Ofsaleg úrkoma undanfarnar tvær vikur hefur valdið verulega umfangsmiklum flóðum í Queensland-fylki í norðvestanverðri Ástralíu. Flóðasvæðið nær yfir um milljón ferkílómetra, eða nærri tífalt flatarmál Íslands.Úrkomumet hafa verið slegin víða í Queensland og Nýju Suður-Wales í mars. Á sunnan- og suðvestanverðu Queensland féll meðaltals-ársúrkoma á aðeins fjórum dögum. Það hefur stytt upp en það tekur vatnið talsverðan tíma að renna af víðfeðmum sléttum fylkisins. Mikið tjón hefur orðið á húsnæði og bændur hafa misst mikinn búfénað.