Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Støre endurkjörinn formaður Verkamannaflokksins

Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, var í dag endurkjörinn formaður Verkamannaflokksins til næstu tveggja ára.Fréttaveitan NTB segir frá þessu.Støre var einn í kjöri, en nokkur styr stóð um hann í vetur og flokkurinn stóð á tímabili höllum fæti í skoðanakönnunum.Støre sagði í viðtali við NRK að staða hans hefði verið nokkuð krefjandi og fyrir þremur mánuðum síðan hefði hann ekki séð fram á þessa niðurstöðu. Hins vegar hefði hann fundið mikinn stuðning frá flokkssystkinum sínum.Flokknum hefur vaxið ásmegin eftir að Miðflokkurinn gekk úr ríkisstjórnarsamstarfinu og Jens Stoltenberg sneri aftur í stjórnmálin sem fjármálaráðherra.Verkamannaflokkurinn mælist nú aftur stærsti flokkur landsins með vel yfir 30 prósenta fylgi.

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera