| 03:30 | Hollendingar ætla að skila 3.500 ára gömlu líkneski Hollendingar ætla að skila Egyptum 3.500 ára gamalli höggmynd að sögn forsætisráðherrans Dick Schoof.Egypska safnið í Giza sem opnað var 1. nóvember.EPA / Mohamed HossamStyttan sýnir háttsettan embættismann við hirð faraósins Tútmóses þriðja sem var á dögum á fimmtándu öld fyrir okkar tímatal.Hún fannst nýverið á listsýningu í Hollandi. Talið er að líkneskinu hafi verið stolið meðan á arabíska vorinu stóð árið 2011 og því smyglað út úr Egyptalandi og selt á alþjóðlegum markaði með slíkar vörur. | |
| 03:00 | Ísraelar staðfesta móttöku þriggja líka Hamas-hreyfingin lét í gær af hendi líkamsleifar þriggja gísla til viðbótar. Rauði krossinn tók við kistum þeirra og afhenti þær Ísraelsher og leyniþjónustunni Shin Bet á Gaza, að því er segir í tilkynningu skrifstofu forsætisráðherra.Þá voru líkin flutt á réttarmeinastöð til auðkenningar og rannsóknar á því hvað olli dauða fólksins. Sérfræðingar miðstöðvarinnar hitta loks aðstandendur og greina þeim frá niðurstöðum sínum. Talsmenn hernaðarvængs Hamas segjast hafa fundið líkin þrjú snemma í gærmorgun í jarðgöngum sunnanvert á Gaza.Hazem Qassem, talsmaður Hamas, segir afhendingu líkanna í gær til marks um hve hreyfingin legði hart að sér til að standa við sitt. Þegar vopnahléssamkomulagið var gert héldu Hamas-liðar enn 48 gíslum á Gaza, 20 lífs og 28 liðnum.Síðan þá hafa allir þeir lifandi | |
| 02:15 | Trump: Úkraínumenn fá ekki Tomahawk-flaugar Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ekki ætla að afhenda Úkraínumönnum langdrægar Tomahawk-eldflaugar.Donald Trump og Volodymyr Zelensky ræddu saman um miðjan október.EPA / AARON SCHWARTZ / POOL„Nei. Eiginlega ekki,“ sagði Trump þegar fréttamaður spurði um borð í forsetaþotunni hvort hann ætlaði að verða við óskum Volodymyrs Zelensky Úkraínuforseta.Það lá nánast fyrir eftir fund forsetanna um miðjan október. Þar gaf Trump í skyn að Úkraínumenn skyldu gefa eftir það landsvæði sem Rússar hafa hernumið. Zelensky taldi þá að viðræðum um afhendingu Tomahawk-eldflauga væri ekki lokið. | |
| 01:15 | Enn trufla drónar umferð um flugvöll Öll umferð var stöðvuð skamma stund síðdegis í gær um Bremen-flugvöll í Þýskalandi eftir að óþekkt flygildi sást yfir vellinum. Talsmaður lögreglu segir tilkynningu um drónann hafa borist klukkan hálf átta að staðartíma og að umferð hafi þá verið stöðvuð í tæpa klukkustund.Ekki sé vitað hver stýrði flygildinu. Drónaflug hefur nokkrum sinnum valdið truflunum á flugumferð í Þýskalandi á liðnum vikum.Á föstudag var öll umferð um Brandenburgarflugvöll í Berlín stöðvuð í tvær klukkustundir og snemma í október þurfti að gera hlé á flugferðum til og frá alþjóðaflugvellinum í München tvo daga í röð.Þýsk stjórnvöld hafa ítrekað sagt drónaflug sívaxandi öryggisógn enda hafi það valdið truflunum á starfsemi flugvalla, iðnaðarsvæða og herstöðva í landinu.Þjóðverjar eru einhverjir ötulustu bandamenn Úk | |
| 00:30 | Forseti Íslands sæmdi 26 rekkaskáta forsetamerkinu Í gær voru 26 rekkaskátar á aldrinum sextán til átján ára sæmdir forsetamerkinu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Það er fjölmennasti hópurinn sem hlýtur forsetamerkið síðan árið 2016.Halla Tómasdóttir forseti er verndari merkisins og veitir það þeim rekkaskátum sem stundað hafa metnaðarfullt starf. Í tilkynningu frá skátahreyfingunni segir að vegferðin að forsetamerkinu taki um tvö til þrjú ár.Skátarnir séu hvattir til persónulegs vaxtar með því að sinna 24 fjölbreyttum verkefnum. Þeir þurfi að sækja fimm daga skátamót, ferðast 40 kílómetra fyrir eigin afli, sækja námskeið í leiðtogaþjálfun og tólf klukkustunda skyndihjálparsnámskeið.Þá verði þeir að velja tvö langtímaverkefni á borð við að taka að sér forystu fyrir hópi yngri skáta, að sitja í stjórn skátafélags, aðstoða við skipulagni | |
| 00:20 | „Ég var bókstaflega að berjast fyrir lífi mínu“ „Allt sem ég hef leitað að í lífi mínu fann ég á Íslandi. Einhvern veginn fékk ég að upplifa það að tilheyra hérna.“ | |
| 00:13 | Segir samþykki þingsins óþarft Háttsettur embættismaður í dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur tjáð bandaríska þinginu að ríkisstjórn Donalds Trumps geti haldið áfram mannskæðum árásum á meinta fíkniefnasmyglara án samþykkis þingsins og að stjórnin sé ekki bundin af áratugagömlum stríðslögum. | |
| 23:26 | Minnst sjö látin eftir að jarðskjálfti af stærðinni 6,3 reið yfir nærri Mazar-Sharif Að minnsta kosti sjö létu lífið og 150 slösuðust þegar jarðskjálfti af stærðinni 6,3 reið yfir norðanvert Afganistan aðfaranótt mánudags að staðartíma. Óttast er að enn fleiri eigi eftir að finnast látin. Skjálftinn átti upptök sín á 28 kílómetra dýpi skammt frá borgunum Khulm og Mazar-i-Sharif, samkvæmt upplýsingum Jarðfræðistofnunar Bandaríkjanna.Fjöldi fólks flýði út á götur Mazar-i-Sharif af ótta við að hús þeirra hryndu, samkvæmt fréttum AFP. Fréttaritari veitunnar kveðst hafa fundið fyrir jarðskjálftanum í höfuðborginni Kabúl, í rúmlega 400 kílómetra fjarlægð.Tveir mánuðir eru síðan yfir 2.200 fórust í jarðskjálfta austanvert í Afganistan. Það er mannskæðasti skjálfti í nútímasögu landsins. Talibanastjórnin hefur þurft að glíma við afleiðingar nokkurra öflugra jarðskjálfta frá því hú | |
| 23:06 | Lækka afkomuspána eftir neikvætt svar FDA Spá um aðlagaða EBITDA framlegð ársins lækkar úr 200-280 milljónum dala í 130-150 milljónir dala. | |
| 23:03 | Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Hópur eldri borgarar hittist vikulega til að iðka rafíþróttir og er stemningin einstaklega góð á æfingum. | |
| 23:02 | Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Maður hefur verið ákærður fyrir að nauðga konu í þrígang í herbergi hennar á gistiheimili. | |
| 23:01 | Þurfa að hætta starfsemi á Álfsnesi Úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt starfsleyfi Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis (Skotreyn) úr gildi. Félagið þarf því að hætta starfsemi. | |
| 22:58 | Alvotech fær ekki markaðsleyfi fyrir samheitalyf Simponi að svo stöddu Lyfja- og matvælaeftirlit Bandaríkjanna getur ekki að svo stöddu veitt Alvotech markaðsleyfi þarlendis fyrir líftæknilyfið AVT05 í áfylltri sprautu og lyfjapenna, sem er hliðstæða við líftæknilyfið Simponi. Það er notað til meðferðar við ýmsum bólgusjúkdómum. Í tilkynningu frá Alvotech segir að Matvæla- og lyfjaeftirlitið geti ekki veitt leyfi fyrr en Alvotech hafi brugðist með fullnægjandi hætti við athugasemdum sem það gaf félaginu í júlí eftir úttekt á aðstöðu til lyfjaframleiðslu í Reykjavík. Engin önnur athugasemd er gerð við innihald umsóknarinnar. Framleiðsluaðstaða Alvotech hefur öll tilskilin leyfi frá eftirlitinu til framleiðslu, að því er segir í tilkynningunni, og félagið heldur áfram að framleiða og afhenda hliðstæður sem þegar eru á markaði. Gagnaveitan IQVIA segir sölutekjur | |
| 22:38 | Alvotech fær ekki leyfi fyrir lyfinu að svo stöddu Alvotech tilkynnti í dag að fyrirtækið hafi móttekið svarbréf frá Lyfja- og matvælaeftirliti Bandaríkjanna (FDA) við umsókn um markaðsleyfi fyrir lyfinu AVT05 sem er fyrirhuguð hliðstæða við líftæknilyfið Simponi. | |
| 22:08 | Fullorðins | Var handtekin nakin á Austurvelli Fullorðins Elísabet Jökulsdóttir, rithöfundur og skáld kom í spjall. Hún segir okkur frá lífi sínu, ástinni á Ströndum, geðhvörfin, skriftirnar og margt fleira. Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á brotkast.is/askrift Greinin Fullorðins | Var handtekin nakin á Austurvelli birtist fyrst á Nútíminn. | |
| 22:02 | „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir ljóst að fjárútlát Ríkislögreglustjóra til ráðgjafafyrirtækisins Intru verði að hafa afleiðingar. Álíka meðhöndlun á opinberu fé sé aldrei fyrirgefanleg. Málið verður tekið fyrir á fundi nefndarinnar á morgun. | |
| 22:00 | Fyrrverandi eiginkonur loddara og raðeltihrellis tóku höndum saman til að vara aðrar konur við – „Ekki byrja með Brandon“ Fyrir rúmum áratug kynntist Amber Rasmussen manni í gegnum Tinder. Brandon Johnson heillaði hana upp úr skónum og sagði hún því já þegar hann fór á skeljarnar eftir aðeins nokkurra mánaða samband. Helsti gallinn var sá að Brandon átti fyrrverandi eiginkonu, Athenu Klingerman, sem var eitthvað vanstillt. Athena og Brandon áttu saman dóttur svo hann Lesa meira | |
| 21:38 | Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Talsmaður Nígeríuforseta segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn í Nígeríu vegna ásakana um að þar í landi standi yfir umfangsmikil dráp á kristnum mönnum af hálfu íslamskra öfgamanna. Hann segir Trump, sem sagðist í gær undirbúa Stríðsmálaráðuneyti Bandaríkjanna undir innrás í Nígeríu, byggja hótanir sínar á misvísandi fréttaflutningi. | |
| 21:33 | Smáglæpamenn að verki í París Skartgriparánið í Louvre-safninu í síðasta mánuði var framið af smáglæpamönnum en ekki atvinnumönnum í skipulagðri glæpastarfsemi, að sögn saksóknara í París. | |
| 21:16 | Steinullarverksmiðjan á Sauðárkróki fjörutíu ára Steinullarverksmiðjan á Sauðárkróki er 40 ára á þessu ári en verksmiðjan er sú eina sinnar tegundar á landinu. Framkvæmdastjóri Steinullar segir fyrirtækið mikilvægan vinnustað á Sauðárkróki en þar starfa 40 manns. Til skoðunar er að stækka starfsemi verksmiðjunnar sem nær ekki lengur að annast eftirspurn.Amanda Guðrún Bjarnadóttir ræddi í Landanum í kvöld við starfsmenn steinullarverksmiðjunnar. Í þættinum er meðal annars útskýrt í einföldu máli hvernig steinull er framleidd og hvaða skref Steinull hf. hefur tekið til að gera framleiðsluna umhverfisvænni.„Í upphafi var framleiðslan þannig að um 400 kíló fóru í urðun á hverju tonni sem við framleiddum af steinull. Við höfum náð að minnka þetta niður í um tíu kíló,“ segir Rafn Ingi Rafnsson, framleiðslu- og umhverfisstjóri fyrirtækisins. | |
| 21:00 | Af hverju þarftu alltaf að vera svona önug Felix er sífellt að gera hluti til að reyna að bæta líf Klöru og skilur ekki af hverju hún kann ekki að meta hugvitssemi hans. Eins og til dæmis að vefja skaft snæri. | |
| 20:58 | Segja Hisbollah leika sér að eldinum Stjórnvöld í Ísrael hafa hótað að herða aðgerðir sínar í Líbanon gegn Hisbollah-vígasamtökunum vegna ásakana um að vígasamtökin séu farin að vopnast á ný. | |
| 20:48 | Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Susan Ferguson, sérstakur fulltrúi UN Women í Afganistan, segir líf kvenna hafa orðið miklu erfiðara og miklu flóknara eftir að Talíbanar tóku aftur völd fyrir rúmum fjórum árum. Á þeim tíma hafi afganskar konur og stúlkur misst öll grundvallarmannréttindi sín, þar með talið réttinn til náms og vinnu. | |
| 20:33 | Eðlilegt að Seðlabankinn bíði og sjái hverju fleytir fram Vaxtaviðmið Seðlabanka Íslands og ríkisstjórnarinnar verða birt í vikunni. Þetta staðfestir Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra.Ríkisstjórnin kynnti á miðvikudag aðgerðapakka í húsnæðismálum. Þá kom fram að unnið væri að því að móta vaxtaviðmið í samráði við Seðlabankann sem geti legið til grundvallar verðtryggðum lánum. Er það gert til að bregðast við mikilli óvissu á húsnæðismarkaði sem fylgt hefur dómi hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða sem hann hafði til meðferðar gegn Íslandsbanka.„Ég held kannski að til skamms tíma litið þá var mikilvægasta aðgerðin okkar að við höfum verið að þróa viðmið sem hægt er að nota fyrir breytilega, verðtryggða vexti sem að hefur verið tekið mjög vel. Markaðsaðilar hafa lýst miklum áhuga á því að nýta það. Það eru þau lán sem skipta kannski mestu máli | |
| 20:30 | 13 ára gömlum var honum rænt af heimili sínu, pyntaður í 43 tíma og svo skotinn í bakið – lifði af en situr eftir stórskuldugur Kvöldið 29. júlí árið 1995 dottaði hinn 13 ára gamli Thadius Phillips á sófanum heima hjá sér í Wisconsin. Hann vaknaði þegar einhver lyfti honum upp. Hann hélt fyrst að þetta væri pabbi sinn sem var vanur að bera hann upp í rúm þegar hann sofnaði í sófanum. Næst vissi Thadius, eða Thad eins og Lesa meira | |
| 20:30 | Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni Maður í Louisville, Kentucky, sem hefur öðlast töluverðar vinsældir fyrir kennslumyndbönd sín í fjölskylduvænu handverki á Youtube, hefur nú verið ákærður fyrir að dreifa barnaníðsefni. Maðurinn hefur kallað sig „Mr. Crafty Pants“ á Youtube en búið er að taka niður Youtube-rásina hans. Maðurinn heitir réttu nafni Michael David Booth, og er 39 ára gamall, en Lesa meira | |
| 20:30 | Skotsvæðinu á Álfsnesi lokað Skotveiðifélag Reykjavíkur og nágrennis þurfti að skella í lás eftir að Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi starfsleyfi þeirra úr gildi. Tímamótaúrskurður, segir hljóðverkfræðingur.„Það er alveg ótrúlegt að það skuli alltaf vera hægt að skella í lás fyrirvaralaust hjá þessari úrskurðarnefnd án þess að við fáum nokkurn, getum nokkurn hlut gert, bara lagfært okkar mál eða neitt annað,“ segir Róbert Reynisson, formaður Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis.Íbúar norðan við Kollafjörð kærðu til úrskurðarnefndar og kvörtuðu undan hávaða. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að Heilbrigðiseftirlitinu hefði láðst að gera hljóðmælingar í samræmi við leiðbeiningar Umhverfisstofnunar.Skotæfingasvæði á Álfsnesi hefur verið lokað eftir kvartanir nágranna. Skothvellirnir voru eins og á ga | |
| 20:06 | Dagur Sig genginn í það heilaga Elva Dögg Sigurðardóttir og Dagur Sigurðsson söngvari giftu sig um helgina. | |
| 20:05 | Umfangsmikil rannsókn gæti orðið grunnur að stefnu í flóttamannamálum Saman eða sundruð? Að þessu spyr fjölmennt teymi á vegum Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri sem rannsakar aðlögun flóttabarna og ungmenna sem hafa komið til Íslands í boði stjórnvalda.„Við erum að skoða vellíðan, tungumálakennslu og almenna þátttöku í samfélagi. Þetta var mjög mikið verkefni sem margir tóku að sér út um allt land. Það sem gerir þetta sérstakt er að við erum Ísland og við höfum góðar upplýsingar um allt þetta fólk og hvernig þetta hefur gengið,“ segir Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor í Mið-Austurlandafræðum.Aðkoma Magnúsar er sérfræðiþekking á heimalöndum fólksins sem kom á árunum 2015-2020 frá Sýrlandi og Írak. Rannsóknin hófst fyrir þremur árum og á að ljúka á því næsta. Rannsakendur vona að niðurstöðurnar verði grunnur að stefnu í þessum málaflokki.„En við höl | |
| 20:05 | Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Fjölskyldu í Hveragerði finnst fátt skemmtilegra en að fara saman út að hjóla og ekki síst í útlöndum. Fjölskyldan er nýkomin heim úr hjólaferð meðfram Dóná, næst lengstu á í Evrópu en í ferðinni voru hjólaðir um þrettán hundruð kílómetrar og fjölskyldan gisti átján nætur í tjaldi. | |
| 20:01 | „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Ráðstefna kynlífsverkafólks fór fram í fyrsta skipti hér á landi í gær. Rauða regnhlífin sem stóð fyrir ráðstefnunni kallar eftir því að umræðan verði opnuð og reglur og lög varðandi kynlífsverkafólk endurskoðað. | |
| 19:51 | Fimm létust í snjóflóði á Ítalíu Snjóflóð í Dólómítafjöllum á Ítalíu hefur kostað fimm þýska fjallgöngumenn lífið, þar á meðal 17 ára stúlku og föður hennar.Öll voru þau að klífa Cima Vertana í Ortler-Ölpunum þegar snjóflóðið féll um klukkan 16 að staðartíma í gær. Björgunarsveitir fundu lík feðginanna í dag og sögðu ljóst að snjóflóðið hefði kaffært þau og borið þau með sér niður hlíðina.Björgunarsveitir fundu lík þremenninganna, sem voru að ferðast saman, í gær en gera þurfti hlé á leitaraðgerðum vegna þoku og lélegs skyggnis.Tveir fjallgöngumenn á svipuðum slóðum sluppu lifandi frá snjóflóðinu og gerðu björgunarsveitum viðvart.AP/Third Party / Corpo Nazionale Soccorso Alpino e Speleologico | |
| 19:45 | Íbúarnir óttast áhrif ferðaþjónustunnar Fyrir ofan furuskógana og sandöldurnar sem teygja sig meðfram eyðilegum ströndum suðvesturhluta Portúgals standa byggingakranar yfir lóðum þar sem brátt verða lúxushótel – merki um umdeilda umbreytingu svæðisins í leikvöll fyrir auðfólk. Hröð uppbygging á strandsvæðinu Comporta hefur valdið heimamönnum og umhverfisverndarsinnum áhyggjum, en þeir óttast endurtekningu á stjórnlausri uppbyggingu líkt og gerðist í Algarve-héraði í suðurhluta Portúgals, sem lengi... | |
