Birni Steinari Jónssyni, framkvæmdastjóra Saltverks, líst ekki vel á tilkynningu Bandaríkjaforseta um tolla, „ekki frekar held ég heldur en flest öllum öðrum sem stunda alþjóðviðskipti. Enda er þetta kannski ekki alveg í þá átt sem heimurinn hefur verið að stefna með alþjóðaviðskiptum undanfarna áratugi.“Bandaríkin eru stærsti markaður Saltverks, sem flytur út salt unnið með jarðhita við Ísafjarðardjúp. Hann bendir þó á að Ísland fái lægri tolla en margar aðrar þjóðir. Þá megi helst gera sér í hugarlund að tollar leiði til verðhækkana á vörum í Bandaríkjunum frekar en að kostnaðurinn fari inn í reksturinn.Tollunum er ætlað að elfa iðnað í Bandaríkjunum og jafnvel að fá fyrirtæki til að flytja starfsemi sína þangað.„Í okkar tilfelli erum við svo sem að nota jarðhita á Íslandi til þess að, t