| 10:30 | Geirfinnsmálið: Sakar Valtý um að hafa haft afskipti af vitnum og málsaðilum í 50 ár Sigurður Björgvin, höfundur bókarinnar Leitin að Geirfinni, segir að Valtýr Sigurðsson, fyrrverandi fulltrúi Bæjarfógeta í Keflavík, hafi í hálfa öld haft ítrekað afskipti af vitnum og málsaðilum í Geirfinnsmálinu. Sigurður og aðrir aðstandendur bókarinnar hafa ítrekað haldið því fram að Valtýr hafi vísvitandi afvegaleitt rannsókn málsins á sínum tíma en þessir aðilar telja að Geirfinni hafi verið Lesa meira | |
| 10:30 | Myndband frá Íslandi vekur gríðarlega athygli Á Íslandi er allra veðra von og þó að vetur konungur hafi verið ljúfur við íbúa á suðvesturhorni landsins nú í janúar hefur hann látið meira að sér kveða í öðrum landshlutum. Myndband sem tekið var nýlega og sýnir bíl á bólakafi í snjóskafli hefur vakið athygli út fyrir landsteinana. Vitalijus Barauskas birti myndbandið á Lesa meira | |
| 10:30 | Kerfið brugðist bæði börnum og kennurum Inga Sæland mennta- og barnamálaráðherra segir ár læsis gengið í garð. Hún segir mikilvægt að börn og foreldrar þeirra geti treyst á að aðferðir við lestrarkennslu byggist á traustum vísindalegum grunni. Kerfið segir hún hafa brugðist hvort tveggja börnum og kennurum. | |
| 10:29 | Textar fundi í rauntíma á mörgum tungumálum HP Elitebook X G2 fartölvan hlaut Nýsköpunarverðlaun tæknimessunnar CES 2026 í Las Vegas. Um er að ræða fyrstu fyrirtækjavélina með örgjörva sem styður 85 TOPS, sem þýðir að hún er tilvalin fyrir verkefni sem krefjast mikilla útreikninga, eins og myndgreiningu, talgreiningu í rauntíma eða flóknar gagnagreiningar. Sem dæmi tekur það vélina einungis 3-6 sekúndur að Lesa meira | |
| 10:25 | Ánægja með Áramótaskaupið aldrei verið meiri Áramótaskaupið virðist hafa fallið landsmönnum vel í geð en ánægja með skaupið mældist hærra en nokkru sinni fyrr í könnum sem Maskína framkvæmdi. | |
| 10:23 | Ásgeir lýsir einnig yfir stuðningi við Powell Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur undirritað sameiginlega yfirlýsingu fjölda seðlabankastjóra sem lýsa yfir stuðningi við Jerome Powell, bankastjóra bandaríska seðlabankans. Powell er nú til rannsóknar hjá alríkissaksóknara en hann og Donald Trump Bandaríkjaforseti hafa átt í útistöðum í nokkurn tíma. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna stýrir rannsókninni.Greint var frá því í gær að ellefu seðlabankastjórar hefðu gefið út sameiginlega yfirlýsingu þar sem stuðningi við Powell var heitt. Ásgeir er meðal fjögurra seðlabankastjóra sem hafa bætt nafni sínu við yfirlýsinguna en einnig eru það seðlabankastjórar Noregs, Suður-Afríku og Nýja-Sjálands.Í yfirlýsingunni segir að Powell hafi starfað af heilindum, einblínt á hlutverk sitt og almannahag. Sjálfstæði seðlabanka sé nauðsynlegt til að trygg | |
| 10:22 | Segir Ingu Sæland skorta læsi á málefni ráðuneytisins Inga Sæland, mennta- og barnamálaráðherra, vill fara nýjar leiðir í lestrarkennslu barna.Hún segir að menntakerfið hafi brugðist börnum landsins og að byrjendalæsisstefna, sem tekin var upp á sínum tíma, sé orsök þess að fimmtíu prósent drengja útskrifist með lélegan lesskilning.Rannveig Oddsdóttir, dósent við kennaradeild Háskólans á Akureyri, hefur rannsakað þróun lestrarfærni barna í 1. og 2. bekk í byrjendalæsisskólum.Hún segir að umræðan snúist oft of mikið um niðurstöður PISA-kannana en samfélagið hafi breyst.Rannveig var gestur í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. HVAÐ ER BYRJENDALÆSI? Rannveig segir byrjendalæsi vera kennsluaðferð sem gangi út á að ná utan um alla þætti í lestrarkennslu. Til að verða vel læs þurfi að kenna fleiri þætti en stafi og hljóð, svo sem ritun og málskilnin | |
| 10:20 | Danir auka viðveru hersins á Grænlandi Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, og Troels Lund Poulsen varnarmálaráðherra ræða við blaðamenn að loknum fundi í utanríkismálanefnd danska þingsins í gær.EPA / Sebastian Elias UthDanir ætla að auka viðveru hers síns á Grænlandi. Þetta segir Troel Lund Poulsen varnarmálaráðherra Danmerkur í skriflegum samskiptum við AFP.Bandarísk stjórnvöld hafa lengi gagnrýnt þau dönsku fyrir að hafa vanrækt varnir Grænlands.Poulsen segir auk þess að áhersla verði lögð á aukna viðveru Atlantshafsbandalagsins á norðurslóðum. Danir eigi í samskiptum við bandamenn sína um aukin umsvif á þessu ári. | |
| 10:15 | „Ég ætla að láta til mín taka“ Ragnar Þór Ingólfsson, nýskipaður félags- og húsnæðismálaráðherra, er ekki banginn við verkefnin, sem hann segist þekkja vel til. Ekki sé verra að hann taki við góðu búi frá fyrirrennara sínum og flokksformanni, Ingu Sæland, sem hafi orðið vel úr verki á því rúma ári, sem hún gegndi embættinu. | |
| 10:10 | „Eftir vopnahléið eru þúsund manns enn í varðhaldi á grundvelli laganna“ „Vopnahléið er þegar allt kemur til alls bara fyrirsögn í dagblaði,“ segir Nadine Abu Arafeh mannréttindalögfræðingur frá Palestínu. Hún starfar í Jerúsalem sem lögfræðingur Palestínumanna í haldi í Ísrael. Heimildin ræddi við Nadine um stöðu fangaðra Palestínumanna í kjölfar vopnahlés en samningur Ísrael og Hamas kvað á um að sleppa ætti 1.700 Palestínumönnum úr haldi og öllum gíslum Hamas. „Vopnahlé... | |
| 10:09 | Hvað á ný farþegamiðstöð að heita? Faxaflóahafnir leita til almennings um nafn á nýja fjölnota farþegamiðstöð í Reykjavík | |
| 10:07 | Búin að finna 24 milljónir í bókhaldi keppenda „Við höfum fundið samtals 24 milljónir í fyrstu tveim seríunum,“ sagði Arnar Þór Ólafsson í Morgunútvarpinu á Rás 2.Arnar Þór og Hrefna Björk Sverrisdóttir stýra þættinum Viltu finna milljón? á Sýn en þriðja þáttaröð fer í loftið í næstu viku. Þau mættu með góðar sögur og nokkur vel valin sparnaðarráð í Morgunútvarpið á Rás 2.Hlustað á spjallið í spilaranum hér fyrir ofan.Bókstaflega öll fjármálin eru undir í þáttunum og keppendur opna bókhaldið upp á gátt. „Þau eru alla keppnina að taka öll fjármálin í gegn og reyna að standa sig eins vel og þau geta á öllum sviðum,“ sagði Hrefna.Morgunútvarpið er á Rás 2 alla virka morgna milli klikkan 7 og 9. | |
| 10:05 | Ein heitasta stjarna í heimi Dansarinn, tónlistarkonan, leikkonan, listakonan og ofurbomban Teyana Taylor er að sigra heiminn um þessar mundir. Ásamt því að slátra rauða dreglinum á hverjum einasta viðburði hlaut hún sín fyrstu Golden Globe verðlaun á sunnudag fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni One Battle After Another. | |
| 10:00 | Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Nýtt ár, ný tækifæri sagði skáldið og það á svo sannarlega við í ráðhúsinu því það styttist óðfluga í sveitastjórnarkosningar. Það má segja að kosningabaráttan sé í þann mund að fara á flug enda er pískrað um samgöngumál og prófkjör á öllum kaffistofum landsins. | |
| 10:00 | Alþingi fundar í dag að loknu jólahléi Alþingi Íslendinga kemur saman í dag, miðvikudag, að loknu tæplega mánaðarlöngu jólahléi. Fundum Alþingis var frestað 18. desember 2025. | |
| 09:53 | Spá 5% árstakti: „Verðbólguhrærigrautur í boði hins opinbera“ Greining Arion banka segir að ef spáin reynist rétt séu það „vægast sagt nöturlegar fréttir fyrir land, þjóð og peningastefnunefnd Seðlabankans“ | |
| 09:47 | „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Vefþættirnir Bítið í bílnum hafa vakið eftirtekt en í þáttunum syngur leynigestur karókí á rúntinum með Heimi, Lilju og Ómari, þáttarstjórnendum Bítisins á Bylgjunni.Leynigesturinn velur lagið sjálfur en þarf að syngja það með poka á hausnum. Að þessu sinni valdi gesturinn lagið Can’t Help Falling in Love sem Elvis Presley gerði frægt.<div class="embedd-media-player" id="emp-d9712ec2-172f-4fa6-bb59-ff29845e4244-1768302657530" data-mediaid="d9712ec2-172f-4fa6-bb59-ff29845e4244-1768302657530">Klippa: Fattaðir þú hver var undir pokanum?</div>Embed: dssdLeynigesturinn kann svo sannarlega að þenja raddböndin en ef þú vilt ekki vita hver er undir pokanum skaltu hætta að lesa hér.............Og leynigestur þessarar viku er enginn annar en Gulli Helga, fyrrverandi þáttarstjórnandi Bítisins og maðu | |
| 09:46 | Frakkar opna ræðismannsskrifstofu á Grænlandi Frakkar ætla að opna ræðismannsskrifstofu á Grænlandi í næsta mánuði. Jean-Noel Barrot, utanríkisráðherra Frakklands, segir í viðtali við RTL ákvörðunina hafa verið tekna síðasta sumar við heimsókn Emmanuels Macrons Frakklandsforseta til Grænlands. Barrot hafi síðan heimsótt landið í ágúst til að hefja undirbúning fyrir opnun sendiskrifstofunnar. Stefnt er að því að hún taki til starfa 6. febrúar.Hann segir þetta senda pólitísk skilaboð um vilja Frakka til að hafa meiri viðveru á Grænlandi, þar á meðal í vísindalegu samhengi. Hann bætir því við að Grænlendingar vilji ekki vera í eigu eða lúta yfirráðum Bandaríkjanna. Þeir hafi valið Danmörku, NATO og Evrópusambandið.Grænlenska landsstjórnin kom þeim sjónarmiðum síðast á framfæri í gær, á sameiginlegum blaðamannafundi Jens Frederik Nielsen, | |
| 09:44 | Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Yfirvöld í Kína opinberuðu í gær að viðskiptaafgangur ríkisins í fyrra var um 150 billjónir króna. Það er langmesti skráði viðskiptaafgangur sögunnar, jafnvel þó tillit sé tekið til verðbólgu, og um tuttugu prósenta aukning frá árinu 2020. | |
| 09:42 | Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Iðnaðarmenn segja eftirspurn eftir svartri vinnu að aukast hér á landi. Þeim fjölgi sem sæki í iðnaðarmenn með óljós réttindi á samfélagsmiðlum. Stjórnvöld þurfi að bregðast við með hækkun endurgreiðslu virðisaukaskatts á vinnu iðnaðarmanna. | |
| 09:37 | 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Grein eftir Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóra þar sem hún fjallar um mikilvægi millilandaflugs um Akureyrarflugvöll 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ímyndaðu þér að þú sért að koma frá útlöndum, farir í gegnum vegabréfaeftirlit og sért komin heim til þín eftir á að giska 20 mínútur. Óraunhæft? Alls ekki. Þannig er þetta hér á Akureyri eftir […] The post 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll appeared first on Fréttatíminn. | |
| 09:33 | Högnuðust um 32 milljarða með sölu IKEA í Eystrasaltsríkjum Sala félaga í eigu Jóns og Sigurðar Gísla Pálmasona á rekstri IKEA í Eystrasaltsríkjunum skilaði þeim 32 milljarða króna hagnaði 2024. Gengið var frá sölunni til Inter IKEA Group í lok desember það ár. Frá þessu er greint í Viðskiptablaðinu. Blaðið vísar í ársreikning Eignarhaldsfélagsins Hofs, sem bræðurnir eiga, fyrir árið 2024. Hagnaður félagsins nam 31,8 milljörðum. Handbært fé jókst um 57 milljarða króna frá 31. ágúst til 31. desember 2024 og var 60,6 milljarðar í lok ársins.Verslun IKEA í Kauptúni.RÚV / Arnór Fannar Rúnarsson | |
| 09:29 | 72,3% ÞJÓÐARINNAR VILL AUKNAR STRANDVEIÐAR – UMHVERFISVÆNAR VEIÐAR Vilji þjóðarinnar sem á fiskveiðiauðlinda og kýs þá sem vinnur fyrir hana á Alþingi hefur með ótvíræðum hætti og ítrekað, komið á framfæri vilja sínum um að útgerð strandveiðibáta verði efld. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar var lofað 48 dögum fyrir strandveiðibáta og með því mun myndast varanlegur stöðugleiki og fyrirsjáanleiki í greininni. Yfirgnæfandi stuðningur við auknar […] The post 72,3% ÞJÓÐARINNAR VILL AUKNAR STRANDVEIÐAR – UMHVERFISVÆNAR VEIÐAR appeared first on Fréttatíminn. | |
| 09:27 | Besta Skaupið í rúman áratug – 90 prósent landsmanna ánægðir Skaupið í ár var það besta í að minnsta kosti 14 ár samkvæmt skoðanakönnum Maskínu, en 90 prósent svarenda fannst Skaupið gott, þar af sögðu 62,8 prósent að Skaupið hefði verið mjög gott og 27,7 prósent sögðu það frekar gott. Aðeins 10 svarendum, eða 1,1 prósent, fannst Skaupið mjög slakt og 2,2 prósent fannst það Lesa meira | |
| 09:25 | Hagar gefa út vildarkerfið Takk Meðlimir í Takk appinu fá aðgengi að sérstökum kjörum og fríðindum hjá Bónus, Hagkaup og Eldum rétt. | |
| 09:25 | Albert og Lóa opna Newbie og Kappahl Þekkir þú merkin? | |
| 09:24 | Ljósvist í fyrsta sinn skilgreind í reglugerð Ljósvist hefur nú í fyrsta sinn verið skilgreind í byggingarreglugerð, auk þess sem fjallað er ítarlega um kröfur sem henni tengjast og sett fram skýr markmið. Í færslu Félags- og húsnæðismálaráðuneytisins segir að ljósvist sé samansafn ýmissa þátta sem snúa að lýsingu, svo sem dagsljósi og raflýsingu, sem saman lýsi sjónskilyrðum og þeirri upplifun sem rýmið veitir. „Þetta er í fyrsta sinn sem heildstæð umfjöllun um ljósvist er The post Ljósvist í fyrsta sinn skilgreind í reglugerð appeared first on 24 stundir. | |
| 09:21 | Danir ætla að efla varnir á Grænlandi Danir ætla að efla varnir sínar á Grænlandi, að sögn varnarmálaráðherra landsins. | |
| 09:20 | Framboð Péturs ber vott um virkni Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, hefur síður en svo áhyggjur af því að hart sé tekist á um forystu flokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Hún telur að það sé þvert á móti góðs viti fyrir bæði flokksmenn og almenna kjósendur að líf sé í flokknum og að fólk vilji gefa sig fram til starfa fyrir samborgarana. | |
| 09:16 | Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta ætlar að hætta að taka tillit til dauðsfalla og áhrifa á heilsu fólks þegar hún semur reglur um loftmengun. Aðeins verður litið til þess hvað það kostar fyrirtæki að fylgja reglunum. | |
| 09:15 | Saks Global óskar eftir gjaldþrotaskiptum Félagið Saks Global, sem rekur samnefnda keðju lúxusverslana auk verslanakeðjanna Bergdorf Goodman og Neiman Marcus, hefur óskað eftir gjaldþrotaskiptum. | |
| 09:06 | Opna níu Kappahl og Newbie verslanir „Að vera valin fyrsti sérleyfishafi Kappahl Group á heimsvísu er mikill heiður.“ | |
| 09:04 | Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Samfylkingin hefur samkvæmt síðustu alþingiskosningum og skoðanakönnunum verið stærsti flokkur Íslands á landsvísu. Eftir að Kristrún Frostadóttir formaður flokksins tók við stjórnartaumum virðist ekkert lát á vinsældunum hans. En hvað má ráða í komandi prófkjöri Samfylkingarinnar í borginni? Þar virðist ýmislegt rekast á annars horn. | |
| 09:03 | Þingfundir hefjast á ný Alþingi kemur í dag saman til síns fyrsta þingfundar frá því fyrir jól. Á dagskrá er óundirbúinn fyrirspurnatími og fyrsta umræða um þrjú stjórnarfrumvörp auk þess sem Sturlu Böðvarssonar, fyrrverandi þingmanns, verður minnst. Hann lést á laugardag.Tveir varaþingmenn taka sæti. Það eru þau Grétar Mar Jónsson og Þóra Gunnlaug Briem sem koma inn á þing fyrir Guðmund Inga Kristinsson og Jónínu Björk Óskarsdóttur.Þingfundur hefst klukkan þrjú.Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði í gær að það yrði forgangsmál að koma samgönguáætlun í gegn á vorþingi. Viðbúið er að mikið verði rætt um bókun 35 sem var ekki afgreidd á haustþingi og þingsályktunartillögu um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið | |
| 09:01 | 90% landsmanna ánægð með Áramótaskaupið 2025 90% voru ánægð með Áramótaskaupið 2025 samkvæmt nýrri könnun Maskíku og hefur ánægjan ekki mælst meiri síðan Maskína hóf að kanna viðhorf landsmanna til Skaupsins árið 2011. Könnunin fór fram frá 9. til 13. janúar 2026 og voru svarendur 971 talsins.62,8% fannst Skaupið hafa verið mjög gott og 27,7% frekar gott. Aðeins 3,2% sögðu það hafa verið frekar slakt og er það lægsta hlutfall óánægju með það hingað til.1,1% fannst það mjög slakt og 3,1% sögðust ekki hafa horft á Áramótaskaupið 2025.Undanfarin tvö ár var rúmlega helmingur landsmanna ánægður með Skaupið og um 20% óánægð.Nokkuð samræmi var milli mismunandi aldurshópa, ánægja var minnst rúmlega 85% meðal 60 ára og eldri. Fólk á Austurlandi var minna hrifið af skaupinu en íbúar annarra landshluta. Þar voru rúmlega 70% ánægð með skaupið.Dr | |
| 09:00 | Allt á suðupunkti í Íran og Trump hótar mjög hörðum aðgerðum Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur heitið „mjög hörðum aðgerðum“ ef yfirvöld í Íran hefja aftökur á mótmælendum sem handteknir hafa verið undanfarna daga. „Ef þeir byrja að hengja fólk þá munið þið sjá ýmislegt gerast,“ sagði Trump í gærkvöldi. Ummælin féllu í kjölfar frétta af yfirvofandi aftöku á hinum 26 ára Erfan Soltani sem handtekinn var Lesa meira | |
| 08:57 | 85% ökutækja þegar komin með skráningu á kílómetrastöðu Skráning kílómetrastöðu ökutækja vegna kílómetragjalds hefur gengið mjög vel. Aðeins á eftir að skrá 15% af þeim rúmlega 300 þúsund ökutækjum sem ný lög um kílómetragjald ná yfir. Kílómetragjaldið, sem varð að lögum um áramót, tekur mið af notkun vega . Þannig verður gjaldtakan sanngjarnari og endurspeglar betur notkun ökutækja á vegakerfinu, um leið og […] The post 85% ökutækja þegar komin með skráningu á kílómetrastöðu appeared first on Fréttatíminn. | |
| 08:55 | 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Níutíu prósentum landsmanna þótti áramótaskaupið gott og aðeins 3,3 prósentum þótti það slakt. Alls völdu 6,3 prósent valmöguleikann „bæði og“. | |
| 08:55 | Fjórir látist í haldi ICE á árinu Aðferðir Útlendinga- og tollaeftirlits Bandaríkjanna, ICE, hafa verið í brennidepli eftir að kona var skotin til bana í Minneapolis þann 7. janúar. Ný gögn sýna þó að hætta steðjar ekki aðeins að fólki í samskiptum við stofnunina á vettvangi heldur einnig þeim sem vistaðir eru í varðhaldi hennar. | |
| 08:50 | Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Inga Tinna Sigurðardóttir forstjóri og eigandi Dineout hefur sett þakíbúð sína í Borgartúni í Reykjavík, sem meðal annars hefur verið umfjöllunarefni í sjónvarpi, á sölu. Uppsett verð er 385 milljónir króna. | |
| 08:48 | Frakkar opna sendiráðsskrifstofu í Nuuk Frakkar munu opna sendiráðsskrifstofu í Nuuk í Grænlandi í næsta mánuði og segir Jean-Noël Barrot, utanríkisráðherra Frakklands, að sú ákvörðun sé pólitískt tákn en Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað heitið því að Bandaríkin þurfi að eignast Grænland með einum eða öðrum hætti. | |
| 08:21 | Opna Kappahl og Newbie-verslanir í stað Lindex Lóa D. Kristjánsdóttir og Albert Þór Magnússon sem hafa rekið verslanir undir nafni Lindex, Gina Tricot og Mango hafa samið um að reka verslanir undir nafni og með vörum frá Kappahl og Newbie.Stefnt er að því að átta Kappahl-verslanir og ein Newbie-verslun verði opnaðar hér á næstu misserum. Þær verða í helstu verslunarmiðstöðvum á höfuðborgarsvæðinu og víða á landsbyggðinni.Lóa og Albert Þór hafa rekið tíu Lindex-verslanir frá 2011. Í síðustu viku var greint frá því að svo yrði ekki lengur. Albert sagði þá að ekki hefði tekist að framlengja sérleyfissamning um rekstur þeirra. Sama dag var tilkynnt að annað fyrirtæki, S4S, tæki við rekstrinum. Lindex-verslanir þeirra starf út janúar og í framhaldinu opnar S4S verslanir undir sama heiti.S4S rekur meðal annars Ellingsen, Steinar Waage, Ecco | |
| 08:13 | Kappahl og Newbie opna á Íslandi Átta Kappahl-verslanir og ein Newbie-verslun munu opna á Íslandi í vor. Þetta verður gert í gegnum sérleyfissamning við hjónin Lóu D. Kristjánsdóttur og Albert Þór Magnússon sem rekið hafa verslanir Lindex hér á landi síðustu ár. | |
| 08:12 | Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið boðið sæti í svokallaðri „friðarstjórn“ sem á að hafa umsjón með Gasa næstu misserin og skipuleggja enduruppbyggingu svæðisins. | |
| 08:07 | Á þriðja tug látnir eftir að krani féll ofan á lest Í það minnsta 22 eru látnir og tugir eru slasaðir eftir að byggingarkrani féll ofan á farþegalest sem var á leið frá Bankok til héraðs í norðausturhluta Taílands í dag. | |
| 08:04 | Búa til afsökun fyrir hernaðaríhlutun Stjórnvöld í Íran saka Bandaríkin um að reyna að búa til afsökun fyrir hernaðaríhlutun í landinu. | |
| 08:01 | Hagnast um 32 milljarða í kjölfar sölu Félag sem hélt utan um rekstur Ikea á Íslandi og í Eystrasaltsríkjunum hagnaðist um 32 milljarða króna á seinni hluta síðasta árs, eftir að gengið var frá sölu á rekstrinum. | |
| 08:00 | Bandaríkjastjórn afnemur tímabundna vernd fyrir Sómali í Bandaríkjunum Stjórn Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur ákveðið að fella niður tímabundna vernd (TPS) fyrir ríkisborgara Sómalíu. Ákvörðunin hefur áhrif á þúsundir Sómala sem nú dvelja í Bandaríkjunum og munu þeir þurfa að yfirgefa landið eigi síðar en 17. mars næstkomandi. Samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneyti Bandaríkjanna byggir ákvörðunin á því mati að aðstæður í Sómalíu hafi batnað […] Greinin Bandaríkjastjórn afnemur tímabundna vernd fyrir Sómali í Bandaríkjunum birtist fyrst á Nútíminn. | |
| 08:00 | Gerður spurði fólk hvað það hatar og ekki stóð á svörum – „Dónalegasta fólk sem til er“ Gerður Huld Arinbjarnardóttir, eigandi Blush, er stödd erlendis í sólarfríi. Gerður er virk á samfélagsmiðlum og í gær deildi hún því að þrátt fyrir að sundlaugarsvæðið á hótelinu eigi að vera reyklaust þá hafi tvær konur sest við hlið Gerðar og báðar keðjureykt. „Fólk sem reykir í almenningsrýmum er dónalegasta fólk sem til er. Maður Lesa meira | |
| 08:00 | Kríta læknar vottorð liðugt? Fyrirsögnin er kannski ekki í samræmi við málvenju, en tilefnið gefur tilefni til að víkja frá henni. Endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar sem ég sit í beindi sjónum sínum að háu veikindahlutfalli borgarstarfsmanna. Það virðist loks hafa orðið til að beina kastljósi að þessu gamla vandamáli. | |
| 07:59 | Trump um afstöðu Grænlendinga: „Það er þeirra vandamál“ Málefni Grænlands verða rædd á fundi utanríkisráðherra Danmerkur, Grænlands og Bandaríkjanna í Hvíta húsinu í dag. Varaforseti Bandaríkjanna verður einnig á fundinum.Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað lýst yfir að hann vilji ná yfirráðum á Grænlandi. Atlantshafsbandalagsþjóðir hafa brugðist við þessu með viðræðum um mögulegar aðgerðir til að auka viðveru bandalagsins á norðurslóðum.Grænlendingar hafa komið því skýrt á framfæri að þeir vilji áfram vera hluti af Danmörku, nú síðast á sameiginlegum blaðamannafundi Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, og Jens Frederik Nielsen, formanns landsstjórnar Grænlands, í gær. Þar sögðu þau að Grænland og Danmörk standi sterk saman gegn ásælni Bandaríkjaforseta í Grænland.Nielsen sagði valið á milli Danmerkur og Bandaríkjanna einfalt | |
