Valur sótti 86-92 sigur norðan heiða gegn Þór Akureyri í fyrsta leik einvígis liðanna í úrslitakeppni Bónus deildar kvenna. Valskonur höfðu unnið sér upp fína forystu í fjórða leikhluta en misstu hana niður á lokamínútum. Þórskonur komust þó ekki nær en að minnka muninn niður í eitt stig og klikkuðu síðan á þriggja stiga skoti.