| 12:06 | Auglýsa eftir samstarfsaðilum í Úlfarsárdalnum Reykjavíkurborg óskar m.a. eftir samtali við lífeyrissjóði. | |
| 12:01 | Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Miðflokkurinn mælist með 22,2 prósent í nýrri könnun Maskínu og eykst fylgið um þrjú prósent milli mánaða. Samfylkingin mælist með 27 prósent og því munar einungis tæpum fimm prósentum á flokkunum. Viðreisn mælist stærri en Sjálfstæðisflokkurinn. | |
| 12:00 | Annir hjá framundan hjá fiskmjölsverksmiðjum | |
| 11:56 | Starfsemi Vélfags rannsökuð og stjórnarformaður handtekinn Héraðssaksóknari hefur hafið rannsókn á starfsemi fyrirtækisins Vélfags. Samkvæmt heimildum fréttastofu handtók embættið Alfreð Tulinius, stjórnarformann fyrirtækisins, í morgun og gerði húsleitir. Alfreð hefur verið veitt réttarstaða sakbornings. Aðgerðir standa enn yfir. Ekki hefur náðst í Sigurð G. Guðjónsson lögmann Alfreðs.Vélfag er eina íslenska fyrirtækið sem sætt hefur viðskiptaþvingunum vegna meintra tengsla við skuggaflota Rússlands.Fréttin verður uppfærð. | |
| 11:56 | Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Borgarstjórn samþykkti í gær tillögu meirihlutans sem meðal annars felur í sér um 2,4 milljarða króna eiginfjárframlag til Félagsbústaða á næstu fimm árum. Tillagan var afgreidd í borgarstjórn, þrátt fyrir að skýrsla um stöðu Félagsbústaða hafi ekki verið gerð opinber, en í skýrslunni eru meðal annars settar fram tillögur um fjárhagslega endurskipulagningu stofnunarinnar. Oddviti Framsóknarflokksins telur augljóst að útspilið sé liður í prófkjörsbaráttu borgarstjóra. Borgarstjóri segir hins vegar að nýta þurfi tímann til að ráðast strax í aðgerðir hvað lýtur að félagslegu húsnæði, en tekur undir að það „hefði verið betra“ ef skýrslan hefði verið tilbúin. | |
| 11:54 | Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að nauðga konu á að morgni nýársdags árið 2024. | |
| 11:53 | Hreinsun og uppsagnir í Mennta- og barnamálaráðuneytinu Mennta- og barnamálaráðherra hefur innleitt nýtt skipurit og verklag í kjölfar mats á hlutverki og verkefnum ráðuneytisins. Markmið breytinganna er að styrkja faglega stjórnsýslu, skýra ábyrgð og umboð, bæta ákvarðanatöku og tryggja að ráðuneytið sé enn betur í stakk búið til að sinna lögbundnu hlutverki sínu á sviði mennta- og barnamála. Breytingarnar fela í sér […] The post Hreinsun og uppsagnir í Mennta- og barnamálaráðuneytinu appeared first on Fréttatíminn. | |
| 11:45 | Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Poppsöngkonan Meghan Trainor er orðin þriggja barna móðir eftir að staðgöngumóðir eignaðist stúlku. Trainor segir staðgöngumæðrun hafa verið öruggustu leiðina fyrir hjónin til að stækka fjölskyldu sína. | |
| 11:45 | Táningur dæmdur fyrir hryðjuverkaáform Nítján ára gamall maður hlaut í gær sjö ára og tíu mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Stokkhólms í Svíþjóð fyrir að leggja á ráðin um hryðjuverk á menningarhátíðinni Kulturfestivalen i Kungsträdgården í ágúst. | |
| 11:30 | Hvar býr allt þetta fólk? – Á sjöunda þúsund án heimilisfangs Fjöldi þeirra sem eru skráðir með lögheimili í tilteknu sveitarfélagi hér á landi en með ótilgreint heimilisfang hefur tífaldast á síðustu tíu árum. Á síðasta ári átti þetta við um nærri 7.000 manns. Ýmsar skýringar eru á því hvers vegna fólk er ekki skráð með neitt ákveðið heimilisfang. Þetta kemur fram í svari Þorbjargar Sigríðar Lesa meira | |
| 11:29 | Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Í hádegisfréttum fjöllum við um glænýja könnun frá Maskínu um fylgi flokka á landsvísu. Í henni er að finna áhugaverð tíðindi og við fáum viðbrögð við þeim tíðindum í hádegisfréttum okkar klukkan tólf. | |
| 11:28 | Allt rafmagn farið af Borgundarhólmi Rafmagn er farið af dönsku eyjunni Borgundarhólmi. Bilunina má rekja til sæstrengs sem liggur frá eyjunni til Svíþjóðar. | |
| 11:25 | Stöndum með Grænlendingum Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að Íslendingar verði að standa á grundvallarsjónarmiðum fullveldis og sjálfsákvörðunarréttar. Geri þeir það ekki þegar næstu nágrannar þeirra séu í úlfakreppu, grafi það einnig undan fullveldisrétti Íslands. Þetta kom fram í viðtali Morgunblaðsins við ráðherra eftir ríkisstjórnarfund í gær. | |
| 11:24 | Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Nýtt, óhefðbundið og svolítið skemmtilegt trend hefur rutt sér til rúms vestanhafs sérstaklega hjá ríka og fræga fólkinu. Svokallaðir skilnaðarhringir, gjarnan glæsilegir demtanshringir, njóta stigvaxandi vinsælda og skartgripaverslanir bjóða upp á sérstakar athafnir tengdar þeim. | |
| 11:21 | Geti falið í sér „mikilvægt stefnumarkandi tækifæri“ Amaroq segir niðurstöður rannsókna undirstrika verulega möguleika Minturn-svæðisins sem nýs kerfis járnoxíðs, kopars og gulls. | |
| 11:15 | Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Bandarískir embættismenn báðu franskan dómara um að hlutast til í máli Marine Le Pen, leiðtoga jaðarhægrimanna, í fyrra. Dómaranum varð svo bilt við að hann lét utanríkisráðuneytið vita af tilraunum Bandaríkjamannanna. | |
| 11:10 | Páll Jónsson og Sighvatur með góðan afla | |
| 11:03 | Kvaddi vegna samstarfsins við Flokk fólksins „Ég var mjög ósáttur við ríkisstjórnarsamstarfið við Flokk fólksins sem er popúlískur lýðskrumsflokkur og besta dæmið um óábyrgt stjórnmálaafl sem mun reynast ríkiskassanum mjög dýrt.“ | |
| 10:54 | „Ef við erum ekki við borðið, verðum við á matseðlinum“ „Gamla heimsskipanin kemur ekki aftur,“ sagði Mark Carney, forsætisráðherra Kanada, í ræðu sinni á efnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss í gær. Þá sagði hann Vesturveldin stödd í miðju rofi en ekki á breytingatímabili. Forsætisráðherrann hefur áður varað við því að heimurinn verði ekki samur eftir að Donald Trump tók við forsetaembætti í Bandaríkjunum.Meðalstór ríki þurfi að standa saman. „Ef við erum ekki við borðið þá verðum við á matseðlinum,“ sagði forsætisráðherrann og sakaði stórveldin um að beita efnahagslegum þvingunum til að ná sínu fram. „Stórveldin hafa getu til að gera þetta ein. Stórveldin hafa stóra markaði, hernaðargetu og vald til að setja skilyrði. Það hafa miðlungsstóru ríkin ekki.“Þá sagði Carney í ræðu sinni að Kanadamenn geri sér grein fyrir því að landfræðileg lega lan | |
| 10:54 | 4,2% atvinnuleysi í desember Samkvæmt mælingu vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar var atvinnuleysi á meðal fólks á aldrinum 16 til 74 ára 4,2% í desember 2025. | |
| 10:54 | Forstjóri NiceAir: Bókunarstaðan „hörmung“ Ástæða þess að Niceair aflýsti jómfrúarflugi endurstofnaðs flugfélagsins frá Akureyri til Kaupmannahafnar var sú að bókunarstaðan var langt undir væntingum og áætlunum, sér í lagi til baka frá Kaupmannahöfn til Akureyrar. | |
| 10:50 | Norðmenn afþakka boð Trumps Norska ríkisstjórnin hefur afþakkað boð Donalds Trumps Bandaríkjaforseta um sæti í friðarráði hans. | |
| 10:48 | Spáir lausn um Grænland sem NATÓ verði ánægt með „Ég held að við munum finna einhvers konar lausn sem gerir NATO mjög ánægt og okkur mjög ánægð.“ | |
| 10:40 | Aldrei fleiri samtöl vegna sjálfsvígshugsana Á síðasta ári var haft samband við 1717, Hjálparsíma Rauða krossins, vegna sjálfsvígshugsana 1.728 sinnum. Það er oftar en nokkru sinni áður. | |
| 10:39 | Hvetur til gagnhugsaðra milliríkjasamskipta Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins NATO, sagði á efnahagsmálaráðstefnunni World Economic Forum í Davos í Sviss í gær að „gagnhugsuð milliríkjasamskipti“ væru eina leiðin til að taka á Grænlandsmálinu. | |
| 10:30 | Þorsteinn sagði sig úr Viðreisn á síðasta ári og hjólar í Flokk fólksins Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi þingmaður og forstjóri Hornsteins, tók þá ákvörðun á síðasta ári að segja skilið við Viðreisn. Þetta er meðal þess sem kemur fram í viðtali við hann í Morgunblaðinu í dag, en auk þess að gegna þingmennsku fyrir Viðreisn á árunum 2016 til 2020 var hann félags- og jafnréttismálaráðherra árið 2017. „Ég hætti Lesa meira | |
| 10:30 | Móðganir ganga á víxl eftir að RyanAir hafnaði Starlink Auðkýfingurinn Elon Musk, eigandi Tesla og SpaceX, hefur gefið í skyn að hann gæti keypt lággjaldaflugfélagið Ryanair í þeim tilgangi að reka forstjóra félagsins, Michael O’Leary, sem Musk kallar jafnframt fávita. | |
| 10:29 | Sex látnir fara í breytingum á skipulagi ráðuneytis Mennta- og barnamálaráðherra hefur innleitt nýtt skipurit og verklag í kjölfar mats á hlutverki og verkefnum ráðuneytisins. Í færslu ráðuneytisins kemur fram að markmið breytinganna sé að styrkja faglega stjórnsýslu, skýra ábyrgð og umboð, bæta ákvarðanatöku og tryggja að ráðuneytið sé enn betur í stakk búið til að sinna lögbundnu hlutverki sínu á sviði mennta- The post Sex látnir fara í breytingum á skipulagi ráðuneytis appeared first on 24 stundir. | |
| 10:24 | Afgreiðslugjald vegna vistráðningar hækkað um 750% Er þetta langmesta gjaldahækkun stofnunar um áramótin, að því er Viðskiptablaðið kemst næst. | |
| 10:22 | Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Mark Carney, forsætisráðherra Kanada, lýsti breyttri heimsskipan og biðlaði til ríkja, annarra en stórvelda, að taka þátt í að veita stórveldapólitík mótvægi og taka þátt í mótun nýs heimsskipulags. Hann varar við því að heimurinn sé staddur í miðjum umbrotum þar sem stórveldi hafi vopnavætt viðskipti og tolla og misnoti efnahagslega innviði sem kúgunartæki. Minni og meðalstór ríki þurfi að sýna mótvægi við stórveldapólitík og boða breytta heimsskipan sem byggi á öðrum gildum. | |
| 10:20 | Mikill meirhluti talmeinafræðinga hafa litla trú á stjórnvöldum 82% sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga segjast hafa litla trú á stjórnvöldum þegar kemur að því að stytta biðlista eftir talmeinaþjónustu á Íslandi. | |
| 10:18 | Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynlífstækjaverslunin Blush virðist hafa tekið vöru umdeildrar klámleikkonu úr sölu eftir að auglýsing á samfélagsmiðlum vakti hörð viðbrögð víða. Móðir sem fordæmdi söluna segir vörur sem þessar grafa undan kvenréttindum og senda skökk skilaboð út í samfélagið. | |
| 10:14 | Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Fimm vel valdir keppendur hafa farið á kostum við upptökur á fyrstu þáttaröðinni af íslensku útgáfu skemmtiþáttarins Taskmaster sem hefur göngu sína á SÝN í lok mars næstkomandi. | |
| 10:12 | Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Atvinnuleysi mældist 4,2 prósent í desember og voru þá um 9.800 manns á aldrinum 16 til 74 ára án atvinnu. Þegar leiðrétt hafði verið verið árstíðarbundnum sveiflum dróst atvinnuleysi saman um 2,7 prósentustig á milli mánaða. | |
| 10:10 | Atvinnuleysi 4,2% í desember Atvinnuleysi í desember jókst um 0,5 prósentustig milli ára. | |
| 10:05 | Magnús Eiríksson jarðsunginn Útför Magnúsar Eiríkssonar tónlistarmanns fór fram frá Hallgrímskirkju í gær. Prestur var séra Sveinn Valgeirsson. | |
| 10:03 | Uppsagnir í mennta- og barnamálaráðuneyti Inga Sæland, mennta- og barnamálaráðherra, hefur innleitt nýtt skipurit og verklag í ráðuneytinu. „Breytingarnar leiða óhjákvæmilega til þess að ákveðin störf leggjast niður og hefur sex starfsmönnum verið sagt upp. Um leið er mætt þeirri hagræðingarkröfu sem gerð er á árinu 2026 til rekstrar ráðuneytisins,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins.Markmið breytinganna er sagt vera að styrkja faglega stjórnsýslu, skýra ábyrgð og umboð, bæta ákvarðanatöku og tryggja að ráðuneytið sé betur í stakk búið til að sinna lögbundnu hlutverki sínu.„Með breytingunum nú viljum við einfalda verklag og gera það skilvirkara. Við viljum lyfta upp menntamálum og setja aukinn slagkraft í málefni barna í viðkvæmri stöðu. Það er mikilvægt að nýta þá miklu sérþekkingu sem til staðar er í ráðuneytinu og stytta boðleið | |
| 10:00 | Skrautlegt þjófapar – Karlmaðurinn faldi sig í geymsluhólfi sófa í loðpelsi og með rauða ofurhetjutösku Kona og karl voru á gær sakfelld í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir ýmis brot en dómurinn lýsir skrautlegum þjófnaðarferli þeirra, sérstaklega mannsins. Karlmaðurinn er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í innbroti í verslun Púkans, að Mörkinni 4 í Reykjavík, í nóvember árið 2022, með því að halda vörð og aðstoða óþekktan aðila við að spenna Lesa meira | |
| 09:55 | Hætti í Viðreisn vegna samstarfs við Flokk fólksins Þorsteinn Víglundsson lýsir Flokki fólksins sem „popúlískum lýðskrumsflokki“ sem muni reynast ríkiskassanum mjög dýr. | |
| 09:47 | Kynntist manninum á Tinder í Covid Mörg þúsund manns horfðu á nýjasta þátt af Bítinu í bílnum þar sem leynigestur vikunnar söng lagið These Boots Were Made for Walking sem Nancy Sinatra gerði frægt. | |
| 09:44 | Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Mennta- og barnamálaráðherra tilkynnir um nýtt skipurit og verklag í ráðuneytinu. | |
| 09:41 | Atvinnuleysi jókst milli ára og starfandi fækkaði Atvinnuleysi jókst og hlutfall starfandi lækkaði á milli desembermánaða 2024 og 2025, samkvæmt nýrri vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Atvinnuleysi jókst um 0,5 prósentustig, á sama tíma og hlutfall starfandi lækkaði um 1,1 prósentustig og atvinnuþátttaka minnkaði um 0,7 prósentustig. Atvinnuleysi mældist 4,2 prósent í desember 2025 meðal fólks á aldrinum 16 til 74 ára. Um 9.800 einstaklingar voru þá án atvinnu.... | |
| 09:39 | Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Margir af þjóðarleiðtogum heims eru staddir í Davos í Sviss á ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum). Mikil umræða átti sér stað þar í gær um stöðuna í heimsmálum, hótanir Bandaríkjamanna í garð Grænlands, stríðsrekstur Rússa í Úkraínu og breytta ásýnd heimsins. | |
| 09:35 | Frestuðu fyrsta flugi vegna dræmrar sölu Eftirspurn eftir sætum í fyrstu flugferðum Niceair reyndist minni en forsvarsmenn fyrirtækisins höfðu vonast eftir. Þeir hafa ákveðið að fresta því fram á seinni hluta árs að fyrirtækið hefji starfsemi.Farþegum sem keyptu ferð með Niceair til Kaupmannahafnar í næsta mánuði var í gær tilkynnt að ekkert yrði af fluginu.Í fréttatilkynningu frá Niceair segir að upphafi starfseminnar hafi verið frestað eftir ítarlega úttekt á bókunum og öðrum þáttum starfseminnar. Fyrstu flugferðirnar verða farnar á seinni hluta árs, að því gefnu að vissum markmiðum í rekstri og fjármögnun verði náð.Fólk sem átti bókað flug fær það endurgreitt að fullu og 25 prósenta inneign að auki.Nýtt fyrirtæki tilkynnti í desember að það myndi bjóða upp á flugferðir frá Akureyri undir nafni Niceair. Þá var hafin sala á fyrs | |
| 09:32 | Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Sex starfsmönnum mennta- og barnamálaráðuneytisins hefur verið sagt upp störfum. Frá þessu er greint í tilkynningu frá ráðuneytinu. Þar segir að ráðherra hafi innleitt nýtt skipurit og verklag í kjölfar mats á hlutverki og verkefnum ráðuneytisins. Markmið breytinganna sé að styrkja faglega stjórnsýslu, skýra ábyrgð og umboð, bæta ákvarðanatöku og tryggja að ráðuneytið sé enn betur í stakk búið til að sinna lögbundnu hlutverki sínu. | |
| 09:32 | Evrópa á „krossgötum“ Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, varaði við því í dag að bandalagið, sem telur 27 ríki, yrði að bregðast hraðar við til að efla efnahag sinn og varnir í ljósi nýrrar heimsmyndar sem einkennist af „hráu valdi“. Orð von der Leyen eru í takt við yfirlýsingar fleiri leiðtoga sem lýsa raunsæi gagnvart breyttum heimi vegna ógna Bandaríkjanna og... | |
| 09:32 | Sex sagt upp hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu Inga Sæland, mennta- og barnamálaráðherra, innleiðir nýtt skipurit og verklag í ráðuneytinu og hefur sex starfsmönnum verið sagt upp. | |
| 09:30 | Reikna með 600-800 milljóna samlegð á ári Síminn áætlar að velta samstæðunnar aukist um 66% með kaupum á þremur félögum. | |
| 09:11 | 4,2 prósenta atvinnuleysi Um 4,2 prósent landsmanna voru atvinnulausir í desember samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar. Samkvæmt henni voru 9.800 án vinnu í jólamánuðinum. Atvinnuleysi jókst um hálft prósentustig milli ára og atvinnuþátttaka minnkaði um 0,7 prósentustig. Að teknu tilliti til árstíðaleiðréttingar var atvinnuleysið 4,5 prósent.Fólk á ferli í Smáralind. Safnmynd.RÚV / Kristín Sigurðardóttir | |
| 09:06 | Fjármálaráðherra Trump segir Evrópuleiðtogum að draga djúpt andann Evrópubúar ættu að forðast „skilyrta reiði“ og setjast niður með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Davos til að hlýða á rök hans fyrir kaupum á Grænlandi, sagði Scott Bessent, fjármálaráðherra, á miðvikudag. Trump var á leið á árlegan fund Alþjóðaefnahagsráðsins í svissneska skíðabænum, en fundurinn hefur fallið í skuggann af deilum við Evrópubúa vegna áforma hans um að yfirtaka danska sjálfstjórnarsvæðið.... | |
| 09:00 | Róbert segir börnin í Laugardal eiga betra skilið – „Þolinmæðin er á þrotum“ „Þetta þarf ekki að vera svona,“ segir Róbert Ragnarsson, stjórnmálafræðingur og frambjóðandi í 1. sæti í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík, í aðsendri grein á vef Vísis í morgun. Í grein sinni varpar Róbert ljósi á stöðu mála hjá fjölmörgum íbúum í Laugardalnum og þá sérstaklega þegar kemur að barnafjölskyldum. „Börn og foreldrar í Laugardalnum eru Lesa meira | |
| 09:00 | Samtök um karlaathvarf saka RÚV og fréttamanninn Frey Gígju um persónuníð og villandi umfjöllun Samtök um karlaathvarf saka RÚV og fréttamanninn Frey Gígju um ítrekað persónuníð, rangfærslur og brot á fjölmiðlalögum í umfjöllun um karlmenn sem tengjast réttindabaráttu karla, einkum í forsjár- og ofbeldismálum. Í nýlegri yfirlýsingu segja samtökin að umfjöllun RÚV sé einhliða og slúðurkennd og vinnubrögð svo slæm að þau hafi haft alvarleg áhrif á einstaklinga sem […] Greinin Samtök um karlaathvarf saka RÚV og fréttamanninn Frey Gígju um persónuníð og villandi umfjöllun birtist fyrst á Nútíminn. | |
| 08:57 | Hlaut lífstíðardóm fyrir morðið á Abe Maðurinn sem ákærður var fyrir að hafa myrt fyrrverandi forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe, var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi. | |
| 08:51 | Þorsteinn vill verða formaður SI Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Hornsteins og fyrrverandi félags- og jafnréttismálaráðherra, hyggst bjóða sig fram til formanns Samtaka iðnaðarins. Kosning fer fram á Iðnþingi 5. mars.Þorsteinn greindi frá framboðinu á samfélagsmiðlum í morgun. Þar segir hann að krísur séu kjörin tækifæri til breytinga og að mikilvægt sé að Íslendingar nýti sér núverandi áskoranir á alþjóðavettvangi til umbóta innanlands.„Óvissa hefur aukist, tollar hafa hækkað og viðskiptahagsmunum er óhikað beitt í deilum ríkja sem áður töldust traustir bandamenn. Með áherslu á einföldun regluverks, aukna skilvirkni í rekstri hins opinbera, öflugri innviðafjárfestingu og sterkara hvatakerfi nýsköpunar er mögulegt að bæta innra og ytra umhverfi fyrirtækja í fjölbreyttum greinum iðnaðar verulega og styrkja þannig grundvöl | |
| 08:48 | Fyrrverandi ráðherra vill leiða Samtök iðnaðarins Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Hornsteins og fyrrverandi þingmaður og ráðherra Viðreisnar, hyggst bjóða sig fram til formennsku í Samtökum iðnaðarins á Iðnþinginu í mars. | |
| 08:41 | Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Það er óhætt að segja að Emmanuel Macron Frakklandsforseti hafi vakið nokkra athygli í Davos, þar sem hann hefur skartað einstaklega töffaralegum flugstjórasólgleraugum með bláum speglaglerjum. | |
| 08:33 | „Dragið djúpt inn andann“ Scott Bessent fjármálaráðherra Bandaríkjanna kallar eftir stillingu meðal Evrópubúa vegna yfirlýsinga Donalds Trumps Bandaríkjaforseta um Grænland. | |
| 08:32 | Farþegar ekki haft samband við Neytendasamtökin vegna Niceair Farþegar hafa ekki haft samband við Neytendasamtökin vegna ákvörðunar flugfélagsins Niceair að hætta við jómfrúarferð sína í febrúar. Samkvæmt upplýsingum frá Breka Karlssyni, formanni Neytendasamtakanna, ættu sömu reglur að gilda og þegar flug eru felld niður. Farþegi eigi rétt á að fá endurgreitt eða að flugfélagið komi honum á áfangastað. Hann bendir á að allar upplýsingar sé að finna á heimasíðunni ns.is/flug.Nýtt fyrirtæki undir merkjum Nice Air var kynnt undir lok síðasta árs.RÚV / Kristófer Óli Birkisson | |
| 08:31 | Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi þingmaður, ráðherra og varaformaður Viðreisnar, og forstjóri Eignarhaldsfélagsins Hornsteins ehf. sækist eftir embætti formanns Samtaka iðnaðarins. Þá segist hann hafa sagt skilið við Viðreisn og lýsir óánægju með ríkisstjórnarsamstarf flokksins með Flokki fólksins. | |
| 08:26 | Lokanir og fylgdarakstur á brú og í göngum Vegagerðin takmarkar umferð á tveimur stöðum í kvöld og næstu nætur vegna viðgerða og þrifa.Brúnni yfir Jökulsárlón á Breiðamerkursandi verður lokað milli sjö í kvöld og eitt í nótt vegna viðgerða. Fylgdarakstur verður í Hvalfjarðargöngum næstu tvær nætur vegna þrifa og viðhaldsvinnu frá miðnætti til sex um morguninn. Hálka getur myndast við þrifin og bílstjórar beðnir um að gæta sín.Brúin yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi.RÚV / Ísak Ólafsson | |
| 08:25 | Fyrrverandi forsætisráðherra dæmdur í 23 ára fangelsi Dómstóll í Suður-Kóreu dæmdi í dag Han Duck-soo, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, í 23 ára fangelsi fyrir að hafa tekið virkan þátt í uppreisninni eftir að forveri hans í embætti lýsti yfir herlögum í landinu. | |
| 08:19 | Máttu ekki losa sig strax við starfsmenn sem hugðust stofna fyrirtæki Arion banki verður að greiða tveimur fyrrverandi starfsmönnum sínum samanlagt tæpar tíu milljónir króna í vangoldin laun. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem kvað upp dóm sinn í gær.Fólkið vann við fyrirtækjatryggingar hjá Arion banka þar til síðasta sumar. Þá tilkynnti það yfirmönnum sínum að það hygðist láta af störfum og stofna fyrirtæki um vátryggingar.Viku síðar rifti Arion banki ráðningarsambandi við fólkið og sagði að atvinnurekstur þess í samkeppni við bankann væri brot á trúnaðarskyldum. Fólkið var þá búið að stofna fyrirtækið en hvorki búið að fá starfsleyfi né hefja starfsemi. Bankinn borgaði því ekki frekari laun á uppsagnarfrestinum.Þessu andmælti fólkið og leitaði að lokum til dómstóla. Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur sagði að fólkið hefði ekki verið búið að hefja | |
| 08:08 | Stjórnsýslukæra vegna smáhýsa í Skaftafelli Sveitarfélagið Hornafjörður hefur fengið á sig tvær stjórnsýslukærur. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Hornafjarðar 13. janúar. Önnur stjórnsýslukæran snýr að ákvörðun sveitarfélagsins um að samþykkja umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir jarðtæknirannsóknum við Hoffellslón.Hin kæran snýr að ákvörðun byggingarfulltrúa sveitarfélagsins um að veita byggingarheimild fyrir byggingu þrettán gistihúsa að Skaftafelli í Öræfum. Bygging þeirra vakti sterk viðbrögð. Húsin eru í eigu fyrirtækis sem heitir Arctic Circle Hotels. Það er í eigu ferðaþjónusturisans Arctic Adventures og verktakafyrirtækisins Þingvangs.Jóhann Ásgeir Baldurs, framkvæmdastjóri Arctic Adventures, sagði í desember að gagnrýnin á húsin væri leiðinleg. Þau séu ekki fullbúin og eigi eftir að falla betur inn í umhverfið í Skaftaf | |
| 08:01 | Aukin hætta á viðskiptastríði Aðalhagfræðingur Kviku banka segir það alfarið undir bandarískum stjórnvöldum komið hvort viðskiptastríð skelli á. | |
| 08:00 | Kristrún Frosta um stöðu Grænlands: „Ég verð ekki sá forsætisráðherra“ „Ég verð ekki sá forsætisráðherra sem opnar á að snúa bakinu við Grænlendingum vegna þess að við erum hrædd við Bandaríkin,“ segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra í viðtali í Morgunblaðinu í dag. Þar ræðir Kristrún meðal annars um stöðu Grænlands og viðrar þá skoðun sína að tímabært sé að hefja aftur Evrópuumræðuna með það fyrir augum Lesa meira | |
| 08:00 | Munnlegt samkomulag eitt að baki Það fyrirkomulag að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fari með tiltekin málefni aldraðra með sér úr félags- og húsnæðismálaráðuneyti yfir í mennta- og barnamálaráðuneyti byggist aðeins á munnlegu samkomulagi milli hennar og Ragnars Þórs Ingólfssonar, arftaka hennar í félagsmálaráðuneytinu. | |
| 07:55 | Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Tetsuya Yamagami, maðurinn sem skaut Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japan, til bana á fjöldafundi í Nara árið 2022, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi. | |
| 07:52 | Skólagjöldin gætu orðið um 5 milljónir Verði opinberum háskólum veitt lagaheimild til að innheimta skólagjöld af nemendum sem koma frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins, getur það haft mikil áhrif á alþjóðlega meistaranámið í íslenskum miðaldafræðum sem starfrækt hefur verið um 20 ára skeið við Háskóla Íslands. | |
| 07:48 | Flugvélinni snúið við: Trump mætir seint til Davos Donald Trump Bandaríkjaforseti mætir um þremur klukkustundum seinna en áætlað var til Davos í Sviss eftir að forsetaflugvélinni var snúið við í háloftunum í nótt. | |
| 07:33 | Norðmenn afþakka sæti í friðarráði Trumps | |
| 07:33 | Tíðinda beðið í Davos meðan tekist er á um stöðu Grænlands | |
| 07:30 | 5 merki um að maki þinn gæti verið að halda framhjá Tölfræði hefur sýnt að karlar eru líklegri til að halda framhjá en konur. Bandarísk rannsókn frá Institute of Family Studies leiddi í ljós að 20 prósent giftra karla hafa haldið framhjá, en 13 prósent kvenna höfðu gert það. Í skýrslunni frá 2018 kom einnig fram að meðal giftra fullorðinna sem höfðu haldið framhjá maka sínum Lesa meira | |
| 07:25 | Netanjahú hyggst taka sæti í friðarráði Trumps Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur þegið boð Donalds Trumps Bandaríkjaforseta um sæti í friðarráðinu hans. | |
| 07:21 | Netanyahu fær sæti í friðarráði Trumps á Gaza Friðarráð sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hyggst koma á fót til að hafa yfirumsjón með Gaza er að taka á sig mynd. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur þegið boð um að taka þar sæti. Þetta staðfesti skrifstofa hans í dag.Í gær greindi talsmaður Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta frá því að honum hefði verið boðið sæti í ráðinu og að það væri til skoðunar. Frakkar hyggjast ekki taka þátt.Yfirlýstur tilgangur friðarráðsins er að auka stöðugleika og endurreisa ábyrga og löglega stjórn. AFP-fréttastofan segir að miðað við stofnskjöl ráðsins takmarkist hlutverk þess ekki við palestínskt landsvæði. Að auki þurfa ríki sem taka sæti í ráðinu að greiða allt að einn milljarð dollara fyrir varanlegt sæti. | |
| 07:10 | Víða rigning með köflum og bætir í vind í kvöld Víðáttumikið lægðasvæði suður af landinu stjórnar veðrinu á landinu næstu daga og má reikna með þrálátri austanátt. | |
| 07:05 | Kalla eftir NATO-æfingu á Grænlandi Frakkar vilja að Atlantshafbandalagið (NATO) haldi æfingu á Grænlandi. Segjast þeir reiðubúnir að leggja sitt af mörkum til að það raungerist. | |
| 07:04 | Skiptigengið undir smásjánni Stóra verkefnið framundan hjá nýkjörinni stjórn Íslandsbanka er samruninn við Skaga. | |
| 07:01 | Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Það þekkja þetta margir vinnustaðir: Nýr forstjóri er ráðinn og þá er blásið í alla lúðra. Enn ein stefnumótunin er boðuð og í þetta sinn á sko svo sannarlega að gera hlutina með stæl. | |
| 07:01 | „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Ríkisstjórn Bandaríkjanna kynnti nýjan fæðupýramída í byrjun árs þar sem honum var snúið á hvolf og aukin áhersla lögð á prótín og fitu. Útlit og hönnun pýramídans er keimlík fæðuhring sem hönnunarstofan Aton gerði fyrir embætti landlæknis í fyrra. Hönnunarstjóri Aton segir líkindin töluverð en lítið sé við því að gera. | |
| 07:01 | Mötuðu Bandaríkjamenn gervigreindina með íslenska fæðuhringnum? Ríkisstjórn Bandaríkjanna kynnti nýjan fæðupýramída í byrjun árs þar sem honum var snúið á hvolf og aukin áhersla lögð á prótín og fitu. Útlit og hönnun pýramídans er keimlík fæðuhring sem hönnunarstofan Aton gerði fyrir embætti landlæknis í fyrra. Hönnunarstjóri Aton segir líkindin töluverð en lítið sé við því að gera. | |
| 07:00 | Hakkar Jón Trausta á Heimildinni í sig og segir fjölmiðla komna með „Orange Man Bad“ heilkenni gagnvart Snorra Mássyni Þórarinn Hjartarson, þáttastjórnandi hlaðvarpsins Ein pæling, gagnrýnir harðlega umfjöllun fjölmiðla um Snorra Másson og segir hana bera keim af því sem hann kallar „Orange Man Bad“ heilkenni. Hann segir Snorra hafa verið sakaðan um hvíta yfirburðarhyggju og samsæriskenningar á forsendum sem standist ekki nánari skoðun. Segir gagnrýnina byggða á rangfærslum Í færslu sinni bendir Þórarinn […] Greinin Hakkar Jón Trausta á Heimildinni í sig og segir fjölmiðla komna með „Orange Man Bad“ heilkenni gagnvart Snorra Mássyni birtist fyrst á Nútíminn. | |
| 07:00 | „Það var snemma ljóst að ég yrði ekki friðarins maður“ „Sem betur fer fær maður alltaf meira af jákvæðum viðbrögðum, finnst mér, heldur en neikvæðum þegar maður er í þessari menningarrýni,“ segir Símon Birgisson sem á langan og fjölbreyttan feril að baki. Hann var lengi í blaðamennsku, hefur sinnt fjölbreyttum verkefnum innan leikhúsanna og er menningarrýnir fyrir Vísi auk þess sem hann kennir í grunnskóla.Hann segist eflaust hafa verið kallaður ýmsum nöfnum í gegnum tíðina. „Það er bara eins og það er.“ Hlaðvarp hans, Menningarvaktin, hefur að sögn verið að fá góðar móttökur sem honum þykir skemmtilegt. „En jú, auðvitað, þetta var meiri hasar þegar maður var yngri og var að byrja í blaðamennskunni. Maður getur alveg viðurkennt það, það gekk ýmislegt á.“Sigurlaug Margrét Jónasdóttir ræddi við Símon í Segðu mér á Rás 1. TILRAUN SEM GEKK EKKI | |
| 07:00 | Samsæriskenning um skelfilegan atburð í sumar hrakin af vísindamönnum NASA Enginn grundvöllur er fyrir fullyrðingum þess efnis að jörðin muni missa þyngdarafl sitt í nokkrar sekúndur þann 12. ágúst næstkomandi með skelfilegum afleiðingum fyrir mannkynið. Samsæriskenning um þetta hefur farið víða á netinu undanfarnar vikur og snýr hún að meintu „leyniskjali“ sem á að hafa verið lekið frá NASA. Í meintu skjali er greint frá Lesa meira | |
| 06:55 | Þrálátar austanáttir næstu daga Hitastigið verður að mestu yfir frostmarki um allt land í dag en það blæs nokkuð á landsmenn. Íbúar norðan- og vestanlands geta búist við því að þar haldist þurrt en annars staðar verður væta með köflum. Í kvöld bætir í vind og þá verður samfelld rigning suðaustan- og austantil.Veðurspáin er svohljóðandi:Gengur í austan átta til fimmtán metra á sekúndu. Væta með köflum, en að mestu þurrt norðan- og vestanlands. Hiti eitt til átta stig. Bætir heldur í vind í kvöld og samfelld rigning suðaustan- og austantil.Austan tíu til átján metrar á sekúndu og rigning á morgun, einkum suðaustan- og austanlands, en úrkomulítið á Norðurlandi | |
| 06:52 | Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Flugvél forseta Bandaríkjanna, Air Force One, var snúið við skömmu eftir flugtak í nótt eftir „lítilsháttar rafmagnsbilun“. Vélin var á leið til Davos í Sviss með Donald Trump innanborðs en hann skipti um vél skömmu eftir lendingu og engar fregnir hafa borist af því að töfin muni hafa áhrif á dagskrá World Economic Forum í dag. | |
| 06:50 | Lægðasvæði mun stjórna veðrinu næstu daga Búast má við þrálátri austanátt en víðáttumikið lægðasvæði suður af landinu mun stjórna veðrinu hjá okkur næstu daga. | |
| 06:47 | Loðnan sunnar en Geir Zoëga átti von á „Við þurftum að leita minna en við áttum von á og komum strax í loðnu,“ segir Geir Zoëga, skipstjóri á Polar Amaroq, sem kom með fyrstu loðnu ársins að landi í gær. Hann bíður nú fregna af nýhöfnum leiðangri Hafrannsóknastofnunar sem hann segir vel skipulagðan og spennandi. | |
| 06:45 | Bandaríkjaforseti kveðst trúa á lausn sem gleðji alla Donald Trump Bandaríkjaforseti segir umfangsmikil fundahöld um málefni Grænlands fram undan og kveðst sannfærður um að tillögur hans muni gleðja ríki Atlantshafsbandalagsins jafn mikið og Bandaríkin.Trump ítrekaði á blaðamannafundi í gærkvöld að Bandaríkin þörfnuðust Grænlands af öryggisástæðum og sagði engan hafa gagnast NATÓ betur en hann. Eitthvað gott muni gerast.„Það eru margir fundir fram undan og ég er viss um að við finnum einhverja lausn,“ sagði Trump. Hann sagðist ítrekað trúa á niðurstöðu að eigin skapi þrátt fyrir að danskir og grænlenskir ráðamenn hafni algerlega yfirtöku Bandaríkjanna á Grænlandi.Hann sagðist heldur ekki hafa rætt við Grænlendinga en fullyrti þá verða himinlifandi með hugmyndir sínar. Hann vildi lítt tjá sig um viðvaranir nokkurra evrópskra leiðtoga um endalo | |
| 06:31 | Réðst á lögreglu eftir að hafa verið stöðvaður Ökumaður sem var stöðvaður af lögreglu, grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, brást ókvæða við og réðst á lögreglumann og sló hann í andlitið. | |
| 06:30 | Tók Nintendo-tölvuna af 11 ára syni sínum og var skotinn til bana Ellefu ára drengur í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum hefur verið ákærður fyrir að skjóta föður sinn til bana aðfaranótt 13. janúar síðastliðinn. Málið hefur vakið óhug vestanhafs en pilturinn virðist hafa verið ósáttur við föður sinn þegar hann tók af honum Nintendo Switch-tölvu og sagði honum að fara að sofa. Pilturinn, Clayton Dietz, er sagður hafa Lesa meira | |
| 06:22 | Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í gærkvöldi eða nótt um vinnuslys þar sem maður hafði „misst vinstri höndina inn í vals“ og slasast á þremur fingrum. Var hann fluttur á bráðamóttöku. | |
| 06:10 | Kristrún segir komið að Evrópumálum Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra telur að rétti tíminn sé að renna upp til þess að hefja Evrópuumræðuna hér á landi á ný með það fyrir augum að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort taka beri upp þráðinn við aðildarumsókn Jóhönnustjórnarinnar að Evrópusambandinu. | |
| 06:08 | Hve langt mun forsetinn ganga? Donald Trump Bandaríkjaforseti ítrekaði í gær á blaðamannafundi að Bandaríkin þyrftu að eignast Grænland vegna þjóðaröryggishagsmuna. Á fundinum fór hann yfir fyrsta starfsár sitt en blaðamenn höfðu mestan áhuga á Grænlandsdeilunni. | |
| 06:00 | Losun vegna landnotkunar og stóriðju dýpkar kolefnisspor Vesturlands mest Losun vegna landnotkunar og stóðiðju skilja eftir sig stærstu kolefnissporin á Vesturlandi. Samanlagt kolefnisspor svæðisins árið 2024 nam 135 tonnum á hvern íbúa. Þetta sýna niðurstöður í skýrslunni Kolefnisspor Vesturlands 2024, sem unnin var af Environice ehf. fyrir Samtök Sveitafélaga á Vesturlandi. Fréttavefurinn Skessuhorn greinir svo frá.Losun vegna landnotkunar var 55% af heildarlosuninni og losun frá stóriðjunni á Grundartanga nam 35%. Þá var hlutfall samfélagslosununar á kolefni 10%. Undir þann flott fellur öll losun frá daglegum athöfnum almennings og atvinnulífs að stóriðju frátalinni.Losun vegna landnotkunar var eins og áður segir umfangsmest, eða ríflega helmingur allra kolefnislosunar á Vesturlandi. Í skýrslunni segir að endurheimt votlendis, skógrækt og landgræðsla geti ski | |
| 06:00 | Andlát: Þórður S. Gunnarsson Þórður S. Gunnarsson, fv. forseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík og fv. héraðsdómari, er látinn, 77 ára að aldri. Hann lést eftir skammvinn veikindi á Landspítalanum í Fossvogi 17. janúar síðastliðinn. | |
| 06:00 | Sálfræðiprófessor um hugmyndafræði Byrjendalæsis: „Útkoman var hræðileg“ „Útkoman úr þessu var hræðileg, og þetta hefur verið vitað í áratugi,“ segir Zuilma Gabríela Sigurðardóttir, prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands, um fræðilegar hugmyndir sem Byrjendalæsi byggir á, sem er lestrarkennsluaðferð sem er kennd við helming grunnskóla hér á landi. Zuilma Gabríela gagnrýndi nálgunina strax árið 2015, þegar fyrstu viðvörunarbjöllurnar voru farnar að hringja vegna slaks árangurs íslenskra nemenda... | |
| 05:54 | Maður slasaðist á hendi í vinnuslysi í Grafarvogi Nærmynd af lögreglubíl.RÚV / Sölvi AndrasonMaður slasaðist á þremur fingrum í vinnuslysi í Grafarvogi í nótt og var fluttur á bráðamóttöku samkvæmt dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Tilkynnt var um umferðarslys í Grafarholti en engin slys urðu á fólki. Sá sem olli árekstrinum er grunaður um ölvun við akstur og var vistaður í fangageymslu lögreglunnar. Þá var tilkynnt um líkamsárás í Hafnarfirði. Það mál var afgreitt á vettvangi en um minni háttar meiðsli var að ræða. Í Árbæ var tilkynnt um innbrot í fyrirtæki en ekki er vitað hver var að verki. | |
| 05:00 | Bandaríkjaforseti hótar Írönum gereyðingu leggi þeir til atlögu að lífi hans Donald Trump Bandaríkjaforseti ítrekaði í gær hótun um að Íran yrði eytt af yfirborði jarðar tækist þarlendum stjórnvöldum að myrða hann. Leiðtogar hvors ríkis hafa um hríð hótað umfangsmiklum hernaðaraðgerðum verði annar hvor þeirra myrtur.Írönsk stjórnvöld hótuðu lífi Trumps um helgina eftir að hann sagði tíma kominn á stjórnarskipti. Hann kvaðst í viðtali við News Nation í gær hafa gefið skýr fyrirmæli um gereyðingu Írans létu ráðamenn verða af líflátshótunum í hans garð.Fyrr um daginn hafði íranski hershöfðinginn Abolfazl Shekarchi sagt Trump vita fullvel að drápi leiðtogans Ali Khamenei yrði grimmilega hefnt. Bandaríkjamönnum yrði hvergi vært í Mið-Austurlöndum.Trump ýjaði að hernaðaríhlutun vegna harðra, mannskæðra aðgerða klerkastjórnarinnar gegn mótmælendum í fjölmennustu andófsaðg | |
| 04:17 | Þingmaður vill afléttingu banns við geymslu kjarnavopna Erlend Svardal Bøe þingmaður norska hægriflokksins leggur til að stjórnvöld aflétti takmörkunum á geymslu hvers konar kjarnorkuvopna í landinu á friðartímum. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Bøe sem segist meðal annars vilja að skipum bandalagsríkja með kjarnavopn innanborðs verði heimilað að leggjast að höfn í Noregi. Bøe segir brýnt að ræða þetta mál í ljósi þess hve kjarnorkuvopn eru mikilvæg sameiginlegum vörnum Atlantshafsbandalagsins. „Svo virðist sem Norðmenn eigi erfitt með að viðurkenna að heimurinn er orðinn hættulegri en hann var og verði aldrei samur aftur,“ segir Bøe. Hann fer fyrir heilbrigðisnefnd Hægri flokksins og gaf kost á sér í embætti varaformanns hans síðastliðið haust. | |
| 03:00 | Zelensky fer ekki til Davos Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu tilkynnti í gær að hann fari ekki á Alþjóðlega efnahagsþingið í Davos í Sviss. Hann sagðist velja Úkraínu í þetta sinnið frekar en að fara á efnahagsþingið í ljósi árása Rússa á orkuinnviði landsins undanfarið og neyðarástands sem hefur skapast í orkumálum vegna árásanna.Úkraínsk sendinefnd er í Davos til að funda með sendinefnd frá Bandaríkjunum um öryggisráðstafanir og orkumál. Zelensky útilokar þó ekki að hann fari á efnahagsþingið ef útlit verður fyrir að ákvarðanir verði teknar varðandi fleiri eldflaugavarnarkerfi og fjárframlög til orkumála.Þúsundir íbúa í Kyiv hafa verið án hita og rafmagns eftir árásir Rússa síðustu daga. Miklar vetrarfrosthörkur hafa verið í Úkraínu undanfarið og neyðarskýli hafa verið reist víða um Kyiv sem íbúar geta komið í ti |