Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Búið að kortleggja sprungur – viðgerðir ófjármagnaðar

Sjö sprungubelti í Grindavík hafa verið kortlögð. Sprunguviðgerðum samkvæmt fyrri aðgerðaáætlun er lokið en sú síðari er ósamþykkt og ófjármögnuð. Enn koma ný holrými í ljós.Yfirborðið í Grindavík tekur sífelldum breytingum. Búið er að kortleggja nýjar en smáar sprungur flestar í austurhluta bæjarins sem gliðnuðu þegar gaus 1. apríl.Forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar býr við gömlu kirkjuna syðst í bænum. Þar er enn lokað svæði með appelsínugulum flöggum því þar á eftir að rannsaka sprungu betur. Annars staðar er búið að rannsaka en ekki búið að taka niður flögg eða minnka bannsvæði.„Það er bara líka mikilvægt að vera með niðurstöður skýrslunnar að í rauninni fjarlægja þessi flögg þar sem búið er að laga og kvitta út þessi svæði. Þannig að við viljum bara líka jákvæða ásýnd fyrir bæinn,

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera