| 23:24 | Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Verslunarsamningur Banndaríkjanna og Evrópusambandsins frá því í fyrra er í uppnámi þar sem meirihluti á Evrópuþingi vill ekki lengur staðfesta samkomulagið þar sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað átta Evrópulöndum með tollum í tengslum við Grænland. | |
| 22:46 | Forsendur breytast og virðismatið með Ein mestu samskipti milli Íslands og Færeyja hafa sögulega séð verið í gegnum sjávarútveg og samningar um veiðiheimildir ná áratugi aftur í tímann. Síðustu ár hafa samningarnir verið endurnýjaðir reglulega án þess að taka breytingum svo nokkru nemi. | |
| 22:03 | Féll fyrir SS-pylsum í millilendingu Gabriel Escobar er 23 ára Bandaríkjamaður, fyrirsæta og leikari, en lifir þó einkum af því að ferðast og segja af ferðum sínum á lýðnetinu. Hann er algjörlega hugfanginn af Íslandi, einkum þó SS-pylsum og listamanni einum. | |
| 22:03 | Setur viðskiptasamninginn í uppnám Boðað hefur verið til aukafundar í Evrópuráðinu síðdegis á morgun vegna yfirlýsingar Donalds Trumps Bandaríkjaforseta þess efnis að Bandaríkin muni leggja sérstakan toll á þau Evrópuríki sem sent hafa herafla til Grænlands síðustu daga. | |
| 21:43 | Telur rétt að taka upp opinbert greiðsluapp „Þetta er nokkuð sem bæði við og Neytendasamtökin höfum verið að leggja áherslu á,“ segir Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB í samtali við Morgunblaðið. | |
| 21:30 | Æðaskurðlæknir grunaður um morð á fyrrverandi eiginkonu sinni og manni hennar Maður að nafni Michael David Mckee, 39 ára gamall æðaskurðlæknir, var handtekinn Illinois þann 10. janúar og ákærður fyrir tvöfalt morð. Er Mckee grunaður um að hafa skotið til bana fyrrverandi eiginkonu sína, Monique Tepe, og eiginmann hennar, Spencer Tepe. Þau voru skotin til bana á heimili sínu í Columbus í Ohio, þann 30. desember. Lesa meira | |
| 21:17 | Sentimental value ómdeildur sigurvegari kvöldsins Kvikmyndin Sentimental value var valin besta mynd ársins á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum sem haldin voru í Berlín í kvöld. Kvikmyndin er í leikstjórn Norðmannsins Joachim Trier sem hlaut einnig verðlaun fyrir bestu leikstjórn. Alls hlaut myndin sex verðlaun af níu tilnefningum.Sænski leikarinn Stellan Skarsgård hlaut verðlaun fyrir besta leik karls og norska leikkonan Renate Reinsve verðlaun fyrir besta leik konu, bæði fyrir hlutverk sín í Seintimental value. Skarsgård hlaut einnig Golden Globe-verðlaun á dögunum fyrir hlutverk sitt í myndinni.Kvikmyndin hefur hlotið mikið lof og er tilnefnd til Óskarsverðlaunanna sem fara fram þann 15. mars. | |
| 21:08 | Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Karólína Helga Símonardóttir var kjörinn oddviti Viðreisnar í Hafnarfirði í dag og mun því leiða flokkinn í sveitarfélaginu í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hún hafði betur gegn Jón Inga Hákonarssyni, sem hefur leitt listann síðustu ár. | |
| 21:05 | Leiðtogi stærsta flokkahópsins á Evrópuþinginu vill fresta tollasamningi við Bandaríkin Manfred Weber, leiðtogi EPP, stærsta flokkahópsins á Evrópuþinginu, segir að fresta eigi staðfestingu þingsins á tollasamningi sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gerði við Bandaríkjastjórn síðasta sumar.„EPP er fylgjandi viðskiptasamningi Evrópusambandsins og Bandaríkjanna, en í ljósi hótana Donalds Trump gagnvart Grænlandi, þá er ekki hægt að staðfesta þennan samning nú,“ skrifaði Weber á samfélagsmiðilinn X í kvöld. „Ákvörðun um tollfrjálsar vörur frá Bandaríkjunum verður að fresta,“ segir Weber og bætir við myllumerki um evrópska samstöðu.EPP (European People´s Party) er stærsti flokkahópurinn á Evrópuþinginu, með 188 þingmenn. Hópurinn er þar að auki hryggjarstykkið í þeim meirihluta sem myndaður var eftir kosningarnar til Evrópuþingsins 2024 og stendur að baki Ursulu von der Leyen | |
| 21:00 | Hver er sannleikurinn um Grænland og Bandaríkin? Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gengið lengra og lengra í yfirlýsingum sínum um að taka yfir Grænland, sjálfstjórnarsvæði innan danska konungdæmisins, en margir velta fyrir sér hvers vegna hann vill yfirtaka það þegar Bandaríkin hafa nú þegar víðtækan aðgang að eyjunni á norðurslóðum. Hvað segir í varnarsamningi Danmerkur og Bandaríkjanna um Grænland? Hvað er Danmörk að gera til að efla... | |
| 20:50 | Norðurljósadýrðinni hvergi nærri lokið Íslendingar mega áfram eiga von á miklum norðurljósasýningum næstu misseri. Norðurljós eru nefnilega almennt tíðari árin eftir að svokölluð sólblettasveifla nær hámarki en það gerðist árið 2024. | |
| 20:45 | Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Forsætisráðhera Bretlands segist munu ræða við Bandaríkjastjórn um fyrirhugaða Grænlandstolla. Leiðtogar Evrópu stilla nú saman strengi eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti boðaði tolla gegn átta NATO-ríkjum vegna þessað þau sendu mannskap til Grænlands í hernaðaræfingu. | |
| 20:41 | Karólína Helga nýr oddviti Viðreisnar í Hafnarfirði Karólína Helga Símonardóttir var kjörin oddviti Viðreisnar í Hafnarfirði í rafrænu prófkjöri sem fór fram í dag. Hún mun því leiða listann í komandi sveitarstjórnarkosningum. | |
| 20:34 | Karolína leiðir Viðreisn í Hafnarfirði Karolína Helga Símonardóttir mun leiða lista Viðreisnar í Hafnarfirði eftir sigur í rafrænu prófkjöri sem fór fram í dag. Karolína segist spennt fyrir kröftugri kosningabaráttu í vor.„Mér er efst í huga mikið þakklæti til félagsfólks okkar í Hafnarfirði. Þetta hefur verið snörp en skemmtileg prófkjörsbarátta, ég þakka Jóni Inga fyrir drengilega baráttu,“ segir Karólína Helga. Úrslitin voru kunngjörð á fjölmennri kosningavöku í kvöld.Karolína hlaut alls 312 atkvæði í 1. sæti og annað sætið hlaut Árni Stefán Guðjónsson með 361 atkvæði í 1. og 2. sæti. Jón Ingi Hákonarson og Hjördís Lára Hlíðberg sóttust einnig eftir oddvitasætinu. Alls voru 753 á kjörskrá en kjörsókn var 82%.Viðreisn hefur átt fulltrúa í bæjarstjórn Hafnarfjarðar frá árinu 2018. | |
| 20:30 | Þetta er aldurinn þar sem kynhvöt karla er í hámarki Sú útbreidda hugmynd að kynhvöt karla minnki jafnt og þétt með aldurinn virðist ekki standast fullkomlega. Þetta er samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem birtust í vísindaritinu Scientific Reports. Samkvæmt henni nær kynlöngun karla hámarki um fertugt og raunar aðeins eftir fertugt. Rannsóknin var unnin af fræðimönnum við Háskólann í Tartu í Eistlandi og byggir á gögnum Lesa meira | |
| 20:15 | Fer í hart eftir að hafa verið sviptur hundunum í kjölfar árásar Hundaeigandi á Akranesi hefur kært þá ákvörðun sveitarfélagsins að svipta hann leyfi til að halda hunda til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Var banninu komið á í kjölfar þess að fjórir hundar eigandans réðust á annan hund með þeim afleiðingum að einstaklingur sem var með þann hund í bandi var bitinn. Hafði eigandinn þó aldrei verið Lesa meira | |
| 20:15 | Kasta glösum og flöskum fram af svölum skemmtistaðar Fram kom í umfjöllun Spegilsins að forsætisráðuneytið hafi þurft að leggja í töluverðar viðgerðir vegna skemmda sem orðið hafa á bílum ráðuneytisins, sem það telur vera eftir gesti á útiveitingasvæði Petersen-svítunnar, þegar þeir missa eða henda fram af svölunum glerglösum eða -flöskum. Tjónið sé upp á aðra milljón króna.Þá hefur þurft að þrífa ælu af bílum og þakgluggum á skrifstofuhúsnæði ráðuneytisins.Ráðuneytið hefur tilkynnt málin til lögreglu.Eigandi Petersen-svítunnar segir vandamálið ekki bundið við þennan eina skemmtistað. Ekki þurfi að ganga langa vegalengd í miðbæ Reykjavíkur til þess að finna skemmdir og óþrifnað eftir góðglaða gesti næturlífsins. | |
| 20:14 | Tollar gætu leitt til hættulegrar niðursveiflu í samskiptum milli Evrópu og Bandaríkjanna Leiðtogar Evrópuríkja eru harðir í sínum viðbrögðum við ákvörðun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að setja tolla á vörur frá Evrópuþjóðum sem hafa lýst stuðningi við málstað Grænlands. Hótanir um tolla séu óviðunandi og bandalagsþjóðir Grænlands verði ekki kúgaðar með þessum hætti. TOLLASTRÍÐ FÆRIR OKKUR EKKI NÆR LAUSN Í ÞESSU MÁLI 10 prósent tollar leggjast á allar vörur frá Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Frakklandi, Þýskalandi, Hollandi, Finnlandi og Bretlandi. Danir hafa þegar aukið viðveru hers síns á Grænlandi og Svíar, Norðmenn og Þjóðverjar hafa tilkynnt að þau hyggist senda hermenn til Grænlands. Frakkar ætla að taka þátt í heræfingu á Grænlandi.Trump sagði á Truth Social tíma til kominn að Danmörk gefi til baka. „Heimsfriður er í húfi! Kína og Rússland vilja Grænland og það er ekke | |
| 20:05 | Tveir unnu 67 milljónir Tveir heppnir miðahafar voru með 1. vinning í Lottó útdrætti kvöldsins og fær hvor þeirra rúmar 67 milljónir króna í vinning. | |
| 19:52 | „Hótanir um tolla eru óásættanlegar“ Emmanuel Macron forseti Frakklands fordæmir hótun Donalds Trumps forseta Bandaríkjanna um að leggja íþyngjandi tolla á Evrópulönd sem eru andsnúin tilraunum hans til að eignast Grænland. | |
| 19:27 | Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Topplið ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, Arsenal, þurfti að sætta sig við markalaust jafntefli við Nottingham Forest í lokaleik dagsins. | |
| 19:14 | Agaleg blanda verðbólgu og atvinnuleysis Halla Gunnarsdóttir formaður VR segir fyrirtæki og sveitarfélög ekki hafa staðið við sínar skuldbindingar í kjarasamningum. Í nóvember mældist verðbólga 3,7%, sú lægsta í fimm ár. Mánuði síðar, í lok árs, hafði hún hækkað í 4,5%.Spár bankana fyrir janúar eru mismunandi, en gangi þær verstu eftir verður verðbólga 5,1% í lok janúar. Það yrði mesta verðbólga síðan í október 2024. Bankarnir spá allir að verðbólga nái 5,1% í lok apríl, sem er yfir 4,7% forsenduákvæði kjarasamninga sem skrifað var undir 2024.Það þýðir að verði verðbólga yfir þessum 4,7% 1. september, má krefjast endurskoðunar á kjarasamningum. Halla segir sterkar vísbendingar um að verðbólga haldi áfram að aukast.„Og ef það heldur áfram, þá gætu forsendur kjarasamninga brostið í haust,“ segir Halla.Er það líklegt? „Það er mikil | |
| 19:12 | Allt í veisluna á einum stað Nýtt íslenskt markaðstorg hefur litið dagsins ljós undir heitinu Melda en um er að ræða stjórnunarkerfi fyrir viðburði og veisluhald. | |
| 19:09 | Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Frakklandsforseti segir að Evrópulönd muni svara fyrirhuguðum Grænlandstollum Donalds Trump Bandaríkjaforseta, taki þeir gildi. Hótanir Bandaríkjamannsins séu óásættanlegar og dragi ekki úr stuðningi Frakklands við Danmörku. | |
| 19:00 | Upplifa sömu eftirköst eftir vændi og aðrir brotaþolar ofbeldis Þeir sem kaupa vændi fóðra mansal, segir talskona Stígamóta. Konur sem leita til Stígamóta eftir að hafa verið í vændi kljást við sömu eftirköst og aðrir brotaþolar ofbeldis. Vændi fari vaxandi á Íslandi.„Það sem við höfum séð á auglýsingasíðum er að það virðist fara vaxandi. Mjög mikið af erlendum konum sem koma hingað eða er komið hingað,“ segir Drífa Snædal, talskona Stígamóta.„Það sem birtist okkur í Stígamótum aðallega eru konur sem eru íslenskar sem hafa verið í vændi, leiðst út í það af einhverjum ástæðum, og eru að vinna úr þeirri reynslu og það getur verið mjög erfið reynsla að vinna úr.“Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrum verkalýðsforingi, sagði af sér þingmennsku í gær. Vísir ljóstraði því upp að lögregla hefði yfirheyrt hann árið 2012 vegna tilraunar til að kau | |
| 19:00 | Högni í haldi lögreglu í Kólumbíu – Varð alræmdur í Póllandi fyrir að lúberja lögreglumenn Eins og greint var frá í morgun er hinn 38 ára gamli Högni Kjartan Þorkelsson í haldi lögreglu í kólumbísku borginni Medellín grunaður um kynferðisbrot gegn 16 ára stúlku. Högni var handtekinn á Þorláksmessu á síðasta ári en Vísir greindi frá því að hann hafi verið í slagtogi við aðra stúlku á táningsaldri, sem og Lesa meira | |
| 18:53 | Hefur ekki áhrif á afstöðu Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra ítrekar stuðning Íslands við Grænland og Danmörku eftir að Donald Trump banaríkjaforseti tilkynnti að hann hyggðist leggja sérstaka tolla á þau lönd sem sent hafa herlið til Grænlands síðustu daga. | |
| 18:43 | Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að Ísland standi með Grænlandi og Danmörku eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur boðað tolla á þau lönd sem styðja Grænland. | |
| 18:41 | Hryllingsmömmurnar tóku bræður í fóstur og létu þá ganga í gegnum algjört helvíti – Sannleikurinn kom í ljós þegar eldri bróðirinn fannst látinn Hrottalegt mál er nú tekið fyrir hjá dómstólum í Kanada en tvær konur hafa verið sakaðar um að hafa banað fóstursyni sínum. Hjónin Becky Hamber og Brandy Cooney tóku tvo bræður í fóstur árið 2017. Fimm árum síðar var eldri drengurinn látinn, aðeins 12 ára að aldri, og þrátt fyrir að hálfur áratugur væri liðinn Lesa meira | |
| 18:41 | Tollarnir stigmögnun: Ísland sennilega undanþegið Alþjóðastjórnmálafræðingurinn Vilborg Ása Guðjónsdóttir segir ákvörðun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta um að leggja sérstaka tolla á ríki sem sent hafa herlið til Grænlands stigmögnun í deilunni um landsvæðið. | |
| 18:38 | Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Ekki er útilokað að Donald Trump Bandaríkjaforseti leggi toll á Ísland, að mati stjórnmálafræðings, rétt eins og forsetinn hyggst gera við fjölda Evrópuríkja vegna stuðnings þeirra við Grænland. Stjórnmálafræðingurinn segir að aðferðir Trumps séu komnar á svo alvarlegt stig að Evrópulönd geti ekki lengur útilokað innrás Bandaríkjamanna í Grænland. | |
| 18:34 | Mótmæli gegn Bandaríkjunum: Trump refsar Evrópuríkjum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stigmagnaði í dag aðgerðir sínar til að yfirtaka Grænland og hótaði mörgum Evrópuþjóðum allt að 25 prósenta tollum þar til kaup hans á næsta nágrannalandi Íslands næðu fram að ganga. Hótanir Trumps komu á sama tíma og þúsundir manna mótmæltu í höfuðborg Grænlands gegn ósk hans um að eignast þessa auðlindaríku eyju. Þúsundir til viðbótar mótmæltu... | |
| 18:27 | Svartbakur í bráðri hættu ásamt lunda, fjöruspóa og skúm Svartbakur bætist við á lista Náttúrufræðistofnunar yfir tegundir fugla hér á landi sem eru í bráðri hættu. Þetta kemur fram í nýjum válista Náttúrufræðistofnunar en aðrar tegundir í bráðri hættu eru lundi, fjöruspói og skúmur.Alls voru 91 tegund metnar og 43 þeirra eru taldar í hættu, samanborið við 41 þegar síðasti válisti var gefinn út 2018.Borgný Katrínardóttir, líffræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, segir helst horft til stofnbreytinga við matið.„Bráð hætta þýðir það að, ef við horfum bara til stofnbreytinga, þá þýðir það að um eða yfir 80% fækkun hefur orðið í stofninum á ákveðnu viðmiðunartímabili,“ segir hún.19 tegundir eru taldar í yfirvofandi hættu sem er fjölgun um ellefu tegundir. Borgný segir eina stærstu breytinguna vera að fjórar tegundir vaðfugla flokkast nú í nokkurri hættu | |
| 18:25 | Engar vísbendingar um aukna áhættu á einhverfu vegna notkunar parasetamóls á meðgöngu Öruggt er fyrir konur að taka verkjalyfið parasetamól á meðgöngu og það eykur ekki áhættu á einhverfu, athyglisbresti eða þroskaröskunum hjá börnum. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem birtist í læknatímaritinu Lancet.Bandaríkjaforseti lagði hart að barnshafandi konum síðasta haust að taka ekki verkjalyfið tylenol, sem inniheldur parasetamól, vegna tengsla þess við einhverfu barna.Rannsakendur skoðuðu niðurstöður 43 ítarlegustu rannsókna um notkun verkjalyfsins á meðgöngu, sem hundruð þúsunda kvenna tóku þátt í. Sérstaklega var horft til rannsókna þar sem móðirin notaði lyfið á meðgöngu og þar sem hún gerði það ekki. Þannig var hægt bera saman systkini og hunsa þætti eins og mismunandi gen og fjölskylduumhverfi.„Þegar við greindum gögnin fundum við engin tengsl, ekkert samband, það eru e | |
| 18:24 | Ekki hafi staðið til að rífa allt húsið Forsvarsmenn Árkórs ehf. segja að ekki hafi staðið til að rífa Fannborg 2 án leyfis. Engin vinna sé hafin við niðurrif á húsinu enda hafi tilskilin leyfi til þess ekki verið veitt. Húsið er í eigu fyrirtækisins og stendur til að íbúðarhús verði byggð á lóð þessi.Í húsinu standi hins vegar yfir innanhússrif sem leyfi sé fyrir.Fjallað var um að byggingarfulltrúi Kópavogs hefði stöðvað ólöglegt niðurrif á húsinu í gær.Í yfirlýsingu sem Árkór ehf. sendi frá sér í dag segir að ráðist hafi verið í afmarkað niðurrif utan á húsinu þar sem þakskyggni hússins hafi verið rofið að hluta. Þetta hafi verið gert til að koma sorpgámi sem næst húsinu. Þannig væri hægt að losa efni úr efri hæðum hússins beint í gám.Aðgerðin hafi ekki verið upphaf niðurrifs á húsinu heldur hafi hún verið framkvæmd til að auð | |
| 18:11 | Áhugaverðasti maður heims snýr aftur Heineken N.V. hefur ákveðið að endurvekja vinsæla auglýsingaherferð fyrir mexíkóska bjórinn sinn, Dos Equis. | |
| 17:59 | Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Donald Trump Bandaríkjaforseti á ekki að geta lagt tolla á sérstaka tolla á Danmörku án þess að leggja tolla á þau öll Evrópusambandsríki enda eru þau í tollabandalagi. Forsetinn hótar nú vinalöndum Grænlands með tolli, í von um að það auðveldi Bandaríkjamönnum um að leggja landið undir sig. | |
| 17:39 | Tillögur spretthóps um Kveikjum neistann Spretthópur um Kveikjum neistann skilaði tillögum sínum til mennta- og barnamálaráðuneytisins. Spretthópnum var ætlað að meta stöðu þróunar- og rannsóknarverkefnisins Kveikjum neistann, árangur þess og tækifæri og koma með tillögur að möguleikum í þróun verkefnisins í þágu barna hér á landi. Í mati spretthópsins kemur fram að ánægja sé með þróunarverkefnið meðal þátttökuskóla sem vilja […] The post Tillögur spretthóps um Kveikjum neistann appeared first on Fréttatíminn. | |
| 17:32 | Handtekinn fyrir vændiskaup Karlmaður var handtekinn í Hlíðunum í Reykjavík í dag fyrir vændiskaup. | |
| 17:27 | Heilbrigðiskerfið vísar ítrekað veikum börnum frá Börn með geðrænan vanda hafa oft verið neyðarvistuð á Stuðlum þrátt fyrir að vandi þeirra sé þess eðlis að þau eigi frekar að vera vistuð á heilbrigðisstofnun. Ef þau sýna ofbeldishegðun eða eru í neyslu, tekur heilbrigðiskerfið ekki við þeim. | |
| 17:24 | Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Klerkastjórnin í Íran vinnur í því að rjúfa tengingu borgara sinna við veraldarvefinn endanlega, að sögn samtaka sem fylgjast með vefritskoðun íranskra stjórnvalda. Verið sé að koma upp sérírönsku interneti án tengingar við umheiminn. | |
| 17:22 | Kalt stríð Samfylkingarinnar Týr sér greinileg merki valdabaráttu á milli Dags B. Eggertssonar og Kristrúnar Frostadóttir innan Samfylkingarinnar. | |
| 17:11 | „Grafalvarleg aðför að heiðri mínum“ Einn þeirra þriggja starfsmanna Háskólans á Bifröst sem tilkynntir voru til siðanefndar fyrir skrif sín hefur nú stigið fram. | |
| 17:03 | Nott. Forest - Arsenal | Tekst Forest að stela frá þeim ríku? Arsenal hefur safnað flestum stigum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á þessari leiktíð og toppliðið sækir Nottingham Forest heim í dag. | |
| 16:58 | Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Chelsea hafði betur gegn Brentford með tveimur mörkum gegn engu þegar að liðin mættust á Stamford Bridge í Lundúnum í dag í 22.umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. | |
| 16:55 | Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Englandsmeistarar Liverpool gerðu 1-1 jafntefli við nýliða Burnley á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þetta var fjórða jafntefli Rauða hersins í röð. | |
| 16:52 | Trump setur tolla á Evrópuríki vegna Grænlands Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt um nýja tolla á fjölda landa sem flytja vörur til Bandaríkjanna, sem taka gildi 1. febrúar. | |
| 16:48 | Þýskur maður lét lífið í svissnesku Ölpunum Þýskur karlmaður lést í snjóflóði í svissnesku Ölpunum í gær. Fjórir aðrir eru slasaðir. | |
| 16:43 | 10% tollar á Danmörku og fleiri Evrópuríki vegna Grænlands Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti fyrir skömmu um tolla á allar vörur sem fluttar eru til Bandaríkjanna frá Evrópuþjóðum eins og Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Frakklandi, Þýskalandi, Hollandi og Finnlandi. Tollarnir taka gildi þann 1. febrúar. Þeir hækka upp í 25 prósent 1. júní og verða í gildi þar til gengið hefur verið frá kaupum Bandaríkjanna á Grænlandi.Trump sagði þetta á samfélagsmiðli sínum Truth Social. Hann sagði tíma til kominn að Danmörk gefi til baka. „Heimsfriður er í húfi! Kína og Rússland vilja Grænland og það er ekkert sem Danmörk getur gert í því.“Tollarnir beinast gegn þjóðum sem hafa lýst yfir stuðningi við málstað Grænlands en Ísland er ekki á listanum. Trump sagð að fulltrúar þessara þjóða hafi ferðast til Grænlands í óþekktum tilgangi og þau séu að spila mjög hæt | |
| 16:37 | Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Donald Trump hyggst leggja tíu prósenta toll á allar vörur frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Frakklandi, Bretlandi, Hollandi og Finnlandi frá og 1. febrúar vegna þess að fyrrnefnd lönd styðja ekki innlimun Bandaríkjanna á Grænlandi. | |
| 16:30 | Drepin af hópi fjallaljóna í Colorado – Árásin óhugnalega náðist á öryggismyndavél Óhugnanlegt myndband úr öryggismyndavél sýnir hóp fjallaljón á veiðum skömmu áður en þau réðust á og drápu 46 ára konu í Colorado-fylki Bandaríkjanna á nýársdag. Konan, Kristen Marie Kovatch, var í gönguferð ein síns liðs á Crosier Mountain-gönguleiðinni á afskekktu svæði í fylkinu þegar hópur fjallaljóna sat fyrir henni. Lík hennar fannst síðar um daginn Lesa meira | |
| 16:25 | Segir Trump vilja Ísland: „Viljum vera eins og þú“ Uppistandarinn Greipur Hjaltason hefur slegið í gegn á Facebook þar sem hann telur ásælni Donalds Trumps Bandaríkjaforseta í Grænlandi byggða á misskilningi. | |
| 16:20 | Eldflaug í jakkafötum Þegar Mercedes-AMG GT 63 er botnaður fer hann af stað eins og raketta – en samt mjög rásfastur. | |
| 16:14 | Samdráttur hjá Sahara Sahara hagnaðist um 22 milljónir króna árið 2024, samanborið við 24 milljóna hagnað árið 2023. | |
| 16:13 | Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Nýr barna- og menntamálaráðherra vonar að einhvers konar síma- eða samfélagsmiðlabann geti tekið gildi í grunnskólum fyrir næsta haust. Til skoðunar er hvort miða eigi við fimmtán eða sextán ára aldur. | |
| 16:00 | Vill sjá norræna samstöðu sem aldrei fyrr „Árið byrjar á bombu í alþjóðastjórnmálum með árás Bandaríkjanna á Venesúela og enn frekari yfirlýsinga Trumps um að vilja yfirráð yfir Grænlandi. Ég held því miður að stórveldapólitík muni halda áfram að gera okkur erfitt fyrir og ég vil sjá okkur treysta enn frekar böndin við norræna vini okkar og myndi vilja sjá norræna samstöðu sem aldrei fyrr. Ofan á þetta leggst... | |
| 15:55 | Öllum portrettum van Eycks safnað saman á eina sýningu Listunnendum gefst kostur á að skoða allar portrettmyndir fimmtándu aldar meistarans Jan van Eycks á einni og sömu sýningunni í London á þessu ári.Búast má við því að fjöldi fólks leggi leið sína í National Gallery við Trafalgar-torg til að sækja sýninguna. Hún hefst í nóvember og stendur fram í apríl á næsta ári.Á heimasíðu safnsins segir að mannamyndagerð eins og við þekkjum hana hafi hafist með van Eyck og að raunsæið í verkum hans eigi sér engan sinn líka.Vökul augu, fínlega málaðir skeggbroddar, hrukkur og rjóðar kinnar fyrirsætanna í málverkum van Eycks gera þær álíka fullar af lífi og þegar þær sátu fyrir hjá meistaranum – fyrir um 600 árum síðan.Þrjú verk á sýningunni koma úr safneign National Gallery. Eitt þeirra er ein þekktasta mannamynd listasögunnar, Arnolfini og brúður hans. | |
| 15:48 | Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur undir listamannanafninu Auður, hefur sett fallega íbúð sína í Austurbænum á sölu. Um er að ræða miðbæjarperlu sem Auðunn segist meyr að skilja við. | |
| 15:48 | Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Álagning olíufélaganna hefur aldrei verið hærri en núna. Eldsneytisverð lækkaði um tæplega 97 krónur við ármótin þegar kílómetragjaldið tók gildi sem er í samræmi við væntingar Alþýðusambandsins. Eldsneytisverð hefði þó mátt lækka enn frekar að mati ASÍ. | |
| 15:35 | Ólöglegt niðurrif stöðvað í Kópavogi Byggingarfulltrúi Kópavogs stöðvaði ólöglegt niðurrif í miðbæ Kópavogs í gær.Til stóð að rífa Fannborg tvö, fjögur og sex þar sem áður voru bæjarskrifstofur Kópavogs en einnig félagsheimili og Kópavogsbíó. Til hefur staðið í nokkur ár að rífa húsið. Það var áður í eigu Kópavogsbæjar en var selt árið 2017.Kolbeinn Reginsson, bæjarfulltrúi Vina Kópavogs, segir að hann hafi séð gröfur og trukka koma að húsinu á fimmtudag. Hann vissi þá að ekki væri komið niðurrifsleyfi. Kolbeinn útbjó þá kæru sem hann afhenti meðal annars bæjarstjóra og byggingarfulltrúa Kópavogs. Daginn eftir heyrði hann niðurrif hefjast.„Þá mæti ég bara þessari niðurrifsgröfu þar sem hún er að naga utan af húsinu steypuþakskyggni sem þarna var og mér verður svo mikið um að ég hoppa bara upp á þessa gröfu með kæruna í hendin | |
| 15:27 | Eru ekki að reyna að vera leyndarmál Systkinin Breki Hrafn og Sindri Snær eru söngvarar hljómsveitarinnar Emmu sem gaf út fyrstu plötuna sína, Halidome, í sumar. Hljómsveitin var stofnuð skömmu fyrir Músíktilraunir 2023 og hefur síðan verið iðin við að spila.Halidome by EmmaÞeim systkinum finnst platan hafa fengið góðar viðtökur og hafa bara heyrt góða hluti frá þeim sem hafa hlustað. Þar sem þetta er fyrsta útgáfa þeirra vildu þau gefa tónlistina út þótt það væri ekki endilega með „réttum“ hætti. Þau vildu geta beint fólki að tónlistinni eftir tónleika og fannst það halda aftur af þeim að fólk hefði ekkert að hlusta á. „Okkur langaði að koma þessu frá okkur og út í heiminn og þá svona fyrst verður þetta í alvöru til,“ segir Sindri. Þótt þau njóti ekki heimsfrægðar fái þau mjög einlæga athygli. „Þessi tónlist skiptir mig svo | |
| 15:07 | Tökum umræðuna Fiskeldi er gríðarlega mikilvæg atvinnugrein og vöxtur hennar hefur verið mikill undanfarin ár. | |
| 14:55 | Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Real Madrid vann sinn fyrsta sigur undir stjórn Álvaros Arbeloa þegar liðið hafði betur gegn Levante, 2-0, í spænsku úrvalsdeildinni í dag. | |
| 14:49 | Arnar Þór um Miðflokkinn: „Ég fékk bara alveg hnífasettið í bakið frá þeim – og þar með var það búið“ Arnar Þór Jónsson, lögmaður og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, segir að viðræður hans við Miðflokkinn hafi runnið út í sandinn í aðdraganda síðustu Alþingiskosninga – þrátt fyrir að samtölin við Sigmund Davíð Gunnlaugsson hafi í upphafi verið jákvæð og lofað góðu. Arnar ræddi málið í viðtali í Bjórkastinu hjá Brotkast, þar sem hann var spurður beint hvort […] Greinin Arnar Þór um Miðflokkinn: „Ég fékk bara alveg hnífasettið í bakið frá þeim – og þar með var það búið“ birtist fyrst á Nútíminn. | |
| 14:47 | Viðurkenndi að þúsundir hefðu látið lífið Ali Khamenei, æðsti klerkur Írans, viðurkenndi í fyrsta skipti opinberlega í dag að þúsundir hafi látið lífið í mótmælum í landinu síðustu vikur. Samkvæmt upplýsingum frá Iranian Human Rights Activists News Agency, mannréttindasamtökum sem starfa í Bandaríkjunum, hafa yfir þrjú þúsund látist í mótmælunum. Erfitt hefur reynst að sannreyna hversu margir hafi látist þar sem stjórnvöld lokuðu fyrir aðgang að internetinu í upphafi árs. Í ræðunni sakaði Khamenei óeirðaseggi um að bera ábygrð á mannfallinu. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hvatt mótmælendur til að halda áfram og hótað hernaðarlegri íhlutun drepi stjórnvöld fleiri mótmælendur. Ali Khamenei, æðsti klerkurinn í Íran.AP/Office of the Iranian Supreme Leader / Uncredited | |
| 14:47 | Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Hanna Kristín Skaftadóttir, lektor við Háskólann á Bifröst segir að líkja megi kæru stjórnenda skólans til höfuðs henni til siðanefndar megi líkja við „faglega aftöku.“ | |
| 14:34 | Brottvísanir Sýrlendinga frá Þýskalandi til umræðu þegar Sýrlandsforseti kemur í opinbera heimsókn Forseti Sýrlands er væntanlegur til Berlínar til viðræðna við kanslara Þýskalands á þriðjudag. Búast má við að áhersla verði á brottvísanir Sýrlendinga frá Þýskalandi. FYRSTA HEIMSÓKN NÝS FORSETA TIL ÞÝSKALANDS Ríkisstjórn Þýskalands hefur lagt ríka áherslu á að senda sem flesta sýrlenska ríkisborgara aftur heim til Sýrlands eftir að Bashar al-Assad var steypt af stóli 2024. Þetta er talið verða á meðal helstu umræðuefna á fundum Ahmeds al-Sharaa, forseta Sýrlands, með fulltrúum þýskra stjórnvalda í Berlín í næstu viku.Þetta verður fyrsta heimsókn Sharaa til Þýskalands en hann hefur farið víða frá því hann tók við. Fjölda alþjóðlegra refsiaðgerða hefur einnig verið aflétt af Sýrlandi.Ríflega milljón Sýrlendinga hefur leitað skjóls í Þýskalandi á síðasta áratug. Merz tilkynnti í nóvember | |
| 14:30 | Liverpool - Burnley | Jafnteflunum lokið? Liverpool hefur gert jafntefli í þremur síðustu leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni en ætlar sér sigur gegn Burnley í dag. | |
| 14:30 | Chelsea - Brentford | Fyrsti deildarleikur nýja stjórans Liam Rosenior stýrir Chelsea í fyrsta sinn í deildarleik í dag þegar liðið tekur á móti Brentford. | |
| 14:30 | Stoltur af sinni fyrrverandi og lætur sjaldgæfa athugasemd falla Leikarinn Ashton Kutcher hrósar fyrrverandi eiginkonu sinni, Demi Moore, 15 árum eftir að þau skildu. Leikarinn var að kynna nýju FX-þáttaröð sína, The Beauty, þegar hann var spurður út í verkefnið og samanburð við kvikmynd Moore frá 2024, The Substance. Mynd Demi hlaut lof gagnrýnenda. „Ég meina, í fyrsta lagi, frammistaða Demi í The Substanc’, Lesa meira | |
| 14:25 | Draumabyrjun hjá Carrick Michael Carrick fékk sannkallaða draumabyrjun sem þjálfari Manchester United en liðið lagði Manchester City að velli, 2-0, í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Bryan Mbeumo og Patrick Dorgu skoruðu mörkin í seinni hálfleik. | |
| 14:22 | Myndir: Fjölmenn mótmæli í Danmörku Fjölmenni er saman komið víðs vegar um Danmörku til að mótmæla ásælni Donalds Trumps Bandaríkjaforseta í Grænland. | |
| 14:09 | Erfitt að meta virði leikmanna Notast er við stuðlakerfi Knattspyrnusambands Íslands þegar leikmannasamningar eru eingfærðir. | |
| 14:06 | Álagning olíufélaganna sögulega há Eldsneytisverð hefur lækkað í takt við væntingar eftir að kílómetragjaldið tók gildi um áramótin en þrátt fyrir það er hlutur olíufélaganna í bensínlítranum hár, samkvæmt nýrri samantekt ASÍ. Sviðsstjóri hagfræði- og greiningasviðs ASÍ segir álagningu olíufélaganna sögulega háa. . ELDSNEYTISVERÐ LÆKKAÐI Í SAMRÆMI VIÐ VÆNTINGAR Alþýðusamband Íslands skoðaði þróun á eldsneytisverði eftir kerfisbreytingarnar sem urðu um áramót þegar krónutölugjöld á jarðefnaeldsneyti voru afnumin og kílómetragjald tekið upp. Róbert Farestveit, sviðsstjóri hagfræði- og greiningasviðs ASÍ, segir bensín hafa lækkað í samræmi við væntingar, um tæplega 97 krónur.„Breytingarnar hafa líka þau áhrif að rekstrarkostnaður smærri og sparneytnari bifreiða verður meiri heldur en þeirra stærri. Og þriðji punkturinn er a | |
| 13:58 | Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Fjöldafundir til stuðnings Grænlandi fara nú fram víðs vegar um Danmörku. Mikill fjöldi fólks hefur komið saman á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn og sömuleiðis í Árósum, Óðinsvéum og Álaborg. | |
| 13:52 | Fáheyrt að þingmenn segi af sér Prófessor í stjórnmálafræði segir óalgengt að þingmenn segi af sér. Afsögn Guðbrands Einarssonar, þingmanns Viðreisnar, er óvenjuleg að því leyti að hún kemur til vegna ákvörðunar sem hann tók fyrir 14 árum en ekki vegna brota hans í starfi. | |
| 13:50 | Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Yfirvöld á Ítalíu hafa stöðvað og lagt hald á flutningaskip sem notað var til að flytja 33 þúsund tonn af járnmálmum frá Rússlandi. Það er gegn refsiaðgerðum sem Evrópusambandið hefur beitt Rússa vegna innrásarinnar í Úkraínu. | |
| 13:50 | Hefur áhyggjur af hærri álagningu Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra kveðst áhyggjufullur yfir aukinni álagningu eldsneytisfyrirtækja á bensín og olíu. Hann segir að áfram verði fylgst náið með þróuninni. | |
| 13:45 | Bílar yfirgefnir mánuðum saman Heilbrigðiseftirlitin á landsbyggðinni hafa sent Vegagerðinni bréf þar sem vakin er athygli á því að fjölmörg biluð eða skemmd ökutæki og búnaður hafi staðið um lengri eða skemmri tíma á veghelgunarsvæði Vegagerðarinnar við þjóðvegi landsins. Er farið fram á að stofnunin sinni reglubundinni og tafarlausri hreinsun ökutækja og búnaðar af þessum svæðum. | |
| 13:40 | Hanna Kristín varð fyrir barðinu á gervigreindarglöðum stjórnendum á Bifröst – „Jafn fáránlegt og það er hættulegt“ Hanna Kristín Skaftadóttir, lektor við háskólann á Bifröst, er ein þeirra starfsmanna skólans sem lenti í því að fá á sig kæru frá stjórnendum skólans til siðanefndar vegna gruns um að starfsmennirnir hefðu ekki skrifað fræðigreinar sem birtar höfðu verið erlendis og þeir skráðir sem meðhöfundar af. Athygli vekur að stjórnendurnir þrír, þau Margrét Jónsdóttir Lesa meira | |
| 13:30 | Sat á kaffihúsi þegar ókunnug kona gekk að henni og rétti henni bréf – „Ég var að sjálfsögðu niðurbrotin” Kennari segist hafa verið „niðurbrotin“ þegar ókunnug kona gekk upp að henni og rétti henni handskrifaðan miða á kaffihúsi fyrir skemmstu. Á miðanum sem ætlaður var hinni 32 ára gömlu Pauline stóð að hún væri svo hávær að viðkomandi ætti ekki annan kost en að yfirgefa kaffihúsið. Pauline sat á kaffihúsinu með vinkonu sinni þar Lesa meira | |
| 13:26 | Forseti Úganda framlengir 40 ára valdatíð Forseti Úganda, Yoweri Museveni, hefur verið lýstur sigurvegari kosninganna sem fóru fram á fimmtudag og framlengir þannig nær fjögurra áratuga valdatíð sína um fimm ár til viðbótar. | |
| 13:19 | Stærsta ótakmarkaða auðlindin: Samkeppnishæfni Íslands er í húfi „Við þurfum að hugsa enn stærra og spyrja okkur að því hvernig við eignumst 10 einhyrninga og fyrsta tíhyrninginn.“ | |
| 13:11 | Halldóra Fríða býður sig fram sem oddviti Framsóknar í Reykjanesbæ Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir hefur tilkynnt að hún muni gefa kost á sér sem oddviti Framsóknar í Reykjanesbæ í komandi sveitarstjórnarkosningum.Prófkjör fer fram laugardaginn 7. febrúar.Halldóra Fríða er sitjandi oddviti Framsóknar í Reykjanesbæ en er einnig formaður bæjarráðs og var starfandi bæjarstjóri þegar Kjartan Már Kjartansson, núverandi bæjarstjóri, var frá vegna veikinda.„Reykjanesbær hefur vaxið hratt og staðið frammi fyrir stórum og oft krefjandi verkefnum en við höfum tekist á við þau saman,“ segir Halldóra Fríða í tilkynningu. „Framtíð Reykjanesbæjar er björt, en hún kallar á reynslu, ábyrgð og óþreytandi vinnu.“Aðsend | |
| 13:02 | Enginn úr minnihlutanum með til Parísar Enginn nefndarmaður í minnihluta fjárlaganefndar Alþingis fer með í fjögurra daga kynnisferð til Parísar. | |
| 13:00 | Sagan kemur alltaf aftan að okkur „Þeir gera allt aðeins betur þar, það er bara allt fallegra í Róm,“ segir Helgi Hjaltalín myndlistarmaður í Víðsjá á Rás 1. Hann fór til Rómar í fyrsta sinn fyrir átta árum og sá öll helstu minnismerki borgarinnar. Við heimkomuna var aðeins ein mynd af Colosseum í símanum hans og restin var af alls konar skiltum.Hann notar meðal annars þessar ljósmyndir sem efnivið á sýningunni Skuggi sem mælieining, sem stendur yfir í Listamönnum Gallerýi við Skúlagötu. Á sýningunni fer Helgi í hugmyndaferðalag um hernumin svæði Evrópu, trúarbrögð, landnám, stórkarlalegan hugsunarhátt og ólíka elda.„Við erum alltaf að slökkva alls konar elda. Það er eldur í okkur, við erum alltaf að brenna upp og reynum að slökkva það. Og svo erum við alltaf að reyna að slökkva elda í kringum okkur og í heimsmálunum líka. | |
| 12:58 | Fangar á Hverfisgötu fá geðþjónustu allan sólarhringinn Geðheilbrigðisþjónusta við fanga verður stórbætt með tilfærslu hennar til Landspítala. Heilbrigðisráðherra segir ekki ásættanlegt að fólk fái ekki þá þjónustu sem því beri.Geðheilsuteymi fangelsa flyst frá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu til Landspítala í apríl til að geta sinnt betur þörfum alvarlega veikra fanga. Úttekt á teyminu fyrir tveimur árum sýndi að fangar fá ekki geðheilbrigðisþjónustu í samræmi við lög en teymið starfar aðeins á dagvinnutíma og hefur ekki fasta viðveru í fangelsunum.Úttektin var gerð af embætti landlæknis, Alma Möller þáverandi landlæknir og núverandi heilbrigðisráðherra bindur vonir við þennan flutning og segir að verið séer að fara yfir alla starfsemi teymisins. HVERGI NÆRRI HÆTT UMBÓTUM „Það er mikið búið að gera í heilbrigðisþjónustu við fanga á liðn | |
| 12:55 | „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Lögmaður segir vegferð ákæruvaldsins til skammar vegna dómsmáls sem hann segir að hafi verið augljóst að myndi ekki leiða til sakfellingar frá byrjun. Skjólstæðingur hans var sýknaður í gær en lögmaðurinn segir illa farið með opinbert fé og tíma dómstóla. | |
| 12:48 | Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Inga Sæland, mennta- og barnamálaráðherra mun fara með stjórnarmálefni um uppbyggingu hjúkrunarheimila og þjónustuíbúða fyrir eldra fólk. Ábyrgðin á málaflokknum verður þó enn hjá félags- og húsnæðismálaráðuneytinu. | |
| 12:32 | Í beinni: Real Madrid - Levante | Í brekku eftir niðurlægjandi tap Hér fer fram bein textalýsing frá leik Real Madrid og Levante í 20.umferð spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Madrídingar eru í brekku og eftir niðurlægjandi tap í fyrsta leik undir stjórn nýs þjálfara, Alvaro Arbeloa, fyrir vikunni hefur ekki tekist að lægja öldurnar. Flautað verður til leiks á Santiago Bernabeu, heimavelli Real Madrid klukkan eitt. | |
| 12:30 | Ákærð í máli þar sem milljónir voru sviknar út úr konu frá Akureyri Úkraínsk kona á fimmtugsaldri, sem búsett er hérlendis, hefur verið ákærð fyrir peningaþvætti með því að taka við þriggja milljón króna millifærslu inn á bankareikning sinn í Landsbankanum frá ónefndum aðila. Í ákærunni kemur fram að milljónirnar eru sagðar vera ávinningur af fjársvikum sem sami aðili framdi í gegnum Facebook í júlí árið 2024 og Lesa meira | |
| 12:30 | Verkefni Hvals að sýna fram á tjón Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra vildi að loknum ríkisstjórnarfundi í gær lítið tjá sig um ummæli Kristjáns Loftssonar, forstjóra Hvals hf., sem fram komu í viðtali við hinn síðarnefnda á forsíðu Morgunblaðsins í gær. Kallaði Kristján þar meðal annars eftir því að ráðherrar sættu persónulega fjárhagslegri ábyrgð á ákvörðunum sínum. | |
| 12:18 | Hjúkrunarheimili í umsjá menntamálaráðherra Inga Sæland, mennta- og barnamálaráðherra, mun fara með stjórnarmálefni um uppbyggingu hjúkrunarheimila og þjónustuíbúða fyrir eldra fólk í starfi sínu sem mennta- og barnamálaráðherra. | |
| 12:16 | Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Fjórir voru handteknir þegar bíll var stöðvaður við Glerárgötu á Akureyri í gærkvöldi vegna gruns um innbrot. Talsverður viðbúnaður var vegna handtökunnar og fimm lögreglubílar sinntu henni. | |
| 12:11 | Mennta- og barnamálaráðherra fer með málefni hjúkrunarheimila Inga Sæland, mennta- og barnamálaráðherra, fer nú með stjórnarmálefni um uppbyggingu hjúkrunarheimila og þjónustuíbúða fyrir eldra fólk samkvæmt nýjum forsetaúrskurði. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins.Inga var félags- og húsnæðismálaráðherra og fór þar með málaflokkinn en Ragnar Þór Ingólfsson tók við ráðuneytinu nú í janúar á sama tíma og Inga Sæland tók við embætti mennta- og barnamálaráðherra.Ábyrgðin á stjórnarmálefninu mun þó enn liggja hjá félags- og húsnæðismálaráðuneytinu. Forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í verður ekki breytt en forsetaúrskurði um skiptingu starfa ráðherra hefur verið breytt. | |
| 12:03 | Veltu 1,2 milljörðum Þrjú stærstu könnunarfyrirtæki landsins veltu samanlagt tæplega 1,2 milljörðum króna árið 2024. | |
| 12:01 | Man. Utd - Man. City | Carrick byrjar á stórleik Michael Carrick fær svo sannarlega erfitt verkefni í fyrsta leik sínum sem stjóri Manchester United, þegar liðið mætir Manchester City í grannaslag í ensku úrvalsdeildinni. | |
| 12:01 | Skautafjör á Laugarvatni í dag Fjöldi fólks er nú kominn saman á Laugarvatni því þar fer fram svokallað „Skautafjör” þar sem ungir sem aldnir koma saman og skauta á vatninu. Skautar verða til útláns fyrir þá, sem ekki eiga skauta. | |
| 12:01 | Djúp lægð nálgast landið Djúp lægð sem nálgast landið veldur hvassviðri á sunnan- og vestanverðu landinu síðdegis í dag og á morgun. Í kvöld og nótt hvessir á öllu landinu. | |
| 12:00 | Íslendingar verða að taka afstöðu Stóru ríkin, Bandaríkin, Rússland og Kína, enduðu árið 2025 og hófu nýtt ár með sprengjuárásum eða yfirlýsingum um algjöra yfirtöku á næstu nágrannaríkjum sínum. Bandaríkin gerðu loftárásir á hryðjuverkamenn í Nígeríu og innrás í Venesúela. Rússland hélt áfram innrásinni í Úkraínu. Kína boðaði yfirtöku á Taívan og Bandaríkin og Rússland héldu uppteknum hætti og boðuðu allherjaryfirráð yfir nágrannaríkjum sínum. Bandaríkin telja að... |