| 09:44 | Ingibjörg vill leiða Framsóknarflokkinn Ingibjörg Isaksen býður sig fram til formennsku Framsóknarflokksins. Hún er sú fyrsta til að gefa kost á sér í embættið sem kosið verður í á næsta flokksþingi Framsóknar. | |
| 09:39 | Ingibjörg býður sig fram í formanninn Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, gefur kost á sér til formanns Framsóknarflokksins á komandi flokksþingi Framsóknar í febrúar. Ingibjörg greinir frá framboði sínu á samfélagsmiðlum nú í morgun. | |
| 09:35 | 200 tonnum ráðstafað til sjóstangveiðimóta | |
| 09:33 | Ingibjörg vill verða formaður Framsóknar Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, býður sig fram til formanns á flokksþingi sem haldið verður á Hilton hóteli 14. febrúar.Þetta kemur fram í færslu sem Ingibjörg birtir á Facebook. Sigurður Ingi Jóhannsson, sem leitt hefur flokkinn í níu ár, tilkynnti á miðstjórnarfundi í október að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi formennsku.Ingibjörg hefur verið þingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi síðan 2021 en þar áður sat hún í bæjarstjórn Eyjafjarðarsveitar og Akureyrar um árabil.Þótt ekki séu nema rúmlega þrjár vikur í flokksþing er það aðeins Ingibjörg sem hefur tilkynnt um framboð. Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður flokksins í Norðvesturkjördæmi, hefur tilkynnt að hann gefi kost á sér í embætti varaformanns.Ingibjörg segir í færslu sinni | |
| 09:30 | ICE ruddist inn á heimili bandarísks ríkisborgara – Leiddur út á nærbuxunum á meðan afabarnið hágrét Bandaríkjamaðurinn ChongLy Thao segir að fulltrúar ICE, bandaríska innflytjenda- og tollgæslunnar, hafi brotist inn á heimili hans í Minnesota án heimildar og leitt hann út á götu klæddan einungis nærfötum. Fulltrúarnir voru vopnaðir skotvopnum og var Thao leiddur út í frostið áður en honum var komið fyrir í bíl. Honum var haldið í nokkrar klukkustundir, en síðar sleppt þegar ljóst varð að hann Lesa meira | |
| 09:24 | Hákarl réðst á 12 ára dreng – Fjölskyldan veitir upplýsingar um líðan hans Hákarlarárásir undan ströndum Ástralíu hafa verið áberandi í þarlendum fjölmiðlum síðustu daga, en tilkynnt hefur verið um að minnsta kosti þrjár slíkar árásir frá því um helgina þar sem tveir hafa slasast lífshættulega. Í annarri árásinni, sem átti sér stað á sunnudag, slasaðist hinn tólf ára gamli Nico Antic. Antic var að leik í sjónum Lesa meira | |
| 09:10 | Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sænska lögreglan hafði afskipti af þremur íslenskum karlmönnum fyrir drykkjulæti í Kristianstad í Svíþjóð á laugardaginn var. Mennirnir voru í haldi lögreglu í nokkrar klukkustundir en voru síðan látnir lausir. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi lögreglunnar í Kristianstad í samtali við Vísi. | |
| 09:09 | Undirbúa sólarhringsviðskipti með verðbréf á bálkakeðju Skiptar skoðanir eru um ákvörðun NYSE í þessum efnum. | |
| 09:06 | Strætisvagn og lögreglubíll lentu í árekstri Nokkur umferðaróhöpp hafa verið á höfuðborgarsvæðinu þar sem af er morguns en flughálka er á mörgum götum og gangstígum. | |
| 09:04 | „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Nýjasti leynigestur vefþáttanna Bítið í bílnum fer gjörsamlega á kostum í karókíflutningi á laginu These Boots Were Made For Walking. Gesturinn meira að segja dansar með, sem hefur ekki verið lenskan í þáttunum hingað til. | |
| 09:00 | Bresk yfirvöld viðurkenna að þau ráða ekki lengur við glæpaölduna í landinu Bresk stjórnvöld viðurkenna að lögregluyfirvöld í Englandi og Wales ráði ekki lengur við sífellt flóknari glæpastarfsemi og að núverandi skipulag glæpagengja. Þetta kemur fram í drögum að stefnu sem innanríkisráðherra hyggst kynna síðar í mánuðinum. Þar er því haldið fram að ef verið væri að hanna lögreglukerfið frá grunni í dag yrði núverandi fyrirkomulag ekki […] Greinin Bresk yfirvöld viðurkenna að þau ráða ekki lengur við glæpaölduna í landinu birtist fyrst á Nútíminn. | |
| 09:00 | Flughált víða um land Það er öruggast fyrir bílstjóra, fólk á hjólum og gangandi að fara varlega því það er víða flughált á landinu, bæði innanbæjar á höfuðborgarsvæðinu, og á vegum úti.Flughált er frá Vík og austur að Skeiðarársandi. Hálka eða hálkublettir eru á öðrum leiðum. Flughált er víða í Landeyjum, á Þykkvabæjarvegi og á hluta Landvegar. Hálka er á flestum öðrum leiðum.Flughált er innansveitar í Borgarfirði.Hálka eða hálkublettir eru á vegum um allt land.Á ferð í hálku. Safnmynd.Landsbjörg / Björgunarsveit Hafnarfjarðar | |
| 09:00 | Kvarnast úr borgarstjórnarhópi Sjálfstæðisflokks Helgi Áss Grétarsson, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, tilkynnti í morgun að hann sé að yfirgefa flokkinn og ganga til liðs við Miðflokkinn. Þetta tilkynnti hann í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni. „Fyrir því eru margvíslegar ástæður,“ sagði hann og bætti strax við að honum þætti vænt um Sjálfstæðisflokkinn. Helgi sagði ákvörðunina hafa mótast af djúpstæðum pólitískum ágreiningi um stefnu innan borgarstjórnar, þar sem... | |
| 08:55 | Varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins gengur í Miðflokkinn Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur og varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, stefnir á framboð til borgarstjórnarkosninga fyrir Miðflokkinn og hefur sagt skilið við Sjálfstæðisflokkinn. Hann ætlar áfram að gegna starfsskyldum sínum sem varaborgarfulltrúi út kjörtímabilið.Helgi Áss greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni í dag. Hann spyr hvaða flokkum sé treystandi til að bæta Reykjavík og af svarinu að dæma virðist hann ekki telja að það sé Sjálfstæðisflokkurinn.„Þegar þeirri spurningu er svarað verður til þess að líta að á yfirstandandi kjörtímabili hafa kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn í of mörgum mikilvægum málum, sérstaklega á sviði skipulags- og samgöngumála, setið hjá, í stað þess að taka skýra afstöðu. Sú nálgun hefur valdið mér síendurteknum vonbrigðum. Þeir | |
| 08:53 | Helgi Áss segir bless við Sjálfstæðisflokkinn: „Frá og með deginum í dag er ég liðsmaður Miðflokksins“ Helgi Áss Grétarsson, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að segja skilið við flokkinn og ganga til liðs við Miðflokkinn. Helgi Áss tilkynnir þetta í færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi brugðist kjósendum sínum í of mörgum málaflokkum. „Undanfarin ár hefur mér hlotnast sá heiður að starfa sem kjörinn fulltrúi í borgarstjórn Lesa meira | |
| 08:52 | Enn önnur ástæða þess að Trump vill Grænland Donald Trump Bandaríkjaforseti segir ákvörðun Breta um að gefa eftir full yfirráð á eyjunni Diego Garcia vera ein ástæða af mörgum fyrir því að Bandaríkin verða að taka yfir Grænland. | |
| 08:45 | Helgi Áss genginn til liðs við Miðflokkinn Helgi Áss Grétarsson, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur gengið til liðs við Miðflokkinn. | |
| 08:36 | Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Helgi Áss Grétarsson, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur sagt skilið við flokkinn og gengið til liðs við Miðflokkinn. Frá þessu greindi Helgi í samtali við þáttastjórnendur Bítisins á Bylgunni í morgun. | |
| 08:36 | Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Helgi Áss Grétarsson, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur sagt skilið við flokkinn og gengið til liðs við Miðflokkinn. Frá þessu greindi Helgi í samtali við þáttastjórnendur Bítisins á Bylgunni í morgun. | |
| 08:33 | Helstu atburðir Trump-árs í Hvíta húsinu Þennan dag fyrir ári tók Trump við stjórnartaumunum í Hvíta húsinu á ný. Hann hefur umbreytt utanríkisstefnu Bandaríkjanna og dregið landið úr ýmsum alþjóðastofnunum og úr Parísar-sáttmálanum.Trump hefur efnt til tollastríðs bæði við bandamenn og andstæðinga sem ekki sér fyrir endann á. Nú síðast hótaði hann að setja tolla á þau ríki sem leggjast gegn fyrirætlunum hans um að innlima Grænland.Trump hefur fyrirskipað hernaðaraðgerðir í Íran, Sýrlandi, Nígeríu og Venesúela. Auk þessa lét hann handtaka forseta Venesúela og flytja hann til New York þar sem hann situr í fangelsi. Heima fyrir hafa alríkislögreglumenn verið sendir til ríkja í óþökk stjórnvalda þar til að leita uppi innflytjendur án dvalarleyfa. Framgöngu þeirra hefur víða verið mótmælt.Hér verður stiklað á stóru um fyrsta ár Trump | |
| 08:27 | Hált og erfiðar aðstæður víða „Það er ansi hált og erfiðar aðstæður víða,“ segir Eiður Fannar Erlendsson, yfirmaður vetrarþjónustu hjá Reykjavíkurborg, í samtali við mbl.is. | |
| 08:23 | Norræn samstaða um öryggismál á norðurslóðum Aukið samstarf á vettvangi Atlantshafsbandalagsins og öryggi á norðurslóðum voru meðal mála í brennidepli á fundi varnarmálaráðherra Norðurlandanna og utanríkisráðherra Grænlands, sem fram fór í höfuðstöðvum bandalagsins í Brussel í dag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra tók þátt í fundinum. Samstarf ríkja um öryggismál á norðurslóðum hefur fengið aukið vægi á vettvangi Atlantshafsbandalagsins og ræddu ráðherrarnir […] The post Norræn samstaða um öryggismál á norðurslóðum appeared first on Fréttatíminn. | |
| 08:08 | Strætó lenti í árekstri í flughálku Strætisvagn og fólksbíll skullu saman við Bústaðavegsbrúna í morgun. Flughált hefur verið á höfuðborgarsvæðinu það sem af er degi.Bæði gangandi og akandi vegfarendur hafa lent í vandræðum í hálkunni sem er svo mikil að margir hafa hreinlega skautað á henni eða fallið.Ekki liggur fyrir hvort slys hafi orðið á fólki í árekstri strætisvagnsins og fólksbílsins, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Unnar Már Ástþórsson aðalvarðstjóri segir lögreglu að störfum á vettvangi. Hann bendir á að akstursskilyrði séu hreinlega hættuleg í svona mikilli hálku. STARFSMENN BORGARINNAR VERIÐ AÐ SÍÐAN KLUKKAN FJÖGUR Eiður Fannar Erlendsson, yfirmaður vetrarþjónustu Reykjavíkur, segir starfsmenn borgarinnar hafa byrjað að salta snemma.„Bara strax í nótt varð flughált. Við hófum aðgerðir klukkan fjögur. Þá | |
| 08:00 | „Þessi mál standa mér afar nærri. Þau hafa haft bein og óbein áhrif á líf mitt“ Á fundi borgarstjórnar í dag verður meðal annars fjallað um skýrslu um starfsemi vöggustofa árin 1974-1979. Líf Magneudóttir, oddviti VG í borgarstjórn, deilir af því tilefni persónulegri færslu og myndum, og segir málið hafa haft bein og óbein áhrif á líf sitt alla tíð. „Þessi mál standa mér afar nærri. Þau hafa haft bein og Lesa meira | |
| 08:00 | Trump virðist taka yfir Grænland og Kanada á samfélagsmiðlamyndum Donald Trump Bandaríkjaforseti birti í morgun færslu á samfélagsmiðlinum Truth Social þar sem hann virðist stinga niður fána Bandaríkjanna á Grænlandi. Á annarri mynd, sem hann birti um svipað leyti, sést hann lesa yfir evrópskum leiðtogum á skrifstofu sinni fyrir framan kort sem gefur til kynna að Kanada tilheyri Bandaríkjunum. Í færslu á Truth Social segir hann Grænland vera „óumflýjanlegt... | |
| 08:00 | Getur beðið lengi eftir „blóðmáltíðinni“ Frá því að brúni hundamítillinn greindist fyrst hér á landi árið 1978 hafa einungis níu tilfelli verið staðfest. Yfirdýralæknir Matvælastofnunar (MAST) segir mikla áherslu lagða á að mítillinn nái ekki fótfestu hér á landi. | |
| 08:00 | Húnvetningar andæfa Landsneti Byggðarráð Húnaþings vestra samþykkti á fundi sínum í gær að fela sveitarstjóra að eiga fund með Landsneti og ræða þá ákvörðun fyrirtækisins að velja svonefnda byggðaleið fyrir nýja Holtavörðulínu 3. | |
| 07:55 | 333 milljóna íbúðarkaup á Orkureitnum Félag eiganda GPG Seafood hefur fest kaup á 249 fermetra íbúð á Orkureitnum. | |
| 07:51 | Skúrir eða él í dag Í dag má búast við suðaustan- og austanátt 5-13 m/s, og skúrum eða éljum. | |
| 07:46 | Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Fjórir einstaklingar hafa orðið fyrir árás hákarla í Nýju Suður-Wales í Ástralíu á aðeins 48 klukkustundum. Talið er að mikil rigning undanfarna daga kunni að eiga þátt að máli, þar sem hún veldur því að aukin fæða skolast niður með ám og út í sjó. | |
| 07:39 | Kínverjum einnig boðið í friðarráð Trumps Stjórnvöld í Kína segja Donald Trump Bandaríkjaforseta hafa boðið þeim sæti í friðarráði Bandaríkjanna. | |
| 07:33 | Sandra tekin við af Guðbrandi Sandra Sigurðardóttir tók í gær sæti á Alþingi í stað Guðbrands Einarssonar sem sagði af sér þingmennsku í síðustu viku. Sandra er þannig tekin við sem sjötti þingmaður Suðurkjördæmis og eini þingmaður Viðreisnar í kjördæminu. Forseti Alþingis tilkynnti um breytingarnar við upphaf þingfundar í dag, en líkt og kunnugt er sagði Guðbrandur af sér á föstudaginn í tengslum við tilraun hans til vændiskaupa árið 2012. | |
| 07:30 | Braut rifbein við tökur á kynlífssenum með þremur körlum Breska leikkonan Emilia Clarke leikur í nýútkomnum sjónvarpsþáttum á sjónvarpsstöðinni Peapock. Þættirnir Ponies eru njósnaþættir sem gerast á tímum kalda stríðsins á áttunda áratugnum og fylgja Bea (leikin af Clarke), ritara sem verður CIA-njósnari í bandaríska sendiráðinu í Moskvu í Rússlandi eftir að maður hennar er drepinn. Ásamt samstarfskonu sinni Twila (leikin af Haley Lu Lesa meira | |
| 07:18 | Birtir athyglisverðar myndir og skilaboð frá Rutte Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa rætt við Mark Rutte framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins (NATO) um Grænland og samþykkt fund í Davos í Sviss. | |
| 07:18 | „Eina veldið sem getur tryggt frið“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa rætt við Mark Rutte framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins (NATO) um Grænland og samþykkt fund í Davos í Sviss. | |
| 07:15 | Hvernig breytast skattarnir þínir á árinu? Nokkrar skattabreytingar tóku gildi um áramótin og hafa margar þeirra bein áhrif á einstaklinga.Til fróðleiks má nefna að árið 2024 greiddi ríkissjóður alls 15,2 milljarða króna í útsvar.Hér er farið yfir helstu breytingar og hvernig þær hafa áhrif á þig. Taka skal fram að listinn er ekki tæmandi og aðallega er horft til breytinga sem hafa áhrif á einstaklinga. Hér er farið yfir fjögur dæmi. FRÍTEKJUMARK BARNA HÆKKAR ÚR 180 ÞÚSUND Í 300 ÞÚSUND Ákveðið var að hækka frítekjumark barna undir 16 ára aldri í 300 þúsund krónur. Því hafði ekki verið breytt síðan árið 2014.Börn byrja að greiða skatt þegar þau eru 16 ára gömul. Hins vegar þurfa börn yngri en 16 ára að greiða 6% af tekjum sínum umfram frítekjumark. Það var áður 180 þúsund en hækkaði um áramótin í 300 þúsund. Hvernig hefur þetta áh | |
| 07:15 | Róleg austanátt en hvessir á morgun Kröpp smálægð fyrir vestan land er nú að fjarlægjast og hefur hún dælt skúrum eða éljum inn á Suður- og Vesturland í nótt. Flughált er á götum víða um land, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu. | |
| 07:02 | Trump ætlar að ræða Grænland í Davos | |
| 07:02 | Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York „Ég hélt alltaf að það væri einhver leikþáttur hjá kananum að vera svona „næs“ en það kom mér á óvart að hann er yfirleitt einlægt bara svona,“ segir forritarinn Árni Freyr Magnússon sem flutti til New York til að fara í meistaranám við hinn virta háskóla Columbia. Í kjölfarið fékk hann vinnu hjá sprotafyrirtæki í Brooklyn og þá var ekki aftur snúið. | |
| 07:00 | Smábærinn sem Pútín gæti notað sem afsökun til að ráðast á NATO Áhyggjur hafa aukist meðal vestrænna sérfræðinga um að Rússland kunni að beina sjónum sínum á næstunni að austurjaðri NATO, jafnvel þótt átökum í Úkraínu kunni að linna á næstu misserum. Einkum hefur verið bent á bæinn Narva í Eistlandi, sem liggur beint að landamærum Rússlands. Daily Mail ræddi á dögunum við Tim Willasey-Wilsey, fyrrverandi diplómat Lesa meira | |
| 07:00 | Flughált í höfuðborginni og víðar um land Flughált er á höfuðborgarsvæðinu og starfsmenn borgarinnar og Vegagerðar í óða önn við að salta göturnar nú í morgunsárið. | |
| 06:50 | Víða flughált í morgunsárið - vætutíð yfir frostmarki Það blæs dálítið í dag og víðast hvar má búast við úrkomu einhvern hluta dags, ef Norðurland er undanskilið. Vestantil styttir upp þegar líður á daginn en austantil fer að rigna eða snjóa síðdegis.Flughált er á höfuðborgarsvæðinu. Vegagerðin er að meta aðstæður á vegum. Flughált er á Fagradal á Austurlandi og innansveitar í Borgarfirði á Vesturlandi. Hálka eða hálkublettir eru víða.Veðurspáin er svohljóðandi:Suðaustan og austan fimm til þrettán metrar á sekúndu og skúrir eða él í dag, hiti 0 til 6 stig. Að mestu þurrt á Norður- og Austurlandi og víða vægt frost. Fer að rigna eða snjóa á austanverðu landinu síðdegis og hlýnar heldur, en styttir upp vestantil.Austan átta til fimmtán og væta með köflum á morgun, en úrkomulítið norðan- og vestanlands. Hiti eitt til átta stig. Samfelld rigning | |
| 06:45 | Getur Evrópa sett þrýsting á bandarískar eignir? Heildareign Evrópubúa í bandarískum hluta- og skuldabréfum er um 12,6 billjónir dala. | |
| 06:35 | Ástralir herða skotvopnalög eftir hryðjuverkin í Bondi Neðri deild ástralska þingsins samþykkti í dag frumvarp að hertum skotvopnalögum, mánuði eftir hryðjuverkaárás á hátíðahöld Gyðinga á Bondi-strönd þar sem fimmtán manns voru drepnir.Ástralski innanríkisráðherrann Tony Burke lagði áherslu á að ef þessi lög hefðu verið í gildi áður en árásin var framin hefðu árásarmennirnir ekki getað aflað sér skotvopnanna sem þeir notuðu með löglegum hætti.„Harmleikurinn í Bondi krefst þess að ríkisstjórnin bregðist við á skilvirkan máta,“ sagði Burke. „Sem ríkisstjórn verðum við að gera allt sem við getum til að vinna bæði gegn ásetningnum og verknaðaraðferðinni.“Lögin fela í sér uppkaup ríkisins á tilteknum skotvopnum í einkaeign og nýja varnagla á veitingar skotvopnaleyfa. Þá fela þau í sér hert eftirlit með innflutningi skotvopna og ákvæði sem eiga að | |
| 06:35 | Bandarískar og kanadískar herflugvélar á leið til Grænlands Loftmynd yfir Pituffik-geimherstöðina á Grænlandi.EPA-EFE / Thomas TraasdahlHerþotur á vegum bandaríska og kanadíska hersins munu innan skamms koma til bandarísku Pituffik geimherstöðvarinnar á Grænlandi. Það er NORAD, varnarsamstarf Bandaríkjanna og Kanada um flugumferðareftirlit sem stýrir aðgerðum. Í tilkynningu frá NORAD sem birt var á samfélagsmiðlinum X á mánudaginn, kemur fram að aðgerðirnar séu löngu ráðgerðar og byggi á varanlegu varnarsamstarfi milli Bandaríkjanna og Kanada sem og við Danmörku. Þá kemur fram að aðgerðirnar hefðu verið samhæfðar með Danmörku og Grænlandi. | |
| 06:31 | Handtekinn en neitaði að segja til nafns Lögreglan á höfuðborgðarsvæðinu handtók mann í miðborg Reykjavíkur í gær í annarlegu ástandi. Viðkomandi neitaði að segja til nafns og gefa upp hvar hann ætti heima. Hann var vistaður í fangageysmlu. | |
| 06:30 | Auðkýfingar 4000 sinnum líklegri til að gegna pólitískum valdastöðum Ríkasta fólk heims er mun líklegra til að gegna pólitískum valdastöðum en almenningur, samkvæmt nýrri skýrslu hjálparsamtakanna Oxfam um efnahagslegan og pólitískan ójöfnuð. Skýrslan sýnir að auður og völd fléttast sífellt nánar saman. CNN greinir frá þessu. Samkvæmt skýrslunni gegndu 74 af 2.027 milljarðamæringum heimsins einhvers konar opinberum embættum á síðasta ári. Það jafngildir 3,6 Lesa meira | |
| 06:29 | Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt áfram ögrunum sínum í nótt og birti nú í morgunsárið mynd af sér, JD Vance varaforseta og Marco Rubio utanríkisráðherra að nema land á Grænlandi. | |
| 06:17 | Smáhýsi eina raunhæfa lausnin Ekki verður hægt að loka neyðarvistun Stuðla þegar framkvæmdir hefjast þar síðar á árinu vegna endurbóta á húsnæðinu, og líklegt þykir að starfseminni verði komið fyrir í smáhýsum á lóð meðferðarheimilisins | |
| 06:15 | Costco breytt verðinu þrisvar Einungis Costco hefur breytt bensínverði sínu eftir áramót, en þá voru bensíngjöld felld niður og lækkaði bensínverð að sama skapi. Kílómetragjald var tekið upp í stað bensíngjalda. Hefur Costco lækkað bensínverðið í þrígang frá áramótum. | |
| 06:12 | Ströng arðgreiðsluskilyrði hjá Veitum „Við rekum hitaveituna undir þeim skilyrðum að hún standi undir hlutverki sínu og við þurfum að hnika til gjaldskrám allra dreifiveitna okkar út frá því hvernig við getum staðið undir þeim fjárfestingum og rekstrarkostnaði sem við erum með í höndunum og að fólk upplifi að það hafi þessi lífsgæði til framtíðar,“ segir Sólrún Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Veitna. | |
| 06:00 | 5 snemmbær einkenni heilabilunar sem fólk missir oft af eða sinnir ekki Meira en 10 milljónir manna um allan heim fá greiningu á vitglöpum eða heilabilun árlega, en rannsóknir sýna að einkenni byrja oft að koma fram löngu áður en ástandið er opinberlega viðurkennt. Í könnun Alzheimer-samtakanna frá árinu 2023 kom fram að einn af hverjum þremur sem taka eftir snemmbærum einkennum hjá sjálfum sér eða ástvini Lesa meira | |
| 04:47 | Óvenju litrík norðurljós Einstök norðurljósasýning náðist á mynd við Keppjárnsreyki í Borgarfirði á mánudagskvöld. Jóhann Þór Hopkins fangaði herlegheitin á mynd og sendi fréttastofu RÚV til birtingar. Norðurljósin voru óvenju litrík og óvenjuleg að þessu sinni vegna sólarblossa sem olli kröftugu kórónugosi. Sævar Helgi Bragason vakti athygli á kórónugosinu og norðurljósunum í stöðufærslu á Facebook. Sævar segir að svo hratt gos hafi ekki mælst síðan 2003 en gosið hafi skollið á jörðinni langt á undan áætlun, eða á 25 tímum. Sævar segir að engin áhrif séu af geislunarstofmum af þessu tagi á fólk á jörðu niðri en áhrifa gæti þó á flugferðir, gervitungl og fjarskipti. „Þannig verða flugfarþegar fyrir meiri geislun en alla jafna, gervitungl geta slegið út og GPS leiðsagnarkerfi orðið fyrir verulegum truflunum. Engin | |
| 04:16 | Stjórnarherinn berst við Kúrda þrátt fyrir vopnahlé Bardagar brutust út í norðausturhluta Sýrlands á mánudag á milli stjórnarhersins og hinna kúrdísku Lýðræðissveita Sýrlands (SDF), þrátt fyrir að samið hafi verið um vopnahlé daginn áður.Sýrlenski herinn hélt inn í borgina al-Shaddadi í Hassakeh-héraði og sakaði SDF-liða um að hafa vísvitandi sleppt fjölda meðlima Íslamska ríkisins úr fangelsi. Talsmenn hersins sögðu við ríkisfjölmiðilinn Sana að leiðtogar SDF hefðu neitað að afhenda hernum stjórn yfir fangelsinu.Talsmenn SDF sögðust aftur á móti hafa misst stjórn á fangelsinu vegna ítrekaðra árása „hópa á vegum Damaskus-stjórnarinnar“. Lýðræðissveitirnar sögðu jafnframt níu meðlimi sína hafa verið drepna og 20 særða í bardögum við al-Aqtan-fangelsið í Raqqa.Í yfirlýsingu um átökin sögðu Lýðræðissveitirnar að bandalagið undir forystu Bandar | |
| 03:23 | 163 kirkjugestum rænt úr tveimur kirkjum í Nígeríu 163 kirkjugestir voru numdir á brott úr tveimur kirkjum af vígamönnum í Kaduna-héraði í Nígeríu á sunnudaginn. Vígamennirnir ruddust inn í kirkjurnar og neyddu fólkið í burtu með sér, en nokkrum tókst að komast undan. Vígahópar fremja mannrán til að krefjast lausnargjalds og mannrán sem þessi hafa færst í aukanna á síðustu árum. Vígahóparnir fara einnig ránsferðir um þorp, brenna hús íbúa og skilja eftir sig sviðna jörð. Árásirnar og mannránin eru tilkomin vegna samkeppni um land og dvínandi landgæða, þótt ástæður þeirra virðist vera af etnískum og trúarlegum ástæðum. Bæði kristnir og múslímar, sem og aðrir trúarhópar, hafa orðið fyrir mannráni og árásum.Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur orðið tíðrætt um ótryggt öryggisástand í Nígeríu, sem hann segir beinast gegn kristnum íbúum landsin | |
| 02:13 | Forsætisráðherrann knýr fjárlög í gegn án atkvæðagreiðslu Sébastien Lecornu forsætisráðherra Frakklands ætlar að beita neyðarákvæði í stjórnarskrá landsins til að knýja í gegn fjárlagafrumvarp sitt án þess að þingið fái að kjósa um það. Lecornu hafði áður lofað að grípa ekki til þessa úrræðis.„Ég geri þetta af trega, því ég veit að ég neyðist til að ganga á bak orða minna,“ sagði Lecornu við fjölmiðla. Lecornu, sem leggur áherslu á að leiðrétta fjárhagshalla ríkisins, hefur staðið í viðræðum við ólíka flokka á þingi um fjárlagafrumvarp sitt í þrjá mánuði.Síðustu tveir forverar Lecornu, Michel Barnier og François Bayrou, gripu báðir til þessa úrræðis til að fá samþykki fyrir fjárlagafrumvörpum sínum og féllu báðir fyrir vantrauststillögum stuttu síðar. Lecornu virðist hins vegar hafa fengið vilyrði frá þingmönnum Sósíalistaflokksins um að þeir gre | |
| 01:38 | Yfir 100 hundrað bílar í árekstri í Michigan Fólksbílar og flutningabílar skullu saman í miklu fannfergi og blindbyl.AP/WZZM / UncreditedYfir eitt hundrað fólksbílar og vöruflutningabílar lentu í árekstri og fóru út af þjóðvegi í vesturhluta Michigan á mánudag í miklu fannfergi og blindbyl. Ríkislögreglan í Michigan sagði að einhverjir hefðu slasast en ekki er talið að neinn hafi látist. Veginum hefur verið lokað en mikið verk er fyrir höndum að hreinsa burt farartækin af svæðinu. Bandaríska veðurstofan hefur varað við því að fólk sé á ferðinni því von sé á enn meiri snjókomu og versnandi færð á þessum slóðum. | |
| 00:49 | Forseti Búlgaríu segir af sér í aðdraganda þingkosninga Rúmen Radev forseti Búlgaríu tilkynnti á mánudag að hann hygðist segja af sér. Hann tilkynnti þetta í aðdraganda þingkosninga sem verða haldnar í vor, þeim áttundu frá árinu 2026.„Baráttan fyrir framtíð heimalands okkar er fram undan og ég tel að við munum takast á við hana með ykkur öllum — hinum verðugu, hinum innblásnu og hinum ósveigjanlegu!“ sagði Radev í tilkynningu um afsögn sína. „Við erum reiðubúin. Við getum náð okkar fram og það munum við gera!“Undanfarið hafa verið vangaveltur um að Radev kunni að stofna sinn eigin stjórnmálaflokk og bjóða fram á þing í næstu þingkosningum. Þar sem Búlgaría er þingræðisríki gæti Radev þannig farið með beinni völd en sem forseti. Vegna mikils pólitísks óstöðugleika síðustu árin hefur Radev ítrekað þurft að skipa utanþingsstjórnir, nú síðast þega | |
| 00:04 | MH, FSu, FVA og ME áfram í átta liða úrslit Gettu betur Sextán liða úrslit Gettu betur, spruningakeppni framhaldsskólanna, hófust í dag. Menntaskólinn við Hamrahlíð, Fjölbrautaskóli Suðurlands, Fjölbrautaskóli Vesturlands og Menntaskólinn á Egilsstöðum tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum sem fara fram í sjónvarpi.Miðvikudaginn 21. janúar kemur í ljós hvaða fjórir skólar til viðbótar tryggja sér sæti í sjónvarpskeppninni. Þegar öllum viðureignum er lokið á miðvikudaginn verður dregið um það hvaða skólar mætast í átta liða úrslitum. ÞETTA ERU ÞEIR SKÓLAR SEM MÆTAST Á MIÐVIKUDAGINN: * Menntaskólinn að Laugarvatni - Menntaskólinn við Sund * Borgarholtsskóli - Fjölbrautarskóli Norðurlands Vestra * Verzlunarskóli Íslands - Flensborgarskólinn í Hafnarfirði * Menntaskólinn í Reykjavík - Kvennaskólinn í Reykjavík Keppnir kvöldsins má nálgast | |
| 23:57 | Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Stéttarfélag lestarstjóra á Spáni varaði í ágúst við bágu ástandi lestarteinanna á kafla þar sem eitt mannskæðasta lestarslys Evrópu í áttatíu ár varð í gær þegar minnst fjörutíu létust. | |
| 23:46 | Er hægt að hjálpa Trump niður? Fátt er verra í lífinu en að eiga erfiða nágranna. | |
| 23:23 | Langþreytt á atvinnubílum í almenningsstæði Óánægja hefur verið uppi innan facebookhóps Vesturbæinga um að atvinnubílum skuli lagt jafnvel svo mánuðum skipti í bílastæði ætluðu fyrir almenning við Flyðrugranda. | |
| 23:17 | Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Karlmaður hefur verið dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir tvær hættulegar líkamsárásir, önnur þeirra gegn sambýliskonu sinni, og akstur undir áhrifum fíkniefna. Önnur líkamsárásin átti sér stað nokkrum sekúndum eftir að maðurinn varð sjálfur fyrir stunguárás. | |
| 23:17 | Bandarískar þotur á leið til Grænlands Þotur frá bandaríska og kanadíska lofteftirlitinu (NORAD) eru á leið til Grænlands. | |
| 23:11 | Myndir: Litadýrð á himni Norðurljós ljáðu himninum lit sinn í kvöld og hafa landsmenn orðið varir við litrík norðurljós á himni. | |
| 22:51 | Segir innrás Bandaríkjanna inn í Grænland vel inni í sviðsmyndinni Spennan í samskiptum Bandaríkjanna annars vegar og Grænlands og Danmerkur stigmagnast enn, eftir því sem Donald Trump lætur æ meira í skína að hann hyggist innlima landið.Sóley Kalda, áhættustýringar- og öryggisverkfræðingur og sérfræðingur í alþjóðlegum öryggismálum ræddi um málið í Kastljósi kvöldsins. Sóley sem hefur einnig verið búsett á Grænlandi, segir mikilvægt að draga ekki áform forsetans í efa, innrás Bandaríkjanna inn í Grænland sé vel inn í sviðsmyndinni.Spennan í samskiptum Bandaríkjanna annars vegar og Grænlands og Danmerkur stigmagnast enn. Sóley Kalda segir enga ástæðu til þess að draga áform forsetans í efa. Innrás Bandaríkjanna inn í Grænland sé vel inn í mögulegri sviðsmyndHún segir að Trump leiki lausum hala í seinni stjórnartíð sinni og nú sýni hann betur hvað hann rau | |
| 22:48 | Mannleg mistök og ekkert „vitlíki“ „Þetta voru bara mannleg mistök,“ segir Gísli S. Brynjólfsson markaðsstjóri Icelandair um töluverða umræðu í færeyskum málfarshópi um orðið „stórbrotna“ í færeyskri auglýsingu flugfélagsins á dögunum sem hópverjar töldu hæfa auglýsingunni illa auk þess sem einhverjir vildu meina að þar hefði „vitlíki“ verið á ferð. | |
| 22:35 | Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sænski herinn verður með viðbúnað á Keflavíkurflugvelli í febrúar og mars til að sinna loftrýmisgæslu á vegum NATO. Jas 39 Gripen-orrustuþotur verða ræstar út í verkefnið. | |
| 22:29 | Stálu verkfærum á iðnaðarsvæði Brotist var inn á iðnaðarsvæði í Hafnarfirði í dag og fjölda verkfæra stolið. Lögreglan hefur málið til rannsóknar. | |
| 22:26 | Nýr íslenskur próteinís á markað Kjörís setur nýjan próteinís á markað í vikunni en ísinn er afsprengi samstarfs ísframleiðandans og fimm manna hóps frumkvöðla úr Verzlunarskóla Íslands. | |
| 22:25 | Ný meðferð við fjölfæðuofnæmi Notkun líftæknilyfja gæti rutt sér til rúms sem fyrirbyggjandi meðferð við fæðuofnæmi hérlendis á næstu árum, en rannsóknir á ofnæmislyfinu Xolair, sem kynntar voru á Íslandi í vikunni, sýna fram á getu lyfsins til að gerbreyta lífi fólks með fjölfæðuofnæmi. | |
| 22:20 | Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Loðnuvertíðin er hafin en fyrsta loðnan veiddist í dag út af Austfjörðum og er stefnt að því að henni verði landað á Norðfirði á morgun. Þá héldu fimm skip á miðin í dag til loðnumælinga á vegum Hafrannsóknastofnunar en niðurstöðurnar ráða miklu um það hversu stór loðnukvótinn verður. | |
| 22:19 | Deilt um verðhækkanir Veitna Formaður VR gagnrýnir endurteknar hækkanir á gjaldskrá Veitna og segir að um dulbúna skattahækkun sé að ræða. Framkvæmdastýra Veitna vill ekki meina að um fimmtíu prósenta hækkun sé að ræða. | |
| 22:01 | Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Um fjórðungur allra heimsókna á bráðamóttöku eru áfengistengdar og innlögum vegna áfengis hefur sömuleiðis fjölgað mikið á síðustu árum. Yfirlæknir öldrunarlækninga segir starfsmenn heimaþjónustu og hjúkrunarheimila óska eftir aðstoð vegna drykkju eldra fólks í hverri viku. | |
| 22:00 | „Hreinar aftökur með skotvopni“ Sextán ára gamall Norðmaður sætir nú ákæru fyrir samverknað við tvö manndráp í Svíþjóð, þrjár tilraunir til manndráps, eina í Noregi, aðra í Svíþjóð og þá þriðju á Englandi, og fjölda annarra brota í máli sem tekið verður fyrir í héraðsdómi 2. mars. Starfaði ákærði með sænska glæpaveldinu Foxtrot. | |
| 21:56 | Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Samgönguáætlun til næstu fimm ára var á dagskrá þingsins í dag. Stjórnarandstaðan dró meðal annars í efa hversu raunhæf áætlunin er í ljósi efnahagslegs óstöðugleika. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir innviðaráðherra hafa veitt skotleyfi á sjálfan sig þegar hann | |
| 21:54 | Förin eru hættuleg Á miklum rigningardögum, eins og var í gær, taka eflaust margir eftir sérstaklega miklum og djúpum hjólförum sem sjá má í hinum ýmsu vegum á höfuðborgarsvæðinu. Förin fyllast svo af rigningarvatni sem rennur eftir þeim og getur þar með myndað mikla hættu í umferðinni. | |
| 21:32 | Rauð norðurljós vegna kórónugoss Græn og rauð norðurljós skarta nú himininn yfir höfuðborgarsvæðinu. Um er að ræða kröftugt kórónugos samkvæmt stjörnufræðingi. | |
| 21:30 | Hugmyndafræðingur Pútíns vill að hann ráðist inn í þessi sjö ríki Alexander Dugin, umdeildur rússneskur áhrifamaður sem oft er kallaður hugmyndafræðingur Pútíns, segir að Rússar verði að grípa til róttækra ráðstafana til að endurheimta trúverðugleika sinn. Dugin, sem er þekktur fyrir öfgafullar og fasískar skoðanir sínar, hefur lengi verið sagður einn þeirra rússnesku menntamanna sem Vladimír Pútín Rússlandsforseti sætir hugmyndir og innblástur til. Dugin vill að Lesa meira | |
| 21:27 | „Ísland er í ágætu skjóli í þessari atburðarrás“ Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrum forseti Íslands og stjórnarformaður Hringborðs Norðurslóða, var gestur Silfursins í kvöld.Hann segir það ljóst að mikilvægi Grænlands undirstrikist í þeim atburðum sem eru í heiminum nú.Um fátt er meira rætt en ítrekaðar yfirlýsingar Bandaríkjaforseta um að taka yfir stjórn Grænlands. Alþjóðaleiðtogar, og ekki síst í Evrópu og á Norðurlöndunum, keppast við að koma þeim skilaboðum áleiðis til bandarískra stjórnvalda að Grænland sé ekki til sölu.Ólafur Ragnar líkir heiminum við skákborð og segist ekki hafa átt von á því að Bandaríkin og Danmörk myndu tefla á fyrsta borði né heldur að málefni Grænlands myndu þróast yfir í hraðskák.Hann segir þó margþættar ástæður fyrir því að Bandaríkin ásælist Grænland. Fjárhagslegir hagsmunir geri það að verkum að Grænland sé | |
| 21:22 | Gert að fjarlægja auglýsingaskilti Deilt hefur verið um skilti við verslun Garðheima í Breiðholti undanfarna mánuði. Garðheimar settu upp stórt rafrænt skilti við bílaplan verslunarinnar við Álfabakka 6 þrátt fyrir að beiðni um leyfi fyrir því hefði verið synjað í tvígang af byggingarfulltrúa Reykjavíkur, 11. október 2022 og 22. október 2024. | |
| 21:03 | Skilaboð Íslands breytast ekki þrátt fyrir tolla Íslensk stjórnvöld munu ekki breyta orðræðu sinni gagnvart Grænlandi vegna tollahótana Bandaríkjaforseta. Þá verður fulltrúum Landhelgisgæslunnar á danskri heræfingu í Grænlandi ekki fjölgað. | |
| 20:45 | Líf segist hafa hlaupið á sig og styður Sönnu Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, mun leiða sameiginlegan lista Vors til vinstri og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík. Framboðið var tilkynnt í gær eftir félagsfund Vinstri grænna í Reykjavík.Líf Magneudóttir, oddviti VG í borgarstjórn, sagði það ekki sinn skilning að félagsfundur VG í Reykjavík hafi samþykkt endanlega að bjóða fram með Vori til vinstri. Líf segir í samtali við Vísi í dag að hún hafi hins vegar hlaupið á sig, hún styðji bæði framboðið og áformin. Sömuleiðis styðji hún Sönnu sem mun leiða listann.Líf segir að atvikið sé óheppilegt, hún hafi ekki séð yfirlýsingu stjórnar Vinstri grænna eftir fundinn, hún hefði mátt vanda sig betur og vera minni „pappakassi“. SÆKIST EFTIR ODDVITASÆTI Líf sækist eftir oddvitasæti Vinstri græn | |
| 20:45 | Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Brooklyn Beckham, frumburður David og Victoria Beckham, birti langa færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann sakar foreldra sína um lygar og pretti til þess að viðhalda fullkominni ímynd fjölskyldunnar. Þá hafi þau verið illviljuð gagnvart eiginkonu Brooklyn. | |
| 20:45 | Ljósastýringin létti á vandanum Óskir eru komnar fram í Hafnarfirði um að sett verði upp ljósastýring á Hlíðartorgi – hringtorginu þar sem umferð úr Lækjargötu og Setbergshverfi kemur inn á Reykjanesbraut. | |
| 20:40 | Hækkar hagvaxtarspána en varar við hættu á leiðréttingu vegna gervigreindar Hagvöxtur á heimsvísu er talinn haldast nokkuð stöðugur og nema 3,3 prósentum árið 2026, samkvæmt nýrri spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, lítillega hærra en áður var talið. Aðalhagfræðingur sjóðsins varar við hættu á leiðréttingu ef miklar fjárfestingar í gervigreind skila sér ekki í meiri arðsemi og framleiðni. | |
| 20:36 | „Verið að ofsækja mig fyrir hið andstæða við innherjasvik“ Einn þekktasti skortsali Bandaríkjanna segir ákæruvaldið sækja sig til saka fyrir að vera áhrifavaldur. | |
| 20:36 | Tommi kveður dýrmætan starfsmann Steinn Bragi Magnason hætti störfum á Hamborgarabúllu Tómasar við Geirsgötu um áramót. Hann hafði unnið þar í 17 ár og var með lengstan starfsaldur allra, fyrir utan Örn Hreinsson, sem á Búlluna við Geirsgötu, og stofnandann Tómas A. Tómasson. | |
| 20:34 | Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, vonast til þess að ásælni Bandaríkjaforseta gagnvart Grænlandi leiði af sér samning milli Grænlands og Bandaríkjanna sem eigi eftir að þoka Grænlendingum nær sjálfstæði. Allt sem Trump vilji fá frá Grænlandi hafi staðið Bandaríkjamönnum til boða áratugum saman. | |
| 20:30 | Sendur til Íslands gagngert til þess að selja fíkniefni – Sagði „einhvern mann“ í miðbænum hafa gefið sér bíl Birtur hefur verið á vef Landsréttar staðfesting á gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur yfir erlendum manni sem vísa á úr landi. Maðurinn neitaði að gefa upp dvalarstað sinn hér á landi og var ekki skráður í þjóðskrá. Þykir allt benda til að hann hafi verið sendur hingað í þeim tilgangi að selja fíkniefni en lögreglu þótti skýringar Lesa meira | |
| 20:12 | Kórónugos: Von á norðurljósadýrð í kvöld Landsmenn geta átt von á að sjá litrík norðurljós á himni í kvöld. | |
| 20:07 | Ný framboð í borginni til hægri og vinstri Ný framboð til borgarstjórnar í Reykjavík hafa skotið upp kollinum, annars vegar til hægri og hins vegar til vinstri. Hvert er lykilfólkið og hverjar eru stefnur framboðanna? | |
| 20:03 | Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Listakonan Kristín Helga Ríkharðsdóttir fer einstakar leiðir í listsköpun sinni og hefur vakið mikla athygli hérlendis undanfarið ár. Kristín Helga, sem er fædd árið 1993 og lærði í New York, var að opna einkasýningu í D-sal Listasafns Reykjavíkur sem ber heitið Silkimjúk. Viðfangsefnið snertir meðal annars á þráhyggju fyrir líkamsumhirðu og óútskýrðum ótta við stutt, svört hár. | |
| 19:51 | Grindvíkingar sterkir andlega Embætti landlæknis gerði minnisblað í kjölfar funda fulltrúa þeirra, Grindavíkurbæjar og Grindavíkurnefndar. Sóttar voru upplýsingar úr samskiptaskrá heilsugæslustöðva og í lyfjagagnagrunni. Grindvíkingahópurinn var fólk með skráð lögheimili í Grindavík 1. júlí 2023 en samburðarhópurinn var með lögheimili annars staðar á landinu.Um mitt ár 2023 hafði kvikugangurinn ekki myndast og ekki gosið á Sundhnúksgígaröðinni. Jörð hafði aftur á móti skolfið í kringum Grindavík frá árslokum 2019. Eldgosin í Fagradalsfjalli hófust um miðjan mars 2021.Greining á kvíða og notkun kvíðalyfja frá 2019 til haustsins 2025 var lengi vel lægri hjá Grindvíkingum en öðrum en jókst svo verulega eftir jarðhræringar og rýmingu bæjarins í nóvember 2023.Efri línan sýnir fjölda afgreiddra lyfjaávísana á kvíðalyfjum á h | |
| 19:50 | Fimmta hver koma á bráðamóttöku tengd áfengi Falin sjúkdómsbyrði af völdum áfengisneyslu og áhrif hennar á öll stig heilbrigðiskerfisins var til umræðu á Læknadögum í Hörpu.„Því miður er áfengisnotkun býsna oft meðvirkandi þáttur í að fólk þurfi að koma á bráðamóttökuna,“ segir Hjalti Már Björnsson yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans, „ég gerði óformlega könnun meðal starfsfólks bráðamöttökunnar, lækna og hjúkrunarfræðinga. Og þá er það mat starfsfólksins að um það bil fimmta hver koma á bráðamóttökuna hefði sennilega ekki orðið ef fók hefði ekki notað áfengi.“Sigurdís Haraldsdóttir krabbameinslæknir, yfirlæknir á Landspítalanum og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, flutti, eins og Hjalti Már, erindi á Læknadögum í morgun. Hún segir að áfengi sé krabbameinsvaldandi og að nú sé vitað um tengsl áfengis við að minnsta kosti s | |
| 19:49 | Tveir handteknir vegna ólöglegrar dvalar Tveir voru handteknir í dag vegna ólöglegrar dvalar á landinu. | |
| 19:48 | Heitir því að leiða sannleikann í ljós Enn er óljóst hvað olli skelfilegu lestarslysi á Spáni í gærkvöld. Minnst 39 eru látnir og tugir slasaðir. Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, heitir því að leiða sannleikann í ljós og almenningur fái að vita hvað gerðist.Tvær háhraðalestir skullu saman í gærkvöld með skelfilegum afleiðingum. Þjóðarsorg hefur verið lýst yfir á Spáni næstu þrjá sólarhringa.Salvador Jiménez, fréttamaður spænska ríkissjónvarpsins, sem var um borð í annarri lestinni, segist hafa fundið þungt högg í kjölfarið hafi hryllingurinn tekið við.„Úr næstsíðasta vagninum, sem nánast fór á hliðina, stökk fólk út um gluggana. Farþegarnir voru mitt í öllum hryllingnum, fullir örvæntingar og óvissu um hvað hafði gerst,“ segir Jiménez.Rannsókn er hafin á lestarslysi sem varð í Andalúsíuhéraði á Spáni í gærkvöld. Minnst 3 | |
| 19:47 | Færeyingar í sigurvímu Færeyingar urðu í gær fámennasta þjóðin til að vinna leik á Evrópumótinu í handbolta.Lið þeirra vann sinn fyrsta sigur frá upphafi á stórmóti karla í gær með þrettán marka sigri á Svartfjallalandi í riðlakeppni EM.Færeyingar þurfa jafntefli eða sigur á Slóvenum annað kvöld til að komast í milliriðlakeppni EM og stuðningsmenn þeirra vona að sjálfsögðu að liðið beri sigur úr býtum. | |
| 19:33 | Grímur Grímsson: „Augljóslega brot“ ef upplýsingar hafa lekið frá lögreglu Telur mögulegt lekamál geta verið brot á þagnarskyldu – Segir málið „rosalega erfitt“ fyrir sig sem samflokksmaður Guðbrands Einarssonar Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir að það væri „augljóslega einhvers konar brot“ á þagnarskyldu ef upplýsingar um yfirheyrslu Guðbrands Einarssonar, fyrrverandi þingmanns Viðreisnar, hefðu lekið frá lögreglu til fjölmiðla. Þetta kom […] Greinin Grímur Grímsson: „Augljóslega brot“ ef upplýsingar hafa lekið frá lögreglu birtist fyrst á Nútíminn. | |
| 19:31 | „Mjög gott fyrir viðskiptavini bankans“ Heiðar Guðjónsson, nýr stjórnarformaður Íslandsbanka, ræddi við mbl.is um nýju stöðuna. |