Hrafn Varmdal ætlar að halda rekstri Kolaportsins áfram þar til Reykjavíkurborg hefur gert samning við varanlegan rekstraraðila. Þetta staðfestir hann í samtali við fréttastofu.Framtíð Kolaportsins hefur verið í ólestri síðan leigusamningur borgarinnar við ríkið vegna leigu á húsnæðinu í Tollhúsinu við Tryggvagötu rann út um svipað leyti og rekstraraðili þess varð gjaldþrota.Hrafn, sem hefur rekið Bolabankann í Kolaportinu um árabil, hefur gert skammtímasamninga við borgina vegna rekstursins síðan. Borgarráð samþykkti 13. mars að auglýsa eftir varanlegum rekstraraðila fyrir Kolaportið.„Kolaportið virðist ekki vera að fara neitt,“ segir Hrafn.