Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Aldrei fleiri úlfar í Danmörku

Úlfastofninn í Danmörku hefur ekki verið sterkari í seinni tíð þar sem vísindamenn Háskólans í Árósum telja 42 úlfa.Úlfar eru svotil nýfarnir að koma sér fyrir í Danmörku eftir langa fjarveru, en fyrsti úlfurinn í næstum 200 ár fannst þar í landi árið 2012, að því er fram kemur hjá fréttaveitunni NTB.Síðan þá hefur þeim fjölgað nokkuð. Bæði hafa fleiri úlfar komið norður yfir landamærin frá Þýskalandi og eins eru þeir farnir að fjölga sér innanlands, en þeir halda sig á Jótlandi.Dönsk stjórnvöld hafa um nokkra hríð velt fyrir sér hvernig mætti halda fjölda dýranna í skefjum.Fjallað var um danska úlfa í Speglinum ekki alls fyrir löngu. Umfjöllunina má sjá hér að neðan.

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera