Á fundi sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps á miðvikudaginn lagði Axel Á Njarðvík, nefndarmaður í stjórninni, fram bókun þar sem hann skoraði á oddvita og oddvita hreppsins, Harald Þór Jónsson, að segja af sér formennsku í Veiðifélagi Þjórsár.Forsaga málsins er sú að Haraldur hlaut nýverið kjör sem formaður veiðifélagsins á aðalfundi þess en einhverjum, þar á meðal Axel, kann að þykja hann leika tveimur skjöldum enda liggur fyrir að Veiðifélag Þjórsár hefur ítrekað lýst yfir áhyggjum sínum af uppbyggingu Hvammsvirkjunar. FRÁFARANDI FORMAÐUR FÉLAGSINS ÍTREKAÐ LÝST ÁHYGGJUM SÍNUM Þjórsársvæðið er mesta virkjunarsvæði á Íslandi og yrði Hvammsvirkjun í Þjórsá fyrsta stóra virkjun Landsvirkjunar með jökullóni í miðri byggð og er virkjunin vægast sagt umdeild. Til að laxastofninn geti