Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Ráðherrar fagna ólöglegri landtöku

Ísraelsku ráðherrarnir Israel Katz og Bezalel Smotrich fögnuðu framtakssemi landtökufólks á Vesturbakkanum, sem eru ólöglegar samkvæmt alþjoðalögum. Aldrei hefur fleiri palestínskum híbýlum verið rutt úr vegi á Vesturbakkanum en í fyrra, að sögn fjármálaráðherrans Smotrich.Smotrich fagnaði því sömuleiðis mjög að landtökumenn væru byrjaðir að ryðja sér til rúms í Júdeu og Samaríu, „vöggu heimalandsins og lands biblíunnar,“ sagði hann. Þá bætti hann því við að Ísraelsstjórn komi í veg fyrir allar tilraunir palestínsku heimastjórnarinnar til þess að vera við völd í Júdeu og Samaríu. Smotrich er sjálfur íbúi í landtökubyggð.Palestínska heimastjórnin í Ramallah var sett á laggirnar á tíunda áratugnum. Hún átti að vera tímabundin stjórn yfir Palestínu þar til sjálfstætt ríki Palestínu yrði stofn

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera