Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

„Við erum komin inn í nýtt umhverfi hvað alþjóðaviðskipti varðar“

Forstjóri Össurar segir tollana slæmar fréttir og almennur tíu prósenta tollur sé kominn til að vera í alþjóðaviðskiptum. Þar á bæ sé enn reynt að átta sig á áhrifunum.„Ég held að það sé óhætt að segja að þessi sviðsmynd sem birtist okkur í gær er í svartari endanum ef svo má segja og alveg deginum ljósara að við erum komin inn í nýtt umhverfi hvað alþjóðaviðskipti varðar,“ segir Sveinn Sölvason forstjóri Össurar.Bandaríkin eru stærsti markaður stoðtækjafyrirtækisins Össurar, 45% sölu þess er þar, og breytingarnar munu því hafa áhrif á fyrirtækið. Össur er með framleiðslu víða í heiminum og starfar alls staðar þar sem einhvers konar heilbrigðiskerfi eru. MÖRGUM SPURNINGUM ÓSVARAÐ Nokkuð er síðan Bandaríkjaforseti boðaði tollahækkanir og Sveinn segir mikla vinnu hafa staðið yfir mánuðum

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera