Ísraelsku ráðherrarnir Israel Katz og Bezalel Smotrich fögnuðu framtakssemi landtökufólks á Vesturbakkanum, sem eru ólöglegar samkvæmt alþjoðalögum. Aldrei hefur fleiri palestínskum híbýlum verið rutt úr vegi á Vesturbakkanum en í fyrra, að sögn fjármálaráðherrans Smotrich.Smotrich fagnaði því sömuleiðis mjög að landtökumenn væru byrjaðir að ryðja sér til rúms í Júdeu og Samaríu, „vöggu heimalandsins og lands biblíunnar,“ sagði hann. Þá bætti hann því við að Ísraelsstjórn komi í veg fyrir allar tilraunir palestínsku heimastjórnarinnar til þess að vera við völd í Júdeu og Samaríu. Smotrich er sjálfur íbúi í landtökubyggð.Palestínska heimastjórnin í Ramallah var sett á laggirnar á tíunda áratugnum. Hún átti að vera tímabundin stjórn yfir Palestínu þar til sjálfstætt ríki Palestínu yrði stofn