Enn mælist talsverð skjálftavirkni á norðurenda kvikugangsins sem teygir sig um 20 kílómetra frá enda til enda. Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, telur ólíklegt að annað gos brjótist út á næstunni.„Við erum ekki að sjá að það stefni í gos akkúrat núna,“ segir Benedikt sem var gestur í Speglinum í kvöld. Hann vill þó ekki útiloka möguleikann á því að það byrji á gjósa á norðurenda kvikugangsins.„Eldgosið í dag var ekki stórt en atburðurinn sjálfur var ekki lítill,“ segir Benedikt. „Þetta var talsvert kvikuinnskot og kvikugangur sem myndaðist og að öllum líkindum er stór hluti af kvikunni sem var undir Svartsengi farinn inn í kvikuganginn, allavega vel yfir helmingur,“ segir Benedikt. Enn þá vanti þó gögn um hversu mikið rúmmál var.Benedikt segir að til d