| 19:05 | Þrjár hlutu heiðursverðlaun Þrjár konur hlutu heiðursverðlaun á Viðurkenningarhátíð Félags kvenna í atvinnulífinu. Meðal verðlaunahafa er fyrrverandi borgarstjóri. | |
| 19:01 | Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Landsbankinn hagnaðist um 38 milljarða króna, eftir skatta, á síðasta ári. Þar varð hálfs milljarðs aukning á milli ára. Til stendur að greiða helming hagnaðarins, eða nítján milljarða, í arð til eigenda. Bankaráð Landsbankans er einnig með til skoðunar að leggja til sérstaka arðgreiðslu fyrir aðalfund. | |
| 18:46 | Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók fimm einstaklinga sem grunaðir eru um þjófnað í fjölda verslana. | |
| 18:45 | Eyjagöng semja við Eflu og Völuberg Eyjagöng ehf. hefur samið við verkfræðistofuna Eflu og verkfræði- og jarðfræðistofuna Völuberg. | |
| 18:42 | Á fjórða hundrað vildu sæti á D-lista Á fjórða hundrað manns sóttust eftir því að taka sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. | |
| 18:32 | ÍA - KR | Vesturbæingar á flugi gegn Skagamönnum í vandræðum ÍA er í neðsta sæti deildarinnar og tekur á móti KR sem getur fagnað fjórða sigrinum í röð í 16. umferð Bónus deildar karla í körfubolta. | |
| 18:32 | Ármann - ÍR | Nýliðarnir geta unnið þriðja leikinn í röð Nýliðar Ármanns geta unnið þriðja leikinn í röð þegar ÍR kemur í heimsókn í 16. umferð Bónus deildar karla í körfubolta. | |
| 18:31 | Grindavík - Valur | Toppliðið vill bæta upp fyrir slæmt tap Grindavík tapaði í annað sinn á tímabilinu í síðustu umferð og ætlar sér að bæta upp fyrir það þegar Valsmenn koma í heimsókn í 15. umferð Bónus deildar karla í körfubolta. | |
| 18:31 | Njarðvík - Álftanes | Bæði lið í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni Álftanes og Njarðvík eru bæði í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni og mætast í 16. umferð Bónus deildar karla í körfubolta. | |
| 18:31 | Home Depot segir upp 800 starfsmönnum Home Depot hefur sagt upp 800 skrifstofustarfsmönnum í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Atlanta. | |
| 18:30 | Olís hótar að draga nýja bílaþvottastöð fyrir dóm – „Við ætlum ekki að gefa eftir“ Þrír ungir menn hafa nýlega stofna bílaþvottastöð undir heitinu Glansportið. Þetta nýja fyrirtæki fékk skráða kennitölu fyrr í mánuðinum og ungu mennirnir eru farnir að þvo skítuga bíla á höfuðborgarsvæðinu í gríð og erg. Nýlega fékk framkvæmdastjóri Glansportsins, Stefán Geir Geirsson, bréf frá lögmannastofunni LEX fyrir hönd Olís ehf. Þar er sett fram sú krafa Lesa meira | |
| 18:30 | Tæplega 40 stiga frost í Noregi Íbúar Østerdalen í Noregi, sem liggur á milli Guðbrandsdalsins, sem osturinn frægi er kenndur við, og sænsku landamæranna hafa fengið að finna fyrir helbláum kuldatölum í vikunni en hitastig þar fór niður í -39 gráður í nótt. | |
| 18:29 | Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Alríkissaksóknarar í Minneapolis í Bandaríkjunum hafa hótað því að hætta í massavís. Er það vegna þess hvernig haldið hefur verið á spöðunum varðandi rannsóknir á dauða þeirra Renée Good og Alex Pretti, sem skotin voru til bana af útsendurum heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna. | |
| 18:29 | Þrjár konur heiðraðar á viðurkenningarhátíð FKA Hin árlega viðurkenningarhátíð FKA fór fram í gær, 28. janúar, á Hótel Reykjavík Grand. | |
| 18:15 | Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Ríkisstjórnin hefði mátt bíða með breytingar á opinberum gjöldum þar til verðbólgan myndi hjaðna. Þetta segir hagfræðingur Íslandsbanka. Formaður VR segir það ekki náttúrulögmál að fyrirtæki velti öllu út í verðlagið. Kjarasamningar springi í haust ef fyrirtækin fara þessa leið. Í kvöldfréttum fjöllum við um verðbólguna sem er umfram svartsýnustu spár. Þá mætir fjármálaráðherra í myndver og svarar spurningum. | |
| 18:09 | 19 milljarða arður og sérstök arðgreiðsla til skoðunar Landsbankinn hagnaðist um 38 milljarða króna á árinu 2025 og var arðsemi eigin fjár 11,6%. | |
| 18:06 | Seinka sýningum fyrir leikinn Borgarleikhúsið hefur ákveðið að seinka öllum leiksýningum um korter á morgun svo leikhúsgestir geti horft á fyrri helming af leik Íslands í undanúrslitunum á EM í handbolta. | |
| 18:02 | Landsbankinn hagnaðist um 38 milljarða Hagnaður Landsbankans á síðasta ári nam 38 milljörðum króna, samanborið við 37,5 milljarða króna árið áður, samkvæmt ársuppgjöri bankans sem birt var í dag. Í tilkynningunni kemur fram að arðsemi eigin fjár fyrir árið hafi verið 11,6 prósent, sem er í takt við fyrri ár. Bankaráð Landsbankans hyggst leggja til við aðalfund að greiða um 19 milljarða króna í arð... | |
| 17:56 | Tæpur þriðjungur Tesla Y í endurskoðun Tvö hundruð og sex af 711 Tesla Y-bifreiðum fengu boðun í endurskoðun hér á landi árið 2025 sem gera 29 prósent, sjónarmun lægra hlutfall en þau 45 prósent í Danmörku sem Morgunblaðið greindi frá á þriðjudaginn. | |
| 17:50 | Lögregla rannsakar sjókví sem strandaði í Patreksfirði Lögreglan á Vestfjörðum rannsakar sjókví sem rak á land innarlega í Patreksfirði. Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, staðfestir þetta.Hann segir kvína hafa rekið á sjó en þó hafi hana líklega ekki rekið nálægt neinni skipaumferð og þónokkuð frá þorpinu. Landhelgisgæslan hafi verið látin vita af málinu.Helgi segir að lögreglan muni athuga hvaðan kvíin kom og hver sé eigandi hennar. Þá muni lögreglan vinna að því að tjóðra kvína svo hún endi ekki aftur út á sjó. | |
| 17:45 | Haukar - ÍR | Hörkuslagur á Ásvöllum Haukar og ÍR mætast í 15. umferð Olís deildar kvenna í handbolta. ÍR-ingar eru í þriðja sætinu en hafa aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum. Haukar eru hins vegar í fimmta sætinu og hafa unnið fjóra af síðustu fimm leikjum. | |
| 17:35 | Helsta ógnin stafar af ríkisreknum netþrjótum Viðskiptablaðið ræðir við stofnanda Defend Denmark um netöryggisógnir og samstarf hans við Defend Iceland. | |
| 17:34 | Segir Pútín hafa samþykkt að fresta árásum á Kyiv í viku vegna kulda Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Vladimir Pútín Rússlandsforseta hafa samþykkt að gera ekki árásir á Kyiv, höfuðborg Úkraínu, og aðrar borgir í landinu, í viku. Ástæðan er miklar vetrarhörkur í landinu. Trump sagði þetta á ríkisstjórnarfundi í dag.Íbúar í Úkraínu hafa verið án rafmagns og hita eftir umfangsmiklar árásir Rússa á orkuinnviði í landinu síðustu vikur. Íbúar í Kyiv hafa meðal annars þurft að leita í neyðarskýli til að hlýja sér.„Þau hafa aldrei upplifað annan eins kulda og núna. Ég bað Pútín persónulega um að skjóta ekki á Kyiv og aðra bæi í viku. Og hann samþykkti það og ég verð að segja að það var almennilegt af honum,“ sagði Trump við fjölmiðla á fundinum. | |
| 17:30 | Fangi sem komst í sögubækurnar tekinn af lífi Charles Victor Thompson, 55 ára fangi á dauðadeild í Texas, var tekinn af lífi með banvænni sprautu í gærkvöldi. Hann er fyrsti fanginn sem tekinn er af lífi í Bandaríkjunum á þessu ári. Charles var sakfelldur fyrir að myrða fyrrverandi kærustu sína, Glendu Dennise Hayslip og nýjan kærasta hennar, Darren Keith Cain, í íbúð Glendu Lesa meira | |
| 17:27 | Myndir: Gervigreind í algleymingi hjá Íslandsbanka Líflegar umræður fóru fram á ráðstefnu Íslandsbanka þar sem gervigreindin var í brennidepli. | |
| 17:12 | Málþóf stjórnarandstöðunnar enn á ný vegna sérhagsmuna Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði í pontu Alþingis í dag minnihlutann ekki hafa nein önnur úrræði en að halda áfram umræðum um útlendingafrumvarpið verði frumvarp um grásleppuveiðar enn á dagskrá í dag. Svo virðist sem málþóf sé enn í gangi klukkan 17.00 Þjóðinni er í fersku minni málþóf vegna sérhagsmuna sem snéru að réttlátum veiðigjöldum, […] The post Málþóf stjórnarandstöðunnar enn á ný vegna sérhagsmuna appeared first on Fréttatíminn. | |
| 17:07 | Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Frambjóðendur til oddvita Viðreisnar í Reykjavíkurborg tókust á í Pallborðinu í dag. Farið var yfir óbirta spurningu í skoðanakönnun og Airbnb-mál fyrrverandi bæjarstjóra. Enginn frambjóðandi gat valið hvern hann myndi velja í oddvitasætið fyrir utan sig sjálfan. | |
| 17:06 | Landsmenn reyna að losa sig við leikhúsmiða Óhætt er að fullyrða að þorri þjóðarinnar verður límdur við sjónvarpskjáinn annað kvöld þegar íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Dönum í undanúrslitum EM í handbolta klukkan 19.30. | |
| 17:03 | Margir vilja á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Á fjórða hundrað manns sóttust eftir því að taka sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Frestur til að skila inn framboði rann út á þriðjudagskvöld. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík. Kjörnefnd stillir upp á lista fyrir kosningarnar.„Þessi mikli áhugi er mikill styrkur. Hann skapar sterkan grunn að breytingum og gefur kjörnefndinni tækifæri til að stilla upp samstilltum og sigurstranglegum lista sem sameinast um skýra sýn, ábyrgð og raunhæfar lausnir fyrir íbúa Reykjavíkur,“ segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í tilkynningunni.Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.RÚV / Ragnar Visage | |
| 17:00 | Segir Daða augljóslega hafa misreiknað sig Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur hjá Íslandsbanka, telur ljóst að Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra og ráðuneyti hans hafi misreiknað áhrif opinberra gjalda á verðbólgu. | |
| 16:55 | Tekur á sig innan við helming af hækkun verðbólgunnar „Mælingarnar styðja eindregið við áform ríkisstjórnarinnar um að binda enda á hallarekstur ríkissjóðs árið 2027,“ segir Daði. | |
| 16:51 | Reimar Pétursson og Matthías G. Pálsson skipaðir í embætti við Endurupptökudóm Dómsmálaráðherra hefur skipað Reimar Snæfells Pétursson í embætti dómanda við Endurupptökudóm frá og með 1. febrúar 2026 til og með 31. janúar 2026 og mun hann gegna embættinu sem aukastarfi samhliða lögmennsku Dómsmálaráðherra hefur jafnframt skipað Matthías G. Pálsson sem varadómanda við Endurupptökudóm frá og með 1. febrúar 2026 til og með 31. janúar 2031. […] The post Reimar Pétursson og Matthías G. Pálsson skipaðir í embætti við Endurupptökudóm appeared first on Fréttatíminn. | |
| 16:44 | Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Af þeim 711 bifreiðum af gerðinni Tesla Y sem farið var með í aðalskoðun í fyrra stóðust 206 ekki skoðun og fara þurfti með þær í endurskoðun. Það gerir 29 prósent bifreiðanna. | |
| 16:33 | Brent tunnan yfir 70 dali í fyrsta sinn síðan í september Hráolíuverð hefur hækkað um meira en 3% í dag. | |
| 16:31 | Ný sending af íslenskri tónlist BUBBI MORTHENS - BLÁU LJÓSIN Bláu ljósin er fyrsta smáskífan af nýrri plötu frá Bubba Morthens, en platan lítur dagsins ljós í maí á þessu ári. Lagið er kröftugt popplag og hljóðheimurinn vísar að eitthverju leyti til Bubba á níunda áratugnum. Lagið er unnið í samstarfi með Halldóri Gunnari Pálssyni, en hann er upptökustjóri lagsins sem og á allri plötunni. UNDIRALDAN ÞRIÐJUDAGINN 27. JANÚAR Venju samkvæmt voru frumflutt á annan tug nýrra íslenskra laga í Undiröldunni í vikunni en meðal þeirra sem stigu á stokk voru Bubbi Morthens, Izleifur ásamt Flona og jazzarinn Tómas Jónsson. IZLEIFUR, FLONI - SÍRÓP Á morgun kemur út breiðskífan 100&EINN frá Izleifi sem inniheldur samstarf hans við Flona og 16 önnur lög þar sem GDRN, Herra Hnetusmjör, Birnir og Joey Christ koma við sögu. Platan | |
| 16:31 | Sameinaður sjóður yrði stærsti hluthafinn í fjölmörgum Kauphallarfélögum Verði af sameiningu Lífeyrissjóðs verslunarmanna og Birtu, sem myndi búa til risastóran leikenda á íslenskum fjármálamarkaði, þá yrði sjóðurinn stærsti einstaki fjárfestirinn í fjölmörgum skráðum félögum og meðal annars fara með virkan eignarhlut í nokkrum fjármálafyrirtækjum. | |
| 16:30 | Bað um skilning Vinnumálastofnunar vegna erfiðra veikinda eiginkonunnar en var samt beittur viðurlögum Þeir sem eru á atvinnuleysisbótum þurfa að vera tilbúnir að mæta á fundi hjá Vinnumálastofnun, í atvinnuviðtöl og í önnur vinnumarkaðsúrræði, jafnvel þó að fyrirvarinn sé stuttur. Nauðsynlegt er að fylgjast vel með tölvupósti og „Mínum síðum“ stofnunarinnar því annars getur fólk átt í vændum um að bótaréttur þeirra verði felldur niður tímabundið. Forföll þarf Lesa meira | |
| 16:25 | „Ekkert annað í stöðunni en að segja upp kjarasamningum“ ef forsenduákvæði brestur Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir ekkert annað í stöðunni en að segja upp kjarasamningum í haust ef forsenduákvæði um verðbólgu bresta. Aðilar samningsins geta sagt honum upp í september ef ársverðbólga mælist yfir 4,7%.„Þá er það mitt persónulega mat að það sé ekkert annað í stöðunni en að segja upp kjarasamningum einfaldlega vegna þess að þegar við lögðum upp í þessa vegferð í apríl 2024, eða fyrir tæpum tveimur árum síðan, þá var það markmið okkar að skapa hér skilyrði, með hófstilltum launahækkunum, til að ná niður verðbólgu og skapa skilyrði fyrir vaxtalækkunum,“ segir Vilhjálmur.Hann segir stjórnvöld þurfa að berja verðbólgu niður en ekki upp.„Þessar hækkanir sem birtust okkur í morgun eru fyrst og fremst vegna ákvarðana stjórnvalda,“ segir Vilhjálmur. „Ef | |
| 16:21 | COWI Ísland með eina tilboðið undir kostnaðaráætlun í Fljótagöng Vegagerðin og fyrirtækið COWI Ísland hafa gert með sér samning um for- og verkhönnun á Fljótagöngum.Verkið felur meðal annars í sér for- og verkhönnun jarðganga, vega, tveggja brúa, hringtorgs, áningarstaðar og undirganga fyrir gangandi, hjólandi og ríðandi vegfarendur.Fljótagöngum er ætlað að leysa Strákagöng af hólmi og veginn um Almenninga sem hefur sigið mikið síðustu ár. Þau verða 5,3 kílómetra löng og þarfnast verkið um 19 km vegagerðar utan ganga.Fljótagöng eiga að liggja milli Nautadals í Fljótum og Hólsdals og stytta þau leiðina milli Fljóta og Ólafsfjarðar um 14 kílómetra. Þá stytta þau leiðina á milli Fljóta og Siglufjarðar um 10 kílómetra.Útboðið var auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu og bárust tilboð frá þremur ráðgjafafyrirtækjum: Efla hf., COWI Íslandi og Norconsult ehf.Að l | |
| 16:21 | Sjálfstæðisflokkurinn í Vestmannaeyjum heldur prófkjör Sjálfstæðisflokkurinn í Vestmannaeyjum ætlar að halda prófkjör fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor. Jarl Sigurgeirsson, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum, segir það hafa verið ákveðið í síðustu viku. Fulltrúaráðið sé að raða saman kjörnefnd og eigi eftir að ákveða kjördag. Sjálfstæðisflokkurinn í Vestmannaeyjum heldur prófkjör.RÚV / Þorgils Jónsson | |
| 16:14 | Vill að fjárlaganefnd boði ráðherra á fund Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknar, hefur óskað eftir því að fjárlaganefnd Alþingis boði fjármála- og efnahagsráðherra á sérstakan fund hið fyrsta til að ræða stöðu og þróun efnahagsmála í byrjun árs 2026. | |
| 16:08 | „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn Stig Millehaugen, sem norskir fjölmiðlar hafa kallað hættulegasta mann Noregs, fannst látinn í klefa sínum í fangelsinu í Kongsvinger í morgun. Hann var 56 ára gamall og talinn hafa þrjú mannslíf á samviskunni á ferli sínum. | |
| 16:04 | Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Íbúar á Laugarvatni eru ekki allir sáttir við hugmyndir um byggingu fjögurra hæða hótels á Laugarvatni rétt við vatnið með 160 herbergjum. Um 8.600 fermetra byggingu verður að ræða. En um hvað snýst málið í raun og veru? Ásta Stefánsdóttir, er sveitarstjóri Bláskógabyggðar. | |
| 16:04 | Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Á fjórða hundrað manns sóttust eftir því að taka sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Frestur til að skila inn framboðum rann út í fyrrakvöld. Í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum kemur fram að kjörnefnd taki nú við og muni stilla fólki upp á lista. | |
| 16:04 | ESB setur Byltingarvörð Írans á hryðjuverkalista Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins hafa samþykkt að setja byltingarvörð Írans á lista yfir hryðjuverkasamtök. | |
| 16:02 | Segir Flokk fólksins með hreðjatak á samstarfsflokkunum Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa ítrekað komið upp í ræðustól Alþingis til að gagnrýna að frumvarp um veiðistjórn grásleppu sé á dagskrá þingsins. Frumvarpið sé langt í frá tilbúið.Stærstur hluti þingfundar hefur farið í að ræða frumvarp dómsmálaráðherra um afturköllun verndar. Þeirri umræðu er ólokið en þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa gert reglulegt hlé á umræðunni til að hvetja forseta Alþingis til að taka frumvarp Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur um veiðistjórn grásleppu af dagskrá.Sigríður Á. Andersen, þingflokksformaður Miðflokksins, sagði augljóst að Flokkur fólksins með hreðjatak á samstarfsflokkum sínum í ríkisstjórn. Ríkisstjórnarflokkarnir séu komnir út á tún með strandveiðarnar sem Flokki fólksins var lofað. „Nú á að stinga dúsu upp í Flokk fólksins með því að afgreiða hér á þi | |
| 15:59 | Gagnrýnir forsendur í nýrri loðnuráðgjöf Hafró Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, segir það vekja umhugsun að haustmæling á loðnu gildi þriðjung inn í ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar og draga hana mikið niður. Þetta kemur fram í Austurfrétt. | |
| 15:54 | Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði í pontu Alþingis í dag minnihlutann ekki hafa nein önnur úrræði en að halda áfram umræðum um útlendingafrumvarpið verði frumvarp um grásleppuveiðar enn á dagskrá í dag. | |
| 15:54 | Hótaði málþófi vegna grásleppu Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði í pontu Alþingis í dag minnihlutann ekki hafa nein önnur úrræði en að halda áfram umræðum um útlendingafrumvarpið verði frumvarp um grásleppuveiðar enn á dagskrá í dag. | |
| 15:50 | Alvotech hækkar um 4% eftir samning um Eylea Dagslokagengi Amaroq hefur aldrei verið hærra. | |
| 15:35 | Danir bjartsýnni eftir viðræður við Bandaríkin Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, kveðst vera bjartsýnni í kjölfar tæknilegra viðræna Bandaríkin varðandi framtíð Grænlands. | |
| 15:31 | Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Króata í handbolta, náðist á mynd í kossaflensi með Ásu Ingu Þorsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Vinnuverndar, eftir sigur Króatíu á Sviss. | |
| 15:30 | Eiginkona eins helsta ráðgjafa Trumps höfð að háði og spotti – Kallaði frjálslynt lýðræði vók Ekki eru allir sammála um skilgreininguna á vók (e. woke) og getur það gert rökræður flóknar þegar fólk er að rífast um hugtak sem það leggur ekki sama skilning á. Fyrir suma þýðir vók að vera vakandi fyrir óréttlæti í samfélaginu, sérstaklega hvað varðar kynþáttafordóma, kynjajafnrétti og minnihlutahópa. Aðrir segja að vók eigi við um Lesa meira | |
| 15:30 | Sauð upp úr á Ölveri – Vogabúi á sextugsaldri ákærður Maður á sextugsaldri, sem býr í Vogum, hefur verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Honum er gefið að sök að hafa aðfaranótt laugardagsins 3. febrúar 2024, á Sportbarnum Ölver að Álfheimum 74 í Reykjavík, kastað glerflösku í höfuð manns um þrítugt. Hlaut brotaþolinn yfirborðsáverka á höfði og tognun og ofreynslu á hálshrygg. Brotaþolinn krefst miskabóta Lesa meira | |
| 15:26 | Einbreiðar akreinar á Suðurlandsbraut Tillaga að deiliskipulagi Borgarlínu um Suðurlandsbraut er nú komið í auglýsingu og hefur Reykjavíkurborg birt teikningar af fyrirhugðum breytingum á svæðinu á vef sínum. | |
| 15:21 | Trump átti sig á að þörf sé á úrbótum Tom Homan, yfirmaður landamæramála í ríkisstjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, segir forsetann átta sig á þörfinni á úrbótum í málefnum innflytjenda eftir að alríkisfulltrúar drápu tvo mótmælendur – og hét því að þeir sem brytu siðareglur yrðu „látnir svara til saka“. | |
| 15:11 | Útskýrir fíkniefnin í verðbólgutölunum Margir hafa rekið upp stór augu vegna liðar tvö í nýjum verðbólgutölum þar sem fram kemur að liður í verðbólguhækkun sem sagt var frá í dag sé tilkomin vegna 4,1% hækkunar áfengis, tóbaks og fíkniefna. | |
| 15:10 | Töluverð fækkun gistinótta í desember Gistinætur voru tæplega 300.000 á landsvísu í desember samkvæmt tölum Hagstofunnar. | |
| 15:07 | „Mun skipta íslenskt þjóðarbú umtalsverðu máli“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir tillögu Hafrannsóknastofnunar um að hámarksafli loðnu fiskveiðiárið 2025/2026 verði 197 þúsund tonn skipta umtalsverðu máli fyrir íslenskt þjóðarbú. | |
| 15:01 | Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Galdrakarlinn í Oz hefur átt huga og hjörtu heimsbyggðarinnar í fjöldamörg ár og flestir löngu orðnir kunnugir rauðu skónum, gula múrsteinsveginum, Tinnkarlinum, Ljóni og Fuglahræðu. | |
| 15:01 | Svartamarkaður farinn í gang og ráðherrum boðið Danir og Þjóðverjar verða í meirihluta á úrslitaleikjum Evrópumótsins í handbolta á morgun og á sunnudag. Á meðal hátt í 15 þúsund áhorfenda í Herning-höllinni verða aðeins um 150 Íslendingar en hver leikmaður fékk fjóra miða fyrir fjölskyldu sína. | |
| 14:50 | Svona mun Suðurlandsbraut líta út Tillaga að deiliskipulagi Borgarlínu um Suðurlandsbraut er nú komin í auglýsingu. Skipulagssvæðið nær utan um breytta götumynd Suðurlandsbrautar milli Skeiðarvogar og Lágmúla og hefur borgin birt myndir sem sýna hvernig gatan mun líta út eftir breytingarnar. | |
| 14:49 | Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Stjórnarformaður Vélfags segist ekki hafa beinar upplýsingar um að reynt hafi verið að stofna nýtt félag fyrir starfsemina eftir að fjármunir þess voru frystir. Hann hafi fjarlægt tölvur úr höfuðstöðvum fyrirtækisins að beiðni eigenda þess. Lögmaður Vélfags segir fréttir um slíkt „þvælu“. | |
| 14:44 | Spjallið með Frosta Logasyni | Ein gegn kerfinu öllu Spjallið með Frosta Logasyni Margrét Friðriksdóttir er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Hún sætir nú ákæru fyrir ærumeiðingar og aðdróttanir í garð dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur en réttarhöld í því máli hafa þótt óvenjuleg og vakið mikla athygli. Margrét lýsir því hvernig hún telur réttarvörslukerfið hafa verið misnotað gegn henni af embættismönnum sem hafa […] Greinin Spjallið með Frosta Logasyni | Ein gegn kerfinu öllu birtist fyrst á Nútíminn. | |
| 14:35 | Handboltaæði þjóðarinnar: Ísland eins og Argentína norðursins „Það er náttúrulega bara merkilegt að sjá hvernig þessir helstu fjölmiðlar eru undirlagðir. Maður hefur ekki tölu á því hvað þetta eru margar fréttir [...] Eiginlega ryður þetta öllu öðru út,“ segir fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason þegar hann ræðir um fréttaflutning og umræður um árangur handboltalandsliðsins á Evrópumótinu sem nú stendur yfir. Hann telur að hvergi annars sé umfjöllun um landslið eins fyrirferðarmikil og á Íslandi.Egill skrifaði færslu á Facebook um þetta í gær þar sem hann sagði: „Ég treysti mér nánast til að fullyrða að hvergi á byggðu bóli yfirtaki íþróttamót fjölmiðla í jafnmiklum mæli og hér.“Talsverðar umræður sköpuðust um þessa hugmynd Egils og voru skoðanir skiptar. Hin norðurlöndin, ekki síst Danmörk, og Argentína voru nefnd sem dæmi um lönd þar sem umfjöllun um l | |
| 14:35 | Stúdentaráð HÍ sýnir hatur sitt á konum Margir ráku upp stór augum þegar Stúdentaráð HÍ setti inn tilkynningu á síðuna sína. Á síðunni segir: ,, Fordómafullt efni gegn trans fólki var í dreifingu innan háskólans. SHÍ fordæmir harðlega alla hatursorðræðu og hvers kyns fordóma.“ Stúdentaráð vísar þar til QR kóða á síðuna ,,Let woman speak.“ Skynsamir stúdentar hengdu upp QR kóða frá […] Greinin Stúdentaráð HÍ sýnir hatur sitt á konum birtist fyrst á Nútíminn. | |
| 14:35 | Krefjast endurreisnar æru séra Friðriks – Bjarkarhlíð óttast áhrif á þolendur ofbeldis Stofnfundur félagsins Æruverndar var haldinn á sunnudag.Tilgangur félagsins er meðal annars að vinna að æruvernd fólks, lifandi og látins, og endurreisa mannorð séra Friðriks Friðrikssonar. Ásamt því vill félagið styðja við kristna trú og kristin gildi.Hátt í tvö hundruð mættu á stofnfundinn og samþykktu ályktun sem þar var borin upp, um að samtökin KFUM og KFUK gangist fyrir nýrri rannsókn á máli séra Friðriks.„Viðhlítandi fullnægjandi og faglegri rannsókn, umfjöllun og ákvörðun vegna máls sr. Friðriks Friðrikssonar stofnanda félagsins og meintra ávirðinga í hans garð,“ segir í ályktuninni.Félagsmenn fara fram á að rannsóknin verði í samvinnu við Æruvernd og að séra Friðrik verði skipaður sérstakur talsmaður.Séra Friðrik hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni og misnotkun á ungum dr | |
| 14:30 | Ekkert lát á hækkun gullverðs Gullverð hefur nú hækkað um fjórðung í ár og tvöfaldast á síðastliðnum tólf mánuðum. | |
| 14:27 | Þetta eru tilnefningar til Íslensku hljóðbókaverðlaunanna 2026 Hér má sjá þær 25 hljóðbækur sem hljóta tilnefningu til Íslensku hljóðbókaverðlaunanna – Storytel Awards 2026. Verðlaunin eru veitt í fimm flokkum og fimm hljóðbækur eru tilnefndar í hverjum flokki: börn og ungmenni, glæpa og spennusögur, skáldsögur, ljúflestur og rómantík og óskáldað efni. Almenn netkosning fór fram dagana 16. til 27. janúar, þar sem hlustendur Lesa meira | |
| 14:25 | Færri útköll vegna alvarlegra umferðarslysa Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fór í færri útköll vegna alvarlegra umferðarslysa á síðasta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins á samantekt verkefna á árinu 2025. Slökkviliðsstjórinn segir að öryggi á vegum hafi batnað. Áhersla verður lögð á eldvarnareftirlit á veitingastöðum og skemmtistöðum sem og í búsetu í atvinnuhúsnæði árið 2026. SVEIFLUR Í ÚTKÖLLUM Verkefni slökkviliðsins eru flokkuð í þrjá flokka: eldsútköll, björgunarútköll og önnur útköll. Dælubílar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins fóru í 1.353 útköll og fækkaði þeim um 3,8% milli ára. Af útköllunum voru 678 þeirra í forgangi og 601 þeirra eldsútköll. Flest þeirra voru vegna gruns um eld og elds utan dyra.„Varðandi slökkvihliðina þá eru þetta náttúrulega ekki það mörg útköll, eða mengið e | |
| 14:13 | Vill ekki niðurgreiða neyslu til að „falsa mælingar“ Fjármálaráðherra segir allar þær hugmyndir sem snúi að því að niðurgreiða einhvers konar neyslu til að falsa verðbólgumælingar lýsi grundvallarskilningsleysi á eðli fyrirbærisins verðbólgu. Það sé ekki gott að það sé útbreitt í þinginu „vegna þess að hér þarf að taka ákvarðanir sem varða langtímahagsmuni þjóðarinnar.“ | |
| 14:12 | Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi telur að komandi loðnuvertíð geti skilað útflutningstekjum upp á 35 til fjörutíu milljarða króna. Hundruð manna muni fá vinnu í sjávarútvegsplássum víða um land en þó í aðeins um sex vikur. | |
| 14:11 | Gæti skilað 20-25 milljörðum Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segir niðurstöðu Hafrannsóknastofnunar um að hámarksafli loðnu fiskveiðiárið 2025/2026 verði 197.474 tonn vera líflínu fyrir þá sem selja loðnu fram í næstu vertíð. | |
| 14:09 | Ljósið flytur í nýtt og rýmra húsnæði á árinu Endurhæfingarmiðstöðin Ljósið mun á árinu flytja starfsemi sína í nýtt og mun rýmra húsnæði. Flutningarnir marka mikilvægt skref í að mæta sívaxandi eftirspurn eftir þjónustu Ljóssins, en núverandi aðstaða hefur um árabil verið of lítil. Þegar Ljósið varð formlega að sjálfseignarstofnun árið 2006 sóttu um 200 einstaklingar þjónustu endurhæfingarmiðstöðvarinnar. Á síðasta ári voru þeir um Lesa meira | |
| 14:02 | Fjárfestar veðja á „sjóðheitt“ hagkerfi Bandaríkjanna Fjárfestar telja að stefna um skattalækkanir og lægri vexti muni kynda undir hagvexti. | |
| 14:01 | Norskir atvinnurekendur áhugasamir um tollabandalag með Evrópusambandinu Samtök iðnaðarins í Noregi, Norsk Industri, vilja að norsk stjórnvöld kanni möguleikann á því að Noregur verði hluti af tollabandalagi Evrópusambandsins.Þetta var umræðuefnið á morgunverðarfundi sem samtökin héldu nýlega, til að ræða stöðu útflutningsiðnaðar í Noregi á tímum aukinnar spennu í alþjóðamálum og utanríkisverslun.Harald Solberg, framkvæmdastjóri Norsk Industri, svaraði fyrirspurn fréttastofu RÚV með þessum hætti: „Samtök norskra iðnaðarins eru þeirrar skoðunar að norsk stjórnvöld eigi að kanna betur möguleikana á því að Noregur verði hluti af tollabandalagi Evrópusambandsins, með sömu takmörkunum og felast í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið.“Í frétt NRK um þennan fund er síðan haft eftir Espen Barth Eide, utanríkisráðherra Noregs að á átakatímum þurfi að vera með opna og f | |
| 13:55 | Slælega staðið að viðhaldinu „Því miður er slælega staðið að þessu viðhaldi. Þetta er enn eitt dæmið um að borgin er undir lélegri verkstjórn,“ segir Kjartan Magnússon borgarfulltrúi. | |
| 13:49 | Ljósið flytur í Grafarvog Endurhæfingarmiðstöðin Ljósið mun á árinu flytja starfsemi sína í nýtt og mun rýmra húsnæði að Gylfaflöt í Grafarvogi. Nýtt húsnæði verður afhent á sunnudag, 1. febrúar. Það er 1.300 fermetrar með möguleika á stækkun upp í 1.700 fermetra til framtíðar. | |
| 13:40 | Segir þróun launa og húsnæðismarkaðar rót verðbólgunnar Samtök iðnaðarins (SI) kalla eftir nýju plani og forystu til að ná niður verðbólgu og vöxtum. Í tilkynningu samtakanna er áréttað að í þessum efnum verði ríki og sveitarfélög að spila með. „Samtök iðnaðarins krefjast þess að hið opinbera, ríki og sveitarfélög, aðilar vinnumarkaðarins og Seðlabankinn fari í markvissar og samstilltar aðgerðir til þess að The post Segir þróun launa og húsnæðismarkaðar rót verðbólgunnar appeared first on 24 stundir. | |
| 13:36 | Sjálfkeyrandi bílafyrirtæki verður hluti af Alibaba Flutningadeild Alibaba, Cainiao, mun sameinast kínverska sjálfkeyrandi bílafyrirtækinu Zelos Technology. | |
| 13:30 | Olli fjaðrafoki með því að deila upptöku þar sem heyra má ekkju Charlie Kirk flissa skömmu eftir morðið Áhrifavaldurinn og samsæriskenningasmiðurinn Candace Owen hefur enn og aftur valdið fjaðrafoki en hún birti á dögunum hljóðupptöku þar sem heyra má Eriku Kirk fagna velheppnuðum viðburði samtakanna Turning Point USA (TPUSA). Erika Kirk tók við keflinu hjá TPUSA af eiginmanni sínum, Charlie Kirk, sem var skotinn til bana í september. Samtökin stóðu fyrir minningarathöfn 11 Lesa meira | |
| 13:25 | Indverjar styrkja tengsl sín við Evrópu Hinn nýi fríverslunarsamningur, sem Indverjar og Evrópusambandið undirrituðu í fyrradag, fellur vel að viðskiptastefnu Indverja síðustu árin, þar sem þeir hafa gert fríverslunarsamninga við hin ýmsu ríki, þar á meðal Bretland, Óman og Nýja-Sjáland, auk þess sem fríverslunarsamningur Indlands og EFTA-ríkjanna, sem undirritaður var 2024, tók formlega gildi hinn 1. október 2025. | |
| 13:23 | Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra mælti í dag fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um laun forseta Íslands og lögum um Stjórnarráð Íslands. Með frumvarpinu er lögð til veruleg lækkun launa handhafa forsetavalds, úr samtals um 10 milljónum á ári niður í fasta greiðslu upp á 300 þúsund krónur. Greiðslurnar dragast þannig saman um 97 prósent. Til stóð að afnema launin alfarið en til þess hefði þurft að breyta stjórnarskrá. | |
| 13:23 | Sesselía leiðir nýtt svið hjá Högum Hagar hafa ráðið Sesselíu Birgisdóttur til að leiða nýtt svið innan samstæðunnar, viðskiptavild, upplifun og miðlun. Með stofnun sviðsins er stigið mikilvægt skref í áframhaldandi þróun Haga með aukinni áherslu á upplifun viðskiptavina, nýjar tekjuleiðir og markvissa miðlun. Undir hið nýstofnaða svið fellur annars vegar vildarkerfið Takk og hins vegar rekstrareiningin Hagar Miðlar. Takk er Lesa meira | |
| 13:17 | „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Ummæli Jens Garðars Helgasonar, varaformanns Sjálfstæðisflokksins, þess efnis hvort ekki sé tímabært að huga að því að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima og taki þátt í uppbyggingarstarfinu, féllu í grýttan jarðveg – heldur betur. Jens Garðar var ekki mjög skekinn þegar ofsafengin viðbrögðin voru borin undir hann. | |
| 13:13 | Diana í Pussy Riot orðin íslenskur ríkisborgari ásamt 26 öðrum Alþingi hefur ákveðið að veita 36 einstaklingum íslenskan ríkisborgararétt samkvæmt tillögu frá allsherjar- og menntamálanefnd. Frumvarp þess efnis var samþykkt á Alþingi nú fyrir stundu. Alls er um að ræða 28 fullorðna einstaklinga og átta börn þeirra. Í hópi þeirra sem hlutu náð fyrir augum nefndarinnar er rússneska tónlistarkonan og aðgerðarsinninn, Diana Burkot, sem er Lesa meira | |
| 13:08 | Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Fjögur sækjast eftir oddvitasætinu hjá Viðreisn í borgarstjórnarkosningum í vor. Þau mætast í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi klukkan 14 í dag. | |
| 13:08 | Greiðslur lækki úr 300.000 í 8.000 kr. á mánuði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra mælti í dag fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um laun forseta Íslands og lögum um Stjórnarráð Íslands. | |
| 13:07 | Sesselía leiðir nýtt svið hjá Högum Hagar hafa ráðið Sesselíu Birgisdóttur til að leiða nýtt svið innan samstæðunnar. | |
| 13:06 | Liturinn ljótur og fiskurinn dauður: „Hvað gerist fyrir manneskjuna þegar umhverfið breytist svona drastískt?“ Listakonan Selma Hreggviðsdóttir minnist æskusumranna við Lagarfljót með miklum ljóma, liturinn hafi verið ótrúlegur og hún trúði á alla þá galdra sem sagðir voru búa í vatninu. „Síðan er svo skrítið að koma til baka og sjá bara brúnt fljót sem er straummikið. Ég fór bara að velta fyrir mér: Hvað gerist fyrir manneskjuna þegar umhverfið breytist svona drastískt?“Selma hafi því tekið höndum saman við landfræðinginn Eddu Waage þar sem þær sameina vísindi og myndlist á sýningunni Mjúkar mælingar í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Hún er meðal annars innblásin af litabreytingum á Lagarfljóti í kjölfar virkjanaframkvæmda. Rætt var við Selmu í Kastljósinu á RÚV. TRÚÐI ÖLLU UPP Á LAGARFLJÓTIÐ Selma nam myndlist við Listaháskóla Íslands og Glasgow. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og sýnt ve | |
| 13:05 | Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Félögum í Viðreisn fjölgaði um helming frá því fyrir prófkjör og þar til skráningu lauk í gær fyrir prófkjör flokksins í Reykjavík. Alls eru félagar núna 2.943 en voru um 1.900 áður en prófkjörsbaráttan hófst. | |
| 13:00 | Sesselía leiðir nýtt svið hjá Högum Smásölufyrirtækið Hagar hafa ráðið Sesselíu Birgisdóttur til að leiða nýtt svið innan samstæðunnar, viðskiptavild, upplifun og miðlun. | |
| 12:58 | Fjórða konan úr Pussy Riot fær ríkisborgararétt Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis leggur til að 36 einstaklingar fái íslenskan ríkisborgararétt með lögum frá Alþingi. Meðal þeirra sem er að finna á lista nefndarinnar er Diana Burkot, meðlimur gjörninga- og aðgerðahópsins Pussy Riot.Þrír aðrir liðsmenn hópsins hafa fengið íslenskan ríkisborgararétt. Fyrstar voru Mariia Alekhina og Lucy Shtein sem fengu ríkisborgararétt 2023. Nadezhda Tolokonnikova fékk íslenskan ríkisborgararétt í fyrra.Pussy Riot hefur haldið uppi andófi gegn ríkisstjórn Vladimírs Pútíns um margra ára skeið. Það vakti heimsathygli þegar meðlimir hópsins voru ákærðir og fangelsaðir fyrir mótmæli í kirkju 2012. Diana Burkot var ein þeirra sem tóku þátt í þeim mótmælum. Hún hefur tekið þátt í og skipulagt margvísleg mótmæli gegn stjórn Pútíns og stefnu hans.Félagar í | |
| 12:58 | „Tókst að kynda undir verðbólgubálið“ og útséð um vaxtalækkanir á næstunni Með skattkerfisbreytingum stjórnvalda um áramótin „tókst heldur betur að kynda undir verðbólgubálið“ en vísitala neysluverðs hækkaði margfalt meira í janúar en meðalspá greinenda gerði ráð fyrir. Verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði hafa rokið upp og peningastefnunefnd Seðlabankans getur gert lítið annað en „legið á bæn og vonað það besta“, segja sérfræðingar ACRO. | |
| 12:56 | „Ekki það sem ríkisstjórnin lofaði“ „Þetta er náttúrulega ekki það sem var gert ráð fyrir og þetta er ekki það sem ríkisstjórnin lofaði,“ segir Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins og nefndarmaður í fjárlaganefnd, við mbl.is þegar hann var spurður hvernig tólf mánaða verðbólga leggist í hann. | |
| 12:54 | Vonskuveður á Spáni – Snjór, ófærð, flóð og tré rifna upp með rótum á Íslendingaslóðum Mikið óveður gekkk yfir Spán í gær og olli vandræðum víða um land. Á sumum stöðum snjóaði, annars staðar rigndi mikið og vindur var mjög hvass. Þetta leiddi til þess að umferð stöðvaðist, flóð mynduðust og mikið eignatjón hlaust af. Snjór og umferðaröngþveiti í Madríd Í Madríd féll mikill snjór á skömmum tíma. Bílar sátu […] Greinin Vonskuveður á Spáni – Snjór, ófærð, flóð og tré rifna upp með rótum á Íslendingaslóðum birtist fyrst á Nútíminn. | |
| 12:52 | Þrír nýir starfsmenn ráðnir til Moss Markaðsstofu Moss Markaðsstofa hefur ráðið Elsu Kristínu Lúðvíksdóttur, Kristófer Ísak Hölluson og Erling Frey Thoroddsen. | |
| 12:44 | Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Hagar hafa ráðið Sesselíu Birgisdóttur til að leiða nýtt svið innan samstæðunnar, viðskiptavild, upplifun og miðlun. Í tilkynningu segir að með stofnun sviðsins sé stigið mikilvægt skref í áframhaldandi þróun Haga með aukinni áherslu á upplifun viðskiptavina, nýjar tekjuleiðir og markvissa miðlun. | |
| 12:44 | „Ríki og sveitarfélög verða að spila með“ Samtök iðnaðarins (SI) krefjast nýrrar stefnu og sterkari forystu til að ná niður verðbólgu og vöxtum á Íslandi. | |
| 12:40 | Samtök iðnaðarins kalla eftir nýju plani SI segja áhyggjuefni að nú fari saman mikil verðbólga, háir vextir, lítill hagvöxtur og vaxandi atvinnuleysi. |