„Þetta er saga spillingar á Íslandi og viðhorf þjóðarinnar til hennar,“ segir Hulda Þórisdóttir um bókina Besti vinur aðal eftir Björn Þorláksson. Hulda og Eiríkur Bergmann, sem bæði eru stjórnmálafræðingar, fjölluðu um bókina í Kiljunni. LIGGUR MIKIÐ Á HJARTA „Björn Þorláksson hefur verið blaðamaður í fjölda ára og nálgast þetta með þeim augum. Þetta málefni fjallar hann um þannig að þetta eru bæði hans vangaveltur og svo viðtöl við fólk, bæði stjórnmálamenn, fræðimenn og svo framvegis,“ segir Hulda. „Höfundi liggur mikið á hjarta og þetta er eitthvað sem hann hefur hugsað um mjög lengi en það kemst ekki endilega til skila af því hann er svo reiður að skilaboðin nánast drukkna í reiðinni.“„Þessi bók er skrifuð af feikilega miklum þrótti, af manni sem er mikið niðri fyrir og veður á súð