Sjálfstæðisflokkur stærstur í Reykjavík í nýrri könnun
Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur með 33,9% fylgi í nýrri könnun Gallup sem framkvæmd var fyrir Viðskiptablaðið. Nýr meirihluti sem myndaður var í febrúar er fallinn samkvæmt könnuninni.Sjálfstæðisflokkurinn fengi alls níu borgarfulltrúa samkvæmt þessu.Nýi meirihlutinn samanstendur af Samfylkingu, Pírötum, Sósíalistaflokknum, Vinstri grænum og Flokki fólksins. Hann var myndaður eftir að Einar Þorsteinsson, fyrrverandi borgarstjóri, sleit meirihlutasamstarfinu. Framsóknarflokkurinn mælist með 4,7% fylgi í könnuninni. FYLGI FRAMBOÐA TIL BORGARSTJÓRNAR Í MARS 2025 Könnunin var gerð dagana 1.-30. mars. Úrtakið var 3.598 Reykvíkingar 18 ára og eldri. Svarhlutfall var 47,7%. Fleiri kannanir og greiningar má finna á ruv.is/kosningar. Samkvæmt könnun Gallup myndu flokkarnir í núverandi mei