Dómsmálaráðherra, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, fordæmir ógnandi tilburði í garð björgunarsveitarfólks í Grindavík í dag. Björgunarsveitarmönnum sem unnu að rýmingu Grindavíkurbæjar í morgun vegna yfirvofandi eldgoss var ógnað af fólki sem ekki vildi yfirgefa bæinn.Í samtali við fréttastofu segir Þorbjörg Sigríður algjörlega óþolandi að fólk viðhafi ógnandi tilburði í garð fólks sem sé að störfum við að tryggja öryggi íbúa.„Við erum stödd í miðjum náttúruhamförum. Hugur okkar er auðvitað allur hjá íbúum en hugur okkar allra er auðvitað líka hjá því fólki, lögreglumönnum og björgunarsveitarmönnum, sem er að vinna við mjög erfiðar aðstæður.“ EKKI ÓSKAÐ EFTIR RÝMINGU AF ÁSTÆÐULAUSU Átta einstaklingar neituðu að yfirgefa Grindavík í morgun og ákváðu að vera eftir. Úlfar Lúðvíksson, lög