| 07:54 | Heillandi ferðalag um heimskautasvæðið Spennandi sýning á myndum ljósmyndarans David Lerch hefur verið opnuð á Borgarbókasafninu Spönginni. Sýningin, sem nefnist Augliti til auglitis við heimskautarefi, fer með gesti og gangandi í heillandi ferðalag um heimskautasvæðið þar sem fylgst er með heimskautarefnum í heilt ár á túndrunni, frá fyrstu til síðustu sólargeisla. Sjálfur segir David að það geti verið ansi Lesa meira | |
| 07:49 | 2025 þriðja heitasta árið Árið 2025 var þriðja heitasta ár sem mælst hefur á jörðinni og framlengdi þar með fordæmalausa hitabylgju að sögn bandarískra vísindamanna og loftslagseftirlits Evrópusambandsins. | |
| 07:47 | Á þriðja tug fórst þegar krani féll á lest Á þriðja tug lést og tugir slösuðust þegar krani féll á járnbrautarlest í Nakhon Ratchasima-héraði í Taílandi í morgun. Slysið varð þar sem unnið er að því að byggja upp háhraðalestarkerfi með stuðningi Kínverja.„Um klukkan níu heyrði ég mikinn hávaða, líkt og eitthvað væri að falla til jarðar, og síðan tvær sprengingar,“ sagði Mitr Intrpanya, sem býr nálægt slysstaðnum.„Þegar ég fór að athuga hvað hafði gerst sá ég krana liggjandi ofan á járnbrautarlest með þrjá farþegavagna.“Lögreglustjórinn í héraðinu staðfesti að búið væri að finna 22 látna og að 80 hefðu slasast. Hann sagði óljóst hversu margir væru í lífshættu.195 voru um borð í lestinni þegar slysið varð. | |
| 07:43 | Guðmundur Felix á tímamótum: „Það væri ekkert að gerast nema fyrir þetta“ Fimm ár eru nú liðin síðan Guðmundur Felix Grétarsson fékk grædda á sig nýja handleggi. Á þeim tíma sem liðinn er hefur hann mætt ýmsum áskorunum en hann segir að baráttan hafi svo sannarlega verið þess virði. Hann ræddi þetta við RÚV í gær. Aðgerðin markaði tímamót í læknavísindunum og hefur bataferlið, ef svo má Lesa meira | |
| 07:42 | Trump segir Nielsen í vondum málum Utanríkisráðherrar Danmerkur, Grænlands og Bandaríkjanna hittast síðdegis í dag ásamt varaforseta Bandaríkjanna til þess að ræða framtíð Grænlands sem Bandaríkjamenn ásælast nú mjög. | |
| 07:38 | Kæru HR vegna borgarlínu hafnað Forsvarsmenn Háskólans í Reykjavík leituðu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna fyrirhugaðrar legu borgarlínu meðfram skólanum. Þeir voru ósáttir við að 250 til 300 bílastæði myndu tapast við upphaf framkvæmdatímans, að taka ætti upp gjaldskyldu og að gerð væri krafa um mikla fjölgun stæða fyrir reiðhjól, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.Forsvarsmenn HR kröfðust þess að breyting borgarinnar á deiliskipulagi yrði felld úr gildi og sögðu að ekki hefði verið staðið við fyrirheit um samráð í samkomulagi við borgina um byggingu skólans á sínum tíma.Kærunefnd hafnaði kröfu skólans og sagði hann geta kært á seinni stigum.Háskólinn í Reykjavík.RÚV / Ragnar Visage | |
| 07:30 | 10 hlutir sem best er að henda strax í janúar samkvæmt sérfræðingum Það er kominn 14. janúar og mögulega eru öll áramótaheit sem sett voru þegar fokin út í buskann og komust jafnvel aldrei til framkvæmda. Ef áramótaheitið þitt var og er enn að skipuleggja heimilið (betur) og losna við allt óþarfa dót þá er janúar kannski svolítið yfirþyrmandi. Sérstaklega ef það kom fullt af nýjum hlutum Lesa meira | |
| 07:26 | Zoe Saldaña tekin fram úr Scarlett Johansson Eftir velgengni kvikmyndarinnar Avatar: Fire and Ash sem kom út í fyrra er hin 47 ára Zoe Saldaña orðin sá leikari sem leikið hefur í tekjuhæstu kvikmyndunum samanlagt frá upphafi. Kvikmyndir sem Saldaña hefur leikið í hafa þénað um 15 milljarða bandaríkjadala. Þar með toppar hún leikkonuna Scarlett Johansson sem var áður sá leikari eða leikkona hverra myndir höfðu skilað mestum tekjum.Saldaña hefur leikið í þremur tekjuhæstu kvikmyndum allra tíma. Myndin „Avatar“ frá árinu 2009 og framhaldsmyndin „The Way of Water“ eru báðar í hópi þeirra kvikmynda sem eru tekjuhæstar ásamt myndinni „Avengers: Endgame“ frá árinu 2019 þar sem Saldaña fer með hlutverk Gamoru.Árið 2025 hlaut Saldaña Óskarsverðlaun fyrir bestu leikkonu í aukahlutverki fyrir myndina Emilia Péres. | |
| 07:26 | Zoe Saldaña tekjuhæsti leikari allra tíma Hin 47 ára Zoe Saldaña varð tekjuhæsti leikari allra tíma eftir mikla velgengni kvikmyndarinnar Avatar: Fire and Ash þar sem hún fer með hlutverk Neytiri.Kvikmyndir sem Saldaña hefur leikið í hafa þénað um 15 milljarða bandaríkjadala. Þar með toppar hún leikkonuna Scarlet Johanson sem var áður sá leikari eða leikkona hverra myndir höfðu skilað mestum tekjum.Saldaña hefur leikið í þremur tekjuhæstu kvikmyndum allra tíma. Myndin „Avatar“ frá árinu 2009 og framhaldsmyndin „The Way of Water“ eru báðar í hópi þeirra kvikmynda sem eru tekjuhæstar ásamt myndinni „Avengers: Endgame“ frá árinu 2019 þar sem Saldaña fer með hlutverk Gamoru.Árið 2025 hlaut Saldaña Óskarsverðlaun fyrir bestu leikkonu í aukahlutverki fyrir myndina Emilia Péres. | |
| 07:25 | Framboð eykst en verðið lækkar ekki Hringadróttinssaga í íslenskri þýðingu Þorsteins Thorarensens virðist hafa haldið himinháu verðgildi sínu á endursölumarkaði þrátt fyrir stóraukið framboð síðustu daga. | |
| 07:16 | Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Leikarinn Kiefer Sutherland, sem er einna þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttaröðunum 24 og Designated Survivor, var handtekinn í Los Angeles á mánudag grunaður um líkamsárás á bílstjóra. | |
| 07:15 | Slydda eða snjókoma syðst og smáél fyrir norðan Í dag má búast við austan og norðaustan 5-13 metrum á sekúndu en hægviðri norðan- og austantil. Gert er ráð fyrir dálítilli slyddu eða snjókomu syðst og smáéljum fyrir norðan. | |
| 07:07 | Líkur á smá slyddu og snjókomu syðst Útlit er fyrir austan og norðaustan fimm til þrettán metrar á sekúndu í dag, en hægviðri á Norður- og Austurlandi. Líkur á smá slyddu eða snjókomu syðst á landinu og smáél fyrir norðan, annars víða þurrt. | |
| 07:02 | Treble á miklu skriði Lausnir Treble eru nú nýttar af mörgum af stærstu tæknifyrirtækjum heims. Félagið hefur sótt samtals um 2,8 milljarða króna og gerir ráð fyrir að sækja aðra eins upphæð á þessu ári. | |
| 07:01 | Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Það er mat forsvarsmanna Isavia á Keflavíkurflugvelli að þjónusta leigubíla gangi nú mun betur fyrir sig en á fyrri hluta síðasta árs. Síðasta hálfa árið hafi þurft að meina sex leigubílstjórum um aðgang að flugstöðinni en árið á undan voru þeir um þrettán á mánuði að meðaltali. | |
| 07:00 | Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Þær eru margvíslegar og síbreytilegar tískubylgjurnar sem koma í kjölfar nýrra árstíða og tímabila og sumir fussa hreinlega og sveia yfir einhverju sem gæti talist trend. Þó endurspegla trendin gjarnan tíðarandann og í sumum tilfellum því að tilheyra eða upplifa sameiningarkraft. | |
| 07:00 | Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Vá hvað það væri nú mikill draumur í dós ef við fengjum alltaf óskipta athygli læknisins þegar við hittum hann, sem væri einbeittur í samtalinu við okkur; að hlusta, nema, greina, útskýra, fræða. | |
| 07:00 | „Ég er alltaf að bíða eftir að það komist upp um mig“ „Góðir hlutir gerast ef maður er opinn,“ segir fiðluleikarinn Sigrún Harðardóttir sem hefur verið öflug í að setja upp leiksýningar og tónleika fyrir börn. Hún hélt hún þyrfti annaðhvort að einbeita sér að fiðlunni eða leiklistinni en hefur nú komist að því að hún getur blandað þessu öllu saman. Hún er fiðluleikari hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands og sér einnig um barnadagskrá í Hörpu.Sigurlaug Margrét Jónasdóttir ræddi við Sigrúnu í Segðu mér á Rás 1. FRAMHEILINN VAR SVO ÓÞROSKAÐUR AÐ ÞÆR LÉTU ALLT FLAKKA Álfarnir Þorri og Þura eru hugarfóstur Sigrúnar og leikstjórans Agnesar Wild og hafa notið mikilla vinsælda á undanförnum árum. „Þau hefðu aldrei orðið til nema bara af því að við Agnes, sem leikur Þorra, vorum bara 16 ára krakkar, leiklistarnördar í Mosó, þegar við vorum fengnar til að | |
| 07:00 | Illa farið með þekktan tónlistarmann – Gervigreindin sagði að hann væri kynferðisbrotamaður Þekktur kanadískur tónlistarmaður íhugar nú að fara í mál eftir að hann var að ósekju sakaður um að vera kynferðisbrotamaður af gervigreindartóli tæknirisans Google. Hinn fimmtugi Ashley MacIsaac segist hafa orðið fyrir verulegum óþægindum vegna þessa og misst verkefni vegna málsins. Tónleikum hans í Nova Scotia sem áttu að fara fram þann 19. desember síðastliðinn Lesa meira | |
| 07:00 | Nóg af þorski í hafinu | |
| 07:00 | Félagið hefur vaxið mikið sl. 3-4 ár Upplýsingatæknifyrirtækið OK, eða Opin kerfi, hefur vaxið mikið á síðustu 3-4 árum. | |
| 07:00 | Með augastað á Íslandi Í samantekt sem unnin var fyrir bandaríska utanríkisráðuneytið kemur fram að ráðlegt gæti verið fyrir Bandaríkin að kaupa bæði Ísland og Grænland, einkum þó hið síðarnefnda. Samantektin „Skýrsla um auðlindir Íslands og Grænlands“ ber þess vott að almennur áhugi Bandaríkjanna á norðurslóðum eigi sér langan aðdraganda. | |
| 06:57 | Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Alþingi kemur saman í dag í fyrsta sinn eftir jólafrí. Þingfundur hefst klukkan 15 en á dagskrá er meðal annars minningarstund vegna Sturlu Böðvarssonar, fyrrverandi þingmanns og forseta Alþingis. | |
| 06:55 | Snjóar smá nyrst og syðst Íbúar á norðan- og austanverðu landinu fá rólegri tíð í dag eftir norðanhríðina í gærmorgun og fyrradag. Þar er spáð hægviðri. Annars staðar á landinu er útlit fyrir austan- og norðaustankalda.Víða er hálka, hálkublettir eða snjóþekja á vegum. Ófært er um Öxi og Breiðdalsheiði. Þungatakmarkanir eru fyrir vörubifreiðar og stærri hópferðabíla á brúnni yfir Skjálfandafljót á Norðausturvegi.Veðurspáin er svohljóðandi:Austan og norðaustan fimm til þrettán metrar á sekúndu í dag, en hægviðri norðan- og austantil. Dálítil slydda eða snjókoma syðst og smáél fyrir norðan, annars víða þurrt. Frost 2 til 10 stig, en hiti um frostmark við suðurströndina.Norðlægari á morgun, snjókoma austantil og slydda við austurströndina, annars svipað veður.Næstu daga verður norðlæg eða breytileg átt og él, en lengs | |
| 06:50 | Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur heitið því að grípa til afdráttarlausra aðgerða ef stjórnvöld í Íran hefja aftökur á handteknum mótmælendum. Trump hafði áður hótað ráðamönnum í Íran vegna ofbeldis gegn mótmælendum en áætlað er að yfir 2.500 manns hafi látist fram að þessu. | |
| 06:45 | „Erum við að fá Bandaríkjamenn hingað?“ „Þetta er í fyrsta skipti sem ég hugsa með mér: Erum við að fá Bandaríkjamenn hingað?“ segir Rikke Østergaard, doktorsnemi við Ilisimatusarfik – Háskólann á Grænlandi – og meðlimur Fulbright Arctic Initiative IV, í viðtali við Heimildina. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur enn á ný lýst því yfir að Bandaríkin þurfi að komast yfir Grænland en hann gerði slíkt hið sama... | |
| 06:40 | Tveir grunaðir um vörslu fíkniefna Lögregla sinnti tveimur málum þar sem menn eru grunaðir um vörslu fíkniefna. | |
| 06:30 | Apple tekur fram úr Samsung Bandaríski tæknirisinn Apple hefur tekið fram úr Samsung og er nú stærsti snjallsímaframleiðandi heims miðað við fjölda sendra tækja. Þetta kemur fram í frétt Mashable sem unnin er úr tölum greiningarfyrirtækisins Counterpoint. Tölurnar ná til heildarfjölda snjallsíma, bæði nýrra og eldri gerða, sem framleiðendurnir sendu frá sér árið 2025. Tölur Counterpoint leiða í ljós að Lesa meira | |
| 06:22 | Sinntu tveimur málum vegna gruns um vörslu fíkniefna Lögreglan handtók einn vegna annarlegs ástands.RÚV / Ragnar VisageLögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti tveimur málum í nótt þar sem aðilar voru grunaðir um vörslu eða meðferð ávana- og fíkniefna en bæði málin voru leyst með skýrslu á vettvangi.Einn maður var handtekinn miðsvæðis í Reykjavík þar sem hann var í annarlegu ástandi og fylgdi ekki fyrirmælum lögreglu. Hann var vistaður í fangageymslu vegna ástands síns. | |
| 06:20 | Kærðu breytingu vegna borgarlínu Forsvarsmenn Háskólans í Reykjavík eru ósáttir við útfærslu fyrirhugaðrar legu borgarlínu og stöðvar við skólann. Skólayfirvöld segja að ekkert samráð hafi verið haft við þau þrátt fyrir að samkomulag við borgina gerði ráð fyrir því | |
| 06:00 | Lendir á heimilunum Verðtryggðar skuldir íslenskra heimila gætu hækkað um allt að 32 milljarða króna á aðeins tveimur mánuðum ef spár um þróun verðbólgu ganga eftir. Þetta segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Starfsgreinasambands Íslands,… | |
| 05:48 | Takaichi stefnir á kosningar í febrúar Sanae Takaichi forsætisráðherra Japans ætlar að rjúfa þing og boða til snemmbúinna þingkosninga í febrúar. Japanska viðskiptablaðið Nikkei Shimbun hefur eftir nafnlausum heimildarmönnum innan ríkisstjórnarinnar og Frjálslynda lýðræðisflokksins, flokks Takaichi, að hún hyggist greina stjórn flokksins frá ákvörðun sinni í dag.Eins og stendur er ríkisstjórnin aðeins með nauman meirihluta á neðri deild japanska þingsins. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn tapaði sætum á báðum deildum þingsins í kosningum árin 2024 og 2025, sem leiddi til þess að Shigeru Ishiba sagði af sér sem flokksleiðtogi og Takaichi tók við. Ríkisstjórn Takaichi mælist með um 70 prósenta stuðning í skoðanakönnunum og líklegt er að forsætisráðherrann vonist til að nýta sér fylgið til að styrkja þingmerihlutann.Ef Takaichi rýfur | |
| 04:32 | Fleiri en 2.500 drepin í mótmælunum í Íran Að minnsta kosti 2.571 manns hafa farist í fjöldamótmælunum sem standa nú yfir í Íran. Þetta kom fram í frétt írönsku mannréttindasamtakanna Human Rights Activists News Agency (HRANA), sem eru staðsett í Bandaríkjunum. Samkvæmt þeirra mati hafa andlát 2.403 mótmælenda verið staðfest, þar á meðal tólf barna. Á hinn bóginn hafa að minnsta kosti 147 meðlimir í öryggissveitum og almennir stuðningsmenn stjórnarinnar verið drepnir og níu almennir borgarar sem ekki voru þátttakendur í mótmælunum.Þá telur HRANA að minnst 18.434 manns hafi verið handteknir í mótmælunum og 1.134 hafi særst alvarlega.Þetta eru mun fleiri en hafa farist í mótmælum í Íran í marga áratugi. Til samanburðar má nefna að eitthvað um 551 mótmælandi var drepinn í Mahsa Amini-mótmælunum árið 2022. Fjöldi hinna látnu nú kann að | |
| 03:22 | Clinton-hjónin neita að bera vitni um Epstein Bill og Hillary Clinton, fyrrum forseti og utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segjast ekki ætla að verða við stefnu þingnefndar Bandaríkjaþings til að fá þau til að bera vitni í rannsókn á máli barnaníðingsins Jeffrey Epstein.James Comer, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar þingsins, segist ætla að hefja ferli til að ákæra hjónin fyrir vanvirðingu við þingið í næstu viku nema þau hlýði stefnunni. „Enginn er að saka Clinton-hjónin um neitt glæpsamlegt,“ sagði Comer við fjölmiðla á þriðjudag. „Við erum bara með nokkrar spurningar.“Bill Clinton birti opið bréf frá þeim Hillary til Comers í færslu á samfélagsmiðlinum X (áður Twitter) á þriðjudaginn. „Lögfræðileg greining sem unnin var af tveimur lögmannsstofum og afhent þér í gær tekur skýrt fram að stefnur þínar eru lag | |
| 01:31 | Sækjast eftir dauðarefsingu yfir fyrrverandi forseta Saksóknarar í Suður-Kóreu hafa farið fram á dauðadóm yfir Yoon Suk-yeol, fyrrverandi forseta landsins, vegna misheppnaðrar tilraunar hans til að koma á herlögum í landinu árið 2024.„Helstu þolendur uppreisnarinnar í þessu tilfelli eru almenningur í þessu landi,“ sögðu saksóknararnir. „Ekki er unnt að taka tillit til neinna aðstæðna sem kynnu að milda dóminn. Þess í stað verður að dæma þunga refsingu.“Stjórnlagadómstóll Suður-Kóreu leysti Yoon úr embætti í fyrra eftir að þingið kærði hann til embættismissis fyrir tilraun hans til að setja herlög í landinu. Yoon var einnig ákærður fyrir uppreisn, valdaránstilraun og valdníðslu vegna uppátækisins. Réttarhöldum hans lauk á þriðjudaginn og búist er við því að dómur verði felldur 19. febrúar.Yoon neitar sök í málinu. Hann segist hafa lýst yfir h | |
| 23:57 | Keyptu þrotabú N4 og hófu framleiðslu á Húsavík Eftir að norðlenska fjölmiðlafyrirtækið N4 á Akureyri fór í þrot tóku nokkrir vaskir Húsvíkingar sig til og keyptu allan búnað úr þrotabúinu og hófu framleiðslu í bænum. Örlygur Hnefill Örlygsson, frumkvöðull og einn eiganda Castor miðlunar, segir ekki erfitt að finna áhugaverða og skemmtilega hluti til þess að fjalla um. Eftir að fyrirtækið hafi verið að efla staðbundna fjölmiðlun sé framboð á svæðinu ekki til vandræða.„Við höfum bara gaman af því að segja sögu, við höfum gaman af því að hitta áhugavert fólk, nóg er af því hérna á svæðinu.“Rætt var við Örlyg í Kastljósi kvöldsins sem hægt er að nálgast í spilaranum hér fyrir ofan. | |
| 23:55 | „Ráðherrann sem hefur síðasta orðið“ Inga Sæland segist hafa veitt Samtökum um karlaathvarf styrk, þegar hún var félags- og húsnæðismálaráðherra, vegna þess að henni hafi fundist verkefnið þarf. Ráðherra hafi síðasta orðið í svona ákvörðunartöku.Fram kom í Speglinum í kvöld að Samtök um karlaathvarf hafi verið í hópi þeirra sem fengu milljónastyrk frá Ingu Sæland, þáverandi félags-og húsnæðismálaráðherra, í lok nóvember þrátt fyrir að matsnefnd hefði talið að þau væru ekki réttu aðilarnir.Inga var gestur Kastljóss í kvöld og var spurð út í þessa ákvörðun. Hún segist hafa gefið verkefninu styrk því henni fannst það þarft. „Það hefur skort mjög mikið á það finnst mér að það sé tekið sérstaklega utan um karlmenn og þeir hafa meira átt undir högg að sækja finnst mér, oft á tíðum.“Hún segist hafa tekið ákvörðunina í sameiningu við | |
| 23:55 | Dularfullt tæki keypt í leynilegri aðgerð Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur í meira en ár prófað tæki sem var keypt í leynilegri aðgerð og sumir rannsakendur telja að gæti verið orsök fjölda dularfullra kvilla sem hafa hrjáð bandaríska njósnara, erindreka og hermenn og eru almennt þekktir sem Havana-heilkennið. | |
| 23:55 | Grípur til mjög harðra aðgerða komi til henginga Donald Trump Bandaríkjaforseti hótar að „grípa til mjög harðra aðgerða“ ef írönsk yfirvöld hefja að hengja mótmælendur. | |
| 23:50 | Tvöfalt líf sögukennara á Akureyri Brynjar Karl Óttarsson kennir sögu við Menntaskólann á Akureyri en þegar kvöld er komið, kólna á fjöllum tekur, eins og Davíð vinur hans Stefánsson orti, hverfur hann ofan í kjallara nokkurn þar í bænum og iðkar harðsnúin fræði. Þar gerði Brynjar mikla uppgötvun um jólaleytið. | |
| 23:40 | Ertu dauður? vinsælasta appið í Kína Nýtt app með heldur dapurlegu nafni hefur slegið í gegn í Kína. Appið heitir „Ertu dáinn?“ en hugmyndin er einföld. Þú þarft að skrá þig inn á tveggja daga fresti, með því að smella á stóran hnapp, til að staðfesta að þú sért á lífi. Ef það er ekki gert hefur appið samband við neyðartengiliðinn þinn og lætur hann vita að þú gætir verið í vanda staddur. | |
| 23:32 | Vongóð um stuðning Miðflokksins Formaður Samfylkingarinnar er vongóð um að hljóta stuðning Miðflokksins þegar frumvörp ríkisstjórnarinnar í útlendingamálum verða afgreidd í þinginu. Það vakti athygli á dögunum þegar hún sagði í samtali við Heimildina að hún teldi Samfylkinguna geta náð saman með Miðflokknum um ýmislegt í útlendingamálum. | |
| 23:09 | Trump sýndi verkamanni puttann Donald Trump Bandaríkjaforseti sást sýna verkamanni puttann í heimsókn sinni í verksmiðju bílaframleiðandans Ford í dag. Atvikið átti sér stað eftir að hinn sami virtist saka forsetann um að slá skjaldborg um barnaníðinga. | |
| 23:00 | Færeyskir fjargviðrast yfir íslenskuslettu Orðið „stórbrotin“ í færeyskri auglýsingu frá Icelandair hefur vakið líflegar umræður í málfarshópnum Føroysk rættstaving hjá nágrönnum okkar sem sumir hverjir átta sig á að þarna er íslenskt orð fengið að láni. Aðrir telja gervigreind að verki. | |
| 22:50 | Gætu farið í markvissar aðgerðir á næstu vikum Thomas Dans, sérfræðingur Bandaríkjastjórnar í málefnum norðurslóða, telur að á næstu vikum eða mánuðum gætu orðið markvissar aðgerðir af hálfu Bandaríkjanna gagnvart Grænlandi. | |
| 22:46 | Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra, vill meina að Samfylkingin „hljóti að fara að spyrja sig hvort það hafi verið skynsamlegt að koma Flokki fólksins til valda.“ Ummælin lætur hann falla á samfélagsmiðlum í kvöld í framhaldi af Kastljósviðtali við Ingu Sæland í kvöld, en hún tók við embætti mennta- og barnamálaráðherra á dögunum og hefur þegar sætt nokkurri gagnrýni fyrir ummæli sem hún hefur látið falla um skóla- og menntamál síðan ljóst varð að hún tæki við nýju ráðherraembætti. Guðmundur Ingi bætist þannig í hóp þeirra sem gagnrýnt hafa málflutning Ingu síðan hún tók við nýju ráðherraembætti, en ummæli hennar hafa meðal annars mætt gagnrýni úr ranni kennarastéttarinnar. | |
| 22:38 | Förustafirnir á leikskólanum Iðavöllum „sætir og skemmtilegir“ Í tæp tvö ár hefur hópur Förustafa búið á leikskólanum Iðavöllum á Akureyri. Staðarmiðillinn Akureyri.net vakti fyrst athygli á þessum skemmtilegu heimilisdýrum.Förustafir eru laufblaðaætur sem líkjast helst trjágreinum og til eru yfir 3000 tegundir. Flestar þeirra lifa í hitabeltinu en dýrin finnast þó í fjölmörgum löndum. Förustafirnir á Iðavöllum koma frá Lettlandi, þaðan sem einn starfsmaður leikskólans er.Börnin eru mjög ánægð með förustafina. „Það er skemmtilegt að halda á þeim. Og þeir bíta ekki,“ segja þau. | |
| 22:35 | Ljósvist loks skilgreind í byggingarreglugerð Ljósvist í íbúðarhúsnæði hefur nú í fyrsta sinn verið skilgreind í byggingarreglugerð, auk þess sem fjallað er ítarlega um kröfur sem henni tengjast og sett fram markmið. Þetta kemur í kjölfar gagnrýninnar umræðu um skuggavarp og aðgengi að dagsbirtu á síðustu árum. Ljósvist er samansafn ýmissa þátta sem snúa að lýsingu, svo sem dagsljósi og raflýsingu, sem saman lýsa sjónskilyrðum... | |
| 22:30 | Ný húfa slær í gegn á Grænlandi Grænlendingurinn Inaluk Groth Dalager upplifði mikið máttleysi þegar fréttir af áformum Donalds Trumps Bandaríkjaforseta um að sölsa undir sig heimaland hennar fóru að berast á ný í upphafi árs og af meiri þunga en áður. |