10% tollar á innflutning frá fjölmörgum ríkjum, þar á meðal Íslandi, til Bandaríkjanna tóku gildi í morgun. Tilkynningin um tollana hefur þegar valdið umtalsverðum glundroða bæði í stjórnmálum og viðskiptum.Tollarnir sem tóku gildi klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma eru 10% tollar á allan innflutning fjölmargra landa, Íslands meðal annars. Áður hafa tekið gildi 25% tollar á innflutta bíla og stál og sérstakir tollar á innflutning frá Kanada og Mexíkó. Á þriðjudag taka svo gildi frekari tollar á tæplega sextíu önnur viðskiptalönd- og svæði Bandaríkjanna. Það eru til dæmis 20% tollar á Evrópusambandið og 34% á Kína. Yfirvöld í Kína svöruðu Bandaríkjunum í sömu mynt í gær og tilkynntu á sama tíma um málshöfðun á hendur Bandaríkjunum fyrir Alþjóðaviðskiptastofuninni, ásamt því sem útflutn