Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Hjartnæmir endurfundir fanga og hunda

Kátt var á hjalla og gleðitár streymdu þegar þjónustuhundarnir Wendel og Artemis, sem voru þjálfaðir í San Quentin-fangelsinu í Bandaríkjunum á vegum samtakanna Canine Companions, heimsóttu fangelsið og sína fyrrum þjálfara á föstudag.Svörtu labradorhundarnir voru þeir fyrstu til að fá þjálfun innan veggja fangelsisins þar sem þeir vörðu rúmu ári meðal fanga. NÁIÐ SAMBAND HUNDA OG FANGA Chase Benoit afplánar nú fimmtán ára fangelsisdóm í San Quentin fyrir morð en hann annaðist þjálfun Wendels. Eigandi þjónustuhundsins, Robert Quigley sem er döff eða heyrnarlaus, fylgdi honum í fangelsið.„Hann man eftir mér, það fer ekki á milli mála. Ég sá það um leið og hann kom inn. Það gleður mig mikið að þér þyki vænt um hann og að þið séuð nánir,“ sagði Benoit við Quigley með hjálp táknmálstúlks.„W

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera