| 16:29 | „Kanntu ekki mannasiði, mannfjandi?“ „Kanntu ekki mannasiði, mannfjandi?“ skrifar Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, í beittri athugasemd undir færslu hjá Sigmari Guðmundssyni, þingflokksformanni Viðreisnar. | |
| 16:20 | „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi“ Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra með meiru, hundskammar Sigmar Guðmundsson, þingmann Viðreisnar, og sakar um aldursfordóma. Össur hellir sér yfir þingmanninn. | |
| 16:19 | Kortlagði grunnvatn á Reykjanesskaga á tímum eldgoss Alexandra K Hafsteinsdóttir, nemi í jarðfræði við Háskóla Íslands, hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands fyrir verkefni sitt, Kortlagning grunnvatns á Reykjanesskaga. Verðlaunin voru afhent á Bessastöðum í dag. Þau eru veitt námsmönnum sem hafa unnið framúrskarandi starf við úrlausn verkefna sem styrkt voru af Nýsköpunarsjóði námsmanna 2025.Markmið rannsóknar Alexöndru var að kortleggja grunnvatnsstrauma á Reykjanesskaga með því að mæla leiðni og greina anjónir í ferskvatni víðs vegar á skaganum. Á sama tíma var þróað verklag í kringum nýja rafknúna vatnsdælu sem hefur fengið viðurnefnið Perlufestin. Hún er mun fyrirferðarminni en hefðbundnar vatnsdælur og hentar vel til sýnatöku úr grönnum ferskvatnsborholum. ELDVIRKNI HAFÐI EKKI ÁHRIF Á EFNASAMSETNINGU GRUNNVATNS Á meðan á rannsókn | |
| 16:15 | Hagar hækka um 2,5% eftir nýtt verðmat Gengi Íslandsbanka lækkar eftir hluthafafund í gær. | |
| 16:15 | Gæti breytt matvörumarkaðnum Stefnt er að því að verslunum Prís fjölgi á kostnað verslana Nettó á matvörumarkaði. Nettó-vörumerkið mun þó lifa áfram og engin áform eru um að leggja það niður. | |
| 16:12 | Trump-tollarnir bitna nánast alfarið á Bandaríkjamönnum samkvæmt nýrri rannsókn Tollar Bandaríkjanna, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti og ríkisstjórn hans höfðu fullyrt að yrðu greiddir af erlendum þjóðum, lenda nær alfarið á bandarískum fyrirtækjum og neytendum. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar þýsku hugveitunnar Kiel Institute for the World Economy. Business Insider greinir frá niðurstöðunum sem voru birtar í gær en þar kemur fram að erlendir Lesa meira | |
| 16:10 | Kanadaher þróar viðbragð við bandarískri innrás Kanadíski herinn hefur unnið að því að móta hvernig skuli bregðast við, fari svo að Bandaríkin ráðist inn í landið. Telur herinn að við innrás myndu bandarískar hersveitir yfirbuga kanadíska herinn á sjó og landi á aðeins tveimur dögum. | |
| 16:04 | Hlutabréfaverð lækkar: Áhyggjur af nýju viðskiptastríði Hlutabréf lækkuðu í verði við opnun markaða í morgun á Wall Street í Bandaríkjunum í kjölfar tollahótana Bandaríkjaforseta vegna Grænlands. | |
| 16:02 | Eldræða Macrons: Bandaríkin reyna að undiroka Evrópu Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði í ræðu sinni á efnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss að Frakkland kysi „virðingu fram yfir yfirgangsseggi“ og hafnaði „óásættanlegum“ tollum, í kjölfar hótunar Donalds Trumps Bandaríkjaforseta um að leggja refsitolla á lönd sem eru andvíg áætlunum hans um að leggja Grænland undir sig. „Frakkland og Evrópa eru bundin þjóðlegu fullveldi og sjálfstæði, Sameinuðu þjóðunum og sáttmála... | |
| 15:57 | Ítrekuð verkföll á Louvre-safninu Louvre-safnið í París var lokað gestum í gær vegna verkfalls starfsfólks. Þetta er í níunda sinn síðan um miðjan desember sem starfsfólk safnsins leggur niður störf. Af þessum sökum hefur safnið verið lokað í þrjá heila starfsdaga en í sex skipti var það opið að hluta í hálfan dag.Talsmaður verkalýðshreyfingarinnar CGT, sem er ein sú stærsta í Frakklandi, segir við The Art Newspaper að engan bilbug sé að finna á hreyfingu verkafólks sem starfi innan veggja safnsins. Verkfallið hafi verið samhljóða samþykkt af 350 starfsmönnum þess. Þeir hafa krafist þess að laun þeirra séu á pari við laun starfsmanna annarra safna á vegum hins opinbera. Munurinn er sagður nema allt frá 70 evrum á mánuði og að 200 evrum, sem samsvarar rúmlega 10 þúsund krónum til tæplega 30 þúsunda.Þá hafa starfsmennirnir e | |
| 15:57 | Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Emmanuel Macron, forseti Frakklands, varar við því að heimurinn verði löglaus og að lögmál frumskógarins taki við af alþjóðasamþykktum og samvinnu. Sá sterki fái að ráða og sagði hann heimsvaldastefnu vera að stinga upp kollinum á nýjan leik. | |
| 15:49 | Þingmaður segir Ólaf Ragnar hafa gefið stefnu Viðreisnar falleinkunn Rétt væri að hlusta á leiðbeiningar og ráð Ólafs Ragnars Grímssonar, fyrrverandi forseta, þegar kemur að samskiptum við Bandaríkin og stjórn Donalds Trump forseta. Þetta sagði Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins, á Alþingi í dag, en hann sagði Ólaf Ragnar hafa gefið utanríkisstefnu Viðreisnar falleinkunn. Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingar, sagði hins vegar ómögulegt að „strjúka hærum Bandaríkjaforseta réttsælis“ og... | |
| 15:49 | Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins Brynjar Níelsson, fyrrverandi stjórnmálamaður, hefur látið lítið fyrir sér fara á Facebook, sem hafði fram til þess að hann var skipaður tímabundið dómari við héraðsdóm, verið hans helsti skotpallur. En nú er eins og allar flóðgáttir hafi brostið. | |
| 15:47 | Brúnni yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi verður lokað Brúin yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi, við Jökulsárlón, á hringveginum verður lokuð frá klukkan 19 til klukkan 1 eftir miðnætti á morgun. | |
| 15:45 | Íbúðaverð lækkað um 2% að raunvirði Vísitala íbúðaverðs lækkaði um 1,16% í desember. | |
| 15:41 | Réðist á lögreglumann og skar hann í andlitið – Myndband Lögreglumaður var fluttur á sjúkrahús eftir að hafa hlotið skurði í andliti eftir hnífaárás í miðbæ South Shields á laugardaginn 17. janúar. Maður um tvítugt hefur verið handtekinn grunaður um alvarlega líkamsárás. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu í Northumbria voru tveir lögreglumenn við reglubundið eftirliti á King Street í South Shields þar sem þeir höfðu afskipti […] Greinin Réðist á lögreglumann og skar hann í andlitið – Myndband birtist fyrst á Nútíminn. | |
| 15:35 | Myndskeið: Macron vígalegur í Davos Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur vakið verðskuldaða athygli á World Economic Forum-ráðstefnunni, sem stendur yfir í Davos í Sviss þessa vikuna, þar sem hann skartar dökkum sólgleraugum innanhúss, jafnt í pontu sem á fundum og mannamótum. | |
| 15:27 | Sviptivindar, óreiða og hraði á fyrstu 12 mánuðum Trumps Orðið sviptivindar er best til þess fallið að lýsa fyrsta ári Trumps í embætti á þessu kjörtímabili, að mati Silju Báru Ómarsdóttur, prófessors við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og sérfræðings í bandarískum stjórnmálum. „Hann kemur inn af miklum krafti og miklu offorsi í mörgum málum og maður hélt að óreiðan sem einkenndi að mörgu leyti fyrra tímabilið, að hún yrði minni en ef eitthvað er þá held ég jafnvel að hún sé meiri á þessu fyrsta ári á þessu seinna tímabilinu, heldur en hún var.“Ár er í dag síðan Trump hóf annað kjörtímabil sitt sem forseti Bandaríkjanna og það hefur ekki verið lognmolla í Hvíta húsinu síðan.Silja Bára segir að hraðinn hafi komið á óvart. Að undanförnu hafi hótanir um að taka yfir Grænland skyggt á umræðu um ýmislegt annað.Mikill hraði og óreiða hafa einkenn | |
| 15:18 | „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Formaður Framsóknarflokksins segir það umhugsunarefni fyrir meirihlutann á Alþingi og ríkisstjórnina að verðbólga stefni að öllum líkindum yfir fimm prósent á næstu mánuðum og muni aukast. „Með öðrum orðum, fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist, henni hefur mistekist að ná niður verðbólgunni og vöxtunum.“ | |
| 15:13 | Myndskeið: Fagnað sem þjóðhetju í flugstöðinni Fólk á öllum aldri safnaðist saman í flugstöðinni í Nuuk í dag til að taka á móti grænlenska utanríkisráðherranum Vivian Motzfeldt eftir viðburðaríka viku. | |
| 15:10 | „Má segja að höfuðborgin hafi breyst í skautasvell“ Kristján Kristjánsson, framkvæmdastjóri Árekstur.is, segir að áfram haldi að berast inn tilkynningar um árekstra á höfuðborgarsvæðinu vegna hálku og segir hann daginn í dag vera þann annasamasta á þessum vetri frá því í fannferginu 28. október í fyrra. | |
| 15:08 | Magnús Eiríksson borinn til grafar Magnús Eiríksson, einhver dáðasti dægurlagaperlusmiður landsins, var borinn til grafar í dag. Segja má að þjóðarsorg hafi brotist út þegar andlát hans spurðist. | |
| 15:08 | Ákærður fyrir að nauðga sex ára stúlku og eiginkonu sinni Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að nauðga sex ára stúlku og eiginkonu sinni ítrekað. Manninum er einnig gefin sök að hafa tekið myndir af verknaðinum og dreift á veraldarvefnum. | |
| 15:05 | Telur ólíklegt að Bandaríkin beiti herafli Jens-Frederik Nielsen, formaður grænlensku landsstjórnarinnar, segir að þrátt fyrir að beiting herafls í landinu sé „ekki líkleg” þurfi Grænlendingar að vera undirbúnir vegna hótana Donalds Trumps Bandaríkjaforseta um að sölsa undir sig eyjuna. | |
| 15:01 | Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Ísland mætir Ungverjalandi í úrslitaleik um efsta sætið í F-riðli Evrópumótsins í handbolta. | |
| 15:00 | Heitt í hamsi vegna Grænlands Staða öryggis- og varnarmála og hótanir Bandaríkjaforseta í garð Grænlands voru þingmönnum ofarlega í huga í umræðu um störf þingsins við upphaf þingfundar í dag. Á meðan þingmenn allra flokka sem kvöddu sér hljóðs um alþjóðamálin sögðust styðja Grænlendinga og að hótanir Bandaríkjaforseta væru fráleitar, þá kvað á sama tíma við nokkuð ólíkan tón milli þingmanna stjórnar og stjórnarandstöðu um það hvort Ísland ætti, í ljósi aðstæðna, að horfa meira til Evrópusambandsins. | |
| 14:58 | Danskur sjóður selur öll bandarísk ríkisskuldabréf Hótanir Trumps um að yfirtaka Grænland eru nefndar sem hluti af ástæðunni. | |
| 14:56 | Kjólasaga Brooklyns loðin Það hefur vart farið fram hjá neinum að Beckham-fjölskyldan stendur nú í sögulegum deilum sem vöktu sérstaklega mikla athygli í gær þegar Brooklyn elsti sonur Victoriu og Davids opnaði sig um áralangar erjur hans og fjölskyldu hans. | |
| 14:45 | Þrjú þúsund milljarða skuggabankamarkaður Árleg skýrsla Seðlabankans um gjaldeyrismarkaðinn og gengisþróun er jafnan fróðleg lesning. Í þeirri nýjustu, sem birtist í liðinni viku, er meðal annars að finna þær upplýsingar að umfang gjaldeyrispörunar innan stóru viðskiptabankanna – sem sumir hafa kallað stærstu skuggabankastarfsemi landsins – hafi í fyrra numið samtals um þrjú þúsund milljörðum króna. Hefur sá markaður verið í nokkuð stöðugu ástandi á þeim slóðum undanfarin ár. | |
| 14:34 | Eldklár kýr klórar sér Bóndi í Austurríki tók eftir því að Veronika, kýr sem hann heldur sem gæludýr, fór að leika sér með prik sem hún notaði síðan til þess að klóra sér. Kýrin var eins fljót að þekkja raddir fjölskyldumeðlima og flýtti sér til þeirra er kallað var á hana.Veronika er þrettán ára svissnesk kýr sem býr í austurrískum bæ við landamæri Ítalíu.„Ég var að sjálfsögðu undrandi á einstakri greind hennar og hugsaði með mér hversu mikið við gætum lært af dýrum: þolinmæði, ró, nægjusemi og blíðu,“ segir Witgar Wiegele í samtali við breska miðilinn The Guardian. Wiegele er lífrænn bóndi og bakari sem býr í litlum bæ í Karintíu-héraði í Austurríki.Undarlegt athæfi kýrinnar vakti fljótt athygli og fyrr en varði hafði líffræðingum sem sérhæfa sig í greind dýra í Vínarborg borist myndband af kúnni. Sérfræðingar | |
| 14:34 | Áætla 221 milljarð í verkleg útboð á árinu Áætluð heildarfjárhæð í fyrirhuguðum verklegum útboðum opinberra verkkaupa, sem taka þátt í Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins, Samtaka innviðaverktaka og Mannvirkis - félags verktaka, árið 2026, nemur 221 milljarði króna. | |
| 14:30 | Fékk tíu ára fangelsi fyrir að ógna lögreglumanni með keðjusög Albani sem ógnaði lögreglumanni í Paisley í Skotlandi, í maí árið 2024, hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi. Maðurinn, sem er 32 ára gamall, ók stolnum Volkswagen inn í merktan lögreglubíl. Hann tók síðan upp keðjusög og gerði sig líklegan til að ráðast á lögreglumann sem hljóp undan honum. Lögreglumaðurinn sagðist hafa óttast um Lesa meira | |
| 14:29 | Lífeyrissjóður selur öll sín bandarísku ríkisskuldabréf AkademikerPension, einn stærsti lífeyrissjóður Danmerkur, átti bandarísk ríkisskuldabréf að andvirði 100 milljónir dala. | |
| 14:28 | Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Karlmaður hefur verið ákærður fyrir nauðga sex ára stúlku tvívegis og eiginkonu sinni ítrekað. Hann sætir einnig ákæru fyrir að hafa ljósmyndað athæfi sitt og birt ljósmyndir af því á netinu. | |
| 14:27 | Segir innflytjendastefnuna skjóta skökku við „Maður fær á tilfinninguna að stjórnvöldum finnist ekkert mál að skipta út eigin þjóð fyrir einstaklinga frá ólíkt þenkjandi þjóðum.“ | |
| 14:19 | Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Grænlendingar eru að ganga í gegnum erfiða tíma en ólíklegt er að Bandaríkjamenn muni beita hervaldi til að leggja Grænland undir sig. Þjóðin þarf þó að vera undirbúin fyrir hvað sem er, í samvinnu við Dani, Evrópusambandið og aðra bandamenn. | |
| 14:13 | Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Á undanförnum árum hefur umræða um næringu í auknum mæli snúist ekki aðeins um hvað við neytum, heldur hversu vel líkaminn nýtir næringarefnin. Rannsóknir hafa sýnt að frásog vítamína og steinefna getur verið mismunandi eftir einstaklingum, aldri, meltingarstarfsemi og lífsstíl – og að hefðbundin töfluinntaka henti ekki öllum. | |
| 14:12 | Borgarstjórn biður vöggustofubörn afsökunar Borgarstjórn samþykkti í dag afsökunarbeiðni til handa þeim sem voru vistuð sem börn á Vöggustofu Thorvaldsfélagsins 1974 til 1979 og fjölskyldum þeirra.Borgarstjórn tók um leið undir tillögur vöggustofunefndar um að tryggja vöggustofubörnum geðheilbrigðis- og sálfræðiþjónustu þeim að kostnaðarlausu. Jafnframt skorar hún á dómsmálaráðuneytið að ljúka sem fyrst gerð frumvarps um sanngirnisbætur svo ljóst verði hvernig megi rétta hlut þeirra sem voru vistuð á Vöggustofunni Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsenfélagsins.Þetta var önnur rannsóknin á aðstæðum og afdrifum barna sem vistuð voru á vöggustofum í Reykjavík upp úr miðri síðustu öld. Fyrri rannsóknin náði til vistunar barna frá 1949 til 1973. Seinna var ráðist í rannsókn á árunum 1974 til 1979.Rannsóknarnefndin sagði að ýmislegt hefði | |
| 14:12 | Borgin biðst afsökunar Á fundi borgarstjórnar í dag var samþykkt ályktun þar sem þau sem vistuð voru sem börn á Vöggustofu Thorvaldsenfélagsins á árunum 1974 til 1979 og fjölskyldur þeirra eru beðin afsökunar á þeirri meðferð sem lýst var í skýrslu vöggustofunefndar. | |
| 14:11 | Myndband: Trump herðir tóninn fyrir Davos Samhliða þessu reynir lítill, þverpólitískur hópur bandarískra þingmanna í Davos að draga úr spennunni. | |
| 14:10 | Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Vegagerðin segist hafa skoðað að færa þjóðveg 1 fjær Steinafjalli en telur það framtíðarlausn sem sé töluvert dýrari en hrunvarnir sem bjóða á út á næstunni. Koma þurfi upp hrunvörnum víðar en við Steinafjall þar sem erlend ferðakona lést þegar grjót hrundi á bíl hennar í fyrra. | |
| 14:09 | „Alveg ljóst að það eru ekki allir að spila með“ Í Þetta helst í dag voru stöðugleikasamningarnir - og verðhækkanir í ljósi þeirra - til umfjöllunar. Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, sagði í kvöldfréttum sjónvarps um helgina að verðbólga gæti sprengt kjarasamninga í haust.Félags- og húsnæðismálaráðherra segir ljóst að ekki séu allir að spila með þegar kemur að því að halda aftur af gjaldskrár- og verðhækkunum. Hann segir framgöngu Veitna í hróplegu ósamræmi við markmið stöðugleikasamninganna.Þegar skrifað var undir í marsmánuði 2024 var verðbólga 6,6 prósent og stýrivextir 9,25 prósent - og töluverð óvissa einkenndi hagkerfið. Samið var um 3,5 prósenta launahækkun til fjögurra ára og áhersla var lögð á að ríki og sveitarfélög héldu aftur af sér í gjaldskrárhækkunum og fyrirtæki í verðhækkunum.Í samningunum eru forsenduákvæði um viðmið u | |
| 14:00 | Fær engar bætur eftir aðgerð sem hún segir hafa valdið 10 ára kvölum Hæstiréttur hefur hafnað því að taka fyrir mál konu gegn Sjúkratryggingum Íslands en hún hafði krafist bóta úr sjúklingatryggingu vegna afleiðinga skurðaðgerðar sem hún fór í árið 2016. Hefur konan þurft að styðjast við hækju æ síðan og mátt þola töluverðar kvalir. Hefur hún þar að auki takmarkaða stjórn á vinstri fæti. Konan hafði höfðað Lesa meira | |
| 14:00 | Kennir skorti á fjármagni um Uppbygging meðferðarúrræða hér á landi hefur strandað á því að of litlu fjármagni hefur verið veitt í málaflokkinn síðustu ár. Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir það fjármagn sem hafi komið frá stjórnvöldum hafa verið nýtt með skynsamlegum… | |
| 13:58 | ESB enn fýsilegri kostur í ljósi Grænlandsmálsins Grímur Grímsson þingmaður Viðreisnar líkti mögulegum aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið við samningaviðræður fyrirtækis og umsækjanda um starf. | |
| 13:57 | Sláandi hvað frumvarp sé eldismiðað Landssamband veiðifélaga krefjast endurskoðunar frumvarps um lagareldi og segja það hannað fyrir rekstraraðila sjókvíaeldis. | |
| 13:54 | Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Borgarstjórn samþykkti í dag ályktun þar sem þau sem vistuð voru sem börn á Vöggustofu Thorvaldsenfélagsins á árunum 1974 til 1979 og fjölskyldur þeirra eru beðin afsökunar á þeirri meðferð sem lýst var í skýrslu vöggustofunefndar. | |
| 13:53 | Borgarstjórn biður börn sem voru vistuð á Vöggustofu Thorvaldsenfélagsins afsökunar Borgarstjórn samþykkti í dag á fundi sínum ályktun þar sem þau sem vistuð voru sem börn á Vöggustofu Thorvaldsenfélagsins á árunum 1974 til 1979 og fjölskyldur þeirra eru beðin afsökunar á þeirri meðferð sem lýst var í skýrslu vöggustofunefndar. Ályktunin borgarstjórnar í heild er svohljóðandi: Borgarstjórn biður öll þau sem vistuð voru sem börn á Lesa meira | |
| 13:49 | Útilokar skemmdarverk Fernando Grande-Marlaska, innanríkisráðherra Spánar, útilokar að skemmdarverk hafi átt sér stað þegar tvær lestir rákust saman á Spáni í fyrrakvöld með þeim afleiðingum að 41 lést. | |
| 13:45 | Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, dregur í efa að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sé treystandi. Hann hafi samþykkt í fyrra að beita meðlimi Evrópusambandsins ekki frekari tollum en ætli sér þrátt fyrir það að setja tolla á nokkur ríki Evrópu í tengslum við hótanir hans í garð Grænlands. | |
| 13:43 | Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Tæplega tuttugu milljónir rúmmetra af kviku hafa safnast saman undir Svartsengi frá því í síðasta gosi á Sundhnúksgígaröðinni og er enn talið líklegt að aftur gjósi á næstu vikum. Hættumat er óbreytt fram í næsta mánuð. | |
| 13:36 | Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag Tilkynningum til lögreglu vegna heimilisofbeldis fjölgaði um tvö prósent í fyrra samanborið við síðustu þrjú ár á undan en alls fékk lögregla 2.485 slíkar tilkynningar á síðasta ári. Það jafngildir að meðaltali tæplega sjö tilkynningum á dag en flestar tilkynningar um heimilisofbeldi bárust í desember, eða 138 tilkynningar. Tilkynningum um ofbeldi foreldra gegn börnum hefur fjölgað einna mest á milli ára. Innan við þriðjungur þolenda heimilisofbeldis segist hafa tilkynnt um ofbeldið til lögreglu. | |
| 13:35 | Furðar sig á að eiginmaður skólastjórans hafi fengið skólaakstur án útboðs Eigandi hópferðafyrirtækis furðar sig á hvernig skólaakstri hefur verið háttað eftir að grunnskólanum á Raufarhöfn var skyndilega lokað í haust. Sviðsstjóri velferðarsviðs Norðurþings segir ekki hafa komið til greina að bjóða aksturinn út.Í október var Grunnskóla Raufarhafnar lokað vegna skorts á starfsfólki, fyrst fram að jólum og svo út skólaárið. Þá var ákveðið að nemendur skólans myndu stunda nám í Öxarfjarðarskóla en þangað er um fimmtíu mínútna akstur frá Raufarhöfn. Samið var við þann sem þegar sinnir skólaakstri á vegum Norðurþings til þess að taka leiðina að sér.Rúnar Óskarsson, eigandi hópferðafyrirtækisins Fjallasýnar, furðar sig á þessari ákvörðun sveitarfélagsins – sérstaklega í ljósi þess að sá sem sinnir akstrinum er eiginmaður skólastjórans í Öxarfjarðarskóla. Sjálfur hafi | |
| 13:33 | Opinber útboð áætluð 221 milljarður króna í ár Áætluð heildarfjárhæð í fyrirhuguðum verklegum útboðum þeirra ellefu opinberu verkkaupa sem taka þátt í Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins (SI), Samtaka innviðaverktaka og Mannvirkis – félags verktaka árið 2026 nemur 221 milljarði króna. Um er að ræða 76 milljarða, eða 53 prósenta, aukningu frá þeim útboðum sem raungerðust árið 2025 sem nam 145 milljörðum króna. Þetta kemur The post Opinber útboð áætluð 221 milljarður króna í ár appeared first on 24 stundir. | |
| 13:32 | Grænlendingar stofna samhæfingarhóp vegna hernaðarógnar frá Bandaríkjunum Grænlenska landstjórnarin, Naalakkersuisut, hélt blaðamannafund fyrir skemmstu vegna hækkunar viðbúnaðarstigs á Grænlandi sem andsvar við hótunum Bandaríkjaforseta um að yfirtaka landið. Á fundinum sögðu Jens-Frederik Nielsen, formaður landsstjórnarinnar, og Múte B. Egede fjármálaráðherra og fyrrverandi formaður landsstjórnarinnar, að framundan væru aðgerðir til að mæta ógninni frá Bandaríkjunum. „Við verðum að vera viðbúin enn meiri þrýstingi, og þótt ekkert bendi til hernaðaríhlutunar... | |
| 13:31 | Áforma opinber útboð upp á 221 milljarð Útboð síðasta árs voru umtalsvert minni en boðað var á síðasta Útboðsþingi SI. | |
| 13:30 | Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Áætluð heildarfjárhæð í fyrirhuguðum verklegum útboðum þeirra ellefu opinberu verkkaupa sem taka þátt í Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins, Samtaka innviðaverktaka og Mannvirkis – félags verktaka árið 2026 nemur 221 milljarði króna. Þetta er 53 prósenta, eða 76 milljarða króna, aukning frá þeim útboðum sem raungerðust árið 2025 en fjárhæð þeirra nam 145 milljörðum króna. Áætlað var að fjárhæð útboða síðasta árs myndi nema 264 milljörðum króna. | |
| 13:30 | Mál mæðgna sem myrtar voru 1996 skoðað á ný Endurupptökunefnd sakamála í Bretland hefur greint frá því að hún hyggist fara ofan í saumana á máli mæðgna sem myrtar voru í Kent í júlí 1996 á þeirri forsendu að ný sönnunargögn liggi nú fyrir í málinu. | |
| 13:29 | Kalla eftir óháðri úttekt á starfseminni Félag talsmanna umsækjenda um alþjóðlega vernd, FTA, lýsir yfir áhyggjum af nýlegu máli er varðar brot á trúnaðar- og þagnarskyldu starfsmanns Útlendingastofnunar, svo og þeim viðhorfum sem endurspeglast í tjáningu starfsmannsins á samfélagsmiðlum. | |
| 13:19 | Land risið um tæpan metra og eldgos þykir líklegt Kvika safnast enn hægt og stöðugt undir Svartsengi. Næstum tuttugu milljónir rúmmetrar af kviku hafa nú safnast þar fyrir frá því síðast gaus í júlímánuði. | |
| 13:17 | Bílvelta norðan við Akureyri Bíll lenti utan vegar og valt á hliðina á gatnamótum hringvegarins og Ólafsfjarðarvegar nú í hádeginu. | |
| 13:16 | Enn heldur kvikusöfnun áfram Hæg en stöðug kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi. Veðurstofan telur að tæplega 20 milljón rúmmetrar af kviku hafi safnast fyrir frá síðasta eldgosi í júlí. Skjálftavirkni hefur verið nokkuð stöðug síðustu vikur og skjálftar helst mælst milli Sýlingarfells og Stóra-Skógfells.Land hefur risið um tæpan einn metra í Svartsengi frá því í nóvember 2023. Mest reis það í upphafi en síðan hefur dregið úr hraða kvikusöfnunar við hvert eldgos og kvikuhlaup.Sem fyrr er kvikuhlaup úr Svartsengi og eldgos á Sundhnúksgígaröðinni líklegasta sviðsmyndin næstu vikur meðan kvikusöfnunin heldur áfram.Hættumat helst óbreytt til 3. febrúar.Fólk á ferð nærri hrauni í nóvember 2024.Rúv / Jónmundur | |
| 13:15 | Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Raunveruleikastjarnan Brynjar Steinn Gylfason, betur þekktur sem Binni Glee, birti á TikTok í gær skjáskot af samskiptum sínum við ónefndan knattspyrnumann. Viðkomandi segist þar eiga kærustu og sé ekki samkynhneigður en vilji samt hitta Binna aftur til að sofa hjá honum. | |
| 13:14 | Þúsundir íbúa Kyiv án hita og leita skjóls í neyðarskýlum Rússlandsher gerði umfangsmiklar árásir á orkuinnviði víða um Úkraínu í nótt. Í höfuðborginni Kyiv eru þúsundir án hita og rafmagns í vetrarfrosthörkum, hefur borgarstjórinn Vitaly Klitschko tilkynnt. Hann segir að um 6.000 manns séu án hita og að stór hluti borgarinnar sé án rennandi vatns. Spáð var sex til þrettán stiga frosti í dag. Unnið er að því að koma hita, vatni og rafmagni aftur á borgina.Í byrjun árs gerði Rússlandsher umfangsmestu árásir á orkuinnviði í Úkraínu síðan hann hóf allsherjarinnrás í febrúar 2022. Um helmingur íbúa Kyiv hefur á einhverjum tímapunkti verið án hita og rafmagns frá 9. janúar.Neyðarskýli hafa verið sett upp í íbúahverfum þar sem fólk er án húshitunar og vatns. Þangað getur fólk komið til að hlýja sér.Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, greindi frá því á | |
| 13:13 | Kalla eftir atkvæðagreiðslu um viðræður hið fyrsta Ábyrgðarlaust er að láta sem Ísland geti staðið eitt eða að traust á varnarsamstarf okkar við Bandaríkin tryggi hagsmuni okkar, þegar bandarísk stjórnvöld ógna Grænlendingum og lýsa ásetningi að sölsa undir sig landið þeirra. | |
| 13:10 | Ákærður fyrir að nauðga sex ára stúlku og eiginkonu sinni Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að nauðga sex ára stúlku og eiginkonu sinni. Samkvæmt ákærunni nauðgaði maðurinn stúlkunni tvisvar þegar hún var gestkomandi á heimili hans. Eiginkonu sinni er hann ákærður fyrir að nauðga sex til átta sinnum á fimm ára tímabili. Fjallað er um málið á vef ríkisútvarpsins og þar segir að ,,maðurinn sé […] The post Ákærður fyrir að nauðga sex ára stúlku og eiginkonu sinni appeared first on Fréttatíminn. | |
| 13:05 | Vilja úttekt á Útlendingastofnun vegna trúnaðarbrots starfsmanns Viðbrögð við máli starfsmanns Útlendingastofnunar sem birti upplýsingar á samfélagsmiðli um fólk sem sótt hafði um alþjóðlega vernd ættu ekki að einskorðast við hann heldur stofnunina í heild. Þetta segir FTA, Félag talsmanna umsækjenda um alþjóðlega vernd, í yfirlýsingu.Starfsmaðurinn var tilkynntur til lögreglu eftir að upp komst að hann hafði deilt nöfnum umsækjenda í lokuðum hópi fólks á Instagram. Gímaldið greindi frá deilingunum og sagði að á einni myndinni hefði mátt sjá nöfn þriggja umsækjenda og ummæli starfsmannsins: „3 kínverjar búnir komnir með klára synjun! Not all heroes wear capes“.FTA segir að tjáning af þessu tagi verði sjaldnast til í tómarúmi og geti endurspeglað það umhverfi sem viðkomandi tilheyri.„Í ljósi aðstæðna telur FTA tilefni til að dómsmálaráðuneytið kalli efti | |
| 13:00 | Ragnar Þór urðar yfir Ingu Sæland og líkir henni við Donald Trump – „Hverjum dettur í hug að tala svona?“ Ragnar Þór Pétursson, kennari og fyrrverandi formaður Kennarasambands Íslands, segir grátlegt að menntamálin hafi nú lent „í hrömmunum á ráðherra sem virðist halda að besta meðalið séu lygar, ýkjur, svik og hótanir“. Þetta kemur fram í grein hans hjá Vísi í dag. Fólk með lítið lestrarþol geti orðið menntamálaráðherra „Í fyrstu fannst mér oggulítið sætt Lesa meira | |
| 13:00 | „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Formaður Landsambands eldri borgara segir fréttir af aukinni áfengisdrykkju eldra fólks hafa komið verulega á óvart. Vandamálið sé falið og þörf sé á fræðslu til eldri borgara um skaðsemi áfengis. | |
| 13:00 | Segir tíma kominn til að axla meiri ábyrgð „Þetta er búið að vera í deiglunni og ég er búin að vera að melta þetta undanfarnar vikur og mánuði,“ segir Ingibjörg Ólöf Isaksen sem býður sig fram til formanns Framsóknarflokksins og segist reiðubúin að axla meiri ábyrgð. | |
| 12:54 | Loðnuvinnsla hafin Hvalir að djöflast í loðnunni eins og oft áður | |
| 12:53 | Hlakkar í Rússum yfir ásælni Trumps Á meðan Donald Trump forseti herðir sókn sína til að tryggja Bandaríkjunum yfirráð yfir Grænlandi, fagna Rússar ringulreiðinni en halda eigin afstöðu til bandarískra yfirráða yfir eyjunni óljósri. Evrópuríki hafa varað við því að hvers kyns tilraun Bandaríkjanna til að ná yfirráðum yfir Grænlandi myndi kljúfa NATO, bandalag yfir Atlantshafið sem Rússar hafa lengi litið á sem öryggisógn. En stjórnvöld... | |
| 12:32 | 95 milljónir í starfslokasamninga Starfslokasamningar atvinnuvegaráðuneytisins og undirstofnana þess hafa kostað ríflega 95 milljónir kr. síðustu átta ár. Einn sá dýrasti var gerður í ráðuneytinu sjálfu og kostaði tæpar fjórtán milljónir. | |
| 12:30 | Kaupum Greencore á Bakkavör lokið „Framtíðin er Greencore,“ segir Ágúst Guðmundsson. | |
| 12:21 | Framkvæmdum við Arnarnesveg miðar vel áfram Þessa dagana er unnið að frágangi nýrrar brúar yfir Breiðholtsbraut, sem var steypt í byrjun nóvember. Verið er að fjarlægja undirslátt af akbraut til norðurs, sem hefur verið lokuð frá því í sumar. Ráðgert að færa umferð yfir á akbrautina um næstu mánaðarmót og þá verður hæðartakmörkunum aflétt. Þá stendur yfir vinna við undirslátt nýju göngubrúarinnar […] The post Framkvæmdum við Arnarnesveg miðar vel áfram appeared first on Fréttatíminn. | |
| 12:20 | Ráðgjöf Ólafs Ragnars: Liggjum lágt og leitum ásjár Bandaríkjanna Ólafur Ragnar Grímsson kynnti í gær sýn örlagahyggju og raunhyggju fyrir alþjóðasamskipti Íslendinga, á sama tíma og hann boðaði bjartsýna trú á að Íslandi stafaði engin ógn af útþenslustefnu Bandaríkjanna. Í viðtali í Silfrinu á RÚV í gærkvöldi sagði Ólafur Ragnar, sem var forseti Íslands frá árunum 1996 til 2016, lengst allra Íslendinga, og er að auki fyrrverandi ráðherra og... | |
| 12:19 | Mannlausir bílar fóru á flakk í hálkunni Það var mikið að gera hjá Árekstri.is í morgun vegna flughálku sem gerði vegfarendum lífið leitt á höfuðborgarsvæðinu í morgun.„Hann var bara klikkaður,“ segir Kristján Kristjánsson framkvæmdastjóri um morguninn. „Það voru 25 árekstrar sem komu inn í morgun, þar af einn átta bíla.“ > „Hann var bara klikkaður“ Kristján segir að fyrirtækið hafi sent út þrjá bíla í morgunsárið til að aðstoða fólk. Kalla þurfti út meiri mannskap og bílarnir voru brátt orðnir fimm.Dæmi voru um að bílar runnu af stað mannlausir, svo mikil var hálkan. Það gerðist meðal annars í Ásgarði í Reykjavík. Þar réðu ökumenn sem komu niður brekkuna líka illa við hálkuna og þar varð allt stopp í um tvo klukkutíma þegar bílar þveruðu götuna.Kristján segir að dráttarbílar hafi í einhverjum tilvikum þurft að fjarlægja bíla s | |
| 12:13 | Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Rússar gerðu í nótt umfangsmiklar árásir á orkukerfi Úkraínu þar sem notast var við 372 sjálfsprengidróna og skot- og stýriflaugar. Slíkar árásir hafa verið tíðar að undanförnu en Úkraínumenn eru að ganga í gegnum einn kaldasta veturinn á svæðinu í mörg ár. | |
| 12:06 | Heimilisofbeldi tilkynnt sjö sinnum á dag Alls bárust 2.458 tilkynningar um heimilisofbeldi til lögreglunnar á síðasta ári, en það jafngildir um sjö tilkynningum á dag og 207 á mánuði. | |
| 12:03 | Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Í Íslandi í dag í gærkvöldi fengu áhorfendur að kynnast Vigni Vatnari Stefánssyni sem er 22 ára og yngsti stórmeistari landsins í skák. Hann var nýorðinn tvítugur þegar hann náði þessum merka áfanga fyrir þremur árum síðan og varð 16. stórmeistari Íslandssögunnar. Hann er meðal 100 bestu skákmanna í heimi í hraðskák, en stefnir á toppinn í annarri, meira framandi íþrótt. | |
| 12:03 | Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins hefur boðið sig fram til formanns flokksins. Þetta tilkynnti hún í morgun en hún segir flokkinn standa á tímamótum og mikilvægt að formaður flokksins eigi sæti á Alþingi. | |
| 11:58 | Boða til fundar um Íran að beiðni Íslands Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman á sérstökum aukafundi á föstudaginn, að frumkvæði Íslands, til að fjalla um alvarlega stöðu mannréttinda í Íran í kjölfar víðtækra mótmæla í landinu undanfarið. | |
| 11:58 | Aukafundur að frumkvæði Íslands Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman á sérstökum aukafundi á föstudaginn, að frumkvæði Íslands, til að fjalla um alvarlega stöðu mannréttinda í Íran í kjölfar víðtækra mótmæla í landinu undanfarið. | |
| 11:57 | Škoda Auto þriðja söluhæsta bílamerki Evrópu Mikill vöxtur hefur verið hjá Škoda undanfarin ár en Škoda afhenti alls 1.043.900 bíla til viðskiptavina um allan heim árið 2025, sem er 12,7% aukning milli ára og besti árangur merkisins síðustu sex ár. Í Evrópu afhenti Škoda 836.200 bíla og varð þar með þriðja söluhæsta bílamerki á Evrópumarkaði, eins og segir í tilkynningu. Hröð Lesa meira | |
| 11:55 | Sættir sig ekki við starfshætti Sjálfstæðisflokksins Helgi Áss Grétarsson varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins telur óheppilegt að Guðlaugur Þór Þórðarson hafi gefið mörgum innan Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík til kynna að hann hygðist bjóða sig fram í leiðtogasæti flokksins auk þess sem Helgi telur flokkinn ekki hafa mótað sér skýra stefnu í málum borgarlínu. | |
| 11:52 | Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Fleiri en þrjátíu hafa leitað á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi það sem af er degi vegna flughálku sem beið landsmanna á sunnan og vestanverðu landinu. Meiðslin hafa mörg hver verið alvarleg og mörg umferðaróhöpp og slys má rekja til hálku á vegum. | |
| 11:52 | Samþykkja risavaxið „njósnasendiráð“ í Lundúnum Breska ríkisstjórnin hefur samþykkt áætlanir Kína um risavaxið sendiráð landsins í miðborg Lundúna. | |
| 11:51 | „Sjúkrabílarnir hafa verið á fullu“ Sjúkraflutningamenn hafa haft í nógu að snúast í morgun vegna hálkunnar á höfuðborgarsvæðinu. | |
| 11:50 | Staðfesta „einkaskilaboð“ Macrons Emmanuel Macron Frakklandsforseti sendi Donald Trump Bandaríkjaforseta skilaboð þar sem hann bauðst til að halda ráðstefnu G7-ríkjanna og bjóða Rússum að vera þar á hliðarlínunni. | |
| 11:47 | Fleiri bekki, borð og viljandi villt svæði fyrir samveru Bekkir og borð í borgarlandinu laða að sér fólk, ferfætlinga og jafnvel fugla. Stundum eru bekkir við borð, stundum er borðið með bekkjum og stundum standa bekkirnir stakir eða saman í röð, bekkjaröð. Það er gaman að sjá fjölbreytileika bekkja í borgarumhverfinu, fylgjast með hvernig bekkir laða að sér fólk. Fólk til að hvílast. Fólk sem er að bíða. Fólk... | |
| 11:45 | Danir mæta ekki til Davos Von der Leyen sagði í ræðu sinni í Davos fyrir stundu að viðskipti með fullveldi Grænlands kæmi ekki til greina. | |
| 11:43 | Ósáttur við Macron og hótar 200% tollum á vín Donald Trump reynir að þvinga Frakkalandsforseta að taka þátt í stofnun nýs friðarráðs. | |
| 11:41 | Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman á sérstökum aukafundi að frumkvæði Íslands til að fjalla um alvarlega stöðu mannréttinda í Íran í kjölfar víðtækra mótmæla í landinu undanfarið. | |
| 11:38 | Sveinn Ægir vill annað sætið Sveinn Ægir Birgisson, formaður bæjarráðs í sveitarfélaginu Árborg, býður sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisfélaga Árborgar þann 7. mars næstkomandi. | |
| 11:36 | Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Sautján starfslokasamningar hafa kostað atvinnuvegaráðuneytið og undirstofnanir þess rúmar 95 milljónir á undanförnum átta árum. Flestir starfslokasamningarnir hafa verið gerðir hjá Hafrannsóknarstofnun, alls fimm, á tímabilinu frá 2018 til 2025 sem kostað hafa stofnunina tæpar 35 milljónir. | |
| 11:35 | Fagnar öllum framboðum Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist fagna öllum framboðum til forystu flokksins. | |
| 11:32 | Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Í hádegisfréttum heyrum við í lækni á bráðamóttökunni út af hálkuslysunum sem töldu marga tugi í morgun eftir að borgarbúar vöknuðu upp í flughálku. | |
| 11:31 | „Ég var ekkert að fylgjast með hundapöddunum“ „Helvítis mítillinn, maður!“ sagði Steinþór Hróar Steinþórsson, Steindi jr., í Morgunúvarpinu á Rás 2 og við biðjumst afsökunar fyrir hans hönd á orðbragðinu.Sníkjudýrið brúnn hundamítill greindist á dögunum á hundi sem var farið með til dýralæknis. Matvælastofnun hvetur alla hundaeigendur til að vera á varðbergi svo að brúni hundamítillinn verði ekki landlægur hér á landi. Steindi er einn af þeim sem þarf að hafa þetta í huga en hann og eignaðist nýlega hundinn Guinnes ásamt fjölskyldu sinni.„Ég hlýt að vera óheppnasti maður í heimi, að einhver hundamítill mæti um leið og ég fái mér hund. Ég hef aldrei heyrt um þennan mítil. Ég var ekkert að fylgjast með hundapöddunum,“ sagði Steindi.Hlustaðu á viðtalið við Steinda í spilaranum hér fyrir ofan. | |
| 11:30 | Karlmaður sakaður um svívirðileg kynferðisrbrot gegn sex ára barni og eiginkonu sinni – Dreifði myndum af ofbeldinu Í gær var þingfest við Héraðsdóm Reykjavíkur mál sem héraðssaksóknari hefur höfðað á hendur manni fyrir sérstaklega óhugnanleg kynferðisbrot gegn annars vegar sex ára barni og hins vegar gegn eiginkonu sinni. Í fyrsta ákærulið er maðurinn sakaður um að hafa á árinu 2025, í svefnherbergi á heimili sínu, án samþykkis og með ólögmætri nauðung, haft Lesa meira | |
| 11:30 | Hópur áhrifavalda bannaðir frá öllum næturklúbbum Miami fyrir að spila ‘Heil Hitler’ – Tate bræður og Nick Fuentes í hópnum Hópur áhrifavalda hefur verið bannaður frá flestum næturklúbbum í Miami eftir að myndbönd fóru í dreifingu þar sem þeir sjást spila lagið „Heil Hitler“ eftir Kanye West og heilsa að nasistasið, bæði inni í bifreið og síðar á vinsælum næturklúbbi í Miami Beach. Meðal þeirra sem tengdir eru málinu eru Andrew og Tristan Tate, Myron […] Greinin Hópur áhrifavalda bannaðir frá öllum næturklúbbum Miami fyrir að spila ‘Heil Hitler’ – Tate bræður og Nick Fuentes í hópnum birtist fyrst á Nútíminn. |