| 08:03 | Varnarmálaráðherrar Norðurlandanna í Brussel vegna deilunnar um Grænland Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir verður í höfuðstöðvum NATO í Brussel í dag.RUV/Björn MalmquistVarnarmálaráðherrar allra Norðurlandanna verða á fundi með Mark Rutte, framkvæmdastjóra NATO í dag vegna deilunnar um Grænland. Fundurinn var skipulagður með stuttum fyrirvara um helgina. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sækir fundinn fyrir hönd Íslands.Áður hafði verið tilkynnt að ráðherrar frá Danmörku og Grænlandi myndu hitta Rutte í dag. Umræðuefnið er væntanlega aðeins eitt: staða mála hvað varðar Grænland, í ljósi hótana Bandaríkjaforseta um helgina. | |
| 08:00 | Minnst 39 látnir eftir slysið á Spáni – Sérfræðingar sagðir afar undrandi Að minnsta kosti 39 eru látnir eftir árekstur tveggja lesta á Suður-Spáni í gærkvöldi og tugir til viðbótar slasaðir. Um er að ræða versta járnbrautarslys Spánar í meira en áratug. Slysið varð með þeim hætti að lest sem var á leið til Madrídar fór út af sporinu og endaði á járnbrautarteinum fyrir umferð úr gagnstæðri Lesa meira | |
| 08:00 | Starmer segir forseta Bandaríkjanna „rangt fyrir sér“ varðandi Grænland – ESB hótar viðskiptaþvingunum gegn Bandaríkjunum Alvarleg pólitísk og hernaðarleg spenna er komin upp innan Atlantshafsbandalagsins eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði tollum gegn bandamönnum sem standa gegn hugmyndum hans um yfirtöku Bandaríkjanna á Grænlandi. Bresk stjórnvöld vara nú við því að framtíð NATO sé í hættu ef ástandið versnar enn frekar. Forsætisráðherra Bretlands, Keir Starmer, tók óvenjulega harðorða afstöðu í […] Greinin Starmer segir forseta Bandaríkjanna „rangt fyrir sér“ varðandi Grænland – ESB hótar viðskiptaþvingunum gegn Bandaríkjunum birtist fyrst á Nútíminn. | |
| 07:49 | Trump: „Tíminn er runninn upp“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Dani ekki hafa getað brugðist við og bægt „rússnesku ógninni“ í burtu Grænlandi, þrátt fyrir ákall Atlantshafsbandalagsins (NATO) um það síðustu tuttugu ár. | |
| 07:41 | Óvenjulega hækkunin á silfri í boði almennings Söluaðilar tala um fordæmalaust „áhlaup“ er almenningur bræðir borðbúnað og tannfyllingar. | |
| 07:30 | Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Gert er ráð fyrir að Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra mæli fyrir samgönguáætlun á Alþingi í dag. Um er að ræða fyrstu samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar en hún er fyrir árin 2026 til 2040 og henni fylgir einnig fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2026 til 2030. | |
| 07:30 | Trump segist ekki skuldbundinn friði fyrst hann fékk ekki Nóbelinn | |
| 07:30 | Fundahöld og mótmæli vegna ásælni Trumps í Grænland | |
| 07:22 | Lovísa vill efsta sætið hjá Viðreisn Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir hefur lýst yfir framboði til oddvita Viðreisnar á Akureyri fyrir bæjarstjórnarkosningar í vor. Stillt verður upp á lista flokksins.Lovísa Októvía segir að Akureyri eigi að verða svæðisborg sem sé sterkt og mikilvægt efnahagslegt afl á Íslandi og sinni skuldbindingum sínum við íbúa og gesti vel. Til þess þurfi skýra forgangsröðun með öfluga grunnþjónustu, forvarnir, gagnsæi, snemmtæka íhlutun og lýðheilsu í forgrunni auk sterks atvinnulífs. Aðsend mynd | |
| 07:20 | Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Spænsk yfirvöld gáfu það út í morgun að tala látinna í lestarslysinu sem varð í suðurhluta landsins í gærkvöldi hafi hækkað upp í 39. Að minnsta kosti 73 voru fluttir á spítala og þar af voru 24 sagðir alvarlega slasaðir. Fjögur börn eru sögð á meðal þeirra slösuðu. | |
| 07:14 | Víða rigning og kólnar í veðri Veðurstofan gerir ráð fyrir suðaustlægri átt í dag þar sem verður allvíða átta til fimmtán metrar á sekúndu. | |
| 07:00 | Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Það eru eflaust til ófá samfélög jafn vön því og á Íslandi að fjölskyldur séu samsettur hópur með einhverjum hætti og að börn séu alin upp af stjúpforeldri. | |
| 07:00 | Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Janúarmánuður siglir áfram með blíðviðrisdögum og brjáluðum norðurljósum í bland við nokkrar lægðir. Nú er tími þorrablóta, glimmers og mikils partýstands en stjörnur landsins eru líka duglegar að hafa það náðugt heima fyrir eða skella sér í heitar laugar og birta bossamyndir. | |
| 07:00 | Að minnsta kosti 21 látnir eftir að tvær lestir skullu saman á Spáni Að minnsta kosti 21 létust og tugir eru slasaðir eftir að tvær hraðlestir rákust saman í suðurhluta Spánar á sunnudagskvöld. Slysið átti sér stað nærri bænum Adamuz, skammt frá Córdoba í Andalúsíu. Samkvæmt upplýsingum frá spænskum yfirvöldum fóru báðar lestirnar út af sporinu við áreksturinn. Yfirvöld greindu frá því að slysið hafi orðið um tíu […] Greinin Að minnsta kosti 21 látnir eftir að tvær lestir skullu saman á Spáni birtist fyrst á Nútíminn. | |
| 07:00 | „Ég er búinn að harka meira heldur en ég er búinn að njóta“ „Ég er bara aðeins að taka skref til baka, stoppa tónlistina og benda á hverjir fílarnir í herberginu eru í íslenskri tónlist,“ segir Fannar Ingi Friðþjófsson, eða Hipsumhaps. Í nóvember á síðasta ári fjarlægði hann alla tónlist sína út af streymisveitum og skoraði á íslensk stjórnvöld að skapa betra rekstarumhverfi fyrir tónlistarfólk.Daníel Baróns ræddi við Fannar í Kvöldvaktinni á Rás 2 um þessa ákvörðun, hvernig viðbrögðin hafa verið og hvaða ambögur hann sér á kerfinu. ROSALEGA MIKLAR FÓRNIR MIÐAÐ VIÐ ÁVEXTINA „Þetta er verkfall,“ segir Fannar því að hans mati er rekstrarumhverfi tónlistarútgáfu hér á landi ekki sjálfbært. Hann hafi starfað sem tónlistarmaður í sjö ár og telur þann tíma almennt hafa verið góðan. „Það breytist voðalega lítið fyrir mig sem einstakling en ég er kannsk | |
| 07:00 | Hús Hackman á markað ári eftir að lík hjónanna fundust þar Hús leikarans Gene Hackman í Nýju Mexíkó er áætlað að koma í sölu fyrir 6,25 milljónir dala, tæpu ári eftir að hann og eiginkona hans, Betsy Arakawa, fundust látin inni í húsinu. Yfirvöld fundu lík 95 ára gamla leikarans og píanóleikarakonu hans, 65 ára, á eigninni í Santa Fe þann 26. Febrúar 2025. Réttarmeinafræðingar komust Lesa meira | |
| 06:53 | Skúrir eða él sunnan til Búast má við suðaustlægri átt í dag, allvíða 8-15 m/s. Á norðan- og austanverðu landinu er spáð rigningu en skúrum eða éljum sunnan til. | |
| 06:48 | Blautt og vindasamt Þó að vindurinn þurfi strangt til tekið að ná 24,5 metrum á sekúndu til að kallast rok er hætt við að margir líti til veðurs í dag og sjái rok og rigningu. Útlit er fyrir allhvassan vind, allt að fimmtán metra á sekúndu, og skúrir eða jafnvel él í dag.Veðurspáin er svohljóðandi:Suðaustanátt í dag, allvíða á bilinu átta til fimmtán metrar á sekúndu. Skúrir eða él, en léttir til norðanlands seinnipartinn. Kólnar heldur í veðri, hiti frá frostmarki að fimm stigum þegar líður að kvöldi.Austlæg átt fimm til þrettán á morgun. Skúrir eða él sunnanlands, en þurrt fyrir norðan. Snjókoma eða slydda með köflum á austanverðu landinu síðdegis, en einnig á Norðurlandi annað kvöld. Léttir til í öðrum landshlutum. Hiti breytist lítið. | |
| 06:44 | Yfir tuttugu sagðir látnir Yfir tuttugu eru látin eftir að tvær lestar skullu saman á Spáni og tugir til viðbóta eru slasaðir. | |
| 06:44 | Hátt í fjörutíu látnir eftir lestarslysið Minnst 39 eru sagðir látnir eftir að tvær lestar skullu saman á Spáni, fimm liggja þungt haldnir og 24 eru alvarlega slasaðir, þar af eru fjögur ungmenni eða börn. | |
| 06:38 | Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um Grænland á samfélagsmiðli sínum Truth Social í morgun, eftir óvenjulanga þögn. Evrópuleiðtogar réðu ráðum sínum í gær og munu funda áfram í vikunni um viðbrögð við hótunum Trump um viðbótartolla á átta Evrópuríki. | |
| 06:23 | Sveiflaði hnífi og var handtekinn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann sem er sagður hafa sveiflað hnífi í húsi í miðbænum. | |
| 06:17 | Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Ómögulegt er að segja til um það hvað varð ketti sem fannst í poka í hrauninu í Helguvík í Reykjanesbæ að aldurtila. Að sögn starfsmanns Dýralæknastofu Suðurnesja er allt eins líklegt að honum hafi verið komið þar fyrir af eigendum sínum. | |
| 06:16 | Samgönguáætlun komin á dagskrá Alþingis í dag Samgönguáætlun er á dagskrá Alþingis í dag. Hún var kynnt á liðnu ári en stjórnarliðar lögðu ekki áherslu á afgreiðslu hennar fyrir jól. | |
| 06:12 | Veitur hækka hitaveitugjald um 50% Veitur hafa hækkað fastagjald hitaveitu um 48,9% á einu ári án þess að þær hækkanir hafi verið kynntar borgarfulltrúum. | |
| 06:08 | Hlakkar í Rússum vegna Grænlandstolla Trumps Stjórnvöld í Rússlandi virðast hæstánægð með hótanir Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að leggja refsitolla á ríki sem ekki styðja viðleitni hans til að lima Grænland inn í Bandaríkin. Kíríll Dmítríjev, einn helsti samningamaður Kremlar, sagði á laugardaginn að rígurinn milli Bandaríkjanna og Evrópu vegna Grænlands markaði endalok bandalagsins þeirra á milli. Dmítríjev hæddist að Evrópuríkjunum sem hafa sent hermenn til Grænlands vegna hótana Trumps og ráðlagði þeim að „ögra pabba ekki“. Hann sagði tollana sem Trump hefur boðað nema um það bil einu prósenti fyrir hvern hermann sem hefði verið sendur. Trump segir tollana eiga að nema 10% en hækka upp í 25% í júní og haldast þannig þar til fallist hefur verið á að selja Bandaríkjunum Grænland.Dmítríjev spáði því þó að Evrópuríkin myndu lúff | |
| 06:08 | Ný Prís-verslun opnuð í vor Til stendur að opna nýja Prís-verslun með vorinu, en endanleg staðsetning hennar liggur ekki fyrir. | |
| 06:07 | Ekki tekist að fjölga plássum Ólöf Ásta Farestveit, forstjóri Barna- og fjölskyldustofu, segir stjórnvöld hingað til ekki hafa brugðist nógu vel við ákalli um aukið fjármagn til að gera endurbætur á meðferðarúrræðum fyrir börn og unglinga. Fjármagni hafi ekki verið veitt inn í grunnheimildir stofnunarinnar þrátt fyrir að einstaka tilfallandi verkefni hafi verið fjármögnuð. | |
| 06:02 | Undirbúa hefndartolla og markaðsaðgerðir ESB íhugar að beita svokölluðu ACI-úrræði gegn Bandaríkjunum sem hefur aldrei verið beitt gegn neinu ríki. | |
| 06:00 | Kíkti í símann hans vegna gruns um framhjáhald – Það sem hún fann var miklu verra Bandarískur djákni í kirkju einni í Tennessee í Bandaríkjunum hefur verið handtekinn og gæti átt þungan fangelsisdóm yfir höfði sér. Eiginkona hans tilkynnti hann til lögreglu á dögunum eftir að hafa farið í gegnum síma hans. Maðurinn, Christopher Thomas Collins, er 42 ára gamall djákni í Abba‘s House-kirkjunni í bænum Hixson. Samkvæmt dómsskjölum, sem New Lesa meira | |
| 06:00 | Gervigreind og netöryggi Þriðja árið í röð er það gervigreindin sem tekur mest pláss í tæknispá ársins. Þetta er ekki að ástæðulausu. Gervigreind er að breyta heiminum meira og hraðar en nokkur tækninýjung hefur gert áratugum saman. En vendingar í alþjóðamálum setja líka sitt mark á spána að þessu sinni. Á sviði netöryggis, stafræns fullveldis og gagnaverndar eru krefjandi úrlausnarefni sem munu kalla... | |
| 02:49 | Sýrlandsstjórn semur um vopnahlé við Kúrda Ríkisstjórn Sýrlands hefur gert vopnahlé við Lýðræðissveitir Sýrlands (SDF), her kúrdíska sjálfsstjórnarsvæðisins í Norður-Sýrlandi. Vopnahléð felur í sér að hersveitir SDF verða að hörfa frá yfirráðasvæðum sínum vestan við Efratfljót og gangast undir aðlögun að sýrlenska stjórnarhernum.Lýðræðissveitirnar gerðu samning við stjórn Ahmeds al-Sharaa um að sameinast henni í fyrra en framkvæmd samkomulagsins hafði tafist í marga mánuði vegna ýmissa ágreiningsatriða. Upp úr sauð í kringum áramótin og bardagar brutust út milli SDF og stjórnarhersins sem hafa haldið áfram með hléum. Í vikunni náði stjórnarherinn meðal annars Omar-olíusvæðinu, stærsta olíusvæði Sýrlands, og Conoco-gassvæðinu í Deir Az Zor úr höndum SDF. Ahmed al-Sharaa áréttaði að ekki væri viðunandi að SDF réði yfir þriðjungi land | |
| 00:47 | Minnst 39 látnir eftir lestarslys á Spáni Að minnsta kosti 39 eru látnir og tugir slasaðir eftir árekstur á milli tveggja lesta í suðurhluta Spánar á sunnudagskvöld. Lestarslysið varð nærri bænum Adamuz þegar háhraðalest á leið frá Malaga til Madrídar fór út af sporinu og inn á aðra lestarteina. Önnur lest sem var á leiðinni í hina áttina, frá Madríd til Huelva, fór einnig út af sporinu.Lestarfélagið Iryo, sem sá um lestarferðina frá Malaga, sagði um 300 farþega hafa verið um borð. Spænskir fjölmiðlar hafa gefið til kynna að alls hafi verið um 400 manns um borð í báðum lestunum.Antonio Sanz, heilbrigðisráðherra sjálfstjórnarsvæðisins Andalúsíu, sagði 73 farþega hafa verið flutta á sex sjúkrahús. Hann tók fram að einn lestarvagninn hafi oltið niður fjögurra metra langa brekku. „Við eigum erfiða nótt fram undan,“ sagði hann.Francisc | |
| 00:02 | Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Að minnsta kosti 21 er látinn og tugir til viðbótar slasaðir eftir árekstur tveggja háhraðalesta á Suður-Spáni í kvöld, sunnudag, að sögn yfirvalda. | |
| 23:33 | Sósíalisti og þjóðernissinni komust í aðra umferð forsetakosninga í Portúgal Útgönguspár í Portúgal benda til þess að António José Seguro, frambjóðandi Sósíalistaflokksins, hafi fengið flest atkvæði í fyrri umferð forsetakosninga sem haldnar voru í landinu í dag. Allt stefnir í að efnt verði til annarrar kosningaumferðar þar sem valið stendur á milli Seguro og André Ventura, frambjóðanda jaðarhægriflokksins Chega, sem lenti í öðru sæti.Nú þegar búið er að telja 99 prósent atkvæðanna mælist Seguro með rúmlega 31 prósent en Ventura með um 23,5 prósent. Þetta er í fyrsta sinn í 40 ár sem halda verður aðra umferð í forsetakosningum í Portúgal. Portúgalska forsetaembættið er að mestu táknrænt en forsetinn hefur þó ákveðnar valdheimildir eins og að synja lögum staðfestingar og leysa upp þing í ákveðnum aðstæðum.Skoðanakannanir höfðu bent til þess að Ventura kynni að hljó | |
| 23:22 | Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Það kom Líf Magneudóttur, oddvita Vinstri grænna (VG) í Reykjavík, í opna skjöldu þegar hún heyrði frá fjölmiðlum að Sanna Magdalena Mörtudóttir myndi leiða sameiginlegt framboð VG og Vors til vinstri. Það hafi ekki verið það sem samþykkt var á fundi félags VG í Reykjavík í dag. Stjórnarformaður félagsins segir að viðræður framboðanna hafi byggt á því að Sanna myndi leiða listann, þótt það hafi ekki verið formlega samþykkt. Hann segir að hugmyndir um slíkt hafi verið kynntar félagsmönnum, en það hafi ekki verið samþykkt formlega. | |
| 23:22 | „Ekki það sem fundurinn var að samþykkja“ Það kom Líf Magneudóttur, oddvita Vinstri grænna (VG) í Reykjavík, í opna skjöldu þegar hún heyrði frá fjölmiðlum að Sanna Magdalena Mörtudóttir myndi leiða sameiginlegt framboð VG og Vors til vinstri. Það hafi ekki verið það sem samþykkt var á fundi félags félags VG í Reykjavík í dag. Stjórnarformaður félagsins segir að viðræður framboðanna hafi byggt á því að Sanna myndi leiða listann, þótt það hafi ekki verið formlega samþykkt. Hann segir að hugmyndir um slíkt hafi verið kynntar félagsmönnum, en ekki meitlaðar í stein. | |
| 23:02 | Sagður hafa lofað konunum háskólamenntun Listakona frá New York-borg í Bandaríkjunum segir kynferðisafbrotamanninn Jeffrey Epstein hafa notað loforð um háskólamenntun til að lokka hana inn í barnaníðingshring sinn. | |
| 23:02 | 21.000 kvartanir yfir snjómokstri Stjórnendur sænsku höfuðborgarinnar Stokkhólms eiga í vök að verjast eftir nýársfannfergi í Skandinavíu en borgarbúar eru vægast sagt ósáttir við vinnubrögð í snjómokstri þar á götum og höfðu 20.900 kvartanir borist borginni síðdegis á föstudag. | |
| 22:43 | Trump setur herinn í viðbragðsstöðu vegna mótmæla Bandaríska stríðsmálaráðuneytið hefur skipað 1.500 bandarískum hermönnum að búa sig undir mögulega staðsetningu í ríki sem er í uppnámi vegna óeirða í tengslum við aðgerðir gegn innflytjendum, að því er bandarískir fjölmiðlar greindu frá í dag. Þetta greist nokkrum dögum eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði að beita uppreisnaralögunum (e. Insurrection Act), sem heimila notkun hersins til að bæla niður... | |
| 22:41 | Tíu létust er tvær lestar skullu saman á Spáni Að minnsta kosti tíu manns létust og nokkri slasast eftir að tvær lestir rákust saman í suðurhluta Spánar fyrr í dag, að sögn neyðarþjónustunnar. | |
| 22:38 | Vilja halda í fyrirætlanir um Suðurlandsbraut Mikilvægt er að borgarlínan verði að veruleika. Það er samdóma álit oddvitaframbjóðenda Viðreisnar í Reykjavík. Þeir eru gestir Spursmála að þessu sinni. | |
| 22:26 | Setti mánuði af viðræðum á ís með einni færslu Með einni færslu á samfélagsmiðlum í gærkvöldi gerði Donald Trump Bandaríkjaforseti að engu margra mánaða samningaviðræður um viðskiptasamning milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna. Ákall um að Evrópusambandið beiti Bandaríkin viðskiptaþvingunum hefur sömuleiðis aukist í kjölfar hennar. | |
| 22:22 | Munir af vinnusvæði fuku á bifreið Lögreglu barst tilkynning um foktjón sem varð þegar munir af vinnusvæði fuku á bifreið fyrr í dag í hvassviðrinu sem reið yfir landið. | |
| 22:21 | Bannað að halda fjóra hunda á heimili sínu Eigandi fjögurra hunda á Akranesi kærði ákvörðun skipulags- og umhverfisráðs Akraneskaupstaðar um bann við hundahaldi á heimili sínu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. | |
| 22:14 | „Ísland tekur undir þessa yfirlýsingu“ Átta löndin sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað nýjum tollum sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu fyrr í dag. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hafa báðar tekið undir yfirlýsinguna.Í yfirlýsingunni lýsa löndin yfir fullri samstöðu Danmörku og grænlensku þjóðinni. Þau segjast tilbúin í viðræður við Bandaríkin en að viðræðurnar þurfi að byggja á meginreglunni um fullveldi ríkja.Kristrún deildi yfirlýsingu ríkjanna á samfélagsmiðlinum X og skrifaði „Ísland tekur undir þessa yfirlýsingu.“ > Iceland endorses this statement 🇮🇸 https://t.co/wXYkPSjXmD— Kristrún Frostadóttir (@KristrunFrosta) January 18, 2026 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir deildi yfirlýsingunni sömuleiðis og segir yfirlýsinguna mikilvæga, Ísland styðji hana | |
| 22:07 | Ránshrina í spilabúðum vestanhafs Á einu vinsælasta verslunarsvæði New York-borgar á neðri hluta Manhattan, þar sem hver húsaröð er þakin dýrum tískuverslunum, beindu ræningjar sjónum sínum að nokkuð óvæntri verslun í vikunni, Pokémon-spilabúð. | |
| 22:00 | Við þér blasir ömurlegt líf Í þáttaröðinni Danska konan segir frá Ditte Jensen, fyrrum leyniþjónustukonu, sem einsetur sér að bæta líf nágranna sinna í fjölbýlishúsi í Reykjavík með góðu eða illu, enda réttlætir tilgangurinn meðalið að hennar mati.Smelltu hér til að horfa á þáttinn í Spilara RÚV. | |
| 21:56 | „Þetta snýst ekki um persónur og leikendur“ Líf Magneudóttir, oddviti Vinstrihreyfingarinnar Græns framboðs í borgarstjórn, segist jákvæð fyrir möguleikanum á sameiginlegu framboði Vinstri Grænna og Vors til vinstri en það hafi ekki verið endanlega samþykkt á félagsfundi VGR í dag. | |
| 21:51 | Þjóðverjar halda heim eftir tveggja daga viðveru Þýskir hermenn hafa snúið aftur til síns heima að lokinni tveggja daga viðveru á Grænlandi vegna heræfingar sem þar er haldin á vegum danska hersins. | |
| 21:50 | Hannes Hólmsteinn kveðst loks orðinn ósammála Trump Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðingur greinir frá því í kvöld að hann sé loks orðinn ósammála Donald Trump Bandaríkjaforseta, þegar kemur að yfirtöku Grænlands. Hann segir þó að margir séu haldnir Trumptruflunarheilkenni. Hannes var lengi vel einn helsti hugmyndafræðingur íslenskra stjórnmála, sem náinn bandamaður Davíðs Oddssonar, áður forsætisráðherra og nú ritstjóra Morgunblaðsins. Talaði Hannes fyrir harðri frjálshyggju, en eftir efnahagshrunið var... | |
| 21:38 | Boðar til aukafundar í leiðtogaráðinu António Costa, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, hefur boðað til sérstaks fundar ráðsins á næstu dögum til að ræða málefni Grænlands. | |
| 21:30 | Drap Amazon sendil – Hélt að hann væri kærasti dótturinnar Faðir í Texas hefur verið handtekinn og ákærður fyrir manndráp á ungum sendli. Taldi maðurinn ranglega að hann væri kærasti dóttur sinnar sem hefði ráðist á hana. Maðurinn sem í haldi er heitir Jonathan Ross Mata, 39 ár að aldri. Hann hefur verið ákærður fyrir að skjóta mann að nafni Desmond Butler, 25 ára sendil hjá Amazon, til bana. Mata fór hins Lesa meira | |
| 21:25 | Minnir á hvernig Hitler komst til valda Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra birti færslu á Facebook í gærkvöldi þar sem hún minnti á hvernig Adolf Hitler komst til valda á sínum tíma. | |
| 21:06 | Myndir: Handboltastemning á börunum í kvöld Landsliðstreyjan bláa var vinsæll klæðaburður á börunum í kvöld, en mikil stemning var á hinum ýmsu stöðum er Ísland spilaði sinn annan leik á Evrópumeistaramótinu í handbolta. | |
| 21:03 | Mikil aukning á ólöglegu streymi Fjöldi ólöglegra streyma frá íþróttaviðburðum í Bretlandi hefur meira en tvöfaldast á síðustu þremur árum og er nú 3,6 milljarðar samkvæmt nýrri skýrslu. | |
| 20:41 | Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins hefur ákveðið að kalla saman ráðið vegna hótana Donalds Trumps Bandaríkjaforseta er varða innlimun Grænlands. Trump boðaði í gær tolla á átta NATO-ríki sem höfðu sent hermenn til landsins. | |
| 20:33 | „Þetta er allt of mikið klám“ „Afi var algjör prakkari og alltaf að segja manni skemmtilegar sögur. Maður heldur að maður muni eftir öllu en þegar hann féll frá held ég að það séu þrjár sögur sem standa virkilega upp úr,“ segir Bergþóra Heiða Guðmundsdóttir, lögmaður, fasteignasali og forfallin brauðtertuáhugamanneskja, sem ákvað að finna leið til úrbóta. | |
| 20:30 | Ólympíumeistari fyrir dóm – Sakaður um að hafa nauðgað barni Franski ólympíumeistarinn Yannick Agnel mun þurfa að svara til saka fyrir dómstólum. Hann er ákærður fyrir að hafa nauðgað þrettán ára dóttur fyrrverandi þjálfara síns. Agnel vann tvö gull í sundi á leikunum í London árið 2012. Málið er búið að veltast lengi um í kerfinu. Fyrst var greint frá því árið 2021 að Agnel Lesa meira | |
| 20:23 | Evrópusambandið boðar til aukafundar leiðtoga vegna deilunnar um Grænland Antonio Costa, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandins ætlar að boða til leiðtogafundar á næstu dögum til að ræða um viðbrögð við nýjasta útspili Bandaríkjastjórnar í deilunni um Grænland.Costa sendi frá sér tilkynningu um þetta í kjölfar þess að sendiherrar aðildarríkjanna í Brussel komu saman síðdegis í dag, á fundi sem er nýlokið. Í tilkynningu Costa er stuðningur Evrópusambandsins við Danmörku og Grænland ítrekaður; tekið er fram að deilur um tollamál skaði samskiptin við Bandaríkin og sé auk þess í andstöðu við þá viðskiptasamninga sem gerðir hafa verið.Costa tekur einnig fram að Evrópusambandið sé tilbúið að taka til varna gegn hvers konar hótunum. | |
| 20:20 | Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Talsmaður Keirs Starmer, forsætisráðherra Bretlands, segir að forsætisráðherrann hafi talað við Donald Trump Bandaríkjaforseta í síma í dag. Ráðherran hafi sagt að það væri „rangt“ að leggja tolla á bandamenn sína fyrir það eitt að reyna að tryggja öryggi á norðurslóðum. | |
| 20:06 | Nýr vegur við Höfn opnaður næsta vor Nýi vegurinn um Hornafjarðarfljót verður opnaður næsta vor. Fram kemur á heimasíðu Vegagerðarinnar að vonir höfðu staðið til að opna veginn fyrr, en verklok voru áætluð í október 2025. Hins vegar náðist ekki að leggja seinna lag klæðingar á allan kaflann áður en veðuraðstæður lokuðu fyrir slíkar framkvæmdir. | |
| 20:03 | Nefndu breiðstræti eftir Trump Þingmenn í Flórída samþykktu á dögunum að endurnefna hluta af Southern Boulevard, strætinu sem tengir flugvöllinn í Palm Beach við aðsetur Donalds Trump Bandaríkjaforseta í Mar-a-Lago. Vegurinn fær heitið President Donald Trump Boulevard. Trump sagði nafngiftina „gríðarlegan heiður“ og sagðist myndu „muna þennan ótrúlega gjörning það sem eftir er lífs míns.“ Nafn Trumps skreytir nú sífellt fleiri hluti, bæði byggingar... | |
| 19:57 | Treystir því að hægt sé að leysa úr málinu Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, mun leiða sameiginlegan lista Vor til vinstri og Vinstrihreyfingarinnar Grænt framboð í Reykjavík, þetta var boðað með fréttatilkynningu fyrr í dag. Líf Magneudóttir, oddviti Vinstrihreyfingarinnar Græns framboðs í borgarstjórn, segir það ekki sinn skilning að samþykkt hafi verið endanlega á félagsfundi VG í Reykjavík í dag að bjóða sameiginlega fram.Sanna segir að niðurstaða fundarins sé skýr, Vinstri grænir hafi samþykkt framboðið. Hún segist treysta því að hægt sé að leysa úr þessu.„Ég hef auðvitað átt mjög gott samstarf með henni, Líf, í borginni og hérna, hún er félagi. Ég treysti því að við getum leyst úr þessu.“ PÍRATAR EKKI MEÐ Fulltrúar Pírata, Vinstri grænna og Vors til vinstri funduðu saman um sameiginlegt framb | |
| 19:55 | Borðaði á nyrsta McDonald's-stað heims Forvitnilegur viðmælandi ræðir við mbl.is um helgina en þar er á ferð Bandaríkjamaðurinn Gabriel Escobar, 23 ára gamall New York-búi, mikill listunnandi og ákaflega víðförull. Sérstaklega er hann áhugasamur um einn íslenskan myndlistamann. | |
| 19:51 | Þjóðverjar yfirgefa Grænland Eftir aðeins tvo daga á heræfingu á Grænlandi snúa þýskir hermenn aftur heim, en þeir millilentu á Íslandi síðdegis í dag. Talsmaður hersins segir að verkefni hermannana sé lokið. Fulltrúar íslensku landhelgisgæslunnar eru um kyrrt á Grænlandi, að sögn gæslunnar. | |
| 19:49 | Segist ekki gefast upp fyrr en Trump lætur af ásókn sinni í Grænland Forsætisráðherra Danmerkur fundaði í Osló í dag með utanríkisráðherra Noregs.Í kjölfar fundarins héldu þeir Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, og Esben Barth Eide, utanríkisráðherra Noregs, blaðamannafund.Þeir eru fullvissir um samstöðu Evrópuríkja í viðbrögðum við yfirlýsingum Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, um kaup á Grænlandi.Þeir segja mikilvægt að tryggja öryggi á norðurslóðum. Rasmussen vill halda samningaviðræðum við Bandaríkin opnum svo að Trump hætti ásókn sinni í Grænland.Fjallað var um málefni Grænlands í kvöldfréttum sjónvarps.Evrópuríki eru tilbúin til að takast á við áskoranir, bæði nú og í framtíðinni. Þetta sögðu forsætisráðherra Danmerkur og utanríkisráðherra Noregs eftir fund sinn í Osló í dag. VILJA UPPBYGGILEGAR SAMNINGAVIÐRÆÐUR VIÐ BANDARÍSK STJÓRNV | |
| 19:42 | Fólk hefur týnst í kerfinu Fólk í öryggisgæslu er vistað víða um land, oftast í íbúðarhúsum og yfirleitt þegar talið er að af því stafi hætta. Verði frumvarp félags- og húsnæðismálaráðherra að lögum verður öll öryggisgæsla á einum stað, í nýrri miðstöð um öryggisráðstafanir sem á að reisa á Hólmsheiði.Frumvarpinu var dreift á Alþingi skömmu fyrir jól - en hefur ekki komist á dagskrá. Þar segir að gildandi lög hafi verið sett fyrir meira en 80 árum, úrræði hafi verið af skornum skammti,ekki hafi verið skýrt í hverju öryggisgæsla felist ábyrgð hafi verið óljós og fólk hafi týnst í kerfinu. Ráðherra hafði samráð við Geðhjálp og fleiri samtök.Dæmi eru um að fólk sem þarf að sæta öryggisgæslu hafi týnst í kerfinu vegna úrræðaleysis og óljósrar ábyrgðar. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar fagnar öryggisgæsluhúsi sem verður á Hól | |
| 19:31 | Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Hér fer fram bein textalýsing frá leik Real Sociedad og Barcelona í 20.umferð spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Flautað verður til leiks Estadio Municipal de Anoeta, heimavelli Sociedad klukkan átta. | |
| 19:30 | Þýskir hermenn heim með Icelandair Hermenn úr þýska hernum, Bundeswehr, fóru um dag borð í flugvél Icelandair sem var á leið frá Nuuk-flugvelli til Keflavíkur. Þannig lauk könnunarleiðangri hermannanna fimmtán til Grænlands, sem spratt af hótunum Donalds Trump Bandaríkjaforseti til að yfirtaka landið. Í dag funduðu evrópskir diplómatar á krísufundi um ástandið og leiðtogar Evrópuríkja svöruðu hótunum Bandaríkjaforseta. „Niðurstöður könnunarleiðangursins verða metnar á næstu dögum,... | |
| 19:21 | Lést á beltabifhjóli Karlmaður á fertugsaldri er látinn og kona á svipuðu reki liggur lemstruð á Ullevål-sjúkrahúsinu í Ósló í Noregi eftir að beltabifhjól, eða vélsleði, sem þau óku fór út af slóð sinni í beygju, ofan í skurð og rakst að lokum á tré í Sigal í Buskerud-fylki, vestan höfuðborgarinnar. | |
| 19:17 | Leggja ólíkan skilning í samþykkt félagsfundar VG í Reykjavík Líf Magneudóttir, oddviti Vinstrihreyfingarinnar Græns framboðs í borgarstjórn, segir það ekki sinn skilning að samþykkt hafi verið endanlega á félagsfundi VG í Reykjavík í dag að bjóða sameiginlega fram með Vori til vinstri til borgarstjórnar. Það liggi ekki heldur fyrir samþykki fyrir því að Sanna Magdalena Mörtudóttir leiði listann.Samkvæmt tillögu stjórnar VGR, sem var samþykkt á fundinum, fól fundurinn stjórn að ljúka við endanlega tillögu að framboði, þar á meðal röðun frambjóðenda. Steinunn Rögnvaldsdóttir varaformaður VGR segir hafa legið fyrir á fundinum að tillagan væri sú að Sanna Magdalena myndi leiða framboðið og VG velja frambjóðendur í annað og þriðja sæti.Líf segist skilja það sem samþykkt var á fundinum þannig að einungis hafi verið lýst yfir stuðningi við áformin. Síðar y | |
| 19:14 | Lifir fyrir miðlun og greiningu Ingvar Freyr Ingvarsson var nýlega ráðinn sem hagfræðingur hjá BHM en hann hefur víðtæka reynslu sem hagfræðingur. | |
| 19:02 | Neyðarfundur Evrópuríkja vegna hótana Bandaríkjaforseta Háttsettir evrópskir diplómatar héldu í dag krísufund vegna hótana Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að beita refsitollum gegn Evrópuríkjum sem fallast ekki á yfirtöku hans á Grænlandi og innlimun landsins í Bandaríkin. Leiðtogar Evrópu gagnrýndu í dag opinberlega hótanir hans og vöruðu við því að samskipti yfir Atlantshafið væru í hættu. Nokkur Evrópulönd – þar á meðal Danmörk, en Grænland er... | |
| 19:01 | „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Nýju ári, líkt og mörgum öðrum tímamótum, fylgir oft löngun til að gera hlutina öðruvísi eða betur. Mörg bera með sér von um að þetta verði árið þar sem eitthvað loksins breytist. Kynlíf er þar engin undantekning. | |
| 18:51 | Sífellt fleiri sendir úr landi vegna ólögmætrar dvalar Alls fylgdi lögreglan 115 einstaklingum úr landi vegna ólögmætrar dvalar árið 2025. Þetta er 37% fjölgun frá því árið á undan þegar 84 var vísað úr landi.213% aukning hefur átt sér stað frá því árið 2023 þegar 36 var vísað úr landi vegna ólögmætrar dvalar.Lögreglan segir í tilkynningu á vefsíðu sinni að fjölgun í afgreiðslu mála þeirra sem hafa dvalið ólöglega í landinu megi rekja til öflugs starfs lögregluembættanna og skilvirks samstarfs við heimferða- og fylgdadeild ríkislögreglustjóra. BROTTVÍSUNUM FYRRUM UMSÆKJENDA UM ALÞJÓÐLEGA VERND FÆKKAR Heildarfjöldi mála sem var lokið hjá heimferða- og fylgdadeild ríkislögreglustjóra voru 388 mál árið 2025, samanborið við 369 mál árið 2024. Þetta samsvarar 5% aukningu.Árið 2023 var heildarfjöldi lokaðra mála 216 og er því um 80% aukningu að r | |
| 18:50 | „Njósnanunnur“ herjuðu á sænskar kirkjur Nunnurnar úr Sankti Elísabetar-klaustrinu voru táknmynd sakleysis þar sem þær stóðu í hvítum klæðum með krossa og seldu smámuni til sænskra kirkjugesta um jólin. | |
| 18:30 | Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann öruggan átta marka sigur er liðið mætti Pólverjum í 2. umferð riðlakeppninnar á EM í handbolta í dag. Sigurinn kemur íslensku strákunum í kjörstöðu til að vinna riðilinn. | |
| 18:14 | Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, segist hafa rætt við Donald Trump Bandaríkjaforseta vegna „öryggisástandsins“ á Grænlandi. Rutte segist hlakka til að sjá Trump á ráðstefnu Alþjóðaefnahagsstofnunarinnar (World Economic Forum) sem hefst á morgun. | |
| 18:01 | Ársreikningar íslenskra knattspyrnufélaga eru gallaðir Ómögulegt er að meta virði leikmanna með stuðlakerfi Knattspyrnusambands Íslands. | |
| 17:55 | Grunnur steyptur að undirstöðum Ölfusárbrúar ÞG Verk nýtti einmuna veðurblíðu í desember til að steypa undirstöður fyrir turn nýrrar Ölfusárbrúar sem rísa mun í Efri-Laugardælaeyju. Steypan var í sjálfu sér ekki umfangsmikil miðað við önnur steypuverkefni en markar nokkur tímamót þar sem þetta er fyrsta steypan í Efri-Laugardælaeyju. Krefjandi undirbúningur Mikill og krefjandi undirbúningur liggur að baki því að hefja […] The post Grunnur steyptur að undirstöðum Ölfusárbrúar appeared first on Fréttatíminn. | |
| 17:54 | Elliði Vignisson sendir Guðbrandi Einarssyni hlýjan stuðning: „Virðing fyrir manninum er undirstaða siðmenningar“ Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, hefur sent Guðbrandi Einarssyni, þingmanni Viðreisnar, opinbera samúðarkveðju í færslu á Facebook þar sem hann gagnrýnir að umræðan síðustu daga hafi einkennst af mikilli hörku – og ekki síst þögn þeirra sem Guðbrandur hafi talið standa sér nærri. Elliði segist hafa verið að lesa bókina Aftenging eftir Árna Helgason þegar hann […] Greinin Elliði Vignisson sendir Guðbrandi Einarssyni hlýjan stuðning: „Virðing fyrir manninum er undirstaða siðmenningar“ birtist fyrst á Nútíminn. | |
| 17:41 | Vinstri græn og vor til vinstri fara saman fram Vinstrihreyfingin-grænt framboð í Reykjavík og Vor til vinstri ætla að bjóða fram sameiginlegan lista í borgarstjórnarkosningum.Sanna Magdalena Mörtudóttir frá Vori til vinstri mun leiða framboðið og fulltrúar Vors til vinstri skipa einnig fjórða og fimmta sæti. Fulltrúar VG munu skipa önnur, þriðja og sjötta sæti listans. Sætum fyrir neðan það verður skipt með jafnræði að leiðarljósi, í hefðbundnum fléttulista. „Nú er tími til að vinstri sinnað félagshyggjufólk standi saman gegn sundrungu og spyrni við þeirri þróun að pólitíska miðjan færist sífellt lengra til hægri. Slík þróun má ekki verða hinn nýi raunveruleiki í íslenskum stjórnmálum,“ segir í tilkynningu frá framboðinu. Félagsfundur VG í Reykjavík haldinn 18. janúar 2026 lýsti stuðningi við áform um sameiginlegt framboð með Vori til | |
| 17:41 | VG og Vor til vinstri mynda bandalag Vinstrihreyfingin - grænt framboð í Reykjavík og Vor til vinstri hafa í hyggju sameiginlegt framboð í komandi borgarstjórnarkosningum. | |
| 17:40 | VG og Sanna sameina krafta sína Vinstri græn og Vor til vinstri hyggjast mynda bandalag fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi mun leiða listann. | |
| 17:40 | VG og Vor til vinstri í sömu sæng Vinstri græn og Vor til Vinstri hyggjast mynda bandalag fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi mun leiða listann. | |
| 17:26 | Fóru óhefðbundnar leiðir til að fá upplýsingar Skjöl frá danska hernum sem að dagblaðið Berlinske hefur undir hömndum sýna að Bandarísk yfirvöld reyndu, óformlega og án aðkomu Kaupmannahafnar, að fá starfsmenn danska shersins á Grænlandi til að afhenda upplýsingar um hernaðarmannvirki, hafnir og flugbækistöðvar á Grænlandi í fyrra. | |
| 17:26 | Hermaður ásældist grænlenskar hernaðarupplýsingar Skjöl frá danska hernum sem að dagblaðið Berlingske hefur undir hömndum sýna að Bandarísk yfirvöld reyndu, óformlega og án aðkomu Kaupmannahafnar, að fá starfsmenn danska shersins á Grænlandi til að afhenda upplýsingar um hernaðarmannvirki, hafnir og flugbækistöðvar á Grænlandi í fyrra. | |
| 17:13 | Viltu bíómiða í skiptum fyrir sannleikann? Kvikmyndahátíðin í Gautaborg býður upp á heldur sérkennilega greiðsluleið í ár, að greiða fyrir bíómiða með sannleikanum. Sýningargestum stendur til boða að undirgangast lygapróf í sérstökum yfirheyrsluklefa í skiptum fyrir bíómiða – en þó aðeins þeir sem segja satt frá.Uppátækið tengist þema hátíðarinnar í ár sem er sannleikurinn sjálfur.Kvikmyndahátíðin í Gautaborg verður haldin í 49. sinn 23. janúar til 1. febrúar en hún hefur verið haldin síðan 1979. Rúnar Rúnarsson leikstjóri hlaut í fyrra Drekaverðlaun hátíðarinnar, sem veitt eru fyrir bestu norrænu kvikmyndina, fyrir Ljósbrot. „KVIKMYNDALISTIN ER LEIKUR MEÐ SANNLEIKA“ „Á tímum þar sem mörkin milli staðreynda og skáldskapar eru að verða óljósari beinir Kvikmyndahátíðin í Gautaborg sjónum sínum að sannleikanum. Undir yfirskriftinni | |
| 17:05 | Að tala til hægri manna Hvorki Sjálfstæðisflokkurinn né aðrir flokkar hafa talað sérstaklega fyrir leiðum til að styrkja hlutabréfamarkaðinn, sem svo margir kjósendur hafa hag af að sé heilbrigður og skilvirkur. | |
| 17:00 | Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Íslenskir fánaframleiðendur taka eftir marktækri aukningu í áhuga Íslendinga á grænlenska fánanum, Erfalasorput eins og þeir kalla hann á sínu máli. Rekstrarstjóri Fánasmiðjunnar segir að 85 prósent aukning á pöntunum á milli mánaða. | |
| 17:00 | Áttatíu og fimm prósenta aukning á sölu grænlenska fánans Íslenskir fánaframleiðendur taka eftir marktækri aukningu í áhuga Íslendinga á grænlenska fánanum, Erfalasorput eins og þeir kalla hann á sínu máli. Rekstrarstjóri Fánasmiðjunnar segir að 85 prósent aukning á pöntunum á milli mánaða. | |
| 17:00 | Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú hendir þessum hlutum Margir nota byrjun nýs árs til að taka til í skápunum, geymslunni og annars staðar þar sem úir og grúir af hlutum sem eru lítið eða ekkert notaðir og safna bara ryki. Áður en þú byrjar að safna saman hlutum til að gefa, endurvinna eða henda, segja faglegir skipuleggjendur að það séu ákveðnir hlutir sem Lesa meira | |
| 16:45 | Vændiskonur á Íslandi í boði ríkisstjórnarinnar Vændiskonur á Íslandi – Starfsemi þeirra og viðbrögð stjórnvalda Á Íslandi hafa verið vaxandi áhyggjur vegna komu erlendra vændiskvenna sem koma til landsins sem ferðamenn en stunda vændi á hótelum eða í leigðum íbúðum. Lögregla hefur staðfest að ótrúlegur fjöldi kvenna stunda vændi hér á landi. Vændiskonur sem koma til Íslands nýta sér ýmsar leiðir […] The post Vændiskonur á Íslandi í boði ríkisstjórnarinnar appeared first on Fréttatíminn. | |
| 16:41 | Líst ekki á vopnvæðingu viðskipta Pawel Bartoszek formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir að farið verði yfir stöðu mála á alþjóðavettvangi á fundi utanríkismálanefndar á morgun.„Við funduðum með ráðherra síðasta fimmtudag til þess að fara sérstaklega yfir málefni Grænlands,“ segir Pawel. Hann hefur boðað fulltrúa utanríkisráðuneytisins aftur á fund nefndarinnar í ljósi vendinga helgarinnar.Donald Trump forseti Bandaríkjanna tilkynnti í gær um nýja tolla á Danmörku og fleiri Evrópuríki sem flytja vörur til Bandaríkjanna, frá 1. febrúar. Tollarnir beinast gegn þjóðum sem hafa lýst yfir stuðningi við málstað Grænlands.10% tollur á að taka gildi 1. febrúar og hækka í 25% 1. júní.„Við erum því miður að horfa upp á kannski ákveðna vopnvæðingu viðskiptanna sem er þróun sem mér líst ekkert vel á,“ segir Pawel. Hann segir Ísl | |
| 16:30 | Enn og aftur tapar Jeanine Pirro – Heimilislaus maður sýknaður á hálftíma fyrir að beina laser að þyrlu Trump Það tók kviðdóm í Washington borg ekki nema 35 mínútur að sýkna mann af sökum um að hafa beint laser-geisla að þyrlu Donald Trump, Marine One. Er þetta enn eitt niðurlægjandi tapið hjá saksóknaranum Jeanine Pirro, fyrrverandi fréttamanni Fox News sem Trump lét skipa. Breska blaðið The Guardian greinir frá þessu. Maðurinn, hinn 33 ára Lesa meira | |
| 16:30 | Mál Harrys tekið fyrir í Hæstarétti á morgun Réttarhöld í dómsmáli Harrys Bretaprins gegn breska dagblaðinu Daily Mail hefjast á morgun. | |
| 16:22 | Sama þróun og erlendis Nýr eigandi á LEX lögmannsstofu og stjórnarformaður stofunnar telja að þróunin hjá lögmannsstofum hér á landi verið ekki ósvipuð og erlendis þar sem færri og stærri einingar hafa verið myndaðar. | |
| 16:18 | Danskt varðskip á Skjálfanda Danska varðskipið Thetis er statt á Skjálfanda um þessar mundir. | |
| 16:16 | Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Lífið í Nuuk höfuðborg Grænlands hefur vægast sagt breyst undanfarna daga. Eftir enn ítrekaðar hótanir Bandaríkjaforseta um að innlima landið með valdi hrundu Danir af stað skyndilegu heræfingunni Arctic Endurance og þessi minnsta höfuðborg heims varð að virki á örskotsstundu. |