| 22:22 | Stóraðgerð lögreglu á Akureyri Lögreglan stóð í stóraðgerð við Glerárgötu á Akureyri á níunda tímanum í kvöld. | |
| 22:09 | Heimsbyggðin rýnir í sígarettu Lars Løkke Það kom eflaust fæstum Íslendingum sem fylgdust grant með fundi utanríkisráðherra Dana og Grænlendinga með ráðamöönnum í Washongton í vikunni á óvart þegar þeirra fyrsta verk eftir fundinn var að kveikja sér í sitt hvorri sígarettunni. | |
| 22:00 | Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Lögreglan réðst í umfangsmikla aðgerð á Akureyri í kvöld þegar fjöldi lögreglumanna stöðvuðu og handtóku ökumann við Glerárgötu. | |
| 22:00 | Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Öryrkjar eru að fá mun hærri laun frá Tryggingastofnun en eldri borgarar eða um 51 þúsund krónur meira á mánuði miðað við lágmarkslífeyri eldri borgara eins og staðan er í dag. | |
| 22:00 | 4 milljónir afganskra barna þurfa meðferð vegna vannæringar Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna áætlar að fjórar milljónir barna og ungmenna í Afganistan þurfi meðferð vegna vannæringar á næstu 12 mánuðum. Vanfærar konur og konur með börn á brjósti eru einnig viðkvæmur hópur. Talið er að milljón konur þurfi einnig meðferð vegna vannæringar.Framlög til matvæladreifingar hafa dregist verulega saman í Afganistan síðan talibanar komust til valda árið 2021. Þá hefur uppskerubrestur, þurrkar og slæmt efnahagsástand haft sömuleiðis slæm áhrif á lífsskilyrði Afgana. Læknar án landamæra segja að mánaðarlega séu rúmlega þrjú hundruð börn lögð inn til meðferðar við vannæringu á sjúkrahúsið í Herat. Ástandið fer síversnandi og ef fram heldur sem horfir munu fjórar milljónir barna þurfa meðferð við vannæringu í Afganistan á næstunni. | |
| 21:44 | Danir bjóða Bandaríkjaher að taka þátt í heræfingu á Grænlandi Yfirmaður herstjórnar Danmerkur á Norðurslóðum, Søren Andersen, býður Bandaríkjunum að taka þátt í sameiginlegri heræfingu á Grænlandi. Andersen á von á því að æfingarnar fari fram seinna á árinu.Bandaríkjaher hefur ekki enn brugðist við boðinu.Þegar hafa Bretland, Þýskaland, Svíþjóð, Noregur og Frakkland ákveðið að senda hermenn á æfingu sem danski herinn stendur fyrir á Grænlandi. Æfingin ber yfirskriftina „Operation Arctic Endurance“. Óljóst er hvort þetta sé sama æfing og Bandaríkjaher hefur verið boðið að taka þátt í.Alls eru um 150 hermenn Bandaríkjahers staðsettir á Grænlandi í Pituffik-geimherstöðinni, áður þekkt sem Thule, á norðvestanverðu landinu. Bandaríkjaher hefur rétt til viðveru hers á Grænlandi samkvæmt samningi sem gerður var við Danmörku 1951. | |
| 21:40 | Segja um 3.000 hafa verið handtekna Um þrjú þúsund manns hafa verið handteknir vegna mótmælanna í Íran. Þetta segja embættismenn sem ræddu við Tasnim-fréttastofuna í landinu. | |
| 21:36 | Um tíu prósent af því sem var í upphafi Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir ómögulegt að segja til um hve lengi goshrinan á Reykjanesskaga muni standa yfir. Líklegast sé von á einu gosi í viðbót en svo sé spurning um framhaldið. | |
| 21:30 | Helmingur leikskólabarna matvandur Um helmingur leikskólabarna er matvandur og um fimmtungur borðar einungis tíu fæðutegundir. „Það gæti verið næringarskortur til staðar, þarf ekki að vera en það væri þarna ástæða til að skoða mataræðið nánar,“ segir Berglind Lilja Guðlaugsdóttir, doktorsnemi við Menntavísindasvið HÍ.„Við vorum með nokkra leikskóla hérna á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni þar sem við vorum að skoða matvendni leikskólabarna og fyrstu niðurstöður, þá erum við að sjá að um helmingur barnanna sýnir einhver einkenni matvendni og það er hluti af börnunum sem borðar mjög einhæft eða bara fáar fæðutegundir.“Hún segir vel hægt að snúa þróuninni við og koma í veg fyrir eða draga úr matvendni. „Í fyrsta lagi að kalla þau ekki matvönd,“ segir Berglind. „Ekki pressa á þau, ekki þrýsta á þau að borða matinn.“ | |
| 21:30 | Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Njarðvík teflir fram nýjum, bandarískum leikmanni í fallslagnum mikla við ÍA í Bónus-deildinni í körfubolta. ÍA getur með sigri náð Njarðvík að stigum. | |
| 21:25 | Myrti eiginkonu sína og fékk lítið barn sitt til að bera ljúgvitni fyrir sig Maður að nafni Robert Rhodes, frá Witleigh í Surrey á Englandi, hefur verið sakfelldur fyrir morð á eiginkonu sinni árið 2016. Ári eftir morðið var hann sýknaður af ákæru um morð á grundvelli sjálfsvarnar. Hélt hann því fram að eiginkona hans hefði fyrst ráðist á sig og barn þeirra hjóna með hnífi. Barnið studdi framburð Lesa meira | |
| 21:10 | Borgarstjóri fór með rangt mál Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri bað lögmenn borgarinnar um að kanna lóðarsölu Péturs Marteinssonar, mótframbjóðanda síns í prófkjöri Samfylkingarinnar, þrátt fyrir að hafa þvertekið fyrir það í fjölmiðlaviðtölum. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg óskaði hún eftir upplýsingum um hvort Pétur hefði mátt framselja lóðarrétt samhliða sölu á félagi sínu. | |
| 21:00 | Súkkulaði- og rörafyrirtæki opnuð í Grindavík Það er ýmislegt fleira á döfinni í Grindavík en uppbygging eftir eldgos. Nokkur óvenjuleg sprotafyrirtæki hafa tekið þar til starfa. Súkkulaðigerðin Neskja, sem opnuð var í nóvember, er rekin af hjónunum Ívari Kjartanssyni matreiðslumeistara og Chidapha Kruasaeng eftirréttakokki og súkkulaðigerðarmanni, sem tvisvar hefur unnið gull með íslenska kokkalandsliðinu. Hún segir marga hafa komið og verslað hjá þeim um jólin. „Það er mjög gott fólk hérna.“Austar í Hafnargötu liggja hnausþykk plaströr meðfram húsnæði Þorbjörns, þar sem fiskur var unninn þar til nýlega. „Við völdum að fá aðstöðu hér því staðsetningin er góð fyrir viðskiptavini okkar,“ segir Davíð Leifsson, forstjóri og annar tveggja eigenda Viknordik.Leiðrétting: Í fréttinni er minnst á húsnæði Þormóðs Ramma, hið rétta er Þorbjörn. | |
| 20:54 | Bandaríkjunum boðið að taka þátt Bandaríkjunum hefur verið boðið að taka þátt í Artic Endurance-heræfingunni á Grænlandi ásamt bandamönnum innan NATO, að því er yfirmaður sameiginlegrar heimskautastjórnar Danmerkur sagði í samtali við AFP-fréttaveituna á föstudag. | |
| 20:39 | Ekkert annað húsnæði í boði Reykjavíkurborg hefur sagt upp leigusamningi við ungbarnaleikskólann Ársól. Húsnæðið mun aðeins standa skólanum til boða til 30. júní. | |
| 20:38 | Ríflega sextíu milljónir í starfslokasamninga Starfslokasamningar stofnana sem heyra undir menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið kostuðu ríflega 60 milljónir á árunum 2018 til 2025. | |
| 20:30 | Mikil fulltrúavelta í sveitarstjórnum Meira en helmingur fulltrúa í sveitarstjórnum var kosinn fyrsta sinni í síðustu kosningum og horfur á að svo verði aftur í vor. Endurnýjunarhlutfallið í sveitarstjórnum hefur verið um 60% í kosningum undnafarið og það er hátt í alþjóðlegu samhengi segir Eva Marín Hlynsdóttir stjórnmálafræðingur.Álagið á sveitarstjórnarmenn sé mikið og umbunin ekki endilega í samræmi við það.Í vor verða kosnir á fimmta hundrað sveitarstjórnarmenn en þeim hefur fækkað mikið síðustu áratugi, voru vel yfir þúsund fyrir aldamót. Það er misjafnt hvernig gengur að manna lista. Tilkynningar frá fólki í stóru sveitarfélögunum sem vill leiða lista eða sækist eftir sæti eru áberandi þessa dagana, en þess eru mörg dæmi að listar séu sjálfkjörnir eða farið í persónukjör, jafnvel á stöðum þar sem búa mörg hundruð. | |
| 20:20 | Ósammála umboðsmanni Alþingis um málsmeðferðartíma Atvinnuvegaráðherra segir ekki tilefni til að bregðast við áliti umboðsmanns Alþingis, sem komst að þeirri niðurstöðu að fyrrverandi ráðherra málaflokksins hefði ekki fylgt lögum við afgreiðslu á umsókn Hvals hf. um hvalveiðileyfi.Umboðsmaður Alþingis telur að meðferð matvælaráðuneytisins á umsókn um leyfi til hvalveiða árið 2024 hafi ekki verið í samræmi við stjórnsýslulög. Málsmeðferðartími hafi verið of langur og ákvörðun Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, þáverandi matvælaráðherra, að takmarka leyfið við eitt ár íþyngjandi.„Við því var brugðist í tíð síðasta ráðherra sem gaf úr lengra leyfi,“ segir Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra. „Það er líka verið að tala um málsmeðferðartímann og ráðuneytið er á þeirri skoðun að hann hafi verið eðlilegur.“Unnið er að frumvarpi til laga um | |
| 20:15 | Channel 5 News heimsótti Brim Í nýlegu fréttainnslagi Channel 5 News er farið yfir bága stöðu bresks sjávarútvegs og hignun þjóðarréttarins. Þá er farið í heimsókn til Brims á Íslandi. | |
| 20:03 | Gagnrýnin hugsun skipti máli Mál rektors Bifrastar er nú til formlegrar skoðunar hjá Persónuvernd. Gervigreind var nýtt til að meta réttmæti höfundarstöðu þriggja starfsmanna skólans. Sérfræðingur í tæknirétti segir mikilvægt að beita gagnrýnni hugsun við notkun gervigreindar og að mannleg dómgreind þurfi að koma að íþyngjandi ákvörðunum. | |
| 20:00 | Náttúruverndarlög hafi tafið bráðnauðsynlega viðgerð á Njarðvíkuræð – „Það er verið að bregðast við yfirvofandi neyðarástandi“ Í byrjun desember síðastliðins tilkynntu HS-Veitur að lokað yrði í nokkrar klukkustundir fyrir heitt vatn á Suðurnesjum vegna viðgerðar á Njarðvíkuræð en það er stofnlögn HS Orku sem flytur heitt vatn frá Svartsengi að Fitjum í Reykjanesbæ. Þaðan er vatninu dreift til heimila og fyrirtækja í bænum auk Suðurnesjabæjar og Keflavíkurflugvallar. Eins og kunnugt er Lesa meira | |
| 19:44 | Signý bætist í oddvitaslag Viðreisnar Signý Sigurðardóttir bætist í hóp þeirra sem sækjast eftir oddvitasæti Viðreisnar í Reykjavík, hún greinir frá þessu í dag. Þegar hafa þrír aðrir boðið sig fram í fyrsta sæti Viðreisnar í borginni en framboðsfresturinn var til 16. janúar. Signý er viðskiptafræðingur að mennt og starfaði um árabil sem forstöðumaður flutningasviðs Samtaka verslunar og þjónustu. Í tilkynningunni segir hún sig eiga erindi í oddvitasætið, hún hafi brunnið fyrir stjórnmál í 50 ár.„Að taka skýra afstöðu til mála hefur verið mín sérstaða alla tíð og mér segir svo hugur að það geti verið ágætt innlegg inn í pólitíska umræðu núna í aðdraganda sveitarstjórnakosninga árið 2026.“ FJÓRIR SEM SÆKJAST EFTIR ODDVITASÆTI Róbert Ragnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Vogum og síðar Grindavík, var fyrstur til að bjóða sig f | |
| 19:32 | Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hálfbróðir Margrétar Löf sem var dæmd í 16 ára fangelsi fyrir að ráða föður sínum bana ætlar að halda áfram með kröfu um að hún verði svipt erfðarétti fyrir Landsrétti. Lögmaður hans segir málið ekki snúast um krónur eða aura heldur réttlæti. Það sé bæði lög- og siðfræðilega rétt að fallast á kröfuna. | |
| 19:32 | Hófu ólöglegt niðurrif á byggingu í Kópavogi Ólöglegt niðurrif á Fannborg 2, 4 og 6, þar sem Kópavogsbíó og bæjarskrifstofur Kópavogs voru meðal annars til húsa, var stöðvað í dag. | |
| 19:30 | 1200 íbúðir í nýju hverfi í Mosfellsbæ Við Blikastaði eru núna opin og græn svæði en það lítur út fyrir að það breytist - því þar á að rísa nýtt hverfi. Brjóta á um 35 hektara land og reisa 1200 íbúðir, bæði sérbýli og fjölbýli.„Við erum að tala um að fyrsti áfanginn byggist kannski upp á sjö árum þannig að við erum að tala um mörg ár og áratugi,“ segir Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ.Fyrsta skrefið er að auglýsa deiliskipulagstillögu og breytingu á aðalskipulagi. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti að gera það í vikunni.Þessi uppbygging hefur verið lengi í undirbúningi og árið 2022 var gert samkomulag við landeigendur.Íbúum í Mosfellsbæ fjölgar um þrjú þúsund með fyrsta áfanga hverfisins og um níu þúsund með hverfinu í heild.Ræður sveitarfélagið við þessa fjölgun, með tilliti til leikskóla og skóla?„Við munum þu | |
| 19:30 | Stefán Einar um mál vændismál Guðbrands – „Það eru menn sem virðast alltaf reiðubúnir að „kíkja í pakkann““ Hinn landsþekkti blaðamaður Morgunblaðsins, Stefán Einar Stefánsson, segir að mörgum spurningum sé ósvarað í vændismáli Guðbrands Einarssonar, fráfarandi þingmanns Viðreisnar, sem sagði af sér þingmennsku vegna yfirvofandi umfjöllunar Vísis um að hann hafi gert tilraun til vændiskaupa árið 2012. Atvikið átti sér stað í samkvæmi í fjölbýlishúsi sem Guðbrandur og fleiri komu í eftir að Lesa meira | |
| 19:15 | Lögregla heyrir reglulega af tilraunum til vændiskaupa Ráðherrum Viðreisnar er brugðið eftir að Guðbrandur Einarsson, þingmaður flokksins, sagði af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa. Þetta hafi verið rétt ákvörðun. Lögregla fær reglulega slík mál.Guðbrandur hefur setið á þingi fyrir Viðreisn í Suðurkjördæmi frá 2021 og verið formaður umhverfis- og samgöngunefndar síðan í fyrra. Hann var áður í bæjarstjórn Reykjanesbæjar, en sat í miðstjórn ASÍ árið 2012. Vísir greindi fyrstur fjölmiðla frá afsögn Guðbrands undir fyrirsögninni Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa.Þar segir að Guðbrandur hafi verið yfirheyrður af lögreglu 2012 vegna rökstudds gruns um vændiskaup, hann hafi þá neitað sök en í yfirlýsingu til Vísis segist hann hafa haft vændiskaup í huga en snúist hugur þegar á staðinn var komið.Samkvæmt 206. grei | |
| 19:15 | Myndir: Skattadagurinn 2026 Skattadagur Deloitte, Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins fór fram í gær. | |
| 19:12 | Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Byggingafulltrúi Kópavogsbæjar stöðvaði í dag verktaka sem höfðu hafist handa við niðurrif á húsnæði þar sem félagsheimili Kópavogs var áður, án þess að hafa tilskilið leyfi. Varabæjarfulltrúi segir að framkvæmdin öll sé „eitt allsherjarklúður af hálfu Kópavogsbæjar.“ | |
| 19:07 | Harma ákvörðun Icelandair og hafna ásökunum alfarið Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) segir ákvörðun Icelandair um að fella niður flug til Istanbúl vera alfarið á ábyrgð stjórnenda félagsins. Ákvörðunin byggi á mistökum stjórnenda sem nú sé gerð tilraun til að varpa yfir á flugmenn. | |
| 19:01 | Mistök stjórnenda Icelandair ástæða þess að áætlunarflugi til Istanbul var hætt Ákvörðun um að hætta áætlunarflugi Icelandair til Istanbúl í Tyrklandi frá og með 1. febrúar er alfarið á ábyrgð stjórnenda flugfélagsins. Sú ákvörðun byggir á mistökum stjórnenda, að því er segir í yfirlýsingu stjórnar Félags íslenskra atvinnuflugmanna, FÍA, sem Jón Þór Þorvaldsson, formaður félagsins, skrifar undir.Icelandair sagði í tilkynningu í dag að uppbygging flugleiðarinnar hafi krafist undanþágu frá kjarasamningi Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) og Icelandair. Stéttarfélagið hafi hinsvegar dregið undanþáguna til baka frá og með 1. febrúar.„Því miður mun afturköllun undanþágunnar leiða til kostnaðarhækkana og óvissu sem gera það að verkum að þessi flugleið og frekari fjárfesting í uppbyggingu hennar er að óbreyttu ekki lengur raunhæf fyrir félagið,“ var haft eftir Boga Nils | |
| 19:01 | Myndband: Stórkostleg stemning hjá íslenskum stuðningsmönnum eftir sigurinn gegn Ítalíu Íslenskir stuðningsmenn handboltalandsliðsins í Kristianstad í Noregi eru fjölmennir og líflegir. Íþróttafréttamaðurinn fyrrverandi Adolf Ingi Erlingsson fangaði stemninguna í skemmtilegu myndbandi en íslensku stuðningsmennirnir sungu þá sem ein rödd eftir sigurinn gegn Ítalíu. | |
| 19:00 | Andstæðingar Maduro í felum eftir fall hans Leiðtogar hennar eru í útlegð, henni hefur verið ýtt til hliðar af Bandaríkjunum og stuðningsmenn hennar eru of hræddir til að fylla göturnar: Stjórnarandstaðan í Venesúela situr eftir í óvissu þrátt fyrir að einræðisherranum Nicolás Maduro hafi verið steypt af stóli. Stjórnarandstaðan, sem almennt er talin hafa sigrað í forsetakosningunum 2024, sem Maduro var sakaður um að hafa stolið, hafði... | |
| 19:00 | „Ég skil alveg þessi sjónarmið“ „Við fylgjumst mjög náið með líðan einstakra íbúa þar sem mjög misjafnt er hvernig hávaði fer í fólk. Líði fólki mjög illa gerum við ákveðnar ráðstafanir,“ segir Halla Thoroddsen, forstjóri Sóltúns – heilbrigðisþjónustu, mál sem tengist fyrirhugaðri stefnu aðstandenda íbúa á Sóltúni vegna framkvæmdahávaða þar. | |
| 18:55 | Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Fjórir gefa kost á sér í oddvitasæti Viðreinsar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. | |
| 18:46 | 39-26: Ítalir áttu enga möguleika í íslensku vélina Íslenska handboltalandsliðið minnti á köflum á óstöðvandi vél í fyrsta leik sínum á EM í Kristianstad í Noregi, er liðið vann stórsigur á Ítalíu, 39:26 eftir að staðan í hálfleik var 21:12. Leikurinn var jafn á upphafsmínútum en síðan seig íslenska liðið fram úr og leit aldrei til baka. Spekingar í EM-stofu RÚV voru sammála Lesa meira | |
| 18:45 | Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Topplið Grindavíkur þarf nú að spjara sig án þjálfarans Jóhanns Þórs Ólafssonar, í Bónus-deild karla í körfubolta. Helgi Már Magnússon og Pavel Ermolinskij stýra liðinu gegn Álftanesi í kvöld, eftir skell gegn Stjörnunni í bikarnum. | |
| 18:45 | Signý býður sig fram í 1. sæti Viðreisnar Signý Sigurðardóttir býður sig fram til oddvita Viðreisnar í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. | |
| 18:39 | Ný stjórn muni endurskoða Skaga-viðskiptin Forsendur og hagkvæmni samruna Íslandsbanka og Skaga verða skoðuð af nýrri stjórn. | |
| 18:36 | Banaslysið í Hornslet ráðgáta Fjölda spurninga er ósvarað um það atvik á miðvikudaginn þegar tvær langferðabifreiðar óku hvor framan á aðra á Landevejen í Hornslet á Austur-Jótlandi í Danmörku með þeim afleiðingum að tveir farþegar létust og átta manns að auki slösuðust alvarlega, þar af báðir ökumennirnir. | |
| 18:31 | Hjaðnandi verðbólga í stríðshagkerfi Rússa Ársverðbólga í Rússlandi dróst verulega saman árið 2025, samkvæmt gögnum frá hagstofu ríkisins sem birt voru í dag, en það virðist sem aðgerðir seðlabankans til að hemja verðhækkanir hafi borið árangur. Seðlabanki Rússlands hélt stýrivöxtum nálægt 20 prósentum í næstum tvö ár þar sem mikil hernaðarútgjöld, sem í upphafi gáfu rússneska hagkerfinu byr undir báða vængi, ýttu einnig undir gríðarlega... | |
| 18:23 | Engin merki um rússnesk herskip né kínversk innan íslenskrar efnahagslögsögu Landhelgisgæsla Íslands hefur ekki orðið vör við umferð rússneskra herskipa eða ríkisfara, né siglingar kínverskra skipa innan íslenskrar lögsögu eða á aðliggjandi hafsvæðum, þar með talið Grænlandssundi, á undanförnum árum.Þetta kemur fram í svari Landhelgisgæslunnar við fyrirspurn fréttastofu. HAFA ÞÓ EKKI GETU TIL AÐ GREINA KAFBÁTA Í svarinu kemur fram að Landhelgisgæslan hafi þó vitneskju um og fylgist með árstíðabundnum veiðum kínverskra túnfiskveiðiskipa á undanförnum árum, djúpt suður af landinu.Þá hafa rússnesk fiskiskip einnig verið við veiðar á alþjóðlegum hafsvæðum, rétt utan við suðvesturhluta íslensku efnahagslögsögunnar.Landhelgisgæslan hefur haft upplýsingar um siglingar svokallaðra „skuggaflota“, á afsvæði austur af Íslandi, milli Íslands og Noregs. Gæslan hefur þó ekki | |
| 18:21 | Tjón á bíl forsætisráðuneytisins eftir glös og flöskur frá góðglöðum gestum Petersen-svítunnar Petersen-svítan var opnuð á Menningarnótt í ágúst 2015 - staðurinn er vinsæll og þar er hægt að vera í góðra vina hópi undir beru lofti á stjörnubjörtum nóttum. Sá böggull fylgir skammrifi að hjá góðglöðu fólki slævist oft dómgreindin og því hefur forsætisráðuneytið fengið að kynnast en skrifstofur ráðuneytisins og bílastæði eru í portinu fyrir neðan skemmtistaðinn.Um miðjan desember fengu borgarráðsfulltrúar og heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur erindi frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Undir erindið skrifar Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn, og þar rekur hann hvernig forsætisráðuneytið hafi þurft að leggja í töluverðar viðgerðir vegna skemmda sem orðið hafa á bíl ráðuneytisins þegar gestir á útiveitingasvæðinu missa eða henda fram af svölunum glerglösum eða -flösku | |
| 18:18 | ChatGPT byrjar með auglýsingar OOpenAI tilkynnti í dag að fyrirtækið muni hefja prófanir á auglýsingum á ChatGPT á næstu vikum, þar sem þetta vinsæla gervigreindarspjallmenni leitast við að auka tekjur til að standa straum af himinháum kostnaði. Auglýsingarnar munu í fyrstu birtast í Bandaríkjunum fyrir notendur sem eru með ókeypis áskrift eða ódýrari áskriftarleiðir, sagði fyrirtækið í bloggfærslu þar sem það lýsti viðbúinni innkomu... | |
| 18:17 | Njarðvík - ÍA | Nýr Kani stígur á svið í fallslag Njarðvík teflir fram nýjum, bandarískum leikmanni í fallslagnum mikla við ÍA í Bónus-deildinni í körfubolta. ÍA getur með sigri náð Njarðvík að stigum. | |
| 18:03 | Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Formaður Viðreisnar segist vonsvikin vegna máls þingmanns flokksins sem játar að hafa sóst eftir því að kaupa vændi. Hann sagði af sér þingmennsku eftir að honum var tilkynnt að fjallað yrði um málið á Vísi. Við förum yfir vendingar dagsins í kvöldfréttum og ræðum meðal annars við talskonu Stígamóta, sem segir afsögn hafa verið eina valkostinn. | |
| 18:02 | Barnsmóðir Musks kærir fyrirtæki hans Ashley St. Clair, móðir eins af börnum Elons Musks, hefur höfðað mál gegn gervigreindarfyrirtæki hans xAI vegna kynferðislegra djúpfalsana af henni sem búnar voru til á samfélagsmiðlinum X. | |
| 18:01 | Megrunarlyf tækifæri fyrir hollari skyndibitastaði Megrunarlyf eru strax farin að breyta veitingalandslagi Bretlandseyja. | |
| 17:35 | Lufthansa aflýsir öllu flugi til Tehran Lufthansa hefur ákveðið að aflýsa flugferðum til Tehran til 28. janúar nk. | |
| 17:30 | Mzungu og Hennar rödd með bestu bókakápurnar Íslensku bókahönnunarverðlaunin voru afhent í fyrsta sinn í dag klukkan 16 við hátíðlega athöfn í Hönnunarsafni Íslands. Að verðlaununum standa Félag íslenskra bókaútgefenda (FÍBÚT) og Félag íslenskra teiknara (FÍT).Veitt voru verðlaun fyrir framúrskarandi bókahönnun í tveimur flokkum, annars vegar fyrir bestu bókarkápuna og hins vegar bestu bókarhönnunina. Allar tilnefndar bækur eru lagðar fram til verðlauna Stiftung Buchkunst fyrir Íslands hönd.Sigurvegarar eru eftirfarandi: | |
| 17:30 | Tvær fjölskyldur í sárum eftir ótrúlegan harmleik – Svikasímtal gerði mann á níræðisaldri að morðingja Harmleikur átti sér stað í mars árið 2024 í Ohio, Bandaríkjunum, er aldraður maður skaut Uber-leigubílstjóra til bana. Þetta gerði hann því hann taldi leigubílstjórann hafa ætlað að svíkja út úr sér fé. Brögð voru þó í tafli. Hinn 83 ára William J. Brock hefur nú verið sakfelldur í málinu sem þykir einstaklega sorglegt þar Lesa meira | |
| 17:23 | Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum Dánartíðni er hærri og örorka meiri meðal þeirra sem dvöldu á vöggustofu Thorvaldsensfélagsins á áttunda áratug síðustu aldar en jafnaldra þeirra. Samkvæmt vöggustofunefnd er ekki hægt að slá því föstu að börnin hafi sætt illri meðferð þrátt fyrir að ýmislegt hafi verið ábótavant. Borgarstjóri ætlar að bregðast við tillögum nefndarinnar um úrbætur. | |
| 17:01 | Leiðtogaskipti í vetrarbraut langt langt í burtu Kathleen Kennedy mun stíga til hliðar sem framkvæmdastjóri Lucasfilm eftir að hafa gegnt stöðunni í 14 ár. | |
| 16:58 | Samgöngur í ólestri í Ósló Samgöngumál í og við norsku höfuðborgina Ósló eru í lamasessi, lestir sem flug. Á vettvangi lestanna er bilun í merkjakerfinu sem stjórnar ferðum þeirra og á Gardermoen-flugvelli hafa snjókoma og slydda valdið seinkunum á flugi. | |
| 16:52 | „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Barböru Björnsdóttur héraðsdómarar í ærumeiðingamáli Margrétar Friðriksdóttur, segist telja ummæli Margrétar klárar ærumeiðingar. Hún kallaði Barböru meðal annars „lausláta mellu“. Þá gagnrýnir hann hversu nærri var gengið Barböru í vitnaleiðslu. | |
| 16:47 | Sigríður vísar ásökunum Barböru um einelti á bug Sigríður Hjaltested vísar ásökunum Barböru Björnsdóttur um einelti í rúmlega 20 ár á bug. Báðar hafa þær verið dómarar við Héraðsdóm Reykjavíkur frá 2013.Til tíðinda dró í réttarhöldum yfir Margréti Friðriksdóttur í morgun, sem ákærð er fyrir ærumeiðingar og aðdróttanir í garð Barböru eftir að sú síðarnefnda sakfelldi hana fyrir líflátshótanir. Þeim dómi var síðar snúið í Landsrétti.Barbara sagði við réttarhöldin að ekkert væri til í orðum Margrétar sem sakaði hana um lauslæti, misnotkun dómsvalds og að hafa selt blíðu sína til að komast áfram í dómaraembætti. Hún sagði að orðrómur hefði gengið í dómshúsinu um meint samband hennar og Símonar Sigvaldasonar dómstjóra en sagði hann rangan. Barbara rakti orðróminn til Sigríðar sem hún sakaði um að hafa lagt sig í einelti frá 2003. SIGRÍÐUR N | |
| 16:43 | Drífa Snædal: „Óhugnanleg tilfinning“ Drífa Snædal, talskona Stígamóta, segir það óhugnanlega tilfinningu að menn sem hún hafi starfað með hafi þau viðhorf að líkamar kvenna séu til brúks fyrir þá. | |
| 16:41 | Keyptu gjaldeyri fyrir 68 milljarða og juku forðann í 968 milljarða Gjaldeyrisforði Seðlabankans jafngilti um 20% af vergri landsframleiðslu í árslok. | |
| 16:37 | Ólíkur skilningur á hlutverki starfshópsins um Grænland Bandarísk og dönsk stjórnvöld leggja ólíkan skilning í hlutverk starfshóps sem samþykkt var að skipa eftir fund utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Danmerkur og Grænlands í Washington í vikunni. Talskona Hvíta hússins segir að hópurinn eigi að ræða innlimun Grænlands, Danir og Grænlendingar vilja ræða öryggis- og varnarmál.Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Dana, sagði starfshópnum ætlað að leita lausna og bæta úr ótryggu öryggisástandi sem Bandaríkin halda fram að sé á Grænlandi vegna ásælni Rússa og Kínverja í landið. Karoline Leavitt, talskona Hvíta hússins, sagði á blaðamannafundi í gær að niðurstöður fundarins væru að Danmörk og Bandaríkin hefðu ákveðið að halda áfram samtali um innlimun Grænlands. Donald Trump forseti Bandaríkjanna hefur ítrekað eftir fundinn að hann ásælist enn Gr | |
| 16:30 | Dómari víkur sæti vegna mistaka Dómari víkur sæti vegna mistaka Nýlega vék dómari sæti í einkamáli sem varðar ágreining í húsfélagi, en málið er rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur,. Hafði annar aðilinn farið fram á að dómkvaddur yrði matsmaður. Matsbeiðninni var mótmælt og því kom til þess að dómari þurfti að úrskurða um hvort fallist yrði á dómkvaðninguna. Við úrlausn þess Lesa meira | |
| 16:30 | Sölvi var vöggustofubarn – „Þessi óöryggistilfinning hefur fylgt mér í gegnum lífið“ Sölvi Breiðfjörð söluráðgjafi er einn hinna svonefndu Vöggustofubarna, barna sem dvöldu á vöggustofum í Reykjavík vegna bágra heimilisaðstæðna á seinni hluta síðustu aldar. Nýlega kynnti rannsóknarnefnd Reykjavíkurborgar niðurstöður um starfsemi Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins á árunum 1974 til 1979. Í niðurstöðum kemur fram að ekki hafi verið hægt að fullyrða að börn hafi sætt illri meðferð í Lesa meira | |
| 16:26 | Kanada hallar sér að Kína eftir tollagleði Bandaríkjanna – Lækka tolla og styrkja tengslin Kanada og Kína styrkja tengslin og lækka tolla sem löndin hafa lagt á hvort annað. Þetta kemur fram í frétt BBC sem greinir frá því að Kína muni lækka tolla á kanadíska canola-olíu úr 85% niður í 15% fyrir 1. mars og að Kanada hafi samþykkt að flokka innfluttar bifreiðar frá Kína í hagkvæmasta tollflokk, Lesa meira | |
| 16:25 | „Erum að vinna þetta með öllum aðilum“ „Við erum að vinna þetta með öllum aðilum og fara yfir málið,” segir Guðjón Ómar Davíðsson, stjórnarformaður True North, spurður út í stöðu mála í tengslum við eldsvoðann sem varð í skemmu sem fyrirtækið leigði af Reykjavíkurborg. „Við erum að reyna að vinda ofan af þessu og vita hvert stefnir.“ | |
| 16:24 | Hótar tollahækkunum vegna Grænlands Donald Trump Bandaríkjaforseti segir möguleika á því að hann hækki tolla gegn ríkjum sem styðja ekki áform hans um yfirtöku Grænlands. | |
| 16:22 | Icelandair hættir að fljúga til Istanbúl Icelandair hefur ákveðið að hætta flugi til Istanbúl frá og með 1. febrúar.Í tilkynningu frá Icelandair kemur fram að uppbygging flugleiðarinnar hafi krafist undanþágu frá kjarasamningi Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) og Icelandair. Stéttarfélagið hafi hinsvegar dregið undanþáguna til baka frá og með 1. febrúar.Farþegar sem verða fyrir áhrifum geta valið um endurbókun með tengiflugi eða endurgreiðslu farmiða.Flugfélagið hóf flug til Istanbúl í september í fyrra. AFTURKÖLLUN UNDANÞÁGUNNAR LEIÐI TIL ÓVISSU OG KOSTNAÐARHÆKKANA Haft er eftir forstjóra Icelandair, Boga Nils Bogasyni, að fyrirtækið hafi séð mikil tækifæri í því að byggja upp Istanbúl sem nýjan áfangastað í leiðakerfi Icelandair, sem tengingu Mið-Austurlanda og Asíu við Ísland og Norður-Ameríku.„Því miður mun afturköll | |
| 16:08 | Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist mögulega ætla að beita ríki þar sem ráðamenn eru ekki fylgjandi ætlunum hans varðandi yfirtöku Grænlands tollum. | |
| 16:03 | Um 25% gengishækkun á einum mánuði Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 5,9% síðastliðinn mánuð. | |
| 16:00 | Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Íbúar í Laugardal héldu íbúafund í gær þar sem rætt var um áratugalangt aðstöðuleysi íþróttafélagsins Ármanns. Einn íbúa og meðlimur í sérstökum aðgerðarhópi segir íbúa komna með nóg af fögrum fyrirheitum stjórnmálamanna. Ekki sé hægt að bíða lengur. | |
| 15:55 | Trump vill setja tolla á ríki sem eru ósammála honum um Grænland Donald Trump Bandaríkjaforseti íhugar að setja tolla á þau ríki sem setja sig upp á móti ásælni hans í Grænland. Þessi frétt var að berast og verður uppfærð innan skamms. | |
| 15:55 | Stars and Stripes dregur úr vók-áhrifum Bandaríska varnarmálaráðuneytið Pentagon tilkynnti í gær að það hygðist gera áherslubreytingar á hinu ritstjórnarlega sjálfstæða herfréttablaði Stars and Stripes sem gefið er út á kostnað ráðuneytisins. | |
| 15:53 | Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Nokkuð tjón varð af völdum reyks og hita þegar eldur kviknaði í veitingastaðnum Svarta sauðnum í dag. Staðurinn var mannlaus þegar eldurinn kom upp. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. | |
| 15:52 | Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Á tölvumynd Eyjaganga ehf. fyrir Vestmannaeyjagöng smelltu forsvarsmenn verkefnisins tveimur frægum bílum sem ekki fást hér á landi. Framkvæmdastjórinn segir það hafa verið gaman að velja skemmtilega bíla. | |
| 15:46 | Komið að ögurstundu: Trúir á loforð Trumps Sonur síðasta keisara Írans segist þess fullviss að klerkastjórn ríkisins muni falla andspænis mótmælum íbúa landsins. | |
| 15:38 | „Ekki sérstök nauðsyn“ á gæsluvarðhaldi yfir Helga Héraðsdómur Reykjaness taldi að ekki hefði verið sérstök nauðsyn á því að hneppa Helga Bjart Þorvarðarson í gæsluvarðhald en hann er ákærður fyrir kynferðisbrot gegn 10 ára dreng í Hafnarfirði í fyrra. | |
| 15:37 | Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Hvaða leiksýningar á síðasta leikári voru bestar og hverjar voru verstar? Hvernig endaði jólabókaflóðið og hefur vinsældarlistinn einhverja þýðingu? Hvernig tókst til við ráðningu nýs óperustjóra þjóðaróperunnar, eða óperu undir hatti Þjóðleikhússins? | |
| 15:35 | Ráðherrar virða ákvörðun Guðbrands Bæði dómsmálaráðherra og forsætisráðherra segjast ekki vita meira um mál Guðbrands Einarssonar en fram hafi komið. Þær virði ákvörðun hans og nú þurfi hann að vinna úr því sem komið er með fjölskyldunni. | |
| 15:33 | Breskur, ríkisstyrktur tölvuleikur varar ungmenni við því að þau verði meðhöndluð eins og hryðjuverkamenn ef þau gagnrýna innflytjendur Ríkisstyrktur tölvuleikur sem ætlaður er ungmennum á aldrinum 11 til 18 ára hefur vakið mikla gagnrýni í Bretlandi eftir að í ljós kom að hann setur gagnrýnar spurningar um innflytjendastefnu og samfélagsmál í samhengi við öfgahyggju og hryðjuverkaógn. Leikurinn, sem ber heitið Pathways, er gagnvirkt “fræðsluverkefni“ sem notað er í skólum og er að hluta […] Greinin Breskur, ríkisstyrktur tölvuleikur varar ungmenni við því að þau verði meðhöndluð eins og hryðjuverkamenn ef þau gagnrýna innflytjendur birtist fyrst á Nútíminn. | |
| 15:30 | Forsetagæinn segir þetta galdurinn við góða matseld Það er fátt jafn gefandi og að elda góðan og heilsusamlegan mat frá grunni, segir Björn Skúlason, heilsukokkur, frumkvöðull og eiginmaður forseta Íslands í nýjasta heilsublaði Nettó. Að elda góðan mat gefur okkur ekki bara betri næringu, heldur líka ró, sköpunargleði og tilfinninguna fyrir því að við séum að gera eitthvað gott fyrir okkur sjálf Lesa meira | |
| 15:22 | „Greinilega mikil stemning í landanum“ Eigendur Partylands í Holtagörðum segjast aldrei hafa séð jafn mikla sölu á EM-tengdum veisluvörum og í ár. | |
| 15:22 | Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn yfir Helga Bjarti – Ríkir almannahagsmunir að menn sem brjóta alvarlega gegn börnum gangi ekki lausir Landsrétt og Héraðsdóm Reykjavíkur greinir algjörlega á um hvort Helgi Bjartur Þorvarðarson eigi að sitja í fangelsi eða ganga laus þar til dómur í máli hans fellur. Fyrr í vikunni felldi Landsréttur úr gildi úrskurð héraðsdóms sem hafnaði kröfu Héraðssaksóknara um gæsluvarðhald yfir Helga, sem hefur verið ákærður fyrir húsbrot, nauðgun og kynferðisbrot gegn barni, Lesa meira | |
| 15:21 | Viðbúnaðarstigi aflýst á Keflavíkurflugvelli Viðbúnaðarstigi á Keflavíkurflugvelli hefur verið aflýst eftir að flugvél Air France af Airbus-gerð lenti á vellinum vegna mögulegrar bilunar.Flugvélin lenti án vandræða klukkan 14:45 og eru farþegar farnir frá borði að sögn Guðjóns Helgasonar, upplýsingafulltrúa Isavia. Um 180 manns voru um borð í vélinni sem var á leið frá Charles de Gaulle-flugvelli í París til Las Vegas. Flugvélin var nálægt Grænlandsströndum á leið sinni yfir hafið þegar henni var snúið við. Guðjón segir að flugstjóri vélarinnar hafi óskað eftir því að fá að lenda vegna mögulegrar bilunar í flugvélinni. Keflavíkurflugvöllur hafi verið nálægasti flugvöllurinn til lendingar. Hann segir atvik sem þessi gerast um einu sinni til tvisvar í viku og því hafi viðbúnaðarstig verið hefðbundið. | |
| 15:18 | Landsréttur segir menn sem séu sterklega grunaðir um kynferðisbrot gegn börnum ekki eiga að ganga lausir Landsréttur hefur birt gæsluvarðhaldsúrskurð sinn yfir Helga Bjarti Þorvarðssyni. Dómurinn sneri í vikunni úrskurði Héraðsdóms Reykjaness sem hafnaði kröfu um gæsluvarðhald yfir honum.Héraðssaksóknari kærði þann úrskurð til Landsréttar og í úrskurðinum kemur fram að Karl Ingi Vilbergsson, varahéraðssaksóknari, hafi farið fram á gæsluvarðhald yfir Helga Bjarti um leið og hann fékk rannsóknargögn málsins frá lögreglu. Sama dag var gefin út ákæra á hendur Helga.Í úrskurði héraðsdóms eru meint brot Helga Bjarts rakin. Hann er ákærður fyrir að hafa ruðst inn á heimili drengsins í heimildarleysi og farið inn í svefnherbergi hans, lagst upp í rúm hjá honum og brotið á honum kynferðislega. Saksóknari telur Helga Bjart hafa í krafti yfirburða sinna brotið á drengnum og notfært sér að hann hafi ekki | |
| 15:14 | Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Héraðsdómari taldi ekki sérstaka nauðsyn á því að Helgi Bjartur Þorvarðarson, sem ákærður er fyrir að nauðga tíu ára dreng í Hafnarfirði, yrði hnepptur í varðhald, þrátt fyrir að hann lægi undir sterkum grun. Hann er ákærður fyrir að nauðga drengnum með því að hafa við hann önnur kynferðismök en samræði og að reyna að hafa við hann samræði. | |
| 15:08 | Þorgerður Katrín segir Guðbrand axla ábyrgð með afsögn sinni Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og utanríkisráðherra, segir að Guðbrandur Einarsson hafi axlað ábyrgð með afsögn sinni.Hún segir það aldrei gott þegar mál af þessu tagi komi upp. Hún sér eftir góðum og traustum liðsfélaga.Guðbrandur ákvað að segja af sér þingmennsku eftir uppljóstrun Vísis um að hann hafi reynt að kaupa sér vændi árið 2012.Frétti af málinu seinnipartinn í gærÞorgerður Katrín segist hafa frétt af máli Guðbrands seinnipartinn í gær. Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, hafi hringt í sig og látið vita.Hún segist sjálf hafa rætt við Guðbrand vegna málsins.„Þetta er auðvitað erfitt mál en hann er búinn að taka ákvörðun í þessu máli. Erfiða ákvörðun sem er að mínu mati rétt og núna er hann fyrst og síðast vonandi að taka utan um sína fjölskyldu | |
| 15:06 | Þorgerður segir málið erfitt og mikil vonbrigði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segir að hún hafi upplifað vonbrigði þegar hún frétti af máli Guðbrands Einarssonar, sem sagði af sér þingmennsku fyrir Viðreisn vegna tilraunar til vændiskaupa. | |
| 15:01 | Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Opið er fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025, verðlaun samtaka markaðsfólks á Íslandi. | |
| 14:58 | Ellen vill 3. til 5. sæti á lista Samfylkingarinnar Ellen Calmon, formaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar og varaborgarfulltrúi, sækist eftir 3. til 5. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í næstu viku. | |
| 14:55 | Gagnrýnir að fyrirtæki með íslenska og færeyska eigendur fái grænlenskan kvóta Grænlenskur útgerðarmaður gagnrýnir landsstjórnina fyrir að úthluta fyrirtækjum með erlend ítök þorskkvóta. Hann beinir spjótum sínum meðal annars að Arctic Prime Fisheries sem er að hluta í eigu fyrirtækja Guðmundar Kristjánssonar í Brimi. ÞORSKKVÓTI VIÐ VESTUR-GRÆNLAND AÐ AUKAST Meiri kvóta var úthlutað fyrir næsta ár við Vestur-Grænland en áður. Á síðasta ári voru gefnar út veiðiheimildir fyrir um 6.500 tonn af þorski en í ár má veiða um 16.500 tonn af þorski. Átta fyrirtæki fengu útgefinn kvóta, þar af fimm sem höfðu áður veitt þorsk við Grænlandsstrendur.Carl Christensen, eigandi útgerðarinnar Sikuag á Grænlandi, segist í viðtali við grænlenska fjölmiðilinn Sermitsiaq hafa sótt um þorskkvóta fyrir togarann Svend C en verið hafnað. GAGNRÝNIR ÚTHLUTUN KVÓTA TIL FYRIRTÆKIS AÐ HLUTA | |
| 14:43 | Tónlist sem breytir heiminum Janúar er mættur með kulda og myrkri en himinninn býður upp á gullfallegar ljósasýningar morgna og kvölds, blágula sólarupprás og norðurljós. Margir kjósa helst að njóta fegðurðarinnar aðeins í gegnum gluggann enda bítur kuldaboli fast og þá verða Íslendingar gjarnan heimakærir. Þessa dagana er gott að geta komið sér saman fyrir framan sjónvarpið og notið þess sem er í boði á skjánum.Fjölmargar tónlistarveislur og fræðandi myndir um tónlist flæða um sjónvarpsdagskrá RÚV og í spilara. Þar má læra um uppgang í tónlistinni á 20. öld og hvernig tónlistin hefur breytt heiminum, auðvitað mismikið og á mismunandi hátt.Hér er farið yfir það helsta sem er í boði fyrir tónelska áhorfendur í spilara RÚV.Til dæmis er hægt að kynna sér allt um fyrsta hljóðverið á Íslandi, sem orðið er goðsagnakennt; fr | |
| 14:42 | Langþreyta Eyjamanna í samgöngumálum drífi verkefni um jarðgöng áfram Framkvæmdastjóri Eyjaganga vonar að hægt verði að aka milli lands og eyja eftir tíu ár. Rannsóknarboranir fyrir jarðgangagerð byrja í mars. ÁFORMIN UM JARÐGÖNG TIL EYJA RAUNHÆFARI EN ÁÐUR Félagið Eyjagöng ehf. kynnti áformin á íbúafundi í Vestmannaeyjum í gær. Íbúafundur verður á Hvolsvelli í næstu viku. Haraldur Pálsson framkvæmdastjóri segir að umræðan sé ekki ný af nálinni en áform um göng séu raunhæfari en áður.„Jarðfræðingar hafa talað um það. Menn hafa verið með misjafnar skoðanir á því. En núna viljum við fara í tíma rannsókna, menn hafa gert ýmsar skýrslur um aldamótin sem enduðu allar á því meiði að frekari rannsókna væri þörf. Þær fóru aldrei fram,“ segir Haraldur, og heldur áfram.„Menn ákváðu bara að gera Landeyjahöfn og hún hefur bara ekki verið að virka eins og menn ætluðu | |
| 14:40 | Bandarískir þingmenn í stuðningsferð til Danmerkur Sendinefnd frá Bandaríkjaþingi, skipuð fulltrúum beggja flokka, hóf heimsókn sína til Kaupmannahafnar í dag til að lýsa yfir stuðningi við Danmörku og Grænland eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hótaði að yfirtaka landið, sem er sjálfstjórnarsvæði innan Danmerkur. Tveggja daga heimsóknin fer fram samhliða því að Evrópa sýnir stuðning sinn í verki með hernaðarlegri könnunarferð til Grænlands. Þingmennirnir ellefu áttu... | |
| 14:35 | Fimm „hættur úr halanum“ sem ber að varast í ár Aðalhagfræðingur Kviku fer yfir fimm atriði sem gætu komið fjárfestum að óvörum á árinu 2026. | |
| 14:31 | Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Barbara Björnsdóttir héraðsdómari segir Sigríði Hjaltested, meðdómara hennar við Héraðsdóm Reykjavíkur, hafa lagt hana í einelti í rúma tvo áratugi. Sigríður hafi ritað Dómstólasýslunni bréf þar sem fullyrt er að þau Símon Sigvaldason, þáverandi dómstjóri, hafi átt í ástarsambandi. Valtýr Sigurðsson, eiginmaður Sigríðar og fyrrverandi ríkissaksóknari, hafi lekið bréfinu til verjanda Margrétar Friðriksdóttur, sem sætir ákæru fyrir meiðyrði í garð Barböru. | |
| 14:31 | „Þetta er hans ákvörðun að segja af sér“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar segist telja að það hafi verið rétt ákvörðun hjá Guðbrandi Einarssyni að segja af sér þingmennsku. Hún segir hann nú fá svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskyldu sína. | |
| 14:31 | Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar segist telja að það hafi verið rétt ákvörðun hjá Guðbrandi Einarssyni að segja af sér þingmennsku. Hún segir hann nú fá svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskyldu sína. | |
| 14:31 | „Vonbrigði“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar segist telja að það hafi verið rétt ákvörðun hjá Guðbrandi Einarssyni að segja af sér þingmennsku. Hún segir hann nú fá svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskyldu sína. | |
| 14:30 | Fer yfir af hverju það sé ígildi sjálfsvígs fyrir Bandaríkin að ráðast inn í Grænland Um fátt hefur verið fjallað meira í fréttum undanfarna daga og vikur, sérstaklega hér á norðurhveli jarðar, en sífelldar yfirlýsingar og hótanir Bandaríkjastjórnar um að ætlunin sé að innlima Grænland í Bandaríkin með góðu eða illu. Í nokkurri umferð á samfélagsmiðlum eru skrif bandarísks álitsgjafa sem rökstuður með ítarlegum hætti að láti land hans verða Lesa meira | |
| 14:30 | Göngin kynnt Eyjamönnum „Þetta var mjög jákvæður og góður fundur en samt sem áður raunsær,“ segir Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar um kynningarfund um Eyjagöng sem fram fór í Heimaey í gær. Hún bætir við að mörg hundruð manns hafi sótt samkomuna. | |
| 14:27 | „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“ Erla Björg Gunnarsdóttir, sem sagði upp starfi sínu sem ritstjóri fréttastofu Sýnar í morgun, segist hafa hugsað vandlega um þá ákvörðun að segja starfinu lausu. Hún hafi að endingu komist að þeirri niðurstöðu að best væri að kveðja. | |
| 14:23 | Icelandair hættir flugi til Istanbúl Icelandair hefur ákveðið að hætta flugi til Istanbúl frá og með 1. febrúar 2026. |