Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Styttri atvinnuleysisbótaréttur á að spara fjóra milljarða

Ríkisstjórnin ætlar að spara nærri fjóra milljarða króna á ári með því að stytta þann tíma sem fólk á rétt á atvinnuleysisbótum og auka eftirlit með greiðslum úr sjóðnum til að draga úr bótasvikum.Í nýrri fjármálaáætlun, sem var kynnt á mánudag, kemur fram að útgjöldin eigi að dragast lítillega saman næstu ár og verði árið 2029 nærri fjórum milljörðum lægri en áður hafði verið gert ráð fyrir.Útfærsla breytinganna hefur ekki verið kynnt, en samkvæmt heimildum fréttastofu á meðal annars að stytta bótarétt úr 30 mánuðum í 18 mánuði. Þá verða einnig gerðar auknar kröfur til umsækjenda, til dæmis um að þeir endurnýi umsóknina á staðnum, en ekki í gegnum tölvu.Útgjöld til atvinnuleysisbóta og annarra vinnumarkaðsaðgerða eru tæpir 44 milljarðar, samkvæmt fjárlagafrumvarpi þessa árs. ÓTTAST AÐ K

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera