Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Orkubú Vestfjarða sækir um virkjunarleyfi fyrir Kvíslartunguvirkjun í Steingrímsfirði

Stjórn Orkubús Vestfjarða hefur ákveðið að sækja um virkjunarleyfi fyrir Kvíslartunguvirkjun í Steingrímsfirði.„Hún er í Selárdal sem er innst í Steingrímsfirði í grennd við Hólmavík,“ útskýrir Elías Jónatansson, orkubússtjóri hjá Orkubúi Vestfjarða. Virkjunin verður 9,5 Megawött í fyrstu en gæti orðið allt að 9,9 MW seinna meir. Framleiðslan verður um 60 gígawattstundir á ári sem Elías segir að komi til með að tryggja afhendingaröryggi á austanverðum Vestfjörðum.„Þarna er hámarksnotkun í dag í kringum svona 5 MW þannig að virkjunin er næstum því tvöfalt stærri. Það þýðir að virkjunin getur haldið uppi raforkukerfinu á þessu svæði þó að Vesturlína detti út og verði straumlaus,“ segir Elías.Afhendingaröryggið á þá að verða svipað og gerist víða annars staðar á landinu.Áður en framkvæmdir ge

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera