| 01:31 | Sækjast eftir dauðadómi yfir fyrrverandi forseta Saksóknarar í Suður-Kóreu hafa farið fram á dauðadóm yfir Yoon Suk-yeol, fyrrverandi forseta landsins, vegna misheppnaðrar tilraunar hans til að koma á herlögum í landinu árið 2024. „Helstu þolendur uppreisnarinnar í þessu tilfelli eru almenningur í þessu landi,“ sögðu saksóknararnir. „Ekki er unnt að taka tillit til neinna aðstæðna sem kynnu að milda dóminn. Þess í stað verður að dæma þunga refsingu.“Stjórnlagadómstóll Suður-Kóreu leysti Yoon úr embætti í fyrra eftir að þingið kærði hann til embættismissis fyrir tilraun hans til að setja herlög í landinu. Yoon var einnig ákærður fyrir uppreisn, valdaránstilraun og valdníðslu vegna uppátækisins. Réttarhöldum hans lauk á þriðjudaginn og búist er við því að dómur verði felldur 19. febrúar.Yoon neitar sök í málinu. Hann segist hafa lýst yfir | |
| 23:57 | Keyptu þrotabú N4 og hófu framleiðslu á Húsavík Eftir að norðlenska fjölmiðlafyrirtækið N4 á Akureyri fór í þrot tóku nokkrir vaskir Húsvíkingar sig til og keyptu allan búnað úr þrotabúinu og hófu framleiðslu í bænum. Örlygur Hnefill Örlygsson, frumkvöðull og einn eiganda Castor miðlunar, segir ekki erfitt að finna áhugaverða og skemmtilega hluti til þess að fjalla um. Eftir að fyrirtækið hafi verið að efla staðbundna fjölmiðlun sé framboð á svæðinu ekki til vandræða.„Við höfum bara gaman af því að segja sögu, við höfum gaman af því að hitta áhugavert fólk, nóg er af því hérna á svæðinu.“Rætt var við Örlyg í Kastljósi kvöldsins sem hægt er að nálgast í spilaranum hér fyrir ofan. | |
| 23:55 | „Ráðherrann sem hefur síðasta orðið“ Inga Sæland segist hafa veitt Samtökum um karlaathvarf styrk, þegar hún var félags- og húsnæðismálaráðherra, vegna þess að henni hafi fundist verkefnið þarf. Ráðherra hafi síðasta orðið í svona ákvörðunartöku.Fram kom í Speglinum í kvöld að Samtök um karlaathvarf hafi verið í hópi þeirra sem fengu milljónastyrk frá Ingu Sæland, þáverandi félags-og húsnæðismálaráðherra, í lok nóvember þrátt fyrir að matsnefnd hefði talið að þau væru ekki réttu aðilarnir.Inga var gestur Kastljóss í kvöld og var spurð út í þessa ákvörðun. Hún segist hafa gefið verkefninu styrk því henni fannst það þarft. „Það hefur skort mjög mikið á það finnst mér að það sé tekið sérstaklega utan um karlmenn og þeir hafa meira átt undir högg að sækja finnst mér, oft á tíðum.“Hún segist hafa tekið ákvörðunina í sameiningu við | |
| 23:55 | Dularfullt tæki keypt í leynilegri aðgerð Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur í meira en ár prófað tæki sem var keypt í leynilegri aðgerð og sumir rannsakendur telja að gæti verið orsök fjölda dularfullra kvilla sem hafa hrjáð bandaríska njósnara, erindreka og hermenn og eru almennt þekktir sem Havana-heilkennið. | |
| 23:55 | Grípur til mjög harðra aðgerða komi til henginga Donald Trump Bandaríkjaforseti hótar að „grípa til mjög harðra aðgerða“ ef írönsk yfirvöld hefja að hengja mótmælendur. | |
| 23:50 | Tvöfalt líf sögukennara á Akureyri Brynjar Karl Óttarsson kennir sögu við Menntaskólann á Akureyri en þegar kvöld er komið, kólna á fjöllum tekur, eins og Davíð vinur hans Stefánsson orti, hverfur hann ofan í kjallara nokkurn þar í bænum og iðkar harðsnúin fræði. Þar gerði Brynjar mikla uppgötvun um jólaleytið. | |
| 23:40 | Ertu dauður? vinsælasta appið í Kína Nýtt app með heldur dapurlegu nafni hefur slegið í gegn í Kína. Appið heitir „Ertu dáinn?“ en hugmyndin er einföld. Þú þarft að skrá þig inn á tveggja daga fresti, með því að smella á stóran hnapp, til að staðfesta að þú sért á lífi. Ef það er ekki gert hefur appið samband við neyðartengiliðinn þinn og lætur hann vita að þú gætir verið í vanda staddur. | |
| 23:32 | Vongóð um stuðning Miðflokksins Formaður Samfylkingarinnar er vongóð um að hljóta stuðning Miðflokksins þegar frumvörp ríkisstjórnarinnar í útlendingamálum verða afgreidd í þinginu. Það vakti athygli á dögunum þegar hún sagði í samtali við Heimildina að hún teldi Samfylkinguna geta náð saman með Miðflokknum um ýmislegt í útlendingamálum. | |
| 23:09 | Trump sýndi verkamanni puttann Donald Trump Bandaríkjaforseti sást sýna verkamanni puttann í heimsókn sinni í verksmiðju bílaframleiðandans Ford í dag. Atvikið átti sér stað eftir að hinn sami virtist saka forsetann um að slá skjaldborg um barnaníðinga. | |
| 23:00 | Færeyskir fjargviðrast yfir íslenskuslettu Orðið „stórbrotin“ í færeyskri auglýsingu frá Icelandair hefur vakið líflegar umræður í málfarshópnum Føroysk rættstaving hjá nágrönnum okkar sem sumir hverjir átta sig á að þarna er íslenskt orð fengið að láni. Aðrir telja gervigreind að verki. | |
| 22:50 | Gætu farið í markvissar aðgerðir á næstu vikum Thomas Dans, sérfræðingur Bandaríkjastjórnar í málefnum norðurslóða, telur að á næstu vikum eða mánuðum gætu orðið markvissar aðgerðir af hálfu Bandaríkjanna gagnvart Grænlandi. | |
| 22:46 | Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra, vill meina að Samfylkingin „hljóti að fara að spyrja sig hvort það hafi verið skynsamlegt að koma Flokki fólksins til valda.“ Ummælin lætur hann falla á samfélagsmiðlum í kvöld í framhaldi af Kastljósviðtali við Ingu Sæland í kvöld, en hún tók við embætti mennta- og barnamálaráðherra á dögunum og hefur þegar sætt nokkurri gagnrýni fyrir ummæli sem hún hefur látið falla um skóla- og menntamál síðan ljóst varð að hún tæki við nýju ráðherraembætti. Guðmundur Ingi bætist þannig í hóp þeirra sem gagnrýnt hafa málflutning Ingu síðan hún tók við nýju ráðherraembætti, en ummæli hennar hafa meðal annars mætt gagnrýni úr ranni kennarastéttarinnar. | |
| 22:38 | Förustafirnir á leikskólanum Iðavelli „sætir og skemmtilegir“ Í tæp tvö ár hefur hópur Förustafa búið á leikskólanum Iðavelli á Akureyri. Staðarmiðillinn Akureyri.net vakti fyrst athygli á þessum skemmtilegu heimilisdýrum.Förustafir eru laufblaðaætur sem líkjast helst trjágreinum og til eru yfir 3000 tegundir. Flestar þeirra lifa í hitabeltinu en dýrin finnast þó í fjölmörgum löndum. Förustafirnir á Iðavelli koma frá Lettlandi, þaðan sem einn starfsmaður leikskólans er.Börnin eru mjög ánægð með förustafina. „Það er skemmtilegt að halda á þeim. Og þeir bíta ekki,“ segja þau. | |
| 22:35 | Ljósvist loks skilgreind í byggingarreglugerð Ljósvist í íbúðarhúsnæði hefur nú í fyrsta sinn verið skilgreind í byggingarreglugerð, auk þess sem fjallað er ítarlega um kröfur sem henni tengjast og sett fram markmið. Þetta kemur í kjölfar gagnrýninnar umræðu um skuggavarp og aðgengi að dagsbirtu á síðustu árum. Ljósvist er samansafn ýmissa þátta sem snúa að lýsingu, svo sem dagsljósi og raflýsingu, sem saman lýsa sjónskilyrðum... | |
| 22:30 | Ný húfa slær í gegn á Grænlandi Grænlendingurinn Inaluk Groth Dalager upplifði mikið máttleysi þegar fréttir af áformum Donalds Trumps Bandaríkjaforseta um að sölsa undir sig heimaland hennar fóru að berast á ný í upphafi árs og af meiri þunga en áður. | |
| 22:22 | Hæstiréttur tekur mál Vélfags fyrir – Sigurður G. Guðjónsson segir málið fordæmalaust í Evrópu Hæstiréttur Íslands hefur ákveðið að taka fyrir mál Vélfags ehf. gegn íslenska ríkinu, samkvæmt frétt RÚV í kvöld. Málið varðar lögmæti frystingar bankareikninga Vélfags og meðferð stjórnvalda á þvingunaraðgerðum í tengslum við fyrirtækið. Vélfag byggir umsókn sína á því að niðurstaða í málinu hafi mikið fordæmisgildi og almenna þýðingu fyrir beitingu réttarreglna. Því var Hæstiréttur […] Greinin Hæstiréttur tekur mál Vélfags fyrir – Sigurður G. Guðjónsson segir málið fordæmalaust í Evrópu birtist fyrst á Nútíminn. | |
| 22:11 | Inga boðar takmarkað aðgengi að samfélagsmiðlum fyrir börn og ungmenni Inga Sæland, nýr mennta- og barnamálaráðherra, boðar takmarkanir á aðgengi barna og ungmenna að samfélagsmiðlum. Hún segir fyrirhugaðar takmarkanir enn vera á teikniborðinu en að til standi að miða þær við 15 ára aldur.„Ég er að fara að boða hér að koma með takmarkanir á aðgengi að samfélagsmiðlum eins og Norðurlöndin eru að innleiða hér þar sem aldur er miðaður við 15 ár.“ „ÁR LÆSIS Í MÍNU HJARTA“ Í Kastljósi kvöldsins ræddi Inga um þær áskoranir og verkefni sem barna- og menntamálaráðuneytið stendur frammi fyrir. Hún segir að bætt læsi ungmenna sé efst á forgangslista yfir þau mál sem þurfi að bæta úr.„Þetta verður ár læsis í mínu hjarta.“Inga Sæland mennta- og barnamálaráðherra boðar takmarkað aðgengi að samfélagsmiðlum fyrir börn og ungmenni. Í Kastljósi kvöldsins ræddi Inga þær ásk | |
| 22:08 | Samtök um karlaathvarf -„ekki réttu aðilarnir til að hljóta styrk“ Samtök um karlaathvarf birti neðangreinda gagnrýni á RÚV á vefsíðu sinni þann 11. janúar s.l. og í dag birti RÚV frétt um samtökin Grein RÚV er m.a. um rúmlega þriggja milljóna styrk til samtakanna á meðan Kvennaathvarfið fékk 30 milljóna styrk. Grein samtakanna birtist á vef þeirra og er svohljóðandi; ,,RÚV brýtur iðulega fjölmiðlalög með […] The post Samtök um karlaathvarf -„ekki réttu aðilarnir til að hljóta styrk“ appeared first on Fréttatíminn. | |
| 22:00 | City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Antoine Semenyo var aftur á skotskónum fyrir Manchester City þegar að liðið bar 2-0 sigur úr býtum á útivelli gegn Newcastle United í fyrri undanúrslitaleik liðanna í enska deildarbikarnum. | |
| 21:56 | Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Mennta- og barnamálaráðherra segir byrjendalæsisstefnunni hafa verið rutt til rúms hér á landi þrátt fyrir að sýnt hafi verið fram á að hún hefði mistekist annars staðar. Hún vill innleiða þróunarverkefnið Kveikjum neistann í fleiri skólum. | |
| 21:48 | Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín KR hefndi ófaranna gegn Tindastól um síðastliðna helgi í VÍS-bikarnum í körfubolta með því að leggja þær Skagfirsku að velli í Bónus deildinni í kvöld. Lokatölur 82-64 sigur KR. | |
| 21:30 | Húmor er oft ekkert grín Í heimildarmyndinni Þórarinn Eldjárn - Húmor er oft ekkert grín ræðir Arthúr Björgvin Bollason við skáldið og rithöfundinn Þórarin Eldjárn og vinir og samferðarmenn tala um kynni sín af honum. Í þættinum segist Þórarinn frekar kjósa að skapa og leggja eitthvað fram í þágu íslenskunnar, frekar en að nöldra og leiðrétta. | |
