Fyrri umræðu um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2025-2030 hefur verið frestað og málið tekið af dagskrá í kjölfar fundar þingflokksformanna með forseta Alþingis þar sem athugasemdir voru gerðar við fyrirkomulag fjármálaáætlunarinnar. Gert er ráð fyrir að áætlunin verði aftur tekin til umræðu í næstu viku.