Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Hæstiréttur hafnaði áfrýjunarbeiðni Kourani

Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Mohamads Thors Jóhannessonar, áður þekktum sem Mohamad Kourani, um að áfrýja dómi Landsréttar frá 6. febrúar á þessu ári.Hann var dæmdur í átta ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í júlí 2024 fyrir tilraun til manndráps auk annarra brota og stendur sá dómur. SEGIR DÓMENDUR HAFA HRÆÐST SIG Málskotsbeiðni Mohamad byggði á því að málið hefði verulega þýðingu fyrir hann og að niðurstaða Landsréttar væri röng að efni og formi.Vísar hann til þess að við þinghald í Landsrétti hafi fimm lögreglumenn gætt hans í salnum hverja stund sem leitt hafi til þess að dómendur hafi hræðst hann og telur hann það leiða til þess að þeir hafi verið vanhæfir til að dæma í málinu. Þá segir hann að einsýnt sé að fangelsisdvöl muni ýta undir andleg veikindi hans, sé honum veruleg

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera