Eitt af kosningaloforðum núverandi stjórnarflokka var að tryggja útgerðum smábáta 48 daga til strandveiða - nokkuð sem lengi hefur verið kallað eftir svo tryggja megi þessar veiðar í þá fjóra mánuði ár hvert sem til þess eru ætlaðir.Nýverið birtust í samráðsgátt stjórnvalda drög atvinnuvegaráðherra að breytingum á gildandi reglugerð um strandveiðar og þar birtist markmið ríkisstjórnarinnar að tryggja 48 strandveiðidaga. Þetta eru þó aðeins drög að breytingum á reglugerð sem gildir til 31. ágúst. Ekki gefst tími fyrir vorið til að afgreiða frumvarp um breytingar á lögum sem myndu tryggja þessa 48 veiðidaga til frambúðar líkt og boðað er í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. MÖRG SVEITARFÉLÖG EFAST UM TILLÖGUR ATVINNUVEGARÁÐHERRA Alls bárust 96 umsagnir um drög ráðherra, þar á m