| 21:30 | Fjölskylda Nönnu lætur Stefán Einar heyra það – „Ennþá meiri skítakarakter og ómerkingur en ég hafði áttað mig á“ Óhætt er að fullyrða að allt hafi farið á hliðina á samfélagsmiðlum undanfarinn sólarhring eftir að athygli var vakin á ósmekklegum ummælum Stefáns Einars Stefánssonar, blaðamanns Morgunblaðsins, um rithöfundinn og matgæðinginn Nönnu Rögnvaldar. Nú hefur fjölskylda Nönnu látið til sín taka í netfárviðrinu sem skapaðist en Stefán Einar svarar þeim fullum hálsi. Ummælin voru látin Lesa meira | |
| 21:30 | Reyna að sundra Bandaríkjunum og Kanada Kínversk stjórnvöld reyna með opinskáum hætti að hvetja kanadísk stjórnvöld til að slíta sig í auknum mæli frá Bandaríkjunum. Er talið líklegt að þau muni nýta tækifærið og reyna að ýta undir gjá á milli þessara bandamanna til áratuga þegar Mark Carney forsætisráðherra Kanada kemur í opinbera heimsókn til Kína á morgun. Donald Trump forseti Lesa meira | |
| 21:25 | Nýgiftur vann fyrsta vinning Það var alsæll miðaeigandi sem hlaut 7 milljónir króna í fyrsta vinning í aðalútdrætti Happdrættis Háskóla Íslands í kvöld. Miðaeigandinn gifti sig í haust og höfðu hjónin ekki náð að bóka brúðkaupsferð, en nú ætla þau að bóka sér draumabrúðkaupsferðina. | |
| 21:25 | Ekki allt Rússum að kenna í Svíþjóð Charlotte von Essen, yfirmaður sænsku leyniþjónustunnar Säpo, var ómyrk í máli í samtali við AFP þar sem hún viðraði þær áhyggjur að hætta væri á að grafalvarleg staða öryggismála yrði áður en langt um liði enn ískyggilegri. | |
| 21:16 | Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur í rúmt ár gert tilraunir á tæki sem gæti hafa verið notað til að framkalla Havana-heilkennið svokallaða. Bandarískir njósnarar eru sagðir hafa keypt tækið í leynilegri aðgerð fyrir milljónir dala í lok ríkisstjórnar Joes Biden en menn munu ekki vera sammála um hvort það virki eða tengist heilkenninu. | |
| 21:00 | Hvíta húsið í deilum við Zöru Larsson á samfélagsmiðlum Hvíta húsið hefur svarað Instagram-mynd sænsku poppstjörnunnar Zöru Larsson með TikTok-myndbandi á opinberum miðli Hvíta hússins. Bandaríkjaforseti og Hvíta húsið hafa áður sýnt að þau séu ekki yfir rit- og samfélagsmiðladeilur hafin.Larson birti nýverið mynd á Instagram-reikningi sínum þar sem hún kvaðst meðal annars hata innflytjendastofnun Bandaríkjanna, ICE. Á myndinni taldi söngkonan einnig upp hluti sem hún elskar og nefndi þar innflytjendur, glæpamenn, trans fólk, þungunarrof, hinsegin fólk, lauslátar konur, getnaðarvarnir, opinbera framfærslu og sósíalisma.Sjálf segist hún hafa birt myndina í kjölfar þess að kærasta hennar var meinuð innganga í landið, í ljósi þess að hann hefur áður verið dæmdur fyrir glæp tengdan marijúana.Þá kvaðst Larsson einnig hafa birt færsluna vegna þess að | |
| 21:00 | Hætt að sjá risasprengjur Forsvarsmönnum stærstu líkamsræktarstöðva höfuðborgarsvæðisins kemur nokkuð saman um að landinn sé farinn að æfa miklu jafnar yfir árið en hann kannski gerði. | |
| 20:30 | Clinton-hjónin neita að bera vitni í Epstein-málinu Bill og Hillary Clinton neituðu á þriðjudag að bera vitni í rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á kynferðisafbrotamanninum Jeffrey Epstein. Þar með harðnaði í margra mánaða deilu hjónanna við James R. Comer, þingmann Repúblikana frá Kentucky. | |
| 20:21 | Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Guðríði Magnúsdóttir sauðfjárbónda á bænum Viðvík í Skagafirði var nokkuð brugðið í gær þegar hún fór að gefa fénu í fjárhúsinu hjá sér því þá hún að ærin Bláklukka hafði borðið þremur lömbum. Það þykir mjög óvenjulegt og sérstakt á þessum árstíma en gerist þó alltaf annars slagið. | |
| 20:21 | Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Afdráttarlaus ummæli sem forsætisráðherrar Grænlands og Danmerkur létu falla á sameiginlegum blaðamannafundi í Kaupmannahöfn í dag ættu að senda stjórnvöldum í Washington skýr skilaboð um að Grænland sé ekki til sölu, grænlenska þjóðin fáist ekki keypt, og að ríkin standi saman um að standa vörð um landamæri danska konungsríkisins. Á sama tíma þykir blaðamannafundurinn hafa verið til marks um mikilvægi þess að dönsk og grænlensk stjórnvöld komi samstillt til fundarins í Hvíta húsinu á morgun þar sem mikið er í húfi fyrir grænlensku þjóðina. | |
| 20:10 | Framkvæmdir í ár taldar skapa 241 ársverk Miklar framkvæmdir eru áformaðar á Keflavíkurflugvelli á næstu árum og taka þær bæði til flugvallarins sjálfs sem og flugstöðvarbyggingarinnar. Áætlað er að áformaðar framkvæmdir á þessu ári muni skapa ríflega 240 ársverk, bein og óbein. | |
| 20:02 | Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni „Þó svo að þetta sé „absúrd“ leikhús, og við förum svolítið langt með karakterana og aðstæðurnar, þá held ég að áhorfendur muni geta speglað sig í þessum persónum eða séð fólk sem það þekkir í þeim. En fyrst og fremst vona ég að fólk skemmti sér. Það er mikill kraftur fólginn í því að fá fólk til að hlæja, og sérstaklega að sjálfu sér,“ segir Þór Túliníus leikari og rithöfundur. | |
