Mið vinnuvika, einhver er að spyrja mig að einhverju, ég lít sljó upp úr símanum, engin viðbrögð, ljósin kveikt en enginn heima, ímynda mér að ef þetta væri spítalaatriði í bíómynd myndi hjartaritslínan mín fletjast út og það myndi heyrast hátt „bííííp“. Það þarf að endurræsa kerfið, segja; ha? Hafði óvart slökkt á heilanum. Sjálfstýringin eitthvað að bila. Kannski búin...