Pétur Óskarsson formaður Samtaka ferðaþjónustunnar óttast samdrátt í komu bandarískra ferðamanna til Íslands út af tollastefnu Trumps. Hækkandi vöruverð í Bandaríkjunum leiði til minnkandi kaupmáttar.„Það er erfitt að segja til um það hversu mikil áhrif þetta mun hafa. En ef það dregur úr kaupmætti hjá almenningi í Bandaríkjunum þá mun það fyrr eða síðar hitta fyrir okkar markhópa sem eru þó í efri tekjuhópunum þar. Ef það dregur úr eftirspurn í Bandaríkjunum þá hefur það mikil áhrif á íslenska ferðaþjónustu. Um 38 prósent af okkur tekjum á síðasta ári komu frá bandarískum ferðamönnum þannig að það mun hafa gríðarleg áhrif hér innanlands ef það verður mikill samdráttur á þessu svæði,“ segir Pétur.Í spá Ferðamálastofu er gert ráð fyrir samdrætti í komu ferðamanna til Íslands á þessu ári. Pé