Umræðu um fjármálaáætlun hefur verið frestað fram í næstu viku á Alþingi vegna nýs verklags við fjármálaáætlun sem engum var kynnt. Ljóst er að ekki liggur fyrir hvernig ríkisstjórnin hyggst ráðast í boðaða hagræðingu, að sögn þingflokksformanns Framsóknar.