| 11:53 | Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Stjórnmálafræðiprófessor segir Samfylkinguna hafa hafnað sitjandi oddvita og borgarstjóra í prófkjörinu í gær. Niðurstaðan sýni að ákall flokksmanna hafi verið um umskipti. Litlu munaði að ekki aðeins einum nýliða tækist að skáka sitjandi borgarstjóra heldur tveimur. | |
| 11:46 | Segir Heiðu hafa átt betra skilið Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar sem hafnaði í fjórða sæti í prófkjöri flokksins í Reykjavík í gær, segist ætla að taka sætið þó að hann hafi ekki náð markmiði sínu, en hann sóttist eftir öðru sætinu. | |
| 11:32 | Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Lausn á biðlistum eftir leikskóla á að vera forgangsmál í Reykjavík. Það er augljóslega lykilatriði fyrir velferð barna og fjölskyldna en einnig fyrir jafnrétti og efnahag. | |
| 11:31 | Stefán Pálsson vill 3. sætið í sameinuðu vinstra framboði Stefán Pálsson hefur mikinn áhuga á myndasögum.RÚVStefán Pálsson sagnfræðingur óskar eftir 2. sæti í forvali Vinstri grænna í Reykjavík. Flokkurinn og Vor til vinstri ætla að bjóða fram sameiginlegan lista í borgarstjórnarkosningum. Sanna Magdalena Mörtudóttir, Vori til vinstri, leiðir framboðið. Fulltrúar VG verða í 2., 3. og 6. sæti framboðslistans. Fái Stefán 2. sætið í forvalinu yrði hann því í 3. sæti á framboðslistanum.Stefán, sem er varaborgarfulltrúi VG, segir á Facebook að kjörtímabilið hafi verið lærdómsríkt en hann bauð sig fram í fyrsta sinn í síðustu kosningum. Hann segir sameinað framboð geta orðið sterkt afl í borginni sem byggi á róttækri félagshyggju og umhverfisvernd. | |
| 11:30 | Sólveig ósátt við að fá aldrei boð í Vikulokin – „Ef ég fæ ekki skýr svör innan tveggja sólarhringa neita ég að borga þetta helvítis útvarpsgjald“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er allt annað en sátt við að fá aldrei boð í Vikulokin á Rás 1 ólíkt kollega hennar Höllu Gunnarsdóttur, formanni VR, sem er þar tíður gestur. Í harðorðum en húmorískum pistli lýsir Sólveig því yfir að ef hún fái ekki skýringar á þessari mismunun þá muni hún berjast með Lesa meira | |
| 11:29 | Stofna til bandalags um efstu tvö sæti Sjálfstæðisflokks á Akureyri Tveir oddvitaframbjóðendur Sjálfstæðisflokksins á Akureyri hafa stofnað til bandalags og hyggjast styðja hvort annað. Þau Berglind Ósk Guðmundsdóttir, fyrrverandi alþingismaður flokksins í Norðausturkjördæmi, og Heimir Örn Árnason, núverandi oddviti flokksins í bæjarstjórn og forseti bæjarstjórnar, höfðu bæði sóst eftir fyrsta sæti á lista í komandi sveitarstjórnarkosningum.Þau greina frá því á Facebook að þau ætli að styðja hvort annað í aðdraganda röðunarfundar fulltrúaráðs flokksins. Heimir styður framboð Berglindar til oddvitasætis og Berglind styður Heimi í annað sæti listans.„Þessi ákvörðun er ekki tekin af léttúð heldur byggir á sameiginlegri sýn á það sem skiptir Akureyri mestu máli,“ segir í tilkynningu. Þau hafi séð það á síðasta kjörtímabili hve mikilvægt sé að vinna saman að la | |
| 11:25 | Reglur Samfylkingarinnar geta fært Dóru Björt 6. sætið Ef kynjahlutfallið væri öfugt myndi karl í 9. sæti ekki njóta sambærilegrar tilfærslu. | |
| 11:18 | Reyk lagði yfir Patreksfjörð vegna sinubruna Nokkuð stór sinubruni kom upp fyrir ofan félagsheimilið á Patreksfirði seint í gærkvöldi og lagði reyk yfir bæinn. | |
| 11:17 | „Heiða átti betra skilið“ Skúli Helgason, sem fékk 1.933 atkvæði í 1. til 4. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík, segir að Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri hafi átt betra skilið eftir að niðurstöður prófkjörsins voru kynntar í gærkvöld.Heiða laut í lægra haldi í oddvitaslag gegn Pétri Marteinssyni, sem var valinn til að leiða flokkinn í komandi borgarstjórnarkosningum.„Heiða átti betra skilið eftir þau miklu og góðu störf sem hún hefur unnið fyrir okkur jafnaðarmenn undanfarin ár en pólitíkin getur verið miskunnarlaus,“ sagði Skúli í færslu á Facebook.„Ég hef verið spurður hvort ég muni taka sætið og ég mun að sjálfsögðu gera það.“Skúli birti færsluna fyrir hádegi í dag.Skjáskot / Facebook | |
| 11:12 | Bara tala sótti á annað hundrað milljóna Velta Bara tala fimmfaldaðist milli áranna 2023 og 2024. | |
| 11:10 | Dregur til tíðinda hjá Miðflokknum Í komandi viku mun skýrast hverjir sækjast eftir að gefa kost á sér í efstu sætin á lista Miðflokksins í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningum í vor. | |
| 11:04 | Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Alex Jeffrey Pretti, 37 ára gamall hjúkrunarfræðingur og bandarískur ríkisborgari, var skotinn til bana af fulltrúum Innflytjenda- og tolleftirlits Bandaríkjanna, ICE, í Minneapolis í gær. Heimvarnarráðherra Bandaríkjanna hélt því fram að Pretti hefði ráðist á fulltrúana, þvert á það sem má sjá á myndefni af vettvangi. | |
| 11:03 | Skúli þiggur sætið og segir Heiðu hafa átt betra skilið Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, ætlar að þiggja 4. sæti á lista flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. | |
| 10:58 | Skúli um prófkjörið: Heiða átti betra skilið Skúli Helgason borgarfulltrúi segir að Heiða Hilmisdóttir borgarstjóri hafi átt betra skilið í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar, sem fram fór í gær. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Skúla í kjölfar niðurstöðu prófkjörsins, þar sem Pétur Marteinsson var kjörinn nýr oddviti flokksins. Heiða hafnaði í öðru sæti í prófkjörinu, aðeins fimmtán atkvæðum frá því að tapa því sæti fyrir Steinunni Gyðu... | |
| 10:32 | Lífrænan búskap verður að efla Mér þótti lífræn ræktun og búskapur alltaf áhugaverð. Þar sá ég tækifæri og hef nýtt þau,“ segir Ingólfur Guðnason garðyrkjumaður. Venju samkvæmt var hópur fólks á nýársdag af forseta Íslands sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu, sem hver og einn fær fyrir mikilvæg störf á tilteknum sviðum. Ingólfur var einn þeirra, það er fyrir frumkvöðlastörf í lífrænni ræktun og kennslu. | |
| 10:30 | Kona í Hafnarfirði krefst skilnaðar en eiginmaðurinn finnst ekki Erlend kona sem býr í Hafnarfirði og er á fertugsaldri hefur stefnt eiginmanni sínum, sem einnig er á fertugsaldri, fyrir Héraðsdóm Reykjaness og krefst lögskilnaðar frá honum. Maðurinn er einnig erlendur. Stefna málsins var birt í Lögbirtingablaðinu þann 15. janúar. Málavextir eru þeir að fólkið kynntist í lok mars 2024. „Í upphafi sambands þeirra lék Lesa meira | |
| 10:16 | Líkamsárásir, húsbrot og sviptingar á ökuréttindum Helstu atriði úr dagbók LRH frá 17-05. Þegar þetta er ritað eru átta vistaðir í fangageymslu lögreglu. Alls eru 77 mál skráð í kerfinu á umræddu tímabili. Lögreglustöð 1 Innbrot í verslun. Málið er í rannsókn. Þjófnaður í matvöruverslun. Tveir menn handteknir grunaðir um húsbrot og líkamsárás. Vistaðir í fangaklefa. Innbrot í aðra verslun og […] The post Líkamsárásir, húsbrot og sviptingar á ökuréttindum appeared first on Fréttatíminn. | |
| 10:15 | Frumvarp sem mun brjóta blað í sögu landsins Mér dettur helst í hug vonir um frið á næsta ári. Að þjóðarmorðinu á Gaza ljúki enda voru tilfinnanlegar breytingar á afstöðu alþjóðasamfélagsins á síðasta ári og heimurinn farinn að átta sig á hörmungunum. Þá er farið að glitta í frið í Úkraínu líka en það má aldrei vanmeta þörf hernaðarvelda til að vera í átökum til að réttlæta hermang... | |
| 10:10 | Yfir 100 milljóna hagnaður fjórða árið í röð Velta Stracta hótels jókst um 4,6% milli ára og nam tæpum 1,3 milljörðum króna. Eignir | |
| 10:03 | Höfuðlaust lík konu fannst í ruslatunnu Lík af höfuðlausri konu fannst í ruslatunnu í Istanbúl í Tyrklandi í nótt. Fætur hennar höfðu einnig verið skornir af. Líkfundurinn hefur vakið upp mikla reiði á meðal kvennréttindahópa. | |
| 10:00 | Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Í desember 2014 varð mikið áfall innan hestamannahreyfingarinnar þegar tólf hestar fundust drukknaðir í Bessastaðatjörn á Álftanesi. Hrossin höfðu verið í haustbeit á Bessastaðanesinu á vegum Hestamannafélagsins Sóta og Íshesta, og þegar smalað var eftir óveður kom í ljós að óvenju mörg dýr vantaði. Í kjölfarið var farið að leita og þá kom í ljós hið versta: hrossin höfðu farið út á ísinn einhvern síðustu daga, ísinn gefið eftir og þau farið undir. | |
| 09:45 | Seinfærir foreldrar mæta andstöðu Seinfærir foreldrar mæta oftar andstöðu í kerfinu og fá ekki nægilega góðan stuðning. Þetta er meðal niðurstaðna í doktorsritgerð Söru Stefánsdóttur, lektors við Háskólann á Akureyri, í fötlunarfræði við Háskóla Íslands. | |
| 09:40 | Icelandair aflýsir flugferðum Icelandair hefur aflýst fimm flugferðum til Bandaríkjanna í dag. Nístingskuldi er vestanhafs. | |
| 09:39 | Óveður raskar Ameríkuflugi Icelandair Icelandair hefur aflýst fimm ferðum frá Keflavíkurflugvelli til borga í norðvesturhluta Bandaríkjanna síðdegis í dag. Sömuleiðis hefur fimm ferðum frá Bandaríkjunum til Íslands verið aflýst í fyrramálið.Ferðirnar sem um ræðir eru til og frá Boston, Washington, Baltimore, Newark og New York. Þess má geta að aðrar ferðir félagsins til Bandaríkjanna eru á áætlun.Ásdís Ýr Pétursdóttir, forstöðumaður samskipta hjá Icelandair, segir að ferðunum hafi verið aflýst vegna óveðurs í Bandaríkjunum. Hún segir þetta hafa áhrif á ferðir um 1.100 farþega. Unnið sé að því að endurbóka ferðir þeirra. „Við höldum áfram að fylgjast grannt með því hvernig veðrið þróast og munum halda farþegum upplýstum ef frekari breytingar verða á flugi,“ segir Ásdís í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. 200 MILLJÓN | |
| 09:31 | Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Sprengisandur er á sínum stað á Bylgjunni í dag en þar fær Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi til sín góða gesti og ræðir við þá samfélagsmálin sem brenna á þjóðinni. | |
| 09:25 | Þurrt og bjart víða um landið Hæðarsvæði fyrir norðan land, sem teygir sig frá Grænlandi yfir til Skandinavíu, gerir það að verkum að lægðir komast ekki hina algengu leið til norðurs. Það veldur því að lægðirnar sunnan lands þrýsta á móti hæðinni og má búast við allhvössum eða hvössum vindi allra syðst á landinu en hægari annars staðar. | |
| 09:17 | Krónan og innviðirnir Þingmaður lítur fram hjá hver ávöxtunarkrafan á íslensk ríkisskuldarbéf gefin út í evrum er um þessar mundir. | |
| 09:15 | Megum ekki snúa baki við Afgönum „Við erum innilega þakklát Íslandi,“ segir John Aylieff, æðsti fulltrúi Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (World Food Program) í Afganistan, en hann var staddur hér á landi í vikunni. Þetta var fyrsta heimsókn Aylieffs til landsins, en hann er á ferðalagi um Norðurlöndin til þess að ræða við stjórnvöld þar um ástandið í Afganistan. | |
| 09:14 | Kleif 500 metra skýjaklúf án öryggisbúnaðar Bandaríski klifrarinn Alex Honnold varð í nótt fyrsti maðurinn til að klífa skýjaklúfinn Taipei 101 án reipis eða nokkurs öryggisbúnaðar.Líkt og nafnið gefur til kynna er 101 hæð í turninum sem er 508 metrar á hæð. Byggingin er sú hæsta í Taívan og hún var sú hæsta í heimi um sex ára skeið, frá 2004 til 2010.Ferðin upp á topp Taipei 101 í Taívan tók klifrarann Alex Honnold um eina og hálfa klukkustund. Skýjaklúfurinn var sá hæsti í heimi um nokkurra ára skeið.Ferðin upp á topp skýjaklúfsins tók Honnold um eina og hálfa klukkustund. Hundruð áhorfenda hafði safnast saman til að fylgjast með ferð hans upp á topp. Upphaflega stóð til að hann myndi klífa turninn í gærnótt en klifrinu var frestað vegna rigningar.Hannold öðlaðist talsverða frægð eftir að hann kleif El Capitan, þverhníptan klett í | |
| 08:41 | Icelandair aflýsir flugferðum Icelandair hefur aflýst öllum ferðum sínum til Bandaríkjanna í dag og komum frá Bandaríkjunum í fyrramálið. | |
| 08:36 | Frásögnum af banaskotinu ber ekki saman Hörð mótmæli hafa brotist út í borginni Minneapolis í Minnesota eftir að annar einstaklingurinn í þessum mánuði var skotinn til bana af fulltrúum Toll- og innflytjendaeftirlitsins (ICE). Í báðum tilfellum sögðu yfirvöld að um sjálfsvörn fulltrúanna hefði verið að ræða, en myndskeið sjónarvotta virðast sýna annað. | |
| 08:17 | Erlendum ferðamönnum fjölgar í Póllandi Yfir 20 milljónir erlendra ferðamanna sóttu Pólland heim á síðasta ári. Spár gera ráð fyrir að ferðamönnum haldi áfram að fjölga og þeir verði allt að tuttugu og þrjár milljónir í ár.Fjöldi erlendra ferðamanna til Póllands hefur aukist jafnt og þétt síðustu ár. Flestir ferðamenn koma frá Þýskalandi, þar á eftir Úkraínumenn og þá Bretar. Pólska ríkisútvarpið greinir svo frá.Æ fleiri ferðamenn koma frá nágrannalöndunum og Evrópu en líka frá Bandaríkjunum. Bandarískir ferðamenn eru duglegir að taka upp veskið í fríum sínum í Póllandi og eyða að jafnaði meira en evrópskir ferðamenn. Ferðaþjónusta er nú tæp 5% af vergi landsframleiðslu landsins.Malopolska-hérað í suður Póllandi er vinsælast meðal erlendra ferðamanna og Krakow er vinsælasta borgin. Menning, sögulegir staðir, viðburðir og matarme | |
| 08:14 | Neðanmáls: Þróun prímata á fjármálamarkaði Viðfangsefni Halldórs Baldurssonar þessa vikuna er mannkynið sem lærir aldrei af sögunni. | |
| 08:02 | Blæs hressilega syðst á landinu Þessa dagana er víðáttumikið hæðarsvæði fyrir norðan land sem teygir sig frá Grænlandi yfir til Skandinavíu. Það gerir það að verkum að lægðir komast ekki hina algengu leið til norðurs. Lægðir sunnan við land þrýsta á móti hæðinni og því má búast við allhvössum eða hvössum vindi allra syðst á landinu. Víða á landinu verða 8 til 13 metrar á sekúndu en 13 til 20 syðst.Í athugasemd veðurfræðings segir að hvassir vindstrengir syðst á landinu, til dæmis í Mýrdal og í Öræfum, geti verið varasamir ökumönnum á bílum sem taka á sig mikinn vind.Það verður að mestu bjart um landið vestanvert, annars skýjað og dálitlar skúrir eða él. Hiti verður á bilinu 0 til 7 stig en um eða undir frostmarki á Norður- og Austurlandi. Fer heldur kólnandi.Hálka eða hálkublettir eru á nokkrum af helstu vegum, einkum fj | |
| 08:00 | Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Það er ekki óalgengt að fólk beri marga hatta, sér í lagi á Íslandi. Þar sem verkefnin á einni hendi geta verið æri mörg; uppeldi barna og heimilisrekstur, vinna, aukavinna og jafnvel auka-aukavinna og síðan alls kyns markmið. | |
| 08:00 | „Nú, svo þetta er bara blind date“ „Þetta var blint stefnumót, en ég held að við Sigurður höfum verið í einhverjum hugsanaflutningi, ég er alveg viss um það,“ segir myndlistarkonan Kristín Karólína Helgadóttir um samstarf þeirra Sigurðar Guðmundssonar fyrir sýninguna Blind date, sem opnaði í Ásmundarsal um helgina.Þar umbreytist innihald pennaveskis í himingeiminn, alda gleypir harmónikkuslóð á kínverskri strönd, plútóblýantur mætir jafnóðum strokleðrum í yfirstærð og tilfinningin fyrir víðáttunni í hversdagsleikanum er kitluð úr öllum höfuðáttum. Melkorka Ólafsdóttir ræddi við þau Kristínu Karólínu og Sigurð í Víðsjá á Rás 1. SEGIR ALLTAF JÁ VIÐ ÖLLU Sigurður rifjar upp hvernig samstarf þeirra hófst. Hann fékk símtal og svaraði. Á hinum enda línunnar var rödd konu sem hann kannaðist ekki við. „Ég kveikti ekki alveg á pe | |
| 08:00 | Fjölgun í hernum veldur vanda Í nýrri greiningarskýrslu frá rannsóknarstofnuninni Kraka kemur fram að ef Danmörk ætlar að ná markmiðum Nato um að 3,5 prósent vergrar þjóðarframleiðslu renni til varnarmála þurfi að fjölga í danska hernum. Nánar tiltekið þarf að bæta við um 16 þúsund hermönnum. Slíkur fjöldi ungs fólks verður ekki gripinn upp af götunni og í skýrslu Kraka kemur fram að svo mikil... | |
| 07:53 | Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Mikið var um mál tengd umferðinni í umdæmi lögreglustöðvar þrjú, sem fer með mál í Kópavogi og Breiðholti. | |
| 07:43 | Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Tveir einstaklingar voru handteknir í gærkvöldi eða nótt grunuð um líkamsárásir og eignaspjöll og vistuð í fangaklefa. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en af orðalagi lögreglunnar að dæma var um einn karl og eina konu að ræða. | |
| 07:33 | Neitað um inngöngu í HÍ en dáir Ísland Erin McHale er doktorsnemi í líffræði við Rutgers-háskólann í New Jersey í Bandaríkjunum og sérfræðingur í leðurblökum sem starfaði um árs tíma á veitingahúsinu Naustinu á Húsavík og þráir að flytja til Íslands og starfa þar. | |
| 07:15 | 100 ár frá fyrstu útvarpsútsendingu Haldið verður upp á það í Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag að 100 ár verða senn liðin frá fyrstu útsendingu útvarps hér á landi er sjómannamessu í sömu kirkju þann 31. janúar 1926 var útvarpað, fjórum árum áður en Ríkisútvarpið var stofnað. | |
| 07:14 | Áfram þurrt og bjart víða | |
| 07:09 | Gamla fréttin: Munum ekki eftir jafn miklum fiski á þessari slóð Frá því sagði í Fiskifréttum 2. september 1988 að dragnótaveiðar Tálknafjarðarbáta hefðu þá undanfarið gengið. Væru flestir bátarnir búnir með kvótann og menn brugðið á það ráð að veiða fyrir aðra því erfitt hefði reynst að fá keyptan kvóta. | |
| 07:00 | Færeyska ævintýrið: „Fólk vill meira“ Þó að færeyska karlalandsliðið í handbolta sé úr leik á Evrópumeistaramótinu geta Færeyingar unað glaðir við sitt. Þeir eru fámennasta þjóðinn sem unnið hefur leik á EM og rúm 10% þjóðarinnar gerðu sér ferð til Oslóar að hvetja liðið til dáða.Þótt færeyska liðið hafi ekki komist í milliriðil að þessu sinni tókst því að sýna hvað í því býr. Í Heimskviðum var fjallað um uppgang færeyska ævintýrisins, hvernig þeim tókst að búa til þetta hörkulið á örfáum árum.„Það eru tíu til fimmtán ár síðan farið var að rífa handboltann almennilega upp hér í Færeyjum af alvöru. Það hafa margir duglegir og góðir þjálfarar komið hingað, til dæmis frá Danmörku. Og margir hér áhugasamir um að bæta sig í þjálfun og hvernig börnum er sinnt í íþróttinni. Ég kíkti aðeins á tölur yfir hanboltaiðkendur hér í Færeyjum | |
| 06:44 | Alex Honnold klifraði Taipei 101 án kaðla – sýnt í beinni á Netflix Bandaríski klettaklifrarinn Alex Honnold hefur lokið einni hættulegustu áskorun ferils síns þegar hann klifraði 101 hæða Taipei 101 skýjakljúfinn í Taívan án kaðla. Klifrið var sýnt í beinni útsendingu á Netflix og vakti mikla athygli bæði á staðnum og víða um heim. Honnold, sem er 40 ára, kláraði leiðina upp turninn á um 90 mínútum […] Greinin Alex Honnold klifraði Taipei 101 án kaðla – sýnt í beinni á Netflix birtist fyrst á Nútíminn. | |
| 06:26 | Símaupptökur sýna atburðarásina og örlög Pretti Símaupptökur af banvænni árás ICE-liða á Alex Pretti, 37 ára gjörgæsluhjúkrunarfræðing, í Minneapolis í gær er komið í dreifingu í bandarískum fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Myndböndin, sem ekki hafa verið sannreynd, sýna aðra atburðarás en heimavarnarráðuneytið hafði áður greint frá.Myndböndin, sem meðal annars CNN hefur birt, sýna Pretti standa og mynda ICE-liða með síma sínum og þegar ICE-liði snýr niður mótmælanda stígur Pretti á milli þeirra. ICE-liðar speyja ertandi úða framan í andlit hans og ýta honum svo niður í jörðina. Einn ICE-liða kallar „hann er vopnaður“ og tekur byssu úr buxum Pretti. Nokkrir ICE-liðar reyna að halda honum niðri. Þá heyrast skothvellir og Pretti liggur eftir hreyfingarlaus á götunni.Kristi Noem, ráðherra heimavarna, sagði fyrr í kvöld að alríkisfulltrúinn | |
| 06:14 | Nýrri löggæslustofnun ætlað að glíma við flóknustu glæpina Breska ríkisstjórnin boðar stofnun nýs lögregluembættis, National Police Service, sem ætlað er að sameina aragrúa stofnana með aðsetur um land allt. Embættinu, sem fengið hefur viðurnefnið breska FBI, er ætlað að taka á flóknustu og alvarlegustu glæpunum. Með því segir ríkisstjórnin að vinnuálagi verði létt af lögregluembættum í héraði þar sem rannsóknir á viðaminni málum hafa iðulega þurft að sitja á hakanum vegna álags af þeim stærri. Innanríkisráðherrann Shabana Mahmood segir mörg lögregluembætti skorta hæfni og úrræði í glímunni við margslungna glæpi á borð við svikastarfsemi, barnaníð á netinu og starfsemi skipulagðra glæpagengja. dMahmook innanríkisráðherra segir að hlutverk þjónustunnar verði að finna og fanga hættulega glæpamenn með mannskap á heimsmælikvarða og beitingu fyrsta flo | |
| 03:22 | Segir brotthvarf Bandaríkjanna úr WHO draga úr öryggi heimsins Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, harmar í færslu á X að Bandaríkin hafi slitið á tengslin við hana. Hann segir ákvörðunina draga úr öryggi Bandaríkjanna og heimsbyggðarinnar allrar auk þess sem réttlæting forsetans fyrir brotthvarfinu standist ekki skoðun.Tilskipun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta frá því í janúar á seinasta ári um að slíta á tengsl við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina gekk í gildi 20. janúar.Hann rökstuddi brotthvarfið frá stofnuninni meðal annars með því að hún hefði gert hrapaleg mistök í kórónuveirufaraldrinum. Auk þess hefði viðbragðsáætlun hennar byggt á pólitísku skrifræði, runnu undan rifjum ríkja fjandsamlegum bandarískum hagsmunum.Tedros segir að sem sérhæfð stofnun innan Sameinuðu þjóðanna sé WHO algerlega hlutlaus og þj | |
| 02:30 | Írönskum innflytjendum vísað úr landi Bandaríska ríkisstjórnin ráðgerir að senda 40 íranska innflytjendur úr landi á sunnudaginn, þrátt fyrir ótryggt öryggisástand í Íran eftir fjöldamótmæli síðustu vikur. Írönsk-amerísk félagasamtök, NIAC, gagnrýna þessar áætlanir stjórnvalda.Forseti samtakanna, Jamal Abdi, segir það skjóta skökku við að þessi sömu stjórnvöld lýsi yfir að aðstoð sé á leiðinni en ætli á sama tíma að senda Írani aftur til heimalandsins í hættulegar aðstæður.Ef af verður verða þetta fyrstu brottflutningarnir til Írans frá því að fjöldamótmælin hófust. Meðal þeirra sem á að senda úr landi eru tveir samkynhneigðir menn sem óttast um öryggi sitt og örlög í Íran. Samkynhneigð er refsiverð með dauðarefsingu í Íran. | |
| 01:57 | Leiðtogi Demókrata segir stjórnleysi ríkja Hakeem Jeffries, leiðtogi Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, segir í yfirlýsingu forsetann og ráðuneyti heimavarna hegða sér með gersamlega stjórnlausum hætti. „Stjórnlausir grímuklæddir fantar í gervi löggæslumanna myrtu að ósekju enn einn bandarískan ríkisborgara á götum Minneapolis í dag,“ segir í yfirlýsingu Jeffries. „Morðið á hjúkrunarfræðingnum Alex Jeffrey Pretti er hryllilegur harmleikur sem hefði verið hægt að forðast,“ segir Jeffrie. Hann bergmálar orð Tim Walz, ríkisstjóra Minnesota, og segir Bandaríkjamenn verðskulda nákvæma og ítarlega rannsókn án afskipta eða hindrana heimavarnaráðuneytisins. „Ráðuneytið misnotar skattfé til að misþyrma bandarískum ríkisborgurum og löghlýðnum innflytjendendum,“ segir Jeffries. „Yfirlýsingar alríkisstjórnarinnar um dauða Alex Pretti e | |
| 00:44 | Dóra Björt ekki meðal sjö efstu í flokksvali Samfylkingarinnar Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi er ekki meðal sex efstu í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík. Hún hafði nýlega vistaskipti frá Pírötum til Samfylkingarinnar og sóttist eftir fjórða til sjötta sætinu. Þórhallur Valur Benónýsson, formaður kjörstjórnar, sagði í samtali við fréttastofu mikinn mun á atkvæðum í 6. og 7. sæti. Hann staðfesti jafnframt að Dóra Björt væri ekki í 7. sæti, heldur Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu.Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri kveðst ætla að ráðfæra sig við sitt fólk og íhuga hvort hún vilji skipa annað sætið í kosningunum í vor eftir að Pétur Marteinsson, rekstrarstjóri og fyrrverandi knattspyrnumaður, varð efstur í flokksvalinu. Hann leiðir því flokkinn í kosningum í vor. Niðurstöður fyrir sex efstu sætin eru bindandi fyrir uppstillin | |
| 00:15 | Næsti þríhliðafundur 1. febrúar í Abu Dhabi Samninganefndir Bandaríkjanna, Rússlands og Úkraínu á þríhliða fundinum sem haldinn var í Abu Dhabi í gær.EPA / UAE Presidential Court /HANDOUT HANDOUTNæsti fundur í þríhliða friðarviðræðum milli Rússa, Úkraínumanna og Bandaríkjamanna verður í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum 1. febrúar. Sendinefndir ríkjanna hittust í fyrsta sinn á fundi í Abu Dhabi í gær.Ónafngreindur bandarískur heimildarmaður sagði við AFP að það væri gott merki að búið væri að boða til annars fundar og nú þegar hefði miklum árangri verið náð.Volodomyr Zelensky Úkraínuforseti sagði að megináherslur fundarins hefðu verið að ræða helstu ágreiningsatriði. Þetta var í fyrsta sinn sem sendinefndir Rússa og Úkraínumanna hittust formlega síðan Rússar réðust inn í Úkraínu fyrir hartnær fjórum árum síðan. | |
| 23:55 | Páfi: Koma þarf í veg fyrir að fólk tengist gervigreind of tilfinningalegum böndum Leó páfi XIV segir fólk þurfa að vara sig á því að spjallmenni sem knúin eru af gervigreind geti orðið meira en vinir. Hætta sé á því að fólk nýti spjallmennin sem eins konar tilfinningalega hækju. Regluverk þurfi að vera komið á til þess að hindra það að fólk tengist spjallmennum of tilfinningalegum böndum.Þetta segir páfi í skriflegu erindi sem hann birtir í tengslum við alþjóðlegan dag félagslegra samskipta. Leó segir gervigreindarkerfi geta endurspeglað heimsmynd þeirra sem skapa þau og þannig haft áhrif skoðanir fólks og sýn þeirra á hlutina.„Verkefnið sem við stöndum frammi fyrir er að verja mennskuna og raunveruleg sambönd,“ segir Leó. GERVIGREINDARMYND AF FORVERA LEÓS NÁÐI MIKILLI ÚTBREIÐSLU Gervigreindartól hafa tekið miklum framförum á síðustu misserum og hægt er að endurgera, | |
| 23:24 | Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, sem hafnaði í þriðja sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í kvöld, var einungis fimmtán atkvæðum frá því að lenda sæti ofar en Heiða Björg Hilmisdóttir sitjandi borgarstjóri. | |
| 22:51 | Sniðganga bandarískar vörur með smáforriti Smáforrit sem hjálpa neytendum að bera kennsl á uppruna vara og þannig sniðganga bandarísk vörumerki hafa rokið upp vinsældalista í Danmörku. Smáforritið UdenUSA trónir efst á lista yfir ókeypis iPhone-forrit | |
| 22:44 | Sakar yfirvöld um að ýta undir uppreisn Donald Trump Bandaríkjaforseti sakar yfirvöld í Minnesota um að ýta undir uppreisn með orðræðu sinni. | |
| 22:39 | Trump lofsamar breska hermenn eftir gagnrýni Donald Trump Bandaríkjaforseti lofsamaði breska hermenn í færslu á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, í dag. Er það í kjölfar harðra viðbragða kollega hans Keirs Starmers, forsætisráðherra Bretlands, við ummælum Trumps um Atlantshafsbandalagið.„Hinir FRÁBÆRU og mjög svo HUGRÖKKU hermenn breska konungsveldisins munu ávallt vera með Bandaríkjunum!“ skrifar forsetinn.Trump sagði í viðtali við sjónvarpsstöðina FOX á fimmtudag að varnarbandalagið hefði aldrei gert neitt fyrir Bandaríkin. NATO hafi vissulega sent herlið til Afganistan á sínum tíma en þeir hermenn haldið sig frá vígalínunni.457 breskir hermenn féllu í Afganistan. Starmer sagði í gær að það kæmi sér ekki á óvart að ummæli Trumps hafi sært ástvini þeirra sem féllu eða særðust í Afganistan, og í raun bresku þjóðina í heild sinni.„M | |
| 22:36 | Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Skýrari mynd er að teiknast upp af af atburðarásinni þegar karlmaður var skotinn til bana af fulltrúum Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna, ICE, í Minneapolis í dag. Þó er enn margt á huldu í tengslum við aðdraganda árásarinnar. | |
| 22:14 | Drápu aftur og ásaka hinn látna um hryðjuverk Innflytjendalögregla Bandaríkjanna (ICE) sem Donald Trump forseti hefur byggt upp og reynir nú að stækka verulega, drap í dag aðra manneskju í borginni Minneapolis, sem er undir stjórn Demókrata. Myndband sýnir að maðurinn reynir að koma á milli þegar fulltrúar ICE ganga hart fram gagnvart konu, en hann er barinn áður en hann er skotinn níu sinnum liggjandi í jörðinni.... | |
| 22:08 | Þýsk yfirvöld handtóku Hamas-liða Þýska lögreglan hefur handtekið líbanskan ríkisborgara sem er grunaður um að hafa skipulagt árásir í Evrópu. | |
| 22:05 | Munaði aðeins 15 atkvæðum í annað sæti Aðeins munaði 15 atkvæðum á því að Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, hefði haft annað sætið af Heiðu Björg Hilmisdóttir, sitjandi borgarstjóra, í flokksvali Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningar í vor, sem fór fram í dag. | |
| 22:00 | Hvað varð um Hillside-kyrkjarana? – Myrtu 10 ungar konur og ollu miklum ótta í Englaborginni Það eru liðin næstum 50 ár síðan Hillside kyrkjararnir (e. Hillside Stranglers) ollu miklum ótta í Los Angeles í Bandaríkjunum, en þeir voru sakaðir um að hafa kyrkt tíu ungar konur til bana á fimm mánaða tímabili seint á áttunda áratugnum. Raðmorðingjarnir, sem síðar kom í ljós að voru frændurnir Kenneth Bianchi og Angelo Buono, Lesa meira | |
| 21:59 | Röð allra í prófkjöri Samfylkingarinnar | |
| 21:37 | Borgarstjóri galt algjört afhroð Dóra Björt Guðjónsdóttir lenti í 9. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar sem fór fram í dag. | |
| 21:34 | Líf mitt er líf kameljóns Listakonan Eirdís Ragnarsdóttir er íslensk í aðra ættina og kínversk í hina. Í gegnum ævina hefur hún flakkað á milli Peking, Tókýó, New York og Reykjavíkur. Hún er þessa stundina með einkasýningu í Japan. | |
| 21:30 | „Eftir að mér var bjargað, þegar ég kom aftur heim, þá vildi ég ekki ræða það sem gerðist við nokkurn mann“ Árið 2002 var hin 14 ára gamla Elizabeth Smart numin á brott úr svefnherbergi sínu í Utah um miðja nótt. Ræningi hennar var Brian Mitchell, heimilislaus farandpredikari sem taldi sig útvalinn fulltrúa guðs. Hann þvingaði Elizabeth til að ganga kílómetrunum saman í myrkrinu. Þegar þau komu á áfangastað, tjaldbúðir þar sem Brian bjó ásamt eiginkonu Lesa meira | |
| 21:30 | Vonbrigðin mikil og óvíst með annað sætið „Þetta eru gríðarleg vonbrigði auðvitað, ég var að sækjast eftir fyrsta sæti, en ég fann mikinn meðbyr og er full þakklætis til míns stuðningsfólks. Allavega til þeirra sem kusu mig og hvöttu áfram,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, sitjandi borgarstjóri, innt fyrstu viðbragða við niðurstöðum flokksvals Samfylkingarinnar í Reykjavík. | |
| 21:30 | Blómin hluti af Vínartónleikunum Ragnhildur Fjeldsted, flugfreyja hjá Icelandair, hefur unnið við blómaskreytingar í áratugi og þar á meðal fyrir Vínartónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í 17 ár. | |
| 21:00 | Ellen hefur landað stórum verkefnum Ellen Elma Ástrós Eggertsdóttir hefur á skömmum tíma getið sér gott orð í kvikmyndaheiminum og hannað búninga í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Hún útskrifaðist með BA-próf í Costume frá Arts University í Bournemouth árið 2024 og hefur síðan haft nóg að gera | |
| 20:50 | Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Pétur Marteinsson nýkjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík segir stærsta verkefni flokksins í komandi kosningum að vinna traust borgarbúa til baka. Hann segir gott gengi í prófkjörinu til marks um að fólk vilji breytingar í borginni. | |
| 20:48 | Heiða ætlar að íhuga annað sætið Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri segir niðurstöður prófkjörs Samfylkingarinnar hafa verið óvæntar. Pétur Marteinsson verður oddviti flokksins í borginni eftir að hafa fengið rúmlega 3.000 atkvæði í fyrsta sætið. Heiða Björg fékk 1.668 atkvæði í fyrsta til annað sæti.„Já, ég fann fyrir miklum meðbyr og stuðningi við mitt framboð, þannig að já, auðvitað eru þetta vonbrigði. En ég óska Pétri til hamingju með þennan afgerandi sigur og ég held áfram að vinna að mínum málum,“ segir Heiða Björg.Hún kveðst ætla að ráðfæra sig við sitt fólk og íhuga hvort hún vilji skipa annað sæti Samfylkingarinnar í kosningunum í vor.„Ég var að bjóða mig fram í fyrsta sæti, ég hef ekki íhugað önnur sæti. Nú bara tekur það við. [...] Ég er aldrei að bjóða mig fram fyrir mig, ég er að bjóða mig fram fyrir fólk | |
| 20:35 | Pétur: „Skýrt ákall til breytinga“ Pétur H. Marteinsson, nýr oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, segir niðurstöðu prófkjörs Samfylkingarinnar í Reykjavík vera skýrt ákall um breytingar. | |
| 20:34 | Þriðja skotárásin á stuttum tíma: Alríkisfulltrúi skaut 37 ára mann til bana í Minneapolis – eftir ICE-morðið á Renee Good Alríkisfulltrúi skaut og banaði 37 ára bandarískum ríkisborgara í Minneapolis á laugardagsmorgun, í atviki sem náðist á upptöku. Samkvæmt bandaríska innanríkisöryggisráðuneytinu (DHS) var maðurinn vopnaður og hafi skotvopn síðar fundist og verið tekið í vörslu yfirvalda. Skotárásin átti sér stað skömmu eftir klukkan níu að morgni, nálægt Glam Doll Donuts við 26th Street og Nicollet […] Greinin Þriðja skotárásin á stuttum tíma: Alríkisfulltrúi skaut 37 ára mann til bana í Minneapolis – eftir ICE-morðið á Renee Good birtist fyrst á Nútíminn. | |
| 20:30 | Svona skiptust atkvæðin Heiða Björg Hilmisdóttir, sitjandi borgarstjóri, hlaut 1.424 atkvæði í fyrsta sæti, en mótframbjóðandi hennar Pétur H. Marteinsson hlaut 3.063 atkvæði, og vann því afgerandi sigur. | |
| 20:30 | Ben litli hvarf sporlaust fyrir 35 árum – Óvænt bréf til móður hans gæti leyst ráðgátuna Móðir bresks smábarns sem hvarf sporlaust á grískri paradísareyju fyrir 35 árum segir að bréf sem barst frá ókunnugum aðila hafi vakið upp von um að sonur hennar sé enn á lífi. Ben Needham var aðeins 21 mánaða gamall þegar hann hvarf á eyjunni Kos þann 24. júlí 1991, eftir að hafa verið að leika Lesa meira | |
| 20:30 | Biðu endanlegan ósigur fyrir ríkislögreglustjóra Hæstiréttur hefur hafnað því að taka fyrir áfrýjun Sjóvá-Almennra trygginga hf. á máli embættis ríkislögreglustjóra gegn félaginu en bæði héraðsdómur og Landsréttur höfðu dæmt embættinu í vil. Snerist málið um bætur úr ábyrgðartryggingu bifreiðar, sem lögreglan veitti eftirför en lögreglubíl var ekið á bifreiðina til að stöðva hana en umræddri bifreið hafði verið stolið. Fram Lesa meira | |
| 20:26 | Fiðrildi í maganum rétt áður en stigið var á svið Það var líf og fjör – og spennuþrungið andrúmsloft í Borgarleikhúsinu þegar um hálftími var í sýningu í dag – eftir langan og strangan undirbúning. Fjórtán börn leika í sýningunni sem er stjörnum prýdd. Við fylgdumst með baksviðs rétt áður en sýningin hófst og töluðum við nokkra leikara og leikstjórann. | |
| 20:15 | SVFR hvetur félagsmenn til að standa vörð um villta laxinn og íslenska náttúru Við hvetjum félagsmenn okkar og alla sem vilja standa vörð um villta laxinn og íslenska náttúru til að nýta umsagnarrétt sinn vegna nýs lagareldisfrumvarps. Umsagnarfrestur rennur út 26. janúar. Að senda inn umsögn í samráðsgátt tekur aðeins örfáar mínútur, en skiptir máli. Umsagnir almennings eru lesnar og skráðar og hafa raunverulegt vægi í lagasetningarferlinu. Á þessari síðu getur […] The post SVFR hvetur félagsmenn til að standa vörð um villta laxinn og íslenska náttúru appeared first on Fréttatíminn. | |
| 20:13 | Gistihúsin við Skaftafell: „Óvirðing við þetta svæði“ Nágrannar nýrrar sumarhúsabyggðar sem nú rís við Skaftafell segja að illa hafi verið staðið að kynningu á breytingum á skipulaginu og ekkert samráð haft við íbúa þegar fjöldi húsa var tvöfaldaður og húsin hækkuð. Þeir hafa kært sveitarfélagið Hornafjörð vegna framkvæmdanna.„Þessir kassar geta bara ekki fallið að þessu landslagi og okkur finnst þetta bara óvirðing við þetta svæði,“ segir Regína Hreinsdóttir, íbúi í Svínafelli í Öræfum og einn kærenda. „Við erum hérna í jaðri þjóðgarðs og við bara getum ekki samþykkt þetta.“Íbúar við Skaftafell hafa kært sveitarfélagið Hornafjörð vegna nýrrar sumarhúsabyggðar sem verið er að byggja við mörk Vatnajökulsþjóðgarðs. „Okkur finnst þetta bara óvirðing við þetta svæði,“ segir einn þeirra.Framkvæmdirnar eru á vegum Arctic Circle Hotels, sem er í eig | |
| 20:08 | Pétur leiðir Samfylkinguna í borginni Pétur Marteinsson leiðir Samfylkinguna í borgarstjórnarkosningum í vor í kjölfar stórsigurs í prófkjöri flokksins. Pétur fékk rúmlega 3.000 atkvæði í fyrsta sætið og Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri fékk rúmlega 1.600 atkvæði. Hún íhugar hvort hún vilji skipa annað sæti á lista flokksins í Reykjavík í vor.„Í vor eru kosningar þar sem við þurfum að sanna okkur aðeins upp á nýtt,“ segir Pétur Marteinsson. Ákall um breytingar hafi verið skýrt og hann kveðst treysta sér til að öðlast traust borgarbúa.Pétur Marteinsson leiðir Samfylkinguna í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum eftir að hafa sigrað í prófkjöri flokksins. Hann segir kosningarnar vera mjög mikilvægar og að ákall um breytingar hafi verið skýrt.„Við þurfum að viðurkenna að við höfum kannski aðeins farið út af sporinu. | |
| 20:03 | Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst „Þetta eru bara gríðarleg vonbrigði, vissulega. En líka þakklæti fyrir mikinn stuðning. Í rauninni er ég stolt af mínum baráttumálum og minni vinnu. Þetta er tvíbent, en auðvitað eru vonbrigði að vera ekki treyst fyrir fyrsta sætinu. Ég hélt að Samfylkingin væri komin á þann stað.“ | |
| 19:43 | Ávísun á skatta fram á við Orri Hauksson, stjórnarformaður First Water, segir sögu hagvaxtar á Íslandi sýna að erlend fjárfesting og aukin alþjóðaviðskipti hafi verið lykilforsenda vaxtarskeiða síðustu aldar. Orri flutti erindi á árlegum Skattadegi Deloitte, Viðskiptaráðs og SA í síðustu viku | |
| 19:40 | Einn heppinn var með allar tölur réttar Einn heppinn miðahafi var með allar tölur réttar í lottóútdrætti kvöldsins og fékk fékk 10,7 milljónir króna í sinn hlut. | |
| 19:38 | Tvennum sögum fer af drápi ICE í Minneapolis – Lá í jörðinni Ástandið í Minneapolis í Bandaríkjunum er sagt vera orðið afar eldfimt í kjölfar þess að í annað sinn á skömmum tíma hafa útsendarar Útlendingaeftirlitsins (ICE) orðið bandarískum ríkisborgara að bana. Tvennum sögum fer af aðdraganda þess að viðkomandi var skotinn en myndband sýnir að hann lá í jörðinni þegar hann var skotinn Aðgerðum ICE hefur Lesa meira | |
| 19:35 | Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Liverpool tapaði sínum fyrsta deildarleik síðan í nóvember þegar liðið heimsótti Bournemouth á suðurströndina í ensku úrvalsdeildinni í dag. | |
| 19:29 | Pétur fékk yfir 3.000 atkvæði en Heiða aðeins 1668 atkvæði Pétur fékk yfir 3.000 atkvæði Pétur fékk 3.063 atkvæði í fyrsta sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar. Heiða Björg var í öðru sæti með 1.668 atkvæði í fyrsta til annað sæti. 6.955 voru á kjörskrá og kjörsókn var 69,7%. Tengt efni: Heiða Björg í leynihópi – „rústum þessum gaurum“ The post Pétur fékk yfir 3.000 atkvæði en Heiða aðeins 1668 atkvæði appeared first on Fréttatíminn. | |
| 19:13 | Pétur lagði Heiðu Pétur Hafliði Marteinsson er borgarstjóraefni Samfylkingarinnar. | |
| 19:12 | Sýna Íslendingum nýjan heim Nýir eigendur hafa tekið yfir rekstur Ferðasýnar en ferðaskrifstofan sérhæfir sig nú í sérsniðnum ferðum til Keníu. | |
| 19:11 | Pétur lagði Heiðu Úrslit eru ljós í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Pétur Marteinsson lagði Heiðu Björg Hilmisdóttur í baráttunni um fyrsta sætið en Heiða Björg varð í öðru sæti. Fréttin verður uppfærð. | |
| 19:10 | Pétur nýr leiðtogi Samfylkingarinnar í Reykjavík Pétur Hafliði Marteinsson er nýr leiðtogi Samfylkingarinnar í borginni. Hann sigraði Heiðu Björgu Hilmisdóttur borgarstjóra í flokksvali Samfylkingarinnar sem fór fram í dag. Heiða hafnaði í öðru sæti en hún fékk 1668 atkvæði í fyrsta og annað sæti. Pétur og Heiða voru þau einu sem buðu sig fram til að leiða listann. Heiða var önnur á lista flokksins fyrir síðaustu... | |
| 19:09 | Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Pétur Marteinsson hefur veirð kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík í borgarstjórnarkosningunum í maí. Úrslit leiðtogarprófkjörsins voru kunngjörð rétt í þessu. | |
| 19:01 | Pétur H. Marteinsson hafði betur í oddvitaslagnum | |
| 18:51 | Púsluspilið gekk vel í veðurblíðunni Vinna við að raða herbergjaeiningum utan um lyftu- og stigahúsið á hótelturninum við Skúlagötu 26 er langt komin. Þannig var verið að hífa upp einingar á 15. hæðinni síðdegis á þriðjudag, eins og myndin hér fyrir ofan sýnir, en um er að ræða stáleiningar með fullbúnum hótelherbergjum. | |
| 18:38 | Funduðu með Pútín í fjóra tíma Bandarísku sendifulltrúarnir Jared Kushner og Steve Witkoff ræddu við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í fjórar klukkustundir í Moskvu á fimmtudag, fyrir þríhliða friðarviðræður við Úkraínu. | |
| 18:37 | Úrslit ráðast hjá Samfylkingunni í Reykjavík | |
| 18:37 | Pétur Marteinsson sigraði í oddvitaslagnum | |
| 18:37 | Heiða aðeins fimmtán atkvæðum frá þriðja sæti | |
| 18:33 | Álagning í janúar sögð hærri en meðalálagning síðasta árs „Það sem af er janúar hefur álagning olíufélaganna á bensín og dísilolíu aukist. Álagningin á hvern bensínlítra er um 10 krónum hærri en meðalálagningin var á síðasta ári. Álagningin á hvern dísillítra er einnig hærri, eða um fjórar krónur umfram meðalálag 2025. Eina fyrirtækið sem heldur í við verðþróun á heimsmarkaði er Costco sem breytt […] The post Álagning í janúar sögð hærri en meðalálagning síðasta árs appeared first on Fréttatíminn. | |
| 18:33 | 70% kjörsókn hjá Samfylkingunni Tæplega 70% skráðra flokksfélaga í Samfylkingunni kusu í prófkjöri flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. | |
| 18:30 | Dregur í land með hluta móðgana sinna Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur vakið mikla reiði og særindi í ýmsum NATO-ríkjum með ummælum í garð framlags hermanna frá þessum ríkjum til hinna áralöngu hernaðaraðgerða í Afganistan. Hefur hann meðal annars sagt að hermenn frá öðrum ríkjum en Bandaríkjunum hafi haldið sig til hlés í átökum og passað sig að fara ekki of nærri víglínunni. Lesa meira |