RÚV / Ragnar VisageKosningum til stúdentaráðs meðal nemenda Háskóla Íslands lauk í dag. Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, jók við meirihluta sinn og vann tíu filltrúa í stúdentaráði. Röskva, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, missti einn fulltrúa og hlaut sjö.„Við erum afar þakklát að hafa fengið áframhaldandi umboð til að leiða Stúdentaráð Háskóla Íslands.“ skrifaði Sæþór Már Hinriksson, formaður Vöku í tilkynningu til fjölmiðla. „Þessi sigur staðfestir það góða starf sem við höfum unnið síðastliðið ár. Það er augljóst að stúdentar treysti Vöku, við sjáum það í þeirri fylgisaukningu sem birtist nú.“Heildarkjörsókn í kosningunum var 40.25%.