| 03:23 | 163 kirkjugestum rænt úr tveimur kirkjum í Nígeríu 163 kirkjugestir voru numdir á brott úr tveimur kirkjum af vígamönnum í Kaduna-héraði í Nígeríu á sunnudaginn. Vígamennirnir ruddust inn í kirkjurnar og neyddu fólkið í burtu með sér, en nokkrum tókst að komast undan. Vígahópar fremja mannrán til að krefjast lausnargjalds og mannrán sem þessi hafa færst í aukanna á síðustu árum. Vígahóparnir fara einnig ránsferðir um þorp, brenna hús íbúa og skilja eftir sig sviðna jörð. Árásirnar og mannránin eru tilkomin vegna samkeppni um land og dvínandi landgæða, þótt ástæður þeirra virðist vera af etnískum og trúarlegum ástæðum. Bæði kristnir og múslímar, sem og aðrir trúarhópar, hafa orðið fyrir mannráni og árásum.Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur orðið tíðrætt um ótryggt öryggisástand í Nígeríu, sem hann segir beinast gegn kristnum íbúum landsin | |
| 02:13 | Forsætisráðherrann knýr fjárlög í gegn án atkvæðagreiðslu Sébastien Lecornu forsætisráðherra Frakklands ætlar að beita neyðarákvæði í stjórnarskrá landsins til að knýja í gegn fjárlagafrumvarp sitt án þess að þingið fái að kjósa um það. Lecornu hafði áður lofað að grípa ekki til þessa úrræðis.„Ég geri þetta af trega, því ég veit að ég neyðist til að ganga á bak orða minna,“ sagði Lecornu við fjölmiðla. Lecornu, sem leggur áherslu á að leiðrétta fjárhagshalla ríkisins, hefur staðið í viðræðum við ólíka flokka á þingi um fjárlagafrumvarp sitt í þrjá mánuði.Síðustu tveir forverar Lecornu, Michel Barnier og François Bayrou, gripu báðir til þessa úrræðis til að fá samþykki fyrir fjárlagafrumvörpum sínum og féllu báðir fyrir vantrauststillögum stuttu síðar. Lecornu virðist hins vegar hafa fengið vilyrði frá þingmönnum Sósíalistaflokksins um að þeir gre | |
| 01:38 | Yfir 100 hundrað bílar í árekstri í Michigan Fólksbílar og flutningabílar skullu saman í miklu fannfergi og blindbyl.AP/WZZM / UncreditedYfir eitt hundrað fólksbílar og vöruflutningabílar lentu í árekstri og fóru út af þjóðvegi í vesturhluta Michigan á mánudag í miklu fannfergi og blindbyl. Ríkislögreglan í Michigan sagði að einhverjir hefðu slasast en ekki er talið að neinn hafi látist. Veginum hefur verið lokað en mikið verk er fyrir höndum að hreinsa burt farartækin af svæðinu. Bandaríska veðurstofan hefur varað við því að fólk sé á ferðinni því von sé á enn meiri snjókomu og versnandi færð á þessum slóðum. | |
| 00:49 | Forseti Búlgaríu segir af sér í aðdraganda þingkosninga Rúmen Radev forseti Búlgaríu tilkynnti á mánudag að hann hygðist segja af sér. Hann tilkynnti þetta í aðdraganda þingkosninga sem verða haldnar í vor, þeim áttundu frá árinu 2026.„Baráttan fyrir framtíð heimalands okkar er fram undan og ég tel að við munum takast á við hana með ykkur öllum — hinum verðugu, hinum innblásnu og hinum ósveigjanlegu!“ sagði Radev í tilkynningu um afsögn sína. „Við erum reiðubúin. Við getum náð okkar fram og það munum við gera!“Undanfarið hafa verið vangaveltur um að Radev kunni að stofna sinn eigin stjórnmálaflokk og bjóða fram á þing í næstu þingkosningum. Þar sem Búlgaría er þingræðisríki gæti Radev þannig farið með beinni völd en sem forseti. Vegna mikils pólitísks óstöðugleika síðustu árin hefur Radev ítrekað þurft að skipa utanþingsstjórnir, nú síðast þega | |
| 00:04 | MH, FSu, FVA og ME áfram í átta liða úrslit Gettu betur Sextán liða úrslit Gettu betur, spruningakeppni framhaldsskólanna, hófust í dag. Menntaskólinn við Hamrahlíð, Fjölbrautaskóli Suðurlands, Fjölbrautaskóli Vesturlands og Menntaskólinn á Egilsstöðum tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum sem fara fram í sjónvarpi.Miðvikudaginn 21. janúar kemur í ljós hvaða fjórir skólar til viðbótar tryggja sér sæti í sjónvarpskeppninni. Þegar öllum viðureignum er lokið á miðvikudaginn verður dregið um það hvaða skólar mætast í átta liða úrslitum. ÞETTA ERU ÞEIR SKÓLAR SEM MÆTAST Á MIÐVIKUDAGINN: * Menntaskólinn að Laugarvatni - Menntaskólinn við Sund * Borgarholtsskóli - Fjölbrautarskóli Norðurlands Vestra * Verzlunarskóli Íslands - Flensborgarskólinn í Hafnarfirði * Menntaskólinn í Reykjavík - Kvennaskólinn í Reykjavík Keppnir kvöldsins má nálgast | |
| 23:57 | Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Stéttarfélag lestarstjóra á Spáni varaði í ágúst við bágu ástandi lestarteinanna á kafla þar sem eitt mannskæðasta lestarslys Evrópu í áttatíu ár varð í gær þegar minnst fjörutíu létust. | |
| 23:46 | Er hægt að hjálpa Trump niður? Fátt er verra í lífinu en að eiga erfiða nágranna. | |
| 23:23 | Langþreytt á atvinnubílum í almenningsstæði Óánægja hefur verið uppi innan facebookhóps Vesturbæinga um að atvinnubílum skuli lagt jafnvel svo mánuðum skipti í bílastæði ætluðu fyrir almenning við Flyðrugranda. | |
| 23:17 | Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Karlmaður hefur verið dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir tvær hættulegar líkamsárásir, önnur þeirra gegn sambýliskonu sinni, og akstur undir áhrifum fíkniefna. Önnur líkamsárásin átti sér stað nokkrum sekúndum eftir að maðurinn varð sjálfur fyrir stunguárás. | |
| 23:17 | Bandrískar þotur á leið til Grænlands Þotur frá bandaríska og kanadíska lofteftirlitinu (NORAD) eru á leið til Grænlands. | |
| 23:11 | Myndir: Litadýrð á himni Norðurljós ljáðu himninum lit sinn í kvöld og hafa landsmenn orðið varir við litrík norðurljós á himni. | |
| 22:51 | Segir innrás Bandaríkjanna inn í Grænland vel inni í sviðsmyndinni Spennan í samskiptum Bandaríkjanna annars vegar og Grænlands og Danmerkur stigmagnast enn, eftir því sem Donald Trump lætur æ meira í skína að hann hyggist innlima landið.Sóley Kalda, áhættustýringar- og öryggisverkfræðingur og sérfræðingur í alþjóðlegum öryggismálum ræddi um málið í Kastljósi kvöldsins. Sóley sem hefur einnig verið búsett á Grænlandi, segir mikilvægt að draga ekki áform forsetans í efa, innrás Bandaríkjanna inn í Grænland sé vel inn í sviðsmyndinni.Spennan í samskiptum Bandaríkjanna annars vegar og Grænlands og Danmerkur stigmagnast enn. Sóley Kalda segir enga ástæðu til þess að draga áform forsetans í efa. Innrás Bandaríkjanna inn í Grænland sé vel inn í mögulegri sviðsmyndHún segir að Trump leiki lausum hala í seinni stjórnartíð sinni og nú sýni hann betur hvað hann rau | |
| 22:48 | Mannleg mistök og ekkert „vitlíki“ „Þetta voru bara mannleg mistök,“ segir Gísli S. Brynjólfsson markaðsstjóri Icelandair um töluverða umræðu í færeyskum málfarshópi um orðið „stórbrotna“ í færeyskri auglýsingu flugfélagsins á dögunum sem hópverjar töldu hæfa auglýsingunni illa auk þess sem einhverjir vildu meina að þar hefði „vitlíki“ verið á ferð. | |
| 22:35 | Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sænski herinn verður með viðbúnað á Keflavíkurflugvelli í febrúar og mars til að sinna loftrýmisgæslu á vegum NATO. Jas 39 Gripen-orrustuþotur verða ræstar út í verkefnið. | |
| 22:29 | Stálu verkfærum á iðnaðarsvæði Brotist var inn á iðnaðarsvæði í Hafnarfirði í dag og fjölda verkfæra stolið. Lögreglan hefur málið til rannsóknar. | |
| 22:26 | Nýr íslenskur próteinís á markað Kjörís setur nýjan próteinís á markað í vikunni en ísinn er afsprengi samstarfs ísframleiðandans og fimm manna hóps frumkvöðla úr Verzlunarskóla Íslands. | |
| 22:25 | Ný meðferð við fjölfæðuofnæmi Notkun líftæknilyfja gæti rutt sér til rúms sem fyrirbyggjandi meðferð við fæðuofnæmi hérlendis á næstu árum, en rannsóknir á ofnæmislyfinu Xolair, sem kynntar voru á Íslandi í vikunni, sýna fram á getu lyfsins til að gerbreyta lífi fólks með fjölfæðuofnæmi. | |
| 22:20 | Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Loðnuvertíðin er hafin en fyrsta loðnan veiddist í dag út af Austfjörðum og er stefnt að því að henni verði landað á Norðfirði á morgun. Þá héldu fimm skip á miðin í dag til loðnumælinga á vegum Hafrannsóknastofnunar en niðurstöðurnar ráða miklu um það hversu stór loðnukvótinn verður. | |
| 22:19 | Deilt um verðhækkanir Veitna Formaður VR gagnrýnir endurteknar hækkanir á gjaldskrá Veitna og segir að um dulbúna skattahækkun sé að ræða. Framkvæmdastýra Veitna vill ekki meina að um fimmtíu prósenta hækkun sé að ræða. | |
| 22:01 | Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Um fjórðungur allra heimsókna á bráðamóttöku eru áfengistengdar og innlögum vegna áfengis hefur sömuleiðis fjölgað mikið á síðustu árum. Yfirlæknir öldrunarlækninga segir starfsmenn heimaþjónustu og hjúkrunarheimila óska eftir aðstoð vegna drykkju eldra fólks í hverri viku. | |
| 22:00 | „Hreinar aftökur með skotvopni“ Sextán ára gamall Norðmaður sætir nú ákæru fyrir samverknað við tvö manndráp í Svíþjóð, þrjár tilraunir til manndráps, eina í Noregi, aðra í Svíþjóð og þá þriðju á Englandi, og fjölda annarra brota í máli sem tekið verður fyrir í héraðsdómi 2. mars. Starfaði ákærði með sænska glæpaveldinu Foxtrot. | |
| 21:56 | Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Samgönguáætlun til næstu fimm ára var á dagskrá þingsins í dag. Stjórnarandstaðan dró meðal annars í efa hversu raunhæf áætlunin er í ljósi efnahagslegs óstöðugleika. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir innviðaráðherra hafa veitt skotleyfi á sjálfan sig þegar hann | |
| 21:54 | Förin eru hættuleg Á miklum rigningardögum, eins og var í gær, taka eflaust margir eftir sérstaklega miklum og djúpum hjólförum sem sjá má í hinum ýmsu vegum á höfuðborgarsvæðinu. Förin fyllast svo af rigningarvatni sem rennur eftir þeim og getur þar með myndað mikla hættu í umferðinni. | |
| 21:32 | Rauð norðurljós vegna kórónugoss Græn og rauð norðurljós skarta nú himininn yfir höfuðborgarsvæðinu. Um er að ræða kröftugt kórónugos samkvæmt stjörnufræðingi. | |
| 21:30 | Hugmyndafræðingur Pútíns vill að hann ráðist inn í þessi sjö ríki Alexander Dugin, umdeildur rússneskur áhrifamaður sem oft er kallaður hugmyndafræðingur Pútíns, segir að Rússar verði að grípa til róttækra ráðstafana til að endurheimta trúverðugleika sinn. Dugin, sem er þekktur fyrir öfgafullar og fasískar skoðanir sínar, hefur lengi verið sagður einn þeirra rússnesku menntamanna sem Vladimír Pútín Rússlandsforseti sætir hugmyndir og innblástur til. Dugin vill að Lesa meira | |
| 21:27 | „Ísland er í ágætu skjóli í þessari atburðarrás“ Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrum forseti Íslands og stjórnarformaður Hringborðs Norðurslóða, var gestur Silfursins í kvöld.Hann segir það ljóst að mikilvægi Grænlands undirstrikist í þeim atburðum sem eru í heiminum nú.Um fátt er meira rætt en ítrekaðar yfirlýsingar Bandaríkjaforseta um að taka yfir stjórn Grænlands. Alþjóðaleiðtogar, og ekki síst í Evrópu og á Norðurlöndunum, keppast við að koma þeim skilaboðum áleiðis til bandarískra stjórnvalda að Grænland sé ekki til sölu.Ólafur Ragnar líkir heiminum við skákborð og segist ekki hafa átt von á því að Bandaríkin og Danmörk myndu tefla á fyrsta borði né heldur að málefni Grænlands myndu þróast yfir í hraðskák.Hann segir þó margþættar ástæður fyrir því að Bandaríkin ásælist Grænland. Fjárhagslegir hagsmunir geri það að verkum að Grænland sé | |
| 21:22 | Gert að fjarlægja auglýsingaskilti Deilt hefur verið um skilti við verslun Garðheima í Breiðholti undanfarna mánuði. Garðheimar settu upp stórt rafrænt skilti við bílaplan verslunarinnar við Álfabakka 6 þrátt fyrir að beiðni um leyfi fyrir því hefði verið synjað í tvígang af byggingarfulltrúa Reykjavíkur, 11. október 2022 og 22. október 2024. | |
| 21:03 | Skilaboð Íslands breytast ekki þrátt fyrir tolla Íslensk stjórnvöld munu ekki breyta orðræðu sinni gagnvart Grænlandi vegna tollahótana Bandaríkjaforseta. Þá verður fulltrúum Landhelgisgæslunnar á danskri heræfingu í Grænlandi ekki fjölgað. | |
| 20:45 | Líf segist hafa hlaupið á sig og styður Sönnu Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, mun leiða sameiginlegan lista Vors til vinstri og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík. Framboðið var tilkynnt í gær eftir félagsfund Vinstri grænna í Reykjavík.Líf Magneudóttir, oddviti VG í borgarstjórn, sagði það ekki sinn skilning að félagsfundur VG í Reykjavík hafi samþykkt endanlega að bjóða fram með Vori til vinstri. Líf segir í samtali við Vísi í dag að hún hafi hins vegar hlaupið á sig, hún styðji bæði framboðið og áformin. Sömuleiðis styðji hún Sönnu sem mun leiða listann.Líf segir að atvikið sé óheppilegt, hún hafi ekki séð yfirlýsingu stjórnar Vinstri grænna eftir fundinn, hún hefði mátt vanda sig betur og vera minni „pappakassi“. SÆKIST EFTIR ODDVITASÆTI Líf sækist eftir oddvitasæti Vinstri græn | |
| 20:45 | Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Brooklyn Beckham, frumburður David og Victoria Beckham, birti langa færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann sakar foreldra sína um lygar og pretti til þess að viðhalda fullkominni ímynd fjölskyldunnar. Þá hafi þau verið illviljuð gagnvart eiginkonu Brooklyn. | |
| 20:45 | Ljósastýringin létti á vandanum Óskir eru komnar fram í Hafnarfirði um að sett verði upp ljósastýring á Hlíðartorgi – hringtorginu þar sem umferð úr Lækjargötu og Setbergshverfi kemur inn á Reykjanesbraut. | |
| 20:40 | Hækkar hagvaxtarspána en varar við hættu á leiðréttingu vegna gervigreindar Hagvöxtur á heimsvísu er talinn haldast nokkuð stöðugur og nema 3,3 prósentum árið 2026, samkvæmt nýrri spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, lítillega hærra en áður var talið. Aðalhagfræðingur sjóðsins varar við hættu á leiðréttingu ef miklar fjárfestingar í gervigreind skila sér ekki í meiri arðsemi og framleiðni. | |
| 20:36 | „Verið að ofsækja mig fyrir hið andstæða við innherjasvik“ Einn þekktasti skortsali Bandaríkjanna segir ákæruvaldið sækja sig til saka fyrir að vera áhrifavaldur. | |
| 20:36 | Tommi kveður dýrmætan starfsmann Steinn Bragi Magnason hætti störfum á Hamborgarabúllu Tómasar við Geirsgötu um áramót. Hann hafði unnið þar í 17 ár og var með lengstan starfsaldur allra, fyrir utan Örn Hreinsson, sem á Búlluna við Geirsgötu, og stofnandann Tómas A. Tómasson. | |
| 20:34 | Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, vonast til þess að ásælni Bandaríkjaforseta gagnvart Grænlandi leiði af sér samning milli Grænlands og Bandaríkjanna sem eigi eftir að þoka Grænlendingum nær sjálfstæði. Allt sem Trump vilji fá frá Grænlandi hafi staðið Bandaríkjamönnum til boða áratugum saman. | |
| 20:30 | Sendur til Íslands gagngert til þess að selja fíkniefni – Sagði „einhvern mann“ í miðbænum hafa gefið sér bíl Birtur hefur verið á vef Landsréttar staðfesting á gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur yfir erlendum manni sem vísa á úr landi. Maðurinn neitaði að gefa upp dvalarstað sinn hér á landi og var ekki skráður í þjóðskrá. Þykir allt benda til að hann hafi verið sendur hingað í þeim tilgangi að selja fíkniefni en lögreglu þótti skýringar Lesa meira | |
| 20:12 | Kórónugos: Von á norðurljósadýrð í kvöld Landsmenn geta átt von á að sjá litrík norðurljós á himni í kvöld. | |
| 20:07 | Ný framboð í borginni til hægri og vinstri Ný framboð til borgarstjórnar í Reykjavík hafa skotið upp kollinum, annars vegar til hægri og hins vegar til vinstri. Hvert er lykilfólkið og hverjar eru stefnur framboðanna? | |
| 20:03 | Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Listakonan Kristín Helga Ríkharðsdóttir fer einstakar leiðir í listsköpun sinni og hefur vakið mikla athygli hérlendis undanfarið ár. Kristín Helga, sem er fædd árið 1993 og lærði í New York, var að opna einkasýningu í D-sal Listasafns Reykjavíkur sem ber heitið Silkimjúk. Viðfangsefnið snertir meðal annars á þráhyggju fyrir líkamsumhirðu og óútskýrðum ótta við stutt, svört hár. | |
| 19:51 | Grindvíkingar sterkir andlega Embætti landlæknis gerði minnisblað í kjölfar funda fulltrúa þeirra, Grindavíkurbæjar og Grindavíkurnefndar. Sóttar voru upplýsingar úr samskiptaskrá heilsugæslustöðva og í lyfjagagnagrunni. Grindvíkingahópurinn var fólk með skráð lögheimili í Grindavík 1. júlí 2023 en samburðarhópurinn var með lögheimili annars staðar á landinu.Um mitt ár 2023 hafði kvikugangurinn ekki myndast og ekki gosið á Sundhnúksgígaröðinni. Jörð hafði aftur á móti skolfið í kringum Grindavík frá árslokum 2019. Eldgosin í Fagradalsfjalli hófust um miðjan mars 2021.Greining á kvíða og notkun kvíðalyfja frá 2019 til haustsins 2025 var lengi vel lægri hjá Grindvíkingum en öðrum en jókst svo verulega eftir jarðhræringar og rýmingu bæjarins í nóvember 2023.Efri línan sýnir fjölda afgreiddra lyfjaávísana á kvíðalyfjum á h | |
| 19:50 | Fimmta hver koma á bráðamóttöku tengd áfengi Falin sjúkdómsbyrði af völdum áfengisneyslu og áhrif hennar á öll stig heilbrigðiskerfisins var til umræðu á Læknadögum í Hörpu.„Því miður er áfengisnotkun býsna oft meðvirkandi þáttur í að fólk þurfi að koma á bráðamóttökuna,“ segir Hjalti Már Björnsson yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans, „ég gerði óformlega könnun meðal starfsfólks bráðamöttökunnar, lækna og hjúkrunarfræðinga. Og þá er það mat starfsfólksins að um það bil fimmta hver koma á bráðamóttökuna hefði sennilega ekki orðið ef fók hefði ekki notað áfengi.“Sigurdís Haraldsdóttir krabbameinslæknir, yfirlæknir á Landspítalanum og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, flutti, eins og Hjalti Már, erindi á Læknadögum í morgun. Hún segir að áfengi sé krabbameinsvaldandi og að nú sé vitað um tengsl áfengis við að minnsta kosti s | |
| 19:49 | Tveir handteknir vegna ólöglegrar dvalar Tveir voru handteknir í dag vegna ólöglegrar dvalar á landinu. | |
| 19:48 | Heitir því að leiða sannleikann í ljós Enn er óljóst hvað olli skelfilegu lestarslysi á Spáni í gærkvöld. Minnst 39 eru látnir og tugir slasaðir. Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, heitir því að leiða sannleikann í ljós og almenningur fái að vita hvað gerðist.Tvær háhraðalestir skullu saman í gærkvöld með skelfilegum afleiðingum. Þjóðarsorg hefur verið lýst yfir á Spáni næstu þrjá sólarhringa.Salvador Jiménez, fréttamaður spænska ríkissjónvarpsins, sem var um borð í annarri lestinni, segist hafa fundið þungt högg í kjölfarið hafi hryllingurinn tekið við.„Úr næstsíðasta vagninum, sem nánast fór á hliðina, stökk fólk út um gluggana. Farþegarnir voru mitt í öllum hryllingnum, fullir örvæntingar og óvissu um hvað hafði gerst,“ segir Jiménez.Rannsókn er hafin á lestarslysi sem varð í Andalúsíuhéraði á Spáni í gærkvöld. Minnst 3 | |
| 19:47 | Færeyingar í sigurvímu Færeyingar urðu í gær fámennasta þjóðin til að vinna leik á Evrópumótinu í handbolta.Lið þeirra vann sinn fyrsta sigur frá upphafi á stórmóti karla í gær með þrettán marka sigri á Svartfjallalandi í riðlakeppni EM.Færeyingar þurfa jafntefli eða sigur á Slóvenum annað kvöld til að komast í milliriðlakeppni EM og stuðningsmenn þeirra vona að sjálfsögðu að liðið beri sigur úr býtum. | |
| 19:33 | Grímur Grímsson: „Augljóslega brot“ ef upplýsingar hafa lekið frá lögreglu Telur mögulegt lekamál geta verið brot á þagnarskyldu – Segir málið „rosalega erfitt“ fyrir sig sem samflokksmaður Guðbrands Einarssonar Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir að það væri „augljóslega einhvers konar brot“ á þagnarskyldu ef upplýsingar um yfirheyrslu Guðbrands Einarssonar, fyrrverandi þingmanns Viðreisnar, hefðu lekið frá lögreglu til fjölmiðla. Þetta kom […] Greinin Grímur Grímsson: „Augljóslega brot“ ef upplýsingar hafa lekið frá lögreglu birtist fyrst á Nútíminn. | |
| 19:31 | „Mjög gott fyrir viðskiptavini bankans“ Heiðar Guðjónsson, nýr stjórnarformaður Íslandsbanka, ræddi við mbl.is um nýju stöðuna. | |
| 19:19 | „Glæsileg norðurljós“ líkleg Sævar Helgi Bragason, rithöfundur og jarðfræðingur, segir stefna í „litrík og glæsileg norðurljós“ í nótt eða annað kvöld, eftir að sólblossi olli kröftugu kóronugosi sem stefnir hratt á jörðina. Líkur benda til þess að skýið skelli á jörðinni í kringum 11:30 í fyrramálið, með nokkurra klukkustunda skekkjumörkum. „Á sama tíma verður Jörðin fyrir áhrifum frá hraðfleygum sólvindi úr kórónugeil. Sömu... | |
| 19:12 | Lýsir yfir þriggja daga þjóðarsorg Pedro Sánhez, forsætisráðherra Spánar, hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg í landinu sem hefst á miðnætti og stendur til fimmtudags eftir að 40 manns létust í lestarslysi í gærkvöld. | |
| 19:00 | Fær endurgreitt frá ríkinu í kjölfar stefnu Fyrirtækið Hvalur hf. hefur fengið gjöld sem fyrirtækið var rukkað um vegna kostnaðar við eftirlit starfsmanna Fiskistofu um borð í skipum félagsins endurgreidd frá íslenska ríkinu. Hafði fyrirtækið áður lagt fram stefnu vegna gjaldanna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skriflegu svari Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra við fyrirspurn Sigmundar Ernis Rúnarssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, Lesa meira | |
| 18:58 | Hljóp á sig Líf Magneudóttir segist hafa hlaupið á sig þegar hún hélt því fram að ekki hafi verið samþykkt á félagsfundi Vinstri grænna að Vor til vinstri myndi leiða sameiginlegt framboð. Hún styðji tillöguna og áformin en ætlar að bjóða sig fram í fyrsta sæti í forvali VG. | |
| 18:53 | Önnur umferð Gettu betur hefst í kvöld Önnur umferð Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, hefst í kvöld með fjórum viðureignum. * 19:30 Menntaskólinn við Hamrahlíð mætir Menntaskólanum á Akureyri * 20:10 Fjölbrautarskóli Suðurlands mætir Menntaskólanum í Kópavogi * 20:50 Fjölbrautaskóli Vesturlands mætir Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu * 21:30 Menntaskólinn á Egilsstöðum mætir Fjölbrautaskólanum við Ármúla Sigurvegarar í viðureignum kvöldsins fara áfram í sjónvarpskeppnina sem hefst 26.febrúar. | |
| 18:48 | Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur lýsa yfir óánægju með há förgunargjöld á endurvinnslustöðvum Sorpu og segja gjöldin ýta undir hvata til þess að skilja úrgang eftir á víðavangi. Upplýsingafulltrúi Sorpu segir ekki sanngjarnt að skattgreiðendur á höfuðborgarsvæðinu borgi fyrir framkvæmdaruslið hjá þeim sem kjósa að fara í framkvæmdir. | |
| 18:46 | Sanna: Ekkert vinstra atkvæði má glatast Það er mikil þörf á að leiða vinstra fólk saman fyrir komandi borgarstjórnarkosningar til að koma í veg fyrir að vinstri atkvæði glatist. | |
| 18:41 | Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Vegagerðin hyggst setja upp svokallaðar grjótgrindur við Steinafjall þar sem banaslys varð í fyrra. Rannsóknarnefnd samgönguslysa óskaði eftir úrbætum í nýrri skýrslu. | |
| 18:35 | Danir vilja aukna viðveru NATO á norðurslóðum Troels Lund Poulsen, varnarmálaráðherra Danmerkur, og Vivian Motzfeldt, utanríkisráðherra Grænlands, lögðu til við framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins (NATO) að bandalagið yrði með viðveru á norðurslóðum. | |
| 18:33 | „Því flestir eru dánir bara“ Jón Magnússon, formaður Samtaka vistheimilabarna, var gestur Síðdegisútvarpsins á Rás 2 í dag.Hann vill að afdrif barna sem voru sett á vistheimili, á borð við Kumbaravog og Breiðavík, verði skoðuð.Jón var sjálfur vistaður frá 4 ára aldri á vistheimilum.Hann segir að flestir þeirra sem voru vistaðir með honum séu látnir. RANNSAKENDUR MYNDU ÞURFA AÐ HAFA SAMBAND VIÐ ÚTFARARSTOFUR Jón segir að ef afdrif barna sem voru sett á vistheimili væru skoðuð þyrftu rannsakendur í stórum mæli að hafa samband við útfararþjónustur.„Því flestir eru dánir bara.“Það var í byrjun árs 2007 sem frásagnir einstaklinga sem höfðu verið vistaðir sem börn á vistheimilinu Breiðavík fóru að koma fram í fjölmiðlum.Í þeim frásögnum kom fram að fólkið hefði orðið fyrir illri meðferð og ofbeldi meðan á dvöl þess stóð. | |
| 18:31 | Samruninn fer „klárlega á borð nýrrar stjórnar“ Hluthafi í Íslandsbanka spurði hvort ný stjórn hefði tæki og tól til að endurmeta viðskiptagengið í samrunanum við Skaga. | |
| 18:29 | Rafmagnskostnaður orðið pólitískt ádeiluefni Rafmagnskostnaður í Bandaríkjunum hefur hækkað um 38% síðan 2020. | |
| 18:20 | Myndir: Endurbótaveisla Pizza 107 Veitingastaðurinn Pizza 107 hélt viðburð um helgina í tilefni endurbóta á staðnum. | |
| 18:17 | Myndskeið: Grænlendingar ræða hótanir úr vestri Fólkið á þessari eitt sinn kyrrlátu eyju er nú knúið til að hugsa óhugsandi hluti. | |
| 18:16 | Ítalski fatahönnuðurinn Valentino er látinn Ítalski fatahönnuðurinn Ludovico Clemente Garavani, Valentino, lést á heimili sínu í Róm á Ítalíu í dag. Hann var 93 ára. Valentino fæddist 11. maí 1932 og stofnaði fatamerkið Valentino árið 1959, þá 27 ára. Í gegnum tíðina hefur fatnaður Valentino iðulega verið sýnilegur á rauðum dreglum um allan heim. Ítalski fatahönnuðurinn Valentino.AP / Remy de la Mauviniere | |
| 18:13 | Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Ráðamenn í Evrópu funda stíft vegna stöðunnar sem upp er komin í álfunni eftir að Bandaríkjaforseti boðaði að hann myndi refsa með tollum sumum af þeim Evrópuríkjum sem setja sig upp á móti Grænlandsásælni hans. | |
| 18:04 | Yfir 100 tilnefningar til viðurkenninga FKA Viðurkenningarhátíð FKA verður haldin á Hótel Reykjavík Grand miðvikudaginn 28. janúar nk. | |
| 18:03 | Stórskaði af dróna-sérsveit úkraínska hersins Wall Street Journal segir sérsveitina hafa kostað Rússa jafnvirði 1.500 milljarða króna. | |
| 18:01 | 13 skólabörn létust í umferðarslysi Smárúta sem flutti nemendur í skóla lenti í árekstri við vörubíl sunnan við Jóhannesarborg í dag, með þeim afleiðingum að 13 nemendur létust, að sögn suðurafrískra lögregluyfirvalda. | |
| 18:00 | Dekkjaverkstæði ákært fyrir 100 milljóna skattsvik Héraðssaksóknari hefur ákært Muhammad Younas, eiganda dekkjaverkstæðisins Iceland tire, Rauðhellu 4, Hafnarfirði, og dekkjaverkstæðið sjálft, fyrir meiriháttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum. Annars vegar eru Muhammad og Iceland tire ákærð fyrir að hafa vantalið rekstrartekjur fyrirtækisins fyrir rekstrarárin 2018 til 2021 um samtals rétt rúmlega 34 milljónir króna. Hins vegar eru aðilarnir sakaðir um að Lesa meira | |
| 17:52 | Byggingalóðir afhentar á pólitískum forsendum Reykjavíkurborg afhendir útvöldum aðilum lóðir á undirverði til þess að ná ákveðnum pólitískum markmiðum. Þetta segir framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs sem hefur kært meðferð verðmætanna til ESA. | |
| 17:47 | Aðgangi að samfélagsmiðlum á Íslandi jafnvel lokað Aldurstakmark á samfélagsmiðla er nú til skoðunar á Íslandi Sigurður Helgi Pálmason fór í viðtal í Morgunútvarpinu á Rás 2 og sagði frá vinnu spretthóps mennta- og barnamálaráðuneytisins sem nú kannar möguleika á aldurstakmarki á samfélagsmiðla á Íslandi. Inga Sæland, mennta- og barnamálaráðherra, hefur lýst yfir vilja til að setja slíkt aldurstakmark líkt og víða […] The post Aðgangi að samfélagsmiðlum á Íslandi jafnvel lokað appeared first on Fréttatíminn. | |
| 17:34 | Danir senda fleiri hermenn til Grænlands Tvær herflugvélar voru sendar til Grænlands, Dönsk hlutabréf lækkuðu töluvert í dag vegna tollahótana Trump. | |
| 17:30 | Harry er mættur og tilbúinn í lokaslaginn við bresk slúðurblöð Harry Bretaprins er kominn til Bretlands og til Hæstaréttar Lundúna í upphafi réttarhalda sem tengjast langtímamálsókn hans gegn breskum slúðurblöðum. Áætlað er að réttarhöldin gegn taki níu vikur. Harry „finnst hann öruggur og tilbúinn,“ segir talsmaður hans við People þar sem langvarandi mál hans gegn Associated Newspapers heldur áfram. Harry höfðaði mál gegn fjölmiðlasamsteypunni, sem Lesa meira | |
| 17:30 | Lægsta fæðingartíðni í sögu Alþýðuveldisins Kínversk stjórnvöld segja að 7,92 milljónir barna hafi fæðst í landinu á síðasta ári miðað við 9,54 milljónir árið 2024. | |
| 17:28 | Valentino er allur Tískumógúllinn Ludovico Clemente Garavani, best þekktur sem Valentino, er látinn 93 ára að aldri. | |
| 17:20 | Stjúpsonur norska krónprinsins ákærður í fleiri málum Marius Borg Høiby, stjúpsonur Hákons krónprins Noregs, hefur verið ákærður í tveimur málum til viðbótar við fleiri ákærur sem hann sætir.Nýju ákærurnar eru vegna brots á nálgunarbanni og fyrir að hafa afhent manni í Tønsberg, árið 2020, þrjú og hálft kíló af kannabis. Hann segist sekur um bæði brot.Réttarhöldin hefjast 3. febrúar í héraðsdómi Oslóar.Þetta kemur fram í norskum fjölmiðlum. ÁKÆRÐUR FYRIR NAUÐGANIR OG LÍKAMSÁRÁSIR Høiby hefur áður verið ákærður fyrir nokkur nauðgunarmál, líkamsárás í nánum samböndum og ólögmætar hótanir.Á blaðamannafundi norsku lögreglunnar í haust kom fram að Høiby sæti ákærum í 32 málum.Meðal þess sem Høiby er ákærður fyrir eru fjórar nauðganir, ofbeldi í nánu sambandi gegn fyrri sambýliskonu sinni auk fjölda annarra ofbeldisverka gegn annarri fyrri sambý | |
| 17:20 | Heiðar Guðjónsson nýr stjórnarformaður Íslandsbanka Heiðar Guðjónsson er nýr stjórnarformaður Íslandsbanka en hluthafafundur bankans hófst klukkan 16 í dag á Hilton Reykjavík Nordica. | |
| 17:18 | Valentino látinn Ítalski hönnuðurinn Valentino Garavani er látinn 93 ára að aldri. | |
| 17:16 | Björn forstjóri til 2030: „Hefur gengið mjög vel“ Björn Zoëga, forstjóri King Faisal-sjúkrahússins í Sádi-Arabíu, hefur skrifað undir samning um að gegna stöðunni rúm fjögur ár til viðbótar, til marsloka 2030. Björn ræddi við mbl.is, meðal annars um hvort hann hygðist ljúka starfsævinni í Riyadh. | |
| 17:15 | Jón Pétur Zimsen: „Aðeins 2% nemenda skilja flókna texta, 98% skilja þá ekki“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Jón Pétur Zimsen, segir að aðeins 2 prósent nemenda á Íslandi geti skilið flókinn texta. Þetta kemur fram í færslu hans á X en þar segir hann að í gær hafi verið átakanlegt að hlusta á umræðu um menntamálin í Sprengisandi. „Hlustaði á Sprengisand í morgun. Það var eiginlega átakanlegt að heyra í Lesa meira | |
| 17:14 | Fyrsti fundur nýrrar stjórnar hafinn Nýkjörin stjórn Íslandsbanka situr á sínum fyrsta fundi. | |
| 17:12 | Umferðarslys í Garðabæ – einn slasaður og fluttur á slysadeild Hér er það helsta úr dagbók lögreglu klukkan 05:00 – 17:00. Þegar þetta er ritað eru tveir vistaðir í fangaklefa. Alls eru 247 mál bókuð í kerfum lögreglu á tímabilinu. Ásamt neðangreindu sinnti lögregla almennu eftirliti og ýmsum aðstoðarbeiðnum. Listinn er því ekki tæmandi. Lögreglustöð 1 Ökumaður bifreiðar sektaður fyrir að aka sviptur réttindum sínum. […] The post Umferðarslys í Garðabæ – einn slasaður og fluttur á slysadeild appeared first on Fréttatíminn. | |
| 17:09 | Íslendingur handtekinn á EM Íslenskur stuðningsmaður í karlalandsliðinu í handbolti hefur verið handtekinn í Svíþjóð. | |
| 16:58 | Strætómálið: „Við höfum ekki fengið neitt mat á því hvort þetta ógni einhverju þjóðaröryggi“ „Við erum núna að vinna áhættumat á þessum þætti okkar. Svona öryggis og áhættumat eins og við gerum svona almennt þegar við tökum til dæmis tölvukerfi í notkun,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó.Í haust var talsverð umræða um það á hinum Norðurlöndunum og hér á landi að kínverskir framleiðendur strætisvagna sem keyptir hafa verið í stórum stíl til þessara landa gætu fjarstýrt vögnunum frá Kína í gegnum tölvukerfi.Í þessari umræðu var meðal annars rætt um mögulegar njósnir og þjóðaröryggi. Áhyggjur af slíkum pólitískum afskiptum kínverska ríkisins á Vesturlöndum í gegnum kínversk fyrirtæki hafa verið talsverðar. Umræðan snerist meðal annars um strætisvagna frá kínverska fyrirtækinu Yutong en Strætó á 15 slíka vagna.Jóhannes Svavar segir um afleiðingar umræðunnar um | |
| 16:53 | Inga fer með „pólitíska og lagalega ábyrgð“ Kristrún tók fram að þetta væri áherslumál í stjórnarsáttmála sem Inga Sæland vildi fylgja eftir. | |
| 16:50 | „Ég er ekki að koma hér inn í stutta stund“ Heiðar Guðjónsson, nýkjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka, sér mikil tækifæri til sóknar hjá bankanum. | |
| 16:48 | Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Innviðaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa hrundið af stað átaki til að auka þátttöku almennings í sveitarstjórnarkosningunum sem fram undan eru. Markmiðið er bæði til að fá fleiri til að bjóða sig fram og að fá fleiri til að greiða atkvæði. | |
| 16:45 | Stuðningsmaður landsliðsins handtekinn Íslenskur stuðningsmaður karlalandsliðsins í handbolta var handtekinn í Kristianstad, í Svíðþjóð, þar sem Evrópumeistaramótið í handbolta fer fram. | |
| 16:41 | Þorgerður fundar í Brussel vegna Grænlands Varnarmálaráðherrar Norðurlandanna funda í höfuðstöðvum Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Brussel í dag. | |
| 16:30 | Kona ákærð fyrir hættulega líkamsárás inni á Exit Héraðssaksóknari hefur ákært konu á þrítugsaldri fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás þann 3. desember árið 2023, inni á skemmtistaðnum Exit, Austurstræti 3, Reykjavík. Konan er sökuð um að hafa kastað glerflösku í andlit karlmanns með þeim afleiðingum að hann hlaut skurð á enni sem þurfti að sauma. Brotaþoli krefst 1 milljónar króna í miskabætur. Aðalmeðferð í Lesa meira | |
| 16:30 | Hlaut mölbrot á úlnlið í hrottalegri árás fyrir utan Apótekið Héraðssaksóknari hefur ákært tvo menn vegna árásar á aðra tvo menn fyrir utan veitingastaðinn Apotek, Austurstræti 16, laugardaginn 20. apríl árið 2024. Þeim er gefið að sök að hafa veist í sameiningu að manni þar sem annar hrinti honum í götuna, settist ofan á hann og sló hann ítrekað víða um líkamann með krepptum hnefa. Lesa meira | |
| 16:28 | Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Heiðar Guðjónsson hefur verið kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka. Tilnefninganefnd bankans tilnefndi hann sem stjórnarformann en hann leiddi hóp fjárfesta í bankanum sem fóru fram á að hluthafafundur yrði haldinn. Enginn annar gaf kost á sér og því var Heiðar sjálfkjörinn. | |
| 16:28 | Samrunaviðræður við Skaga langt komnar Fráfarandi stjórnarformaður Íslandsbanka fór yfir stöðu Skaga-viðskiptanna á hluthafafundi. | |
| 16:24 | Íslenskur stuðningsmaður handtekinn á EM Íslenskur stuðningsmaður karlalandsliðsins í handbolta var handtekinn í Kristianstad, í Svíþjóð.Utanríkisráðuneytið staðfestir, í samtali við fréttastofu, að eitt mál hafi komið á borð borgaraþjónustunnar í tengslum við yfirstandandi Evrópumót karlalandsliða í handbolta.Ástæða handtökunnar er ekki ljós.Fjöldi Íslendinga er í Kristianstad að hvetja íslenska landsliðið. ÍSLENDINGAR EFTIRSÓTTIR ÁHORFENDUR Einar Örn Jónsson, fréttamaður, sagði í viðtali við Morgunútvarp Rásar 2 fyrir fyrsta leik landsliðsins að gistihúsa- og veitingastaðaeigendur í Kristianstad hafi glaðst yfir því að íslenska liðið væri að spila þar.„Um leið og mótinu var úthlutað til Svíþjóðar og Kristianstad var leikstaður, þá réttu þeir strax upp hönd og sögðu: Við viljum Íslendingana,“ sagði Einar Örn.Einar Örn sagði b | |
| 16:22 | Segja samkomulag Ingu og Ragnars Þórs byggja á hæpnum forsendum Þingmenn Sjálfstæðisflokks og Miðflokks furða sig á að Inga Sæland hafi hrifsað til sín uppbyggingu hjúkrunarheimila og efast um að slíkt standist lög. Forsætisráðherra segir það vissulega óvenjulegt en að mestu skipti að árangur náist í málaflokknum.Tilkynnt var um helgina að samkomulag hafi náðst milli Ragnars Þórs Ingólfssonar, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Ingu Sæland, mennta- og barnamálaráðherra, um að sú síðarnefnda farið með málefni uppbyggingu hjúkrunarheimila og þjónustuíbúða fyrir eldra fólk. Ábyrgðin á málaflokknum muni eftir sem áður liggja hjá félags- og húsnæðismálaráðuneytinu.Sigríður Á. Andersen, þingflokksformaður Miðflokksins, sagði í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi að þessi ráðstöfun kalli á margar spurningar og spurði forsætisráðherra út í lögmæti þessa gj | |
| 16:03 | Fagna tíu árum af ást Heimsfræga og stundum umdeilda ofurparið Meghan Markle og Harry Bretaprins fagna tíu árum af ást í ár. Þegar þau felldu hugi saman átti bókstaflega allt eftir að breytast í lífi þeirra en ástin virðist blómstra sem aldrei fyrr. | |
| 15:57 | Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur Ólafur Adolfsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins beindi fyrirspurn til Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum á þinginu áðan en hann hjólaði í Flokk fólksins. | |
| 15:57 | Lestarslysið á Spáni: Fundu skemmd samskeyti Sérfræðingar sem rannsaka lestarslysið á Spáni í gærkvöld þar sem 39 manns létu lífið fundu skemmd samskeyti á teinunum. | |
| 15:55 | Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er nú sögð skoða hvort hægt sé að banna snjallforrit sem byggja á gervigreind sem hægt er að nota til þess að búa til falsaðar nektarmyndir af fólki. Samfélagsmiðlinn X hefur legið undir ámæli fyrir að framleiða slíkar myndir af börnum og konum. | |
| 15:55 | Kristrún: Gef ekki tommu eftir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að hún muni ekki gefa tommu eftir þegar kemur að því að standa með sjálfsákvörðunarrétti Grænlendinga. | |
| 15:52 | „Skýr vilji“ um að Sanna leiði framboð til vinstri Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins í borginni, segir það ljóst miðað við fréttar helgarinnar að skýr vilji sé til þess að hún leiði framboð til vinstri í borgarstjórnarkosningunum í vor. | |
| 15:37 | Íslendingur í Minnesota: „Á einni nóttu var eins og komið væri skotleyfi á innflytjendur“ Bandaríkjaforseti hefur hótað hernaðaríhlutun til að kveða niður mótmælabylgju sem braust út í Minnesota eftir að innflytjendalögreglan ICE skaut bandaríska konu til bana.Katrín Frímannsdóttir, sem býr í Minnesota, segist hafa fundið fyrir neikvæðara viðhorfi gagnvart innflytjendum í Bandaríkjunum á fyrri og seinni valdatíð Trumps.„Þegar Trump tók við í fyrra skiptið þá var ég að vinna úti og bara í rauninni á einni nóttu var eins og komið væri skotleyfi á innflytjendur. Við fundum fyrir því eiginlega bara strax daginn eftir að við værum ekki velkomin lengur. Núna hefur þetta verið tíu sinnum verra vegna þess hvað skilaboðin frá Trump og hans liðum öllum hafa verið svo aggresív,“ segir Katrín í Morgunútvarpinu á Rás 2 sem hefur búið í Minnesota í 35 ár.Katrín segist passa sig vel í daglegu | |
| 15:34 | Framgöngu Trumps gagnvart Grænlandi verður að linna „Við eigum vissulega náið og sérstakt samband við Bandaríkin en það breytir því ekki að framganga núverandi Bandaríkjaforseta gagnvart Grænlandi og gagnvart Danmörku er óásættanleg og henni verður að linna,“ sagði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.Tilefnið var fyrirspurn Guðrúnar Hafsteinsdóttur, formanns Sjálfstæðisflokksins, um hvernig ríkisstjórn hennar ætli að bregðast við þeirri óvissu sem upp er komin vegna ítrekaðra hótana Bandaríkjaforseta um að yfirtaka Grænland.Kristrún sagðist ekki ætla að gefa tommu eftir í að standa með sjálfsákvörðunarrétti Grænlendinga. Hún hafi óskað eftir samtali við formenn allra flokka um þá stöðu sem er uppi en sagði um leið að á ólgutímum sem þessum sé mikilvægt að forystumenn í stjórnvöldum ýki ekki |