Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Efnin á meðal þeirra hættulegustu og komu á ógnarhraða til Íslands

Fíkniefnasendingin sem lögregla lagði hald á í síðustu viku er ein sú stærsta sem sést hefur hér á landi. Efnin eru meðal þeirra hættulegustu sem til eru og brotabrot af þeim getur hæglega drepið manneskju. Þeirra varð fyrst vart í Evrópu í febrúar.Sendingin taldi tuttugu þúsund töflur, líkt og greint var frá í sjónvarpsfréttum í gær. Rannsókn leiddi í ljós að þær voru falsaðar Oxykontin 80 töflur, sem innihalda ekkert Oxýkódon, heldur svokallað Nitazene.„Bara brot af töflu getur drepið manneskju. Það er staðan,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur hjá lögreglunni á Suðurnesjum.Sendingin er ein sú stærsta sem lögregla hefur lagt hald á.„Við höfum ekki einu sinni á ári haldlagt þetta magn af töflum.“ BÁRUST TIL ÍSLANDS Á ÓGNARHRAÐA Fyrst varð vart við töflurnar í Sviss í feb

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera