Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Gin- og klaufaveikifaraldur kominn upp í Mið-Evrópu

Gin- og klaufaveiki hefur greinst í Ungverjalandi í fyrsta sinn í um hálfa öld. Hermenn voru kallaðir til í gær til að reyna að hefta útbreiðslu sjúkdómsins sem greindist í héraði sem liggur að nágrannalöndunum Austurríki og Slóvakíu.Í síðari hluta mars greindist veikin í Slóvakíu. Þarlend stjórnvöld hafa lýst yfir neyðarástandi.Reuters greinir frá því að austurrísk stjórnvöld ætli að grípa til þess ráðs að loka tveimur landamærastöðvum sínum inn í Slóvakíu og 21 stöð inn í Ungverjaland vegna útbreiðslu veikinnar.Gin- og klaufaveiki hefur, eins og nafnið bendir til, helst áhrif á nautgripi og önnur klaufdýr, líkt og svín, sauðfé og geitur. Sýking veldur gjarnan hita og blöðrum í kringum kjaft dýra. Gin- og klaufaveikifaraldur leiðir oft til þess að hömlur eru settar á viðskipti. Þá þarf of

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera