04:15 | Fyrsta bandaríska „vísindaflóttafólkið“ komið til Frakklands Aix-Marseille-háskólinn í Frakklandi kynnti í vikunni til starfa átta bandaríska rannsakendur sem sóttu um vinnuaðstöðu í háskólanum samkvæmt verkefninu Öruggur staður fyrir vísindi. Háskólinn hóf þetta verkefni til að auðvelda bandarískum vísindamönnum að flytja rannsóknir og vísindastörf sín til Frakklands. Háskólasamfélagið í Bandaríkjunum á í afar stirðu sambandi við stjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Háskólar í Frakklandi og Evrópusambandinu hafa reynt að gera hosur sínar grænar fyrir kunnum bandarískum vísindamönnum til að efla rannsóknarstarf heima fyrir.„Grundvallarreglan um fræðafrelsi, og háskólakerfið í heild sinni, er í raunverulegri hættu í Bandaríkjunum,“ sagði Brian Sandberg, sagnfræðingur frá Illinois sem tók þátt í að skipuleggja móttökuathöfn fyrir landa sína í Aix-M | |
03:16 | Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið Eftir langa flugferð er það síðasta sem maður vill, að standa og glápa á farangursfæribandið í von um að taskan fari nú að birtast. Tíminn sniglast áfram og manni finnst að allir aðrir séu búnir að fá töskuna sína áður en taskan manns birtist. En það eru til ráð til að gera hlutföllin í þessu Lesa meira | |
03:15 | Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf Fjölskyldu frá Georgíuríki í Bandaríkjunum brá illilega í brún þegar hún fann faldar myndavélar á mörgum stöðum í Airbnb-íbúð sem hún hafði leigt í Púertó Ríkó. Myndir, og hljóð, voru teknar af hjónunum stunda kynlíf og einnig voru teknar myndir af börnunum þeirra inni á baðherberginu „nöktum eða hálfnöktum“. Hjónin hafa höfðað mál á hendur Airbnb. Talsmaður Airbnb Lesa meira | |
02:43 | Aserar saka Rússlandsher um að skjóta niður farþegaflugvél Fjölmiðlar í Aserbaísjan hafa birt ný gögn sem þeir segja sanna að rússneski herinn hafi skotið niður farþegaflugvél Azerbaijan Airlines í flugi 8243 í desember í fyrra. Vélin var á flugi frá asersku höfuðborginni Bakú til borgarinnar Grozní í Téténíu í Rússlandi. Hún brotlenti í vesturhluta Kasakstans á jóladag með þeim afleiðingum að 38 manns fórust. 29 manns lifðu brotlendinguna af en slösuðust illa.Í fyrstu var brotlendingin talin slys en stuttu eftir harmleikinn fóru Aserar að leiða líkur að því að rússnesk eldflaug hefði hæft flugvélina. Þeir sögðu að vélin hefði ekki fengið leyfi til að nauðlenda á neinum rússneskum flugvelli og hafi því tekið stefnu á Aktau í Kasakstan. Ilham Aliyev forseti Aserbaísjans fullyrti þann 29. desember að Rússar hefðu skotið flugvélina niður fyrir slysni | |
01:24 | Ráðning finnsks forsetasonar vekur grunsemdir um frændhygli Finnska alþjóðamálastofnunin (FIIA) liggur undir ásökunum um frændhygli eftir að sonur Alexanders Stubb, forseta Finnlands, var valinn úr hópi 200 umsækjenda til að stunda eftirsótt starfsnám sem aðstoðarmaður við rannsóknir hjá stofnuninni.Sonur forsetans, Oliver Stubb, hreppti stöðuna þrátt fyrir að uppfylla ekki hæfniskröfu um starfsreynslu sem tengdist verkefninu. Af síðustu fimm umsækjendunum sem valið var á milli var Stubb jafnframt sá eini sem ekki er nemi á kandídatsstigi, en hann er í fyrsta ári í BA-námi í Bretlandi.Samkvæmt finnska fjölmiðlinum Iltalehti var hæfniskröfunum breytt eftir að Oliver Stubb sendi alþjóðamálastofnuninni fyrirspurn til þess að heimila fólki sem var í námi í Bretlandi að sækja um stöðuna. Framkvæmdastjóri FIIA, Hiski Haukkala, hafði áður fullyrt að kröfu | |
23:48 | Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Ísraelsmenn hafa gengist við „nauðsynlegum skilyrðum“ til að ganga frá sextíu daga vopnahléi. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði þetta í færslu á samfélagsmiðlum seint í kvöld. | |
23:37 | Borgin refsi íbúum með því að láta tún vaxa villt Íbúar í Grafarvogi tóku sig til og slógu túnið við Sóleyjarima í Grafarvogi í kvöld, en Reykjavíkurborg hefur ítrekaðar hunsað beiðnir þeirra um að slá túnið í ár. | |
23:26 | Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Þingflokksformenn stjórnar og stjórnarandstöðu hafa fundað síðan um kvöldmatarleytið. Þau hafa freistað því að ná samkomulagi um framhald þingstarfa og þinglok. | |
23:20 | Reykjanes Investment kaupir kísilverksmiðjuna í Helguvík Þróunar- og byggingafélagið Reykjanes Investment hf. hefur undirritað samkomulag við Landey ehf., dótturfélag Arion banka, um kaup á fasteignum og lóðum í Helguvík á Reykjanesi.Arion banki hefur um nokkurra ára skeið leitað kaupenda að Helguvík en þar var um tíma starfrækt kísilverksmiðja en henni var lokað eftir mikla andstöðu Reyknesinga. ATVINNUSTARFSEMI Í SÁTT VIÐ UMHVERFI SITT Í tilkynningu frá Arion banka segir að svæði Helguvíkur geti hýst margvíslega starfsemi og haft jákvæð áhrif á atvinnuuppbyggingu á Reykjanesi.„Það eru því góð tíðindi að nú taki heimamenn við keflinu, fólk sem þekkir vel til á Reykjanesi og hefur á undanförnum árum sinnt uppbyggingu á svæðinu. Nýir eigendur eru með metnaðarfulla framtíðarsýn og verður spennandi að sjá Helguvík fá nýtt hlutverk,“ er haft efti | |
23:17 | Hommar mega enn ekki gefa blóð Samkynhneigðir karlmenn mega enn ekki gefa blóð á Íslandi. Fjallað var um það í fréttum í október á síðasta ári að búið væri að breyta reglugerð þannig að samkynhneigðir karlmenn mættu gefa blóð og að reglugerðin myndi taka gildi í dag, 1. júlí. | |
23:05 | „Tvöfalt meira fjör ef eitthvað er“ Mikael Hólm Óskarsson, yfirmatreiðslumaður í Fredrikstad í Noregi, lætur engan bilbug á sér finna og blæs í þriðja sinn til matarhátíðar með íslensku yfirbragði á Majorens Kro & Stue þar í bænum, dyggilega studdur þremur félögum ofan af Íslandi. | |
22:44 | Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Nýsamþykkt lög, sem ætlað var að eyða óvissu um Hvammsvirkjun í Þjórsá, setja framkvæmdir samt ekki á fulla ferð. Forstjóri Landsvirkjunar segir að bíða verði eftir dómi Hæstaréttar. | |
22:37 | Aukafjárveiting til vegagerðar á Vesturlandi og Vestfjörðum í höfn Í fréttum RÚV frá því í gær kom fram að Vegagerðin biði enn eftir staðfestingu á aukafjárveitingu til viðhalds á vegum á vestursvæði, sem nær yfir Vesturland og Vestfirði. Að sögn svæðisstjóra þar verður snúnara að hefja framkvæmdir eftir því sem líður á sumarið.Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra segir að þriggja milljarða aukafjárveiting til vegagerðar á Vesturlandi og Vestfjörðum sé nú í höfn. Vegagerðinni sé því ekkert að vanbúnaði að hefja framkvæmdir.„Ég fékk samþykkt frá fjármálaráðherra í gær að þessi peningur kæmi úr almenna varasjóðnum, þannig að ég á ekki von á öðru en að Vegagerðin geti farið af stað, “ segir Eyjólfur.Ráðherra segist vona að Vegagerðin geti nú farið í þau verkefni sem lagt var upp með á þessu ári, þannig að þessir þrír milljarðar geti nýst til verkefna í sumar | |
22:21 | Jóhanna Vigdís þakkaði fyrir samfylgdina Síðasti tíufréttatími Ríkissjónvarpsins var sendur út í kvöld. | |
22:16 | Zohran Mamdani hlýtur tilnefningu Demókrata til borgarstjóra New York Frjálslyndi ríkisþingmaðurinn Zohran Mamdani hefur hlotið tilnefningu Demókrataflokksins til framboðs borgarstjóra New York.Mamdani sigraði forval demókrata með fimmtíu og sex prósent atkvæða gegnt fjörutíu og fjögur prósent atkvæðum Andrew Cuomos sem er fyrrverandi ríkisstjóri New York-fylkis.Ríkisþingmaðurinn er fyrsti músliminn til að hljóta tilnefningu demókrata til borgarstjóra New York. Ef hann sigrar borgarstjórakosningarnar í nóvember verður hann fyrsti músliminn og fyrsti maðurinn af suður asískum ættum til að gegna embættinu. | |
22:10 | „Við leyfum okkur alveg að dreyma“ Elías Guðmundsson, framkvæmdastjóri Krýsuvíkur segir framtíðaráform meðferðarstöðvarinnar lúta að því að fjölga plássum og koma upp meðferðarúrræði á höfuðborgarsvæðinu. | |
22:00 | Fyrrum raunveruleikastjarna ákærð fyrir að hafa myrt og sundurlimað maka sinn Fyrrverandi raunveruleikastjarnan Tamika Chesser, sem þekkt varð í áströlsku þáttunum Beauty and the Geek Australia, hefur verið ákærð eftir að maki hennar, Julian Story, fannst í íbúð þeirra, sundurlimaður og án höfuðs. Lögreglan hefur svarað að hún sé enn að leita að höfði mannsins. Samkvæmt yfirlýsingu frá lögreglunni í Suður-Ástralíu hefur Chesser, sem er 34 Lesa meira | |
21:59 | Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Tjarnarbíó hefur komist að samkomulagi við Sindra Þór Sigríðarson um endurgreiðslu á fjármunum sem hann dró að sér þegar hann sinnti starfi framkvæmdastjóra. Kæra sem lögð var fram vegna málsins í janúar hefur verið dregin til baka eftir að fyrstu greiðslur byrjuðu að berast. | |
21:54 | Áhersla á jafnrétti lykillinn að velsældarríki Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra lagði fyrr í dag áherslu á jafnrétti kynjanna, nýsköpun og því að stuðla að stöðugleika í þróunarlöndum í ræðu sinni á fjórðu ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um fjárveitingar til þróunaraðstoðar. Hún segir sögu Íslands sýna fram á að áhersla á jafnréttismál hangi saman við vegferð landsins yfir í að verða velferðarríki. | |
21:48 | Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, slær á létta strengi á X síðdegis í dag og greinir frá því að hann hafi nú afhent fyrsta „Gyllta tappann“. Tappinn er tilvísun í ræðu sem hann flutti í febrúar um breytingar á lögum sem festu það í lög að tappar skyldu áfastir flöskum. | |
21:46 | Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Kviðdómur í réttarhöldum yfir tónlistar- og athafnamanninum Sean Combs, betur þekktum sem P. Diddy, hefur komist að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða. | |
21:35 | Tilvísun ekki lengur forsenda greiðsluþátttöku Þjónusta sérgreinalækna við börn verður frá og með deginum í dag án endurgjalds og óháð því hvort fyrirliggi tilvísun frá heilsugæslu eða ekki. | |
21:09 | Hafnar því að verra tilboði hafi verið tekið Sigurður H. Helgason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, hafnar því að stofnunin hafi samþykkt verra tilboð í útboði á ábyrgð á sjúkraflugi á milli landa sem auglýst var í lok seinasta árs. | |
21:02 | Endurheimtu flak strandveiðibátsins sem sökk Varðskipið Freyja sótti fyrr í dag flak strandveiðibátsins sem sökk úti fyrir Patreksfirði í gær, en Magnús Þór Hafsteinsson, eigandi bátsins lést. | |
21:01 | Njóta þess ekki að lesa ef þau basla við bókstafi Börn læra ekki tungumál og lestur eins og ekkert sé. Færnin kemur á undan áhuganum og því er mikilvægt að kenna börnum. | |
20:55 | Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Matargjöfum Fjölskylduhjálpar Íslands verður hætt á morgun eftir 22 ára starfsemi. Formaður félagsins segir það stinga í hjartað og að tvískinnungsháttar gæti hjá stjórnvöldum. | |
20:44 | Sorglegt fyrir íslenskt samfélag að sjoppunni skuli lokað Fjölmennur íbúafundur var haldinn á Þingeyri í gær um ákvörðun fiskeldisfyrirtækisins Arctic Fish um að loka fóðurstöð og flytja hana á Ísafjörð. Með flutningnum hverfa níu störf úr þorpinu.Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, vísar til samfélagsábyrgðar Arctic Fish.„Mér finnst það bara ótrúlega sorglegt að í hjarta fiskeldisævintýrisins á Vestfjörðum, í Dýrafirði, að þar sé brothætt byggð,“ segir Eyjólfur.Samkvæmt upplýsingum ráðherra stendur nú til að loka einu búðinni eða sjoppunni á Þingeyri í lok mánaðar. Það sé eini staðurinn í þorpinu sem selur matvæli.„Það er bara ótrúlega sorglegt fyrir íslenskt samfélag. Ég get ekki sagt annað,“ segir Eyjólfur. GÓÐUR FUNDUR MEÐ BÆJARSTJÓRA ÍSAFJARÐARBÆJAR Innviðaráðherra segist hafa átt góðan fund með bæjarstjóra Ísafjarðar í gær, þar sem ými | |
20:44 | Þreföldun hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Samkomulag sem undirritað var af félags- og húsnæðismálaráðherra í dag felur í sér þreföldun hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ. | |
20:41 | Austfirskur pítsastaður opnar útibú í Kína Veitingastaðurinn Askur Pizzeria sem hefur hingað til rekið sitt eina útibú á Egilsstöðum færir nú út kvíarnar. Það væri kannski ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að nýtt útibú veitingastaðarins sem opnað var nú um helgina er í borginni Weihai í Kína. | |
20:34 | Hið flennistóra, fagra frumvarp samþykkt í öldungadeild Bandaríkjaþings Hið flennistóra, fagra frumvarp var samþykkt með minnsta mögulega meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings í dag eftir meira en sólarhringslanga umræðu í þinginu.Demókratar hafa barist hart gegn samþykktar þess og repúblikanarnir Susan Collins, Thom Tillis og Rand Paul greiddu öll atkvæði gegn frumvarpinu.Fimmtíu þingmenn studdu frumvarpið en fimmtíu þingmenn greiddu atkvæði gegn því. Það kom því í hlut JD Vance, varaforseta Bandaríkjanna, að höggva á hnútinn sem hann gerði með því að samþykkja frumvarpið.Það fer nú aftur til fulltrúadeildarinnar, neðri deildar þingsins, þar sem það kemur til með að mæta meiri mótstöðu. HÆKKUN SKULDAÞAKS UM FIMM BILLJÓNIR BANDARÍKJADALA Flennistóra fagra frumvarpið er talið hornsteinn í stefnu Trumps á annarri forsetatíð hans.Með því verður meðal annar | |
20:33 | Norræn karlmennska | „Eitt orð: Hælisleitendaiðnaðurinn“ Norræn karlmennska Sigfús Aðalsteinsson og Baldur Borgþórsson frá samtökunum ‘Ísland: Þvert á Flokka’ koma í heimsókn og ræða samtökin og málefni tengd þeim. Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á brotkast.is/askrift Greinin Norræn karlmennska | „Eitt orð: Hælisleitendaiðnaðurinn“ birtist fyrst á Nútíminn. | |
20:30 | Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur undanfarna daga fundað með forsvarsmönnum knattspyrnufélaga vegna áfengissölu og hefur eitt þeirra hætt henni á meðan leyfisumsókn stendur. Fyrrum framkvæmdastjóri segir félögin verða fyrir gríðarlegu tapi vegna málsins, tekjur af bjórsölu séu í sumum tilvikum orðnar meiri en af miðasölu. | |
20:30 | Kærðu deiliskipulag umdeilds hverfis í Garðabæ – Íbúar búast við skugga og hávaða Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað kærum tveggja íbúa í Arnarnesi á deiliskipulagi hins umdeilda hverfis Arnarlands. Farið hefur verið fram á endurupptöku í báðum málunum. Arnarland er nýtt svokallað heilsuhverfi sem á að rísa á Arnarneshálsinum, á milli Arnarnessins og Akrahverfis í Garðabæ og Smárahverfis í Kópavogi. Eins og DV hefur fjallað um hafa Lesa meira | |
