Myndband sem New York Times birtir virðist koma upp um lygar ísraelskra hermanna um dráp þeirra á starfsmönnum Rauða hálfmánans í Palestínu. Talsmaður hersins sagði fyrir nokkru að hermenn hafi orðið varir við grunsamleg farartæki. Þau hafi verið ljóslaus, engin blikkljós og þeir sem voru í bílunum hafi ekki verið klæddir eins og viðbragðsaðilar. Hermenn hafi því verið varir um sig.Myndbandið á New York Times er tekið af farþega í einum bíla viðbragðsaðila. Þar sést glögglega að ljósin eru kveikt á bílnum, eins og á bílunum fyrir framan, og blikkljós í gangi. Viðbragðsaðilar sem sjást fyrir utan bílana eru í endurskinsmerktum fötum starfsmanna.Fullyrðingar Ísraelshers um að bílar Rauða hálfmánans í Palestínu hafi verið ljóslausir og starfsmenn ómerktir virðast algjörlega upplognar. Myndban