Ríkissaksóknari óskaði eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar vegna því sem kallað er hryðjuverkamálið. Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Sindra Snæs Birgissonar, annars mannanna sem var dreginn fyrir dóm í málinu, staðfestir þetta við fréttastofu. Þeir Sindri Snær og Ísidór Nathansson hafa verið sýknaðir bæði í Héraðsdómi Reykjavíkur og Landsrétti fyrir undirbúning hryðjuverks. Þeir hlutu hins vegar dóm fyrir vopnalagabrot.Verjendur hafa tvær vikur til þess að skila umsögn til Hæstaréttar. Þegar þeim hefur verið skilað líður venjulega um mánuður þar til dómarar Hæstaréttar taka ákvörðun um hvort málið verður tekið fyrir. Það ætti því að koma í ljós seinni hluta maí-mánaðar.