| 05:00 | Bandaríkjaforseti hótar Írönum gereyðingu leggi þeir til atlögu að lífi hans Donald Trump Bandaríkjaforseti ítrekaði í gær hótun um að Íran yrði eytt af yfirborði jarðar tækist þarlendum stjórnvöldum að myrða hann. Leiðtogar hvors ríkis hafa um hríð hótað umfangsmiklum hernaðaraðgerðum verði annar hvor þeirra myrtur.Írönsk stjórnvöld hótuðu lífi Trumps um helgina eftir að hann sagði tíma kominn á stjórnarskipti. Hann kvaðst í viðtali við News Nation í gær hafa gefið skýr fyrirmæli um gereyðingu Írans létu ráðamenn verða af líflátshótunum í hans garð.Fyrr um daginn hafði íranski hershöfðinginn Abolfazl Shekarchi sagt Trump vita fullvel að drápi leiðtogans Ali Khamenei yrði grimmilega hefnt. Bandaríkjamönnum yrði hvergi vært í Mið-Austurlöndum.Trump ýjaði að hernaðaríhlutun vegna harðra, mannskæðra aðgerða klerkastjórnarinnar gegn mótmælendum í fjölmennustu andófsaðg | |
| 04:17 | Þingmaður vill afléttingu banns við geymslu kjarnavopna Erlend Svardal Bøe þingmaður norska hægriflokksins leggur til að stjórnvöld aflétti takmörkunum á geymslu hvers konar kjarnorkuvopna í landinu á friðartímum. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Bøe sem segist meðal annars vilja að skipum bandalagsríkja með kjarnavopn innanborðs verði heimilað að leggjast að höfn í Noregi. Bøe segir brýnt að ræða þetta mál í ljósi þess hve kjarnorkuvopn eru mikilvæg sameiginlegum vörnum Atlantshafsbandalagsins. „Svo virðist sem Norðmenn eigi erfitt með að viðurkenna að heimurinn er orðinn hættulegri en hann var og verði aldrei samur aftur,“ segir Bøe. Hann fer fyrir heilbrigðisnefnd Hægri flokksins og gaf kost á sér í embætti varaformanns hans síðastliðið haust. | |
| 03:00 | Zelensky fer ekki til Davos Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu tilkynnti í gær að hann fari ekki á Alþjóðlega efnahagsþingið í Davos í Sviss. Hann sagðist velja Úkraínu í þetta sinnið frekar en að fara á efnahagsþingið í ljósi árása Rússa á orkuinnviði landsins undanfarið og neyðarástands sem hefur skapast í orkumálum vegna árásanna.Úkraínsk sendinefnd er í Davos til að funda með sendinefnd frá Bandaríkjunum um öryggisráðstafanir og orkumál. Zelensky útilokar þó ekki að hann fari á efnahagsþingið ef útlit verður fyrir að ákvarðanir verði teknar varðandi fleiri eldflaugavarnarkerfi og fjárframlög til orkumála.Þúsundir íbúa í Kyiv hafa verið án hita og rafmagns eftir árásir Rússa síðustu daga. Miklar vetrarfrosthörkur hafa verið í Úkraínu undanfarið og neyðarskýli hafa verið reist víða um Kyiv sem íbúar geta komið í ti | |
| 02:13 | Sverrir ráðinn samskiptastjóri Kadeco og hættir í bæjarstjórn Sverrir Bergmann Magnússon ætlar að láta af störfum sem bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ í febrúar því hann hefur verið ráðinn samfélags- og sjálfbærnistjóri þróunarfélags Keflavíkur eða Kadeco.Sverrir greinir frá þessarri ákvörðun sinni á færslu á Facebook í kvöld og segir hana tekna til að gæta jafnræðis, þar sem félagið starfi bæði í Suðurnesja- og Reykjanesbæ. Hann var í þriðja sæti Samfylkingarinnar í síðustu sveitarstjórnarkosningum og hefur getið sér gott orð sem tónlistarmaður.Sverrir kveðst ekki ætla að gefa kost á sér í sveitarstjórnarkosningunum í vor en muni áfram verða varaþingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Jafnframt muni hann hafa hag samfélagsins á Suðurnesjum að leiðarljósi. | |
| 02:00 | Minnst einn lét lífið í lestarslysi nærri Barcelona Lestarstjóri fórst og fimmtán farþegar slösuðust og voru fluttir á sjúkrahús eftir að farþegalest var ekið á brak úr vegg sem hrunið hafði á lestarteina nærri Barcelona á Spáni í kvöld.Veggurinn hrundi af völdum illviðris sem gengur yfir Katalóníu-hérað og ferðum farþegalesta hefur verið frestað vegna þess. Lestarfélagið Rodalies de Catalunya staðfestir andlát starfsmannsins.Fjórir farþegar eru sagðir hafa hlotið alvarlega áverka í tilkynningu slökkviliðs Katalóníu. Það segir hátt í fjörutíu hafa hlotið aðhlynningu á vettvangi vegna minni háttar meiðsla. Slysið eykur enn á vangaveltur um öryggi í lestarferðum á Spáni en 42 fórust og yfir 120 slösuðust þegar tvær hraðlestir skullu saman í Andalúsíu á sunnudag. | |
| 01:13 | Landsstjórnin íhugar bann við sölu orkudrykkja til barna og ungmenna Færeyska landsstjórnin íhugar að leggja fram frumvarp til laga sem banna ungu fólki undir átján ára að kaupa orkudrykki.Atvinnuvegaráðherra Færeyja segir neyslu orkudrykkja óholla börnum og ungmennum.RÚV / Valgerður Gréta G. GröndalKvF fjallar um málið. Í tillögu atvinnuvegaráðherra segir að slíkir drykkir séu skaðlegir heilsu barna og ungmenna. Því þurfi að setja strangar reglur um sölu drykkjanna í verslunum og söluturnum um allt land. Samtök atvinnurekenda, Handilsvinnufélagið, og fleiri hafa tekið undir tillögur landsstjórnarinnar. | |
| 00:15 | Netflix býður staðgreiðslu fyrir Warner Bros. samsteypuna Netflix hefur uppfært skilmála kauptilboðs síns í Warner Bros Discovery. og býður nú staðgreiðslu, stundum kallað reiðufé, fyrir samsteypuna. Kauptilboðið hljóðar enn upp á 82,7 milljarða bandaríkjadala en í upphafi átti það að byggja á blöndu af hlutabréfum og reiðufé. Áætlað er að uppfært tilboðið verði borið undir hluthafa í Warner Bros Discovery eigi síðar en í apríl.Ætla má að Netflix hafi uppfært tilboð sitt meðal annars til að gera það meira sannfærandi en kauptilboð Paramount Skydance, sem Warner Bros Discovery þó hafnaði. Það tilboð er upp á 108,4 milljarða bandaríkjadala og var einnig staðgreiðslutilboð. Eftir að stjórnendur Warner Bros höfnuðu tilboðinu reyndi Paramount við fjandsamlega yfirtöku (e. hostile takeover) og bað hluthafa í fyrirtækinu að fara fram á að tilboðið yrði | |
| 23:52 | Börn líklega vistuð í smáhýsum Ekki hefur verið útfært hvernig halda á fullri starfsemi neyðarvistunar Stuðla gangandi þegar framkvæmdir hefjast þar síðar á árinu. Ein hugmynd er að koma fyrir smáhýsum á lóð meðferðarheimilisins. Áskorun verður að tryggja öryggi skjólstæðinga. | |
| 23:43 | Setja stefnuna á seinni hluta árs Forsvarsmenn Niceair 2.0 reikna með að fyrsta áætlunarflug félagsins verði flogið á seinni hluta ársins. Þeir sem þegar áttu bókað flug með félaginu fá það endurgreitt auk inneignarnótu. | |
| 23:34 | Kórónugos hæfa jörðina sjaldnast „Kórónugos eru algeng á sólinni en hæfa sjaldnast jörðina. Oftast sneiða þau hjá henni og þá geta líka orðið glæsilegar sýningar ef sólvindurinn í þeim er hagstæður,“ segir Sævar Helgi Bragason, jarðfræðingur, kennari og ritstjóri Stjörnufræðivefjarins, í samtali við mbl.is um uppsprettu glæsilegra norðurljósa er sjást um þessar mundir. | |
| 23:30 | Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Fyrsti frambjóðandinn til að tilkynna framboð til formanns Framsóknar steig fram í dag. Tveir til viðbótar liggja undir feldi en flokkurinn velur sér nýjan formann á flokksþingi í febrúar. Stjórnmálafræðingur segir um tímamótaákvörðun að ræða enda hafi flokkurinn aldrei verið í erfiðari stöðu. | |
| 23:26 | Styttu af golfgoðsögn stolið Styttu af spænsku golfgoðsögninni Severiano Ballesteros virðist hafa verið stolið úr almenningsgarði í heimabæ hans, Pedrena, á Spáni. | |
| 23:11 | Annað lestarslys á Spáni: Einn látinn Einn er látinn og fjórir alvarlega slasaðir eftir lestarslys nálægt borginni Barselóna á Spáni. Er þetta annað lestarslysið í landinu á skömmum tíma. | |
| 22:58 | Kýs frekar virðingu en yfirgang Emmanuel Macron Frakklandsforseti kýs frekar virðingu heldur en yfirgang og hafnar alfarið „óásættanlegum” tollum. | |
| 22:54 | Telur Trump gera mistök Grænlenska landsstjórnin telur ólíklegt að Bandaríkjamenn beiti hervaldi til að leggja Grænland undir sig. Þjóðin þurfi þó að vera undirbúin fyrir óvæntar vendingar í samvinnu við aðrar þjóðir. Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir hótanir Bandaríkjanna um tolla á lönd sem styðja Grænland, mistök. | |
| 22:52 | Ræsa vélarnar á meðan borgin sefur Vetrarþjónusta Reykjavíkurborgar mun halda út snemma í nótt til að salta götur og stíga. Yfirmaður þjónustunnar segir slæmt ástand hafa verið vegna hálku víða í borginni í dag. | |
| 22:50 | Fyrrverandi stjóri NATO: Tímabært að hætta að smjaðra fyrir Trump NATO stendur frammi fyrir stærstu kreppu í sögu sinni vegna hótana Donalds Trump um Grænland og tími „smjaðurs“ fyrir bandaríska leiðtoganum er liðinn, sagði Anders Fogh Rasmussen, fyrrverandi yfirmaður bandalagsins, við AFP á þriðjudag. „Þetta er ekki aðeins kreppa fyrir NATO, þetta er kreppa fyrir allt Atlantshafssamfélagið og áskorun fyrir heimsskipanina eins og við höfum þekkt hana frá síðari heimsstyrjöld,“... | |
| 22:44 | Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Fjármálaráðherra segir ríkisvaldið aldrei hafa kynnt eins mörg fjárfestingarverkefni og í ár. Stærstu útboð ársins verða hjá Landsvirkjun en mestu framkvæmdirnar hjá Vegagerðinni. | |
| 22:42 | Ljós á torginu myndu hægja á Skoða þarf mjög vel hvaða breytingar á umferð munu eiga sér stað við það að setja upp ljósastýringu við Hlíðartorg á Reykjanesbraut í Hafnarfirði með það fyrir augum að liðka fyrir hliðarumferð. | |
| 22:33 | Trump minntist óvænt á Ísland þegar hann ræddi árangur tolla sinna „Við höfum aldrei verið ríkari og það er tollum, og réttari notkun þeirra, að þakka. Við höfum líka aldrei verið öruggari. Sem dæmi myndu Íslendingar, án tollanna, ekki einu sinni vera að ræða það við okkur. Við sjáum hvað gerist.“Þetta sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti á blaðamannafundi í kvöld. Ummælin lét hann frá sér eftir að fréttamaður bað hann um viðbrögð við fríverslunarsamningi Evrópusambandsins og Mercosur-bandalagsins í Suður-Ameríku. Samningurinn kveður á um að nema úr gildi 90% allra tolla milli verslunarsvæðanna.Þegar Trump var beðinn um viðbrögð við samningnum gerði hann lítið úr mögulegum áhrifum hans á bandarískan efnahag.„Við eigum í viðskiptum sem aldrei áður, við stöndum okkur betur í viðskiptum en áður. Önnur lönd eru ekki að hafa eins mikið fé af okkur eins og áður | |
| 22:28 | Enn annað olíuskipið haldlagt Bandaríkjaher lagði hald á olíuskip í Karíbahafi í dag. | |
| 22:21 | Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Sverrir Bergmann Magnússon, tónlistarmaður, varaþingmaður og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ, hefur ráðið sig í starf samfélags- og sjálfbærnisstjóra hjá Kadeco, þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar. Þar sem fyrirtækið starfar bæði í Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ hefur hann ákveðið að hætta í bæjarstjórn og kveðst ekki bjóða sig fram aftur. | |
| 22:05 | Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum Arsenal hélt sigurgöngu sinni áfram í Meistaradeildinni í fótbolta í kvöld og hefur unnið sjö fyrstu leiki sína í keppninni. | |
| 22:00 | Var komin 28 vikur á leið þegar hún komst að því að eiginmaðurinn væri barnaníðingur Lynsey Crombie, sem stundum er kölluð Þrifadrottningin, eða Queen of Clean, segir frá hörmulegri reynslu sinni í ítarlegu viðtali við Daily Mail. Lynsey er í hópi þekktustu áhrifavalda Bretlands og eru fylgjendur hennar á samfélagsmiðlum yfir milljón talsins. Í viðtalinu rifjar hún upp áfallið sem hún varð fyrir fyrir margt löngu þegar hún komst að Lesa meira | |
| 22:00 | Sverrir Bergmann stígur til hliðar Tónlistamaðurinn Sverrir Bergmann Magnússon hefur ákveðið að stíga til hliðar sem bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ. Hann hefur ráðið sig til starfa hjá Kadeco og mun hefja störf þar í febrúar. | |
| 21:57 | Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Annað lestarslys varð á Spáni í kvöld, einungis örfáum dögum eftir að mannskætt slys varð á sunnudagskvöld. Einn er látinn og fjórir eru alvarlega slasaðir. | |
| 21:56 | Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Gleði ríkti á Norðfirði í dag þegar fyrstu loðnunni á þessari vertíð var landað hjá Síldarvinnslunni. Loðnunni er lýst sem stórri og fallegri og fer hún öll í heilfrystingu til manneldis. | |
| 21:54 | Annað lestarslys á Spáni Spænskir fjölmiðlar greina frá því að alvarlegt lestarslys hafi orðið í kvöld, nærri Barcelona.Vitni segja fjölda vera slasaðan og að björgunarlið séu á leið á vettvang.41 fórst og 120 slösuðust í mannskæðasta lestarslysi á Spáni, í yfir áratug, í fyrradag. Þá skullu tvær hraðlestir saman.Fréttin verður uppfærð. | |
| 21:52 | Strandveiðar skaða ekki fiskistofna né lífríki sjávar Ég skrifaði þessa grein og lét gervigreind reyndar fara yfir það helsta og færði yfir í nútíma frá fortíð. En greinin er runninn úr grein sem ég fann eftir nafna minn, Magnús Kristinsson. Kvótakerfið byggir hvorki á hagkvæmri né skynsamlegri nýtingu fiskistofna Ég tel ljóst að núverandi kvótakerfi byggir hvorki á hagkvæmri né skynsamlegri nýtingu […] The post Strandveiðar skaða ekki fiskistofna né lífríki sjávar appeared first on Fréttatíminn. | |
| 21:39 | Hitafundur með Frosta Sigurjónssyni – Lesendur Nútímans fá að spyrja spurninga Lesendum Nútímans gefst nú kostur á að senda inn spurningar til Frosta Sigurjónssonar í aðdraganda hitafundar Paradigm með honum sem haldinn verður næstkomandi föstudag á Vinnustofu Kjarvals. Spurningar má senda inn með því að nýta Speakness athugasemdakerfið hér fyrir neðan, og verða valdar spurningar bornar upp á fundinum. Frosti sendi nýlega frá sér bók um […] Greinin Hitafundur með Frosta Sigurjónssyni – Lesendur Nútímans fá að spyrja spurninga birtist fyrst á Nútíminn. | |
| 21:37 | Vísar orðræðunni á bug: „Ákveðin dyggðaskreyting“ Nanna kvaðst fá það á tilfinninguna að stjórnvöldum fyndist „ekkert mál að skipta út eigin þjóð fyrir einstaklinga frá ólíkt þenkjandi löndum.“ | |
| 21:32 | Man ekki eftir öðrum eins degi á bráðamóttökunni Það var annasamur dagur á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í dag. Tugir leituðu til bráðamóttökunnar vegna hálkuslysa en segja má að hættuástand hafi verið á suðvesturhorninu í dag sökum hálku. | |
| 21:30 | Sammála um að gamalt fólk eigi að vera duglegt að drekka áfengi Brynjar Níelsson, fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands og helsti hugmyndafræðingur íslenkra hægri manna, eru sammála um margt og meðal annars það að það sé alls ekkert áhyggjuefni að áfengisdrykkja hjá eldri borgurum landsins fari vaxandi. Taka þeir þar með ekki undir áhyggjur formanns Landsambands eldri borgara um að Lesa meira | |
| 21:22 | Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 23-24 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Ísland vann frækinn eins marks sigur gegn Ungverjum í hreinum úrslitaleik um efsta sæti F-riðils á EM í handbolta í kvöld. | |
| 21:21 | Íslendingar unnu ótrúlegan baráttusigur á Ungverjum – Dómarar leiksins harðlega gagnrýndir Íslendingar unnu ótrúlegan baráttusigur gegn Ungverjum á EM í handbolta, 24-23 , í leik þar sem allt virtist vera liðinu í mót. Dómarar leiksins virtust draga taum Ungverja og voru harðlega gagnrýndir af handboltaspekingunum Loga Geirssyni og Kára Kristjáni Kristjánssyni. Fyrri hálfleikur var æsispennandi og hnífjafn. Ungverjar byrjuðu betur og spennustig íslenska liðsins var mögulega Lesa meira | |
| 21:09 | Fannst látin fyrir þremur árum Maður á sextugsaldri hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi með því að hafa ekið yfir konu á fimmtugsaldri sem fannst látin snemma morguns 19. júlí 2022 í bifreið sem maðurinn hafði til umráða. Vettvangur fundarins var Askim í Østfold-fylki, 60 kílómetra suðaustur af Ósló. | |
| 20:57 | Vance á von á barni JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, og Usha Vance, eiginkona hans og lögfræðingur, eiga von á sínu fjórða barni. | |
| 20:54 | KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Valur fór með 66-77 sigur af hólmi þegar liðið sótti KR heim á Meistaravelli í Vesturbæinn í Reykjavíkurslag í 15. umferð Bónus-deildar kvenna í körfubolta í kvöld. | |
| 20:40 | Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Hálfgert hættuástand skapaðist sunnan- og vestanlands fyrir akandi, hjólandi og gangandi vegfarendur vegna flughálku í morgun. Rekja má fjölda umferðaróhappa og slysa til hennar. Á hádegi höfðu þrjátíu manns leitað á bráðamóttöku vegna hálkumeiðsla en í kvöld hafði sú tala hækkað í áttatíu. | |
| 20:36 | Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Bandaríkjaforseti mætti óvænt á blaðamannafund í Hvíta húsinu, einu ári eftir að hann tók við embætti. Hann fór yfir störf Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE) og las upp úr „afrekabók“ sinni. | |
| 20:27 | Trump minntist á Ísland á blaðamannafundinum Donald Trump Bandaríkjaforseti minntist á Ísland á blaðamannafundi sínum sem fer núna fram í Hvíta húsinu. | |
| 20:00 | Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Þakið ætlaði að rifna af ÍR höllinni um helgina þegar Breiðhyltingar héldu þorrablót með miklum stæl. Borgarstjóraefni létu sig ekki vanta og upprunalegi Breiðholts-rapparinn Emmsjé Gauti tryllti lýðinn. | |
| 19:58 | Ríkisstjórnin kljúfi þjóðina þegar síst skyldi Jens Garðar Helgason, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir ríkisstjórnina kljúfa þjóðina með Evrópuleiðangri sínum. Hann tekur undir með fyrrverandi forseta Íslands um að fyrir hvern fund sem stjórnvöld eigi í Brussel þurfi að eiga tvo í Washington D.C. | |
| 19:55 | Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum frá miðnætti Vegna þrifa og viðhaldsvinnu verður fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum frá miðnætti í kvöld og til 6 í fyrramálið. Á vef Vegagerðarinnar segir að umferð verði stöðvuð við gangamunna uns fylgdarbíll kemur. Vegfarendur eru beðnir um að aka með gát þar sem hálka getur myndast við þrifin. | |
| 19:54 | Vill hafa Machado með í ráðum um framtíð Venesúela Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vilja vinna með venesúelska stjórnarandstöðuleiðtoganum og Nóbelsverðlaunahafanum Maríu Corina Machado þegar kemur að framtíð Venesúela. | |
| 19:46 | Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Arion banki hefur verið dæmdur til að greiða tveimur fyrrverandi starfsmönnum sínum samtals tíu milljónir króna í vangoldin laun vegna ólögmætrar riftunar ráðningarsamnings eftir að starfsmennirnir luku störfum hjá Verði, dótturfélagi bankans, og hófu eigin rekstur. | |
| 19:43 | Hvalshræi sökkt á hafi úti Búrhval rak á land rétt neðan við bæinn Strandsel innarlega í Ísafjarðardjúpi fyrr í mánuðinum. Varðskipið Þór dró hvalshræið á haf út í morgun. Aðalsteinn L. Valdimarsson, ábúandi á staðnum, fylgdist með aðgerðum Landhelgisgæslunnar en hræið var staðsett um 500 metrum norðan við bæ hans, Strandsel.Hann kveðst feginn að losna við hvalshræið áður en hlýna fer í veðri og það fari að rotna. Hins vegar segir hann það hafa verið ótrúlegt að fá að skoða svona ferlíki á túninu sínu heima.Hann segist geta tekið undir slagara Skítamórals, Farin: „Ertu þá farin, ertu þá farin frá mér?“ | |
| 19:37 | City fékk skell í Noregi Manchester City fékk óvæntan skell er liðið heimsótti Bodø/Glimt í næstsíðustu umferð deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. | |
| 19:35 | Þrjú lokatilboð í rekstur Carbfix Þrír aðilar hafa lagt fram lokatilboð í rekstur Carbfix hf., dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur. | |
| 19:32 | Inter - Arsenal | Skytturnar með fullt hús stiga fyrir slaginn í Mílanó Inter tekur á móti toppliði Arsenal í Meistaradeildinni á San Siro leikvanginum í Mílanó í kvöld. | |
| 19:32 | Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Fjöldi ofbeldisbrota gagnvart lögreglumönnum hefur nær tvöfaldast síðasta áratuginn. Dæmi eru um að glæpamenn hafi átt við bíla lögreglumanna og formaður Landssambands lögreglumanna kallar eftir harðari dómum vegna alvarlegra brota. | |
| 19:30 | Kona sökuð um kynferðislega áreitni í lest Enska lögreglan hefur lýst eftir konu á meðfylgjandi mynd vegna atviks sem varð í neðanjarðarlest á leiðinni frá Sheffield til Worksop í Nottingham-skíri. Kona er sökuð um að hafa áreitt karlmann kynferðislega er hann gekk framhjá sæti hennar. Lögreglan segir í tilkynningu sinni að hún vilji hafa tal af konunni á myndinni þar sem hún Lesa meira | |
| 19:30 | Yfir 100 milljóna hagnaður fjórða árið í röð Velta Stracta hótels jókst um 4,6% milli ára og nam tæpum 1,3 milljörðum króna. Eignir | |
| 19:30 | Skiptigengið undir smásjánni Stóra verkefnið framundan hjá nýkjörinni stjórn Íslandsbanka er samruninn við Skaga. | |
| 19:30 | Trump í ólgusjó Viðskiptablaðið ræðir við Hafstein Hauksson, aðalhagfræðing Kviku banka, um Grænlandsmálið og Jerome Powell. | |
| 19:30 | Velta Bílabúðar Benna jókst um 78% Velta Bílabúðar Benna var síðast meiri árið 2018. | |
| 19:30 | Hagnaður á fyrsta ári Hótel Jökulsárlón velti tæpum milljarði króna á sínu fyrsta rekstrarári. | |
| 19:30 | Tækninýjunar í Las Vegas Fjölmargar áhugaverðar nýjungar litu dagsins ljós á árlegu tæknisýningunni í Las Vegas, sem nú er nýlokið. | |
| 19:30 | Seldi SmartWorks fyrir 86 milljónir Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið SmartWorks var selt til norska fyrirtækisins Signicat árið 2024. | |
| 19:30 | Sóttu á annað hundrað milljóna Velta Bara tala fimmfaldaðist milli áranna 2023 og 2024. | |
| 19:30 | Sönnunarbyrðin hjá Skattinum Það sem gerir úrskurð Landsskatteretten áhugaverðan er afstaðan til heimilda skattyfirvalda þegar fullnægjandi skjölun liggur fyrir. | |
| 19:30 | Mannlegi þátturinn í fjórðu iðnbyltingunni Tæknin breytir leiknum, en fólkið ræður úrslitum. | |
| 19:25 | Rannsókn lokið: Kvaðst hafa banað fjölskyldu sinni Konan, sem er grunuð um að hafa orðið eiginmanni sínum og dóttur að bana, játaði sök á vettvangi en neitar sök í dag. | |
| 19:07 | Ungu fólki líður verr og símtölum í 1717 og til Píeta fjölgar Samtölum vegna sjálfsvígshugsana í hjálparsíma Rauða krossins fjölgaði um nærri 70% milli ára. Verkefnastjóri kallar eftir aukinni þjónustu fyrir fólk sem líður illa. 54 SÍMTÖL Á DAG Starfsfólk og sjálfboðaliðar hjálparsíma Rauða krossins svöruðu níu þúsund símtölum á síðasta ári. Til viðbótar fóru rúmlega 10.600 samtöl í gegnum netspjallið á 1717.is.Það þýðir að samtals yfir 20 þúsund höfðu samband við 1717 á síðasta ári. Það eru 54 samtöl á dag. Nærri 1730 samtöl snúa að sjálfsvígum og hafa aldrei verið jafn mörg og í fyrra.„Það hefur alltaf verið aukning milli ára en við höfum aldrei séð þetta mikla stökk eins og var núna síðasta ár, þar sem við erum að sjá 67% aukningu í sjálfsvígssamtölum til að mynda. Þetta höfum við ekki séð áður,“ segir Sandra Björg Birgisdóttir, verkefnastjóri | |
| 19:05 | 50 árekstrar og fjöldi hálkuslysa Það er óhætt að segja að það hafi verið erfitt að fóta sig á höfuðborgarsvæðinu í morgun, glerklakabrynja var yfir öllu. Fólk átti í erfiðleikum með að komast leiðar sinnar og fór hægt yfir, sumir stóðu í stað og aðrir fóru jafnvel afturábak.Þú ert í morgungöngu, hvernig gengur?„Bara illa. Alveg hræðilegt. Það er bara stokkurinn hér fram og til baka sem við getum notað,“ segir Vigdís Pálsdóttir sem nýtti hitaveitustokk til að fara út að ganga með hundinn.Starfsmenn borgarinnar hófu hálkuvarnir klukkan fjögur í nótt en í kjölfarið fór að rigna.„Og malbikið mjög kalt þannig að það sem var gert í nótt var búið að bræða sitt eða hreinlega skolaðist í burtu og svo fraus bara aftur í þessu sko,“ segir Valur Fannar Magnússon, verktaki hjá Reykjavíkurborg. | |
| 19:03 | Íhugar að fylgja Helga yfir í Miðflokkinn Gústaf er bróðir Brynjars Níelssonar, en Brynjar hefur verið orðaður við framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn í komandi sveitarstjórnarkosningum. | |
| 19:03 | Aðstoðarmaður Daða vill ESB-atkvæðagreiðslu strax Jón Steindór sér ekki neina ástæðu fyrir því að nokkur flokkur myndi leggja stein í götu þess að ESB-atkvæðagreiðsla fari fram strax. | |
| 18:59 | Hringveginum verður lokað Brúin yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi (við Jökulsárlón) á Hringvegi verður lokuð frá klukkan 19:00 til 01:00 miðvikudagskvöld 21. janúar á meðan unnið verður við viðgerðir á undirstöðum brúarinnar. Umferðarþjónusta Road Information 1777@vegagerdin.is 1777 +354 522 1100 Vegagerðin Icelandic Road and Coastal Administration vegagerdin.is The post Hringveginum verður lokað appeared first on Fréttatíminn. | |
| 18:54 | Rannsókn lokið á Edition-morðunum – Vildi ekki að dóttirin yrði ein eftirlifandi Rannsókn er lokið á Edition-málinu svokallaða þar sem frönsk feðgin fundust látin í herbergi hótelsins síðastliðið sumar. Málið er nú komið á borð héraðssaksóknara sem mun taka ákvörðun um hvort að eiginkona og móðir hinna látnu, sem grunuð er um verknaðinn, verði ákærð. RÚV greinir frá. Þar er vitnað í nýbirtan úrskurð Landsréttar frá því Lesa meira | |
| 18:51 | Gasblaðran sprakk Tjón varð hjá gas- og jarðgerðarstöð Sorpu, Gaju, á Álfsnesi fyrr í mánuðinum. | |
| 18:32 | KR - Valur | Stórleikur í Vesturbæ Reykjavíkurslagur KR og Vals skiptir miklu máli í toppbaráttu Bónus-deildar kvenna í körfubolta enda er hún hnífjöfn. | |
| 18:31 | Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á andláti franskra feðgina á Edition-hótelinu í júní er lokið. Konan sem grunuð er um að hafa orðið eiginmanni sínum og dóttur að bana játaði á vettvangi að hafa drepið þau, og sagðist hafa ætlað að drepa sjálfa sig í leiðinni, en neitar sök í dag. | |
| 18:25 | Líklegt að Ingibjörg fái mótframboð Eftir algjöra þögn frá því Sigurður Ingi Jóhannsson tilkynnti í október að hann ætlaði ekki að halda áfram sem formaður kom loks framboð. Ekki seinna vænna enda rúmlega þrjár vikur í flokksþing þar sem eftirmaður Sigurðar verður kosinn. Þingflokksformaðurinn Ingibjörg Isaksen reið á vaðið og tilkynnti framboð í morgun.Framboðsfrestur rennur út á flokksþinginu sjálfu þannig að nöfn geta bæst í pottinn alveg fram að kosningum. Varaformaðurinn Lilja Alfreðsdóttir og Willum Þór Þórsson, fyrrum ráðherra flokksins, segjast í samtali við fréttastofu enn vera að íhuga málið en að það styttist í ákvörðun. STYTTIST Í ÁKVÖRÐUN HJÁ WILLUM OG LILJU Viðmælendur fréttastofu innan Framsóknar segja líklegt að annaðhvort þeirra tilkynni framboð á næstu dögum, jafnvel í lok þessarar viku. Fjöldi nýskránin | |
| 18:24 | Vísbendingar um samdrátt eða minni hagvöxt Analytica segir lækkun leiðandi hagvísisins nú teljast tölfræðilega marktæka. | |
| 18:12 | Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Fjöldi ofbeldisbrota gegn lögreglumönnum hefur nær tvöfaldast síðasta áratuginn. Formaður Landssambands lögreglumanna hefur áhyggjur af skipulagðri brotastarfsemi og kallar eftir harðari dómum vegna alvarlegra brota. Við fjöllum nánar um málið í kvöldfréttum. | |
| 18:08 | Veitur „svarað ágætlega“ fyrir hækkanir Orkumálaráðherra segir löggjöf um hitaveitur og gjaldskrár þeirra komna til ára sinna. Verðhækkun nú sé að hans mati i samræmi við lög. | |
| 18:01 | Škoda Auto afhendi yfir milljón bíla árið 2025 Afhendingar Škoda jukust um 12,7% árið 2025 en fyrirtækið afhenti 1.043.900 bíla í fyrra. | |
| 18:00 | Fyrrum samherji úthúðar Sönnu – „Ég, um mig, frá mér, til mín“ Fyrrum samherji Sönnu Magdalenu Mörtudóttir borgarfulltrúa, í Sósíalistaflokknum, gagnrýnir hana harðlega og einnig Vor til vinstri nýtt framboð hennar með Vinstri grænum. Hann segir framgöngu Sönnu sýna að hún hafi fyrst og fremst eigin hagsmuni í huga og hið nýja framboð snúist eingöngu um örvæntingu og dýrkun á henni. Jón Ferdínand Estherarson formaður Sósíalistafélags Reykjavíkur, Lesa meira | |
| 17:59 | Icelandair fjölgar ferðum til Kaupmannahafnar vegna EM Ísland leikur sinn fyrsta leik í milliriðli í Malmö á föstudaginn. Íslenskir stuðningsmenn eru ólmir að komast á EM til að hvetja strákana okkar.Karolína Pétursdóttir, forstöðumaður íslenska sölusvæðisins hjá Icelandair, segir að flugfélagið hafi bætt við tæplega 560 sætum til Kaupmannahafnar í kringum handboltann, þar af 315 sætum fyrir milliriðilinn.Karolína segir það undirstrika áhuga Íslendinga að bæta þurfi við flugum til Kaupmannahafnar, þegar hafi flugáætlunin verið stór.„Það er rosalega mikill áhugi og við fundum strax að vuið þyrftum að gera eitthvað meira við sjálf bíðum spennt að sjá hvernig framhaldið verður.“ AÐLAGA ÁÆTLANIR EFTIR VELGENGI LIÐSINS Hingað til segir Karólína allt hafa gengið vel, gleði Íslendinga sé einskær og spenningurinn mikill.Icelandair fylgist áfram með | |
| 17:51 | Stóðu fyrir kertafleytingu á Tjörninni Indivisible Iceland stóðu fyrir kertafleytingu á Tjörninni, í Reykjavík, í dag.Í hópnum eru Bandaríkjamenn búsettir hérlendis og fjölskyldur þeirra. Hópurinn er hluti af Indivisible-samtökum bandarískra ríkisborgara víða um heim. Tilgangur kertafleytingarinnar var að ár er liðið frá því að Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna.Indivisble Iceland vill með viðburðinum biðja íslensku ríkisstjórnina að standa með mannréttindum og lýðræði með því að fordæma ofbeldi ICE-liða gegn óbreyttum borgurum í Bandaríkjunum.Nægi þar að nefna þegar fulltrúi ICE skaut Renee Good til bana í borginni Minneapolis þann 7. janúar. Ragnar Visage, ljósmyndari, var við kertafleytinguna. | |
| 17:47 | Fjárfesta fyrir hundruð milljónir dala í Stratolaunch Elliott Investment Management hefur fjárfest nokkur hundruð milljónir dala í háhraðaflugtæknifyrirtækinu Stratolaunch. | |
| 17:47 | Niceair aflýsir fyrsta fluginu Ekkert verður af fyrirhugaðri flugferð Niceair frá Akureyri til Kaupmannahafnar sem áformuð var í febrúar. | |
| 17:43 | Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Alexandra K. Hafsteinsdóttir, nemi í jarðfræði, hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands fyrir verkefnið Kortlagning grunnvatns á Reykjanesskaga. | |
| 17:35 | Kanna hvort slysið hafi orðið vegna bilunar í lestarteinum Útilokað hefur verið að skemmdarverk hafi valdið lestarslysi í Andalúsíuhéraði á Spáni í fyrrakvöld. Frá þessu greindi innanríkisráðherra landsins í dag.Rannsókn beinist nú að því hvort slysið hafi orðið vegna bilunar í lestarteinum. 41 fórst í slysinu sem varð þegar tvær hraðlestir skullu saman. 120 slösuðust. Þetta er mannskæðasta lestarslys í landinu í yfir áratug.Forsætisráðherra Spánar hætti við að fara á efnahagsráðstefnuna í Davos vegna slyssins. Konungshjónin mættu á slysstaðinn í dag og hittu björgunarsveitir. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu.Konungshjón Spánar fóru á slysstaðinn í dag.AP/Europa Press / Joaquin Corchero | |
| 17:32 | Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Fyrirhugaðri jómfrúarferð flugfélagsins Niceair milli Akureyrar og Kaupmannahafnar hefur verið aflýst. | |
| 17:32 | Trump boðar skyndilega til blaðamannafundar Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur boðað til blaðamannafundar sem átti að hefjast klukkan 18. | |
| 17:28 | 219 daga rannsókn lögreglu á Edition-málinu lokið en mörgum spurningum ósvarað Enn er mörgum spurningum ósvarað um frönsku feðginin sem fundust látin á Edition-hótelinu síðastliðið sumar - 220 dagar eru síðan starfsmenn hótelsins höfðu samband við lögreglu og óskuðu eftir aðstoð vegna konu sem þeir sögðu að væri slösuð eftir að hafa dottið í sturtu á hótelherbergi sínu. VIÐURKENNDI AÐ HAFA DREPIÐ TVÆR MANNESKJUR Á leið sinni á staðinn bárust lögreglumönnum ítarlegri upplýsingar frá hótelstarfsmönnum og lýsingarnar voru ófagrar; konan væri með stungusár á bringu og töluverða blæðingu frá sárinu en á gólfinu lægi meðvitundarlaus maður sem búið væri að breiða lak yfir.Allt er þetta rakið í nýbirtum úrskurði Landsréttar frá því sumar.Þegar lögreglumenn komu á hótelið tók starfsmaður hótelsins á móti þeim, fór með þá að herberginu þar sem konan lá á gólfinu og sagði á | |
| 17:27 | „Við vitum ekkert hvað gerist næst” „Ég ákvað bara í morgun að koma með börnin hingað,” segir fylgdarkona leikskólabarna sem eru fyrst á flugvöllinn í Nuuk til að bíða komu Vivian Motzfeldt, utanríkisráðherra grænlensku landstjórnarinnar, ásamt fjölda alþjóðlegra blaðamanna. Börnin bíða spennt í umferðarvestum og sum með fána meðan blaðamenn frá öllum heimshornum stilla upp upptökuvélum og fylgjast með komu flugvélarinnar frá Kaupmannahöfn. Smám saman tínist... | |
| 17:26 | Alexandra hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands Alexandra K. Hafsteinsdóttir hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands í dag fyrir verkefnið: Kortlagning grunnvatns á Reykjanesskaga. | |
| 17:24 | Brösug byrjun Nice air – Hætta við fyrstu ferðina milli Akureyrar og Kaupmannahafnar Flugfélagið Nice Air, sem hugðist hefja sig til flugs í febrúar frá Akureyri til Kaupmannahafnar hefur hætt við fyrstu ferðina sem ráðgerð var 19. febrúar næstkomandi sem og heimferðina 22. febrúar. Frá þessu greinir Akureyri.net en farþegar, sem keypt höfðu miða, fengu tilkynningu um þetta fyrr í dag. Akureyri.net greinir frá. Í tölvupóstinum bendir þó Lesa meira | |
| 17:17 | Össur kallar Sigmar „mannfjanda“ í deilu um utanríkisstefnu Íslands Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, kallar Sigmar Guðmundsson, þingmann Viðreisnar, „mannfjanda“ í viðbrögðum hans við færslu þar sem Sigmar gerir lítið úr fyrrverandi stjórnmálamönnum með áherslu á samband við Bandaríkin. Eftir viðtal í Silfrinu á RÚV við Ólaf Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseta Íslands, sem lagði til að íslenska utanríkisþjónustan fundaði tvisvar í Washington fyrir hvern fund í Brussel, sagði... | |
| 17:15 | Bodø/Glimt - Man. City | Haaland á heimaslóðum Manchester City heimsækir Bodø/Glimt í næstsíðustu umferð Meistaradeildarinnar fyrir úrslitakeppni. | |
| 17:15 | „Snemma kvölds ættum við að sjá svipaða dýrð“ Ótrúlegt sjónarspil blasti við þeim sem horfðu til himins yfir landinu í gærkvöld - og reyndar sáust norðurljósin, sem voru óvenju öflug og marglit, á fleiri stöðum í heiminum, meðal annars þar sem þau sjást nær aldrei.„Það sem gerðist í gær var að það kom gos yfir okkur sem kallast kórónugos. Það er bara risavaxið ský úr rafeindum sem skellur á jörðinni og þá varð þessi líka svakalega ljósasýning á himni. Það var mikill þéttleiki og segulsviðið sterkt þannig að allt þetta kom saman til að mynda glæsilega sýn á himni,“ segir Sævar Helgi Bragason jarðfræðingur og umsjónarmaður Stjörnufræðivefsins.Víða mátti sjá einstaka norðurljósasýningu í gærkvöld. Þau orsakast af kórónugosi sem skall á jörðinni. Slíkt gos getur meðal annars valdið truflunum á fjarskiptum og rafmagnskerfum. Búast má við á | |
| 17:10 | Óttast að athyglin beinist frá Úkraínu Volodimír Selenskí Úkraínuforseti óttast að ásælni Donalds Trumps í Grænland gæti fært athyglina frá innrás Rússa í Úkraínu en tæp fjögur ár eru liðin síðan hún hófst. | |
| 17:08 | Gagnrýndu meirihlutann fyrir að leggja ekki fram skýrslu um Félagsbústaði Meirihluti Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna lagði fram tillögu um fjárhagslega uppbyggingu Félagsbústaða, á fundi borgarstjórnar í dag.Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri, flutti tillöguna, sem er í fjórum liðum.Markmiðið er að fjölga félagslegum leiguíbúðum í Reykjavík án þess að hækka leiguverð.Meirihlutinn leggur til að Reykjavíkurborg skuldbindi sig til að veita 513 milljónum í árlegt eiginfjárframlag næstu þrjú árin og 263 milljónum á ári næstu tvö ár þar á eftir. Auk þess er lagt til að 300 milljónir verði veittar árinu 2025, með viðauka.Í tillögunni er einnig lagt til að borgarstjóri, í samstarfi við stjórn Félagsbústaða, leiti nýrra leiða til að hraða uppbyggingu félagslegs húsnæðis, sem dæmi með því að koma með beinum hætti að up | |
| 17:07 | Niceair hættir við jómfrúarferðina Í dag fengu farþegar sem áttu bókað flug í fyrirhugaða jómfrúarferð Niceair 2.0 tölvupóst þess efnis að ekki yrði af fluginu. Akureyri.net greinir frá þessu.Þar segir að í póstinum hafi verið gefið í skyn að árar hafi ekki verið lagðar í bát. Flugið milli Akureyrar og Kaupmannahafnar sé enn á dagskrá en í ljós hafi komið að frekari undirbúnings væri þörf.Í desember var það opinberað að nýtt fyrirtæki undir merkjum Niceair myndi hefja flug milli Akureyrar og Kaupmannahafnar. Tvær ferðir voru á áætlun fyrst um sinn. Martin Michael, forstjóri nýja Niceair, sagði fyrirtækið stefna á hægan vöxt en það hefur engar flugvélar til umráða sjálft.Niceair 2.0, eins og Michael kallaði það, er fjármagnað af eigin fé sem kemur úr fjölskyldurekstrinum Whitesharkgroup. Í viðtali í desember sagðist Michael | |
| 17:02 | Samanlögð vigt bankanna yfir 40% Í desember var samsetning OMXI15 vísitölunnar endurskoðuð og er Íslandsbanki nú stærsta félagið í vísitölunni. | |
| 17:01 | Halla T meðal sofandi risa Elegansinn var í fyrirrúmi í opnunarteiti Kristjáns Maack á ljósmyndasýningunni Sofandi risar. Meðal gesta voru Heiða Björg borgarstjóri og Halla Tómasdóttir forseti. | |
| 17:01 | Vonast til að selja tíu þúsund armbönd Viðburðurinn Perlað af Krafti verður haldinn í Hörpu um helgina til styrktar ungu fólki sem greinst hefur með krabbamein. | |
| 16:55 | Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Í Kína fæddust 7,92 milljónir barna í fyrra. Það er 1,62 milljónum færri börn en fæddust árið 2024 og markar það um sautján prósenta fækkun. Samkvæmt opinberum tölum í Kína hefur fæddum börnum fækkað á hverju ári mörg ár í röð. |