| 18:12 | 30.000 hafi fallið á tveimur dögum Nú er talið að allt að 30.000 manns hafi týnt lífinu í mótmælunum gegn klerkastjórninni í Íran á aðeins tveggja daga tímabili, 8. og 9. janúar, eftir því sem tveir embættismenn heilbrigðisráðuneytisins þarlenda segja blaðamönnum fréttaritsins TIME frá. | |
| 18:09 | Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Ástandinu í Minneapolis er líkt við púðurtunnu og mikil ólga er í Bandaríkjunum vegna aðgerða innflytjendaeftirlitsins. Við rýnum í stöðuna Vestanhafs með sérfræðingi í bandarískum stjórnmálum. | |
| 18:04 | Íhugaði að taka ekki sæti á lista Samfylkingarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri íhugaði að þiggja ekki sæti á lista Samfylkingarinnar í borgarstjórnarkosningunum í vor.Heiða laut í lægra haldi fyrir Pétri Marteinssyni í oddvitaslagnum í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík um helgina. Á laugardaginn sagðist hún íhuga stöðu sína og hvort hún þæði sætið.Í dag greindi hún frá því í færslu á Facebook að hún verði í 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.Íhugaðirðu á einhverjum tímapunkti að taka ekki sæti á listanum?„Já, að sjálfsögðu. Ég bauð mig fram í 1. sæti og ég sagði allan tímann að ég myndi skoða það, ef ég fengi ekki það sæti. En 2. sætið er ekki slæmt og ég ákvað að taka það,“ segir Heiða Björg.Hún segist ekki upplifa niðurstöðuna sem höfnun og vonast til að samstarf við Pétur | |
| 18:01 | Klámsíður loka fyrir nýja notendur Stærsta fyrirtækið í klámsíðubransanum hefur ákveðið að loka fyrir nýja breska notendur frá og með öðrum degi febrúarmánaðar. | |
| 17:56 | Ekkert brotlegt við skráningu dánarmeina Rannsókn óháðra sérfræðinga á andlátum vegna bólusetninga við COVID-19 leiddi í ljós að bólusetning við sjúkdómnum var ekki dánarmein fjögurra einstaklinga. Þetta kemur fram í frétt á vef embættis landlæknis. Í fyrsta sinn síðan byrjað var að halda skrá yfir dánarmein hér á landi var bólusetning skráð sem dánarmein. SAMBAND BÓLUSETNINGAR OG ANDLÁTS TALIÐ ÓLÍKLEGT Andlátin áttu sér stað á tiltölulega stuttu tímabili. Þetta voru allt íbúar hjúkrunarheimila sem voru með mikinn eða mjög mikinn hrumleika. Allir voru einnig með einn eða fleiri langvinna sjúkdóma og á fjöllyfjameðferð. Samband bólusetningar og andláts í hverju tilviki var talið ólíklegt. Allir einstaklingarnir fengu bólusetningu gegn inflúensu og COVID-19 á sama tíma.Læknum er falið með lögum að skrifa dánarvottorð og meta hve | |
| 17:55 | Sena og Arion í eigendahóp Glassriver Framleiðslufyrirtækið Glassriver vinnur að fjárhagslegri endurskipulagningu. | |
| 17:52 | Stórfyrirtæki bætast í eigendahópinn Sena og Arion banki hafa bæst í eigendahóp framleiðslufyrirtækisins Glassriver sem hefur komið að framleiðslu margra vinsælustu sjónvarpsþátta landsins síðustu ár. | |
| 17:40 | Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri hefur engar kveðjur fengið frá flokksforystunni í Samfylkingunni eftir prófkjörið um helgina þar sem hún laut í lægra haldi gegn Pétur Marteinssyni í oddvitaslag. Hún segist spennt fyrir komandi baráttu og hlakka til að kynnast Pétri betur. | |
| 17:39 | Staðráðin í því að koma tækninni í stand í heilbrigðiskerfinu á Íslandi Kristjana Ósk Kristinsdóttir er 29 ára heilbrigðisverkfræðingur. Hún starfar í dag í einni stærstu sjúkrahúsakeðju í Bandaríkjunum, Northwestern Medicine í Chicago.„Mikið af þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir í heilbrigðiskerfinu er hægt að leysa með gervigreind og tækni. Heilbrigðiskerfið er frábært dæmi um hvar við getum notað gervigreindina mjög vel. Við þurfum að vera ótrúlega varkár, þetta er viðkvæmt svæði en þetta eru alveg kjöraðstæður fyrir gervigreindina því það er til svo mikið af gögnum og gervigreindin þrífst á gögnum.“ Rætt var við Kristjönu í Kastljósi í gærkvöld.Gervigreindin getur bæði hjálpað til við að greina krabbamein og komið í veg fyrir kulnun heilbrigðisstarfsfólks. Kristjana Ósk Kristinsdóttir starfar í einni stærstu sjúkrahúskeðju í Bandaríkjunum við að v | |
| 17:39 | Birta og Lífeyrissjóður Verzlunarmanna hefja óformlegar samrunaviðræður Birta lífeyrissjóður og Lífeyrissjóður Verzlunarmanna hafa ákveðið að hefja könnunarviðræður þar sem metinn verður grundvöllur fyrir samruna sjóðanna. Þá verði einnig athugað hvort tímabært sé að hefja formlegar samrunaviðræður. Í tilkynningu frá sjóðunum segir að skoðað verði hvort sameiningin sé til þess fallin að efla starfsemi sjóðanna enn frekar meðal annars með auknu rekstrarhagræði, sterkari innviðum og bættri þjónustu við sjóðfélaga. Höfuðstöðvar Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna eru í Húsi verslunnar.RÚV | |
| 17:30 | „Er þetta leiðin til að ná stöðugleika í íslensku samfélagi?“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, spyr hvernig hægt sé að vinna bug á verðbólgunni þegar opinberir aðilar kynda undir bálið á sama tíma og launafólk er beðið um að sýna ábyrgð og hófsemi. Það sé orðið deginum ljósara að það er hið opinbera sem er að kynda undir bálinu með skatta- og gjaldskrárhækkunum. Þetta kemur fram Lesa meira | |
| 17:28 | Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Kynlífsatriði sautján ára stúlku í kvikmyndinni Good Time frá 2017 ku hafa valdið því að bræðurnir Josh og Benny Safdie, heitasta leikstjórnartvíeyki Hollywood, slitu samstarfi sínu eftir rúmlega fimmtán ára samvinnu. Josh á að hafa komist að aldri stúlkunnar á tökustað en Benny ekki orðið almennilega meðvitaður um aldur hennar fyrr en sex árum síðar. | |
| 17:23 | Lífeyrissjóðir huga að samruna Stjórnir Birtu lífeyrissjóðs og Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hafa ákveðið að hefja könnunarviðræður þar sem skoðað verður hvort grundvöllur sé fyrir sameiningu sjóðanna. | |
| 17:22 | Lífeyrissjóður verzlunarmanna og Birta lífeyrissjóður íhuga samruna Stjórnir Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og Birtu lífeyrissjóðs hafa ákveðið að hefja könnunarviðræður til að meta fýsileika mögulegs samruna sjóðanna. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu sjóðanna en þar segir að báðir sjóðirnir eigi að baki langa og farsæla rekstrarsögu sem hafi skilað sjóðfélögum traustum ávinningi og stuðlað að fjárhagslegu öryggi við starfslok. „Í viðræðunum verður kannað Lesa meira | |
| 17:17 | Lýsir eftir frumvarpinu sem setti allt á annan endann Jens Garðar Helgason, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti furðu sinni á því á Alþingi í dag að ekki væri enn búið að setja útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra um afturköllun alþjóðlegrar verndar á dagskrá.Dómsmálaráðherra mælti fyrir frumvarpinu í september og fór það svo til nefndar. Jens Garðar rifjaði upp að á lokametrum haustþings hafi Viðreisn freistað þess að fá frumvarpið samþykkt fyrir jólafrí. Sú krafa lagðist illa í stjórnarandstöðuna þar sem það var ekki hluti af samkomulagi þingflokka um þinglok.Benti Jens Garðar á að nokkuð væri liðið á vorþing og nú þegar væri búið að bera fram 22 mál. Umrætt frumvarp sé hins vegar hvergi sjáanlegt. „Hvar er útlendingafrumvarpið sem var svo lífsnauðsynlegt að klára hér rétt fyrir jólin samkvæmt utanríkisráðherra, en sést ekki enn glitta | |
| 17:17 | LIVE og Birta í viðræður um sameiningu Tveir af fjórum stærstu lífeyrissjóðum landsins hefja könnunarviðræður um mögulegan samruna. | |
| 17:16 | Eldur í strætisvagni Helstu atriði úr dagbók lögreglu frá 05-17. Þegar þetta er ritað gistir enginn í fangageymslu lögreglu. Alls eru 87 mál skráð í kerfinu á umræddu tímabili. Listinn er ekki tæmandi Lögreglustöð 1 Tilkynnt um þjófnað úr verslun í hverfi 101, afgreitt á vettvangi Ökumaður stöðvaður í hverfi 101 fyrir grun um akstur undir áhrifum fíkniefna, […] The post Eldur í strætisvagni appeared first on Fréttatíminn. | |
| 17:14 | Magnús gefur ekki kost á sér og hættir í Pírötum Magnús Davíð Norðdahl hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í komandi borgarstjórnarkosningum.Hann hefur setið í borgarstjórn fyrir Pírata.Magnús segir í færslu á Facebook-síðu sinni að hann ætli að segja skilið við þátttöku í skipulögðu stjórnmálastarfi. „Þá mun ég á því tímamarki segja skilið við þátttöku í skipulögðu stjórnmálastarfi og þar með einnig samtökum Pírata,“ segir í færslu Magnúsar.Píratar voru hluti af viðræðum um sameiginlegt framboð Vor til vinstri en nú er ljóst að Píratar munu bjóða fram sinn eigin lista, eins og áður. ALEXANDRA BRIEM SÚ EINA SEM HEFUR TILKYNNT AÐ HÚN GEFI KOST Á SÉR Alexandra Briem, oddviti Pírata í borgarstjórn, segir í samtali við fréttastofu að það sé mikill missir að Magnúsi.Píratar héldu félagsfund á laugardag þar sem ákveðið var að halda prófkj | |
| 17:10 | Sólveig Anna gefur RÚV frest til miðnættis Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, mun gefa Ríkisútvarpinu frest til miðnættis til að hafa samband og bjóða henni viðtal – ellegar verður útvarpsgjaldið í hættu. | |
| 17:07 | Birta og LV skoða mögulegan samruna Stjórnir Birtu lífeyrissjóðs og Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hafa ákveðið að hefja könnunarviðræður til að meta fýsileika mögulegs samruna sjóðanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá báðum lífeyrissjóðum. | |
| 17:01 | Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Það var margt um manninn og menningarlífið iðaði á tvöfaldri listasýningaropnun Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu. | |
| 16:58 | Slóvenía - Króatía | Slóvenar geta gert Íslandi mikinn greiða Slóvenía gæti gert Íslandi mikinn greiða með því að vinna Króatíu í þriðja leik milliriðilsins. | |
| 16:53 | Tesla með falleinkunn í fyrstu aðalskoðun Næstum helmingur bíla með athugasemd í skoðun Nýjar tölur frá Danmörku eru sláandi fyrir vinsælasta rafbíl heims. Samkeppnisbílar hafa flestir farið athugasemdalítið eða -laust í gegnum fyrstu aðalskoðun. Tesla Model Y hefur verið langsöluhæsti bíllinn á Íslandi síðustu ár en yfir 6.700 bílar hafa verið nýskráðir frá því að bíllinn kom á markað 2021. Nýlegar […] The post Tesla með falleinkunn í fyrstu aðalskoðun appeared first on Fréttatíminn. | |
| 16:45 | Hækkun tekju- og eignamarka vegna félagslegra leiguíbúða Félags- og húsnæðismálaráðuneytið gaf nýlega út uppfærðar fjárhæðir tekju- og eignamarka vegna félagslegra leiguíbúða fyrir árið 2026. Tekju- og eignamörk eru sett til að tryggja að félagslegar leiguíbúðir nýtist þeim sem hafa mesta þörf fyrir húsnæðisúrræðið. Þegar metið er hvort viðkomandi falli innan skilyrða gilda núna eftirfarandi mörk vegna tekna viðkomandi og eigna: Árstekjur einstaklings: 7.874.000 kr. Árstekjur fyrir hvert […] The post Hækkun tekju- og eignamarka vegna félagslegra leiguíbúða appeared first on Fréttatíminn. | |
| 16:43 | Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur Sænsk yfirvöld hyggjast lækka sakhæfisaldur úr fimmtán árum í þrettán ár. Yfirvöld ytra glíma við fjölda barna sem ganga í raðir glæpasamtaka. Lægri sakhæfisaldur ætti þó einungis við í alvarlegri glæpum. | |
| 16:40 | ICE sinnir öryggisgæslu á Vetrarólympíuleikunum Bandaríska innflytjendastofnunin hyggst senda fulltrúa innflytjenda- og tollastofnunarinnar (ICE) á Vetrarólympíuleikana í Mílan á Ítalíu, sem hefjast 6. febrúar, til að styðja við öryggisgæslu á leikunum. | |
| 16:37 | Efast um réttmæt vinnubrögð atvinnuvegaráðherra Eins og lesendur þessarar síðu vita höfum við allt frá því að drög Hönnu Katrínar Friðrikssonar atvinnuvegaráðherra að frumvarpi til laga um lagareldi komu fram í desember velt því fyrir okkur hvað væri í gangi í ráðuneytinu Stórmerkilegar upplýsingar komu fram í fréttaskýringaþættinum Þetta helst á Rás eitt nú í hádeginu sem varpa nýju ljósi […] The post Efast um réttmæt vinnubrögð atvinnuvegaráðherra appeared first on Fréttatíminn. | |
| 16:28 | Mikil velta með bréf Haga eftir ný verðmöt Alvotech var hástökkvari dagsins í Kauphöllinni og gengi Amaroq lækkaði mest. | |
| 16:26 | Umfangsmikil kannabisræktun í Þorlákshöfn Tveir menn voru handteknir í gær grunaðir um að standa að kannabisræktun í Þorlákshöfn. | |
| 16:20 | Borgarfulltrúi ætlar að segja skilið við Pírata – „Hugur og hjarta leita annað“ Magnús Davíð Norðdahl lögmaður og borgarfulltrúi Pírata ætlar ekki að sækjast eftir sæti á framboðslista flokksins í sveitarstjórnarkosningunum í maí. Hann ætlar að sitja í borgarstjórn út kjörtímabilið en lætur svo gott heita. Þá hættir hann þátttöku í skipulögðu stjórnmálastarfi og segir skilið við Pírata. Magnús tilkynnir þetta í færslu á Facebook. „Kæru vinir og Lesa meira | |
| 16:17 | Brotlending gegn Sviss á EM Íslenska landsliðið í handbolta olli miklum vonbrigðum í leik sínum gegn Sviss á EM í dag en leiknum lyktaði með jafntefli, lokatölur urðu 38:38. Sviss leiddi nær allan leiktímann og komst mest í þriggja marka forystu. Slakur varnarleikur varð íslenska liðinu að falli í dag en staðan í hálfleik var jöfn 19:19 eftir að Sviss Lesa meira | |
| 16:02 | Lífeyrissjóðirnir á tánum vegna óvissu og óstöðugleika í Bandaríkjunum Lífeyrissjóðir á Íslandi fylgjast grannt með stöðu mála á bandarískum mörkuðum. Sjóðirnir horfa sumir til þess að skuldsetning ríkissjóðs Bandaríkjanna hefur aukist verulega, pólitísk og efnahagsleg áhætta tengd Bandaríkjunum fer vaxandi og mikil samþjöppun er á bandarískum verðbréfamarkaði. MIKILVÆGT AÐ VERA STÖÐUGT AÐ META AÐSTÆÐUR Rósa Björgvinsdóttir, forstöðumaður eignastýringar hjá Gildi, segir að horft sé helst til þriggja þátta við fjárfestingar á bandarískum mörkuðum. Mikla samþjöppun á bandaríska hlutabréfamarkaðnum þar sem sjö hátæknifyrirtæki beri höfuð og herðar yfir önnur, háa skuldastöðu ríkissjóðs Bandaríkjanna og pólitísks óstöðugleika í heiminum.Hún segir að Gildi eigi ekki beinan eignarhlut í bandarískum verðbréfum þar sem eignarhald sjóðsins sé í erlendum sjóðum sem | |
| 16:00 | Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Ísland gerði 38-38 jafntefli við Sviss í þriðja leik milliriðilsins á EM í handbolta. Strákarnir okkar spiluðu slakan varnarleik, tókst samt að jafna leikinn undir lokin en náðu ekki að stela sigrinum í síðustu sókninni. Stigið gerir lítið fyrir liðið í baráttunni um undanúrslit og Ísland þarf að treysta á önnur úrslit. | |
| 15:51 | „Það er verið að leggja til að gefa auðlindina í formi kvótakerfis“ Hagsmunaðilar í laxveiði á Íslandi gagnrýna frumvarp atvinnuvegaráðherra um lagareldi á þeim forsendum að verið sé að draga tennurnar úr sambærilegu frumvarpi sem lagt var fram á síðasta kjörtímabili. Þeir telja að búið sé færa of mikil völd um ákvarðanir um sjókvíaeldi í fjörðum landsins frá opinberum stofnunum eins og Hafrannsóknarstofnun og til ráðherra. Þá gagnrýna þeir að búið sé að minnka viðurlög við slysasleppingum í sjókvíaeldi verulega.Verndarsjóður villtra íslenskra laxastofna hefur skilað inn umsögn um frumvarpið. Elvar Friðriksson segir um gagnrýnina sjóðsins. „Frumvarpið í heild sinni er ótrúlega hliðhollt iðnaðinum og í rauninni til höfuðs náttúru villtra laxastofna. Það er verið að leggja til að gefa út auðlindina í formi kvótakerfis.“Elvar gagnrýnir að búið sé að minnka og | |
| 15:42 | Leo og félagar hlutu flestar tilnefningar Spennumyndin One Battle After Another hlaut flestar tilnefningar til BAFTA-verðlauna bresku akademíunnar, fjórtán talsins. Þar á eftir fylgir vampírumyndin Sinners með þrettán tilnefningar. | |
| 15:38 | Kristrún: Fólk kemur ekki ef engin er þjónustan „Það er sama hvaða fyrirtæki kemur þarna inn, ef vegakerfið stendur ekki undir sér, ef opinbera þjónustan stendur heldur ekki undir sér, þá flytur fólk ekki á svæðin,“ segir forsætisráðherra og bætir við að stjórnvöld ætli að sækja fram, ekki bara vera í vörn. | |
| 15:34 | Gervigreindin er komin í prentarana HP kynnti prentara með tengingu við gervigreindarfélagann Microsoft Copilot á tæknimessunni CES í byrjun árs. Markmiðið er að einfalda prentun og skönnun fyrir fyrirtæki og bæta skilvirkni í daglegum verkferlum með aðstoð Microsoft Copilot og Microsoft 365. Í fyrirtækjaprenturum HP verður hægt að samþætta við Microsoft Copilot. Notendur munu geta skráð sig inn á prentarann Lesa meira | |
| 15:27 | Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Magnús Davíð Norðdahl borgarfulltrúi Pírata sækist ekki eftir sæti á framboðslista Pírata í sveitarstjórnarkosningunum í maí. Við lok kjörtímabils ætlar hann að segja skilið við þátttöku í skipulögðu stjórnmálastarfi og þar með einnig samtökum Pírata. Þetta tilkynnti Magnús á Facebook-síðu sinni í dag. | |
| 15:27 | Verðbólga líklega lægri vegna breytts húsnæðisliðar Gögn Hagstofunnar benda til þess að húsnæðisliðurinn hefði hækkað meira með gömlu mæliaðferðinni. | |
| 15:25 | Aðalmeðferð í máli starfsmanna sem vilja laun Aðalmeðferð í máli starfsmanna Hvals gegn fyrirtækinu vegna meintra vangoldinna launa fór fram fyrir Héraðsdómi Vesturlands í dag. | |
| 15:21 | Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Stofnuð hafa verið tvö ný svið innan HS Orku til að annast svið sjálfbærni og aðfangastýringa ásamt svið auðlinda. | |
| 15:14 | Galdrakarlinn í Oz: „Nánast kraftaverk að koma þessari flóknu sýningu þannig á svið að næstum ekkert klikkar“ Trausti Ólafsson skrifar:Börnin fjórtán sem syngja, dansa og leika svo undravel eru stjörnur sýningar Borgarleikhússins á Galdrakarlinum í Oz, þeim alkunna söngleik sem einkum er ætlaður börnum og var frumsýndur á laugardaginn.Galdrakarlinn í Oz í leikstjórn Þórunnar Örnu Kristjánsdóttur var frumsýndur í Borgarleikhúsinu á laugardag. Trausti Ólafsson leikhúsrýnir Víðsjár á Rás 1 fjallar um sýninguna.En það eru fleiri stjörnur sem glitra í þessari sýningu. Mér til halds og trausts á frumsýningunni voru tvær stúlkur, önnur sex ára og hin tíu. Þeirri sex ára fannst góða nornin Glinda, sem Berglind Alda Ástþórsdóttir leikur, glitra skærast og skemmtilegast, enda birtist hún áhorfendum fyrst næstum eins og af himnum ofan þegar hún svífur í loftinu yfir salnum. Sú sem er tíu ára var hrifnust af | |
| 15:05 | Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu Tveir óháðir sérfræðingar sem fengnir voru til að meta fjögur andlát einstaklinga á hjúkrunarheimilum árið 2023 sem voru skráð vegna bólusetninga við COVID-19 í dánarmeinaskrá meta að engin leið hafi verið til að fullyrða að andlátin hafi verið í beinu orsakasamhengi við bólusetninguna. Öll fjögur sem létust voru íbúar hjúkrunarheimila og hafa dánarvottorð þeirra nú verið uppfærð. | |
| 15:04 | „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Nýr félags- og húsnæðismálaráðherra segist „einfaldlega ósammála“ gagnrýni fjármála- og efnahagsráðuneytisins á fyrirhugaða tengingu almannatryggingakerfisins við launavísitölu. | |
| 15:00 | Robyn í hönnun Sólar Hansdóttur Sænska súperstjarnan Robyn er með rosalega endurkomu inn í tónlistarheiminn um þessar mundir með splunkunýrri plötu sem nýtur mikilla vinsælda. Robyn er mikill tískuspegúlant og hefur greinilega frábæran smekk en hún rokkaði bol frá íslenska hönnuðinum Sól Hansdóttur á dögunum. | |
| 14:59 | Sunna Björg tekur við af Rannveigu Rist Rannveig Rist hættir sem forstjóri Rio Tinto á Íslandi í vor. Sunna Björg Helgadóttir hefur verið ráðin til að taka við starfi forstjóra.Rannveig hefur verið forstjóri Rio Tinto frá árinu 1997.Sunna Björg mun einnig taka sæti Rannveigar í framkvæmdastjórn Aluminium Atlantic deildarinnar innan Rio Tinto.Í tilkynningu frá Rio Tinto segir að Sunna Björg hafi langa og fjölbreytta reynslu af stjórnunarstörfum, meðal annars á sviði áliðnaðar og orkuframleiðslu.Sunna Björg starfaði áður sem framkvæmdastjóri tæknisviðs hjá HS Orku.Hún er með B.Sc. gráðu í efna- og vélaverkfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. gráðu í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík. SEGIST HLAKKA TIL AÐ LEIÐA FÉLAGIÐ ÁFRAM Sunna Björg segir það mikla ánægju að snúa aftur til starfa hjá Rio Tinto, en hún starfaði þar á | |
| 14:59 | Nýr vefur bætir upplifun viðskiptavina Nýr þjónustuvefur Terra umhverfisþjónustu gerir viðskiptavinum kleift að panta losun á ílátum óháð opnunartíma þjónustuvers og sýnir allar helstu upplýsingar sem þarf varðandi úrgangsmál. | |
| 14:53 | Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Breytingar hafa verið gerðar á framkvæmdastjórn HS Orku en þar hafa tvö ný svið verið stofnuð. Breytingarnar tóku gildi um nýliðin áramót. | |
| 14:50 | Siggi ráðinn vöruþróunarstjóri Varist Varist skannar allt að 400 milljarða skráa fyrir vírusum á dag | |
| 14:46 | One Battle After Another með flestar tilnefningar til BAFTA-verðlaunanna Kvikmyndin One Battle After Another heldur áfram að sópa að sér verðlaunatilnefningum. Hún hlaut fjórtán tilnefningar til BAFTA-verðlauna bresku kvikmyndaakademíunnar. Vampírumyndin Sinners hlaut þrettán tilnefningar og Marty Supreme og Hamnet báðar ellefu. Norska kvikmyndin Sentimental Value og Frankenstein hlutu báðar átta tilefningar. HAMNET SLÓ MET Paul Thomas Anderson, leikstjóri One Battle After Another, er tilnefndur sem besti leikstjóri. Myndin er tilnefnd sem besta kvikmyndin, Chase Infiniti er tilnefnd fyrir bestan leik kvenna í aðalhlutverki og Leonardo DiCaprio fyrir bestan leik karla í aðalhlutverki. Teyana Taylor er tilnefnd fyrir bestan leik í aukahlutverki, sem og Benicio del Toro og Sean Penn.DiCaprio hlaut sjöundu BAFTA-tilnefningu sína fyrir besta leik í aðalhlutverki | |
| 14:41 | Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Miðflokkurinn byrjaði í fyrradag að kynna fólk á lista flokksins í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar og hyggst halda áfram að kynna einn frambjóðenda á dag á næstu dögum. Ekki liggur endanlega fyrir hvenær fullur listi verður kynntur eða hulunni svipt af því hver verður oddviti flokksins í Reykjavík. | |
| 14:30 | HS Orka gerir breytingar við brotthvarf Sunnu Yngvi Guðmundsson tekur við sem framkvæmdastjóri þróunar og framkvæmda af Sunnu Björg Helgadóttur, sem ráðin hefur verið forstjóri Rio Tinto (ISAL) á Íslandi. | |
| 14:30 | Lýsa yfir áhyggjum af framtíð starfsfólks Strætó – „Standi frammi fyrir verulegri óvissu“ Formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu gagnrýnir harðlega áform um að nýtt félag taki yfir allar almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu af Strætó bs. og bjóði síðan aksturinn út. Félagið lýsir yfir miklum áhyggjum af framtíð starfsfólks Strætó og telur ljóst að líklegt sé að því muni standa það eitt til boða að flytjast yfir í störf hjá Lesa meira | |
| 14:30 | Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Aukin veikindaforföll hjá hinu opinbera eru ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála heldur kerfislægra. Þetta segir hagfræðingur hjá BHM sem stóð að nýrri greiningu á veikindaforföllum og streitu á vinnumarkaði á Íslandi í samanburði við þróunina á Norðurlöndum. | |
| 14:30 | Íslendingur vann til silfurveðlauna á X-Games í Aspen Halldór Helgason bætti enn einni rósinni í hnappagatið við frábæran feril sinn þegar hann tryggði sér silfurverðlaun á X-Games leikunum í Aspen í Bandaríkjunum í nótt. Hann keppti í greininni „Knuckle Huck“ og hafnaði þar í öðru sæti. Óhefðbundin keppni þar sem hugmyndaflugið ræður Í Knuckle Huck snýst keppnin ekki um hefðbundið risastökk heldur að […] Greinin Íslendingur vann til silfurveðlauna á X-Games í Aspen birtist fyrst á Nútíminn. | |
| 14:28 | ICE-liðar hótuðu ítölskum fréttamönnum Fréttamenn ítalska ríkissjónvarpsins, RAI, urðu fyrir hótunum af hálfu ICE-liða þegar þeir fylgdust með störfum þeirra í Minneapolis á laugardag. Hótunin náðist á myndskeið.Fréttamennirnir höfðu verið að fylgjast með tveimur bílum á vegum ICE. ICE-liðarnir lokuðu bíl fréttamannanna milli þessara tveggja bíla í þröngri götu. Tveir ICE-liðar komu að bílnum. Fréttamennirnir neituðu að skrúfa rúðuna niður, ítrekuðu að þeir ynnu hjá fjölmiðli og sögðust ekki hafa gert neitt rangt. ICE-liðarnir hótuðu því að ef fréttamennirnir héldu áfram að elta þá myndu þeir brjóta rúðu bílsins og fjarlægja fréttamennina úr honum.Þetta gerðist sama dag og Alex Pretti var skotinn til bana af ICE-liðum í Minneapolis. | |
| 14:25 | Sunna Björg tekur við af Rannveigu Rist Sunna Björg Helgadóttir hefur verið ráðin í starf forstjóra Rio Tinto á Íslandi. Hún mun taka við af Rannveigu Rist í vor sem gegnt hefur starfinu frá árinu 1997. Hún mun einnig taka sæti Rannveigar í framkvæmdastjórn Aluminium Atlantic-deildarinnar innan Rio Tinto. | |
| 14:22 | Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Leikkonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir virðist ástfangin upp fyrir haus af kærasta sínum, framkvæmdastjóranum Gunnari K. Gylfasyni, og birti mynd af parinu að kúra upp í rúmi í „friðarinnlögn“ í anda John Lennon og Yoko Ono. | |
| 14:22 | Ragnar ósammála gagnrýni Daða Ragnar Þór Ingólfsson, félags- og húsnæðismálaráðherra, tekur ekki undir gagnrýni verkalýðshreyfingarinnar og fjármálaráðherra á frumvarp hans um að tengja bætur almannatryggingakerfisins við launavísindatölu. | |
| 14:21 | Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Tveir voru handteknir af lögreglu í Þorlákshöfn í gær grunaðir um kannabisræktun. | |
| 14:18 | Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Brynjar Níelsson lögmaður kom inn sem varaþingmaður á Alþingi, þá fyrir Guðlaug Þór Þórðarson, og lét ekki bjóða sér það tvisvar; hann henti sér umsvifalaust í óundirbúnar fyrirspurnir. Brynjar átti erindi við Ragnar Þór Ingólfsson félags- og húsnæðismálaráðherra og þá með vísan til fortíðar hans hjá verkalýðshreyfingunni en Ragnar var formaður VR. | |
| 14:15 | Sunna Björg tekur við af Rannveigu hjá Rio Tinto Sunna Björg Helgadóttir hefur verið ráðin forstjóri Rio Tinto á Íslandi. | |
| 14:15 | Sunna Björg tekur við af Rannveigu Rist Sunna Björg Helgadóttir hefur verið ráðin forstjóri Rio Tinto á Íslandi. Hún mun taka við starfinu í vor af Rannveigu Rist, sem gegnt hefur starfinu frá árinu 1997. Hún mun einnig taka sæti Rannveigar í framkvæmdastjórn Aluminium Atlantic deildarinnar innan Rio Tinto. | |
| 14:15 | Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Sunna Björg Helgadóttir hefur verið ráðin forstjóri Rio Tinto á Íslandi. Hún mun taka við starfinu í vor af Rannveigu Rist, sem gegnt hefur starfinu frá árinu 1997. Hún mun einnig taka sæti Rannveigar í framkvæmdastjórn Aluminium Atlantic deildarinnar innan Rio Tinto. | |
| 14:14 | Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Dómsmálaráðherra segist hafa óskað eftir upplýsingum um aðstæður hælisleitenda í Króatíu í kjölfar umfjöllunar um fimm manna fjölskyldu sem vísað var frá Íslandi. Fjölskyldufaðirinn dvelur í lokaðri móttökustöð en móðirin er ein með börnin þrjú. | |
| 14:07 | Fastlega búist við óbreyttum vöxtum Seðlabanki Bandaríkjanna kynnir vaxtaákvörðun sína á morgun. | |
| 14:06 | Bandarískir læknar segja frá grimmdarverkum á Gasa Í upphafi American Doctor, sem er ný heimildamynd um bandaríska lækna sem starfa á sjúkrahúsum á Gasasvæðinu, neitar leikstjórinn Poh Si Teng í fyrstu að taka myndir af látnum palestínskum börnum sem einn læknanna reynir að sýna henni. | |
| 14:01 | Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Vetrarmót Reykjavíkurskáta var haldið í tíunda sinn um helgina í Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni þar sem 120 skátar úr Reykjavík taka þátt í fjölbreyttri skátadagskrá. Fimm skátafélög sendu fulltrúa í ár. Það voru Árbúar, Vogabúar, Landnemar, Ægisbúar og Skjöldungar. Sjálfboðaliðarnir voru af öllum aldri en þeir yngstu voru 17 ára og þeir elstu á sjötugsaldri. | |
| 13:42 | Bjóða leigjendum sendibíla upp á endurgreiðslu Frá og með 1. mars verða bílnúmeralesarar teknir í notkun hjá Sorpu til að greina á milli einstaklingsbíla og fyrirtækjabíla. | |
| 13:38 | Dæmi um tug prósentustiga hækkanir á fasteignagjöldum Miklar hækkanir hafa orðið á fasteignagjöldum þrátt fyrir að fasteignaskattaprósenta hafi lækkað hjá flestum sveitarfélögum. Þetta kemur fram í nýrri úttekt verðlagseftirlits ASÍ.Verðlagseftirlit ASÍ kannaði fasteignagjöld hjá sveitarfélögum með fleiri en 300 íbúa. Í fasteignagjöld reiknast fasteignaskattur, lóðarleiga, fráveitugjald og vatnsgjald.Þegar hækkanir fasteignagjalda eru skoðaðar frá árinu 2023 má finna dæmi um tuga prósentustiga hækkanir. Hækkunina má rekja til hækkana á fasteignaverði, sem skila sér í hærra fasteignamati íbúða. HÆKKUNIN MEST Á EGILSSTÖÐUM Í könnun ASÍ voru skoðaðar hækkanir á fasteignagjöldum í 20 sveitarfélögum frá árinu 2023.Fasteignagjöldin hækkuðu mest á 75fm íbúð í fjölbýli á Egilsstöðum, um 62%. Í Bolungarvík hækkuðu fasteignagjöld um 55% á 100fm íbú | |
| 13:33 | Brynjar snýr aftur á Alþingi Brynjar Níelsson tekur aftur sæti á Alþingi í dag, í fyrsta sinn í þrjú ár. | |
| 13:32 | Var rétt að bólusetja fólkið? Landlæknir ákvað að biðja óháða sérfræðinga að skoða skráningu fjögurra andláta, sem urðu árið 2023 og voru öll þá rakin til bólusetninga við Covid-19. | |
| 13:31 | Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra ætlar að bruna af þingfundi Alþingis sem er á dagskrá í dag til að horfa á leik Íslands og Sviss á EM karla í handbolta. | |
| 13:30 | Musk og einum helsta ráðgjafa Trump misboðið vegna Star Trek – Eru nýju þættirnir vók? Aðdáendur Star Trek eru ekki á einu máli um það hvort nýir þættir vörumerkisins séu vók eða ekki. Elon Musk, ríkasti maður heims, sagði á X að það væri galið að þáttunum sé að finna fólk í yfirþyngd og með gleraugu. „Greinilega hafa þeir bannað Ozempic og laseraðgerðir í framtíðinni, lol“ Stephen Miller er kannski einn Lesa meira | |
| 13:24 | Gyðingahatur í meirihluta skólastofa Stór hluti kennara sem starfar í löndum innan Evrópusambandsins (ESB) hefur orðið var við gyðingahatur í kennslustofum sínum. | |
| 13:19 | 30 látnir og 500.000 án rafmagns í Bandaríkjunum Rúmlega hálf milljón Bandaríkjamanna vaknaði við rafmagnsleysi í morgun þegar miklar frosthörkur gengu yfir stór svæði landsins í ofsaveðri sem hefur kostað að minnsta kosti 30 mannslíf. | |
| 13:11 | Tilnefningarnefndir, Íslandsbanki og samruni við Skaga Óðinn telur minni líkur en meiri á að af samruna Íslandsbanka og Skaga verði. | |
| 13:10 | Vísa tillögu fram og aftur Tillaga um að heimilað verði að byggja stórverslun á svokölluðum Bauhaus-reit í Úlfarsárdal hefur velkst um í borgarkerfinu í hátt í tvö ár, án efnislegrar niðurstöðu. | |
| 13:08 | Þrír franskir ferðamenn drukknuðu Þrír drukknuðu þegar bát með 25 franska ferðamenn um borð hvolfdi undan ströndum Óman í dag. | |
| 13:03 | Borgarstjóri þiggur annað sætið Heiða Björg Hilmisdóttir hefur ákveðið að þiggja annað sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. | |
| 13:01 | Heiða ætlar að vera í öðru sæti Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri hefur ákveðið að þiggja annað sæti á lista Samfylkingarinnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Það er það sæti sem hún hlaut í forvali Samfylkingarinnar í Reykjavík um liðna helgi en hún hafði boðið sig fram til að leiða listann. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér á Facebook í dag. Pétur Marteinsson sigraði í forvalinu... | |
| 13:01 | Heiða Björg þiggur sætið Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri, hefur ákveðið að þiggja 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. Þó að niðurstaða prófkjörsins, þar sem Heiða laut í lægra haldi fyrir Pétri Marteinssyni, hafi verið vonbrigði telur Heiða að með því að þiggja 2. sætið geti hún unnið jafnaðarstefnunni mest gagn. Þetta kemur fram á Facebook. „Kæru vinir og Lesa meira | |
| 13:01 | Á móti vasapeningum og myndi aldrei láta barn fá debetkort Fjármálaráðgjafinn Björn Berg Gunnarsson er afar vinsæll og eftirsóttur í sínum störfum, enda talar hann ávallt um peninga og fjármál á mannamáli. Ísland í dag settist niður með Birni Berg og bað um góð ráð fyrir foreldra þegar kemur að fjármálum barna og ungmenna. | |
| 13:00 | Halda því fram að hægt sé að lesa skilaboð notenda eins vinsælasta skilaboðaforrits heims – Málsókn yfirvofandi Alþjóðleg hópmálsókn gegn Meta, sem meðal annars á og rekur Facebook, hefur verið lögð fram í alríkisdómstóli í Kaliforníu þar sem því er haldið fram að fyrirtækið hafi villt um fyrir milljörðum notenda skilaboðaforritsins WhatsApp um raunverulegt öryggi skilaboða þeirra. Í kærunni er fullyrt að svokölluð end to end dulkóðun virki ekki með þeim hætti […] Greinin Halda því fram að hægt sé að lesa skilaboð notenda eins vinsælasta skilaboðaforrits heims – Málsókn yfirvofandi birtist fyrst á Nútíminn. | |
| 13:00 | Verður kosninganóttinni slaufað? Mjög skiptar skoðanir meðal fólks Skiptar skoðanir eru á meðal fólks, þar á meðal stjórnmálamanna, um hvort réttast sé að atkvæði í alþingiskosningum verði talin daginn eftir kjördag. Landskjörstjórn telur að núverandi fyrirkomulag við talningu atkvæða í alþingiskosningum setji framkvæmdina undir óþarfa tímapressu og vill að skoðað verði hvort talning geti farið fram daginn eftir kjördag. Í Morgunblaðinu í dag Lesa meira | |
| 13:00 | Brynjar snýr aftur á þing Brynjar Níelsson tekur aftur sæti á Alþingi, í fyrsta skipti í þrjú ár. Hann kemur inn sem varamaður fyrir Guðlaug Þór Þórðarson sem er staddur á fundi Vestnorræna ráðsins.Brynjar var þingmaður Sjálfstæðisflokksins á árunum 2013 til 2021 og var varamaður á síðasta kjörtímabili. Hann tók þá tvívegis sæti á Alþingi, síðast vorið 2023.Brynjar vermir sæti Guðlaug Þórs næstu dagana.RÚV / Anton Brink | |
| 12:57 | Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segist ekki hafa tekið ákvörðun um að skipa Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur sem sendiherra en sögusagnir þess efnis hafa verið á kreiki undanfarið. Hún segir að missir yrði af Þórdísi Kolbrúnu á þingi ef hún hyrfi til annarra starfa. | |
| 12:56 | Heiða þiggur annað sætið Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri hefur ákveðið að þiggja annað sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. | |
| 12:55 | Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri ætlar að taka 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík sem hún tryggði sér í prófkjöri flokksins á laugardaginn, þegar hún tapaði slagnum um oddvitasætið. | |
| 12:55 | Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola Sunna Rúnarsdóttir, Sævar Sigurðsson og Hallur Geir Heiðarsson hafa verið ráðin forstöðumenn í stjórnendateymi Coca-Cola á Íslandi. | |
| 12:53 | Heiða þiggur 2. sætið Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri og fyrrverandi oddviti Samfylkingarinnar hefur ákveðið að þiggja 2. sætið á lista flokksins í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum. Heiða laut í lægra haldi fyrir Pétri Marteinssyni um oddvitasætið í prófkjöri flokksins á laugardaginn.Þetta tilkynnir Heiða í færslu á facebook þar sem hún segir að á þennan hátt geti hún best unnið hugsjónum sínum mest gagn. Hún muni áfram gegna skyldum sínum sem borgarstjóri.Facebookfærsla Heiðu í heild:„Ég vil þakka öllum þeim studdu mig í forvali Samfylkingarinnar um liðna helgi. Ennfremur vil ég þakka, frá mínum dýpstu hjartarótum, þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem störfuðu með mér í aðdraganda forvalsins.Þó að niðurstaðan hafi verið mér vonbrigði þá finn ég til mikils þakklætis fyrir allan stuðninginn, ótelja | |
| 12:44 | Fjárfestarnir sem veðja á að Drangar geti hrist upp í dagvörumarkaðinum Þegar félagið Drangar, sem ætlar að hasla sér völl á dagvörumarkaði í samkeppni við risana tvo sem eru þar fyrir, kláraði yfir þriggja milljarða útboð undir lok síðasta árs voru fjárfestarnir sem bættust við hluthafahópinn að stórum hluta fáeinir lífeyrissjóðir, tryggingafélög og einkafjárfestir. Með þeirri fjármögnun var hægt að halda áfram vinnu við að bæta reksturinn í matvöruhluta Dranga en vænta má þess að verslunum undir merkjum Prís muni fjölga á næstunni. | |
| 12:35 | Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Tímabundið getur verið meiri hveralykt af vatni en venjulega í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og Vogum vegna íblöndunar súlfíts í heita vatnið. Íblöndunin er vegna viðhalds og viðgerðar HS Orku á búnaði sínum á Fitjum í Reykjanesbæ. Fólk sem viðkvæmt er fyrir súlfíti í matvælum er bent á að heita vatnið sé ekki ætlað til neyslu eða til matreiðslu. | |
| 12:32 | Talið líklegt að eldurinn hafi kviknað í stofunni Upptök elds sem kviknaði í íbúð við Vatnsholt í Reykjanesbæ á sunnudag eru enn ókunn.Bjarney S. Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, segir að tæknideild telji líklegt að eldurinn hafi kviknað í stofunni en ekki var hægt að staðfesta eldsupptök vegna mikilla skemmda á íbúðinni. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun fær nú gögn lögreglunnar og skilar síðan niðurstöðu sinni.Slökkviliðið fékk tilkynningu um eldinn rétt fyrir klukkan ellefu á sunnudagskvöld. Eldurinn kviknaði í íbúð á jarðhæð fjölbýlishúss og konan sem þar býr var föst inni í íbúðinni. Reykkafarar fundu konuna fljótt og hún var flutt á sjúkrahús í Reykjavík. Henni er enn haldið sofandi. | |
| 12:30 | Móðir í sárum eftir að 26 ára syni hennar var veitt dánaraðstoð Kanadísk móðir gagnrýnir heilbrigðiskerfi landsins harðlega eftir að 26 ára gömlum syni hennar var veitt dánaraðstoð. Þrjú ár eru síðan móðirin, Margaret Marsilla, kom í veg fyrir að sonur hennar fengi dánaraðstoð. Kiano Vafaeian lést þann 30. desember síðastliðinn en hann var blindur, þjáðist af sykursýki 1 og glímdi við geðrænan vanda. Í frétt Mail Lesa meira | |
| 12:30 | Vélmenni stálu senunni á CES Vélmenni í mannsmynd stálu senunni á CES-tæknisýningunni í Las Vegas fyrr í mánuðinum, að sögn Elfu Arnardóttur, sem leiðir viðskiptaþróun og vörustýringu hjá fjarskiptafyrirtækinu Nova. | |
| 12:20 | Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola Coca-Cola á Íslandi hefur ráðið þrjá nýja forstöðumenn í stjórnendateymi fyrirtækisins. | |
| 12:20 | Ólst upp kristin en snerist til íslam Hjúkrunarfræðingurinn Judith Ingibjörg Jóhannsdóttir tók þá ákvörðun árið 2024 að taka upp íslamstrú og gerast múslími. Hún hafði fram að því verið kristinnar trúar. | |
| 12:18 | Sorpa sker upp herör gegn utanbæjarfólki – Innleiða bílnúmeralesara og hyggjast rukka grimmt Sorpa mun frá og með 1. mars næstkomandi taka í notkun bílnúmeralesara á endurvinnslustöðvum og er ætlunin að stemma stigu við því að utanbæjarfólk losi þar úrgang án þess að greiða gjald fyrir. Hyggst Sorpa greina hvort viðskiptavinir komi á bíl skráðum á heimili á höfuðborgarsvæðinu, eða á bíl sem tengist fyrirtæki eða íbúum utan Lesa meira | |
| 12:14 | Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Coca-Cola á Íslandi hefur ráðið þrjá nýja forstöðumenn í stjórnendateymi fyrirtækisins. Þannig hefur Sunna Rúnarsdóttir verið ráðin forstöðumaður þjónustu, Sævar Sigurðsson forstöðumaður vöruhúss og dreifingar og Hallur Geir Heiðarsson forstöðumaður sölu á matvörumarkaði. |