21:00 | Erfið endurkoma hjá De Bruyne Manchester City tók á móti Napoli og vann 2-0 í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. | |
20:48 | Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Félag heyrnarlausra biðlar til fólks að taka vel á móti sölumönnum sínum sem ganga þesa dagana milli húsa til selja happdrættismiða. Lögreglan hefur varað við óprúttnum aðilum sem þykjast vera heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé í verslunarmiðstöðvum. Félagið bendir á að sölumenn sínir séu merktir merki félagsins og hafi posa meðferðis. | |
20:47 | Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, lögfræðingur og fyrrverandi þingmaður, og Hermann Nökkvi Gunnarsson, blaðamaður Morgunblaðsins, ræddu nýjustu vendingar vestanhafs eftir að vinsæll spjallþáttur var tekinn af dagskrá vegna ummæla þulsins um morðið á Charlie Kirk. | |
20:40 | Kergja og mikið áreiti ökumanna „Hann nær augnsambandi við ökumanninn sem gefur þá í, ekur á hönd mannsins og stingur svo bara af,“ segir Hlynur Þór Hjaltason öryggisstjóri malbikunarfyrirtækisins Colas um alvarlegt atvik á þjóðvegi 1 við Grundartanga í gær. | |
20:30 | Brauðterta með laxi eða gulrótum Kristbjörg Jónsdóttir ólst upp án rafmagns og rennandi vatns í Dýrafirði til 16 ára aldurs. Hún er þekkt fyrir gómsætar brauðtertur, sem hún kenndi Sollu Eiríks að gera í þriðja þætti Uppskriftabókarinnar.Í brauðtertunni hennar Kristbjargar er laxasalat en í eldhúsi Sollu er aðeins boðið upp á grænan kost. Í staðinn fyrir lax notar Solla gulrætur til þess að umbreyta brauðtertunni frægu fyrir grænkera. | |
20:27 | Pólverjar standa saman í mikilvægum málum þrátt fyrir skautun innanlands Małgorzata Kidawa-Błońska, forseti pólska öldungadeildarþingsins, hóf í dag opinbera heimsókn sína til Íslands. Hún er í för með fjórum öldungadeildarþingmönnum og yfirmanni skrifstofu deildarinnar.Heimsóknin hófst á fundi með Þórunni Sveinbjarnardóttur, forseta Alþingis, þar sem rætt var um samstarf þingmanna, öryggismál og hlutverk beggja deilda í að efla samræður á milli ríkja. Kidawa-Błońska lagði sérstaka áherslu á starf pólsk-íslenska þingmannahópsins. MIKIL MEÐVITUND UM MÁL PÓLVERJA Í SAMFÉLAGINU Síðar átti hún fund með Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Kristrúnu Frostadóttur, forsætisráðherra. Á fundinum voru öryggis- og varnarmál í brennidepli, en Kristrún Frostadóttir sagði djúp tengsl á milli ríkjanna tveggja mikilvæg.„Um sjö prósent landsmanna eru af pólskum uppruna, og | |
20:23 | Fór ekki eftir fyrirmælum og ók á starfsmann við malbikun Ekið var á starfsmann malbikunarfyrirtækisins Colas í gær þegar hann var við störf við malbikunarframkvæmdir á þjóðvegi 1 inn að Grundartanga. Var starfsmaðurinn að sinna lokunarpósti vegna framkvæmdanna þegar ökumaður sem sinnti ekki fyrirmælum starfsmannsins ók á hann og stakk síðan af. Starfsmaðurinn slasaðist ekki alvarlega en litlu mátti muna. Þetta kemur fram í tilkynningu Lesa meira | |
20:23 | Áfram tap hjá Mjölni Skuldir Mjölnis við fjárfestingarfélag Róberts Wessman jukust um tæpar 30 milljónir milli ára. | |
20:20 | Rooney óttast handtöku í Bretlandi Írski rithöfundurinn Sally Rooney mætti ekki til Bretlands í vikunni til að taka á móti bókmenntaverðlaunum, af ótta við að vera handtekin vegna stuðnings síns við samtökin Palestine Action. | |
20:18 | Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Bókun 35 verður aftur tekin fyrir í utanríkismálanefnd Alþingis eftir að fyrstu umræðu um frumvarp utanríkisráðherra lauk í kvöld. Líklega ferð það óbreytt í aðra umræðu en spurning er hvort ríkisstjórnin muni aftur finna sig knúna til að beita „kjarnorkuákvæðinu“ til að þvinga það í gegnum aðra umræðu, sem stjórnarliðar hafa ekki útilokað. | |
20:15 | Áætlanir um að Gaza verði að „fasteignagullnámu“ Sameinuðu þjóðirnar áætla að Ísraelar hafi jafnað við jörðu yfir 90 prósent bygginga á Gaza. Ísraelskir ráðherrar hafa rætt opinberlega um áform um að reka alla Palestínumenn frá Gaza, taka yfir landsvæðið og koma þar upp byggð fyrir Ísraela.„Til er viðskiptaáætlun, búin til af færasta fólki sem finnst, og er á borðinu hjá Trump, um hvernig þetta geti orðið fasteignagullnáma, án gríns,“ sagði Bezalel Smotrich, fjármálaráðherra Ísraels, á ráðstefnu í gær.Fjármálaráðherrann sagði að niðurrifi, eins og hann orðaði hernað Ísraela, væri lokið og að brátt kæmi að uppbyggingu. Viðræður væru hafnar um skiptingu á Gaza, sem tilheyrir Palestínu, milli Bandaríkjamanna og Ísraela. Bandaríkjastjórn hefur ekki tjáð sig um yfirlýsingar ráðherrans. | |
20:00 | Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni „Það hefur verið ótrúlega gaman að vinna á Hrauninu í sumar, best er þó þegar ég fer inná gangana með föngum og við eyðum hluta úr deginum saman að elda og baka eitthvað gott,“ segir veitingamaðurinn Jóhannes Felixsson, betur þekktur sem Jói Fel. Hann hóf störf sem matreiðslumaður í fangelsinu á Litla Hrauni og á Hólmsheiði í byrjun maí. | |
20:00 | Slapp við að greiða dagsektir vegna mistaka MAST Matvælaráðuneytið hefur vísað frá kæru ónefnds bónda sem kærði ákvarðanir Matvælastofnunar (MAST) um að leggja á hann dagsektir og svipta hann leyfi til að selja mjólk. Álagning dagsektanna fór þó ekki fram fyrr en búið var að veita bóndanum mjólkursöluleyfið aftur en aldrei kom þó til þess að hann þyrfti að greiða dagsektirnar þar sem Lesa meira | |
20:00 | „Skömmin gekk næstum frá mér“ Hin 33 ára Aníta Ósk Georgsdóttir er tveggja barna móðir sem greind er með geðhvarfasýki eitt. Þar sem hún lá inni á geðdeild bauðst henni engin aðstoð í heilbrigðiskerfinu varðandi hvernig ræða eigi geðræn veikindi foreldris við lítil börn. | |
19:40 | Manni sem grunaður er um brot gegn barni í heimahúsi sleppt lausum Maður er grunaður um að hafa farið inn á heimili fjölskyldu í Hafnafirði um helgina og brotið gegn barni á grunnskólaaldri. RÚV greinir frá þessu. Lögreglan handtók manninn um helgina en honum var sleppt úr haldi í gær. Samkvæmt heimildum RÚV fór hann aðfaranótt síðastliðins sunnudags inn á heimili fjölskyldu og braut þar á barni Lesa meira | |
19:39 | Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Forstjóri Heilsustofnunarinnar í Hveragerði lýsir misrétti af hálfu heilbrigðisyfirvalda þar sem heilbrigðisráðuneytirð hyggist ekki veita stofnuninni nægilegt fjármagn. Hann segir stofnunarinnar segir starfsfólkið orðið útkeyrt og húsnæðið er úr sér gengið. | |
19:36 | „Ég missti trúna þegar ég var 6–7 ára“ Fimmtungi færri segjast vera trúaðir nú en við síðustu könnun Gallups. Í yngsta og elsta aldurshópnum fjölgar þeim þó lítillega, en í öðrum hópum er samdráttur.Þannig segjast 29% fólks á aldrinum 18–29 ára vera trúuð, en voru 28% árið 2014.Nokkuð hefur verið fjallað um aukna trúrækni og kirkjusókn ungs fólks að undanförnu, en ekki eru sterkar vísbendingar um það í könnuninni. Þó er rétt að taka fram að hún nær ekki til fólks undir átján ára aldri.Fréttastofa fór á stúfana og ræddi við nemendur í tveimur menntaskólum, sem höfðu ólíka sýn á trúna.Trúuðum landsmönnum hefur fækkað um fimmtung á áratug. Yngsti og elsti aldurshópurinn skera sig þó úr en þar fjölgar í hópi trúaðra. Fréttastofa tók púlsinn á framhaldsskólanemum.„Ég myndi alveg segja að ég væri trúaður. En ekki eitthvað rosalega sk | |
19:30 | Bandaríkin stöðvuðu ályktun öryggisráðsins um vopnahlé á Gaza Fulltrúar Bandaríkjanna í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna komu í dag í veg fyrir að ráðið samþykkti ályktun um tafarlaust vopnahlé í Gaza, þar sem ísraelski herinn stendur fyrir mannskæðri innrás í Gazaborg samhliða því sem alþjóðastofnanir hafa skilgreint sem þjóðarmorð á Palestínumönnum. Ályktunin kvað á um „kröfu um fyrirvaralaust, skilyrðislaust og varanlegt vopnahlé í Gaza sem allir aðilar virða“. Sömuleiðis fólst... | |
19:20 | „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Helgi Magnús Gunnarsson fyrrverandi vararíkissaksóknari segir það hafa reynt á taugakerfið að sitja undir áreiti og hótunum Mohamad Khourani. Hann hafi óttast um líf fjölskyldu sinnar en segist hafa mætt fálæti yfirmanna. Hann óttast að Kourani muni eiga auðvelt með að snúa aftur til landsins. | |
19:15 | Grunaður um brot gegn barni í heimahúsi Karlmaður sem er íbúi í Hafnarfirði var handtekinn á sunnudagsmorgun grunaður um að hafa farið inn á fjölskylduheimili í Hafnarfirði og brotið gegn barni. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald en honum sleppt í gær. | |
19:15 | Njósnir, spenna og stjórnarkreppa í Kosovo Stjórnarkreppa hefur lamað Kosovo frá því að kosið var í Kosovo í febrúar. Kosningarnar skiluðu ekki afgerandi niðurstöðu og ítrekaðar tilraunir til að mynda ríkisstjórn hafa mistekist. Hefur Albin Kurti, fyrrverandi forsætisráðherra, gegnt hlutverki starfandi leiðtoga í marga mánuði. | |
19:15 | Heilsuhælið verulega ósátt við ráðamenn Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands (NLFI) segir að starfsemi hennar standi frammi fyrir mikilli óvissu vegna óleysts samningsmáls við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ). Samningur SÍ við stofnunina rann út 1. júní 2023 og hafa viðræður staðið yfir síðan, án þess að niðurstaða hafi náðst. | |
19:11 | Ekið á starfsmann Colas Ekið var á starfsmann malbikunarfyrirtækisins Colas í gær. Hann var að sinna lokun vinnusvæðis við Akranesafleggjara. Atvikið hefur verið tilkynnt til lögreglu. | |
19:10 | Segja upp meintum gerviverktakasamningum sem geta tryggt hærri tekjur Verktökusamningum milli sérgreinalækna og Sjúkrahússins á Akureyri hefur verið sagt upp. Heilbrigðisráðuneytið telur samningana auðvelda læknum að rukka fyrir gerviverktöku.Sjúkrahúsið á Akureyri er eina heilbrigðisstofnun landsins sem hefur ekki aflagt samninga sem kallast ferliverkasamningar. Það verður þó gert fyrir áramót, sem hefur vakið óánægju þeirra þrettán lækna sem hafa haft samningana. Læknar sem fréttastofa hefur rætt við segjast hafa áhyggjur af breytingunum og áhrifum þeirra á þjónustu spítalans.„Það eru samningar í gildi sem við erum að fara yfir og viljum bara fá að fara yfir með okkar sérgreinalæknum og leitum bara að lausnum svo við getum verið með okkar góðu öflugu þjónustu áfram“, segir Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri. Hvað er gerviverktaka | |
19:02 | Fjárfestingastjóri sér bóluna springa von bráðar Fjárfestingastjóri Fidelity segir markaðinn „froðukenndan“ líkt og um aldamótin. | |
19:01 | Fór inn á heimili fjölskyldu í Hafnarfirði og braut á barni Lögregla handtók um helgina karlmann sem grunaður er um að hafa farið inn á heimili fjölskyldu í Hafnarfirði og brotið á barni. Manninum var sleppt úr haldi í gær.Heimildir fréttastofu herma að maðurinn hafi að næturlagi, aðfaranótt sunnudagsins 14. september, farið inn á heimili fjölskyldunnar og brotið þar á barni á grunnskólaaldri. Tengsl eru á milli foreldra barnsins og mannsins, en þau eru ekki tengd fjölskylduböndum. SLEPPT ÚR HALDI OG LÖGREGLUMENN ÓSÁTTIR Lögregla verst allra frétta af málinu en það er litið mjög alvarlegum augum og áhersla lögð á rannsóknina.Farið var fram á gæsluvarðhald yfir manninum og dómari við Héraðsdóm Reykjaness féllst á stutt varðhald, á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Manninum var sleppt úr haldi í gær. Fréttastofa hefur heimildir fyrir að nokkurrar óán | |
18:45 | Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika FH-ingar taka á móti Eyjamönnum í hörkuleik í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. | |
18:40 | Allt á hugmyndastigi og ekkert tímasett Það er hagur Reykvíkinga að borgarlínan komi fyrr en áætlanir gera ráð fyrir í dag. Þetta segir Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri í samtali við mbl.is. | |
18:35 | Gagnrýna að eyða eigi á þriðja hundrað milljónum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn Samþykkt var á fundi borgarráðs Reykjavíkur fyrr í dag að hefja innkaupaferli vegna framkvæmda í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, við uppbyggingu fræðsluseturs, en samkvæmt kostnaðaráætlun, sem fylgir með fundargerð fundarins, átti framkvæmdin að kosta 115 milljónir króna en í umsögn menningar- og íþróttaráðs segir hins vegar að tekist hafi að lækka kostnaðinn niður í 88 milljónir Lesa meira | |
18:30 | Í beinni: Man. City - Napoli | De Bruyne, Höjlund og McTominay aftur í Manchester Manchester City tekur á móti Kevin De Bruyne og nýju félögum hans í Napoli í kvöld, í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. | |
18:30 | Í beinni: Newcastle - Barcelona | Spænska stóveldið án Yamal Newcastle er með spænska stórliðið Barcelona í heimsókn í kvöld, í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. | |
18:30 | Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Næringarfræðingur segir vítamínmarkaðinn á Íslandi vera orðinn eins og villta vestrið og leggur áherslu á gagnrýna hugsun neytenda. Mikið af vítamíni sem er til sölu sé með alls kyns aukaefnum sem geta verið skaðleg í miklu magni. Það mikilvægasta sé að borða fjölbreyttan og næringarríkan mat í stað þess að leita auðveldra lausna í töfluformi. | |
18:21 | ECB losar sig við skuldabréf Worldline Bankinn keypti bréfin þegar þau voru enn í fjárfestingarflokki, en í ágúst fór lánshæfismat Worldline í ruslflokk. | |
18:20 | Fyrsta hindrun yfirstigin í enn einni orrustunni um bókun 35 Fyrstu umræðu um bókun 35 lauk á Alþingi snemma á sjöunda tímanum og gengur málið til utanríkismálanefndar. Málið mætir harðri andstöðu Miðflokksins en þótt efasemda gæti innan hinna stjórnarandstöðuflokkanna er mikill meirihluti þingmanna fylgjandi málinu.Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, mælti fyrir frumvarpinu á tólfta tímanum í morgun og hefur umræðan staðið yfir nær óslitið síðan þá. Hún sagðist leggja ríka áherslu á að málið nái í gegn að ganga á þessu þingi, en þetta er í fjórða skipti sem frumvarpið er lagt fram en það hefur aldrei fengið afgreiðslu. Hún sagði nýlegan dóm Hæstaréttar knýja á um samþykkt bókunarinnar.„Þetta er eitt af þeim málum sem ég veit að það er góður meiri hluti fyrir hér á þingi og það er mikilvægt að þingviljinn nái fram að ganga fyrir fólki | |
18:11 | Nýr Corolla Cross frumsýndur Nýr og uppfærður Toyota Corolla Cross verður frumsýndur hjá viðurkenndum söluaðilum Toyota á laugardaginn. | |
18:09 | Rauði krossinn sendir stjórnvöldum lokaviðvörun Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi, segir öll ríki verða að leggja sín þyngstu lóð á vogarskálarnar svo koma megi á vopnahléi á Gaza. Hann segir tímann á þrotum og sendir stjórnvöldum lokaviðvörun.„Við þurfum tafarlausar pólitískar aðgerðir til þess að draga úr þjáningum almennra borgara á Gaza,“ segir Gísli Rafn. „Við höfum ekki lengri tíma.“Hann segir íbúa Gaza hafa þurft að þola ólýsanlegan hrylling upp á hvern einasta dag í að verða tvö ár. Almennir borgarar, börn og fullorðnir, séu drepnir á hverjum einasta degi. Þau sem lifi af séu flæmd á brott með valdi og hrekist milli staða í leit að öryggi sem hvergi sé að finna. Ráðist sé á sjúkrahús og heilbrigðis- og mannúðarstarfsfólk og miklar takmarkanir séu á flutningi mannúðaraðstoðar til Gaza og dreifingu hjá | |
18:02 | Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Í kvöldfréttum Sýnar ræðum við við fyrrverandi vararíkissaksóknara, sem segir það hafa reynt á taugakerfið að sitja undir áreiti og hótunum Mohamad Kourani. Hann hafi óttast um líf fjölskyldu sinnar og fagnar því að Kourani verði vísað úr landi. Hann óttast að hann muni eiga auðvelt með að snúa aftur til landsins þrátt fyrir endurkomubann. | |
18:00 | „Naglasúpueldamennska og ekkert í pottinum“ „Mín fyrstu viðbrögð eru að þetta er hraðsoðið, þetta er naglasúpueldamennska og ekkert í pottinum í raun og veru. Þetta sprettur upp frá hagræðingarhópi sem hefur engin tengsl við framhaldsskóla eða veruleikann þar inni, heldur bara rekstrarlega sýn á málið.“ | |
17:55 | Stöðug dvöl herliðs og heræfingar hluti af fælingarmætti Íslands Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, tilkynnti í vikunni að danska ríkisstjórnin hefði í fyrsta skipti ákveðið að kaupa langdræg vopn. Þetta eru straumhvörf í dönskum varnarmálum sagði forsætisráðherrann á fundinum. DANIR EFLA VARNIR SÍNAR Frederiksen tók fram að Danir þyrftu ekki að óttast yfirvofandi árás - það væri samt nauðsynlegt að hafa í huga að Rússland væri sífellt á höttunum eftir árekstrum við Nató og léti á það reyna hversu langt væri hægt að ganga. Nefndi hún þar drónaflugið inn í lofthelgi Póllands nýverið.Danir hafa sannarlega verið að efla varnir sínar. Í síðustu viku tilkynnti ríkisstjórnin að hún hygðist verja eitt þúsund og eitt hundrað milljörðum í nýtt loftvarnakerfi, það á að endurnýja flugflotann sem fylgist með Norðurslóðum og ráðast á meiriháttar innvi | |
17:55 | Svikahrappar á ferðinni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við óprúttnum aðilum sem hafa verið á kreiki við verslunarmiðstöðvar í umdæminu og þóst vera að safna peningum í nafni Félags heyrnarlausra. Um er að ræða erlenda ríkisborgara, sem þykjast jafnvel sjálfir vera heyrnarlausir, og eru þeir sagðir mjög ýtnir og frekir við að fá fólk til að millifæra peninga í […] The post Svikahrappar á ferðinni appeared first on Fréttatíminn. | |
17:41 | Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi Stjórn félags eldri borgara tók fyrstu skóflustunguna í dag í næsta áfanga nýja miðbæjarsins á Selfossi en um er að ræða fimm þúsund fermetra uppbyggingu. Sex sögufræg hús úr Reykjavík verða endurbyggð, þar á meðal Syndikatið og Ingólfshvoll. | |
17:38 | „Það eru allir strandveiðimenn á því að þetta er gjörsamlega galið“ Kjartan Páll Sveinsson, formaður Strandveiðifélags Íslands, telur að trúverðugleiki Hafrannsóknarstofnunar hafi minnkað og að stofnunin hafi stigið inn á svið pólitíkurinnar eftir viðtal í kvöldfréttum þar sem Hrönn Egilsdóttir, sviðsstjóri umhverfissviðs Hafrannsóknarstofnunar, lýsti því yfir að Ísland væri lengra komið en aðrar þjóðir í verndun hafsvæða því hér væri „gott fiskveiðistjórnunarkerfi“.„Það getur vel verið að það sé rétt og það getur verið að það sé rangt,“ segir Kjartan „En þetta er pólitísk afstaða, ekki vísindaleg,“ segir hann.Þá segir hann Hrönn hafa farið með rangt mál þegar hún sagði vernd felast í kerfinu þar sem togveiðar væru ekki leyfðar innan 12 mílna lögsögu. Gerð hafi verið breyting á því árið 2023 þegar togveiðar voru leyfðar allt að þremur mílum frá landi. ST | |
17:37 | Guðjón Ragnar nýr skólameistari FAS Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Guðjón Ragnar Jónasson í embætti skólameistara Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu til fimm ára frá 1. nóvember. | |
17:30 | Komst á pall í tröllaukinni evrópskri iðnkeppni Íslenskur keppandi komst í annað sinn á verðlaunapall á EuroSkills, Evrópumóti iðn-, verk- og tæknigreina sem fram fór í Herning í Danmörku um liðna helgi. Það var Gunnar Guðmundsson, keppandi í iðnaðarrafmagni sem vann bronsið, en auk hans hlutu tveir Íslendingar viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur; Andrés Björgvinsson fyrir matreiðslu og Daniel Francisco Ferreira, fyrir húsarafmagn.Keppnin er risavaxin – þangað mættu yfir 100.000 manns sem höfðust margir við í nágrannabæjum á meðan á keppni stóð, en íbúar Herning eru aðeins um 50 þúsund. Keppt var í tólf stórum höllum og í 38 greinum. Ísland sendi 13 manns til keppni en alls voru yfir 40 í íslenska hópnum.Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, bauð keppendunum til mótttöku á Bessastöðum á mánudag og afhenti þeim viðurkenningarskjöl. | |
17:25 | Samkeppniseftirlitið brást of seint við Landsréttur hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um að fella úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá júlí 2023. Málið laut að íþyngjandi skilyrðum sem eftirlitið hafði sett Símanum hf. til að tryggja samkeppni á fjarskiptamarkaði. | |
17:19 | Landsréttur dæmir Símanum í vil gegn SKE Öndvert við dóm héraðsdóms taldi Landsréttur að tímafrestur SKE til að taka afstöðu til erindis Símans hefðu verið liðnir þegar eftirlitið tók ákvörðun. | |
17:15 | Lögreglan varar við ýtnum og frekum svikahröppum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við óprúttnum aðilum sem hafa verið á kreiki við verslunarmiðstöðvar í borginni og þóst vera að safna peningum í nafni Félags heyrnarlausra.Varað hefur verið við mönnunum í hverfishópum á Facebook. Mennirnir, sem eru erlendir ríkisborgarar, þykjast jafnvel sjálfir vera heyrnarlausir og „eru þeir sagðir mjög ýtnir og frekir við að fá fólk til að millifæra peninga í gegnum síma,“ að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni.Þetta er ekki í fyrsta sinn sem mál eins og þetta kemur upp og lögreglan ítrekar að mennirnir eru ekki á vegum Félags heyrnarlausra.Menn sem þykjast vera heyrnarlausir hafa reynt af hafa fé af fólki í verslunarmiðstöðvum á höfuðborgarsvæðinu.RÚV Anton Brink / Anton Brink RÚV | |
17:00 | Sótt að ungum Sjálfstæðismönnum úr þeirra eigin röðum – „Hvert er Sjálfstæðisflokkurinn að fara?“ Þó nokkra gagnrýni hefur hlotið sú fyrirætlan Sambands ungra Sjálfstæðismanna (SUS) að gefa fundarmönnum á þingi Sambandsins í næsta mánuði boli áþekka þeim sem hinn umdeildi áhrifamaður á hægri væng bandarískra stjórnmála Charlie Kirk klæddis þegar hann var skotinn til bana. Bolurinn er hvítur og á honum stendur orðið frelsi. Í bréfi til ungra Sjálfstæðismanna Lesa meira | |
16:50 | Skynsemin ráði við olíuleit „Þarna verður skynsemin að ráða ferðinni,“ segir Ólafur Adolfsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins við mbl.is um hugsanlega olíuleit við Ísland og bætir því við að skyldur við umhverfið fylgi leyfi til slíkrar leitar. | |
16:45 | Vilja að Kimmel styrki Turning Point USA Sinclair Broadcasting Group, meirihlutaeigandi ABC, vill að Jimmy Kimmel gefi pening til pólitísku íhaldssamtaka Turning Point USA. | |
16:42 | Hafna kæru íbúa um að „græna gímaldið“ þurfi að fara í umhverfismat Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu íbúa í nálægð við grænu vöruskemmuna í Breiðholti um að ógilda ákvörðun Skipulagsstofnunar um að kjötvinnslan í „græna gímaldinu“ svokallaða þurfi ekki að fara í umhverfismat.Kærendur vildu fá mat á umhverfisáhrifum af völdum kjötvinnslunnar og að útgefin byggingar- og framkvæmdarleyfi yrðu afturkölluð þar til niðurstaða umhverfismats lægi fyrir. SEGIR FORSENDUR SKIPULAGSSTOFNUNAR ÓFULLNÆGJANDI Málsrök kærenda eru þau að ákvörðun Skipulagsstofnunar byggist á ófullnægjandi forsendum. Fyrirhuguð framkvæmd sé líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif.Skipulagsstofnun var tilkynnt um miðjan mars um fyrirhugaða kjötvinnslu að Álfabakka 2A. Fram kom að starfsemin fæli í sér móttöku á kjöti og síðan vinnslu þess og p | |
16:40 | Varað við svikahröppum sem þykjast vera heyrnarlausir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við svikahröppum sem þykjast vera að safna peningum fyrir Félag heyrnarlausra og ganga jafnvel svo langt að látast sjálfir vera heyrnarlausir. Í tilkynningu frá embættinu kemur fram að umræddir aðilar hafi verið á kreiki við verslunarmiðstöðvar á höfuðborgarsvæðinu og þóst vera að safna peningum í nafni Félags heyrnarlausra. Um sé að Lesa meira | |
16:37 | Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Hér á ferðinni er klassískur ítalskur pastadiskur sem ber heitið Pasta al Pomodoro, eða einfaldlega pasta með tómötum, toppað með búrrata osti. Ása Reginsdóttir, eigandi veitingastaðarins Olífa, segir réttinn bæði einfaldan og barnvænan. | |
16:31 | Trump og Starmer ósammála um palestínskt ríki Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann væri ósammála Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, um áform breskra stjórnvalda að viðurkenna sjálfstæði og fullveldi Palestínu. Bretar ætla, auk Frakka, Kanadamanna og fleiri þjóða, að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í næstu viku. „Ég er óssamála forsætisráðherranum um þetta mál – eitt af aðeins mjög fáum málum sem við erum ósammála um,“ sagði Trump á sameiginlegum blaðamannafundi þeirra Starmers síðdegis, eftir tvíhliða fund þeirra í sumarbústað forsætisráðherrans skammt norður af Lundúnum. Þriggja daga opinberri heimsókn Trumps til Bretlands er því lokið. Hann hitti í gær Karl III konung og aðra meðlimi konungsfjölskyldunnar í Windsor-kastala. Trump og Starmer voru þó samstíga um | |
16:30 | Hörður endurvekur Macland – „Nú byrjum við aftur, gamalt vín á nýjum belg“ Hörður Ágústsson, eigandi Macland, kætti vini sína og viðskiptavini í dag þar sem hann segir fyrirtækið komið aftur í sínar hendur og „Litla, gamla og góða Macland í vinnslu.“ Segist Hörður hafa fengið gríðarlegt magn af skilaboðum um hvort það væri hann sem væri að pósta eftir að samfélagsmiðlar Macland vöknuðu úr rúmlega árslöngu (þ)roti Lesa meira | |
16:25 | Sparnaður vegna styttingar bótatímabils nýtist til að virkja fólk til vinnu Fjármagnið sem á að sparast við breytingar á lögum um atvinnuleysistryggingar verður nýtt til að virkja fólk til atvinnuþátttöku, að sögn forsætisráðherra.Félags- og húsnæðismálaráðherra áformar meðal annars að stytta bótatímabil úr 30 mánuðum í 18 og herða lágmarksskilyrði fyrir greiðslu bóta.Verkalýðshreyfingin brást ókvæða við og miðstjórn ASÍ ályktaði meðal annars að ríkisstjórnin ætti að falla frá þessum áformum. Atvinnulausir og aldraðir séu ekki breiðu bökin sem ættu að bera byrðarnar af hagræðingu í ríkisrekstri.Kristrún segir að rætt hafi verið í nokkurn tíma að stytta bótatímabilið. Það sé í lengra lagi miðað við í nágrannalöndunum.„Forsendur fyrir því eru auðvitað að það verði fjárfest ríkulega í virkniúrræðum fyrir fólk. Við viljum að fólk þurfi að vera í sem stystan tíma á atv | |
16:25 | Vara við svikahröppum sem þykjast ekkert heyra Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við einstaklingum sem hafa verið á kreiki við verslunarmiðstöðvar og þóst vera að safna peningum í nafni Félags heyrnalausra. | |
16:21 | Lýsa yfir vilja til samstarfs vegna barna í viðkvæmri stöðu Kópavogsbær, Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Heilsugæslan og Menntaskólinn í Kópavogi hafa undirritað viljayfirlýsingu um samstarf vegna barna í viðkvæmri stöðu í sveitarfélaginu. Undirritunin átti sér stað í dag, 18. september, í lok vinnustofu sem Kópavogsbær stóð fyrir í samstarfi við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu með það að leiðarljósi að stuðla að þverfaglegu samstarfi og The post Lýsa yfir vilja til samstarfs vegna barna í viðkvæmri stöðu appeared first on 24 stundir. | |
16:20 | „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Erlendir menn hafa að sögn lögreglu verið á kreiki við verslunarmiðstöðvar á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu þar sem þeir þykjist safna peningum í nafni Félags heyrnarlausra, þrátt fyrir að tengjast ekki félaginu með nokkrum hætti. | |
16:18 | Ósammála um sjálfstæði Palestínu Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist á blaðamannafundi í dag vera ósammála Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, vegna áforma Breta um að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki. | |
16:17 | Trump stakk upp á að Bretar kalli til herinn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stakk upp á því í að Bretar kölluðu til herinn til að aðstoða við að takast á við vanda vegna farandfólks sem kemur til landsins á litlum bátum. | |
16:00 | Skelfileg hópárás á Austurvelli fyrir dóm – Sjö réðust á einn Héraðssaksóknari hefur ákært sjö menn fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á Austurvelli í Reykjavík, aðfaranótt sunnudagsins 21. ágúst 2022. Eru þeir ákærðir fyrir að hafa ráðist á mann í kjölfar þess að hann kom öðrum árásarþola til varnar eftir að einn af mönnunum hafði ráðist á hann. Eru þeir sagðir hafa slegið brotaþola nokkur högg í Lesa meira | |
16:00 | Hver eru markmið Ísraelshers í Gasaborg? Ísraelsher hefur hafið umfangsmiklar hernaðaraðgerðir í Gasaborg, og er eitt markmið aðgerðanna að kveða Hamas-samtökin niður fyrir fullt og allt. En hvað er vitað um aðgerðir Ísraelshers, aðdraganda þeirra og viðbrögðin sem þær hafa vakið? | |
16:00 | Tóku óvænt við rekstri Valhallar Allar aðgerðir sem hafa miðast að því að aðstoða fyrstu kaupendur hafa yfirleitt ýtt fasteignaverði upp. Þetta segir Snorri Björn Sturluson fasteignasali og annar eigandi fasteignasölunnar Valhallar í viðtali í viðskiptahluta Dagmála. | |
15:58 | Kaupir ekki gylliboð um tuga þúsunda milljarða hagnað Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra segir að það komi ekki til greina að verja þúsundum vinnustunda stjórnsýslunnar í að undirbúa útboð til olíuleitar á Drekasvæðinu. Fyrri rannsóknir hafi sýnt að þar sé ekki nægilega olíu að finna.Hugmyndir um olíuleit á Drekasvæðinu norðaustur af landinu hafa verið viðraðar að nýju þótt fyrri leitir hafi ekki skilað árangri. Fyrstu leyfin voru gefin út 2012 og í heildina voru það þrjú fyrirtæki, í íslenskri og erlendri eigu, sem fengu slíkt leyfi. Öllum leyfum var skilað eftir að ekki fannst olía í vinnanlegu magni, því síðasta árið 2018.Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins segir þetta þó spennandi hugmynd enda gæti hún fært Íslandi ævintýralegur tekjur, þúsundir milljarða króna. Í því fælist engin áhætta fyrir ríkissjóð. „Við | |
15:56 | Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Vladimír Pútín, kollegi hans í Rússlandi, hafi valdið sér miklum vonbrigðum síðan Trump varð aftur forseti. Það væri vegna þess hve erfitt hefði verið að fá Pútín til að láta af árásum sínum á Úkraínu og semja um frið. | |
15:53 | Efast að niðurfelling gjalda skili sér: „Ég treysti ekki olíufélögunum“ Ragnar Þór Ingólfsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, og Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, treysta olíufélögunum ekki til þess að lækka olíuverð í samhliða hækkun kílómetragjaldsins. Þetta kom fram í máli þeirra í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun, þar sem þingmennirnir tókust á um það hvort ríkisstjórnin vægi að fjölskyldum í landinu. Í þættinum voru gjöld á fjölskyldur til umræðu. Meðal annars... | |
15:53 | Menntaðar konur líklegri til að verða mæður Miklar breytingar hafa orðið á frjósemi og barneignum hér á landi á undanförnum árum og áratugum. Áður fyrr voru konur með minni menntun líklegastar til að eignast börn en það hefur nú breyst. Þetta segir Ari Klængur Jónsson, einn af forsvarsmönnum rannsóknarverkefnisins FIBI. | |
15:46 | BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Stjórn BSRB fordæmir áform ríkisstjórnarinnar um að skerða réttindi starfsfólks í almannaþjónustu með afnámi áminningarskyldu. Í ályktun stjórnar BSRB segir að ríkisstjórnin ætli sér að gera þetta án samráðs við heildarsamtök launafólks og án þess að meta áhrifin með nokkrum hætti. | |
15:45 | Gengi Alvotech ekki lægra í tæp þrjú ár Skorstöður í félaginu minnkuðu um fjórðung undir lok ágústmánaðar. | |
15:42 | Reykjavíkurborg á móti bíleigendum Borgaryfirvöld eru algerlega grímulaus í þeirri stefnu sinni að gera fólki eins erfitt að eiga og nota bíl og þröngva því til þess að nota aðrar leiðir, segir Hildur Björnsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, um drög að samgönguskipulagi í nýju hverfi í Keldnalandi. | |
15:41 | Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Ungur karlmaður hefur verið dæmdur til tíu mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir stórfellda líkamsárás sem hann framdi á Akureyri í fyrra, þegar hann var aðeins sautján ára. Hann stakk mann ítrekað og ákæruvaldið fór fram á að hann yrði dæmdur fyrir tilraun til manndráps. Héraðsdómur taldi ásetning hans til manndráps ekki sannaðan . | |
15:40 | Snorri Másson krefst skýringa frá ráðherra: „Hvers vegna má ekki leita af sér allan grun um olíu?“ Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, gagnrýnir harðlega þá afstöðu umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Jóhanns Páls Jóhannssonar, að standa gegn olíuleit innan íslenskrar lögsögu. Snorri skrifaði ítarlega færslu á Facebook þar sem hann telur að pólitísk og hugmyndafræðileg sjónarmið ráði ferðinni í stað þess að alvöru leit fari fram. Telur ríkið láta tækifæri fram hjá sér fara […] Greinin Snorri Másson krefst skýringa frá ráðherra: „Hvers vegna má ekki leita af sér allan grun um olíu?“ birtist fyrst á Nútíminn. | |
15:31 | Sex ný hús rísa við miðbæinn á Selfossi Stjórn félags eldri borgara tók í dag fyrstu skóflustunguna að fimm þúsund fermetra uppbyggingu við miðbæinn á Selfossi. | |
15:30 | Ræddi við þá sem þekktu skotmanninn best og segir fjölmiðla og yfirvöld mála upp ranga mynd af skoðunum hans Stjórnmálaskoðanir unga mannsins sem er grunaður um að hafa banað áhrifavaldinum Charlie Kirk eru ekki þær sem haldið er fram af stjórnvöldum og fjölmiðlum. Þetta segir sjálfstæði blaðamaðurinn Ken Klippenstein sem segist hafa rætt við það fólk sem meinta skotmanninn, Tyler Robinson, best. Enginn öfgamaður Klippenstein segist hafa rætt við félaga Robinson og fengið að Lesa meira | |
15:23 | Helgi Páll til Snjallgagna Snjallgögn hafa ráðið dr. Helga Pál Helgason til starfa sem teymisstjóra gervigreindar hjá fyrirtækinu. | |
15:13 | Segja það skjóta skökku við að draga úr hvata náms með aukinni fjárhagsbyrði stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) harma ákvörðun stjórnvalda um að heimila opinberum háskólum að hækka skrásetningargjald úr 75.000 kr. í allt að 100.000 kr.Logi Einarsson menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra leggur til að skrásetningargjöld í opinbera háskóla á Íslandi geti orðið allt að 100 þúsund krónur fyrir hvert skólaár.Í dag eru skrásetningargjöld 75 þúsund og hafa verið það frá því árið 2014. Fyrir það voru þau 60 þúsund krónur. Hljóti tillaga Loga samþykki á Alþingi kæmi hún til framkvæmda á næsta ári.LÍS mótmælir fyrirhuguðum hækkunum og í yfirlýsingu minna samtökin á að árið 2023 var gjaldið úrskurðað ólögmætt og enn er beðið niðurstöðu áfrýjunarnefndar í endurupptöku málsins.„Þessi ákvörðun er ekki aðeins ósanngjörn heldur stríðir gegn alþjóðlegum skuldbindingum Ísland | |
15:13 | LÍS mótmæla hækkun skrásetningargjalda Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) harma ákvörðun stjórnvalda um að heimila opinberum háskólum að hækka skrásetningargjald úr 75.000 kr. í allt að 100.000 kr.Logi Einarsson menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra leggur til að skrásetningargjöld í opinbera háskóla á Íslandi geti orðið allt að 100 þúsund krónur fyrir hvert skólaár.Í dag eru skrásetningargjöld 75 þúsund og hafa verið það frá því árið 2014. Fyrir það voru þau 60 þúsund krónur. Hljóti tillaga Loga samþykki á Alþingi kæmi hún til framkvæmda á næsta ári.LÍS mótmælir fyrirhuguðum hækkunum og í yfirlýsingu minna samtökin á að árið 2023 var gjaldið úrskurðað ólögmætt og enn er beðið niðurstöðu áfrýjunarnefndar í endurupptöku málsins.„Þessi ákvörðun er ekki aðeins ósanngjörn heldur stríðir gegn alþjóðlegum skuldbindingum Ísland | |
15:08 | Alls konar djass og ýmislegt fleira BENNI HEMM HEMM, PÁLL ÓSKAR HJÁLMTÝSSON – EITT AF BLÓMUNUM Nú er farið að styttast í að plata Benna Hemm Hemm og Páls Óskars Hjálmtýssonar, Alveg, komi út. Það eru níu dagar í þetta og til að minna á sig sendu þeir frá sér lagið Eitt af blómunum síðastliðinn föstudag. Þar eru Una Sveinbjarnardóttir, Júlía Mogensen, Bergrún Snæbjörnsdóttir og Ólafur Björn Ólafsson til aðstoðar við flutninginn. UNDIRALDAN ÞRIÐJUDAGINN 16. SEPTEMBER Að venju er nóg af íslenskri tónlist á boðstólum í Undiröldunni og meðal þeirra sem eiga nýja tónlist í vikunni eru Ásgeir Trausti, Harma, Benni Hemm Hemm og Páll Óskar, Of Monsters and Men og fleiri. OF MONSTERS AND MEN – DREAM TEAM Það er aðeins lengra í plötu Of Monsters and Men, All is Love and Pain in the Mouse Parade. Fyrstu lögin sem komu út voru Tel | |
15:06 | Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Hátt í hundrað milljarða króna þarf til þess að fjármagna áætlanir hafnasjóða á Íslandi um uppbyggingu til ársins 2040. Áætlunum þeirra er ætlað að mæta bæði vexti í atvinnulífinu og markmiðum landsins í orkuskiptum og loftslagsmálum. | |
15:03 | Sjálfstæðismenn leggja til að „gullhúðun“ verði stöðvuð „Flutningsmenn leggja áherslu á að við innleiðingu EES-gerða verði ekki gengið lengra en nauðsynlegt er til að fullnægja þjóðréttarlegum skuldbindingum.“ | |
14:48 | Seldi sál sína fyrir Labubu-dúkkur Rússnesk kona seldi sál sína og keypti Labubu-dúkkur fyrir peninginn.Konan, sem heitir Karina, sá auglýsingu á spjallforritinu Telegram þar sem óskað var eftir sál í staðinn fyrir 100.000 rúblur, eða 145.000 krónur.Kaupandinn var rússneskur maður að nafni Dmitri. Hann sagðist hafa sett auglýsinguna inn sem brandara. Í færslunni gerði hann kröfu um að seljandinn þyrfti að undirrita samninginn með blóði sínu. Hann sagðist ekki hafa búist við að finna einhvern sem væri tilbúinn að selja sál sína. > Ég keypti mína fyrstu sál. Mér líður eins og Davy Jones! „Ég keypti mína fyrstu sál. Mér líður eins og Davy Jones!“ skrifaði Dmitri á Telegram og deildi mynd af Karinu með undirritaðan samninginn.Þegar Karina hafði skrifað undir samninginn birti Dmitri mynd af samningnum á samfélagsmiðlum en pers | |
14:45 | Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Stjórn félags eldri borgara á Selfossi tók í dag fyrstu skóflustunguna að fimm þúsund fermetra uppbyggingu við miðbæinn á Selfossi. Um er að ræða sex ný hús við Miðstræti, nýja götu sunnan við núverandi miðbæ, sem þverar Brúarstræti og liggur frá austri til vesturs. Fyrirmynd húsanna sem byggð verða eru hús sem áður voru í miðborg Reykjavíkur. | |
14:36 | Stækka nýja miðbæinn á Selfossi Fyrsta skóflustungan að fimm þúsund fermetra uppbyggingu við miðbæinn á Selfossi var tekin í dag. | |
14:33 | Svara orðrómi um oddvitaframboð Í ljósi ákvörðunar Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, oddvita Viðreisnar í Reykjavík, um að bjóða sig ekki fram í borgarstjórnarkosningunum á næsta ári hafa ýmsir verið nefndir á nafn sem mögulegur arftaki hennar. | |
14:30 | Valdimar Örn ósáttur við utanvegaakstur – „Kannski kominn tími til að við lokum þessum vegum” Valdimar Örn Flygenring, leiðsögumaður og leikari, er ósáttur við utanvegaakstur. Í myndskeiði, sem hann tók á syðra Fjallabaki, sjást ljót hjólför í jarðveginum. „Hér hefur einhver snillingurinn bara ekið svona eins og leið liggur og bara hér áfram, aðeins verið að leika sér. Og tekið bara hring hérna, svona skemmtilega,” segir Valdimar Örn meðan hann Lesa meira | |
14:30 | Orðið á götunni: Hvernig tæki Kjartan fjármál föstum tökum? Glímuskjálfti einkennir minnihlutann í borginni Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og bróðir Andrésar, forstöðumanns Skrímsladeildarinnar, fjallar um fjármál borgarinnar í Morgunblaðinu dag eftir dag. Hann virðist telja sig hafa mikið vit á fjármálum, þó ýmsir dragi það í efa. Í Morgunblaðinu í gær segir Kjartan: „Til að ná tökum á fjármálum borgarinnar og þar með skuldunum þurfa breytingar að verða í Lesa meira | |
14:30 | Skyldur dreifiveitna skýrar Raforkueftirlitið hefur í nýútgefinni ákvörðun nr. 4/2025 staðfest að dreifiveitum beri skylda til að miðla tímamældum gögnum til raforkusala um leið og tæknileg geta er fyrir hendi, í samræmi við reglugerð nr | |
14:30 | Grenið í Jórukletti útnefnt Tré ársins Liðsmenn bátaflokks Björgunarfélags Árborgar munu nú á laugardag ferja skógræktarmenn út í Jóruklett á Ölfusá við Selfoss sem þangað fara í því skyni að mæla grenitré sem þar vex og vekur athygli. | |
14:28 | Svona fremur Ísrael þjóðarmorð, að mati nefndar Sameinuðu þjóðanna Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna segir í nýrri skýrslu að Ísrael fremji þjóðarmorð á Gaza. Gjörðir Ísraelshers uppfylla fjögur af fimm skilyrðum hópmorðs:Að drepa fólk úr hópnum, sem Ísraelsmenn hafa gert með beinum árásum.Að valda fólki úr hópnum alvarlegum líkamlegum eða andlegum skaða. Beinar árásir, misþyrming á föngum og eyðilegging heimila fólks hafa stuðlað að því.Að þröngva hópnum af ásetningi til þess að búa við lífsskilyrði sem miða að líkamlegri eyðingu hópsins. Ísraelsmenn hafa sprengt sjúkrahús og komið í veg fyrir að neyðaraðstoð og nauðsynjar komist til Gaza.Að beita þvingunaraðgerðum sem miða að því að koma í veg fyrir barnsfæðingar í hópnum. Árás á stærstu frjósemisstofu héraðsins í desember 2023 fellur undir það. Þar eyðilögðust um 4.000 fósturvísar. | |
14:26 | Ráðherra segir von á rýni um Drekasvæðið fyrir áramót Orkumálaráðherra segir ekki koma til greina að setja þúsundir vinnustunda í undirbúning útboðs á sérleyfi á Drekasvæðinu. | |
14:19 | Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Landssamtök íslenskra stúdenta, LÍS, harma ákvörðun stjórnvalda um að heimila opinberum háskólum að innheimta hærri skrásetningargjöld. Í tilkynningu frá samtökunum er þess getið að gjaldið hafi verið úrskurðað ólögmætt árið 2023 og að enn sé beiðið eftir niðurstöðu áfrýjunarnefndar vegna málsins. | |
14:19 | Auðveldast væri að moka bara upp þorskinum | |
14:17 | Tæknierfiðleikar á gleraugnakynningu Meta Meta kynnti ný gervigreindarsnjallgleraugu á ráðstefnunni Meta Connect í Silicon Valley. | |
14:17 | Þau fengu mest greitt frá ráðuneytinu og stofnunum Ráðagjafafyrirtækið Goðhóll ráðgjöf ehf. er það fyrirtæki sem hefur fengið mest greitt frá mennta- og barnamálaráðuneytinu frá árinu 2017 til dagsins í dag vegna þjónustu, ráðgjafar og fræðslu sem útvistað hefur verið og tengist jafnréttismálum eða kynjafræði, eða rúmar 11 milljónir króna. | |
14:16 | Innan við helmingur segist trúaður Fjórir af hverjum tíu segjast nú lýsa sjálfum sér sem trúuðum en hlutfallið var yfir helmingur fyrir rúmum áratug. Trúrækni yngra fólks hefur þó lítið breyst á tímabilinu. | |
14:12 | Gul viðvörun vegna vindhviða á Austfjörðum og Suðausturlandi Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Austfirði og Suðausturland vegna norðvestan hvassviðris. Búist er við vindi 10 til 18 m/s en mjög snörpum vindhviðum við fjöll yfir 30 m/s. Aðstæður geta verið varasamar fyrir vegfarendur á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind eða eru með aftanívagna.Viðvaranirnar taka gildi snemma í nótt og gilda þar til síðdegis á morgun, föstudag.Veðurstofa Íslands | |
14:10 | Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Guðjón Ragnar Jónasson í embætti skólameistara Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu til fimm ára frá 1. nóvember næstkomandi. | |
14:09 | Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Risi er fallinn, Robert Redford er allur. Hann var ein skærasta stjarna Hollywood á sjöunda og áttunda áratugnum, farsæll leikstjóri og stofnandi Sundance-kvikmyndahátíðina. Vísir tók saman ellefu bestu hlutverk Redford. | |
14:09 | Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Saksóknarar í Litháen segjast hafa sviptu hulunni af hópi manna tengdum Rússlandi sem skipulagt hafi og framkvæmt íkveikjuárásir víðsvegar um Evrópu. Einhverjir mannanna hafa verið handteknir en þeir eru meðal annars grunaðir um að senda eldsprengjur um borð í flugvélar DHL á vegum Leyniþjónustu rússneska hersins (GRU). |