| 14:40 | Gerðu 25 milljóna króna samning við Bata Félags- og húsnæðismálaráðuneytið og Bati góðgerðarfélag hafa gert með sér samstarfssamning um áframhaldandi stuðning við Batahús, áfangaheimili og stuðningsúrræði fyrir einstaklinga, karla og konur, sem hafa verið í réttarvörslu og þarfnast stuðnings við að verða virkir þátttakendur í samfélaginu á ný.  | |
| 14:32 | Brutu stjórnsýslulög í hvalveiðimáli Fyrir liggur að stjórnsýslulögum var ekki fylgt við meðferð matvælaráðuneytis á umsókn um leyfi til hvalveiða. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef umboðsmanns Alþingis. | |
| 14:30 | Reyndi að fara með látna eiginkonu sína í flug á Tenerife Áttræður maður hefur verið handtekinn eftir að hann reyndi að fara með látna eiginkonu sína um borð í flugvél á flugvellinum á Tenerife. Canarian Weekly greinir frá þessu. Upp komst um athæfið við öryggisleitarhliðið. Eiginmaðurinn ók konu sinni í hjólastóli og ekkert virtist athugavert. En öryggisvörður veitti því athygli að konan sýndi engin viðbrögð. Er Lesa meira | |
| 14:29 | Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Væntanlegur sendiherra Bandaríkjanna hér á landi og fyrrverandi þingmaður í fulltrúadeild Bandaríkjaþings grínaðist með það við þingmenn í gær að Ísland yrði 52. ríkið og að hann yrði ríkisstjóri. Í þinginu eru nú stíf fundarhöld um fjárlög þar sem menn róa öllum árum að því að koma í veg fyrir aðra lokun ríkisstofnana. | |
| 14:28 | Farmers Market tuttugu ára: „Hvað vorum við að pæla?“ Bergþóra Guðnadóttir hönnuður og Jóel Pálsson tónlistarmaður reka íslenska hönnunarfyrirtækið Farmers Market sem fagnaði tuttugu ára afmæli í lok síðasta árs. Þau kíktu í Mannlega þáttinn á Rás eitt og sögðu þeim Gunnari Hanssyni og Guðrúnu Gunnarsdóttur frá því hvernig þau fóru saman í stofnun hönnunarfyrirtækisins og hvernig tónlistin var nauðsynleg rekstrinum fyrst um sinn. GRÁUPPLAGT AÐ SEGJA UPP FÖSTUM STÖÐUM ÞEGAR ALLT GEKK VEL Bergþóra segir að árið sem Farmers Market var stofnað, 2005, hafi þau bæði verið í mjög góðum málum atvinnulega.Jóel hefur hlotið íslensku tónlistarverðlaunin sex sinnum og hann hefur hlotið íslensku tónlistarverðlaunin tvisvar. Það er enn nóg að gera hjá honum.„Mér finnst eiginlega allt skemmtilegt og þykir gaman að vera í íslensku senunni. Maður er að ger | |
| 14:26 | Barna- og ungmennabókahöfundar verða áberandi í erlendri kynningu Á þessu ári leggur Miðstöð íslenskra bókmennta áherslu á íslenskar barna- og ungmennabækur í erlendu kynningarstarfi. Markmiðið er að vekja athygli á höfundum sem skrifa fyrir börn og ungmenni, kynna höfundaverk þeirra fyrir erlendum útgefendum og auka útbreiðslu verkanna erlendis. Nýtt kynningarrit um íslenska barna- og ungmennabókahöfunda Þátttaka í barnabókamessunni í Bologna Aukinn stuðningur við Lesa meira | |
| 14:25 | Framsóknarmenn fastir undir feldi Þótt þrír mánuðir séu frá því Sigurður Ingi Jóhannsson tilkynnti að hann ætlaði að hætta sem formaður Framsóknarflokksins og einn mánuður þar til eftirmaður hans verður kjörinn hefur enginn lýst yfir formannsframboði.Sigurður Ingi tilkynnti á miðstjórnarfundi flokksins 18. október að hann ætlaði að stíga frá borði eftir níu ára formennsku í Framsóknarflokknum. Miðstjórn samþykkti tillögu hans um að efna til flokksþings 14. febrúar þar sem nýr formaður yrði kjörinn. Dagana á eftir lýstu nokkrir Framsóknarmenn því yfir að þeir væru farnir undir feldinn en þaðan hefur enginn komið síðan.Nema Stefán Vagn Stefánsson þingmaður flokksins í Norðvesturkjördæmi en hann ætlar að bjóða sig til varaformanns. Lilja Alfreðsdóttir er varaformaður flokksins og nánast um leið og Sigurður Ingi hafði lokið má | |
| 14:25 | Opna nýja sólarhringsvaktstöð í ráðuneytinu Ný vaktstöð netöryggis, sem tryggir sólarhringsvöktun og skjót viðbrögð við netógnum, er í burðarliðnum hjá CERT-IS. Verkefnið er samfjármagnað af Evrópusambandinu í gegnum styrkjaáætlunina Digital Europe og er liður í að efla netöryggi á Íslandi. | |
| 14:24 | Ástandið minni á árin fyrir hrun Viðvörunarljós blikka á dönskum húsnæðismarkaði. Verð á meðalíbúð, um 80fm, hækkaði um 19,6 milljónir á einu ári. | |
| 14:22 | Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Viðtal við Ingu Sæland, nýjan mennta- og barnamálaráðherra, í Kastljósinu í gærkvöldi, hefur valdið verulegri gremju meðal grunnskólakennara landsins. Rangfærslur og fullyrðingar um einkunnakerfi í grunnskólum vekja hneykslan. Hún er meðal annars sögð fremst í upplýsingaóreiðu. | |
| 14:14 | Bergþór og Laufey selja slotið Parið Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, og Laufey Rún Ketilsdóttir, fyrrverandi starfsmaður Miðflokksins, hafa sett húsið sitt í Garðabæ á sölu. | |
| 14:10 | Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni Árið í fyrra var það þriðja hlýjasta frá upphafi mælinga og undanfarin ellefu ár eru þau ellefu hlýjustu sem um getur. Meðalhitinn í fyrra slagaði hátt í neðri mörk Parísarsamkomulagsins. | |
| 14:08 | Sakaður um að nauðga stjúpdóttur sinni ítrekað frá því hún var sex ára Maður hefur verið ákærður fyrir stórfellt brot í nánu sambandi, nauðgun, tilraun til nauðgunar og kynferðisbrot gegn barni, með því að hafa án samþykkis margítrekað haft önnur kynferðismök en samræði við stjúpdóttur sína, með því beita hana ofbeldi og ólögmætri nauðung og með því að nýta sér yfirburði sína og traust hennar og trúnað sem Lesa meira | |
| 14:08 | Vilja Heiðar sem stjórnarformann Íslandsbanka Tilnefningarnefnd Íslandsbanka leggur til að Heiðar Guðjónsson fjárfestir verði kjörinn formaður stjórnar bankans. | |
| 14:05 | Sýknuð eftir að hafa skotið íslenskan fjárhund Héraðsdómur Norðurlands vestra sýknaði konu af öllum kröfum ákæruvaldsins vegna atviks þar sem konan skaut og drap heimilishund í friðlýstu æðarvarpi sumarið 2024. | |
| 14:00 | Fékk óvenjuleg heimsókn frá Matvælaeftirlitinu – „Þetta er ekki eitthvað sem maður lendir í á hverjum degi“ Guðfinnur Sölvi Karlsson, rekstraraðili rokkbarsins Lemmy, hefur aldrei lent í öðru eins en á dögunum mættu fulltrúar frá Matvælaeftirlitinu á barinn og lýstu yfir áhyggjum af því að fiskarnir sem þar dvelja séu ekki nógu lukkulegir með rokkið. Guðfinnur, sem er betur þekktur sem Finni, ræddi málið hjá Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Maður hefur Lesa meira | |
| 13:57 | Seiði í sjó vegna bilunar í búnaði Eftirlitsbúnaður eldisfyrirtækisins Tungusilungs í Tálknafirði hefur verið bilaður síðan rafmagnsleysi kom upp 11. desember. Tilkynning barst ekki þegar seiði fóru í sjó. | |
| 13:54 | 7.000 á biðlista eftir aðgerð og helmingur hefur beðið í meira en ár Bið eftir augasteinsaðgerð hefur lengst síðustu ár. Alls eru rúmlega 7.000 á biðlista hjá einkastofum og opinberum heilbrigðisstofnunum. Þetta má lesa úr mælaborði Landlæknis. Um helmingur þeirra sem bíða hafa beðið lengur en í 12 mánuði.Samkvæmt mælaborði Landlæknis er mesta biðin á Landspítalanum, þar sem 5.981 beið eftir aðgerð þegar gögn voru síðast tekin saman í september. 193 biðu eftir aðgerð hjá Sjúkrahúsinu á Akureyri og 940 hjá einkastofunni Lentis.Algengast er að aðgerðin sé gerð til að fjarlægja ský á augasteini en einnig til að laga sjóngalla og hún tekur almennt um 10 til 15 mínútur.Haustið 2020 voru rúmlega 1.600 á biðlista og svo hefur fjölgað á hverju ári. Í september 2024 biðu rúmlega 5.700 og því fjölgaði um 1.400 á biðlista milli ára og í september í fyrra biðu 7.114 ma | |
| 13:44 | Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Tilnefningarnefnd Íslandsbanka hefur tilnefnt sjö í stjórn bankans, sem kjörin verður á hluthafafundi þann 19. janúar. Fimm þeirra eru þegar í stjórn bankans en lagt er til að Heiðar Guðjónsson, sem er stærsti einkafjárfestirinn í bankanum, og Margrét Pétursdóttir komi ný inn. Þá leggur tilnefningarnefndin jafnframt til að Heiðar verði kjörinn formaður stjórnar. Heiðar fór fyrir hópi fjárfesta sem kröfðust þess að hluthafafundur yrði haldinn og ný stjórn kjörin. | |
| 13:42 | Skemmtir sér konunglega yfir stóra brandaramálinu og birtir sérvalin ummæli – „Ekki bannað að hafa gaman“ Fjölmiðlamaðurinn og uppistandarinn Stefán Einar Stefánsson olli uppþoti með brandara um rithöfundinn Nönnu Rögnvaldardóttur sem mörgum þótti með eindæmum ósmekklegur. Þar líkti hann Nönnu við færeyskan þjóðarrétt. Sjá einnig: Hraunað yfir Stefán Einar vegna ummæla hans um Nönnu – „Þetta er viðurstyggð“ Stefán Einar tjáði sig um fjaðrafokið í færslu á Facebook á mánudaginn þar Lesa meira | |
| 13:41 | Hagar stofna sinn eigin vildarklúbb Hafa ekki allir áhuga á að eyða minni peningum í mat? | |
| 13:35 | Styrkás stefnir að skráningu um vorið 2027 og er núna metið á 30 milljarða Stjórn Styrkás, leiðandi þjónustufyrirtæki á fyrirtækjamarkaði með árlega veltu upp á liðlega sjötíu milljarða, hefur tekið ákvörðun um að hefja formlega undirbúning að skráningu félagsins í Kauphöllina og er markmiðið að hún fari fram á öðrum fjórðungi næsta árs. | |
| 13:35 | Fundurinn færður úr Hvíta húsinu Fundur erindreka Grænlands og Danmerkur með varaforseta Bandaríkjanna og Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur verið færður úr Hvíta húsinu. | |
| 13:33 | 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Þrjátíu og tveir hið minnsta eru látnir og 66 slasaðir eftir að byggingarkrani féll á lest sem var á ferð í Nakhon Ratchasima-héraði í norðausturhluta Taílands fyrr í dag. | |
| 13:33 | Breytinga að vænta í veðrinu Útlit er fyrir að breytinga sé að vænta í veðrinu á næstu dögum en það sem af er á þessu ári hefur verið óvenjuþurrt suðvestantil og úrkoma í Reykjavík það sem af er janúar er nánast engin, eða 0,5 mm. | |
| 13:24 | Tilnefna Heiðar og Margréti í stjórn Íslandsbanka Heiðar Guðjónsson tilnefndur sem stjórnarformaður. Átján vildu í stjórn Íslandsbanka. | |
| 13:23 | Baltasar Samper er látinn Listmálarinn Baltasar Samper er látinn, 88 ára að aldri. Frá þessu greinir RÚV. Baltasar fæddist í Barcelona þann 9. janúar árið 1938 og stundaði hann nám við Listaháskólann í borginni þar sem hann útskrifaðist árið 1961. Í umfjöllun RÚV kemur fram að Baltasar hafi farið í heimsreisu þetta sama ár með viðkomu á Íslandi og Lesa meira | |
| 13:23 | „Ísland er ekki undanskilið hræringum“ Mikilvægt er að efla innviði á Vestfjörðum með hliðsjón af auknum öryggisógnum og kröfum Atlantshafsbandalagsins (NATO) um samfélagslegt áfallaþol. | |
| 13:22 | Býst við átakavori á þingi „Ég held að vorið verði átök. Átök um stór mál. Kannski ekki átök alla daga en ég held að við séum að horfa á erfið mál á Alþingi. Ég held að það reyni á ráðherrana í ríkisstjórninni, það reynir á forsætisráðherrann og það reynir á samningatækni þeirra, hæfileika og reynslu til þess að byggja brú,“ segir Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, fréttamaður, sem lengi hefur greint stöðuna á þingi.Í Þetta helst í dag er farið yfir stöðu mála á þingi og vorið framundan.Seinni hálfleikur er að hefjast á þingi. Nefndir þingsins komu saman núna á mánudaginn og klukkan þrjú í dag er fyrsti þingfundur á nýju ári sem hefst með óundirbúnum fyrirspurnatíma. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, fréttamaður, býst við átökum í vor. MÖRG STÓR MÁL FRAMUNDAN Ríkisstjórnin boðaði 157 mál í þingmálaskrá sem lögð var fram í h | |
| 13:20 | Baltasar Samper látinn Baltasar Samper listmálari er látinn, 88 ára að aldri. | |
| 13:19 | Rútuslys í Danmörku: Tveir látnir og átta alvarlega slasaðir Tveir létust eftir að tvær rútur rákust saman á sveitavegi nálægt Hornslet í Danmörku í morgun. | |
| 13:17 | Framtíð Grænlands undir á fundi ráðamanna í Washington | |
| 13:16 | Bindandi úrskurður í kjaradeilu flugumferðarstjóra Formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segir niðurstöðua „súrsæta“ | |
| 13:14 | Baltasar Samper látinn Katalónsk-íslenski listmálarinn Baltasar Samper er látinn, 88 ára að aldri. | |
| 13:13 | Allt annað en bandarísk yfirráð „óásættanlegt“ Donald Trump vill að NATO aðstoði Bandaríkin við að eignast Grænland. | |
| 13:13 | Sagðir hafa verið með eggvopn Ekki var óskað eftir gæsluvarðhaldi yfir tveimur mönnum sem voru handteknir í lögregluaðgerð á Selfossi á sunnudaginn og hefur þeim verið sleppt úr haldi. | |
| 13:08 | Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Spænskir saksóknarar rannsaka nú áskanir um að Julio Iglesias, einn ástsælasti söngvari landsins, hafi beitt tvær fyrrverandi starfskonur sínar kynferðislegu ofbeldi. Iglesias, sem er á níræðisaldri, hefur ekki tjáð sig um ásakanirnar. | |
| 13:07 | Krónan styrktist yfir hátíðarnar Íslenska krónan hefur þó veikst gagnvart helstu gjaldmiðlum síðastilðna hálfa árið. | |
| 13:03 | Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Stjórn Styrkáss hf. hefur samþykkt að hefja undirbúning skráningar félagsins í Nasdaq OMX kauphöllina á Íslandi með það að markmiði að félagið verði skráð á öðrum ársfjórðungi 2027. Umsjónaraðilar með skráningu félagsins í kauphöll verða ráðnir fyrir lok þessa ársfjórðungs. | |
| 13:03 | Ólöglegt innihaldsefni í te Matvælastofnun varar við neyslu á Slimmy herbal tea drink orginal sem Daiphat og Fiska.is flytur inn vegna innihaldsefnisins Danthorn sem er ólöglegt. | |
| 13:00 | Falin myndavél notuð til að grípa leyniþjónustumann við að leka viðkvæmum öryggisupplýsingum um varaforseta Bandaríkjanna Leyniþjónustumaður í þjónustu bandarísku leyniþjónustunnar, sem starfaði við persónuvernd varaforseta Bandaríkjanna, hefur verið settur í tímabundið leyfi eftir að hann var staðinn að því að veita blaðamanni í dulargervi viðkvæmar öryggisupplýsingar. James O’Keefe, fyrrum höfuðpaur Project Veritast, sem sérhæfði sig í rannsóknarblaðamennsku þar sem blaðamaður fer í dulargervi og fær fólk til að játa ótrúlegustu […] Greinin Falin myndavél notuð til að grípa leyniþjónustumann við að leka viðkvæmum öryggisupplýsingum um varaforseta Bandaríkjanna birtist fyrst á Nútíminn. | |
| 12:52 | Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Pólóborg ehf., sem rekur verslanir Póló og Bláu sjoppunnar, hagnaðist um tæpar fimm hundruð milljónir króna árið 2024. Eigandinn greiðir sér þrjú hundruð milljónir í arð. | |
| 12:47 | Afli fyrir 5,3 milljarða hjá Tómasi Þorvaldssyni „Maður á von á að það haldist í horfinu,“ segir framkvæmdastjóri Grindavíkur Seafood sem kveður árið 2025 hafa verið ánægjulegt. | |
| 12:42 | „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Frumvarp að nýjum búvörulögum er skref í rétta átt að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Hann segir miður að ráðherra virðist hafa látið undan þrýstingi og tekið sé minna skref en þegar frumvarpsdrög voru birt. | |
| 12:37 | Súrsæt niðurstaða gerðardóms í kjaradeilu flugumferðarstjóra Gerðardómur kvað upp úrskurð í kjaradeildu Félags flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Isavia, eftir hádegi í gær. Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segir úrskurðinn í takt við væntingar.„Þetta er bara súrsætt, eins og gerðardómur kannski er bara að eðlisfari. En eflaust eru báðir aðilar sáttir með eitthvað og svekktir með annað,“ segir Arnar í viðtali við fréttastofu.Arnar segir flugumferðarstjóra hvorki sérlega sátta né ósátta með tiltekin atriði úrskurðarins, en bætir því við að félagið sé enn að fara yfir smáatriði hans. Úrskurðurinn nær til helsta álitamálsins í deilunni, sem var launaliðurinn, og útreikninga á tímakaupi og orlofsávinnslu.„Þetta voru svona helstu atriðin sem var steytt á og gerðardómur tók bara til umfjöllunar það sem v | |
| 12:30 | Styrkás skráð í kauphöll 2027 Stjórn rekstrarfélagsins Styrkás hf. hefur samþykkt að hefja undirbúning skráningar félagsins í Nasdaq OMX kauphöllina á Íslandi með það að markmiði að félagið verði skráð á öðrum ársfjórðungi 2027. | |
| 12:29 | Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Stóri-Boli, sem hefur verið veikur frá áramótum, virðist vera að sækja í sig veðrið gegn sterkum Síberíu-Blesa. Þannig virðist von á umpólun þessara megin vetrarhvirfla og mun hæðarhryggur yfir Alaska ýta þarna undir. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur á Facebook-síðu sinni og boðar útsynningu í fyrsta sinn í vetur. En hvað þýðir þetta allt?!? | |
| 12:28 | Styrkás skráð í Kauphöllina á öðrum fjórðungi 2027 „Með ákvörðun stjórnar hefst formlega undirbúningur fyrir skráningu Styrkás í kauphöll.“ | |
| 12:22 | Íranar hóta árásum á bandarískar herstöðvar ef til inngrips kemur Íranar segjast tilbúnir til að gera árásir á herstöðvar Bandaríkjanna í nágrannalöndum sínum ef Bandaríkin skerast í leikinn í blóðugum mótmælum sem þar geisa.Mótmælendur hafa þyrpst út á götur í Íran dag eftir dag frá því undir lok síðasta árs. Klerkastjórnin í landinu hefur gripið til harðra aðgerða og meðal annars lokað fyrir Internetið. Mannréttindasamtök segja um 2.600 mótmælendur hafa verið drepna. BANDARÍKJAFORSETI HEFUR HÓTAÐ HÖRÐUM AÐGERÐUM Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hvatt mótmælendur til að láta ekki deigan síga. Hann hefur þegar lagt tuttugu og fimm prósenta tolla á ríki sem eiga í viðskiptum við Íran. Hann hefur hótað mjög hörðum viðbrögðum ef Íranar hefja aftökur á mótmælendum. Fjölskylda ungs manns sem var handtekinn í mótmælunum á fimmtudag segir hann ekki hafa | |
| 12:21 | Heita skjótum réttarhöldum yfir mótmælendum Írönsk stjórnvöld hafa heitið skjótum réttarhöldum yfir fólki sem hefur verið handtekið vegna mikilla mótmæla í landinu þar sem þúsundir manna eru sagðar hafa látist. | |
| 12:20 | Baltasar Samper látinn Baltasar Samper listmálari er látinn, 88 ára að aldri.Baltasar Samper fæddist í Barselóna á Spáni 9. janúar 1938. Hann stundaði nám við listaháskólann í Barselóna og útskrifaðist þaðan árið 1961. Hann hélt síðan í heimsreisu með viðkomu á Íslandi sama ár og bjó hér samfleytt frá 1963.Á Íslandi kynntist hann eiginkonu sinni Kristjönu og þau héldu tugi einkasýninga víða um land enda var Baltasar alla tíð afkastamikill listamaður og kenndi meðal annars við Myndlista- og handíðaskóla Íslands.Baltasar var þekktur fyrir stór og mikilfengleg málverk og stórar myndir. Sjálfur sagði hann að birtan á Íslandi hefði haft mest áhrif á það sem hann gerði því hún væri engu lík, sólin lágt á lofti og skuggarnir sem fylgja. Meðal þekktustu verka Baltasars eru veggskreyting í Flateyjarkirkju og freska í Víð | |
| 12:12 | Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Logi Geirsson, handboltasérfræðingur í Stofunni, birti á Instagram í gærkvöldi nokkuð skondinn kröfulista fyrir útsendingar Ríkisútvarpsins á EM í handbolta í janúar. Logi bað þar meðal annars um persónulegan aðstoðarmann, einkabílastæði og suðræna tónlist. Logi segir að um „létt grín“ hafi verið að ræða en hefur samt eytt myndinni. | |
| 11:56 | Óvissan „alltumlykjandi“ og verðbólgan gæti teygt sig í fimm prósent Útlit er fyrir mun verri niðurstöðu í verðbólgumælingunni á fyrsta mánuði ársins en áður var spáð, einkum vegna „hrærigrautar“ í boði hins opinbera, að árstakturinn muni hækka í fimm prósent, að mati hagfræðinga Arion banka. Gangi það eftir er afar ósennilegt að vextir Seðlabankans lækki í næsta mánuði, nema þá mögulega tölur af vinnumarkaði gefa til kynna „snöggkólnun“ í hagkerfinu. | |
| 11:53 | Ásgeir styður Powell Seðlabankastjóri Bandaríkjanna hóf feril sinn sem lögfræðingur en færði sig fljótlega í fjármála- og fjárfestingarbankastarfsemi. | |
| 11:52 | Fall Ayandeh var kveikjan í Íran Ein helsta kveikjan af mótmælunum í Íran er fall Ayandeh bankans í október og umfangsmikil peningaprentun í kjölfarið. | |
| 11:52 | Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Þann 30. desember flæddi yfir í keri Tunglsilungs í Tálknafirði með þeim afleiðingum að eldisbleikja komst út í sjó. | |
| 11:47 | Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Um það bil sautján prósent Bandaríkjamanna styðja fyrirætlanir Donald Trump Bandaríkjaforseta um að sölsa undir sig Grænland. Þá eru fjögur prósent fylgjandi hernaðaríhlutun. | |
| 11:43 | Lýsir yfir stuðningi við Grænlendinga Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hefur lýst yfir stuðningi við grænlensku þjóðina. Hún segir eyjuna „tilheyra þjóð sinni“. | |
| 11:40 | Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Utanríkisráðherrar Grænlands, Danmerkur og Bandaríkjanna, auk varaforseta Bandaríkjanna, munu funda í Washington DC í dag. Þar stendur til að ræða málefni Grænlands en Bandaríkjamenn hafa ekki verið feimnir við að segja að þær girnist Grænland. Donald Trump, forseti, hefur sagt að Bandaríkin muni eignast Grænland með góðu eða illu. | |
| 11:40 | Fiskur úr landeldisstöð komst út í sjó Eldisfiskur úr landeldisstöð komst út í sjó í Tálknafirði undir lok síðasta mánaðar. | |
| 11:39 | Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Í hádegisfréttum verður rætt við Ingu Sæland menntamálaráðherra sem segist vilja aðgreina börn innan skólanna sem þurfa sérstaka íslenskukennslu frá öðrum. | |
| 11:39 | Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Sigurður Örn Hilmarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og lögmaður á Rétti, segir alvarlegt að stjórnvöld hafi nú tvívegis á um sex mánuðum gerst brotleg samkvæmt Mannréttindadómstóli Evrópu, MDE. Hann segir dómstólinn gefa gagnlega leiðsögn um íslenska réttarkerfið í dómunum sem birtir voru í gær. | |
| 11:36 | Strok bleikju úr landeldisstöð Matvælastofnun barst nafnlaus ábending föstudaginn 9. janúar 2026 um dauð og hálfdauð bleikjuseiði í Tálknafjarðarhöfn Við eftirgrennslan Matvælastofnunar kom í ljós að atburður hafði átt sér stað hjá Tungusilungi 30. desember 2025 sem varð þess valdandi að það flæddi yfir í keri, sem staðsett er niður í fjöru skammt frá Tálknafjarðarhöfn, með þeim afleiðingum að […] The post Strok bleikju úr landeldisstöð appeared first on Fréttatíminn. | |
| 11:34 | Strok úr landeldisstöð uppgötvaðist eftir nafnlausa ábendingu Eldisfiskur úr keri í landeldisstöð í Tálknafirði komst í sjó 30. desember þegar flæddi yfir í kerinu. Matvælastofnun fékk ekki tilkynningu um strokið fyrr en henni barst nafnlaust ábending 9. janúar um að dauð og hálfdauð bleikjuseiði hefðu fundist í höfninni.Matvælastofnun greinir frá þessu í dag. Þar segir að við eftirgrennslan hafi komið í ljós að strokufiskurinn væri frá Tungusilungi sem er með ker niðri í fjöru skammt frá Tálknafjarðarhöfn.Stjórnendur Tungusilungs virkjuðu ekki viðbragðsáætlun vegna stroksins. Þegar starfsfólk Matvælastofnunar grennslaðist fyrir um strokið fengust þær upplýsingar að um 27 þúsund fiskar væru í kerinu þar sem flæddi yfir. Tungusilungsmenn telja að nokkrir tugir fiska hafi farið úr kerinu, flestir eða allir dauðir eða laskaðir. Þeir segja ekki hægt að f | |
| 11:30 | Reyðfirðingar kvarta undan Krónunni – „Það er eins og við séum annars flokks“ Íbúar á Reyðarfirði hafa komið að máli við DV og kvartað undan slöku vöruúrvali í verslun Krónunnar á Reyðarfirði. Framkvæmdstjóri Krónunnar segir að þetta standi til bóta. „Við erum eins og annars flokks fólk sem fáum ekki það sama og aðrir en borgum það sama og við gerum okkur grein fyrir að auðvitað geta þau Lesa meira | |
| 11:25 | Línuskip verða vör við loðnu fyrir austan Sáu loðnu í Reyðarfjarðadýpi og loðna var í fiskinum | |
| 11:19 | Stillt upp hjá Samfylkingunni á Akureyri Stillt verður upp á framboðslista hjá Samfylkingunni á Akureyri fyrir bæjarstjórnarkosningar í vor. Þetta var samþykkt á félagsfundi á mánudag. Uppstillingarnefnd var kosin sem leggur tillögu sína að framboðslista fyrir félagsfund. Samfylkingin fékk einn bæjarfulltrúa af ellefu í síðustu kosningum og er í minnihluta. Flokkurinn fær nýjan oddvita því Hilda Jana Gísladóttir gefur ekki kost á sér áfram.Frá Akureyri.RÚV / Kristófer Óli Birkisson | |
| 11:16 | Framtíð Grænlands rædd í Hvíta húsinu Helstu erindrekar Dana og Grænlands heimsækja Hvíta húsið í dag þar sem þeir funda með J.D. Vance, varaforseta Bandaríkjanna, og Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. | |
| 11:11 | Fleiri í vinnu og meira borgað í laun Þeim sem voru starfandi á íslenskum vinnumarkaði fjölgaði um 0,6 prósent milli ára og voru 225.100 talsins í nóvember. Heldur fleiri karlar en konur voru á vinnumarkaði. Karlarnir voru 120.000 en konurnar 105.100. Þetta kemur fram í nýjum bráðabirgðatölum Hagstofunnar.Staðgreiðsluskyld laun hækkuðu um 6,7 prósent milli ára. Það er öllu meira en verðbólga, sem nam á sama tíma 3,7 prósentum, og fjölgun fólks á vinnumarkaði um 0,6 prósent.Hagstofan tekur fram að í báðum tilfellum er um bráðabirgðatölur að ræða sem geta breyst eftir því sem staðgreiðsluskrá verður uppfærð.Fólk á ferð í miðbæ Reykjavíkur.RÚV / Ragnar Visage | |
| 11:07 | Krefjandi að koma stórvirkum vélum út í eyju Veðurblíðan í desember var nýtt til að steypa undirstöður fyrir turn nýrrar Ölfusárbrúar sem rísa mun í Efri-Laugardælaeyju. | |
| 11:04 | Hagar gefa út vildarkerfið Takk Hagar settu fyrr í dag í loftið nýtt vildarkerfi í appi sem ber heitið Takk. Vildarkerfið er einfalt og skilvirkt í notkun og mun bæta kjör, þjónustu og upplifun viðskiptavina. Meðlimir í Takk appinu fá aðgengi að sérstökum kjörum og fríðindum hjá Bónus, Hagkaup og Eldum rétt. Afslættirnir sem vildarkerfið býður upp á eru kallaðir Lesa meira | |
| 11:01 | Alvarlega slasaðir eftir samgönguslys Tveir strætisvagnar skullu saman á sveitavegi í Danmörku í morgun. Margir eru slasaðir og sumir alvarlega. | |
| 11:01 | Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Tveir strætisvagnar skullu saman á sveitavegi í Danmörku í morgun. Margir eru slasaðir og sumir alvarlega. | |
| 11:00 | Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Karlmaður á höfuðborgarsvæðinu hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir endurtekin ofbeldisbrot í nánu sambandi gagnvart þáverandi sambýliskonu sinni. Maðurinn játaði brot sín. | |
| 10:56 | Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Faxaflóahafnir leita til almennings um nafn á nýja fjölnota farþegamiðstöð í Reykjavík. Farþegamiðstöðin rís nú við Viðeyjarsund í Reykjavík og tekur á móti fyrstu farþegum skemmtiferðaskipa í vor. Farþegamiðstöðin er sú fyrsta sem opnar í Reykjavík í 60 ár. Vinningshafi hlýtur siglingu til Bretlandseyja. | |
| 10:54 | Varar við verðfalli: „Árið gæti orðið afdrífaríkt á mörkuðum“ Aðalhagfræðingur eignastýringarrisans Apollo sér varúðarmerki á mörkuðum. | |
| 10:50 | Lykillinn að gleði í daglegu lífi Viðburðahaldarinn Guðrún Helga Halldórsdóttir stendur fyrir áhugaverðri smiðju á Borgarbókasafninu Úlfarsárdal fimmtudaginn 15. janúar kl. 17, undir yfirskriftinni Byrjaðu árið með dagbókarskrifum. Eins og heitið gefur til kynna verða dagbókarskrif í aðalhlutverki, en Guðrún trúir því að slík skrif geti verið lykillinn af því að finna gleðina í daglegu lífi, lítið tæki til að taka Lesa meira | |
| 10:50 | Faxaflóahafnir leita til almennings Faxaflóahafnir leita nú til almennings um nafn á nýja fjölnota farþegamiðstöð sem mun rísa við Viðeyjarsund og taka á móti fyrstu farþegum skemmtiferðaskipa í vor. | |
| 10:49 | Talmeinafræðingum sagt upp á Reykjalundi Tveimur talmeinafræðingum Reykjalundar hefur verið sagt upp. Svana Helen Björnsdóttir, forstjóri Reykjalundar, segir við fréttastofu uppsagnirnar hluta af breytingum á rekstrarformi Reykjalundar sem gerðar eru í hagræðingarskyni.Áfram verður þó boðið upp á talþjálfun á Reykjalundi. Aðspurð segir Svana að ekki standi til að ráðast í frekari uppsagnir.Að sögn Svönu verður samið við einstaklinga, Heyrnar- og talmeinastöð Íslands eða annað fyrirtæki til að sinna þjónustunni eftir þörfum. Aðeins fáir skjólstæðingar Reykjalundar þurfi á þjónustunni að halda og því var talið skynsamlegt að fara þessa leið. Stefnt er að því að semja við tvo talmeinafræðinga svo þjónusta skerðist ekki, en Svana segir einn talmeinafræðing ekki duga til.Á vef Reykjalundar segir að sjúklingum sé vísað í talþjálfun af | |
| 10:48 | Rosalia komin með skvísu upp á arminn Spænska súperstjarnan Rosalia virðist hafa fundið ástina í faðmi frönsku fyrirsætunnar Loli Bahia. Skvísurnar sáust haldast í hendur í rómantískri göngu um Parísarborg á mánudaginn. | |
| 10:47 | Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Ráðamenn í Mið-Austurlöndum eru sagðir hafa reynt að sannfæra Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að gera ekki árásir gegn klerkastjórninni í Íran. Þeir vilja ekki auka á óöldina á svæðinu og segjast óttast afleiðingarnar sem fall klerkastjórnarinnar gæti haft. | |
| 10:47 | Segir að alls ekki megi gefa afslátt af sönnunarbyrði í kynferðisbrotamálum Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrum hæstaréttarlögmaður, fjallar um meðferð kynferðisbrota í dómskerfinu í nýrri færslu á Facebook. Þar segir hann málaflokkinn erfiðan og leggur ríka áherslu á að grundvallarreglan um sakleysi þar til sekt sannast verði ávallt virt. Jón Steinar undirstrikar að kynferðisbrot feli í sér alvarlegt inngrip í líf brotaþola og að enginn vafi leiki […] Greinin Segir að alls ekki megi gefa afslátt af sönnunarbyrði í kynferðisbrotamálum birtist fyrst á Nútíminn. | |
| 10:46 | Metmagn kannabisefna í Noregi Aldrei hefur norska tollgæslan lagt hald á viðlíka magn kannabisefna sem í fyrra þegar tollverðir í landinu fundu samtals um tvö tonn af hassi og 1,4 tonn af maríúana, mest í vörusendingum til landsins. | |
| 10:44 | Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hótar breskum stjórnvöldum refsiaðgerðum ef þau grípa til aðgerða gegn samfélagsmiðlum X vegna kynferðislegra gervigreindarmynda af börnum og konum. Bresk eftirlitsstofnun rannsakar hvort X hafi brotið lög með myndaframleiðslunni. | |
| 10:34 | Vettvangsvinnu lokið í Gufunesi Vettvangsvinnu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í skemmunni í Gufunesi sem brann á mánudag er lokið. | |
| 10:30 | Geirfinnsmálið: Sakar Valtý um að hafa haft afskipti af vitnum og málsaðilum í 50 ár Sigurður Björgvin, höfundur bókarinnar Leitin að Geirfinni, segir að Valtýr Sigurðsson, fyrrverandi fulltrúi Bæjarfógeta í Keflavík, hafi í hálfa öld haft ítrekað afskipti af vitnum og málsaðilum í Geirfinnsmálinu. Sigurður og aðrir aðstandendur bókarinnar hafa ítrekað haldið því fram að Valtýr hafi vísvitandi afvegaleitt rannsókn málsins á sínum tíma en þessir aðilar telja að Geirfinni hafi verið Lesa meira | |
| 10:30 | Myndband frá Íslandi vekur gríðarlega athygli Á Íslandi er allra veðra von og þó að vetur konungur hafi verið ljúfur við íbúa á suðvesturhorni landsins nú í janúar hefur hann látið meira að sér kveða í öðrum landshlutum. Myndband sem tekið var nýlega og sýnir bíl á bólakafi í snjóskafli hefur vakið athygli út fyrir landsteinana. Vitalijus Barauskas birti myndbandið á Lesa meira | |
| 10:30 | Kerfið brugðist bæði börnum og kennurum Inga Sæland mennta- og barnamálaráðherra segir ár læsis gengið í garð. Hún segir mikilvægt að börn og foreldrar þeirra geti treyst á að aðferðir við lestrarkennslu byggist á traustum vísindalegum grunni. Kerfið segir hún hafa brugðist hvort tveggja börnum og kennurum. | |
| 10:29 | Textar fundi í rauntíma á mörgum tungumálum HP Elitebook X G2 fartölvan hlaut Nýsköpunarverðlaun tæknimessunnar CES 2026 í Las Vegas. Um er að ræða fyrstu fyrirtækjavélina með örgjörva sem styður 85 TOPS, sem þýðir að hún er tilvalin fyrir verkefni sem krefjast mikilla útreikninga, eins og myndgreiningu, talgreiningu í rauntíma eða flóknar gagnagreiningar. Sem dæmi tekur það vélina einungis 3-6 sekúndur að Lesa meira | |
| 10:25 | Ánægja með Áramótaskaupið aldrei verið meiri Áramótaskaupið virðist hafa fallið landsmönnum vel í geð en ánægja með skaupið mældist hærra en nokkru sinni fyrr í könnum sem Maskína framkvæmdi. | |
| 10:23 | Ásgeir lýsir einnig yfir stuðningi við Powell Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur undirritað sameiginlega yfirlýsingu fjölda seðlabankastjóra sem lýsa yfir stuðningi við Jerome Powell, bankastjóra bandaríska seðlabankans. Powell er nú til rannsóknar hjá alríkissaksóknara en hann og Donald Trump Bandaríkjaforseti hafa átt í útistöðum í nokkurn tíma. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna stýrir rannsókninni.Greint var frá því í gær að ellefu seðlabankastjórar hefðu gefið út sameiginlega yfirlýsingu þar sem stuðningi við Powell var heitt. Ásgeir er meðal fjögurra seðlabankastjóra sem hafa bætt nafni sínu við yfirlýsinguna en einnig eru það seðlabankastjórar Noregs, Suður-Afríku og Nýja-Sjálands.Í yfirlýsingunni segir að Powell hafi starfað af heilindum, einblínt á hlutverk sitt og almannahag. Sjálfstæði seðlabanka sé nauðsynlegt til að trygg | |
| 10:22 | Segir Ingu Sæland skorta læsi á málefni ráðuneytisins Inga Sæland, mennta- og barnamálaráðherra, vill fara nýjar leiðir í lestrarkennslu barna.Hún segir að menntakerfið hafi brugðist börnum landsins og að byrjendalæsisstefna, sem tekin var upp á sínum tíma, sé orsök þess að fimmtíu prósent drengja útskrifist með lélegan lesskilning.Rannveig Oddsdóttir, dósent við kennaradeild Háskólans á Akureyri, hefur rannsakað þróun lestrarfærni barna í 1. og 2. bekk í byrjendalæsisskólum.Hún segir að umræðan snúist oft of mikið um niðurstöður PISA-kannana en samfélagið hafi breyst.Rannveig var gestur í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. HVAÐ ER BYRJENDALÆSI? Rannveig segir byrjendalæsi vera kennsluaðferð sem gangi út á að ná utan um alla þætti í lestrarkennslu. Til að verða vel læs þurfi að kenna fleiri þætti en stafi og hljóð, svo sem ritun og málskilnin | |
| 10:20 | Danir auka viðveru hersins á Grænlandi Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, og Troels Lund Poulsen varnarmálaráðherra ræða við blaðamenn að loknum fundi í utanríkismálanefnd danska þingsins í gær.EPA / Sebastian Elias UthDanir ætla að auka viðveru hers síns á Grænlandi. Þetta segir Troel Lund Poulsen varnarmálaráðherra Danmerkur í skriflegum samskiptum við AFP.Bandarísk stjórnvöld hafa lengi gagnrýnt þau dönsku fyrir að hafa vanrækt varnir Grænlands.Poulsen segir auk þess að áhersla verði lögð á aukna viðveru Atlantshafsbandalagsins á norðurslóðum. Danir eigi í samskiptum við bandamenn sína um aukin umsvif á þessu ári. | |
| 10:15 | „Ég ætla að láta til mín taka“ Ragnar Þór Ingólfsson, nýskipaður félags- og húsnæðismálaráðherra, er ekki banginn við verkefnin, sem hann segist þekkja vel til. Ekki sé verra að hann taki við góðu búi frá fyrirrennara sínum og flokksformanni, Ingu Sæland, sem hafi orðið vel úr verki á því rúma ári, sem hún gegndi embættinu. | |
| 10:10 | „Eftir vopnahléið eru þúsund manns enn í varðhaldi á grundvelli laganna“ „Vopnahléið er þegar allt kemur til alls bara fyrirsögn í dagblaði,“ segir Nadine Abu Arafeh mannréttindalögfræðingur frá Palestínu. Hún starfar í Jerúsalem sem lögfræðingur Palestínumanna í haldi í Ísrael. Heimildin ræddi við Nadine um stöðu fangaðra Palestínumanna í kjölfar vopnahlés en samningur Ísrael og Hamas kvað á um að sleppa ætti 1.700 Palestínumönnum úr haldi og öllum gíslum Hamas. „Vopnahlé... | |
| 10:09 | Hvað á ný farþegamiðstöð að heita? Faxaflóahafnir leita til almennings um nafn á nýja fjölnota farþegamiðstöð í Reykjavík | |
| 10:07 | Búin að finna 24 milljónir í bókhaldi keppenda „Við höfum fundið samtals 24 milljónir í fyrstu tveim seríunum,“ sagði Arnar Þór Ólafsson í Morgunútvarpinu á Rás 2.Arnar Þór og Hrefna Björk Sverrisdóttir stýra þættinum Viltu finna milljón? á Sýn en þriðja þáttaröð fer í loftið í næstu viku. Þau mættu með góðar sögur og nokkur vel valin sparnaðarráð í Morgunútvarpið á Rás 2.Hlustað á spjallið í spilaranum hér fyrir ofan.Bókstaflega öll fjármálin eru undir í þáttunum og keppendur opna bókhaldið upp á gátt. „Þau eru alla keppnina að taka öll fjármálin í gegn og reyna að standa sig eins vel og þau geta á öllum sviðum,“ sagði Hrefna.Morgunútvarpið er á Rás 2 alla virka morgna milli klikkan 7 og 9. | |
| 10:05 | Ein heitasta stjarna í heimi Dansarinn, tónlistarkonan, leikkonan, listakonan og ofurbomban Teyana Taylor er að sigra heiminn um þessar mundir. Ásamt því að slátra rauða dreglinum á hverjum einasta viðburði hlaut hún sín fyrstu Golden Globe verðlaun á sunnudag fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni One Battle After Another. | |
| 10:00 | Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Nýtt ár, ný tækifæri sagði skáldið og það á svo sannarlega við í ráðhúsinu því það styttist óðfluga í sveitastjórnarkosningar. Það má segja að kosningabaráttan sé í þann mund að fara á flug enda er pískrað um samgöngumál og prófkjör á öllum kaffistofum landsins. | |
| 10:00 | Alþingi fundar í dag að loknu jólahléi Alþingi Íslendinga kemur saman í dag, miðvikudag, að loknu tæplega mánaðarlöngu jólahléi. Fundum Alþingis var frestað 18. desember 2025. |