Landsréttur hefur staðfest niðurstöðu héraðsdóms um að ÍL-sjóður hafi mátt innheimta uppgreiðslugjald þegar fólk greiddi upp lán sem tekin voru hjá Íbúðalánasjóði, forvera sjóðsins.Þetta er niðurstaðan í níu dómum sem kveðnir voru upp fyrir Landsrétti í dag. Dæmt var í tólf málum fyrir héraðsdómi í fyrra en svo virðist sem aðeins níu hafi áfrýjað til Landsréttar.Nokkrum árum fyrir hrun var lánaskilmálum Íbúðalánasjóðs breytt þannig að fólk gat tekið lán á lægri vöxtum en ella gegn því að þurfa að borga uppgreiðslugjald ef það vildi borga lánið upp fyrr en til stóð.Í málunum tólf sem dæmt var um í héraðsdómi höfðu nýir skuldarar yfirtekið gömul lán frá Íbúðalánasjóði og töldu nýja lagasetningu koma í veg fyrir að rukka mætti uppgreiðslugjald af þeim.Því hafnaði Héraðsdómur Reykjavíkur og sa