Það er mikið um að vera í Neskaupstað í dag því þar fer fram Tæknidagur fjölskyldunnar tíunda árið í röð á vegum Verkmenntaskóla Austurlands. Fjölmörg fyrirtæki á svæðinu munu kynna starfsemi sína, auk þess, sem skólinn kynnir námið sitt og Vísindasmiðjur Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri verða á staðnum svo eitthvað sé nefnt.