„Þetta er náttúrulega bara enn ein ástæðan til að gleðjast yfir því að fara ekki að álpast inn í Evrópusambandið,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins í samtali við mbl.is um tollahækkanir Donalds Trumps Bandaríkjaforseta sem skella nú á Evrópu af fullum þunga eins og forsetinn nýkjörni hefur boðað í ræðu og riti frá því í janúar.