| 17:53 | Sólarhringsvöktun ætlað að efla netöryggi Fylgst verður með rauntímagögnum úr íslenska netumdæminu allan sólarhringinn í fyrirhugaðri vaktstöð sem er í burðarliðnum hjá netöryggissveit stjórnvalda, CERT-IS. Sveitin sinnir almennri vöktun yfir daginn. Magni Sigurðsson, forstöðumaður CERT-IS, segir mikla framför fólgna í sólarhringsvöktun.„Við erum með almenna vöktun og sinnum öllum tilkynningum sem við fáum en við erum ekki með sólarhringsvöktun eins og þekkist meðal annars á Norðurlöndunum og mörgum Evrópulöndum.“Vaktstöðin er liður í að efla netöryggi og verður samfjármögnuð af Evrópusambandinu í gegnum styrkjaáætlun sem kallast Digital Europe. Markmiðið er að veita skjót viðbrögð og draga úr tjóni af völdum atvikum er varða netöryggi eða jafnvel koma í veg fyrir þau.„Sérfræðingar okkar geta fylgst með allan sólarhringinn og grip | |
| 17:48 | Norski herinn sendir fulltrúa til Grænlands Noregur mun senda tvo fulltrúa frá norska hernum til Grænlands til að kortleggja frekara samstarf. | |
| 17:40 | Brot á alþjóðalögum og sáttmála Sameinuðu þjóðanna „Sérhver tilraun til að grafa undan fullveldi og landhelgi Danmerkur og Grænlands er brot á alþjóðalögum og sáttmála Sameinuðu þjóðanna.“ | |
| 17:37 | Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Tveir karlar eru í gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á alvarlegri líkamsárás í Reykjavík í síðustu viku. Annar maðurinn er á þrítugsaldri og hinn á fimmtugsaldri. | |
| 17:32 | Daði má leiðrétta! Það er óhætt að segja að margir innan bílgreinarinnar hafi hváð þegar þeir hlýddu á orð fjármálaráðherra. | |
| 17:30 | Ölvuðum OnlyFans-stjörnum vísað úr flugi með valdi eftir að þær settust í röng sæti – „Fórum í frí en enduðum á skilorði“ OnlyFans-stjörnum var vísað úr flugi American Airlines og þær handteknar fyrir að vera með óspektir um borð. Stjörnurnar höfðu keypt sér miða á almennt farrými en þegar þær komu um borð fengu þær sér sæti í fyrsta farrými og neituðu að færa sig. Fór því svo að kalla þurfti til lögreglu sem handtók konurnar tvær, Lesa meira | |
| 17:21 | Tveir áfram í gæsluvarðhaldi eftir alvarlega líkamsárás Tveir karlar hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á alvarlegri líkamsárás í Reykjavík í síðustu viku.Karlmaður fannst utandyra í austurborginni á föstudag með alvarlega áverka. Í kjölfarið voru tveir menn handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram til dagsins í dag. Það var síðan framlengt í héraðsdómi í dag.Annar maðurinn, sem er á þrítugsaldri, var úrskurðaður í fjögurra vikna varðhald á grundvelli almannahagsmuna en hinn, á fimmtugsaldri, í vikulangt varðhald vegna rannsóknarhagsmuna.Tveir menn verða áfram í haldi.RÚV / Ragnar Visage | |
| 17:21 | Tveir í gæsluvarðhaldi vegna alvarlegrar líkamsárásar Tveir karlmenn sitja í gæsluvarðhaldi vegna alvarlegrar líkamsárásar sem framin var í Reykjavík í síðustu viku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Segir í tilkynningunni að annar mannanna sé á þrítugsaldri en hinn á fimmtugsaldri, og þeir hafi verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald í þágu rannsóknarhagsmuna. Segir enn fremur að tilkynnt hafi verið Lesa meira | |
| 17:17 | Tveir handteknir vegna líkamsárásar Tveir karlmenn, annar á þrítugsaldri og hinn á fimmtugsaldri, eru í gæsluvarðhaldi grunaðir um alvarlega líkamsárás. Voru þeir úrskurðaðir í gæsluvarðhald í þágu rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. | |
| 17:13 | Snúin kjaradeila en niðurstaða gerðardóms í samræmi við kjarasamninga „Við erum ánægð með að það sé komin niðurstaða og að það sé í raun kominn á langtímasamningur. Það skiptir mestu máli og það að niðurstaða gerðardómsins sé í samræmi við þá launastefnu sem hefur verið mörkuð.“Þetta segir Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkaðssviðs hjá Samtökum atvinnulífsins, um úrskurð gerðardóms í kjaradeilu Félags íslenskra flugumferðarstjóra og SA, fyrir hönd Isavia.Með úrskurði gerðardóms er tryggður kjarasamningur fyrir flugumferðarstjóra með gildistíma til ársloka 2028, en þó með fyrirvara. Ragnar segir mikilvægt fyrir starfsemi Isavia, og mikilvægi þeirrar starfsemi fyrir Ísland, að þar ríki friður.„Hvað varðar efnislega niðurstöðu þá erum við svo sem sátt við hana. Þetta var snúin kjaradeila og tel ég niðurstöðuna í nokkuð góðu samræmi við þá kjarasamninga sem | |
| 17:09 | Forseti bæjarstjórnar á Akranesi gefur ekki kost á sér í vor Valgarður Lyngdal Jónsson, forseti bæjarstjórnar Akraness, gefur ekki kost á sér í kosningum í maí. Skessuhorn sagði fyrst frá.Valgarður hefur setið í bæjarstjórn í tólf ár fyrir Samfylkinguna. Stillt verður upp á lista og Valgarður á sæti í uppstillingarnefnd.Samfylkingin á Akranesi hefur boðað til félagsfundar næsta laugardag þar sem kosið verður um tillögu stjórnar um að stilla skuli upp svo að kynjahlutföll séu jöfn og tryggt sé að fjölbreyttir frambjóðendur séu á listanum.Í fundarboðinu kemur einnig fram að listi Samfylkingarinnar á Akranesi verði borinn upp til samþykktar félagsmanna ekki síðar en laugardaginn 28. febrúar.Valgarður hefur setið í bæjarstjórn Akraness í tólf ár en hyggst ekki gefa kost á sér í vor.RÚV / Ragnar Visage | |
| 17:02 | Veitur vara við gruggi í vatni í Borgarfirði vegna framkvæmda Íbúar á Varmalandi, í Munaðarnesi og á Bifröst gætu orðið varir við aukið grugg í köldu vatni eftir hádegi á morgun, þegar Veitur hefja vinnu við endurnýjun á lýsingartækjum í Grábrókarveitu.Framkvæmdirnar hafa ekki áhrif á afhendingu á köldu vatni eða heilnæmi þess. Vinnan við lýsingartækin á að standa yfir milli 13-18.Vatnið úr borholunni undir Grábrókarhrauni gruggast reglulega og síur sem Veitur hafa sett upp hafa mátt sín lítils. Blásið var til íbúafundar í síðustu viku þar sem íbúar kvörtuðu undan ástandinu við fulltrúa Veitna.https://www.ruv.is/frettir/innlent/2026-01-10-langthreytt-a-gruggugu-vatni-ur-grabrokarhrauni-463362Aðsend mynd sem sýnir hversu gruggugt vatnið í Borgarfirði getur orðið.Aðsend | |
| 17:00 | Slökkt á netinu í aðdraganda kosninga Stjórnvöld í Úganda slökktu á netinu í gær, aðeins tveimur dögum fyrir kosningar sem fara fram í landinu á morgun. Búist er við því að Yoweri Museveni, forseti landsins, fari með sigur af hólmi í kosningunum og nái þar með að framlengja valdatíð sína sem staðið hefur í 40 ár. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir áhyggjum af aðgerðum úganskra stjórnvalda svo skömmu fyrir kosningar. „Takmarkanir á netinu og brottrekstur 10 frjálsra félagasamtaka í aðdraganda kosninganna á morgun veldur miklum áhyggjum. Opið aðgengi til samskipta og upplýsinga er lykilatriði fyrir frjálsar og sannar kosningar. Allir íbúar Úganda verða að geta mótað eigin framtíð og framtíð lands síns,“ sagði í færslu Mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna á samfélagsmiðlinum X.Þá hafa mannréttindasamtökin Human Rights Watch | |
| 17:00 | Fær vægan dóm fyrir að misþyrma sambýliskonu sinni Þann 7. janúar var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur yfir manni sem ákærður var fyrir brot í nánu sambandi gagnvart þáverandi sambýliskonu sinni, með því að hafa á þáverandi heimili þeirra á endurtekinn og alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð hennar. Ákært var vegna tveggja árása og átti önnur sér stað laugardaginn 18. Lesa meira | |
| 17:00 | „Merkileg er sú kristalskúla sem hann býr yfir“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir stefna í kreppuverðbólgu hér á landi. Hann segir jafnframt ríkisstjórnina hafa vera búna að koma á efnahagslegri vítisvél. | |
| 16:50 | Styrkti karlasamtök þvert á ráðleggingar matsnefndar Félags- og húsnæðismálaráðherra ákvað að veita Samtökum um karlaathvarf styrk upp á milljónir króna þrátt fyrir að matsaðilar teldu forsvarsmenn samtakanna ekki hæfa til að sinna verkefninu. Samtökin fengu styrk á kostnað verkefnis lögreglunnar á Suðurlandi. | |
| 16:50 | Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Félags- og húsnæðismálaráðherra ákvað að veita Samtökum um karlaathvarf styrk upp á milljónir króna þrátt fyrir að matsaðilar teldu forsvarsmenn samtakanna ekki hæfa til að sinna verkefninu. Samtökin fengu styrk á kostnað verkefnis lögreglunnar á Suðurlandi. | |
| 16:46 | Ræddu undanþágu losunarheimilda Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra fundaði í dag með Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópráðsins. Fjöldi mála var á dagskrá. | |
| 16:45 | Kristrún fundaði með Ursulu Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra átti í dag vinnufund með Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, þar sem rætt var um stöðu alþjóðamála, öryggismál, efnahags- og tollamál, Evrópska efnahagssvæðið og samstarf Íslands við sambandið. „Við ræddum meðal annars losunarheimildir í flugi og sérstaka undanþágu Íslands sem rennur út í lok árs,“ segir Kristrún í yfirlýsingu frá Stjórnarráðinu. „Þetta er afar mikilvægt... | |
| 16:43 | Kristrún fundaði með Ursulu von der Leyen í dag Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra átti í dag vinnufund í Brussel með Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. | |
| 16:40 | Skoða göng til Vestmannaeyja Eyjagöng verða með tvo kynningarfundi á næstu dögum til að ræða uppbyggingu jarðganga til Vestmannaeyja. | |
| 16:39 | Kaffitár dreifir vörum Sjöstrandar ÓJ&K–ÍSAM, eigandi Kaffitárs, mun annast dreifingu og vörustýringu á umhverfisvænum kaffihylkjum frá Sjöstrand. | |
| 16:33 | Málsmeðferð á umsókn um leyfi til hvalveiða ekki í samræmi við lög Umboðsmaður Alþingis telur að málsmeðferð matvælaráðuneytisins á umsókn um leyfi til hvalveiða árið 2024 hafi ekki verið í samræmi við stjórnsýslulög. Þetta kemur fram í áliti stofnunarinnar sem var birt í dag.Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þáverandi matvælaráðherra tilkynnti ákvörðun sína um að leyfa hvalveiðar á veiðitímabilinu 2024 þann 11. júní sama ár. Bjarkey sagði sér skylt að gefa leyfið út burtséð frá eigin skoðunum og stefnu Vinstri grænna.Hvalur hf. kvartaði yfir málsmeðferð ráðuneytisins í kjölfar umsóknar um leyfi til veiða á langreyðum og að ráðherra hefði ekki verið heimilt að tímabinda leyfið við eitt ár. Framkvæmdastjóri Hvals hf., Kristján Loftsson, sagði fyrirvarann sem ráðherra gaf allt of skamman og málmeðferð ráðuneytisins vera leiðina til að drepa atvinnureksturinn.Venj | |
| 16:29 | Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að málsmeðferð matvælaráðuneytisins á umsókn um leyfi til hvalveiða var ekki í samræmi við lög árið 2024. Þá var Bjarkey Olsen matvælaráðherra. Í áliti umboðsmanns segir að stjórnsýslulögum hafi ekki fylgt við meðferð matvælaráðuneytisins á umsókn um leyfi til hvalveiða. | |
| 16:28 | 32 látnir: „Ég sá líkin hrúgast upp“ Að minnsta kosti 32 eru látnir og 64 slasaðir eftir að byggingarkrani féll ofan á farþegalest sem var á leið frá Bankok til héraðs í norðausturhluta Taílands í dag, að sögn heilbrigðisráðuneytis Taílands. | |
| 16:24 | Kristrún fundaði með von der Leyen Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra fundaði með Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í Brussel í dag. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að þær hafi rætt stöðu alþjóðamála, öryggis- og varnarmál, efnahags- og tollamál, málefni EES og samstarf Íslands við ESB.Haft er eftir Kristrúnu að þær hafi jafnframt rætt undanþágu Íslands varðandi losunarheimildir í flugi, sem rennur út í lok árs. Það sé mikilvægt hagsmunamál og ræddu þær hugsanlegar lausnir.Þá undirstrikuðu þær afdráttarlausan stuðning við Grænland og Danmörku.Í tilkynningu segir að fundurinn sé liður í áframhaldandi samtali um samstarf Íslands og ESB.Ljósmynd / Stjórnarráðið | |
| 16:22 | Sögulega hátt gullverð ýtir upp verðmati á Amaroq um nærri þrjátíu prósent Á meðan gullverð helst sögulega hátt og framleiðslan er að aukast þá ætti sjóðstreymið hjá Amaroq, að sögn greinenda bresks fjárfestingabanka, að batna mjög hratt á næstunni en þeir hafa hækkað verulega verðmat sitt á félaginu og ráðleggja fjárfestum að bæta við sig hlutum. | |
| 16:22 | Ekki farsi að kalla eftir samtali og starfshópi Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar hafnar því að það sé farsakennt að flokkur hans kalli eftir víðtæku samtali og nýjum starfshópi um málefni barna og ungmenna í íslensku samfélagi. | |
| 16:17 | Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Borgarleikhúsið hefur tryggt sér sýningarrétt á söngleiknum Þegar Trölli stal jólunum, sem byggir á sígildu ævintýri Dr. Seuss. Söngleikurinn verður frumsýndur á stóra sviðinu í nóvember, Valur Freyr Einarsson leikstýrir honum og verður hulunni svipt af leikhópnum á næstunni. | |
| 16:13 | „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Formaður Miðflokksins segist hafa varað fjármála- og efnahagsráðherra við því að breytingar á gjaldheimtu af ökutækjum myndi auka verðbólgu, líkt og Landsbankinn hefur gefið út spá um. Þá segir hann stefna í kreppuverðbólgu á Íslandi. Ráðherra segir hann greinilega búa yfir meiri upplýsingum en ráðuneytið, fyrst hann geti fullyrt að spáð verðbólguaukning orsakist aðeins af breytingum á gjaldheimtu. Þá frábiður hann sér allt tal um kreppuverðbólgu. | |
| 16:13 | „Við reyndum að benda hæstvirtum ráðherra á þetta“ Formaður Miðflokksins segist hafa varað fjármála- og efnahagsráðherra við því að breytingar á gjaldheimtu af ökutækjum myndi auka verðbólgu, líkt og Landsbankinn hefur gefið út spá um. Þá segir hann stefna í kreppuverðbólgu á Íslandi. Ráðherra segir hann greinilega búa yfir meiri upplýsingum en ráðuneytið, fyrst hann geti fullyrt að spáð verðbólguaukning orsakist aðeins af breytingum á gjaldheimtu. Þá frábiður hann sér allt tal um kreppuverðbólgu. | |
| 16:10 | Rannsókn á eldsvoða í fjósi á lokametrum Rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á eldsvoðanum í fjósi bæjarins Brimness í síðasta mánuði er á lokametrunum. | |
| 16:05 | Færri áfangastaðir í vetur en nýtt flugfélag í sumar Framboð á áfangastöðum frá Keflavíkurflugvelli veturinn 2025 til 2026 er aðeins minna en fyrir ári síðan, 65 áfangastaðir í stað 71. Á hinn bóginn gerir sumaráætlun Isavia fyrir 2026 ráð fyrir því að áfangastaðir verði eins margir og sumarið 2025, eða 82.Þetta kemur fram í svari Isavia við fyrirspurn fréttastofu. Sumaráætlunin verður að vísu ekki endanlega tilbúin fyrr en í febrúar og gæti því tekið breytingum. TVÖ FLUGFÉLÖG BÆTA VIÐ ÁFANGASTÖÐUM OG ANNAÐ HEFUR FLUG TIL ÍSLANDS Grétar Már Garðasson, forstöðumaður flugfélaga og markaðsmála á Keflavíkurflugvelli, segir í skriflegu svari til fréttastofu að markvissar aðgerðir hafi lágmarkað áhrif brotthvarfs Play í lok september á starfsemi Keflavíkurflugvallar.„Um leið og fréttir bárust af því að Play hefði hætt starfsemi höfðum við samba | |
| 16:05 | Leikprufur fyrir börn í sýningunni Þegar Trölli stal jólunum haldnar í vor Flestir Íslendingar þekkja söguna um Trölla sem stal jólunum og er kvikmyndin The Grinch orðin rótgróin jólahefð á mörgum heimilum. Borgarleikhúsið hefur nú tryggt sýningarrétt á söngleiknum sem verður sýndur á stóra sviðinu næstu jól en leikarinn okkar ástsæli, Stefán Karl Stefánsson, fór með hlutverk Trölla í söngleiknum á leikferð um Bandaríkin á árunum 2008-2015.„Það er ekkert sem kemur fólki í meira jólaskap en að koma í leikhúsið yfir hátíðarnar og sjá dásamlega fjölskyldu-jólasýningu. Þegar Trölli stal jólunum er geggjað jólaævintýri sem allir þekkja og ég get ekki beðið eftir næstu jólum." Segir Egill Heiðar Anton Pálsson Borgarleikhússtjóri og bætir við að nú sé jólaundirbúningurinn þegar hafinn í Borgarleikhúsinu þótt það sé nærri ár til jóla.Leikstjórn verður í höndum Vals Freys | |
| 16:05 | Ósammála um framgöngu Ingu í fjölmiðlum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, virðast ekki sammála um ágæti framgöngu Ingu Sæland, nýsetts mennta- og barnamálaráðherra, í fjölmiðlum síðustu daga. | |
| 15:56 | Alríkislögreglan leitaði á heimili blaðamanns Bandaríska alríkislögreglan (FBI) gerði húsleit á heimili blaðamanns Washington Post í dag, að sögn dómsmálaráðherra, sem bætti við að yfirvöld væru að rannsaka meintan leka úr Pentagon til blaðamannsins, sem hefur skrifað um niðurskurð á alríkisstörfum. „Að beiðni stríðsmálaráðuneytisins framkvæmdu dómsmálaráðuneytið og FBI húsleit á heimili blaðamanns Washington Post sem var að afla sér og greina frá leynilegum og ólöglega... | |
| 15:55 | Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins spurði Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum á þingi hvernig gengi að afleggja hina umdeildu jafnlaunavottun. Þorbjörg Sigríður sagði að það yrði á þessu ári. | |
| 15:52 | Gengi Brims leiddi hækkanir Hlutabréf Brims, Festi, Haga og Símans hækkuðu öll í dag. | |
| 15:45 | Var hlíft við fimm ára fangavist fyrir tveimur árum – braut svo ítrekað á stjúpdótturinni Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni þegar hún var sex til níu ára gömul. Brotin sem maðurinn er ákærður fyrir framdi hann frá vori 2023 fram að hausti 2025 á heimili þeirra í Hafnarfirði.Sami maður hlaut fyrir tveimur árum þungan dóm fyrir gróf kynferðisbrot gegn móður stúlkunnar í mjög sérstöku sakamáli, sem varð til þess að hann sat aldrei inni, að bón móðurinnar. Meira er fjallað um það hér að neðan. MJÖG GRÓF BROT Í fyrsta lið ákærunnar nú kemur fram að maðurinn hafi margítrekað haft önnur kynferðismök en samræði við stúlkuna, beitt hana ofbeldi og ólögmætri nauðung. Hann hafi nýtt sér yfirburði sína, traust hennar og trúnað sem stjúpfaðir og notfært sér að hún gat hvorki spornað við verknaðinum né skilið þýðingu hans, meða | |
| 15:45 | Lenti í Keflavík vegna bilunar Boeing 767-300ER-farþegaflugvél bandaríska flugfélagsins United Airlines, flug 21 á leið frá Amsterdam í Hollandi til Houston í Texas, lenti á Keflavíkurflugvelli upp úr hádegi á mánudaginn með 194 farþega og tíu í áhöfn um borð vegna vélarbilunar. Frá þessu greinir fréttasíða FOX 26 í Houston. | |
| 15:30 | Slaufaði OnlyFans ferlinum og gekk til liðs við Amish-samfélagið Bandaríski dansarinn Kendra Bates sem er 33 ára bylti lífi sínu algjörlega fyrir rúmu ári. Hún hafði fram til þess lifað hefðbundnu lífi í Los Angeles, sem hún yfirgaf til að ganga til liðs við Amish-samfélag í dreifbýli Pennsylvaníu. Bates segir sögu sína í þáttaröðinni Suddenly Amish á TLC, sem frumsýnd var á þriðjudag. Einn Lesa meira | |
| 15:30 | Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Eitt af síðustu verkum Ingu Sæland í ráðuneyti húsnæðismála var að skrifa undir breytingu á byggingarreglugerð og bæta við kröfum um ljósvist. Ljósvistarhönnuður sem barist hefur fyrir þessu í mörg ár segir að bjartari tímar séu fram undan. | |
| 15:22 | Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Matvælastofnun varar neytendur við nokkrum framleiðslulotum af Gula miðanum Barnavít vegna þess að ráðlagður neysluskammtur er of hár fyrir A-vítamín. | |
| 15:17 | Hörð innflytjendastefna bitnar á efnahag Bandaríkjanna Hörð innflytjendastefna í Bandaríkjunum hefur hægt verulega á komu innflytjenda til landsins. Bandaríska hugveitan Brookings Institution varar við afleiðingum þessarar þróunar í skýrslu sem birt var í dag.Á síðasta ári yfirgáfu fleiri innflytjendur Bandaríkin en komu til landsins, en það er í fyrsta sinn síðastliðin fimmtíu ár sem það gerist. Margt bendir til að sú þróun haldi áfram á þessu ári. Afleiðingarnar gætu orðið minni atvinnuþátttaka, og haft áhrif á verga þjóðarframleiðslu og neyslu. Höfundar skýrslunnar bæta þó við að nýlegar takmarkanir á aðgengi að opinberum gögnum, geri það erfitt að að setja fram nákvæma spá um þróunina.Mótmæli gegn aðgerðum innflytjendastofnunar Bandaríkjanna, ICE.EPA / OLGA FEDOROVA | |
| 15:15 | „Óþolandi ástand á áfengismarkaðnum“ Félag atvinnurekenda, FA, hefur sent Daða Má Kristóferssyni fjármála- og efnahagsráðherra erindi og hvatt ráðherrann til þess að beita sér fyrir endurskoðun áfengislöggjafarinnar þannig að skýrt sé að netverslun með áfengi sé lögleg. | |
| 15:15 | Refsiréttarnefnd skoðar dóminn Dómsmálaráðuneytið hyggst fara yfir niðurstöður Mannréttindadómstóls Evrópu, er varða rannsókn og meðferð kynferðisbrota, og meta hvort og þá með hvaða hætti tilefni sé til frekari úrbóta. Þá hefur ráðuneytið óskað þess að refsiréttarnefnd taki dóminn til skoðunar. | |
| 15:11 | Element Logic - sérsniðnar og sjálfvirkar vöruhúsalausnir Tryggðu þér sæti á morgunverðarfundi um vöruhúsasjálfvirkni þann 31. janúar á Hilton Hótel Nordica. | |
| 15:11 | Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Utanríkisráðuneytið veitti Vélfagi heimild til þess að greiða starfsmönnum fyrirtækisins laun af frystum reikningi í gær. Landsbankinn frysti reikning lögmanns Vélfags eftir að fjármunir félagsins voru millifærðir á hann. | |
| 15:04 | Beint: Fundað um framtíð Grænlands Utanríkisráðherrar Danmerkur og Grænlands halda til fundar með J.D. Vance, varaforseta Bandaríkjanna, og Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, síðdegis í dag. | |
| 15:02 | Hvetja Daða til dáða: „Ógeðfelld mismunun gagnvart fyrirtækjum“ FA vill heildarendurskoðun áfengislaga: „Minni aðili, sem hefur minni bjargir til að grípa til varna, er tekinn fyrir en þeim stærri hlíft.“ | |
| 15:02 | Sólveig Anna greinir woke-ið Í síðasta þætti af Gott kvöld mætti Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og greindi allskyns hluti, hvort þeir væru woke eða ekki. | |
| 15:00 | NATO-ríki auka hernaðarviðveru í Grænlandi Frá og með deginum í dag verður hernaðarviðvera aukin í Grænlandi með aðstoð bandalagsríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO). | |
| 14:57 | Heiða Björg spurði hvernig framsali á lóð Péturs í Skerjafirði var háttað Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri óskaði eftir upplýsingum um það hvernig framsali á lóð sem félag í eigu Péturs Marteinssonar athafnamanns fékk úthlutað í Skerjafirði var háttað. Þetta kemur fram í bréfi sem skrifstofa borgarstjóra sendi lögfræðingum á umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar.Félagið Hoos 1, í eigu Péturs og samstarfsmanna hans, fékk úthlutaða lóð í Skerjafirði til uppbyggingar eftir samkeppni.Heiða Björg og Pétur sækjast bæði eftir efsta sæti á framboðslista Samfylkingarinnar.Á föstudag birtist frétt á Mbl.is um að lögfræðingar og aðrir starfsmenn skrifstofu borgarstjóra könnuðu hvort Pétur hefði í raun framselt hlut sinn á lóðum í Skerjafirði. Þar var vitnað í borgarstjóra. Heimildin hafði áður fjallað um fyrirhugaða lóðauppbyggingu Péturs og samskipti hans við Eina | |
| 14:52 | Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Dómsmálaráðuneytið mun fara yfir niðurstöður Mannréttindadómstóls Evrópu og meta hvort og þá með hvaða hætti sé tilefni til frekari úrbóta. Ráðuneytið hefur óskað þess að refsiréttarnefnd taki dóminn til skoðunar. Dómsmálaráðherra segir alla ríkisstjórnina taka niðurstöðu MDE alvarlega en ríkið var fundið brotlegt í öðru málinu. | |
| 14:44 | Harmageddon | Frjálsleg túlkun frjálslyndra nær nýjum hæðum Harmageddon Þjóðskrá greinir frá því að fjölgun erlendra ríkisborgara hafi verið umtalsvert meiri en fjölgun íslenskra ríkisborgara á árinu sem var að líða, eins og hún hefur verið undanfarin ár. En þar sem fjölgunin var ekki mikil á milli mánaða í desember og janúar vill Vísir meina að íslenskum ríkisborgurum sé að fjölga miklu hraðar. […] Greinin Harmageddon | Frjálsleg túlkun frjálslyndra nær nýjum hæðum birtist fyrst á Nútíminn. | |
| 14:40 | Gerðu 25 milljóna króna samning við Bata Félags- og húsnæðismálaráðuneytið og Bati góðgerðarfélag hafa gert með sér samstarfssamning um áframhaldandi stuðning við Batahús, áfangaheimili og stuðningsúrræði fyrir einstaklinga, karla og konur, sem hafa verið í réttarvörslu og þarfnast stuðnings við að verða virkir þátttakendur í samfélaginu á ný.  | |
| 14:39 | Danir senda herlið til Grænlands strax í dag Danmörk mun efla hernaðarviðveru sína á Grænlandi „frá og með deginum í dag“, sagði varnarmálaráðuneytið á miðvikudag, rétt áður en mikilvægar viðræður áttu að hefjast í Washington vegna hótana Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að yfirtaka eyjuna á norðurslóðum. „Danski herinn mun frá og með deginum í dag senda búnað og hersveitir tengdar ... æfingum. Á komandi tímabili mun þetta leiða... | |
| 14:32 | Brutu stjórnsýslulög í hvalveiðimáli Fyrir liggur að stjórnsýslulögum var ekki fylgt við meðferð matvælaráðuneytis á umsókn um leyfi til hvalveiða. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef umboðsmanns Alþingis. | |
| 14:30 | Reyndi að fara með látna eiginkonu sína í flug á Tenerife Áttræður maður hefur verið handtekinn eftir að hann reyndi að fara með látna eiginkonu sína um borð í flugvél á flugvellinum á Tenerife. Canarian Weekly greinir frá þessu. Upp komst um athæfið við öryggisleitarhliðið. Eiginmaðurinn ók konu sinni í hjólastóli og ekkert virtist athugavert. En öryggisvörður veitti því athygli að konan sýndi engin viðbrögð. Er Lesa meira | |
| 14:29 | Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Væntanlegur sendiherra Bandaríkjanna hér á landi og fyrrverandi þingmaður í fulltrúadeild Bandaríkjaþings grínaðist með það við þingmenn í gær að Ísland yrði 52. ríkið og að hann yrði ríkisstjóri. Í þinginu eru nú stíf fundarhöld um fjárlög þar sem menn róa öllum árum að því að koma í veg fyrir aðra lokun ríkisstofnana. | |
| 14:28 | Farmers Market tuttugu ára: „Hvað vorum við að pæla?“ Bergþóra Guðnadóttir hönnuður og Jóel Pálsson tónlistarmaður reka íslenska hönnunarfyrirtækið Farmers Market sem fagnaði tuttugu ára afmæli í lok síðasta árs. Þau kíktu í Mannlega þáttinn á Rás eitt og sögðu þeim Gunnari Hanssyni og Guðrúnu Gunnarsdóttur frá því hvernig þau fóru saman í stofnun hönnunarfyrirtækisins og hvernig tónlistin var nauðsynleg rekstrinum fyrst um sinn. GRÁUPPLAGT AÐ SEGJA UPP FÖSTUM STÖÐUM ÞEGAR ALLT GEKK VEL Bergþóra segir að árið sem Farmers Market var stofnað, 2005, hafi þau bæði verið í mjög góðum málum atvinnulega.Jóel hefur hlotið íslensku tónlistarverðlaunin sex sinnum og hann hefur hlotið íslensku tónlistarverðlaunin tvisvar. Það er enn nóg að gera hjá honum.„Mér finnst eiginlega allt skemmtilegt og þykir gaman að vera í íslensku senunni. Maður er að ger | |
| 14:26 | Barna- og ungmennabókahöfundar verða áberandi í erlendri kynningu Á þessu ári leggur Miðstöð íslenskra bókmennta áherslu á íslenskar barna- og ungmennabækur í erlendu kynningarstarfi. Markmiðið er að vekja athygli á höfundum sem skrifa fyrir börn og ungmenni, kynna höfundaverk þeirra fyrir erlendum útgefendum og auka útbreiðslu verkanna erlendis. Nýtt kynningarrit um íslenska barna- og ungmennabókahöfunda Þátttaka í barnabókamessunni í Bologna Aukinn stuðningur við Lesa meira | |
| 14:25 | Framsóknarmenn fastir undir feldi Þótt þrír mánuðir séu frá því Sigurður Ingi Jóhannsson tilkynnti að hann ætlaði að hætta sem formaður Framsóknarflokksins og einn mánuður þar til eftirmaður hans verður kjörinn hefur enginn lýst yfir formannsframboði.Sigurður Ingi tilkynnti á miðstjórnarfundi flokksins 18. október að hann ætlaði að stíga frá borði eftir níu ára formennsku í Framsóknarflokknum. Miðstjórn samþykkti tillögu hans um að efna til flokksþings 14. febrúar þar sem nýr formaður yrði kjörinn. Dagana á eftir lýstu nokkrir Framsóknarmenn því yfir að þeir væru farnir undir feldinn en þaðan hefur enginn komið síðan.Nema Stefán Vagn Stefánsson þingmaður flokksins í Norðvesturkjördæmi en hann ætlar að bjóða sig til varaformanns. Lilja Alfreðsdóttir er varaformaður flokksins og nánast um leið og Sigurður Ingi hafði lokið má | |
| 14:25 | Opna nýja sólarhringsvaktstöð í ráðuneytinu Ný vaktstöð netöryggis, sem tryggir sólarhringsvöktun og skjót viðbrögð við netógnum, er í burðarliðnum hjá CERT-IS. Verkefnið er samfjármagnað af Evrópusambandinu í gegnum styrkjaáætlunina Digital Europe og er liður í að efla netöryggi á Íslandi. | |
| 14:24 | Ástandið minni á árin fyrir hrun Viðvörunarljós blikka á dönskum húsnæðismarkaði. Verð á meðalíbúð, um 80fm, hækkaði um 19,6 milljónir á einu ári. | |
| 14:22 | Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Viðtal við Ingu Sæland, nýjan mennta- og barnamálaráðherra, í Kastljósinu í gærkvöldi, hefur valdið verulegri gremju meðal grunnskólakennara landsins. Rangfærslur og fullyrðingar um einkunnakerfi í grunnskólum vekja hneykslan. Hún er meðal annars sögð fremst í upplýsingaóreiðu. | |
| 14:14 | Bergþór og Laufey selja slotið Parið Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, og Laufey Rún Ketilsdóttir, fyrrverandi starfsmaður Miðflokksins, hafa sett húsið sitt í Garðabæ á sölu. | |
| 14:10 | Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni Árið í fyrra var það þriðja hlýjasta frá upphafi mælinga og undanfarin ellefu ár eru þau ellefu hlýjustu sem um getur. Meðalhitinn í fyrra slagaði hátt í neðri mörk Parísarsamkomulagsins. | |
| 14:08 | Sakaður um að nauðga stjúpdóttur sinni ítrekað frá því hún var sex ára Maður hefur verið ákærður fyrir stórfellt brot í nánu sambandi, nauðgun, tilraun til nauðgunar og kynferðisbrot gegn barni, með því að hafa án samþykkis margítrekað haft önnur kynferðismök en samræði við stjúpdóttur sína, með því beita hana ofbeldi og ólögmætri nauðung og með því að nýta sér yfirburði sína og traust hennar og trúnað sem Lesa meira | |
| 14:08 | Vilja Heiðar sem stjórnarformann Íslandsbanka Tilnefningarnefnd Íslandsbanka leggur til að Heiðar Guðjónsson fjárfestir verði kjörinn formaður stjórnar bankans. | |
| 14:05 | Sýknuð eftir að hafa skotið íslenskan fjárhund Héraðsdómur Norðurlands vestra sýknaði konu af öllum kröfum ákæruvaldsins vegna atviks þar sem konan skaut og drap heimilishund í friðlýstu æðarvarpi sumarið 2024. | |
| 14:00 | Fékk óvenjuleg heimsókn frá Matvælaeftirlitinu – „Þetta er ekki eitthvað sem maður lendir í á hverjum degi“ Guðfinnur Sölvi Karlsson, rekstraraðili rokkbarsins Lemmy, hefur aldrei lent í öðru eins en á dögunum mættu fulltrúar frá Matvælaeftirlitinu á barinn og lýstu yfir áhyggjum af því að fiskarnir sem þar dvelja séu ekki nógu lukkulegir með rokkið. Guðfinnur, sem er betur þekktur sem Finni, ræddi málið hjá Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Maður hefur Lesa meira | |
| 13:57 | Seiði í sjó vegna bilunar í búnaði Eftirlitsbúnaður eldisfyrirtækisins Tungusilungs í Tálknafirði hefur verið bilaður síðan rafmagnsleysi kom upp 11. desember. Tilkynning barst ekki þegar seiði fóru í sjó. | |
| 13:54 | 7.000 á biðlista eftir aðgerð og helmingur hefur beðið í meira en ár Bið eftir augasteinsaðgerð hefur lengst síðustu ár. Alls eru rúmlega 7.000 á biðlista hjá einkastofum og opinberum heilbrigðisstofnunum. Þetta má lesa úr mælaborði Landlæknis. Um helmingur þeirra sem bíða hafa beðið lengur en í 12 mánuði.Samkvæmt mælaborði Landlæknis er mesta biðin á Landspítalanum, þar sem 5.981 beið eftir aðgerð þegar gögn voru síðast tekin saman í september. 193 biðu eftir aðgerð hjá Sjúkrahúsinu á Akureyri og 940 hjá einkastofunni Lentis.Algengast er að aðgerðin sé gerð til að fjarlægja ský á augasteini en einnig til að laga sjóngalla og hún tekur almennt um 10 til 15 mínútur.Haustið 2020 voru rúmlega 1.600 á biðlista og svo hefur fjölgað á hverju ári. Í september 2024 biðu rúmlega 5.700 og því fjölgaði um 1.400 á biðlista milli ára og í september í fyrra biðu 7.114 ma | |
| 13:44 | Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Tilnefningarnefnd Íslandsbanka hefur tilnefnt sjö í stjórn bankans, sem kjörin verður á hluthafafundi þann 19. janúar. Fimm þeirra eru þegar í stjórn bankans en lagt er til að Heiðar Guðjónsson, sem er stærsti einkafjárfestirinn í bankanum, og Margrét Pétursdóttir komi ný inn. Þá leggur tilnefningarnefndin jafnframt til að Heiðar verði kjörinn formaður stjórnar. Heiðar fór fyrir hópi fjárfesta sem kröfðust þess að hluthafafundur yrði haldinn og ný stjórn kjörin. | |
| 13:42 | Skemmtir sér konunglega yfir stóra brandaramálinu og birtir sérvalin ummæli – „Ekki bannað að hafa gaman“ Fjölmiðlamaðurinn og uppistandarinn Stefán Einar Stefánsson olli uppþoti með brandara um rithöfundinn Nönnu Rögnvaldardóttur sem mörgum þótti með eindæmum ósmekklegur. Þar líkti hann Nönnu við færeyskan þjóðarrétt. Sjá einnig: Hraunað yfir Stefán Einar vegna ummæla hans um Nönnu – „Þetta er viðurstyggð“ Stefán Einar tjáði sig um fjaðrafokið í færslu á Facebook á mánudaginn þar Lesa meira | |
| 13:41 | Hagar stofna sinn eigin vildarklúbb Hafa ekki allir áhuga á að eyða minni peningum í mat? | |
| 13:35 | Styrkás stefnir að skráningu um vorið 2027 og er núna metið á 30 milljarða Stjórn Styrkás, leiðandi þjónustufyrirtæki á fyrirtækjamarkaði með árlega veltu upp á liðlega sjötíu milljarða, hefur tekið ákvörðun um að hefja formlega undirbúning að skráningu félagsins í Kauphöllina og er markmiðið að hún fari fram á öðrum fjórðungi næsta árs. | |
| 13:35 | Fundurinn færður úr Hvíta húsinu Fundur erindreka Grænlands og Danmerkur með varaforseta Bandaríkjanna og Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur verið færður úr Hvíta húsinu. | |
| 13:33 | 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Þrjátíu og tveir hið minnsta eru látnir og 66 slasaðir eftir að byggingarkrani féll á lest sem var á ferð í Nakhon Ratchasima-héraði í norðausturhluta Taílands fyrr í dag. | |
| 13:33 | Breytinga að vænta í veðrinu Útlit er fyrir að breytinga sé að vænta í veðrinu á næstu dögum en það sem af er á þessu ári hefur verið óvenjuþurrt suðvestantil og úrkoma í Reykjavík það sem af er janúar er nánast engin, eða 0,5 mm. | |
| 13:24 | Tilnefna Heiðar og Margréti í stjórn Íslandsbanka Heiðar Guðjónsson tilnefndur sem stjórnarformaður. Átján vildu í stjórn Íslandsbanka. | |
| 13:23 | Baltasar Samper er látinn Listmálarinn Baltasar Samper er látinn, 88 ára að aldri. Frá þessu greinir RÚV. Baltasar fæddist í Barcelona þann 9. janúar árið 1938 og stundaði hann nám við Listaháskólann í borginni þar sem hann útskrifaðist árið 1961. Í umfjöllun RÚV kemur fram að Baltasar hafi farið í heimsreisu þetta sama ár með viðkomu á Íslandi og Lesa meira | |
| 13:23 | „Ísland er ekki undanskilið hræringum“ Mikilvægt er að efla innviði á Vestfjörðum með hliðsjón af auknum öryggisógnum og kröfum Atlantshafsbandalagsins (NATO) um samfélagslegt áfallaþol. | |
| 13:22 | Býst við átakavori á þingi „Ég held að vorið verði átök. Átök um stór mál. Kannski ekki átök alla daga en ég held að við séum að horfa á erfið mál á Alþingi. Ég held að það reyni á ráðherrana í ríkisstjórninni, það reynir á forsætisráðherrann og það reynir á samningatækni þeirra, hæfileika og reynslu til þess að byggja brú,“ segir Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, fréttamaður, sem lengi hefur greint stöðuna á þingi.Í Þetta helst í dag er farið yfir stöðu mála á þingi og vorið framundan.Seinni hálfleikur er að hefjast á þingi. Nefndir þingsins komu saman núna á mánudaginn og klukkan þrjú í dag er fyrsti þingfundur á nýju ári sem hefst með óundirbúnum fyrirspurnatíma. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, fréttamaður, býst við átökum í vor. MÖRG STÓR MÁL FRAMUNDAN Ríkisstjórnin boðaði 157 mál í þingmálaskrá sem lögð var fram í h | |
| 13:20 | Baltasar Samper látinn Baltasar Samper listmálari er látinn, 88 ára að aldri. | |
| 13:19 | Rútuslys í Danmörku: Tveir látnir og átta alvarlega slasaðir Tveir létust eftir að tvær rútur rákust saman á sveitavegi nálægt Hornslet í Danmörku í morgun. | |
| 13:17 | Fundað um framtíð Grænlands – Danir auka viðveru hersins | |
| 13:17 | Framtíð Grænlands undir á fundi ráðamanna í Washington | |
| 13:16 | Bindandi úrskurður í kjaradeilu flugumferðarstjóra Formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segir niðurstöðua „súrsæta“ | |
| 13:14 | Baltasar Samper látinn Katalónsk-íslenski listmálarinn Baltasar Samper er látinn, 88 ára að aldri. | |
| 13:13 | Allt annað en bandarísk yfirráð „óásættanlegt“ Donald Trump vill að NATO aðstoði Bandaríkin við að eignast Grænland. | |
| 13:13 | Sagðir hafa verið með eggvopn Ekki var óskað eftir gæsluvarðhaldi yfir tveimur mönnum sem voru handteknir í lögregluaðgerð á Selfossi á sunnudaginn og hefur þeim verið sleppt úr haldi. | |
| 13:08 | Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Spænskir saksóknarar rannsaka nú áskanir um að Julio Iglesias, einn ástsælasti söngvari landsins, hafi beitt tvær fyrrverandi starfskonur sínar kynferðislegu ofbeldi. Iglesias, sem er á níræðisaldri, hefur ekki tjáð sig um ásakanirnar. | |
| 13:07 | Krónan styrktist yfir hátíðarnar Íslenska krónan hefur þó veikst gagnvart helstu gjaldmiðlum síðastilðna hálfa árið. | |
| 13:03 | Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Stjórn Styrkáss hf. hefur samþykkt að hefja undirbúning skráningar félagsins í Nasdaq OMX kauphöllina á Íslandi með það að markmiði að félagið verði skráð á öðrum ársfjórðungi 2027. Umsjónaraðilar með skráningu félagsins í kauphöll verða ráðnir fyrir lok þessa ársfjórðungs. | |
| 13:03 | Ólöglegt innihaldsefni í te Matvælastofnun varar við neyslu á Slimmy herbal tea drink orginal sem Daiphat og Fiska.is flytur inn vegna innihaldsefnisins Danthorn sem er ólöglegt. | |
| 13:00 | Falin myndavél notuð til að grípa leyniþjónustumann við að leka viðkvæmum öryggisupplýsingum um varaforseta Bandaríkjanna Leyniþjónustumaður í þjónustu bandarísku leyniþjónustunnar, sem starfaði við persónuvernd varaforseta Bandaríkjanna, hefur verið settur í tímabundið leyfi eftir að hann var staðinn að því að veita blaðamanni í dulargervi viðkvæmar öryggisupplýsingar. James O’Keefe, fyrrum höfuðpaur Project Veritast, sem sérhæfði sig í rannsóknarblaðamennsku þar sem blaðamaður fer í dulargervi og fær fólk til að játa ótrúlegustu […] Greinin Falin myndavél notuð til að grípa leyniþjónustumann við að leka viðkvæmum öryggisupplýsingum um varaforseta Bandaríkjanna birtist fyrst á Nútíminn. | |
| 12:52 | Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Pólóborg ehf., sem rekur verslanir Póló og Bláu sjoppunnar, hagnaðist um tæpar fimm hundruð milljónir króna árið 2024. Eigandinn greiðir sér þrjú hundruð milljónir í arð. | |
| 12:47 | Afli fyrir 5,3 milljarða hjá Tómasi Þorvaldssyni „Maður á von á að það haldist í horfinu,“ segir framkvæmdastjóri Grindavíkur Seafood sem kveður árið 2025 hafa verið ánægjulegt. |