| 21:15 | Danmörk - Ísland 31-28 | Ísland leikur um brons eftir svekkjandi tap Íslenska karlalandsliðið í handbolta leikur um 3. sæti á EM í handbolta eftir svekkjandi þriggja marka tap gegn heims- og Ólympíumeisturum Dana í undanúrslitum í kvöld, 31-28. | |
| 21:06 | Skjálfti fannst í Hveragerði Jarðskjálfti fannst vel í Hveragerði og sveitinni í kring enda varð hann nánast innan bæjarmarkanna. | |
| 21:05 | Jói Fel málar með puttunum Málverk eftir Jói Fel eins og hann er alltaf kallaður hafa vakið mikla athygli á veggjum Sundhallar Selfoss því þar eru til sýnis fjölmörg verk hans, til dæmis af þríeykinu í Covid og nokkrum heimsfrægum knattspyrnustjörnum. Margar af myndunum málar hann eingöngu með puttunum. | |
| 21:02 | Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Samgöngustofa hefur fengið tvö hundruð ábendingar vegna leigubílaaksturs frá því ný lög tóku gildi fyrir tæpum þremur árum. Formaður tveggja félaga bifreiðastjóra segir ófremdarástand hafa ríkt á markaðnum síðan og kvartanirnar margfalt fleiri. Hann fagnar drögum að nýrri reglugerð. | |
| 20:43 | Heppinn hlaut hálfan þriðja milljarð Heppinn miðahafi var með 1. vinning í útdrætti kvöldsins í EuroJackpot og hlýtur hann rúma 2,5 milljarða króna í vinning. | |
| 20:30 | Hryllir við tilhugsuninni um að Grænland verði eins og Ísland – „Ekki gera sömu mistök“ Grænlendingur sem hefur búið og starfað hér á landi vill alls ekki að hans heimaland endi eins og Ísland. Hvernig þéttbýli hafi þróast hjá okkur sé ekki til eftirbreytni og telur Grænlendingurinn að fyrir utan miðborgina okkar minni Reykjavík helst á bandaríska verslunarmiðstöð. Þetta kemur fram í færslu sem birtist inn á hóp Grænlendinga á Lesa meira | |
| 20:28 | Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Todd Blanche vararíkissaksóknari Bandaríkjanna tilkynnti í dag um útgáfu á milljóna blaðsíðna úr hinum svokölluðum Epstein-skjölum varðandi mál barnaníðingsins og auðkýfingsins Jeffrey Epstein. Áður óséð skjöl varpa frekara ljósi á andlát hans. | |
| 20:24 | Myndskeið: Þjóðsöngurinn ómaði á Tene Stemningin er góð á íslenska barnum á Adeje á Tenerife í kvöld en fjöldi fólks hefur safnast saman til að fylgjast með og styðja strákana okkar í Herning. | |
| 20:13 | Leikkonan Catherine O´Hara látin Bandaríska leikkonan Catherine O´Hara er látin 71 árs að aldri.Í tilkynningu frá umboðsskrifstofu leikkonunnar kemur fram að hún hafi látist á heimili sínu í Los Angeles eftir skammvinn veikindi.O´Hara á farsælan feril að baki, bæði í kvikmyndum og sjónvarpi, en eflaust er hún hvað þekktust fyrir leik sinn í kvikmyndinni Home alone sem kom út í byrjun tíunda áratugarins.Þar lék hún móður aðalsöguhetjunnar og grallarans, Kevin McCallister, sem Macaulay Culkin lék svo eftirminnilega. Þá lék hún einnig í költ-kvikmyndinni Beetlejuice árið 1988, í leikstjórn Tim Burton.O´Hara hefur hlotið fjölda verðlauna á farsælum ferli sínum, þar á meðal Golden Globe og Emmy verðlaun fyrir túlkun sína á hinni litríku leikkonu Moiru Rose í sjónvarpsþáttunum margverðlaunuðu Schitt´s Creek. Hún var einnig tiln | |
| 19:34 | Tækifæri til að bæta við fimm til sex nýjum verslunum Nýja matöllin í Smáralind hefur haft mjög jákvæð áhrif á aðsóknina í Smáralind. | |
| 19:33 | Sigmundur Davíð lenti í vandræðum vegna bíóferðar, þorrablóts og leiks Íslands og Danmerkur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins lenti í vandræðum í kvöld þegar hann tvíbókaði sig óvart. Hann hafði ætlað að kveðja Bíóhöllina við Álfabakka með pomp og prakt og skella sér annað kvöld á gömlu klassísku kvikmyndina Goonies. Tilraun hans til að verða sér úti um miða fór ekki betur en svo að skyndilega sat hann Lesa meira | |
| 19:25 | Sameinuðu þjóðirnar á barmi gjaldþrots Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres, varaði við því í dag að stofnunin væri á barmi „fjárhagslegs hruns“ og hvatti aðildarríki til að greiða árgjöld sín. „Annaðhvort standa öll aðildarríki við skuldbindingar sínar um að greiða að fullu og á réttum tíma – eða aðildarríkin verða að endurskoða fjármálareglur okkar frá grunni til að koma í veg fyrir yfirvofandi fjárhagslegt hrun,“... | |
| 19:17 | „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Guðni Th. Jóhannesson segir að fámenn stuðningsmannasveit Íslands í Herning í kvöld eigi eftir að láta vel í sér heyra og hjálpa strákunum okkar að sækja sigur, slíkt hafi gerst áður. Guðni rifjaði upp glæsta sigra Íslands gegn Danmörku í gegnum tíðina. | |
| 19:15 | Íslendingar víða um heim senda kveðjur til strákanna okkar Íslendingar um víða veröld bíða spenntir eftir viðureign Íslands og Danmerkur í undanúrslitum EM karla í handbolta í kvöld. Fréttastofa náði tali af stuðningsmönnum í Svíþjóð, Bandaríkjunum, Austurríki, Burkina Faso og Danmörku. | |
| 19:06 | Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Auglýsingastjóri RÚV segir það af og frá að ríkisútvarpið stórgræði á auglýsingasölu á leikjum íslenska handboltalandsliðsins á Evrópumótinu. Auknar auglýsingatekjur vegna góðs gengis strákanna okkar nemi ekki nema fáeinum prósentum á milli móta og hluti teknanna skili sér sömuleiðis til Handknattleikssambandsins. | |
| 19:05 | Hótar að afskrá kanadískar flugvélar Donald Trump hefur hótað að afskrá allar flugvélar sem framleiddar eru í Kanada vegna deilna sem tengjast einkaþotum. | |
| 19:00 | Lýsa yfir fullum stuðningi við Grænland Vestnorræna ráðið hefur lýst yfir fullum stuðningi við Grænland og rétt grænlensku þjóðarinnar til sjálfsákvörðunar. | |
| 18:59 | Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins í Reykjavík Breki Atlason, alþjóðafulltrúi Miðflokksins, ætlar að gefa kost á sér á lista Miðflokksins í Reykjavík. Hann segir í tilkynningu hafa tilkynnt uppstillingarnefnd um það en ekki kemur fram í hvaða sæti hann hyggst bjóða sig.Breki hefur setið í stjórn ungliðahreyfingar Miðflokksins. Hann segist hafa mikla reynslu af félagsstarfi, hafi tekið þátt í nokkrum kosningabaráttum og kynnst umhverfinu vel.Breki telur brýnast að taka á húsnæðismálum í Reykjavík. Aðgerðaleysi stjórnvalda í Breki Atlason.RÚV / Skjáskotmálaflokknum bitni einna helst á ungu fólki. | |
| 18:53 | Rússar segjast gera hlé á árásum á orkuinnviði fram á sunnudag Hátt í 400 blokkir í Kyiv eru án hita eftir harðar árásir Rússlandshers á orkuinnviði að undanförnu. Ískalt er í borginni og um helgina spáir allt að 30 stiga frosti.Vegna kuldans bað Trump Pútín að láta Rússlandsher hætta árásum á orkuinnviði Kyiv og fleiri bæja næstu daga. Talsmaður Pútíns, Dmitry Peskov, staðfesti við fjölmiðla í dag að þetta hefði verið samþykkt, fram á sunnudag. Peskov sagði þetta gert til að liðka fyrir viðræðum.Zelensky staðfesti í færslu á Telegram í dag að Rússlandsher hefði ekki gert árásir á orkuinnviði í nótt. Það hefðu þó verið árásir síðdegis í gær.Víða er fólk án hita og rafmagns í Kyiv og sækir aðstoð í neyðarskýli og fær að hlýja sér þar.AP / Dan Bashakov | |
| 18:41 | Brunað á norrænum slóðum Í svartasta skammdeginu er nauðsynlegt fyrir Íslendinga að létta sér lund. Til að mynda er hægt að skella sér á skíði, en þar koma fleiri svæði til greina en Alparnir. | |
| 18:41 | Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Keflvíkingar fylgdu eftir sigri á Stólunum á mánudaginn með endurkomusigri á Þórsurum í Þorlákshöfninni í Bónusdeild karla í körfubolta í kvöld. | |
| 18:41 | Leik lokið: Þór Þ.-Keflavík 78-98 | Keflvíkingar vöknuðu í seinni Keflvíkingar fylgdu eftir sigri á Stólunum á mánudaginn með endurkomusigri á Þórsurum í Þorlákshöfninni í Bónusdeild karla í körfubolta í kvöld. | |
| 18:35 | Stefnt að því að hefja fósturvísaskimanir hér á landi Heilbrigðisráðuneytið vill auka aðgengi að fósturvísagreiningum og stefnir að því að hægt verði að framkvæma þær að nær öllu leyti hér á landi í lok næsta árs. Fósturvísaskimun miðast til að mynda að því að skima fyrir sjúkdómsgenum.„Þetta er oft fólk sem hefur til dæmis fætt börn sem eru með einhverja sjúkdóma, sem orsakast af tilteknum genagöllum, og veit að ef þau eignast aftur barn þá eru miklar líkur á að það hafi sama sjúkdóm,“ segir Ingunn Jónsdóttir, kvensjúkdómalæknir hjá Sunnu frjósemi.„Fólk verður fyrst að undirgangast glasafrjóvgunarmeðferð, svo eru tekin sýni og send til rannsóknar. Svo fær maður svar um hvort viðkomandi fósturvísir hafi þetta tiltekna gen.“Frá vorinu 2025 hafa íslenskar frjósemisstofur boðið upp á að senda sýni í skimun erlendis. Fósturvísarnir eru þá frystir | |
| 18:31 | Catherine O'Hara er látin Leikkonan Catherine O'Hara er látinn 71 árs að aldri. Hún er öllum landsmönnum kunnug fyrir að hafa farið með hlutverk móðurinnar í Home Alone en hún átti langan feril í sjónvarpi og á hvíta tjaldinu.TMZ greinir frá andláti hennar en samkvæmt umfjöllun miðilsins bandaríska er ekki vitað hvernig andlátið bar að.Auk móður Kevins McCallister í Home Alone eitt og tvö lék hún einnig eftirminnilega í gamanþáttunum Schitt's Creek. Fyrir túlkun sína á Moiru Rose hlaut hún Emmy-verðlaun Hún átti sömuleiðis hlutverk í myndinni Beetlejuice. Hún var einnig tilnefnd til Emmy-verðlauna fyrir leik sinn í þáttunum The Studio.Catherine var fædd og uppalin í borginni Toronto í Kanada. Hún lætur eftir sig eiginmann og tvo syni. | |
| 18:30 | 27 konur frelsaðar úr klóm vændisdólga á Tenerife Lögreglan á Tenerife hefur leyst upp glæpahring á Tenerife sem stundaði mansal. Alls hafa 27 konur, sumar undir 18 ára aldri, verið frelsaðar úr klóm glæpagengisins og 14 hafa verið handteknir, þar af tveir meintir foringjar gengisins. Canarian Weekly greinir frá þessu. Rannsókn málsins hefur staðið yfir síðan sumarið 2024. Foringjar glæpaklíkunnar eru sagðir hafa Lesa meira | |
| 18:20 | Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í þýska landsliðinu eru komnir í úrslitaleikinn um Evrópumeistaratitilinn eftir sannfærandi þriggja marka sigur á Króötum, 31-28, í fyrri undanúrslitaleik kvöldsins á EM í handbolta. | |
| 18:01 | Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Innan við klukkustund verður í sögulega viðureign Íslendinga gegn Dönum á EM í handbolta þegar kvöldfréttatími Sýnar fer í loftið. Líkt og flestir verðum við því með hugann við handboltann og fáum stemninguna beint í æð. Við verðum í beinni útsendingu frá Danmörku þar sem stuðningsmenn eru að þétta raðirnar og frá Borgarleikhúsinu þar sem sýningum var frestað vegna leiksins. Við verðum einnig í beinni frá Skógarböðunum á Akureyri þar sem sundgestir ætla að horfa á leikinn og frá Droplaugarstöðum þar sem íbúar eru í miklu stuði. Auk þess rýnum við í fyrri viðureignir okkar gegn Dönum með fyrrverandi forseta. | |
| 18:01 | Kynna sérútgáfu af Defender Trophy Defender Trophy verður kynntur hjá Land Rover á Íslandi milli kl. 12 og 16 á morgun laugardag. | |
| 17:50 | Myndir: Vorönn Ungra athafnakvenna Vorönn Ungra athafnakvenna (UAK) var nýlega haldin í Grósku. | |
| 17:45 | Hafa greitt nærri 170 milljónir í lagfæringar á nýsmíðuðu skipi Lagfæringum á Þórunni Þórðardóttur, nýju hafrannsóknaskipi Hafrannsóknastofnunar, er nánast lokið. Viðgerðir og lagfæringar hafa kostað 169 milljónir. Skipið kom nýsmíðað til landsins síðasta vor.Atvinnuvegaráðuneytið greiðir kostnaðinn en nýsmíðaverkefnið var á ábyrgð þess.Þórunn Þórðardóttir leysir af rannsóknaskipið Bjarna Sæmundsson sem þjónað hefur Hafrannsóknastofnun í 55 ár. Unnið var í kappi við tímann fyrir áramót svo Þórunn gæti tekið þátt í loðnuleit í janúar, sem hún og gerði. Hafró hátt í fimmfaldaði veiðiráðgjöf sína fyrir loðnu þegar hún var uppfærð í gær.Í svörum Hafrannsóknastofnunar er farið yfir þær lagfæringar sem gera þurfti. Á listann yfir þær rata alls 26 atriði. Þar á meðal var bæting á lýsingu á dekki, lagfæringar á pípulögnum og neysluvatnstönkum og ýmsar viðgerði | |
| 17:32 | Útilokar dauðarefsingu yfir Mangione Bandarískir saksóknarar geta ekki farið fram á dauðarefsingu yfir Luigi Mangione, sem hefur verið ákærður fyrir að verða forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna að bana árið 2024.Dómari í Manhattan felldi niður tvo ákæruliði í dag og útilokaði möguleika á dauðarefsingu. Mangione stendur enn frammi fyrir tveimur ákæruliðum og gæti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi.Mangione er sakaður um að hafa skotið Brian Thompson, forstjóra UnitedHealthcare, til bana fyrir framan hótel í New York í desember 2024. Hann hefur neitað sök.Alríkisákæra fyrir manndráp er meðal þeirra sem voru felld niður á grundvelli tæknilegra ágalla. Hin sneri að skotvopnavörslu. Ákærur sem snúa að umsátri standa eftir.Dómarinn ákvað einnig að saksóknarar mættu leggja fram innihald bakpoka Mangiones | |
| 17:30 | Flugfarþegi ærði samferðamenn með furðulegu athæfi Kvenkyns flugfarþegi olli mikilli óánægju meðal samferðamanna sinna í flugi Qatar Airways á leið frá Doha í Qatar til Moskvu í Rússlandi . Eins og sjá má á myndbandi sem dreift var á netinu notaði konan sætisbakið fyrir framan sig sem fótskemil. Vitni segja konuna hafa orðið órólega eftir að farþeginn fyrir framan hana hallaði Lesa meira | |
| 17:25 | Sláandi afhjúpun í Epstein-skjölunum – Bill Gates fékk kynsjúkdóm frá „rússneskum stúlkum“ og reyndi að lauma sýklalyfjum ofan í eiginkonuna Auðkýfingurinn og stofnandi Microsoft, Bill Gates, hafði samfarir við rússneskar stúlkur, fékk kynsjúkdóm og óskaði eftir sýklalyfjum sem hann gæti laumulega komið ofan í þáverandi eiginkonu sína, Melinda Gates. DailyMail greinir frá þessu og vísar til Epstein-skjalanna alræmdu en framangreint kom fram í tölvupósti sem Jeffrey Epstein sendi sjálfum sér í júlí árið 2013. Tölvupósturinn Lesa meira | |
| 17:22 | Lovecraftian-skrímsli á íslenskum sveitabæ Drýpur er fyrsta plata tónlistarkonunnar Bergþóru Kristbergsdóttur og geymir drungalega og klarinettdrifna tónlist. Bergþóra var fimm ár að vinna að plötunni. „Það mætti segja að þetta sé skúffuverkefni,“ segir hún en platan var samin samhliða því að hún stundaði nám við Listaháskóla Íslands. Það var alltaf einhver rauður þráður á milli laganna sem þróaðist yfir í að hún fór að búa til sögu í kringum plötuna og hvert lag fékk einhvers konar senu.Sagan gerist á íslenskum sveitabæ þar sem loftsteinn fellur til jarðar og úr honum kemur skrímsli sem situr um bæinn og myrðir fólkið. Bergþóra er vissulega mikill hryllingsmyndaaðdáandi. „Mörg af lögunum eru einhvers konar tilbrigði af lögum sem ég samdi áður en sagan varð til og svo fór ég að þróa lögin áfram með þessa sögu í huga,“ segir Bergþór | |
| 17:22 | Játaði að mestu ítrekuð brot gegn stúpdóttur sinni Karlmaður sem hefur verið ákærður fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn barnungri dóttur sambýliskonu sinnar hefur játað sök að mestu leyti og viðurkennt bótaskyldu. Þetta staðfestir Elimar Hauksson, verjandi mannsins. Fyrirtaka fór fram í málinu í gær.„Umbjóðandi minn hefur játað sök að mestu leyti og hefur gert það frá fyrstu skýrslutöku. Þetta snýst fyrst og fremst um tæknilega útfærslu á orðalagi ákæru. Hann viðurkennir bótaskyldu,“ segir Elimar.„Í ljósi þess að þetta er lokað þinghald get ég ekki tjáð mig frekar um málið eða málavexti þess.“Vísir hefur eftir Karli Inga Vilbergssyni varahéraðssaksóknara að það sem standi helst út af sé ágreiningur um fjölda skipa sem maðurinn á að hafa brotið gegn stúlkunni.Brotin sem maðurinn er ákærður fyrir framdi hann frá vori 2023 fram að hausti 2025 á | |
| 17:17 | Stjarnan - Tindastóll | Stórleikur liðanna sem slógust um titilinn Stjarnan getur með sigri jafnað Tindastól að stigum í 2.-3. sæti Bónus-deildar karla í körfubolta. Hér mætast liðin sem léku til úrslita í ævintýralegu einvígi síðasta vor. | |
| 17:13 | Gengi Amaroq gaf eftir líkt og gullverð Bankarnir héldu úrvalsvísitölluni nálægt núlli er gengi fjölmargra félaga lækkaði í dag. | |
| 17:06 | Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Sjónvarpskonan Maya Jama og fótboltamaðurinn Rúben Dias lentu í miður skemmtilegu atviki þegar brotist var inn í heimili þeirra í Cheshire í norðvesturhluta Englands. | |
| 17:05 | Segir frumvarp forsætisráðherra „fela í sér alvarlega aðför að sjálfstæðri stöðu forseta“ Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, gagnrýnir lagabreytingarfrumvarp forsætisráðherra sem felur í sér að skipunarvald forsetaritara verði í höndum forsætisráðherra. Hann segir að frumvarpið myndi fela í sér alvarlega aðför að sjálfstæðri stöðu forseta Íslands. Forsætisráðherra hafi hingað til aldrei haft vald til að velja forsetaritara, æðsta embættismann forsetaembættisins.Frumvarpið felur í sér breytingar á skipun forsetaritara og lækkun launa handhafa forsetavalds niður í samanlagt 300 þúsund krónur á ári. Þar er einnig fjallað um heimild til ráðningar aðstoðarmanns forseta. Í fyrstu grein frumvarpsins eru gerðar tillögur til breytinga á 5. grein laga. Fyrri hluti hennar er svohljóðandi: > Forsetaritari stýrir skrifstofu embættisins, ræður annað starfslið, er ábyrgur f | |
| 17:02 | Kínverjar langt frá því að banna íshokkí Íshokkísaga Kína er fleiri hundruð ára gömul en eftir Vetrarólympíuleikana 2022 er íþróttin farin að njóta mikilla vinsælda. | |
| 17:00 | Móðir Ólafar Töru minnist hennar – „Ekki einu sinni dauðinn getur rofið þessa tengingu“ Eitt ár er nú liðið frá láti baráttukonunnar Ólafar Töru Harðardóttur, sem tók eigið líf á heimili sínu aðfaranótt fimmtudagsins 30. janúar árið 2025. Ólöf Tara var einn stofnenda samtakanna Öfgar og var mjög virk í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Hlaut hún og samtökin Öfgar margar viðurkenningar fyrir hugsjónastarf sitt og héldu mörg erindi um Lesa meira | |
| 17:00 | Hækkun verðbólgu algjört klúður Þórður Pálsson, forstöðumaður fjárfestinga hjá tryggingafélaginu Sjóvá, sagði í Spursmálum á mbl.is fyrr í dag að nýbirtar verðbólgutölur, þar sem verðbólgan mældist 5,2% í janúar, væru gífurleg vonbrigði. | |
| 17:00 | Dró upp byssu á skólalóð og hleypti af Sérsveitarmenn lögreglunnar í Ósló í Noregi fóru með forgangi að Kuben-framhaldsskólanum á Økern þar í borginni í hádeginu í dag, auk þess sem lögregluþyrla fór á vettvang, eftir að nokkrum skotum var hleypt af á lóð skólans. | |
| 16:48 | Ákæru fyrir manndráp vísað frá Alríkissaksóknarar í Bandaríkjunum munu ekki geta farið fram á dauðarefsingu yfir Luigi Mangione, sem ákærður hefur verið fyrir að ráða Brian Thompson, forstjóra UnitedHealthcare, af dögum árið 2024. | |
| 16:48 | Dauðarefsing slegin út af borðinu í máli Mangiones Alríkissaksóknarar í Bandaríkjunum munu ekki geta farið fram á dauðarefsingu yfir Luigi Mangione, sem ákærður hefur verið fyrir að ráða Brian Thompson, forstjóra UnitedHealthcare, af dögum árið 2024. | |
| 16:40 | Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að mikilvægt sé að tryggja sjálfstæði forsetaembættisins og segir að tillaga um að forsætisráðherra skipi forsetaritara sé millileið. Mikilvægt sé að tillagan verði tekin til umræðu í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. | |
| 16:28 | Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Leikstjórinn Davíð Óskar Ólafsson segir Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar (ÍKSA) útiloka fjölda fagfólks með því að bæta við nýjum flokkum í Edduverðlaununum fyrir leikið sjónvarpsefni en einungid fyrir leikara. Ákvörðunin dragi úr trúverðugleika og máli upp ranga mynd af bransanum. Fjöldi þekkts bransafólks tekur undir skrif Davíðs. | |
| 16:20 | Laun ofgreidd miðað við samning Daníel Jakobsson, forstjóri Arctic Fish, segir launalækkanir tilkomnar vegna þess að yfirvinna hafi hingað til verið ofgreidd. Hann furðar sig á viðbrögðum verkalýðsfélags. | |
| 16:16 | Þór Þ. - Keflavík | Gestirnir komnir á beinu brautina? Keflvíkingar skelltu Tindastóli á mánudaginn og ættu að mæta fullir sjálfstrausts gegn Þór í Þorlákshöfn en heimamenn þurfa sárlega stig í fallbaráttunni. | |
| 16:15 | Sex börn undir 500 grömmum lifað af Á síðustu tíu árum hafa yfir 80 prósent barna sem fæðast eftir 23 vikna meðgöngu hér á landi lifað af og tæplega 90 prósent barna sem fæðast eftir 24 vikna meðgöngu. Telst þessi árangur á heimsmælikvarða en börn sem koma svo snemma í heiminn fara… | |
| 16:12 | Að fólk og flokkar sem veljast til valda tryggi hinsegin fræðslu „Ég er einstaklega spenntur en líka kannski pínulítið kvíðinn fyrir sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara næsta vor. Einhver umræða hefur verið undanfarið um hinsegin fræðslu í skólum og hvort hún eigi yfir höfuð rétt á sér. Það verður uppljóstrandi að sjá hvort einhverjir stjórnmálaflokkar taki málið upp í aðdraganda komandi kosninga og leggi jafnvel til að dregið verði úr hinsegin fræðslu... | |
| 16:11 | Þorsteinn V. Einarsson á Karlmennskunni með umdeild ummæli eina ferðina enn – Góður húmor eða sérlega ósmekklegt? Þorsteinn V. Einarsson, kynjafræðingur og stjórnandi Karlmennskunnar, er engan veginn ókunnugur því að láta umdeild ummæli falla. Í nýrri færslu gerir hann grín að aldri þeirra sem mættu á stofnfund nýrra samtaka sem kallast Æruvernd. Í færslunni vísar hann til þess að hópurinn, sem virðist að miklu leyti vera kominn á efri ár og lætur […] Greinin Þorsteinn V. Einarsson á Karlmennskunni með umdeild ummæli eina ferðina enn – Góður húmor eða sérlega ósmekklegt? birtist fyrst á Nútíminn. | |
| 16:10 | Trump útnefnir nýjan seðlabankastjóra Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur útnefnt Kevin Warsh sem næsta seðlabankastjóra Bandaríkjanna.Warsh hefur áður unnið yfir bandaríska seðlabankakerfið og sem miðlari hjá Morgan Staney bankanum.Trump tilkynnti ákvörðun sína á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, í dag. Öldungadeild Bandaríkjaþings þarf að samþykkja útnefningu Trumps.Gangi það eftir sest Warsh í stól seðlabankastjóra undir þrýstingi stjórnvalda um að lækka stýrivexti en Trump hefur lengi krafist þess að vextir verði lækkaðir hraðar, sem fer gegn stjórnarskrárvörðu sjálfstæði bankans.Trump kveðst ekki vita af stefnunni. VERÐUR SKIPAÐUR TIL NÆSTU FJÖGURRA ÁRA Forseti Bandaríkjanna skipar seðlabankastjóra til fjögurra ára í senn, með samþykki öldungadeildar bandaríska þingsins.Seðlabankastjóri er æðsti maður bandaríska s | |
| 16:08 | Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Á síðustu 10 árum hefur Framkvæmdasjóður ferðamannastaða úthlutað 6,6 milljörðum króna af fjármunum skattgreiðenda til uppbyggingar ferðamannastaða. Skilyrði styrkveitinganna er að staðirnir séu opnir gjaldfrjálsri umferð almennings. Með öðrum orðum, ekki má innheimta aðgangseyri. Á fjölmörgum ferðamannastöðum sem hafa fengið styrki úr framkvæmdasjóðnum er rukkað fyrir aðgang í trássi við þessi skilyrði. Það er gert […] The post Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? appeared first on Fréttatíminn. | |
| 16:02 | Þýskaland - Króatía | Dagur eða Alfreð í úrslit á EM Dagur Sigurðsson og Alfreð Gíslason leiða saman hesta sína í undanúrslitum á EM í handbolta í dag, þegar lið þeirra Króatía og Þýskaland mætast. Ísland mætir svo öðru þessara liða á sunnudaginn þegar leikið verður um verðlaun. | |
| 15:58 | Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Lögmaður stofnenda Vélfags segir að þeim sé haldið utan við fyrirætlanir stjórnarformanns þess. Þá hafi þeir ekki óskað eftir því að eignir væru fjarlægðar úr starfsstöðum félagsins. Staðhæfingar stjórnarformanns og lögmanns Vélfags í fjölmiðlum séu rangar. | |
| 15:54 | Skatturinn misnotaði vald til að kaupa aukinn tímafrest Yfirskattanefnd felldi úr gildi ákvörðun skattrannsóknarstjóra sem lagði 25% álag á hækkun skattstofna félagsins. | |
| 15:39 | Tekinn á flugvellinum með kókaín í farangri Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Valentin Jemeljanov í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa flutt til landsins 3.000 ml. af kókaíni í vökvaformi. | |
| 15:37 | Vill einfalda regluverk um útlendingamál í Danmörku Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur segir að einfalda verði regluverk um útlendingamál í Danmörku svo hægt verði að vísa úr landi erlendum ríkisborgurum sem framið hafa alvarleg brot.Hún segir þetta vera inntakið í breytingum stjórnvalda á brottvísunarheimildum sem kynntar voru á sameiginlegum blaðamannafundi Mette Frederiksen, Troels Lund Poulsen, varnarmálaráðherra, Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra og Rasmus Stoklund, ráðherra innflytjendamála og samþættingar í dag.Frederiksen segir að útlendingar sem fremja alvarlega glæpi, á borð við alvarlega líkamsárás eða nauðgun, eigi ekki heima í Danmörku. RÍKISSTJÓRNIN KYNNTI AÐGERÐIR SÍNAR Á BLAÐAMANNAFUNDI Á blaðamannafundinum í dag kynnti ríkisstjórnir aðgerðir sínar.Ríkisstjórnin leggur til að sá eða sú sem dæmdur er til ha | |
| 15:35 | Borgarleikhúsið býður upp á EM-stemmningu Borgarleikhúsið hefur ákveðið að seinka sýningum kvöldsins um 15 mínútur vegna leiks Íslands og Danmerkur í undanúrslitum Evrópumótsins í handbolta. Jafnframt hefur miðahöfum á sýningar í kvöld verið boðið að mæta fyrr í leikhúsið til að horfa á fyrri hálfleik leiksins fyrir sýningar. | |
| 15:33 | Listería í grænmetisbollum Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af indverskum grænmetisbollur frá Grími Kokki vegna gruns um Listeriu monocytogenis. | |
| 15:30 | Áralangri deilu á Húsavík um tugi milljóna lokið með sigri hvalaskoðunarrisa Hæstiréttur hefur hafnað því að taka fyrir áfrýjun Hafnarsjóðs Norðurþings sem var dæmt í Landsrétti til að endurgreiða nærri 40 milljónir króna, auk vaxta og dráttarvaxta, til eins stærsta hvalaskoðunarfyrirtækis landsins, Gentle Giants-Hvalaferða sem hefur heimahöfn sína á Húsavík. Snýst málið um farþegagjald en Landsréttur sagði innheimtu gjaldsins ekki hafa verið í samræmi við lög. Lesa meira | |
| 15:30 | Vann í lottóinu og breytti húsinu sínu í dópverksmiðju – Fékk þungan dóm Áttræður breskur karlmaður sem vann um hálfan milljarð í breska lottóinu árið 2010 hefur verið dæmdur í 16 og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa stýrt einni stærstu framleiðslu með fölsuð lyf sem breska lögreglan hefur nokkru sinni afhjúpað. Maðurinn, John Eric Spiby, var sakfelldur af dómstól bresku krúnunnar í Bolton í vikunni fyrir framleiðslu Lesa meira | |
| 15:26 | Mun nýr seðlabankastjóri verja sjálfstæði bankans? Kevin Warsh, fyrrverandi stjórnarmaður í alríkisstjórn bandaríska seðlabankakerfisins og miðlari hjá Morgan Stanley-bankanum, verður næsti seðlabankastjóri Bandaríkjanna samkvæmt ákvörðun Donalds Trumps forseta. | |
| 15:07 | Ekki allt Tenerife eða Kaupmannahöfn Felix Bergsson hefur skrifað barnabækur og fyrir útvarp, sjónvarp og leikhús. Hann segir að ef saga sé góð þá henti hún í mörg frásagnarform. Hann nefndi sem dæmi Ævintýrið um Augastein sem var fyrst leikrit á ensku, svo á íslensku, því næst bók og núna kvikmyndahandrit.Tæplega tuttugu árum eftir Ævintýrið um Augastein sneri Felix aftur með barnabók. Það var hljóðbókin Drottningin af Galapagos sem kom út á prenti fyrir síðustu jól. Felix sagði frá bókinni í Hvað ertu að lesa? á Rás 1. KLASSÍSK ÆVINTÝRI UM ALLAN HEIM Þegar Storytel bauð Felix að skrifa hljóðbók ákvað hann að slá til. Hann þekkir formið vel enda hefur hann gert mikið hljóðefni með Gunnari Helgasyni í gegnum árin. > „Mig langaði til að gera svona klassískar ævintýrabækur, dálítið eins og ég las þegar ég var lítill strákur | |
| 15:03 | Spjallið með Frosta Logasyni | Evrópa að fremja samfélagslegt sjálfsmorð Spjallið með Frosta Logasyni Sigmundur Davíð er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Í þessu viðtali fer hann ítarlega yfir stöðu stjórnmálanna nú þegar á brattann er að sækja í efnahagsmálum á Íslandi. Einnig er farið yfir stöðuna hjá Evrópusambandinu en Sigmundur líkir stjórn efnahagsmála þar við píramídasvindl sem ekki getur staðið undir sér til […] Greinin Spjallið með Frosta Logasyni | Evrópa að fremja samfélagslegt sjálfsmorð birtist fyrst á Nútíminn. | |
| 15:00 | Kristrúnu langar mikið að vinna Dani Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra játar að hún sé ögn óróleg fyrir handboltalandsleik Íslands og Danmerkur í kvöld, en segist vongóð um sigur. Leikur liðsins til þessa gefi tilefni til þess. | |
| 14:59 | Nær enginn vöxtur í húsnæðislánum til einstaklinga Útlánavöxtur Landsbankans í fyrra kom nær allur úr fyrirtækjahluta lánasafnsins. | |
| 14:53 | Andri frá Origo til Ofar Tæknifyrirtækið Ofar hefur ráðið Andra Þórhallsson sem verkefnastjóra UT-kerfa. Samkvæmt tilkynningu kemur Andri til Ofar frá Origo þar sem hann hefur starfað síðastliðin tíu ár, nú síðast sem „full-stack“ forritari á sviði hugbúnaðarlausna. | |
| 14:50 | Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fellt niður rannsókn vegna kæru FRÍSK - Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði á hendur ætluðum eigendum ólöglegu deilisíðunnar Deildu.net. Eitt og hálft ár leið frá kæru þar til að rannsókn hófst og átta ár þar til að ætlaður eigandi var yfirheyrður. | |
| 14:44 | Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Aníta Rut Hilmarsdóttir hefur hafið störf hjá Lyf og heilsu á markaðs- og sölusviði. Aníta er einn stofnenda fræðsluvettvangsins Fortuna Invest og starfaði áður í eignastýringu Fossa og Arion. | |
| 14:44 | Nafn Sigríðar Bjarkar notað í svikapósti Dómsmálaráðuneytið varar fólk við að svara svikapósti þar sem lögreglan og dómsmálaráðuneytið eru ranglega titluð sem sendendur. | |
| 14:43 | Blý og kadmíum greindust í glösum Matvælastofnun varar við notkun á Singles flowers mixed colors-glösum, sem seld eru í Flying Tiger-verslunum, vegna flæði blýs og kadmíum sem mældust yfir leyfilegum mörkum. | |
| 14:40 | Verulega ósáttur við breytingar á Eddunni – „Gefur ranga og ósanngjarna mynd“ Davíð Óskar Ólafsson sjónvarps- og kvikmyndaframleiðandi, leikstjóri og handritshöfudur gagnrýnir harðlega breytingar sem tilkynnt hefur verið um að gerðar verði á Eddunni en stjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar hefur ákveðið að sjóvarpsefni verði á ný hluti af verðlaununum en á síðustu Eddu voru aðeins veitt verðlaun fyrir kvikmyndir. Hins vegar verða á Eddunni á þessu Lesa meira | |
| 14:38 | Það sé beinlínis villandi að benda á olíufélögin „Það er beinlínis villandi fyrir neytendur að benda á olíufélögin sem sökudólg fyrir aukinni verðbólgu. Ekki aðeins var öllu olíugjaldinu skilað til neytenda heldur hefur álagning á eldsneyti N1 haldist óbreytt frá síðasta ári.“ | |
| 14:38 | Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn „Það er beinlínis villandi fyrir neytendur að benda á olíufélögin sem sökudólg fyrir aukinni verðbólgu. Ekki aðeins var öllu olíugjaldinu skilað til neytenda heldur hefur álagning á eldsneyti N1 haldist óbreytt frá síðasta ári.“ | |
| 14:34 | Aníta Rut til liðs við Lyf og heilsu Aníta Rut Hilmarsdóttir hefur hafið störf hjá Lyf og heilsu á markaðs- og sölusviði. | |
| 14:30 | Valentin fékk þungan dóm Litháískur ríkisborgari, Valentin Jemeljanov, fæddur árið 1988, var ákærður fyrir stórfellt fíkniefnabrot. Var honum gefið að sök að hafa staðið að innflutningi á 3000 ml af kókaíni í vökvaformi með styrkleika allt að 56%. Fíkniefnin flutti hann með flugi frá Riga í Lettlandi til Keflavíkurflugvallar, og voru efnin falin í fjórum flöskum í farangri hans. Lesa meira | |
| 14:25 | Ólafur Ragnar varar við frumvarpi Kristrúnar Ólafur Ragnar Grímsson hefur sent forsætisráðuneytinu tvær umsagnir um stjórnarfrumvarp frá Kristrún Frostadóttir og segir það geta grafið undan sjálfstæði forseta Íslands. | |
| 14:15 | Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Innleiðingarhalli tilskipana á Íslandi hefur lækkað frá síðasta frammistöðu mati Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) hefur innleiðingarhalli EES-EFTA. Halli Íslands við innleiðingu reglugerða eykst þó verulega. . | |
| 14:14 | Spá 0,25% hækkun stýrivaxta Greiningardeild Landsbankans spáir því í nýútkomnu fréttabréfi sínu, Hagsjá, að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki stýrivexti um 0,25 prósentustig í næstu viku. | |
| 14:11 | Landsbankinn spáir vaxtahækkun í næstu viku Hagfræðideild Landsbankans segir að Seðlabankinn hljóti að hafa áhyggjur af uppsagnarákvæði kjarasamninga. | |
| 14:05 | Betri árangur við innleiðingu tilskipana ESB en hallinn á reglugerðum tvöfaldast. Hallinn á innleiðingu EES ríkjanna, Íslands, Noregs og Lichtenstein, vegna tilskipana frá Evrópusambandinu, hefur lækkað frá því staðan var síðast tekin af Eftirlitsstofnun EFTA (ESA), en hallinn á innleiðingu reglugerða á Íslandi nærri tvöfaldast.Þetta kemur fram í nýju frammistöðumati ESA, sem gefið er út tvisvar á ári. Matið sýnir fjölda tilskipana og reglugerða sem hafa verið innleiddar í EES samninginn og tekið gildi en ekki verið innleiddar í landsrétt.Öll EES ríkin eru yfir því viðmiði sem ESA og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafa sett um útistandandi gerðir (reglugerðir og tilskipanir), sem settar eru til að tryggja einsleitni á innri markaðnum.Innleiðingarhalli tilskipana (directives) á Íslandi hefur lækkað úr 2.1% í 1,5%, sem er lægsti halli sem mælst hefur síðan 2022. VER | |
| 14:02 | Vitarnir enn mikilvægir og Sæbrautarvitinn afturför í öryggi Formaður fagráðs um siglingamál segir dæmi um að öryggi sjófarenda hafi verið skert með framkvæmdum og vonar að nýtt frumvarp fyrirbyggi að slíkt endurtaki sig. Vitar séu enn mikilvægir fyrir siglingaöryggi.Í nýju frumvarpi um siglingaöryggi í samráðsgátt stendur til að helga svæði siglingum og tryggja að framkvæmdir dragi ekki úr siglingaöryggi. Dæmi eru um að nýbyggingar hafi skyggt á vita og þá hefur verið óljóst hvernig haga skuli sambúð laxeldis og siglinga. VITAR AÐEINS NOTAÐIR EF ÖNNUR TÆKI BREGÐAST Fjórðungssamband Vestfirðinga sagði í umsögn um áformin að sumir vitar hefðu verið settir upp fyrir löngu. Gervihnattaleiðsögn hafi fleygt fram og vitar séu því sumir aðeins neyðaröryggi.„Hluti vita innan strandsvæða í dag voru settir upp fyrir áratugum síðan og þjónuðu þeirra tíma at | |
| 14:00 | Segir nýjan Landspítala klúður sem enginn þori að ræða – „Þögn er hættuleg“ Byggingaverkfræðingur segir nýjan Landspítala kynntan sem eitt mikilvægasta innviðaverkefni Íslandssögunnar. Spítalinn hafi átt að tryggja framtíð heilbrigðisþjónustu, bæta öryggi sjúklinga og skapa nútímalegt háskólasjúkrahús. Sigurður Sigurðsson byggingaverkfræðingur segir að í dag er staðan allt önnur. Verkefnið langt komið fram úr tíma- og kostnaðaráætlunum, byggt á þröngri lóð án raunhæfra stækkunarmöguleika og uppfyllir ekki einu sinni Lesa meira | |
| 13:58 | Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Greiningardeildir Íslandsbanka og Landsbanka eru ósammaála í spám sínum um stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans. Íslandsbanki spáir óbreyttum stýrivöxtum en Landsbankinn spáir 0,25 prósentustiga hækkun. | |
| 13:58 | Sigríður furðar sig á ummælum Kristrúnar Forsætisráðherra sagði að eldsneytisverð hafi ekki lækkað jafn mikið um áramótin og ríkisstjórnin átti von á. | |
| 13:55 | Leikið sjónvarpsefni aftur hluti af Eddunni Stjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar (ÍKSA) hefur opnað fyrir innsendingar til Eddunnar 2026 og ákveðið að verðlauna leikið sjónvarpsefni á ný. Þar bætist við fimm nýir flokkar: besta leikna sjónvarpsefnið auk besta leikara og leikkonu í aðal- og aukahlutverkum. | |
| 13:55 | Gagnrýni á Kastljósviðtal eftir að í ljós kom að sérfræðilæknir þáttarins hefur fengið milljónir frá framleiðanda lyfsins sem hún fjallaði um Erla Gerður Sveinsdóttir, sérfræðilæknir í offitumeðferð, mætti í viðtal í Kastljósinu á RÚV 29.janúar þar sem hún ræddi notkun svokallaðra þyngdarstjórnunarlyfja. Gagnrýni vegna viðtalsins spratt upp á samfélagsmiðlinum X þar sem Sveinn Arnarsson bendir á að RÚV hefði átt að upplýsa áhorfendur um að Erla Gerður hafi á undanförnum árum þegið verulegar greiðslur frá lyfjafyrirtækinu […] Greinin Gagnrýni á Kastljósviðtal eftir að í ljós kom að sérfræðilæknir þáttarins hefur fengið milljónir frá framleiðanda lyfsins sem hún fjallaði um birtist fyrst á Nútíminn. | |
| 13:55 | Spá hækkun stýrivaxta eftir að verðbólgan jókst milli mánaða Stýrivextir Seðlabankans verða hækkaðir um 0,25 prósentustig í næstu viku ef spá greiningardeildar Landsbankans gengur eftir.Hagstofan greindi frá því í gær að verðbólga væri komin í 5,2 prósent. Hún hefur hækkað um 1,5 prósentustig á tveimur mánuðum.Stýrivextir héldust óbreyttir í 7,25 prósentum á síðasta ári. Það gæti þó breyst á miðvikudag þegar peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnir um vaxtaákvörðun sína. Landsbankinn spáir því að stýrivextir fari í 7,50 prósent.„Aukin verðbólga í janúar skýrist að mestu leyti af hækkun opinberra gjalda, en þó ekki einungis. Mælingin ber þess einnig merki að undirliggjandi verðþrýstingur er enn til staðar. Ekki hefur tekist að draga úr verðbólguvæntingum og kaupmáttaraukning heldur áfram að skila sér í aukinni neyslu.“ | |
| 13:53 | Draugakví tilheyrir Arnarlaxi Sjókví sem rak inn í Patreksfjörð í morgun var aðeins tómur kvíahringur. Fengist hefur staðfest að hringurinn tilheyrir Arnarlaxi. | |
| 13:50 | Loðnan kemur með jólin til baka í Neskaupstað „Það er ótrúlega bjart yfir öllum starfsmönnum og reyndar finnur maður bjartsýnina í öllu samfélaginu. Það má með sanni segja að loðnan er áhrifaríkur fiskur,” segir Oddur Einarsson hjá Síldavinnslunni. | |
| 13:46 | Arnarlax rannsakar hvernig flothringur af sjókví rak á land Forstjóri Arnarlax segir fyrirtækið rannsaka hvernig flothringur úr sjókví losnaði og rak á land. Hringurinn var í geymslubóli og rak á land innarlega í Patreksfirði í vikunni. Ekki er ljóst hvernig né hvenær hann losnaði.„Málið er leyst og ekkert tjón varð,“ segir Bjørn Hembre, forstjóri Arnarlax, í skriflegu svari til fréttastofu.Innri rannsókn sé hafin hjá Arnarlaxi til að varpa ljósi á aðdragandann. Þegar niðurstöður eru ljósar verði gripið til aðgerða til að tryggja að þetta endurtaki sig ekki.Málið er einnig á borði Matvælastofnunar.„Við erum að hefja rannsókn, erum byrjuð að skoða hvað gerðist þarna og hvort við eigum að bregðast við eða hvernig við bregðumst við,“ segir Hrönn Ólína Jörundsdóttir forstjóri Matvælastofnunar.Hún segir að búið hafi verið að slátra úr kvínni og því hafi | |
| 13:45 | „Ógeðslega gaman að upplifa þetta í stórum hópi“ Strákarnir okkar í handboltalandsliðinu mæta auðvitað Dönum í undanúrslitum EM í handbolta klukkan 19:30. Það má gera ráð fyrir að fjöldi fólks komi saman til að horfi á leikinn og margir velja sér að fjölmenna á knæpum til að fá stemninguna beint í æð með samlöndum sínum.Björn Hlynur Haraldsson leikari og kráareigandi á sportbarinn Ölver, einn stærsta sportbar landsins. Hann er kominn heim eftir að hafa fylgst með sigurleiknum á móti Slóveníu úti í Malmö. „Þetta var frábært. Ég hef aldrei farið á svona leik hjá landsliðinu á stórmóti áður svo þetta var rosaleg upplifun,“ segir hann brattur í samtali við Morgunútvarpið á Rás 2.Þegar hann er spurður hvort starfsmenn Ölvers séu að búa sig undir fjölmenni í kvöld segir hann að svo sé en bætir því við að sumir vilji þó horfa í einrúmi. > Marg | |
| 13:41 | Fleiri rauðar viðvaranir í fyrra en nokkru sinni fyrr Veðurstofan gaf út fleiri rauðar viðvaranir vegna ofsaveðurs á tveimur dögum í fyrra en samanlagt næstu sjö ár á undan.Sunnan illviðri gekk yfir landið 5. og 6. febrúar og gaf Veðurstofan út nítján rauðar viðvaranir þessa daga. Fram að því hafði hún gefið út sextán slíkar viðvaranir. Þær fyrstu litu dagsins ljóst 2019, á öðru ári sem viðvaranakerfið var í gildi, og ári seinna urðu þær fjórar. Þar til í fyrra höfðu flestar rauðar viðvaranir verið gefnar út 2022 þegar þær voru tíu talsins.Þetta kemur fram í yfirliti á vef Veðurstofunnar.Alls voru gefnar út 327 viðvaranir vegna veðurs á síðasta ári. Langflestar voru þær gular, 255 talsins, og höfðu þó ekki verið gefnar út færri slíkar viðvaranir síðan 2021. Appelsínugulu viðvaranirnar urðu 53 talsins og hafa aðeins verið gefnar út fleiri slík | |
| 13:40 | Ákærður fyrir meiriháttar skattalagabrot Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Mohammad Younas, framkvæmdastjóra og prófkúruhafa fyrirtækisins Iceland tire ehf, fyrir meiriháttar brot gegn gegn skatta- og bókhaldslögum í rekstri fyrirtækisins. | |
| 13:40 | Matvís þarf að greiða bætur vegna eftirlitsmanna Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að Matvæla- og veitingafélag Íslands (Matvís) beri skaðabótaskyldu gagnvart Teppanyaki Iceland ehf., rekstraraðila veitingastaðarins Flame, vegna framgöngu starfsmanna félagsins í vettvangsheimsókn í ágúst 2022. | |
| 13:38 | Spá óbreyttum vöxtum fram á vor „Miðað við núverandi horfur lýkur vaxtalækkunarferlinu líklega með stýrivexti á bilinu 5,5 – 6,0%.“ | |
| 13:30 | Segir heilbrigðiskerfið þvælast fyrir sér og krefur Ölmu um úrbætur Maður sem hefur lifað með mænuskaða í nærri aldarfjórðung krefst þess, í opnu bréfi, að Alma Möller heilbrigðisráðherra sjái til þess að hann geti þegar þörf er á leitað beint til sérfræðinga en þurfi ekki að fara í gegnum milliliði. Hann segir þetta skipulag hefta sig við að lifa sem sjálfstæðustu lífi og að heilbrigðiskerfið Lesa meira | |
| 13:30 | Áfangabundin stækkun ESB í undirbúningi - Úkraína mögulega inn á næsta ári Möguleg aðild Úkraínu að Evrópusambandinu strax á næsta ári er eitt af þeim atriðum sem rætt er um varðandi samkomulag um frið í Úkraínu, sagði Marta Kos, stækkunarstjóri Evrópusambandsins hér í Brussel fyrr í vikunni. „Aðild að Evrópusambandinu er á borðinu vegna þess að aðild er besta leiðin að aukinni hagsæld fyrir viðkomandi ríki,“ sagði Kos á blaðamannafundi á mánudaginn. „Stækkunin árið 2004 og þróunin síðan þá er besti vitnisburðurinn um þetta,“ bætti hún við.Blaðamannafundurinn sem Marta Kos var á, var haldinn í kjölfar ráðstefnu um aðildarumsókn Svartfjallalands; þess umsóknarríkis sem komið er hvað lengst í ferlinu af þeim níu ríkjum sem hafa þessa stöðu. Búið er að opna alla 33 kaflana sem rætt er um, og þrettán hefur verið lokað til bráðabirgða.En þunginn af þessari umræðu er h |