| 20:00 | Fimm ár frá aðgerðinni sem markaði tímamót: Barátta en vel þess virði Í janúar 2021 fékk Guðmundur símtal þar sem honum var sagt að mögulega væri kominn gjafi fyrir aðgerðina sem hann hafði beðið eftir, þar sem græða átti hann báða handleggi frá öxl.„Ég var svona mátulega bjartsýnn en svo þarna seinna um kvöldið kemur staðfesting að þetta er bara að fara að gerast. Þeir hringja 11. janúar og ég fer inn 12. janúar í undirbúning og svo bara vakna ég með nýjar hendur,“ segir hann. „HVERNIG ER AÐ VAKNA MEÐ HANDLEGGI AF ANNARRI MANNESKJU FASTA VIÐ ÞIG?“ Daginn fyrir aðgerðina voru einmitt 23 ár frá vinnuslysinu sem varð til þess að Guðmundur missti báða handleggina. Bataferlið var mjög krefjandi fyrstu vikurnar.„En bara eftir tvo til þrjá daga fór mér samt að líða þannig að þetta væru mínir handleggir og það var stærsta spurningin sem ég hafði áður, hvernig er | |
| 20:00 | Sagðist hafa verið rekinn vegna kynhneigðar en ekki vegna handtöku á vinnustaðnum Samkynhneigður karlmaður var rekinn úr starfi sínu og sökum þessa ákvað Vinnumálastofnun að fella niður rétt hans til atvinnuleysisbóta í tvo mánuði þar sem hann hefði sjálfur borið ábyrgð á starfslokum sínum. Maðurinn vildi þó meina að honum hefði verið sagt upp vegna kynhneigðar hans, en ekki sökum þess að hann hafi ekki staðið sig Lesa meira | |
| 19:58 | Borgin beri ábyrgð sem eigandi Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmu sem gjöreyðilagðist í bruna í Gufunesi þegar hún var leigð út. Leigutaka átti að vera slæmt ástand skemmunnar ljóst en þar inni voru geymdir sögulega verðmætir hlutir. Rannsókn stendur yfir á upptökum brunans. Starfandi slökkviliðsstjóri segir borgina bera ábyrgð en brunavarnir séu samspil eiganda og leigutaka. | |
| 19:45 | Segir dóminn grafalvarlegan og dapurlegan Mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi íslenska ríkið brotlegt gegn konu sem höfðaði mál á grundvelli óréttlátrar málsmeðferðar á kynferðisbrotamáli.Ríkið var sýknað í málum fjögurra annarra kvenna.Lögfræðingur kvennanna sem höfðuðu mál gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu segir niðurstöðuna grafalvarlega fyrir íslenska ríkið. Ríkið var dæmt til að greiða konu skaðabætur vegna óréttlátrar málsmeðferðar.Lögfræðingur kvennanna segir það grafalvarlegt að íslenska ríkið sé dæmt með þessum hætti. Hann segir dóminn vera mikilvægan áfanga fyrir íslenska réttarkerfið og að það sé alvarlegt að íslenska ríkið hafi nú í tvígang verið dæmt brotlegt.Hann segir ríkið hafa brugðist konunum.Níu konur kærðu íslenska ríkið með aðstoð Stígamóta fyrir nokkrum árum fyrir að hafa brotið á rétti þeir | |
| 19:45 | Óttast að yfir 12 þúsund hafi látist Talið er að mun fleiri hafi látist í átökum mótmælenda og klerkastjórnarinnar í Íran en áður hefur komið fram. Fjölmiðlarnir CBS News og Iran International hafa heimildir fyrir því að 12 þúsund manns hafi fallið í valinn og segir í umfjöllun CBS News að mögulega hafi allt að 20 þúsund manns fallið. | |
| 19:35 | Flugmenn kæra til Hæstaréttar Dómsmál Félags íslenskra atvinnuflugmanna flækir kjaraviðræðurnar við Icelandair. | |
| 19:31 | Í beinni: Newcastle United - Manchester City | Undanúrslitaeinvígið hefst Hér fer fram bein textalýsing frá fyrri leik Newcastle United og Manchester City í undanúrslitum enska deildarbikarsins í fótbolta. Flautað verður til leiks á St. James´Park klukkan átta og er leikurinn sýndur í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay. | |
| 19:30 | Ársreikningar íslenskra knattspyrnufélaga eru gallaðir Ómögulegt er að meta virði leikmanna með stuðlakerfi Knattspyrnusambands Íslands. | |
| 19:30 | Samdráttur hjá Sahara Sahara hagnaðist um 22 milljónir króna árið 2024, samanborið við 24 milljóna hagnað árið 2023. | |
| 19:30 | Dómsmál flækir kjaraviðræður Engin af stóru flugstéttunum þremur hefur lagt fram formlega kröfugerð í kjaraviðræðunum við Icelandair. | |
| 19:30 | Ríkisstjórn atvinnuleysis og verðbólgu og hærri álaga Frá því ríkisstjórnin tók við hefur verðbólgan staðið í stað og atvinnuleysi ekki mælst hærra í 11 ár, ef Covid-19 tímabilinu er sleppt. | |
| 19:30 | 333 milljóna hagnaður Hagnaður þvottahússins og efnalaugarinnar Fannar jókst töluvert á milli áranna 2023 og 2024. | |
| 19:30 | Hundrað milljóna viðsnúningur Álfasaga ehf., sem rekur meðal annars Dagný & Co, sneri 83 milljóna króna tapi árið 2023 í 30 milljóna hagnað ári síðar. | |
| 19:30 | Tökum umræðuna Fiskeldi er gríðarlega mikilvæg atvinnugrein og vöxtur hennar hefur verið mikill undanfarin ár. | |
| 19:30 | Hagnast um milljarð á tveimur árum Jökulsárlón ferðaþjónusta ehf. hagnaðist um 544 milljónir króna árið 2024. | |
| 19:30 | Raforkuverð og hlutverk Landsvirkjunar Hörður Arnarson svarar ummælum sem Rannveig Rist lét falla í viðtali í Áramótablaði Viðskiptablaðsins og Frjálsrar verslunar. | |
| 19:30 | Stærsta ótakmarkaða auðlindin: Samkeppnishæfni Íslands er í húfi „Við þurfum að hugsa enn stærra og spyrja okkur að því hvernig við eignumst 10 einhyrninga og fyrsta tíhyrninginn.“ | |
| 19:26 | Skemman í Gufunesi var metin óhæf fyrir tveimur árum Skemman sem brann í Gufunesi í gær taldist ekki hæf til afnota í úttekt slökkviliðsins árið 2024.Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins gerði athugasemdir við ófrágengna rafmagnstöflu í skemmunni sem brann í Gufunesi í gær. Reykjavíkurborg bar ábyrgð á úrbótum og vék frá húsaleigulögum við útleigu skemmunnar.Reykjavíkurborg bar ábyrgð á úrbótum og vék frá húsaleigulögum við útleigu skemmunnar.Altjón varð á skemmunni eftir að eldur kom upp í henni í gærkvöld. Meðal þess sem brann voru leikmunir úr þáttaröðunum True Detective, Felix og Klöru, Dönsku konunni og Vigdísi. Þá brann einnig nokkuð af minjum frá hernámsárunum.Munirnir voru að mestu leyti í eigu kvikmyndafyrirtækisins TrueNorth sem leigði skemmuna af Reykjavíkurborg. Í leigusamningi segir að ástand hússins sé ekki að öllu leyti í samræmi v | |
| 19:20 | Höfuðáherslan á samgönguáætlun Forsætisráðherra segir forgangsmál að koma samgönguáætlun í gegn á vorþingi sem hefst á morgun. Þingið þarf að afgreiða mörg stór og mögulega umdeild mál.Ríkisstjórnin samþykkti í morgun breytingar á þingmálaskrá sinni sem gerðar verða opinberar í fyrramálið en forsætisráðherra segir að þar verði engra stórtíðinda að vænta. „Þessi ríkisstjórn ætlar sér að klára samgönguáætlun á vorþingi. Innviðafélagið líka sem er auðvitað lykilbreyta í því að standa undir stórframkvæmdum í landinu og byrja aftur að bora,“ segir Kristrún Frostadóttir.Það á enn eftir að afgreiða mörg mál frá haustþingi auk þess sem þingmálaskráin boðar fjölda mála með vorinu. Mörg þeirra gætu hæglega staðið í stjórnarandstöðunni. Mál eins og lagareldi, búvörulögin, Airbnb-frumvarpið, strandveiðar og fjármálaáætlun, svo fátt | |
| 19:09 | Olíuflutningaskipið komið til Skotlands Olíuflutningaskipið Marinera, sem siglir undir rússneskum fána og Bandaríkjaher lagði hald á í síðustu viku, er komið til Skotlands. BBC greinir frá þessu.Skipið er í höfn í Moray Firth í norðurhluta Skotlands. Þar eru einnig dráttarbátar og skip bandarísku landhelgisgæslunnar.BBC hefur eftir talsmanni breskra stjórnvalda að skipið hafi komið inn í breska lögsögu til að fylla á nauðsynlegar birgðir, þar á meðal mat og vatn fyrir áhöfnina, fyrir áframhaldandi för. Talsmaðurinn tók ekki fram hvert skipið héldi næst.Bandaríkjaher tók yfir skipið 7. janúar um 200 kílómetra frá ströndum Íslands. Skipið var innan íslenskrar efnahagslögsögu en á alþjóðlegu hafsvæði. Það var upphaflega á leið til Venesúela.Bandarísk stjórnvöld sögðu skipið hafa verið notað til olíuflutninga sem fara þvert á bandar | |
| 19:02 | Staðfesta frávísun vegna áritunar ríkisendurskoðanda Endurskoðendaráð fundar um næstu skref á næstunni. | |
| 19:00 | Getur Grænland orðið sjálfstætt? Grænland, næsta nágrannríki Íslands og sjálfstjórnarsvæði Danmerkur, vonast til að slíta öll tengsl við konungsríkið, en leiðtogar fara varlega í sjálfstæðisáætlanir þrátt fyrir hótanir Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna, um að yfirtaka eyjuna. Trump hefur ítrekað haldið því fram að Bandaríkin þurfi á Grænlandi að halda vegna þjóðaröryggis, á meðan Danmörk og Grænland hafa lagt áherslu á að eyjan sé ekki... | |
| 18:31 | Í beinni: KR - Tindastóll | Heimakonur reyna að hefna fyrir ófarir helgarinnar Hér fer fram bein textalýsing frá leik KR og Tindastóls í Bónus deild kvenna í körfubolta. Spilað er á Meistaravöllum og hefst leikurinn klukkan korter yfir sjö. Hann er sýndur í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland. | |
| 18:31 | Stofna sameignarsjóð fyrir Grensásveg 1 Um 35 íbúðir á Grensásvegi 1 eru tilbúnar til afhendingar og um 15 íbúðir verða afhentar í maí. | |
| 18:20 | „Ótrúlega leiðinlegt í alla staði“ Samskiptastjóri Reykjavíkurborgar segir ákaflega leiðinlegt að eldsvoðinn hafi orðið í Gufunesi í gær. Skemman sem brann var hugsuð sem tímabundið geymsluhúsnæði. | |
| 18:19 | Seðlabankastjórar standa við bakið á Powell Seðlabankastjórar um víða veröld lýsa yfir fullum stuðningi við Jerome Powell, bankastjóra bandaríska seðlabankans. Hann er til rannsóknar hjá alríkissaksóknara. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna stýrir rannsókninni sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagst ekkert vita af.Í yfirlýsingu sem meðal annars er undirrituð af bankastjórum Englandsbanka, evrópska seðlabankans og seðlabönkum Danmerkur og Svíþjóðar segir að Powell hafi starfað af heilindum. Hann hafi einblínt á hlutverk sitt og almannahag. Þar segir að sjálfstæði seðlabanka sé nauðsynlegt til að tryggja efnahagslegan stöðugleika, bæði fyrir fjármálakerfi og almenning.Rannsóknin er sögð tengjast vitnisburði Powells fyrir nefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings á fundi um endurbætur á húsnæði seðlabankans.Þeir Trump og Powell hafa len | |
| 18:04 | Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Grænlendingar velja Danmörku fram yfir Bandaríkin, segir formaður grænlensku landsstjórnarinnar, sem var með skýr skilaboð á blaðamannafundi í Kaupmannahöfn í dag. Danir, Grænlendingar og Bandaríkjamenn funda í Washington á morgun og við verðum í beinni frá Kaupamannahöfn í kvöldfréttum og förum yfir málið. | |
| 18:04 | Delta spáir 20% hagnaðaraukningu á árinu Delta Air Lines hagnaðist um fimm milljarða dala á síðasta ári og námu tekjur flugfélagsins um 63 milljörðum dala. | |
| 18:01 | Eins brasilískt og það gerist Kvikmyndin The Secret Agent, sem er nú sýnd í Bíó Paradís, hefur unnið til fjölda verðlauna. | |
| 18:00 | Flosi rifjar upp sögu af þekktum manni: „Frekur, dónalegur og sífellt öskrandi á stúlkurnar að þjónusta sig“ „Ef alkóhól hefði verið til staðar í mér hefði það eflaust tekið afstöðu með hnefanum,“ sagði Flosi Þorgeirsson, tónlistarmaður og hlaðvarpsstjórnandi, í athyglisverðri færslu á Facebook-síðu sinni í gær. Þar sagði hann sögu af þekktum manni sem hann lenti í orðaskiptum við árið 2009. Flosi nafngreinir manninn ekki í færslunni en glöggir ættu þó að Lesa meira | |
| 18:00 | Hæstiréttur tekur fyrir mál Vélfags Hæstiréttur hefur ákveðið að taka fyrir mál fyrirtækisins Vélfag gegn íslenska ríkinu. Málið mun því ekki fara fyrir Landsrétt en íslenska ríkið var sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok nóvember. Íslenska ríkið lagðist ekki gegn því að málið yrði sent beint til Hæstaréttar.Vélfag hefur krafist þess að ákvörðun Arion banka að frysta fjármuni félagsins verði snúið við. Þá hefur einnig verið tekist á um synjun utanríkisráðuneytisins um að Ivan Nicolai Kaufmann fái að setjast í stjórn félagsins þrátt fyrir að vera meirihlutaeigandi í félaginu.Fram hefur komið að utanríkisráðuneytið hefur undir höndum upplýsingar sem tengja Kaufman við rússnesku öryggisþjónustuna FSB.Vélfag byggir umsókn sína á því að niðurstaða í málinu hafi mikið fordæmisgildi og almenna þýðingu fyrir beitingu réttarreglna. | |
| 18:00 | Hörður hættir við málið á hendur Hödd Hörður Ólafsson læknir hefur fallið frá stefnu á hendur Hödd Vilhjálmsdóttur fyrir meinyrði og kemur til með að greiða allan málskostnað. | |
| 17:55 | Olíuflutningaskipið komið til Skotlands Olíuflutningaskip sem Bandaríkin hertóku í íslenskri lögsögu í síðustu viku hefur sést í Moray-firði í Skotlandi. | |
| 17:49 | Inga veitti samtökum milljónastyrk sem matsnefnd taldi „ekki réttu aðilana“ Í lok nóvember birtist tilkynning á vef félags-og húsnæðismálaráðuneytisins þar sem greint var frá því að Inga Sæland, þáverandi ráðherra, hefði veitt fjórum verkefnum styrk uppá samtals 60 milljónir. Öll áttu þau að miða að því að tryggja þolendum ofbeldis um allt land aðgengi að stuðningi og ráðgjöf. Sambærilegir styrkir voru veittir í fyrra upp á þrjátíu og fimm milljónir. Inga flutti sig sem kunnugt er yfir í mennta-og barnamálaráðuneytið um helgina. KVENNAATHVARFIÐ FÉKK HÆSTA STYRKINN Styrkirnir eru liður í aðgerðum stjórnvalda til að bregðast við afleiðingum COVID-19 faraldursins. Þegar þeir voru auglýstir var lögð á áhersla á að styrkja ætti verkefni sem byggðust á samstarfi margra gegn ofbeldi.Hæsta styrkinn fengu Samtök um kvennaathvarf til að reka athvarf samtakanna á Akureyri | |
| 17:31 | Diageo íhugar sölu á eignasafni sínu í Kína Nýjasti forstjóri Diageo leitast við að selja eignasafn fyrirtækisins í Kína í samstarfi við Goldman Sachs og UBS. | |
| 17:30 | Trump átti erfitt með að muna eigið loforð – „Gerði ég það? Hvenær gerði ég það?“ Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur farið mikinn síðan hann tók við embætti fyrir ári síðan. Kannski er því engin furða að hann muni ekki allt sem hann hefur sagt. Blaðamenn The New York Post spurðu forsetann í síðustu viku hvenær Bandaríkjamenn ættu von á tollaávísun sinni, en þá mundi Trump ekki eftir að hafa lofað slíkri Lesa meira | |
| 17:27 | Fullorðins | Hélt hann væri með MND sjúkdóminn Fullorðins Egill Örn Rafnsson er trommuleikari sem hefur spilað með fjölda hljómsveita á Íslandi í gegnum árin. Hann segir okkur frá lífi sínu hingað til, frá pabba sínum sem var einn vinsælasti trommari landsins en lést frekar ungur úr MND sjúkdómnum. Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á […] Greinin Fullorðins | Hélt hann væri með MND sjúkdóminn birtist fyrst á Nútíminn. | |
| 17:17 | Bræðslurnar komnar á rafmagn en flutningskostnaður hrekur Eyjamenn út í olíubrennslu Fiskimjölsverksmiðjur ganga flestar fyrir rafmagni í vetur í stað olíu eftir að framboð á raforku jókst. Formaður Félags fiskimjölsframleiðenda segir að öfugsnúið sé að nýr rafstrengur og nýir rafskautakatlar í Vestmannaeyjum verði líklega ekki notaðir vegna hækkaðra flutningsgjalda.Bræðslurnar eru í startholunum og fyrsti kolmunnafarmur ársins barst til Síldarvinnslunnar í Neskaupstað í gær. Polar Amaroq kom með tæp 2.000 tonn sem veiddust sunnan við Færeyjar. Þá gætu loðnuveiðar hafist bráðum þó að enn sé óljóst hve stór vertíðin verður.Fiskimjölsverksmiðjur bræða uppsjávarafla í lýsi og mjöl og þurfa mikla orku. Þær hafa síðustu ár þurft að nota olíu vegna skorts á rafmagni. Nú hefur það breyst því lón vatnsaflsvirkjana fylltust í sumar. Þá hefur orkunotkun stóriðju minnkað vegna lokuna | |
| 17:15 | Trump hefur vantrú á varnargetu Evrópu Erfitt er að greina hvað felst í Grænlandsbrölti forseta Bandaríkjanna. Hann virðist þó sannfærður um vanmátt Evrópu til sjálfsvarnar. | |
| 17:05 | „Sjaldan hefur staða klerkastjórnarinnar staðið eins tæpt og nú“ Sú ákvörðun stjórnvalda í Íran að loka fyrir aðgang að internetinu í landinu er til marks um hversu örvæntingarfull þau eru. Þetta segir Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor í sögu Mið-Austurlanda við Williams College í Bandaríkjunum.„Hvaða nútímaþjóðfélag er starfrækt án Internetsins í dag? Það sýnir að þeir töldu að hættan væri svo mikil að það þyrfti að grípa til þessara aðgerða,“ segir Magnús í samtali við fréttastofu. „Sjaldan hefur staða klerkastjórnarinnar staðið eins tæpt og nú.“ STJÓRNVÖLD BRUGÐUST HÆGAR VIÐ EN ÁÐUR Magnús segir mótmælin sem nú geisa í landinu umfangsmeiri en oft áður. Í fyrri mótmælum hafi stjórnvöld brugðist hraðar við og nýtt valdatæki á borð við leynilögreglu til að kveða mótmæli niður.„Núna brugðust þau kannski aðeins hægar við og voru kannski aðeins að | |
| 17:05 | Hagnaðarsamdráttur og aukið fé í varasjóðum Stærsti banka Bandaríkjanna jók fé í varasjóðum vegna útlánahættu. | |
| 17:05 | Þurftu að stöðva landamæraeftirlit um stund Bilun kom upp í upplýsingakerfi lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli fyrr í dag. Bilunin varði stutt og er kerfið nú komið aftur í lag. | |
| 17:03 | Mál látins manns komið til ákærusviðs Rannsókn lögreglu á brunanum á Hjarðarhaga í maí í fyrra er lokið. Niðurstaðan er að kveikt hafi verið í og málið er komið til ákærusviðs. Tveir létust í brunanum og sá sem grunaður er í málinu var annar þeirra. Því er ljóst að enginn verður ákærður fyrir íkveikjuna. | |
| 17:02 | Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Listræni stjórnandinn Júnía Lín hefur slegið í gegn vestanhafs í samstarfsverkefnum hennar með tvíburasystur sinni Laufeyju Lín. | |
| 17:01 | Hæstiréttur Panama milli steins og sleggju Hæstiréttur Panama er við það að ljúka við úrskurð sinn um framtíð á eignarhaldi Panamaskurðarins. | |
| 16:58 | Hæstiréttur samþykkir beiðni Vélfags um áfrýjun Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál Vélfags gegn íslenska ríkinu. | |
| 16:57 | Hörður fellur frá málarekstri sínum gegn Hödd Samkomulag náðist á milli Harðar Ólafssonar læknis og Haddar Vilhjálmsdóttur almannatengils um að málið yrði látið niður falla þegar fyrirtaka þess fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vísir greindi fyrst frá en lögmaður Haddar, Auður Björg Jónsdóttir, staðfesti þessa niðurstöðu við miðilinn. Hörður höfðaði meiðyrðamál gegn Hödd og krafðist þess að tiltekin ummæli hennar Lesa meira | |
| 16:56 | Vilja endurskoða fiskveiðisamning Fiskveiðisamningur við Færeyjar hefur verið endurnýjaður en gildir einungis til 1. ágúst. Viðræður hefjast á ný í lok janúar. | |
| 16:45 | Óbreyttur samningur við Færeyinga gildir til 1. ágúst Íslendingar og Færeyringar hafa framlengt samkomulag um veiðiheimildir í lögsögum ríkjanna til 1. ágúst en hefja endurskoðun á skiptum á aflaheimildum og aðgangi fyrir fiskveiðiárið 2027 síðar í janúar. | |
| 16:35 | Krafa um íslenskukunnáttu á Landspítala útilokar ekki ráðningu erlendra lækna Framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum segir nýja tungumálastefnu ekki útiloka ráðningu erlendra lækna. Hann telur raunhæft að í framtíðinni geti allt framlínustarfsfólk talað og skilið íslensku en að stefnan verði ekki innleidd á augabragði.„Það sem maður þarf að hugsa í þessu er að þegar maður setur stefnu þá tekur tíma að útfæra hana. Í dag stólum við á erlent starfsfólk. Við erum ekki sjálfbær með heilbrigðisstarfsfólk á Íslandi,“ sagði Ólafur Skúlason, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum, í Morgunútvarpinu á Rás 2.Súsanna Björg Ástvaldsdóttir, yfirlæknir heilsugæslu á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, lýsti áhyggjum af því í gær að stefnan væri ekki nægilega vel útfærð. Framsetning tungumálastefnu Landspítalans valdið þeim misskilningi að íslenskukunnátta sé skylda fyrir all | |
| 16:33 | Trump segir aðstoð á leiðinni Donald Trump Bandaríkjaforseti hvetur Írani til að halda mótmælum sínum gegn klerkastjórninni áfram og segir að aðstoð sé á leiðinni. | |
| 16:30 | Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Samkomulag náðist á milli Harðar Ólafssonar læknis og Haddar Vilhjálmsdóttur almannatengils um að fallið yrði frá stefnu læknisins á hendur almannatenglinum fyrir meiðyrði. Fyrirtaka málsins var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. | |
| 16:26 | Vinna saman að bættum loftgæðum Þjónustufyrirtækið Dagar og líftæknifyrirtækið Disact hafa hafið samstarf um að efla þjónustu við íslensk fyrirtæki og stofnanir á sviði ræstingar, loftgæða og mygluvarna. Í tilkynningu fyrirtækjanna segir að áhersla sé lögð á samhæfða nálgun þar sem greining, ferlar og viðbrögð styðji við heilnæmi rýma og skýrari ákvarðanatöku. Með því að saman fari reynsla Daga og The post Vinna saman að bættum loftgæðum appeared first on 24 stundir. | |
| 16:21 | Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjálfbærni íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar er í uppnámi að mati forseta á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands. Ekki sé hægt að standa við áform um fjölgun nema í heilbrigðisgreinum vegna niðurskurðar stjórnvalda. | |
| 16:20 | Sex félög lækkuðu um meira en 2% Eftir að hafa náð sínu hæsta stigi í meira en tíu mánuði í gær lækkaði Úrvalsvísitalan um 1,5% í dag. | |
| 16:15 | Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Upplýsingakerfi lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli liggur niðri. Ekki er hægt að framkvæma fullnægjandi eftirlit með farþegum á meðan. Umferð um flugvöllinn er ekki mikil þessa stundina og vonast er til að kerfið verði brátt komið í lag. | |
| 16:15 | Atvinnuleysi eykst en kortavelta líka Atvinnuástandið hefur versnað smám saman og eftirspurn eftir vinnuafli er minni en áður. Atvinnuleysi hefur aukist hratt og mældist 4,4% í desember, en svo mikið hefur atvinnuleysi ekki mælst í rúmlega þrjú og hálft ár. | |
| 16:09 | Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Fjármálaráðherra rengir ekki spá Landsbankans um að breytingar á gjaldheimtu af ökutækjum muni auka verðbólgu um 0,7 prósentur. Ráðuneytið hafði reiknað með 0,1 til 0,2 prósenta aukningu. | |
| 16:05 | Rússneskum uppgjafahermönnum meinað að koma til Eistlands 261 rússneskum uppgjafahermönnum sem börðust í Úkraínu hefur verið bannað að koma til Eistlands. Bannið tók gildi í síðustu viku og var í kjölfarið tilkynnt á samfélagsmiðlum. Eistneska innanríkisráðuneytið áætlar að hátt í ein og hálf milljón Rússa hafi tekið þátt í innrásinni í Úkraínu og um helmingur þeirra barist á víglínunni. Igor Taro, innanríkisráðherra Eistlands, sagði að ógnin væri „ekki fræðileg“ heldur hefðu margir þessara Rússa barist í stríði, hlotið herþjálfun eða væru á sakaskrá. Stjórnvöld í Eistlandi hafa kallað eftir því að fleiri Evrópulönd banni rússneskum uppgjafahermönnum inngöngu. Þessi tillaga Eista hefur hlotið stuðning meðal Norðurlandanna, auk Lettlands og Litháen. Andrij Sybiga, utanríkisráðherra Úkraínu, hrósaði ákvörðun Eista á samfélagsmiðlinum X. Hann sagði | |
| 16:00 | Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Tilraun ökumanns til að komast undan lögreglu sem hafði veitt honum eftirför síðdegis í dag endaði ekki betur en svo að bíll hans hafnaði á ljósastaur við Ártúnsbrekku í Reykjavík. Uppákoman hefur valdið nokkrum umferðartöfum á svæðinu til viðbótar við annars nokkuð þunga síðdegisumferð samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. | |
| 16:00 | Hvernig fannst þér opnunarræða Nikki Glaser á Golden Globe verðlaunahátíðinni? – Misjafnar móttökur Opnunarræðu stórra verðlaunahátíða er oft beðið með eftirvæntingu en þar fær gestgjafinn tækifæri til að opna kvöldið með húmor, ádeilu og skotum á fólkið í slanum salinn. Í ár var það grínistinn Nikki Glaser sem stýrði Golden Globe verðlaunahátíðinni og opnunarræða hennar vakti strax athygli. Misjafnar móttökur Glaser gerði grín að sjálfri sér, kvikmyndunum og […] Greinin Hvernig fannst þér opnunarræða Nikki Glaser á Golden Globe verðlaunahátíðinni? – Misjafnar móttökur birtist fyrst á Nútíminn. | |
| 15:56 | Trump til Írana: Hjálp er á leiðinni Trump tjáði sig ekki um efni færslunnar við fjölmiðla á lóð Hvíta hússins í dag, skömmu eftir að hún var birt.AP / Mark SchiefelbeinDonald Trump Bandaríkjaforseti hvetur Írana til að halda áfram að mótmæla. Hjálp sé á leiðinni.Þetta segir Trump í færslu á samfélagsmiðli sínum Truth Social. Þar hvetur hann Írana til að taka yfir stofnanir landsins. Hann segir þeim að varðveita nöfn þeirra sem hafi banað og misþyrmt mótmælendum. Þeir eigi eftir að gjalda fyrir gjörðir sínar dýru verði. Hann hafi aflýst öllum fundum með fulltrúum Íransstjórnar þar til drápum á mótmælendum verði hætt.Ekki er ljóst hvers konar hjálp forsetinn á við. Fréttamaður breska ríkisútvarpsins í Hvíta húsinu segir þetta þekkta tækni forsetans. Sérfræðingar tali um að hann beiti strategískri margræðni.Færsla Trumps á Trut | |
| 15:55 | Faðir Dilberts allur Scott Adams, umdeildur skapari myndasagnapersónunnar Dilberts, er látinn, 68 ára aldri. Hann hafði glímt við krabbamein í blöðruhálskirtli og biðlaði til Bandaríkjaforseta að reyna að bjarga lífi hans. | |
| 15:55 | Myndskeið: Fjöldi lögreglubíla veitti ökumanni eftirför Lögregla stöðvaði og handtók fyrir skömmu ökumann fólksbíls við afreinina frá Reykjanesbraut upp í Ártúnsbrekku eftir að hafa veitt bílnum eftirför um höfuðborgarsvæðið um tíma. | |
| 15:54 | Trump til Írana: Hjálp á leiðinni Donald Trump Bandaríkjaforseti hvetur mótmælendur í Íran til dáða og segir | |
| 15:54 | Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hæstiréttur hefur fallist á að taka mál Vélfags á hendur íslenska ríkinu fyrir, án þess að Landsréttur taki það fyrir. Félagið krafðist þess að frystingu fjármuna þess vegna þvingunaraðgerða gagnvart Rússum yrði aflétt en Héraðsdómur Reykjaness hafnaði kröfunni. |