| 01:30 | Kanadamenn hafa opnað ræðismannsskrifstofu í Nuuk Kanada hefur opnað ræðismannsskrifstofu í grænlenska höfuðstaðnum Nuuk. Hún deilir húsnæði með þeirri íslensku í Nýlenduhöfn, elsta hverfi Nuuk þar sem finna má sögulegar byggingar, söfn og veitingastaði.KNR greinir frá þessu og segir að til hafi staðið að opna skrifstofuna formlega í nóvember en því hafi verið frestað þar sem kanadíski utanríkisráðherrann Anita Anand komst ekki til Grænlands vegna veðurs.Hún ætlaði að vera viðstödd ásamt utanríkisráðherrum Grænlands og Danmerkur, þeim Vivian Motzfeldt og Lars Løkke Rasmussen. Anand sagði þá að Kanada væri mikið í mun að sinna hlutverki sínu sem mikilvægt norðurslóðaríki á tímum óstöðugleika á alþjóðasviðinu.Svo fór að Virginia Mearns, sendiherra Kanada á Norðurslóðum, tilkynnti um opnun skrifstofunnar á fiskveiðiráðstefnu í Iqaluit, höfuð | |
| 01:10 | Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Eigendur veitingastaðarins BK Kjúklings og verslunarinnar Istanbul Market eiga í harðvítugum deilum um bílastæði en fyrirtækin eru staðsett sitt hvorum megin við Grensásveg í Reykjavík. Leitað hefur verið til lögfræðinga og saka eigendurnir hvern annan ýmist um að reyna að keyra á sig eða fara ófögrum orðum um fjölskyldumeðlimi. Þá greinir þá á um hvernig deilurnar hófust | |
| 00:30 | Íbúar Kyiv beðnir að halda sig í skjóli vegna umfangsmikilla loftárása Íbúar úkraínsku höfuðborgarinnar Kyiv eru beðnir að halda sig í loftvarnarbyrgjum vegna umfangsmikilla loftárása Rússlandshers. Roskin kona með sár í andliti horfir út um brotinn glugga híbýla sinna sem skemmdus tí drónaárás Rússlandshers.AP / Efrem LukatskyBorgarstjórinn Vitali Klitschko tilkynnti þetta á samfélagsmiðlinum Telegram í kvöld. Hann segir elda loga víða um borgina, meðal annars í skrifstofubyggingum, og björgunarlið á fleygiferð til aðstoðar. Engar tilkynningar hafa borist um manntjón eða meiðsli á fólki. Þríhliða viðræður Rússa, Úkraínumanna og Bandaríkjamanna um frið í Úkraínu eru hafnar í Abu Dhabi. Væntingum um árangur er stillt í hóf, enda ítrekuðu Rússar kröfur sínar um að Úkraínumenn hörfi frá Donbas-svæðinu. | |
| 23:37 | Fréttir vikunnar með Gísla og Felix Gísli Marteinn fór að venju yfir helstu fréttir vikunnar í Vikunni með Gísla Marteini í kvöld. Hann fór meðal annars yfir vendingar í alþjóðamálum, ræðu Bandaríkjaforseta þar sem hann vísaði ítrekað til Íslands og hárígræðsluferðir Íslendinga til Istanbúl.Þjóðargersemin Felix Bergsson kíkti til Gísla en honum var brugðið þegar hann komst að því hvaða mál hann væri kominn til að fara yfir.„Bíddu, ég hélt að ég væri kominn hingað til að tala um bókina mína sem ég var að gefa út hérna fyrir jólin?“ | |
| 23:25 | Heiða biðst afsökunar á skilaboðunum Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri hefur beðist afsökunar á skilaboðum sem hún sendi í vikunni þar sem hún sagði mótframbjóðanda sinn, Pétur Marteinsson, frægan karl með enga reynslu. | |
| 22:57 | Heiða biður Pétur afsökunar vegna umdeildra skilaboða Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri gengst við því að hafa sent skilaboð í vikunni þar sem hún sagði Pétur Marteinsson, andstæðing sinn í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík, frægan karl með enga reynslu.„Eftir allmikla leit verð ég að gangast við að hafa sent þennan póst fyrr í vikunni. Ég hef það eitt mér til afsökunar að á undanförnum 3 vikum hafa líklega þúsundir skilaboða farið frá mér til félaga í flokknum, auk vina og kunningja,“ skrifar Heiða á Facebook-síðu sinni.Hún segist ekki hafa kannast við að hafa sent umrædd skilaboð þegar hún var fyrst spurð um málið og að hún hafi ekki séð til hvers þau voru send. Nú hafi hún fundið skilaboðin, sem séu hluti af lengra samtali milli hennar og þeirrar sem fékk póstinn.Sú hafi ávallt deilt skoðunum Heiðu á jafnréttismálum og Heiða sjál | |
| 22:55 | Hörð deila um bílastæði á Grensásvegi Eigandi veitingastaðarins BK kjúklings segir eiganda matvöruverslunarinnar Istanbul Market hafa áreitt sig um margra mánaða skeið. | |
| 22:38 | Heiða gengst við að hafa sent skilaboðin og biður Pétur afsökunar – „Hef einsett mér að gera betur“ Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri gengst við því að hafa sent skilaboð þar sem hún kallaði mótframbjóðanda sinn, Pétur Marteinsson, frægan karl með enga reynslu. Skilaboðin hafa verið til umfjöllunar í fjölmiðlum í dag en þar var viðtakandi hvattur til að skrá sig í Samfylkinguna til að taka þátt í prófkjöri flokksins. Heiða sagðist í Pallborðinu Lesa meira | |
| 22:36 | Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri og oddvitaefni Samfylkingarinnar í Reykjavík, gengst við því að hafa sent skilaboð á kjósanda þar sem hún sagði mótframbjóðanda sinn frægan karl með enga reynslu. Hún biður Pétur Marteinsson afsökunar en fyrr í dag sagðist hún ekki muna eftir að hafa sent umrædda orðsendingu. | |
| 22:34 | Karlmannlegustu stundir Íslandssögunnar Berglind Festival fór yfir karlmannlegustu stundir Íslandssögunnar í Vikunni með Gísla Marteini í tilefni bóndadagsins. Til að kryfja topp 10 augnablik íslenskrar karlmennsku naut hún aðstoðar Adams Karls Helgasonar, en hann er einmitt karlmaður.Vitanlega var af nógu að taka en þó komust aðeins tíu augnablik að. Í innslaginu er meðal annars rætt við Sólveigu Ólafsdóttur um það þegar Egill Skallagrímsson ældi upp í annan mann.„Ég er eiginlega sannfærð um að þetta sé stundað ennþá, allavega í svona lokuðum karlaklúbbum,“ segir Sólveig. Berglind spurði Adam hvort hann hefði tekið upp á þessu athæfi sem hann segist reglulega gera.Þá rifja Berglind og Adam upp eftirminnilega viðureign þeirra Jóns Páls og Gísla á Uppsölum, ásamt fjölda annarra skemmtilegra augnablika. | |
| 22:30 | Eins árs tvíburasystra saknað eftir sjóslys Eins árs tvíburasystur enduðu í hafinu og hafa ekki fundist eftir að flóttamannabátur þeirra lenti í óveðri á leið frá Túnis til Ítalíu. Alþjóðalegu hjálparsamtökin Barnaheill greina frá þessu. | |
| 22:00 | Slátrari sökuð um að hafa myrt kærustu sína, hlutað niður lík hennar og svo grafið það í bakgarðinum Hin pólska Izabela Zablocka hvarf árið 2010, skömmu eftir að hún fluttist frá heimalandi sínu til Bretlands. Hennar var saknað í 15 ár áður en örlög hennar urðu ljós. Nú svarar fyrrum kærasta hennar, Anna Podedworna, til saka í málinu. Ákæruvaldið heldur því fram að Anna, sem er fyrrum slátrari, hafi myrt Iszabela, aflimað hana Lesa meira | |
| 22:00 | Norskur stjórnmálamaður gripinn í barnaníðsmáli Stjórnmálamaður, lagerstarfsmaður og bókari eru í hópi 20 manns á aldrinum átján til 60 ára sem handteknir hafa verið í samræmdri stóraðgerð lögreglunnar í Noregi gegn kynferðislegum níðingsskap gegn börnum á lýðnetinu. | |
| 21:52 | Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Allt að þriðjungur vinnutíma heimilislækna fer í útgáfu ýmis konar vottorða. Formaður félags íslenskra heimilislækna gagnrýnir stjórnvöld fyrir skort á samráði í málinu. | |
| 21:50 | Robbie Williams slær met Bítlanna Söngvarinn Robbie Williams hefur tekið fram úr Bítlunum sem sá listamaður sem hefur átt flestar plötur á toppi breska vinsældalistans. | |
| 21:30 | Birti ógnvekjandi myndband af afskiptum ICE – „Við munum koma aftur og ná allri fjölskyldunni þinni“ Útlendingaeftirlit Bandaríkjanna, ICE, veldur nú hverju fjaðrafokinu á eftir öðru. Fulltrúar eftirlitsins hafa nú tekið upp á því að ryðjast inn til fólks án dómsúrskurðar en þetta hefur vakið mikinn ugg. Cristian Vaca er innflytjandi frá Ekvador og segir farir sínar ekki sléttar. Hann náði því á myndband þegar ICE mætti að heimili hans í Lesa meira | |
| 21:25 | Myndir: Mette fékk hlýjar móttökur í Nuuk Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, fékk hlýjar móttökur er hún heimsótti Nuuk, höfuðborg Grænlands, í dag. | |
| 21:08 | Huppert snýr kannski aftur til að leika í íslenskri kvikmynd Franski stórleikarinn Isabelle Huppert er stödd á Íslandi en hún fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Ríkasta konan í heimi (f. La femme la plus riche du monde), sem frumsýnd var í kvöld á Frönsku kvikmyndahátíðinni í Bíó Paradís.„Þetta er fallegur gluggi inn í franska kvikmyndagerð. Ég hef ekki séð allar myndirnar en þær sem ég hef séð eru áhugaverð dæmi um fjölbreytileika franskra kvikmynda,“ segir Huppert um hátíðina. Hún sat fyrir svörum sýningargesta eftir frumsýninguna í kvöld.Rætt var við Huppert í sjónvarpsfréttum.Isabelle Huppert segir menningarlíf á Íslandi með ágætum. Hún var viðstödd frumsýningu nýjustu kvikmyndar sinnar, Ríkustu konu í heimi, á Frönsku kvikmyndahátíðinni í Bíó Paradís í kvöld. ÍMYNDUNARAFLIÐ FÉKK LAUSAN TAUMINN Kvikmyndin Ríkasta kona í heimi er lauslega b | |
| 21:05 | Oddvitinn heldur áfram og knattspyrnuhetja í öðru Þorbjörg Þorvaldsdóttir, oddviti Garðabæjarlistans, mun áfram vera oddviti listans í komandi bæjarstjórnarkosningum í Garðabæ. | |
| 21:02 | Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík KR burstaði Grindavík þegar liðin áttust við í 15. umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í kvöld á Meistaravöllum í Vesturbænum í kvöld. KR varð þar sem annað liðið til þess að leggja Grindavík að velli í deildinni á þessu keppnistímabili. | |
| 21:00 | Leikur allt á reiðiskjálfi í Vesturbænum Íbúar margir hverjir í gamla Vesturbænum máttu þola tíðar sprengingar í dag og heima hjá mörgum lék allt á reiðiskjálfi. Verið er að sprengja fyrir grunni að nýbyggingu við Hlésgötu í grennd við slippinn í Reykjavík. | |
| 21:00 | Hvað er með höndina á Trump? Á myndum frá Davos mátti sjá sýnilega marbletti og bólgu á vinstri hönd Bandaríkjaforseta. | |
| 20:45 | Konur gleðja bændur með gjöfum Það hefur verið annasamt í verslunum í aðdraganda bóndadagsins og augljóst að margar nýttu sér netverslanir til að finna bóndadagsgjöfina.Í fyrstu prentuðu heimildum um bóndadaginn, sem eru í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar frá 1864, segir að menn hafi átt að fara fyrstir á fætur þann morgun sem þorri gekk í garð.Áttu þeir að fara ofan og á skyrtunni einni, vera bæði berlæraðir og berfættir, en fara í aðra skálmina og láta hina lafa og draga hana á eftir sér á öðrum fæti, ganga svo til dyra, ljúka upp bæjarhurðinni, hoppa á öðrum fæti í kringum bæinn, draga eftir sér brókina á hinum og bjóða þorra velkominn í garð eða til húsa. | |
| 20:39 | Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum Tindastóll vann afar öruggan og sannfærandi 21 stigs sigur á varnarlitlum Njarðvíkingum, 113-92, í Bónusdeild karla í körfubolta í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld. | |
| 20:30 | Manndrápsmál til lykta leitt eftir 26 ár Hæstiréttur Noregs dæmdi Jan Helge Andersen í morgun til tveggja ára refsingar með svokölluðu „forvaring“-fyrirkomulagi sem táknar að tæknilega séð gæti hann setið inni það sem hann á eftir ólifað. | |
| 20:30 | Reiði yfir því að bareigandinn gangi laus Annar eigandi svissnesks bars sem brann til grunna á nýársnótt hefur verið sleppt úr haldi lögreglu gegn tryggingu upp á 200.000 svissneska franka, eða um 31,5 milljónir íslenskra króna. | |
| 20:06 | Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir íbúa horfa björtum augum til framtíðar enda sé nóg að gera í kringum höfnina og þá séu ný fyrirtæki að opna í bæjarfélaginu. Um 900 manns eru með lögheimili í Grindavík í dag en ekki nema um 400 manns, sem eru með fasta búsetu þar. | |
| 20:03 | Bretum gróflega misboðið vegna ummæla Trump og krefjast afsökunarbeiðni Donald Trump Bandaríkjaforseti sármóðgaði Breta í dag þegar hann fullyrti að breskir hermenn hefðu haldið sig frá fremstu víglínu í Afganistan. Missti þrjá útlimi Harry Bretaprins hefur sent frá sér yfirlýsingu og sagði að Bretarnir sem börðust og létu lífið í Afganistan eigi skilið virðingu og að farið sé með rétt mál um fórnir þeirra. Lesa meira | |
| 20:02 | „Það átti að taka mig í karphúsið“ Íbúi í Breiðholti er orðinn langþreyttur á bílastæðaskorti fyrir utan eigið heimili. Hann hefur orðið fyrir hótunum þeirra sem sækja bílastæðin og segir íbúa ráðþrota. | |
| 20:02 | Þorbjörg leiðir Garðabæjarlistann aftur Þorbjörg Þorvaldsdóttir skipar 1. sæti Garðabæjarlistans í sveitarstjórnarkosningum í vor. Þorbjörg, sem er samskipta- og kynningarstjóri Samtakanna '78, var einnig oddviti Garðabæjarlistans í sveitarstjórnarkosningunum 2022. Annað sæti listans skipar Guðjón Pétur Lýðsson.Þetta kemur fram á Facebook-síðu Garðabæjarlistans í dag.„Garðabær er fyrir okkur öll. Við bjóðum fram óháð flokkum í landspólitík og listinn verður kynntur í heild sinni í febrúar,“ segir í tilkynningunni.Garðabæjarlistinn á í dag tvo bæjarfulltrúa í Garðabæ, Þorbjörgu og Ingvar.Þorbjörg Þorvaldsdóttir.Aðsend / Heiðrún Fivelstad | |
| 20:01 | „Sjáum viðskiptavini okkar sem meðlimi“ Teya á Íslandi undirritaði nýlega samstarfssamning við Götubitann og mun þjónusta alla söluaðila hátíðarinnar í sumar. | |
| 19:46 | Man ekki eftir skilaboðunum en finnst Pétur vera „reynslulítill og frægur“ Prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík er á morgun og baráttan á lokametrunum. Oddvitaframbjóðendurnir tveir segja baráttuna snarpa og skemmtilega en ýmislegt er sagt krauma undir.Prófkjörsbaráttan hefur verið nokkuð friðsamleg, en samkvæmt samtölum fréttastofu við fjölda Samfylkingarfólks krauma þar undir átök á milli þess sem sumir vilja kalla gömlu og nýju Samfylkinguna.Heiða sé þá fulltrúi þeirrar gömlu sem er lengra til vinstri og Pétur þeirrar nýju sem er þá meira til hægri og í meira í takt við flokkinn eins og hann hefur þróast undir formennsku Kristrúnar Frostadóttur.Skilaboð sem sögð eru frá Heiðu þar sem Pétur er sagður reynslulítill og frægur hafa verið í dreifingu. Heiða kannast ekki við að hafa sent skilaboðin.„Ég man ekki eftir að hafa sent þau,“ segir Heiða. „Ef ég hef gert | |
| 19:45 | Ekki færri tekið námslán í 45 ár Áratugir eru síðan svo fáir nemendur í háskóla tóku námslán hjá Menntasjóði námsmanna en fjöldi þeirra sem var á námslánum á síðasta ári var 3.766 nemendur og er það undir þriðjungi af þeim fjölda sem tók námslán þegar mest lét. | |
| 19:30 | Útivistarfyrirtæki stefnir dragdrottningu Bandaríska útivistarfyrirtækið Patagonia hefur höfðað mál draglistamanninum Wyn Wiley sem kemur fram undir nafninu Pattie Gonia. Eins og glöggir lesendur átta sig eflaust á er það nafnið sem forsvarsmenn fyrirtækisins eru ósáttir með og telja þeir að það líkist um of nafni fyrirtækisins. Telja forsvarsmenn Patagonia Wyn hafi skaðað ímynd fyrirtækisins og nýtt sér vörumerki Lesa meira | |
| 19:30 | Fordæma „miskunnarlaust“ ofbeldi stjórnvalda „Við teljum að þessu ofbeldi verði að linna og að því verði að linna strax,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sem í dag sat aukafund mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna vegna ástandsins í Íran. | |
| 19:24 | Gillz birtir yfirlýsingu vegna fréttar um að hann sé genginn í Samfylkinguna og biður um tilfinningalegt svigrúm Fjölmiðlamaðurinn og einkaþjálfarinn Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillz, frétti það í dag að hann væri genginn í Samfylkinguna. Þetta las hann í slúðurfrétt sem birtist hjá Mannlífi þar sem hann er sagður genginn í Samfylkinguna ásamt fleiri þekktum nöfnum. Egill var staddur á Tenerife þegar hann fékk tíðindin og hefur birt yfirlýsingu á Instagram Lesa meira | |
| 19:23 | Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Tónlistarmaðurinn Aron Can Gultekin og kærasta hans Erna María Björnsdóttir, flugfreyja hjá Icelandair, hafa sett íbúð sína í Grafarvogi í Reykjavík á sölu. | |
| 19:09 | „Ó hangikjöt og rófustappa, grænar baunir og súrhvalur“ Börnin á leikskólanum Hlíðarenda í Hafnarfirði mættu í lopapeysum í dag. Þau hafa æft þorralög undanfarnar vikur og sungu þau í dag, með nýju víkingahattana sína. | |
| 19:02 | Selenskí undir miklum þrýstingi Utanríkisráðherra bindur vonir við að tímamótaviðræður sendinefnda Úkraínu, Bandaríkjanna og Rússlands í Abú Dabí skili árangri. Mikilvægt sé þó að fullveldi Úkraínu verði virt og friðurinn verði raunverulegur og ekki á forsendum Rússa. | |
| 19:02 | Tímamótaviðræður í Abú Dabí Utanríkisráðherra bindur vonir við að tímamótaviðræður sendinefnda Úkraínu, Bandaríkjanna og Rússlands í Abú Dabí skili árangri. Mikilvægt sé þó að fullveldi Úkraínu verði virt og friðurinn verði raunverulegur og ekki á forsendum Rússa. | |
| 19:02 | Launapakki Jamie Dimon birtur Heildarlaun forstjóra stærsta banka Bandaríkjanna hækkuðu um 10% í fyrra. | |
| 19:01 | Framlengdu starfsemi rannsóknarnefndar með mannréttindum í Íran Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag ályktun um að fordæma viðbrögð stjórnvalda í Íran við mótmælum þar í landi. Þúsundir hafa beðið bana í mótmælum gegn írönskum stjórnvöldum síðan í lok desember.Mannréttindaráðið lýsir þungum áhyggjum af því hvernig írönsk stjórnvöld hefðu tekið á friðsælum mótmælum í landinu, með óhóflegri valdbeitingu, handtökum og lokun á internetaðgangi.Ályktunin var samþykkt með 25 atkvæðum gegn sjö og kveður á um að framlengja heimild rannsóknarnefndar um stöðu mannréttinda í Íran.„Þetta er mjög afgerandi stuðningur og ég er mjög stolt sem Íslendingur að við, lítil þjóð, séum að beita okkar rödd með þessum hætti. Við sjáum að þar sem við getum beitt okkur þá er hægt að fá fleiri til liðs við okkur,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðher | |
| 18:50 | Segir VR fara villur vegar í málinu Forstöðumaður vinnumarkaðssviðs Samtaka atvinnulífsins er ekki sammála VR um að SA hafi reiknað launataxta sína samkvæmt kjarasamningi SA og VR með röngum hætti. | |
| 18:46 | KR - Grindavík | Toppliðið í Vesturbæ Grindvíkingar hafa aðeins tapað einum leik til þessa í Bónus-deild karla í körfubolta. Þeir sækja KR-inga heim í kvöld. | |
| 18:37 | Dóri hermir eftir afa sínum nóbelsskáldinu Dóri DNA segir eftirhermur ekki sína sérgrein. Hann hermir þó gjarnan eftir afa sínum og nafna en þó helst þegar hann hringir í móður sína til þess að hrekkja hana. | |
| 18:20 | Sakaður um að byrla konu sinni og nauðga Breskur karlmaður á fimmtugsaldri, sem er sakaður um að hafa byrlað fyrrverandi eiginkonu sinni ólyfjan og brotið á henni kynferðislega yfir þrettán ára tímabil, mun mæta fyrir dóm í dag ásamt fimm öðrum karlmönnum sem einnig eru grunaðir um að hafa brotið gegn konunni. | |
| 18:17 | Tindastóll - Njarðvík | Grænir á Króknum Tindastóll tekur á móti Njarðvík í slag liða á ólíkum slóðum í Bónus-deild karla í körfubolta. Stólarnir eru í 2. sæti en Njarðvík að berjast um að komast inn í úrslitakeppnina. | |
| 18:12 | Þjófar létu greipar sópa á silfursafni – stálu einstakri sinnepskrús Þjófar létu greipar sópa og stálu öllum silfurmunum úr safni í Doesburg í Hollandi í vikunni. Sérfræðingar safnsins segja gripina skipa mikilvægan sess í menningarsögu þjóðarinnar.Það var um klukkan hálf fimm að morgni miðvikudags sem tveir menn brutust inn í safnið. Myndefni úr öryggismyndavélum sýnir þá nota kúbein við innbrotið. Þeir brutu svo hvern sýningarskápinn á fætur öðrum og höfðu á brott með sér yfir 300 muni, þar á meðal fjölmargar sinnepskrúsir sem stofnandi safnsins hafði safnað saman. Virði silfursins er metið á tugi þúsunda evra, eða einhverjar milljónir króna.Ernst Boesveld, stjórnarformaður safnsins, segir í samtali við The Art Newspaper að þetta snúist um meira en virði silfursins. „Þetta snýst um sögu og menningararfleifð. Við erum gífurlega vonsvikin og reið,“ segir Bo | |
| 18:11 | Skipulögðu veiðarnar í kringum handboltaleikinn Skipverjar á Björgúlfi EA stilltu veiðarnar af svo hægt væri að horfa á handboltaleikinn í dag. | |
| 18:10 | Heathrow hækkar vökvaheimildina í tvo lítra Heathrow hefur ákveðið að leyfa farþegum að ferðast með allt að tvo lítra af vökva í handfarangri. | |
| 18:07 | Handboltinn „stjórnar lífinu, stjórnar lífinu bara“ Í þjónustumiðstöð Hrafnistu á Sléttuvegi koma íbúar saman og horfa á leiki karlalandsliðsins í handbolta á EM. Ísland tapaði sínum fyrsta leik í dag en stemningin á Hrafnistu var góð sem endranær.Fyrst er góður hádegismatur, sem alltaf er. Síðan er helgistund, svo er farið á barinn og svo horft á leikinn. Það er alveg sérstök stemning sem næst hérna, segir Þráinn Þorvaldsson.Hvað finnst þér handboltinn gera fyrir andann í janúar?„Hann bara stjórnar lífinu, stjórnar lífinu,“ segir Hjálmar Fornason. „Þetta bjargar janúarmánuði algerlega, fullkomlega,“ segir Inga Þyrí Kjartansdóttir.„Það sem er líka svo mikils virði, þegar allur þessi órói er í þjóðfélaginu, þá geta allir sameinast um eitthvað sem er jákvætt. Það ætti bara að vera meiri handbolti, helst á hverjum degi,“ segir Þráinn. | |
| 18:05 | Grípa til aðgerða gegn BK kjúklingi Matvöruverslunin Istanbul Market hyggst grípa til lögfræðilegra aðgerða gegn kjúklingastaðnum BK Kjúklingi. | |
| 18:03 | Trump ruglast ítrekað á Grænlandi og Íslandi – Internetið svarar með hverju “meme“-inu á fætur öðru um Ísland Ummæli Donalds Trump á ráðstefnu í Davos hafa vakið mikla kátínu á samfélagsmiðlum eftir að hann virtist ítrekað rugla saman Íslandi og Grænlandi. Klippur úr ræðu hans urðu kveikjan að bylgju svokallaðra memes þar sem landið okkar er dregið inn í alþjóðlega umræðu á kostnað forsetans. „Markaðurinn féll vegna Íslands“ Í ræðunni vísaði Trump til […] Greinin Trump ruglast ítrekað á Grænlandi og Íslandi – Internetið svarar með hverju “meme“-inu á fætur öðru um Ísland birtist fyrst á Nútíminn. | |
| 18:01 | Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Tímamótaviðræður um frið milli Rússlands og Úkraínu hófust í dag. Við ræðum við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra um viðræðurnar í kvöldfréttum klukkan 18:30 sem segir mikilvægt að virða fullveldi Úkraínu. | |
| 18:01 | Heimar endurnýja stuðning til frumkvöðla Heimar og Gróska hafa endurnýjað samstarfssamning sinn við KLAK - Icelandic Startups. | |
| 18:00 | Birta myndband af því þegar lögreglumenn ruddust inn og handtóku Lucy Letby Áður óbirt myndskeið af því þegar lögreglumenn ruddust inn á heimili hinnar bresku Lucy Letby og handtóku hana verður sýnt í nýrri Netflix-heimildarmynd um þetta óhugnanlega mál. Letby var handtekin þann 3. júlí 2018 í tengslum við rannsókn bresku lögreglunnar á óútskýrðum dauðsföllum og alvarlegum veikindum nýbura á vökudeild Chester-sjúkrahússins á Englandi á árunum 2015 Lesa meira | |
| 17:55 | Harðorð ályktun samþykkt á fundi mannréttindaráðs Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag harðorða ályktun um ástand mannréttindamála í Íran á sérstökum aukafundi ráðsins. | |
| 17:50 | Spyr hvort stjórnvöld séu reiðubúin að spyrja þjóðina um verðtrygginguna Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, er sammála stjórnvöldum hvað varðar þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda skuli aðildarviðræðum við Evrópusambandið áfram. Hann spyr þó hvort stjórnvöld séu tilbúin að treysta þjóðinni í fleiri stórum málum. Vilhjálmur skrifar á Facebook í dag: „Stjórnvöld segja nú að mikilvægt sé að treysta þjóðinni og leyfa henni að kjósa um hvort hefja Lesa meira | |
| 17:37 | ,,Sólveig Anna flengdi Hallgrím Helgason á beran bossann“ Við lifum á öld rökleysunnar, þar sem rökhyggju, sannleiksleit, gagnrýninni hugsun og heilbrigðum efa hefur verið skipt út fyrir kreddur svo sem þær að menn geti breytt veðurfari ef þeir bara borga hærri skatta og að kynin séu fleiri en tvö, líklegast nær 40. Kreddunum ber að fylgja hugsunarlaust, í blindni og af heitu offorsi. […] The post ,,Sólveig Anna flengdi Hallgrím Helgason á beran bossann“ appeared first on Fréttatíminn. | |
| 17:35 | Isavia hefur fengið nýtt skipurit Nýtt skipurit fyrir Isavia ohf., sem á og rekur Keflavíkurflugvöll, hefur verið kynnt. Í nýju skipuriti fjölgar um tvo í framkvæmdastjórn félagsins. Fram kemur í tilkynningu að skipuritið taki eingöngu til Isavia, en ekki dótturfélaga þess. Haft er eftir Sveinbirni Indriðasyni, forstjóra Isavia, að markmið breytinganna sé að skipulagið endurspegli betur viðskiptalíkan félagsins fyrir Keflavíkurflugvöll The post Isavia hefur fengið nýtt skipurit appeared first on 24 stundir. | |
| 17:33 | Eldur í bíl við Miklubraut Eldur kviknaði í bíl á gatnamótum Háaleitisbrautar og Miklubrautar um klukkan fimm síðdegis í dag. | |
| 17:30 | Bílastæðastríð á Grensásvegi – „Því miður höfum við því ekki annan kost en að ráðast í lögfræðilegar aðgerðir“ Eigendur verslunarinnar Istanbul Market við Grensásveg hafa birt tilkynningu þar sem þeir saka eiganda BK Kjúklings um yfirgang varðandi bílastæði. Segjast þeir tilneyddir til að grípa til lögfræðilegra aðgerða þar sem BK Kjúklingar nýti sér bílastæði þeirra eigi og sinni ekki ábendingum þeirra þess efnis. Í tilkynningunni segir: „Kæru viðskiptavinir, Tveir bílar sem nú standa Lesa meira | |
| 17:26 | Eldur í sendibíl á Miklubraut Eldur logað í sendibíl á Miklubraut í Reykjavík í dag og var dælubíll og sjúkrabíll sendur á staðinn. Búið er að slökkva eldinn og voru ekki slys á fólki, að sögn slökkviliðs. | |
| 17:25 | VR leitar til Félagsdóms vegna útreiknings SA Alþýðusamband Íslands, fyrir hönd stéttarfélagsins VR, hefur stefnt Samtökum atvinnulífsins fyrir Félagsdóm vegna ágreinings um þá hækkun á launatöxtum sem tók gildi um áramótin. | |
| 17:20 | Snjóbrettakappi handtekinn fyrir stórfellt fíkniefnasmygl Fyrrverandi ólympíukappi hefur verið handtekinn í Mexíkó og verður framseldur til Bandaríkjanna. Hann var eftirlýstur í tengslum við manndráp og fíkniefnaflutning.Ryan Wedding er kanadískur og keppti fyrir hönd heimalandsins á snjóbretti á vetrarólympíuleikunum í Salt Lake City í Bandaríkjunum árið 2002. Hann er sakaður um að hafa síðastliðinn áratug staðið að umfangsmiklum kókaíninnflutningi frá Kólumbíu til Bandaríkjanna.Kash Patel, yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar, segir ýmislegt benda til þess að hann hafi einnig tilheyrt Sinaloa glæpahópnum í Mexíkó. Hann hefur áður líkt Wedding við alræmda kólumbíska fíkniefnabaróninn Pablo Escobar.Sjö voru handtekin í tengslum við rannsókn á Wedding í Kanada í nóvember og Bandaríkin vinna að því að fá þá framselda til Bandaríkjanna. Meðal þe | |
| 17:11 | Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Franska kvikmyndahátíðin verður haldin í 26. sinn í Bíó Paradís frá 23. janúar til 1. febrúar. Á dagskrá eru tíu franskar kvikmyndir, nýjar í bland við samtímaklassík. Franska leikkonan Isabelle Huppert verður meðal gesta. | |
| 17:11 | Tíkin Yanka fundin – þjófurinn handtekinn Belgíska malinois-tíkin Yanka er fundin í Þrándheimi en hennar, og Volvo XC70-bifreiðar eigenda hennar, var sárt saknað eftir að bifreið og dýri var stolið í gærkvöldi eins og mbl.is fjallaði um í morgun. | |
| 17:08 | Segir yfirmanninn ekki hafa logið Líf Magneudóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir þær fullyrðingar rangar, að yfirmaður vetrarþjónustu borgarinnar hafi logið í fjölmiðlum þegar hann sagði að vetrarþjónustan hefði farið af stað klukkan fjögur aðfaranótt þriðjudags. | |
| 17:03 | Skipulagsbreytingar hjá Isavia Nýtt skipurit var kynnt hjá Isavia ohf. í dag með það að markmiði að endurspegla betur viðskiptalíkan félagsins fyrir Keflavíkurflugvöll, auk þess sem aukin áhersla verður lögð á mannauð, fyrirtækjamenningu og viðskiptaþróun. | |
| 17:02 | Saka Deel um að njósna um samkeppnisaðila Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur hafið rannsókn á njósnaásökunum sem tengjast mannauðsfyrirtækinu Deel. | |
| 16:58 | Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Plötusnúðurinn sem þeytti skífum í brúðkaupi Brooklyns Beckham og Nicolu Peltz hefur sagt upplifun sína af fyrsta dansi brúðgumans við móður sína, Victoriu Beckham, eftir að brúðurin hafði hlaupið grátandi út. Aðstæður hefðu verið vandræðalegar fyrir alla í salnum. | |
| 16:45 | Karlmennskudýrkun og vaxandi kvenhatur í Bandaríkjunum Framsæknar hvítar konur hafa lengi verið skotspónn MAGA-hreyfingar Donalds Trumps forseta, en árásir á þennan lýðfræðilega hóp hafa orðið sérstaklega grimmilegar undanfarnar vikur. Fjölmargir íhaldssamir álitsgjafar hafa brugðist við drápi innflytjendalögreglumanns á Rene Good, 37 ára bandarískri konu í Minneapolis sem mótmælti hörku gegn innflytjendum, með því að rægja hana. Sjá einnig Drepin af ICE og svo sökuð um hryðjuverk... | |
| 16:40 | Lýsa yfir neyðarástandi vegna vetraharkna Mikið vetrarveður mun ganga yfir Bandaríkin í dag en reiknað er með að um 160 milljónir Bandaríkjamanna megi eiga von á mikilli ísingu og snjókomu. Yfirvöld vara við afar hættulegum aðstæðum og hálku. Segja þau að búast megi við „hamfarakenndum“ aðstæðum. | |
| 16:38 | Deilibílar teknir í notkun við Grensásveg Fyrirtækið Flandur hefur tekið í notkun nýja deilibílalausn á íslenskum húsnæðismarkaði. | |
| 16:37 | Heiða Björg í leynihópi – „rústum þessum gaurum“ Samtökin um karlaathvarf fara hörðum orðum um Heiðu Björgu Hilmarsdóttur í grein á vef sínum og saka hana um níðingsskap gagnvart karlmönnum og að hún hafi verið í lokuðum leynihópi öfgafeminsta á netinu þar sem feður voru nafngreindir og birtar af þeim myndir. Á þessum lokaða vef segja samtökin að hún hafi m.a. lækað við […] The post Heiða Björg í leynihópi – „rústum þessum gaurum“ appeared first on Fréttatíminn. | |
| 16:35 | Niðurfelling flugferða hefur ekki áhrif á ferðamennsku á Norðurlandi Starfandi framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands segir mikinn áhuga á millilandaflugi til og frá Akureyri þó að fyrirætlanir Niceair um leiguflug hafi ekki gengið að óskum. Hann vonar að takist að hefja flug síðar á árinu.Á þriðjudag var áætlaðri jómfrúarferð Niceair til Kaupmannahafnar aflýst vegna dræmrar sölu. Forsvarsmaður félagsins segir stefnt á að reyna aftur flug síðar á árinu en félagið hefur engar flugvélar til umráða sjálft og skipuleggur því eins konar leiguflug. BYGGJA EKKI UPP VÆNTINGAR EN SEGJA MARKAÐINN TIL STAÐAR Halldór Óli Kjartansson, starfandi framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, segir markaðsstofuna ekki hafa haft beina aðkomu að þessu verkefni eins og mörgum öðrum sem tengjast flugi til Akureyrar. Það sé alltaf miður þegar verkefni gangi ekki upp.„Við hor | |
| 16:34 | Taívanskt fyrirtæki kaupir Flyover Iceland Taívanskt fyrirtæki, Brogent technologies, hefur náð samkomulagi um kaup á íslenska fyrirtækinu Flyover Attractions, sem inniheldur Flyover Iceland. Stjórnendur Flyover Iceland segja að rekstur fyrirtækisins muni haldast óbreyttur. | |
| 16:31 | Inga Sæland afdráttarlaus í svari um ESB „Ég skil ekkert í hvað forsætisráðherrann er að fara. Ég held að aðstæður í heiminum séu klárlega ekki með þeim hætti að nú sé tækifæri til þess að loka sig af í einhverri viðskiptablokk, heldur sé miklu mikilvægara að efla sjálfstæðið og verja fullveldið með því að láta efnahagslífið á Íslandi blómstra.“ | |
| 16:23 | Ekkert lát á hækkunum Amaroq Hlutabréfaverð Amaroq aldrei verið hærra. Gengi Íslandsbanka lækkar í 1,4 milljarða viðskiptum. | |
| 16:23 | Grinch siglt til hafnar í Marseille Franskir saksóknarar eru að rannsaka olíuflutningaskip sem stöðvað var á Miðjarðarhafinu í gær. Skipið, sem ber nafnið Grinch er talið tilheyra svokölluðum „skuggaflota“ sem notaður er til að komast hjá viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum. Áhlaupið í gær var í fyrsta sinn Evrópuþjóð stöðvar skip á siglingu með þessum hætti og tekur stjórn á því. | |
| 16:21 | „Þessu ofbeldi verður að linna og það strax“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segist vonast til þess að aukafundur mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna veiti rannsóknarnefnd víðtæka heimild til að rannsaka mannréttindabrot í Íran. Ísland er eitt 47 kjörinna aðildarríkja mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna og átti frumkvæði að aukafundi um stöðu mannréttinda í Íran sem haldinn verður síðdegis í dag.„Þessi aukafundur mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna er mjög mikilvægur. Hann sendir um leið skýr skilaboð til yfirvalda í Íran um leið og alþjóðasamfélagið bæði fordæmir og hafnar afdráttarlaust þessu gegndarlausa ofbeldi sem almenningur í Íran hefur mátt sæta,“ segir Þorgerður Katrín.„Það sjá allir og allt skynsamt fólk að þessu ofbeldi verður að linna og það strax.“Almenningur í Íran hefur mótmælt stjórnvöldum frá því um | |
| 16:18 | Sjö í framboð í efstu sætin í prófkjöri Viðreisnar í Kópavogi Kjörstjórn Viðreisnar í Kópavogi hefur staðfest sjö framboð vegna prófkjörs fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor. Framboðsfrestur rann út á hádegi. Þrjú buðu sig fram í fyrsta sæti, Birgir Örn Guðjónsson, deildarstjóri hjá Barna- og fjölskyldustofu, María Ellen Steingrímsdóttir lögfræðingur og Pétur Björgvin Sveinsson, varaþingmaður og aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar. Jóhanna Pálsdóttir bauð sig fram í annað sæti og Arnar Grétarsson, viðskiptafræðingur, og Ester Halldórsdóttir, verkefnastjóri og varaþingmaður, buðu sig fram í annað til þriðja sæti. Prófkjörið verður rafrænt og kosning fer fram 7. febrúar frá miðnætti til 19. | |
| 16:15 | Segja skilið við Kringluna Verslun Joe Boxer í Kringlunni verður lokað um mánaðamótin þar sem þau hafa engar bætur fengið eftir eldsvoðann fyrir tveimur árum. Eigandinn hyggst styrkja netverslun þeirra og horfir til Skandinavíu. | |
| 16:15 | Mikil vonbrigði í Malmö Ísland tapaði sínum fyrsta leik á EM í handbolta, gegn Króatíu, 29-30, eftir að staðan í hálfleik var 15-19. . Íslenska liðið náð aldrei almennilegum takti í leiknum og Króatar leiddu allan tímann. Varnarleikur og markvarsla vorum í molum mestan hluta leiksins en sóknarleikurinn var betri. Ísland er enn með tvö Lesa meira | |
| 16:15 | Hafa leigt út stóran hluta hússins Pétur Freyr Pétursson, framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna ehf., segir uppbyggingu á Dalvegi 30A langt komna. Stefnt sé að því að afhenda húsnæðið til leigjenda fyrir sumarið. | |
| 15:59 | Bjó í gluggalausum kjallara við slæmar aðstæður í 20 ár Karlmaður um áttrætt fannst í slæmu líkamlegu ástandi eftir að hafa búið í að minnsta kosti 20 ár í gluggalausum kjallara án salernis eða eldhúss í Helsinki, höfuðborg Finnlands. | |
| 15:48 | Vinstri græn velja fulltrúa á lista í febrúar Vinstri græn, VG, ætla að halda forval um efstu þrjá fulltrúa hreyfingarinnar í sæti á lista Vor til vinstri í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Forvalið verður með rafrænum hætti dagana 20. til 22. febrúar. Þetta kemur fram í tilkynningu. VG í Reykjavík og Vor til vinstri ætla að bjóða fram sameiginlegan lista í borgarstjórnarkosningunum. Sanna Magdalena Mörtudóttir, Vori til vinstri, leiðir framboðið. Fulltrúar VG verða í 2., 3. og 6. sæti.Frestur til að tilnefna frambjóðendur rennur út á miðnætti 25. janúar og framboðsfrestur rennur út á miðnætti 1. febrúar. Hægt er að senda tilnefningar á netfangið kjorstjorn@vg.is | |
| 15:41 | Hlutabréf Sýnar komin niður í 17,1 Fjárskipta- og fjölmiðlafélagið lækkar og lækkar í mjög litlum sem engum viðskiptum. | |
| 15:33 | Björguðu dádýri sem festist í banka Lögreglan í Suffolk-sýslu í New York í Bandaríkjunum fór í heldur óvenjulegt útkall á dögunum. Þegar á vettvang var komið bjuggust lögreglumennirnir sennilega frekar við bankaræningjum en í staðinn mætti þeim dádýrstarfur sem hafði brotist inn um glugga á bankanum og sat fastur.Tarfurinn var greinilega skelkaður, rakst í veggi og húsgögn og olli nokkru tjóni. Það tók lögregluna dágóðan tíma að klófesta dýrið en á endanum festist tarfurinn inni á skrifstofubás. Lögreglumennirnir teymdu tarfinn út um glugga á bankanum og af þessum myndum að dæma virðist hann hafa verið frelsinu feginn. | |
| 15:32 | Höfundur Borgen: Hefði ekki getað skáldað þessa atburðarás Handritshöfundurinn Adam Price sem er höfundur dönsku þáttaraðanna Borgen segir að ef hann hefði lagt til söguþráð þar sem Bandaríkjaforseti ásælist Grænland með þeim hætti sem Donald Trump hefur gert hefði verið hlegið að honum.Stjórnmáladramað Borgen er með vinsælustu sjónvarpsþáttum Danmerkur. Þeir voru einnig sýndir hér á landi og streymisveitan Netflix keypti réttinn á þeim dýrum dómum.Price skrifar skoðanagrein sem Guardian birti í dag þar sem hann rekur sögu Grænlands og Danmerkur.Grænland er einmitt sögusvið fjórðu þáttaraðarinnar af Borgen þar sem olíufundur á þar skapar margvísleg vandamál milli Grænlands og Danmerkur.Price segir þau hafa lagt upp með að skapa dramatískan söguþráð sem væri trúverðugur en færði spennuna á Norðurslóðum í aukana.„Hefði ég lagt til söguþráð um bandar | |
| 15:30 | Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Kanadamaðurinn Ryan Wedding, sem keppt hefur á Vetrarólympíuleikunum fyrir hönd Kanada, hefur verið handtekinn en hann var einn af þeim tíu mönnum sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) vilja mest koma höndum yfir. Wedding hefur verið ákærður fyrir morð, smygl og peningaþvætti og hefur verið á flótta frá því í fyrra. | |
| 15:30 | Lögreglan sá dularfullt par við Landakotskirkju – Svartri tösku kastað í runna Laugardaginn 20. apríl árið 2024 veittu lögreglumenn á eftirlitsferð karli og konu við Landakotskirkju athygli. Karlinn hélt á svartri tösku og á móti honum stóð kona. Þegar þau veittu lögreglu athygli kastaði maðurinn töskunni í runna við hliðina á þeim og gengu þau síðan í burtu. Í töskunni reyndist vera nokkurt af fíkniefnum, m.a. hassi Lesa meira | |
| 15:24 | Atlas besta vélmennið í Las Vegas Vélmennið Atlas og sjónvörp frá Samsung og LG vöktu athygli á árlegu tæknisýningunni í Las Vegas. | |
| 15:23 | Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Francis Buchholz, fyrrverandi bassaleikari þýsku rokksveitarinnar Scorpions, er látinn, 71 árs að aldri. | |
| 15:23 | Arnar Grétarsson í stjórnmálin Arnar Grétarsson, fyrrverandi landsliðs- og atvinnumaður í knattspyrnu og knattspyrnuþjálfari hér heima síðustu ár, er komin í pólitíkina. Hann gefur kost á sér fyrir Viðreisn í komandi sveitarstjórnarkosningum í Kópavogi. | |
| 15:15 | Beckham: Fjölskylda eða vörumerki? Netverjar geta ekki hætt að dæla út jarmi um Beckham-fjölskylduna. Það er ekkert leyndarmál að Brooklyn hefur verið ósáttur við foreldra sína lengi. Nú sakar hann foreldra sína um að eyðileggja samband hans og eiginkonu hans, Nicolu Peltz. | |
| 15:12 | Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Samhliða umfangsmiklum veituframkvæmdum í Lönguhlíð í Reykjavík fær gatan nýtt útlit. Miðeyjan hverfur og sérstakir hjólastígar verða beggja vegna götunnar. Gangstéttir verða næst lóðamörkum en hjólastígarnir verða einstefnustígar upp við gangstéttarnar. Heildarkostnaður framkvæmdanna nemur ríflega milljarði króna. | |
| 15:10 | Lárus gefur ekki áfram kost á sér í stjórn Lárus Blöndal sem setið hefur í stjórn Eimskips frá árinu 2014 hefur lýst því yfir að hann hyggist ekki gefa kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. | |
| 15:08 | Sameinast í nýju innviðafélagi Origo og Rafholt hafa undirritað samkomulag um sameiningu Rafholts og Orku- og innviðasviðs Origo undir kennitölu Rafholts. Sameinað félag er sagt ætla sér að verða leiðandi á sviði stafrænna innviða, öruggrar orku og orkuskipta, með áherslu á gagnaver, orkulausnir og flókna tæknilega innviði. | |
| 15:02 | Lárus að hætta í stjórn Eimskips Lárus Blöndal hefur setið í stjórn Eimskips frá árinu 2014. |