Volodimír Selenskí Úkraínuforseti gagnrýnir viðbrögð bandaríska sendiráðsins í Kænugarði við loftárás Rússa í gær þar sem 18 manns, þar af níu börn, voru drepin. Segir hann starfsmenn sendiráðsins hrædda við að nota orðið „rússneskur“ í sömu andrá og barnamorð er rætt.