20:19 | Þingflokksformenn reyna að ná samkomulagi Þingflokksformenn stjórnar og stjórnarandstöðu sitja nú á fundi og reyna að ná samkomulagi um framhald þingstarfa og þinglok. Veiðigjaldið var rætt á þingfundi til rúmlega hálf þrjú í nótt og þeirri umræðu var framhaldið á þingfundi sem hófst klukkan tíu í morgun. Umræðan um veiðigjaldsfrumvarpið er orðin sú þriðja lengsta frá árinu 1991.Hlé hefur verið gert á þingfundi í tvígang í kvöld; fyrst hálftíma hlé klukkan hálf átta, og þegar klukkuna sló átta var klukkustundar hlé gert á fundinum, eða til klukkan níu.Fréttastofa hefur ekki náð tali af þingflokksformönnum og þingmenn segjast bíða upplýsinga. | |
20:11 | Matarbankar Fjölskylduhjálpar loka á morgun Matarbankar Fjölskylduhjálpar Íslands loka á morgun en matarbankarnir hafa verið til staðar síðastliðin 22 ár. | |
20:10 | Lofar að standa fast á sínu gegn Netanjahú Donald Trump Bandaríkjaforseti kveðst ætla að standa fast á því að binda þurfi enda á stríðið á Gasa þegar hann fundar með forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanjahú, í næstu viku. Á sama tíma færast hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna í aukana á Gasa og Rauði krossinn varar við því að sjúkrahús geti ekki tekið á móti fleiri særðum. | |
20:07 | Dagskráin í dag: Rúgbí og hafnabolti Sportrásir Sýnar bjóða upp á þrjár beinar útsendingar á þessum fína miðvikudegi. | |
20:05 | Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Hryssan Hlökk er eitt allra efnilegasta hross, sem hefur komið fram hér á landi en hún og knapi hennar, Ásmundur Ernir Snorrason unnu öll helstu verðlaun á Íslandsmóti á Selfossi um helgina. „ Dekurprinsessa“, segir Ásmundur. | |
20:02 | „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ „Mér finnst rosalega gott að geta verið sjálfstæð og ég verð að feta mína eigin leið, ég hef alltaf haft svolitla þörf fyrir það,“ segir hin nítján ára gamla söngkona og rísandi stjarna Klara Einarsdóttir. Klara er gríðarlega jákvæð að eðlisfari og á ekki langt að sækja tónlistarástríðuna en blaðamaður ræddi við hana um listina og lífið. | |
20:02 | Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir flokkinn í erfiðri stöðu og vill ekki segja af eða á um það hvort hún muni bjóða sig aftur fram fyrir flokkinn. Taka þurfi ákvörðun um sameiningu á vinstri væng stjórnmálanna fyrr en síðar. Markmið Vorstjörnunnar sé að vera styrktarsjóður en Sanna segist vilja heyra í félögum flokksins og hvort þeir séu sáttir við núverandi stjórn flokksins. | |
19:58 | Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Kaflaskil í fjölmiðlasögunni eiga sér stað í kvöld þegar síðasti tíufréttatíminn fer í loftið hjá Ríkisútvarpinu. Tíufréttir hafa verið í loftinu í einni eða annarri mynd frá árinu 1988. | |
19:55 | Sextíu og sex ný hjúkrunarrými rísa í Mosfellsbæ Sólin skein í Mosfellsbænum í dag, þegar félags- og húsnæðismálaráðherra og bæjarstjóri Mosfellsbæjar undirrituðu samkomulag um að reisa nýtt hjúkrunarheimili með 66 hjúkrunarrýmum. Að lokinni undirritun gróðursettu ráðherra og bæjarstjóri broddhlyn, sem mun vaxa samhliða uppbyggingunni á framkvæmdasvæðinu.Byggingin mun tengjast hjúkrunarheimilinu Hömrum, þar sem fyrir eru 33 hjúkrunarrými. Mosfellsbær útvegar ríkinu lóðina og auglýst verður eftir uppbyggingaraðila sem mun sjá um eignarhald og framkvæmdir.„Þetta er bara áframhaldandi uppbygging á hjúkrunarheimilum um allt land, sem mun taka utan um fólkið okkar og sjá til þess að það fái öruggt skjól á sínum eftstu æviárumFélags- og húsnæðisráðuneytið,“ sagði Inga Sæland við undirritunina.Miðað er við að framkvæmdir hefjist árið 2026 og að | |
19:46 | Spáir nýju félagshyggjuafli: Fólk að ræða saman Gunnar Smári Egilsson segir að hann muni ekki koma nálægt starfsemi Sósíalistaflokksins að nýju, jafnvel þó vindar myndu breyast í flokknum. „Minn tími er liðinn,“ segir Gunnar Smári. | |
19:35 | Besta ár í sögu Skólamatar Fjölskyldufyrirtækið Skólamatur velti 3,2 milljörðum króna í fyrra og hagnaður ársins nam 155 milljónum. Velta félagsins hefur rúmlega tvöfaldast á tímabilinu 2020-2024. | |
19:30 | Viðrar vel til vaxtamunaviðskipta | |
19:30 | Unglingar með allt á hreinu Gluggaþvottafyrirtækið Hreini Glugginn var nýlega stofnað af þremur menntaskólastrákum sem hafa verið vinir frá unga aldri. Fyrirtækið var stofnað með aðstoð kennslumyndbanda á YouTube og er þegar með fjölda ánægðra viðskiptavina. | |
19:30 | Rekstrartap hjá Rio Tinto Álverið skilaði hagnaði í fyrra þrátt fyrir neikvæða rekstrarafkomu. | |
19:30 | Orðaverðbólga og vopnaskak Það getur verið gagnlegt fyrir blaða- og fréttamenn að biðja yfirlýsingaglatt fólk að rökstyðja skoðanir sínar og benda á gögn sem sýna fram á réttmæti þeirra. Ríkisútvarpið sækir í sósíalíska hugveitu þegar kemur að því að greina niðurstöður leiðtogafundar NATO | |
19:30 | Gæði umfram magn „Þingmönnum er engin vorkunn að vinna örlitla yfirvinnu við þjóðþrifamál en það hlýtur að svíða að þurfa að hanga við Austurvöll langt fram á sumar að ræða mál sem hefðu ekki átt að komast á dagskrá.“ | |
19:30 | Útrás Óttars Ingvarssonar „Vel heppnuð útrás, eins og hjá Óttari Ingvarssyni og Einari Bergi Ingvarssyni, er íslensku viðskiptalífi mikilvæg.“ | |
19:30 | Hluthafar Íslandsbanka hafna Bolla og Vilhjálmi Það kemur hröfnunum spánskt fyrir sjónir að bankaráðsmaður í Seðlabankanum setji þrýsting á lífeyrissjóði um að fylgja sér að málum. | |
19:30 | Kokteilsósa og framlög til varnarmála Formaður Blaðamannafélagsins vill að ríkisstyrkir til fjölmiðla verði skilgreindir sem framlög til varnarmála. | |
19:30 | Sjálfbærni og blýþungir embættismenn Allt bendir til þess að atvinnuvegaráðuneytið setji kíkinn að blinda auganu þegar kemur að innleiðingu sjálfbærniregluverks ESB. | |
19:30 | Óvandaðir ráðgjafar Það er ekkert sérstaklega gáfulegt að fela fólki sem hefur engan skilning á efnahagsmálum að móta stefnu í mikilvægum málum. | |
19:30 | Loka Eiffelturninum vegna hitabylgju Yfirvöld í París, höfuðborg Frakklands, lokuðu fyrir stundu útsýnipöllum á toppi Eiffelturnsins þegar hiti í borginni fór upp í tæpar 37 gráður. | |
19:24 | Fylgi Samfylkingar ekki verið meira í 16 ár Samfylkingin mælist með meira fylgi en flokkurinn hefur mælst með í rúm 16 ár. Fylgi bæði Viðreisnar og Flokks fólksins dalar hinsvegar. | |
19:22 | Rafmagnsbílar sækja aftur í sig veðrið og Kia vinsæl Nýskráningar fólksbíla voru 7.886 talsins fyrri hluta ársins og voru þar af 2.032 þeirra í júnímánuði. Um 24,1% aukiningu er að ræða í samanburði við sama tímabil í fyrra. | |
19:15 | Tugþúsundir barna á Gaza hafa misst foreldri Vitni lýsa skelfilegri aðkomu eftir loftárás Ísraelshers á fjölfarið kaffihús á Gaza. Margir blaðamenn sóttu kaffihúsið og barnaafmæli stóð yfir þegar herinn varpaði á það sprengjum.Al-Baqa kaffihúsið í Gaza-borg stóð enn eftir tæpa 19 mánuði af stríði - þangað til í gær. Gestir gátu tengst netinu og var kaffihúsið þess vegna vinsælt meðal blaðamanna.Á meðal þeirra sem voru drepin í gær var fréttaljósmyndarinn Ismail Abu Hatab. Það var líka barnaafmæli á kaffihúsinu þegar herinn varpaði sprengjunum og sjónarvottar lýsa aðkomunni sem skelfilegri.Nærri 40 voru drepin í loftárás Ísraelshers á fjölfarið kaffihús í Gaza-borg í gær. Barnaafmæli stóð yfir þegar árásin var gerð og kaffihúsið var vinsælt á meðal blaðamanna. Tugþúsundir barna hafa misst annað eða bæði foreldri í stríðinu.Staður full | |
19:01 | Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Aldrei hafa fleiri börn komið við sögu lögreglu vegna ofbeldis. Í nýrri skýrslu kemur fram að það virðist meira meðal yngri barna og yfir helmingur drengja í sjötta bekk hefur lent í slagsmálum. | |
19:00 | Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. grein þingskapalaga verði beitt til þess að stöðva málþóf stjórnarandstöðuflokkanna. Fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins segir að ræðum verði haldið áfram til að stöðva frumvarp um veiðigjöld. „Mér finnst vera kominn tími til þess að stöðva umræður um veiðigjaldið á þingi og ganga til atkvæða. Til þess þarf að virkja 71 grein Lesa meira | |
18:54 | Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Frá og með deginum í dag er þjónusta sérgreinalækna við börn án endurgjalds, óháð því hvort fyrir liggi tilvísun frá heilsugæslu eða ekki. Reglugerð Ölmu D. Möller heilbrigðisráðherra þessa efnis tók gildi í dag en tilkynnt var í maí um að tilvísanakerfið fyrir börn yrði afnumið. | |
18:51 | Táknmálstúlkaðar fréttir í beinni útsendingu Táknmálstúlkun með kvöldfréttum sjónvarpsins er send út á vefnum vegna útsendingar frá leik Vals og Stjörnunnar í undanúrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta.Táknmálstúlkaðar fréttir verða sendar út á RÚV 2 klukkan 21:40. | |
18:51 | „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði „Stóra og fallega frumvarpið“ er skrefi nær því að verða að lögum eftir að öldungadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði með því. Frumvarpið felur í sér stórfelldan niðurskurð á útgjöldum alríkisstjórnarinnar og billjóna dala skattalækkanir sem Bandaríkjaforseti hefur bundið miklar vonir við. | |
18:44 | Ríkið færði niður íbúðir í Grindavík um 16,7 milljarða Yfirtekið íbúðarhúsnæði í Grindavík í eigu ríkisins var metið á 53,8 milljarða í lok síðasta árs. | |
18:43 | Leikskólum borgarinnar lokað 190 sinnum síðasta ár Loka þurfti leikskólum í Reykjavíkurborg 190 sinnum á liðnu skólaári. Alls hafa 3.640 reykvísk börn verið send heim eða þurft að vera heima vegna lokana. | |
18:31 | Mesta fylgi síðan 2009 Samfylkingin er með mesta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með síðan árið 2009 eða í sextán ár. Aðrir stjórnarflokkar tapa fylgi og stuðningur við ríkisstjórnina dalar lítillega. | |
18:30 | Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar Það getur verið varasamt að vera of duglegur að henda hlutum í ruslið eins og Pamela Howard-Thornton í Kentucky komst að nýlega. Fyrst dreymdi hana að hún hefði unnið stóra vinninginn í lottó. Daginn eftir fór hún því í Speedway-verslun með það í huga að kaupa svokallaða Flamingo Bingómiða. Henni snerist þó hugur og keypti Lesa meira | |
18:30 | Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar Það getur verið varasamt að vera of duglegur að henda hlutum í ruslið eins og Pamela Howard-Thornton í Kentucky komst að nýlega. Fyrst dreymdi hana að hún hefði unnið stóra vinninginn í lottó. Daginn eftir fór hún því í Speedway-verslun með það í huga að kaupa svokallaða Flamingo Bingómiða. Henni snerist þó hugur og keypti Lesa meira | |
18:26 | Danskar konur sleppa ekki við herskyldu Frá og með deginum í dag eru konur í Danmörku ekki undanþegnar herskyldu í landinu en auk þess er herskyldutímabilið lengt úr 4 mánuðum upp í 11 mánuði. | |
18:13 | Bjóða nýjum íbúum Íslands upp á frumkvöðlanám á ensku Háskólinn á Bifröst kynnti í dag nýtt örnám í frumkvöðlastarfi sem hefst næsta haust. Námið verður alfarið kennt á ensku og er sérsniðið að nýjum íbúum á Íslandi sem ekki tala íslensku, með það að markmiði að auðvelda þeim aðgengi að háskólamenntun og tengingu við íslenskt samfélag og vinnumarkað.Anna Hildur Hildibrandsdóttir, fagstjóri skapandi greina hjá Háskólanum á Bifröst, segir að hugmyndin hafi kviknað í samtali við flóttamann og innflytjanda sem báðir höfðu áhuga á háskólanámi en fundu fyrir skorti á tengingum til að komast inn í íslenskt samfélag. > Mikið af fólki hefur hugmyndir sem það vill þróa og hungymdir sem það vill tengja við íslenskt samfélag. REYNA AÐ BRÚA ÞRÖSKULD Námið er samstarfsverkefni Háskólans á Bifröst, Listaháskóla Íslands og þjónustumiðstöðvar í Breiðholti | |
18:12 | Hótar því að siga DOGE á Musk Donald Trump Bandaríkjaforseti, hefur hótað því að siga hagræðingarteymi bandarísku ríkisstjórnarinnar (DOGE) á fyrrum ráðgjafa sinn Elon Musk. | |
18:11 | Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Aldrei hafa fleiri börn komið við sögu lögreglu vegna ofbeldis og í nýrri skýrslu segir að það sé að aukast meðal yngri barna. Yfir helmingur drengja í sjötta bekk hafa lent í slagsmálum en færri í tíunda bekk. Rætt verður við formann aðgerðarhóps um ofbeldi meðal barna. | |
18:10 | Sjókvíaeldi í Eyjafirði: „Ekki nema tíu prósent sem hafa jákvæða afstöðu“ Yfirlýsing atvinnuvegaráðherra nýverið um að til standi að meta burðarþol í Eyjafirði fyrir sjókvíaeldi kom félögum SUNN, samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi, verulega á óvart. Harpa Barkardóttir er í stjórn samtakanna.„Mig langar varla til þess að trúa því að hún hafi talað með þessum hætti. Sérstaklega þegar nýtt frumvarp um lagareldi er í bígerð og við eigum eftir að sjá hvernig það kemur út.“Harpa segir skoðanakönnun frá því í haust sýna með skýrum hætti hver afstaða íbúa sé til sjókvíaeldis. Þar hafi 60% svarenda verið neikvæðir, um 30% hlutlausir og 10% verið jákvæðir. AÐEINS FIMM ÁR SÍÐAN HAFRÓ TALDI TILEFNI TIL AÐ BANNA SJÓKVÍAELDI Í FRIÐINUM Harpa segir umræðuna hafa verið mikla fyrir um fimm árum. Þá hafi verið skorað á ráðherra sem óskaði eftir áliti Hafrannsóknastofnunar.„ | |
18:04 | Samfylkingin ekki mælst með meira fylgi síðan 2009 Samfylkingin er með mesta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með í sextán ár, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Aðrir stjórnarflokkar tapa fylgi og stuðningur við ríkisstjórnina dalar.Samfylkingin bætir við sig prósentustigi á milli mánaða; fer úr 30,7 prósentum í 31,8 prósent. Flokkurinn hefur ekki mælst með meira fylgi síðan í apríl 2009, í stjórnartíð Jóhönnu Sigurðardóttur. Sjálfstæðisflokkurinn tapar hins vegar tæpu prósentustigi á milli mánaða og mælist með 20,6 prósent.Viðreisn dalar sömuleiðis og mælist nú með 13,7 prósent en Miðflokkurinn bætir við sig um tveimur prósentustigum og fær 10,7 prósent. Flokkur fólksins missir prósentustig og er með 6,5 prósent. Fylgi Framsóknar breytist lítið og er nú 5,6 prósent.Þegar kemur að flokkunum sem ekki eru lengur á þingi þá mælast Píratar me | |
18:01 | TGC fjárfestir í sportafyrirtækinu Veriate Fjárfestingararmur Gateway Group, TGC Capital Partners, hefur fjárfest í íslenska sprotafyrirtækinu Veriate. | |
17:58 | Aurbjörg kynnir nýjan áskriftarvef Lánskjaravakt Aurbjargar lætur notendur vita þegar betri lán bjóðast og benda þannig á tækifæri til endurfjármögnunar. | |
17:50 | Beðið eftir krufningsskýrslu Ástæðan fyrir því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu krafðist frekara gæsluvarðhalds á grundvelli rannsóknarhagsmuna yfir konu grunuð um manndráp er sú að lykilrannsóknargagns er enn beðið, krufniningsskýrslu. | |
17:50 | Atvinnumennska „eins og álfur út úr hól“ Erpur Snær Hansen, fuglafræðingur og forstöðumaður Náttúrufræðistofu Suðurlands, segir um 20 þúsund lunda vera veidda hérlendis á ári hverju. Árið 1995 voru þeir um 250 þúsund. | |
17:34 | Forseti Alþingis: „Það segir sína sögu“ „Ég held að það skipti engu máli hvaða orð ég nota til að lýsa annarri umræðu um veiðigjaldið, en hún er orðin þriðja lengsta umræða í þingsögunni, að minnsta kosti undir núgildandi þingskapalögum. Það segir sína sögu.” | |
17:30 | Hver er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi? – Efstu þingmenn hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir Hvort sem fólk er þeirrar skoðunar að málþóf eigi sér nú stað á Alþingi eða ekki leikur mörgum forvitni á að vita hver ræðukóngurinn er á Alþingi á yfirstandandi þingi. Eyjunni er því ljúft og skylt að taka þær upplýsingar saman og miðla til lesenda. Keppnin er hörð í ár og munar litlu á efstu Lesa meira | |
17:27 | SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Skandinavíska flugfélagið SAS hyggst ráðast í gríðarstóra fjárfestingu sem felst meðal annars í kaupum á 55 flugvélum frá brasilíska framleiðandanum Embrear. | |
17:17 | SÝN verður í opinni dagskrá Frá og með 1. ágúst verður línuleg dagskrá sjónvarpsstöðvar Sýnar í opinni dagskrá. Breytingin er liður í áherslubreytingum Sýnar, eftir endurskipulagningu fyrirtækisins á dögunum. Streymisveitan SÝN+ verður aðeins opin áskrifendum en þar birtist efni áður en það er sýnt í línulegri dagskrá. Á SÝN+ verður einnig að finna efni sem ekki birtist í opinni dagskrá.„Við viljum leyfa landsmönnum að upplifa SÝN,“ segir Herdís Dröfn Fjelsted, forstjóri Sýnar, í samtali við fréttastofu.Síðan á síðasta ári hafa sjónvarpsfréttir Sýnar, áður Stöðvar 2, og Ísland í dag verið í opinni dagsskrá. Engra breytinga er að vænta á því fyrirkomulagi. | |
17:09 | Öll línuleg dagskrá hjá Sýn gerð opin Frá og með 1. ágúst verður öll línulega sjónvarpsstöðin Sýn, áður Stöð 2, í opinni dagskrá fyrir landsmenn. | |
17:09 | Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Frá og með 1. ágúst verður öll línulega sjónvarpsstöðin Sýn, áður Stöð 2, í opinni dagskrá fyrir landsmenn. | |
17:00 | Læknafélagið: Hvati til að snúa aftur í vinnu verður enginn Læknafélag Íslands skorar á Alþingi að endurskoða frumvarp fjármálaráðherra um víxlverkun örorkulífeyrisgreiðslna. | |
16:59 | Öldungadeildin samþykkir umdeilt frumvarp Trumps Efri deild bandaríska þingsins hefur samþykkt „stóra og fallega“ frumvarp Donalds Trump. Þó eru enn efasemdir á lofti vegna mikils niðurskurðar á velferðarsviði Bandaríkjanna og þeirra 3.000 milljarða Bandaríkjadala sem áætlað er að frumvarpið bæti á skuld ríkisins. | |
16:51 | Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Samkomulag sem undirritað var í dag felur í sér þreföldun hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ. Reist verður nýtt hjúkrunarheimili í bænum með 66 hjúkrunarrýmum en þar eru í dag 33 rými. | |
16:39 | Læknar segja frumvarp um lífeyrissjóði draga úr hvata til þátttöku á vinnumarkaði Stjórn Læknafélags Íslands telur að frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða feli í sér hvata sem grafi undan markmiðum endurhæfingar og virkri þátttöku á vinnumarkaði. Frumvarpið afnemur tekjutengingu örorkulífeyris.Frumvarp fjármálaráðherra sem liggur fyrir Alþingi snýr að samspili almannatrygginga og lífeyrisgreiðslna. Í dag er kerfið þannig uppbyggt að fólk sem verður fyrir örorku fær tjón sitt bætt að hámarki upp að þeim tekjum sem það hafði fyrir orkutap en frumvarpið gerir ráð fyrir að sú tekjutenging falli burt þannig að lífeyrissjóðum verði óheimilt að taka tillit til þess sem Tryggingastofnun greiðir og hámarks örorkulífeyrisgreiðslur hækki þannig.Bæði lífeyrissjóðir og Landssamband eldri borgara hafa lagst gegn breyt | |
16:37 | Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Lengra fæðingarorlof fyrir foreldra fjölbura og vegna veikinda á meðgöngu var samþykkt á Alþingi í gær. Móðir þríbura segir lengri tíma þýða að bæði foreldri geti verið lengur heima.Foreldrar eiga samkvæmt nýjum lögum rétt á lengra fæðingarorlofi eða greiðslu fæðingarstyrks í sex mánuði fyrir hvert barn sem fæðist umfram eitt.„Mér finnst þetta frábærar fréttir, enda eitthvað sem hefur þurft að breyta í langan tíma. Það hafa ekki verið gerðar breytingar í þessum málum í mörg ár,“ segir Hanna Björk Hilmarsdóttir, móðir þríbura. Hún hefur vakið athygli á þörf fjölburaforeldra fyrir lengra fæðingarorlof. Þegar hún átti sín börn fékk hún þrjá mánuði aukalega með hverju barni. Maðurinn hennar gat ekki verið lengi heima og eftir sex mánuði var hún ein í orlofi með þrjú ungabörn.„Þessi tími sat sv | |
16:37 | Heitasti júnímánuður Englands frá upphafi mælinga Júnímánuður í Englandi var sá hlýjasti í síðan mælingar hófust árið 1884. Hitastigið náði 33,6 gráðum á þriðjudag í suðurhluta Englands og voru hitaviðvaranir í gildi í sumum landshlutum. | |
16:36 | Sönnu líður illa og íhugar framtíð sína í Sósíalistaflokknum Sanna Magdalena Mörtudóttir segir stöðuna sem upp er komin í Sósíalistaflokknum furðulega og segir sárt að líða illa í eigin flokki. Hún vill ekki svara því hvort hún hafi íhugað að segja sig úr flokknum og stofna nýtt stjórnmálaafl undir merkjum Vorstjörnunnar, en kveðst hafa fengið hvatningu úr ýmsum áttum.Aðalfundur Vorstjörnunnar var haldinn í gærkvöldi en þar var ný stjórn félagsins kjörin, þar á meðal Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalista. Fundargestum var heitt í hamsi og hélt ný framkvæmastjórn Sósíalistaflokksins því fram að fundurinn hafi verið ólöglegur. SKIPT UM SKRÁR Á FÉLAGSHÚSNÆÐI FLOKKSINS Deilur um Sósíalistaflokk Íslands hörðnuðu um helgina þegar ný framkvæmdastjórn kærði þrjá flokksmenn til lögreglu fyrir efnahagsbrot. Deilurnar snúast um fjárreiður o | |
16:36 | Kaldalón hækkar eftir ákvörðun um endurkaup Stjórn Kaldalóns tilkynnti í gær um allt að 350 milljóna króna endurkaupaáætlun á seinni árshelmingi. | |
16:35 | Segja Hamas ráðast gegn mannúðarstarfsfólki Íbúar Gasa sem staddir voru nálægt dreifingarstöðvum mannúðaraðstoðar segja Hamas-liða þar hafa stundað hryðjuverk, áróður og falsað myndefni. Þetta kemur fram í hljóðupptökum frá COGAT, samhæfingardeild innan varnarmálaráðuneytis Ísraels. | |
16:30 | Veriate og TGC Capital Partners í samstarf Íslenska sprotafyrirtækið Veriate ehf. sem þróar athugasemda- og skorkerfið Speakness fyrir fjölmiðla, hefur gengið frá samstarfssamingi við fjárfestingarfélagið TGC Capital Partners sem er fjarfestingararmur Gateway group. Fjárfesting TGC Capital Partners gerir Veriate kleift að fjölga forriturum fyrir Speakness en prófanir á forritinu eru þegar hafnar hjá Nútímanum.is. | |
16:26 | Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Hljómsveitin Monsters and Men gefur í dag út lagið Television Love. Fimm ár eru frá því að sveitin gaf síðast út lag. | |
16:16 | Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Hollywood-stjarnan Sydney Sweeney virðist hafa verið vinsælasta stelpan á ballinu eftir brúðkaup milljarðamæringsins Jeffs Bezos og fjölmiðlakonunnar Laurenar Sánchez í Feneyjum því bæði leikarinn Orlando Bloom og Tom Brady, fyrrverandi NFL-kappi, gerðu hosur sínar grænar fyrir leikkonunni. | |
16:11 | „Ég hef ekki lesið þessa skýrslu í kjölinn“ „Telur ráðherra að KPMG sé einfaldlega að fara með rangt mál?“ spurði Þorgrímur Sigmundsson, þingmaður Miðflokksins, Hönnu Katrínu Friðriksson atvinnuvegaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. | |
16:06 | Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Heilbrigðisráðherra mun styrkja heilbrigðisþjónustu og bráðaviðbragð í Öræfum árið um kring. Starfshópur verður skipaður um verkefnið til að móta fyrirkomulag þess og á hann að skila tillögum til ráðherra í lok október. Frá þessu er greint í tilkynningu frá stjórnarráðinu. | |
16:02 | Ánægja með stjórnarflokka aðra en Flokk fólksins Ánægja með þriðja flokkinn í ríkisstjórnarsamstarfinu, Flokk fólksins, er síður en svo sambærileg en 18 prósent segja flokkinn hafa staðið sig vel. Flokkurinn hefur átt erfitt uppdráttar á kjörtímabilinu vegna ýmissa hneyklismála. | |
16:00 | Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, þingmaður Flokks fólksins, fer hörðum orðum um málþóf stjórnarandstöðunnar í skoðanagrein á Vísir.is. „Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa flutt um 1.400 ræður og andsvör yfir sjálfum sér í málþófinu. Ræður sem oft á tíðum fjalla alls ekki um efnisatriði frumvarpsins heldur um allt önnur mál. Til að mynda um Flokk fólksins og formann hans Lesa meira |