Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Mikill viðbúnaður á Ægisíðu: Leitinni lokið

Mikill viðbúnaður var við Ægisíðu í kvöld vegna leitaraðgerða lögreglu. Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar staðfesti við fréttastofu að lögregla hefði óskað eftir aðstoð við leitarstörf og að þyrlusveit hefði verið kölluð út laust eftir klukkan 20 í kvöld. Hún hafi þó verið kölluð til baka núna fyrir skemmstu.Björgunarsveitaraðilar tóku einnig þátt í aðgerðunum að sögn Jóns Þórs Víglundssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Hann staðfestir að leitinni hafi lokið á tíunda tímanum.RÚV / Ragnar Visage

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera