Oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps hefur verið kjörinn nýr formaður Veiðifélags Þjórsár. Hann hefur reynt að greiða götu virkjanaframkvæmda í ánni og mætt þar andstöðu veiðifélagsins. Hann boðar stefnubreytingu og segir nýja stjórn félagsins ætla að vinna með Landsvirkjun.