Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

„Við erum alltaf að reka okkur á hindranir“

Foreldrar barna með skarð í vör og/eða tanngarði hafa miklar áhyggjur af því að þjónusta við börn þeirra skerðist verulega þegar eini læknirinn sem sérhæfir sig í mikilvægri kjálkaskurðaðgerð hættir að framkvæma þær. Þau vilja að heilbrigðisráðuneytið setji á fót þverfaglegt teymi til að tryggja að þjónusta skerðist ekki. EINI LÆKNIRINN AÐ HÆTTA Aðgerðin er svokölluð kjálkatilfærsla sem mikilvægt er að börn með skarð í vör og/eða tanngarði undirgangist á unglingsárunum. Sif Huld Albertsdóttir, formaður Breiðra brosa, félags foreldra barna með skarð í vör og/eða tanngarði, segir aðgerðina nú vera í bið og óvíst hvað taki við.„Nú er komin upp sú staða að kjálkaskurðlæknir, sem hefur verið að sinna þessum börnum hérna á Íslandi, er að hætta að sinna þessum sérhæfðu aðgerðum. Þar af leiðand

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera