22:34 | Arfleifð Mein Kampf endurómar í nútímasamfélagi öld eftir útgáfu Á þessum degi árið 1925, fyrir 100 árum, kom stefnuyfirlýsing Adolfs Hitlers, Mein Kampf, fyrst út. Bókin er torlesin en arfleifð hugmyndafræðinnar og áróðurins sem finna má í bókinni endurómar enn í samfélagi nútímans.Mein Kampf, sem á íslensku hefur verið nefnd Baráttan mín, er ritverk eftir Adolf Hitler, einræðisherra Þýskalands nasismans og foringi Nasistaflokksins. Í henni tvinnar Hitler saman sjálfsævisögulegum staðreyndum og hugmyndafræði sinni um nasismann í eins konar stefnulýsingu.Hitler skrifaði bókina á meðan hann sat í fangelsi í Landsberg í Bæjaralandi árið 1924, en þangað var hann sendur vegna þátttöku sinnar í bjórkallarauppreisninni árið áður. FYRIRBOÐI AÐ HELFÖRINNI Hatursáróður Hitlers gegn gyðingum í Mein Kampf er talinn fyrirboði að helförinni. Um sex milljónir gyði | |
22:32 | Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Eigendur lítilla og meðalstórra fyrirtækja í Grindavík ætla í skaðabótamál við ríkið. Eigandi gistihúss segir nýjustu lokanir í bænum þar sem gestum var meinaður aðgangur í tvo sólarhringa eftir eldgos hafa verið dropinn sem fyllti mælinn. | |
22:31 | Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Tilraunaverkefni hjá ÍR býður börnum með skerta hreyfigetu upp á tækifæri til að prófa ýmsa leiki sem þau hafa kannski aldrei tekið þátt í. Verkefnastjóri segir of fá úrræði fyrir börn með hreyfihömlun á sumrin sem sitji of oft á hakanum á meðan önnur börn sækja námskeiði. | |
22:05 | Svalbrúsi í sumarfríi Svalbrúsi (Gavia adamsii), hánorræn erlend fuglategund, hefur að undanförnu haldið til á Borgarfirði eystra og Njarðvík, þar litlu norðar. | |
22:05 | Trump lögsækir Wall Street Journal Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur höfðað mál á hendur móðurfyrirtæki Wall Street Journal, Dow Jones & Company, eiganda blaðsins, Rupert Murdoch, og tveimur blaðamönnum fjölmiðilsins fyrir meiðyrði og ærumeiðingar. | |
22:00 | Fékk móral eftir að hann drap eiginkonuna svo hann fór og stakk fyrrverandi konu sína 22 sinnum Timothy Taylor hefur játað að hafa orðið fyrrverandi eiginkonu sinni, Tishawn Folkes-Taylor, að bana árið 2023. Málið hefur vakið töluverða athygli út af þeirri skýringu sem hann gaf lögreglu á morðinu. Þegar Timothy kom að heimili fyrrverandi konu sinnar og móður tveggja barna hans var hann á flótta. Hann var eftirlýstur í tengslum við morðið Lesa meira | |
21:51 | Fyrirtækin þurfi að aðlagast breyttum rekstraraðstæðum Eigandi ferðaþjónustufyrirtækis í Grindavík greindi frá því í viðtali í dag að lítil og meðalstór fyrirtæki í bænum ætli að höfða skaðabótamál á hendur ríkinu, og hafi þegar talað við lögmann.Tapið af lokunum sé mjög mikið. Annað hvort kaupi stjórnvöld fyrirtækin út, eða reyni að lágmarka tjón vegna lokana. Skarphéðinn Berg Steinarsson nefndarmaður í Grindavíkurnefndinni segist skilja þá erfiðu stöðu sem fyrirtækin séu í en fyrirtækin þurfi að aðlagast breyttum tímum.„Núverandi stjórnvöld hafa ákveðið það að það muni ekki koma til uppkaupa á atvinnurekstri, sem er alveg sama niðurstaða og hjá fyrri ríkisstjórn. Það yrði ekki farið í uppkaup og það stendur,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson nefndarmaður í Grindavíkurnefndinni.Skarphéðinn segist skilja vel að lokanir komi illa við fyrirtæk | |
21:40 | Ísbúð Huppu opnuð á Akureyri Ný ísbúð Huppu verður opnuð við Glerárgötu 30 á Akureyri næsta miðvikudag, 23. júlí. | |
21:35 | Telur að verið sé að plata þjóðina inn í ESB Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir í harðorðri Facebook færslu, ríkisstjórnina ekki treysta þjóðinni og telur hana plata þjóðina til inngöngu í Evrópusambandið. | |
21:17 | Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur höfðað mál gegn tveimur fjölmiðlum, Rupert Murdock, eiganda Wall Street Journal og New York Post og tveimur blaðamönnum Wall Street Journal fyrir ærumeiðingar. | |
21:14 | Allir 18-65 ára sæti herskyldu í Evró/Rússó styrjöld … Undirbúningur herfarar Íslands sem aðildarríkis ESB í Evró/Rússó styrjöld 2030 er í fullum gangi þar sem allt miðast við herför gegn Rússlandi og komandi hernaðarárás Rússa á Ísland. Fyrir tíu dögum lagði dómsmálaráðstýra fram frumvarp um almannavarnir í samráðsgátt stjórnvalda þar sem gert er ráð fyrir: “… borgaralegri skyldu allra á aldrinum 18-65 ára að […] The post Allir 18-65 ára sæti herskyldu í Evró/Rússó styrjöld … appeared first on Fréttatíminn. | |
21:04 | Bifreiðaverkstæði Kópavogs í Mosfellsbæ „Bifreiðaverkstæði Kópavogs er nafn sem komin er hefð á og mér finnst ástæðulaust er að breyta neinu,“ segir Auðunn Ásberg Gunnarsson bifvélavirki. Hann hefur rekið eigið verkstæði í 30 ár og lengi var sú starfsemi í Kópavogi. Nú ber hins vegar svo við að starfsemin er komin upp í Mosfellsbæ og enn heldur nafnið sér. | |
20:59 | Öllum föngunum verið sleppt Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Marco Rubio, hefur gefið út að yfirvöld í Venesúela hafi frelsað tíu Bandaríkjamenn auk pólitískra fanga sem hluta af samningi þar sem yfirvöld í El Salvador létu Venesúelabúa sem bandarísk yfirvöld höfðu sent til landsins úr haldi. | |
20:55 | Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Spánn er komið í undanúrslit Evrópumóts kvenna í fótbolta eftir 2-0 sigur á heimakonum í Sviss. Spánverjar brenndu af tveimur vítaspyrnum en það kom ekki að sök. | |
20:39 | Segir líkur á að geta keypt sér fyrstu eign þær sömu og rétt eftir hrun Ný mánaðarskýrsla Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar gefur dökka mynd af íslenskum fasteignamarkaði. Már Wolfgang Mixa, dósent við Viðskiptafræðideild HÍ og sérfræðingur á sviði húsnæðismála, segir að jafnvel þótt fólk nái að leggja fyrir þá hækki fasteignaverð hraðar.Samkvæmt nýjustu mánaðarskýrslu HMS standast allt að 80% einstaklinga ekki greiðslumat fyrir nýrri íbúð á höfuðborgarsvæðinu með lágmarks eigið fé. Már segir það ekki koma á óvart.Í grein sem hann birti ásamt Kristínu Erlu Tryggvadóttur um stöðu leigjenda hér á landi og var birt í fyrra sýndi að það væri álíka erfitt í dag að safna sér fyrir útborgun á íbúð og árið 2011. „Þegar allt var hér í tómu svartnætti í kjölfar hrunsins,“ segir Már.Hann segir húsnæðismálin brenna á vörum yngri kynslóðarinnar. Jafnvel þó þau hafi aukinn k | |
20:31 | Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Það virðist næsta öruggt að miðjumaðurinn Andri Fannar Baldursson sé á förum frá efstu deildarliði Bologna á Ítalíu. | |
20:30 | Birti játningu á Facebook um að hafa falsað íþróttamuni upp á tugi milljarða – Fannst síðan örendur stuttu síðar Áhrifamikill bandarískur safngripasali, Brett Lemieux, frá Westfield í Indiana, fannst látinn á heimili sínu á þriðjudag, aðeins nokkrum klukkustundum eftir að lögregla framkvæmdi húsleit vegna gruns um svikastarfsemi í tengslum við sölu á fölsuðum íþróttaminjum. Lögreglan staðfesti síðar að Lemieux hefði svipt sig lífi með skotvopni. Seldi falsaðar vörur fyrir um 50 milljarða Lemieux var Lesa meira | |
20:30 | Er frétt um klámfengið bréf Trumps til Epstein að sameina MAGA-hreyfinguna aftur? – „Bandið er aftur komið saman“ Í safni bréfa sem Ghislaine Maxwell tók saman í tilefni af fimmtugsafmæli Jeffreys Epstein árið 2003 á að hafa verið að finna bréf merkt nafni Donalds Trump, Bandaríkjaforseta. Frá þessu greinir Wall Street Journal (WSJ) sem segist hafa fengið að sjá téð bréf. Það er þó ekki birt með fréttinni, en Trump hafði hótað miðlinum Lesa meira | |
20:30 | Landið og miðin vöktuð í veðursjá Hjá Veðurstofunni er nú unnið að undirbúningi vegna uppsetningar á veðursjá sem valinn hefur verið staður á Brunnahæð, sem er nærri Látrabjargi. Veðursjáin er hlekkur í keðju mælitækja sem vakta veður á landinu og á nærliggjandi svæðum úti á hafi | |
20:05 | Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Grátrana sást að spóka sig í Gunnarsholti í dag. Grátrana er sjaldgæfur flækingsfugl á Íslandi og sérstaklega á Suðurlandi. | |
20:03 | Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Það var allt fullt af hundum í Árbæjarsafni í Reykjavík í dag á Degi íslenska fjárhundsins. Forseti Íslands mætti þar líka til að fagna hundunum og naut þess að klappa og knúsa þá enda mikil hundakona og útilokar ekki að íslenskur hundur verði hluti af fjölskyldunni á Bessastöðum. | |
20:00 | Formgalli útskýrir af hverju umsóknin er virk Eftir að Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði í gær að aðildarumsókn Íslands væri enn í gildi, hefur deila blossað upp á ný um það hvort Ísland teljist í raun umsóknarríki eða ekki. | |
19:53 | Banna glerflöskur á Þjóðhátíð Ákveðið hefur verið að banna glerflöskur á Þjóðhátíð í Eyjum. Formaður þjóðhátíðarnefndar segir ákvörðunina tekna í öryggisskyni fyrir gesti. | |
19:48 | Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur óskað eftir því að utanríkismálanefnd Alþingis komi saman til fundar vegna heimsóknar Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, til Íslands. | |
19:48 | Kallar eftir fundi utanríkismálanefndar vegna heimsóknarinnar Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur óskað eftir því að utanríkismálanefnd Alþingis komi saman til fundar vegna heimsóknar Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, til Íslands. | |
19:45 | Loks sér fyrir endann á langri bið bræðranna „Við fögnum þessu. Það munar um að borga 30 þúsund á ári í staðinn fyrir 500 þúsund,“ segir Gunnar Halldór Jónasson, kaupmaður í versluninni Kjötborg við Ásvallagötu í Reykjavík. | |
19:37 | Sigurður Ingi krefst fundar í utanríkismálanefnd vegna heimsóknar von der Leyen Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur óskað eftir því að utanríkismálanefnd Alþingis komi saman til fundar vegna heimsóknar Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, til Íslands.Ursula von Der Leyen, var stödd hér á landi í gær og tilkynnti á blaðamannafundi, eftir fund með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra, viðræður um nýtt samkomulag um tvíhliða varnar- og öryggismál milli Íslands og ESB. Í erindi sínu leggur Sigurður Ingi áherslu á að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra verði viðstödd fundinn til að veita upplýsingar um efni og gang viðræðna sem áttu sér stað milli forsvarsmanna ríkisstjórnarinnar og forseta framkvæmdastjórnarinnar á meðan á heimsókninni stóð.„Það er | |
19:36 | Sigurður Ingi vill fund vegna heimsóknar Ursulu Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur óskað eftir því að utanríkismálanefnd Alþingis komi saman til fundar vegna heimsóknar Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, til Íslands. | |
19:35 | Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Mygla fannst á bæjarskrifstofunum á Seltjarnarnesi og hluti húsnæðisins verður lokað. Minnst tveir starfsmenn hafa fundið fyrir einkennum af völdum myglunnar. | |
19:30 | Áframhaldandi gosmóða um helgina Gosmóða mælist nú á stórum hluta landsins og þar á meðal í höfuðborginni. Verulega hefur dregið úr krafti eldgossins á Reykjanesskaga frá því í gær en þó er búist við áframhaldandi gasmengun um helgina.Björn Sævar Einarsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir gildi hafa hækkað á mælum á höfuðborgarsvæðinu. Þá séu loftgæði enn slæm í Njarðvík og Sandgerði.„Það væri gott að fa ágæta lægð með rigningu og vindi til að blása þessu í burtu og rigna þessu niður, en það er ekkert í kortunum, þannig við vonum bara að gosið hætti,“ segir Björn.Loftmengun frá eldgosum kemur einkum fram á tvo vegu; sem gasmengun vegna brennisteinsdíoxíðs sem berst upp með kvikunni eða sem gosmóða eða blámóða sem myndast þegar brennisteinsdíoxíðgas hvarfast við raka og súrefni og breytist í fínkornaðar súlfat | |
19:13 | Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Raftónlistarhátíðin Tomorrowland hófst í dag í bænum Boom í Belgíu. Einungis tveir dagar eru síðan aðalsvið hátíðarinnar varð eldi að bráð. Orsök brunans eru enn til rannsóknar. | |
19:11 | Ekki fleiri greinst með mislinga í 33 ár Einn versti mislingafaraldur síðan árið 1992 herjar á Bandaríkin en um 1.297 tilfelli hafa komið þar upp það sem af er ári. Flest tilfelli hafa komið upp í Texas-ríki og búist er við að þeim fari fjölgandi í sumar vegna aukinna ferðalaga á milli ríkja og til útlanda. | |
19:10 | Eigendur Hygge fengu áheyrn „Mér fannst þetta jákvæður fundur. Ég upplifði samkennd frá borgarstjóranum með þessari stöðu og fannst að hún vildi reyna að átta sig á því hvort það væri eitthvað sem embættið gæti gert,“ segir Einar Bárðarson framkvæmdastjóri Sveit, samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði. | |
19:01 | Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Utanríkisráðherra segir furðulegt að fylgjast með stjórnarandstöðuflokkunum keppast við að ala á heimóttarskap og mótmæla alþjóðasamstarfi. Allar ákvarðanir um aðildarviðræður við Evrópusambandið verði undir þjóðinni komnar. Minnihlutinn þurfi einfaldlega að treysta þjóðinni. | |
19:01 | Brytar í vanda eftir brottflutning auðugra frá Bretlandi Auðugir einstaklingar flýja nú Bretland eftir breytingar á skattkerfi landsins. | |
19:00 | Undarleg færsla Jóns Péturs vekur furðu – „Litla þvælan sem ég var að lesa“ Jón Pétur Zimsen, nýr þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem hefur vakið athygli fyrir framgöngu sína í tildæmis plasttappa-málinu alræmda, birti í gær færslu á Facebook sem hefur vakið töluverða furðu og eins vakti það athygli þegar hann í framhaldinu fór að munnhöggvast við fólk í athugasemdum. Færslan er eftirfarandi: „Hver ertu? Finnst þér erfitt þegar öðrum gengur Lesa meira | |
19:00 | Mygla greindist á bæjarskrifstofunni Mygla hefur greinst á bæjarskrifstofunni á Seltjarnarnesi og nauðsynlegt verður að loka að minnsta kosti hluta húsnæðisins. Þetta var rætt á fundi bæjarráðs í gær. | |
18:51 | Grátrana sást í Gunnarsholti Grátrana sást við Gunnarsholt í Rangárþingi ytra í dag. Grátrönur eru sjaldséðir flækingsfuglar og vekja því athygli þegar til þeirra sést hér á landi.Grátrönur eru háfættar, gráar á litinn, með svartan og hvítan háls. Fuglinn er um 110-120 sentimetrar á hæð og með vænghaf allt að 245 sentimetra.Þær verpa á norðurhveli jarðar, Skandinavíu og Rússlandi, en dvelja á veturna í Afríku. Þær koma oftast sem flækingar á vorin.Staðfest er að grátrönur hafi á undanförnum árum verpt hér á Austurlandi og komið þar upp ungum. Sjaldgæft er að sjáist til Grátrana á Suðurlandi.Haustið 2019 sást til fjögurra fullorðinna fugla sem væntanlega voru að undirbúa flug til vetrarstöðva sem líklegast eru á Spáni eða norðurhluta Afríku. Nokkrum árum áður sást til unga á Héraði og haustið 2018 náðst mynd af grátrön | |
18:50 | Leikgleði á nýju sumarnámskeiði ÍR Mikið líf og fjör hefur verið í íþróttamiðstöð ÍR í vikunni á sumarnámskeiði fyrir börn og ungmenni með hreyfihömlun. | |
18:38 | Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Ekki miklu mátti muna þegar ökumaður tók fram úr öðrum á þjóðveginum fyrir norðan. Bíllinn komst aftur á sinn vegarhelming augnablikum áður en að bíll kom á fleygiferð úr hinni áttinni. | |
18:32 | Spánn - Sviss: Hvað gera heimakonur á móti ríkjandi heimsmeisturum? Ríkjandi heimsmeistarar Spánar mæta heimakonum í Sviss í 8-liða úrslitum EM kvenna í fótbolta. Leikurinn hefst klukkan 19.00. | |
18:32 | Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Breska ákæruvaldið hefur ákveðið að aðhafast ekki í máli írsku rapphljómsveitarinnar Kneecap sem voru til rannsóknar hjá lögreglu vegna ummæla sem hljómsveitarmeðlimir létu falla á tónlistarhátíðinni Glastonbury. | |
18:30 | Öldungur handtekinn fyrir að skjóta leigubílstjóra vegna ágreinings um fargjaldið Maður, 76 ára, handtekinn grunaður um að hafa skotið leigubílstjóra í New York eftir deilur um 40 dollara fargjald. Joseph Meeks, 76 ára, hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps eftir að hafa sært 27 ára leigubílstjórann Alusine Barrie. Meeks var handtekinn og fullyrða yfirvöld að hann hafi skotið og sært leigubílstjórann í New York Lesa meira | |
18:01 | Yfirgnæfandi meirihluti telur nýsköpun mikilvæga „Þróun á borð við söluna á Kerecis, uppbygging Alvotech, og stóraukið einkafjármagn á öllum stigum fjármögnunar sprotafyrirtækja sýnir mikilvægi starfseminnar.” | |
18:01 | Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Eigendur lítilla og meðalstórra fyrirtækja í Grindavík ætla í skaðabótamál við ríkið. Við förum til Grindavíkur í kvöldfréttum Sýnar og ræðum meðal annars við eiganda gistihúss sem segir nýjustu lokanir í bænum hafi verið dropinn sem fyllti mælinn. Þá verðum við í beinni með sérfræðingi á Veðurstofunni vegna mikillar gosmengunar sem búist er við á morgun á suðvesturhorninu. | |
17:53 | Fyrirskipa fyrrverandi Brasilíuforseta að bera ökklaband til eftirlits Lögreglan í Brasilíu réðst inn á heimili Jair Bolsonaro, fyrrverandi Brasilíuforseta, leitaði í eignum hans og fyrirskipaði forsetanum að bera ökklaband til að vera undir rafrænu eftirliti.Ástæða þessa eru áhyggjur af að Bolsonaro myndi flýja land meðan réttarhöld standa yfir vegna meintrar valdaránstilraunar eftir ósigur í forsetakosningunum 2022. Þá var honum bannað að tala við erlenda embættismenn og nota samfélagsmiðla.Fyrir utan lögreglustöð í Brasilíu í morgun kallaði Bolsonaro ökklabandið algera niðurlægingu. Hann hefði aldrei ætlað sér að yfirgefa Brasilíu.Bolsonaro er sagður hafa staðið að baki ráðabruggi til að koma í veg fyrir staðfestingu á kjöri Luiz Inacio Lula da Silva, núverandi forseta. Þetta er í fyrsta sinn sem fyrrverandi leiðtogi Brasilíu er sakaður um valdaránstilraun | |
17:50 | „Maður tekur eftir því að fólk er að ferðast“ Umferðin út úr borginni hefur gengið vel og slysalaust fyrir sig í dag. Hannes Þór Guðmundsson, varðstjóri í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir umferðina ávallt mikla um helgar á sumrin. | |
17:50 | Deilt um sláttuvélablað sem lenti í fæti Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag tryggingarfélagið VÍS til að greiða lögfræðikostnað konu sem hlaut alvarlegan skaða þegar sláttuvélablað lenti í fæti hennar. | |
17:41 | Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Meðferð glerflaskna verður stranglega bönnuð á Þjóðhátíð í Herjólfsdal í ár. | |
17:31 | Andlát draugarannsakanda vekur óhug – Var á ferðalagi með brúðunni Annabelle Ekki er talið að neitt saknæmt hafi átt sér stað þegar Dan Rivera, rannsakandi yfirnáttúrulegra fyrirbæra, lét lífið á ferðalagi með aldræmdu brúðunni Annabelle. Samkvæmt skýrslu lögreglunnar í Pennsylvaníu lést Rivera af náttúrulegum sökum. Rivera fannst óvænt látinn á hótelherbergi sínu síðustu helgi. Hann var uppgjafahermaður og hafði getið sér gott orð sem rannsakari yfirnáttúrulegra Lesa meira | |
17:30 | Tilraunastofur ógna framtíð De Beers Meira en helmingur allra trúlofunarhringa sem keyptir voru í Bandaríkjunum á síðasta ári var framleiddur á tilraunastofum. | |
17:28 | Grindvísk fyrirtæki höfða mál gegn ríkinu Lítil og meðalstór fyrirtæki í Grindavík hyggjast höfða skaðabótamál gegn ríkinu vegna lokana í bænum síðustu ár. | |
17:12 | Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Maður sem var staddur á karókíkvöldi með kærustu sinni í Buckeye Lake í Ohio var skotinn til bana af fyrrverandi eiginmanni hennar meðan þau sungu „One More Light“ eftir Linkin Park. | |
17:09 | Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að flytja rétt rúm tvö kíló af fíkniefnum til landsins. Efnið sem maðurinn flutti hingað til lands heitir kratom. | |
17:08 | Ráðamenn gert óeðlilegar kröfur til blaðamanna Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir það afar óeðlilegt að stjórnvöld krefjist þess að spurningar á blaðamannafundum séu lagðar fram skriflega með sólarhrings fyrirvara. Hún segir að á undanförnum árum hafi ráðamenn í auknum mæli gert óeðlilegar kröfur til blaðamanna. | |
17:04 | Hyggst lækka kosningaaldur niður í 16 ár Áform Keir Starmers forsætisráðherra Bretlands um að lækka kosningaaldur í landinu úr 18 árum í 16 hafa farið öfugt ofan í marga íhaldsmenn á breska þinginu. | |
17:02 | Stephen Colbert kveður CBS á næsta ári CBS hefur ákveðið að hætta með þættina The Late Show With Stephen Colbert í maí á næsta ári. | |
16:55 | Þrír látnir eftir sprengingu á lögreglustöð Að minnsta kosti þrír létu lífið í sprengingu á þjálfunarstöð lögreglunnar í Los Angeles í Bandaríkjunum í dag. | |
16:44 | Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Fjöldi þekktra íslenskra vörumerkja varða rekin undir nýju félagi, Dröngum ehf. eftir að Samkeppniseftirlitið samþykkti kaup Orkunnar á Samkaupum. | |
16:34 | Kaupin gengin í gegn og Auður ráðin forstjóri Kaup Orkunnar á Samkaupum eru frágengin eftir að Samkeppniseftirlitið féllst á viðskiptin sem tilkynnt voru til kauphallar í lok maí. Þetta kemur fram í tilkynningu til fjölmiðla. | |
16:30 | Furðar sig a gullfiskaminninu og hjólar í Guðrúnu- „Guðrún Hafsteins peddlar einhverju nöttara samsærisbulli“ Aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu (ESB) frá árinu 2009 er enn virk að sögn forseta framkvæmdastjórnar sambandsins, Ursula von der Leyen. Þetta tók von der Leyen fram á blaðamannafundi með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra í gær. Ummælin hafa vakið töluverða athygli og var meðal annars slegið upp í fyrirsögn hjá mbl.is. Atli Thor Fanndal, fjölmiðlamaður og fyrrverandi Lesa meira | |
16:30 | Loftferðasamningur milli Íslands og Argentínu Bráðabirgðaloftferðasamningur milli Íslands og Argentínu hefur nú tekið gildi. Samningurinn veitir íslenskum flugfélögum rétt til áætlunarflugs, leiguflugs og farmflutninga án takmarkana á fjölda fluga eða áfangastaða. | |
16:18 | Neitar allri aðkomu að klámfengnu skeyti Vinir barnaníðingsins Jeffrey Epsteins sendu honum klúrt afmælisskeyti í tilefni af fimmtugsafmæli hans fyrir rúmum tveimur áratugum. Einn þeirra var Bandaríkjaforsetinn Donald Trump, sem ýjaði að því að hann deildi leyndarmáli með Epstein, að því er Wall Street Journal greindi frá í gærkvöldi. | |
16:15 | Drangar hf. verður móðurfélag samstæðu með 75 milljarða veltu Jón Ásgeir er stjórnarformaður en stefnt er að skráningu á markað fyrir árslok 2027. | |
16:13 | Ísland tekur þátt í refsiaðgerðum gegn rússneskum útgerðarfyrirtækjum Ísland tekur þátt í hertum refsiaðgerðum gegn Rússlandi, rétt eins og Noregur og Evrópusambandið. Þetta staðfestir utanríkisráðuneytið í svari við fyrirspurn fréttastofu.Refsiaðgerðirnar beinast einkum gegn útgerðarfyrirtækjunum Norebo JSC og Murman Seafood. Siglingaleiðir fyrirtækjanna eru í grennd við landhelgi Íslands, suður og norðaustur af landinu.Aðgerðirnar eru hluti af nýjasta pakka refsiaðgerða Evrópusambandins, skuggaflotanum svokallaða, sem innleiddur var í maí. Aðgerðirnar beinast gegn skipaflota Rússa með duldu eignarhaldi í þeim tilgangi að komast hjá viðskiptaþvingunum. Eignir fyrirtækjanna hafa verið frystar og skipum þeirra meinaður aðgangur að norskum og íslenskum höfnum.Espen Barth Eide, utanríkisráðherra Noregs, segir fyrirtækin sinna eftirliti fyrir rússnesk stjórnvöld | |
16:10 | Myndir: Nýtt aðalsvið komið upp og hátíðin opnuð Dyr tónlistarhátíðarinnar Tomorrowland voru opnaðar í dag eins og áætlað var, þrátt fyrir að aðalsvið hátíðarinnar hafi brunnið til kaldra kola á miðvikudag. Upptök eldsvoðans eru enn óljós. | |
16:04 | Sagður hafa gengið berserksgang á Flúðum Maður var handtekinn á Flúðum í nótt fyrir óspektir á tjaldsvæði bæjarins. Málið er nú til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi, en engir eftirmálar eru að málinu eins og er að sögn yfirlögregluþjóns. | |
16:03 | Markaðsvirði Icelandair lækkaði um 7 milljarða Gengi félagsins lækkaði töluvert í viðskiptum dagsins eftir uppgjör gærdagsins. | |
16:00 | Orðið á götunni – Guðrún veldur ekki verkefninu – brestur flótti á þingmenn stjórnarandstöðunnar? Stöðugt kemur betur í ljós að Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins og helsti „leiðtogi“ stjórnarandstöðunnar, ræður engan veginn við verkefni sitt. Hún hefur þingflokk Sjálfstæðisflokksins ekki einu sinni á bak við sig. Hún vildi skipta þar um formann enda má öllum vera ljóst að Hildur Sverrisdóttir er afleitur formaður þingflokks sem fælir kjósendur frá flokknum í Lesa meira | |
15:58 | Evrópa hafi verið sem sníkjudýr á Bandaríkjunum Frederich Merz Þýskalandskanslari gengst við ásökunum Bandaríkjamanna um að Evrópa hafi verið sem sníkjudýr á Bandaríkjunum í varnarmálum og að Evrópulönd hafi einfaldlega verið of svifasein í að koma sér upp sínum eigin vörnum. | |
15:56 | Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Tvö skotvopn voru haldlögð í aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þegar skoti var hleypt af á hótelinu Svarta Perlan við Tryggvagötu í miðbæ Reykjavíkur. Hluti þeirra fimm sem voru handteknir voru að skemmta sér á útihátíð á Selfossi. | |
15:44 | Einn sendur úr landi í morgun og þrír áfram í gæsluvarðhaldi Einn sakborninga í rannsókn lögreglu á skipulagðri brotastarfsemi var sendur til Albaníu í morgun. Þetta staðfestir Eyþór Þorbergsson, aðstoðarsaksóknari hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra, sem fer með rannsókn málsins.Tveir hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til mánaðamóta. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um þann þriðja að sögn Eyþórs, það verður gert í næstu viku.Málið snýr að umfangsmikilli fíkniefnaframleiðslu og hófst með húsleit á Raufarhöfn í júní. Að sögn lögreglu beinist rannsóknin bæði að innlendum og erlendum brotamönnum. | |
15:30 | Lagði VÍS fyrir dómi eftir alvarlegt slys í sumarbústað – Sláttuvélablað skaust í fótinn Kona lagði tryggingafélagið VÍS fyrir dómi til að fá greiddan kostnað við að fá lögmann til viðurkenningar bótarétts eftir slys. Konan lenti í mjög alvarlegu slysi þegar blað sláttuvélar skaust í fót hennar. Slysið átti sér stað þann 5. ágúst árið 2023 á jörð við sumarhús á ónefndum stað. Eiginmaður konunnar var að slá tún Lesa meira | |
15:30 | Ríkasti maður Kína kaupir bandaríska vatnsveitu Kínverska drykkjarfyrirtækið Nongfu Spring hefur keypt vatnsveitu í bænum Nashua í New Hampshire-ríki. | |
15:19 | Sagði við páfann að hann sæi eftir árásinni á kirkjuna Leó páfi lagði áherslu á mikilvægi þess að vernda tilbeiðslustaði í símtali sínu við Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels í morgun. Símtalið kom í kjölfar árásar Ísraela á einu kaþólsku kirkjuna á Gasa-svæðinu. | |
15:18 | Hvalfjarðargöng opin Umferð um Hvalfjarðargöng var lokuð laust eftir klukkan 15:00. Bilaður bíll var í göngunum og voru þau opnuð eftir að hann var fjarlægður. | |
15:18 | Flogið yfir eldgosi og Selfossi Norðurflug hefur flogið ferðamönnum í útsýnisflugi yfir eldgosið síðan það hófst á Reykjanesskaga aðfaranótt miðvikudags. Birgir Ómar Haraldsson forstjóri fyrirtækisins segir mikla eftirspurn vera eftir flugi yfir gosstöðvunum. | |
15:14 | Mannfólkið mun breytast í slím á Akureyri Gömlu sprautuverkstæði á eyrinni á Akureyri hefur verið breytt í viðburðarými sem mun hýsa tónlistarhátíðina Mannfólkið breytist í slím um helgina.„Uppsetning svæðisins er í rauninni listaverk út af fyrir sig í bland við þá myndlist sem hangir uppi á veggjunum hérna,“ segir Jón Haukur Unnarsson einn skipuleggjenda hátíðarinnar en það er Aldís Dagmar Erlingsdóttir Svarkur sem stýrir uppsetningu svæðisins.Tónlist verður í forgrunni en einnig verður boðið upp á gjörningalist sem og myndlist eins og áður sagði.Þú getur heyrt meira í spilaranum hér að neðan.Listahátíðin Mannfólkið breytist í slím er á Akureyri um helgina. Siggi Gunnars á Rás 2 kíkti í heimsókn og fékk að fylgjast með undirbúningnum. Hann ræddi við Jón Hauk og Aldísi Dagmar. VILJA LYFTA ÞVÍ UPP SEM ER ÖÐRUVÍSI „Það eru öfluga | |
15:11 | Tveggja ára fangelsi fyrir að smygla hátt í þremur kílóum af kókaíni Karlmaður var í gær dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að reyna að smygla hátt í þremur kílóum af kókaíni til landsins í apríl. Fíkniefnin voru falin í ferðatösku sem hann afhenti öðrum manni við komuna til landsins.Ljóst þótti að maðurinn hefði ekki skipulagt smyglið heldur tekið að sér gegn greiðslu að koma efnunum til landsins.Hann var upphaflega ákærður fyrir að smygla kókaíninu í félagi við annan mann. Við meðferð málsins var því breytt og málinu skipt upp í tvo hluta. Sá sem tók við fíkniefnunum hérlendis er ákærður í öðru dómsmáli fyrir sama smygl.Við þingfestingu játaði maðurinn þá háttsemi sem honum var gefin að sök. Með játningunni, sem samrýmdist framburði mannsins hjá lögreglu, ásamt öðrum rannsóknargögnum í málinu var sannað að hann hefði gerst sekur um háttsemina.Krafist var | |
15:09 | Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Hrefna Hrund Eronsdóttir frétti af andláti föður síns þegar hún las um það í dánartilkynningum Morgunblaðsins í gær. Þá hafði faðir hennar þegar verið jarðsunginn. Hvorki hún né fimm systkini Hrefnu fengu því tækifæri til að kveðja hann. | |
15:07 | Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Lýðræði Heyrði haft eftir einum ráðherra ríkisstjórnarinnar að meint málþóf minnihlutans væri aðför að lýðræðinu. Einhverjir þingmenn minnihlutans viðruðu svipaða skoðun eftir að forseti þingsins stöðvaði frekari umræður um veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra og vísaði því til atkvæðagreiðslu, með vísan í 71. gr. laga um þingsköp. Menn virðast túlka hugtakið á ýmsa vegu og nota það eftir hentisemi Lesa meira | |
15:00 | Fastagestur á Flúðum handtekinn – „Fólk varð hrætt og er brugðið“ Karlmaður á sjötugsaldri var handtekinn á Flúðum í nótt eftir að hann gekk berserksgang á svæðinu. Maðurinn er með hjólhýsi á sumarsvæðinu og samkvæmt sjónarvottum mun atvikið í nótt hafa átt sér stað vegna ágreinings mannsins um lengd milli hýsana á svæðinu. Samkvæmt reglum eiga að vera 5 – 6 metrar á milli, en maðurinn Lesa meira | |
14:56 | Galið að aðeins örfáir útvaldir geti keypt íbúð Formaður Neytendasamtakanna segir að ný skýrsla Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sýni hversu fáir komast í gegnum nálarauga fjármögnunar á húsnæðismarkaði.Í skýrslunni kemur fram að íbúðaverð hafi hækkað um 4,7% á síðustu tólf mánuðum. Nýjum íbúðum á sölu fjölgar en lítið er keypt af þeim. Þá standist allt að 80% einstaklinga ekki greiðslumat fyrir nýrri íbúð á höfuðborgarsvæðinu með lágmarks eigið fé.Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir skýrsluna varpa ljósi á það ástand sem sé ríkjandi hér á landi og sé til marks um háan fjármagnskostnað.„Það sem stingur helst í augu er náttúrlega hversu fáir komast í gegnum nálarauga fjármögnunar á íbúðum sem sýnir hvað fjármögnunarkostnaður á Íslandi er ótrúlega hár. Það er alveg galið að aðeins örfáir útvaldir komist í gegnum fjármögnu | |
14:46 | Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu John Malkovich mun ekki bregða fyrir í nýjustu mynd Marvel um hin fjögur fræknu þar sem karakterinn Ivan Kragoff, sem gengur undir nafninu Rauði draugur, hefur verið klipptur út úr myndinni. | |
14:43 | Tvöfalda framleiðslu gömlu Laxeldisstöðvar ríkisins Benchmark Genetics Iceland hyggst tvöfalda seiðaframleiðslu sína í Kollafirði úr 20 tonnum í 40 tonn. | |
14:38 | Gosmóðan teygir anga sína til Grænlands Gosmóða frá eldgosinu við Sundhnúksgígaröðina hefur borist vestur til Grænlands. | |
14:24 | Heimsókn von der Leyen sé liður í ætlun ríkisstjórnarinnar að ganga í ESB Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að heimsókn framkvæmdastjóra Evrópusambandsins sé grundvallarstefnubreyting í utanríkisstefnu þjóðarinnar. Heimsóknin sé liður í ætlun ríkisstjórnarinnar að ganga í ESB. „GERA ÞARF SKÝRAN GREINAMUN Á SAMSTARFI OG YFIRRÁÐUM“ „Ég held að það sé alveg ljóst að heimsókn Úrsúlu Von der Leyen er ekki bara kurteisisheimsókn. Ég held að þarna hafi forystumenn ríkisstjórnarinnar verið með pólitíska yfirlýsingu, haldin á táknrænum tíma,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins.Hún segist fagna því þegar alþjóðlegir leiðtogar sæki landið heim. Það sé mikilvægt að Ísland taki virkan þátt í alþjóðasamstarfi og samtali við önnur ríki og alþjóðastofnanir um efnahagsmál, samkeppnishæfni og framtíð norðurslóða. En gera þurfi skýran greinarmun á sam | |
14:17 | Stígur í vænginn við andstæðinginn Halla Hrund Logadóttir þingmaður Framsóknarflokksins kom flokksfélögum sínum í opna skjöldu í vikunni þegar hún lýsti yfir stuðningi við ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur í veiðigjaldamálinu á samfélagsmiðlum eftir að málið hafði verið afgreitt og þingið komið í sumarfrí | |
14:04 | Hafa rætt við lögmann og undirbúa skaðabótamál gegn ríkinu Eigendur lítilla og meðalstórra fyrirtækja í Grindavík ætla í skaðabótamál við ríkið vegna lokana í bænum og hafa rætt við lögmann. Fyrirtækjaeigandi segir að annaðhvort standi stjórnvöld við sín orð og kaupi út fyrirtækin, eða reyni að lágmarka tjón vegna lokana. MUNAR UM HVERN DAG SEM ER LOKAÐ Grindavík var rýmd aðfaranótt miðvikudags þegar eldgos hófst. Á miðvikudagskvöld um tíuleytið var Bláa lónið opnað og Grindavík opnuð íbúum. Í gærkvöld var bærinn opnaður almenningi. Fyrirtæki í bænum, flest í ferðaþjónustu eða veitingarekstri, tapa á lokunum og það munar um hvern dag.Jakob Sigurðsson á ferðaþjónustufyrirtæki í bænum, með gistingu og fjórhjólaferðir. Hann segir að bara síðustu daga nemi tap vegna gistingarinnar á aðra milljón. Tapið af öllum lokununum síðustu ár sé mjög mikið. | |
14:00 | Persónunjósnir og aftökur Stóra bróður Húsfyllir var á Vinnustofu Kjarvals á dögunum þegar ríflega 150 klúbbmeðlimir mættu til leiks á þriðja viðburð Bókaklúbbs Spursmála og hlýddu á Kára Stefánsson ræða efni bókarinnar 1984 eftir George Orwell. | |
13:53 | Stórgræddu á tollum Trumps Fjárfestar nýttu tækifærið til að kaupa í lægðinni, sem leiddi til sögulegs fjölda daglegra viðskipta. | |
13:51 | Staðsetning göngustígs við Árskóga átti ekki að koma á óvart Mikið hefur gengið á í Árskógum í Breiðholti að undanförnu vegna óánægju íbúa með skipulagsmál. Íbúum við Árskóga 1 og 3 brá í brún þegar framkvæmdir hófust við gerð göngustígs sem liggur þétt við heimili þeirra. Íbúi sagði í kvöldfréttum á þriðjudag að hann gæti vart sofið vegna málsins. Óboðlegt sé að útsýnið út um stofugluggann sé flennistór steyptur veggur og ljósastaurar sem lýsi inn um gluggana.Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, samskiptastjóri Reykjavíkurborgar, segir stíginn hafa verið á skipulagi síðan 2009 og að Félag eldri borgara hafi sótt um stækkun á húsinu að endimörkum byggingarreitsins eftir það.„Það lá alltaf fyrir að það kæmi þarna stígur sem er í grunninn aðgengi neyðarbíla vegna þess að hinumegin við húsið er bílakjallari og hann ber ekki slökkviliðsbíla.“ HUGSANLEGA MISTÖ | |
13:50 | Tímalína: Það sem stjórn Trumps hefur sagt um Epstein-skjölin | |
13:50 | Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Karlmaður hefur verið dæmdur í átta mánaða fangelsi vegna ofsaaksturs þar sem hann var sagður hafa stofnað lífi vegfarenda og lögreglumanna sem reyndu að stöðva hann í hættu. | |
13:43 | „Þið hljótið að vera í skemmtilegasta starfinu, að fá að færa fólki svona fréttir!“ Það var bæði gleði og vantrú í bland þegar rúmlega sextug kona, sem hefur lengi verið áskrifandi að Lottó, mætti á skrifstofu Íslenskra Getspár eftir að hafa unnið tvöfaldan fyrsta vinning í síðasta útdrætti. Í sinn hlut fékk hún rúmlega 21 milljón króna, skattfrjálst. Hún var sú eina sem hafði allar tölurnar réttar í útdrættinum Lesa meira | |
13:39 | Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Settur lögreglustjóri á Suðurnesjum segist ekki hafa látið undan „þrýstingi“ þegar hún ákvað að opna Grindavík almenningi á ný heldur hafi ákvörðunin alfarið byggt á áhættumati af svæðinu. | |
13:35 | Söngleikir eru meðalið við sumarblúsinum Kolbeinn Rastrick skrifar:Ó, hið íslenska sumar; rigning, kaldir vindar og lofthiti sem nær sjaldnast að krafsa sig upp í 20 gráður. Fjölmargir leggja eflaust á það ráð að skreppa til útlanda en þær ferðir ná ekki að fylla upp í þá þrjá mánuði sem verið er að telja okkur trú um að sé sumar hér á landi. Hvað gera bændur þá? Halda sig inni og láta eins og það sé glatt á hjalla! Þess vegna ætla ég að kynna fyrir ykkur ákveðið meðal við sumarblúsinum. Meðal sem ætti að lýsa upp hjörtu ykkar eins og hin endalausa birta lýsir upp svefnherbergi þeirra sem eru ekki enn búin að fjárfesta í myrkvuðum gluggatjöldum. Það meðal er söngleikurinn. Hér verða kynntir til leiks þrír skringilegir söngleikir sem njóta sín hvað best í hópi af vel völdu fólki.Það gengur auðvitað ekki að hafa enga mynd á þessum | |
13:30 | Stefna á vöxt hér og á Möltu „Fly Play Europe er í raun að verða flugfélagið okkar þegar horft er til starfsemi utan Íslands. Á meðan er íslenska einingin í meira mæli eins konar ferðaskrifstofa,“ segir Einar Örn Ólafsson í viðtali við ViðskiptaMoggann. | |
13:26 | Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Tækni- og myndbrellustúdíóið Reykjavík Visual Effects (RVX) hefur verið tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna fyrir störf sín við þættina House of the Dragon og The Last of Us. | |
13:26 | Flutti 3 kíló af kókaíni til landsins í ferðatösku Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær karlmann til tveggja ára fangelsisvistar fyrir að hafa staðið að innflutningi á rúmum þremur kílóum af kókaíni sem ætlað var til söludreifingar. |