Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Bandarískir tollar á lyf gætu lagst þungt á íslensk fyrirtæki

Tollar á innflutning lyfja og lækningavara til Bandaríkjanna gætu lagst þungt á íslensk útflutningsfyrirtæki, segir Heiðar Guðjónsson fjárfestir. Þessar vörur voru undanþegnar þeim tollum sem tilkynntir voru af Donald Trump fyrr í vikunni og tóku gildi í dag.Trump hefur lengi sagt að hann vilji leggja tolla á þessar vörur til þess að framleiðsla þeirra flytjist aftur til Bandaríkjanna. Lyfjaframleiðendur eiga von á því að tollar verði kynntir á næstunni. Trump hefur sagt þá geta orðið 25% eða jafnvel enn hærri.Þetta getur haft mikil áhrif hér á landi að mati Heiðars: „Þar er okkar stærsti útflutningsmarkaður, það er Bandaríkin. Við getum talað um Kerecis og Össur og Alvotech sem dæmi um fyrirtæki sem eru mjög háð þessum markaði.“Heiðar segir ástæðuna fyrir því að tollar á lyf hafi ekki ver

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera