Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Heldur áfram að draga úr jarðskjálftavirkni

Áfram dregur úr jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga. Rúmlega 300 skjálftar hafa mælst þar síðasta sólahringinn. Enn mælast smáskjálftar við kvikuganginn á um fjögurra til sex kílómetra dýpi, flestir undir tveimur að stærð. Gikkskjálftar vegna spennubreytinga í kjölfar myndunar kvikugangsins fyrsta apríl halda einnig áfram við Reykjanestá og norðvestan við Kleifarvatn. Að sögn náttúruvár Veðurstofu Íslands má búast við áframhaldandi jarðskjálftum sem geta fundist í byggð á meðan svæðið er að jafna sig.Vísbendingar eru um að landris og kvikusöfnun undir Svartsengi sé hafið á ný. Frekari mælingar næstu daga þarf til að meta hraða landrissins.Um 20 kílómetra langur kvikugangur myndaðist norðan Grindavíkur þann 1. apríl.RÚV / Ragnar Visage

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera