| 22:39 | Þarf formaður Framsóknar að eiga sæti á Alþingi? Ingibjörg Isaksen telur mikilvægt að formaður Framsóknarflokksins eigi sæti á Alþingi. Lilja Dögg Alfreðsdóttir er því ósammála. Þær etja nú kappi um formannsstólinn og önnur þeirra á sæti á þingi. | |
| 22:34 | „Þetta minnir mann á þessa taktík sem hann er að nota, að byrja með látum og leiðindum og svo þarf hann að bakka“ Bandaríkin eru enn á ný í brennidepli eftir að fulltrúar landamæraeftirlits Bandaríkjanna skutu almennan borgara til bana í Minneapolis í Minnesota um helgina. Þetta er í annað sinn á þessu ári sem alríkisfulltrúar drepa þar almennan borgara.Ríkisstjórn Donalds Trump liggur undir þungu ámæli vegna harðra aðgerða ICE - Innflytjendastofnunarinnar og landamæraeftirlitsins, og það hefur orðið enn háværara eftir drápin.Magnús Sveinn Helgason, sagnfræðingur, og Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, ræddu stöðuna sem uppi er í Bandaríkjunum í Kastljósi í kvöld. LÍKLEGT AÐ TRUMP BEINI SJÓNUM SÍNUM AÐ SVOKÖLLUÐUM „BLÁUM RÍKJUM“ Í REFSINGARSKYNI Magnús segir erfitt að segja til um af hverju Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur ákveðið að einblína á ákveðin fylki í Ban | |
| 22:20 | Tuttugu hið minnsta hafa farist í vetrarhörkum í Bandaríkjunum Mikil snjókoma á bandarískan mælikvarða, slydda og frostrigning hafa einkennt veðrið þar síðustu daga. Að minnsta kosti tuttugu hafa látið lífið í kuldanum. Þrjátíu stiga frosti hefur verið spáð í Michigan og víða um Bandaríkin er ófært og samgöngur í lamasessi. Ríkisstjóri New York segir þetta mesta kulda þar í áraraðir.„Einhvers konar heimskautaveður hefur gengið yfir ríkið okkar og mörg önnur ríki í landinu. Snjókoman sem hefur verið spáð er nú hafin en þetta er svakalegt. Kuldinn nístir inn að beini og veðrið er hættulegt,“ segir Kathy Hochul, ríkisstjóri New York.Tuttugu hið minnsta hafa farist í miklum vetrarhörkum í Bandaríkjunum síðustu daga. Hundruð þúsunda hafa verið án rafmagns og viðvaranir ná til yfir helmings landsmanna.Fjöldi dauðsfalla er rakinn til veðursins, þar af átta, | |
| 22:15 | Trump sló sáttatón Donald Trump Bandaríkjaforseti gaf í skyn í dag að breyting gæti orðið á því hvernig ríkisstjórn hans muni beita sér í innflytjendamálum í Minnesota. | |
| 22:13 | Stórfengleg afurð áhugaljósmyndara á Hólmavík „Nei nei, ég er ekki atvinnuljósmyndari, bara áhugamaður eitthvað að leika mér,“ segir Júlíus Garðar Þorvaldsson á Hólmavík sem sendi mbl.is meðfylgjandi myndir af dansi norðurljósa á himni á heimaslóðum hans á laugardagskvöld. | |
| 22:05 | „Það kemur mér á óvart að þau hafi ekki hjólað í þetta fyrr“ Sérfræðingur í tæknirétti fagnar því að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ætli að hefja rannsókn á gervigreindarlíkaninu Grok vegna dreifingar á efni sem gæti jafnast á við barnaníð. Hún segir mikilvægt að draga fyrirtæki til ábyrgðar en notendur verði þó einnig að vera ábyrgir. SKYNSAMLEGT OG Í SAMRÆMI VIÐ EVRÓPSKT REGLUVERK Í tilkynningu frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir að samfélagsmiðillinn X, þar sem þetta gervigreindarlíkan er að finna, virðist ekki hafa gætt nægilega vel að hættunni á að ólöglegu efni, þar á meðal kynferðislegum djúpfölsuðum myndum – jafnvel af börnum – yrði dreift á samfélagsmiðlinum.„Ég held þetta sé skynsamlegt og í samræmi við það regluverk sem er í gildi í Evrópu. Það er ákveðin skylda hjá þeim aðilum sem bjóða upp á stafræna þjónustu í Evrópu að | |
| 22:00 | Þrjár vikur gefnar til umsagnar Ábyrgð á eftirliti með hollustuháttum og mengunarvörnum verður færð frá heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga til Umhverfis- og orkustofnunar. | |
| 21:59 | Barry bjargaði stigi fyrir Everton Thierno Barry sá til þess að Everton náði jafntefli gegn Leeds United, 1-1, á heimavelli í lokaleik 23. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. | |
| 21:55 | Íslendingur í hringiðu mótmæla „Mig langaði að styðja hverfið, borgina mína og fólkið sem getur ekki farið út sjálft að mótmæla af ótta við að verða handtekið,“ segir Karvel Ágúst Schram, Íslendingur í Minneapolis sem mótmælt hefur skefjalausu ofbeldi undanfarinna daga og ára með samborgurum sínum. | |
| 21:52 | Slökkviliðsmaður myrti eiginkonuna eftir að hafa lesið dagbókina hennar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður í Hollywood-borg er grunaður um að hafa banað eiginkonu sinni með exi eftir að hafa lesið dagbókina hennar. Hinn grunaði, Andrew Jiminez, 45 ára gamall, hafði sjálfur samband við lögreglu og bað um að heimili hans yrði kannað þar sem honum hefði ekki tekist að hafa upp á eiginkonu sinni, Mayra Jiminez, Lesa meira | |
| 21:40 | Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum Keflavík vann frábæran sautján stiga sigur á liði Tindastóls 98-81 þegar liðin mættust í frestuðum leik í Blue höllinni í Keflavík nú í kvöld. Leiknum hafði verið frestað sökum þáttöku Tindastóls í Evrópukeppni. | |
| 21:31 | Býst við að bilanatíðnin sé sú sama á Íslandi Eigendur rafbíla af gerðinni Tesla og þá sérstaklega af gerðinni Tesla Y eru hvattir til þess að fylgjast vel með ástandi bíla sinna af hálfu FÍB. Tilefnið eru fréttir af því að tæplega helmingur Tesla Y bíla komist ekki í gegnum fyrstu skoðun í Danmörku. | |
| 21:31 | Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Eigendur rafbíla af gerðinni Tesla og þá sérstaklega af gerðinni Tesla Y eru hvattir til þess að fylgjast vel með ástandi bíla sinna af hálfu FÍB. Tilefnið eru fréttir af því að tæplega helmingur Tesla Y bíla komist ekki í gegnum fyrstu skoðun í Danmörku. | |
| 21:30 | Unglingskynlífssena splundraði samstarfi athyglisverðustu bræðra Hollywood Margir í kvikmyndabransanum og víðar hafa klórað sér í hausnum og velt fyrir sér hvað ollu sundrungu milli Josh og Benny Safdie. Bræðurnir Josh (41) og Benny (39) vöktu strax athygli með fyrstu mynd sinni í fullri lengd, The Pleasure of being Robbed árið 2008, sem var sýnd á Cannes kvikmyndahátíðinni. Fleiri myndir og verðlaun Lesa meira | |
| 21:23 | Lík síðasta ísraelska gíslsins endurheimt Ísraelsher hefur endurheimt lík Ran Gvili, síðasta ísraelska gíslsins í Gaza. Sameinuðu þjóðirnar segja tíma til kominn að vopnahléssamkomulagi sé framfylgt eftir meira en tvö ár af stríði og eyðileggingu.„Við fögnum fréttum af þessari þróun og vottum fjölskyldu hans samúð okkar. Það er algjörlega brýnt að vopnahlésfyrirkomulaginu á Gaza verði framfylgt að fullu,“ hefur fréttaveitan AFP eftir Stephane Dujarric, talsmanni Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna.Leitin að Ran Gvili liðþjálfa hafði staðið yfir síðan vopnahlé við Hamas tók gildi í október. Nú þegar lík hans hefur fundist getur næsti áfangi í friðaráætlun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta hafist.Í öðrum áfanga friðaráætlunarinnar felst enduruppbygging og full afvopnun á Gazasvæðinu, þar á meðal afvopnun Hamas o | |
| 21:23 | Síðasti ísraelski gíslinn kominn heim Ísraelsher hefur endurheimt líkamsleifar Ran Gvili, síðasta ísraelska gíslsins í Gaza. Sameinuðu þjóðirnar segja tíma til kominn að vopnahléssamkomulagi sé framfylgt eftir meira en tvö ár af stríði og eyðileggingu.„Við fögnum fréttum af þessari þróun og vottum fjölskyldu hans samúð okkar. Það er algjörlega brýnt að vopnahlésfyrirkomulaginu á Gaza verði framfylgt að fullu,“ hefur fréttaveitan AFP eftir Stephane Dujarric, talsmanni Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna.Leitin að Ran Gvili hafði staðið yfir síðan vopnahlé tók gildi í október. Gvili var ungur lögreglumaður sem skotinn var til bana í hryðjuverkaárásinni 7. október 2023 og lík hans tekið með til Gaza. Alls var tvö hundruð fimmtíu og einn tekinn í gíslingu og nú hefur öllum verið skilað heim, lífs eða liðnum. | |
| 21:18 | Ræddu möguleika á sæstreng milli Alaska og Grænlands eða Íslands Ráðgjafi hjá American Foreign Policy Council (AFPC), ráðgjafar- og rannsóknarstofnun á sviði utanríkismála, sagði að Kína væri þegar farið að beita pólitískum og efnahagslegum þrýstingi á norðurslóðum, meðal annars á Íslandi.Alexander B. Gray, ráðgjafinn, sagði þetta á fundi öldungardeildar Bandaríkjaþings í febrúar 2025 sem fjallaði um stöðu Bandaríkjanna gagnvart Grænlandi og aukna nærveru Kína á norðurslóðum. Fundurinn bar heitið „Nuuk and cranny“.Þar spurði Marsha Blackburn, öldungardeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, hvers vegna það væri mikilvægt fyrir Bandaríkin að styrkja tengsl sín við Grænland vegna áhrifa Kommúnistaflokks Kína.Ráðgjafi á sviði utanríkismála sagði á fundi öldungadeildar Bandaríkjaþings árið 2025 að Ísland væri meðal ríkja á norðurslóðum í skuldagildru gagnvart | |
| 21:03 | Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Doktor í fjölskyldutengslum segir fólk í auknum mæli útskúfa fjölskyldumeðlimum vegna deilna. Oftast sé um að ræða uppkomin börn sem útiloka foreldra sína frá barnabörnum. Erfitt er að leysa úr deilunum. | |
| 21:03 | Yfir átta hundruð umsagnir í samráðsgátt vegna frumvarps um lagareldi Mörg hundruð eru búin að senda inn umsögn í samráðsgátt stjórnvalda við drög að frumvarpi atvinnuvegaráðherra um lagareldi. Meðal annars er bent á að engin viðurlög séu við sleppingum eða fiskidauða.Megnið af athugasemdum er frá einstaklingum sem gagnrýna fiskeldi í opnum sjókvíum út frá náttúruvernd, en í sumum umsögnum er fyrirhugaðri lagasetningu fagnað.Í umsögn Íslenska náttúruverndarsjóðsins er líka fundið að því að stjórnvöld hafi ekki leyfi til að svipta fyrirtæki rekstrarleyfi gerist þau ítrekað brotleg. Þá er einnig gagnrýnt að verið sé að koma á eins konar kvótakerfi í fiskeldinu. YFIR ÁTTA HUNDRAÐ UMSAGNIR Í SAMRÁÐSGÁTT STJÓRNVALDA Andstæðingar sjókvíaeldis hafa helst gagnrýnt svokallaðan laxahlut, nýtt hugtak sem kynnt er til sögunnar í frumvarpinu, en það er hlutur eldisfyr | |
| 21:03 | Hagvöxtur þurfi að skila sér í bættri velsæld „Hagvöxtur virðist markmið í sjálfu sér, án skýrrar röksemdarfærslu um hvernig hann skilar sér í bættri velsæld.“ | |
| 21:00 | Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Þýska karlalandsliðinu í handbolta, sem Alfreð Gíslason stýrir, tókst ekki að tryggt sér sæti í undanúrslitum Evrópumótsins í kvöld. Þjóðverjar töpuðu þá fyrir Dönum í Herning, 26-31. | |
| 20:33 | Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Kanye West, eða Ye, greiddi fyrir heilsíðuauglýsingu í Wall Street Journal sem kom út í dag, þar sem hann baðst afsökunar á framferði sínu undanfarin ár. Yfirlýsingin sem birt var er titluð „Til þeirra sem ég hef sært“ og beinir hann afsökunarbeiðni sinni sérstaklega til þeldökkra Bandaríkjamanna og gyðinga. | |
| 20:30 | Systur sameinaðar í fyrsta sinn síðan faðirinn myrti móður þeirra fyrir 50 árum Tvær systur sem voru aðskildar sem börn eftir að faðir þeirra myrti móður þeirra með hamri hafa sameinast á ný eftir 51 árs aðskilnað. Janet Brocklehurst og Theresa Fazzani voru fimm og sjö ára þegar móðir þeirra, Helen Barnes, var barin til bana af eiginmanni sínum, Malcolm, á heimili þeirra í Newport í Wales í Lesa meira | |
