| 00:35 | Íran lokar lofthelgi sinni Í tilkynningu frá Flightradar24 kemur fram að Íran hafi gefið út svokallaða Notam-tilkynningu um að lofthelgi landsins hafi verið lokað. Samkvæmt tilkynningunni mun lokunin standa yfir í um tvær klukkustundir. Lokunin gildir um öll flug nema millilandaflug til og frá Íran, þau flug geta lent gegn leyfi stjórnvalda. Á flugkorti Flightradar24 sjást nær engar flugvélar fljúga yfir Íran. | |
| 23:55 | Bandaríkin gætu skaðað eigin hagsmuni Öldungadeildarþingmaðurinn Mitch McConnell varaði í dag við því að Bandaríkin gætu skaðað eigin öryggishagsmuni á norðurslóðum ef þau halda áfram að hóta að taka yfir Grænland eða rjúfa stjórnmálasamstarf við Danmörku. | |
| 23:50 | Ráku ekki fleyg í samstarf Dana og Grænlendinga „Bandaríkjunum tókst ekki að reka fleyg í samstarf Grænlands og Danmerkur,“ sagði Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur. | |
| 23:45 | Trump rak löngutöng framan í mótmælanda Svo virðist sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi rekið upp löngutöng og hreytt fúkyrðum í verksmiðjustarfsmann sem mótmælti meðferð hans á málefnum kynferðisbrotamannsins Jeffery Epstein. | |
| 23:45 | Vantraust samþykkt á rektor og stjórnendur skólans Starfsmenn Háskólans á Bifröst hafa samþykkt vantrausttillögu á hendur Margrétar Jónsdóttur Njarðvík rektors, Guðrúnar Johnsen, deildarforseta viðskiptadeildar skólans, og Kasper Simo Kristensen, rannsóknarstjóra skólans. | |
| 23:27 | Maður grunaður um kynferðisbrot í Hafnarfirði hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald Karlmaður sem ákærður er fyrir að brjótast inn á heimili í Hafnarfirði að næturlagi og brjóta á tíu ára dreng hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson héraðssaksóknari en Vísir greindi fyrst frá.Héraðssaksóknari kærði úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að hafna kröfu um gæsluvarðhald yfir manni á fimmtugsaldri í Hafnafirði til Landsréttar fyrr í vikunni. Á meðan málið var til rannsóknar taldi lögregla að forsendur fyrir gæsluvarðhaldi væru ekki fyrir hendi á meðan málið var rannsakað en héraðssaksóknari fór fram á gæsluvarðhald yfir manninum um leið og málið kom á hans borð. | |
| 23:25 | Fleiri herskip til Grænlands Enn fleiri hermenn frá ríkjum innan Atlantshafsbandalagsins munu fara til Grænlands næstu daga. Þá verða fleiri herskip og herþotur sendar til landsins. | |
| 23:20 | Blaðamannafundur tók óvænta stefnu Blaðamannafundur Framsóknar tók óvænta stefnu í gærmorgun þegar Sigurður Ingi Jóhannsson formaður flokksins og Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður buðu blaðamönnum upp á að skjóta spurningum til þeirra í beinni útsendingu | |
| 23:10 | Helgi Bjartur úrskurðaður í gæsluvarðhald Helgi Bjartur Þorvarðarson, sem gefið er að sök að hafa brotið kynferðislega á tíu ára dreng í Hafnarfirði í september í fyrra, var í kvöld úrskurðaður í gæsluvarðhald. Gagnrýnt hefur verið að hann hafi ekki sætt gæsluvarðhaldi sl. mánuði. | |
| 23:03 | Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Karlmaður hefur verið ákærður fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni þegar hún var sex til níu ára gömul. Sami maður hlaut fyrir tveimur árum þungan dóm fyrir kynferðisbrot gegn móður stúlkunar en sat aldrei inni, að sérstakri ósk móðurinnar. | |
| 22:56 | Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Karlmaður á fimmtugsaldri sem grunaður er um kynferðisbrot gegn tíu ára dreng á heimili þess síðarnefnda í Hafnarfirði hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Landsréttur sneri við úrskurði Héraðsdóms Reykjaness sem hafði áður hafnað kröfu héraðssaksóknara um gæsluvarðhald. | |
| 22:55 | Utanríkismálastjóri ESB segir tímabært að byrja að drekka Miðað við gang mála hjá heimsbyggðinni gæti verið gráupplagt núna að byrja að drekka. Þessi orð lét Kaja Kallas utanríkismálastjóri Evrópusambandsins falla við þingflokksformenn Evrópuþingsins á fundi með þeim í dag. | |
| 22:55 | Utanríkismálastjóri ESB hyggst hefja drykkju Miðað við gang mála hjá heimsbyggðinni gæti verið gráupplagt núna að byrja að drekka. Þessi orð lét Kaja Kallas utanríkismálastjóri Evrópusambandsins falla við þingflokksformenn Evrópuþingsins á fundi með þeim í dag. | |
| 22:52 | Afskipti Bandaríkjahers í Íran ólíklegri Donald Trump Bandaríkjaforseti ræddi við blaðamenn rétt í þessu. Hann segir að írönsk stjórnvöld séu hætt að taka mótmælendur af lífi. | |
| 22:46 | „Það er stundum talað eins og helmingur drengja útskrifist ólæs“ Viðtal við Ingu Sæland, nýjan mennta- og barnamálaráðherra, í Kastljósi í gær vakti sterk viðbrögð. Inga dró upp dökka mynd af stöðu menntakerfisins, og boðaði róttækar breytingar.Í þætti kvöldsins var rætt um stöðu menntakerfisins, vandamál og úrlausnir, við þau Amalíu Björnsdóttur, prófessor við menntavísindasvið Háskóla Íslands, og Magnús Þór Jónsson, formann Kennarasambands Íslands. KÍ OG INGA NÁ HÖNDUM SAMAN Magnús segir viðbrögð gærdagsins sýna að engum sé sama um menntamálin. Það hafi einnig leitt það af sér að Kennarasambandið átti góðan fund með Ingu í dag þó svo að ýmislegt hefði mátt betur fara í viðtalinu í gær.„Við teljum okkur vera bara á góðum stað með það að við séum með einstakling í ráðuneytinu sem ber mikinn metnað fyrir að ná árangri í skólakerfinu,“ sagði Magnús.Han | |
| 22:45 | Segir bílhræ í vanhirðu hættulegt börnum „Þessir karlar þarna eru þeir sömu og voru að tappa eldsneyti af bílum,“ segir borgari sem hafði samband við mbl.is vegna jarðneskra leifa bifreiðar sem hann telur til lítillar prýði við hlið félagsmiðstöðvar í Hólmaseli. | |
| 22:43 | Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Formaður Landssamtaka Grænlendinga í Danmörku hvetur Íslendinga og aðra sem búsettir eru í Danmörku til að sýna samstöðu með Grænlendingum í verki með því að mæta á samstöðumótmæli sem skipulögð hafa verið víðsvegar um Danmörku á laugardaginn. Hún segir Grænlendinga þurfa á andlegri fyrstu hjálp að halda í ljósi málflutnings Bandaríkjaforseta um að vilja eignast landið, með einum eða öðrum hætti. | |
| 22:35 | 50 bændur handteknir í París Fimmtíu bændur voru handteknir í París í dag eftir að hafa brotið sér leið inn í landbúnaðarráðuneyti Frakkalands. | |
| 22:16 | Safnar undirskriftum gegn sendiherraefni Trump á Íslandi – „Við viljum ekki svona mann“ Jón Axel Ólafsson fjölmiðla- og athafnamaður hefur stofnað til undirskriftasöfnunar á Ísland.is en tilgangurinn með henni er að hvetja Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra til að hafna því að Billy Long fái að taka við stöðu sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi en Donald Trump forseti landsins hefur tilnefnt Long í embættið. Hefur Long sagt að Ísland ætti Lesa meira | |
| 22:15 | Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Maður á fertugsaldri, sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás í Reykjavík í lok síðustu viku, er á batavegi. Tveir menn sitja í gæsluvarhaldi vegna málsins sem er til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. | |
| 22:15 | Bretar loka sendiráði sínu í Íran Bretland hefur lokað sendiráði sínu í Íran eftir hótanir Donalds Trumps Bandaríkjaforseta um að ráðast inn í landið. | |
| 22:15 | Sturlu minnst við upphaf þingfundar Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis minnist við upphaf fundar á Alþingi í dag Sturlu Böðvarssonar, fyrrverandi bæjarstjóra, forseta Alþingis og ráðherra sem að lást á líknardeild Landspítala á laugardaginn var, áttræður að aldri. | |
| 22:06 | Líkir ástandinu í heimalandinu við Þýskaland nasismans:„Þetta er helför nútímans“ Írani sem býr hér á landi bindur vonir við að Bandaríkjaforseti standi við orð sín og skerist í leikinn í Íran. Hann líkir ástandinu í heimalandinu við Þýskaland nasismans. LÁTA LÍKIN LIGGJA Í HRÚGUM TIL ÞESS AÐ HRÆÐA FÓLK Mótmælendur hafa þyrpst út á götur í Íran dag eftir dag frá 28. desember. Mótmælin hófust með verkfalli verslunareigenda í höfuðborginni Teheran í mótmælaskyni við bágborið efnahagsástand og lágt gengi íranska ríalsins gagnvart bandaríkjadal. Verkfallið varð að ófriðarbáli og lenti mótmælendum saman við lögreglu. Sex voru drepnir.Mótmælin hafa undið upp á sig á síðustu tveimur vikum. Þau eru talin þau fjölmennustu og útbreiddustu í Íran síðan klerkastjórnin tók völdin árið 1979. Í byrjun var efnahagsástandi landsins mótmælt, en fljótlega fór krafa um stjórnarskipti að | |
| 22:00 | Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Arsenal vann 3-2 á útivelli gegn Chelsea og fer því með eins marks forystu í seinni leik liðanna í undanúrslitum enska deildabikarsins. Viktor Gyökeres skoraði og lagði upp fyrir Skytturnar en Alejandro Garnacho skoraði tvennu fyrir Chelsea. | |
| 22:00 | Vottunin heyri sögunni til í haust Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp um afnám jafnlaunavottunar í núverandi mynd á þessu þingi. Verði lögin samþykkt mun breytingin taka gildi næsta haust. | |
| 22:00 | Tíu Bretum bannað að stíga fæti á Frakkland Frönsk yfirvöld hafa bannað tíu breskum hægriöfgaaðgerðasinnum að stíga fæti á franska grund eftir þátttöku þeirra í ítrekuðum aðgerðum sem fólust í að stöðva flóttamannabáta á leið yfir Ermarsund frá Frakklandi til Bretlands. | |
| 21:50 | Hætt hafi verið við aftökur í Íran Donald Trump Bandaríkjaforseti segir írönsk stjórnvöld ekki muna fylgja eftir hótunum sínum að taka mótmælendur af lífi. | |
| 21:44 | Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segist hafa farið bjartari út af fundi með Ingu Sæland mennta- og barnamálaráðherra en hann fór inn á hann. Fundurinn stóð yfir í rúmlega þrjár klukkustundir að hans sögn. | |
| 21:41 | Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Norsk stjórnvöld hafa vegna óvissu í varnar- og öryggismálum kynnt áform um að lög um herlögreglu verði látin gilda á Jan Mayen. Breytingin þýddi að Norðmenn gætu framfylgt herlögum á þessari nágrannaeyju Íslands. | |
| 21:30 | Segir að hætt hafi verið við aftökur í Íran og hernað Bandaríkjanna koma enn til greina Donald Trump forseti Bandaríkjanna fullyrðir að írönsk stjórnvöld hafi hætt við aftökur á mótmælendum þar í landi og útilokar ekki að Bandaríkin muni beita hernaðaraðgerðum í Íran vegna aðgerða þar í landi gegn mótmælendum. Trump tjáði sig um málefni Írans við blaðamenn nú fyrir stuttu auk þess að lýsa enn yfir efasemdum um getu Dana Lesa meira | |
| 21:30 | Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Grindavík tekur á móti Njarðvík í slag tveggja af efstu liðum Bónus-deildar kvenna í körfubolta og má búast við hörkuleik. | |
| 21:30 | FBI gerði húsleit á heimili blaðamanns Bandaríska alríkislögreglan, FBI, gerði húsleit á heimili blaðamanns Washington Post. | |
| 21:20 | Engar reglur brotnar þegar óvæntur gestur mætti Sverrir Jónsson skrifstofustjóri Alþingis segir hvorki aðgangs- né öryggisreglur hafa verið brotnar þegar manni var hleypt á blaðamannafund Framsóknarflokksins í Skála í Alþingishúsinu í gærmorgun með fjölmiðlapassa. | |
| 21:20 | Kínverjar ekki fjárfest í Grænlandi Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, segir Kínverja ekki hafa fjárfest í innviðum í Grænlandi. | |
| 21:00 | Fimm vilja skaffa borgarlínutré Fimm fyrirtæki hafa lýst sig áhugasöm um að útvega trjágróður fyrir fyrsta áfanga borgarlínu. Betri samgöngur ohf. réðust í markaðskönnun þar sem óskað var eftir upplýsingum frá áhugasömum aðilum sem geta útvegað trjágróður | |
| 21:00 | Gagnrýna Belga fyrir heimskulega skatta Lágfargjaldaflugfélagið Ryanair tilkynnti í dag að það væri að íhuga að draga úr flugi sínu í Belgíu, sérstaklega á stærstu evrópsku miðstöð sinni á Charleroi-flugvelli, vegna „heimskulegra“ skatta belgískra yfirvalda. | |
| 20:45 | Segir Dani ekki geta varið Grænland Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ekki geta treyst því að Danir geti varið Grænland fyrir Rússum og Kínverjum. Ef annað hvort ríkið ráðist inn í Grænland geti Bandaríkin það hins vegar. | |
| 20:45 | „Það eru allir á tánum“ Engin vinna við varnargarða fer nú fram við Grindavík, en þeir sem koma að þeirri vinnu eru engu að síður á varðbergi og tilbúnir til viðbragðs ef eldgos skyldi hefjast. | |
| 20:40 | Borgarráð ákvað að leigja út „ónothæft“ húsið Reykjavíkurborg setti vísvitandi inn í leigusamning um hjallann í Gufunesi sem brann í stórbruna í fyrradag ákvæði um að sveitarfélagið bæri ekki ábyrgð mögulegu tjóni er varar eld, reyk og vatn. | |
| 20:38 | Gjaldþrot Ayandeh bankans og efnahagsleg staða Íran Efnahagur Íran er í rúst vegna peningaprentunar seðlabankans, óstjórnar í bankakerfi landsins og efnahagsþvinganna. | |
| 20:30 | Ekki komin ástæða til að fara fram á varðhald aftur Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir „nokkuð stóran hóp“ nú rannsaka mál er varðar millifærslur upp á 400 milljónir án innistæðu af bankareikningum Landsbankans og Arion banka. | |
| 20:25 | Þorgerður bregst við fundinum í Washington Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segist aðeins jákvæðari eftir fund utanríkisráðherra Danmerkur og Grænlands með bandarískum ráðamönnum þrátt fyrir að niðurstaðan hafi ekki verið sú sem hún óskaði sér. | |
| 20:01 | Fékk afa sinn með sér á skólabekk Guðni Ágústsson fyrrverandi alþingismaður var ekki lengi að hugsa sig um þegar barnabarn hans bað hann um að koma með sér í íslenskuáfanga í framhaldsskóla og skellti sér með honum í námið. Þeir félagar ætla að skiptast á þekkingu og búast við háum einkunnum. | |
| 20:00 | Þingmaður meðal á þriðja tug manna sem lagt hafa fram sameiginlega kæru gegn Reykjavíkurborg Alls hafa 21 einstaklingur lagt fram sameiginlega stjórnsýslukæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Meðal kærendanna eru Dagbjört Hákonardóttir þingmaður Samfylkingarinnar, fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður, og eiginmaður hennar. Snýst kæran um málsmeðferð Reykjavíkurborgar vegna uppbyggingar á 60 íbúða fjölbýlishúsi á lóð við Háteigsveg 35. Vilja kærendur meina að breyting sem gerð hafi verið á deiliskipulagi, vegna uppbyggingarinnar, Lesa meira | |
| 19:56 | Þjóðverjar og Frakkar líka til Grænlands Þýski herinn mun senda hermann til Grænlands líkt og fleiri Evrópuþjóðir hafa heitið að gera í dag. Franski herinn mun einnig taka þátt í evrópsku hernaðarverkefni í Grænlandi. | |
| 19:55 | Sendiherraefni Trumps grínast með að Ísland verði hluti af Bandaríkjunum Fyrrverandi þingmaður Bandaríkjanna, Billy Long, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt sem sendiherra við Ísland, grínaðist við þingmenn í vikunni með að Ísland yrði 52. ríki Bandaríkjanna. Frá þessu greinir fjölmiðillinn Politico.Bandaríkin eru einungis með 50 ríki og er því óljóst hvert 51. ríkið er, en ætla má að Grænland hreppi það sæti í huga Long. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað lýst því yfir að hann vilji ná yfirráðum yfir Grænlandi. Margir hafa spurt sig hvort forsetinn kunni að ásælast fleiri lönd á norðurslóðum og því ljóst að mörgum verður ekki skemmt yfir gríni Long.Utanríkisráðherrar Grænlands og Danmerkur sóttu í dag fund með varaforseta og utanríkisráðherra Bandaríkjanna, þar sem þeir fyrrnefndu ítrekuðu afstöðu sína gegn því að Bandaríkin legðu Græn | |
| 19:55 | „Því miður þá verðum við að orða þetta þannig að ráðherra fer ekki með rétt mál“ Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri hefur frá 2004 þróað byrjendalæsi - kennsluaðferð fyrir yngsta stig grunnskóla.Og þau eru sökudólgarnir ef miðað er við orð Ingu Sæland, nýs barna- og menntamálaráðherra, sem sagt hefur í viðtölum að byrjendalæsisstefnan væri ástæða þess að nærri 50% ungra drengja væru nánast ólæs eftir tíu ára grunnskólagöngu. „ÞAÐ STÓÐ EKKI STEINN YFIR STEINI Í ÞVÍ SEM HÚN VAR AÐ SEGJA“ „Því miður þá verðum við að orða þetta þannig að ráðherra fer ekki með rétt mál,“ segir Gunnar Gíslason, forstöðumaður MSHA. „Í fyrsta lagi þá erum við ekki að sjá mun á drengjum og stúlkum hvað árangur í læsi verðar eftir þriðja bekk. Við erum að sjá þann mun verða til seinna í skólagöngunni.“Allar aðferðir sem byrjendalæsi byggi á séu sannreyndar og fjarri lagi að verkefn | |
| 19:42 | Danir og Grænlendingar ánægðir með fundinn mikilvæga en Bandaríkin vilja enn komast yfir Grænland – Kauptilboð sagt vera í undirbúningi Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra Danmerkur og Vivian Motzfeldt utanríkisráðherra Grænlands funduðu í dag með J.D. Vance varaforseta Bandaríkjanna í Washington. Rasmussen og Motzfeldt héldu nú í kvöld, að íslenskum tíma, blaðamannafund við danska sendiráðið. Beðið hafði verið með óþreyju eftir niðurstöðu fundarins í kjölfar opinskárrar ásælni Bandaríkjanna í að komast yfir Grænland. Niðurstaðan virðist þó Lesa meira | |
| 19:39 | Enn grundvallarágreiningur milli ríkjanna Enn er grundvallarágreiningur milli Grænlands og Danmerkur annars vegar og Bandaríkjanna hinsvegar um framtíð Grænlands. | |
| 19:34 | Hörður svarar Rannveigu Rist Hörður Arnarson gagnrýnir ummæli Rannveigar Rist um skammtímahugsun Landsvirkjunar á sinni forstjóratíð. | |
| 19:33 | Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Lundúnaliðin Chelsea og Arsenal mætast í fyrri leik sínum í undanúrslitum enska deildabikarsins í fótbolta í kvöld. Leikurinn er sýndur á Sýn Sport Viaplay. | |
| 19:30 | „Er þetta ekki eitthvert mesta fullveldisafsal sem hægt er að hugsa sér?“ Hefur Ísland nú þegar afsalað fullveldi sínu? Þessu veltir fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason fyrir sér í færslu í dag. Egill skrifar á Facebook, sem er samfélagsmiðill í eigu bandaríska tæknifyrirtækisins Meta. „Það er talað um fullveldi. Við eigum þessi samskipti hér á bandarískum vef. Meira og minna öll samskipti okkar á netinu eru á síðum og Lesa meira | |
| 19:30 | Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði sölu og dreifingu áfengis í húsnæði í Kópavogi á mánudaginn. Þrír voru handteknir í aðgerðum lögreglu á vettvangi vegna málsins og færðir á lögreglustöð, en síðan sleppt að loknum yfirheyrslum. | |
| 19:30 | Hvers vegna er Grænland svona eftirsótt? Grænland hefur verið mikið í umræðunni upp á síðkastið eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað heitið því að ná völdum á eyjunni af þjóðaröryggisástæðum. | |
| 19:25 | „Vakna á hverjum morgni við nýjar hótanir“ „Það er ekki auðvelt að hugsa í skapandi lausnum þegar maður vaknar á hverjum morgni við nýjar hótanir,“ sagði Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, eftir fund hans og grænlenska utanríkisráðherrans, Vivian Motzfeldt, með bandarískum starfsbróður þeirra og varaforsetanum JD Vance. Svo virðist sem afstaða Bandaríkjanna um að taka yfir Grænland hafi ekki breyst á fundinum og var niðurstaðan að „sjónarmið... | |
| 19:02 | Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Þung orð voru látin falla um mennta- og barnamálaráðherra eftir viðtal um menntamál í gær. Ráðherra var sögð dreifa falsfréttum og þurfa menntun í málaflokknum. Formaður Kennarasambandsins var boðaður á fund í ráðuneytinu í dag. | |
| 19:02 | Eyddu 750 milljónum í 100 ára afmælisfögnuð B&O Brottrekstur forstjóra Bang & Olufsen gæti tengst miklum kostnaði vegna 100 ára afmælisviðburðar. | |
| 19:01 | Alvarleg líkamsárás – tveir í gæsluvarðhaldi Tveir karlar, annar á þrítugsaldri og hinn á fimmtugsaldri, eru í gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á alvarlegri líkamsárás í Reykjavík í síðustu viku. Tilkynnt var um málið síðastliðin föstudag þegar karlmaður fannst með alvarlega áverka utandyra í austurborginni. Tveir menn voru handteknir í tengslum við málið sama dag og þeir síðan á […] The post Alvarleg líkamsárás – tveir í gæsluvarðhaldi appeared first on Fréttatíminn. | |
| 18:55 | Óánægja með sameiningu: Stórskaðar safnið Áform Loga Einarssonar, ráðherra menningar-, nýsköpunar og háskólamála, um að sameina Hljóðbókasafn Íslands og Kvikmyndasafn Íslands Landsbókasafni Íslands mælast vægast sagt illa fyrir í kvikmyndaheiminum | |
| 18:51 | Þrír handteknir fyrir sölu og dreifingu áfengis í húsnæði í Kópavogi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði sölu og dreifingu áfengis í húsnæði í Kópavogi á mánudag. Þrír voru handteknir á vettvangi vegna málsins og færðir á lögreglustöð en síðan sleppt að loknum yfirheyrslum.Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá lögreglunni.Þar segir að aðgerðin hafi verið í tengslum við rannsókn embættisins á brotum gegn áfengislögum, brotum á lögum um matvæli og tollalögum. Lögregla lagði hald á töluvert magn af áfengi í aðgerðinni. | |
| 18:49 | Töluvert magn áfengis haldlagt Þrír voru handteknir þegar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði sölu og dreifingu áfengis í húsnæði í Kópavogi á mánudag. | |
| 18:40 | Landhelgisgæslan sendir tvo fulltrúa til Grænlands Tveir fulltrúar íslensku landhelgisgæslunnar munu taka þátt í undirbúningi Arctic Endurance, heræfingu danska hersins á Grænlandi. Æfingin er liður í aukinni hernaðarviðveru á Grænlandi. | |
| 18:35 | Ákærður fyrir brot gegn sex ára stjúpdóttur Karlmaður hefur verið ákærður fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni. Brotin áttu sér stað frá vorinu 2023 að hausti 2025. | |
| 18:31 | Grindavík - Njarðvík | Toppslagur í HS Orku-höllinni Grindavík tekur á móti Njarðvík í slag tveggja af efstu liðum Bónus-deildar kvenna í körfubolta og má búast við hörkuleik. | |
| 18:30 | Borgin upplýsti True North ekki um eldhættu né gerði úrbætur Forsvarsmönnum True North var ekki greint frá því að skemman í Gufunesi, sem brann til kaldra kola á mánudag, hefði verið metin óhæf til afnota áður en leigusamningur var gerður. Reykjavíkurborg gerði engar umbætur á skemmunni þrátt fyrir að slökkvilið teldi hættulegt að nýta hana.Allt brann sem brunnið gat eftir að eldur kom upp í skemmunni í fyrradag. Þar geymdi framleiðslufyrirtækið True North leikmuni úr fjölda verkefna. ÓÁSÆTTANLEGUR FRÁGANGUR OG NOTKUN RAFMAGNS HÆTTULEG Reykjavíkurborg átti skemmuna og leigði til True North en húsaleigusamningur var undirritaður 17. mars 2024. Mánuði fyrr, 16. febrúar, gerði slökkviliðið úttekt á húsnæðinu - skömmu eftir að borgin hafði auglýst það til leigu.Í skýrslu slökkviliðs, sem fréttastofa hefur undir höndum, segir að skemman sé ekki hæf ti | |
| 18:10 | Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Utanríkisráðherrar Grænlands, Danmerkur og Bandaríkjanna auk varaforseta Bandaríkjanna funduðu í Washington í dag um framtíð Grænlands. Fundinum lauk síðdegis og í kvöldfréttum verður farið yfir allt það helsta. Við verðum í beinni frá Kaupmannahöfn þar sem fólk hefur mótmælt hótunum Bandaríkjamanna við bandaríska sendiráðið. | |
| 18:09 | Tveir fulltrúar Landhelgisgæslunnar á Grænlandi Tveir fulltrúar Landhelgisgæslunnar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Atlantshafsbandalagsins á Grænlandi. Þeir munu aðstoða við undirbúningar æfingarinnar Arctic Endurance sem hófst í dag og felur í sér verulega aukningu hermanna á Grænlandi sem harla óvenjulegt telst að hafi verið hrundið af stað akkúrat í dag. | |
| 18:09 | Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir fulltrúar Landhelgisgæslunnar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Atlantshafsbandalagsins á Grænlandi. Þeir munu aðstoða við undirbúningar æfingarinnar Arctic Endurance sem hófst í dag og felur í sér verulega aukningu hermanna á Grænlandi sem harla óvenjulegt telst að hafi verið hrundið af stað akkúrat í dag. | |
| 18:04 | Stóru flugstéttirnir ekki lagt fram kröfur Flugmenn, flugfreyjur og flugvirkjar eru með lausa kjarasamninga við Icelandair. | |
| 18:01 | Niðurstöðu Mannréttindadómstóls vísað til refsiréttarnefndar Dómsmálaráðuneytið hefur óskað eftir því að refsiréttarnefnd fari yfir niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í málum fimm kvenna sem kærðu íslenska ríkið á grundvelli óréttlátrar málsmeðferðar.Konurnar kærðu allar kynferðisofbeldi til lögreglu og voru mál þeirra felld niður af ákæruvaldinu. Mannréttindadómstóllinn dæmdi ríkið brotlegt í máli einnar konu en sýknaði það í málum hinna. Hvað er refsiréttarnefnd? Refsiréttarnefnd hefur það hlutverk að vera ráðuneytinu til ráðgjafar á sviði refsiréttar. Fimm sitja í nefndinni; lagaprófessor, lögfræðingur, ríkissaksóknari og tveir héraðsdómarar.Helstu verkefni nefndarinnar eru að: * vera dómsmálaráðherra til ráðgjafar um samningu frumvarpa og annarra reglna á sviði refsiréttar, * semja frumvörp og aðrar reglur að beiðni ráðherra á því sviði og | |
| 18:01 | Kanada og Kína slíðra sverðin Mark Carney, forsætisráðherra Kanada, mætti til Peking í dag til að funda með leiðtogum Kína. | |
| 18:00 | Fiskikóngurinn svarar fyrir sig: „Ég er ekki að fara að bjarga heiminum, eins og svo margir sem hafa hraunað yfir mig“ Fiskikóngurinn, Kristján Berg, er vanur að tala tæpitungulaust, bæði í eigin persónu og í færslum sínum á Facebook sem alla jafna vekja mikla athygli. Í þeirri nýjustu siðar hann til fá einstaklinga sem reyna af öllum sínum kröftum að stjórna öðrum, segir Kristján slíka einstaklinga mega halda áfram „að pissa uppí vindinn með því að Lesa meira | |
| 17:58 | Spretthópur ráðherra um Kveikjum neistann klofnaði – dósent skilaði séráliti Ummæli sem Inga Sæland, nýr mennta-og barnamálaráðherra, hefur látið falla um skólakerfið í viðtölum síðustu daga hafa mörg hver farið öfugt ofan í kennara og fræðimenn. Hún hefur meðal annars hlaðið skólaþróunarverkefnið Kveikjum neistann miklu lofi. „Þetta átak sem var gefið tækifæri í Vestamannaeyjum og árangurinn af því er framar björtustu vonum og er alveg frábær,“ sagði Inga meðal annars í Kastljósi í gærkvöld. VERKEFNIÐ Í UPPÁHALDI HJÁ FLOKKI FÓLKSINS Kveikjum neistann virðist Ingu og flokknum hennar hjartfólgið því fyrir þremur árum mælti Flokkur fólksins fyrir þingsályktunartillögu um að hugmyndafræðin yrði innleidd í aðalnámskrá grunnskóla. Hún náði ekki fram að ganga.Þegar Guðmundur Ingi Kristinsson, þáverandi menntamálaráðherra, var svo til nýtekinn við ráðherraembættinu ski | |
| 17:53 | Sólarhringsvöktun ætlað að efla netöryggi Fylgst verður með rauntímagögnum úr íslenska netumdæminu allan sólarhringinn í fyrirhugaðri vaktstöð sem er í burðarliðnum hjá netöryggissveit stjórnvalda, CERT-IS. Sveitin sinnir almennri vöktun yfir daginn. Magni Sigurðsson, forstöðumaður CERT-IS, segir mikla framför fólgna í sólarhringsvöktun.„Við erum með almenna vöktun og sinnum öllum tilkynningum sem við fáum en við erum ekki með sólarhringsvöktun eins og þekkist meðal annars á Norðurlöndunum og mörgum Evrópulöndum.“Vaktstöðin er liður í að efla netöryggi og verður samfjármögnuð af Evrópusambandinu í gegnum styrkjaáætlun sem kallast Digital Europe. Markmiðið er að veita skjót viðbrögð og draga úr tjóni af völdum atvikum er varða netöryggi eða jafnvel koma í veg fyrir þau.„Sérfræðingar okkar geta fylgst með allan sólarhringinn og grip | |
| 17:48 | Norski herinn sendir fulltrúa til Grænlands Noregur mun senda tvo fulltrúa frá norska hernum til Grænlands til að kortleggja frekara samstarf. | |
| 17:40 | Brot á alþjóðalögum og sáttmála Sameinuðu þjóðanna „Sérhver tilraun til að grafa undan fullveldi og landhelgi Danmerkur og Grænlands er brot á alþjóðalögum og sáttmála Sameinuðu þjóðanna.“ | |
| 17:37 | Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Tveir karlar eru í gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á alvarlegri líkamsárás í Reykjavík í síðustu viku. Annar maðurinn er á þrítugsaldri og hinn á fimmtugsaldri. | |
| 17:32 | Daði má leiðrétta! Það er óhætt að segja að margir innan bílgreinarinnar hafi hváð þegar þeir hlýddu á orð fjármálaráðherra. | |
| 17:30 | Ölvuðum OnlyFans-stjörnum vísað úr flugi með valdi eftir að þær settust í röng sæti – „Fórum í frí en enduðum á skilorði“ OnlyFans-stjörnum var vísað úr flugi American Airlines og þær handteknar fyrir að vera með óspektir um borð. Stjörnurnar höfðu keypt sér miða á almennt farrými en þegar þær komu um borð fengu þær sér sæti í fyrsta farrými og neituðu að færa sig. Fór því svo að kalla þurfti til lögreglu sem handtók konurnar tvær, Lesa meira | |
| 17:21 | Tveir áfram í gæsluvarðhaldi eftir alvarlega líkamsárás Tveir karlar hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á alvarlegri líkamsárás í Reykjavík í síðustu viku.Karlmaður fannst utandyra í austurborginni á föstudag með alvarlega áverka. Í kjölfarið voru tveir menn handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram til dagsins í dag. Það var síðan framlengt í héraðsdómi í dag.Annar maðurinn, sem er á þrítugsaldri, var úrskurðaður í fjögurra vikna varðhald á grundvelli almannahagsmuna en hinn, á fimmtugsaldri, í vikulangt varðhald vegna rannsóknarhagsmuna.Tveir menn verða áfram í haldi.RÚV / Ragnar Visage | |
| 17:21 | Tveir í gæsluvarðhaldi vegna alvarlegrar líkamsárásar Tveir karlmenn sitja í gæsluvarðhaldi vegna alvarlegrar líkamsárásar sem framin var í Reykjavík í síðustu viku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Segir í tilkynningunni að annar mannanna sé á þrítugsaldri en hinn á fimmtugsaldri, og þeir hafi verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald í þágu rannsóknarhagsmuna. Segir enn fremur að tilkynnt hafi verið Lesa meira | |
| 17:17 | Tveir handteknir vegna líkamsárásar Tveir karlmenn, annar á þrítugsaldri og hinn á fimmtugsaldri, eru í gæsluvarðhaldi grunaðir um alvarlega líkamsárás. Voru þeir úrskurðaðir í gæsluvarðhald í þágu rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. | |
| 17:13 | Snúin kjaradeila en niðurstaða gerðardóms í samræmi við kjarasamninga „Við erum ánægð með að það sé komin niðurstaða og að það sé í raun kominn á langtímasamningur. Það skiptir mestu máli og það að niðurstaða gerðardómsins sé í samræmi við þá launastefnu sem hefur verið mörkuð.“Þetta segir Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkaðssviðs hjá Samtökum atvinnulífsins, um úrskurð gerðardóms í kjaradeilu Félags íslenskra flugumferðarstjóra og SA, fyrir hönd Isavia.Með úrskurði gerðardóms er tryggður kjarasamningur fyrir flugumferðarstjóra með gildistíma til ársloka 2028, en þó með fyrirvara. Ragnar segir mikilvægt fyrir starfsemi Isavia, og mikilvægi þeirrar starfsemi fyrir Ísland, að þar ríki friður.„Hvað varðar efnislega niðurstöðu þá erum við svo sem sátt við hana. Þetta var snúin kjaradeila og tel ég niðurstöðuna í nokkuð góðu samræmi við þá kjarasamninga sem | |
| 17:09 | Forseti bæjarstjórnar á Akranesi gefur ekki kost á sér í vor Valgarður Lyngdal Jónsson, forseti bæjarstjórnar Akraness, gefur ekki kost á sér í kosningum í maí. Skessuhorn sagði fyrst frá.Valgarður hefur setið í bæjarstjórn í tólf ár fyrir Samfylkinguna. Stillt verður upp á lista og Valgarður á sæti í uppstillingarnefnd.Samfylkingin á Akranesi hefur boðað til félagsfundar næsta laugardag þar sem kosið verður um tillögu stjórnar um að stilla skuli upp svo að kynjahlutföll séu jöfn og tryggt sé að fjölbreyttir frambjóðendur séu á listanum.Í fundarboðinu kemur einnig fram að listi Samfylkingarinnar á Akranesi verði borinn upp til samþykktar félagsmanna ekki síðar en laugardaginn 28. febrúar.Valgarður hefur setið í bæjarstjórn Akraness í tólf ár en hyggst ekki gefa kost á sér í vor.RÚV / Ragnar Visage | |
| 17:02 | Veitur vara við gruggi í vatni í Borgarfirði vegna framkvæmda Íbúar á Varmalandi, í Munaðarnesi og á Bifröst gætu orðið varir við aukið grugg í köldu vatni eftir hádegi á morgun, þegar Veitur hefja vinnu við endurnýjun á lýsingartækjum í Grábrókarveitu.Framkvæmdirnar hafa ekki áhrif á afhendingu á köldu vatni eða heilnæmi þess. Vinnan við lýsingartækin á að standa yfir milli 13-18.Vatnið úr borholunni undir Grábrókarhrauni gruggast reglulega og síur sem Veitur hafa sett upp hafa mátt sín lítils. Blásið var til íbúafundar í síðustu viku þar sem íbúar kvörtuðu undan ástandinu við fulltrúa Veitna.https://www.ruv.is/frettir/innlent/2026-01-10-langthreytt-a-gruggugu-vatni-ur-grabrokarhrauni-463362Aðsend mynd sem sýnir hversu gruggugt vatnið í Borgarfirði getur orðið.Aðsend | |
| 17:00 | Slökkt á netinu í aðdraganda kosninga Stjórnvöld í Úganda slökktu á netinu í gær, aðeins tveimur dögum fyrir kosningar sem fara fram í landinu á morgun. Búist er við því að Yoweri Museveni, forseti landsins, fari með sigur af hólmi í kosningunum og nái þar með að framlengja valdatíð sína sem staðið hefur í 40 ár. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir áhyggjum af aðgerðum úganskra stjórnvalda svo skömmu fyrir kosningar. „Takmarkanir á netinu og brottrekstur 10 frjálsra félagasamtaka í aðdraganda kosninganna á morgun veldur miklum áhyggjum. Opið aðgengi til samskipta og upplýsinga er lykilatriði fyrir frjálsar og sannar kosningar. Allir íbúar Úganda verða að geta mótað eigin framtíð og framtíð lands síns,“ sagði í færslu Mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna á samfélagsmiðlinum X.Þá hafa mannréttindasamtökin Human Rights Watch | |
| 17:00 | Fær vægan dóm fyrir að misþyrma sambýliskonu sinni Þann 7. janúar var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur yfir manni sem ákærður var fyrir brot í nánu sambandi gagnvart þáverandi sambýliskonu sinni, með því að hafa á þáverandi heimili þeirra á endurtekinn og alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð hennar. Ákært var vegna tveggja árása og átti önnur sér stað laugardaginn 18. Lesa meira | |
| 17:00 | „Merkileg er sú kristalskúla sem hann býr yfir“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir stefna í kreppuverðbólgu hér á landi. Hann segir jafnframt ríkisstjórnina hafa vera búna að koma á efnahagslegri vítisvél. | |
| 16:50 | Styrkti karlasamtök þvert á ráðleggingar matsnefndar Félags- og húsnæðismálaráðherra ákvað að veita Samtökum um karlaathvarf styrk upp á milljónir króna þrátt fyrir að matsaðilar teldu forsvarsmenn samtakanna ekki hæfa til að sinna verkefninu. Samtökin fengu styrk á kostnað verkefnis lögreglunnar á Suðurlandi. | |
| 16:50 | Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Félags- og húsnæðismálaráðherra ákvað að veita Samtökum um karlaathvarf styrk upp á milljónir króna þrátt fyrir að matsaðilar teldu forsvarsmenn samtakanna ekki hæfa til að sinna verkefninu. Samtökin fengu styrk á kostnað verkefnis lögreglunnar á Suðurlandi. | |
| 16:46 | Ræddu undanþágu losunarheimilda Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra fundaði í dag með Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópráðsins. Fjöldi mála var á dagskrá. | |
| 16:45 | Kristrún fundaði með Ursulu Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra átti í dag vinnufund með Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, þar sem rætt var um stöðu alþjóðamála, öryggismál, efnahags- og tollamál, Evrópska efnahagssvæðið og samstarf Íslands við sambandið. „Við ræddum meðal annars losunarheimildir í flugi og sérstaka undanþágu Íslands sem rennur út í lok árs,“ segir Kristrún í yfirlýsingu frá Stjórnarráðinu. „Þetta er afar mikilvægt... | |
| 16:43 | Kristrún fundaði með Ursulu von der Leyen í dag Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra átti í dag vinnufund í Brussel með Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. | |
| 16:40 | Skoða göng til Vestmannaeyja Eyjagöng verða með tvo kynningarfundi á næstu dögum til að ræða uppbyggingu jarðganga til Vestmannaeyja. | |
| 16:39 | Kaffitár dreifir vörum Sjöstrandar ÓJ&K–ÍSAM, eigandi Kaffitárs, mun annast dreifingu og vörustýringu á umhverfisvænum kaffihylkjum frá Sjöstrand. | |
| 16:33 | Málsmeðferð á umsókn um leyfi til hvalveiða ekki í samræmi við lög Umboðsmaður Alþingis telur að málsmeðferð matvælaráðuneytisins á umsókn um leyfi til hvalveiða árið 2024 hafi ekki verið í samræmi við stjórnsýslulög. Þetta kemur fram í áliti stofnunarinnar sem var birt í dag.Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þáverandi matvælaráðherra tilkynnti ákvörðun sína um að leyfa hvalveiðar á veiðitímabilinu 2024 þann 11. júní sama ár. Bjarkey sagði sér skylt að gefa leyfið út burtséð frá eigin skoðunum og stefnu Vinstri grænna.Hvalur hf. kvartaði yfir málsmeðferð ráðuneytisins í kjölfar umsóknar um leyfi til veiða á langreyðum og að ráðherra hefði ekki verið heimilt að tímabinda leyfið við eitt ár. Framkvæmdastjóri Hvals hf., Kristján Loftsson, sagði fyrirvarann sem ráðherra gaf allt of skamman og málmeðferð ráðuneytisins vera leiðina til að drepa atvinnureksturinn.Venj | |
| 16:29 | Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að málsmeðferð matvælaráðuneytisins á umsókn um leyfi til hvalveiða var ekki í samræmi við lög árið 2024. Þá var Bjarkey Olsen matvælaráðherra. Í áliti umboðsmanns segir að stjórnsýslulögum hafi ekki fylgt við meðferð matvælaráðuneytisins á umsókn um leyfi til hvalveiða. | |
| 16:28 | 32 látnir: „Ég sá líkin hrúgast upp“ Að minnsta kosti 32 eru látnir og 64 slasaðir eftir að byggingarkrani féll ofan á farþegalest sem var á leið frá Bankok til héraðs í norðausturhluta Taílands í dag, að sögn heilbrigðisráðuneytis Taílands. | |
| 16:24 | Kristrún fundaði með von der Leyen Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra fundaði með Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í Brussel í dag. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að þær hafi rætt stöðu alþjóðamála, öryggis- og varnarmál, efnahags- og tollamál, málefni EES og samstarf Íslands við ESB.Haft er eftir Kristrúnu að þær hafi jafnframt rætt undanþágu Íslands varðandi losunarheimildir í flugi, sem rennur út í lok árs. Það sé mikilvægt hagsmunamál og ræddu þær hugsanlegar lausnir.Þá undirstrikuðu þær afdráttarlausan stuðning við Grænland og Danmörku.Í tilkynningu segir að fundurinn sé liður í áframhaldandi samtali um samstarf Íslands og ESB.Ljósmynd / Stjórnarráðið | |
| 16:22 | Sögulega hátt gullverð ýtir upp verðmati á Amaroq um nærri þrjátíu prósent Á meðan gullverð helst sögulega hátt og framleiðslan er að aukast þá ætti sjóðstreymið hjá Amaroq, að sögn greinenda bresks fjárfestingabanka, að batna mjög hratt á næstunni en þeir hafa hækkað verulega verðmat sitt á félaginu og ráðleggja fjárfestum að bæta við sig hlutum. |