Sigurður Enoksson, eigandi bakarísins Hérastubbs, segist efa það að fólk geri sér grein fyrir því við hvað Grindvíkingar lifi. Óvissan um morgundaginn geti tekið toll á heilsu og almenna líðan. Þá er það mat hans að ef ríkið hefði borgað upp fyrirtækin í Grindavík hefði ekki þurft að standa í rekstrarstuðningi við þau. Úkoman væri líklega sú sama.