| 13:59 | Trump vill 10% þak og gengi kreditkortaútgefenda lækkar Donald Trump vill að 10% þak á vöxtum kreditkorta taki gildi 20. janúar. | |
| 13:49 | Fimbulkuldi og fannfergi á Norðurlöndum Gærdagurinn var sá kaldasti í Danmörku í fimm ár. Þar hefur ekki mælst meira frost í janúar síðan 2023. Kaldast var á miðju Jótlandi, þar mældist 19,4 stiga frost. Víðast hvar í landinu fór frostið niður fyrir tíu stig.Það hefur hlýnað með morgninum en veðrið er enn til trafala. Úrkoma gerir akstursskilyrði varasöm og danska veðurstofan hefur gefið út viðvaranir vegna þess.Það sama er uppi á teningnum í Noregi. Fyrsta stórhríð vetrarins færir sig upp yfir suðurströndina og búist er við því að 40 sentímetrar af snjó gætu fallið næsta sólarhringinn.Búið er að gefa út appelsínugula veðurviðvörun vegna úrkomunnar. Til skoðunar er hvort gera þurfi slíkt hið sama í austurhluta landsins og í grennd við Ósló. Þíða er í kortunum svo snjókoman breytist á endanum í slyddu. Við það verða akstursskilyr | |
| 13:39 | Hvar get ég séð Golden Globe-verðlaunamyndirnar? Nú þegar verðlaunahátíðavertíðin er gengin í garð ákveða margir að taka sig til og horfa á þær kvikmyndir sem þeir áttu eftir að sjá, nú eða horfa aftur á sínar uppáhalds. Golden Globe-hátíðin var haldin í 83. sinn um helgina. Gamanspennumyndin One Battle After Another hreppti þar hnossið, ef svo má segja, og fór heim með fjóra hnetti. Engri annarri mynd féllu fleiri verðlaun í skaut.En þá spyrja margir sig hvar hægt er að horfa á allar þessar verðlaunamyndir hér á Íslandi. Vandi getur verið um slíkt að spá og þess vegna hefur menningarvefurinn tekið saman lista yfir þá staði sem myndirnar er að finna. ONE BATTLE AFTER ANOTHER HBO MAX, APPLE TV Gamanspennumyndin One Battle After Another er bæði súrrealísk, dramatísk og pólitísk og segir frá byltingarsinnanum misheppnaða sem hefur flúið | |
| 13:38 | Loka lauginni vegna veðurs Klébergslaug á Kjalarnesi hefur verið lokað vegna veðurs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. | |
| 13:31 | Engin ný mislingatilfelli greinst Engin ný mislingatilfelli hafa greinst frá því að embætti landlæknis tilkynnti fyrir helgi að mislingar hefðu greinst hjá barni á Íslandi. | |
| 13:30 | Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Fjölmiðlanefnd Bretlands rannsakar nú samfélagsmiðilinn X og hvort hann hafi brotið lög vegna kynferðislegra gervigreindarmynda af börnum og konum. Elon Musk, eigandi X, hefur sakað bresk stjórnvöld um ritskoðunartilburði. | |
| 13:29 | Framleiðslufyrirtæki fengu 6,5 milljarða endurgreidda Einn sjónvarpsþáttur úr smiðju BBC fékk tæpa 2 milljarða frá íslenskum skattgreiðendum | |
| 13:29 | Starfsfólk fær ekki laun vegna frystra reikninga Ekki hefur verið hægt að greiða starfsfólki Vélfags ehf. laun fyrir desembermánuð þar sem vörslureikningur lögmanns félagsins var frystur áður en til þess kom. | |
| 13:29 | Aukið fjármagn til Krýsuvíkur og Hlaðgerðarkots Undirritaðir hafa verið uppfærðir þjónustusamningar heilbrigðisráðuneytisins við meðferðarstofnanirnar Krýsuvík og Hlaðgerðarkot fyrir árið 2026. Samanlagt fjármagn til stofnananna nemur rúmum 550 milljónum króna, sem er nærri 20 prósenta aukning frá síðasta ári. | |
| 13:25 | Kvikan undir Svartsengi nálgast hámark Rúmmál kviku undir Svartsengi nálgast nú óðum það mesta sem mælst hefur hingað til í eldgosahrinunni á Sundhnúkagígaröðinni. Þrátt fyrir það ríkir mikil óvissa um hvenær næsta eldgos gæti hafist – ef það verður yfir höfuð. | |
| 13:20 | Árni Geir verður nýr forstjóri Origo Árni Geir Valgeirsson mun í febrúar taka við stöðu forstjóra Origo, eftir að hafa starfað sem framkvæmdastjóri hugbúnaðarsviðs félagsins síðan 2024. | |
| 13:15 | Ekki hafa ennþá komið upp fleiri mislingasmit Vöktun stendur enn yfir vegna mislinga sem greindust hjá barni á Íslandi í byrjun mánaðarins, en ný tilfelli hafa ekki greinst. Í umfjöllun sóttvarnalæknis á vef landlæknis kemur fram að meðgöngutími mislinga sé alla jafna sjö til fjórtán dagar, en geti verið allt að tuttugu og einn dagur. „Því stendur vöktun yfir þar til sá The post Ekki hafa ennþá komið upp fleiri mislingasmit appeared first on 24 stundir. | |
| 13:12 | Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Aðjúnkt við menntavísindasvið Háskóla Íslands biðlar til nýs menntamálaráðherra að gerðar séu rannsóknir sem sýni hvað sé nákvæmlega í gangi í lestrarkennslu í íslenskum grunnskólum. Upphrópanir hjálpi engum. | |
| 13:10 | Árni Geir nýr forstjóri Origo Ari Daníelsson, sem hefur gegnt stöðu forstjóra Origo, verður starfandi stjórnarformaður Origo. | |
| 13:09 | Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Samfylkingarfélagið í Reykjavík boðar til fundar með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra um Evrópumálin í vikunni. Tekið er fram í tilkynningu félagsins að spjallið á fundinum sé „haft á lágu nótunum, fjarri kastljósi fjölmiðla.“ Formaður félagsins segir um óformlegan fund að ræða og tilviljun að fundinn beri upp á sama tíma og aukinn kraftur hafi færst í umræðu um Evrópumál. | |
| 13:08 | Hnepptur í þriggja mánaða varðhald vegna brunans Annar eigenda svissnesks bars sem brann til grunna á nýársnótt hefur verið úrskurðaður í þriggja mánaða gæsluvarðhald, að sögn heimildarmanns sem þekkir til málsins. | |
| 13:07 | Árni Geir tekur við forstjórastöðunni af Ara Breytingar verða á stjórnun Origos í næsta mánuði. Þá tekur Árni Geir Valgeirsson við stöðu forstjóra. Hann hefur verið framkvæmdastjóri hugbúnaðarsviðs fyrirtækisins síðan 2024.Ari Daníelsson stígur upp af stóli forstjóra og verður þess í stað starfandi stjórnarformaður Origos og Skyggnis eignarhaldsfélags.Árni Geir Valgeirsson.AðsendAri Daníelsson.Aðsend | |
| 13:06 | Hraunað yfir Stefán Einar vegna ummæla hans um Nönnu – „Þetta er viðurstyggð“ Óhætt er að segja að fjölmiðlamaðurinn Stefán Einar Stefánsson hafi gert allt brjálað vegna ummæla sem hann lét falla um rithöfundinn Nönnu Rögnvaldardóttur í nýlegum þætti Þjóðmála. Þar var Stefán Einar mættur ásamt Herði Ægissyni og stjórnandanum Gísla Frey Valdórssyni. Hjálmtýr Heiðdal birti brot úr þættinum þar sem Stefán Einar, með sólgleraugu á nefinu, fer Lesa meira | |
| 13:04 | Hefja heildarmælingu á loðnu upp úr næstu helgi Rannsóknaskipið Árni Friðriksson fann loðnu eftir allri landsgrunnbrúninni að Kolbeinseyjarhrygg og vestur fyrir hann þar sem þéttleikinn var mestur. Loðnan er skammt á komin í hrygningargöngunni austur fyrir land. | |
| 13:03 | Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Tveir ráðuneytisstjórar hafa verið færðir til á milli ráðuneyta í framhaldi af breytingum sem gerðar voru á ríkisstjórn um helgina. Breytingarnar hafa þegar tekið gildi. | |
| 13:02 | Óveðrið valdið víðtækum samgöngutruflunum á Austurlandi Mikil snjókoma og hvassviðri á Austurlandi í gær og í nótt hefur leitt til talsverðra samgöngutruflana í landshlutanum. Margir vegir eru ófærir, rask hefur verið á almenningssamgöngum og björgunarsveitir hafa komið mörgum til bjargar sem ekki komust leiðar sinnar.Útlit er fyrir að það dragi úr ofankomu á Austurlandinu með deginum en að áfram verði hvasst og skafrenningur. Veðrið mun hins vegar líklega versna á Norðurlandi. BJÖRGUNARSVEITIR AÐSTOÐUÐU Á EGILSSTÖÐUM Stíf norðanátt og snjókoma var á Austurlandi í gærkvöld og í nótt, og klofdjúpir skaflar mættu Egilsstaðabúum þegar þeir stigu yfir útidyraþröskuldinn í morgun.Snjómokstur hófst snemma en íbúðagötur voru sumar illfærar nema fyrir jeppa fram eftir morgni. Eitthvað var um að fólk á minni fólksbílum sæti fast og þyrfti aðstoð við | |
| 13:02 | Skipta um forstjóra hjá Origo Árni Geir Valgeirsson mun í febrúar taka við stöðu forstjóra Origo, eftir að hafa starfað sem framkvæmdastjóri hugbúnaðarsviðs félagsins síðan 2024. Hann tekur við stöðunni af Ara Daníelssyni sem verður stjórnformaður. | |
| 13:02 | Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Ásdís Halla Bragadóttir hefur verið skipuð ráðuneytisstjóri í mennta- og barnamálaráðuneytinu og Erna Kristín Blöndal ráðuneytisstjóri í félags- og húsnæðismálaráðuneytinu. | |
| 13:00 | Koma að lokuðum dyrum eftir að hafa verið reknir úr flugi Play Innviðaráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Samgöngustofu um að vísa frá kæru fjögurra einstaklinga sem vísað var úr flugvél flugfélagsins Play sem var í þann mund að leggja af stað frá Danmörku til Íslands. Var það ágreiningur um nýtingu flugsæta tveggja einstaklinga sem ætluðu með fjórmenningunum í flugið sem orsakaði ágreining milli þeirra og áhafnar vélarinnar. Kæran Lesa meira | |
| 12:55 | Ásdís Halla og Erna Kristín fluttar milli ráðuneyta Ráðuneytisstjóraskipti hafa orðið í tveimur ráðuneytum.Ásdís Halla Bragadóttir, sem var ráðuneytisstjóri í félags- og húsnæðismálaráðuneytinu síðasta árið, og Erna Kristín Blöndal, sem var ráðuneytisstjóri í mennta- og barnamálaráðuneytinu frá júní 2022, hafa skipt um embætti.Ásdís Halla er tekin við af Ernu Kristínu í mennta- og barnamálaráðuneytinu og Erna um leið tekin við af Ásdísi Höllu í félags- og húsnæðismálaráðuneytinu.Þetta er ekki fyrsta breyting ársins í ráðuneytunum. Inga Sæland fór í gær úr félags- og húsnæðismálaráðuneytinu í mennta- og barnamálaráðuneytið og Ragnar Þór Ingólfsson tók við sem ráðherra félags- og húsnæðismála.Ásdís Halla Bragadóttir og Erna Kristín Blöndal.Stjórnarráðið | |
| 12:55 | Senda fleiri alríkisfulltrúa til Minneapolis Yfirmaður innanríkisöryggismála Bandaríkjanna segir að hundruð starfsmanna Útlendinga- og tollaeftirlits Bandaríkjanna séu á leið til Minneapolis þrátt fyrir að Jacob Frey, borgarstjóri Minneapolis, hafi sagt að þeir ættu að drulla sér í burtu í kjölfar þess að kona var skotin til bana af stofnuninni á mótmælum í borginni í síðustu viku. | |
| 12:52 | Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Kjúklingnum var dreift í verslanir Bónuss og Krónunnar. | |
| 12:48 | Kjúklingur innkallaður vegna gruns um salmonellu Kjúklingur sem Matfugl framleiddi undir vörumerkjunum Ali og Bónus með rekjanleikanúmerinu 011-25-49-6-64 hefur verið innkallaður. Fyrirtækið segir að grunur hafi vaknað um salmonellusmit. Ekki sé búið að staðfesta að grunurinn sé á rökum reistur en þó þyki rétt að innkalla kjötið. Þær vörur sem eru innkallaðar eru heill kjúklingur, bringur, lundir, bitar og kryddleginn heill fugl sem var pakkað 8. og 9. janúar. Varan er til sölu í verslunum Krónunnar og Bónuss.Fólk er hvatt til að skila vörunum til Matfugla eða í búðina þar sem hún var keypt. Matfugl segir að kjúklingurinn sé hættulaus sé farið eftir leiðbeiningum á umbúðum.Eldaðir kjúklingar.Shutterstock | |
| 12:45 | Hátt hlutfall íbúðareigenda í London seldu með tapi Hvergi annars staðar en í London var hærra hlutfall einstaklinga sem seldu fasetignir sínar með tapi í fyrra. | |
| 12:41 | Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Innviðaráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Samgöngustofu um að vísa frá kvörtun fjögurra farþega sem ýmist var vísað úr eða yfirgáfu flugvél Play í Danmörku haustið 2024. Farþegarnir kröfðust þess að brottvísunin yrði metin ólögmæt og að þeim yrðu dæmdar skaða- og miskabætur. | |
| 12:30 | Harmleikurinn í Sviss: 34 af 40 létust eftir að stigi hrundi Meirihluti þeirra 40 sem létust í eldsvoðanum á skíðabarnum Le Constellation í Crans-Montana í Sviss á nýársnótt lést þegar fólk reyndi að flýja logandi bygginguna í gegnum endurnýjaðan stiga. Stiginn sem um ræðir hrundi í eldsvoðanum og sátu gestir því fastir í kjallaranum á meðan eldurinn breiddist út. Í frétt Mail Online er haft eftir Lesa meira | |
| 12:29 | „Þetta er einhvern veginn Ísland“ Helgarútgáfan á Rás 2 heiðraði minningu Magnúsar Eiríkssonar á laugardag en fréttir af andláti hans bárust daginn áður. Nokkrir aðdáendur Magnúsar úr hópi íslensks tónlistarfólks voru spurðir um áhrif hans á íslenskt tónlistarlandslag og um leið var skoðað hvernig lög Magga Eiríks hafa náð inn að kviku hjá þjóðinni. Una Torfadóttir tónlistarkona telur að textarnir spili þar stóra rullu og í þeim nái Magnús að fanga íslenskan raunveruleika.Það er ljóst að áhrif Magnúsar Eiríkssonar á allt íslenskt tónlistarfólk er afar mikið og mikilvægt. Fleiri tjáðu sig í þættinum um tónlistarveröld Magga Eiríks, meðal annars Gunnar Lárus Hjálmarsson (Dr. Gunni), Sváfnir Sigurðarson, Guðrún Ýr Eyfjörð (GDRN) og Bragi Valdimar Skúlason.Hlusta má á þáttinn hér. | |
| 12:20 | Á leiðinni út í skurð í loftslagsmálum Frosti Sigurjónsson höfundur bókarinnar Hitamál sem fjallar um loftslagsmál og aðgerðir í tengslum við þau segir að Ísland verði að segja stopp. Við séum á leið út í skurð. | |
| 12:08 | Liggur í hlutarins eðli að sérsveitaraðgerð á Selfossi hafi verið talin sérstaklega hættuleg Tveir karlmenn voru handteknir á Selfossi í gær í aðgerð lögreglunnar á Suðurlandi. Málið tengist ekki skipulagðri glæpastarfsemi en lögregla hafi talið ástæðu til að kalla eftir aðstoð sérsveitar ríkislögreglustjóra til að tryggja öryggi.Fjórir sérsveitarbílar voru sendir á heimili í íbúðahverfi á Selfossi.Þorsteinn segist aðspurður ekki geta upplýst um hvort vopn hafi verið á heimilinu. Hann segir það þó liggja í hlutarins eðli að aðgerðir séu taldar sérstaklega hættulegar þegar sérsveit sé kölluð til. Hann kveðst ekki vilja tjá sig um eðli meintra brota en segir hegðun hinna grunuðu ekki hafa verið æskilega. Hann geti þó staðfest að þeir séu ekki grunaðir um aðild að skipulagðri brotastarfsemi.Mennirnir voru handteknir í gær en almennt hefur lögregla ekki heimild til þess að halda þeim | |
| 12:06 | Játaði að stærstu leyti sök Karlmaður á fertugsaldri, sem er grunaður um kynferðisbrot gegn stúlkubarni í Hafnarfirði í október, játaði að stærstu leyti sök hjá lögreglu. | |
| 12:00 | Fannar og Jói böðuðu hvor annan Í fyrsta þætti ársins af Gott kvöld á Sýn mættu skemmtilegir gestir og ræddu við þá Benedikt Valsson og Sveppa. | |
| 12:00 | Lárus vill þriðja sætið úti á Nesi Lárus Gunnarsson, bíður sig fram í 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi prófkjör flokksins á Seltjarnarnesi. | |
| 11:58 | Verðbólguálag á markaði að aukast Hækkandi verðbólguálag gæti dregið úr svigrúmi til frekari vaxtalækkana. | |
| 11:52 | Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Karlmaður náði að svíkja út síma og verkfæri fyrir hundruð þúsunda króna úr verslunum með því að villa á sér heimildir sem starfsmaður Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar. Hann hlaut fimm mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir skjalafals og fjársvik. | |
| 11:48 | Hefja rannsókn á seðlabankanum Saksóknarar hafa hafið rannsókn sem gæti leitt til ákæru á hendur Seðlabanka Bandaríkjanna, að því er seðlabankastjórinn Jerome Powell greindi frá í gærkvöldi. Í yfirlýsingu fordæmir hann nýjar „hótanir og viðvarandi þrýsting“ frá ríkisstjórn Donalds Trump forseta. | |
| 11:47 | Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Hreiðar Ingi Eðvarðsson verður Ragnari Þór Ingólfssyni félagsmálaráðherra til aðstoðar. Sigurjón Arnórsson og Ágúst Ólafur Ágústsson verða aðstoðarmenn Ingu Sæland en eins og kunnugt er skipti hún um ráðuneyti, fór úr félags og húsnæðismálaráðuneytinu og tók við mennta- og barnamálaráðuneytinu. | |
| 11:45 | Síðasta hús Björgunar verður rifið Byggingarfulltrúi Reykjavíkur hefur samþykkt niðurrif á húsinu Sævarhöfða 33 við Ártúnshöfða. Sævarhöfði 33 er verkstæðishús, 827 fermetrar, sem byggt var árið 1972 fyrir starfsemi fyrirtækisins Björgunar. Þar með hverfur síðasta mannvirkið sem minnir á tæplega hálfrar aldar starfsemi fyrirtækisins í Ártúnshöfða. | |
| 11:42 | Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Karmaður sem hefur verið ákærður fyrir að nauðga stúlku, sem er yngri en fjórtán ára, í Hafnarfirði í október síðastliðnum hefur játað brot sín að mestu leyti. Maðurinn tengist stúlkunni fjölskylduböndum. Hann sætir nú gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna. | |
| 11:42 | Hringvegurinn verði lokaður til morguns „Ég er ekki spámaður en mér segist svo að hann geti verið lokaður til morguns. Norðanáttin er þrálát að fara niður,“ segir Rúnar. | |
| 11:40 | Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Ríkismiðlar í Íran hafa í morgun birt myndefni frá fjölmennum mótmælum í Tehran, höfuðborg landsins. Mótmælin beindust þó ekki gegn ríkisstjórninni heldur til stuðnings hennar gegn meintri hryðjuverkastarfsemi Ísrael og Bandaríkjanna. | |
| 11:39 | Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Í hádegisfréttum fjöllum við um vonskuveðrið sem nú gengur yfir stóran hluta landsins. | |
| 11:32 | Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Snyrtifræðingurinn Gurrý Jónsdóttir hélt upp á 35 ára afmæli sitt á Tenerife á laugardag og tróðu þar upp Ingó veðurguð, Prettyboitjokkó og Himpsumhaps. Fjöldi góðra gesta mætti en athygli vakti að áhrifavaldurinn Sólrún Diego, sem heldur úti hlaðvarpinu Spjallinu með Gurrýju og Línu Birgittu, mætti ekki. | |
| 11:32 | Forseti Íslands heimsótti Laxey í Vestmannaeyjum | |
| 11:29 | Emilíana og Lay Low fá tvær milljónir hvor Tónlistarmiðstöð hélt móttöku fyrir styrkhafa í fyrri úthlutun ársins úr Tónlistarsjóði fimmtudaginn 8. janúar. Tónlistarfólk, fagaðilar, fulltrúar sjóðsins og aðrir gestir komu þar saman til að fagna úthlutuninni, þeirri fjórðu frá stofnun sjóðsins árið 2024.Emilíana Torrini og Lovísa Elísabet Sigurðardóttir, eða Lay Low, hljóta hæstu styrki ársins úr deild frumsköpunar og útgáfu, tvær milljónir króna hvor. Ásgeir Trausti Einarsson, Elín Sif Halldórsdóttir og Daði Freyr Pétursson fá hæstu markaðsstyrkina úr útflutningssjóði, 1,7 milljónir hvert. Hæstu viðskiptastyrki úr deild þróunar og innviða fá Austurbæjarbíó og Sumartónleikar í Skálholtskirkju, þrjár milljónir hvor.Alls bárust sjóðnum 342 umsóknir. Til úthlutunar voru rétt tæpar 92 milljónir sem fara í 80 verkefni. Úthlutunin efldist | |
| 11:29 | 92 milljónum úthlutað úr Tónlistarsjóði Tónlistarmiðstöð hélt móttöku fyrir styrkhafa í fyrri úthlutun ársins úr Tónlistarsjóði fimmtudaginn 8. janúar. Tónlistarfólk, fagaðilar, fulltrúar sjóðsins og aðrir gestir komu þar saman til að fagna úthlutuninni, þeirri fjórðu frá stofnun sjóðsins árið 2024.Emilíana Torrini og Lovísa Elísabet Sigurðardóttir, eða Lay Low, hljóta hæstu styrki ársins úr deild frumsköpunar og útgáfu, tvær milljónir króna hvor. Ásgeir Trausti Einarsson, Elín Sif Halldórsdóttir og Daði Freyr Pétursson fá hæstu markaðsstyrkina úr útflutningssjóði, 1,7 milljónir hvert. Hæstu viðskiptastyrki úr deild þróunar og innviða fá Austurbæjarbíó og Sumartónleikar í Skálholtskirkju, þrjár milljónir hvor.Alls bárust sjóðnum 342 umsóknir. Til úthlutunar voru rétt tæpar 92 milljónir sem fara í 80 verkefni. Úthlutunin efldist | |
| 11:23 | Fimmtungur íbúa landsins af erlendu bergi brotinn Alls voru 83.950 erlendir ríkisborgarar skráðir með búsetu hér á landi 1. janúar síðastliðinn og fjölgaði þeim um 11 frá 1. desember 2025. Á sama tímabili fjölgaði íslenskum ríkisborgurum um 165 einstaklinga, eða um 0,1%. | |
| 11:18 | Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Samfélagsmiðlarisinn Meta, sem á meðal annars Facebook og Instagram, hefur á fyrstu dögunum eftir gildistöku nýrra laga í Ástralíu látið loka um 550 þúsund aðgöngum notenda sem eru yngri en 16 ára. Í desember riðu Ástralar fyrstir þjóða á vaðið og settu lög sem fela í sér bann við samfélagsmiðlanotkun barna. | |
| 11:15 | Gullverð í methæðir við rannsókn á seðlabankastjóra Heimsmarkaðsverð gulls og silfurs náði hæstu hæðum í morgun. | |
| 11:15 | Vikið frá vísindum læsisfræðinnar Inga Sæland, nýr mennta- og barnamálaráðherra, ýfði margar fjaðrir um helgina þegar hún beindi spjótum að byrjendalæsisstefnunni sem stór hluti íslenskra grunnskóla hefur tekið upp við lestrarkennslu. | |
| 11:12 | Forstjóri Heineken lætur af störfum Dolf van den Brink, forstjóri Heineken NV, hefur ákveðið að stíga til hliðar. | |
| 11:07 | Meta lokar hálfri milljón reikninga ástralskra barna Samfélagsmiðlarisinn Meta, sem á Facebook, Instagram og Threads, segir að yfir 540 þúsund reikningum hafi verið lokað í Ástralíu eftir að lög tóku þar gildi um samfélagsmiðlabann fyrir börn yngri en sextán ára.Stjórnvöld í Ástralíu hafa farið fram á það að stórir samfélagsmiðlar eins og Meta, TikTok og YouTube komi í veg fyrir að börn geti átt þar reikninga. Grípi fyrirtækin ekki til viðeigandi ráðstafana þá verði þau sektuð um 33 milljónir bandaríkjadala, eða rúmlega fjóra milljarða króna.Meta segir að lögunum verði fylgt en hvetur áströlsk stjórnvöld til þess að vinna með fyrirtækjum í þessari grein til að finna betri leið fram á við. Til dæmis með því að hvetja greinina til þess að miða enn frekar að því að tryggja örugga upplifun fyrir börn á netinu. í stað þess að grípa til almennra b | |
| 11:06 | Íran leitast ekki eftir stríði en er reiðubúið Utanríkisráðherra Íran segir ríkið vera reiðubúið til samningaviðræðna eða stríðs. Hann ávarpaði erlenda sendiherra í höfuðborginni Teheran. Fjöldi mótmælenda hefur látið lífið í mótmælabylgju í Íran síðan í desember.Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í síðustu viku að Bandaríkin myndu bregðast við ef mótmælendur yrðu drepnir. Stjórnvöld í Íran hafa tekið harkalega á mótmælunum og þúsundir hafa verið handteknar.Ekki er ljóst hve margir liggja í valnum. Breska ríkisútvarpið segist hafa talið 180 en mannréttindasamtök segjast hafa staðfest tæplega 500 dauðsföll.Trump útilokaði ekki hernaðaríhlutun en sagði í gær að Íranar væru reiðubúnir til viðræðna við Bandaríkjamenn.„Íran leitast ekki eftir stríði en er fullkomlega reiðubúið fyrir stríð,“ sagði Abbas Araghchi utanríkisráðherra Írans.„Vi | |
| 11:06 | Spár gengið eftir að mestu Veðurfar er með því móti sem búist var við samkvæmt vaktaveðurfræðingi á Veðurstofu Íslands. | |
| 10:55 | Íran reiðubúið fyrir stríð Íran er reiðubúið til samningaviðræðna en einnig fyrir stríð, að sögn utanríkisráðherra landsins. | |
| 10:53 | Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Erlendum ríkisborgurum fjölgaði um ellefu á landinu á milli mánaða en íslenskum um 165, fimmtán sinnum meira. Síðasta rúma árið hefur erlendum ríkisborgurum þó fjölgað rúmlega helmingi meira en íslenskum. | |
| 10:52 | Nágrannaerjur í Vesturbænum – 40 ára svalapallur fær að standa eftir að borgin skipti um skoðun Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur staðfest ákvörðun byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar um að svokallaður svalapallur sem reistur var við hús í vesturbæ borgarinnar fái að standa, eftir að hafa áður fyrirskipað niðurrif hans. Pallurinn var reistur árið 1985 án þess að nokkurn tímann hefði verið sótt um byggingarleyfi. Nágranni eiganda hússins kærði ákvörðun byggingarfulltrúans um að aðhafast Lesa meira | |
| 10:51 | Ríkisbréfakaup erlendra sjóða minnkuðu um tugi milljarða á sveiflukenndu ári Þrátt fyrir talsvert innflæði á síðustu mánuðum ársins þá reyndist samanlögð hrein fjárfesting erlendra sjóða í ríkisskuldabréfum aðeins um þriðjungur af því sem hún var árið áður. | |
| 10:47 | Ekki hægt að manna heilbrigðiskerfið án erlendra lækna Súsanna Björg Ástvaldsdóttir, yfirlæknir heilsugæslu á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, hefur áhyggjur af því að ný tungumálastefna Landspítalans sé ekki nægilega vel útfærð. Ekki sé hægt að manna heilbrigðiskerfið án erlendra lækna.„Ég held að það sé mikilvægara fyrir sjúklinga að hafa lækni, í staðinn fyrir að hafa lækni sem talar íslensku, en að hafa engan,“ segir Súsanna Björg í Morgunútvarpinu á Rás 2. Hún lýsti áhyggjum sínum í grein í Læknablaðinu.Hún telur framsetningu Landspítala geta leitt til misskilnings um að skylda sé lögð á allt heilbrigðisstarfsfólk, þar með talið lækna, um að búa yfir fullnægjandi íslenskukunnáttu.Tungumálastefna Landspítalans á ekki við um allar heilbrigðisstofnanir landsins. Súsanna segir hins vegar að umræða um stefnuna teygi sig víðar og sé komin í neikv | |
| 10:46 | Ákærður fyrir að nauðga stúlku í Hafnarfirði Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að nauðga stúlku undir fjórtán ára aldri í Hafnarfirði. Maðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna.Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson héraðssaksóknari. Hann segir málið verða þingfest í vikunni.Lögreglan handtók manninn í október 2025, daginn eftir að meint brot átti sér stað í Hafnarfirði.RÚV / Ragnar Visage | |
| 10:44 | Fyrrverandi ráðherra fær hæli í Ungverjalandi Zbigniew Ziobro, sem var dómsmálaráðherra í Póllandi 2015 til 2023, hefur fengið hæli í Ungverjalandi. Þessu greindi hann frá í morgun.Ziobro var ákærður fyrir misnotkun valds og glæpsamlegt athæfi. Einnig fyrir að nota fé sem átti að renna til þolenda glæpa til að borga fyrir ísraelskan njósnabúnað til að njósna um pólitíska andstæðinga sína. Ákæran er í 26 liðum og liggur allt að 25 ára refsing við brotunum ef hann verður sakfelldur.Pólska þingið svipti Ziobro friðhelgi í nóvember. Peter Szijjarto, utanríkisráðherra Ungverjalands, sagði landið hafa veitt mönnum sem sættu pólitískum ofsóknum í Póllandi hæli.Zbigniew Ziobro.EPA / ART SERVICE | |
| 10:44 | Neitar sök og ber fyrir sig minnisleysi á sama tíma „Ég hef lengi velt því fyrir mér hvort ég eigi yfir höfuð að stíga fram með einhver orð í þessu máli. Ég geri það nú af þeirri einföldu ástæðu að þögn mín hefur skapað rými fyrir þá ályktun að ég hafi vísvitandi framið ólýsanlegt brot gegn barni,“ segir í upphafi yfirlýsingar Helga Bjarts Þorvarðarsonar, sem er ákærður fyrir að hafa... | |
| 10:43 | Flókið og erfitt skyrævintýri í Bandaríkjunum „Ég fer bara út og byrja að harka,“ sagði Unnar Helgi Daníelsson.Unnar Helgi hefur sagt skilið við Thor's Skyr, vörumerki sem hann keyrði í gang í heimsfaraldrinum og snerist um að framleiða og selja íslenskt skyr í Bandaríkjunum. Saga Thor's Skyr er ævintýri líkust en Unnar fékk snemma Hafþór Júlíus Björnsson með í verkefnið og fyrr en varði hafði Hollywood-leikarinn Terry Crews bæst í hópinn. Hlustaðu á viðtalið við Unnar Helga í spilaranum hér fyrir ofan.Unnar Helgi segir að rekstur Thor's Skyr hafa verið bæði flókinn og erfiður, einn daginn hafi hann setið fund með forstjóra Walmart og hinn daginn velt fyrir sér hvort hann ætti fyrir hafragraut eða steik um mánaðarmóin. „Þetta er svo sveiflukennt, svona rekstur.“Morgunútvarpið er Rás 2 milli klukkan 7 og 9 alla virka morgna. | |
| 10:41 | Lést á byggingarsvæði Lögreglan vinnur enn að rannsókn vinnuslyss á Hvolsvelli í gær þar sem karlmaður á sjötugsaldri lést. | |
| 10:38 | Lokað milli Hafnar og Kálfafells til morguns Hringvegurinn verður að líkindum lokaður milli Kálfafells, fyrir austan Kirkjubæjarklaustur, og Hafnar þar til í fyrramálið. Veginum var lokað við Kirkjubæjarklaustur í gærkvöld vegna vonds veðurs. Vegagerðin mat stöðuna aftur upp úr klukkan tíu í morgun. Lokunin var færð frá Klaustri að Kálfafelli en gildir væntanlega til morguns.Hríðarveður er á Austurlandi og sviptivindar suðaustanlands og á Kjalarnesi og sunnanverðu Snæfellsnesi. Veður fer versnandi norðanlands upp úr miðjum degi, þar verður hríðarveður fram á nótt.Lokað er fyrir umferð milli Kirkjubæjarklausturs og Hafnar.RÚV / Ísak ÓlafssonLokunin var færð frá Kirkjubæjarklaustri að Kálfafelli eftir að fréttin birtist upphaflega. | |
| 10:38 | Tveir enn í haldi eftir lögregluaðgerð á Selfossi Þorsteinn M. Kristinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að sérstök lögregluaðgerð á Selfossi í gær hafi tekist vel en tveir einstaklingar voru handteknir og eru þeir enn í varðhaldi. Ekki hefur verið tekin ákvörðun hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir þeim að hans sögn. | |
| 10:37 | Skoða að kæra úrskurðinn Embætti héraðssaksóknara ákveður í dag hvort úrskurði héraðsdóms um að hafna gæsluvarðhaldskröfu yfir manni sem grunaður er um kynferðisbrot gegn barni í Hafnarfirði verði áfrýjað til Landsréttar eða ekki. | |
| 10:37 | Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Embætti héraðssaksóknara ákveður í dag hvort úrskurði héraðsdóms um að hafna gæsluvarðhaldskröfu yfir manni sem grunaður er um kynferðisbrot gegn barni í Hafnarfirði verði áfrýjað til Landsréttar eða ekki. | |
| 10:36 | Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Bálhvasst er á Austfjörðum og hefur talsverður snjór safnast undir Grænafelli á Fagradal. Hefur óvissustigi því verið lýst yfir á Fagradal vegna snjóflóðahættu við Grænafell. | |
| 10:35 | Trump hótar að halda Exxon fyrir utan Venesúela Donald Trump var ekki sáttur við ummæli forstjóra Exxon Mobil á fundi í Hvíta húsinu á föstudaginn. | |
| 10:27 | Íhugar að kæra synjun um varðhald vegna kynferðisbrots í Hafnarfirði Héraðssaksóknari hefur til skoðunar hvort hann hyggist kæra úrskurð Héraðsdóms Reykjaness til Landsréttar, en dómstóllinn féllst ekki á gæsluvarðhaldskröfu yfir manni sem er ákærður fyrir að brjótast inn á heimili í Hafnarfirði að næturlagi og brjóta á tíu ára gömlum dreng.Þetta segir Karl Ingi Vilbergsson héraðssaksóknari í samtali við fréttastofu. Maðurinn er á fimmtugsaldri og var ákærður á föstudaginn. Lögregla taldi forsendur fyrir gæsluvarðhaldi ekki fyrir hendi á meðan á rannsókn málsins stóð, en héraðssaksóknari fór fram á gæsluvarðhald yfir honum um leið og málið kom á borð til embættisins.Maðurinn heitir Helgi Bjartur Þorðvarðsson en hann sendi yfirlýsingu frá sér í dag og neitaði þar að hafa brotið á barninu, í kjölfar þess að DV nafngreindi hann á föstudaginn.Verjandi hans, Odd | |
| 10:25 | Íhuga að kæra úrskurð vegna meints barnaníðings Embætti héraðssaksóknara er að íhuga að kæra til Landsréttar úrskurð Héraðsdómstóls Reykjaness um að hafna gæsluvarðhaldskröfu yfir manninum sem er ákærður fyrir að hafa nauðgað dreng í Hafnarfirði síðasta haust. | |
| 10:17 | Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Meðal verkefna Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu síðastliðinn sólarhring var að aðstoða álft sem var frosin föst á læknum í Hafnarfirði. Slökkviliðinu tókst að leysa álftina úr prísundinni og hélt álftin svo áfram leið sinni um lækinn. | |
| 10:15 | Björgunarsveitir fylgja sjúkrabíl og aðstoða lækni Gular viðvaranir eru í gildi vegna hríðar og hvassviðris á Suðurlandi, Suðausturlandi, Austfjörðum, Austurlandi að Glettingi og á Miðhálendinu. | |
| 10:03 | „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lágvaxnir karlmenn geta glaðst yfir nýjasta tískutrendi ársins 2026. Tímaritið US Weekly hefur nefnilega gefið það út að litlir kóngar (e. short kings), það er að segja lágvaxnir karlmenn, séu að trenda í ár. | |
| 09:59 | Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur boðað til málþings um aðlögun að loftslagsbreytingum, en fyrsta aðlögunaráætlun íslenskra stjórnvalda var gefin út í lok síðasta árs. | |
| 09:56 | Næsta norðurljósagusa væntanleg um eða eftir helgi „Fólk sá gífurlega falleg og rosalega kvik norðurljós,“ sagði Sævar Helgi Bragason, Stjörnu-Sævar, í Morgunútvarpinu á Rás 2.Einstaklega tilkomumikil norðurljós dönsuðu yfir landinu um helgina, eitthvað sem kom Sævari ekki á óvart, enda heldur hann úti sérstakri norðurljósaspá á vefnum Iceland at Night. Hlustaðu á viðtalið við Sævar í spilaranum hér fyrir ofan til að fræðast um hvernig þetta fyrirbæri verður til.Sævar sagði í Morgunútvarpinu útlit fyrir því að norðurljósin haldi sig til hlés í dag og á morgun. „Svo aftur á miðvikudaginn gæti þetta aðeins aukist. Svo erum við að horfa á næstu helgi, eða upp úr næstu helgi, þegar næsta gusa gæti komið yfir okkur.“Morgunútvarpið er á Rás 2 milli klukkan 7 og 9 alla virka morgna. | |
| 09:53 | „Mjög augljós tilraun til að endurskrifa söguna“ Ráðherra heldur ítrekað fram rangfærslum um afsögn Ásthildar Lóu. | |
| 09:52 | Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Bandarískir alríkissaksóknarar hafa myndað ákærudómstól sem ætlað er að rannsaka Jerome Powell, seðlabankastjóra, og mögulega ákæra hann. Rannsóknin tengist vitnisburði hans á þingfundi þar sem hann var spurður út í endurbætur á húsnæði seðlabankans. | |
| 09:46 | Óvissustigi lýst yfir á Fagradal vegna snjóflóðahættu Bálhvasst er á Austfjörðum og hefur óvissustigi verið lýst yfir á Fagradal vegna snjóflóðahættu við Grænafell. Þetta kemur fram í færslu Lögreglunnar á Austfjörðum á Facebook. | |
| 09:44 | Hvetur fólk til að kanna bólusetningarstöðu sína eftir að barn greindist með mislinga Mislingasmitum hefur ekki fjölgað í kjölfar þess að barn greindist með mislinga eftir að hafa komið frá útlöndum í síðustu viku. Búið er að hafa samband við alla sem voru útsettir og þeim boðið að fá bólusetningu. Þetta segir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir.„Það er mjög ólíklegt að fólk almennt sé að fara að fá mislinga. Mislingar eru ekki í dreifingu á Íslandi. Þó að það komi eitt tilfelli þá er það nærumhverfið sem er mest útsett,“ segir Guðrún.„Ef mislingar koma þá viljum við hindra að þeir dreifist. Þeir eru mjög smitandi þannig að það er alltaf hætta á því. Það sem fyrst og fremst kemur í veg fyrir það er góð bólusetningarstaða í samfélaginu.“Þau sem voru útsett voru því einna helst fólkið sem var á sjúkrahúsinu þegar barnið kom þangað og þeir sem voru um borð í sama flugi og barnið á | |
| 09:38 | Andlát: Sturla Böðvarsson Sturla Böðvarsson, fyrrverandi bæjarstjóri, ráðherra og forseti Alþingis, er látinn. | |
| 09:36 | Auðmýkt gagnvart óvissunni Ég efast um að þau fyrirtæki sem voru best að giska á hvað gerist 2026 nái mestum árangri, a.m.k. til lengri tíma litið. Þau fyrirtæki sem búa svo um hnútana að þau geti náð árangri, hvernig sem framtíðin þróast, munu ná mestum langtímaárangri og vinna sigrana sem að er stefnt. | |
| 09:31 | Hjálpuðu sjúkrabíl og lækni að komast leiðar sinnar Félagar í björgunarsveitinni Jökli á Jökuldal voru kallaðir út í morgun til að aðstoða við sjúkraflutninga. Óskað hafði verið eftir sjúkrabíl og hjálpaði björgunarsveitin honum að komast leiðar sinnar.Björgunarsveitarmenn á Kópaskeri og Raufarhöfn voru einnig kallaðir út í morgun til að tryggja að læknir kæmist til starfa á heilsugæslunni þrátt fyrir vont veður og færi.Hringvegurinn er lokaður milli Kirkjubæjarklausturs og Hafnar í Hornafirði og verður staðan þar metin á ný klukkan tíu. Ófært er á Jökuldal, Fjarðarheiði, Öxl, á Vatnsskarði eystra og Breiðdalsheiði. Víða er þungfært, éljagangur eða hálka.Nýjustu upplýsingar um færð má ávallt finna á vef Vegagerðarinnar.Gular viðvaranir hafa verið gefnar út á stærstum hluta landsins. Í morgun bættist Norðurland eystra við Austurland, Austfir | |
| 09:26 | Trump er sama þótt yfirtaka á Grænlandi hafi áhrif á NATO Donald Trump forseti sagði á sunnudag að Bandaríkin myndu taka Grænland „með einum eða öðrum hætti“ og varaði við því að Rússland og Kína myndu „taka yfir“ ef Bandaríkin aðhefðist ekki, þrátt fyrir að Grænland falli undir 5. grein Atlantshafssáttmálans um að árás á eitt ríki jafngildi árás á þau öll. Trump segir að yfirráð yfir auðlindaríka sjálfstjórnarsvæðinu séu mikilvæg... | |
| 09:16 | Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Aðeins á eftir að skrá kílómetrastöðu um 15% þeirra ökutækja á landinu sem ný lög um kílómetragjald ná yfir. Skráning kílómetrastöðu vegna gjaldsins er sögð hafa gengið vel, en þegar hefur staðan verið skráð vegna 85% af þeim ríflega 300 þúsund ökutækjum sem lögin ná yfir. Fyrsti gjalddagi vegna kílómetragjaldsins rennur upp eftir tæpar þrjár vikur. | |
| 09:15 | Meintur barnaníðingur sendir frá sér yfirlýsingu Karlmaðurinn sem héraðssaksóknari hefur ákært fyrir að nauðga tíu ára dreng í Hafnarfirði um miðjan september hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. | |
| 09:13 | Opna sakamálarannsókn gegn Powell Powell svaraðu ásökunum harðlega í myndbandsupptöku sem sjá má í fréttinni. | |
| 09:10 | „Það þarf að horfa á stóra samhengið“ „Þetta er nú bara upphafsúthlutunin og við skulum vona að þeir finni eitthvað meira,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, betur þekktur sem Binni í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum, um 31.046 tonna kvóta af loðnu sem kunngerður var á föstudaginn á vef Fiskistofu | |
| 09:07 | Yfirlýsing frá manninum sem sakaður er um kynferðisbrot gegn barni í Hafnarfirði – Lögmaður segir ákæru ósamræmast gögnum málsins Yfirlýsing barst fjölmiðlum í dag frá Oddgeiri Einarssyni hæstaréttarlögmanni, verjanda manns sem sakaður er um kynferðisbrot gegn barni í Hafnarfirði síðastliðið haust. Í yfirlýsingunni segir að skjólstæðingur hans telji ákæruna í miklu ósamræmi við gögn málsins og að hann sé saklaus af þeim brotum sem honum eru gefin að sök. Segir umfjöllun hafa verið einhliða […] Greinin Yfirlýsing frá manninum sem sakaður er um kynferðisbrot gegn barni í Hafnarfirði – Lögmaður segir ákæru ósamræmast gögnum málsins birtist fyrst á Nútíminn. | |
| 09:01 | Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Móðir stúlku, sem talin er hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu leikskólastarfsmanns, segist ráðalaus. Lögreglurannsókn var látin niður falla þar sem ekki töldust nægar sannanir til staðar, þrátt fyrir að tveir starfsmenn hafi orðið vitni að ofbeldinu. Fjölskyldunni var ekki úthlutaður réttargæslumaður og segist móðirin enga hugmynd hafa hvaða úrræði standi þeim til boða. | |
| 09:01 | Skikkar risana tvo í 200 milljarða dala kaup Markmiðið er að lækka húsnæðislánavexti Bandaríkjamanna með því að auka eftirspurn eftir bréfunum. | |
| 09:00 | Vilt þú ekki bara fokka þér? Þáttaröðin Danska kona segir frá Ditte Jensen sem lætur af störfum í dönsku leyniþjónustunni og flytur í fjölbýlishús í Reykjavík. Draumur hennar er að lifa óáreitt meðal fólks sem þekkir hvorki stríð né blóð. Það kemur þó fljótt í ljós að Ditte getur ekki hætt að vera það sem hún er - þrautþjálfaður hermaður - og ekkert er henni óviðkomandi, þar með taldar olíuknúnar sláttuvélar.Smelltu hér til að horfa á þáttinn í Spilara RÚV. | |
| 09:00 | Hörð mótmæli um alla Evrópu til stuðnings írönsku þjóðinni – Öryggissveitir hafa drepið hundruðir á seinustu dögum Þúsundir manna komu saman á götum London á sunnudag til að mótmæla írönsku stjórninni og drápum öryggissveita landsins á mótmælendum. Samhliða fóru fram fjöldamótmæli í borgum víða um Evrópu, þar á meðal í París og Istanbúl. Hundruð drepnir og þúsundir handteknir Að sögn mannréttindasamtaka hafa að minnsta kosti 538 manns verið drepin af írönskum yfirvöldum […] Greinin Hörð mótmæli um alla Evrópu til stuðnings írönsku þjóðinni – Öryggissveitir hafa drepið hundruðir á seinustu dögum birtist fyrst á Nútíminn. | |
| 08:59 | „Adolescence“ sópaði til sín verðlaunum 83. Golden Globe verðlaunahátíðin fór fram í nótt á The Beverly Hilton-hótelinu í Beverly Hills í Kaliforníu. | |
| 08:41 | „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Helgi Bjartur Þorvarðarson, maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa nauðgað tíu ára dreng í Hafnarfirði um miðjan september síðastliðinn, segist ekki sekur um þau brot sem hann er sakaður um. Hann segist hafa fallið á bindindi sínu umrætt kvöld, verið í „blackout-ástandi“ en að hann hafi það ekki í sér að vera fær um að gera það sem hann er sakaður um. |