| 19:40 | Öðrum mannanna sleppt úr haldi Öðrum þeirra tveggja manna, sem voru í haldi lögreglu í tengslum við hnífstunguárás í lest á leið til Lundúna í gær, hefur verið sleppt úr haldi. Hinn er grunaður um tilraun til manndráps. | |
| 19:31 | Birta og Halla þukla og ómskoða Sauðfjárbændur eru upp til hópa mjög dramatískir, á jákvæðan hátt, og eðlilega með sterkar skoðanir á kindum, til dæmis hvort kollótt fé sé betra eða fegurra en hyrnt. Auðvitað er stundum metingur á milli bænda þegar kemur að kindum, en það er mismunandi eftir landsvæðum. | |
| 19:30 | Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Barcelona lagði nýliða Elche 3-1 í La Liga, efstu deild karla í fótbolta á Spáni. Með sigrinum halda Spánarmeistararnir í skottið á toppliði Real Madríd. | |
| 19:14 | Spænskumælandi vísindamaður í pönkhljómsveit Jón Bergmann var nýlega ráðinn sem ráðgjafi í viðskiptagreind hjá Expectus en hann er meðlimur í pönkhljómsveit, æfir júdó og er með doktorspróf í kennilegri eðlisfræði. | |
| 19:12 | ICESAVE-dómarinn snýr aftur – Vélfag fer með íslenska ríkið fyrir ESA vegna meintra EES-brota Vélfag-málið hefur nú formlega færst út fyrir landsteinana. Fyrirtækið og meirihlutaeigandi þess hafa lagt fram kvörtun hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) í Brussel vegna meintra brota íslenska ríkisins á EES-rétti. Í óvæntri vendingu hefur Vélfag jafnframt fengið til liðs við sig einn þekktasta sérfræðing Evrópu í Evrópurétti — Prof. Dr. Dr. Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins […] Greinin ICESAVE-dómarinn snýr aftur – Vélfag fer með íslenska ríkið fyrir ESA vegna meintra EES-brota birtist fyrst á Nútíminn. | |
| 19:01 | Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Í gær, 1. nóvember, var haldin ráðstefna um sögur kynlífsverkafólks og opinbera stefnu. Rauða Regnhlífin, Old Pros, Strip Lab, Red Umbrella Sweden og PION stóðu að baki ráðstefnunnar. Þar var umræðan um afglæpavæðingu áberandi en einnig var ljósi varpað á reynslu einstaklinga sem starfa í kynlífsþjónustu hér á landi. | |
| 18:34 | Bæta þurfi lánakjör fyrstu kaupenda og tekjulágra Aðgerðir Seðlabankans eru ólíklegar til að bæta lánakjör fyrstu kaupenda og tekjulágra, segir hagfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Kjör þeirra hafi versnað umfram annarra fasteignakaupenda.Seðlabankastjóri sagði á föstudag að bankinn hefði rýmkað lántakaskilyrði til að bregðast við frosti á fasteignamarkaði. Framvegis mega fyrstu kaupendur taka allt að 90% lán, í stað 85% áður. Þá hefði svigrúm bankanna til þess að veita undanþágur á greiðslubyrðarreglum verið rýmkað.„Þessi áhrif sem þessi yfirlýsing getur haft. Við höldum að þau verði frekar lítil. En þetta sendir ákveðin skilaboð inn í bankakerfið um að Seðlabankinn sé að fylgjast með stöðu fyrstu kaupenda og tekjulágra og hafi áhyggjur af henni og við deilum þeim áhyggjum,“ segir Jónas Atli Gunnarsson, hagfræðingur hjá Húsnæ | |
| 18:30 | Við erum mikil fórnarlömb Nýr íslenskur spennutryllir er kominn í kvikmyndahús. Margrét Ákadóttir og Örn Árnason leika hjón í Víkinni, kvikmynd eftir Braga Þór Hinriksson. Áhorfendur eiga von á óvæntum atburðum en sagan gerist í sumarbústað á Hornströndum. | |
| 18:19 | Draugur á sveimi yfir Vesturbæ Sigurður Helgason drónaflugmaður og eigandi drónaverslunarinnar DJI hengdi 3 metra langan draug á dróna sinn og flaug honum yfir Vesturbæinn í tilefni hrekkjavökunnar í gærkvöld til að gleðja íbúa.Hann segir hugmyndina hafa blundað í sér um árabil og í ár hafi hann ákveðið að láta verða af henni ásamt vinkonu sinni, drónaáhugakonunni Joana Braga, sem flaug dróna við hlið draugsins og tók hann upp.Uppátækið vakti mikla lukku hjá ungum sem öldnum og varð enginn skelkaður að sögn Sigurðar. Hann hyggst endurtaka leikinn ár hvert héðan í frá og ætlar þá að setja hátalara á drónann og spila hrollvekjandi hljóð á meðan vofan hringsólar yfir hverfinu.„Það mun ekki fara fram hjá neinum, það heyrist alveg úr hálfs kílómetra fjarlægð.“ | |
| 18:18 | Aðeins einn grunaður um stunguárásina í lestinni Búið er að sleppa öðrum þeirra tveggja sem voru handteknir í tengslum við stunguárás í lest í Bretlandi í gærkvöld. Einn er enn í lífshættu.Tveir karlmenn á fertugsaldri voru handteknir grunaðir um árásina en öðrum hefur verið sleppt. Ellefu særðust í árásinni, nokkrir alvarlega.Sá sem er enn í lífshættu var starfsmaður um borð í lestinni sem reyndi að stöðva árásarmanninn. Lestin var á leið frá Doncaster á Norðaustur-Englandi til Lundúna í gærkvöld þegar árásin var framin. Breska lögreglan segir ekkert benda til þess að árásin hafi verið hryðjuverk.EPA / Tayfun Salci | |
| 18:17 | Telur nær útilokað að aðgerðir Seðlabankans hreyfi við húsnæðismarkaði Samtök iðnaðarins hafa þungar áhyggjur af húsnæðismarkaðnum þrátt fyrir að Seðlabankinn hafi rýmkað lántakaskilyrði til að bregðast við frosti á markaðnum. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir mikla óvissu ríkja, ekki síst vegna dóms Hæstaréttar þar sem tilteknir lánaskilmálar Íslandsbanka voru úrskurðaðir ólöglegir.„Síðasta áfallið er dómur Hæstaréttar, þar sem í kjölfarið hefur dregið mjög úr húsnæðislánum. Í rauninni bætir það bara gráu ofan á svart en fram að því hefur margt haft áhrif,“ segir Sigurður.Hann nefnir sem dæmi háa vexti og lóðaskort. Lánþegaskilyrði Seðlabankans hafi valdið því að fólk komist síður inn á markaðinn. Það hafi valdið hækkun leiguverðs og meiri verðbólgu. GREIÐSLUMATSSKILYRÐI MIKIL HINDRUN Seðlabankastjóri sagði á föstudag að banki | |
| 18:16 | Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Annar tveggja manna sem handteknir voru í kjölfar stunguárásar í lest í Cambridge-skíri í Bretlandi í gærkvöldi hefur verið látinn laus. Hinn þeirra er grunaður um tilraun til manndráps. | |
| 18:15 | Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Íslenska karlalandsliðið í handbolta sigraði Þýskaland í vináttulandsleik þjóðanna ytra í dag þar sem lokatölur urðu 29-31 en liðin mættust einnig á fimmtudaginn var og beið þá íslenska liðið afhroð. | |
| 18:12 | Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Fjárútlát Ríkislögreglustjóra til ráðgjafafyrirtækisins Intru þurfa að hafa afleiðingar, segir formaður stjórnskipunar- og eftirlistnefndar. Álíka meðhöndlun á opinberu fé sé aldrei fyrirgefanleg. Málið verður tekið fyrir á fundi nefndarinnar á morgun. | |
| 18:01 | Versta mögulega niðurstaðan Forstjóri PCC á Íslandi segir tímabært að ESB og íslensk stjórnvöld bregðist við undirboðum frá Kína. | |
| 18:00 | Járnvilji, vonir og vinskapur Fimm þúsund manns standa þétt á og við litla sandströnd við bæinn Cascais í Portúgal eldsnemma á laugardagsmorgni í október. Öll eru klædd níðþröngum sundgöllum með sundhettur á höfði og sundgleraugu yfir. Spennustigið er hátt og fæst hafa náð að sofa vel nóttina áður, þurft að rífa sig upp löngu fyrir birtingu til að næra sig og komast á staðinn.... | |
| 17:49 | Frjósemisstöðvar vinsælar en fæðingartíðni í sögulegu lágmarki Um þrjú þúsund pör og einstaklingar hafa farið í tæknifrjóvgun og yfir 1.600 börn hafa fæðst hér á landi síðustu fimm ár eftir slíka meðferð. Börnunum hefur fjölgað jafnt og þétt.Á sama tíma hefur frjósemi á Íslandi aldrei verið minni frá því að mælingar hófust, árið 1853. Í fyrra fækkaði lifandi fæddum börnum um fjögur milli ára. Þá fæddust alls 4.311 lifandi börn; 2.224 drengir og 2.087 stúlkur.Nýlegar rannsóknir sýna að fólk frestar barneignum í meiri mæli en áður. Það sést einna helst þegar litið er til menntunar. Áður fyrr voru konur á lægsta menntunarstigi líklegri til að eignast börn. Eftir síðustu aldamót snerist þróunin við. Í dag eru konur með meistaragráðu eða doktorspróf líklegri til barneigna.Snorri Einarsson, yfirlæknir á Livio og sérfræðingur í frjósemislækningum, segist fin | |
| 17:49 | Kínverjar banna ómenntuðum áhrifavöldum að deila ráðleggingum á netinu Stjórnvöld í Kína hafa samþykkt ný lög sem bannar áhrifavöldum þar í landi að deila ráðleggingum um hin ýmsu málefni, hafi þeir ekki menntun til þess. Lögin eiga einkum við um ráðleggingar sem snúa að heilsu, næringu, fjárhag, menntun og lögfræði og er ætlað að sporna við dreifingu rangra og jafnvel skaðlegra upplýsinga.Þá verður áhrifavöldum einnig óheimilt að auglýsa lyf og fæðubótarefni. Geti áhrifavaldur ekki framvísað prófskírteini eða vottun sem sýni fram á að hann sé menntaður í þeim málaflokki sem hann gefur út ráðleggingar um, þarf viðkomandi að fjarlægja efnið af samfélagsmiðlum.Samfélagsmiðlar á borð við Weibo og Douyin, kínversku útgáfu TikTok, munu einnig bera ábyrgð á að tryggja að efni á miðlum þeirra geti heimilda og innihaldi réttar upplýsingar. SPORNA VIÐ UPPLÝSINGAÓREI | |
| 17:48 | Borgaraþjónustan í sambandi við Íslendingana Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins er í sambandi við nokkra íslenska ríkisborgara í Tansaníu og ættingja þeirra á Íslandi vegna mannskæðra óeirða þar í landi. | |
| 17:37 | Orð ársins „67“: Foreldrar klóra sér í kollinum Netorðabókin Dictionary.com hefur um árabil valið orð ársins sem grípa þykir menningar- og tungumálastrauma með afgerandi hætti. Það orð sem varð fyrir valinu í ár er stutt og laggott, 67, og dulin merking hans hefur ollið mörgum hausverkjum hjá þeim sem eldri eru. | |
| 17:30 | Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa Flöskuskeyti sem tveir ástralskir hermenn skrifuðu á leið sinni til vígstöðvanna í Frakklandi í fyrri heimsstyrjöldinni kom í leitirnar á dögunum á vesturströnd Ástralíu. Um er að ræða einstakan fund en sjaldgæft er að svo gömul flöskuskeyti finnist – sérstaklega í ljósi þess að virðist hafa varðveist vel. Í frétt AP kemur fram að Brown-fjölskyldan Lesa meira | |
| 17:30 | Nauðgunarlíking Gunnars Smára veldur uppnámi í baráttuhópi – „Ég hef aldrei upplifað annan eins yfirgang og suð“ Ummæli Gunnars Smára Egilssonar, ritstjóra Samstöðvarinnar, þar sem hann líkir framgöngu þess hóps sem náði undirtökum í Sósíalistaflokknum á aðalfundi flokksins í vor við nauðgun ofbeldismanna, hefur dregið dilk á eftir sér. Gunnar skrifaði í rökræðum við ónefndan netverja um átökin í Sósíalistaflokknum: „Yfirtaka þessarar klíku á stjórnum flokksins með smölun var ekkert lík bónorði, Lesa meira | |
| 17:10 | Sportjeppi í sérklassa Það fyrsta sem maður tekur eftir á nýja XC90 er breytt framgrill og framljós. | |
| 17:01 | Moskítóflugan lifði kuldakastið af Moskítóflugan virðist hafa lifað af kuldakastið sem reið yfir landið í vikunni. Skordýraáhugamaður rak augun í flugu í gærkvöldi. | |
| 17:00 | Barcelona - Elche | Börsungar vilja brúa bilið en mæta sjóðheitum nýliðum Barcelona tapaði þeim klassíska um síðustu helgi og þarf á sigri að halda í kvöld til að minnka forskot Real Madrid á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar, en eiga erfitt verkefni fyrir höndum þegar þeir mæta sjóðheitum nýliðum Elche í 11. umferð. | |
| 17:00 | Staðreyndirnar: „Mér fannst þetta mjög heillandi bók“ Staðreyndirnar eftir Hauk Má Helgason segir frá Steini sem verður uppvís að einhvers konar hneyksli sem gerir út um framtíð hans í stjórnmálum. Honum er því boðin staða hjá nýstofnaðri Upplýsingastofu og er falið að leiða þróun opinbers staðreyndagrunns, vitvélar sem á að gegna lykilhlutverki í baráttu stjórnvalda gegn upplýsingaóreiðu.„Þetta er tiltölulega stutt skáldsaga,“ segir Sverrir Norland gagnrýnandi Kiljunnar á RÚV. „Þessi vitvél á að halda utan um „vottaðar“ eða „samþykktar“ staðreyndir í íslensku samfélagi sem er svolítið skemmtileg hugmynd.“„Svo fylgjumst við með þeirri vinnu sem er mjög kostulegur ógjörningur. Maður veltir fyrir sér, að skrifa bók árið 2025 um gervigreind sem við vitum ekkert hvernig er að þróast, það er svolítið kjarkað.“Að sögn Sverris er Steinn dæmigerður „ | |
| 16:47 | „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Stjórnarformaður Ríkisútvarpsins telur að þorsti Ríkisútvarpsins í auglýsingafé sé of mikill en í stóra samhenginu myndi brotthvarf RÚV af auglýsingamarkaði ekki gjöbreyta stöðu einkarekinna fjölmiðla. Deilt var um hvort í raun væri þörf á ríkisreknum fjölmiðli í Sprengisandi í morgun. | |
| 16:35 | Árstíðasveiflan að aukast Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar var gestur í viðskiptahluta Dagmála þessa vikuna þar sem rætt var um áform ríkisstjórnarinnar um auknar álögur á ferðaþjónustuna. | |
| 16:22 | Bauð kaupsýslumönnum í höllina í eiginhagsmunaskyni Andrés Mountbatten Windsor skipulagði einkaleiðsögn um Buckinghamhöll, á meðan drottningin heitin dvaldi þar, fyrir kaupsýslumenn frá rafmyntarnámufyrirtækinu Pegasus Group Holdings. | |
| 16:12 | Hætt við útkall vegna bilunar í björgunarskipi: „Það var allt bara steindautt“ Bilun í björgunarskipinu Hannesi Þ. Hafstein varð til þess að ekki var hægt að bregðast við útkalli vegna vélarvana báts úti af Garðskaga á Reykjanesi í dag. Við undirbúning ferðarinnar kom í ljós bilun í rafbúnaði; rafgeymar voru tómir og ekki hægt að ræsa vélina.„Það var allt bara steindautt. Vélarnar fóru ekkert í gang,“ segir Tómas Logi Hallgrímsson, formaður Björgunarbátasjóðs Suðurnesja. Sjómaður sem var á veiðum á nærliggjandi báti hafi hins vegar tekið vélarvana bátinn í tog og siglt með hann í höfn. BÚNAÐUR ORÐINN GAMALL OG ÞREYTTUR Skipta þurfi um varahlut og á Tómas von á að hægt verði að ráðast í viðgerð í dag eða á morgun. Hins vegar sé mikilvægt að fá nýtt skip því Hannes Þ. Hafstein sé 40 ára og allur búnaður í honum orðinn þreyttur.„Við höldum þessu skipi í fullkomnu sta | |
| 16:08 | Myndir: Flugbjörgunarsveitin fagnar undir Esjunni Flugbjörgunarsveitin Reykjavík (FBSR) fagnar 75 ára afmæli sínu um þessar mundir og af því tilefni var blásið til afmælisbjörgunaræfingar undir Esjurótum sem var metnaðarfull og vel skipulögð í senn. | |
| 16:01 | Man. City - Bournemouth | Mikið undir í Manchester Manchester City og Bournemouth vilja bæði vinna og minnka forskot toppliðsins í ensku úrvalsdeildinni. | |
| 16:00 | Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn Í Morgunblaðinu í gær birtist heilsíðuauglýsing þar sem leitað er eftir tilboðum í Valhöll, höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokksins. Þetta eru allnokkur tíðindi en hugmyndir um sölu hússins komu reglulega til umræðu þegar sá sem hér heldur á penna sat í miðstjórn flokksins. Þær voru þó jafnan slegnar út af borðinu með þeim rökum að húsið væri tengt Lesa meira | |
| 16:00 | Hagfræðingar í þríriti „Haldið ró ykkar það er ekkert að sjá hér!“ – þessar eftirminnilegu línur Leslie Nielsen, leikarans sáluga, leita á hugann þegar syrta fer í álinn í efnahagslífinu. | |
| 15:54 | Loksins West Ham-sigur í London West Ham vann langþráðan heimasigur í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar Newcastle kom í heimsókn á London-leikvanginn. | |
| 15:48 | Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Þýskaland og Ísland mætast í öðrum æfingaleik ytra. Strákarnir okkar hafa mikið að sanna eftir afleita frammistöðu í fyrri leiknum, sem tapaðist 42-31. | |
| 15:48 | Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Fulltrúar verslunar og þjónustu hvetja stjórnvöld til að grípa til ráðstafana til að tryggja rekstur kjörbúða í minni bæjarstæðum á landsbyggðinni. Um félagslegt byggðarmál sé að ræða. Án þessar grunnþjónustu sé hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki. | |
| 15:08 | Stjórnlaust eftirlit „Í röngum höndum eru húsleitir einfaldlega tól til að niðurlægja fólk.“ | |
| 15:03 | Hið ljúfa líf: Enn einn yndislegur Indverji Indverskir viskíframleiðendur hafa heldur betur verið að gera góða hluti á undanförnum árum og náð að raka til sín verðlaunum í alþjóðlegum viskíkeppnum. | |
| 14:57 | Hvað verður um Fergie? Sarah Ferguson, fyrrverandi eiginkona Andrésar Mountbatten Windsor, hefur búið með Andrési í mörg ár. Líkt og Andrés mun Sarah, oftast þekkt sem Fergie, nú missa titla sína og heimilið. | |
| 14:56 | Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Velunananar hafa hrint af stað söfnun fyrir Brynju Þrastardóttur, ekkju Hjörleifs Haks Guðmundssonar sem var myrtur í Gufunesmálinu fyrr á þessu ári. | |
| 14:52 | Þúsundir hafi orðið af milljónum Bætur fyrir líkamstjón samkvæmt skaðabótalögum hafa ekki verið uppfærðar í 26 ár og halda ekki lengur í við launaþróun á vinnumarkaði. Fyrir vikið hafa þúsundir slasaðra einstaklinga fengið bætur sem endurspegla ekki raunverulegt fjártjón þeirra. | |
| 14:49 | Hvalfjarðargöng lokuð Hvalfjarðargöng voru lokuð fyrir skömmu vegna bilaðs bíls. | |
| 14:47 | Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu sannkallaður konfektmoli Mikil eftirvænting lá í loftinu þegar komið var inn í sal Borgarleikhúsins þegar Fréttatíminn lagði leið sína á söngleikinn Moulin Rouge. Segja má að um leið og leikhúsgestir stíga inn í leikhússalinn, stíga þeir um leið inn í daður, dans og bóhemaheim næturklúbbs í París árið 1988 sem er sögusvið verksins. Leikið er með skynjun […] The post Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu sannkallaður konfektmoli appeared first on Fréttatíminn. | |
| 14:47 | Tvöfalt líf Verzlunarskólastúdents Sigríður Lovísa Bergmann Björnsdóttir, félagsfræðimenntaður Verzlunarskólastúdent í bænum Bedford á Englandi, er ekki öll þar sem hún er séð. Þegar hún er ekki önnum kafin við störf sín í menntaskóla þar í bænum er hún njósnasagnahöfundurinn Dali Katz sem nýverið sendi frá sér 700 blaðsíðna sálfræðitrylli. | |
| 14:41 | Söfnun hrint af stað fyrir ekkju Hjörleifs Hauks Efnt hefur verið til söfnunar fyrir Brynju Þrastardóttur, ekkju Hjörleifs Hauks Guðmundssonar, sem myrtur var í Gufunesmálinu. | |
| 14:40 | Hvalfjarðargöng lokuð sunnanmegin Hvalfjarðargöng eru lokuð sunnanmegin vegna bilaðs bíls, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar.RÚV | |
| 14:30 | Íslensk ungmenni í upplausnarástandi í Tansaníu: „Við höfum heyrt í hríðskotabyssum, öskrum og grátum“ Evrópusambandið hvatti yfirvöld í Afríkuríkinu Tansananíu í dag til þess að stilla í hóf viðbrögðum við ofbeldisöldunni sem hefur gripið landið eftir nýafstaðnar forsetakosningar. Forsetinn, Samia Suluhu Hassan, var endurkjörin með 98% atkvæða og stjórnandstaðan í landinu vill meina að brögð hafi verið þar í tafli. „VIÐ HÖFUM HEYRT Í HRÍÐSKOTABYSSUM, ÖSKRUM OG GRÁTI“ Átta íslensk ungmenni, sjö stúlkur og einn piltur, eru stödd í Tansaníu, nánar tiltekið eyjunni Sansíbar. Þau segja ástandið í landinu hræðilegt. „Við höfum heyrt í hríðskotabyssum, öskrum og gráti,“ segir Júlía Ingvarsdóttir. „Það eru hryðjuverk í gangi um alla Tansaníu og skotárásir hafa verið í götunni okkar.“Þau hafi ekkert komist út af hostelinu þar sem þau búa, þar sem útgöngubann er í gildi.„Sett hefur verið útgöngub | |
| 14:24 | Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs mætir fjárhagslegum áskorunum – „Hefur gengið í gegnum ítrekuð áföll“ Velunnarar Brynju Þrastardóttur hafa að gefnu tilefni stofnað til fjársöfnunar fyrir hennar hönd. Brynja er ekkja Hjörleifs Hauks Guðmundssonar, 65 ára manns frá Þorlákshöfn, sem myrtur var með hrottafullum hætti í marsmánuði síðastliðnum. Málið vakti landsathygli, ekki síst er réttarhöld í málinu voru háð við Héraðsdóm Suðurlands í haust en þar fengu þrír menn þunga Lesa meira | |
| 14:05 | Seldu vín fyrir 76 milljónir Tekjur Kampavínsfjelagsins námu 76 milljónum í fyrra og drógust saman um 15 milljónir á milli ára. | |
| 14:02 | Íslendingar innilokaðir: „Það eru hryðjuverk í gangi“ Óöld ríkir í Tansaníu vegna umdeildra niðurstaða forsetakosninga sem fram fóru á miðvikudag. Hundruðir eru sagðir liggja í valnum vegna óeirða, og slökkt hefur verið á nettengingu um gervallt landið. Júlía Ingvarsdóttir er ein átta Íslendinga sem sitja nú innilokuð vegna banvænna óeirðanna. | |
| 13:59 | Heidi óþekkjanleg að venju Líkt og ár hvert heldur fyrirsætan Heidi Klum eitt vinsælasta hrekkjavökupartýið meðal stórstjarnanna. Það sem flestir fylgjast þó með er hvernig gestgjafinn klæðir sig enda er Heidi fremst í flokki þegar kemur að hrekkjavökubúningum. | |
| 13:59 | Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Líkt og ár hvert heldur fyrirsætan Heidi Klum eitt vinsælasta hrekkjavökupartýið meðal stórstjarnanna. Það sem flestir fylgjast þó með er hvernig gestgjafinn klæðir sig enda er Heidi fremst í flokki þegar kemur að hrekkjavökubúningum. | |
| 13:52 | Mikill samdráttur í útflutningi til Bandaríkjanna vegna tolla Trumps Útflutningur frá Íslandi til Bandaríkjanna hefur hríðfallið eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti um umfangsmiklar tollahækkanir í vor. Hagfræðingur segir stöðugleika í augsýn en að útflutningsfyrirtæki gætu þurft að horfa til annarra markaða.Trump tilkynnti í apríl að hann ætlaði að hækka tolla á innfluttar vörur frá öllum heimshornum. Áhrifin létu ekki á sér standa og útflutningur til Bandaríkjanna dróst saman.Aðeins mánuði síðar var útflutningur frá Íslandi til Bandaríkjanna um 40% minni en árið áður. Hann hefur dregist saman um 23% frá því í vor.Þetta er bein afleiðing tollastefnu Trumps, segir Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Þá hafi virði Bandaríkjadals gagnvart krónunni lækkað um rúm 10% í ár.„Þetta tvennt leggst í rauninni saman í sömu áttina að því að | |
| 13:44 | Leita byssumanna í grískum fjölskylduerjum Lögreglan á grísku eyjunni Krít leitar nú að skotárásarmönnum sem urðu tveimur að bana og særðu tíu í gær. Tveir karlmenn hafa þegar verið handteknir.Árásin átti sér stað í fallabænum Vorizia og tengist langvarandi deilum milli Kargakis og Fragiadakis fjölskyldnanna yfir beitilandi. Yfirvöld telja árásina hafa verið gerða í hefndarskyni vegna sprengingar í nýbyggingu í bænum kvöldið áður.Tvö þeirra særðu liggja einnig undir grun um að hafa haft aðild að árásinni. Yfirvöld segja fleiri en 1000 skotum hafa verið skotið að heimilum, bifreiðum og þorpsbúum með rússneskum hríðskotarifflum. BLÓÐHEFNDIR OG BYSSUR ÚTBREITT VANDAMÁL Lögreglulið frá höfuðborginni Aþenu á meginlandi Grikklands var kallað út að eyjunni til að liðsinna lögregluna á Krít við rannsókn málsins, þar á meðal sérstök lögr | |
| 13:43 | Obama styður Mamdani Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lýsti í gær yfir stuðningi við flokksbróður sinn Zohran Mamdani, í komandi borgarstjórakosningum í New York-borg. Hinn 34 ára Mamdani hlaut afgerandi kosningu í forvali Demókrata á dögunum, en er engu að síður ekki með óskoraðan stuðning helstu forvígismanna flokksins, þar sem hann er langt úti á vinstri vængnum og afar gagnrýninn á dráp Ísraelshers á almennum borgurum á Gaza.Hans helsti keppinautur er Andrew Cuomo, fyrrverandi ríkisstjóri New York-ríkis, sem tapaði fyrir Mamdani í forvali Demókrata og býður sig fram sem óháður frambjóðandi.Í skoðanakönnunum mælist Mamdani með um og yfir 10 prósenta forskot á Cuomo fyrir kosningarnar á þriðjudag. | |
| 13:30 | Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld Þóroddur Bjarnason félagsfræðiprófessor segir að slæmt aðgengi Íslendinga að millilandaflugi felist í því að komast til og frá Keflavíkurflugvelli. Sýnir ný rannsókn hans um flugsamgöngur að Isavia líti á bílastæðin við flugvöllinn sem tekjustofn en það fari gegn stefnu fyrirtækisins um greitt aðgengi að flugvellinum. Fjallað var um málið á rás 1 í síðustu viku Lesa meira | |
| 13:30 | West Ham - Newcastle | Hamrarnir berjast við botninn West Ham er í fallsæti og þarf á sigri að halda gegn Newcastle í 10. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. | |
| 13:30 | Hlédís gagnrýnir gellupólitík – „Staðreyndin er sú að konur skipa flest æðstu embætti í dag“ „Gellupólitík er ekki bara stuð og stemmning. Það sem einkennir hana helst er sýndarsamstaða kvenna um einfaldan, útþynntan, baráttulausan femínisma. Framapot frekar en raunverulega hugmyndafræði, sem gerir mikið úr kyni og lítið úr verðleikum. Þetta er hagsmunagæsla einstaka kvenna sem hagnýta sér félagslegan meðbyr með jafnréttisbaráttu fyrri tíma,“ skrifar Hlédís Maren Guðmundsdóttir, í aðsendri grein Lesa meira | |
| 13:25 | Fór en var samt um kyrrt Ég hef mjög gaman af því að vinna með Íslendingum og svo er þetta auðvitað frábær afsökun fyrir mig til að koma hingað. | |
| 13:21 | Flotaforingi ei meir Enn syrtir í álinn fyrir Andrew Mountbatten Windsor, fyrrverandi Bretaprins. Í morgun var greint frá því að til stæði að svipta hann sjóliðsforingjanafnbót sem hann hefur borið í heiðursskyni síðan 2015.John Healey, varnarmálaráðherra Bretlands, segir við BBC að stjórnvöld séu eingöngu að fylgja fordæmi konungshallarinnar – og að úr því að konungurinn ákvað að svipta bróður sinn tign og titlum í vikunni þá sé þetta rökrétt skref.Um helgina var hulunni svipt af tölvupósti sem Andrew sendi vini sínum, barnaníðingnum Jeffrey Epstein, um það leyti sem sá síðarnefndi losnaði úr fangelsi í New York árið 2010, þar sem hann hafði afplánað dóm fyrir kaup á vændi af barnungri stúlku. Í póstinum segist Andrew gjarnan vilja koma til New York og hitta Epstein. | |
| 13:20 | Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Varnarmálaráðuneyti Breta vinnur að því að svipta Andrew Mountbatten Windsor síðustu hernaðartign sinni. Andrew, sem var áður þekktur sem Andrés prins, var sviptur prins-titli sínum fyrr í vikunni. | |
| 13:16 | Björgunarskip bilaði þegar útkall barst Á ellefta tímanum í morgun barst björgunarskipinu Hannesi Þ. Hafstein útkall vegna vélarvana báts úti af Garðskaga. | |
| 13:06 | Ungur maður í tilvistarkreppu Leikarinn Sigurbjartur Sturla Atlason túlkar Hamlet í nýjustu sýningu Borgarleikhússins. Sigurbjartur er í skýjunum með hlutverkið og hlakkar til að sýna hvað í honum býr. Kona hans, Kolfinna Nikulásdóttir, leikstýrir en parið er með margt á prjónunum í framtíðinni. | |
| 13:05 | Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Íslensku sauðkindinni hefur fækkað um hundrað þúsund á síðustu tíu árum og líst formanni stjórnar sauðfjárbænda ekkert á stöðuna og segir nauðsynlegt að fjölga kindum aftur af miklum krafti í landinu. | |
| 13:00 | „Aðför að rekstri bílaleiga í landinu“ „Það er verið að gera aðför að rekstri bílaleiga í landinu,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), um boðaðar skattbreytingar stjórnvalda sem gætu haft víðtæk áhrif á greinina | |
| 12:55 | Andrés sviptur sínum síðasta heiðurstitli Ríkisstjórn Bretlands tilkynnti fyrr í dag að fyrrum Bretaprinsinn Andrés yrði sviptur heiðurstitli sínum sem varaflotaforingi breska sjóhersins, sem er hans síðasta hernaðartign. |