| 20:20 | Myndir: Skátamót í anda Ólympíuleikanna Um 120 skátar komu saman á árlegu vetrarmóti Reykajvíkurskáta við Úlfljótsvatn um helgina. | |
| 20:06 | Þrotabú Torgs hafði betur gegn ríkinu Þrotabú fjölmiðilsins greiddi 14 milljóna reikning skömmu fyrir gjaldþrot | |
| 20:05 | Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Þrátt fyrir að Guðni Guðmundsson, bóndi á Þverlæk í Rangárþingi ytra sé orðinn 92 ára gamall þá er hann enn að ganga með fram vegum og tína upp einnota umbúðir, dósir og flöskur. Hann hefur safnað tæplega 30 milljónum á síðustu 20 árum og gefið meira og minna íþróttafélaginu í sveitinni hans allan peninginn. | |
| 20:05 | Mánaðarlegt áramótaskaup byggt á íslenskum fréttum Leikkonan Rebekka Magnúsdóttir er gestur Dagmála. Hún hefur komið víða við í spunasenunni, er í sýningahópi Improv Ísland, kvennaspunahópnum Eldklárar og Eftirsóttar og spuna- og grínsýningunni Gúrkutíð. | |
| 20:02 | Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu Íris E. Gísladóttir og Mathieu Grettir Skúlason eru liðlega þrítug og dvelja þessi misserin í París ásamt börnum sínum tveimur, þeim Evu 13 ára og Eric 4 ára. Ekki bara af því að þeim finnst frönsku vínin svo ljúffeng eða croissanturnar svo kræsilegar heldur var það samdóma niðurstaða fjölskyldunnar að í París gætu þau lifað betra lífi sem frumkvöðlar en á Íslandi. | |
| 20:02 | Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Leiðsögumaður varð vitni að fjölda ferðamanna gera sér ferð út á ísinn í Kerinu á Suðurlandi í gær. Eigendur þess segjast taka málinu alvarlega og að brugðist verði við, stranglega bannað sé að fara út á ísinn. | |
| 20:02 | Nágranni reyndi að slökkva eldinn og bjarga konunni úr íbúðinni sem brann Rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöld fékk slökkviliðið á Suðurnesjum tilkynningu um eld í fjölbýlishúsi við Vatnsholt í Reykjanesbæ. Eldurinn kviknaði í íbúð á jarðhæð og konan sem þar býr var föst inni í íbúðinni. Eldtungur mættu slökkviliði þegar það kom á staðinn. Reykkafararnir fundu konuna fljótt og farið var með hana til Reykjavíkur á sjúkrahús þar sem hún liggur þungt haldin. Í íbúðinni voru einnig hundar konunnar en sjö þeirra drápust í brunanum.Nágranni konu sem er þungt haldin eftir að eldur kviknaði í íbúð hennar í Reykjanesbæ í gær heyrði hana kalla á hjálp og reyndi að bjarga henni úr íbúðinni, þar sem hún var föst. REYNDI AÐ SLÖKKVA ELDINN Á NÆRBUXUNUM EINUM KLÆÐA Ammar Jabbar er sautján ára. Hann býr við hlið konunnar ásamt foreldrum og fjórum systkinum. Hann var kominn u | |
| 20:00 | Sala á bensíni minnkar Innflutningur á blýlausu bensíni hefur dregist saman síðustu ár. Rafbílar eru farnir að saxa á bensínsöluna, segir sviðsstjóri hjá Umhverfis- og orkustofnun.Fjórtán prósent allra fólksbíla í landinu eru hreinir rafbílar. Fólksbílum sem hvorki eru tvinn- eða tengiltvinnbílar hefur fækkað um 50 þúsund síðustu ár svo innflutningur á bensíni hefur tekið breytingum.Langstærstur hluti fólksbíla er knúinn af blýlausu bensíni en mest var flutt inn af því árið 2006. Í hruninu varð samdráttur og svo frá 2018 til 2019, fyrir COVID-19-faraldurinn, varð mikill samdráttur. Innflutningur á blýlausu bensíni jókst aftur árið 2022 en var langt frá því að ná sér á strik eins og fyrir faraldurinn. Þetta segja tölur frá Hagstofunni.„Fyrsta hlutann af þessum samdrætti í bensíni má eiginlega skýra á betri nýtni | |
| 19:50 | „Hvöttum hvert annað til að örvænta ekki“ Þegar ferjan var byrjuð að hallast mikið í nótt undan suðurströnd Filippseyja hlupu farþegarnir ósjálfrátt yfir á aðra hliðina í örvæntingarfullri tilraun til að koma jafnvægi á skipið. | |
| 19:36 | „Mick Jagger“ táldró starfsmann sveitarfélags Kona á sjötugsaldri, starfsmaður sveitarfélagsins Solna, skammt suðvestur af sænsku höfuðborginni Stokkhólmi, sætir nú ákæru fyrir Héraðsdómi Solna fyrir allsérstakt brot framið árabilið 2019 til '23. | |
| 19:35 | „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Kona liggur þungt haldin á gjörgæsludeild eftir að eldur kom upp í íbúð hennar í Reykjanesbæ seint í gærkvöldi. Sjö hundar voru í íbúðinni og drápust en slökkviliðsstjóri segir konuna hafa verið komna í sjúkrabíl innan við tíu mínútum eftir að útkallið barst. | |
| 19:12 | Þýskaland - Danmörk | Strákarnir hans Alfreðs geta tryggt sér sæti í undanúrslitum Þýska karlalandsliðið í handbolta, sem Alfreð Gíslason stýrir, getur tryggt sér sæti í undanúrslitum Evrópumótsins með sigri eða jafntefli gegn heims- og Ólympíumeisturum Danmerkur í kvöld. | |
| 19:09 | Mögulega fleiri flugsætum bætt við komist Ísland í úrslit Mikil eftirspurn hefur verið eftir flugi til Kaupmannahafnar í kringum Evrópumótið í handbolta. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair segir að alls hafi 560 sætum verið bætt við, þar af 315 vegna milliriðla. Hann segir til skoðunar að bæta við fleiri sætum komist liðið áfram í undanúrslit.„Já við búumst nú alveg við því. Við erum með nokkra möguleika til skoðunar, sem við getum þá sett hratt í gang ef að liðið fer áfram og áhuginn heldur áfram,“ Segir Guðni. Ísland keppir á morgun við Sviss og á leik við Slóveníu á miðvikudag.Með sigri í þessum leikjum getur liðið tryggt sig áfram í undanúrslit. HSÍ REYNIR AÐ FÁ FLEIRI MIÐA Á ÚRSLITIN Flugsæti eru þó ekki eini takmarkandi þátturinn í jöfnunni þar sem einnig þarf miða á leiki Íslands. Samkvæmt upplýsingum frá HSÍ eru enn lausir | |
| 19:04 | Vill feta í fótspor Thatcher en er nú líkt við Truss Fjármögnunarkostnaður Japans hækkaði hressilega eftir að Takaichi boðaði skyndikosninga og lofaði skattalækkunum. | |
| 19:03 | Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Tilkynningum um barnaníð fjölgaði umtalsvert á síðasta ári samkvæmt skýrslu ríkislögreglustjóra. Yfirmaður kynferðisbrotadeildar segir óvenjumörg stór mál hafa komið upp síðustu mánuði og segir að gagnrýni vegna seinagangs rannsókna á sínum tíma hafi verið réttmæt. | |
| 19:03 | Vistaskipti á Patreksfirði Orkubú Vestfjarða og Vélsmiðjan Logi á Pateksfirði hafa samið um skipti á fasteignum. Orkubúið eignast húsnæði Vélsmiðjunnar við Aðalstræti 112 en í staðinn eignast Vélsmiðjan Logi húsnæði Orkubúsins í Iðngörðunum á Vatneyri á Patreksfirði. | |
| 19:02 | Fréttaskýring: Haltu mér, slepptu mér, hlýddu mér Vinaþjóðir Bandaríkjanna eru farnar að svipast um eftir nýjum vinum. Gölluð efnahags- og loftslagspólitík hefur veiklað Evrópu og Trump gengur á lagið og beitir „óðsmannspólitík“. | |
| 19:00 | Eyjamenn ósáttir og sjá fram á skerta þjónustu Bæjarstjórn Vestmannaeyja lýsir yfir óánægju með fyrirhugaðan niðurskurð á framlagi ríkisins til samgangna milli lands og eyja. Segir bæjarstjórnin að öllu óbreyttu muni sú þjónusta sem íbúum bæjarins stendur til boða, við að komast upp á fastalandið, skerðast og raunar hefur Vegagerðin farið fram á viðræður um að samningur um rekstur Herjólfs verði endurskoðaður í Lesa meira | |
| 18:34 | Mikil tækifæri í gríðarlega heitu svæði Virkja á gamla jarðhitaholu og bora fleiri á tveimur borplönum sem eru til staðar í og við Eldvörp á Reykjanesskaga. Áætlanir HS Orku miða að því að byggt verði upp nýtt borplan á öðrum stað og að gufunni úr holunum á Eldvarpasvæðinu verði veitt með safnæðum í orkuverið í Svartsengi | |
| 18:29 | Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er að senda Tom Homan, svokallaðan „landamærakeisara“ sinn, til Minnesota. Þar á hann að ræða við Tim Walz, ríkisstjóra, og aðra embættismenn um ástandið þar og aðgerðir alríkisútsendara. Gífurlega spenna er í ríkinu eftir að útsendarar þessir skutu aðra manneskju til bana um helgina. | |
| 18:24 | Bestu og verstu flugfélög Bandaríkjanna árið 2025 Lággjaldaflugfélagið Southwest Airlines var valið besta flugfélag Bandaríkjanna samkvæmt árlegri könnun Wall Street Journal. | |
| 18:15 | Ríkisfyrirtæki hækkar gjaldskrá sína Ríkisfyrirtækið Auðkenni sem heldur utan um rafræn skilríki hefur hækkað gjaldskrá sína um 3,5%. | |
| 18:02 | Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Kona liggur þungt haldin á gjörgæsludeild Landspítalans eftir að eldur kom upp í íbúð hennar í fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ seint í gærkvöldi. Sjö hundar drápust í brunanum. Við verðum í beinni frá Reykjanesbæ í kvöldfréttum og ræðum við slökkviliðsstjóra. | |
| 18:00 | Ég er svo nett að ég er ógeðslega nett Eins og vanalega lauk hamaganginum í Dönsku konunni með því að Trine Dyrholm tók lag og nú var það lagið Ógeðsleg eftir Reykjavíkurdætur og Helga Sæmund: Rapparar á þriðju hæð - haha / Ég er á fjórðu. | |
| 17:49 | Veitir ekki viðtöl að sinni Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri mun ekki veita viðtöl um úrslit prófkjörs Samfylkingarinnar í dag. Enn er óvíst hvort hún þiggi annað sætið á lista flokksins í vor. | |
| 17:43 | Mál Ivan Nicolai Kaufmann fer beint í Hæstarétt Hæstiréttur hefur ákveðið að taka fyrir mál kaupsýslumannsins Ivan Nicolai Kaufmann gegn íslenska ríkinu. Málið verður því ekki tekið fyrir í Landsrétti.Málið snýr að kröfu Kaufmann um að honum verði leyft að setjast í stjórn Vélfags en hann er stærsti hluteigandi fyrirtækisins.Íslenska ríkið lagðist gegn því að málinu yrði áfrýjað beint til Hæstaréttar.Eins og áður hefur komið fram er Vélfag fyrsta og eina fyrirtækið á Íslandi sem beitt hefur verið efnahagsþvingunum vegna meintra tengsla við Rússland. Efnahagsþvingunum var komið á eftir að Rússland réðst inn í Úkraínu.Tvö mál voru höfðuð gegn íslenska ríkinu vegna þessa. Annars vegar af hálfu Vélfags sem fór fram á að efnahagsþvingunum gagnvart fyrirtækinu yrði aflétt og hins vegar af hálfu Kaufmann sem krefst þess að honum verði leyft að | |
| 17:42 | Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Sjö létu lífið en einn lifði af þegar einkaþota endaði á hvolfi í flugtaki í Maine í Bandaríkjunum í dag. Mikil snjókoma var á Bangor-flugvellinum þar sem slysið varð og var honum lokað eftir slysið. | |
| 17:39 | Telja sig hafa ráðið niðurlögum faraldurs Marburg-veiru Eþíópía telur sig hafa ráðið niðurlögum fyrsta faraldurs Marburg-veirunnar í landinu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin greinir frá þessu. Engin ný tilfelli hafa greinst í 42 daga.Fyrsta tilfellið greindist 14. nóvember í bænum Jinka, um 430 kílómetra suðvestur af höfuðborginni Addis Ababa. Fjórtán greindust með smit og níu þeirra létu lífið. Fimm til viðbótar létu lífið en ekki hefur verið staðfest hvort þeir hafi verið með sjúkdóminn.Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir i´tilkynningunni að gott samstarf við heilbrigðisráðuneyti Eþíópíu og landlækni hafa verið helsta ástæða þess að sjúkdómurinn breiddist ekki út í meiri mæli. Innan við sólarhring eftir að fyrsta smitið var staðfest sendi Alþjóðaheilbrigðisstofnunin 36 sérfræðinga á vettvang og færði starfsfólk til að aðstoða yfirvöld við viðbrögði | |
| 17:30 | Bandarískum TikTok-notendum brugðið yfir uppfærðum skilmálum vegna eigendaskiptanna Bandarískum notendum miðilsins TikTok brá í brún fyrir helgi þegar forritið bað þá að samþykkja nýja skilmála. Uppfærslan á rætur að rekja til eigendaskipta en yfirvöld í Bandaríkjunum hótuðu að banna miðilinn í landinu ef bandarískur rekstur hans væri ekki í meirihlutaeigu bandarískra aðila. Eftir nokkur átök varð lendingin sú að fyrirtækið TikTok USDS Joint Lesa meira | |
| 17:30 | „Maður á að tækla raunveruleikann edrú“ „Ég var hreinlega í sjálfsmorðshættu. Ég var búinn að tala við lækni, var með rosalegar sjálfsmorðshugsanir og var með dúkahníf og var búinn að skera mig,“ segir Flosi Þorgeirsson sagnfræðingur, gítarleikari, sjúkraliði og annar þáttastjórnenda hlaðvarpsins Draugar Fortíðar. Flosi hefur lengi talað opinskátt um andleg veikindi sín og viðtal í Fullorðins er engin undantekning. Í Lesa meira | |
| 17:28 | Ástæða aukinna veikindaforfalla rakin til streitu Veikindaforföll hafa aukist töluvert á undanförnum árum. Ástæðan er að miklu leyti rakin til streitu og geðrænna orsaka. | |
| 17:27 | Nýr „Behind Bars“-þáttur tekinn upp á Litla-Hrauni – Sjáðu þáttinn hér! Nýr heimildarþáttur í þáttaröðinni Behind Bars hefur verið birtur á YouTube-rásinni Free Documentary. Þátturinn fjallar um fangelsið Litla-Hraun og setur það í alþjóðlegt samhengi sem hluta af seríu sem skoðar fangelsiskerfi víðs vegar um heiminn. Sýnir rútínu, öryggi og daglegt líf innan múranna Í lýsingu og texta sem fylgir útgáfunni er þátturinn sagður veita innsýn […] Greinin Nýr „Behind Bars“-þáttur tekinn upp á Litla-Hrauni – Sjáðu þáttinn hér! birtist fyrst á Nútíminn. | |
| 17:21 | Dalurinn veikst um 4% á tveimur mánuðum Gengi Bandaríkjadals gagnvart íslensku krónunni hefur ekki verið lægra síðan í lok október. | |
| 17:21 | Vistuð á geðsjúkrahúsi eftir árás á lestarstöð Kona sem stakk fimmtán manns í árás á aðallestarstöð Hamborgar í norðurhluta Þýskalands á síðasta ári var úrskurðuð í varanlega vistun á geðsjúkrahúsi í dag. | |
| 17:18 | Prinsessan tjáir sig ekki um hálfbróðurinn „Ég held að þetta mál eigi að fá svigrúm til afgreiðslu í réttarkerfinu og mér finnst ekki eðlilegt að ég tjá mig um það að nokkru leyti,“ sagði Ingrid Alexandra Noregsprinsessa í fyrstu opinberu heimsókninni sem hún tekst á hendur ein. | |
| 17:15 | Eitt mesta leysingaár síðustu 25 til 30 árin Íslenskir jöklar rýrnuðu um 15 milljarða tonna jökulárið 2024 til 2025. Vatnajökull rýrnaði mest, um tæplega 11 milljarða tonna og Hofsjökull og Langjökull um samtals tæplega þrjá milljarða tonna. Verkefnastjóri segir þetta eitt mesta leysingaár í áratugi. MJÖG MIKIÐ TAP Ný samantekt sem unnin var í samstarfi Landsvirkjunar, Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands, Veðurstofu Íslands og Náttúrufræðistofnunar Íslands byggir á greiningu afkomumælinga sem stofnanirnar sinna.„Helsta niðurstaðan er í sjálfu sér að það er mjög mikið tap fyrir þetta jökulár fyrir alla jökla sem eru mældir. Þetta er kannski ekki alveg stærsta árið. Það eru stór ár eins og 2010 þegar það var eldgos í Eyjafjallajökli,“ segir Andri Gunnarsson, verkefnastjóri hjá Landsvirkjun.Jökulár er frá upphafi ákomusöfnunar í byr | |
| 17:11 | Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Húsið að Hagamel 55 sem um áratuga skeið hefur hýst starfsemi leikskólans Vesturborgar hefur kvatt götuna. Undanfarna daga hafa vinnuvélar unnið við að rífa húsið sem er 101 árs gamalt en tökumaður Sýnar leit þar við. | |
| 16:57 | Tekur ekki vel í hugmyndina Guðmundi Ara Sigurjónssyni þingflokksformanni Samfylkingarinnar líst ekki vel á hugmyndir landskjörstjórnar um að fresta talningu fram á næsta dag eftir Alþingiskosningar. Hann segir kosningar lýðræðishátíð sem standa eigi vörð um. | |
| 16:51 | Lögregla fékk engar ábendingar um hótanir með byssu Engar ábendingar hafa borist frá almenningi um meintar hótanir með skotvopni á Akureyri, sem lögreglan á Norðurlandi eystra hefur til rannsóknar. Lögreglan gerði nýverið húsleit á fjórum stöðum, vegna gruns um að þar væri byssa sem hefði verið notað til hótana. Þau handtóku í framhaldi sex einstaklinga, sem öllum hefur nú verið sleppt.Lögreglan óskaði svo eftir upplýsingum frá öllum þeim sem kynnu að hafa upplýsingar um fyrrnefndar hótanir, en það hefur ekki borið árangur.Skarphéðinn Aðalsteinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, segir það heldur óvenjulegt að engar upplýsingar berist. Rannsókninni miði þrátt fyrir það ágætlega og þau telji sig hafa náð utan um aðalatriði málsins.Auk byssunnar sem lögregla leitaði að, fundust fíkniefni, fjármunir, eggvopn, s | |
| 16:46 | Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Of einföld mynd hefur verið dregin upp af veikindaforföllum á vinnumarkaði og látið að því liggja að þau séu einstaklingsbundin heilbrigðisvandamál. Nýjustu gögn frá Noregi, Svíþjóð og Danmerku benda hinsvegar til þess að kerfislægar ástæður liggi að baki, álag, mannekla og sífellt kröfuharðara vinnuumhverfi þar sem streita, kvíði og þunglyndi vegi sífellt þyngra. | |
| 16:45 | Indland að lækka tolla á evrópska bíla Búist er við því að Indland og ESB muni tilkynna fríverslunarsamning á morgun sem kveður á um verulegar tollalækkanir. | |
| 16:42 | Vilja að hægt sé að fangelsa 13 ára börn Stjórnvöld í Svíþjóð ætla að leggja fram umdeilt frumvarp sem gerir ráð fyrir því að sakhæfisaldur fyrir alvarlega glæpi verði lækkaður úr 15 árum í 13. Fangelsisdómar yrðu þá heimilaðir í ákveðnum tilvikum.Gunnar Strömmer dómsmálaráðherra Svíþjóðar segir á blaðamannafundi að þetta myndi eiga við um glæpi á borð við morð, morðtilraun og alvarlegar sprengjuárásir, vopnalagabrot og nauðganir. „Hér er ekki verið að lækka almennan sakhæfisaldur,“ sagði Strömmer.Tilgangurinn með þessu frumvarpi er að berjast gegn glæpagengjum sem í auknum mæli ráða til sín börn til að fremja alvarlega glæpi, vitandi að þeirra bíður ekki fangelsisdómur ef þau nást. Í skýrslu sem kom út í janúar í fyrra var lagt til að lækka sakhæfisaldurinn í 14 ár en í september tilkynntu stjórnvöld um að þau vildu lækka hann í | |
| 16:40 | Hækka verðmatið um fjórðung og mæla núna með kaupum í Högum Virðismat á Haga hefur verið hækkað umtalsvert eftir sterkt uppgjör smásölurisans, meðal annars vegnar lækkunar á áhættuálagi og væntinga um betri afkomu, samkvæmt nýrri greiningu. | |
| 16:35 | Tæknivæðing gróðurhúsa heldur áfram: 118 milljónum úthlutað Loftslags- og orkusjóður hefur úthlutað rúmlega 118 milljónum króna í styrki til orkusparandi verkefna í gróðurhúsum. Styrkirnir renna til 11 ylræktenda og miða að því að draga úr raforkunotkun, bæta orkunýtni og styðja við áframhaldandi tæknivæðingu íslenskra gróðurhúsa. Verkefnin snúa fyrst og fremst að innleiðingu LED-lýsingar og annars orkusparandi búnaðar, sem getur dregið úr raforkunotkun í […] The post Tæknivæðing gróðurhúsa heldur áfram: 118 milljónum úthlutað appeared first on Fréttatíminn. | |
| 16:35 | Minnst 11 látnir og áfram spáð miklum kulda Að minnsta kosti 11 manns hafa látið lífið í öflugum vetrarstormi sem hefur valdið tjóni á svæði sem nær frá Texas til New England eða svipað svæði og frá Íslandi til Spánar. | |
| 16:34 | Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Tilnefningarnefnd Íslandsbanka hefur auglýst eftir frambjóðendum til stjórnar bankans, aðeins einni viku eftir að ný stjórn bankans var kjörin á hluthafafundi. Ný stjórn verður kjörin á aðalfundi bankans þann 19. mars, sléttum tveimur mánuðum eftir að núverandi stjórn var kjörin. | |
| 16:19 | Mark Rutte: „Evrópa getur ekki varið sig án Bandaríkjanna“ „Ef einhver hér heldur að Evrópusambandið, eða Evrópa í heild sinni, geti varið sig án Bandaríkjanna, getið þið látið ykkur dreyma. Það er ekki hægt,“ sagði Mark Rutte framkvæmdastjóri NATO þegar hann ávarpaði Evrópuþingið í dag.Rutte sagði að til þess þyrftu Evrópuþjóðir að setja allt að 10% af landsframleiðslu í varnarmál. Þá þyrftu þær að verða sér úti um eigin kjarnorkuvopn og fjárfesta fyrir milljarða evra. Hann sagði jafnframt að Evrópa þyrfti á Bandaríkjunum að halda og á sama hátt þyrftu Bandaríkin á NATO að halda.Mark Rutte þegar hann ávarpaði Evrópuþingið í dag.EPA / Olivier Matthys | |
| 16:18 | Óvíst hvort Heiða þiggur 2. sætið og uppstillingarnefnd heldur fund Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri hefur ekki gefið út hvort hún þiggi annað sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar eftir að hún laut í lægra haldi gegn Pétri Marteinssyni í prófkjöri flokksins um helgina.Yrði einhver breyting á myndi ákvörðun þess efnis berast uppstillingarnefnd flokksins. Björk Vilhelmsdóttir, formaður nefndarinnar segir engar upplýsingar um slíkt hafa borist, en nefndin kemur saman í kvöld þar sem meðal annars verða rædd viðbrögð, taki Heiða ekki sætið.Róbert Marshall, aðstoðarmaður Heiðu Bjargar, sagði hana ekki hafa tekið ákvörðun og að hún myndi engin viðtöl veita að sinni.Fari svo, að Heiða þiggi ekki sæti á lista Samfylkingarinnar, færast þau sem eru í 3. - 6. sæti upp. 16 gáfu kost í sér í prófkjörinu en kosnin | |
| 16:18 | Jöklarnir rýrna aftur jafn hratt og um aldamótin Árið 2024-2025 reyndist íslenskum öklum þungt í skauti en þeir rýrnuðu um 15 milljarða tonna. | |
| 16:16 | Hafa borið kennsl á jarðneskar leifar Gvili Ísraelsher greindi frá því í dag að búið væri að bera kennsl á jarðneskar leifar Ran Gvili, síðasta gíslsins sem haldið var á Gasa, og flytja þær til Ísraels til greftrunar. | |
| 16:15 | Fékk áfall þegar hann sá fréttirnar: „Hann lét mér líða eins vel og mögulegt var“ Þegar Sonny Fouts sat heima hjá sér um helgina og horfði á fréttirnar í sjónvarpinu sá hann kunnuglegu andliti bregða fyrir. Fréttin var um ungan mann sem hafði verið skotinn til bana af fulltrúum bandaríska tolla- og innflytjendaeftirlitinu, ICE, í Minneapolis. Sonny, sem er fyrrverandi flughermaður, var fljótur að kveikja á perunni hvaðan hann þekkti Lesa meira | |
| 16:10 | Vélfagsmálið og þvingunaraðgerðir gegn Rússlandi: Ráðuneytið fylgist með útflutningi Utanríkisráðueytið segist fylgjast með því að íslensk fyrirtæki flytji ekki út vörur til Rússlands sem þau mega ekki flytja út vegna viðskiptaþvingana sem eru í gildi vegna stríðsins í Úkraínu. Ráðuneytið segist ekki hafa haft spurnir að því að íslensk fyrirtæki hafi flutt út vörur fyrir hergagnaiðnað í Rússlandi eða að útflutningsbönn hafi verið brotin með öðrum hætti. > Frá því að innrásarstríðið í Úkraínu hófst hefur ráðuneytið reglulega kallað eftir upplýsingum frá tollgæslusviði Skattsins varðandi útflutning á hátæknivörum og útflutningi til ríkja sem Rússar hafa nýtt til þess að sniðganga útflutningsbönn. Þetta kemur fram í svörum frá ráðuneytinu við spurningum um Vélfagsmálið svokallaða og þvingunaraðgerðir gegn Rússlandi. Vélfagsmálið er nú rannsakað sem sakamál eftir lögregluaðg | |
| 16:01 | Amaroq hækkað um 135% á fimm mánuðum Gengi Sjóvár, sem er meðal stærstu hluthafa Amaroq, hækkaði um 3% í dag. | |
| 16:00 | Verkalýðsfélag með stórtæk áform í miðbæ Hafnarfjarðar – Kaupa tvö hús, eina lóð og leysa úr erfiðum hnút Bæjarráð Hafnarfjarðar hefur samþykkt kauptilboð verkalýðsfélagsins Hlífar í tvö hús og eina lóð sem staðsettar eru í miðbæ bæjarins. Greiðir félagið 450 milljónir króna fyrir eignirnar. Í greinargerð með tilboðinu er lýst áformum um fjölbreytta starfsemi í eignunum en hluti þeirra verður gerður að íbúðum sem félagið ætlar sér síðan að selja en á lóðinni Lesa meira | |
| 15:48 | Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona Í dag eru 41 einstaklingar 100 ára og eldri og tveir þeirra eiga maka á lífi. Elsti núlifandi einstaklingurinn búsettur á Íslandi er kona fædd árið 1920 og er því 105 ára. Hún er búsett á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í samantekt Þjóðskrár um elstu Íslendingana. | |
| 15:46 | Fasteignagjöld hækkuðu víða umfram verðbólgu Mest hækkuðu fasteignagjöld á Reyðarfirði (Fjallabyggð), um 17,3%. Einungis á Selfossi lækkuðu gjöldin milli ára. | |
| 15:43 | Verjandi dregur vitnisburð dómara í efa í óvenjulegu dómsmáli Réttarhöld yfir Margréti Friðriksdóttur tóku á ný á sig óvænta mynd þegar verjandi hennar skrifaði grein á Vísi í dag þar sem hann leggur út af vitnisburði tveggja dómara við aðalmeðferðina yfir Margréti. Annar dómaranna kærði ummæli Margrétar um sig til lögreglu. Sú kæra varð til þess að Margrét var ákærð fyrir ærumeiðingar og aðdróttanir í garð dómarans.Áður höfðu réttarhöldin tekið óvænta stefnu þegar Barbara Björnsdóttir, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, sagði við aðalmeðferðina, að Margrét hefði lagt út af orðrómi um sig. Þann orðróm rakti hún til bréfs sem hún sagði meðdómara sinn hafa ritað, Barbara sagði að sá meðdómari hefði lagt sig í einelti í mestalla öldina.Uppákoman í aðalmeðferðinni var mjög óvenjuleg og það sama má segja um grein verjandans sem birtist í dag. SKOÐAR VITN | |
| 15:40 | „Margt óráðið í minni framtíð“ Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og áður Pírata, segir margt óráðið um sína framtíð eftir að niðurstöður prófkjörs Samfylkingarinnar í Reykjavík lágu fyrir um helgina. Dóra sóttist eftir 3.-4. sæti á lista en hafði ekki erindi sem erfiði. Hvort sem hún fái tækifæri til að taka sæti á lista eða ekki segist Dóra ætla að leggja hönd á plóg í kosningabaráttu Samfylkingarinnar í vor og segist styðja nýjan oddvita flokksins. | |
| 15:30 | Stofnaði stuðningshóp eftir að dóttir hennar lokaði á hana Laura Wellington er fjögurra barna móðir árið 1998 greindist eiginmaður hennar með krabbamein og lést nokkrum árum seinna. Wellington þurfti því að ala upp börn sín ein, en hún telur að hún hafi staðið sig ágætlega. Vissulega hafi hún gert mistök eins og allir foreldrar, en hún segist ekki veigra sér við að horfast í Lesa meira | |
| 15:29 | Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sextán manns leituðu aðstoðar Rauða krossins í Reykjanesbæ í gærkvöldi vegna eldsvoðans í fjölbýlishúsi við Vatnsholt í bænum í nótt. Ein fjölskylda var aðstoðuð með gistingu vegna brunans. | |
| 15:26 | Íbúðalán bankanna skruppu verulega saman og ekki verið minni um langt árabil Aukin samkeppni frá lífeyrissjóðunum á fasteignalánamarkaði og þrengri skilyrði fyrir verðtryggðum lánum átti meðal annars þátt í því að hrein ný íbúðalán viðskiptabankanna drógust saman um tugi prósenta í fyrra og hafa ekki verið minni að umfangi í meira en áratug. | |
| 15:20 | Horfa fremur til slots en evrunnar Stjórnvöld í Póllandi virðast ekki vera á hraðferð í átt að upptöku evru, enda efnahagur landsins sterkur og gjaldmiðillinn slot sagður eiga stóran þátt í þeirri stöðu. | |
| 15:19 | Jarðefnaeldsneyti á Space Völvö Rokksveitin Space Völvö (borið fram Volvo) á plötu vikunnar á Rás, hún heitir Fossil Fuel. Sveitin varð til upp úr vináttu, húmor og þörf strákanna fyrir að spila saman án pressu.Hugmyndin kviknaði í kaffihléi í vinnunni þegar hljómsveitarnafnið Space Völvö kom upp sem grín um pabba-stoner hljómsveit sem varð síðan að alvöru bandi. Hljómsveitin byggir tónlist sína á gömlum riffum og er fyrst og fremst saumaklúbbur til að fá útrás fyrir rokkið.Hljómsveitin er skipuð Þórhalli Ævari Birgissyni söngvara og gítarleikara, Eugéne Jean Philippe Pilard gítarleikara og söngvara, Hrafni Ingasyni gítarleikara, Eyvindi Þorsteinssyni bassaleikara og söngvarara og trommaranum Brynjari Ólafssyni.Space Völvö kom í hljóðstofu til Atla Más Steinarssonar og ræddi sitt fyrsta verk, Fossil Fuel. | |
| 15:15 | Mál Kaufmanns beint upp í Hæstarétt Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál Ivan Kaufmanns, eiganda Vélfags, gegn íslenska ríkinu. | |
| 15:13 | Segir áhrif styttingar bótatímabils á sveitarfélög óljós Frumvarp félags- og húsnæðismálaráðherra um breytingu á lögum um atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir fer að óbreyttu í fyrstu umræðu á þingi á morgun. Skiptar skoðanir eru um frumvarpið og í Þetta helst í dag er sjónum beint að þeim þáttum sem mest hefur verið deilt um, annars vegar að breyttum lágmarksskilyrðum fyrir rétti til atvinnuleysistrygginga og hins vegar styttingu bótatímabilsins, úr 30 mánuðum í 18.Frumvarp um breytingu á lögum um atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir fer að óbreyttu í fyrstu umræðu á þingi á morgun. Framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Austurlandi segir ekki búið að meta áhrif breytinganna á sveitarfélögin.Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að almenn þátttaka á vinnumarkaði sé talin ein þýðingarmesta leiðin til að koma í veg fyr | |
| 15:12 | Verð á gulli yfir 5.000 dollara á únsu í fyrsta skiptið Verðið á gullúnsu fór í 5.111 dollara á mörkuðum í Asíu í morgun. Únsa jafngildir 28,3 grömmum. Þar með er únsan í fyrsta sinn komin yfir 5.000 dollara. Óvissa um stöðuna í Bandaríkjunum er talin helsta ástæða hækkunarinnar síðustu vikur.Susannah Streeter, fjárfestingasérfræðingur hjá ráðgjafafyrirtækinu Wealth Club í Bretlandi, segir í samtali við AFP-fréttastofuna að gullverðið hafi hækkað afar hratt og stefni í að hækka enn meira. Ástæðan sé spenna í viðskiptum sem sé upprunnin í Bandaríkjunum og hafi vakið óróa með fjárfestum. „Fall Bandaríkjadollars spilar líka inn í. Hann hefur fengið annað högg þar sem áhyggjur fara vaxandi af áhrifum tolla, háum ríkisútgjöldum og verðbólgu á bandarískan efnahag. Það kallar á að fjárfestar endurskoði stöðu sína í Bandaríkjunum,“ segir Streeter.Grein | |
| 15:09 | Nýr vefur bætir upplýsingar um úrgangsmagn og flokkun Terra umhverfisþjónusta hefur sett í loftið nýjan þjónustuvef. Valgerður Sigrúnar Vigfúsardóttir, forstöðumaður viðskiptadeildar hjá Terra umhverfisþjónustu, segir að með nýja vefnum sé ætlunin að bæta upplifun viðskiptavina og gera þeim kleift að nálgast upplýsingar þegar þeim hentar. „Nýi þjónustuvefurinn gerir viðskiptavinum kleift að panta losun á ílátum óháð opnunartíma þjónustuvers og sýnir allar helstu upplýsingar Lesa meira | |
| 15:08 | Mikið viðbragð: Slökkviliðsmenn heyrðu öskur Íbúðin sem eldur kviknaði í seint í gærkvöldi í Vatnsholti í Reykjanesbæ er gjörónýt. Íbúinn sem tilkynnti eldinn var fastur inni í íbúðinni er slökkviliðið bar að garði. | |
| 15:06 | Stefán Einar um „landskjálftan mikla“ um helgina – „Annað eins hefur ekki sést í háa herrans tíð“ Fjölmiðlamaðurinn Stefán Einar Stefánsson segir að landskjálfti hafi farið um borgarpólitíkina um helgina og að annað eins hafi ekki sést í háa herrans tíð. Þar hafi borgarstjóranum sjálfum verið hafnað í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri laut í lægra haldi í prófkjörinu fyrir nýkratanum Pétri Marteinssyni sem vann oddvitaslaginn með sannfærandi sigri Lesa meira | |
| 14:59 | Týndu tvífararnir sameinaðir á ný Rithöfundurinn Andri Snær Magnason og Hollywood-leikarinn David Duchovny tóku mynd af sér saman á Sundance-hátíðinni. Þeim hefur lengi verið líkt saman og voru valdir tvífarar í Fókus-blaði DV um aldamótin. | |
| 14:59 | „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Rithöfundurinn Andri Snær Magnason og Hollywood-leikarinn David Duchovny tóku mynd af sér saman á Sundance-hátíðinni. Þeim hefur lengi verið líkt saman og voru valdir tvífarar í Fókus-blaði DV um aldamótin. | |
| 14:57 | Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Fasteignaskattprósenta lækkaði hjá meirihluta sveitarfélaga milli áranna 2025 og 2026. Hjá rúmlega þriðjungi sveitarfélaga er fasteignaskattasprósenta óbreytt milli ára en ekkert sveitarfélag hækkar. Þrátt fyrir það hækka fasteignagjöldin í langflestum tilvikum í krónum talið vegna hærra fasteignamats. | |
| 14:57 | Mamma Viggós: „Hann fann einhverja smugu“ Ásgerður Halldórsdóttir, móðir Viggós Kristjánssonar, landsliðsmanns í handbolta, er að vonum stolt af syni sínum eftir að hann skoraði 11 mörk gegn Svíum í jafnmörgum skotum í gær og var valinn maður leiksins. | |
| 14:49 | Ryanair gerir ráð fyrir 8-9% verðhækkunum Um 37 milljarða króna sekt ítalska samkeppniseftirlitsins litaði uppgjör írska flugfélagsins. | |
| 14:49 | Sigurður Helgi kjörinn varaforseti Sigurður Helgi Pálmason, þingmaður Flokks fólksins, hefur verið kjörinn varaforseti Evrópuráðsþingsins. „Það er mikill heiður fyrir mig að fá að takast á við þetta verkefni. Ég geri það með auðmýkt og virðingu fyrir þessari merku stofnun,“ segir hann. | |
| 14:41 | Rekstrarstjórinn í Bláfjöllum heldur í bjartsýnina Skíðasvæðið í Bláfjöllum hefur búið við snjó- og frostleysi í vetur.Einar Bjarnason, rekstrarstjóri skíðasvæðisins, segist ekki muna eftir því að hafa áður fengið rigningu í þrjár vikur í desember.Hann segir umhleypingar í veðrinu undanfarna tvo mánuði vera óvenjulegar en vonast til þess að geta opnað svæðið sem fyrst.Hvorki hafa verið aðstæður til snjóframleiðslu, vegna hlýinda, og snjókoma hefur verið nánast engin. VORU TILBÚNIR Í OPNUN ÞEGAR HLÝINDIN BYRJUÐU Einar segir að skíðaveturinn hafi áður byrjað illa, áður hafi verið snjólaust í janúar en síðan hafi tekið við afbragðs skíðavetur þegar loksins fór að snjóa.Hann segir að í tvígang hafi starfsmenn svæðisins verið nánast klárir í fulla opnun en þá hafi hlýnað og snjórinn, sem var búið að framleiða, bráðnað.„Við vorum klárir í opn | |
| 14:30 | Segir bæjarstjóra víkja sér undan því að svara fyrir hrakningasögu Barnaskóla Kársness Jónas Már Torfason, frambjóðandi í oddvitasæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Kópavogi, segir að saga endurbyggingar Kársnesskóla sé hrakfallasaga sem bæjarstjóri víki sér undan því að svara fyrir. Þetta kemur fram í pistli á Facebook-síðu Jónasar: „Málefni endurbyggingar Kársnesskóla við Skólagerði, sem síðar fékk nafnið Barnaskóli Kársness, er hrakfallasaga frá upphafi. Hún er afleiðing vanrækslu á Lesa meira |