| 06:30 | Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Sveitarstjóra Grímsnes- og Grafningshrepps var ekki heimilt að taka ákvörðun um að banna íbúa að halda hund. Íbúinn hafði fengið áminningu vegna brota á samþykkt um hundahald. Kæru hans til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála var vísað frá vegna þess að sveitarstjórn hefði átt að taka ákvörðun um að svipta manninn leyfi til hundahalds. | |
| 06:30 | Bandarískir TikTok-notendur segja miðilinn ritskoða færslur og skilaboð sem tengjast Epstein og ICE TikTok hefur tekið breytingum í Bandaríkjunum undanfarna viku eftir að eignarhaldið færðist yfir til bandarískra fjárfesta. Notendur hafa kvartað sáran yfir breytingunum sem meðal annars felast í því að forsíða notenda á TikTok sýnir ekki lengur sama efni og áður. Telja notendur að bandaríska algrímið sé ekki eins gott og það sem var áður. Margir Lesa meira | |
| 06:24 | Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar innbrot á veitingastað, þar sem ýmsum munum var stolið. Innbrotsþjófarnir hafa þegar verið handteknir og þýfinu skilað til eigenda. Þá er einnig til rannsóknar þjófnaður í skartgripaverslun. | |
| 06:19 | Hitinn gæti náð sjö stigum Það verður austan og norðaustan átt á landinu í dag, 5-13 m/s en 13-18 m/s syðst á landinu fram að hádegi. Það verður rigning eða slydda með köflum sunnan- og austanlands, annars úrkomulítið. Hitinn verður víða 0 til 7 stig yfir daginn. | |
| 06:13 | Kína og Bretland þurfi að efla samræður og samvinnu Xi Jinping, forseti Kína, sagði að Kína og Bretland yrðu að styrkja böndin sín á milli til að geta staðið af sér ólguna í heimsmálunum. Þetta sagði hann þegar Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands kom í opinbera heimsókn til Peking í dag.„Núverandi staða alþjóðamála er flókin og samofin. Sem fastaaðilar í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og sem ein stærstu hagkerfi heimsins þurfa Kína og Bretland að efla samræður og samvinnu,“ sagði XI.Starmer sagði af sama tilefni að það væri nauðsynlegt að þróa samskipti landanna.„Kína er stórþjóð á alþjóðavettvangi og það er mikilvægt að byggja upp vandað samband þar sem við getum skilgreint tækifæri til samvinnu en líka opnað á þýðingarmiklar samræður um þau atriði sem við erum ósammála um,“ sagði Starmer.Þetta er í fyrsta sinn í átta ár sem breskur fo | |
| 06:10 | Úðavopni beitt í líkamsárás og skargriparán Einn var fluttur á slysadeild eftir líkamsárás í miðborginni í gærkvöld eða í nótt þar sem úðavopni var beitt. | |
| 06:04 | Ljósið flytur í Grafarvoginn Fundin hefur verið lausn á húsnæðismálunum hjá endurhæfingarmiðstöðinni Ljósinu og mun starfsemin fara í annað og rýmra húsnæði í Grafarvogi síðar á árinu. | |
| 06:00 | Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Sautján ára drengur meiddist á fótum eftir að hafa reynt að koma nágranna sínum til aðstoðar í eldsvoða í Reykjanesbæ. Hann reyndi að brjóta niður hurð nágrannans sem var föst inni í íbúðinni sinni. | |
| 05:55 | „Við þurfum að standa okkur sama hvað gerist“ Um 18 þúsund börn hafa þurft að leggjast inn á Vökudeild Barnaspítala Hringsins frá því hún var opnuð 2. febrúar 1976 og fagnar því 50 ára afmæli í næstu viku. | |
| 05:17 | Öllum listmunum frá nýlendutímanum ber að skila til upprunalandanna Franskir öldungadeildarþingmenn samþykktu í gær lagafrumvarp þess efnis að öllum listmunum sem teknir voru ófrjálsri hendi á nýlendutímunum yrði skilað til upprunalandanna þaðan sem þeim var stolið.Lagafrumvarpið fer nú áfram til neðri deildar franska þingsins til endanlegrar samþykktar áður en það verður að lögum.Tugir þúsunda listmuna og verðmætra muna frá nýlendutímanum eru í Frakklandi en lagafrumvarpið nær sérstaklega yfir muni sem stolið var á árunum 1815-1972. Kjósa þarf sérstaklega um það hvort munum sem eru í varðveislu landssafna verði skilað.Nokkrar fyrrum nýlenduþjóðir í Evrópu hafa smám saman verið að skila listmunum til upprunalanda en gildandi lög hafa hingað til komið í veg fyrir það í Frakklandi. Frökkum hafa borist fjölmargar óskir um að munum frá Alsír, Malí og Benín ver | |
| 04:02 | 10 milljón króna halli á A-hluta sveitasjóðs 2026 Gert er ráð fyrir að tíu milljóna króna halli verið á A-hluta sveitarsjóðs Vopnafjarðarhrepps á þessu ári samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir þetta ár. Austurfrétt greinir svo frá.Veltufé frá rekstri, svokallaður B-hluti, verður þó jákvætt um tæpar 70 milljónir. Samkvæmt fjárhagsáætluninni verður eigið fé A-hluta neikvætt um rúmlega 250 milljónir í árslok. Vonast er til að það verði komið niður í 196 milljónir árið 2029.Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga gerði athugasemdir við viðvarandi hallarekstur sveitarfélagsins síðastliðið haust. A-hlutinn hafði verið rekinn með halla samfleytt frá árinu 2018. Eftirlitsnefndin ráðlagði sveitarstjórninni að fá ráðgjafa til að taka út reksturinn. Sveitarstjórnin vann fjárhagsáætlun sveitarfélagsins með ráðgjöf endurskoðanda en mun síðan ráða óháðan a | |
| 03:05 | Flugáhugamaður skrásetur brottflutning innflytjenda frá flugvellinum í Minneapolis Alls hafa 39 flug með 2.282 innflytjendum farið frá Saint-Paul alþjóðaflugvellinum í Minneapolis það sem af er janúar. Flugáhugamaður fylgist með og heldur utan um skráningu á fjölda fólksins og flugunum.Þessar upplýsingar eru samkvæmt skráningu sem flugáhugamaðurinn Nick Benson hóf að skrá hjá sér. Benson fylgist iðulega með sjaldgæfum eða óvenjulegum flugvélum sem eiga leið um flugvöllinn. Undanfarið hefur hann fylgst með því þegar liðsmenn ICE — tolla- og innflytjendaeftirlits Bandaríkjanna flytja burt innflytjendur í handjárnum um borð í flugvélar á vegum innflytjendastofnunarinnar.Benson skráir fjölda fólksins niður, upplýsingar um flugin og áfangastað og deilir upplýsingunum með hreyfingu mótmælenda. Oft eru þetta mörg flug á dag. Til samanburðar segir hann að það hafi aðeins eitt sl | |
| 01:47 | Herinn og lögregla lýsa yfir stuðningi við Rodriguez Varnarmálaráðherrann Vladimir Padrino sór eið sinn við Rodriquez fyrir herinn og innanríkisráðherrann Diosdado Cabello sór eiðinn fyrir hönd lögregluyfirvalda í landinu við mikla athöfn í Caracas, höfuðborg Venesúela, í gær.Cabello er álitinn einn af lykilmönnum Nicolasar Maduro, fyrrum forseta Venesúela. Hann sagði að stuðningur við Rodriquez væri mikilvægur því með því að lýsa yfir stuðningi við hana væri verið að lýsa áframhaldandi stuðningi við sitjandi ríkisstjórn og heilindi venesúelsku þjóðarinnar.Rodriquez var sett í embætti forseta eftir að bandarískar sérsveitir námu Nicolas Maduro forseti á brott ásamt forsetafrúnni Ciliu Flores til Bandaríkjanna 3. janúar þar sem þau eru nú í varðhaldi.Rodriquez bíður nú það verkefni að stjórna landinu í sátt við bæði Donald Trump Bandaríkjafor | |
| 00:30 | Mótmæli gegn Bandaríkjastjórn AP / Thomas PadillaTugir mótmælenda komu saman í Parísarborg í gær til að mótmæla aðgerðum Bandaríkjastjórnar gegn innflytjendum. Meðal mótmælenda voru bandarískir ríkisborgarar sem hafa áhyggjur af harðri stefnu bandarískra stjórnvalda í innflytjendamálum, en einnig af stöðu lýðræðis og framtíð Bandaríkjanna.Ein mótmælanda Isobel Coen sem starfar í ferðaþjónustu, sagði að hún væri að íhuga að reyna að finna leið fyrir móður hennar til að flytja til Frakklands. „Við erum á ögurstundu. Það er verið að taka almenna borgara af lífi á götunum og ef við gerum ekkert munum við enda uppi með fasískt einræðisríki“, sagði Coen. | |
| 23:56 | Þingmaður fórst við fimmtánda mann Allir þeir fimmtán, sem um borð voru í farþegaflugvél af gerðinni Beechcraft 1900, flugi NSE-8849 létust þegar vélin fórst í fjalllendi í norðurhluta Kólumbíu um hádegisbil að staðartíma í dag, undir kvöld að íslenskum tíma. | |
| 23:50 | Gervigreindarforrit sendi börnum bréf Gervigreind kom stjórnendum norska sveitarfélagsins Aurskog-Høland í koll þegar slíkri tækni var beitt til að senda íbúum þar bréf til að tilkynna um mistök í reikningagerð sem uppgötvuðust fyrir einu ári. | |
| 23:31 | Væntingastjórnun mikilvæg fyrir leikmenn landsliðsins Sérfræðingar segja ekkert einfalt fyrir leikmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta að stýra væntingum sínum og einbeita sér að leiknum. Rætt var við Hafrúnu Kristjánsdóttur íþróttasálfræðing og Viðar Halldórsson félagsfræðing um landsliðið og EM karla í handbolta í Kastljósinu í kvöld.Ísland hefur tryggt sér sæti í undanúrslitum á EM en blikur voru á lofti um hvort það myndi takast. Eftir jafntefli gegn Svisslendingum í gær var óvíst hvort það væri enn möguleiki, en jafntefli Ungverja og Svía gaf Íslendingum nýja von.Hafrún segir það þreytandi fyrir taugakerfið að fara hátt upp og aftur niður, líkt og leikmenn landsliðsins hafa upplifað síðustu daga.„Allir sem hafa upplifað það að finna sterkar tilfinningar upp og niður, og hvað þá þegar þær sveiflast svona rosalega mikið innan tímara | |
| 23:31 | Lífi blásið í morðmál frá 1964 Íbúar Elmira, smábæjar í New York-ríki í Bandaríkjunum, voru sem steini lostnir í mars árið 1964 þegar tólf ára gömul stúlka, Mary Theresa Simpson, hvarf á leið heim til sín 15. dag þess mánaðar og fannst hrottalega myrt fjórum dögum síðar. Rúmum 60 árum síðar telur lögregla sig hafa leyst málið. | |
| 23:30 | Finnar deila um sjúklingafrumvarp Finnska ríkisstjórnin undirbýr nú frumvarp til laga sem auka munu aðgengi lögreglu þar í landi að upplýsingum heilbrigðisstofnana um sjúklinga sem liggja undir grun um afbrot sem minnst tveggja ára fangelsisrefsing er lögð við. | |
| 23:25 | Tengist mögulega upphafi kvikusöfnunar Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir skjálftahrinuna við Lambafell athyglisverða en ekki endilega óvenjulega ef tekið sé mið af þeirri virkni sem verið hefur á Reykjanesskaga undanfarin ár. | |
| 23:13 | Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Geimvísindamenn hafa fundið fjarlægustu vetrarbraut sem vitað er um. Hún er í um 13,5 milljarða ljósára fjarlægð frá jörðinni en það þýðir að ljósið sem berst nú til jarðarinnar sýnir hvernig vetrarbrautin leit út þegar alheimurinn var einungis um 280 milljón ára gamall. | |
| 23:03 | Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Hátt í sjötíu ár eru síðan eins lítil úrkoma hefur mælst á höfuðborgarsvæðinu í janúar líkt og nú. Snjóleysið hefur veruleg áhrif á skíðafólk. | |
| 22:40 | Bandaríska sendiráðið tók niður þjóðfánana Danskir fyrrverandi hermenn gagnrýndu bandaríska sendiráðið í Kaupmannahöfn fyrr í dag fyrir að fjarlægja þjóðfána sem voru settir upp fyrir framan sendiráðið til að heiðra dönsku hermennina sem féllu í Afganistan. | |
| 22:37 | Þingmaður meðal látinna í mannskæðu flugslysi í Kólumbíu Fimmtán manns létu lífið þegar flugvél hrapaði til jarðar í Kólumbíu í dag. Þeirra á meðal voru Diógenes Quintero Amaya, þingmaður í neðri deild kólumbíska þingsins fyrir héraðið Catatumbo, og Carlos Salcedo sem sóst hefur eftir þingsæti í Kólumbíu.Flugvélin hrapaði nálægt borginni Cucuta sem er nærri landamærum Kólumbíu og Venesúela. Í henni voru þrettán farþegar og tveir áhafnarmeðlimir. Enginn komst lífs af.Flugvélin var á vegum kólumbíska flugfélagsins Satena og af gerðinni Beechcraft 1900. Hún tók af stað frá Cucuta og missti samband við flugturna skömmu áður en hún átti að lenda í Ocana, sem er í stuttri fjarlægð frá Cucuta. Svæðið er fjöllótt og með mjög breytilegu veðurfari. Þar eru stór svæði undir stjórn stærsta skæruliðahópsins í Kólumbíu, the National Liberation Army.Yfirvöld í | |
| 22:23 | Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Jens Garðar Helgason, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, velti vöngum yfir því á þingi í dag hvort Palestínumenn sem komið hafa hingað til lands sem flóttamenn fari aftur til síns heima. Kominn væri friður í Palestínu og mikil uppbygging í vændum á Gasaströndinni. | |
| 22:20 | Kynntu vindorkuvirkjun í Garpsdal fyrir verktökum EM orka vill reisa vindorkuvirkjun í Garpsdal í Reykhólasveit. Í gær hélt Ríkarður Ragnarsson, verkefnastjóri EM orku, kynningarfund fyrir verktaka á Ísafirði, í samstarfi við Bláma.Þetta er þriðji slíki fundurinn. Áður hafði Ríkarður kynnt verkefnið í Reykhólasveit og Hörpu í Reykjavík. „Við ætlum að setja ákveðnar kvaðir á stóru verktakana, brjóta verkefnið upp þannig að það sé hægt að deila verkþáttum niður til nærsamfélagsins,“ segir Ríkarður.Verkefnastjórn fimmta áfanga rammaáætlunar lagði til að Garpsdalur færi í biðflokk ásamt níu einkareknum vindorkukostum. Síðasta sumar lagði Jóhann Páll Jóhannsson orkumálaráðherra til að Garpsdalur færi í nýtingarflokk. Áður hafði verið fjallað um Garpsdal í fjórða áfanga rammaáætlunar sem rann inn í þann fimmta. RÁÐHERRA LAGÐI TIL AÐ VIRKJUNIN | |
| 22:15 | Hestarnir verða í Skagafirðinum „Forsalan hefur farið fram úr björtustu vonum. Það er búið að selja á þriðja þúsund vikupassa og á fjórða hundrað rafmagnsstæði fyrir hjólhýsi þannig að þetta er gott start,“ segir Áskell Heiðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Landsmóts á Hólum 2026. | |
| 22:00 | Netverjar forviða yfir aðbúnaði á Litla-Hrauni – „Þetta er ekki fangelsi heldur heimavist“ Heimildarþátturinn Bak við lás og slá-Litla-Hraun, Ísland: Fangelsi við enda veraldar (e. Behind Bars-Litla-Hraun, Iceland: Prison at the End of the World) er nú aðgengilegur á YouTube. Þátturinn er hluti af alþjóðlegri þýskri heimildarþáttaröð sem sýnir ólík fangelsiskerfi víðs vegar um heiminn og setur íslenska fangelsiskerfið í alþjóðlegt samhengi. Þátturinn, sem var tekinn upp á Lesa meira | |
| 21:56 | Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Frambjóðendur til oddvitasætis Viðreisnar í Reykjavík gerðu sitt besta til að halda dyrum opnum þegar þau voru spurð í kappræðum flokksins í kvöld hvort þau gætu frekar hugsað sér samstarf með Sjálfstæðisflokknum eða Samfylkingunni. Oddvitar mættust í kappræðum í Austurbæjarbíó í kvöld. | |
| 21:50 | Selur brauðhleifinn á 20 krónur Að opna bakarí í Gambíu er líklega ekki það fyrsta sem mörgum frumkvöðlinum dettur í hug þegar kemur að fyrirtækjarekstri erlendis en það er þó nákvæmlega það sem Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir ákvað að gera í tengslum við hjálparstarf sem hún stendur að í landinu. | |
| 21:45 | Vill fullnýta framleiðslugetu í Svartsengi „Umframvélakostur er í Svartsengi eftir stækkun og við viljum sækja gufu út í Eldvörp til þess að fullnýta framleiðslugetuna.“ | |
| 21:45 | Velti upp endursendingum á Palestínumönnum Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir fólk sem ekki virðir íslensk gildi ekkert hafa hingað að gera. | |
| 21:31 | Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Sjávarútvegurinn bíður nú í ofvæni eftir nýju mati Hafrannsóknastofnunar á stærð loðnustofnsins. Fréttir sem bárust af loðnuleitinni um helgina juku mönnum bjartsýni um meiri loðnukvóta en urðu líka til þess að hlutabréf sjávarútvegsfyrirtækja hækkuðu í verði. | |
| 21:15 | Freyr Eyjólfs tók Mugison Freyr Eyjólfsson á það til að herma eftir þekktum tónlistarmönnum en hann segir athæfið þó hafa reynst vera einhvers konar bölvun.„Ég hef verið að herma svolítið eftir körlum og tónlistarmönnum og það gerist gjarnan að þeim er cancelerað. Þetta er víst bara einhver svona bölvun,“ sagði Freyr í Vikunni með Gísla Marteini á bóndadag.Freyr lætur bölvunina þó ekki stöðva sig.„Ef það er einhver svona bóndadagskarl þá er það Mugison. Hann er svona íslenskur karlmaður holdi klæddur og hann er æðislegur. Ég dýrka Mugison,“ sagði Freyr rétt áður en hann gerði sína bestu atlögu til að líkja eftir vestfirska tónlistarmanninum. | |
| 21:15 | Fleiri Íslendingar að taka upp íslamtrú Judith Ingibjörg Jóhannsdóttir, íslenskur hjúkrunarfræðingur sem tók upp íslamtrú árið 2024, segir íslenska múslíma vera stækkandi hóp hér á landi. | |
| 21:13 | 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Gleðin var við völd hjá embætti Ríkislögreglustjóra yfir leiknum, enda er ríkislögreglustjóri sjálfur mikill handboltasérfræðingur. Hann segir oft stutt í að hann missi kúlið yfir skjánum, en reynir að halda andliti fyrir framan starfsfólk sitt. | |
| 21:12 | Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Fjörutíu og fimm manns var sagt upp hjá Íslenskri erfðagreiningu í dag. Starfsmenn sem unnið höfðu hjá fyrirtækinu í tugi ára voru meðal þeirra sem misstu vinnuna. Framkvæmdastjóri hjá fyrirtækinu segir daginn hafa verið erfiðan. | |
| 21:10 | Frekari uppsagnir ekki í kortunum Í tilkynningu segir að ákvörðunin hafi verið tekin af móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, bandaríska lyfjafyrirtækinu Amgen sem keypti íslenska félagið árið 2012. Verið sé að endurskipuleggja rannsóknarsvið Amgen á heimsvísu og uppsagnirnar hér á landi séu liður í því.„Það verða breytingar á mjög mörgum rannsóknarstöðvum Amgen víða um heim og þar á meðal á Íslandi. Í rauninni verið að auka fókusinn á ákveðin verkefni og síðan að auka samvinnu á milli rannsóknareininga innan Amgen þannig að þetta tvennt spilar saman og það er mikil áhersla lögð á þessar rannsóknarsamvinnu milli eininga,“ segir Unnur Þorsteinsdóttir, meðframkvæmdastjóri Íslenskrar erfðagreiningar. STARFSMÖNNUM FÆKKAR UM TÆPLEGA 25 PRÓSENT 45 manns var sagt upp í morgun. Um 150 starfa hjá fyrirtækinu eftir uppsagnirnar | |
| 20:59 | Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Danir tryggðu sér sigur í sínum milliriðli og um leið leik á móti Íslandi með fjórtán marka risasigri á Norðmönnum á Evrópumótinu í handbolta í kvöld. | |
| 20:50 | 48,9 stiga hiti og gróðureldar Slökkviliðsmenn í Viktoríufylki í Suðaustur-Ástralíu hafa undanfarna daga barist við minnst sex gróðurelda, þar af tvo sem hafa verið taldir tilefni neyðarástands, í hitabylgju sem á sér engin fordæmi í þessum hluta landsins en hiti þar hefur mest mælst 48,9 stig. | |
| 20:48 | Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Stór hluti þeirra umsagna sem bárust um frumvarp um lagareldi barst erlendis frá og virðist hægt að rekja þær til alþjóðlega fyrirtækisins Patagonia. Atvinnuvegaráðherra og þingmenn hafa lýst yfir áhyggjum vegna þessa og segja erlent fyrirtæki reyna að hafa áhrif á íslenska löggjöf. | |
| 20:44 | „Við erum rosalega hissa“ Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hafnaði á dögunum formlegri beiðni sveitarstjórnar Múlaþings um fund vegna forgangsröðunar samgönguáætlunar. | |
| 20:41 | Eva vill sæti á lista Miðflokksins í Reykjavík Eva Þorsteinsdóttir ætlar að bjóða sig fram á lista Miðflokksins í Reykjavík fyrir næstu borgarstjórnarkosningar og hefur hún lagt fram þá ósk við uppstillingarnefnd flokksins.Þetta segir í tilkynningu Evu. Fram kemur að hún hafi sterkar skoðanir á því hvað betur mætti fara innan borgarkerfisins og hvaða málefnum borgin ætti ekki að koma að. Borgin eigi að sinna íbúum og fyrirtækjum innan hennar, og hlusta á þær gagnrýnisraddir.Eva segist hafa nær eingöngu verið heimavinnandi móðir í gegnum tíðina en að auki verið meðeigandi fyrirtækja sem stóðu að uppbyggingu og rekstri í borginni. Þá hefur hún að auki unnið fyrir félagssamtökin SÁÁ.Aðsend | |
| 20:30 | Stúlka á Suðurnesjum varð logandi hrædd þegar grímuklæddir menn birtust við heimili hennar Nefnd um eftirlit með lögreglu gerir nokkrar athugasemdir við vinnubrögð lögreglunnar á Suðurnesjum í máli þar sem óeinkennisklæddir lögreglumenn bönkuðu upp á á heimili í umdæminu. Til dyra kom ólögráða stúlka sem varð afar hrædd þegar hún sá lögreglumennina en að minnsta kosti hluti þeirra huldu andlit sín með lambúshettum og mun það hafa hrætt Lesa meira | |
| 20:27 | Hiti að færast í kosningabaráttuna Hiti er að færast í kosningabaráttu Félags framhaldsskólakennara. Atkvæðagreiðsla um embætti formanns stendur yfir og sakar annar frambjóðandinn varaformann félagsins, sem einnig er starfsmaður þess í hlutastarfi, um óeðlileg afskipti af kosningunni. | |
| 20:17 | Alríkisfulltrúar sendir í leyfi vegna dráps Alex Prettis Tveir fulltrúar landamæraeftirlits Bandaríkjanna, sem tengjast drápi Alex Prettis, hafa verið sendir í leyfi. Á vef NBC segir að samkvæmt frumniðurstöðu Heimavarnarráðuneytis Bandaríkjanna hafi tveir fulltrúar hleypt af byssum sínum þegar Pretti var drepinn og það séu þeir sem eru í leyfi.Talsmaður landamæraeftirlitsins segir leyfin hluta af hefðbundnu verklagi.Bráðahjúkrunarfræðingurinn Alex Pretti var skotinn nokkrum sinnum af alríkisfulltrúum á laugardag eftir að hann reyndi að ljósmynda aðgerðir þeirra í Minnesota.Dráp Prettis hefur vakið afar hörð viðbrögð almennings og stjórnenda í Minneapolis sem fara fram á að fulltrúar ICE, tolla- og innflytjendaeftirlits Bandaríkjanna, yfirgefi ríkið og að málið verði ekki rannsakað af alríkinu.Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að draga | |
| 20:14 | Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Mennirnir tveir sem skutu Alex Pretti til bana í Minneapolis í Bandaríkjunum á dögum hafa verið sendir í leyfi, eins og iðulega er gert þegar löggæsluaðilar skjóta fólk. Einn nánasti og áhrifamesti ráðgjafi Donalds Trump segir að mennirnir og aðrir útsendarar heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna hafi mögulega ekki fylgt starfsreglum. | |
| 20:09 | Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að með breytingartillögu sinni myndi frumvarp dómsmálaráðherra um afturköllun alþjóðlegrar verndar síbrotamanna þjóna tilgangi sínum betur. Þingflokksformaður Samfylkingar segir frumvarpið bæta öryggi innanlands og koma í veg fyrir að örfá skemmd epli geti skemmt fyrir kerfinu. | |
| 20:03 | Þrætuepli sænskra stjórnmálaflokka „Hrein og klár aðgerð,“ skrifar Showan Shattak, borgarfulltrúi sænska Vinstriflokksins í Malmö, á Instagram um körfu af eplum með mynd nasistaleiðtogans Adolfs Hitlers og dúkku í gervi liðsmanns hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams sem komið var fyrir við heimili ráðherra innflytjendamála. | |
| 20:02 | Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Samstarf sem hófst í Reykjavík varð kveikjan að endurkomu einnar þekktustu jaðarrokkhljómsveitar Bretlands, Arcane Roots. Þar er íslenski tónlistarmaðurinn Bjarni Biering í lykilhlutverki en blaðamaður tók púlsinn á honum og hljómsveitinni. | |
| 20:00 | „Þegar ég sá fyrsta þáttinn fór ég bara að gráta“ Bækurnar um ísfirsku lögreglukonuna Hildi hafa slegið í gegn bæði í Finnlandi og á Íslandi. Á föstudaginn verða frumsýndir í Sjónvarpi Símans glænýir þættir byggðir á bókum Satu Rämö þar sem Ebba Katrín Finnsdóttir fer með hlutverk Hildar og Tinna Hrafnsdóttir leikstýrir.Satu er Ísfirðingur frá Finnlandi sem búið hefur á Íslandi í rúm 20 ár. Hún hefur fengist við textaskrif alla ævi en í covid-faraldrinum fór hún að skrifa skáldsögu í fyrsta sinn og vinsældirnar komu henni mikið á óvart. Hún er í Finnlandi um þessar mundir vegna frumsýningar þáttanna þar í landi og leiksýningar í borgarleikhúsinu í Helsinki á fyrstu bókinni.Lóa Björk Björnsdóttir ræddi við Satu í Lestinni á Rás 1.„Það eru Hildar-vikur í gangi hérna í Finnlandi,“ segir Satu vegna frumsýninganna tveggja. Þetta er þó ekki í f | |
| 20:00 | Laxveiðiám lokað fyrir stangaveiði vegna laxeldis Meirihluti laxeldisleyfa á Íslandi er í eigu erlendra aðila, einkum norskra fyrirtækja Árið 2024 var heildarframleiðsla úr fiskeldi á Íslandi um 54.800 tonn, þar af voru 49.300 tonn lax. Laxeldi á Íslandi er að mestu í höndum einkafyrirtækja, og flest þeirra tengjast norskum stórfyrirtækjum Dæmi: Icelandic Salmon AS er stór aðili í íslensku laxeldi. Fyrirtæki […] The post Laxveiðiám lokað fyrir stangaveiði vegna laxeldis appeared first on Fréttatíminn. | |
| 19:37 | Rubio leiðréttir mismæli um Ísland Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, viðurkenndi að Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði ruglað saman Íslandi og Grænlandi í ræðu sinni á alþjóðaefnahagsráðstefnunni í Davos í seinustu viku. | |
| 19:35 | Sækist eftir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins Helena Eydís Ingólfsdóttir vill leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Norðurþingi, en hún hefur gefið kost á sér í oddvitasætið. | |
| 19:34 | Segir erlent stórfyrirtæki reyna að hafa áhrif á íslenska löggjöf Mörg hundruð umsagnir um frumvarp um lagareldi bárust eftir hvatningu bandarísks stórfyrirtækis. Atvinnuvegaráðherra hefur áhyggjur og forseti Alþingis segist hugsi yfir málinu.Atvinnuvegaráðherra segir bandarískt stórfyrirtæki reyna að hafa áhrif á íslenska lagasetningu í eldismálum. Talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins segir þetta fullkomnlega lýðræðisleg afskipti, hagsmunagæslan sé víða.Frumvarpsdrög atvinnuvegaráðherra um lagareldi var til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda og rann fresturinn út í fyrradag. Fjöldi umsagna um frumvarpið hefur vakið athygli, en rúmlega 900 hafa verið settar á samráðsgáttina.Það segir þó ekki alla söguna, því töluverður fjöldi barst einnig með öðrum leiðum, mest í tölvupósti, og er heildarfjöldi þeirra um 2.300.Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráð | |
| 19:30 | Fyrrverandi söngvari Spandau-ballett fundinn sekur um nauðgun Fyrrverandi söngvari hljómsveitarinnar Spandau Ballet, Ross Davidson, 37 ára, sem notaði sviðsnafnið Ross Wild, var fundinn sekur um að nauðga einni konu og reyna að nauðga annarri í Wood Green Crown Court í dag. Davidson lék í söngleiknum We Will Rock You sem sýndur var á West End og byggði á lögum sveitarinnar Queen, og Lesa meira | |
| 19:30 | Fyrrverandi söngvari Spandau-ballett fundinn sekur um nauðgun Fyrrverandi söngvari hljómsveitarinnar Spandau Ballet, Ross Davidson, 37 ára, sem notaði sviðsnafnið Ross Wild, var fundinn sekur um að nauðga einni konu og reyna að nauðga annarri í Wood Green Crown Court í dag. Davidson lék í söngleiknum We Will Rock You sem sýndur var á West End og byggði á lögum sveitarinnar Queen, og Lesa meira | |
| 19:12 | Funda bak við luktar dyr um Grænland Bak við luktar dyr í Washington fara nú fram samningafundir bandarískra, danskra og grænlenskra stjórnvalda um Grænlandsmálið. Um þetta skrifar Kim Bildsøe, fréttaritari danska ríkisútvarpsins DR í Bandaríkjunum. | |
| 19:10 | Beint: Frambjóðendur Viðreisnar mætast í kappræðum Fjórir frambjóðendur sem keppast um að verða oddvitar Viðreisnar í Reykjavík mætast í kappræðum á Silfurtungli, Austurbæjarbíói klukkan 19.30 í kvöld. | |
| 19:01 | Dagur á gólfinu hjá Danske Bank: „Kaupa, halda eða selja?“ Hlutabréfagreinandi leyfði blaðamanni að fylgjast með á degi á viðskiptagólfinu er félag sem hann ber ábyrgð á innan bankans skilaði uppgjöri. | |
| 19:00 | Í beinni: Lokaumferðin í Meistaradeildinni Vísir fylgist með öllu því helsta sem gerist í öllum átján leikjunum í lokaumferð Meistaradeildar Evrópu. | |
| 19:00 | Harmleikur þegar þrír ungir bræður drukknuðu – „Ég gat ekki bjargað þeim“ Þrír ungir bræður létust á mánudag eftir að þeir féllu ofan í ísilagða tjörn skammt frá heimili sínu í Norður-Texas í Bandaríkjunum. Atvikið átti sér stað skammt frá bænum Bonham sem er skammt norðaustur af Dallas. Bræðurnir, sem voru 6, 8 og 9 ára gamlir, voru að leika sér utandyra nærri heimili þar sem fjölskylda Lesa meira | |
| 18:53 | Lögreglumennirnir sem bönuðu Pretti sendir í leyfi Alríkislögreglumennirnir tveir sem bönuðu hjúkrunarfræðingnum Alex Pretti á mótmælum í Minneapolis á laugardag hafa verið sendir í leyfi, að sögn embættismanns hjá innanríkisráðuneytinu. | |
| 18:33 | Valur - Haukar | Berjast um að vera með á toppnum Valur mætir Íslandsmeisturum Hauka í þeirri hrikalega jöfnu baráttu sem er við topp Bónus-deildar kvenna í körfubolta. Þrjú lið eru efst með 22 stig en Valur og Haukar koma svo næst með 20 stig. | |
| 18:31 | Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Lærisveinar Dags Sigurðssonar í króatíska landsliðinu unnu endurkomusigur á Ungverjum í kvöld og tryggðu sér með því sæti í undanúrslitum á Evrópumótinu í handbolta. | |
| 18:30 | Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Alfreð Gíslason verður í undanúrslitum Evrópumótsins í handbolta ásamt íslenska landsliðinu en þetta varð ljóst eftir fjögurra marka sigur Þjóðverja á Frökkum, 38-34, í lokaumferð milliriðilsins í kvöld. | |
| 18:29 | Krónan líkleg til að gefa eftir smám saman Í þjóðhagsspá bankans segir þó að ýmislegt styðji krónuna til skemmri tíma. | |
| 18:23 | Hrafnhildur í eigendahóp Advel Hrafnhildur Kristinsdóttir lögmaður hefur bæst við í eigendahóp Advel lögmanna. | |
| 18:17 | Óánægja og kvíði haldi áfram að vaxa „Stjórn FAB lýsir yfir miklum vonbrigðum með nýleg ummæli stjórnarformanns Háskólans á Bifröst,“ segir í yfirlýsingu, sem stjórn Félags akademískra starfsmanna við Háskólann á Bifröst, sendi ftá sér rétt í þessu. | |
| 18:07 | Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Þjóðin er í sigurvímu eftir stórsigur Íslendinga gegn Slóveníu á EM í dag. Íslendingar eru komnir í undanúrslit á mótinu í þriðja sinn í sögunni. Við verðum í beinni frá Malmö, kíkjum á stemninguna og gerum leikinn upp. Þá fylgjumst við með leiknum með ríkislögreglustjóra sem þjálfaði nokkra í liðinu. | |
| 17:59 | Eva vill sæti á lista Miðflokksins Eva Þorsteinsdóttir gefur kost á sér í sæti á lista Miðflokksins í Reykjavík fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Hefur hún lagt fram þessa ósk við uppstillingarnefnd flokksins. | |
| 17:54 | MAST varar við örverumengun í grænmetisbollum og buffi Matvælastofnun varar við neyslu á indverskum grænmetisbollum og grænmetisbuffi frá Víking sjávarfangi vegna örverumengunar. Á vef MAST segir að fyrirtækið hafi í samráði við stofnunina innkallað vöruna. Verið er að innkalla allar dagsetningar. Fólk er hvatt til að neyta hvorki grænmetisbuffsins né grænmetisbollanna heldur farga og fá endurgreitt frá fyrirtækinu gegn greiðslukvittun. Vörurnar eru frá Víking sjávarfangi.Matvælastofnun / mast.is | |
| 17:40 | Segir Trump ekki reiðan Íslandi Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sé ekki reiður Íslandi. Trump talaði nokkrum sinnum í síðustu viku, á tveimur mismunandi dögum, um Ísland. Í einu tilfelli talaði hann um að vegna Íslands væri öðrum leiðtogum í Atlantshafsbandalaginu illa við sig og að Ísland hefði leitt til lækkana á mörkuðum vestanhafs. | |
| 17:39 | Norsku krónprinshjónin sitja ekki réttarhöldin Krónprinshjónin norsku, Hákon og Mette-Marit, verða ekki til staðar í réttarsal Héraðsdóms Óslóar á þriðjudaginn þegar umfangsmikið refsimál á hendur syni hennar og stjúpsyni krónprinsins, Mariusi Borg Høiby, hefur þar göngu sína. | |
| 17:30 | Trump ákveður að hengja upp mynd af Pútín í Hvíta Húsinu Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fyrirskipaði á dögunum að mynd af honum og Vladimir Pútín, Rússlandsforseta, yrði hengd upp í Hvíta Húsinu. Myndin var tekin frá viðræðum forsetanna í herstöð Bandaríkjanna í Anchorage í Alaska þann 15. ágúst síðastliðinn þar sem ætlunin var að ná samkomulagi um að enda stríðið í Úkraínu. Fundurinn, sem stóð yfir í Lesa meira | |
| 17:29 | Sendi Brynjari nístandi augnaráð og rauk út Spaugileg uppákoma varð á Alþingi í dag á sama tíma og spennan var í hámarki í leik Íslands og Slóveníu á Evrópumóti karla í handbolta. | |
| 17:28 | Þýskaland - Frakkland | Örlagastund hjá Alfreð en jafntefli dugir Þýskaland verður að vinna eða gera jafntefli gegn Frakklandi til að komast áfram í undanúrslit. | |
| 17:27 | Króatía - Ungverjaland | Lærisveinar Dags verða að vinna Króatía verður að vinna Ungverjaland til að vera öruggt um sæti í undanúrslitum. Annars á Svíþjóð möguleika á að komast áfram. | |
| 17:23 | Markaðsvirði aukist um 48 milljarða í janúar Árið byrjar vægast sagt vel hjá Oculis í Kauphöllinni. | |
| 17:19 | Nánast auðar götur meðan á leiknum stóð Það er greinilegt að Íslendingar voru með hugan við handboltann í dag. Auðar götur og tómar verslanir tóku á móti Guðrúnu Hálfdánardóttur dagskrárgerðarkonu á Rás 1 þegar hún skellti sér út í upphafi síðari háflleiks Íslands og Slóveníu. | |
| 17:02 | Dómsdagsklukkan færð fram Hin svokallaða dómsdagsklukka hefur verið færð fram og stendur nú í 85 sekúndum frá miðnætti, sem er met. Í fyrra var hún í 89 og færðist því fjórum sekúndum nær endalokunum milli ára. Dómsdagsklukkan er tæki vísindamanna til að sýna fram á það hve nálægt mannkynið er heimsendi | |
| 16:48 | Afkoma Eimskips við núllið á fjórða ársfjórðungi Hagnaður Eimskips á árinu 2025 var um 9,3 milljónir evra samanborið við 30 milljónir evra á árinu 2024. | |
| 16:47 | Hamas tilbúið að afsala völdum á Gaza til palestínskrar nefndar Hamas-samtökin segjast hafa lokið undirbúningi fyrir valdatilfærslu á Gaza til nefndar palestínskra embættismanna. Þetta segir Hazem Qassem talsmaður Hamas í samtali við AFP-fréttastofuna. Öll skjöl séu klár, embættisfærslum lokið og búið sé að skipa í nefndir til að sjá um valdaskiptin.Í nefndinni eru 15 Palestínumenn. Hún er hluti af vopnahléssamkomulagi sem var samþykkt að undirlagi Bandaríkjanna í október. Hún á að sjá um daglega stjórn á Gaza og vinna undir eftirliti friðarráðsins sem Donald Trump forseti Bandaríkjanna stýrir. Ali Shaath, fyrrverandi ráðherra í palestínsku heimstjórninni, stýrir palestínsku nefndinni.Nefndin kemur ekki til Gaza fyrr en búið er að opna að fullu landamærastöðina í Rafah, sem liggur að Egyptalandi. Qassem segir að það verði að gera í báðar áttir, með ful | |
| 16:42 | Frumvarp um stofnun innviðafélags sett í samráð Sett hafa verið í samráð drög að frumvarpi um stofnun sérstaks innviðafélags sem ætlað er að annast fjármögnun og uppbyggingu mikilvægra samgöngumannvirkja. Stofnun innviðafélags styður við áherslur stjórnvalda um að rjúfa kyrrstöðu í samgöngumálum og skapa skýrari umgjörð um framkvæmd stórra, þjóðhagslega mikilvægra samgönguverkefna. Gert er ráð fyrir að félagið haldi utan um fjármögnun og […] The post Frumvarp um stofnun innviðafélags sett í samráð appeared first on Fréttatíminn. | |
| 16:42 | Fjöldauppsagnir hjá Amazon Bandaríska stórfyrirtækið Amazon sagðist í dag ætla að leggja niður 16 þúsund störf víðs vegar um heiminn. | |
| 16:34 | Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra lét Brynjar Níelsson þingmann Sjálfstæðisflokksins heyra í sér á Alþingi þegar sá síðarnefndi lagði fram breytingatillögu um útlendingafrumvarp sem greidd voru atkvæði um í þingsal á versta tíma, yfir landsleik Íslands og Slóveníu í handbolta. | |
| 16:30 | Segir tollverði hafa látið sig afklæðast að ástæðulausu og án lagaheimildar Umboðsmaður Alþingis hefur lokið meðferð sinni á kvörtun ónefnds einstaklings vegna meðferðar sem viðkomandi segist hafa hlotið hjá tollvörðum á Keflavíkurflugvelli skömmu fyrir síðustu jól. Segist einstaklingurinn hafa verið látin afklæðast að fullu án nokkurra skýringa og án heimildar í lögum. Það kemur ekki fram í bréfi umboðsmanns til kvartandans af hvaða kyni viðkomandi sé Lesa meira | |
| 16:30 | Lífsgæði hafa staðnað á heimsvísu Lífsgæði hafa staðið í stað á heimsvísu frá árinu 2021 og undir stjórn popúlískra og einræðissinnaðra leiðtoga víða um heiminn eru litlar líkur á bótum þar á. | |
| 16:27 | Ódýrast vikunnar hjá Bónus skilað yfir 300 milljóna sparnaði fyrir íslensk heimili Ódýrast vikunnar hjá Bónus fagnar nú eins árs afmæli og af því tilefni býður Bónus viðskiptavinum sínum upp á sérvaldar vörur á sérstökum afmælistilboðum í þessari viku. Vörurnar eiga það sameiginlegt að hafa verið með þeim vinsælustu á árinu í Ódýrast vikunnar, sem hefur slegið rækilega í gegn frá því það var sett á laggirnar. Lesa meira | |
| 16:26 | Þjóðin í sigurvímu Ísland er komið í undanúrslit á EM í handbolta eftir stórsigur á Slóveníu, 39:31. Eftir fremur jafnan fyrri hálfleik þar sem Ísland hafði þó alltaf frumkvæðið sigldu strákarnir okkar fram úr Slóvenum í síðari hálfleik og munurinn jókst jafnt og þétt. Elli Snær Viðarsson var markhæstur með 8 mörk en þeir Óðinn Þór Ríkharðsson og Lesa meira | |
| 16:25 | Elísabet Benedikz settur landlæknir Alma Möller heilbrigðisráðherra hefur sett Elísabetu Benedikz lækni tímabundið í embætti landlæknis á meðan María Heimisdóttir landlæknir er í veikindaleyfi.Frá þessu segir á vef stjórnarráðsins.Elísabet er læknir að mennt með sérfræðileyfi í lyflækningum, gjörgæslulækningum og bráðalækningum auk þess að vera með meistarapróf í opinberri stjórnsýslu.Hún hefur um árabil starfað sem yfirlæknir á Landspítala. Síðastliðin tvö ár hefur hún verið yfirlæknir stjórnsýsludeildar klínískrar þjónustu á Landspítala.Elísabet tekur til starfa 1. febrúar næstkomandi./ | |
| 16:20 | Ekkert óeðlilegt við handtökurnar á Akureyri Héraðssaksóknari hafnar öllum ávirðingum um að verklag embættisins í aðgerðum þess sem sneru að rannsókn á starfsemi Vélfags í síðustu viku séu ámælisverðar. | |
| 16:20 | Myndir: „Handboltasjúkir“ báðust undan myndatöku Gífurleg stemmning var við völd á sportbarnum Ölver þegar landslið Íslands lék við Slóvena á Evrópumótinu í handbolta. | |
| 16:09 | „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Skondið atvik átti sér stað í atkvæðagreiðslu um afbrigði á Alþingi í dag. Brynjar Níelsson, sem situr sem varaþingmaður á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn, lagði fram breytingartillögu við útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra um afturköllun alþjóðlegrar verndar. Breytingartillagan var lögð fram í dag sem þýðir að greiða þarf atkvæði um að hún komist á dagskrá en önnur umræða um frumvarpið er hafin.Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var ansi hvumpinn þegar greiða þurfti atkvæði um afbrigði fyrir breytingartillögu Brynjars Níelssonar við útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra.Hringt var inn til atkvæðagreiðslunnar þegar síðari hálfleikur í leik Íslands og Slóveníu var nýhafinn og spennan í hámarki. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og móðir Gísla Þorgeirs Kristjánssonar leikmanns í | |
| 16:07 | Frumvarpi ætlað að minnka siglingahættu vegna laxeldis Nýju frumvarpi er ætlað að koma skikki á sambúð laxeldis og skipaumferðar og tryggja siglingaöryggi. Helgunarsvæði siglinga verður afmarkað og eldisfyrirtæki fá heimild til að setja upp siglingamerki í stað vita sem ekki henta eldinu. SVÆÐI HELGAÐ SIGLINGUM Árekstrar og óvissa hefur verið í leyfisferli fyrir laxeldi á Austfjörðum. Kaldvík vill hefja eldi í Seyðisfirði þar sem einnig er umferð skemmtiferðaskipa og Norrænu. Þar hefur verið óljóst hver skuli úrskurða um öryggissvæði og hve langt frá siglingaleiðum megi staðsetja sjókvíar.Landhelgisgæslan hvatti til að öryggissvæði í Seyðisfirði yrði 200 metrar en ekki 50 eins og segir í eldisreglugerð til að sjófarendur hafi nægan tíma til að breyta um stefnu eða koma út akkeri. Í áhættumati Kaldvíkur fyrir Seyðisfjörð var eldið ekki tali | |
| 16:06 | Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Heilbrigðisráðherra hefur sett Elísabetu Benedikz tímabundið í embætti landlæknis á meðan María Heimisdóttir landlæknir er í veikindaleyfi. Guðrún Aspelund sóttvarnarlæknir hefur leyst Maríu af síðustu mánuði. | |
| 16:05 | Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Ekkert fékkst upp í 119 milljóna króna lýstar kröfur í þrotabú Taco Taco ehf., sem rak mexíkóska veitingastaðinn Culiacan að Suðurlandsbraut. | |
| 16:05 | Kröfuhafar fengu ekki krónu úr búi Culiacan Ekkert fékkst upp í 119 milljóna króna lýstar kröfur í þrotabú Taco Taco ehf., sem rak mexíkóska veitingastaðinn Culiacan að Suðurlandsbraut. | |
| 16:01 | Innkalla grænmetisbollur og -buff Víking sjávarfang hefur innkallað indverskar grænmetisbollur og grænmetisbuff í samráði við Matvælastofnun. | |
| 16:00 | Kvartanir yfir mat og þjónustu á TGI Fridays á Laugavegi – Viðskiptavinur lýsir „mjög slæmri upplifun“ Kvörtun vegna matar og viðbragða starfsfólks á veitingastaðnum TGI Fridays á Laugavegi hefur vakið mikla umræðu í Facebook hópnum Matartips. Viðskiptavinurinn Ómar Smári Elíasson lýsir þar heimsókn sinni á staðinn og segir hana hafa verið afar slæma. Þá gagnrýnir hann bæði gæði matarins og svörin sem hann fékk í kjölfar kvörtunar. Rif „bragðvond og slepjuleg“ […] Greinin Kvartanir yfir mat og þjónustu á TGI Fridays á Laugavegi – Viðskiptavinur lýsir „mjög slæmri upplifun“ birtist fyrst á Nútíminn. |