28 umsóknir bárust um starf dagskrárstjóra sjónvarps en fjórir umsækjendur drógu umsókn sína til baka eftir að óskað var eftir nafnalista.Dagskrárstjóri leiðir starf dagskrársviðs sjónvarps og tryggir að innkaup og framleiðsla á innlendu og erlendu dagskrárefni séu í samræmi við stefnu RÚV. SETTUR DAGSKRÁRSTJÓRI OG FYRRVERANDI SJÓNVARPSSTJÓRI MEÐAL UMSÆKJENDA Margrét Jónasdóttir settur dagskrárstjóri RÚV hefur sótt um starfið en meðal umsækjenda eru einnig Eva Georgs Ásudóttir fyrrverandi sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 og Gísli Einarsson ritstjóri og sjónvarpsmaður RÚV.Þá sóttu Guðmundur Ingi Þorvaldsson, listamaður, leikari og framleiðandi, og Snærós Sindradóttir, fjölmiðlakona og listfræðingur, einnig um stöðuna. Það gerði Björn Sigurðsson dagskrár- og sölustjóri einnig sem og framleiðendu