Dæmi eru um börn hér á landi sem eru það veik af eftirköstum covid að þau geta ekki sinnt daglegum athöfnum. Þetta segir barnasmitsjúkdómalæknir. Hann segir þörf á endurhæfingardeild fyrir börn. TÖLFRÆÐI YFIR BÖRN MEÐ LONG COVID EKKI TIL Áætlað er að rúmlega 3000 manns hér á landi þjáist af langvinnum eftirköstum covid, eða long covid, samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu. Ekki er haldið utan um hversu mörg börn og ungmenni glíma við kvillann. Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir hjá Barnaspítala Hringsins, segir greininguna erfiða.„Það eru ekki einföld greiningarskilmerki. Það er ekki að maður taki eitthvað próf og þá ertu með eða ekki með kvillann eða sjúkdóminn. Þannig að nákvæm tölfræði er ekki til, en af þessum hóp eru vafalaust líka börn.“Valtýr segir að skilgr