Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Signal-hópspjallið verður rannsakað

Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna ætlar að rannsaka notkun Pete Hegseth varnarmálaráðherra á samskiptaforritinu Signal til að ræða í hópspjalli um loftárásir á Jemen. Þetta kom fram í minnisblaði ráðuneytisins í dag.Ætlunin er að rannsaka hvort varnarmálaráðherrann og annað starfsfólk ráðuneytisins hafi farið að reglum um notkun samskiptaforrita í þessu tilviki.Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjastjórnar, Mike Waltz, sem bætti blaðamanni í spjallið í misgáningi, hefur sagst taka fulla ábyrgð á því. Athygli hefur vakið að fulltrúar Bandaríkjastjórnar ræði málefni sem árásir á erlend ríki í hópspjalli sem þessu. Meðal annarra sem tóku þátt í samræðunum voru varaforseti Bandaríkjanna J. D. Vance og utanríkisráðherrann, Marco Rubio.Árásin sem rætt var um í hópspjallinu var gerð 15. mars á Húta í

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera