00:44 | Sló landsmet með 25 klukkustunda þingræðu Cory Booker, öldungadeildarþingmaður fyrir New Jersey-ríki, sló í dag met í sögu öldungadeildarinnar Bandaríkjaþings með þingræðu sem varði í 25 klukkustundir. Ræða Bookers, sem er meðlimur í Demókrataflokknum, snerist um aðgerðir stjórnar Donalds Trump forseta sem Booker sagði brjóta gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna.„Þetta er ekki hægri eða vinstri,“ sagði Booker. „Leyfið þeim ekki að kalla þetta flokkapólitík. Þetta er það ekki. Þetta er rétt eða rangt. Bandaríkin, þetta er stund siðferðis. Býr stjórnarskráin í brjósti ykkar?“Meðal þess sem Booker gagnrýndi var hlutverk Elons Musk, ráðgjafa Trumps, í niðurskurði og niðurlagningu fjölda opinberra verkefna án aðkomu þingsins.Til þess að halda ræðustólnum varð Booker að standa allan tímann og gat því ekki vikið sér frá til að skreppa á saler | |
00:07 | Útkall vegna vatnsleka Tveir dælubílar slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðir út í kvöld vegna vatnsleka í íbúðarhúsnæði í Hafnafirði. | |
23:50 | Byssumaðurinn: „Versti dagur í mínu lífi“ Sjötugi maðurinn sem var handtekinn í Grindavík í dag og sakaður um að ógna björgunarfólki með byssu kveðst blásaklaus og íhugar nú réttarstöðu sína. „Þetta var versti dagur í mínu lífi,“ segir hann í samtali við mbl.is. | |
23:38 | Fjölbreytt og frumleg aprílgöbb í ár Aprílgöbb fjölmiðla og ýmissa fyrirtækja voru nokkuð fjölbreytt þetta árið. | |
23:30 | Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Skipað hefur verið að nýju í framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ. Árni Þór Sigurðsson sendiherra gegnir áfram formennsku. | |
23:30 | Starfsmenn Waltz sakaðir um að senda leynileg skjöl í gegnum Gmail Mike Waltz þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins liggur undir nýjum ásökunum um að hafa farið óvarlega með gögn eftir að miðillinn Washington Post sagði í dag að aðstoðarmaður hans hefði notað tölvupóstforritið Gmail til þess senda leynileg gögn um hernaðarlegar staðsetningar og vopn. Waltz hlaut áður heimsathygli eftir að upp komst að hann bætti ritstjóra tímaritsins The Atlantic í spjallhóp á samskiptaforritinu Signal þar sem árás á Húta í Jemen var rædd af háttsettum ráðamönnum bandaríkjastjórnar. Miðillinn Washington Post birti umfjöllun sína í dag en þar er því einnig haldið fram að Waltz hafi sjálfur látið senda sér vinnuskjöl og tímaáætlanir á sinn eigin Gmail-reikning. Hvíta húsið staðfesti í dag að Waltz hefði fengið tölvupósta senda á sinn persónulega reikning en að hann hefði haft | |
22:57 | „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Á hverju ári hlaupa margir apríl og líklega var engin undantekning á því þetta árið. Fjölmiðlar, fyrirtæki, stofnanir og auðvitað óbreyttir borgarar reyndu að plata aðra upp úr skónum með misgáfulegum aprílgöbbum. | |
22:44 | Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Sjálfstæðisflokkurinn mælist langstærstur í borgarstjórn samkvæmt nýrri könnun Gallup, og mælist með þriðjungsfylgi. Flokkur fólksins dettur út miðað við könnunina og Framsókn helst rétt svo inni. | |
22:42 | Hjartnæmir endurfundir fanga og hunda Kátt var á hjalla og gleðitár streymdu þegar þjónustuhundarnir Wendel og Artemis, sem voru þjálfaðir í San Quentin-fangelsinu í Bandaríkjunum á vegum samtakanna Canine Companions, heimsóttu fangelsið og sína fyrrum þjálfara á föstudag.Svörtu labradorhundarnir voru þeir fyrstu til að fá þjálfun innan veggja fangelsisins þar sem þeir vörðu rúmu ári meðal fanga. NÁIÐ SAMBAND HUNDA OG FANGA Chase Benoit afplánar nú fimmtán ára fangelsisdóm í San Quentin fyrir morð en hann annaðist þjálfun Wendels. Eigandi þjónustuhundsins, Robert Quigley sem er döff eða heyrnarlaus, fylgdi honum í fangelsið.„Hann man eftir mér, það fer ekki á milli mála. Ég sá það um leið og hann kom inn. Það gleður mig mikið að þér þyki vænt um hann og að þið séuð nánir,“ sagði Benoit við Quigley með hjálp táknmálstúlks.„W | |
22:25 | Þyrftu að selja hlut í SVN eða skip fari lögin í gegn Samherji segir að svo virðist sem eini tilgangurinn með ákvæði í frumvarpi ráðherra sé að leggja stein í götu fyrirtækisins. | |
22:14 | Skjálftavirkni á um 20 kílómetra löngu svæði Af vefmyndavélum að dæma er litla gosvirkni að sjá á sprungunni sem opnaðist í morgun rétt norður af Grindavík. Aðeins má sjá litla glóð hér og þar á gossprungunni og í hraunbreiðunni. | |
22:00 | Bandarískir fjölmiðlar gefa ekki mikið fyrir Grænlandsferð Vance – „Fasteignaskoðun“ Það fór örugglega ekki fram hjá mörgum að J.D. Vance, varaforseti Bandaríkjanna, skellti sér til Grænlands á föstudaginn. Eiginkona hans var með í för sem og háttsettir embættismenn. Upphaflega átti sendinefndin að fara til Nuuk en hætt var við það og þess í stað lá leiðin í einu herstöð Bandaríkjanna á Grænlandi. Viðbrögð bandarískra fjölmiðla Lesa meira | |
21:57 | Segir ákall um breytingar: „Ég er klár í verkefnið“ Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, kveðst hafa fundið fyrir miklum meðbyr með Sjálfstæðisflokknum í borginni að undanförnu, sem ný könnun Gallup endurspegli. | |
21:54 | Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í Reykjavík í nýrri könnun Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur með 33,9% fylgi í nýrri könnun Gallup sem framkvæmd var fyrir Viðskiptablaðið. Nýr meirihluti sem myndaður var í febrúar er fallinn samkvæmt könnuninni.Sjálfstæðisflokkurinn fengi alls níu borgarfulltrúa samkvæmt þessu.Nýi meirihlutinn samanstendur af Samfylkingu, Pírötum, Sósíalistaflokknum, Vinstri grænum og Flokki fólksins. Hann var myndaður eftir að Einar Þorsteinsson, fyrrverandi borgarstjóri, sleit meirihlutasamstarfinu. Framsóknarflokkurinn mælist með 4,7% fylgi í könnuninni. Samkvæmt könnun Gallup myndu flokkarnir í núverandi meirihluta einungis fá 10 borgarfulltrúa sem er ekki nægilegt til að viðhalda meirihluta. Minnst þarf 12 borgarfulltrúa samanlagt til þess.Næststærsti flokkurinn væri Samfylkingin samkvæmt könnun Gallup sem mælist með 20% | |
21:40 | Meint vanhæfi á borð innviðaráðuneytisins Samþykkt var á fundi borgarstjórnar í kvöld að leita til innviðaráðuneytisins til að fá álit þess á því hvort Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sé hæfur til að sitja í menningar- og íþróttaráði Reykjavíkurborgar. | |
21:36 | Áhöfn Varðar II kölluð út í tvígang Áhöfnin á Verði II, björgunarskipi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Patreksfirði, hefur átt annasaman sólarhring að baki. | |
21:33 | Mun halda áfram að þjónusta Grindvíkinga Sigurður Enoksson, eigandi bakarísins Hérastubbs, segist efa það að fólk geri sér grein fyrir því við hvað Grindvíkingar lifi. Óvissan um morgundaginn geti tekið toll á heilsu og almenna líðan. Þá er það mat hans að ef ríkið hefði borgað upp fyrirtækin í Grindavík hefði ekki þurft að standa í rekstrarstuðningi við þau. Úkoman væri líklega sú sama. | |
21:15 | Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Njarðvík tók forystuna gegn Stjörnunni í 8-liða úrslitum Bónus-deildarinnar með níu stiga sigri 84-75 í IceMar-höllinni í kvöld. | |
21:08 | „Ef landris fer aftur af stað þá er tímabil óvissu“ Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, telur að ef landris hefst á ný eftir eldgosið í dag taki við tímabil óvissu. Ómögulegt sé að segja til um framhaldið á meðan eldgos er enn í gangi og jarðskjálftavirkni mælist.Líklegasta sviðsmyndin sem rætt var um fyrir eldgosið sem hófst í dag var stórt gos og stuttur aðdragandi. Raunin varð hins vegar önnur og kvikugangurinn sem myndast hefur yfir daginn var í aðalhlutverki segir Freysteinn sem var gestur í Kastljósi í kvöld.Atburðurinn í dag hafi verið stór þrátt fyrir að gosið hafi verið lítið. Þetta sé sambærilegt við stærsta atburðinn sem hafi átt sér stað 10. nóvember 2023 þegar hrinan hófst. Þá hafi langmest magn kviku flætt þrátt fyrir að ekki hafi komið til eldgoss.Kvikugangurinn sem myndaðist í d | |
21:05 | Krefst dauðarefsingar yfir Mangione Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna hefur óskað eftir því við alríkissaksóknara að krafist verði dauðarefsingar yfir Luigi Mangione, sem er ákærður fyrir morðið á Brian Thompson, forstjóra tryggingadeildar UnitedHealth Group, í New York á síðasta ári. | |
21:00 | Hljópst þú 1. apríl eða varstu með göbbin á hreinu? Aprílgöbb dagsins voru fjölmörg og ansi mörg þeirra voru hressandi og ansi raunveruleg. Margir eru afar varir um sig á þessum degi og trúa engu. Sjá má meðal annars í athugasemdum DV að margir virðast ekki nenna að lesa alvöru fréttir dagsins og skrifa athugasemdir um að um gabb sé að ræða. En kíkjum á Lesa meira | |
21:00 | Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Nottingham Forest vann 1-0 gegn Manchester United í þrítugustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar og hefur þar með haldið hreinu oftast allra liða í deildinni. Rauðu djöflarnir voru hársbreidd frá því að jafna leikinn undir lokin. | |
20:54 | Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Bukayo Saka sneri aftur úr meiðslum og setti seinna mark Arsenal í 2-1 sigri gegn Fulham í þrítugustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. | |
20:48 | Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Tillaga Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur oddvita Viðreisnar í Reykjavík um bann á einkaþotum og þyrluflugi á Reykjavíkurflugvelli var samþykkt á fundi borgarstjórnar í kvöld. | |
20:30 | Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið Maður sem framdi skemmdarverk á Teslu-bifreið ókunnugs manns var handtekinn af lögreglu og kærður vegna málsins. Atvikið átti sér stað á bílastæði fyrir utan líkamsræktarstöð Planet Fitness í Pennsylvaníu á dögunum. Eigandi bifreiðarinnar tók eftir því þegar hann kom heim að búið var að setja hakakrossinn á aðra hlið bílsins. Virðist viðkomandi hafa notað lykil Lesa meira | |
20:29 | Ný 360 gráða yfirlitsmynd sýnir gosið Á myndinni má sjá hvernig gossprunga teygir sig í átt að Grindavíkurbæ, en sjón er sögu ríkari. | |
20:26 | Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Stjórn Orkubús Vestfjarða hefur ákveðið að sótt verði um virkjunarleyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun í Steingrímsfirði. Virkjunin hefur þegar farið í gegnum umhverfismat, en beðið er eftir endanlegri staðfestingu aðalskipulags Strandabyggðar. | |
20:26 | Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Áhöfnin á Verði II, björgunarskipi Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Patreksfirði, hefur staði í stöngu síðan í nótt og farið í tvö útköll. | |
20:26 | Talsverð tíðindi í könnun Gallup í Reykjavík Þriðji hver borgarbúi myndi kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef gengið yrði til sveitarstjórnarkosninga í dag. Nýr meirihluti sem myndaður var í febrúar er fallinn. | |
20:14 | Gangurinn sé að troða sér í norðaustur Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir að atburðurinn í dag sé sambærilegur kvikuinnskotinu í nóvember 2023 þegar stóri kvikugangurinn myndaðist. Hann segir að gangurinn sé að troða sér í norðaustur og að gosið í dag hafi bara verið „smá leki“ frá ganginum neðanjarðar. | |
20:14 | Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir að atburðurinn í dag sé sambærilegur kvikuinnskotinu í nóvember 2023 þegar stóri kvikugangurinn myndaðist. Hann segir að gangurinn sé að troða sér í norðaustur og að gosið í dag hafi bara verið „smá leki“ frá ganginum neðanjarðar. | |
20:10 | „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Þó ég sé ekkert að vorkenna sjálfum mér þá tikka ég í öll box, með hjarta og annað. Ég má ekkert við svona. Ég var svo sem ekkert að segja þeim það. En það munaði minnstu að þeir dræpu mig. Pumpan, það var allt komið á fulla ferð. Ég hef aldrei lent í öðru eins.“ | |
20:02 | Vill kynlíf en ekki samband „Mig langar að heyra um það að stunda kynlíf með öðrum án þess að ást eða rómantík sé til staðar. Til dæmis að hitta annað fólk og stunda kynlíf án þess að það leiði til sambands” - 60 ára karl. | |
20:00 | Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““ Arkitektinn Rex Heuermann er grunaður um að hafa banað minnst 7 konum á árunum 1993-2011. Margir óttast að fórnarlömbin séu enn fleiri. Á mánudag voru frumsýndir á Netflix heimildarþættir um morðin sem kallast Gone Girls: The Long Island Serial Killer. Þar er rætt við fólk sem þekkti Rex Heuermann áður en hann var handtekinn. Rætt Lesa meira | |
20:00 | Besti vinur aðal: Liggur mikið á hjarta en boðskapurinn drukknar í reiði „Þetta er saga spillingar á Íslandi og viðhorf þjóðarinnar til hennar,“ segir Hulda Þórisdóttir um bókina Besti vinur aðal eftir Björn Þorláksson. Hulda og Eiríkur Bergmann, sem bæði eru stjórnmálafræðingar, fjölluðu um bókina í Kiljunni. LIGGUR MIKIÐ Á HJARTA „Björn Þorláksson hefur verið blaðamaður í fjölda ára og nálgast þetta með þeim augum. Þetta málefni fjallar hann um þannig að þetta eru bæði hans vangaveltur og svo viðtöl við fólk, bæði stjórnmálamenn, fræðimenn og svo framvegis,“ segir Hulda. „Höfundi liggur mikið á hjarta og þetta er eitthvað sem hann hefur hugsað um mjög lengi en það kemst ekki endilega til skila af því hann er svo reiður að skilaboðin nánast drukkna í reiðinni.“„Þessi bók er skrifuð af feikilega miklum þrótti, af manni sem er mikið niðri fyrir og veður á súð | |
20:00 | Hversdagslegur heiladauði Mið vinnuvika, einhver er að spyrja mig að einhverju, ég lít sljó upp úr símanum, engin viðbrögð, ljósin kveikt en enginn heima, ímynda mér að ef þetta væri spítalaatriði í bíómynd myndi hjartaritslínan mín fletjast út og það myndi heyrast hátt „bííííp“. Það þarf að endurræsa kerfið, segja; ha? Hafði óvart slökkt á heilanum. Sjálfstýringin eitthvað að bila. Kannski búin... | |
20:00 | Leik lokið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Valur sótti 86-92 sigur norðan heiða gegn Þór Akureyri í fyrsta leik einvígis liðanna í úrslitakeppni Bónus deildar kvenna. Valskonur höfðu unnið sér upp fína forystu í fjórða leikhluta en misstu hana niður á lokamínútum. Þórskonur komust þó ekki nær en að minnka muninn niður í eitt stig og klikkuðu síðan á þriggja stiga skoti. | |
19:51 | Bann á einkaþotum og þyrluflugi samþykkt Tillaga Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, borgarfulltrúa Viðreisnar, um bann á einkaþotum og þyrluflugi á Reykjavíkurflugvelli var samþykkt á fundi borgarstjórnar í kvöld. Allir borgarfulltrúar í meirihluta borgarstjórnar greiddu atkvæði með tillögunni, auk Þórdísar. | |
19:50 | Saknar þess að leysa heimsmálin yfir kaffibolla í Grindavík Fyrrum íbúi í Efrahópi í Grindavík segir að atburðir dagsins hafi sett áform hans um að búa aftur í Grindavík í uppnám. Hann segir mikinn söknuð eftir samfélaginu í bænum.Sigurður Óli Þórleifsson á hús í götunni Efrahóp í Grindavík. Í eldsumbrotunum 14.janúar 2023 fór hraun yfir þrjú hús í götunni hans.Hann segir erfitt að upplifa það aftur að hraunjaðarinn sé svo nálægt heimili sínu. Hann hafði nýlokið við framkvæmdir við húsið, sem hann byggði sjálfur.Fyrrum íbúi í götunni Efrahópi í Grindavík segir erfitt að gossprunga hafi opnast aftur svo nærri bænum. Hann er ekki reiðubúinn að gefast upp og vill endurreisa samfélagið í Grindavík. ÆTLAÐI ALDREI AÐ SNÚA AFTUR Sigurður Óli segir að þegar hann yfirgaf hús sitt í fyrra, eftir 14.janúar, hafi hann hugsað að hann myndi aldrei snúa aftur. | |
19:39 | „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Kona sem býr steinsnar frá vettvangi banaslyss sem varð á Suðurlandi í gær segir að það hafi verið viðbúið að eitthvað hræðilegt myndi gerast á svæðinu í ljósi þess hve algengt er að það hrynji úr skriðum Steinafjalls. Hún bindur vonir við að Vegagerðin taki við sér áður en næsta stórslys verður. | |
19:36 | Beðið í örvæntingu eftir fundinum í Rósagarðinum Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, hefur sagt ríkisstjórn sinni að bresk stjórnvöld verði að vera „róleg og yfirveguð“ í viðbrögðum sínum við hvaða tollum sem Bandaríkin kunna að setja á á morgun. | |
19:35 | Nýr meirihluti kolfallinn Einn af hverjum þremur Reykvíkingum myndi kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef gengið yrði til borgarstjórnarkosninga í dag samkvæmt nýrri könnun. Fylgisaukning Samfylkingarinnar hefur gengið til baka og aðrir flokkar í borgarstjórn tapa fylgi, að Sósíalistaflokknum undanskildum. | |
19:30 | Skilur lítið í áhuga á seðlabankastjóra á fjármálastöðugleika Stjórnformaður Neyðarssjóðs Ragnars Þórs Ingólfssonar ehf. fór á kostum á nefndarfundi á Alþingi. | |
19:30 | Sjálfumgleði og samanburðarfræði Bæði Donald Trump og Kristrún Frostadóttir stæra sig af því hversu miklu þau koma í verk. | |
19:30 | Fiskeldið blæs lífi í Vestfirði Fiskeldisfyrirtækið Háafell, sem er að fullu í eigu Hraðfrystihússins-Gunnvarar, hefur staðið að mikilli uppbyggingu í laxeldi á undanförnum árum. | |
19:30 | Alltaf verið nátengdur viðskiptum Reynir Stefánsson var nýlega ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar en hann hefur mikla reynslu í rekstri fyrirtækja. Hann hefur einnig setið í stjórn HSÍ um árabil en mun bráðum hætta til að eyða meiri tíma með fjölskyldunni og á golfvellinum. | |
19:30 | Knattspyrna og fréttaflutningurinn úr bergmálshellinum Það er fjölmennt í bergmálshallinum um þessar mundir og tekur fjölmiðlaumræðan mið af því. Stöð 2 heldur áfram að standa sig framúrskarandi vel þegar kemur að dagskrárgerð um íþróttir og menningu. | |
19:30 | Búum til fleiri frumkvöðla – frumkvöðlamenntun og brimbrettabrun „Eins og brimbrettakappar þurfa núverandi og komandi kynslóðir bæði að geta riðið ölduna og synt í briminu.“ | |
19:30 | Augnablik sem lifa með þjóðinni „Það er ótvírætt frelsismál að fréttaljósmyndarar fái óhindrað að gegna sínu starfi. En hlutverk þeirra sem skrásetjarar samtímans er ekki síður mikilvægt –það eru augnablik sem annars gleymast.“ | |
19:30 | Ganga þyngdarstjórnunarlyf að snakkinu dauðu? Bandarískir neytendur virðast ekki jafn sólgnir í smákökur og snakk og áður. | |
19:30 | Fyrrum Tesluliðar auka framleiðni Fyrrverandi fjármálastjóri Tesla leiddi fjármögnunarlotu sprotafyrirtækis sem hefur þróað lausn sem hjálpar fyrirtækjum að bæta framleiðni starfsmanna með umbunarkerfum. | |
19:30 | Líflína fyrir Boeing Boeing landar verðmætum samningi við varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna um að smíða næstu kynslóð mannaðra herþotna. | |
19:16 | Ólíklegt að annað gos hefjist á norðurenda kvikugangsins Enn mælist talsverð skjálftavirkni á norðurenda kvikugangsins sem teygir sig um 20 kílómetra frá enda til enda. Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, telur ólíklegt að annað gos brjótist út á næstunni.„Við erum ekki að sjá að það stefni í gos akkúrat núna,“ segir Benedikt sem var gestur í Speglinum í kvöld. Hann vill þó ekki útiloka möguleikann á því að það byrji á gjósa á norðurenda kvikugangsins.„Eldgosið í dag var ekki stórt en atburðurinn sjálfur var ekki lítill,“ segir Benedikt. „Þetta var talsvert kvikuinnskot og kvikugangur sem myndaðist og að öllum líkindum er stór hluti af kvikunni sem var undir Svartsengi farinn inn í kvikuganginn, allavega vel yfir helmingur,“ segir Benedikt. Enn þá vanti þó gögn um hversu mikið rúmmál var.Benedikt segir að til d | |
18:56 | Ráðherrar fagna ólöglegri landtöku Ísraelsku ráðherrarnir Israel Katz og Bezalel Smotrich fögnuðu framtakssemi landtökufólks á Vesturbakkanum, sem eru ólöglegar samkvæmt alþjoðalögum. Aldrei hefur fleiri palestínskum híbýlum verið rutt úr vegi á Vesturbakkanum en í fyrra, að sögn fjármálaráðherrans Smotrich.Smotrich fagnaði því sömuleiðis mjög að landtökumenn væru byrjaðir að ryðja sér til rúms í Júdeu og Samaríu, „vöggu heimalandsins og lands biblíunnar,“ sagði hann. Þá bætti hann því við að Ísraelsstjórn komi í veg fyrir allar tilraunir palestínsku heimastjórnarinnar til þess að vera við völd í Júdeu og Samaríu. Smotrich er sjálfur íbúi í landtökubyggð.Palestínska heimastjórnin í Ramallah var sett á laggirnar á tíunda áratugnum. Hún átti að vera tímabundin stjórn yfir Palestínu þar til sjálfstætt ríki Palestínu yrði stofn | |
18:55 | Í beinni: Nott. Forest - Man. Utd | Liðin í þriðja og þrettánda Tíu sæti skilja að Nottingham Forest og Manchester United fyrir leik þeirra í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. | |
18:48 | Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Hverjar veita fyrsta höggið? Njarðvík hefur gengið vel gegn Stjörnunni í vetur en nú mætast liðin í 8-liða úrslitum Bónus-deildarinnar. Einvígið hefst í IceMar-höllinni. | |
18:30 | Sigurjón lætur útgerðarmenn heyra það – „Hálfógeðfellt að fylgjast baráttuaðferðum þeirra“ Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins, segir það hálfógeðfellt að fylgjast með baráttuaðferðum útgerðarmanna gegn aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Hótað sé að eyðileggja hráefni. „Hvers á fiskverkafólk og sjómenn að gjalda?“ spyr Sigurjón í færslu á samfélagsmiðlum. „Á köflum getur það verið hálfógeðfellt að fylgjast baráttuaðferðum þeirra sem hafa nú tímabundinn rétt til þess að nýta sameiginlega fiskveiðiauðlind Lesa meira | |
18:30 | Starfsmenn Morgunblaðsins létu vaða á súðum á bjórkvöldi – Sögðu Guðmund Inga varla læsan og líktu Ásthildi Lóu við frægan eltihrelli Nokkra athygli hefur vakið framganga starfsmanna Morgunblaðsins. Andrésar Magnússonar og Stefán Einars Stefánssonar, á bjórkvöldi hlaðvarpsins Þjóðmála sem öllum er aðgengilegt. Fóru þeir ekki í grafgötur með hversu lítið þeim þykir til Flokks Fólksins og ráðherra hans koma en Stefán Einar er virkur þátttakandi í starfi Sjálfstæðisflokksins. Hæddust þeir einkum að Ásthildi Lóu Þórsdóttur sem Lesa meira | |
18:27 | Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli Virkni frá sprungu nærri Grindavík sést ekki lengur í vefmyndavélum og hefur farið minnkandi síðan í hádeginu. Öflugir jarðskjálftar hafa mælst á svæðinu síðdegis og atburðinum hvergi nærri lokið. | |
18:18 | Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Arsenal og Fulham mætast í Lundúnaslag nú þegar enska úrvalsdeildin hefst að nýju eftir landsleikjahlé. | |
18:14 | „Meira eða minna búið, þetta gos“ Gosið sem hófst á Sundhnúkagígaröðinni virðist vera búið, að sögn sérfræðings á Veðurstofunni. | |
18:13 | Myndskeið: Hlé gert á þingfundi vegna skjálfta Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins, brá heldur betur í brún þegar stór jarðskjálfti reið yfir síðdegis í dag og gera þurfti hlé á þingfundi. | |
18:08 | Gosið á einni mínútu Eldgosið sem hófst suðaustur af Þorbirni í morgun er við það að koðna niður. Verulega hefur dregið úr krafti þess frá því mest var í morgun. Ragnar Visage, ljósmyndari RÚV, hefur verið á Reykjanesskaga í allan dag og náð að fanga gosið á dróna. | |
18:00 | Gos gæti brotist út nær Vogum og Reykjanesbraut Jarðskjálftavirkni heldur áfram þó dregið hafi úr eldgosinu norðan við Grindavík og að lítið sjáist til virkni. Skjálftavirknin færist norður og Veðurstofan gerir ráð fyrir kvika geti komið upp þar. | |
17:56 | Hermann segir haugalygi að hann hafi ógnað björgunarsveitarfólki með byssu – „Ég gerði ekkert rangt“ „Ég er alsaklaus, ég gerði ekkert rangt,“ segir Hermann Ólafsson grindvíkingur, sem oft er kenndur við fyrirtæki sitt Stakkavík og kallaður Hemmi í Stakkavík. Hermann var handtekinn af sérsveitinni í Grindavík í morgun og færður í fangaklefa í Keflavík. Í viðtali á Vísi segist hann hafa verið handtekinn blásaklaus og hafa áttað sig á því Lesa meira | |
17:47 | Í beinni: Þór - Valur | Vilja verja vígið Þórskonur töpuðu sjaldan á heimavelli í Bónus-deild kvenna í körfubolta í vetur og taka þar á móti Val í fyrsta leik einvígis liðanna í 8-liða úrslitum. | |
17:44 | „Ég held að því sé að ljúka núna“ Ástæðu þess að lítil kvika hefur farið á yfirborðið má mögulega rekja til þess að kvikan hefur fyllt gosrásina. Líklegt er að þetta sé annað hvort síðasta gosið eða næstsíðasta gosið á þessum slóðum í bili. | |
17:33 | Selja rússneskan og norskan fisk sem íslenskan Stjórnarformaður Ísfélagsins segir erlenda kaupendur vera umsvifamikla á íslenskum fiskmörkuðum. | |
17:32 | Ekkert lát á skjálftavirkni við Reykjanesbraut Íbúar Vallanna í Hafnarfirði höfðu orðið varir við skjálftavirkni áður en skjálfa tók af krafti við Reykjanestá, svo mjög að þess varð vart á Vestur- og Suðurlandi. | |
17:30 | Gæsun breyttist í martröð fyrir 27 ára tilvonandi brúði Karlmaður er í haldi lögreglunnar í Dallas eftir fyrirvaralausa og tilefnislausa árás á hina 27 ára gömlu Canada Rinaldi á dögunum. Rinaldi, sem er búsett í Oklahoma, var í Dallas með hópi vinkvenna þar sem markmiðið var að gæsa hana. Rinaldi var úti að skemmta sér að kvöldi laugardagsins 22. mars þegar ókunnugur karlmaður gekk Lesa meira | |
17:30 | Ný kylfa farin að breyta leiknum Ný hafnaboltakylfa er sögð vera ástæðan á bak við tvö ný met sem slegin voru af New York Yankees. | |
17:28 | Hooters sækir um gjaldþrotavernd Veitingakeðjan Hooters of America hefur sótt um gjaldþrotavernd í Texas. | |
17:27 | Annasamur sólarhringur hjá áhöfninni á Verði II Áhöfnin á Verði II, björgunarskipi Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Patreksfirði, hefur staðið í ströngu síðan í nótt. Klukkan tvö í nótt fór Vörður II með lóðs um borð til móts við flutningaskipið Grinna, en skipstjóri þess treysti sér ekki til að sigla skipinu inn án aðstoðar lóðs sökum veðurs. Verða lóðs um borð varð þó ekki Lesa meira | |
17:15 | „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Hermann Ólafsson hobbýbóndi, fyrrverandi sjávarútvegsmaður og Grindvíkingur er miður sín eftir að hafa fengið að kenna óþyrmilega á því: Handjárnaður, „blásaklaus“, settur í steininn og til að bíta hausinn af skömminni: Talinn hafa ógnað fólki með byssu. | |
17:12 | Sækja um virkjunarleyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Um er að ræða stærsta einstaka verkefni sem Orkubú Vestfjarða hefur ráðist í frá upphafi. | |
17:11 | Stærri skjálftinn yfir fimm að stærð Tveir stórir skjálftar mældust við Reykjanestá laust fyrir klukkan 17 í dag. | |
17:00 | Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins Greint var frá því í fréttum í gær að franskur dómstóll hefur bannað Marine Le Pen, leiðtoga róttæka hægriflokksins Þjóðfylkingarinnar, að bjóða sig fram til opinberra embætta í fimm ár. Bannið tók þegar í stað gildi. Le Pen hafði hug á því að bjóða sig fram til forseta árið 2027 og dómurinn setur þau áform Lesa meira | |
17:00 | Fordæmir atvikið í Grindavík Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir það hafa verið afar leitt að heyra af því að maður hefði otað byssu að björgunarsveitarmanni. | |
17:00 | Ari Rúnarsson ákærður fyrir frelsissviptingu og rán – Var áður eftirlýstur af Interpol Akureyringurinn Ari Rúnarsson, sem er fæddur árið 1990, hefur verið ákærður fyrir frelsissviptingu og rán, auk brots gegn valdstjórninni. Ákært er vegna atvika frá föstudeginum 3. mars árið 2023, á heimili Ara við Gránufélagsgötu á Akureyri. Er hann sakaður um að hafa svipt mann frelsi og beitt hann ofbeldi og hótunum í því skyni að Lesa meira | |
16:57 | Skjálftar á höfuðborgarsvæðinu Að minnsta kosti tveggja jarðskjálfta varð vart á höfuðborgarsvæðinu nú fyrir skemmstu. | |
16:57 | Skjálftar finnast víða Nokkurra skjálfta, að minnsta kosti tveggja, hefur orðið vart víða. | |
16:56 | Dana White gagnrýnir ESPN harðlega fyrir listann yfir 10 áhrifamestu bardagakonur sögunnar Dana White, forstjóri UFC, lét í sér heyra þegar ESPN birti lista yfir þær tíu konur sem hafa „rifið niður staðalímyndir og lyft kvenkyns MMA í nýjar hæðir.“ Ástæðan fyrir reiði White er sú að Gina Carano kemst ekki inn á listann. Carano sú sem kom konum í blönduðum bardagaíþróttum á kortið White kallaði útilokun […] Greinin Dana White gagnrýnir ESPN harðlega fyrir listann yfir 10 áhrifamestu bardagakonur sögunnar birtist fyrst á Nútíminn. | |
16:55 | Gætu myndað tveggja flokka stjórn Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn bæta við sig fylgi á milli mánaða samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup. Miðað við fylgistölurnar gætu flokkarnir myndað saman tveggja flokka ríkisstjórn. | |
16:48 | Fjórði hermaðurinn í Litáen fundinn Fjórði bandaríski hermaðurinn sem saknað var í Litáen fannst í dag. Fjórir bandarískir hermenn á æfingu með fleiri hersveitum hurfu sporlaust í síðustu viku, um tíu kílómetrum frá landamærunum að Belarús. Herjeppinn sem mennirnir voru í fannst á kafi í mýri. Björgunarstörf hófust um leið og var hafist handa við að tæma mýrina í fyrradag. Lík þriggja hermanna fundust í gær og það síðasta í dag. EPA-EFE / Valdemar Doveiko | |
16:47 | Mercedes-Benz lendir í tollum þrátt fyrir bandaríska framleiðslu Mercedes framleiðir vinsælu jeppana GLE og GLS í Tuscaloosa í Alabama en það mun ekki duga til. | |
16:43 | Fordæmir að björgunarsveitarfólki hafi verið ógnað með byssu Dómsmálaráðherra, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, fordæmir ógnandi tilburði í garð björgunarsveitarfólks í Grindavík í dag. Björgunarsveitarmönnum sem unnu að rýmingu Grindavíkurbæjar í morgun vegna yfirvofandi eldgoss var ógnað af fólki sem ekki vildi yfirgefa bæinn.Í samtali við fréttastofu segir Þorbjörg Sigríður algjörlega óþolandi að fólk viðhafi ógnandi tilburði í garð fólks sem sé að störfum við að tryggja öryggi íbúa.„Við erum stödd í miðjum náttúruhamförum. Hugur okkar er auðvitað allur hjá íbúum en hugur okkar allra er auðvitað líka hjá því fólki, lögreglumönnum og björgunarsveitarmönnum, sem er að vinna við mjög erfiðar aðstæður.“ EKKI ÓSKAÐ EFTIR RÝMINGU AF ÁSTÆÐULAUSU Átta einstaklingar neituðu að yfirgefa Grindavík í morgun og ákváðu að vera eftir. Úlfar Lúðvíksson, lög | |
16:38 | Rubio og Rasmussen funda í vikunni Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, mun hitta starfsbróðir sinn Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á fundi Atlantshafsbandalagsins í vikunni. | |
16:32 | JBT Marel leiddi hækkanir á aðalmarkaði Úrvalsvísitalan hækkaði örlíitið í viðskiptum dagsins en hún hefur lækkað um 8,8% á árinu. | |
16:32 | Yfirmaður bólusetninga í Bandaríkjunum hættir störfum Peter Marks, sem var yfirmaður bólusetninga í Bandaríkjunum frá því 2012, sagði starfi sínu lausu á föstudaginn. Í uppsagnarbréfinu segir hann að ástæðan fyrir uppsögninni séu „rangfærslur og lygar“ Robert Kennedy jr, heilbrigðisráðherra. Kennedy er þekktur andstæðingur bólusetninga og hefur kynt undir samsæriskenningum um skaðsemi bóluefna. Hann er nú að herða tök sín á heilbrigðisráðuneytinu og stofnunum þess. New York Time og Wall Street Journal segja Lesa meira | |
16:30 | „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Hún er nýr borgarstjóri og ætlar sér stóra hluti. Sindri Sindrason fór í morgunkaffi til Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, talaði um launin, störfin, framtíðarhorfur en kynntist líka persónulegu hliðinni á þessari kraftmiklu konu sem elskar hreyfingu, hollan mat og spilakvöld með fjölskyldunni. | |
16:28 | Mjög alvarlegt slys Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að slysið sem varð á Reykjanesbraut í Reykjavík skömmu fyrir klukkan þrjú í dag hafi verið mjög alvarlegt. | |
16:28 | Ekki sannfærður um túlkun Veðurstofunnar Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur er ekki sannfærður um að kvika sé komin mjög norðarlega eins og Veðurstofan túlkar það. Hann segir að elgosinu sé svo gott sem lokið. | |
16:26 | Mjög alvarlegt umferðarslys á Reykjanesbraut Mjög alvarlegt umferðarslys varð á Reykjanesbraut í Reykjavík skömmu fyrir klukkan þrjú í dag. Kemur þetta fram í tilkynningu frá lögreglu. Þar var bifreið á norðurleið ekið á gangandi vegfaranda norðan megin brúarinnar (Breiðholtsbraut að Nýbýlavegi). Vegfarandinn var fluttur á slysadeild. Ekki er unnt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu segir í tilkynningu lögreglunnar. | |
16:25 | Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Pam Bondi, ríkissaksóknari Bandaríkjanna, segir að dómsmálaráðuneytið vestanhafs muni fara fram á að Lugi Mangione, sem er grunaður um að verða forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna að bana, verði dæmdur til dauða verði hann sakfelldur fyrir manndrápið. | |
16:24 | Stjórnvöld skipa að nýju í Grindavíkurnefnd Stjórnvöld hafa skipað að nýju í framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkur. Árni Þór Sigurðsson sendiherra heldur formannssætinu. | |
16:23 | Óvenjuleg þróun: Fylgjast með og bæta við mælum „Þetta er búið að vera fjörugt í dag, skjálftavirknin er enn í gangi þrátt fyrir að virðist hafa dregið úr gosinu,“ segir Benedikt Halldórsson, fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is um áttunda gosið á Reykjanesskaga sem hófst í morgun. | |
16:13 | Samfylkingin langstærst í nýjum Þjóðarpúlsi Samfylkingin mælist með 27 prósenta stuðning í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Það myndi tryggja flokknum 19 þingsæti, væru þetta niðurstöður kosninga. RÚV greinir frá niðurstöðunum. Viðreisn mælist næst stærsti stjórnarflokkurinn með 14,6 prósenta fylgi í könnuninni og Flokkur fólksins mælist með 7,7 prósenta fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn er næsti stærsti flokkur landsins, miðað við könnunina, og mælist með 22,4 prósenta fylgi. Miðflokkurinn er... | |
16:12 | Samfylkingin bætir við sig og mælist stærst í öllum kjördæmum Samfylkingin bætir við sig fylgi milli mánaða og mælist með 27% í nýjum þjóðarpúlsi Gallups. Flokkurinn er með mest fylgi í öllum kjördæmum.Samfylkingin hefur mælst stærst í öllum könnunum Gallups frá því í ársbyrjun 2023. Í síðustu viku mældist Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar stærstur í könnun Maskínu, í fyrsta sinn í tvö ár.Fylgi Sjálfstæðisflokksins er 22,4% í könnun Gallups og eykst um tæpt prósentustig milli mánaða. Viðreisn er þriðji stærsti flokkurinn með 14,6% fylgi.Því næst kemur Miðflokkurinn með 9,3% en fylgi hans minnkar um tæpt prósentustig milli mánaða.Flokkur fólksins nýtur stuðnings 7,7% kjósenda. Hann fékk 13,8% í kosningunum í nóvember. Þá segjast 5,7% myndu kjósa Framsóknarflokkinn og 5,4% Sósíalistaflokkinn. GALLUP APRÍL 2025 Könnunin var gerð dagana 3.–31. mars 202 | |
16:11 | Auknar veiðiheimildir til strandveiða megi ekki skerða kvóta til annarra útgerða Eitt af kosningaloforðum núverandi stjórnarflokka var að tryggja útgerðum smábáta 48 daga til strandveiða - nokkuð sem lengi hefur verið kallað eftir svo tryggja megi þessar veiðar í þá fjóra mánuði ár hvert sem til þess eru ætlaðir.Nýverið birtust í samráðsgátt stjórnvalda drög atvinnuvegaráðherra að breytingum á gildandi reglugerð um strandveiðar og þar birtist markmið ríkisstjórnarinnar að tryggja 48 strandveiðidaga. Þetta eru þó aðeins drög að breytingum á reglugerð sem gildir til 31. ágúst. Ekki gefst tími fyrir vorið til að afgreiða frumvarp um breytingar á lögum sem myndu tryggja þessa 48 veiðidaga til frambúðar líkt og boðað er í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. MÖRG SVEITARFÉLÖG EFAST UM TILLÖGUR ATVINNUVEGARÁÐHERRA Alls bárust 96 umsagnir um drög ráðherra, þar á m | |
16:06 | Um 350 kör óunnin í salthúsi Vísis í Grindavík Vestamannaeyjatogararnir Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu í Grindavík á laugardag og Páll Jónsson GK í gær og er enn verið að vinna úr þeim afla að sögn verkstjórans í salthúsi Vísis. |