03:21 | Afturkalla ógildingu dvalarleyfa tímabundið Bandarísk yfirvöld ætla að draga tímabundið til baka ógildingu fjölda dvalarleyfa erlendra háskólanema í landinu eftir að margir þeirra leituðu til dómstóla til að fá ákvörðuninni hnekkt. Bandarískir fjölmiðlar hafa þetta eftir lögmanni á vegum stjórnvalda.Yfir 1.200 nemar víðs vegar um Bandaríkin misstu skyndilega dvalarleyfi á síðustu vikum, margir án skýringa, og áttu því í hættu á að vera vísað úr landi. Sumir hafa þegar yfirgefið Bandaríkin.Margir leituðu til dómstóla á þeim grundvelli að þeim hefði verið neitað um réttláta málsmeðferð. Dómarar fyrirskipuðu í mörgum tilfellum að ógilding dvalarleyfa yrði felld tímabundið úr gildi.Lögmaður á vegum stjórnvalda sagði í gær að ógildingin yrði felld úr gildi tímabundið. Innflytjenda- og tollastofnun Bandaríkjanna ynni hins vegar að skipula | |
02:26 | Kona sem sakaði Epstein um kynferðisbrot er látin: „Byrðin bar hana ofurliði“ Virginia Giuffre, ein þeirra kvenna sem sakaði bandaríska athafnamanninn Jeffrey Epstein um kynferðisbrot, er látin. Hún var 41 árs. Í yfirlýsingu fjölskyldu hennar segir að hún hafi svipt sig lífi á heimili sínu í Ástralíu.Guiffre var meðal þeirra fyrstu sem greindu frá brotum Epsteins, sem var ákærður fyrir mansal og nauðganir gegn ungum konum og táningsstúlkum. Hann svipti sig lífi í fangelsi árið 2019.Fjölskylda Giuffres lýsir henni sem ötulli baráttukonu gegn kynferðisofbeldi og mansali. Að lokum hafi brotin gegn henni hins vegar tekið sinn toll og byrðin reynst henni óbærileg.Aðrir þolendur Epsteins sögðu hugrekki Guiffres hafa gert þeim kleift að stíga einnig fram. Hún veitti yfirvöldum upplýsingar sem leiddu til þess að lögreglurannsókn hófst á brotum Epsteins og aðild Ghislaine Ma | |
01:31 | Fyrstu einkenni sykursýki geta farið framhjá þér Sykursýki (diabetes mellitus) er langvinnur efnaskiptasjúkdómur sem hefur áhrif á hvernig líkaminn nýtir sykur (glúkósa). Það eru tvær megingerðir: týpa 1 og týpa 2. Þrátt fyrir að sjúkdómurinn geti þróast hægt eða hratt, koma oft fram ákveðin einkenni sem geta verið fyrstu viðvörunarmerkin. Að bregðast snemma við getur skipt sköpum fyrir heilsu og lífsgæði. Helstu […] Greinin Fyrstu einkenni sykursýki geta farið framhjá þér birtist fyrst á Nútíminn. | |
01:27 | Rússneskur hershöfðingi drepinn í sprengingu Rússneskur hershöfðingi að nafni Yaroslav Moskalik, féll í sprengingu í bíl í nágrenni Moskvu, höfuðborg Rússlands, í gær. Samkvæmt rússneskum yfirvöldum hafði heimatilbúin sprengja verið sett í bílinn, sem lagt hafði verið nærri heimili hans. Bíllinn sprakk þegar Moskalik gekk fram hjá honum. Yfirvöld rannsaka sprenginguna og enginn hefur lýst ábyrgð á henni en Dmitry […] Greinin Rússneskur hershöfðingi drepinn í sprengingu birtist fyrst á Nútíminn. | |
01:16 | Segist vera „swinger“ en ekki nauðgari Sean „Diddy“ Combs heldur fram sakleysi sínu og segir lífsstíl sinn vera samþykktan innan swinger-menningar. Sean „Diddy“ Combs, áhrifamikill tónlistarmaður og frumkvöðull, stendur frammi fyrir alvarlegum ákærum um kynlífsþrælkun og skipulagða glæpastarfsemi. Hann hefur lýst yfir sakleysi sínu af öllum ákærum og neitar öllum málamiðlunum við saksóknara. Réttarhöldin eru áætluð að hefjast með vali á […] Greinin Segist vera „swinger“ en ekki nauðgari birtist fyrst á Nútíminn. | |
01:11 | Rússneskur hershöfðingi drepinn í sprengingu Rússneskur hershöfðingi, Yaroslav Moskalik, féll í sprengingu í bíl nærri Moskvu, höfuðborg Rússlands, í gær. Að sögn rússneskra yfirvalda hafði heimatilbúinni sprengju verið komið fyrir í bílnum, sem lagt hafði verið nærri heimili hans. Bíllinn hafi sprungið þegar Moskalik gekk fram hjá honum.Yfirvöld hafa sprenginguna til rannsóknar. Enginn hefur lýst ábyrgð á henni en Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, kenndi Úkraínumönnum um að hafa staðið að henni.Árásin líkist fyrri árásum á rússneska embættismenn, til að mynda hershöfðingjann Igor Kirilov sem var drepinn í sprengingu í desember í fyrra.Rússnesk yfirvöld rannsaka sprenginguna.AP / Uncredited | |
00:24 | Yfir þriggja milljarða króna viðsnúningur í rekstri Árborgar Rekstrarafkoma Sveitarfélagsins Árborgar á síðasta ári var sú besta í fjölda ára og varð yfir þriggja milljarða króna viðsnúningur í rekstri þess. Þetta kemur fram í tilkynningu Árborgar um niðurstöðu ársreiknings sem lagður var fram í bæjarráði sveitarfélagsins í gærmorgun.Þar segir að áætlanir hafi gert ráð fyrir um 115 milljóna króna neikvæðri niðurstöðu en rekstrarniðurstaða A- og B-hluta sé jákvæð um 3.243 milljónir.Hagræðingaraðgerðir séu meginskýring jákvæðrar niðurstöðu. Til að mynda sala eigna og auknar tekjur, meðal annars vegna fjölgunar íbúa og álags á útsvar. Sala byggingarréttar fyrir land í Björkurstykki skili um 700 milljónum umfram áætlanir og sérstakt álag á útsvari á síðasta ári skili um 300 milljónum meira en áætlað var. REYNI Á AÐ SÝNA ÁBYRGÐ Í REKSTRI Bragi Bjarnas | |
23:38 | Bitinn af ókunnugum hundi Maður var bitinn af ókunnugum hundi í Árbænum fyrr í dag. Var lögregluskýrsla rituð og maðurinn fluttur á slysadeild til frekari skoðunar. | |
23:37 | Aðgerðir Trump-stjórnarinnar minni á McCarthyisma Aðgerðir Trump-stjórnarinnar gegn háskólunum minnir á þann tíma þegar James McCarthy leiddi hóp manna sem hundeltu kommúnista í Bandaríkjunum á sjötta áratug síðustu aldar. | |
23:34 | Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Forstjóri Síldarvinnslunnar segir að sjávarútvegsfyrirtæki landsins verði að bregðast við boðuðum breytingum á lögum um veiðigjald með hagræðingu og uppsögnum á fólki. Auk þess muni fjárfestingar og endurnýjun sitja á hakanum. Umræðan um atvinnugreinina einkennist af rangfærslum um ofurhagnað. | |
23:14 | Rússland og Úkraína „mjög nálægt samkomulagi“ Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, segir að Rússland og Úkraína séu „mjög nálægt“ vopnahléssamkomulagi og hvetur stríðandi fylkingar til að hittast og ganga frá því formlega. | |
23:12 | Nærri 900 staðfest mislingasmit í Bandaríkjunum Nærri 900 tilfelli mislinga hafa greinst í Bandaríkjunum það sem af er ári, og nær útbreiðslan til tíu ríkja. Langflest tilfelli eru í Texas, 646 talsins, þar sem faraldurinn hófst fyrir þremur mánuðum.Tilfellin eru samanlagt 884 í ríkjunum tíu, eða þrefalt fleiri en greindust í Bandaríkjunum allt síðasta ár. Mislingar eru bráðsmitandi en bóluefni gegn þeim virkar mjög vel. Útbreiðslan er mest á svæðum þar sem fáir eru bólusettir, þar á meðal í samfélagi mennoníta í Vestur-Texas.Bólusetning virkar mjög vel til að hefta útbreiðslu mislinga.AP/FR171627 AP / Annie Rice | |
22:46 | „Þokkalegt vorveður“ um helgina Búast má við mildu og þokkalegu vorveðri áfram um helgina. Eilítil væta verður á höfuðborgarsvæðinu og á Vesturlandi en þurrt og bjart verður fyrir norðaustan. | |
22:30 | Dómur birtur í máli leigubílstjórans og félaga hans: Lét brotaþola borga fyrir farið heim eftir nauðgunina – „Af því hún vildi endilega vesen þetta kvöld“ Leigubílstjóri, Mohamed Ali Chagra, og félagi hans, Amir Ben Abdallah, voru í síðustu viku dæmdir í 2,5 ára fangelsi hvor fyrir nauðgun en dómurinn í málinu var birtur nú í kvöld á vefsíðu dómstóla. Málið hefur vakið töluverða athygli, sérstaklega eftir að greint var frá því í febrúar að Ali Chagra væri enn að starfa Lesa meira | |
22:14 | Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Unnið er að viðgerðum á húsi sem er einungis sex ára gamalt í Vogahverfi í Reykjavík vegna lekavandamála. Fleiri dæmi eru um slík fjölbýlishús í Reykjavík en formaður Meistarafélags Húsasmíða segir græðgi um að kenna frekar en flötum þökum. Áður fyrr hafi hús verið í lagi í fjörutíu, fimmtíu ár. | |
22:13 | Neitar að hafa myrt Thompson Luigi Mangione, sem er grunaður um að hafa orðið framkvæmdastjóra heilbrigðistryggingafyrirtækis að bana í New York í fyrra, lýsti yfir sakleysi vegna allra ákæruliða. Dómsmálaráðuneytið og saksóknarar krefjast dauðarefsingar.Það vakti talsverða athygli þegar Brian Thompson var drepinn snemma dags 4. desember í fyrra. Af myndböndum af vettvangi að dæma virtist maður bíða eftir Thompson, ganga upp að honum og skjóta hann nokkrum skotum í hnakkann. Mangione var handtekinn fimm dögum síðar í borginni Altoona í Pennsylvaníu eftir umfangsmikla leit.Mangione er ákærður fyrir morð, leynilega eftirför og vopnalagabrot. | |
22:11 | Isavia gyrði sig í brók: „Nú er nóg komið“ Forstjóri og stjórnarformaður Isavia hafa ekki gefið kost á sér til viðtals og ekki heldur fjármála- og efnahagsráðherra vegna kaffiskúrs í eigu ríkisfyrirtækisins sem ákveðnir aðilar hafa breytt í bænahús. | |
21:54 | Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Hildur Vala Baldursdóttir og Mikael Kaaber munu fara með burðarhlutverkin þeirra Satine og Christian í Moulin Rouge! sem Borgarleikhúsið frumsýnir í haust á stóra sviðinu. | |
21:48 | Svandísi krossbrá yfir ákvörðun Bjarna Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist hafa krossbrugðið þegar Bjarni Benediktsson tilkynnti að hann hygðist slíta ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins. | |
21:30 | „Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“ Ryan Hemphill er 43 ára og taldi sig ósnertanlegan. Það sagði hann að minnsta kosti við konurnar sem hann pyntaði og nauðgaði með hrottalegum hætti á heimili sínu á Manhattan. Hemphill starfaði sem framkvæmdastjóri hjá fjárfestingasjóði en hann er nú sakaðu rum að hafa nauðgað sex konum á fimm mánaða tímabili þar sem hann gekk Lesa meira | |
21:30 | Hildur Vala og Mikael Kaaber í burðarhlutverkum Moulin Rouge! Brynhildur Guðjónsdóttir leikstjóri opinberaði í Vikunni með Gísla Marteini á RÚV í kvöld nöfn þeirra leikara og dansara sem fara með hlutverk í söngleiknum Moulin Rouge! sem verður frumsýndur á stóra sviði Borgarleikhússins í haust.Yfir 300 dansarar sóttu um að taka þátt í prufum fyrir þau danshlutverk sem í boði voru. Í tilkynningu frá Borgarleikhúsinu segir að hæfileikarnir sem komu fram í prufunum hafi verið stórkostlegir og valnefnd hafi staðið frammi fyrir erfiðri ákvörðun.Í burðarhlutverkum sýningarinnar, þeirra Satine og Christian, verða þau Hildur Vala Baldursdóttir og Mikael Kaaber. Í aðalhlutverkum eru einnig Halldór Gylfason sem Zidler, Björn Stefánsson sem Toulouse-Lautrec, Valur Freyr Einarsson sem hertoginn og Haraldur Ari Stefánsson sem Santiago.Með önnur hlutverk fara Íris | |
21:22 | Hildur og Mikael í Moulin Rouge! Hildur Vala Baldursdóttir og Mikael Kaaber munu fara með hlutverk Satine og Christian í uppfærslu Borgarleikhússins á söngleiknum Moulin Rouge! sem frumsýndur verður í haust. Þetta upplýsti Brynhildur Guðjónsdóttir leikstjóri uppfærslunnar rétt í þessu. | |
21:15 | Héraðsdómari reyndi að koma manni undan handtöku Bandaríska alríkislögreglan (FBI) handtók héraðsdómara í Wisconsin-ríki fyrir að hafa reynt að koma ólöglegum innflytjanda, Eduardo Flores-Ruiz, undan lögreglumönnum sem ætluðu að handtaka Ruiz. | |
21:07 | Mikill viðsnúningur í rekstri Árborgar Rekstrarafkoma Sveitarfélagsins Árborgar árið 2024 er með þeim bestu frá upphafi og langt umfram áætlanir. | |
21:04 | Þýskur kafbátur við Sundahöfn Herskip á vegum bandalagsríkja NATO eru nú við höfn í Reykjavík og munu taka þátt í kafbátaeftirlitsæfingu eftir helgi. | |
21:00 | Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið „Ég skil af hverju hann gerði þetta, algjörlega. Ég þekkti pabba minn og þegar hann sagði að hann myndi drepa hvern þann sem legði hendur á mig, þá vissi ég að hann myndi drepa hann. En ég get ekki og mun ekki réttlæta hegðun hans.“ Þetta segir hinn 52 ára gamli Jody Plauché í viðtali Lesa meira | |
21:00 | Matarbirgðir WFP á Gaza á þrotum „Matarbirgðir frá Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna á Gaza eru á þrotum. Síðan 2. mars hafa hvorki hjálpargögn né söluvörur borist og viðbragðsgeta okkar fer stöðugt minnkandi,“ sagði Antoine Renard, yfirmaður stofnunarinnar í Palestínu.Matur frá Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna hefur verið líflína fyrir marga íbúa Gaza. Síðustu matarbirgðunum var dreift í dag til súpueldhúsa sem almenningur getur leitað til. Búist er við að starfsemi þeirra verði hætt á næstu dögum, þegar hráefnið sem þau fengu í dag klárast.Allar matarbirgðir Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna á Gaza eru á þrotum. Þeim síðustu var dreift í dag og er búist við að þær dugi í nokkra daga. Flutningabílar með þúsundir tonna af mat bíða við landamærin.Tuttugu og fimm bakaríum á vegum Matvælaáætlunarinnar var lokað um síðustu má | |
20:34 | Selenskí: Krímskaginn tilheyrir Úkraínu Volodimír Selenskí Úkraínuforseti ítrekar að Krímskaginn sé úkraínskt land en landsvæðið var hernumið af Rússum árið 2014. Bandaríkjaforseti sagði í dag að Krímskaginn yrði áfram undir stjórn Rússa. | |
20:23 | Aukið suð í eyrum ungra Dana Einn af hverjum tíu á aldrinum 16 til 24 ára í Danmörku þjáist af eyrnasuði. Það er mikil aukning síðan 2010. Sérfræðingar á háskólasjúkrahúsinu í Óðinsvéum greina það nú í fyrsta sinn hjá börnum allt niður í fimm ára. Sérfræðingar vilja að stjórnvöld gefi út ráðleggingar í varúðarskyni.Eyrnasuð er hljóð sem fólk heyrir en ekki aðrir í kringum það. Það getur verið í öðru eyranu eða báðum og í sumum tilvikum inni í höfðinu.Helsta ástæða aukningarinnar er talin vera sú að í kringum börn og ungt fólk sé nær aldrei þögn. Heyrnarsérfræðingur á háskólasjúkrahúsinu í Óðinsvéum segir vitað að eyrnasuð geti kviknað eða orðið truflandi bæði vegna heyrnarskaða af völdum hávaða og vegna streitu, sem sé annar orsakavaldur. | |
20:19 | Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Sund og leikir hafa alla tíð verið mikilvægur þáttur í starfsemi Reykjadals þar sem starfræktar hafa verið sumarbúðir fyrir fötluð börn og ungmenni í yfir sextíu ár. Sundlaug sumarbúðanna þarf nú verulega á viðgerðum að halda og ýttu forsvarsmenn sumarbúðanna sérstakri söfnun úr vör fyrir tveimur dögum síðan. | |
20:17 | Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Hrossaræktarbúið Fet í Holtum í Rangárvallasýslu hefur verið auglýst til sölu með öllum þeim byggingum og bústofni sem til er á bænum. Um er að ræða eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins. | |
20:07 | Dómari handtekinn fyrir að vernda ólöglegan innflytjanda Alríkislögregla Bandaríkjanna FBI handtók í dag dómara í Wisconsin, sem er sakaður um að hafa vísvitandi hindrað handtöku ólöglegs innflytjanda. Málið hefur aukið spennu á milli dómstóla og stjórnar Donalds Trump forseta vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum. Samkvæmt Kash Patel, forstjóra FBI og fyrrverandi ráðgjafa Trump, reyndi dómarinn Hannah Dugan að beina alríkisfulltrúum frá innflytjanda sem þeir ætluðu að handtaka... | |
20:07 | Ásmundur Friðriksson í atvinnuleit Ásmundur Friðriksson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er kominn í atvinnuleit en í nýlegu viðtali lýsti hann yfir áhuga á því að verða bæjarstjóri í Vogum, Suðurnesjabæ, Grindavík eða Reykjanesbæ. | |
19:41 | Skiljanlegt að það veki sterk viðbrögð að mennirnir gangi lausir Þrír menn, sem eru til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana í Reykjavík í síðasta mánuði, ganga lausir. Ekki var farið fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum en einn þeirra var úrskurðaður í farbann.Til að farbanni sé beitt verða skilyrði gæsluvarðhalds að vera uppfyllt. Að sakborningur hafi náð 15 ára aldri, rökstuddur grunur sé um sekt og að sakfelling geti leitt til fangelsisvistar.Þá þarf eitt af eftirtöldu að eiga við; að gæsluvarðhald sé nauðsynlegt vegna rannsóknarhagsmuna, hætta sé á flótta eða að hann brjóti af sér aftur. Lögregla hefur ekki viljað greina frá því hvers vegna ekki var talin þörf á gæsluvarðhaldi.Hvernig horfir það við þér að þeir gangi lausir?„Ég vil byrja á að nefna að ef það eru vísbendingar um að brotum eins og þessum fari fjölgandi, hópnauðgunum, þá er það auðvitað | |
19:40 | Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Norðurlandamótið í hermiakstri fer fram hér á landi um helgina. Fjórir Íslendingar taka þátt í mótinu og landsliðsmaður stefnir á gullverðlaunin. | |
19:30 | Ríkissaksóknara gert að afhenda nafnlausan tölvupóst í heild sinni – sendandinn óttaðist hefndaraðgerðir Ríkissaksóknara barst tölvupóstur þar sem fjallað var um málefni tiltekins einstaklings. Einstaklingurinn sem tölvupósturinn fjallaði um krafðist þess að fá tölvupóstinn afhendan í heild sinni, enda væri þar að finna ýmsar dylgjur um hann sjálfan sem væru til þess fallnar að vega að mannorði hans. Ríkissaksóknari afhenti viðkomandi þó aðeins texta tölvupóstsins en ekki upplýsingar Lesa meira | |
19:20 | Mörg börn með alvarlegan vanda bíða eftir meðferð Sex börn með alvarlegan fíkni- og hegðunarvanda bíða nú eftir því að komast í greiningu og meðferð á meðferðarheimilinu Blönduhlíð sem tímabundið er rekið á Vogi. Sex pláss eru í Blönduhlíð og eru þau öll full eins og staðan er í dag. | |
19:16 | Lykillinn að sterkum beinum og heilbrigðu hjarta Þegar rætt er um vítamín sem styðja við bein- og hjartaheilsu kemur D-vítamín oftast upp í hugann. Hins vegar hefur K2 vítamín, fengið aukna athygli á síðustu árum. | |
19:01 | „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Fangelsin eru sprungin og full af fólki sem á ekki heima þar, eins og einstaklingum sem á að vísa úr landi og fólki með alvarlegar geðraskanir að sögn formanns Félags fangavarða. Ástandið hafi aldrei verið eins slæmt. Yfirvöld þurfi að bregðast við því öryggi fanga, starfsmanna og almennings sé ógnað. | |
18:53 | Mangione lýsti sig saklausan Luigi Mangione, sem hefur verið ákærður fyrir morðið á Brian Thompson, forstjóra stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, lýsti sig saklausan af ákærum alríkisins í dag er hann var leiddur fyrir dóm í New York. | |
18:49 | Opinn fyrir að tengja námið við háskóla Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, segir háskólaráðuneytið tilbúið til að aðstoða Rafmennt við að komast í samtal við háskóla, ef þess er óskað. | |
18:45 | Býflugnabóndi grunaður um þjóðarmorð Býflugnabóndi í New York, sem hefur búið í Bandaríkjunum í nokkra áratugi, er sakaður um að hafa verið í leiðtogahlutverki við þjóðarmorðin í Rúanda á tíunda áratugnum. Hann var handtekinn í gær fyrir að hafa hylmt yfir fortíð sína þegar hann sótti um græna kortið og bandarískan ríkisborgararétt.Faustin Nsabumukunzi er ákærður fyrir að hafa ekki greint bandarískum yfirvöldum frá embætti sínu sem bæjarstjóri í Rúanda þegar þjóðarmorðin voru framin árið 1994. Þá var hann 34 ára. Talið er að um 800 þúsund Tútsar hafi verið drepnir í þriggja mánaða herferð gegn þeim.Lögmaður hans segir Nsabumukunzi vera löghlýðinn býflugnabónda og garðyrkjumann sem hafi búið á Long Island í meira en tvo áratugi. Hann sé sjálfur fórnarlamb þjóðarmorðanna í Rúanda og hafi misst fjölda fjölskyldumeðlima og vina.S | |
18:38 | Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Strætisvagn og jeppabifreið lentu saman á Reykjanesbraut í gær. Tiago Miguel náði myndbandi af atvikinu og birti það á Facebook síðunni íslensk bílamyndbönd. | |
18:32 | Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Ná heimamenn að töfra fram svör? Álftanes tekur á móti Tindastóli og þarf að svara fyrir sig eftir stórt tap í fyrsta leik einvígis liðanna í undanúrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta. | |
18:30 | Skelfilegt heimilisofbeldi: Drengurinn reyndi að stöðva hnífaárás föður síns gegn móður sinni Maður hefur verið ákærður fyrir stórfellda líkamsárás og stórfellt brot í nánu sambandi. Ákært er vegna atburða sem urðu í heimahúsi sunnudaginn 5. nóvember árið 2023. Ákærði er sagður hafa ráðist með ofbeldi og hótunum gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni og barnsmóður, í barnaherbergi, eldhúsi og þvottahúsi á þáverandi heimili hennar. Hann hafi rifið hana upp Lesa meira | |
18:30 | Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol Yfirvöld í bænum Maashorst í Hollandi hafa gengist við því að 46 listaverk sem týndust eftir framkvæmdir á bæjarskrifstofunum í fyrra muni sennilega aldrei koma í leitirnar. Mörg verðmæt listaverk héngu á veggjum byggingarinnar, þar á meðal silkiprentuð og númeruð mynd af Beatrix Hollandsdrottningu eftir bandaríska listamanninn Andy Warhol. Myndin sem um ræðir er metin Lesa meira | |
18:28 | Orðstírinn til danskra, serbneskra og króatískra þýðinga Þau Kim Lembek og Tatjana Latinovic hlutu Orðstírinn í dag, heiðurviðurkenningu til þýðenda íslenskra bókmennta. Lembek þýðir íslenskar bækur yfir á dönsku og Latinovic snýr þeim á serbnesku og króatísku. Halla Tómasdóttir forseti veitti þeim Lembek og Latinovic verðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum síðdegis. Auk embættis forseta Íslands standa Miðstöð íslenskra bókmennta, Bandalag þýðenda og túlka, Íslandsstofa og Bókmenntahátíð í Reykjavík að verðlaununum. Þau eru veitt annað hvert ár. | |
18:14 | Krímskagi tilheyrir Úkraínu segir Zelensky Steve Witkoff, sérstakur erindreki Bandaríkjaforseta, fór á fund Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta í Moskvu í dag. Þetta er í fjórða sinn sem þeir eiga fund saman um möguleg endalok stríðsins í Úkraínu.Fundurinn stóð yfir í þrjár klukkustundir og var uppbyggilegur, segir í yfirlýsingu rússneskra stjórnvalda. Viðræðurnar þokuðust nær því að finna leiðir til að binda enda á átökin í Úkraínu. Möguleiki á að taka aftur upp beinar viðræður Rússlands og Úkraínu var jafnframt ræddur á fundinum.Viðtal tímaritsins Time við Donald Trump Bandaríkjaforseta var birt í dag. Þar segir Trump að hann telji réttast að Krímskagi verði áfram á valdi Rússa, auk þess sem friðaráætlunin sem hann sé með á teikniborðinu myndi færa Rússum um fimmtung af landsvæði Úkraínu.Volodymyr Zelensky tjáði sig um Krímskaga sk | |
18:10 | Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Formaður Félags fangavarða segir fangelsin vera sprungin og full af fólki sem þar eigi ekki heima. Þar sé meðal annars fólk sem á að vísa úr landi og fólk með alvarlegar geðraskanir. Hann segir ástandið aldrei hafa verið jafn slæmt. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. | |
18:02 | Brauð & co. hagnast um 34 milljónir Velta Brauðs & co. jókst um 15,5% milli ára. | |
18:01 | Eilíf efni fundust í evrópskum vínflöskum Pesticide Action Newtwork segja að margar evrópskar víntegundir innihalda lítið magn af tríflúorediksýru. | |
18:00 | Kátt í höllinni Ráðherra menningar ávarpaði gesti. Mynd: Golli Ljóðskáldið stígur í pontuKnut Ødegård var forstjóri Norræna hússins um árabil og einn af stofnendum Alþjóðlegrar bókmenntahátíðar í Reykjavík ásamt Thor Vilhjálmssyni og Einari Braga. Mynd: Golli SkálaðLogi og Heiða spjalla við Einar Kárason rithöfund sem sat lengi í stjórn Bókmenntahátíðar í Reykjavík. Mynd: Golli Flutt var frumsamið tónlistaratriði á setningu hátíðarinnar. Finnur Karlsson... | |
18:00 | George Santos dæmdur í sjö ára fangelsi George Santos, fyrrverandi þingmaður repúblikana í Bandaríkjunum, var í dag dæmdur í 87 mánaða fangelsi fyrir að svíkja fé af pólitískum styrktaraðilum og ljúga um fjármögnun framboðs síns. | |
17:57 | Nærri tvö þúsund með leyfi til að aka leigubíl - sex verið sviptir Síðustu daga hefur verið mikil umfjöllun um leigubílamarkaðinn - Spegillinn var nýverið í miðbæ Reykjavíkur þar sem fjölmargir bílstjórar slást um örfáa farþega og í kvöldfréttum sjónvarps í gær var sagt frá því að Isavia hefði gripið til þess ráðs að ráða nokkurs konar leigubílavörð; hann á að hafa eftirlit með leigubílstjórum og leiðbeina farþegum. FJÖLGAÐI LEYFUM TIL AÐ BREGÐAST VIÐ ÁKALLI Áður en núgildandi lög tóku gildi fyrir þremur árum var þak á fjölda þeirra atvinnuleyfa sem gefin voru út fyrir ákveðin svæði. Þannig voru 520 fyrir höfuðborgarsvæðið, 20 fyrir Akureyri og fjörutíu í Reykjanesbæ.Fjöldinn hélst svo til óbreyttur í rúma tvo áratugi þegar þeim var fjölgað um hundrað - í 680 á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi. Þetta var gert til að koma til móts við óskir um meiri þjó | |
17:30 | Ísraelar birtu samúðarkveðju vegna páfa en eyddu henni síðan og bönnuðu ríkisstofnunum að senda slíkar kveðjur Samúðarkveðjum vegna andláts Frans páfa sem birtar voru á samfélagsmiðlum ísraelsku ríkisstjórnarinnar var eytt nokkrum klukkutímum eftir að þær voru birtar. Öllum ísraelskum ríkisstofnunum hefur verið skipað að eyða öllum sambærilegum kveðjum vegna andláts páfa. Breska blaðið Independent greinir frá þessu. „Hvíl í friði Frans páfi. Megi minning hans vera blessun,“ var birt á X Lesa meira | |
17:26 | 200 milljóna markaðsverkefni fyrir Ísland ýtt úr vör Peel vinnur markaðsverkefnið, sem er fjármagnað af stjórnvöldum, í samstarfi við M&C Saatchi. | |
17:23 | Harmageddon | Sósíalistar stilltir á sjálfstortímingu Harmageddon Það gat engin séð það fyrir að hreyfing sósíalista á Íslandi myndi fara éta sjálfa sig upp að innan þegar hún tryggði sér væna summu úr sjóðum skattgreiðenda í síðustu kosningum. Stærsta og óvæntasta frétt vikunnar var að RÚV skyldi loksins fjalla um ófremdarástand á íslenskum leigubílamarkaði og að kaffistofa leigubílstjóranna hefði verið breytt […] Greinin Harmageddon | Sósíalistar stilltir á sjálfstortímingu birtist fyrst á Nútíminn. | |
17:11 | Útlendingar grunaðir í helmingi hópnauðgana Af þeim sex hópnauðgunum sem hafa verið kærðar á árinu eru grunaðir gerendur erlendir ríkisborgarar í þremur tilvikum og menn með íslenskan ríkisborgararétt grunaðir í hinum þremur tilvikunum. | |
17:04 | Shein og Temu hækka verð vegna tolla Shein og Temu hvetja viðskiptavini í Bandaríkjunum til að klára kaup sín fyrir helgi. | |
17:00 | Hjálmar lætur Sigríði Dögg finna fyrir því – „Þetta er bara toppurinn á ísjakanum“ Hjálmar Jónsson, fyrrverandi formaður og framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands, er ómyrkur í máli í garð núverandi formanns. Hann segir að óráðsíðan í félaginu sé algjör og segir að þrjár manneskjur sinni sömu störfum og hann sinnti einn á sínum tíma. Hjálmari var sagt upp störfum hjá félaginu í byrjun síðasta árs í kjölfar ágreinings hans og Lesa meira | |
17:00 | Saka Rússa um að standa að baki áróðursherferðar Leyniþjónusta danska hersins, Forsvarets Efterretningstjeneste, FE, sakar Rússland um að hafa staðið á bak við markvissa áróðursherferð sem fól í sér dreifingu falsfrétta um danskan þingmann og Grænland. | |
16:58 | Skólarnir í eina sæng Rektorar Háskóla Íslands (HÍ), Háskólans á Hólum (HH) og háskólaráðherra undirrituðu í dag samkomulag um stofnun háskólasamstæðu með þátttöku þessara tveggja háskóla. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skólunum. | |
16:53 | Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi, á andláti manns sem fannst illa leikinn í Gufunesi í Reykjavík í mars og lést í kjölfarið, er langt komin. | |
