| 10:48 | Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Fjórðungur Viðreisnarmanna á kjörskrá hefur þegar greitt atkvæði í prófkjöri flokksins í Reykjavík í dag, að sögn formanns kjörstjórnar. Fjórir sækjast eftir því að vera borgarstjóraefni Viðreisnar. | |
| 10:41 | Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma „Lífið fór allt saman á hliðina í smá stund. Það var augljóslega ekki planið að fá bæði þessi risastóru verkefni í hendurnar á sama tíma,” segir Sara Ísabella Guðmundsdóttir en hún greindist með Hodgins-eitilfrumukrabbamein síðasta sumar, einungis fimm vikum eftir að frumburður hennar kom í heiminn. Hún þurfti þar af leiðandi að ganga í gegnum stífa lyfjameðferð á sama tíma og hún var að stíga sín fyrstu skref í móðurhlutverkinu. | |
| 10:38 | Áttu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Í dögunum fór af stað þriðja þáttaröðin af Viltu finna milljón á Sýn en þættirnir koma vikulega inn á Sýn+. Í þáttunum er fylgst með þremur pörum taka fjármálin sín í gegn. Í fimm mánuði munu þau fá ýmis verkefni og áskoranir með það að markmiði að bæta fjárhaginn sinn og búa til góðar venjur til framtíðar þegar kemur að fjármálum. | |
| 10:30 | Þess vegna ættirðu aldrei að skipta á rúminu á morgnana Hve oft á maður að skipta um rúmföt? Flestir hafa eflaust spurt sig þessarar spurningar einhvern tíma – og svarið er kannski ekki alveg augljóst. Rúmið er einn mikilvægasti staðurinn í húsinu. Við eyðum stórum hluta lífs okkar í rúminu, þar fáum við þá hvíld sem líkaminn þarf á að halda. Hve mikla hvíld við þurfum Lesa meira | |
| 10:25 | Má búast við skúrum eða éljum Í dag er útlit fyrir fremur hæga austlæga eða breytilega vindátt og þrjá til átta metra á sekúndu. Bjart með köflum en sums staðar má búast við skúrum eða éljum á sveimi við ströndina. | |
| 10:18 | Mikilvægt fyrir fyrirtækin og samfélagið Einn eigenda alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækisins Simon-Kucher fræddi fyrirtæki í eignasafni Alfa Framtaks um mikilvægi þess að efla sölustarf, verðlagningu og markaðssetningu. | |
| 10:08 | Eru pöndur krúttlegustu diplómatarnir? Fréttir af pöndum eiga sér langa sögu hér á fréttastofu RÚV. Og ekki bara hér heldur um heim allan. Nýfæddar pöndur, pöndur að leik, pöndur í snjó - fréttirnar gerast varla mikið krúttlegri.En um miðjan desember sögðum við aðeins öðruvísi pöndufrétt. Frétt um að Kína hafi kallað pöndur heim frá Japan í skugga versnandi samskipta ríkjanna.Það er nefnilega það, ef þig langar í pöndu þarftu að vera í góðu sambandi við kínversk stjórnvöld. Í vikunni voru tvíburapöndurnar Xiao Xiao og Lei Lei sendar aftur til Kína. Í fyrsta sinn í hálfa öld eru því engar pöndur í Japan.Áður en við förum djúpt í pólitíkina skulum við fara aðeins yfir sögu þessa merkilega dýrs - risapöndunnar.Uppruni pöndunnar er ekki alveg fullkomlega á hreinu, en talið er að pandabirnir hafi greinst frá öðrum bjarnardýrum fyrir | |
| 10:00 | „Hún var svo rosalega nálægt því að deyja“ Starfsfólkið var alltaf mjög duglegt að fagna öllum áfangasigrum með þeim mæðgum en það gætti þess líka að minna móður Lunu, Diljá Ámundadóttur Zoega, á að það gæti komið bakslag og að hún þyrfti að vera viðbúin því. Og svo kom stóra bakslagið. | |
| 10:00 | Hvernig græddi Landsbankinn 38 milljarða? Stærsti þátturinn í 38 milljarða króna hagnaði Landsbankans eru hreinar vaxtatekjur, það er mismunurinn á þeim vöxtum sem bankinn innheimtir af útlánum og þeim sem hann greiðir af innlánum og annarri fjármögnun. Á árinu 2025 námu þessar tekjur 62,1 milljarði króna og jukust verulega milli ára. Sjá einnig Landsbankinn hagnaðist um 38 milljarða Vaxtatekjur vega langþyngst í tekjuuppbyggingu bankans; samkvæmt... | |
| 09:54 | Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Hópur ungmenna veittist að manni sem hlaut stórfellt líkamstjón af árásinni, að sögn lögreglu. Eitt ungmennið var handsamað í kjölfarið og er málið nú til rannsóknar. | |
| 09:39 | Umferð færð á Breiðholtsbraut Í morgun varð færð umferð um Breiðholtsbraut af suðurakbraut yfir á norðurakbraut á kaflanum milli Jaðarsels og Vatnsendahvarfs. Vinna við færslu umferðarinnar hófst kl. 7.00 og lauk kl. 9.00. | |
| 09:32 | Minnst á Trump mörg hundruð sinnum Minnst er á Donald Trump Bandaríkjaforseta mörg hundruð sinnum í nýju Epstein-skjölunum sem bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur birt. | |
| 09:21 | Sækja á erlenda markaði Íslenska sprotafyrirtækið Kuratech nýtir 50 milljóna króna fjármögnun til að hraða vöruþróun og sækja á erlenda markaði. | |
| 09:16 | „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Snorri Björn Sturluson, fasteignasali, lögfræðingur og annar eigandi Valhallar fasteignasölu, tekur slurk í heimilisstörfunum fyrir vinnu á morgnana, þegar hann er of latur til að fara í ræktina. En segist þó almennt vonlaus í heimilisstörfunum og fær því stundum aðstoð við þrifin. | |
| 09:16 | Heildarkostnaður við nýjan Kársnesskóla rúmlega 8,4 milljarðar Uppbygging nýs barnaskóla Kársness hefur verið þrautaganga. Fyrir um níu árum var ákveðið að rýma gamla skólahús Kársnesskóla við Skólagerði eftir að rakaskemmdir og mygla fundust. Rúmlega ári síðar hófst niðurrif á húsinu og boðin var út hönnun á nýju húsnæði á sömu lóð. Árið 2021 var tilboði ítalska fyrirtækisins Rizzani de Eccher upp á 3,2 milljarða tekið. Upphafleg verklok áttu að vera vorið 2023.Það var hins vegar í maí 2023 sem Kópavogsbær rifti samningnum við ítalska verktakann vegna galla á verkinu; raki fannst í útveggjaeiningum og mygla í timbri innandyra, svo eitthvað sé nefnt.Riftunin fór fyrir gerðardóm en dómurinn staðfesti að hún hefði verið lögleg – og þá var verkið hálfnað. Kópavogsbær segir í dómnum að það hafi tekið sex til sjö mánuði að endurskipuleggja framkvæmdina, en | |
| 09:00 | Varað við fjölskyldufyrirtæki á Selfossi – „Þetta eru svik og stuldur, ekkert annað“ „Pöntuðum vörur fyrir tveimur árum og greiddum þær en vörurnar hafa ekki komið og engin endurgreiðsla. Þetta eru svik og stuldur og ekkert annað. Þetta kallast glæpamennska,“ segir viðskiptavinur fjölskyldufyrirtækis á Selfossi. „Það eru almannahagsmunir að þau fái ekki að halda áfram með þessum hætti,“ segir lögmaðurinn Jón Stefán Hjaltalín sem stendur í málarekstri gegn Lesa meira | |
| 08:50 | Norðmenn líta til íslensks dóms Neytendasamtökin í Noregi fóru strax af stað með mál fyrir kærunefnd viðskipta fjármálafyrirtækja þar í landi eftir að dómur Hæstaréttar Íslands féll í vaxtamálinu gegn Íslandsbanka 14. október og í fyrradag úrskurðaði nefndin til samræmis við íslenska dómaframkvæmd. | |
| 08:46 | Hlaut stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af hópi ungmenna sem veittust að manni og réðust á hann. „Árásarþoli reyndist hafa hlotið stórfellt líkamstjón af árásinni og var eitt ungmennið handsamað,“ segir í morgunpósti lögreglu þar sem farið er yfir verkefni gærkvöldsins og næturinnar. Lögregluþjónar á stöð 2 sinntu þessu útkalli en hún sinnir verkefnum í Hafnarfirði og Garðabæ. Málið er til rannsóknar og unnið í samvinnu við Barnavernd. Lögreglunni sem sinnir verkefnum í Kópavogi og Breiðholti barst einnig tilkynning um líkamsárás þar sem gerendur og þolandi voru ungmenni. Alls rötuðu 82 mál inn á borð lögreglu frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun. Nokkur fjöldi ökumanna var stöðvaður í umferðinni, grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.Þá var maður kærður fyrir | |
| 08:45 | Hljóðlát mótmælaganga í Kaupmannahöfn Búist er við að yfir eitt þúsund manns taki þátt í hljóðlátri mótmælagöngu í Kaupmannahöfn í dag sem er skipulögð af samtökum fyrirverandi hermanna í Danmörku. | |
| 08:30 | „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Minnst er á Dorrit Moussaieff og Ólaf Ragnar Grímsson, fyrrverandi forsetahjón, í tölvupósti sem sendur var kaupsýslumanninum og barnaníðingnum Jeffrey Epstein árið 2016. | |
| 08:22 | Minnst á Íslendinga í Epstein-skjölunum Nafn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta kemur fram í 4.500 hið minnsta í nýjum skjölum tengdum Jeffrey Epstein sem bandaríska dómsmálaráðuneytið birti í gær. Alls voru birt yfir þrjár milljónir nýrra skjala tengd auðkýfingnum að þessu sinni.Þar er einnig að finna nöfn fjölda annarra einstaklinga, meðal annars Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrverandi forseta Íslands, Dorritar Moussaieff forsetafrúar og Ólafs Elíassonar listamanns.Í skjölunum eru fjölmargar ásakanir á hendur Trump fyrir kynferðislega áreitni og misnotkun, sem margar hverjar byggja á nafnlausum ábendingum og símhringingum til Alríkislögreglunnar FBI. „Sum þessara skjala innihalda ósannar og ýktar ásakanir gegn Trump forseta, sem bárust FBI skömmu fyrir kosningarnar árið 2020. Það skal skýrt tekið fram að þessar ásakanir eru tilhæfu | |
| 08:22 | Epstein bauð Andrési að hitta rússneska konu Kynferðisbrotamaðurinn Jeffrey Epstein bauðst til að kynna Andrés, fyrrverandi Bretaprins, fyrir rússneskri konu. | |
| 08:21 | Rætt um að fá íslenskan listamann til starfa á alræmdu eyju Epsteins Á undanförnum árum hafa bandarískir dómstólar og yfirvöld birt í áföngum umfangsmikið gagnasafn sem tengist Jeffrey Epstein og málum í kringum hann. Um er að ræða milljónir skjala – tölvupósta, viðhengi og fjármálagögn – sem hafa verið gerð opinber í tengslum við dómsmál og kröfur um aukið gagnsæi. Jafnframt liggur fyrir að hluti gagnanna hefur […] Greinin Rætt um að fá íslenskan listamann til starfa á alræmdu eyju Epsteins birtist fyrst á Nútíminn. | |
| 08:15 | Steinarnir tala ÁTVR í Smáralind lokar og ólíkt forvera sínum ræðir forstjórinn við fjölmiðla. | |
| 08:08 | Hált á vegum úti Það er víða hálka eða hálkublettir á vegum landsins. Sem dæmi má nefna að hálka er á stórum hluta hringvegarins í morgunsárið og hálkublettir á hluta hans. Í nær öllum landshlutum er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum. Á Suðurlandi er flughált á Skálholtsvegi og á Vestfjörðum er flughált á Þröskuldum.Á Norðausturlandi er hálka á öllum helstu leiðum og flughált frá Húsavík til Lónsi. Lögreglan á Norðausturlandi varaði í gær við flughálku í umdæminu. Svell hefði skapast á frosnum vegunum eftir að rigningarúði lagðist ofan á.Nálgast má upplýsingar um færð á vegum á vef Vegagerðarinnar, umferdin.is.Það er vissara að fara gætilega á hálum vegum.RÚV / Ágúst Ólafsson | |
| 08:00 | Öld á ljósvakans öldum Í dag eru hundrað ár, heil öld, liðin frá því að fyrst var gerð tilraun til útvarpsútsendingar á Íslandi. Ríkisútvarpið varð nýlega 95 ára og síðsumar verða 40 ár liðin frá því fyrsta frjálsa útvarpsstöðin fór í loftið. Útvarp sem fjölmiðill er yfirleitt talið eiga upphaf sitt í kringum 1920.Þó höfðu verið uppi tilraunir með þráðlausar sendingar fræðslu- og skemmtiefnis til almennings fyrir þann tíma en fyrri heimsstyrjöldin tafði þær áætlanir. Fyrsta útvarpsstöðin á Íslandi var í einkaeigu. Ottó B. Arnar, þrítugur símfræðingur, boðaði stofnun hennar í grein í Verði árið 1925.Þar sagði hann frá heimsókn sinni til bandaríska rafmagnsverkfræðingsins Lee De Forest árið 1916, sem þá þegar var tekinn að gera tilraunir með útvarpssendingar. Ottó uppveðraðist allur af þessari stórkostlegu tækni o | |
| 08:00 | Vinkonur í vínframleiðslu Hugmyndin að vínframleiðslunni fæddist tiltölulega nýlega að sögn Hrundar. „Það var bara eitt sumarkvöld sem við sátum saman með vínglas, eins og svo oft, og ræddum hversu spennandi það væri að framleiða eigið vín. Og þar sem við vissum að vínviður þrífst ekki vel á Íslandi, þá datt okkur í hug að brugga úr einhverju öðru. Eftir smá leit á... | |
| 07:54 | Hæglætis veður og víða bjart með köflum Það er útlit fyrir fremur hæga austlæga eða breytilega átt í dag, Veður verður bjart með köflum en sums staðar má búast við skúrum eða éljum við ströndina. Frost verður á bilinu 0 til 5 stig en í kringum frostmark sunnanlands.Það bætir svo aðeins í vind á morgun. Víðast hvar verður hann austlægur, á bilinu 5 til 10 metrar á sekúndu en 10 til 15 við suðurströndina. Veður verður bjart að mestu vestan- og norðanlands en dálitlar skúrir suðaustantil. „Hitanum er nokkuð misskipt. Þar sem vindur er nógu ákveðinn til að blanda loftinu í neðstu lögum, er hiti yfirleitt ofan frostmarks og einnig þar sem andar af hafi. Þar sem vindur er hægur og lítið af skýjum, kólnar loftið næst jörðu niður fyrir frostmark vegna útgeislunnar,“ segir í textaspá Veðurstofu Íslands. Búist er við því að áttin verði áf | |
| 07:49 | Hlaut stórfellt líkamstjón eftir hópárás Lögreglunni sem sinnir verkefnum í Hafnarfirði og Garðabæ barst tilkynning um hóp ungmenna að veitast að manni. | |
| 07:34 | Andlát: Eðvarð Ingólfsson Séra Eðvarð Ingólfsson lést 28. janúar sl. á Ási í Hveragerði, 65 ára að aldri. Eðvarð fæddist 25. apríl 1960 í Reykjavík en ólst upp á Hellissandi. Foreldrar hans voru Guðný Jónína Þórarinsdóttir og Ingólfur Eðvarðsson. | |
| 07:30 | Hroðaleg meðferð á rússneskum liðhlaupum vekur óhug Hroðalegt myndskeið þar sem sjá má meðferðina á tveimur rússneskum liðhlaupum hefur vakið óhug. Á myndskeiðinu má sjá tvo rússneska hermenn sem hafa verið teipaðir við tré, þar af annar þeirra öfugur. Báðir eru mennirnir berir að ofan um hávetur. Í myndbandinu má heyra rússneska yfirmenn þeirra hæðast að hugleysi þeirra, ausa yfir þá svívirðingum Lesa meira | |
| 07:24 | Bjart með köflum í dag Í dag verður austlæg eða breytileg átt og víða 3 til 8 metrar á sekúndu. Bjart verður með köflum, en sums staðar skúrir eða él við ströndina. | |
| 07:02 | „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ „Bara við það eitt að skella á sig fallegu bindi ferðu úr því að vera Doddi á lagernum í erindreki í Buckinghamhöll,“ segir hinn bráðfyndni Starkaður Pétursson. Starkaður er 28 ára gamall leikari alinn upp í Hafnarfirði og hefur á sinn einstaka máta gaman að tískunni. | |
| 07:02 | Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem leið? Spreyttu þig á Fréttatíunni til þess að komast að því. Sem fyrr er aðeins montréttur að launum fyrir góða frammistöðu. | |
| 07:00 | „Einbeittum okkur að því að það væri bara bann við að tala illa um Dani“ Janus Bragi Jakobsson kvikmyndagerðarmaður og kona hans Tinna Ottesen eru nýflutt á Þingeyri. Þau eiga tvo unga drengi og viðbrigðin eru nokkur en fjölskyldan nýtur sín afar vel í samheldnu samfélagi á Vestfjörðum. Á þessu ári var frumsýnd ný heimildarmynd í leikstjórn hans sem nefnist Paradís amatörsins. Hún fjallar um fjóra menn sem hafa deilt lífi sínu á Youtube. Einn þeirra hefur skráð líf fjölskyldu sinnar í áratugi, annar er leigubílstjóri með óperudrauma, sá þriðji er einmana flugmaður sem leitar eftir alvöru tengingu við aðra og sjá fjórði áhrifavaldur í leit að sjálfum sér. Í myndinni er grafist fyrir um ástæðurnar fyrir því að leggja líf sitt út á Youtube og velt upp hvort efnið sem mennirnir sýna öðrum endurspegli það sem mestu máli skiptir í lífinu. Janus Bragi var gestur Sigur | |
| 07:00 | Slysatíðni í fiskvinnslu fer lækkandi Fiskvinnslufólki hefur fækkað umtalsvert. Árið 2021 voru um 4.800 starfandi í fiskvinnslku en um 4.300 árið 2025 | |
| 07:00 | Planið stendur áfram Ríkisstjórnin er enn að bræða með sér viðbrögð við verðbólguskotinu. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir samhug innan ríkisstjórnarinnar um framhaldið, sem kann að benda til þess að um það séu enn skiptar skoðanir, en Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra útilokaði fyrir sitt leyti skattahækkanir í því skyni. | |
| 07:00 | Kraftaverki líkast að Luna hafi lifað af Það þykir kraftaverki líkast að Luna Zoëga Diljárdóttir skuli hafa lifað af alvarlega sýkingu í blóði sem blossaði upp þar sem hún lá á Vökudeildinni, eftir að hafa komið í heiminn 15 vikum fyrir tímann. | |
| 07:00 | Vill að vörugjaldamistök verði leiðrétt Jón Trausti Ólafsson, forstjóri Öskju á Íslandi, segir að stjórnvöld hafi ítrekað skellt við skollaeyrum þegar þeim var bent á þá tvöföldu skattlagningu sem innfluttir tengiltvinnbílar máttu sæta, þegar fjármálaráðuneytið ákvað að hækka vörugjöld. | |
| 07:00 | Halldór 31.01.26 Mynd dagsins eftir Halldór Baldursson. | |
| 06:48 | Gamla fréttin: Sjálfsbjargarviðleitni eða lögbrot? „Áratugahefð er fyrir því að trillukarlar veiði síld í beitu. Að sjálfsögðu hefur ekkert verið amast við þessum veiðum enda magnið í þeim mæli að engu skiptir. Það kom því trillukörlum á Ströndum í opna skjöldu þegar eftirlitsaðili Fiskistofu sá ástæðu til að hafa afskipti af veiðunum í sl. viku. Hann benti á að samkvæmt reglugerð væru síldveiðar bannaðar til 1. september. Vissulega eru reglugerðarákvæði til að fara eftir þeim, en stundum hafa menn ekki hugmyndaflug til að sjá allt fyrir. Til dæmis að eftirlitsmenn Fiskistofu láti það hvarfla að sér að hafa afskipti af þessum veiðum.“ | |
| 06:29 | Stjórnvöld í Kreml tilbúin að miðla málum Donald Trump Bandaríkjaforseti telur að Íranar muni leitast við að semja við Bandaríkin frekar en að eiga á hættu árásir frá Bandaríkjaher. Trump sagði í Hvíta húsinu í gær að hann væri búinn að gefa Írönum frest til að ganga til viðræðna um kjarnorkusamning við Bandaríkin en neitaði að gefa upp hvenær fresturinn rynni út. Hann sagði það myndi koma í ljós hverjar afleiðingarnar verða ef samningar nást ekki.Utanríkisráðherra Írans, Abbas Araghchi, hefur sagt að stjórnvöld séu tilbúin til viðræðna ef þær fara fram á jafnréttisgrundvelli.Bandaþjóðir Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum hafa varað við því að hvers konar árásir Bandaríkjanna á Íran myndu auka óstöðugleika og valda efnahagslegum glundroða. Stjórnvöld í Kreml hafa boðist til að miðla málum milli Washington og Teheran. Greint var frá | |
| 05:19 | Uppgjafahermenn mótmæla ummælum Trumps Danskir uppgjafahermenn hafa boðað til þögullar fjöldagöngu í Kaupmannahöfn á sunnudag. Gangan verður farin til að mótmæla ummælum Donalds Trumps Bandaríkjaforseta sem gerði lítið úr aðgerðum bandalagsherja Atlantshafsbandalagsins í Afganistan.Búist er við að þúsundir uppgjafahermanna og almennra borgara mæti í gönguna, sem hefur fengið nafnið Orðlaus (#NOWORDS). „Við viljum koma því á framfæri að ummæli Trumps eru móðgun gagnvart okkur og þeirra gilda sem við vörðum saman,“ sagði Søren Knudsen, varaformaður samtaka uppgjafahermanna. Gangan hefst við minnisvarða um látna hermenn og endar við bandaríska sendiráðið í Kaupmannahöfn þar sem fallinna verður minnst með einnar mínútu þögn.Danski herinn missti 44 hermenn í Afganistan, þar sem danskir hermenn börðust við hlið Bandaríkjamanna og ann | |
| 03:32 | Fleiri ríkisborgarar flytja til heimalandsins en frá því sjötta árið í röð 18.155 Litháar fluttu til baka til Litháen á síðasta ári. Flestir höfðu áður verið búsettir í Bretlandi, Noregi, Þýskalandi, Írlandi og Hollandi. Þetta er 6. árið í röð sem fleiri Litháar flytja til landsins en frá því, en 9.486 Litháar fluttu frá landinu á síðasta ári. Það er minnsti fjöldi sem flutt hefur frá landinu á einu ári frá því að Litháen endurheimti sjálfstæði sitt frá Sovétríkjunum árið 1990.Utanríkisráðherra Litháen, Kęstutis Budrys, sagði þessa þróun vera vísbendingu um að tengsl Litháa við heimaland sitt væru að styrkjast og merki um aukið traust til stjórnvalda. „Æ fleiri Litháar kjósa að byggja upp framtíð sína hér vegna þess að þau sjá hér tækifæri til að ná árangri í starfi, hér eru örugg samfélög fyrir fjölskyldur og hér eru fjölbreytt tækifæri til nýsköpunar og viðskip | |
| 02:19 | Mikið magn upplýsinga í nýbirtum Epstein-skjölum | |
| 01:22 | Selja 30 Apache herþyrlur til Ísrael Donald Trump Bandaríkjaforseti.EPA / FRANCIS CHUNG / POOLBandaríska ríkisstjórnin hefur samþykkt sölu á 30 Apache herþyrlum að andvirði 3,8 milljarða dala til Ísrael. Salan á herþyrlunum er innlegg í vopnasamning við Ísrael upp á 6,7 milljarða dala sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lofað að styðja við.„Bandaríkin skuldbinda sig að tryggja öryggi Ísrael og það er mikilvægt fyrir hagsmuni Bandaríkjanna að aðstoða Ísrael við að þróa og viðhalda vörnum landsins,“ sagði í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna. | |
| 00:35 | Eldur í vöruflutningabíl í Bröttubrekku Eldur kviknaði í vöruflutningabíl í Bröttubrekku á sjöunda tímanum í kvöld. Lögreglan á Vesturlandi og slökkvilið úr Borgarbyggð fengu útkall kl. 18:36. Vegurinn var lokaður á meðan verið var að ráða niðurlögum eldsins og vettvangsvinna stóð yfir.Altjón varð á bílnum en engin hætta var á ferðum, hvorki fyrir bílstjórann né aðra vegfarendur. Flutningabíllinn var á suðurleið og lestaður með ferskum laxi. | |
| 00:20 | Dorrit og Ólafur í Epstein-skjölunum Indversk-bandaríski rithöfundurinn og nýaldarspekingurinn Deepak Chopra minnist á íslensku forsetahjónin fyrrverandi í tölvupósti til kynferðisbrotamannsins Jeffreys heitins Epsteins. | |
| 00:15 | Þrjár milljónir nýrra skjala birt í Epstein málinu Bandaríska dómsmálaráðuneytið birti þrjár milljónir nýrra skjala í Epstein-málinu í gær. Um gríðarlegt magn gagna er að ræða en auk skjalanna eru 180.000 ljósmyndir og 2.000 myndbönd sem hafa ekki komið áður fyrir sjónir almennings. Þar á meðal eru ljósmyndir úr klefa Jeffrey Epstein, eftir að hann fannst látinn.Todd Blanche vararíkissaksóknari sagði litlar líkur á því að einhverjar upplýsingar í skjölunum myndu leiða til frekari málaferla. Þolendur Epstein hafa gagnrýnt birtingu skjalanna. Í tilkynningu frá hópi þolenda segir að nöfn þolenda komi fram í þessum nýjustu skjölum sem birt voru – en nöfn gerenda séu enn hulin og því njóti þeir áfram verndar.Dómsmálaráðuneytið úrskurðaði að öll gögnin í Epstein-málinu yrðu birt 19. desember síðastliðinn. Blanche sagði að seinkunin á birtingu sk | |
| 00:00 | Fyrrum fréttamaður CNN handtekinn Fyrrverandi CNN-fréttamaðurinn Don Lemon, sem starfar nú sem sjálfstætt starfandi blaðamaður, var handtekinn í Los Angeles í dag í tengslum við mótmæli sem trufluðu guðsþjónustu í Cities Church í St. Paul í Minnesota fyrr í mánuðinum. | |
| 23:55 | Vísitalan aldrei endurskoðuð afturvirkt Hrafnhildur Arnkelsdóttir hagstofustjóri segir vísitölu neysluverðs aldrei leiðrétta afturvirkt, hún sé birt og það gildi standi. Svarar hún þar skrifum í aðsendri grein í DV í dag. | |
| 23:38 | Enn skelfur Hveragerði Íbúar í Hveragerði urðu varir við jarðskjálfta á níunda tímanum í kvöld. | |
| 23:16 | Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Donald Trump Bandaríkjaforseti er nefndur á nafn mörghundruð sinnum í nýbirtum skjölum tengdum máli Jeffrey Epstein barnaníðings og auðkýfings. Röð ásakana á hendur Trump um þátttöku í glæpum Epstein bárust alríkislögreglunni, þó með þeim fyrirvara að ásakanirnar virðast hafa borist í aðdraganda forsetakosninganna 2020. | |
| 23:00 | Við erum ekki á góðri leið Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður verkalýðsfélagsins Eflingar, sagði í samræðuþættinum Spursmálum á mbl.is að hækkun verðbólgunnar upp í 5,2% væru slæm tíðindi. | |
| 22:25 | „Mjög áhugaverð umræða“ Olíufélögin hafa brugðist illa við málflutningi ríkisstjórnarinnar sem hefur sagt þau bera að ábyrgðar vegna aukinnar verðbólgu. Framsetningin sé villandi og standist ekki skoðun. | |
| 22:16 | Alþingismanni hótað Þingmanninum Jóni Gunnarssyni hjá Sjálfstæðisflokki var hótað af forseta Alþingis að honum yrði vísað úr þingsal ef hann hætti ekki að trufla störf þingsins. Áður hafði Jón Gunnarsson hótað málþófi vegna þess að honum er frumvarp ríkisstjórnarinnar ekki þóknanlegt og hefur hann verið sakaður um að verja sérhagsmuni og fjölskylduhagsmuni í fjölmiðlum í vikunni. Landssamband […] The post Alþingismanni hótað appeared first on Fréttatíminn. | |
| 22:10 | Breki gefur kost á sér fyrir Miðflokkinn í borginni Alþjóðafulltrúi Miðflokksins, Breki Atlason gefur kost á sér á lista flokksins í næstkomandi borgarstjórnarkosningum í Reykjavík. | |
| 21:55 | „Ég hélt bara að hún væri dáin“ Kolbrún Kría Halldórsdóttir fæddist 21. apríl í fyrra eftir 32 vikna meðgöngu. Hún var 2,2 kg og 44 cm, eða 9 merkur. Sannkallaður ofurfyrirburi, segja foreldrarnir Sólveig Sigurðardóttir og Halldór Karlsson, og Kría virðist sammála því. | |
| 21:55 | Vísa erlendum afbrotamönnum úr landi Danmörk mun vísa úr landi ríkisborgurum annarra landa sem hafa afplánað árs fangelsisdóm eða lengri fyrir alvarlega glæpi. Ríkisstjórnin tilkynnti í dag nýjar aðgerðir til að herða innflytjendalöggjöfina. | |
| 21:39 | Don Lemon handtekinn vegna mótmæla í Minnesota Fjölmiðlamaðurinn Don Lemon, sem var áður fréttaþulur CNN, var handtekinn í gær. Hann er borinn þeim sökum að hafa brotið alríkislög í Bandaríkjunum þegar hann var viðstaddur mótmæli í kirkju í Minnesota fyrr í mánuðinum.Dómsmálaráðuneytið ákærði Lemon og þrjá aðra fyrir refsiverð brot gegn borgaralegum réttindum (e. civil rights crimes). Ráðuneytið segir fjórmenningana hafa truflað frelsi til trúariðkunar í bænahúsi. „ÞAÐ ER HIÐ RAUNVERULEGA DÆMI UM RANGLÆTI Í ÞESSU MÁLI“ Abbe Lowell, verjandi Lemons, segir hann hafa verið handtekinn af alríkisfulltrúum í Los Angeles í gærkvöldi þegar hann var að flytja fréttir frá Grammy-verðlaunahátíðinni.„Don hefur verið fréttamaður í 30 ár og stjórnarskrárvarin vinna hans í Minneapolis var ekkert ólík því sem hann hefur áður gert,“ er haft eftir Lo | |
| 21:21 | Íslendingar keppa um bronsið á sunnudaginn eftir tap gegn Dönum Íslendingar lutu í lægra haldi fyrir Dönum í seinni undanúrslitaleik Evrópumóts karla í handbolta í kvöld. Strákarnir okkar mæta því Króötum í bronsleiknum á sunnudaginn. Danir sigruðu með þriggja marka mun, 31-27. Leikurinn í kvöld var afar spennandi og Ísland náði yfirhöndinni í upphafi. Danir höfðu þó naumt forskot, 14-13, þegar flautað var til hálfleiks. Lesa meira | |
| 21:21 | Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Breki Atlason ætlar að gefa kost á sér á lista Miðflokksins í Reykjavík. Hann segir í tilkynningu að hann hafi tilkynnt uppstillingarnefnd um það en ekki kemur fram hvaða sæti hann sækist eftir. | |
| 21:15 | Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Íslenska karlalandsliðið í handbolta leikur um 3. sæti á EM í handbolta eftir svekkjandi þriggja marka tap gegn heims- og Ólympíumeisturum Dana í undanúrslitum í kvöld, 31-28. | |
| 21:06 | Skjálfti fannst í Hveragerði Jarðskjálfti fannst vel í Hveragerði og sveitinni í kring enda varð hann nánast innan bæjarmarkanna. | |
| 21:05 | Jói Fel málar með puttunum Málverk eftir Jói Fel eins og hann er alltaf kallaður hafa vakið mikla athygli á veggjum Sundhallar Selfoss því þar eru til sýnis fjölmörg verk hans, til dæmis af þríeykinu í Covid og nokkrum heimsfrægum knattspyrnustjörnum. Margar af myndunum málar hann eingöngu með puttunum. | |
| 21:02 | Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Samgöngustofa hefur fengið tvö hundruð ábendingar vegna leigubílaaksturs frá því ný lög tóku gildi fyrir tæpum þremur árum. Formaður tveggja félaga bifreiðastjóra segir ófremdarástand hafa ríkt á markaðnum síðan og kvartanirnar margfalt fleiri. Hann fagnar drögum að nýrri reglugerð. | |
| 20:43 | Heppinn hlaut hálfan þriðja milljarð Heppinn miðahafi var með 1. vinning í útdrætti kvöldsins í EuroJackpot og hlýtur hann rúma 2,5 milljarða króna í vinning. | |
| 20:30 | Hryllir við tilhugsuninni um að Grænland verði eins og Ísland – „Ekki gera sömu mistök“ Grænlendingur sem hefur búið og starfað hér á landi vill alls ekki að hans heimaland endi eins og Ísland. Hvernig þéttbýli hafi þróast hjá okkur sé ekki til eftirbreytni og telur Grænlendingurinn að fyrir utan miðborgina okkar minni Reykjavík helst á bandaríska verslunarmiðstöð. Þetta kemur fram í færslu sem birtist inn á hóp Grænlendinga á Lesa meira | |
| 20:28 | Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Todd Blanche vararíkissaksóknari Bandaríkjanna tilkynnti í dag um útgáfu á milljóna blaðsíðna úr hinum svokölluðum Epstein-skjölum varðandi mál barnaníðingsins og auðkýfingsins Jeffrey Epstein. Áður óséð skjöl varpa frekara ljósi á andlát hans. | |
| 20:24 | Myndskeið: Þjóðsöngurinn ómaði á Tene Stemningin er góð á íslenska barnum á Adeje á Tenerife í kvöld en fjöldi fólks hefur safnast saman til að fylgjast með og styðja strákana okkar í Herning. | |
| 20:13 | Leikkonan Catherine O´Hara látin Bandaríska leikkonan Catherine O´Hara er látin 71 árs að aldri.Í tilkynningu frá umboðsskrifstofu leikkonunnar kemur fram að hún hafi látist á heimili sínu í Los Angeles eftir skammvinn veikindi.O´Hara á farsælan feril að baki, bæði í kvikmyndum og sjónvarpi, en eflaust er hún hvað þekktust fyrir leik sinn í kvikmyndinni Home alone sem kom út í byrjun tíunda áratugarins.Þar lék hún móður aðalsöguhetjunnar og grallarans, Kevin McCallister, sem Macaulay Culkin lék svo eftirminnilega. Þá lék hún einnig í költ-kvikmyndinni Beetlejuice árið 1988, í leikstjórn Tim Burton.O´Hara hefur hlotið fjölda verðlauna á farsælum ferli sínum, þar á meðal Golden Globe og Emmy verðlaun fyrir túlkun sína á hinni litríku leikkonu Moiru Rose í sjónvarpsþáttunum margverðlaunuðu Schitt´s Creek. Hún var einnig tiln | |
| 19:34 | Tækifæri til að bæta við fimm til sex nýjum verslunum Nýja matöllin í Smáralind hefur haft mjög jákvæð áhrif á aðsóknina í Smáralind. | |
| 19:33 | Sigmundur Davíð lenti í vandræðum vegna bíóferðar, þorrablóts og leiks Íslands og Danmerkur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins lenti í vandræðum í kvöld þegar hann tvíbókaði sig óvart. Hann hafði ætlað að kveðja Bíóhöllina við Álfabakka með pomp og prakt og skella sér annað kvöld á gömlu klassísku kvikmyndina Goonies. Tilraun hans til að verða sér úti um miða fór ekki betur en svo að skyndilega sat hann Lesa meira | |
| 19:25 | Sameinuðu þjóðirnar á barmi gjaldþrots Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres, varaði við því í dag að stofnunin væri á barmi „fjárhagslegs hruns“ og hvatti aðildarríki til að greiða árgjöld sín. „Annaðhvort standa öll aðildarríki við skuldbindingar sínar um að greiða að fullu og á réttum tíma – eða aðildarríkin verða að endurskoða fjármálareglur okkar frá grunni til að koma í veg fyrir yfirvofandi fjárhagslegt hrun,“... | |
| 19:17 | „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Guðni Th. Jóhannesson segir að fámenn stuðningsmannasveit Íslands í Herning í kvöld eigi eftir að láta vel í sér heyra og hjálpa strákunum okkar að sækja sigur, slíkt hafi gerst áður. Guðni rifjaði upp glæsta sigra Íslands gegn Danmörku í gegnum tíðina. | |
| 19:15 | Íslendingar víða um heim senda kveðjur til strákanna okkar Íslendingar um víða veröld bíða spenntir eftir viðureign Íslands og Danmerkur í undanúrslitum EM karla í handbolta í kvöld. Fréttastofa náði tali af stuðningsmönnum í Svíþjóð, Bandaríkjunum, Austurríki, Burkina Faso og Danmörku. | |
| 19:06 | Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Auglýsingastjóri RÚV segir það af og frá að ríkisútvarpið stórgræði á auglýsingasölu á leikjum íslenska handboltalandsliðsins á Evrópumótinu. Auknar auglýsingatekjur vegna góðs gengis strákanna okkar nemi ekki nema fáeinum prósentum á milli móta og hluti teknanna skili sér sömuleiðis til Handknattleikssambandsins. | |
| 19:05 | Hótar að afskrá kanadískar flugvélar Donald Trump hefur hótað að afskrá allar flugvélar sem framleiddar eru í Kanada vegna deilna sem tengjast einkaþotum. | |
| 19:00 | Lýsa yfir fullum stuðningi við Grænland Vestnorræna ráðið hefur lýst yfir fullum stuðningi við Grænland og rétt grænlensku þjóðarinnar til sjálfsákvörðunar. | |
| 18:59 | Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins í Reykjavík Breki Atlason, alþjóðafulltrúi Miðflokksins, ætlar að gefa kost á sér á lista Miðflokksins í Reykjavík. Hann segir í tilkynningu hafa tilkynnt uppstillingarnefnd um það en ekki kemur fram í hvaða sæti hann hyggst bjóða sig.Breki hefur setið í stjórn ungliðahreyfingar Miðflokksins. Hann segist hafa mikla reynslu af félagsstarfi, hafi tekið þátt í nokkrum kosningabaráttum og kynnst umhverfinu vel.Breki telur brýnast að taka á húsnæðismálum í Reykjavík. Aðgerðaleysi stjórnvalda í Breki Atlason.RÚV / Skjáskotmálaflokknum bitni einna helst á ungu fólki. | |
| 18:53 | Rússar segjast gera hlé á árásum á orkuinnviði fram á sunnudag Hátt í 400 blokkir í Kyiv eru án hita eftir harðar árásir Rússlandshers á orkuinnviði að undanförnu. Ískalt er í borginni og um helgina spáir allt að 30 stiga frosti.Vegna kuldans bað Trump Pútín að láta Rússlandsher hætta árásum á orkuinnviði Kyiv og fleiri bæja næstu daga. Talsmaður Pútíns, Dmitry Peskov, staðfesti við fjölmiðla í dag að þetta hefði verið samþykkt, fram á sunnudag. Peskov sagði þetta gert til að liðka fyrir viðræðum.Zelensky staðfesti í færslu á Telegram í dag að Rússlandsher hefði ekki gert árásir á orkuinnviði í nótt. Það hefðu þó verið árásir síðdegis í gær.Víða er fólk án hita og rafmagns í Kyiv og sækir aðstoð í neyðarskýli og fær að hlýja sér þar.AP / Dan Bashakov | |
| 18:41 | Brunað á norrænum slóðum Í svartasta skammdeginu er nauðsynlegt fyrir Íslendinga að létta sér lund. Til að mynda er hægt að skella sér á skíði, en þar koma fleiri svæði til greina en Alparnir. | |
| 18:41 | Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Keflvíkingar fylgdu eftir sigri á Stólunum á mánudaginn með endurkomusigri á Þórsurum í Þorlákshöfninni í Bónusdeild karla í körfubolta í kvöld. | |
| 18:41 | Leik lokið: Þór Þ.-Keflavík 78-98 | Keflvíkingar vöknuðu í seinni Keflvíkingar fylgdu eftir sigri á Stólunum á mánudaginn með endurkomusigri á Þórsurum í Þorlákshöfninni í Bónusdeild karla í körfubolta í kvöld. | |
| 18:35 | Stefnt að því að hefja fósturvísaskimanir hér á landi Heilbrigðisráðuneytið vill auka aðgengi að fósturvísagreiningum og stefnir að því að hægt verði að framkvæma þær að nær öllu leyti hér á landi í lok næsta árs. Fósturvísaskimun miðast til að mynda að því að skima fyrir sjúkdómsgenum.„Þetta er oft fólk sem hefur til dæmis fætt börn sem eru með einhverja sjúkdóma, sem orsakast af tilteknum genagöllum, og veit að ef þau eignast aftur barn þá eru miklar líkur á að það hafi sama sjúkdóm,“ segir Ingunn Jónsdóttir, kvensjúkdómalæknir hjá Sunnu frjósemi.„Fólk verður fyrst að undirgangast glasafrjóvgunarmeðferð, svo eru tekin sýni og send til rannsóknar. Svo fær maður svar um hvort viðkomandi fósturvísir hafi þetta tiltekna gen.“Frá vorinu 2025 hafa íslenskar frjósemisstofur boðið upp á að senda sýni í skimun erlendis. Fósturvísarnir eru þá frystir | |
| 18:31 | Catherine O'Hara er látin Leikkonan Catherine O'Hara er látinn 71 árs að aldri. Hún er öllum landsmönnum kunnug fyrir að hafa farið með hlutverk móðurinnar í Home Alone en hún átti langan feril í sjónvarpi og á hvíta tjaldinu.TMZ greinir frá andláti hennar en samkvæmt umfjöllun miðilsins bandaríska er ekki vitað hvernig andlátið bar að.Auk móður Kevins McCallister í Home Alone eitt og tvö lék hún einnig eftirminnilega í gamanþáttunum Schitt's Creek. Fyrir túlkun sína á Moiru Rose hlaut hún Emmy-verðlaun Hún átti sömuleiðis hlutverk í myndinni Beetlejuice. Hún var einnig tilnefnd til Emmy-verðlauna fyrir leik sinn í þáttunum The Studio.Catherine var fædd og uppalin í borginni Toronto í Kanada. Hún lætur eftir sig eiginmann og tvo syni. | |
| 18:30 | 27 konur frelsaðar úr klóm vændisdólga á Tenerife Lögreglan á Tenerife hefur leyst upp glæpahring á Tenerife sem stundaði mansal. Alls hafa 27 konur, sumar undir 18 ára aldri, verið frelsaðar úr klóm glæpagengisins og 14 hafa verið handteknir, þar af tveir meintir foringjar gengisins. Canarian Weekly greinir frá þessu. Rannsókn málsins hefur staðið yfir síðan sumarið 2024. Foringjar glæpaklíkunnar eru sagðir hafa Lesa meira | |
| 18:20 | Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í þýska landsliðinu eru komnir í úrslitaleikinn um Evrópumeistaratitilinn eftir sannfærandi þriggja marka sigur á Króötum, 31-28, í fyrri undanúrslitaleik kvöldsins á EM í handbolta. | |
| 18:01 | Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Innan við klukkustund verður í sögulega viðureign Íslendinga gegn Dönum á EM í handbolta þegar kvöldfréttatími Sýnar fer í loftið. Líkt og flestir verðum við því með hugann við handboltann og fáum stemninguna beint í æð. Við verðum í beinni útsendingu frá Danmörku þar sem stuðningsmenn eru að þétta raðirnar og frá Borgarleikhúsinu þar sem sýningum var frestað vegna leiksins. Við verðum einnig í beinni frá Skógarböðunum á Akureyri þar sem sundgestir ætla að horfa á leikinn og frá Droplaugarstöðum þar sem íbúar eru í miklu stuði. Auk þess rýnum við í fyrri viðureignir okkar gegn Dönum með fyrrverandi forseta. | |
| 18:01 | Kynna sérútgáfu af Defender Trophy Defender Trophy verður kynntur hjá Land Rover á Íslandi milli kl. 12 og 16 á morgun laugardag. | |
| 17:50 | Myndir: Vorönn Ungra athafnakvenna Vorönn Ungra athafnakvenna (UAK) var nýlega haldin í Grósku. | |
| 17:45 | Hafa greitt nærri 170 milljónir í lagfæringar á nýsmíðuðu skipi Lagfæringum á Þórunni Þórðardóttur, nýju hafrannsóknaskipi Hafrannsóknastofnunar, er nánast lokið. Viðgerðir og lagfæringar hafa kostað 169 milljónir. Skipið kom nýsmíðað til landsins síðasta vor.Atvinnuvegaráðuneytið greiðir kostnaðinn en nýsmíðaverkefnið var á ábyrgð þess.Þórunn Þórðardóttir leysir af rannsóknaskipið Bjarna Sæmundsson sem þjónað hefur Hafrannsóknastofnun í 55 ár. Unnið var í kappi við tímann fyrir áramót svo Þórunn gæti tekið þátt í loðnuleit í janúar, sem hún og gerði. Hafró hátt í fimmfaldaði veiðiráðgjöf sína fyrir loðnu þegar hún var uppfærð í gær.Í svörum Hafrannsóknastofnunar er farið yfir þær lagfæringar sem gera þurfti. Á listann yfir þær rata alls 26 atriði. Þar á meðal var bæting á lýsingu á dekki, lagfæringar á pípulögnum og neysluvatnstönkum og ýmsar viðgerði | |
| 17:32 | Útilokar dauðarefsingu yfir Mangione Bandarískir saksóknarar geta ekki farið fram á dauðarefsingu yfir Luigi Mangione, sem hefur verið ákærður fyrir að verða forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna að bana árið 2024.Dómari í Manhattan felldi niður tvo ákæruliði í dag og útilokaði möguleika á dauðarefsingu. Mangione stendur enn frammi fyrir tveimur ákæruliðum og gæti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi.Mangione er sakaður um að hafa skotið Brian Thompson, forstjóra UnitedHealthcare, til bana fyrir framan hótel í New York í desember 2024. Hann hefur neitað sök.Alríkisákæra fyrir manndráp er meðal þeirra sem voru felld niður á grundvelli tæknilegra ágalla. Hin sneri að skotvopnavörslu. Ákærur sem snúa að umsátri standa eftir.Dómarinn ákvað einnig að saksóknarar mættu leggja fram innihald bakpoka Mangiones | |
| 17:30 | Flugfarþegi ærði samferðamenn með furðulegu athæfi Kvenkyns flugfarþegi olli mikilli óánægju meðal samferðamanna sinna í flugi Qatar Airways á leið frá Doha í Qatar til Moskvu í Rússlandi . Eins og sjá má á myndbandi sem dreift var á netinu notaði konan sætisbakið fyrir framan sig sem fótskemil. Vitni segja konuna hafa orðið órólega eftir að farþeginn fyrir framan hana hallaði Lesa meira | |
| 17:25 | Sláandi afhjúpun í Epstein-skjölunum – Bill Gates fékk kynsjúkdóm frá „rússneskum stúlkum“ og reyndi að lauma sýklalyfjum ofan í eiginkonuna Auðkýfingurinn og stofnandi Microsoft, Bill Gates, hafði samfarir við rússneskar stúlkur, fékk kynsjúkdóm og óskaði eftir sýklalyfjum sem hann gæti laumulega komið ofan í þáverandi eiginkonu sína, Melinda Gates. DailyMail greinir frá þessu og vísar til Epstein-skjalanna alræmdu en framangreint kom fram í tölvupósti sem Jeffrey Epstein sendi sjálfum sér í júlí árið 2013. Tölvupósturinn Lesa meira | |
| 17:22 | Lovecraftian-skrímsli á íslenskum sveitabæ Drýpur er fyrsta plata tónlistarkonunnar Bergþóru Kristbergsdóttur og geymir drungalega og klarinettdrifna tónlist. Bergþóra var fimm ár að vinna að plötunni. „Það mætti segja að þetta sé skúffuverkefni,“ segir hún en platan var samin samhliða því að hún stundaði nám við Listaháskóla Íslands. Það var alltaf einhver rauður þráður á milli laganna sem þróaðist yfir í að hún fór að búa til sögu í kringum plötuna og hvert lag fékk einhvers konar senu.Sagan gerist á íslenskum sveitabæ þar sem loftsteinn fellur til jarðar og úr honum kemur skrímsli sem situr um bæinn og myrðir fólkið. Bergþóra er vissulega mikill hryllingsmyndaaðdáandi. „Mörg af lögunum eru einhvers konar tilbrigði af lögum sem ég samdi áður en sagan varð til og svo fór ég að þróa lögin áfram með þessa sögu í huga,“ segir Bergþór | |
| 17:22 | Játaði að mestu ítrekuð brot gegn stúpdóttur sinni Karlmaður sem hefur verið ákærður fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn barnungri dóttur sambýliskonu sinnar hefur játað sök að mestu leyti og viðurkennt bótaskyldu. Þetta staðfestir Elimar Hauksson, verjandi mannsins. Fyrirtaka fór fram í málinu í gær.„Umbjóðandi minn hefur játað sök að mestu leyti og hefur gert það frá fyrstu skýrslutöku. Þetta snýst fyrst og fremst um tæknilega útfærslu á orðalagi ákæru. Hann viðurkennir bótaskyldu,“ segir Elimar.„Í ljósi þess að þetta er lokað þinghald get ég ekki tjáð mig frekar um málið eða málavexti þess.“Vísir hefur eftir Karli Inga Vilbergssyni varahéraðssaksóknara að það sem standi helst út af sé ágreiningur um fjölda skipa sem maðurinn á að hafa brotið gegn stúlkunni.Brotin sem maðurinn er ákærður fyrir framdi hann frá vori 2023 fram að hausti 2025 á | |
| 17:17 | Stjarnan - Tindastóll | Stórleikur liðanna sem slógust um titilinn Stjarnan getur með sigri jafnað Tindastól að stigum í 2.-3. sæti Bónus-deildar karla í körfubolta. Hér mætast liðin sem léku til úrslita í ævintýralegu einvígi síðasta vor. | |
| 17:13 | Gengi Amaroq gaf eftir líkt og gullverð Bankarnir héldu úrvalsvísitölluni nálægt núlli er gengi fjölmargra félaga lækkaði í dag. | |
| 17:06 | Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Sjónvarpskonan Maya Jama og fótboltamaðurinn Rúben Dias lentu í miður skemmtilegu atviki þegar brotist var inn í heimili þeirra í Cheshire í norðvesturhluta Englands. |