| 14:03 | Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni „Ég verð að segja eins og er að þessi nýjustu skilaboð frá Bandaríkjaforseta eru mikil vonbrigði og áhyggjuefni. Ekki síst fyrir líkt þenkjandi þjóðir sem trúa á frelsi, lýðræði og alþjóðalög og virðingu fyrir þeim. Þetta eru mikil vonbrigði.“ | |
| 14:00 | Alltaf sömu menn í sömu sessjón Í heimildarþáttaröðinni Hljóðriti í hálfa öld er rakin saga hljóðversins Hljóðrita sem var stofnað í Hafnarfirði árið 1975 og varð fljótt að einu áhrifamesta upptökuveri Íslands. Algengt var að fólk hefði orð á því að hljóðheimur Hljóðrita hafi verið sérstakur og talað var um svokallað „Hljóðritasánd”, eins og rakið er rækilega í þriðja þætti þáttaraðarinnar sem er á dagskrá sjónvarpsins í kvöld. | |
| 13:59 | Dómur í skattamáli Sveins Andra Sveinssonar leiðbeinandi Margir velta nú fyrir sér hvort þeir megi láta félag í sinni eigu kaupa íbúðarhúsið sitt. | |
| 13:58 | Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Löndin sem Trump hefur hótað háum tollum gangi þau ekki að óskum hans um að styðja innlimun hans á Grænlandi hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu. Þau segjast tilbúin til viðræðna en að þeim verði ekki hnikað hvað fullveldi þeirra varðar. | |
| 13:53 | „Ógnir um tolla grafa undan samskiptum yfir Atlantshafið“ Ríkin átta, Danmörk, Finnland, Frakkland, Holland, Noregur, Svíþjóð, Bretland og Þýskaland sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að leggja tolla á vegna stuðnings þeirra við Grænland hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu. | |
| 13:46 | „Ekkert hik á því að gera það sem þarf til þess að treysta íslenska hagsmuni“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að allt verði gert til þess að tryggja hagsmuni Íslands. Ákvörðun Bandaríkjaforseta að setja tolla á þau lönd sem styðja ekki innlimun Bandaríkjanna á Grænlandi sé mikið áhyggjuefni. Tollastríð geti haft mikil áhrif á litlar þjóðir eins og Íslendinga.Utanríkisráðherra segir ákvörðun Bandaríkjaforseta um að setja tolla á þau lönd sem styðja Grænland mikið áhygjuefni. Allt verði gert til þess að tryggja hagsmuni Íslands. Hún telur ólíklegt að Evrópuríki dragi úr stuðningi sínum við Grænland.„Þessi þróun og þessar yfirlýsingar af hálfu Bandaríkjaforseta eru auðvitað bæði mikið áhyggjuefni en líka mikil vonbrigði, því að þessar þjóðir sem um ræðir eru helstu bandalagsþjóðir innan NATO og hafa átt í mjög sterkum og mikilvægum tengslum þvert | |
| 13:31 | Myndir: Börnin fjölmenntu í Háskólabíó Börn fjölmenntu í Háskólabíó í gær í tilefni af 30 ára afmæli Latabæjar. | |
| 13:30 | Áfall fyrir foreldra: Ungbarnaleikskólinn Ársól hættir starfsemi í sumar Reykjavíkurborg hefur ákveðið að segja upp leigusamningi við ungbarnaleikskólann Ársól. Þetta upplýsir Áslaug Björnsdóttir, foreldri barns á leikskólanum, í samtali við DV. Leikskólinn hefur verið rekinn inni í Húsaskóla síðastliðna mánuði vegna skemmda á leiguhúsnæði sem skólinn leigði af Reykjavíkurborg. Hefur leikskólinn veirð rekinn í 18 ár og ávallt verið í leiguhúsnæði á vegum borgarinnar. Lesa meira | |
| 13:29 | Nýskráningum fjölgaði á hlutabréfamarkaði Norðurlandanna í fyrra Á meðan það bættist ekkert félag kom nýtt inn í Kauphöllina hér á landi á liðnu ári þá var samt heilt yfir fjölgun í nýskráningum á markaði í Norðurlöndunum og sem fyrr var sú þróun drifin áfram af góðum gangi í Svíþjóð. | |
| 13:24 | Tveir tímar á Íslandi nægðu „Ég hef verið á Íslandi í tvo tíma,“ segir Gabriel Escobar, 23 ára gamall New York-búi, fyrirsæta, leikari og ferðalangur, sem birtir umheiminum ferðalög sín á samfélagsmiðlum við töluverðar vinsældir. | |
| 13:23 | Þrír látnir og tugir slasaðir eftir sprengingu Sprenging í stálverksmiðju í norðurhluta Kína varð tveimur að bana og 66 eru slasaðir en fimm til viðbótar er enn saknað. | |
| 13:10 | Matarverðbólgan stafar núna „aðallega af innlendum þáttum“ Verðbólga í matvælum og drykkjarvörum stafar núna að stórum hluta af innlendum þáttum, sem meðal annars skýrir miklar verðhækkanir á landbúnaðarafurðum, á meðan við erum að sjá innfluttar vörur hækka almennt lítið í verði, að sögn forstjóra stærsta smásölufyrirtækis landsins. | |
| 13:10 | María Ellen býður sig fram sem oddviti Viðreisnar í Kópavogi María Ellen Steingrímsdóttir hefur tilkynnt að hún gefur kost á sér sem oddviti Viðreisnar í Kópavogi í komandi sveitarstjórnarkosningum. María Ellen hefur setið í setið í Menntaráði og Jafnréttis- og mannréttindaráði Kópavogsbæjar sem fulltrúi Viðreisnar. Þá var hún einnig varaforseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar.Prófkjör Viðreisnar í Kópavogi fer fram þann 7. febrúar. „Ástæðan fyrir því að ég býð mig fram til forystu eru málefni ungs fólks og barnafjölskyldna í Kópavogi. Það þarf að lækka leikskólagjöldin og forgangsraða meira fjármagni í grunnskólana,“ segir María Ellen í framboðstilkynningu sinni. María Ellen Steingrímsdóttir vill leiða lista Viðreisnar í Kópavogi.Aðsend | |
| 13:08 | Ekki vanmeta gervigreindina Einstaklingar og lítil teymi sjálf smíðað lausnir sem áður kröfðust heilla tæknideilda. Valdið færist þannig frá tæknilegri framkvæmd yfir til þeirra sem þekkja verkefnin og vandamálin best. | |
| 13:05 | Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Það verður mikið um að vera í Hveragerði á nýju ári því bæjarfélagið fagnar 80 ára afmæli sínu með fjölbreyttum afmælisviðburðum. Einn af hápunktum afmælisins verður heimsókn forseta Íslands í lok apríl. | |
| 13:03 | Styttist í mannaða geimför umhverfis tunglið Fyrsta mannaða geimför umhverfis tunglið, í meira en hálfa öld, er í undirbúningi. NASA, Geimferðastofnun Bandaríkjanna, hefur komið Artemis 2-geimflauginni fyrir á skotpalli sínum og geimskot er ráðgert í febrúar.Geimflaugin er tæplega 100 metra há.Starfsmenn NASA, og fjölskyldur þeirra, fylgdust með þegar flauginni var komið fyrir á skotpallinum í Flórída í gær. FYRSTA MANNAÐA FERÐIN TIL TUNGLSINS Í 50 ÁR Raid Wiseman stýrir áhöfn Amertis-2 geimflaugarinnar. Auk hans verða Victor Glover og Christina Koch um borð. Þau hafa öll margra ára reynslu af störfum hjá NASA.Hinn kanadíski Jeremy Hansen, fyrrum bardagaþotuflugmaður, er einnig hluti áhafnarinnar.Áhöfnin mun hvorki fara á sporbaug um tunglið né lenda þar. Það kemur í hlut Artemis-3 leiðangursins að gera það.Dagsetning Artemis-2 ge | |
| 13:00 | No Other Choice: Klaufinn sem flæktist í kapítalismanum Kolbeinn Rastrick skrifar:Engra kosta völ, eða No Other Choice eins og hún er auglýst hér á landi, er nýjasta mynd eins vinsælasta kvikmyndagerðarmanns Suður-Kóreu, Park Chan-wook. Hann er hvað þekktastur fyrir myndirnar Oldboy, The Handmaiden og Decision to leave. Engra kosta völ er byggð á skáldsögu Donalds E. Westlake, The Ax frá 1997, en Park tilkynnti fyrst um áætlanir sínar um aðlögun á bókinni árið 2009. Bókin hefur áður verið aðlöguð að kvikmyndaforminu í mynd grísk-franska leikstjórans Costa-Gavras frá 2005, en sú mynd bar sama nafn og bókin. Eins og svo margar af fyrri myndum Parks snýst Engra kosta völ um vafasamar ákvarðanir söguhetju sem matreiðir sína eigin súpu til að sitja í. Myndin er að vissu leyti systurmynd Parasite í leikstjórn Bong Joon Ho frá 2019. Í henni fylgjumst | |
| 12:56 | Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Sendiherrar Evrópusambandsins koma saman á neyðarfundi seinna í dag vegna Grænlandstolla bandaríkjaforseta. Alþjóðastjórnmálafræðingur segir samband Bandaríkjanna og Evrópu aldrei hafa verra. Hún útilokar ekki að Ísland bætist á lista forsetans. | |
| 12:49 | „Trump er enn valdamikill en er ekki einráður“ Tollhótanir Trumps snúast ekki aðeins um Danmörku og Bandaríkin, heldur um framtíð NATO. | |
| 12:42 | Mannekla og vanfjármögnun veldur áralangri bið eftir augasteinsaðgerð Skurðlæknir segir manneklu og vanfjármögnun vera helstu ástæður þess að biðlistar eftir augasteinsaðgerð lengjast. Þörf sé á samhentu átaki allra sem framkvæma aðgerðirnar, bæði hjá opinberum stofnunum og einkastofum.Aðgerðin tekur að jafnaði 10 til 15 mínútur en biðin getur verið margir mánuðir og jafnvel nokkur ár. Fréttastofa hefur fengið ábendingar frá fólki sem hefur beðið lengur en þrjú ár.„Það þarf samhent og samstillt átak allra þjónustuveitenda sem að þessu koma og það þarf meiri fjármuni í þennan aðgerðaflokk,“ segir Gunnar Már Zoega, augnskurðlæknir. Hann vill að komið verði á miðlægum biðlista til að auðvelda samvinnu.„Það þarf samtal þjónustuveitenda, Sjúkratrygginga og ráðuneytis til að koma þessu aftur á réttan kjöl.“Gunnar segir brýnt að bæta heildarskipulag á framkvæmd aug | |
| 12:40 | Tollarnir vonbrigði: „Okkar lína er alveg skýr“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra lýsir miklum vonbrigðum með ákvörðun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að leggja tolla á Evrópuríki vegna stuðnings þeirra við Grænland. | |
| 12:37 | Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Nóbelsnefnd friðarverðlaunanna hefur gefið út yfirlýsingu vegna framsals Maríu Corinu Machado verðlaunahafa á medalíu sinni til Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Yfirlýsingin er stutt og afdráttarlaus og segir nefndin að verðlaunin séu verðlaunahafans eins, burtséð frá því hvar peningurinn sé niðurkominn. | |
| 12:35 | Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Íþróttakennari til 25 ára segir þátttöku barna í skólaleikfimi hafa dregist mjög saman á undanförnum árum. Almenn vanlíðan meðal nemenda hafi aukist og dæmi eru um að börn hafi verið í skólanum hans í nokkurn tíma án þess að hafa mætt í íþróttatíma. | |
| 12:32 | Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Ísland og Pólland áttu ólíku gengi að fagna í 1. umferð riðlakeppninnar á EM karla í handbolta. Íslendingar unnu Ítali, 39-26, á meðan Pólverjar lutu í lægra haldi fyrir Ungverjum, 29-21. | |
| 12:21 | Segir hótanir um tolla vera mistök Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, segir að hótun Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna, um að leggja tolla á andstæðinga áætlunar hans um að taka yfir Grænland séu mistök. | |
| 12:15 | Átta létust í snjóflóðum á austurrískum skíðasvæðum Átta skíðamenn hafa látist í snjóflóðum í austurrísku ölpunum um helgina. Skíðamennirnir voru allir að skíða utan brauta.Fimm skíðamenn létust í tveimur snjóflóðum á Pongau-skíðasvæðinu, nærri Salzburg, og þrír tékkneskir skíðamenn létust í snjóflóði á Murtal-skíðasvæðinu, í gær.Mikið hefur snjóað í ölpunum undanfarna daga.Björgunarsveitir að störfum eftir snjóflóð á Pongau-skíðasvæðinu í Austurríki.AP/Bergrettung Pongau / Uncredited | |
| 12:10 | Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Emmanuel Macron, forseti Frakklands, kallar eftir því að Evrópusambandið beiti „ofurvopni“ sínu gegn Bandaríkjunum vegna aðgerða Donalds Trump varðandi Grænland. Utanríkisráðherra Danmerkur segir erfitt að átta sig á Bandaríkjamönnum og forsætisráherra Ítalíu segir Bandaríkjamenn ekki skilja Evrópumenn. | |
| 12:10 | Hundrað milljóna viðsnúningur Álfasaga ehf., sem rekur meðal annars Dagný & Co, sneri 83 milljóna króna tapi árið 2023 í 30 milljóna hagnað ári síðar. | |
| 12:00 | Nóbelsnefndin með yfirlýsingu – Verðlaunin eru verðlaunahafans Nóbelsnefnd friðarverðlaunanna hefur gefið út yfirlýsingu vegna þess að verðlaunahafinn Maria Corina Machado gaf Donald Trump Bandaríkjaforseta verðlaunapeninginn sinn. Nefndin er afdráttarlaus með það að peningurinn sjálfur skiptir ekki máli. Verðlaunin geti aðeins verið verðlaunahafans. „Medalían og prófskírteinið eru þau áþreifanlegu tákn sem staðfesta að einstaklingi eða stofnun hafi verið veitt friðarverðlaun Nóbels. Verðlaunin sjálf Lesa meira | |
| 12:00 | Túnfífilsgata skal hún heita Götunafnanefnd Reykjavíkur hefur fallist á ósk Nýs Landspítala ohf. (NLSH) um nafn götu á Landspítalalóðinni. Túnfífilsgata skal hún heita. | |
| 11:57 | Erfitt að gera plön í óvissuástandi Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir erfiðara fyrir fyrirtæki sem eiga í viðskiptum við Bandaríkin að gera áætanir eftir tollahótanir Bandaríkjaforseta.Þetta undirstriki þá óvissu sem ríki í alþjóðaviðskiptum. „Og það virðist ekki lát á þeirri óvissu,“ segir Sigurður. „Við trúum því að rétta leiðin til að leysa úr þessum málum sé með samtölum en ekki með þeim aðgerðum sem boðaðar hafa verið, það eru miklir viðskiptalegir hagsmunir í húfi á báða bóga.“Sigurður segir að flest ríki heims vinni að gerð viðskiptasamninga við Bandaríkin. „Ísland er þar með talið og við höfum bent á og höfum mikla trú á því að í því geti falist tækifæri í viðskiptum Íslands og Bandaríkjanna með gagnkvæman ávinning að leiðarljósi.“Gætu tollar á þessi átta Evrópuríki haft áhrif á þann samnin | |
| 11:49 | Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður rætt við Vilborgu Ásu Guðjónsdóttur, alþjóðastjórnmálafræðing vegna grænlandstolla Bandaríkjaforseta. Einnig heyrum við frá utanríkisráðherra sem segir ákvörðunina vonbrigði og ítrekar stuðning við Danmörku og Grænland. | |
| 11:49 | Hörð viðbrögð í Evrópu vegna Grænlandstolla Trumps „Algjörlega röng,“ segir forsætisráðherra Bretlands um ákvörðun Bandaríkjaforseta að setja toll á þau ríki sem eru mótfallin innlimun hans á Grænlandi. Keir Starmer hefur verið sá leiðtogi á alþjóðasviðinu sem gengið hefur hvað lengst í tilraunum sínum til að halda Donald Trump góðum síðan hann settist aftur á forsetastól fyrir tæpu ári. Núna kveður við harðari tón. „Óásættanlegt,“ segir Emmanuel Macron Frakklandsforseti um vendingar gærdagsins. Og í því kristallast viðbrögð leiðtoga Evrópuríkja, helstu bandaþjóða Trumps, við nýjum tollum. Greinilegt er að þetta nýjasta útspil í baráttunni um Grænland verður svarað af meiri hörku en önnur útspil Trumps síðastliðið ár. Stóraukin útgjöld aðildarríkja NATO til varnarmála, viðskiptasamningur um 15% toll á innflutning frá ESB-ríkjum til Bandarí | |
| 11:47 | Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Verðbólga gæti sprengt hina svokölluðu „stöðugleikasamninga“ strax í haust. Í lok árs mældist verðbólga 4,5 prósent og Landsbankinn spáir verðbólgu upp á 5,1 prósent í janúar og Arion spaír 4,9 prósent. Forsenduákvæði kjarasamninganna sem skrifað var undir 2024 miða við 4,7 prósent. | |
| 11:28 | Hlutfall erlendra ríkisborgara breytilegt eftir landshlutum Þjóðskrá birti nýverið tölur um hlutfall erlendra ríkisborgara eftir landshlutum og sveitarfélögum og er það nokkuð breytilegt.Þegar litið er til landshluta er hæsta hlutfall erlendra ríkisborgara á Suðurnesjum, tæp 30% íbúa. Hlutfall erlendra ríkisborgara í Reykjanesbæ er 35,2% eða 8665 íbúarÞar á eftir koma Vestfirðir með 24% íbúa. Lægst er hlutfallið á Norðurlandi eystra þar sem erlendir ríkisborgarar eru 11,5% íbúa.Sagt var frá því í desember að í fyrsta sinn í sögunni er hlutfall íslenskra ríkisborgara undir 80 prósentum en það var 79,6% í desember. FLESTIR ERLENDIR RÍKISBORGARAR Í MÝRDALSHREPPI Þegar horft er til sveitarfélaga er hlutfallið afar breytilegt. Hæst er það í Mýrdalshreppi eða 67,4%. Alls eru 760 erlendir ríkisborgarar af ellefuhundruð tuttugu og átta íbúum hreppsins. | |
| 11:12 | 333 milljóna hagnaður Hagnaður þvottahússins og efnalaugarinnar Fannar jókst töluvert á milli áranna 2023 og 2024. | |
| 11:08 | Áform um skrifstofuhótel á Hellu Eigandi Stracta hótels á Hellu hefur kynnt sveitarstjórn Rangárþings ytra áform um að reisa verslunar- og ráðstefnuhús, skrifstofuhótel og íbúðir á lóðinni framan við hótelið og óskað eftir heimild til að hefja skipulagsvinnu fyrir lóðina í samræmi við það. | |
| 10:57 | Opna aðgang að internetinu í skrefum Írönsk stjórnvöld íhuga að opna fyrir internetaðgang að nýju í litlum skrefum. Lokað hefur verið fyrir aðgang almennings að internetinu tæpar tvær vikur til að reyna hefta för frétta út fyrir landið. | |
| 10:52 | María vill oddvitasætið María Ellen Steingrímsdóttir gefur kost á sér til oddvita Viðreisnar í Kópavogi í sveitarstjórnarkosningum sem fram fara í vor. | |
| 10:50 | Aðdáendur Kourtney Kardashian misstu andlitið þegar hún steig fram og opnaði sig Kourtney Kardashian hefur nú greint frá því að hún hafi ekki drukkið áfengi í þrjú ár – ákvörðun sem kom mörgum á óvart, ekki síst í ljósi þess hve lífstíll fjölskyldunnar hefur lengi verið tengdur partýum og glamúr. Hún deildi þessu á Instagram Stories þegar hún var að fagna nýrri vöru sem systir hennar, Khloé […] Greinin Aðdáendur Kourtney Kardashian misstu andlitið þegar hún steig fram og opnaði sig birtist fyrst á Nútíminn. | |
| 10:41 | Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Grínistinn Greipur telur nokkuð víst að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi ruglast á Grænlandi og Íslandi. Hann vilji ekki í rauninni eignast Grænland heldur Íslands vegna þess hvernig víkingarnir nefndu löndin til að gabba fólki. | |
| 10:38 | Segir að tollar Trumps séu fjárkúgun David van Weel, utanríkisráðherra Hollands, kallar hótun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að leggja nýja tolla á fjölda landa sem flytja inn vörur til Bandaríkjanna þar til þau samþykkja að selja Grænland veranfjárkúgun. | |
| 10:27 | Fóru í eftirlitsferð á skemmtistaði Lögregla og slökkvilið fóru sameiginlega í eftirlitsferð á nokkra skemmtistaði í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. | |
| 10:10 | Hagnast um milljarð á tveimur árum Jökulsárlón ferðaþjónusta ehf. hagnaðist um 544 milljónir króna árið 2024. | |
| 10:07 | Hús málarans verði hækkað Skipulagsfulltrúinn í Reykjavík hefur tekið jákvætt í ósk um breytingar á húsinu Bankastræti 7a, sem oft er kallað Hús málarans. | |
| 10:06 | Hákarl réðst á unglingsdreng sem er í lífshættu Hákarl réðst á unglingspilt í höfninni í Sydney í Ástralíu og er hann í lífshættu með alvarlega ákverka á fótunum að sögn lögreglu. | |
| 10:01 | Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur sett 1.500 fallhlífarhermenn í viðbragðsstöðu vegna mögulegra aðgerða í Minnesota. Það er ef Donald Trump, forseti, stendur við hótun sína um að beita gömlum uppreisnarlögum til að siga hernum á mótmælendur í ríkinu en þar hafa umfangsmikil mótmæli gegn starfsemi Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE) átt sér stað. | |
| 09:39 | Myndir: Þorrablótsreið Fáks Sameiginlegir útreiðtúrar vetrarins hófust hjá hestamannafélaginu Fáki í gær. Fjöldi félaga gerði sér glaðan dag og fór í reiðtúr í fallegu umhverfi. | |
| 09:32 | Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Sprengisandur er á sínum stað á Bylgjunni í dag en þar fær Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi til sín góða gesti og ræðir við þá samfélagsmálin sem brenna á þjóðinni. | |
| 09:21 | Tvítug kona drepin í árás Rússa Kona á þrítugsaldri var drepin í árás Rússa á úkraínsku borgina Kharkiv í nótt. Nokkrir aðrir eru særðir eftir árásina, þar á meðal sjö ára barn. | |
| 09:17 | Afhjúpandi fundur Opinn fundur á vegum borgarstjóra afhjúpar hve yfirgengileg yfirbygging borgarinnar er orðin hvað fjölda starfsmanna varðar. | |
| 09:09 | „Mun gera Pútín að hamingjusamasta manni heimsins“ Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, segir að ef Bandaríkjamönnum takist að eignast Grænland muni það gera Vladímír Pútin Rússlandsforseta að hamingjusamasta manni í heimi. | |
| 09:03 | Huldumaðurinn Aðalsteinn ákærður í sjö ára gömlu fjársvikamáli – „Bara einhver krakki í Hveragerði“ Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært Aðalstein Lárus Skúlason fyrir fjársvik með því að hafa blekkt forsvarsmenn húsfélags á Reykjavíkursvæðinu til þess að afhenda sér samtals 993.892 krónur í þremur greiðslum. Peningarnir áttu að fara í kaup á efni vegna fyrirhugaðs viðhalds á fasteign húsfélagsins sem og staðfestingargjald fyrir þá vinnu sem framundan var. Framkvæmdirnar hófust Lesa meira | |
| 09:02 | Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Íbúar Nuuk létu rigningu ekki stöðva sig í gær og mótmæltu í þúsundatali. Mótmæli voru einnig haldin í smærri byggðum landsins stóra, þar sem fólk stóð saman gegn hótunum ráðamanna í Bandaríkjunum. | |
| 09:00 | Viðbúið að árið verði heldur snúið efnahagslega Óvissa er fyrsta orðið sem kemur í hugann þegar reynt er að rýna í árið 2026 og ég horfi til ársins með hæfilegri blöndu af bjartsýni og bölmóð. Í alþjóðamálum er óvissan meiri en við höfum séð frá tímum kalda stríðsins. Hvort sem horft er til stríðsins í Úkraínu, tollastríðs, þróunar mála í Venesúela eða hótana Bandaríkjaforseta í garð evrópskra... | |
| 09:00 | Borðum sjaldan öll saman kvöldmat „Það er nóg að gera hjá okkur öllum og við borðum sjaldan öll saman kvöldmat heima,“ upplýsir Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta og nýkjörinn þjálfari ársins á Íslandi, brosandi. | |
| 08:25 | Sé ekki mitt líf án þess að þjálfa Það eru forréttindi að fá að þjálfa hjá Val. Umgjörðin er mjög fagleg og góð og gott samstarf milli deilda. Orkan hérna er einstök. | |
| 08:14 | Neðanmáls: Eftirspurn á markaði Gumma Sveins Tölur hagstofunnar eru viðfangsefni Halldórs Baldurssonar þessa vikuna. | |
| 08:03 | Lars Løkke ræðir öryggi á norðurslóðum Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, verður á ferð og flugi næstu dagana til að ræða öryggisástandið á norðurslóðum. | |
| 08:01 | „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Thelma Karen Kvaran Bjarnfinnsdóttir og eiginmaður hennar, Úlfur Kvaran, eru bæði arfberar af SMA, sjaldgæfum og illvígum erfðasjúkdómi sem þau höfðu aldrei heyrt um fyrr en hann varð hluti af þeirra eigin lífi. Á stuttum tíma misstu þau tvö börn sem bæði erfðu sjúkdóminn og komu andvana í heiminn. | |
| 08:00 | Lífið var dásamlegt en það var eitthvað sem vantaði „Ég legg nú ekki í vana minn að sofna í kennslustundum en þegar ég var farin að dotta í tölfræðitíma þá hugsaði ég með mér að þetta væri kannski ekki alveg fyrir mig,“ segir Rán Ragnarsdóttir leikkona. Hún ákvað að hætta í sálfræðinámi og hefur síðan þá elt innsæið, troðið margvíslegar slóðir og fer brátt með hlutverk Helgu hinnar fögru á stóra sviði Þjóðleikhússins í Ormstungu.Sigurlaug Margrét Jónasdóttir ræddi við Rán í Segðu mér á Rás 1. „Ég fór að gera ýmislegt fleira sem mér líkar betur og á betur við mig.“ KOM SÉR Á ÓVART MEÐ ÞVÍ AÐ GANGA ÚT Rán segist alltaf hafa haft mikinn áhuga á fólki og kemur úr langri röð sálfræðinga, þar sem afi hennar og faðir störfuðu sem sálfræðingar og móðir hennar lærði fagið. „Þetta var brautin sem ég sá fyrir mér að væri sniðugt að fara líka.“„En é | |
| 08:00 | Gamla góða Ímyndið ykkur gamla góða Ísland nema betra. Koma svo, ímynda sér. Ertu byrjaður að ímynda þér það? Hvað sérðu? Torfkofa? Ókei, þú ímyndaðir þér of langt aftur. Ha, torfkofa sem fljúga? Þú ímyndaðir þér aðeins of fast. Reynum aftur. Ímyndaðu þér gamla góða, samt ekki of gamla, Ísland nema betra EN lögmál eðlisfræðinnar eru enn í gildi. Tjopptjopp, ekkert hangs.... | |
| 07:49 | Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Ali Khamenei, æðstiklerkur Íran, viðurkenndi í fyrsta sinn í ræðu sem hann hélt í gær að þúsundir hefðu látið lífið í mótmælum í Íran á undanförnum vikum. Sumir hefðu dáið á „ómennskan og grimmilegan“ máta. Hann kenndi þó Bandaríkjunum og Ísrael um allt saman. | |
| 07:44 | Þrír stungnir með hnífi á næturklúbbi Þrír voru stungnir með hnífi á næturklúbbnum Chateau Motel í miðborg Kaupmannahafnar í nótt. | |
| 07:40 | Vinda- og vætusamt víðast hvar við byrjun vikunnar Í dag verður suðaustan vindátt, 13 til 20 metrar á sekúndu. Heldur hvassara verður á annesjum vestar á landinu. Víða verður rigning en þurrt lengst af norðaustanlands. Hiti á bilinu 3 til 8 stig síðdegis. Í kvöld byrjar að draga úr vindi og á morgun verður suðaustlæg átt, 8 til 15 metrar á sekúndu. Þá kólnar aðeins í veðri og verða skúrir eða rigning sunnan- og austanlands. Útlit er fyrir austlæga átt á þriðjudaginn, 5 til 13 metra á sekúndu. Þá gætu orðið skúrir eða slydduél en þó yfirleitt þurrt norðanlands. Hiti verður þá á bilinu 1 til 6 gráður. Í dag verður vætu- og vindasamt víða á landinu.RÚV / Ragnar Visage | |
| 07:28 | Átta fórust í snjóflóðum Átta manns fórust í snjóflóðum í Austurríki í gær en mikið hefur snjóað í landinu síðustu daga. | |
| 07:13 | Trump fær óvænt skilaboð frá Íslandi sem fer eins og eldur í sinu út um allan heim Greipur Hjaltason er enn á ný kominn með stutt grínmyndskeið sem slær í gegn á netinu – og að þessu sinni eru „skilaboðin“ stíluð á Donald J. Trump, forseta Bandaríkjanna. Tæplega tvær milljónir manna úti um allan heim hafa horft á myndskeiðið og þá hafa yfir 40 þúsund manns smellt „læk“ á það. Í myndskeiðinu […] Greinin Trump fær óvænt skilaboð frá Íslandi sem fer eins og eldur í sinu út um allan heim birtist fyrst á Nútíminn. | |
| 07:08 | Gul viðvörun vegna hvassviðris Gul viðvörun vegna suðaustan storms er í gildi á Breiðafirði en þar er mjög hvasst eða 19-23 m/s með hviðum upp í 35 m/s. Aðstæður eru því varasamar fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. | |
| 07:01 | Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Hugsanlegt er að strangari reglur um losun gróðurhúsalofttegunda frá alþjóðaflugi í Evrópu geti þýtt að það verði sex þúsund krónum dýrara fyrir meðalheimilið að ferðast til útlanda en áður. Efnahagsleg áhrif losunarkerfis á almenning á Íslandi eru sögð hafa verið óveruleg til þessa. | |
| 07:00 | Ár framhaldsmyndanna: Viddi og Þór snúa aftur Hún heitir einfaldlega Michael, kvikmyndin um Michael heitinn Jackson sem væntanleg er á árinu. Þar verður sögð ferðasaga Jacksons upp á stjörnuhimininn frá því að hann kom fyrst fram á sjónarsviðið með Jackson 5 og þar til hann varð poppstjarnan stóra. Seinni tíma erfiðleikar í lífi Jacksons og ásakanir um kynferðisbrot gegn ungum drengjum koma ekki við sögu.2026 verður ár framhaldsmynda í kvikmyndahúsum. Leikfangasaga, Avengers, Dune, Jumanji og Scream eru meðal þeirra fjölmörgu sem framhald verður á. Heimskviður skoðuðu kvimyndaárið fram undan með Vidda í Leikfangasögu og fleirum.Dan Reed, sem leikstýrði heimildarmyndinni Finding Neverland, þar sem tveir menn greindu frá kynferðisofbeldi sem þeir sögðu Jackson hafa beitt þá þegar þeir voru börn, segir myndina væntanlegu hvítþvott á sögu | |
| 07:00 | Vaxandi hætta á kreppuverðbólgu Erfitt er að hefja árið 2026 með bjartsýnni framtíðarsýn í ljósi sögulegrar þróunar síðastliðins árs, þar sem atvinnuleysi jókst verulega undir lok desember og verðbólga hélst yfir fjórum prósentum. Þá varð æ skýrara að ógn um yfirtöku Grænlands og niðurbrot Atlantshafsbandalagsins voru raunverulegar og eru enn að ágerast. Þegar um þær hættur var fjallað í tveimur greinum hér í blaðinu... | |
| 07:00 | Gripið til öryggisráðstafana og sérþjálfunar Gripið hefur verið til ýmissa öryggisráðstafana á meðferðarheimilinu Stuðlum síðustu mánuði, meðal annars til að koma í veg fyrir að börn gangi þar inn og út að vild og til að draga úr flæði fíkniefna inn á heimilið. | |
| 06:20 | Sjö hermenn í Tjad drepnir í árás RSF-hersins Sjö tjadneskir hermenn voru drepnir í átökum við súdanska RSF-uppreisnarherinn við landamæri Tjad og Súdans á fimmtudaginn. Talsmaður ríkisstjórnar Tjad, Mahamat Cherif Gassim, tilkynnti þetta á föstudaginn.„Vopnaðir hópar á vegum Bráðastuðningssveitanna (RSF), sem berjast í innanlandsófriðnum í Súdan, rufu ólöglega landamærin og hófu hernaðaraðgerðir á tjadnesku yfirráðasvæði gegn varnar- og öryggissveitum og almennum borgurum í austurhluta landsins,“ sagði Gassim í tilkynningunni. Hann áréttaði jafnframt að atvikið fæli í sér „skýrt, alvarlegt og ítrekað brot gegn landamærahelgi og fullveldi Lýðveldisins Tjad.“Gassim undirstrikaði að Tjad tæki ekki afstöðu með neinum í borgarastyrjöldinni í Súdan og að ríkið sætti sig ekki við að átökin væru flutt inn á yfirráðasvæði sitt. Í tilkynningun | |
| 06:02 | Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Krakkatíunni! Í Krakkatíunni beinum við kastljósinu bæði að því sem gerðist hér heima og erlendis ásamt ýmsum spurningum úr öllum áttum - alls konar spurningar fyrir yngri kynslóðina. | |
| 06:00 | Skuggahliðar Labubu: Vísbendingar um illa meðferð á starfsfólki Félagasamtök sem berjast fyrir réttindum verkafólks segjast hafa fundið alvarlegar vísbendingar um brot á vinnuréttindum í aðfangakeðju hinna vinsælu Labubu-leikfanga. Þessar loðnu og krúttlegu fígúrur hafa notið mikilla vinsælda um allan heim undanfarin misseri. Leikföngin eru framleidd af kínverska fyrirtækinu Pop Mart. Breska blaðið The Guardian greindi frá því í vikunni að samtökin China Labor Lesa meira | |
| 03:32 | Undirrituðu fríverslunarsamning ESB og Mercosur Fulltrúar Evrópusambandsins og Mercosur-bandalagsins í Suður-Ameríku undirrituðu fríverslunarsamning sín á milli í Asunción í Paragvæ á laugardag. Rætt hafði verið um samninginn í meira en aldarfjórðung og fyrirætlanir um hann höfðu verið bitbein meðal sumra aðildarríkja ESB. Áætlað er að með samningnum falli 90% allra tolla á milli verslunarsvæðanna smám saman úr gildi.Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði ekki unnt að gera of mikið úr mikilvægi samkomulagsins. „Við veljum fríverslun frekar en tolla. Við veljum ábatasamt langtímasamstarf umfram einangrun,“ sagði hún við undirritunarathöfnina.António Costa, forseti leiðtogaráðs ESB, sagði samkomulagið senda „skilaboð til varnar fríverslun er byggi á reglum, marghliða samvinnu og þjóðarétti til grundvalla | |
| 01:36 | Museveni lýstur sigurvegari og Wine í felum Yfirkjörstjórn Úganda lýsti sitjandi forseta landsins, Yoweri Museveni, sigurvegara nýafstaðinna forsetakosninga á laugardaginn. Samkvæmt opinberum talningum hlaut Museveni tæplega 72% atkvæða en helsti keppinautur hans, Bobi Wine, um 24%. Óljóst er hvar Wine er niður kominn. Á föstudaginn, daginn eftir kosningarnar, fullyrtu bandamenn hans að öryggissveitir stjórnarinnar hefðu gert áhlaup á heimili hans og numið hann á brott með herþyrlu. Úgöndsk stjórnvöld höfnuðu þessu. Í dag staðfesti Wine hins vegar á samfélagsmiðlum að hann hefði komist undan.„Ég vil staðfesta að mér tókst að sleppa frá þeim,“ skrifaði Wine á samfélagsmiðlinum X (áður Twitter). „Sem stendur er ég ekki heima en konan mín og aðrir ættingjar eru enn í stofufangelsi. Ég veit að þessir glæpamenn leita að mér um allt og ég | |
| 23:39 | Æðstiklerkurinn segir þúsundir hafa farist í mótmælunum Ali Khamenei æðstiklerkur Írans viðurkenndi opinberlega í ræðu á fimmtudag að þúsundir manns hafi farist í fjöldamótmælum í landinu síðastliðnar tvær vikur. Khamenei sagði suma hafa verið drepna á „ómannúðlegan, villimannslegan máta“ en kenndi Bandaríkjunum um mannfallið.Ekki er ljóst hve margir hafa verið drepnir í mótmælunum. Mannréttindasamtökin HRANA segjast hafa staðfest andlát um 3.000 manns en fréttastofur CBS News og Iran International segja mannfallið nema að minnsta kosti 12.000 manns.„Fyrir náð Guðs verður íranska þjóðin að brjóta á bak uppreisnarmennina líkt og hún braut á bak uppreisnina,“ sagði Khamenei.Khamenei úthúðaði Donald Trump Bandaríkjaforseta í ræðunni fyrir stuðning hans við mótmælin og kallaði hann glæpamann. „Við lítum á Bandaríkjaforseta sem glæpamann vegna mannf | |
| 23:24 | Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Verslunarsamningur Banndaríkjanna og Evrópusambandsins frá því í fyrra er í uppnámi þar sem meirihluti á Evrópuþingi vill ekki lengur staðfesta samkomulagið þar sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað átta Evrópulöndum með tollum í tengslum við Grænland. | |
| 22:46 | Forsendur breytast og virðismatið með Ein mestu samskipti milli Íslands og Færeyja hafa sögulega séð verið í gegnum sjávarútveg og samningar um veiðiheimildir ná áratugi aftur í tímann. Síðustu ár hafa samningarnir verið endurnýjaðir reglulega án þess að taka breytingum svo nokkru nemi. | |
| 22:03 | Féll fyrir SS-pylsum í millilendingu Gabriel Escobar er 23 ára Bandaríkjamaður, fyrirsæta og leikari, en lifir þó einkum af því að ferðast og segja af ferðum sínum á lýðnetinu. Hann er algjörlega hugfanginn af Íslandi, einkum þó SS-pylsum og listamanni einum. | |
| 22:03 | Setur viðskiptasamninginn í uppnám Boðað hefur verið til aukafundar í Evrópuráðinu síðdegis á morgun vegna yfirlýsingar Donalds Trumps Bandaríkjaforseta þess efnis að Bandaríkin muni leggja sérstakan toll á þau Evrópuríki sem sent hafa herafla til Grænlands síðustu daga. | |
| 21:43 | Telur rétt að taka upp opinbert greiðsluapp „Þetta er nokkuð sem bæði við og Neytendasamtökin höfum verið að leggja áherslu á,“ segir Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB í samtali við Morgunblaðið. | |
| 21:30 | Æðaskurðlæknir grunaður um morð á fyrrverandi eiginkonu sinni og manni hennar Maður að nafni Michael David Mckee, 39 ára gamall æðaskurðlæknir, var handtekinn Illinois þann 10. janúar og ákærður fyrir tvöfalt morð. Er Mckee grunaður um að hafa skotið til bana fyrrverandi eiginkonu sína, Monique Tepe, og eiginmann hennar, Spencer Tepe. Þau voru skotin til bana á heimili sínu í Columbus í Ohio, þann 30. desember. Lesa meira | |
| 21:17 | Affeksjonsverdi óumdeildur sigurvegari kvöldsins Kvikmyndin Affeksjonsverdi, Sentimental Value, var valin besta mynd ársins á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum sem haldin voru í Berlín í kvöld. Kvikmyndin er í leikstjórn Norðmannsins Joachim Trier sem hlaut einnig verðlaun fyrir bestu leikstjórn. Alls hlaut myndin sex verðlaun af níu tilnefningum.Sænski leikarinn Stellan Skarsgård hlaut verðlaun fyrir besta leik karls og norska leikkonan Renate Reinsve verðlaun fyrir besta leik konu, bæði fyrir hlutverk sín í kvikmyndinni. Skarsgård hlaut einnig Golden Globe-verðlaun á dögunum fyrir hlutverk sitt í myndinni.Kvikmyndin hefur hlotið mikið lof og er framlag Noregs til Óskarsverðlaunahátíðarinnar fer fram þann 15. mars. | |
| 21:08 | Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Karólína Helga Símonardóttir var kjörinn oddviti Viðreisnar í Hafnarfirði í dag og mun því leiða flokkinn í sveitarfélaginu í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hún hafði betur gegn Jón Inga Hákonarssyni, sem hefur leitt listann síðustu ár. | |
| 21:05 | Leiðtogi stærsta flokkahópsins á Evrópuþinginu vill fresta tollasamningi við Bandaríkin Manfred Weber, leiðtogi EPP, stærsta flokkahópsins á Evrópuþinginu, segir að fresta eigi staðfestingu þingsins á tollasamningi sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gerði við Bandaríkjastjórn síðasta sumar.„EPP er fylgjandi viðskiptasamningi Evrópusambandsins og Bandaríkjanna, en í ljósi hótana Donalds Trump gagnvart Grænlandi, þá er ekki hægt að staðfesta þennan samning nú,“ skrifaði Weber á samfélagsmiðilinn X í kvöld. „Ákvörðun um tollfrjálsar vörur frá Bandaríkjunum verður að fresta,“ segir Weber og bætir við myllumerki um evrópska samstöðu.EPP (European People´s Party) er stærsti flokkahópurinn á Evrópuþinginu, með 188 þingmenn. Hópurinn er þar að auki hryggjarstykkið í þeim meirihluta sem myndaður var eftir kosningarnar til Evrópuþingsins 2024 og stendur að baki Ursulu von der Leyen | |
| 21:00 | Hver er sannleikurinn um Grænland og Bandaríkin? Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gengið lengra og lengra í yfirlýsingum sínum um að taka yfir Grænland, sjálfstjórnarsvæði innan danska konungdæmisins, en margir velta fyrir sér hvers vegna hann vill yfirtaka það þegar Bandaríkin hafa nú þegar víðtækan aðgang að eyjunni á norðurslóðum. Hvað segir í varnarsamningi Danmerkur og Bandaríkjanna um Grænland? Hvað er Danmörk að gera til að efla... | |
| 20:50 | Norðurljósadýrðinni hvergi nærri lokið Íslendingar mega áfram eiga von á miklum norðurljósasýningum næstu misseri. Norðurljós eru nefnilega almennt tíðari árin eftir að svokölluð sólblettasveifla nær hámarki en það gerðist árið 2024. | |
| 20:45 | Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Forsætisráðhera Bretlands segist munu ræða við Bandaríkjastjórn um fyrirhugaða Grænlandstolla. Leiðtogar Evrópu stilla nú saman strengi eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti boðaði tolla gegn átta NATO-ríkjum vegna þessað þau sendu mannskap til Grænlands í hernaðaræfingu. | |
| 20:41 | Karólína Helga nýr oddviti Viðreisnar í Hafnarfirði Karólína Helga Símonardóttir var kjörin oddviti Viðreisnar í Hafnarfirði í rafrænu prófkjöri sem fór fram í dag. Hún mun því leiða listann í komandi sveitarstjórnarkosningum. | |
| 20:34 | Karolína leiðir Viðreisn í Hafnarfirði Karolína Helga Símonardóttir mun leiða lista Viðreisnar í Hafnarfirði eftir sigur í rafrænu prófkjöri sem fór fram í dag. Karolína segist spennt fyrir kröftugri kosningabaráttu í vor.„Mér er efst í huga mikið þakklæti til félagsfólks okkar í Hafnarfirði. Þetta hefur verið snörp en skemmtileg prófkjörsbarátta, ég þakka Jóni Inga fyrir drengilega baráttu,“ segir Karólína Helga. Úrslitin voru kunngjörð á fjölmennri kosningavöku í kvöld.Karolína hlaut alls 312 atkvæði í 1. sæti og annað sætið hlaut Árni Stefán Guðjónsson með 361 atkvæði í 1. og 2. sæti. Jón Ingi Hákonarson og Hjördís Lára Hlíðberg sóttust einnig eftir oddvitasætinu. Alls voru 753 á kjörskrá en kjörsókn var 82%.Viðreisn hefur átt fulltrúa í bæjarstjórn Hafnarfjarðar frá árinu 2018. | |
| 20:30 | Þetta er aldurinn þar sem kynhvöt karla er í hámarki Sú útbreidda hugmynd að kynhvöt karla minnki jafnt og þétt með aldurinn virðist ekki standast fullkomlega. Þetta er samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem birtust í vísindaritinu Scientific Reports. Samkvæmt henni nær kynlöngun karla hámarki um fertugt og raunar aðeins eftir fertugt. Rannsóknin var unnin af fræðimönnum við Háskólann í Tartu í Eistlandi og byggir á gögnum Lesa meira | |
| 20:15 | Fer í hart eftir að hafa verið sviptur hundunum í kjölfar árásar Hundaeigandi á Akranesi hefur kært þá ákvörðun sveitarfélagsins að svipta hann leyfi til að halda hunda til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Var banninu komið á í kjölfar þess að fjórir hundar eigandans réðust á annan hund með þeim afleiðingum að einstaklingur sem var með þann hund í bandi var bitinn. Hafði eigandinn þó aldrei verið Lesa meira | |
| 20:15 | Kasta glösum og flöskum fram af svölum skemmtistaðar Fram kom í umfjöllun Spegilsins að forsætisráðuneytið hafi þurft að leggja í töluverðar viðgerðir vegna skemmda sem orðið hafa á bílum ráðuneytisins, sem það telur vera eftir gesti á útiveitingasvæði Petersen-svítunnar, þegar þeir missa eða henda fram af svölunum glerglösum eða -flöskum. Tjónið sé upp á aðra milljón króna.Þá hefur þurft að þrífa ælu af bílum og þakgluggum á skrifstofuhúsnæði ráðuneytisins.Ráðuneytið hefur tilkynnt málin til lögreglu.Eigandi Petersen-svítunnar segir vandamálið ekki bundið við þennan eina skemmtistað. Ekki þurfi að ganga langa vegalengd í miðbæ Reykjavíkur til þess að finna skemmdir og óþrifnað eftir góðglaða gesti næturlífsins. | |
| 20:14 | Tollar gætu leitt til hættulegrar niðursveiflu í samskiptum milli Evrópu og Bandaríkjanna Leiðtogar Evrópuríkja eru harðir í sínum viðbrögðum við ákvörðun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að setja tolla á vörur frá Evrópuþjóðum sem hafa lýst stuðningi við málstað Grænlands. Hótanir um tolla séu óviðunandi og bandalagsþjóðir Grænlands verði ekki kúgaðar með þessum hætti. TOLLASTRÍÐ FÆRIR OKKUR EKKI NÆR LAUSN Í ÞESSU MÁLI 10 prósent tollar leggjast á allar vörur frá Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Frakklandi, Þýskalandi, Hollandi, Finnlandi og Bretlandi. Danir hafa þegar aukið viðveru hers síns á Grænlandi og Svíar, Norðmenn og Þjóðverjar hafa tilkynnt að þau hyggist senda hermenn til Grænlands. Frakkar ætla að taka þátt í heræfingu á Grænlandi.Trump sagði á Truth Social tíma til kominn að Danmörk gefi til baka. „Heimsfriður er í húfi! Kína og Rússland vilja Grænland og það er ekke | |
| 20:05 | Tveir unnu 67 milljónir Tveir heppnir miðahafar voru með 1. vinning í Lottó útdrætti kvöldsins og fær hvor þeirra rúmar 67 milljónir króna í vinning. | |
| 19:52 | „Hótanir um tolla eru óásættanlegar“ Emmanuel Macron forseti Frakklands fordæmir hótun Donalds Trumps forseta Bandaríkjanna um að leggja íþyngjandi tolla á Evrópulönd sem eru andsnúin tilraunum hans til að eignast Grænland. | |
| 19:27 | Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Topplið ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, Arsenal, þurfti að sætta sig við markalaust jafntefli við Nottingham Forest í lokaleik dagsins. | |
| 19:14 | Agaleg blanda verðbólgu og atvinnuleysis Halla Gunnarsdóttir formaður VR segir fyrirtæki og sveitarfélög ekki hafa staðið við sínar skuldbindingar í kjarasamningum. Í nóvember mældist verðbólga 3,7%, sú lægsta í fimm ár. Mánuði síðar, í lok árs, hafði hún hækkað í 4,5%.Spár bankana fyrir janúar eru mismunandi, en gangi þær verstu eftir verður verðbólga 5,1% í lok janúar. Það yrði mesta verðbólga síðan í október 2024. Bankarnir spá allir að verðbólga nái 5,1% í lok apríl, sem er yfir 4,7% forsenduákvæði kjarasamninga sem skrifað var undir 2024.Það þýðir að verði verðbólga yfir þessum 4,7% 1. september, má krefjast endurskoðunar á kjarasamningum. Halla segir sterkar vísbendingar um að verðbólga haldi áfram að aukast.„Og ef það heldur áfram, þá gætu forsendur kjarasamninga brostið í haust,“ segir Halla.Er það líklegt? „Það er mikil |