| 07:01 | Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Þetta gerist á sekúndubroti. En vá hvað það kemur góð tilfinning með þessu. Svona gerist þetta oftast: | |
| 07:01 | Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Á átta ára tímabili, frá 2018 til 2025, hafa fimm ráðuneyti og undirstofnanir þeirra samtals varið rúmum 350 milljónum í kostnað vegna starfslokasamninga. Undirstofnanir menningar-, nýsköpunar-, og háskólaráðuneytisins hafa gert 22 starfslokasamninga sem kostað hafa samtals rúmar sextíu milljónir. Á sama tímabili hefur kostnaður vegna slíkra samninga hjá innviðaráðuneytinu og stofnunum þess numið tæpum 48,3 milljónum og munar þar langmestu um fimm starfslokasamninga hjá Vegagerðinni. Þá hafa stofnanir sem heyra undir fjármálaráðuneytið gert starfslokasamninga sem hljóða upp á tæpar 39 milljónir króna. | |
| 07:00 | Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Vísir hefur tekið saman lista yfir 30 kvikmyndir sem koma út á árinu og er beðið eftir með eftirvæntingu. Ofurhetjumyndir, hrollvekjur og stórmyndir byggðar á bókmenntum eru áberandi en þar fyrir utan er von á ýmsu góðu. | |
| 07:00 | Krefjast rannsóknar á meintum hagsmunaárekstrum í félagsmálaráðuneytinu – Starfsmaður kemur að mati umsókna en situr einnig í stjórnum fyrirtækja sem sækja um Samtök um karlaathvarf segja ómaklega hafa verið vegið að einstaklingum sem starfa að málefnum karlaathvarfsins í nýlegri umfjöllun fjölmiðla og í orðalagi matsmanna félagsmálaráðuneytisins. Á Facebook síðu Samtaka um Karlaathvarf birti Ingimundur Stefánsson afrit af bréfi sem hann sendi félagsmálaráðherra, þar sem hann krefst þess að mögulegir hagsmunaárekstrar innan ráðuneytisins við úthlutun opinberra styrkja verði […] Greinin Krefjast rannsóknar á meintum hagsmunaárekstrum í félagsmálaráðuneytinu – Starfsmaður kemur að mati umsókna en situr einnig í stjórnum fyrirtækja sem sækja um birtist fyrst á Nútíminn. | |
| 07:00 | „Öll kvíðasárin mín átti að heila með þessari sjónvarpsseríu“ Á nýársdag hófu nýir íslenskir sjónvarpsþættir göngu sína á RÚV. Trine Dyrholm fer með aðalhlutverk í þáttunum Danska konan, handritið skrifa þeir Benedikt Erlingsson og Ólafur Egilsson, en Benedikt leikstýrir. Í þáttunum kynnumst við danskri konu sem hefur sest að í Reykjavík. Hún býr í blokk og á sér merkilega fortíð sem litar nánast alla hennar hegðun. Ditte Jensen uppgötvar að nýju nágrannarnir í Hlíðahverfinu eru ekki fullkomnir og hana langar að hjálpa þeim, en gengur afar langt í viðleitni sinni til að bjarga samferðafólkinu. Lóa Björk Björnsdóttir ræddi við Benedikt Erlingsson í Lestinni um dönsku konuna, aðdragandann, ferlið og viðtökurnar. Þrír þættir hafa verið sýndir og eru aðgengilegir hér í spilara RÚV en fjórði þáttur er á dagskrá á sunnudag klukkan 21:25.„Ég vil meina að þa | |
| 07:00 | Norebo stefnir norska ríkinu Krefjast veiðiheimilda innan norskrar lögsögu | |
| 06:59 | Dregur úr vindi í dag Það færist meiri ró yfir veðrið í dag með minnkandi vindi. Þó má búast við slyddu eða snjókomu með köflum fyrir norðan. Hitastig verður rétt undir frostmarki.Veðurspáin er svohljóðandi:Minnkandi norðlæg átt, þrír til tíu metrar á sekúndu eftir hádegi. Slydda eða snjókoma með köflum fyrir norðan og jafnvel rigning úti við sjóinn, en þurrt syðra. Hiti kringum frostmark, en kólnar heldur í kvöld.Fremur hægur vindur í fyrramálið, yfirleitt þurrt á landinu og frost 0 til 5 stig. Vaxandi suðaustanátt síðdegis á morgun, 10-18 sunnan- og vestanlands undir kvöld með hlýnandi veðri þar og lítils háttar slyddu eða rigningu. | |
| 06:59 | Trump þakkar fyrir Nóbelsverðlaunin Donald Trump Bandaríkjaforseti greinir frá því á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, að María Machado, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela og friðarverðlaunahafi Nóbels, hafi afhent honum friðarverðlaun Nóbels þegar þau hittust í Hvíta húsinu í gær. | |
| 06:47 | Réðu úlf í sauðargæru sem félagsmálastjóra Sveitarfélagið Laholm í Svíþjóð réð til sín félagsmálastjóra sem sigldi undir fölsku flaggi og fékk starfið með því að leggja fram ýmis fölsuð gögn, meðal annars kvaðst konan ranglega vera menntaður félagsráðgjafi. | |
| 06:45 | Viðvörunarbjöllur hringdu vegna byrjendalæsis fyrir áratug Viðvörunarbjöllur voru farnar að hringja í menntamálaráðuneytinu vegna byrjendalæsis fyrir tíu árum síðan. Inga Sæland, nýr mennta- og barnamálaráðherra, kenndi slæmum árangri byrjendalæsis um lélegan lesskilning drengja í kastljóssviðtali á RÚV í vikunni. Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri hefur gagnrýnt Ingu og dósent við háskólann sagt hana „skorta læsi“ á málefni ráðuneytis síns. Menntamálaráðuneytið gaf hins vegar út minnisblað... | |
| 06:37 | Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Donald Trump Bandaríkjaforseti tók við Nóbels-verðlaunapening Maríu Corinu Machado, stjórnarandstöðuleiðtoga Venesúela, sem hún afhenti forsetanum í Hvíta húsinu í gær og hyggst eiga hann. | |
| 06:30 | „Óhamingjusamasti maður sem ég hef hitt hafði nýlega unnið í lottóinu“ Fjármálaráðgjafi sem starfaði við að veita vinningshöfum í breska lottóinu ráðgjöf segir að það sé engin ávísun á hamingju að vinna þann stóra. Matt Pitcher starfaði um árabil við fjármálaráðgjöf hjá Camelot, sem rak breska lottóið frá stofnun þess árið 1994 til 2024. Hann hélt svokallaðan Ted-fyrirlestur fyrir skömmu þar sem rifjaði til dæmis upp Lesa meira | |
| 06:30 | Þingmaður Viðreisnar segir af sér vegna fréttar um vændiskaup Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar, segir af sér þingmennsku vegna tilrauna til að kaupa vændi árið 2012.Vísir greindi frá þessu í morgun og segir að Guðbrandur hafi tekið ákvörðun um að segja af sér þingmennsku vegna fréttar Vísis um málið.Í yfirlýsingu segir hann að hann hafi gert alvarleg mistök, sem hann sjái mjög eftir. Hann hafi neitað sök hjá lögreglu.Guðbrandur hefur verið þingmaður fyrir Suðurkjördæmi frá 2021. Fréttin verður uppfærð. | |
| 06:26 | Hefur sagt af sér vegna tilraunar til vændiskaupa Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar, hefur sagt af sér þingmennsku vegna tilraunar til kaupa á vændi árið 2012. | |
| 06:16 | Donald Trump stofnar friðarráð yfir Gaza Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur stofnað sérsakt friðarráð til að stjórna Gaza tímabundið. Þetta tilkynnti hann á samfélagsmiðli sínu Truth Social.Meðal tillagna í friðaráætlun Trumps eru að Hamas afvopnist og að sérstök tímabundin stjórn verði skipuð yfir Gaza. Trump tilkynnti í september í fyrra að Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, muni eiga sæti í friðarráðinu.Þetta er annað þrep af af tuttugu liða friðaráætlun. Trump verður formaður nefndarinnar. Fimmtán manna nefnd, skipuð palestínskum teknókrötum, starfa undir friðarnefndinni.Aðalsamningamaður Hamas hefur sagt samtökin reiðubúin að láta vopn af hendi til nýrrar palestínskrar stjórnar ef Ísraelar binda enda á hernám sitt. | |
| 06:13 | Slydda eða snjókoma fyrir norðan en þurrt sunnan heiða Það verður hæg norðlæg átt á landinu í dag 3-10 m/s. Slydda eða snjókoma verður með köflum fyrir norðan og jafnvel rigning út við sjóinn en það verður þurrt sunnan heiða. Hitinn verður í kringum frostmark í dag en það kólnar heldur í kvöld. | |
| 06:00 | Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar, hefur sagt af sér þingmennsku vegna vegna tilraunar til að kaupa vændi árið 2012. Hann var yfirheyrður af lögreglu á sínum tíma en segist ekki hafa verið ákærður. Hann tók ákvörðun um afsögn þegar Vísir ætlaði að fjalla um málið. Hann segist hafa gert stór mistök sem hann harmi mjög. | |
| 06:00 | Ráðherrar fara með rangt mál „Það er alrangt sem bæði forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafa ítrekað haldið fram, að halli hafi verið á fjárlögum síðustu tíu árin. Þetta fólk verður að fara að segja satt,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í samtali við Morgunblaðið. | |
| 06:00 | Skoða lögmæti framsalsins Óvissa ríkir um framsal lóðarréttinda sem Frambúð ehf., félag Péturs Marteinssonar og viðskiptafélaga hans, fékk úthlutuð árið 2019 í kjölfar hönnunarsamkeppni á vegum Reykjavíkurborgar. | |
| 06:00 | Ráðherrar sæti peningalegri ábyrgð Kristján Loftsson segir álit umboðsmanns Alþingis sýna að fyrrverandi matvælaráðherrar hafi brotið gegn lögum í ákvörðunum um hvalveiðar. Hann útilokar ekki skaðabótakröfu á hendur ríkinu og kallar eftir persónulegri fjárhagslegri ábyrgð ráðherra. | |
| 04:03 | Vonast til að uppfylla reglur um velferð svína frá árinu 2014 árið 2028 Grísir eru halaklipptir á öllum gyltubúum á landinu. Halaklippingar á grísum eru ólöglegar nema brýn nauðsyn beri til.Allir svínaræktendur hafa fengið undanþágu Matvælastofnunar til að framkvæma halaklippingar á svínum. Þetta kemur fram í skýrslu Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um aðbúnað og velferð svína.Í sömu skýrslu kemur fram að ef halar eru ekki klipptir sem fyrirbyggjandi aðgerð, glími svínabú við alvarlegan vanda tengdan halabiti. Það sé útbreitt vandamál í svínarækt á Íslandi. Halabit, ef það á sér stað, hafi alvarlegri afleiðingar fyrir velferð dýranna en sjálf halaklippingin.Það er margar ástæður fyrir halabiti, meðal annars skortur á plássi fyrir hvert dýr, slæm loftgæði, léleg birta og mikill hávaði.Matvælastofnun vill fækka halaklippingum á Íslandi, meðal annar | |
| 02:42 | Signý skipuð forstjóri Deloitte til bráðabirgða Talsmenn Deloitte segjast líta mjög alvarlegum augum á ásakanir á hendur forstjóra fyrirtækisins, Þorsteini Pétri Guðjónssyni.Vísir greindi frá því í gær að héraðssaksóknari hefði gefið út ákæru á hendur Þorsteini Pétri vegna gruns um kynferðisbrot gegn ungri konu árið 2023. Þorsteinn Pétur neitar sök.Deloitte staðfestir í yfirlýsingu til fjölmiðla að ákæran hafi verið gefin út. Fyrirtækið segist ekki ætla að tjá sig um ákæruna að öðru leyti.Deloitte segist hafa gert samkomulag við Þorstein Pétur um að hann stígi til hliðar sem forstjóri. Signý Magnúsdóttir hafi verið skipuð forstjóri til bráðabirgða af stjórninni.Þorsteini Pétri er gefið að sök að hafa áreitt unga konu á hóteli á Suðurlandi vorið 2023.Í yfirlýsingu í gær sagðist Þorsteinn Pétur stíga til hliðar sem forstjóri Deloitte á me | |
| 02:14 | Eyðing skóga eykur þorsta moskítóflugna í mannablóð Eyðing hitabeltisskóga hefur áhrif á blóðþorsta moskítóflugna. Þær sækja meira í mannabyggðir og þar með mannablóð á svæðum þar sem mikil eyðing skóga fer fram. Þetta eykur líkur á útbreiðslu hættulegra veirusjúkdóma eins gulusótt.Þetta kemur fram í rannsókn sem birtist í vísindaritinu Frontiers of Ecology and Evolution.Í rannsókninni var blóð rannsakað úr rúmlega 1700 moskítóflugum í Brasilíu. Einn hópur blóðfullra moskítóflugna hafði drukkið blóð úr 18 manneskjum, einu froskdýri, sex fuglum, einum hundi og einni mús.Moskítóflugur fundust í fyrsta sinn á Íslandi í október í fyrra. Hún er af tegundinni Culiseta Annulata, er mjög kuldaþolin og er líklega komin til að vera, samkvæmt skordýrafræðingum. > @ruvfrettir Moskítóflugur eru komnar til landsins. En hvers vegna hefur hún ekki náð fótf | |
| 00:33 | Meirihluti Bandaríkjamanna vill ekki að Bandaríkin taki yfir Grænland Meirihluti Bandaríkjamanna segist andvígur hugmyndum Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að eignast Grænland. Þetta kemur fram í nýrri könnun CNN.Um 25 prósent þeirra sem svöruðu könnuninni sögðust styðja hugmyndir Trumps um að kaupa eða taka yfir Grænland á meðan 75 prósent sögðust á móti. Af þeim 75 sögðust 52 prósent mjög á móti.Önnur könnun Reuters og Ipsos sýndi lægri tölu, en þar kom fram að aðeins 17 prósent Bandaríkjamanna studdu hugmynd Trumps. HELMINGUR REPÚBLIKANA Á MÓTI HUGMYNDINNI Þau sem sögðust kjósa flokk Bandaríkjaforseta, Repúblikanaflokkinn, skiptust í tvær fylkingar; helmingur með, helmingur á móti. Meðal kjósenda Demókrataflokksins voru 94 prósent á móti.Donald Trump hefur ítrekað lýst því yfir að hann telji nauðsynlegt fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna að eignast Græ | |
| 00:32 | Greiðsluáskorun | |
| 00:06 | Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels María Corina Machado, einn leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Venesúela, segist hafa afhent Donald Trump Bandaríkjaforseta friðarverðlaun Nóbels. Þetta hafi hún gert „til að viðurkenna einstaka skuldbindingu hans við frelsi okkar.“ | |
| 23:55 | Foreldrum 14 ára stúlku illa brugðið Foreldrum fjórtán ára stúlku, Lineu Solheim Hjortland, sem lést á Haukeland-sjúkrahúsinu í Bergen í Noregi 30. september, er verulega brugðið eftir að lögreglan þar í borginni lagði rannsókn málsins niður nú nýverið en fylkisskrifstofan, Statsforvalteren, sá hins vegar ástæðu til að mælast til rannsóknar. | |
| 23:50 | Segist hafa afhent Trump Nóbelsverðlaun sín María Corina Machado, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, segist hafa afhent Donald Trump Bandaríkjaforseta friðarverðlaun Nóbels sem hún hlaut. | |
| 23:44 | Signý tekur við af Þorsteini Signý Magnúsdóttir mun taka við af Þorsteini Pétri Guðjónssyni sem forstjóri Deloitte á Íslandi. | |
| 23:42 | Nóg að gera hjá snjómokstursmönnum á Akureyri Mikið hefur snjóað á Akureyri undanfarna daga og snjómokstursmenn hafa því haft nóg að gera.Finnur Aðalbjörnsson er búinn að vera í 16 ár að moka fyrir bæinn segir þetta ekki lærast á einum degi.„Þetta er alltaf gaman enn þá, annars væri maður nú ekkert í þessu ef þetta væri ömurlegt sko.“Hann segir byrja að moka um fjögur þegar snjórinn er mikill.„2017, þá fórum við 17 nætur í röð klukkan 3 eða 4.“ | |
| 23:32 | Andstæðan við lóðabrask Pétur Marteinsson sem vill leiða lista Samfylkingarinnar í Reykjavík segir að miklar tafir á uppbyggingaráformum hans og félaga í Nýja Skerjafirði hafi gert það að verkum að þeir hafi ákveðið að selja lóðina sem þeim var úthlutað á svæðinu. | |
| 23:30 | Handagangur í ösk(j)unni Hinn 17. janúar árið 1991 reyndist mikill fréttadagur jafnt innanlands sem utan og hafði fjölmiðlafólk í nógu að snúast til að koma því öllu til skila. | |
| 23:27 | Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Stjórnendur Deloitte á Íslandi segjast líta ásakanir á hendur Þorsteini Pétri Guðjónssyni, forstjóra fyrirtækisins, alvarlegum augum og hefur stjórn félagsins skipað Signýju Magnúsdóttur forstjóra til bráðabirgða. | |
| 23:25 | Biður Trump um að bíða með árásir Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur beðið Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að fresta árásum á Íran. Trump lofaði írönsku þjóðinni því í vikunni að aðstoð væri á leiðinni. | |
| 22:57 | Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Undirskriftasöfnun er hafin til stuðnings Billy Long, sendiherraefni Bandaríkjanna gagnvart Íslandi, en sá vakti hörð viðbrögð þegar hann gantaðist með að Ísland gæti orðið 52. ríki Bandaríkjanna á eftir Grænlandi. | |
| 22:48 | Lýsa yfir miklum vonbrigðum yfir niðurstöðum um starfsemi Vöggustofu Nefnd sem var skipuð til að rnefndar sem rannsakaði starfsemi Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins á árunum 1974-1979 kynnti skýrslu sína í dag.Fyrir rúmum tveimur árum kom út skýrsla þar sem litið var til um það bil aldarfjórðungs þar á undan. Ólíkt fyrri skýrslu þá er niðurstaða nefndarinnar nú að ekki sé hægt að slá því föstu að börn sem dvöldu á vöggustofunni hafi sætt illri meðferð.Steinar Immanuel Sörensson og Árni H. Kristjánsson eru báðir í hópi þeirra sem voru á vöggustofunni á barnsaldri.Steinar segir þetta mjög sérstakt að hægt væri að komast að þessari niðurstöðu og finnst þetta hálfgerður hvítþvottur.„Þetta hefur bara haft áhrif á allt mitt líf, þunglyndi, kvíði og alls konar erfiðleikar sem ég hef þurft að glíma við í gegnum tíðina,“ segir Steinar. SEGIR AÐ ÞETTA HAFI EKKI BARA | |
| 22:30 | Lögræðissviptur vegna andlegra veikinda Nick Reiner, sem grunaður er um að hafa orðið foreldrum sínum Rob Reiner og Michele Singer Reiner að bana, var sviptur lögræði í eitt ár árið 2020 vegna andlegra veikinda. | |
| 22:19 | Machado segist hafa fært Trump friðarverðlaun sín Maria Corina Machado, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, segist hafa gefið Donald Trump Bandaríkjaforseta friðarverðlaun Nóbels, sem hún hlaut í lok síðasta árs. Machado hafði þegar sagst vilja gefa Trump verðlaunin á fundi þeirra í dag og sagði það viðurkenningu á skuldbindingu hans fyrir frelsi Venesúela.Hún tók ekki sérstaklega fram hvort forsetinn hefði þegið verðlaunin. Trump hefur þó sagt áður að það væri honum mikill heiður að taka á móti verðlaununum frá Machado. Nóbelsnefndin í Osló hefur aftur á móti sagt að það samræmist ekki reglum þeirra. Trump var sjálfur tilnefndur til verðlaunanna.Machado yfirgaf Venesúela í desember á laun eftir að hafa verið í felum frá hausti 2024. Þá lagði hún upp í langa hættuför til Noregs með fulltingi Bandaríkjamanna. Hún tileinkaði Trump og | |
| 22:10 | „Kemur ekki til greina“ „Það kemur ekki til greina. Þetta er ekki það sem við viljum í Danmörku, né á Grænlandi, og það brýtur í bága við allar alþjóðlegar reglur,“ segir Lars Løkke Rasmussen | |
| 22:05 | Svarta dalían „grét af skelfingu“ vegna líflátshótana – Alræmt morðmál í Hollywood sem er enn óleyst Lík Elizabeth Short fannst aflimað og blóðugt 15. janúar 1947. Það eru liðnir næstum átta áratugir síðan Short fannst látin en mál hennar er enn eitt alræmdasta morðmál Hollywood. Snemma morguns 15. janúar 1947 var 22 ára gömul kona myrt á grimmilegan hátt og síðan skilin eftir við vegkantinn í óbyggðu hverfi í Los Angeles. Lesa meira | |
| 22:02 | Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Búið er að senda ábendingu til Persónuverndar vegna máls sem kom upp í Háskólanum á Bifröst þegar rektor skólans tilkynnti þrjá starfsmenn til siðanefndar vegna gruns um brot á reglum með því að merkja sig með röngum hætti sem meðhöfundar fræðigreina. Meðal gagna málsins eru minnisblöð sem bera þess augljós merki að hafa verið skrifuð af gervigreind. Lögmaður segir málið allt frá grunni byggjast á niðurstöðum gervigreindarspjallmennis, sem sé grafalvarlegt. Erlendir meðhöfundar umræddra fræðigreinanna hafa staðfest þátttöku fræðimannanna á Bifröst í skrifunum. | |
| 22:00 | „Vilja ekki taka áhættuna“ Þótt Rússar og Kínverjar séu reiðubúnir til að styðja við bakið á Íran vegna mótmælanna þar í landi, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur skipt sér ítrekað af, myndi sá stuðningur hverfa um leið og Bandaríkin efndu til hernaðaraðgerða í landinu. | |
| 21:45 | Löngu tímabært að farið sé yfir hvað gerðist Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, vonast til að geta mælt fyrir þingsáætlunartillögu sinni um rannsókn á störfum réttarvörslu- og eftirlitsstofnana í kjölfar fjármálahrunsins á þessu þingi. | |
| 21:45 | Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn KR vann hádramatískan þriggja sigur í framlengdum leik gegn Þór Þorlákshöfn í Bónus-deild karla í körfubolta í kvöld, 123-126. | |
| 21:30 | Hótelsérfræðingar: Þetta eru herbergisnúmer sem ætti að forðast ef dvölin á að vera friðsæl Margir ferðamenn sem skrá sig inn á hótel eru lítið að spá í herbergisnúmerið sem þeim er úthlutað en hótelsérfræðingar segja númerið geta verið sá þáttur sem hefur mest áhrif á dvölina. Ef þú ert að leita að gistingu með eins litlum hávaða og mögulegt er skaltu íhuga herbergisnúmerið og hæðarskipulagið. Sérfræðingar ráðleggja ferðamönnum sem Lesa meira | |
| 21:20 | Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Stjórnarformaður félags um Vestmannaeyjagöng vonast til þess að hægt verði að aka í jarðgöngum til Eyja eftir tíu ár. Stefnt er á að rannsóknarboranir hefjist í vor. Félagið hefur boðað til kynningarfundar í Eyjum í kvöld um verkefnið. | |
| 21:20 | Myndskeið: Hvelfing sem geymir ísköld leyndarmál Djúpt undir ísnum á Suðurskautslandinu hefur einstök neðanjarðarhvelfing verið opnuð til að varðveita ísklumpa úr jöklum víðsvegar að úr heiminum. | |
| 21:08 | Glímdi við lífshættulegt þunglyndi: „Maður á ekki að skammast sín“ Vignir Vatnar Stefánsson, yngsti og nýjasti stórmeistari Íslands í skák, opnar sig af mikilli einlægni í nýju viðtali með Frosta Logasyni þar sem hann ræðir um lífshættulegt þunglyndi, sjálfsvígstilraun og tilganginn sem hann segir hafa bjargað lífi sínu. Vignir er aðeins 22 ára gamall en hefur þegar náð þeim árangri í skák að teljast meðal […] Greinin Glímdi við lífshættulegt þunglyndi: „Maður á ekki að skammast sín“ birtist fyrst á Nútíminn. | |
| 21:00 | Hyggst halda áfram að fylgja eftir uppbyggingu hjúkrunarheimila Nýtt hjúkrunarheimili í Reykjanesbæ var formlega opnað í dag. Fyrrum félags- og húsnæðismálaráðherra klippti á borðann og segist ætla að halda áfram að fylgja eftir uppbyggingu hjúkrunarheimila, þrátt fyrir að sitja í öðru ráðuneyti. 80 RÝMI Á FJÓRUM HÆÐUM Hjúkrunarheimilið stendur við Krossmóa og er á fjórum hæðum með átta heimiliseiningum. Áttatíu rými skapast við þessa viðbót, þar af 50 fyrir nýja heimilismenn. Um 60 eru þegar fluttir inn og er gert ráð fyrir að rýmin verði fullnýtt fyrir lok mánaðar. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir ánægjulegt að húsið sé komið í notkun.„Þetta hefur bara gengið vel hjá okkur. Okkur vantaði nýtt hjúkrunarheimili á Suðurnesin en auðvitað er þetta hjúkrunarheimili, eins og öll, fyrir alla landsmenn. Þannig þetta er ekki bara f | |
| 21:00 | Telur eitt afísingarsvæði óráðlegt Ekki er ráðlegt að vera einungis með eitt miðlægt afísingarsvæði flugvéla á Keflavíkurflugvelli, eins og ráð er fyrir gert í áformum sem Isavia hefur kynnt atvinnurekendum á Suðurnesjum og greint var frá í Morgunblaðinu sl. laugardag. | |
| 21:00 | Leik lokið: Ármann - Valur 93-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Botnlið Ármanns vann ríkjandi bikarmeistara Vals með fantagóðri frammistöðu í Laugardalshöllinni í kvöld. Valsliðið var ekki heilt en Ármann nýtti það til góðra verka ásamt því að Valsmenn náðu engum takti. Lokatölur 93-77 og Ármenningar kampakátir. | |
| 20:56 | Blása nýju lífi í Latabæ á þrítugasta afmælisárinu Latibær og litríkar persónurnar sem þar búa voru kynnt til sögunnar í bókinni Áfram Latibær eftir Magnús Scheving árið 1995. Hugmyndin með Latabæ er að hvetja börn og foreldra þeirra til hreyfingar og hollari lifnaðarhátta.Vinsælt barnaleikrit var gert eftir bókinni og rétt eftir aldamótin samdi Magnús við sjónvarpsstöðina Nickolodeon um gerð sjónvarpsþátta, sem nutu mikilla vinsælda víða um heim.Fyrirtækið var í eigu erlendrar fjölmiðlasamsteypu frá 2011 til 2024, þegar Magnús keypti réttinn aftur. Hann segir það gaman að taka við Latabæ á ný.„En auðvitað er maður smá þreyttur að hafa verið með Latabæ í öll þessi ár. En Latibær hefur alltaf gefið mér til baka, sérstaklega þegar maður fer að sjá áhrifin.“ | |
| 20:30 | Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Samtök gegn kynbundnu ofbeldi segja alvarlegt að dómari hafi veitt ofbeldismanni skilorðsbundinn dóm fyrir brot gegn sambýliskonu og að ríkissaksóknari hafi kosið að áfrýja ekki. Maðurinn hefur nú verið ákærður fyrir að brjóta á stjúpdóttur sinni. | |
| 20:30 | Elvar og Björgvin Narfi úrskurðaðir í þriggja ára atvinnurekstrarbann – Svik og prettir við rekstur veitingahússins Ítalíu Athafnamennirnir Elvar Ingimarsson og Björgvin Narfi Ásgeirsson hafa verið úrskurðaðir í atvinnurekstrarbann til þriggja ára eftir aðkomu sína að rekstri veitingahússins Ítalíu sem úrskurðað var gjaldþrota þann 9. október 2024. Óhætt er að segja að málið hafi vakið mikla athygli en stéttarfélagið Efling blés til mótmælaaðgerða fyrir framan húsnæði veitingastaðarins við Frakkagötu en fullyrt var Lesa meira | |
| 20:13 | Aukin ríkisútgjöld hættulegri en skattahækkanir Orri Hauksson benti fjármálaráðherra á að ríkisútgjöld væru að hækka um 9%. Daði Már bar fyrir sig bókhaldsbreytingar. | |
| 20:10 | Pokémon-spilum stolið í vopnuðu ráni Nokkrum verðmætum Pokémon-spilum var stolið úr Pokémon-verslun í vopnuðu ráni í New York í Bandaríkjunum í gær. Er þýfið metið á um 100 þúsund bandaríkjadali, 12,5 milljónir íslenskra króna. | |
| 20:10 | Myndskeið: Kveiktu sér í eftir fundinn í Hvíta húsinu Æðstu erindrekar Danmerkur og Grænlands kveiktu í sígarettum fyrir utan Hvíta húsið í gær eftir að hafa fundað með bandarískum ráðamönnum, þar á meðal J.D. Vance, varaforseta Bandaríkjanna, og Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um framtíð Grænlands. | |
| 20:01 | Landeigendur í Húnaþingi hafna ákvörðun Landsnets um lagningu Holtavörðuheiðarlínu þrjú Hagsmunasamtök landeigenda vegna Holtavörðuheiðarlínu 3 voru stofnuð í gær og eru samstarfsvettvangur landeigenda og ábúenda jarða í Húnaþingi, þar sem fyrirhuguð lína á að liggja samkvæmt aðalvalkosti Landsnets.Þar er gert ráð fyrir að línan verði lögð um svokallaða byggðaleið, sem Landsnet segir að falli að stefnumörkun stjórnvalda um lagningu raflína. „Þar sem hún nýtir núverandi línugötu og liggur utan marka miðhálendis. Þá er leiðin talin skapa fleiri tækifæri fyrir nærliggjandi byggðir vegna nálægðar við samfélögin.“ „GENGUR GEGN STEFNU RÍKISINS UM LAGNINGU RAFLÍNA AÐ LEGGJA HANA EKKI STYSTU LEIГ Í ályktun sem samþykkt var á stofnfundinum segir að hagsmunasamtökin afþakki lagningu línunnar samkvæmt fyrirliggjandi aðalvalkosti um lönd félagsmanna sinna og bendi ríkinu, sem eiganda | |
| 19:58 | Ericsson segir upp 1.600 starfsmönnum Sænska símafyrirtækið Ericsson ætlar að fækka starfsmönnum í Svíþjóð um 1.600 í hagræðingarskyni. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu fyrirtækisins sem sænska ríkissjónvarpið greinir frá.90.000 starfa fyrir fyrirtækið á heimsvísu, þar af um 12.600 í Svíþjóð. Um 12% starfsmanna Ericsson í Svíþjóð verður því sagt upp störfum.SVT hefur eftir vinnumarkaðsráðherra Svíþjóðar að tilkynning Ericsson sé „þung skilaboð“ en að sænskt samfélag geti tekist á við slíkar áskoranir. Stuðningur og hjálp sé til staðar.Fyrirtækið sagðist vera í viðræðum við verkalýðsfélög í tengslum við fyrirhugaðar uppsagnir. Ekki var tekið fram hvaða deildir væru undir en fyrirtækið sagði frekari hagræðingaraðgerðir vera fram undan. | |
| 19:53 | Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Alls voru ellefu kynferðisbrot skráð hjá lögreglunni á Austurlandi á síðasta ári. Fjöldinn er heldur hærri en meðaltal frá 2015 þar sem skráð brot hafa að jafnaði verið átta talsins á ári hverju. Á sama tíma voru málin færri nú en árið 2024 þegar tólf kynferðisbrot voru skráð og 2022 þegar þau voru fjórtán talsins. | |
| 19:40 | Pólitískt umrót í borgarstjórn Kjörtímabili sveitarstjórna lýkur í vor og í Reykjavík hefur það einkennst af miklu umróti og breytingum. | |
| 19:25 | Sweeply semur við eina stærstu hótelkeðju Evrópu Sweeply gerði á dögunum samstarfssamning við Leonardo Hotels, eina af stærstu hótelkeðjum í Evrópu. | |
| 19:21 | Vínframleiðsla á stríðssvæði Stríðið í Úkraínu er að gjörbreyta úkraínska víniðnaðinum sem leitar í síauknum mæli út fyrir landsteinana. | |
| 19:20 | Dvölin á Vöggustofunni hafði djúpstæð áhrif Steinar Immanuel Sörensson dvaldi á Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins í tíu mánuði. Hann var eins og hálfs árs þegar hann kom þar fyrst í febrúar árið 1974 og dvaldi þangað til í desember sama ár, eða í tíu mánuði. | |
| 19:11 | Finnur vill leiða VG í borginni Finnur Ricart Andrason gefur kost á sér til oddvita Vinstri grænna í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórakosningar. Hann vill vera hluti af sameiginlegu framboði á vinstri vængnum.„Kjósendur eiga skilið að fá einn skýran og sameinaðan valkost til vinstri. Slíkt samstarf yrði í þágu réttláts og græns samfélags. Ég vona að vinstri vængurinn velji samstarf frekar en sundrung,“ segir Finnur. Finnur hefur starfað á sviði umhverfismála undanfarin ár og var forseti Ungra umhverfissinna.Líf Magneudóttir er sitjandi oddviti VG. Hún hefur sagst vilja leiða flokkinn bjóði hann fram undir eigin merkjum, en ekki hefur verið tekin formleg ákvörðun um það. Finnur Ricart.Aðsend | |
| 19:10 | Hvetur til samstöðu með írönskum almenningi Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hvetur alla til að leggja írönskum almenningi lið. Hún segir ríkisstjórnina geta lagt sitt af mörkum í baráttu írönsku þjóðarinnar fyrir bjartari og betri tímum. | |
| 19:02 | Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Að óbreyttu verður rekstri Heilsuleikskólans Ársólar hætt í sumar eftir að Reykjavíkurborg sagði upp leigusamningi vegna húsnæðis sem hýst hefur starfsemi leikskólans við Völundarhús í Grafarvogi. Foreldrar barna á leikskólanum lýsa miklum áhyggjum og „algjöru áfalli“ enda hafi ríkt almenn ánægja með starfsemi leikskólans og ekki hlaupið að því að fá nýtt leikskólapláss. Pláss er fyrir 54 börn á aldrinum níu mánaða til þriggja ára á leikskólanum samkvæmt upplýsingum á heimasíðu skólans. | |
| 18:50 | Fertugur í ár og hefur rýrnað mikið Í ár verða komin 40 ár frá því að risastór ísjaki brotnaði frá Suðurskautslandinu. Jakinn, sem fékk heitið A-23A, var yfir 4 þúsund ferkílómetrar að stærð þegar hann brotnaði en hefur minnkað mikið síðustu ár. | |
| 18:49 | Afar mikilvægt að mega stunda kolmunnaveiðar við Færeyjar Eftir því sem næst verður komist eru níu íslensk kolmunnaskip annað hvort komin, eða eru á leið, inn í færeyska lögsögu þar sem Íslendingar hafa lengi haft leyfi til kolmunnaveiða. „ÞAÐ ER BARA FÍNASTA ÚTLIT OG TALSVERT AF KOLMUNNA ÞARNA“ Þar á meðal eru tvö skip Eskju á Eskifirði og Daði Þorsteinsson er þar útgerðarstjóri. „Það er bara fínasta útlit og talsvert af kolmunna þarna á stóru svæði. Þetta er sunnarlega og austarlega í færeysku lögsögunni.“„Sérðu fyrir þér að þið takið einhverjar vikur núna á kolmunna?“„Já, ég held það. Ætli við tökum ekki tvo túra á skip allavegana, ef það verður veiði.“ KOLMUNNAVEIÐIN ER VERKEFNI SKIPANNA FRAM AÐ LOÐNUVERTÍÐ Kolmunnaveiðin er verkefni uppsjávarskipanna meðan beðið er eftir því hvort rætist úr loðnuveiðum. Hafrannsóknastofnun hefur lagt t | |
| 18:37 | Hagar hækka afkomuspána um 600 milljónir Hagar högnuðust um tæplega 1,7 milljarða króna á síðasta fjórðungi sem lauk 30. nóvember. | |
| 18:35 | Setti hljóða þegar hún las dóm héraðsdóms og telur hann áhyggjuefni Mál karlmanns á fertugsaldri, sem hefur verið ákærður fyrir óvenju gróf kynferðisbrot gegn barnungri stjúpdóttur sinni, hefur vakið umtal og reiði þegar í ljós kom að dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur ákvað fyrir tveimur árum að skilorðsbinda þunga refsingu sem hann hlaut fyrir áralangt ofbeldi - andlegt, líkamlegt og kynferðislegt - gagnvart móður stúlkunnar. SAGÐI FANGELSISVIST MANNSINS VERA REFSINGU FYRIR SIG Dómarinn horfði til þess að maðurinn hefði játað brot sín skýlaust og þá skipti máli að konan hefði beðist vægðar fyrir sambýlismann sinn; hann hefði aðstoðað hana fjárhagslega með afborganir af húsnæðisláni og við framfærslu, stutt við bakið á henni í námi með því að sjá um börnin sem hún hefði annars ekki getað sinnt. Hún væri meðvituð um hversu alvarlega maðurinn hefði brotið | |
| 18:32 | Þór Þ. - KR | Lykilleikur fyrir úrslitakeppni Þór Þorlákshöfn og KR sitja í 9. og 8. sæti Bónus-deildar karla í körfubolta, fyrir leiki kvöldsins. Átta efstu liðin fara í úrslitakeppnina í vor. | |
| 18:32 | Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Botnlið Ármanns freistar þess að velgja Val undir uggum í Bónus-deild karla í körfubolta, og teflir nú fram Bandaríkjamanninum Brandon Averette sem kom frá Njarðvík. | |
| 18:32 | Leik lokið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn KR vann hádramatískan þriggja sigur í framlengdum leik gegn Þór Þorlákshöfn í Bónus-deild karla í körfubolta í kvöld, 123-126. | |
| 18:32 | Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Keflvíkingar heimsóttu Garðabæinn í kvöld og mættu þar heimamönnum í Stjörnunni sem höfðu unnið fimm leiki í röð fyrir viðureign kvöldsins. | |
| 18:32 | Tindastóll - ÍR | Breiðhyltingar á Króknum Tindastóll tekur á móti ÍR í Bónus-deild karla í körfubolta og þarf sigur til að komast nær toppliði Grindavíkur. | |
| 18:27 | Ríkið mótmælir kröfu um vitnaleiðslur yfir ráðherrum í máli skólameistara Íslenska ríkið hefur mótmælt kröfu lögmanns Ársæls Guðmundssonar, skólameistara Borgarholtsskóla, um að fá að kalla 13 einstaklinga fyrir dóm sem vitni í svokölluðu vitnamáli. Hvað er vitnamál? Vitnamál eru sérstök mál sem standa utan annarra mála. Vitni geta verið kölluð fyrir dóm áður en mál eru höfðuð eða eftir að þeim er lokið í héraði. Það er til dæmis gert til að fá skýrari mynd á atburðarás áður en ákvörðun er tekin um hvort látið verði af málshöfðun.Arnar Þór Stefánsson, lögmaður Ársæls, fór þess á leit við Héraðsdóm Reykjavíkur í desember til að leiða í ljós ástæður þess að skipunartími Ársæls sem skólameistari Borgarholtsskóla var ekki framlengdur af Guðmundi Inga Kristinssyni, þáverandi menntamálaráðherra.Á meðal þeirra sem hann vildi kalla fyrir sem vitni eru Kristrún Frostadót | |
| 18:22 | Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Finnur Ricart Andrason býður sig fram í oddvitasæti Vinstri grænna í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hann vonast til að flokkurinn verði hluti af sameiginlegu framboði á vinstri vængnum. | |
| 18:20 | Starfsmaður Rauða hálfmánans drepinn í Íran Ríkisfjölmiðill í Íran greindi frá því að hundruð manna væru í varðhaldi, þar á meðal erlendir ríkisborgarar sem hefðu verið handteknir fyrir njósnir, án þess að gefa upp nánari upplýsingar. Abbas Araghchi, utanríkisráðherra Írans, sagði í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina Fox News að ekkert yrði af hengingum í dag. Hann sakaði bandarísk og ísraelsk stjórnvöld um að kynda undir mótmælunum án þess að færa frekari rök fyrir máli sínu.Starfsmaður Rauða hálfmánans var drepinn og fimm aðrir samstarfsmenn hans særðust við störf í Gilian-héraði í norðvestur Íran. Þá var kanadískur ríkisborgari drepinn í varðhaldi samkvæmt færslu sem kanadíska utanríkisráðuneytið birti á samfélagsmiðlinum X. Kanada fordæmir harðlega morð á mótmælendum í Íran í færslu sinni.Indversk stjórnvöld hafa hvatt ríki | |
| 18:20 | Sefþvari fannst í Noregi Hann var allframandi í útliti, fuglinn sem Vinjar Vedde fann helfrosinn og dauðan á vinnustað sínum í Langevåg á Suðurmæri í norska fylkinu Mæri og Raumsdal á mánudaginn. Reyndist þar kominn sefþvari, Botaurus stellaris, sem sjaldgæft er að sjáist til svo norðarlega. | |
| 18:12 | Byggingar hrundu í sprengingunni í Utrecht Nokkrar byggingar hrundu í kjölfar mikillar sprengingar sem varð við Visscherssteeg í hollensku borginni Utrecht í dag. Fjórir eru slasaðir eftir sprenginguna og hafa verið fluttir á sjúkrahús. | |
| 18:11 | Draugar fasismans rísa úr gröfinni Ítalsk-íslenska viðskiptaráðið stóð fyrir umræðufundi í gær um sögulegar rætur fasismans ásamt helstu áhrifum hans á lýðræði, efnahagsmál og stjórnmál. | |
| 18:03 | Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Viðbúnaður hefur verið aukinn á Grænlandi og rætt er um gjörbreyttar aðstæður í öryggis- og varnarmálum á norðurslóðum. Utanríkisráðherra fundaði í dag með fulltrúa bandaríska sendiráðsins hér á landi. Við ræðum við utanríkisráðherra í beinni í kvöldfréttum. | |
| 18:01 | Ýktu veikindi sjúklinga til að fá hærri greiðslur frá ríkinu Kaiser Permanente hefur samþykkt að greiða 556 milljónir dala í sátt í svikamáli til bandarísku ríkisstjórnarinnar. | |
| 17:45 | Glímdi við mikla fjárhagserfiðleika og þunglyndi eftir ER – Endurkoma sem tók 15 ár og hefur slegið í gegn Bandaríski leikarinn Noah Wyle, sem hefur slegið í sem aðalleikari sjónvarpsþáttanna The Pitt, hefur opnað sig um þá hörðu rússíbanareið sem varð til þess að hann landaði hlutverkinu og endurkomu hans á topp sjónvarpslistans, meira en 15 árum eftir að fyrstu stóra þáttaröð hans, ER, lauk. Wyle, sem er 54 ára, er nú orðinn ein Lesa meira | |
| 17:40 | Munaði sex sekúndum Örfáum sekúndum munaði að fjögur snjóruðningstæki ækju í veg fyrir fraktflugvél í flugtaki á Keflavíkurflugvelli 2. desember 2024. | |
| 17:30 | NRK hættir að senda út lottó Norska ríkisútvarpið hættir sjónvarpsútsendingum frá lottó-útdrætti Norsk Tipping í apríl. Fólk fylgist með útdrætti á netinu en ekki í línulegri dagskrá. Norsk Tipping er veðmálafyrirtæki í eigu norska ríkisins. Það býður upp á fjölbreytt úrval af lottó- og íþróttaspilum þar sem hagnaðurinn rennur til norska íþrótta- og menningargeirans segir á vef NRK.Norska ríkisútvarpið og Norsk Tipping tóku ákvörðunina í samningaviðræðum og lýsa ákvörðuninni um að slíta samstarfinu sem eðlilegu skrefi í fjölmiðlaumhverfi sem hefur breyst verulega.Jan Egil Ådland, sjónvarpsstjóri NRK, segir þetta réttan tíma til að grípa til ráðstafana því fjölmiðlavenjur áhorfenda hafi breyst og þau vilji forgangsraða öðru efni.Frá árinu 1986 hafa lottóútdrættir Norsk Tipping verið fastur vikulegur þáttur á NRK.Roger | |
| 17:30 | Síminn ekki sá eini sem hafði áhuga Mörg fyrirtæki sýndu OK áhuga áður en Síminn gerði tilboð. | |
| 17:22 | Spretthópur ráðherra reyndist ósammála um árangurinn Spretthópur menntamálaráðuneytisins um skólaþróunarverkefnið kveikjum neistann hefur skilað tillögum sínum til ráðuneytisins. Almennt er hópurinn jákvæður í garð verkefnisins en bendir á að skortur sé á gögnum til að leggja faglegt og vísindalegt mat á verkefnið. | |
| 17:21 | Ósáttur við gagnrýnina á innlimunargrín sendiherraefnis Bandaríkjanna Snorri Másson, varaformaður Miðflokksins, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann lýsir óánægju með að Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, hafi gagnrýnt sendiherraefni Bandaríkjanna á Íslandi fyrir að grínast með að innlima Ísland í Bandaríkin og gerast ríkisstjóri. Sendiherraefnið, Billy Long, hefur staðfest að hafa gantast með að verða ríkisstjóri Íslands í kjölfar innlimunar, í samhengi við einkasamtal um að... | |
| 17:17 | ÍR - ÍBV | Geta tyllt sér á toppinn ÍR og ÍBV, liðin í 3. og 2. sæti, mætast í Breiðholti í kvöld í Olís-deild kvenna í handbolta. Eyjakonur hafa verið sjóðheitar undanfarið og unnið sex leiki í röð, svo sigur í kvöld kæmi þeim upp fyrir Val á topp deildarinnar. | |
| 17:07 | Vond niðurstaða ef bræðslan í Eyjum notar olíu frekar en nýju sæstrengina Úrbætur í flutningskerfi raforku geta hækkað flutningsgjöld til fiskimjölsverksmiðja og gert mengandi olíu ódýrari orkukost. Engir verðflokkar eru til hjá Landsneti fyrir millistóra notendur eða þá sem annars brenna mikilli olíu. HITAVEITAN, HERJÓLFUR OG BRÆÐSLAN ÞURFA AÐ BORGA MEIRA Landsnet lagði tvo nýja sæstrengi til Vestmannaeyja og fá Eyjar nú forgangsorku. Það þýðir að sumir fá ekki lengur afslátt vegna skerðanlegs flutnings og þurfa að borga meira. Þetta á við um hitaveituna, rafmagnshleðsluna fyrir Herjólf og bræðsluna.Herjólfur tilkynnti að hann myndi hætta að hlaða í Eyjum vegna kostnaðaraukans og sigla frá Eyjum á olíu. Í Landeyjahöfn er hins vegar enn skerðanleg orka með afslætti af flutningi.Bæjarstjóri Vestmannaeyja tilkynnti svo á facebook í gær að í framhaldi af samtali | |
| 17:07 | EM í handbolta hafið – Íslendingar stýra för í fyrsta leik Blásið hefur verið til leiks í fyrsta leik Evrópumótsins í handbolta í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Um er að ræða leik Spánar og Serbíu í A-riðli mótsins en hann hófst í Herning í Danmörku klukkan 17 að íslenskum tíma og er leikurinn í beinni útsendingu á RÚV. Íslenska dómaraparið Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson Lesa meira | |
| 17:04 | Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Fulltrúi bandaríska sendiráðsins á Íslandi hefur verið kallaður á teppið í utanríkisráðuneytinu í dag þar sem hann verður krafinn skýringa um meint ummæli mögulegs sendiherraefnis Bandaríkjanna gagnvart Íslandi. Skorað hefur verið á Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra að bregðast við vegna brandara Billy Long um að gera ætti Ísland að 52. ríki Bandaríkjanna. | |
| 17:04 | Hundrað börn drepin í vopnahléi Sérstakur erindreki Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum, segir að annað þrep í áætlun Bandaríkjastjórnar um frið á Gaza hafi tekið gildi. Samkvæmt því eiga Hamas-samtökin að láta af völdum og ný bráðabirgðastjórn tekur við.Hver sú stjórn verður er eitt af því sem enn er óljóst. Samkvæmt samkomulaginu verður það 15 manna nefnd, skipuð palestínskum teknókrötum, sem starfar undir annarri nefnd, svokallaðri friðarnefnd, sem Bandaríkjaforseti sjálfur stýrir.Hamas-samtökin styðja þetta fyrirkomulag, miðað við yfirlýsingu í dag og viðræður um framhaldið eru þegar hafnar í Kaíró í Egyptalandi.Steve Witkoff, sérstakur erindreki Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum, tilkynnti í gær að annað þrep friðaráætlunar væri hafið og Bandaríkin byggjust við því að Hamas stæði við skuldbindingar sínar að fullu.Samein | |
| 17:04 | Hækka verð um 15% vegna kílómetragjalds Pósturinn hækkar verð á bréfsendingum og ber fyrir sig hækkandi launavísitölu og kílómetragjaldi. | |
| 16:50 | Snorri gagnrýnir Sigmar: Enga „uppgerðarviðkvæmni“ Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, gagnrýnir ummæli sem Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, lét falla í pontu Alþingis í dag í tengslum við Billy Long. Snorri hvatti til þess að hagsmunagæsla Íslands einkenndist af yfirvegun og stillingu en ekki af „uppgerðarviðkvæmni og hugmyndafræðilegum ofsa“. | |
| 16:35 | Nova í samstarf við DRM-LND Fjarskiptafyrirtækið Nova og lífstílsmerkið DRM-LND hafa hafið samstarf sem felur í sér að á næstu misserum munu vörur frá DRM-LND verða fáanlegar í völdum verslunum Nova og í kjölfarið á nova.is. Um er að ræða vörur sem gefa fólki tækifæri til að sérsníða, persónugera og skreyta hluti eins símahulstur, heyrnartól, tölvur og tölvuhulstur. Nova og Lesa meira | |
| 16:34 | Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Yfirvöld í Bandaríkjunum setja sífellt meiri þrýsting á ráðamenn í Mexíkó svo þeir hleypi bandarískum hermönnum inn í landið. Þar vilja Bandaríkjamenn nota þá í áhlaup gegn fíkniefnasamtökum sem framleiða og flytja mikið magn fíkniefna til Bandaríkjanna. | |
| 16:30 | 17 ára stúlka grunuð um morð í Þýskalandi Sautján ára stúlka er í haldi lögreglu grunuð um að hafa banað 17 ára kærasta sínum í bænum Castrop-Rauxel í Ruhr-héraðinu í Þýskalandi á miðvikudagskvöld. Um kvöldmatarleytið gekk vegfarandi fram á unga manninn sem var að blæða út á gangstétt í bænum, og hafði samband við viðbragðsaðila sem komu fljótt á vettvang. Ungi maðurinn lést Lesa meira |