Sló landsmet með 25 klukkustunda þingræðu
Cory Booker, öldungadeildarþingmaður fyrir New Jersey-ríki, sló í dag met í sögu öldungadeildarinnar Bandaríkjaþings með þingræðu sem varði í 25 klukkustundir. Ræða Bookers, sem er meðlimur í Demókrataflokknum, snerist um aðgerðir stjórnar Donalds Trump forseta sem Booker sagði brjóta gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna.„Þetta er ekki hægri eða vinstri,“ sagði Booker. „Leyfið þeim ekki að kalla þetta flokkapólitík. Þetta er það ekki. Þetta er rétt eða rangt. Bandaríkin, þetta er stund siðferðis. Býr stjórnarskráin í brjósti ykkar?“Meðal þess sem Booker gagnrýndi var hlutverk Elons Musk, ráðgjafa Trumps, í niðurskurði og niðurlagningu fjölda opinberra verkefna án aðkomu þingsins.Til þess að halda ræðustólnum varð Booker að standa allan tímann og gat því ekki vikið sér frá til að skreppa á saler