Lestrarklefinn er menningarvefur sem heldur úti öflugri bókmenntaumfjöllun í bæði skriflegu og töluðu máli. Lestrarklefinn fékk nýverið heiðursverðlaun á Íslensku hljóðbókarverðlaununum fyrir að stuðla að fjölbreyttri og lifandi umræðu um bókmenntir.„Þetta var ótrúlega skemmtilegt því við erum svolítið lítill grasrótarvettvangur. Við vinnum svolítið mikið í sjálfboðastarfi, eiginlega mest bara,“ segir Rebekka Sif Stefánsdóttir ritstjóri vefsins í Kiljunni á RÚV. Þau hafi fengið fremur lítið af styrkjum í gegnum tíðina. „En þetta er bara ástríðustarf.“„Það er ósköp dýrmætt að fá svona viðurkenningu, og viðurkenningu á því að okkar starf skipti máli,“ bætir Katrín Lilja Jónsdóttir stofnandi Lestrarklefans. STÆKKAÐI MJÖG HRATT Katrín segir Lestrarklefann hafa byrjað sem áhugamál þegar hún