Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Fjórði hermaðurinn í Litáen fundinn

Fjórði bandaríski hermaðurinn sem saknað var í Litáen fannst í dag. Fjórir bandarískir hermenn á æfingu með fleiri hersveitum hurfu sporlaust í síðustu viku, um tíu kílómetrum frá landamærunum að Belarús. Herjeppinn sem mennirnir voru í fannst á kafi í mýri. Björgunarstörf hófust um leið og var hafist handa við að tæma mýrina í fyrradag. Lík þriggja hermanna fundust í gær og það síðasta í dag. EPA-EFE / Valdemar Doveiko

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera