| 12:40 | Samtök iðnaðarins kalla eftir nýju plani SI segja áhyggjuefni að nú fari saman mikil verðbólga, háir vextir, lítill hagvöxtur og vaxandi atvinnuleysi. | |
| 12:34 | Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Maður sem ákærður var fyrir meint ofbeldi gagnvart barnabarni sínu með því að rasskella strákinn var sýknaður í héraðsdómi. Maðurinn var talinn hafa sýnt af sér varnarviðbragð vegna hegðunar drengsins. | |
| 12:34 | Svona á Suðurlandsbraut að breytast með Borgarlínunni Tillaga að deiliskipulagi Borgarlínu um Suðurlandsbraut er nú komin í auglýsingu á vef borgarinnar og í Skipulagsgátt. Skipulagssvæðið nær utan um breytta götumynd Suðurlandsbrautar milli Skeiðarvogar og Lágmúla. Almenningi og öllum áhugasömum gefst tækifæri til að koma með athugasemdir og ábendingar eftir að hafa kynnt sér gögnin sem öll verða birt í Skipulagsgáttinni. Opið verður Lesa meira | |
| 12:33 | Lönduðu 2.050 tonnum af kolmunna | |
| 12:32 | Guðjón endurkjörinn og Simon líka Guðjón Hreinn Hauksson var endurkjörinn formaður Félags framhaldsskólakennara (FF) til næstu fjögurra ára. Mótframbjóðandi hans, Simon Cramer Larsen, var endurkjörinn til stjórnar. Kosið var í fjögur embætti stjórnar á sama tíma og kosið var um formann. | |
| 12:30 | Afi sýknaður af ákæru um að hafa beitt barnabarn sitt ofbeldi Héraðsdómur Norðurlands vestra kvað upp þann 28. janúar dóm yfir manni sem ákærður var fyrir líkamsárás og brot gegn barnaverndarlögum. Maðurinn var sakaður um að hafa fimmtudaginn 1. ágúst árið 2024 beitt sonarson sinn ofbeldi og líkamlegum refsingum og sýnt honum yfirgang og ruddalegt athæfi með því að rassskella hann. Fyrir hönd drengsins var krafist Lesa meira | |
| 12:22 | Ólíklegt að stýrivextir lækki í næstu viku vegna hækkunar verðbólgu Verðbólga í janúar jókst meira en búist hafði verið við og er nú 5,2%. Í tölum Hagstofunnar kemur fram að verð á fötum, skóm, húsbúnaði og heimilistækjum hafi lækkað eins og venjulega í útsölum í janúar. Hafsteinn Hauksson, aðalhagfræðingur Kviku banka, segir gjaldabreytingar hins opinbera skýra þetta að mestu. > Það eru sérstaklega breytingar á vörugjöldum á bifreiðar sem ollu töluverðri verðhækkun á nýjum bílum. En síðan erum við líka að sjá töluverðan þrýsting víðar og það er kannski það sem er meira áhyggjuefni. Til dæmis erum við að sjá matvöru hækka, það er töluverður þrýstingur í alls konar þjónustu, það er minni verðlækkun í flugfargjöldum heldur en maður hefði vonast eftir á þessum tíma árs og þannig mætti áfram telja. VERÐBÓLGULÆKKUN FRAMUNDAN Hafsteinn bendir á að búast megi | |
| 12:19 | Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Klínískur félagsráðgjafi segir útskúfun barna á foreldrum vegna fjölskyldudeilna ótrúlega algenga. Sumir vilji fara einföldustu leiðina, loka á foreldra og hlaupa frá vandanum. Slíkt komi mest niður á barnabörnum sem fái ekki ömmu og afa. Flestir vilji eiga góð samskipti og fólk eigi alls ekki að opinbera slíkar erjur fyrir alþjóð. | |
| 12:18 | Tugmilljarða loðnuvertíð brostin á og Japanir fá snakkið sitt og masago Góð loðnuvertíð er fram undan eftir að Hafrannsóknastofnun rúmlega fjórfaldaði kvótann. Útflutningsverðmætið er talið í tugum milljarða króna. ÍSLENDINGAR FÁ RÚMLEGA ÞRJÁ FJÓRÐU KVÓTANS Útgerðir, sjómenn, starfsfólk í landvinnslu, hafnarsjóðir og sveitarfélög hafa beðið í eftirvæntingu eftir því hvort loksins yrði af góðri loðnuvertíð. Nær algjör brestur varð á síðustu tveimur vertíðum og upphafskvótinn í ár var ekki upp á marga fiska, eða 44 þúsund tonn. Í leitarleiðangri eftir áramót fannst síðan mikið og í morgun bárust fréttirnar. Torfurnar sem komnar eru til að hrygna við Ísland, eða veiðistofninn, mælist 710 þúsund tonn og tæplega 200 þúsund tonna kvóti var gefinn út. Grænland, Noregur og Færeyjar fá líka skerf en Ísland fær mest: um þrjá fjórðu eða um 150 þúsund tonn. MARKAÐIR | |
| 12:16 | Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Forstjóri Veðurstofunnar segir breytingar á samráðshópi almannavarna ekki persónulegar gagnvart ákveðnum einstaklingum og að enginn hafi verið útilokaður vegna skoðana sinna í fjölmiðlum. Reglulega sé rýnt í gestalistann til að gera starfið markvissara. | |
| 12:10 | Daði Már kennir olíufélögunum um Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir aukningu verðbólgu mikið áhyggjuefni. Hann vísar því á bug að aukningin skýrist af gjaldahækkunum ríkisstjórnarinnar og segir olíufélög og bílaumboð bera ábyrgðina. | |
| 12:05 | „Kerfisbundið ofbeldi“ af hálfu stjórnvalda Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, segir hækkun verðbólgunnar vera kerfisbundið ofbeldi af hálfu stjórnvalda. | |
| 12:02 | Djammaði með feðgunum Kára og Agli Í síðasta þætti af Gott kvöld skellti Fannar Sveinsson sér á djammið með Kára Egilssyni sem endaði með eftirpartý heima hjá föður hans, Agli Helgasyni. | |
| 12:00 | „Fólkið í landinu er búið að sjá í gegnum þetta“ „Virðulegur forseti. Það er, held ég, ekkert plan,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, um hækkun verðbólgunnar í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. | |
| 11:57 | Guðjón hafði betur gegn Simon í formannskjöri Guðjón Hreinn Hauksson var endurkjörinn formaður Félags framhaldsskólakennara. Hann hlaut 60,54 prósent atkvæða. Simon Cramer Larsen, sem bauð sig fram gegn honum, fékk 34,84 prósent atkvæða. 4,62 prósent atkvæðaseðla voru auðir. Kjörsókn var 61,56 prósent.Einnig voru kosnir fjórir fulltrúar í aðalstjórn félagsins og þangað náði Simon kjöri ásamt þeim Sólrúnu Geirsdóttur, Guðmundi Björgvini Gylfasyni og Birni Gísla Erlingssyni. Jóhanna Björk Guðjónsdóttir, Sandra Hlín Guðmundsdóttir og Anna Jóna Guðmundsdóttir verða varafulltrúar í stjórn.Guðjón Hreinn Hauksson á leið á samningafund í kjaradeilu.RÚV / Ragnar Visage | |
| 11:49 | Ósáttur við bandalag Berglindar og Heimis og býður sig fram Þórhallur Jónsson, varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, segist sjá sig knúinn til að gefa kost á sér til að leiða lista flokksins í bæjarstjórnarkosningum í vor. Ástæðan er samkomulag sem Heimir Örn Árnason, oddviti flokksins, og Berglind Ósk Guðmundsdóttir, fyrrverandi þingmaður flokksins í Norðausturkjördæmi, gerðu með sér um skiptingu tveggja efstu sæta á listanum. Frá þessu greinir Akureyri.net. Þar kemur fram að Þórhallur hyggist kæra framkomulag við val á lista til miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins og krefjast þess að prófkjör verði haldið. Áður hafði verið ákveðið að raðað yrði í fjögur efstu sæti listans.Þórhallur segir við Akureyri.net að trúnaðarbrestur hafi orðið hjá Sjálfstæðismönnum á Akureyri. Hann segir að röðun á lista hafi verið ákveðin þegar Heimir Örn virtis | |
| 11:45 | Beint: Áfallaþol Íslands í nýrri heimsmynd Varðberg, dómsmálaráðuneytið og utanríkisráðuneytið boða til opins fundar í Norræna húsinu í dag kl. 12:00–13:00 um áfallaþol Íslands. | |
| 11:44 | Döpur verðbólgumæling í boði stjórnvalda „Þessi dapra verðbólgumæling er að mestu leyti í boði stjórnvalda vegna breytinga á gjaldtöku í tengslum við ökutæki,“ segir Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við mbl.is um nýjustu verðbólgutölur. | |
| 11:43 | Daði bendir á olíufélögin og bílaumboðin Daði segir áhrif breyttrar gjaldtöku á vísitölu neysluverðs „nákvæmlega í samræmi við það sem fjármálaráðuneytið spáði“. | |
| 11:42 | Guðjón Hreinn endurkjörinn Guðjón Hreinn Hauksson var í dag endurkjörinn formaður Félags framhaldsskólakennara til næstu fjögurra ára en hann hefur gegnt embætti formanns frá 2019. | |
| 11:37 | Spá 5% verðbólgu í apríl Hagfræðideild Landsbankans segir að aukna verðbólgu megi rekja til opinberra gjalda. | |
| 11:37 | Daði Már: Hækkun verðbólgu mikið áhyggjuefni Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir að það sé mikið áhyggjuefni að verðbólgan sé að hækka. Hann segir áhrifin vera nákvæmlega í samræmi við það sem fjármálaráðuneytið spáði. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir stjórnvöld lifa í sýndarveruleika. | |
| 11:35 | Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólga mælist 5,2% en hún hefur aukist úr 4,5 prósentum frá því í desember. Verðbólgan mælist umfram svörtustu spár viðskiptabankanna. Framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda segir kaldhæðnislegt að ríkisstjórnin - sem telur sitt meginverkefni að lækka vexti - sé nú megin verðbólguvaldurinn og að nú sé hætta á að stýrivextir hækki á ný. | |
| 11:33 | Verðbólgan eykst en loðnan gleður Í hádegisfréttum fjöllum við um nýjustu verðbólgutölurnar sem birtust í morgun. | |
| 11:30 | Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Varðberg, dómsmálaráðuneytið og utanríkisráðuneytið halda fund í Norræna húsinu á milli klukkan 12:00 og 13:00 um áfallaþol Íslands. Kynnt verður áfangaskýrsla stjórnvalda sem byggir á sjö grunnviðmiðum Atlantshafsbandalagsins um áfallaþol en hún markar einn áfanga í vinnu stjórnvalda að heildstæðri kortlagningu, stefnumótun og tillögum að aðgerðum til að efla áfallaþol samfélagsins. Beina útsendingu frá fundinum má sjá hér á Vísi. | |
| 11:30 | Gaupi talar aldrei við landsliðsþjálfarann, son sinn, á leikdegi – „Ég er ekki maður sem liggur í honum“ Guðjón Guðmundsson, Gaupi, segist yfirleitt ekki ræða við son sinn, handboltalandsliðsþjálfarann Snorra Stein Guðjónsson, á leikdegi. „Og þegar liðið er valið og hann er að velta þessu fyrir sér, þá skipti ég mér ekkert að því. Ég svona heyri í honum oftar en ekki bara eftir leiki, ef tækifæri er til þá ræðum við um Lesa meira | |
| 11:26 | Íslandsbanki leysir til sín allt hlutafé í Hringrás Endurvinnslufyrirtækið Hringrás, sem er að stórum hluta óbeint í eigu lífeyrissjóða, hefur verið yfirtekið af Íslandsbanka en rekstur þess hefur gengið fremur erfiðlega samtímis talsverðri skuldsetningu. Sutt er síðan til stóð að selja félagið fyrir milljarða en þau viðskipti féllu niður. | |
| 11:20 | Sér sig knúinn til að gefa kost á sér í 1. sætið Þórhallur Jónsson, varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, hefur ákveðið að gefa kost á sér til að leiða lista flokksins í bæjarfélaginu í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Hann er ósáttur við hvernig staðið hefur verið að undirbúningi kosninganna hjá flokknum og vill að farið verði í prófkjör til að velja leiðtogann. | |
| 11:20 | Þórhallur fer fram í 1. sæti og krefst prófkjörs Þórhallur Jónsson, varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, hefur ákveðið að gefa kost á sér til að leiða lista flokksins í bæjarfélaginu í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Hann er ósáttur við hvernig staðið hefur verið að undirbúningi kosninganna hjá flokknum og vill að farið verði í prófkjör til að velja leiðtogann. | |
| 11:15 | Stöðugleikasamningarnir í hættu Í samningunum er ákvæði um endurskoðun samninganna ef verðbólga mælist yfir 4,7% í ágúst. | |
| 11:15 | „Vorum búin að vara við þessu“ Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir það verulegt áhyggjuefni að ekki hafi tekist að ná niður verðbólgunni. Hún bendir á að skattahækkanir ríkisins leiði verðbólguþróunina og að ríkisstjórnin verði að draga úr ríkisútgjöldum til að snúa þróuninni við. | |
| 11:12 | Krísa gömlu flokkanna í Bretlandi Kristján Guy Burgess, alþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi fréttaritari RÚV í Lundúnum, var gestur Heimsgluggans og ræddi við Boga Ágústsson um bresk stjórnmál. Reform nýtur mestra vinsælda breskra flokka samkvæmt nýjustu könnunum. Fjöldi málsmetandi fyrrverandi ráðherra hefur hlaupist á brott úr Íhaldsflokknum og gengið til liðs við Reform. VERKAMANNAFLOKKURINN VANN STÓRSIGUR 2024 Kosið var til þings í Bretlandi í júlí 2024 og þá vann Verkamannaflokkurinn stórsigur. Raunar segja margir stjórnmálaskýrendur að úrslitin hafi frekar verið ósigur Íhaldsflokksins en sigur Verkamannaflokksins. Það breytir því ekki að Verkamannaflokkurinn fékk meira en 100 sæta meirihluta í neðri málstofu þingsins í Westminster. Kristján Guy Burgess benti á að Verkamannaflokknum hefði tekist að nýta sér m | |
| 11:12 | „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir fregnir af verulega aukinni verðbólgu hafa slegið hann kylliflatan í morgun og nánast steinrotað. Aukning verðbólgu sé í andstöðu við markmið hinna svokölluðu stöðugleikasamninga, sem hafi átt að byggja á því að allir reru í sömu átt til þess að ná verðbólgu niður. „Það sem er sorglegast í þessu öllu saman er að það eru opinberir aðilar sem bera ábyrgð á þessu,“ segir hann og vísar til hækkunar gjalda sem tóku gildi um áramót. | |
| 11:12 | „Það eru opinberir aðilar sem bera ábyrgð á þessu“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir fregnir af verulega aukinni verðbólgu hafa slegið hann kylliflatan í morgun og nánast steinrotað. Aukning verðbólgu sé í andstöðu við markmið hinna svokölluðu stöðugleikasamninga, sem hafi átt að byggja á því að allir reru í sömu átt til þess að ná verðbólgu niður. „Það sem er sorglegast í þessu öllu saman er að það eru opinberir aðilar sem bera ábyrgð á þessu,“ segir hann og vísar til hækkunar gjalda sem tóku gildi um áramót. | |
| 11:08 | Verður staðartónskáld Sinfó Hugi Guðmundsson hefur verið útnefndur staðartónskáld Sinfóníuhljómsveitar Íslands og mun hann gegna stöðunni starfsárin 2026-27 og 2027-28. | |
| 11:03 | Slysavarnafélag Íslands er 98 ára – Sjáðu einstakar myndir úr sögu félagsins Í dag eru 98 ár síðan Slysavarnafélag Íslands var stofnað og er markmið starfseminnar enn hið sama, að koma í veg fyrir slys og bjarga mannslífum og verðmætum. Í færslu Slysavarnafélagsins Landsbjargar kemur fram að fyrsta björgunarsveitin var stofnuð árið 1918 í Vestmannaeyjum í kjölfar tíðra sjóslysa og mannskaða við strendur Íslands. Síðan þá hafa Lesa meira | |
| 11:01 | Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Þórhallur Jónsson, varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, gefur kost á sér til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri í sveitarstjórnarkosningum í vor. Hann kallar eftir því að farið verði í prófkjör og segir trúnaðarbrest að fyrrverandi formaður fulltrúaráðs, sem tók ákvörðun um röðun á lista, bjóði sig nú fram til oddvita. | |
| 10:59 | Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum Gosdrykkir og brauðmeti hækkuðu snarpt í byrjun árs. Krónan og Bónus hækkuðu verð á vörum sínum talsvert meira en Prís. | |
| 10:54 | Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Bandaríska athafnakonan Kim Kardashian segist hafa eytt myndum af Meghan Markle og Harry Bretaprinsi á samfélagsmiðlum eftir afmælisveislu móður hennar Kris Jenner í nóvember. Ástæðan er sú að afmælisveisluna bar upp á sama dag og minningardag í Bretlandi um fallna hermenn. | |
| 10:53 | Forseti ASÍ: Kjarasamningum stefnt í hættu „Þetta eru heldur betur svartar tölur sem við erum að fá og er mikið högg,“ segir Finnbjörn Hermannsson, forseti Alþýðusamabands Íslands, þegar leitað var eftir viðbrögðum hans með nýjustu verðbólgutölur. | |
| 10:47 | Olíubirgðir Kúbu gætu klárast eftir tvær vikur Gagnafyrirtækið Kpler segir að olíubirgðir á Kúbu gætu klárast eftir 15 til 20 daga miðað við framboð og eftirspurn. | |
| 10:45 | „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Norskur fangi sem afplánaði dóm fyrir morð og var lýst sem hættulegasta manni Noregs fannst látinn í klefa sínum í morgun. Lögregla rannsakar hvernig lát fangans bar að en hann var aðeins 56 ára gamall. | |
| 10:44 | Blængur í land með afla að verðmæti 460 milljónir „Mest var af ýsu í aflanum eða 205 tonn, 180 tonn voru þorskur og 160 tonn ufsi auk þess sem nokkuð var af grálúðu.“ | |
| 10:43 | Verðmætin hlaupa á 20-25 milljörðum | |
| 10:38 | Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra leggur til að leigubílar verði auðkenndir með lituðum númeraplötum og að þeir sem ætli að þreyta próf til að aka leigubíl geri það án utanaðkomandi aðstoðar. Þetta leggur ráðherra til í tillögu í samráðsgátt um ýmsar breytingar á reglugerð um leigubifreiðaþjónustu. | |
| 10:34 | Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlistarmaðurinn Bruce Springsteen hefur gefið út lagið „Streets of Minneapolis“ þar sem hann heiðrar minningu Alex Pretti og Renee Good sem létust í aðgerðum ICE í Minneapolis og mótmælir aðgerðum Donalds Trump. | |
| 10:30 | Þorvaldur segir Dani kokhrausta: „Fílingurinn“ er sá að þennan leik eigi þeir að vinna Ísland mætir heimsmeisturum Danmerkur í undanúrslitum Evrópumótsins í handbolta annað kvöld og er óhætt að segja að spennan sé farin að magnast. Íslenska liðið ferðast í dag frá Svíþjóð til Herning í Danmörku þar sem undanúrslitaleikurinn fer fram. Þorvaldur Flemming Jensen, sem lengi hefur verið búsettur í Danmörku og er þekktur fyrir sína skemmtilegu útvarpspistla, Lesa meira | |
| 10:30 | Spá 13 milljarða tekjum af skyri 2026 Ísey Export stefnir hátt. Söluáætlun gerir ráð fyrir að salan hafi sexfaldast fyrir árið 2032, farið úr 8.800 tonnum árið 2023 í um 50.556 tonn árið 2032. | |
| 10:28 | Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Miklar hækkanir urðu á gosdrykkjum og brauðmeti um áramótin, að því er verðlagseftirlit ASÍ leiðir í ljós. Samkvæmt því hækkaði Bónus og Krónan verð talsvert meira en Prís en þó Prís sé langódýrasta matvöruverslunin þá hækkaði verðlag þar meira árið 2025 en í Bónus og Krónunni. Segir að hækkanirnar komi fyrr fram en í janúar í fyrra. | |
| 10:27 | Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs – Gos og brauðmeti hækkar skarpt Gosdrykkir og brauðmeti hækkuðu snarpt um áramótin og Bónus og Krónan hækka verð talsvert meira en Prís. Þótt Prís sé langódýrasta matvöruverslunin hækkaði verðlag þar meira árið 2025 en í Bónus og Krónunni. Hækkanirnar koma fyrr fram en í janúar í fyrra. Þetta kemur fram í samanburði Verðlagseftirlits ASÍ á verðþróun matvöru í lágvöruverðsverslunum nú í janúar. Í tilkynningu sem Lesa meira | |
| 10:25 | Kvóti: 197 þúsund tonn af loðnu Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnukvótinn verði allt að 197 þúsund tonn. Loðnuleitin gekk vel og því verður loðnuvertíðin stærri en áður hafði verið áætlað Hafrannsóknastofnun mælti upphaflega með 44 þúsund tonna veiði en vegna jákvæðrar niðurstöðu mælinga var fallið frá því. The post Kvóti: 197 þúsund tonn af loðnu appeared first on Fréttatíminn. | |
| 10:24 | Trump hótar árás á Íran - Íranar segjast svara slíku af krafti | |
| 10:24 | Ófriðarblikur á lofti í Íran | |
| 10:10 | Barði NK með 800 tonn af loðnu til Neskaupstaðar | |
| 10:06 | Miklar breytingar á reglugerð um leigubílaþjónustu Tillögur að veigamiklum breytingum á reglugerð um leigubifreiðaþjónustu hafa verið birtar í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. | |
| 10:05 | Ríkisstjórnin „gert rækilega í nytina sína“ Framkvæmdastjóri FA segir að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi verið helsti verðbólguvaldurinn í janúar. | |
| 10:02 | Tæknilega flókin sýning Galdrakarlinn í Oz hefur átt huga og hjörtu heimsbyggðarinnar í fjöldamörg ár og flestir löngu orðnir kunnugir rauðu skónum, gula múrsteinsveginum, Tinnkarlinum, Ljóni og Fuglahræðu. | |
| 10:00 | Lofuðu að lækka verðbólgu en juku hana Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra gerði að sínu helsta takmarki í kosningabaráttu fyrir síðustu Alþingiskosningar að „negla niður vexti“ og gerði það á táknrænan hátt með sleggju í kosningamyndbandi. Nýjar verðbólgutölur sýna hins vegar að ríkisstjórn Kristrúnar hefur orsakað verulega hækkun á verðbólgu, sem þýðir að minni líkur eru á að peningastefnunefnd Seðlabankans taki ákvörðun um að lækka stýrivexti á fundi sínum... | |
| 10:00 | Fékk „sleggjuna í trýnið“ „Nú er ég hræddur um að einhver hafi fengið sleggjuna í trýnið,“ skrifar Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, FA, í færslu á Facebook þar sem hann gerir nýjar verðbólgutölur að umtalsefni. | |
| 10:00 | Christina Gregers nýr sölu-og markaðsstjóri ChitoCare Hefur þú prófað húðvörurnar frá ChitoCare? | |
| 09:54 | „Nú er ég hræddur um að einhver hafi fengið sleggjuna í trýnið” Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að nýjar verðbólgutölur Hagstofunnar í morgun séu mikil vonbrigði og gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega. Verðbólgan hækkaði um 0,38% á milli mánaða og er ársverðbólga nú 5,2%. Ólafur segir í færslu á Facebook-síðu sinni að þegar frétt Hagstofunnar sé lesin blasi við að ríkisstjórnin – sér í lagi fjármálaráðherrann og stjórnarmeirihlutinn Lesa meira | |
| 09:52 | Verðbólgan hærri en þegar ríkisstjórnin tók við Verðbólga stóð í 4,8% þegar ríkisstjórnin tók við, en hún er nú komin upp í 5,2%. Verð bíla hækkaði um 13,3% í janúar. | |
| 09:51 | Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir mikla stéttskiptingu innan verkalýðshreyfingarinnar og stöðu verkafólks erfiða. Hún segist vona að kjarasamningar haldi í haust þegar forsenduákvæði verða endurskoðuð en Efling komi alltaf tilbúin til leiks og hún sé tilbúin í slaginn. | |
| 09:46 | Hart sótt að stjórninni á þingi – ráðherra bendir á olíufélög og bílasala | |
| 09:46 | Loðnan gleður meðan verðbólgan hrellir landsmenn | |
| 09:41 | Þetta eru drottningar tískuvikunnar í París París iðar af hátísku sem aldrei fyrr og súperstjörnur spóka sig um götur borgarinnar. Tískuvikan er farin á fullt og orkan er engri lík. | |
| 09:41 | Dæmdur hryðjuverkamaður býður sig fram í borgarstjórnarkosningum í Birmingham Maður sem var dæmdur fyrir hryðjuverk og fyrir að hafa tekið þátt í áætlunum um sprengjuárás á breska sendiráðið í Jemen, hyggst bjóða sig fram í sveitarstjórnarkosningum í Birmingham í vor. Hann segist vilja sameina fólk og berjast gegn öfgahægri öflum í borginni. Shahid Butt var dæmdur í Jemen árið 1999 en hann var meðlimur […] Greinin Dæmdur hryðjuverkamaður býður sig fram í borgarstjórnarkosningum í Birmingham birtist fyrst á Nútíminn. | |
| 09:35 | Vill slíðra sverðin með óperugjöf sem óvíst er hvenær hljómar Spegillinn fjallaði í gær um aðdragandann að stofnun óperu undir hatti Þjóðleikhússins. Stuðst var við gögn sem fengust afhent frá háskóla-, nýsköpunar og menningarráðuneytinu og vörpuðu nýju ljósi á átökin að tjaldabaki. UMMÆLI Í SKÝRSLU ÓPERUSTJÓRA FÓRU ILLA Í STJÓRNARMANN Meðal annars var vitnað til vinnuskjals sem Finnur Bjarnason, óperustjóri en þá verkefnisstjóri undirbúningsnefndar um stofnun þjóðaróperu, sendi ráðuneytinu í janúar á síðasta ári. Þar rakti hann hvernig undirbúningur þjóðaróperu hefði farið af stað í samráði við stjórn og óperustjóra Íslensku óperunnar og að fengist hefði vilyrði fyrir að ný þjóðarópera gæti byggt á grunni hennar, fengið eignir; búninga, leikmuni og leiktjöld, sem hluta af stofneign. Þau vilyrði hefðu verið dregin til baka en ráðuneytið keypt búni | |
| 09:34 | Hækka loðnuráðgjöf í 197 þúsund tonn Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnuafli á fiskveiðiárinu verði ekki meiri en 197.474 tonn. | |
| 09:32 | Kílómetragjaldið stærsti þáttur verðbólguhækkunar Kílómetragjaldið svokallaða er einn af þeim lykilþáttum sem valda því að verðbólga hefur hækkað svo mikið sem raun ber vitni. | |
| 09:29 | Sækir um skilnað frá Schneider Sjónvarpsframleiðandinn Patricia Maya Azarcoya Schneider hefur sótt um skilnað frá leikaranum Rob Schneider eftir fimmtán ára hjónaband. Það er þriðja hjónaband leikarans sem fer í vaskinn. | |
| 09:24 | Staðan kallar ekki á lægra gengi Þrátt fyrir samdrátt í ferðaþjónustu telur Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka að staða krónunnar sé sterk og að efnahagsástandið kalli ekki á gengisveikingu. | |
| 09:19 | Fá að veiða 197 þúsund tonn af loðnu Niðurstöður loðnumælinga fyrr í mánuðinum gefa tilefni til að hækka veiðiráðgjöfina í 197.474 tonn. Þetta er niðurstaða Hafrannsóknastofnunar eftir að hún lauk úrvinnslu niðurstaðna úr loðnuleitinni sem hófst um miðjan mánuð. Fimm skip leituðu á stóru svæði norðvestur, norður, norðaustur og austur af landinu.Fréttin verður uppfærð. | |
| 09:15 | Borgarstjóri: „Ég hef ekki komið nálægt neinum lóðamálum“ Heiða Björg Hilmisdóttir greiddi árið 2022 atkvæði með því að félag Péturs Marteinssonar og fleiri fengju úthlutaðri lóð í Skerjafirði á verði langt undir markaðsverði. | |
| 09:14 | Verðbólga mælist nú 5,2% Síðastliðna tólf mánuði hefur verðbólga aukist um 5,2 prósent og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 4,5%. Í nýbirtri verðbólgumælingu Hagstofu Íslands kemur fram að vísitala neysluverðs hafi hækkað um 0,38 prósent frá fyrri mánuði. Án húsnæðis hækkaði vísitalan líka um 0,38 prósent frá desember 2025. „Útsölur eru nú í fullum gangi og lækkaði verð á The post Verðbólga mælist nú 5,2% appeared first on 24 stundir. | |
| 09:10 | Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Hafrannsóknastofnun leggur til að rúm 197 þúsund tonn af loðnu verði veidd á þessu fiskveiðiári. Upphaflega lagði hún til innan við fimmtíu þúsund tonna hámarksafla. | |
| 09:07 | Loðnuráðgjöf hækkuð í 197 þúsund tonn Hafrannsóknastofnun hefur lokið við úrvinnslu niðurstaðna loðnumælinga sem fóru fram dagana 19.-25. janúar 2026. Samkvæmt gildandi aflareglu strandríkja, sem byggir á niðurstöðum haustmælingar árið 2025 og þessarar vetrarmælingar, leggur Hafrannsóknastofnun til að afli fiskveiðiárið 2025/2026 verði ekki meiri en 197.474 tonn. | |
| 09:07 | Verðbólgan yfir 5% Verðbólga mælist nú 5,2% og hækkar um 0,38% frá því í desember. | |
| 09:02 | Verðbólgan komin yfir 5% Verðbólga var yfir spám greiningardeilda bankanna. | |
| 09:01 | Verðbólgan komin yfir fimm prósent Verðbólgan heldur áfram að aukast og er komin í 5,2 prósent. Hún var 4,5 prósent í síðasta mánuði. Verðbólgan hefur ekki verið meiri síðan í september 2024.Aukna verðbólgu má ekki síst rekja til gjaldtöku af bílum.Verðbólgan jókst milli mánaða þrátt fyrir útsölur, lækkandi flugfargjöld og minni útgjöld vegna húsbúnaðar og heimilistækja. Matur og drykkur hækkaði um eitt prósent.Breytt gjaldtaka af bílum höfðu sín áhrif. Bensínverðslækkun skilaði 0,68 prósenta lækkun vísitölunnar og dísil 0,26 prósenta lækkun. Á móti hækkuðu veggjöld um 633 prósent sem hækkaði neysluverðsvísitöluna um 0,99 prósent. Veggjöldin hækkuðu því vísitöluna 0,03 prósentum meira en bensín- og dísilverð lækkaði hana. Bílar hækkuðu um 13,3 prósent í verði og það hækkaði vísitöluna um 0,56 prósent.Verðbólga jókst hressil | |
| 09:01 | Verðbólgan tekur stórt stökk Verðbólga er komin í hæsta gildi sitt frá september 2024 eftir nýjustu mælingu, þar sem hún fer umfram spár. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,38% í janúar einum og sér og er hækkun vísitölunnar til síðustu 12 mánaða, eða verðbólga, komin í 5,2%. Landsbankinn hafði spáð því að verðbólga mældist 5,1% í janúar og að vísitalan myndi hækka um 0,3%. Íslandsbanki... | |
| 09:00 | Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Verðbólga mælist nú 5,2 prósent, miðað við 4,5 prósent í desember. Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í desember 2025, er 668,3 stig og hækkar um 0,38 prósent frá fyrri mánuði. Verðbólga eykst umfram spár viðskiptabankanna. | |
| 09:00 | Ummæli Jens Garðars á Alþingi í gær vekja mikla úlfúð – „Fullkomlega ömurlegt“ Jens Garðar Helgason, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið gagnrýndur harðlega vegna orða sem hann lét falla á Alþingi í gær. Ummælin féllu í umræðum um útlendingafrumvarpið svokallaða og velti Jens því upp hvort ekki væri tímabært að senda þá Palestínumenn sem hingað hafa komið til síns heima. Nefndi hann að friður væri kominn á í Palestínu Lesa meira | |
| 08:54 | Alvotech nær samningum um Eylea „Þessi samningur tryggir samstarfsaðilum okkar sterka samkeppnisstöðu,“ er haft eftir Róberti Wessman. | |
| 08:50 | Alvotech leysir úr ágreiningi við Regeneron og Bayer Alvotech hefur samið við frumlyfjafyrirtækin Regeneron og Bayer og verður þar með kleift að markaðssetja augnlyfið Eylea á alþjóðlegum mörkuðum. Fyrirtækið segir í tilkynningu að með samningnum hafi verið leyst endanlega úr öllum ágreiningi við Regeneron og Bayer um hugverkaréttindi þeirra.Alvotech hefur þegar fengið markaðsleyfi yfirvalda á Evrópska efnahagssvæðinu, í Bretlandi og Japan. Hægt verður að markaðssetja hliðstæðu Alvotech í Bretlandi, Kanada og Japan frá nýliðnum áramótum og á Evrópska efnahagssvæðinu og öllum öðrum markaðssvæðum að Bandaríkjunum undanskildum frá og með 1. maí.Húsnæði Alvotech.RÚV / Ragnar Visage | |
| 08:35 | Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Allar tekjur af sölu olíu frá Venesúela munu rata í sjóð í umsjá Katar. Þá munu stjórnvöld í Venesúela hafa samþykkt að leggja fram mánaðarlega fjárhagsáætlun, sem verður fjármögnuð með úthlutun úr sjóðnum. Fjármögnunin verður háð samþykki Bandaríkjastjórnar. | |
| 08:32 | Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Guðjón Hreinn Hauksson, sitjandi formaður Félags framhaldsskólakennara (FF) og frambjóðandi til formanns, vísar ásökunum mótframbjóðanda síns um óeðlileg afskipti varaformanns af kosningu á bug. Tveir eru í framboði til formanns, Guðjón og Simon Cramer Larsen, stjórnarmaður í FF. Kosning hófst þann 26. janúar og lýkur í dag. Guðjón Hreinn hefur gegnt formennsku frá árinu 2019. | |
| 08:30 | Trump segir tíma Írana brátt á þrotum og hótar árásum Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Írana þurfa að skrifa undir kjarnorkusamning við Bandaríkin og það með hraði. Floti herskipa sé á leið til Persaflóa sem sé tilbúinn til að framfylgja skipunum með hraði og hörku.Í færslu á samfélagsmiðli sínum Truth Social rifjar Trump upp árásir Bandaríkjahers á kjarnorkuinnviði í Íran í júní. Þær hafi komið til því Íranir vildu ekki semja við Bandaríkin. „Næsta árás verður miklu verri! Ekki láta þetta gerast aftur,“ skrifar Trump.Íranar reiðubúnir að svara fyrir sigStjórnvöld í Íran segjast tilbúin til að bregðast við mögulegum árásum. Þau muni ekki hika við að beina spjótum sínum að Bandaríkjunum og bandamönnum þeirra, þar með talið Ísrael.Abbas Araqchi utanríkisráðherra Írans sagði í færslu á X í gær að Íransher væri reiðubúinn að bregðast umsvifal | |
| 08:29 | Alvotech nær samningum um alþjóðlega markaðssetningu Alvotech hefur náð samningi við frumlyfjafyrirtækin Regeneron og Bayer sem leysir endanlega úr öllum ágreiningi um hugverkaréttindi þeirra fyrir augnlyfið Eylea (aflibercept 2 mg) og gerir Alvotech þar með kleift að markaðssetja hliðstæðu við líftæknilyfið á öllum alþjóðlegum mörkuðum. | |
| 08:28 | Cowi með lægsta tilboð í Fljótagöng Cowi Ísland bauð lægst í for- og verkhönnun Fljótaganga, aðliggjandi vega og gerð mats á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. | |
| 08:21 | Þakklátur fyrir stuðning Íslands og annarra Norðurlanda Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur segir í samtali við fréttastofu RÚV að stuðningur annarra Norðurlanda, þar á meðal Íslands hafi verið afar mikilvægur síðustu daga og vikur í deilunni við Bandaríkjamenn vegna Grænlands.Rasmussen var á leið inn á fund utanríkisráðherra aðildarríkja Evrópusambandsins í Brussel í morgun, þegar fréttamaður RÚV náði tali af honum.„Við höfum metið afar vel þann stuðning sem við höfum fundið fyrir alls staðar að úr heiminum,“ sagði Rasmussen. „Það á við um alla Evrópu, en í Norðurlandaráðinu og þar á meðal frá Íslandi hefur þessi stuðningur verið afar mikilvægur. Við erum öll lítil ríki sem byggjum fullveldi okkar á því að vera í bandalagi og það eru í raun ekki mörg ríki sem geta séð um sínar varnir upp á eigin spýtur. Við getum gert það í kraft | |
| 08:18 | Lögðu sekt á ölmususjóð sem Brynjólfur biskup stofnaði áður en konungurinn varð einvaldur Sjóðir og sjálfstæðar stofnanir sem trassa að skila inn ársreikningum hafa verið sektaðir um 113 milljónir króna til að þrýsta á um að þeir uppfylli skyldur sínar.Lögum samkvæmt verða sjóðir og sjálfstæðar stofnanir að skila inn ársreikningi en stór hluti hefur lítt hirt um slíkt árum og jafnvel áratugum saman. Skyldan á við um alla sjóði og stofnanir sem starfa eftir skipulagsskrá sem hefur verið staðfest af ráðherra, forseta eða konungi Íslands.Ef fólk hnýtur um orðin konungur Íslands á það sínar skýringar. Sjóðirnir og sjálfstæðu stofnanirnar sem um ræðir eru sumir gamlir, mjög gamlir jafnvel.Sá elsti er Reynislegat sem var stofnaður 1662 til þess að „ein ærleg og guðhrædd sorgbitin ekkja, sem á þrjú skilgetin börn eða þaðan af fleiri í ómegð“ gæti notið góðs af jörðinni Reyni í Garðasó | |
| 08:01 | Samlegð með VÍS en ekki allir sannfærðir Verðstríð á tryggingamarkaði og áhrif þess á VÍS veldur áhyggjum hjá sumum hluthöfum Íslandsbanka. | |
| 08:00 | Gagnrýna rannsókn lögreglu á alvarlegri líkamsárás á Þjóðhátíð Nefnd um eftirlit með lögreglu gagnrýnir hluta rannsóknar lögreglunnar í Vestmannaeyjum á alvarlegri líkamsárás sem framin var á Þjóðhátíð árið 2024. Nefndin segir ljóst að upphaf rannsóknarinnar hafi verið annmörkum háð en er ekki tilbúin til að fjalla um rannsóknina að öllu leyti þar sem henni er ekki lokið. Lögmaður þolanda árásarinnar kvartaði til nefndarinnar Lesa meira | |
| 07:44 | Kristrún hlakkar til að starfa með Bjarna í SA Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segist treysta því að ríkisstjórnin muni áfram eiga góð samskipti Samtök atvinnulífins (SA) eftir að nýr framkvæmdastjóri tekur þar við. | |
| 07:39 | Þrefalda fjölda kjörstaða Kjörstaðir í Reykjanesbæ í næstu sveitarstjórnarkosningum verða þrír. Á undanförnum árum hafa bæjarbúar aðeins getað kosið á einum stað, í Fjölbrautaskóla Suðurnesja.Í kosningaskýrslu sjálfbærniráðs bæjarins var fjallað um minnkandi kosningaþátttöku í bænum og þar settar fram tillögur sem miða að því að bæta þátttökuna. Í sveitarstjórnarkosningunum 2022 var kjörsókn 52% í Reykjanesbæ. „Mjög mikilvægt er að breyta þessari þróun til hins betra en bæjarstjórn hefur þegar samþykkt að fjölga kjörstöðum úr einum í þrjá,“ segir í nýjustu fundargerð ráðsins. DREIFA ÁLAGI OG GERA FÓLKI KLEIFT AÐ KJÓSA Í SÍNUM HVERFUM Guðný Birna Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður sjálfbærniráðs, segir samráð hafa haft við hina ýmsu hagsmunahópa, til að mynda ungmenna- og öldungaráð bæjarins.„Hjá hagsmunah | |
| 07:30 | Óhugnanlegt myndband sýnir þegar ungbarn datt úr bíl á ferð Myndband sem sýnir þegar 19 mánaða barn dettur úr bíl á ferð hefur vakið talsverðan óhug. Atvikið átti sér stað í borginni Fullerton í Kaliforníu á dögunum. Á myndbandinu má sjá þegar dyrnar á svörtum jepplingi opnast skyndilega þegar bíllinn er í beygju á gatnamótum. Út úr bílnum fellur lítið barn og sést ökumaðurinn, móðir Lesa meira | |
| 07:30 | Ábyrg forysta Aðsend grein úr morgunblaðinu Á undanförnum vikum hefur stjórnmálaumræðan færst í þá átt að aðild að Evrópusambandinu sé einhvers konar náttúrulegt svar við óvissu í heimsmálum. | |
| 07:28 | Ellefu úr sömu fjölskyldunni teknir af lífi Ellefu einstaklingar sem tilheyrðu kínversku Ming-glæpafjölskyldunni voru teknir af lífi í Kína í gær. Hópurinn var dæmdur fyrir umfangsmikla svikastarfsemi, morð og aðra glæpi í Mjanmar. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu. Dauðadómarnir voru kveðnir upp í lok september á síðasta ári. Alls voru 39 dæmdir í málinu og hlutu ellefu lífstíðarfangelsi auk þeirra ellefu sem Lesa meira | |
| 07:20 | Mildri austanátt beint til landsins Austan hvassviðri eða stormur var enn syðst á landinu í nótt, en þar er nú farið að lægja. Annars staðar var mun hægari vindur. |