| 09:53 | Ný lögregludeild berst gegn heiðursofbeldi Nýrri deild lögreglunnar í Svíþjóð er ætlað að berjast gegn svokölluðu heiðurstengdu ofbeldi og starfa tólf rannsakendur með ólíkan bakgrunn hjá lögreglu innan vébanda hennar. | |
| 09:51 | Enn kaupendamarkaður að mati fasteignasala Flestir fasteignasalar telja virkni markaðarins áfram vera litla miðað við árstíma og að um kaupendamarkað sé að ræða. | |
| 09:45 | Hægfara kólnun á fasteigna- og leigumarkaði og engin merki um annað Hægfara kólnun er á fasteigna- og leigumarkaði að sögn yfirhagfræðings Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, HMS. Engin merki eru um annað en að sú þróun haldi áfram næstu mánuði.„Ég myndi lýsa ástandinu sem hægfara kólnun, bæði á fasteigna- og leigumarkaði og svo líka á byggingamarkaði,“ segir Jónas Atli Gunnarsson, yfirhagfræðingur HMS.Eftirspurn á fasteignamarkaði er ágæt en framboðið er það mikið að verðþrýstingur hefur minnkað töluvert. „Við sjáum það að fasteignaverð er að lækka milli mánaða og hefur hækkað minna en verðbólgan síðustu tólf mánuði.“Leiguverð sé líka að lækka á milli mánaða. „Við sjáum fylgni á milli þess að greiðslubyrði lána hjá fólki hefur lækkað og þá hefur dregið úr verðþrýstingi á leigumarkaði samhliða því síðustu mánuði. Og ef við förum í byggingamarkaðinn eru enn m | |
| 09:44 | Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ eða ekki Oddvitaefni Samfylkingarinnar eru ósammála um hvort sitjandi borgarstjóri sé „atvinnupólitíkus“ eða ekki. Þau segja prófkjörsbaráttuna hafa einkennst af virðingu og hafa ekki upplifað ljótan eða harkalegan oddvitaslag. Þá segjast þau sammála um að það skipti máli að Samfylkingin gangi sameinuð til kosninga í vor, hvort sem sitjandi borgarstjóri eða nýliði með ferska sýn leiði flokkinn í borginni. Þau eru bæði þeirrar skoðunar að færa eigi flugvöllinn úr Vatnsmýrinni. | |
| 09:43 | Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Fyrrverandi lögregluþjónn, sem var einn þeirra fyrstu sem mættu á vettvang skotárásar í grunnskóla í Uvalde í Texas árið 2022 var í gær sýknaður af ákærum um að hafa yfirgefið 29 börn vegna aðgerðaleysis þegar táningur myrti nítján nemendur og tvo kennara í skólanum. | |
| 09:39 | Tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun Ion Panaghiu var í síðustu viku dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun. Hann var sakfelldur fyrir að hafa nauðgað konu þrisvar sinnum aðfaranótt annars dags jóla 2022.Konan hafði boðið vinafólki í jólafögnuð í herbergi sínu á gistiheimili þar sem hún bjó. Maðurinn, sem leigði annað herbergi á gistiheimilinu, mun hafa bankað upp á og viljað vera með í teitinu og það látið eftir honum. Brotin framdi hann eftir að hinir gestirnir voru farnir.Maðurinn neitaði sök en dómari taldi sannað að maðurinn hefði nýtt sér að konan hefði ekki getað komið við vörnum vegna ölvunar og svefndrunga.Maðurinn sagði þau hafa haft samræði með vilja beggja en konan sagði það rangt. Í dóminum kemur fram að maðurinn hafi nokkurn tíma sýnt konunni kynferðislegan áhuga en hún ekki haft áhuga á því. Lögre | |
| 09:33 | Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Ofurhlauparinn Mari Järsk og Njörður Lúðvíksson, verkefnastjóri hjá Össuri, eiga von á barni í sumar. | |
| 09:29 | Hlutdeild nýrra íbúða til sölu í fyrsta sinn yfir 50% Nýjar íbúðir eru fleiri en aðrar íbúðir til sölu á höfuðborgarsvæðinu. | |
| 09:20 | Hvar liggja „vók“ mörkin, eru kynin bara tvö og hvað á jafnréttisbarátta kvenna og trans fólks sameiginlegt? Greinarhöfundur tilkynnti um framboð sitt á lista Samfylkingarinnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar með færslu á Facebook þann 8. desember sl. Nokkrir deildu færslunni þar með talið einn maður sem frambjóðandi þekkir ekki til persónulega. Fyrsta athugasemdin sem kom á færslu hans var frá karlmanni sem skrifaði eftirfarandi: „Woke er ekki það sem Samfylkingin þarf. Ég held að þetta verði slæmt fyrir... | |
| 09:10 | Nefnir Ísland í tengslum við öryggi Grænlands Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), nefndi meðal annars Ísland er hann undirstrikaði mikilvægi þess að bandalagið yrði að verja Grænland. | |
| 09:06 | Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Síðasta ár var risastórt hjá Toyota notuðum bílum. Salan fór langt fram úr væntingum en yfir 2.000 notaðir bílar seldust þar á síðasta ári sem staðfestir enn frekar sterka stöðu Toyota á markaðnum. | |
| 09:00 | Össur segir Trump fara haltrandi heim frá Davos – „Grænland tók hann á óvæntu ippon“ Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi þingmaður og utanríkisráðherra, segir að Grænland, Kanada og Evrópusambandið hafi verið sigurvegarar í störukeppninni við Donald Trump Bandaríkjaforseta. Eins og greint var frá í gær er Trump hættur við að leggja refsitolla á Evrópu vegna Grænlands og þá tilkynnti hann að drög að framtíðarsamkomulagi varðandi Grænland hefði náðst á fundi hans og Lesa meira | |
| 08:41 | Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, ítrekar að Danir og Grænlendingar séu þeir einu sem geti tekið ákvarðanir um mál sem varða Danmörku og Grænland. Dönsk stjórnvöld séu í þéttu sambandi við Mark Rutte, framkvæmdastjóra NATO, sem sé fullmeðvitaður um afstöðu danska konungsríkisins en það sé gott og fullkomlega eðlilegt að framkvæmdastjóri bandalagsins ræði öryggi á Norðurslóðum við Bandaríkjaforseta. Þá fullyrðir varnarmálaráðherra Danmerkur að Rutte hafi ekki samið við Trump fyrir hönd landsins. | |
| 08:32 | Hvað þarf til að setja Bandaríkjaforseta af? Eins og nú er komið virðist ekki alveg óhugsandi að áður en síðara kjörtímabili Trumps Bandaríkjaforseta lýkur í janúar 2029 muni stjórnvöld í Bandaríkjunum þurfa að horfast í augu hvort hann sé í raun hæfur til að gegna embætti sínu. Ekki af neinum pólitískum ástæðum heldur verði spurningin einfaldlega sú hvort honum hafi hrörnað svo mikið andlega og/eða líkamlega að... | |
| 08:30 | Ísland óvænt aðalatriðið í bandarískum grínþætti – Sjáðu myndbandið! Ísland fær óvænt stórt hlutverk í nýjasta þætti Late Night with Seth Meyers, þar sem grínistinn tekur fyrir Davos-ræðu Donald Trump og gerir grín að því hvernig Trump ruglaði saman Grænlandi og Íslandi á alþjóðavettvangi. Ísland dregið inn í Davos-ræðuna Í liðnum A Closer Look bendir Seth Meyers á að Trump hafi ítrekað vísað í […] Greinin Ísland óvænt aðalatriðið í bandarískum grínþætti – Sjáðu myndbandið! birtist fyrst á Nútíminn. | |
| 08:27 | Fjölgun íbúa án tilgreinds heimilisfangs Lögheimilisskráningar einstaklinga í sveitarfélagi án tilgreinds heimilisfangs ríflega sexfölduðust á átta ára tímabili, þ.e. árin 2015 til 2023. | |
| 08:23 | Myndband sýnir skriðufallið á Nýja-Sjálandi – Margra saknað Börn eru á meðal þeirra sem saknað er eftir að stór skrið féll yfir vinsælt tjaldsvæði á Norðureyju Nýja-Sjálands í morgun að staðartíma. Erlendir ferðamenn, þar á meðal Ástralar, voru á svæðinu og lentu meðal annars hjólhýsi, tjöld, ökutæki og salernisaðstaða á svæðinu undir skriðunni. Í umfjöllun Mail Online kemur fram að kona, sem varaði Lesa meira | |
| 08:23 | Öryggishætta en ekki lengur fjarlæg sviðsmynd Líkanarannsóknir sýna að í 70% tilvika hrynji veltihringrás Atlandshafsins (AMOC) eftir árið 2100 ef losun gróðurhúsalofttegunda verður mikil til framtíðar. | |
| 08:09 | Poulsen: Rutte samdi ekki fyrir hönd Danmerkur Varnarmálaráðherra Danmerkur segir stöðuna betri í dag en í gær, eftir fund Mark Rutte framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins (NATO) og Donald Trump Bandaríkjaforseta. | |
| 08:03 | Blása til sóknar í atvinnuuppbyggingu Sveitarfélagið Vogar hyggst byggja upp 180 hektara atvinnusvæði á Keilisnesi. | |
| 08:00 | Borgarverkfræðingur segir aldrei fleiri bílastæði í borginni – „Þessi umræða er mesta væl sögunnar….“ Hrafn Jónsson, starfsmaður á miðlunarsviði ASÍ, setti sér markmið að birta ljósmynd á dag í ár. Mynd þriðjudags er af morgunumferðinni á Kringlumýrarbraut frá Borgartúni. „Það ærir mig smá (mjög mikið) hvernig það á alltaf að reyna að snúa öllum sveitastjórnarkosningum í Reykjavík upp í umræðu um umferð og bílastæði. Ég hef ekki lesið færri Lesa meira | |
| 07:56 | Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Innflytjenda- og tollaeftirlit Bandaríkjanna, ICE, tók fimm ára dreng í Minnesota höndum þegar hann var á leið sinni heim úr skólanum. Að sögn skólayfirvalda í Columbia Heights, úthverfi Minneapolis, voru drengurinn og faðir hans teknir höndum í innkeyrslunni heima hjá sér og sendir í varðhald í Texas. | |
| 07:51 | Nielsen boðar til blaðamannafundar Jens Fredrik Nielsen, formaður grænlensku landsstjórnarinnar, hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 17 í dag að dönskum tíma. | |
| 07:35 | Mennirnir sem flettu ofan af Mariusi Høiby „Enginn vildi að þessi bók kæmi út,“ segir Øistein Norum Monsen við Morgunblaðið um bókina um Marius Borg Høiby, stjúpson næsta konungs Noregs, sem þeir Torgeir Krokfjord rannsóknarblaðamenn voru dregnir inn í dómsal fyrir. | |
| 07:32 | Mette Frederiksen sendir frá sér yfirlýsingu Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur segist hafa átt í nánu samráði við Atlantshafsbandalagið (NATO) og að hún hafi rætt við Mark Rutte, framkvæmdastjóra þess, bæði fyrir og eftir fund hans með Bandaríkjaforseta í Davos í Sviss. | |
| 07:29 | Samkomulagið sem fæstir vita hvað þýðir og allt hitt | |
| 07:13 | Fasteignamarkaðurinn kólnaði eftir vaxtadóm Hæstaréttar Óvissa um lánakjör eftir vaxtadóm Hæstaréttar í nóvember varð til þess að fasteignamarkaðurinn kólnaði og var svo áfram í desember. Kaupsamningum fækkaði milli ára í nóvember og íbúðaverð lækkaði um rúmt eitt prósent milli mánaða í desember. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þar kemur fram að framboð er enn sögulega mikið og fasteignir eru lengur á markaði alls staðar á landinu en áður. Vísað er til mats fasteignasala sem segja virkni markaðarins vera litla miðað við árstíma. Markaðurinn er hagstæðari kaupendum en seljendum.Leiguverð hækkaði um tólf prósent milli ára í nóvember en umfimm prósent í desember. | |
| 07:05 | „Þau hafa brugðist börnunum aftur“ Fyrrverandi lögreglumaður var í gær sýknaður fyrir að hafa brugðist nemendum í skotárás í Robb-grunnskólanum í Uvalde í Texas árið 2022. 21 lést í árásinni, tveir kennarar og nítján börn, og var lögregla harðlega gagnrýnd fyrir aðgerðaleysi á meðan árásinni stóð. | |
| 07:04 | Ákveðin austanátt á landinu öllu og víða snarpar hviður Ákveðin austanátt er á landinu öllu í dag og má reikna með að víða verði snarpar hviður við fjöll sem geti náð 30-35 metrum á sekúndu. | |
| 07:01 | Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Í þessari viku er Atvinnulífið að fjalla um innleiðingu á stefnu með breyttu viðhorfi stjórnenda og breyttum venjum stjórnenda. | |
| 07:01 | Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Fylgi Flokks fólksins er ekki áhyggjuefni að mati þingmanns flokksins sem telur ekki víst að kjósendur flokksins svari skoðanakönnunum í gegnum vefinn. Hún segist stolt af verkum flokksins og minnir á að stutt er liðið á kjörtímabilið. | |
| 07:01 | Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Ég sat skömmustuleg við eldhúsborðið og skrollaði á Facebook yfir afgöngum af jólakonfekti – þar fór súkkulaði- og samfélagsmiðlabindindi janúarmánaðar fyrir bí – þegar mér svelgdist skyndilega á. | |
| 07:01 | Viðræður ganga hægt vegna endurmats Meira en þrjú ár eru síðan Orkuveita Reykjavíkur hóf söluferlið á Carbfix. | |
| 07:00 | „Hollt að finna sig á rangri hillu því þá fattar maður hvað maður vill gera“ Hrafnhildur Arnardóttir myndlistarkona gengur undir listamannsnafninu Shoplifer. Hún hefur vakið mikla athygli fyrir verk sín úr náttúrulegu hári og gervihári sem hún notar við gerð skúlptúra, veggverka og innsetninga. Hrafnhildur hefur sýnt verk sín hér á landi og víða um heim, hlotið norrænu textílverðlaunin og heiðursverðlaun frá sænsku krúnunni fyrir framlag sitt til norrænnar textílhefðar og hún var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 2019. Þar sýndi hún verkið Chromo Sapiens sem samanstóð af þremur hvelfingum úr litríkum gervihárum með hljóðmynd eftir HAM. Hægt er að sjá verkið í lista- og menningarhúsinu Höfuðstöðinni við Rafstöðvarveg.Hrafnhildur sýnir um þessar mundir stóra innsetningu í Hiliard-safninu í Louisiana. Henni finnst annars mikilvægt að stíga út fyrir þægindaram | |
| 07:00 | Brynjar segir aldrei hafa staðið til að gera lítið úr veikindum fyrrum ráðherra – Gerir stólpagrín að bróður sínum í staðinn Brynjar Níelsson, fyrrverandi alþingismaður, hefur birt færslu á Facebook þar sem hann bregst við gagnrýni sem hann segir hafa sprottið í kjölfar fyrri færslu sinnar um stjórnmál og nýliðin atvik í íslensku samfélagi. Þar gerði hann grín að ýmsum atburðum í stjórnmálum, þar á meðal heilsufari fyrrum ráðherra, auknum verkefnum einstakra ráðherra og ummælum fyrrum […] Greinin Brynjar segir aldrei hafa staðið til að gera lítið úr veikindum fyrrum ráðherra – Gerir stólpagrín að bróður sínum í staðinn birtist fyrst á Nútíminn. | |
| 06:56 | Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Kaupsamningum í nóvember 2025 fækkaði um 17 prósent milli ára og voru aðeins 779 talsins, líklega vegna tímabundins skerts aðgengis að íbúðalánum í kjölfar dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða um miðjan október. Frá þessu er greint í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. | |
| 06:53 | Hvöss austanátt og talsvert vatnsveður á Suðausturlandi og Austfjörðum Vindur getur farið í allt að 35 metra á sekúndu í hviðum við fjöll í dag þegar ákveðin austanátt blæs um allt land. Íbúar á Suðausturlandi og Austfjörðum mega búast við talsverðu vatnaveðri en annars staðar verður úrkomuminna. Næstu daga verður strekkings austanátt allsráðandi.Austanátt, víða þrettán til tuttugu metrar á sekúndu en átján til 23 syðst á landinu fyrir hádegi. Talsverð rigning suðaustantil, en rigning með köflum vestan- og norðanlands. Hiti þrjú til tíu stig, svalast norðaustantil. Dregur heldur úr vindi seint í kvöld.Austan átta til fimmtán á morgun, en fimmtán til tuttugu syðst. Skúrir eða él suðaustan- ogaustanlands, en annars bjart. Fer kólnandi. | |
| 06:45 | „Ég held þetta sé besta ráð sem nokkurn tíma hefur verið stofnað“ Til stendur í dag að undirrita stofnsamning friðarráðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta á efnahagsráðstefnunni í Davos, daginn eftir að hann kvaðst hættur við beitingu hervalds til innlimunar Grænlands.„Ég held þetta sé besta ráð sem nokkurn tíma hefur verið stofnað,“ sagði Trump á fundi með Abdel Fattah al-Sisi Egyptalandsforseta, sem hefur fengið boð um að fast sæti í ráðinu. Það á einnig við um Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels og Viktor Orban forsætisráðherra Ungverjalands auk Vladimírs Pútín Rússlandsforseta.Trump staðhæfir að sá síðastnefndi ætli að vera með þótt stjórnvöld í Kreml segi hann enn vera að íhuga málið. Fyrir einn milljarð Bandaríkjadala geta ríki fengið fast sæti í ráðinu.Frakkar og Bretar hafa lýst efasemdum um gildi friðarráðsins hafa lýst áhyggjum verði Rúss | |
| 06:45 | Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“ „Þetta er ekki í nógu góðu lagi, ég skal alveg viðurkenna það,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, við Heimildina um bílastæðamál við Reykjanesvita. Þar hefur sveitarfélagið leigt land til að tryggja aðgengi ferðafólks að náttúrunni, en einkaaðilar hafa innheimt gjald af þeim sem fara þangað. Svæðið fellur innan Reykjanes jarðvangs, sem er viðurkenndur af Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) og... | |
| 06:42 | Muni neyða konur strandveiðimanna í eignaafsal Vegið er að konum með kröfu um 100 prósenta eignarhald í strandveiðibátum, segir í umsögnum um drög að nýrri reglugerð um strandveiði. | |
| 06:32 | Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók einstakling í verslunarmiðstöð í Kópavogi í gær, eftir að tilkynnt var um að hann væri til vandræða. Reyndist viðkomandi verulega ölvaður og árásargjarn og var því vistaður í fangageymslu. | |
| 06:32 | Ölvaður og árásargjarn maður handtekinn í verslunarmiðstöð Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var í gær kölluð út eftir að tilkynnt var um mann til vandræða í verslunarmiðstöð. | |
| 06:30 | Karlmenn til vandræða í miðborginni og Kópavogi RÚV / Birgir Þór HarðarssonTveir menn voru handteknir í gærkvöld eða í nótt sem höfðu verið til vandræða, annar í miðborginni og hinn í verslunarmiðstöð í Kópavogi. Sá fyrrnefndi lét ekki athæfi sínu eftir að lögreglumenn bar að og hinn var verulega drukkinn og árásargjarn, að því er segir í morgunskeyti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Líkamsárás í miðborginni er til rannsóknar en þjófnaður í verslun miðsvæðis í borginni var afgreiddur þar. Enginn slasaðist þegar ökumaður missti stjórn á bíl sínum í Mosfellsbæ en farartækið var óökufært eftir. | |
| 06:30 | Trump íhugar að bjóða hverjum einasta Grænlendingi 125 milljónir króna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður íhuga að bjóða hverjum einasta Grænlendingi greiðslu upp á 1 milljón Bandaríkjadala (um 125 milljónir króna) ef íbúar eyjarinnar kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslu að ganga til liðs við Bandaríkin. DailyMail greinir frá málinu. Trump hefur að undanförnu vakið athygli fyrir ummæli um Grænland, en samkvæmt umfjöllun miðilsins hefur hann dregið […] Greinin Trump íhugar að bjóða hverjum einasta Grænlendingi 125 milljónir króna birtist fyrst á Nútíminn. | |
| 06:30 | Bandarískur þingmaður vill opinbera aftöku á grunuðum morðingja Bandaríski þingmaðurinn Mike Lee hefur kallað eftir því að opinber aftaka fari fram á Tyler Robinson, sem grunaður er um morðið á áhrifavaldinum og íhaldsmanninum Charlie Kirk. Mike er öldungadeildarþingmaður Repúblikana fyrir Utah-ríki og hefur hann gegnt þingmennsku frá árinu 2011. „Takið Tyler Robinson af lífi. Opinberlega,“ skrifaði hann í færslu á X. Lee lét Lesa meira | |
| 06:15 | Rétta fram sáttarhönd við Seljalandsfoss „Við förum í þetta af heilum hug og ég bind vonir við að náum loks saman,“ segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri í Rangárþingi eystra. | |
| 06:13 | Tollar Trumps bíta Samdráttur varð í útflutningi á bílum frá Japan til Bandaríkjanna á síðasta ári.EPA / EVERETT KENNEDY BROWNÚtflutningur frá Japan til Bandaríkjanna féll um 11,1% í desember og alls rúmlega 4% yfir allt árið 2025. Ástæðan er sögð samdráttur í útflutningi á bílum og bílapörtum.Aukinn innflutningur á eldsneyti, kornvörum og aflgjöfum til Japan frá Bandaríkjunum voru helstu ástæður fyrir halla í vöruskiptajöfnuði milli landanna. Þjóðirnar náðu samkomulagi um 15% tolla í júlí síðastliðnum.Yfirvöld í Japan og stjórnendur fyrirtækja hafa þó gagnrýnt tollana og segja þá hærri í samanburði við tollanna sem voru milli landanna í tíð fyrri ríkisstjórnar Bandaríkjanna. | |
| 06:13 | Kolröng forgangsröðun „Þetta eru alger svik forsætisráðherra við þjóðina vegna þess að í baráttunni fyrir síðustu kosningar var engin áhersla lögð á inngöngu í Evrópusambandið af hálfu Samfylkingarinnar sem setti málið ekki á dagskrá,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins við Morgunblaðið. | |
| 06:07 | Hækkun skilar Veitum 1 milljarði Veitur auka tekjur sínar um rúman 1 milljarð á ári með hækkuninni á hitaveitureikningum til viðskiptavina sinna. 48,9% hækkun á fastagjaldi hitaveitu skilar Veitum 632 milljónum á ári og 9,6% hækkun á rúmmetragjaldi skilar 411 milljónum. | |
| 06:00 | Kjarnorkuvopnatilraunir: „Þeir eitruðu fyrir okkur“ Að minnsta kosti fjórar milljónir ótímabærra andláta af völdum krabbameins og fleiri sjúkdóma má rekja til kjarnorkuvopnatilrauna. Þær ríflega tvö þúsund sprengjur sem voru virkjaðar frá 1945 til 2017 hafa áhrif á hvert einasta mannsbarn að því er segir í nýrri skýrslu líknarsamtakanna Norsk Folkehjelp.Allir sem nú eru uppi beri geislavirkar samsætur í beinunum vegna kjarnorkutilrauna í andrúmsloftinu og vísbendingar séu um að rekja megi erfðagalla, hjartasjúkdóma og fleiri kvilla til geislavirkni, jafnvel í litlu magni.Þær tilraunir einar eru taldar ástæða minnst tveggja milljóna dauðsfalla af völdum krabbameins. Vitað er að sprengingarnar hafa valdið varanlegum og víðfeðmum skaða á vistkerfi, samfélög og heilsu fólks.Enn hefur fjöldi nærri tilraunastöðunum fengið lítil viðbrögð frá kjarn | |
| 05:00 | Helmingur allra barna án menntunar síðan borgarastyrjöldin braust út Yfir átta milljónir barna, eða nær helmingur allra barna á skólaaldri í Súdan, hafa verið án menntunar í tæpa fimm hundruð daga, segir í tilkynningu frá Barnaheillum.Mörgum skólum hefur verið lokað, þeir hafa verið eyðilagðir í stríðinu eða eru notaðir sem neyðarskýli fyrir íbúa landsins sem eru á flótta undan stríðsátökum. Þá hafa margir kennarar neyðst til að segja upp störfum vegna ógreiddra launa.Ástandið er hvað verst í Norður-Darfur í vesturhluta Súdan. Af 1.100 skólum eru aðeins 3% skóla opnir í Norður-Darfur. Þá eru 27% skóla opnir í Vestur-Darfur, 15% skóla opnir í Vestur Kordofan og í Suður- Darfur eru 13% skóla opnir.Neyðarástand hefur ríkt í Súdan síðan átök brutust út í apríl 2023 milli hersins og RSF uppreisnarhreyfingarinnar. Tugir þúsunda manns hafa farist í stríðinu og árá | |
| 04:00 | Nokkurra saknað eftir að skriða féll á tjaldsvæði Lögregla og björgunarlið að störfum við rætur Maunganui-eldfjallsins.AP/STUFF / STUFFNokkurra er saknað eftir að skriða féll á tjaldsvæði við rætur kulnaðs Maunganui-eldfjallsins á norðanverðu Nýja Sjálandi, að sögn lögreglu og björgunarsveita. Lögreglustjóri telur um tug manna hafa orðið undir skriðunni.Gestir tjaldsvæðisins hófu þegar björgunaraðgerðir og segja raddir hafa borist undan braki baðhúsbyggingar sem skriðan skall á. Björgunarlið segir raddirnar hafa þagnað. Jarðfallið er rakið til úrhellisrigningar sem gekk yfir Norðureyju og björgunarlið hefur vísað öllum á brott af tjaldsvæðinu af ótta við aukin skriðuföll. | |
| 03:50 | Trump nær samningi um Grænland Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti á miðvikudagskvöld að hann hefði náð tímamótasamkomulagi um framtíð Grænlands eftir viðræður við Mark Rutte framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins (NATO). | |
| 03:30 | ML, Borgarholtsskóli, Verzló og MR áfram í átta liða úrslit Menntaskólinn að Laugarvatni sigraði Menntaskólann við Sund 18-13, Borgarholtsskóli sigraði Fjölbrautaskóla Norðurlands Vestra 13-7, Verzlunarskóli Íslands sigraði Flensborgarskólann í Hafnarfirði 40-8 og Menntaskólinn í Reykjavík sigraði Kvennaskólann í Reykjavík naumlega með tveggja stiga mun 28-26 í seinni umferð Gettu betur í kvöld.Sigurvegarar kvöldsins fara áfram í átta liða úrslit og fyrsta keppnin verður sýnd 26. febrúar næstkomandi á RÚV, þegar Menntaskólinn að Laugarvatni mætir Verzlunarskóla Íslands. ÞETTA ERU SKÓLARNIR SEM MÆTAST Í ÁTTA LIÐA ÚRSLITUM: * 26.febrúar Menntaskólinn að Laugarvatni mætir Verzlunarskóla Íslands. * 5.mars Borgarholtsskóli mætir Menntaskólanum á Egilsstöðum * 12.mars Menntaskólinn við Hamrahlíð mætir Menntaskólanum í Reykjavík * 19.mars Fjölbrau | |
| 03:00 | Breska lávarðadeildin er fylgjandi banni á notkun samfélagsmiðla fyrir börn yngri en 16 ára Breska lávarðadeildin vill banna notkun samfélagsmiðla fyrir börn undir 16 ára aldri.EPA / CRISTOBAL HERRERA-ULASHKEVICHBreska lávarðadeildin er fylgjandi banni á notkun samfélagsmiðla fyrir börn yngri en sextán ára en kosið var um það í deildinni í dag. Með þessu eykst pressan á bresku ríkisstjórnina um að taka upp sams konar bann og Ástralir tóku upp nýverið. Keir Starmer forsætisráðherra hét því að hafa hagsmuni barna í huga en ríkisstjórnin ætlaði að bíða eftir niðurstöðum ráðgjafa sem von er á í sumar. Stjórnarandstaðan og Verkamannaflokkurinn hafa kallað eftir því að bannið verði tekið upp. Í spurningakönnun YOUGOV í desember kom fram að sjötíu og fjögur prósent Breta styðji bann við samfélagsmiðlanotkun barna innan 16 ára. | |
| 02:30 | Þingmaður segir NATÓ ekki hafa umboð til samninga við Bandaríkin Aaja Chemnitz, formaður Grænlandsnefndar danska þingsins, segir framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins ekkert umboð hafa til að semja um framtíð Grænlands.Donald Trump Bandaríkjaforseti kvaðst í kvöld hafa lagt grunninn að framtíðarsamkomulagi um Grænland og allt Norðurheimskautið á fundi með Mark Rutte, framkvæmdastjóra NATÓ. Ekkert liggur formlega fyrir um efni samningsins.Samkomulagið sneri meðal annars að jarðefnaréttindum, uppfyllti allar þarfir Bandaríkjanna og verði að eilífu. Sú yfirlýsing er algerlega galin, segir Chemnitz í færslu á Facebook og ítrekar að Grænlendingar einir geti samið um eigin örlög.Hún er fulltrúi Inuit Ataqatigiit á danska þinginu, sem hefur sjálfstæði frá Dönum á stefnuskrá sinni. Rutte sagði stöðu Grænlands innan danska ríkisins ekki hafa borið á góma í vi | |
| 01:29 | Ræddu uppbygging að loknu stríði og öryggistryggingar Efnahagsaðstoð, uppbygging Úkraínu og öryggistryggingar að innrásarstríðinu loknu voru meðal þess sem Rustem Umerov, aðalsamningamaður Úkraínu, ræddi við Steve Witkoff og Jared Kushner, erindreka Bandaríkjastjórnar á efnahagsráðstefnunninni í Davos í kvöld. Umerov kveðst hafa greint tvímenningunum frá afleiðingum þungra árása Rússlandshers á borgaralega innviði Úkraínu síðustu daga. Hann hafi lagt sérstaka áherslu á erfiðar aðstæður íbúa höfuðborgarinnar Kyiv. Þúsundir hafa verið án hita og rafmagns dögum saman. Auk þessa segist Umerov hafa rætt við fulltrúa bandaríska fjárfestingarbankans BlackRock sem ætlað er að taka þátt í uppbyggingu Úkraínu. | |
| 01:20 | „Trump veit ekki hvernig mér líður“ Aaja Chemnitz, annar tveggja grænlenskra fulltrúa á danska þinginu, sendi frá sér yfirlýsingu á Facebook í kvöld þar sem hún segir að NATO ekki hafa umboð til þess að semja um neitt sem snertir Grænland án Grænlendinga. „Ekkert um okkur, án okkar.“ Yfirlýsingin er viðbragð við frétt New York Times sem birt var í kvöld, þess efnis að innan NATO sé... | |
| 00:44 | Sveitarstjóri í Kujalleq segir verðmæt jarðefni alls ekki til sölu Verðmæt efni í grænlenskum jarðvegi eru ekki til sölu og verða ekki sótt nema í fullu samræmi við lög og af virðingu við landsmenn, segir Malene Vahl Rasmussen sveitarstjóri í Kujalleq, syðst í landinu. Þar í jörð liggur megnið af verðmætum málmum á Grænlandi sem hún segir ekki vera til sölu hvað sem þrýstingi, niðrandi orðræðu eða virðingarleysi líður. Þetta kemur fram í opnu bréfi til Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem Rasmussen sendi frá sér í kvöld. Orla Joelsen birti bréfið á X, en hann var einn aðalskipuleggjandi fjölmennra mótmæla gegn ásælni Bandaríkjanna síðasta sumar, þegar varaforsetinn JD Vance heimsótti Grænland. Rasmussen segist þurfa að tala hreint út og segir ásælni Bandaríkjanna fylgja skuldbindingar, ekki aðeins lagalegar heldur einnig pólitískar og siðferðilegar. Trump | |
| 00:12 | Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Drög að samkomulagi Bandaríkjastjórnar við Atlantshafsbandalagið veitir Bandaríkjunum og bandalagsþjóðum í Evrópu aðgang að réttindum til jarðefnavinnslu í Grænlandi. Þá munu ríki vinna saman að þróun svokallaðrar Gullhvelfingar sem er viðurnefni á nýju loftvarnarkerfi sem Trump vill að spanni hnöttinn og notist við gervihnetti sem geti skotið niður eldflaugar. | |
| 00:02 | Ekki lengur hægt að treysta á að alþjóðalög séu virt Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, segir eðlilegt að Íslendingar séu áhyggjufullir á tímum þar sem leiðtogi Bandaríkjanna sýni að hann sé tilbúinn að brjóta alþjóðalög. Trump hefur undanfarið gengið á eftir því að hefja viðræður um að fá yfirráð yfir Grænlandi, þrátt fyrir skýr skilaboð frá Dönum og Grænlendingum um að það komi ekki til greina.„Trump til dæmis lýsti því yfir, í þessari ræðu sem hann hélt í dag í Davos, að það hafi verið mistök hjá Bandaríkjunum að skila Grænlandi eftir síðari heimsstyrjöld,“ segir Guðmundur.Hann bendir á að Bandaríkjaher hafi einnig verið með viðveru á Íslandi í síðari heimsstyrjöld.„Ef það voru mistök að skila Grænlandi 1945 og þess vegna sé Bandaríkjunum leyfilegt að taka Grænland aftur, þá þurfum við kannski að íhuga okka | |
| 23:30 | Vance-hjónin eiga von á fjórða barninu Usha Vance, eiginkona J.D. Vance, varaforseta Bandaríkjanna, er ólétt af sínu fjórða barni. | |
| 23:26 | Bandaríkin sögð fá parta af Grænlandi Bandaríski fréttamiðillinn New York Times hefur eftir nafnlausum heimildum innan NATO að til umræðu sé að Bandaríkin fái litlar landspildur af Grænlandi. Donald Trump Bandaríkjaforseti venti kvæði sínu í kross í dag þegar hann sagðist ekki ætla að ráðast á Grænland og bakkaði með fyrirætlanir um að leggja 10% og 25% tolla á Evrópuríki sem hafa stutt fullveldi og sjálfsákvörðunarrétt... | |
| 23:16 | Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð „Þeir hafa aldrei beðist afsökunar með neinum sérstökum formlegum hætti og breskir embættismenn og stjórnmálamenn segja það fullum fetum í mín eyru að þetta hafi verið efnahagsleg hernaðaraðgerð sem breska ríkið beitti Ísland.“ | |
| 23:09 | Vilja fækka borgarfulltrúum Stemning er fyrir því í hópi oddvitaframbjóðenda Viðreisnar að borgarfulltrúum verði fækkað að nýju en þeim var fjölgað úr 15 í 23 í kjölfar lagasetningar árið 2022. | |
| 23:04 | Bandaríkjaforseti hættir við Grænlandstolla Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fallið frá áformum sínum um að setja tolla á Danmörku og sjö önnur Evrópuríki vegna Grænlands. Trump fundaði með Mark Rutte, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, eftir ræðu sína á alþjóðaefnahagsráðstefnunni í Davos í dag og hafa þeir lagt grunninn að framtíðarsamkomulagi á norðurslóðum.Trump tilkynnti í síðustu viku að hann hygðist setja 10% tolla á Danmörku, Svíþjóð, Noreg, Frakkland, Þýskaland, Holland, Finnland og Bretland. Tollarnir áttu að taka gildi 1. febrúar, hækka upp í 25% þann 1. júní og vera í gildi þar til gengið hefði verið frá kaupum Bandaríkjanna á Grænlandi.Enn sem komið er er lítið vitað um hvað felst í drögum samkomulags þeirra Trumps og Ruttes. Trump hefur þó sagt jarðefnaréttindi og Gullhvelfinguna hluta af samkomulaginu. Þega | |
| 23:04 | Stuðlarnir Heiðu í hag Stuðlarnir hjá veðbankanum Epicbet í prófkjöri Samfylkingar eru Heiðu Björg Hilmisdóttur borgarstjóra í hag. | |
| 23:03 | Eins og flugvöllur án fríhafnar Aðstaða til að taka á móti skipafarþegum á Skarfabakka gjörbreytist með nýrri farþegamiðstöð. Hún er 5.500 fermetrar og fjöldi starfsmanna verður breytilegur eftir fjölda skipa en að öllu jöfnu um og yfir 100.Tekið verður á móti fyrstu farþegunum í miðstöðinni í vor.Búist er við um 300 þúsund farþegum í miðstöðina í ár, um helmingur verða svokallaðir skiptifarþegar sem ýmist hefja eða enda ferð sína á skipinu og fljúga til eða frá landinu.„Þessir farþegar skilja mun meira eftir í samfélaginu en hinir,“ segir Inga Rut Hjaltadóttir sviðsstjóri framkvæmdasviðs Faxaflóahafna. Þeir dvelji gjarnan hér á landi í nokkra daga, versli, fari á veitingastaði og í ýmsa afþreyingu og ferðir.Nýtt hús þarf nýtt nafn og Faxaflóahafnir halda nafnasamkeppni þar sem almenningi gefst kostur á að skila inn till | |
| 22:59 | Húnabyggð fagnar ákvörðun Landsnets Byggðarráð Húnabyggðar, þ.e. Blönduós og nágrannasveitir, fagnar ákvörðun Landsnets um að fara svonefnda byggðaleið með nýja Holtavörðuheiðarlínu 3. Þessi leið hafi verið baráttumál Húnabyggðar síðustu árin. | |
| 22:42 | Stólpagrín gert að ummælum Trumps um Ísland Donald Trump Bandaríkjaforseti nefndi Ísland nokkrum sinnum í ávarpi sínu á Alþjóðaefnahagsráðstefnunni í Davos fyrr í dag. | |
| 22:22 | Ungir menn teknir með tugi kílóa af fíkniefnum Tveir ungir menn voru í vikunni sakfelldir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa staðið að innflutninga á tæpum 30 kílóum af maríhúana ætluðu til söludreifingar hér á landi. | |
| 22:19 | Ber að vakta orðræðu Trumps gagnvart Íslandi Davíð Stefánsson, formaður Varðbergs, samtaka um vestræna samvinnu og alþjóðamál, segir Ísland eiga að hafa varann á gagnvart orðræðu Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á Alþjóðaefnahagsráðstefnunni Davos. | |
| 22:06 | Loðnuvertíðin hækkar kaupið og eykur framkvæmdagleði Fyrsti loðnufarmurinn kom með skipinu Polar Amaroq til Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Loðnan flæðir inn á færiböndin og fer strax í stærðarflokkara. Kvenfiskurinn er bústnari enda eru verðmæt hrogn farin að myndast. Loðnan er heilfryst og verðmætið eykst eftir því lengra líður á hrygningargönguna og hrognasekkurinn stækkar.Starfsfólkið í vinnslunni munar mjög um loðnuvertíð. Þá fæst hörkukaup; vinnslubónus og vaktaálag. Það þekkir Anna sem kom frá Póllandi og hefur unnið hjá Síldarvinnslunni í 20 ár.„Loðnan kom í gær. Fólk bíður mikið eftir því hvenær kemur loðna. Núna er fólk að brosa. Meiri peningar og meiri bónus. Og allt er flott núna,“ segir Anna Danuta, starfsmaður í uppsjávarvinnslu Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. LOÐNAN AUKI FRAMKVÆMDAGLEÐI „Að fá loðnu inn í húsið; því fylgj | |
| 22:03 | NATO: Samningaviðræður halda áfram Talsmaður Atlantshafsbandalagsins segir að tryggja þurfi öryggi á norðurslóðum með samstarfi bandalagsþjóða. | |
| 22:02 | Ræða Donald Trump í Davos í dag | |
| 22:00 | „Deadpool-morðinginn“ myrti tvær konur – Lýsti hrottalegum morðunum í símtali við föður sinn Í júní 2024 var Wade Wilson fundinn sekur um að hafa myrt tvær konur með nokkurra klukkustunda millibili í Cape Coral í Flórída árið 2019. Wilson, sem hefur verið kallaður „Deadpool-morðinginn“ vegna sameiginlegs nafns hans og aðalsöguhetju kvikmyndinna um Deadpool, hafði þegar komist nokkrum sinnum í kast við lögin. Athæfi hans stigmagnaðist í morð 7. Lesa meira | |
| 22:00 | Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Liverpool vann sannfærandi 3-0 sigur á Marseille á útivelli í Meistaradeildinni í fótbolta í kvöld. | |
| 21:47 | Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Njarðvíkurkonur mættu vængbrotnar til leiks en unnu engu að síður sannfærandi sigur á nágrönnum sínum í Keflavík. Njarðvík vann á endanum með ellefu stiga mun, 88-77. | |
| 21:44 | Spænskir lestarstjórar í verkfall Spænskir lestarstjórar munu fara í þriggja daga verkfall í febrúar til að krefjast aðgerða sem tryggja öryggi járnbrauta eftir tvö banvæn slys sem áttu sér stað með nokkurra daga millibili, að sögn verkalýðsfélags þeirra fyrr í dag. | |
| 21:37 | Segir „afstigmögnun“ Trumps jákvæða Formaður utanríkismálanefndar segir það jákvætt að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi hætt við fyrirhugaða refsitolla gegn Evrópuríkjum. | |
| 21:36 | Algjörlega óásættanleg staða „Það kemur mér auðvitað pínulítið á óvart ef kjósendur vilja frekar kjósa einhvern veginn afsprengi Framsóknarflokksins heldur en Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður þess síðarnefnda. Hún lýsir Miðflokknum sem afturhaldssömum þjóðernisflokki. | |
| 21:31 | Svaraði ekki hvort Bandaríkin fengju eignarhald Donald Trump Bandaríkjaforseti vildi ekki svara því almennilega hvað rammi að framtíðarsamkomulagi um Grænland fæli í sér þegar blaðamenn spurðu hann á alþjóðaefnahagsráðstefnunni Davos. | |
| 21:23 | Eiga von á fjórða barninu í sumar Usha Vance, eiginkona JD Vance varaforseta Bandaríkjanna, er ólétt af fjórða barni þeirra hjóna.Í færslu á samfélagsmiðlinum X kemur fram að von sé á dreng í lok júlí.„Usha og barninu líður vel,“ stendur í færslunni, og er hún undirrituð af eiginmanni hennar, JD Vance.Fyrir eiga þau hjónin þrjú ung börn: Ewan, Vivek og Mirabel.Usha Vance verður fyrsta varaforsetafrúin til að eignast barn á meðan eiginmaður hennar situr í embætti, en dæmi eru um að forsetafrúr hafi eignast barn á meðan eiginmenn þeirra sátu í embætti.JD Vance hefur verið ómyrkur í máli þegar kemur að fólksfjölgun í Bandaríkjunum og kallað eftir hærri fæðingartíðni.„Leyfið mér að segja það á mjög einfaldan hátt: Ég vil fleiri börn í Bandaríkjunum,“ lét Vance hafa eftir sér í fyrra. | |
| 21:22 | Dæmi um að fólk tjaldi yfir rúm sín til að halda á sér hita Um milljón íbúar Kyiv eru án hita eftir árásir Rússlandshers á orkuinnviði aðfaranótt þriðjudags. Frost er í borginni og fólk leitar skjóls í upphituðum tjöldum og neyðraskýlum sem reist hafa verið víða. Íslendingur sem búsettur er í borginni segir allt að 80% án hita og rafmagns hverju sinni. Fólk sé að bugast. HUNDRUÐIR DRÓNA Á STÆRÐ VIÐ LÍTINN SENDIFERÐABÍL Zelensky forseti landsins greindi frá því á samfélagsmiðlum í vikunni að búist væri við enn frekari árásum Rússa á orkuinnviði á næstu dögum.Óskar Hallgrímsson, blaðamaður og ljósmyndari, sem búsettur er í borginni segir stórar árásir ekki daglegt brauð. Þær komi á nokkurra daga fresti.„Stundum eru það tveir dagar, stundum fimm dagar, stundum vika. Því lengur sem líður á milli þessara stóru bylgja, því stærri eru þær í umsvifum. Þ | |
| 21:17 | Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Miklar framkvæmdir eiga sér nú stað í Vík í Mýrdal enda mikið byggt á staðnum samhliða mikilli fjölgun íbúa. Eftir nokkrar vikur mun Penninn Eymundsson meðal annars opna risaverslun í þorpinu og þá er ný íbúðablokk í byggingu svo eitthvað sé nefnt. | |
| 21:13 | Ósátt við fylgið: Hvatning til að gera betur Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, kveðst ósátt með fylgi flokksins. Hún segir flokkinn þurfa skýra málflutning sinn og leggja áherslu á mál sem brenni á almenningi eins og efnahagsmál, útlendingamál og öryggi borgaranna. | |
| 21:04 | Forseti Venesúela heimsækir Bandaríkin Delcy Rodriguez, skipaður forseti Venesúela, mun heimsækja Bandaríkin á næstunni. Þetta hefur AFP-fréttaveitan eftir heimildamanni en nákvæm tímasetning liggur ekki fyrir. | |
| 21:00 | Fær bætur eftir örlagaríka ferð úr hádegisverði Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á kröfu starfsmanns Reykjavíkurborgar um að hann eigi að fá bætur frá tryggingafélaginu Verði úr ábyrgðartryggingu bifreiðar sem borgin var með á leigu. Hlaut starfsmaðurinn meðal annars tognun á baki í kjölfar slyss sem hann varð fyrir á meðan hann og vinnufélagar hans voru á leið úr hádegisverði. Slysið átti sér Lesa meira | |
| 20:43 | Segir Trump ekki hafa mismælt sig um Ísland Karoline Leavitt, fjölmiðlafulltrúi Hvíta Hússins, segir Donald Trump Bandaríkjaforseta ekki hafa ruglað Grænlandi og Íslandi saman í ávarpi sínu á Alþjóðaefnahagsráðstefnunni í Davos fyrr í dag. | |
| 20:36 | Markaðir bregðast vel við tíðindunum Hlutabréfamarkaðir tóku kipp upp á við í kjölfar þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti að rammi að samkomulagi um Grænland hefði náðst. | |
| 20:35 | Trump segir samning í höfn um Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist hafa náð lendingu með kröfur sínar í Grænlandsmálinu. Hann lýsti því yfir rétt í þessu að hann hefði fengið allt sem hann vildi, eftir fund með Mark Rutte, framkvæmdastjóra NATO. Hann sagði síðar við fréttamenn á Alþjóðaefnahagsmálaráðstefnunni í Davos í Sviss að samningurinn „gæfi okkur allt sem við vildum“ og yrði í gildi „að eilífu“.... | |
| 20:18 | Sterk viðbrögð á Wall Street Helstu hlutabréfavísitölur á Wall Street tóku kipp eftir að Trump tilkynnti að tollar yrðu ekki hækkaði. | |
| 20:07 | Seinni umferð Gettu Betur heldur áfram í kvöld Seinni umferð Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, heldur áfram í kvöld með síðustu fjórum viðureignum. Sigurvegarar kvöldsins fara áfram í sjónvarpskeppni þann 26. febrúar. Keppnirnar má sjá hér á vefnum. Þá er hægt að hlusta á keppnina á Rás 2.Í kvöld mætast: * 19:30 Menntaskólinn að Laugarvatni mætir Menntaskólanum við Sund * 20:10 Borgarholtsskóli mætir Fjölbrautaskóla Norðurlands Vestra * 20:50 Verzlunarskóli Íslands mætir Flensborgarskólanum í Hafnarfirði * 21:30 Menntaskólinn í Reykjavík mætir Kvennaskólanum í Reykjavík Um leið og síðasta viðureign kvöldsins klárast verður dregið um hverjir mætast í sjónvarpssal.Seinni umferð Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, heldur áfram í kvöld með síðustu fjórum viðureignum. Sigurvegarar kvöldsins fara áfram í keppni | |
| 20:05 | Dregur áætlanir um refsitolla til baka Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hættur við að leggja refsitolla á Evrópu vegna Grænlands. Tilkynnir Trump þetta í færslu á samfélagsmiðli sínum Truthsocial. Trump tilkynnti áður um að Bandaríkin myndu leggja tíu prósent auk toll á allan innflutning frá átta Evrópuríkjum. Það hefði svo hækkað um fimmtán prósentustig til viðbótar hefðu Bandaríkin ekki innlimað Grænland fyrir Lesa meira | |
| 20:04 | Huga verði að niðurföllum til að forðast vatnstjón Vegna þeirra hitabreytinga og úrkomu sem spáð er á næstunni getur fylgt aukin hætta á grjóthruni og yfirborðshreyfingum samkvæmt Veðurstofu Íslands. | |
| 20:03 | Blint stefnumót heppnaðist vel Menningarvitar landsins komu saman í Ásmundarsal síðastliðna helgi og skáluðu fyrir glæsilegri opnun samsýningarinnar Blint stefnumót eða Blind date. Þar mætast listamennirnir Kristín Karólína Helgadóttir og Sigurður Guðmundsson á skemmtilegan máta. | |
| 20:02 | Spyrnir Evrópa við fótum? Hafsteinn Hauksson segir greinilegt að farið sé að reyna verulega á þolinmæði evrópskra leiðtoga. | |
| 19:50 | Trump er hættur við tollana Bandaríkjaforseti segist hafa náð samningi við framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins um Grænland. | |
| 19:47 | „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Donald Trump Bandaríkjaforstei er hættur við að leggja refsitolla á Evrópu vegna Grænlands. Hann segist hafa átt góðan fund með Mark Rutte framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins og þar hafi þeir náð saman um „ramma framtíðarsamkomulags varðandi Grænland og raunar alls heimsskautsins.“ | |
| 19:44 | Skilur áhyggjur almennings vegna Grænlands Ráðherranefnd um öryggis- og varnarmál hefur haldið fimm fundi í janúar um stöðu alþjóðamála. Settur ríkislögreglustjóri segir skiljanlegt að almenningur sé hugsi yfir þessu. Ástandið er grannt vaktað hjá embættinu.Átakalínur í alþjóðamálum eru mun nærri Íslandi en áður. Gaza og Úkraína eru langt í burtu. Grænland er má segja í bakgarðinum. Stysta vegalengdin milli Íslands og Grænlands er innan við 300 kílómetrar.Frá Straumnesi á norðanverðum Vestfjörðum á milli Rekavíkur og Aðalvíkur eru um 285 kílómetrar að austurströnd Grænlands. Það er rúmlega 400 kílómetrum styttra en til næsta lands, Færeyja. Stysta loftlínan þangað frá Íslandi er um 693 kílómetrar.Embætti ríkislögreglustjóra vaktar stöðugt vendingar í alþjóðamálum vegna Grænlands og hugsanlegt áhrif innanlands sökum nálægðarinnar vi |