára Egilssonar og […] Greinin Sósíalistaflokkurinn hjólar í fyrri forystu vegna meints fjármálamisferlis – Vísar í nýja umfjöllun fjölmiðla um fjármál flokksins birtist fyrst á Nútíminn. | |
| 06:59 | Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda Fulltrúar Rússa, Úkraínumanna og Bandaríkjanna funda í dag í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Þetta verður í fyrsta sinn sem fulltrúar þessara þriggja ríkja hittast allir saman frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu fyrir tæpum fjórum árum. | |
| 06:51 | Austanátt stríðir landsmönnum Það blæs um landsmenn í dag og þar sem vindstyrkurinn verður mestur, syðst á landinu, verður hann rétt undir mörkum þess að flokkast sem stormur. Annars staðar verður hægari vindur en samt víða hvasst. Fyrir norðan frystir víða.Veðurspáin er svohljóðandi:Austan átta til fimmtán, en fimmtán til tuttugu syðst. Bjartviðri að mestu, en skúrir eða él suðaustan- og austanlands. Fer kólnandi, hiti frá frostmarki að sjö stigum síðdegis og svalast norðaustanlands. Svipað veður á morgun, en heldur meira frost inn til landsins fyrir norðan. | |
| 06:51 | Kanna kosti ferju milli Seyðisfjarðar og Skotlands Byggðaráð Múlaþings hyggst láta kanna grundvöll fyrir ferjusiglingum milli Seyðisfjarðar og Skotlands. Bæjarfulltrúi VG bendir á að ekki veiti af að styrkja atvinnulífið í hafnarbænum. Ekki spilli fyrir á tímum „flugviskubits“ að ferjusamgöngur geti mengað minna en flugferðir. | |
| 06:48 | Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Donald Trump Bandaríkjaforseti virðist hafa dregið til baka boð sitt til Kanada um sæti í svokallaðri „Friðarstjórn“, ef marka má færslu forsetans á Truth Social í nótt. | |
| 06:31 | Trump vill ekki hafa Carney með í friðarráðinu Donald Trump ávarpar kanadíska forsætisráðherrann Mark Carney í færslu á Truth Social og segist hættur við að bjóða Kanada sæti í því sem hann kallar virðulegasta leiðtogaráð allra tíma. Ríkisstjórn Kanada hefur sagst lítt áhugasöm um að leggja út milljarð daga til þátttöku. Svíar og Norðmenn hafa afþakkað boð Trumps.Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Antonio Costa, forseti leiðtogaráðsins, segjast efast stórlega um ýmsa þætti í stofnsáttmála ráðsins, einkum hvað snertir umfang þess, stjórnarhætti og hvernig það muni koma heim og saman við stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Trump verður formaður ráðsins og ákveður sjálfur hverjir fá að vera með. Carney vakti heimsathygli á miðvikudag þegar hann sagði í ræðu í Davos ríki heimsins þurfa að standa saman gegn | |
| 06:30 | Kíktu í myndavélina og trúðu ekki eigin augum þegar þau sáu hvað sendillinn gerði Fjölskylda ein í bænum Elland í Jórvíkurskíri á Englandi er í sárum eftir að hún sá hvað sendill frá Amazon gerði fyrir utan heimili hennar á sunnudag. Carl Crowther hafði brugðið sér af bæ ásamt fjölskyldu sinni og á sama tíma kom sendillinn með sendingu að húsi þeirra. Pakkinn var fyrir utan útidyrnar þegar þau komu heim, en það vakti athygli Lesa meira | |
| 06:27 | Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Húseigandi á höfuðborgarsvæðinu setti sig í samband við lögreglu í gærkvöldi eða nótt og tilkynnti um að brotist hefði verið inn hjá sér. Lögregla fór strax á staðinn, enda aðstæður þannig að húsráðandi hafði fundið innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu. | |
| 06:17 | Fann mann sofandi heima hjá sér Íbúi óskaði í gær eftir aðstoð lögreglu eftir að hafa fundið mann sem hann taldi innbrotsþjóf sofandi í heimahúsi. | |
| 06:05 | Inga segir nei við ESB „Hvorki ég né Flokkur fólksins höfum það á okkar stefnu að koma okkur inn í Evrópusambandið.“ | |
| 06:00 | Vill endurnýja erindi flokksins Lilja Dögg Alfreðsdóttir, fyrrverandi þingmaður og ráðherra Framsóknarflokksins, vill endurnýja pólitískt erindi flokksins með grasrótinni. |