16:45 | Foreldraútilokun og réttur til fjölskyldu – Dr. jur. Davíð Þór Björgvinsson prófessor, lagadeild HA og fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu Stjórnarmenn í félaginu Foreldrajafnrétti þau Sigga Sólan og Brjánn Jónsson, fóru þess á leit við mig að ég tæki þátt í ráðstefnu í Osló á vegum alþjóðsamtaka félaga um foreldrajafnrétti. Hópurinn sem stóð að ráðstefnunni kallar sig á ensku Parental Alienation Study Group (PASG https://www.pasg.info/ og hefur undanfarin ár reglulega haldið ráðstefnur af þessu tagi í Evrópu og Bandaríkjunum. […] The post Foreldraútilokun og réttur til fjölskyldu – Dr. jur. Davíð Þór Björgvinsson prófessor, lagadeild HA og fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu appeared first on Fréttatíminn. | |
16:34 | Undirbúningur fyrir almyrkva á sólu hafinn á Suðurnesjum Stýrihópur hefur verið skipaður á Suðurnesjum sem ætlað er að undirbúa samfélagið á Reykjanesskaga fyrir almyrkva sem verður á sólu í ágúst á næsta ári. Í hópnum eiga sæti lögreglustjórinn á Suðurnesjum, fulltrúar frá sveitarfélögunum fjórum á svæðinu; Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ, Grindavíkurbæ og Sveitarfélaginu Vogum, auk fulltrúa frá Reykjanesvarðangi og Almannavörnum.Fyrsti fundur hópsins verður í maí. Meðal verkefna hans er að undirbúa svæðið fyrir komu ferðamanna. Til að mynda þarf að kortleggja framkvæmdaþörf vegna komu fólks. Meðal áhersluatriða er að tryggja öryggi vegfarenda.„Þegar þú ert með svona mikinn fjölda af fólki og bílaumferð ofan í það, þá getur það kallað á einhver meiriháttar slys, þannig að það þarf að afmarka bæði akreinar og bílastæði og svo gönguleiðir sérstaklega,“ | |
16:26 | Samherji lýkur fjármögnun fyrsta áfanga landeldisstöðvar Samherji hefur lokið fjármögnun fyrsta áfanga nýrrar landeldisstöðvar við Reykjanesvirkjun. Fjármögnun þessa fyrsta áfanga nemur 235 milljónum evra, jafnvirði 34 milljarða króna. Hundrað ný störf verða til í stöðinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samherja. Ný landeldisstöð heitir Eldisgarður og framkvæmdir við hann hófust í október í fyrra. Landeldisstöðin verður staðsett í auðlindagarði HS Orku við Reykjanesvirkjun með aðgangi að 100% endurnýjanlegri orku frá virkjuninni. Stöðin verður byggð í þremur áföngum. | |
16:23 | „Nú ráðum við við ástandið“ Vinnumálastofnun hefur ákveðið að segja upp samningi við þrjú sveitarfélög, Hafnarfjörð, Reykjavík og Reykjanesbæ, um þjónustu um alþjóðlega vernd. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri stofnunarinnar, segir að umsækjendum hafi fækkað mikið. Nú sé ástandið orðið viðráðanlegt.Sveitarfélögin og Vinnumálastofnun hafa hingað til sameiginlega aðstoðað fólk sem kemur til landsins og óskar eftir alþjóðlegri vernd. Mbl.is greindi frá þessu í dag. „Það hefur fækkað gríðarlega í þessum hópi og við teljum að það sé mun hagstæðara að við tökum bara alla þessa þjónustu yfir og búum til nokkrar stærri stöðvar, þar sem við getum sinnt þessu fólki mjög vel,“ segir Unnur. Hvað þýðir það að setja upp stærri stöðvar, hvernig lýsir það sér? „Það er til dæmis eins og hefur verið að lýsa varðandi JL húsið, að við erum | |
16:18 | Dómarar á Íslandi fremja ítrekuð og alvarleg brot í starfi gegn foreldrum Í dag 25. apríl er alþjóðlegur dagur vitundarvakningar um foreldraútilokun. Af því tilefni, birtum við greinar í dag. Samkvæmt greinum og greiningum sérfræðinga eru barnaverndir, starfsmenn sýslumanna og dómarar á Íslandi, óhæfir til sinna starfa. Vegna þess að þeir hafa ekki þá þekkingu sem þarf til að greina foreldraútilokun. Kerfið er algjörlega staðnað og ónýtt, […] The post Dómarar á Íslandi fremja ítrekuð og alvarleg brot í starfi gegn foreldrum appeared first on Fréttatíminn. | |
16:14 | 133 nýjar íbúðir komnar í sölu á Orkureitnum Annar áfangi Orkureitsins er nú kominn í sölu. Um er að ræða 133 nýjar íbúðir í svokölluðu D húsi sem rís á horni Suðurlandsbrautar og Grensásvegar. „Sala íbúða á Orkureitnum hefur farið vel af stað. Við höfum verið með 68 íbúðir í sölu í fyrsta áfanga í A húsi frá síðasta vori. Íbúðirnar voru síðan Lesa meira | |
16:08 | Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Meðal þeirra sem sérstaklega voru fengnir til að vega og meta stjórnartillögu til þingsályktunar, þeirrar sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur lagt fram um jafnréttismál, er Kennarasamband Íslands. KÍ fagnar tillögunni og vonar að hún nái fram að ganga. | |
16:08 | Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Bandaríska danshljómsveitin Hercules & Love Affair stígur á svið í Austurbæjarbíói í kvöld klukkan 22 en húsið opnar tveimur tímum fyrr með plötusnúðsupphitun. Áhorfendur fá tækifæri til að upplifa lifandi flutning frá einni áhrifamestu hljómsveit síðustu tveggja áratuga í raf- og danstónlist. | |
16:05 | Braut siðareglur til að sjá lík páfans Myndir af frönsku nunnunni systir Genevieve standa við bæn yfir líki Frans páfa hafa farið sem eldur um sinu um veraldravefinn. Hin 82 ára nunna braut siðareglur með athæfi sínu, en kardínálar stóðu í biðröð til að votta páfanum virðingu sína og almenningur hafði enn ekki fengið inngöngu í Pétursbasilíkuna. | |
16:02 | Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Ungfrú Ísland hefur kynnt nýtt vörumerki keppninnar, Ungfrú Ísland Teen, sem er keppni ætluð stúlkum á aldrinum 16 til 19 ára. Keppnin verður í anda hefðbundnu Ungfrú Ísland keppninnar en með breyttum áherslum sem hæfa þessum aldurshópi. | |
16:00 | Sjávarútvegsfyrirtækin lækka Gengi bréfa JBT Marel hækkaði um 3,15% en Alvotech lækkaði um 4,59%. | |
16:00 | Verðlaunuð fyrir þýðingar Orðstír, heiðursverðlaun þýðenda af íslensku á önnur mál, voru afhent á Bessastöðum nú fyrir stundu en að þessu sinni komu þau í hlut Tatjönu Latinovic og Kims Lembek. | |
15:47 | Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu minnir ökumenn á að frá og með 15. apríl ár hvert er ekki heimilt að aka á nagladekkjum. Þó mun lögreglan ekki byrja að beita sektum fyrr en 5. maí næstkomandi, þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins. | |
15:42 | Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Umtalsverður munur er á tillögum Bandaríkjastjórnar annars vegar og Evrópuríkja og Úkraínu hins vegar að friðarsamkomulagi við Rússland. Tillögur Bandaríkjastjórnar virðast láta meira undan Rússum og vera óljósari um tryggingar fyrir vörnum Úkraínu og hver skuli bæta tjón landsins af innrásinni. | |
15:41 | „Það þarf ekki allt að vera fullkomið“ Þunglyndi móður í kjölfar barnsfæðingar kallast fæðingarþunglyndi og er mjög misjafnt á milli kvenna og misalvarlegt. Hér á landi finna sífellt fleiri konur fyrir fæðingarþunglyndi og konur nota kvíða- og þunglyndislyf í auknum mæli á meðgöngu og fyrstu mánuðunum í lífi barnsins.Hafdís Eva Árnadóttir, tveggja barna móðir úr Hafnafirði, er ein þeirra sem upplifði fæðingarþunglyndi. Hún sagði sögu sína í Kastljósi í vikunni. Hún segist aldrei hafa átt von á því að finna sjálf fyrir fæðingarþunglyndi. Hún hafi alltaf verið með marga bolta á lofti, hafi verið vel undirbúin að takast á við móðurhlutverkið og í góðri stöðu.Sífellt fleiri konur fá fæðingarþunglyndi og konur nota kvíða- og þunglyndislyf í auknum mæli á meðgöngu og fyrstu mánuðina í lífi barnsins. Kona sem upplifði fæðingarþunglynd | |
15:40 | Undirrituðu samkomulag um stofnun háskólasamstæðu Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum, og Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, undirrituðu í dag samkomulag um stofnun háskólasamstæðu með þátttöku skólanna tveggja undir nafni Háskóla Íslands. | |
15:32 | Dómari handtekinn fyrir að hjálpa innflytjanda að flýja Dómarinn Hannah Dugan í Milwaukee var handtekin af bandarísku alríkislögreglunni FBI. Dugan er sökuð um að hafa viljandi komið í veg fyrir að innflytjandi væri handtekinn í síðustu viku. Kash Patel, stjórnandi FBI, segir innflytjandann hafa komist af vettvangi, en lögreglumenn hafi náð honum á hlaupum. Maðurinn hefur verið í haldi síðan þá. Patel segir hegðun dómarans hafa stefnt almenningi í hættu.NTBPatel birti yfirlýsinguna á samfélagsmiðlinum X. Skömmu síðar var hún horfin. Dugan var handtekin klukkan átta í morgun að staðartíma í héraðsdómstól í Milwaukee. | |
15:30 | Arnari Þór var slaufað: „Á heimleiðinni rann upp fyrir mér að enginn þingmaður XD hafði talað við mig allt kvöldið“ Arnar Þór Jónsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að honum hafi í raun verið slaufað þegar hann greiddi atkvæði gegn flokkslínum í umdeildu leigubílafrumvarpi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur árið 2022. Markmið frumvarpsins voru að rýmka þau skilyrði sem þarf til að reka leigubíl. Nokkuð hefur verið rætt um stöðu mála á íslenskum leigubílamarkaði að undanförnu, Lesa meira | |
15:30 | Krefjast skýrslu um meðferð á svínum – Vilja vita hvernig gasklefar og halaklippingar samræmast lögum Níu þingmenn Flokks fólksins og Samfylkingar hafa óskað eftir skýrslu frá atvinnuvegaráðherra um aðbúnað svína á Íslandi. Meðal annars vilja þingmennirnir vita hvernig gösun svína og halaklippingar samrýmist lögum um velferð dýra. Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, þingmaður Flokks fólksins, er fyrsti flutningsmaður skýrslubeiðninnar, sem beint er til Hönnu Katrínar Friðriksson, atvinnuvegaráðherra. Óskað er eftir því að í skýrslunni Lesa meira | |
15:30 | Tollar skaðað vörumerkið Bandaríkin Nokkur af stærstu fyrirtækjum Bandaríkjanna hafa í nýlegum ársfjórðungsuppgjörum sínum lýst verulegum áhyggjum af áhrifum tollastefnu Donalds Trump forseta. | |
15:26 | Barnavernd samþykkir tálmun til 15 ára Barnaverndarnefndir sjá um að velja fósturforeldra fyrir börn og aðstoða og undirbúa þá fyrir hlutverkið. Upplýsingar og ráðgjöf um þetta ábyrgðarmikla starf fást einnig hjá Barna- og fjölskyldustofu ríkisins. Er það kerfi að bregðast og er ekkert eftirlit ? Á Íslandi hefur barna- og fjölskylduvelferðarsjónarmiðin þróast yfir áratugina með áherslu á velferð barna og jafnrétti […] The post Barnavernd samþykkir tálmun til 15 ára appeared first on Fréttatíminn. | |
15:25 | Gerði orð Kristrúnar að sínum „Það vitna skrif forsætisráðherra og fjármálaráðherra í fortíðinni að þau vita þetta og vita betur en umræða undanfarna vikna vitnar til.“ | |
15:24 | Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Tveir sérfræðingar í Bayeux-reflinum deila nú um hvort typpin sem finna má á þessum frægasta refli heims séu 93 eða 94 talsins. Hvort er ógreinilegt form á reflinum rýtingur eða getnaðarlimur? Rithöfundurinn Sigríður Hagalín segist búin að telja. | |
15:24 | Hvenær nær heilbrigði skynsemi tökum á íslenskum þingmönnum? New Zealand First kynnti á dögunum þingmannafrumvarp sem myndi tryggja að líffræðileg skilgreining á konu og karli sé skilgreind í lögum. Stór hluti jarðarbúa veit nú þegar hvað það er að vera karl og kona, en einhver hluti hans er heilaþvegin og því þarf lög til að snúa þeim í raunheima að nýju. Þetta snýst […] Greinin Hvenær nær heilbrigði skynsemi tökum á íslenskum þingmönnum? birtist fyrst á Nútíminn. | |
15:15 | Söfnuðu 11 milljónum á tveimur dögum Yfir 11 milljónir króna hafa safnast fyrir endurbótum á sundlaug Reykjadals, en þar hefur Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra rekið sumarbúðir fyrir fötluð börn og ungmenni í 62 ár. | |
15:06 | Meira en 130 íbúðir komnar í sölu Annar áfangi Orkureitsins á horni Suðurlandsbrautar og Grensásvegar er nú kominn í sölu. | |
15:00 | Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Gert er ráð fyrir að kostnaður ríkissj óðs vegna öryggisvistanna verði tvöfalt hærri á árinu en gert hafði verið ráð fyrir. Stórauka á framlög til málaflokksins á næstu árum og bæta lagaramma. Dómsmálaráðherra ætlar að legga fram frumvarp í haust um öryggisráðstafanir fyrir sérstaklega hættulega einstaklinga eftir fangelsisvist þeirra | |
15:00 | 133 íbúðir komnar í sölu á Orkureitnum Annar áfangi Orkureitsins er nú kominn í sölu. Um er að ræða 133 nýjar íbúðir í svokölluðu D húsi sem rís á horni Suðurlandsbrautar og Grensásvegar. | |
15:00 | „Eins og það sé alltaf sól á bókmenntahátíð“ Jórunn Sigurðardóttir hefur um árabil sótt Alþjóðlegu bókmenntahátíðina í Reykjavík, fjallað markvisst um hana í Ríkisútvarpinu og tekið ógrynni viðtala við höfunda jafnt sem gesti. Hátíðin er 40 ára í ár en sú fyrsta var haldin árið 1985. Jórunn missti af fyrstu hátíðunum þar sem hún var búsett erlendis á þeim tíma en eftir að hún flutti heim lét hún... | |
14:54 | Fuglarnir við Tjörnina fá næga fæðu á sumrin Krían hefur sést við Reykjavíkurtjörn og þar iðar allt af lífi. Hún heldur sig ekki bara í miðborginni því kríur hafa líka sést við Mývatn og þykja heldur snemma á ferðinni.Þó engar kríur hafi verið við Tjörnina þegar fréttamann bar að um hádegið var þar urmull máfa auk þess sem sjá mátti nokkrar tegundir anda. Stefán Már Stefánsson, líffræðingur við Hafrannsóknastofnun, segir lífríkið undir yfirborði Tjarnarinnar líka hafa tekið við sér síðustu ár. „Já, við höfum fyrst og fremst séð aukningu í gróðri,“ segir Stefán.„Tjörnin hefur gróið upp. Fyrir 2015 var mjög lítill botngróður í henni en eftir það hefur hún verið að gróa upp og svona frá 2015-20 þá var hún alveg algróin.“Mest er af vatnaplöntunni smánykru á botninum en svo eru líka stærri plöntur eins og fjallnykra. Botninn er orðinn þét | |
14:30 | Segir mjög sérstakt að meintir hópnauðgarar séu ekki í gæsluvarðhaldi – „Knýjandi spurning sem lögreglan þarf að svara“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú tvær hópnauðganir sem talið er að þrír sömu mennirnir hafi framið gagnvart tveimur íslenskum konum með stuttu millibili. Mennirnir eru sagðir hafa byrlað konunum á skemmtistaðnum English Pub í miðborg reykjavíkur og flutt þær í sömu íbúðina í Vesturbænum og brotið gegn þeim þeir. Konurnar eru ótengdar en lýsingum þeirra Lesa meira | |
14:27 | USA „gekk í burtu“ & vandi Úkraínu vex Aðsend grein Hallur Hallsson skrifar: Þau tíðindi gerðust í Lundúnum í vikunni að Mark Rubio utanríkisráðherra USA mætti ekki til fundar því Zelinsky ásamt Bretum, Þjóðverjum og Frökkum höfnuðu tillögum Bandaríkjanna. Rubio “gekk í burtu – walked away.” Spilaborgin hrunin. Zelinsky og Evrópa berrössuð án öryggistrygginga USA. Evrópa er sem geltandi hvolpur. Tillögur USA mótuðust af vígstöðunni eins og […] The post USA „gekk í burtu“ & vandi Úkraínu vex appeared first on Fréttatíminn. | |
14:20 | Hagnaður Kea jókst um 80% Eignir samvinnufélagsins Kea námu yfir 11 milljörðum króna í lok síðasta árs. | |
14:20 | Tap og minni framleiðsla hjá Arnarlaxi Icelandic Salmon AS, móðurfélag Arnarlax ehf., hefur birt ársreikning sinn fyrir árið 2024. Rekstrartekjur félagsins námu 101,4 milljónum evra á árinu, sem jafngildir um 15,2 milljörðum króna. | |
14:18 | Isavia neitar að tjá sig um bænahald í kaffiaðstöðu Isavia kýs að svara ekki spurningu um það hvers vegna aðstaða fyrir leigubílstjóra á Keflavíkurflugvelli hefur verið nýtt undir bænahald leigubílstjóra. | |
14:17 | Tveggja daga sálmamaraþon í Skagafirði „Við erum í okkar eigin sálmamaraþoni í Skagafirði og erum að heimsækja sem flestar kirkjur í firðinum,“ segir Sigrún Magna Þórsteinsdóttir, organisti og kórstjóri. Farið var í 16 kirkjur og einn sálmur sunginn í hverri. Innblásturinn er sóttur í sálmamaraþon sem Þjóðkirkjan stóð fyrir. Kór Möðruvallaklausturskirkju gat ekki tekið þátt í því og þá kviknaði hugmyndin um að halda eigið maraþon í Skagafirði.Kórfélagar voru sammála um að það væri gaman að heimsækja svo margar kirkjur og prófa að syngja í þeim. Álagið var mikið og dagskráin þétt enda þurfti að komast í allar 16 kirkjurnar á aðeins tveimur dögum. Þótt dagarnir væru langir var stemningin alltaf í hæstu hæðum, eins og sjá má í innslaginu fyrir ofan. | |
14:12 | Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Isavia ætlar að tryggja aðgengi allra leigubílstjóra að skúr sem ætlaður er sem kaffistofa þeirra sem nota leigubílastæðið við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Skúrinn er nú sagður notaður sem bænahús og lokaður öðrum en þeim sem hann nota sem slíkt. |