Steinþór Einarsson hefur verið ráðinn sviðsstjóri menningar- og íþróttasviðs Reykjavíkurborgar. Hann hefur gegnt stöðu skrifstofustjóra stjórnsýslu á menningar- og íþróttasviði frá árinu 2023 ásamt því að vera staðgengill sviðsstjóra, en hann hefur verið starfandi sviðsstjóri frá nóvember 2024.