| 08:03 | Óinnleyst tækifæri í sölu og verðlagningu Eigandi hjá alþjóðlega ráðgjafafyrirtækinu Simon-Kucher fræddi stjórnendur fyrirtækja í eignasafni Alfa Framtaks um hvernig megi efla sölustarf, verðlagningu og markaðssetningu sem drifkraft vaxtar og árangurs. | |
| 08:00 | Fyrirspurn um stæði fyrir hreyfihamlaða við skólann hafnað Fyrirspurn Myndlistarskólans í Reykjavík um skammtímastæði fyrir hreyfihamlaða nemendur við skólann fékk neitun hjá skipulagsfulltrúa. Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa á þriðjudag var tekin fyrir fyrirspurn skólans frá 10. október 2025, um setja skammtímastæði fyrir nemendur og aðstandendur skólans fyrir framan lóðina nr. 10. við Rauðarárstíg. Óskað var eftir afstöðu skipulagsfulltrúa á möguleika þess að sett verði Lesa meira | |
| 07:58 | Mikil spenna á Tenerife fyrir undanúrslitaleik Íslands Ísland mætir Danmörku í undanúrslitum á Evrópumótinu í handbolta í kvöld. Færri komast á leikinn en vilja, en þeim mun fleiri stefna á að horfa á leikinn í sjónvarpinu.Það verður þó víðar en á Íslandi sem fólk kemur saman til að horfa á leikinn, til dæmis á Tenerife. „Það hafa verið svona um 150-200 manns á hverjum degi sem að leikurinn er og fólk á öllum aldri hjá okkur alveg frá ungabörnum og upp í bara vel eldri borgara,“ segir Herdís Hrönn Árnadóttir, vert á Íslenska barnum á Tenerife. „Það hefur alltaf verið hjá okkur þjóðsöngurinn og allir standa upp og þetta er bara eins og að vera á landsleik.“ | |
| 07:57 | Trump krefur bandaríska skattinn um 10 milljarða dollara Donald Trump forseti hefur höfðað mál gegn bandarísku skattstofunni (IRS) og krefst 10 milljarða dala, jafnvirði 1.240 milljarða króna, vegna meints leka á skattframtölum sem hann segir að hafi skaðað viðskipti sín. Í málshöfðuninni – sem forsetinn höfðaði í eigin nafni ásamt tveimur elstu sonum sínum, Eric og Donald Jr., og fjölskyldufyrirtæki þeirra, The Trump Organization – sagði að skatturinn... | |
| 07:52 | Skilar 22-25 milljörðum í þjóðarbúið Áætlað er að loðnuvertíðin sem nú er að hefjast geti skilað 22-25 milljörðum króna í útflutningsverðmætum sem séu mikilvægar tekjur fyrir þjóðarbúið. Þetta er mat Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur framkvæmdastjóra SFS, sem segir kvótaaukninguna óvænta en tíðindin jákvæð | |
| 07:50 | 28 þingmenn flytja tillögu um stuðning við sjálfsákvörðunarrétt Grænlendinga Nærri helmingur þingmanna stendur að tillögu til þingsályktunar um að styðja rétt grænlensku þjóðarinnar til sjálfsákvörðunar. Tillagan var lögð fram á Alþingi í gær og setja 28 þingmenn nafn sitt við hana. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er fyrsti flutningsmaður.Í tillögunni segir að Alþingi álykti að styðja rétt grænlensku þjóðarinnar til sjálfsákvörðunar og að Alþingi telji að fullveldi og sjálfsákvörðunarrétt þjóða eigi alltaf að virða. „ Alþingi álítur að Grænlendingar eigi að ráða framtíð sinni sjálfir.“Hvorki er vísað til Bandaríkjanna með nafni né í ásælni Bandaríkjaforseta í að komast yfir Grænland í tillögunni. Þó má ráða af texta tillögunnar og greinargerðarinnar að það sé kveikjan að þingsályktunartillögunni.„Fullveldi og sjálfsákvörðunarréttur þjóða eru | |
| 07:48 | Innlend verðbréfafélög fá að greiða tvöfalt meiri kaupauka samkvæmt nýju frumvarpi Nýtt frumvarp sem felur í sér innleiðingu á Evrópureglum hefur í för með sér að innlend verðbréfafyrirtæki, sem hafa hingað til fallið undir sömu strö | |
| 07:47 | Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Maður og kona voru hýdd 140 sinnum í Aceh í Indónesíu í gær, fyrir að hafa neytt áfengis og stundað kynlíf utan hjónabands. Bæði voru lamin í bakið með priki í almenningsgarði á meðan tugir fylgdust með en á endanum leið yfir konuna. | |
| 07:40 | Kolvitlaus taktík og algjört sjálfsmark Bílaumboð hafa ekki hækkað álagningu á bifreiðum í kjölfar hækkana vörugjalda um áramót. | |
| 07:30 | Kynlífsmyndband með tveimur háttsettum embættismönnum skekur svartfellsk stjórnmál Nokkurt uppnám hefur orðið í stjórnmálum og raunar víðar í Svartfjallalandi eftir að kynlífsmyndband með tveimur háttsettum embættismönnum var birt á samfélagsmiðlum og fór í víðtæka dreifingu. Embættismennirnir, karl og kona, hafa bæði látið af störfum en karlmaðurinn, sem er giftur annarri konu, var meðal nánustu ráðgjafa forseta landsins. Saka þau hvort annað um að Lesa meira | |
| 07:30 | Hveitibrauðsdögum ríkisstjórnarinnar er lokið Aðsend grein úr Morgunblaðinu Forsætisráðherra, Kristrún Frostadóttir, fór mikinn í aðdraganda kosninga um „sleggjuna“ sem hún ætlaði að nota til að berja niður verðbólgu og vexti. | |
| 07:23 | Var ekki í jafn góðu formi og lögreglumennirnir sem hann reyndi að stinga af Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í mörg horn að líta í gærkvöldi og í nótt og gista fjórir fangageymslur lögreglu. Í umdæmi lögreglustöðvar 1, sem sinnir meðal annars miðborginni, var manni veitt eftirför á fæti er hann reyndi að koma sér undan afskiptum lögreglu. „Hann engan veginn í jafn góðu hlaupaformi og lögreglumennirnir og hafði því Lesa meira | |
| 07:11 | Víðast úrkomulítið en skúrir og slydduél austantil Veðurstofan gerir ráð fyrir fremur hægri austlægri átt í dag og rigning eða snjókoma austantil fram eftir morgni. Það verða skúrir eða slydduél suðaustanlands seinnipartinn, en úrkomulítið í öðrum landshlutum. | |
| 07:10 | Frambjóðendur úr atvinnulífinu í prófkjörum Það verður ekki bara hægt að kjósa á milli atvinnustjórnmálamanna og opinberra starfsmanna í komandi prófkjörum. | |
| 07:04 | Trump: Frábært ef Bandaríkin þyrftu ekki að beita hervaldi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt Írönum að þeir þurfti að gera tvennt til að forðast hernaðaraðgerðir, á sama tíma og Bandaríkin eru að auka hernaðarmátt sinn á Persaflóasvæðinu. | |
| 07:03 | Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Það er svo dásamlegt að upplifa hvernig Z-kynslóðin er byrjuð að hafa þau breytingaráhrif sem búið er að spá fyrir um í nokkuð langan tíma. | |
| 07:02 | Óbilandi trú á eigin ágæti Bólugrafinn og renglulegur með samvaxnar augabrúnir og hormottu, hrokafullur, hraðlyginn og hvatvís, kjaftfor, sjálfumglaður og ódrepandi við að ná markmiði sínu: að verða sá besti í heimi, sama hvað það kostar. | |
| 07:02 | Bólugrafinn bavíani, óþolandi asni og svalt sjarmatröll Bólugrafinn og renglulegur með samvaxnar augabrúnir og hormottu, hrokafullur, hraðlyginn og hvatvís, kjaftfor, sjálfumglaður og ódrepandi við að ná markmiði sínu: að verða sá besti í heimi, sama hvað það kostar. | |
| 07:00 | „Ég sit ekki í þungum þönkum að kryfja mitt eigið sálarlíf“ „Kannski er þetta bara minn tjáningarmáti,“ segir Una Björk Kjerúlf sem hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör þetta árið fyrir ljóðið Framlag mitt í minningabanka nærri útdauðra hljóða.Verðlaunin hafa verið veitt frá 2001 í minningu skáldsins Jóns úr Vör. Í rökstuðningi dómnefndar segir að ljóð Unu Bjarkar sé listilega lipurt og leikandi en efni þess nokkuð kvíðablandið þegar betur er að gáð. Halla Harðardóttir ræddi við Unu Björk í Víðsjá á Rás 1.Una Björk er alin upp á Vopnafirði þar sem hún bjó til sextán ára aldurs. „Þá þurfti ég, eins og svo margir landsbyggðarkrakkar, að fara í menntaskóla. Þá flutti ég til Akureyrar og var í menntaskólanum þar. Ég bjó þar í svolítinn tíma en hef verið síðustu áratugina í Reykjavík. Ég er ein af þeim sem fylla mengi skapandi fólks sem býr í Vesturbænum.“Hún lær | |
| 07:00 | Saka útgefendur Daily Mail um hleranir, innbrot í síma og gagnastuld Réttarhöld standa yfir þessa dagana í máli sem sjö heimsþekktar persónur hafa höfðað gegn Associated Newspapers, útgefanda götublaðsins Daily Mail. Ákæruefni snýr að ólöglegri upplýsingaöflun á kerfisbundinn hátt í þeim tilgangi að afla frétta. Meðal annars á blaðið að hafa hlerað símtöl, hakkað sig inn í síma og tölvukerfi og komist yfir persónuleg gögn eins og sjúkraskrár.Fræga fólkið sem höfðar þetta mál eru eru Elton John tónlistarmaður og maðurinn hans David Furnish, Harry Bretaprins, leikkonurnar Elizabeth Hurley og Sadie Frost, Simon Hughes fyrrverandi þingmaður Frjálslyndra demókrata og Doreen Lawrence, móðir Stephen Lawrence sem var drepinn fyrir 30 árum vegna kynþáttar síns. FYRRI MÁLSÓKNIR GENGU VEL HJÁ HARRY Þetta er þriðja málið sem Harry Bretaprins höfðar gegn breskum blað | |
| 07:00 | Forstjóri hjálparsamtaka í vondum málum: Mokaði peningum í eigin vasa og lifði sannkölluðu lúxuslífi Forstjóri hjálparsamtaka fyrir heimilislausa í Los Angeles gæti átt yfir höfði sér tuttugu ára fangelsi fyrir umfangsmikil fjársvik. Hann er sagður hafa notað tugi milljóna dala af opinberu fé til að fjármagna lúxuslífsstíl sinn. Peningarnir áttu að fara í það að halda fólki af götunni og veita þeim aðstoð sem áttu í engin hús að Lesa meira | |
| 07:00 | Um fjáreignir og fjármagn Aðsend grein úr Morgunblaðinu Í spekiriti Gamla testamentisins, Predikaranum, er fjallað um hegðun mannsins. | |
| 06:57 | Svalur hæglætisdagur Veðrið verður öllu rólegra í dag en það hefur sums staðar verið síðustu daga, sérstaklega syðst á landinu þar sem hvassviðri síðustu daga er horfið á braut.Í dag verða tiltölulega hægar austanáttir. Austantil á landinu gæti rignt eða snjóað með köflum framan af degi.Veðurhorfur á landinu til miðnættis annað kvöld:Austlæg eða breytileg átt, þrír til tíu metrar á sekúndu, í dag. Rigning eða snjókoma með köflum á austanverðu landinu fram eftir morgni, annars þurrt. Sums staðar skúrir eða él seinnipartinn, en bjartviðri suðvestanlands. Hiti kringum frostmark.Skúrir eða él á stöku stað á morgun og bætir aðeins í vind við suðurströndina. | |
| 06:55 | Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í gær að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefði heitið því að gera tímabundið hlé á loftárásum sínum á Kænugarð, sem hafa miðað að því að valda skemmdum á orkuinnviðum og svipta íbúa hlýju í vetrarkuldanum. | |
| 06:55 | Afar skjólsælt með nýjum brimvarnargarði Nýr brimvarnargarður mun skapa mikið skjól í Njarðvíkurhöfn. Hafnarstjórinn segir óljóst um uppbyggingu vegna skipastóls Landhelgisgæslunnar sem sett var á dagskrá í tíð fyrri ríkisstjórnar. Verið er að hanna olíubirgðastöð fyrir NATO í Helguvík og Reykjaneshöfn vill fleiri skemmtiferðaskip til Keflavíkur. | |
| 06:55 | Framsókn leitar að nýju blóði – Sigmar Vilhjálmsson orðaður við leiðtogahlutverk Framsóknarflokkurinn stendur nú á krossgötum. Fylgi flokksins hefur dalað verulega undanfarin misseri og mælist hann nú með um eða undir 7 prósenta fylgi í skoðanakönnunum. Ljóst er að vilji flokkurinn endurheimta fyrri styrk þarf róttæka endurnýjun, bæði í forystu og áherslum. Þegar hafa tvær konur lýst yfir áhuga á formennsku í flokknum. Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður […] Greinin Framsókn leitar að nýju blóði – Sigmar Vilhjálmsson orðaður við leiðtogahlutverk birtist fyrst á Nútíminn. | |
| 06:34 | Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Lögregla lenti í eltingaleik við tvo einstaklinga í nótt í tveimur aðskildum atvikum. Einn sem grunaður er um sölu og dreifingu fíkniefna og peningaþvætti reyndi að hlaupa undan lögreglu en hafði ekki erindi sem erfiði. Var hann yfirbugaður og handtekinn en hann er einnig grunaður um fjölda brota gegn útlendingalögum, til að mynda að framvísa ekki lögmætum skilríkjum og ógna allsherjarreglu og almannahagsmunum. | |
| 06:34 | Harma launalækkanir starfsfólks í fiskeldi Stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga segist harma að stjórnendur Arnarlax og Arctic fish hafi tekið þá ákvörðun að lækka laun starfsfólks í fiskeldi. | |
| 06:30 | „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Erlendum karlmanni, á leið í heimsókn til tengdafjölskyldu sinnar á Íslandi, var meinaður aðgangur í flugvél Icelandair því gildistími vegabréfs hans var innan við þrír mánuðir. Með neyðarvegabréf í hendi keypti hann nýtt og dýrt flug. Hann rak í rogastans þegar hann ætlaði að halda heim á leið viku síðar og átti ekki lengur sæti í fluginu. Formaður Neytendasamtakanna segir reglu flugfélagsins óskiljanlega. | |
| 06:30 | Tesla hættir framleiðslu á þessum tveimur bílum Hagnaður rafbílaframleiðandans Tesla dróst verulega saman á síðasta ári og hefur raunar ekki verið minni frá tímum kórónuveirufaraldursins fyrir fimm árum. Samdrátturinn nam 46 prósentum og nam nettóhagnaður fyrirtækisins 3,8 milljörðum Bandaríkjadala, samkvæmt uppgjöri sem birt var á miðvikudag. Þetta er annað árið í röð sem hagnaður Tesla dregst saman. Þetta gerist þrátt fyrir að Lesa meira | |
| 06:18 | Sakaði Bandaríkin um að fela forsetaframbjóðanda Yfirmaður hersins í Úganda, Muhoozi Kainerugaba, sakaði í gær Bandaríkin um að hafa aðstoðað stjórnarandstæðinginn og forsetaframbjóðandann Bobi Wine við að flýja í felur í færslu sem hann birti á samfélagsmiðlinum x.Færslunni var eytt aðeins tveimur tímum síðan með afsökunarbeiðni frá Kainerugaba sem bað vini sína Bandaríkin afsökunnar á þessum rangfærslum.Wine hefur verið í felum síðan hann sakaði stjórnvöld í Úganda um kosningasvindl kosningunum þar í landi 15 janúar. Ekki er vitað hvað hann er niðurkominn.Hann bauð sig fram gegn Yoweri Museveni sem hefur verið forseti landsins í fjörtíu ár. Kainerugaba, er sonur forsetans og talinn líklegur til að taka við af föður sínum þegar hann er allur, en Museveni er 81 árs gamall. | |
| 06:14 | Hitinn í kringum frostmark Það verður fremur hæg austlæg eða breytileg átt á landinu í dag. Bjartviðri verður suðvestanlands en rigning eða snjókoma með köflum á austanverðu landinu fram eftir morgni. Hitinn verður í kringum frostmark. | |
| 06:09 | Maður yfirbugaður og handtekinn fyrir fjölda brota Maður var handtekinn í gærkvöld grunaður um sölu og dreifingu fíkniefna, peningaþvætti, að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu og fjölda brota gegn útlendingalögum. | |
| 06:00 | Óttuðust um líf ófæddrar dóttur sinnar Þegar Sólveig Sigurðardóttir missti vatnið í vinnunni eftir 30 vikna meðgöngu hélt hún að hún væri að missa dóttur sína. | |
| 06:00 | Boðar viðbrögð við verðbólgu Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra er með böggum hildar vegna verðbólgumælingar í janúar sem Hagstofa Íslands birti í gær. | |
| 05:45 | „Þið heyrið bara af stóru árásunum, það eru daglegar árásir hér“ Aðfaranótt fimmtudags gerðu Rússar dróna- og eldflaugaárásir á borgir og bæi vítt og breitt um Úkraínu, eins og þeir hafa gert nánast daglega síðustu vikur. Á miðvikudag drápu þeir fimm manns í árás á farþegalest en fimmtudagsnóttina drápu þeir tvær manneskjur og særðu fjórar, þar af tvö börn, í árás á íbúðablokk í útjaðri höfuðborgarinnar Kíev .Í síðustu viku var hins vegar sautján stiga frost þar og allt að 30 stiga næturfrost er í kortunum víða í Úkraínu í næstu viku. Það veit ekki á gott, því um 80 prósent Úkraínumanna eru án rafmagns á hverjum tíma vegna skömmtunar, sem grípa þarf til vegna markvissrar eyðileggingar Rússa á orkuinnviðum landsins.Rafmagnsleysið hefur bein áhrif á virkni hitaveitna, sem margar hverjar hafa líka verið eyðilagðar í árásum Rússa, auk þess sem rafmagnskynd | |
| 05:22 | Heilbrigðisstarfsfólk í húsvitjunum til innflytjenda Tveir íbúar í Minneapolis hafa undanfarið skipulagt húsvitjanir til innflytjenda sem ekki hafa þorað út úr húsi vegna aðgerða ICE-liða í borginni undanfarnar vikur. Mennirnir tveir, sem eru bandarískir ríkisborgarar af sómölskum uppruna, hafa skipulagt sjálfboðaliðastarf með heilbrigðisstarfsfólki þar sem sjálfboðaliðar bjóða samborgurum sínum læknisaðstoð og létta til með þeim með ýmsum hætti.Fjölmargir innflytjendur, bæði þeir sem eru löglega í landinu og ólöglegir innflytjendur í Minneapolis, óttast að fara af heimilum sínum í Minneapolis til að leita sér læknisaðstoðar, versla helstu nauðsynjar eða sinna öðrum erindum.Aðgerðir ICE-liða hafa verið víðtækar í borginni og hafa ICE-liðar meðal annars farið á spítala og heilsugæslustöðvar til að leita uppi innflytjendur og yfirheyra þá. Það | |
| 04:32 | Ætla ekki að taka á móti nýjum innflytjendum Lettnesk stjórnvöld ætla ekki að taka á móti nýjum innflytjendum til landsins. Þetta kom fram í ræðu Baibu Braze utanríkisráðherra í umræðum á lettneska þinginu um utanríkismál í gær. Hún sagði að byggingu á landamæragirðingu landsins væri lokið og landamæraverðir hefðu unnið dag og nótt til að koma í veg fyrir að 12.000 ólöglegir innflytjendur hefðu komist inn í landið.Hún hvatti hins vegar Letta sem búsettir eru utan heimalandsins til að snúa aftur til Lettlands. Meira en fimmtungur Letta búi erlendis og mikið kapp sé lagt á, bæði í lettneskum sendiráðum og í Lettlandi, að veita fólki upplýsingar og aðstoð sem vilji flytja aftur til heimalandsins.Lettneska ríkisútvarpið greindi svo frá. | |
| 02:49 | Danakonungur fer í opinbera heimsókn til Grænlands 18.-20. febrúar Friðrik 10. Danakonungur fer í opinbera heimsókn til Grænlands 18.–20. febrúar. Danakonungur og drottningin Mary eru í opinberri heimsókn í Eistlandi og Litháen um þessar mundir og greindu fyrirhugaðri heimsókn til Grænlands í viðtali við fjölmiðla. Danska ríkisútvarpið greinir svo frá.Danakonungur sagði að hugur þeirra hjóna hefði verið með Grænlendingum undanfarið.„Við finnum mjög til með Grænlendingunum og við höfum verið mjög snortin af því sem hefur verið í gangi á Grænlandi undanfarnar vikur. Grænlendingar hafa verið mjög áhyggjufullir og það varðar okkur bæði því Grænland er okkur mjög mikilvægt,“ sagði konungurinn og vísaði þar til þeirra hjóna. Hann sagði fjölskylduna ræða málefni Grænlands heima fyrir því börnin spyrji einnig út í málefnið.Danakonungur hafði einnig orð á því að h | |
| 01:28 | Lofthelgin opnuð á ný fyrir farþegaflug Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað að lofthelgi Venesúela verði opnuð á ný fyrir farþegaflug. Lofthelgi Venesúela hefur verið lokuð í tæpar fjórar vikur eða allt síðan bandarískar sérsveitir leituðu uppi Nicolas Maduro forseta landsins og forsetafrúna Ciliu Floeres og færðu í varðhald í Bandaríkjunum 3. janúar.„Bandarískir ríkisborgarar geta innan skamms ferðast til Venesúela og þeir verða öruggir þar. Landið er undir strangri stjórn,“ sagði Trump í Hvíta húsinu í gær.Bandaríska flugfélagið American Airlines tilkynnti um áform flugfélagsins að hefja flug til Venesúela á ný, að því gefnu að stjórnvöld heimili flug þangað og öryggismat fari fram. | |
| 00:16 | Ekki rétti hópurinn sem noti þyngdarstjórnunarlyf Stór hluti Íslendinga er með ofþyngd og sífellt fleiri nýta sér þyngdarstjórnunarlyf. Erla Gerður Sveinsdóttir, sérfræðilæknir í offitumeðferð, hefur áhyggjur af því að það sé ekki rétti hópurinn sem fái lyfin.„Við vitum að það eru heilmargir sem virkilega þyrftu á þessum lyfjum að halda vegna sjúkdómsins offitu sem þeir eru með og kannski á alvarlegu stigi,“ segir Erla, „en hafa ekki tök á því fjárhagslega að vera á lyfjameðferðinni því að skilyrðin fyrir niðurgreiðslu eru mjög ströng. Á sama tíma er gríðarlega mikill fjöldi að nota lyfin og við getum ekki verið alveg viss um að þetta sé endilega rétti hópurinn.“ EKKI ENDILEGA OF MARGIR Á LYFJUNUM Erla segir mjög stóran hluta Íslendinga vera með ofþyngd og offitu, yfir 100 þúsund manns. „Þannig að þó það séu nokkur þúsund á lyfinu þá þ | |
| 00:16 | Jarðskjálfti að stærðinni 3,1 vest-suðvestur af Reykjanestá Veðurstofa ÍslandsJarðskjálfti að stærðinni 3,1 varð kl. 19:37 í kvöld, 30 km vest-suðvestur af Reykjanestá. Alls mældust um 20 skjálftar á þessu svæði í kvöld en dregið hefur úr skjálftahrinunni, samkvæmt Elísabetu Pálmadóttur, náttúruvársérfræðingi á Veðurstofu Íslands.Áður hafa mælst kröftugar hrinur á þessu svæði, síðast í maí 2025, þegar yfir 500 skjálftar mældust í þeirri hrinu. Stærsti skjálftinn var um 5 að stærð og fannst vel á suðvesturhelmingi landsins. | |
| 23:59 | Trump hótar viðbótartollum með forsetatilskipun Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði í dag forsetatilskipun þar sem hann hótar að leggja viðbótartolla á þau lönd sem selja olíu til Kúbu. | |
| 23:56 | Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Tulsi Gabbard, yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna, leiðir umfangsmikla leit ríkisstjórnar Donalds Trump að vísbendingum um umfangsmikið kosningasvindl sem forsetinn segir að hafi kostað sig sigur í forsetakosningunum 2020. Trump hefur ítrekað haldið því fram að sú hafi verið raunin en hvorki hann né bandamenn hans hafa getað fært almennileg rök fyrir því. | |
| 23:55 | Handtekinn við að búta konuna niður Sænskur héraðssaksóknari hefur staðfest að 26 ára gamall maður, sem liggur undir grun um að hafa myrt unga konu í Rönninge um jólin, hafi verið handtekinn við að búta lík hennar niður. Hann hefur áður hlotið dóm. | |
| 23:55 | Bjórinn bæði minni og dýrari Algengt verð á bjór á börum í miðborg Reykjavíkur er 1.600 krónur. Það er fyrir 400 ml glas en sem kunnugt er hafa margir barir minnkað bjórglösin síðustu ár. | |
| 22:59 | Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga segist harma að stjórnendur Arnarlax og Arctic fish hafi tekið þá ákvörðun að lækka laun starfsfólks í fiskeldi. Sú ákvörðun mun hafa verið tilkynnt starfsfólki fyrr í mánuðinum og á að taka gildi þann 1. maí. | |
| 22:58 | Hagnaður Landsbankans 38 milljarðar — 19 milljarðar í arð Landsbankinn hagnaðist um 38 milljarða eftir skatta árið 2025 en það er hálfs milljarðs aukning frá árinu áður. Arðsemi eiginfjár var 11,6% samanborið við 12,1% árið áður. Þá vill bankaráð greiða um 19 milljarða króna, sem nemur um 50% af hagnaði ársins, í arð. Bankaráð er einnig með til skoðunar að leggja til sérstaka arðgreiðslu fyrir aðalfundinn.Þetta kemur fram í uppgjöri Landsbankans. Þar segir að heildarskattgreiðslur bankans hafi numið 19 milljörðum króna.Hreinar vaxtatekjur bankans námu 62,1 milljarði króna og hreinar þjónustutekjur 12,6 milljörðum. Kostnaðarhlutfall bankans hækkar lítillega milli ára og var 34,3%.Hagnaður á fjórða ársfjórðungi ársins 2025 nam 8,6 milljörðum króna og arðsemi eiginfjár var 10,1%.Útlán jukust um 4,3% eða 76,9 milljarða króna og innlán um 1,7% eða 20, | |
| 22:54 | Sviptur og dópaður á 134 km hraða Á svæði Hafnarfjarðarstöðvar lögreglunnar í erli dagsins í dag var maður tekinn við akstur undir áhrifum áfengis, þó undir refsimörkum, en annar ók á 134 kílómetra hraða miðað við klukkustund á svæði þar sem 80 er hámarkið. | |
| 22:44 | Bandaríkin ávítt fyrir að ýta undir aðskilnað Albertu frá Kanada Mark Carney, forsætisráðherra Kanada, sagði í dag að hann ætlaðist til þess að Bandaríkin „virði fullveldi Kanada“, í kjölfar frétta um að embættismenn bandaríska utanríkisráðuneytisins hafi fundað með aðskilnaðarsinnum frá olíuríka fylkinu Alberta. Hópur sem kallast Alberta Prosperity Project (APP) hefur fengið leyfi til að safna undirskriftum til stuðnings þjóðaratkvæðagreiðslu um að gera vesturfylkið að sjálfstæðu ríki. Sjálfstæðiskosning gæti farið... | |
| 22:39 | Létu viðvaranir sem vind um eyru þjóta Nanna Margrét segir tíðindi dagsins hafi verið fyrirsjáanleg en ríkisstjórnin hafi hundsað viðvörunarorð. | |
| 22:38 | Ísland krafði Bandaríkin um afsökunarbeiðni „Allt ætlaði um koll að keyra á Íslandi þegar því heyrðist fleygt að það væri næst á skotmarkalista Trumps – „52. ríkið“,“ segir í grein bandaríska vefritsins Politico um viðbrögð ýmissa þjóða við Grænlandsmálinu. | |
| 22:38 | Politico segir allt hafa orðið vitlaust á Íslandi „Allt ætlaði um koll að keyra á Íslandi þegar því heyrðist fleygt að það væri næst á skotmarkalista Trumps – „52. ríkið“,“ segir í grein bandaríska vefritsins Politico um viðbrögð ýmissa þjóða við Grænlandsmálinu. | |
| 22:29 | Losaði þvag sitt á lögreglustöðina Lögreglan höfuðborgarsvæðinu fékkst við hin fjölbreyttustu verkefni í dag sem aðra daga og komu 120 mál til kasta hennar frá klukkan fimm árdegis til jafnlengdar síðdegis og gistu sex manns fangageymslur þegar lögregla sendi frá sér yfirlit um helstu mál. | |
| 22:16 | Telja eðlilegast að rektor verði sendur í leyfi á meðan beðið er niðurstöðu siðanefndar Félag akademískra starfsmanna fundaði í dag með stjórn Háskólans á Bifröst. Félagið hefur lýst yfir vantrausti á rektor skólans eftir að erindi var sent til siðanefndar skólans um fræðigreinar þriggja starfsmanna án þess að starfsmönnunum væri gefinn kostur á að veita skýringar. Notast hafi verið við gervigreindarforritið Claude við mat á fræðigreinunum og hvort starfsmennirnir væru raunverulegir höfundar þeirra.Hanna Kristín Skaftadóttir, lektor og fagstjóri viðskiptagreindar við Háskólann á Bifröst og formaður Félags akademískra starfsmanna skólans, segir að félagið telji eðlilegast að stjórn sendi rektor, deildarforseta viðskiptadeildar hans og rannsóknarstjóra í leyfi þar til lausn er komin í málinu„Þetta er fyrsta samtalið sem við eigum við formann stjórnar Háskólans á Bifröst og sá f | |
| 22:12 | Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Karlmaður hefur verið handtekinn fyrir að þykjast vera fulltrúi bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) til að frelsa Luigi Mangione úr haldi. Maðurinn var með pítsaskera í fórum sínum. | |
| 22:11 | Gula gull Íslands fer brátt að skila þjóðarbúinu milljörðum Loðnukvóti verður stóraukinn og vertíðin gæti skilað tugmilljörðum í þjóðarbúið. Í Neskaupstað kalla menn loðnuhrognin gula gullið og góð verð ættu að fást enda markaðir tómir. Við litum við í uppsjávarfrystihúsi Síldarvinnslunnar í Neskaupstað í dag og hittum Odd Einarsson yfirverkstjóra. EINS OG JÓLIN VÆRU KOMIN AFTUR „Það var bara eins og jólin væru komin aftur og það var gríðarlega mikil gleði hjá öllum þegar við fengum þennan loðnukvóta í dag. Það er náttúrlega búin að vera mikil tilhlökkun fyrir þessu en það var rosalega mikil gleði þegar við fengum þessar fréttir núna í morgun,“ segir Oddur.Útgerðarmennirnir segja að loðnan sé falleg og hún sé líka einstaklega verðmætur fiskur. Í kvenloðnunni eru hrognin og þau eru eftirsótt hjá matgæðingum víða um heim.Við nælum okkur í nokkrar | |
| 22:04 | Stefnir í aðra lokun ríkisstofnanna í Bandaríkjunum Demókratar í öldungadeild Bandaríkjaþings höfnuðu fjárlagapakka með sex lagafrumvörpum í dag sem gæti orðið til þess að loka þurfi starfsemi fjölda ríkisstofnana.Pakkinn átti að fjármagna meira en 75% kostnaðar við rekstur ríkisstjórnarinnar. Það er því nánast ómögulegt að komast hjá því að loka hluta af starfsemi ríkisstjórnarinnar frá og með næsta laugardegi.Reiknað er með að samningaviðræður dragist fram á annað kvöld en falli fjármögnun ríkisins niður gætu hundruð þúsunda opinberra starfsmanna verið sendir í leyfi eða neyddir til að vinna launalaust, sem hefði víðtæk efnahagsleg áhrif.Þetta yrði þá í annað sinn sem fjármögnun til stórra hluta bandarískra ríkisstofnana væri fryst tímabundið síðan Trump tók við embætti fyrir ári síðan. REIÐUBÚNIR AÐ SAMÞYKKJA FIMM FRUMVÖRP AF SEX Demó | |
| 22:00 | Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Umboðsmaður barna hefur fengið erindi á sitt borð þar sem börn spyrjast fyrir um eigin réttindi hvað varðar myndbirtingar foreldra af börnum sínum. Myndir geti verið nýttar í annarlegum tilgangi sem upphaflega voru birtar í góðri trú. | |
| 22:00 | Nýjar vendingar í máli unglings sem hvarf fyrir áratug – „Jacob er fundinn“ Lýst var eftir Jacob Lyon í febrúar árið 2016 en þá hafði móðir hans ekki séð hann í þrjá mánuði. Jacob var þá 19 ára gamall. Hann glímdi við geðrænar áskoranir og hafði legið inn á geðdeild mánuði áður en hann hvarf. Jacob Lyon er frá Niceville í Florida. Árið 2022 fundust í um 15 Lesa meira | |
| 21:53 | Vegagerðin semur um for- og verkhönnun Fljótaganga Vegagerðin og COWI Ísland undirrituðu samning um for- og verkhönnun Fljótaganga, vegagerðar á Siglufjarðarvegi milli Stafár í Fljótum og tengingu við núverandi Siglufjarðarveg í botni Siglufjarðar. For- og verkhönnun skal að fullu lokið í nóvember 2026 Verkið felur m.a. í sér for- og verkhönnun jarðganga, vega, tveggja brúa, hringtorgs, áningarstaðar og undirganga fyrir gangandi, hjólandi […] The post Vegagerðin semur um for- og verkhönnun Fljótaganga appeared first on Fréttatíminn. | |
| 21:45 | Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Álftanes og Njarðvík eru bæði í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni og mætast í 16. umferð Bónus deildar karla í körfubolta. | |
| 21:42 | Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Eftir tvö vonbrigðaár í loðnunni bárust loks gleðitíðindi í dag þegar Hafrannsóknastofnun lagði til fimmföldun loðnukvótans. Það þýðir að loðnuvertíðin næstu tvo mánuði gæti skilað þjóðarbúinu 35 til 40 milljarða króna útflutningstekjum, að mati forstjóra Síldarvinnslunnar. | |
| 21:24 | Ólafur Darri verður Þór Leikarinn Ólafur Darri Ólafsson hefur tekið að sér að leika guðinn Þór í nýjum þáttum Amazon MGM og Sony. Þættirnir byggja á gífurlega vinsælum leikjum um spartverjan og seinna stríðsguðinn Kratos. | |
| 21:11 | Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Lögreglan á Austurlandi lýsir yfir óvissustigi. | |
| 21:03 | Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Lögreglan á Austurlandi hefur lýst yfir óvissustigi vegna snjóflóðahættu í Fagradal. | |
| 21:02 | Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð KR-ingar héldu sigurgöngu sinni áfram í Bónusdeild karla í körfubolta með sannfærandi 22 stiga sigri á Skagamönnum uppi á Akranesi í kvöld, 120-98. Þetta var fjórði deildarsigur KR-inga í röð en Skagamenn töpuðu á móti áttunda leiknum í röð. | |
| 21:01 | „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Oddviti Framsóknar í Reykjavíkurborg segir fyrirhugað deiliskipulag Borgarlínunnar um Suðurlandsbraut augljóslega ekki ganga upp. Frekar eigi að byggja mislæg gatnamót, gögn og gera forgangsaakreinar fyrir strætó. | |
| 20:58 | Leik lokið: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Grindvíkingar komust skrefi nær deildarmeistaratitlinum með sannfærandi ellefu stiga sigri á Valsmönnum í Grindavík í kvöld, 78-67. | |
| 20:54 | Leik lokið: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Sigurganga Ármenninga endaði snögglega í Laugardalshöllinni í kvöld en ÍR-ingar mættu og unnu 35 stiga stórsigur, 109-74. | |
| 20:49 | Saknar viðbragða við verðbólgu Sigmundur Davíð kallar eftir því að kynnt verði áform um aðhald í ríkisrekstri því það myndi strax slá á verðbólguvæntingar. | |
| 20:46 | „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra, segir að sér þyki leiðinlegt að ekki gangi betur að ná niður verðbólgu og vöxtum. Hann muni leggja sig allan fram og ekki hvílast fyrr en árangri hafi verið náð. | |
| 20:41 | Dýrustu bílarnir á Íslandi Listi yfir fimmtán af dýrustu bílum sem fluttir hafa verið til landsins voru birtir í bílablaði Viðskiptablaðsins í gær. | |
| 20:30 | Segir fyrirheit um fast starf hjá Útlendingastofnun hafa verið svikin Umboðsmaður alþingis segir í bréfi til konu sem lagði fram kvörtun yfir starfslokum sínum hjá Útlendingastofnun og fullyrti að ekki hafi verið staðið við fyrirheit um að hún fengi fast starf hjá stofnuninni að ágreiningur við stofnunina um starfslokin sé verkefni fyrir dómstóla að leysa úr . Ráðningarsamningur konunnar var þó aðeins tímabundin en hún Lesa meira | |
| 20:30 | Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum Haukar og ÍR áttust við í 15. umferð Olís-deildar kvenna í handbolta á Ásvöllum í kvöld og endaði leikurinn með eins marks sigri Hauka, 23-22. Með sigrinum lyfta Haukar sér upp fyrir ÍR og verma þriðja sæti deildarinnar. | |
| 20:28 | Einföldun að halda því fram að aðgerðir ríkisstjórnarinnar valdi verðbólgu Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir einföldun að halda því fram að vaxandi verðbólga sé vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur ítrekað lofað að lækka vexti og verðbólgu. Nú hefur verðbólga hins vegar aukist umfram svartsýnustu spár og mælist 5,2%. Helstu ástæður eru breytingar á opinberum gjöldum að mati hagfræðings.„Hagstofan heldur utan um hversu stór hluti þessara breytinga er vegna skattabreytinga, gjaldabreytinga og það er í kringum 0,3 prósent,“ segir fjármálaráðherra. 0,4 prósent séu aðrir liðir.Ríkisstjórnin hefur lofað að lækka vexti og verðbólgu sem mælist nú í 5,2%. Verðbólga hefur ekki mælst meiri í að verða eitt og hálft ár. Fjármálaráðherra segir einföldun að halda því fram að aðgerðir ríkisstjórnarinnar valdi vaxandi verðbólgu. | |
| 20:20 | Trump hrósar Pútín: Stöðvar árásir í eina viku Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Vladimír Pútín starfsbróður sinn í Rússlandi hafa samþykkt að stöðva árásir Rússlandshers á Kænugarð og aðrar borgir Úkraínu í eina viku. | |
| 20:17 | Stjórnarandstaðan og greinendur skella skuldinni á ríkisstjórnina Verðbólga eykst úr 4,5% í 5,2%. Hún hefur ekki mælst meiri í að verða eitt og hálft ár. Nýjasta mælingin er verri en allar opinberar spár gerðu ráð fyrir.Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur hjá Íslandsbanka, segir opinber gjöld skýra aukninguna að mestu leyti. „Það verður að segjast. Þessi frumvörp sem voru samþykkt núna rétt fyrir áramót og tóku gildi um áramótin höfðu þessi áhrif að mestu,“ segir hún.Þá hafi verð á mat og drykk og áfengi hækkað og vísar auk þess í ýmsar gjaldskrárhækkanir. Þyngst vegi mikil hækkun á bílum eða um 13%.Hefðu stjórnvöld ekki átt að sjá þetta fyrir?„Jú, maður myndi halda það. Við vöruðum við þessu þegar í ljós kom að þessi frumvörp voru samþykkt fyrir áramót, að þetta myndi valda því að verðbólga myndi aukast í janúar og það varð svo,“ segir Berþóra.„Það lít | |
| 20:12 | Ríkisstjórn atvinnuleysis, verðbólgu og hærri álaga Frá því ríkisstjórnin tók við hefur verðbólgan hækkað og atvinnuleysi ekki mælst hærra í 11 ár, án Covid-ára. | |
| 20:10 | Sjókví rak inn Patreksfjörð „Lögreglan fékk tilkynningu um þetta síðdegis í dag og um leið og mínir menn fóru að skoða þetta kom í ljós að þetta var kví sem var ekki í notkun,“ segir Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, í samtali við mbl.is um sjókví sem rak inn Patreksfjörð og lauk ferðalagi sínu innst í firðinum. | |
| 20:00 | Leik lokið: Haukar - ÍR 23-22 | Unnu ÍR og komust upp fyrir þær Haukakonur fönguðu þriðja deildarsigrinum sínum í röð og hoppuðu upp í þriðja sæti Olísdeildar kvenna í handbolta eftir eins marks sigur á ÍR í kvöld, 23-22, eftir að hafa verið 13-11 yfir í hálfleik. | |
| 19:59 | Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Bandarísk kona sem búsett er á Íslandi hafði aldrei heyrt minnst á handbolta áður en hún kynntist hinni handboltaóðu íslensku þjóð. Hún vinnur sem ferðaráðgjafi og hjálpar erlendum ferðamönnum að kynnast íslenskri menningu. Til að þekkja Íslendinga í raun og sann sé nauðsynlegt að skilja handbolta. | |
| 19:47 | Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Grindavíkurbær auglýsir forskráningu í leik- og grunnskóla fyrir haustið 2026. Ætlunin er að kanna eftirspurn. | |
| 19:45 | Landsbankinn hagnaðist um 38 milljarða Landsbankinn hagnaðist um 38 milljarða króna eftir skatta á síðasta ári samanborið við 37,5 milljarða árið áður. | |
| 19:39 | Segir fjóra fingur beinast að Daða sjálfum Framkvæmdastjóri SVÞ gagnrýnir tilraunir fjármálaráðherra til að gera aðra að blóraböggli fyrir verðbólguskotinu. | |
| 19:34 | HS Orka undirbýr að virkja Eldvörp HS Orka stefnir á að virkja Eldvörp á Reykjanesi. Lagðar verða leiðslur frá gömlum borholum í Eldvörpum að virkjuninni í Svartsengi og orkan beisluð þar.Virkjun HS Orku í Svartsengi var nýverið stækkuð og framleiðslugetan aukin um þriðjung. Kristinn Harðarson, framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku, segir framkvæmdina hafa gengið vel þrátt fyrir áskoranir vegna eldsumbrota og jarðhræringa.Næst á dagskrá er að hefja nýtingu á jarðhita úr Eldvörpum. Kristinn segir þetta hafa verið lengi til skoðunar. „Svæðið er samþykkt í rammaáætlun sem 50 megavatta svæði.“Matsáætlun er til kynningar í Skipulagsgátt.Eldvörp njóta sérstakrar verndar samkvæmt náttúruverndarlögum og eru á skrá yfir náttúruminjar sem ástæða þykir til að friðlýsa. Ekki stendur til að reisa virkjun þar, heldur á að leggja leiðs | |
| 19:30 | Nærri þúsund manns á ári synjað um þjónustu VIRK Um 900 manns að meðaltali á ári hefur verið synjað um þjónustu hjá VIRK starfsendurhæfingarsjóði, síðustu tíu ár. Algengasta ástæðan er að starfsendurhæfing sé ekki raunhæf eða sé metin fullreynd. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari Ragnars Þór Ingólfssonar félags- og húsnæðismálaráðherra við fyrirspurn Rósu Guðbjartsdóttur þingmanns Sjálfstæðisflokksins. VIRK er sjáfseignarstofnun sem Lesa meira | |
| 19:30 | Villisvín við sænskan skóla Hópur villisvína birtist við skóla í bænum Järfälla, norðvestur af sænsku höfuðborginni Stokkhólmi, á laugardagskvöldið og náði íbúi þar í bænum myndskeiði af dýrunum þar sem hópurinn norpaði við skólann sem vitanlega var á þessum tíma lokaður. | |
| 19:29 | Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Ríkisstjórnin hefði mátt bíða með breytingar á opinberum gjöldum þar til verðbólgan myndi hjaðna. Þetta segir hagfræðingur Íslandsbanka. Formaður VR segir það ekki náttúrulögmál að fyrirtæki velti öllu út í verðlagið. Kjarasamningar springi í haust velji fyrirtækin að fara þá leið. | |
| 19:20 | Fréttaskýring: Tókst að bjarga rekstri Glassriver Tíðinda af örlögum framleiðslufyrirtækisins Glassriver hefur verið beðið með eftirvæntingu innan kvikmyndaheimsins hér á landi síðustu vikur. Rekstrarerfiðleikar fyrirtækisins hafa verið á margra vitorði og talið var að brugðið gæti til beggja vona. | |
| 19:05 | Þrjár hlutu heiðursverðlaun Þrjár konur hlutu heiðursverðlaun á Viðurkenningarhátíð Félags kvenna í atvinnulífinu. Meðal verðlaunahafa er fyrrverandi borgarstjóri. | |
| 19:01 | Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Landsbankinn hagnaðist um 38 milljarða króna, eftir skatta, á síðasta ári. Þar varð hálfs milljarðs aukning á milli ára. Til stendur að greiða helming hagnaðarins, eða nítján milljarða, í arð til eigenda. Bankaráð Landsbankans er einnig með til skoðunar að leggja til sérstaka arðgreiðslu fyrir aðalfund. | |
| 18:46 | Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók fimm einstaklinga sem grunaðir eru um þjófnað í fjölda verslana. | |
| 18:45 | Eyjagöng semja við Eflu og Völuberg Eyjagöng ehf. hefur samið við verkfræðistofuna Eflu og verkfræði- og jarðfræðistofuna Völuberg. | |
| 18:42 | Á fjórða hundrað vildu sæti á D-lista Á fjórða hundrað manns sóttust eftir því að taka sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. | |
| 18:32 | ÍA - KR | Vesturbæingar á flugi gegn Skagamönnum í vandræðum ÍA er í neðsta sæti deildarinnar og tekur á móti KR sem getur fagnað fjórða sigrinum í röð í 16. umferð Bónus deildar karla í körfubolta. | |
| 18:32 | Ármann - ÍR | Nýliðarnir geta unnið þriðja leikinn í röð Nýliðar Ármanns geta unnið þriðja leikinn í röð þegar ÍR kemur í heimsókn í 16. umferð Bónus deildar karla í körfubolta. | |
| 18:31 | Grindavík - Valur | Toppliðið vill bæta upp fyrir slæmt tap Grindavík tapaði í annað sinn á tímabilinu í síðustu umferð og ætlar sér að bæta upp fyrir það þegar Valsmenn koma í heimsókn í 15. umferð Bónus deildar karla í körfubolta. | |
| 18:31 | Njarðvík - Álftanes | Bæði lið í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni Álftanes og Njarðvík eru bæði í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni og mætast í 16. umferð Bónus deildar karla í körfubolta. | |
| 18:31 | Home Depot segir upp 800 starfsmönnum Home Depot hefur sagt upp 800 skrifstofustarfsmönnum í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Atlanta. |