Forstjóri Össurar segir tollana slæmar fréttir og almennur tíu prósenta tollur sé kominn til að vera í alþjóðaviðskiptum. Þar á bæ sé enn reynt að átta sig á áhrifunum.„Ég held að það sé óhætt að segja að þessi sviðsmynd sem birtist okkur í gær er í svartari endanum ef svo má segja og alveg deginum ljósara að við erum komin inn í nýtt umhverfi hvað alþjóðaviðskipti varðar,“ segir Sveinn Sölvason forstjóri Össurar.Bandaríkin eru stærsti markaður stoðtækjafyrirtækisins Össurar, 45% sölu þess er þar, og breytingarnar munu því hafa áhrif á fyrirtækið. Össur er með framleiðslu víða í heiminum og starfar alls staðar þar sem einhvers konar heilbrigðiskerfi eru. MÖRGUM SPURNINGUM ÓSVARAÐ Nokkuð er síðan Bandaríkjaforseti boðaði tollahækkanir og Sveinn segir mikla vinnu hafa staðið yfir mánuðum