Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, telur að ef landris hefst á ný eftir eldgosið í dag taki við tímabil óvissu. Ómögulegt sé að segja til um framhaldið á meðan eldgos er enn í gangi og jarðskjálftavirkni mælist.Líklegasta sviðsmyndin sem rætt var um fyrir eldgosið sem hófst í dag var stórt gos og stuttur aðdragandi. Raunin varð hins vegar önnur og kvikugangurinn sem myndast hefur yfir daginn var í aðalhlutverki segir Freysteinn sem var gestur í Kastljósi í kvöld.Atburðurinn í dag hafi verið stór þrátt fyrir að gosið hafi verið lítið. Þetta sé sambærilegt við stærsta atburðinn sem hafi átt sér stað 10. nóvember 2023 þegar hrinan hófst. Þá hafi langmest magn kviku flætt þrátt fyrir að ekki hafi komið til eldgoss.Kvikugangurinn sem myndaðist í d